8
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 5. tbl. 20. árg. 7. febrúar 2013 S.l. fimmtudag var undirritaður 5 ára samningur við Íslenska gámafélagið um sorphirðu og rekstur gámastöðvarinnar Snoppu í Stykkishólmi. Þjónustan var boðin út og varð Íslenska gámafélagið með lægsta boð og voru þeir Jón Þórir Franzson og Auðun Pálsson frá Íslenska gámafélaginu komnir á bæjarskrifstofuna til að undirrita samninginn við Stykkishólmsbæ. Möguleiki er á að framlengja samninginn um 1 ár til viðbótar. Á myndinni eru Gyða Steinsdóttir og Þór Örn Jónsson frá Stykkishólmsbæ ásamt fulltrúum Íslenska gámafélagsins við undirritunina. Hagstæður samningur gerir það að verkum að sorphirðugjald til íbúa helst svipað næstu árin. Samningur um sorphirðu undirritaður Annar síldardauði í Kolgrafafirði Flestum er í fersku minni dauði 30.000 tonna af síld í Kolgrafafirði 13. desember síðastliðinn og hefur m.a. orðið vart við afleiðingar þess með grúti í fjörum og óþef í lofti. Síðdegis síðastliðinn föstudag, 1. febrúar, varð aftur vart við mikinn síldardauða þegar ferska síld rak á land við vestanverðan fjörðinn. Á laugardeginum fór starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands á staðinn til að meta aðstæður og gera tilraun til að meta magn síldar í fjörum. Dauða síld virtist aðallega vera að finna í fjörunni við vestanverðan fjörðinn frá brú inn að Eiðisstöpum, skammt suðaustan við bæinn Eiði, og var því ákveðið að ganga um 2,5 km langa leið eftir ströndinni frá eyrinni við brúna (frá sunnanverðum Hjarðarbólsodda) að Eiði. Tekin voru snið niður fjöruna á 100 m fresti og þéttleiki síldarinnar metinn. Jafnframt var grútarmengun lýst á hverju sniði. Gríðarlegt magn af dauðri síld var í fjörunni á þessum kafla og þurftu starfsmenn að vaða í gegnum ferska síld og úldinn grút megnið af leiðinni, en þar sem mest var, austan Eiðis, náði síldin upp að hnjám neðarlega í fjörunni. Samkvæmt þessum mælingum voru um 7.000 tonn af síld í fjörunni á þessum 2,5 km kafla. Talsvert magn til viðbótar var í fjörum norðan og þó sérstaklega sunnan við athugunarsvæðið. Þetta er margfalt meira magn í fjörum en var í desember. Þegar þetta er ritað er ekki vitað um heildarmagn dauðrar síldar í firðinum öllum, en veðuraðstæður aðfaranótt laugardagsins gætu hafa valdið því að stórum hluta dauðu síldarinnar skolaði á land við vestan- og norðanverðan fjörðinn innan brúar og því sé minna á botninum en þegar svipaður atburður varð í desember. Fyrstu fréttir úr leiðangri Hafrannsóknastofnunar 4. febrúar benda til að svo sé. Eins og í desember eru langmestar líkur á að súrefnisþurrð hafi orsakað þennan mikla síldardauða en rotnunarferlið á þeirri síld sem drapst í desember og stórar síldartorfur taka til sín súrefni og auka líkurnar á að súrefnisþurrð verði viðvarandi í firðinum innan brúar. Mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar í rannsóknaleiðöngrum í desember og janúar bentu til að súrefnismettun sjávarins í firðinum innan brúar væri mjög lág og styðja þessa tilgátu. Líkurnar á að súrefnismettun fari niður fyrir hættumörk fyrir síldina aukast enn þegar veður er stillt og blöndun sjávar lítil, eins og var í aðdraganda Framhald á næstu síðu Á fimmtudaginn í síðustu viku var úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum 2013 úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Úthlutunin fór fram hjá Ferðamálastofu. Stykkishólmsbær hlaut styrk vegna verkefna tengdra Súgandisey, en í fyrra hlaut verkefnið 2.000.000 styrk til hönnunar á göngustígum og tillagna til endurbóta í eyjunni. Súgandisey er sá staður í Stykkishólmi sem líklegt má telja að flestir ferðamenn velji að skoða og hefur eyjan ekki farið varhluta af stóraukinni umferð síðustu ár auk þess sem sumarþurrkar hafa ekki bætt úr skák. Það voru því gleðilegar fréttir þegar 2.000.000 komu í styrk til að gera tillögur að stígum og fleiru á eyjunni í fyrra. Í ár kom veglegur styrkur til framkvæmdanna alls kr. 5.700.000 úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er sjóður á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í september s.l. óskaði Stykkishólmsbær eftir ábendingum og hugmyndum frá bæjarbúum en þá voru lagðar fram til kynningar tillögur Landlína ehf um skipulag og göngustíga á Súgandisey. Tillögurnar fóru til nefnda bæjarins og hlutu jákvæða umsögn s.l. haust. Áætlanagerð, efnisvinna og áfangaskipting verksins fer nú í gang og er þess vænst að sögn Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra, sem veitti styrknum viðtöku, að undirbúningur framkvæmda hefjist nú í vetur. Alls var veittur 1.5 milljarður til verkefna í ár og hlutu Geysir og Stöng í Þjórsárdal hæstu styrkina. Styrkir á Snæfellsnesið og Breiðafjörð hlutu auk Stykkishólmsbæjar, Snæfellsbær til verkefnisins Útivistarstígur og áningarstaðir milli Rifs og Ólafsvíkur og Þrísker ehf í Flatey til verkefnisins Frystihúsið í Flatey. am 5.7 milljónir í Súgandisey

Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 5. tbl. 20. árg. 7. febrúar 2013

S.l. fimmtudag var undirritaður 5 ára samningur við Íslenska gámafélagið um sorphirðu og rekstur gámastöðvarinnar Snoppu í Stykkishólmi. Þjónustan var boðin út og varð Íslenska gámafélagið með lægsta boð og voru þeir Jón Þórir Franzson og Auðun Pálsson frá Íslenska gámafélaginu komnir á bæjarskrifstofuna til að undirrita samninginn við Stykkishólmsbæ. Möguleiki er á að framlengja samninginn um 1 ár til viðbótar. Á myndinni eru Gyða Steinsdóttir og Þór Örn Jónsson frá Stykkishólmsbæ ásamt fulltrúum Íslenska gámafélagsins við undirritunina. Hagstæður samningur gerir það að verkum að sorphirðugjald til íbúa helst svipað næstu árin.

Samningur um sorphirðu undirritaður

Annar síldardauði í Kolgrafafirði

Flestum er í fersku minni dauði 30.000 tonna af síld í Kolgrafafirði 13. desember síðastliðinn og hefur m.a. orðið vart við afleiðingar þess með grúti í fjörum og óþef í lofti. Síðdegis síðastliðinn föstudag, 1. febrúar, varð aftur vart við mikinn síldardauða þegar ferska síld rak á land við vestanverðan fjörðinn. Á laugardeginum fór starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands á staðinn til að meta aðstæður og gera tilraun til að meta magn síldar í fjörum. Dauða síld virtist aðallega vera að finna í fjörunni við vestanverðan fjörðinn frá brú inn að Eiðisstöpum, skammt suðaustan við bæinn Eiði, og var því ákveðið að ganga um 2,5 km langa leið eftir ströndinni frá eyrinni við brúna (frá sunnanverðum Hjarðarbólsodda) að Eiði. Tekin voru snið niður fjöruna á 100 m fresti og þéttleiki síldarinnar metinn. Jafnframt var grútarmengun lýst á hverju sniði. Gríðarlegt magn af dauðri síld var í fjörunni á þessum kafla og þurftu starfsmenn að vaða í gegnum ferska síld og úldinn grút megnið af leiðinni, en þar sem mest var, austan Eiðis, náði síldin upp að hnjám neðarlega í fjörunni.Samkvæmt þessum mælingum voru um 7.000 tonn af síld í fjörunni á þessum 2,5 km kafla. Talsvert magn til viðbótar var í fjörum norðan og þó sérstaklega sunnan við athugunarsvæðið. Þetta er margfalt meira magn í fjörum en var í desember. Þegar þetta er ritað er ekki vitað um heildarmagn dauðrar síldar í firðinum öllum, en veðuraðstæður aðfaranótt laugardagsins gætu hafa valdið því að stórum hluta dauðu síldarinnar skolaði á land við vestan- og norðanverðan fjörðinn innan brúar og því sé minna á botninum en þegar svipaður atburður varð í desember. Fyrstu fréttir úr leiðangri Hafrannsóknastofnunar 4. febrúar benda til að svo sé. Eins og í desember eru langmestar líkur á að súrefnisþurrð hafi orsakað þennan mikla síldardauða en rotnunarferlið á þeirri síld sem drapst í desember og stórar síldartorfur taka til sín súrefni og auka líkurnar á að súrefnisþurrð verði viðvarandi í firðinum innan brúar. Mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar í rannsóknaleiðöngrum í desember og janúar bentu til að súrefnismettun sjávarins í firðinum innan brúar væri mjög lág og styðja þessa tilgátu. Líkurnar á að súrefnismettun fari niður fyrir hættumörk fyrir síldina aukast enn þegar veður er stillt og blöndun sjávar lítil, eins og var í aðdraganda

Framhald á næstu síðu

Á fimmtudaginn í síðustu viku var úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum 2013 úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Úthlutunin fór fram hjá Ferðamálastofu. Stykkishólmsbær hlaut styrk vegna verkefna tengdra Súgandisey, en í fyrra hlaut verkefnið 2.000.000 styrk til hönnunar á göngustígum og tillagna til endurbóta í eyjunni. Súgandisey er sá staður í Stykkishólmi sem líklegt má telja að flestir ferðamenn velji að skoða og hefur eyjan ekki farið varhluta af stóraukinni umferð síðustu ár auk þess sem sumarþurrkar hafa ekki bætt úr skák. Það voru því gleðilegar fréttir þegar 2.000.000 komu í styrk til að gera tillögur að stígum og fleiru á eyjunni í fyrra. Í ár kom veglegur styrkur til framkvæmdanna alls kr. 5.700.000 úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er sjóður á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í september s.l. óskaði Stykkishólmsbær eftir ábendingum og hugmyndum frá bæjarbúum en þá voru lagðar fram til kynningar tillögur Landlína ehf um skipulag og göngustíga á Súgandisey. Tillögurnar fóru til nefnda bæjarins og hlutu jákvæða umsögn s.l. haust. Áætlanagerð, efnisvinna og áfangaskipting verksins fer nú í gang og er þess vænst að sögn Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra, sem veitti styrknum viðtöku, að undirbúningur framkvæmda hefjist nú í vetur.Alls var veittur 1.5 milljarður til verkefna í ár og hlutu Geysir og Stöng í Þjórsárdal hæstu styrkina. Styrkir á Snæfellsnesið og Breiðafjörð hlutu auk Stykkishólmsbæjar, Snæfellsbær til verkefnisins Útivistarstígur og áningarstaðir milli Rifs og Ólafsvíkur og Þrísker ehf í Flatey til verkefnisins Frystihúsið í Flatey. am

5.7 milljónir í Súgandisey

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 20. árgangur 7. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Annar síldardauði í Kolgrafafirði - framhaldsíldardauðans í báðum tilfellum. Mynni Kolgrafafjarðar var þegar fremur þröngt áður en hann var þveraður en ekki er hægt að útiloka að breyttir straumar eða aðrar breytingar á aðstæðum eftir gerð vegfyllingar og brúar hafi aukið líkurnar á viðburðum af þessu tagi. Þátt framkvæmdanna í þessum viðburðum nú þarf að rannsaka eins og kostur er. Hefur þetta gerst áður?Heimildir eru um síldargöngur inn í Kolgrafafjörð. Í grein í Vísi árið 1953 segir frá því að síld hafi áður oft gengið inn í Kolgrafafjörð en einkum að sumri og hausti. Í Íslendingaþáttum Tímans árið 1983 segir af miklum síldargöngum í Kolgrafafirði upp úr 1930. Þá er til frásögn af síldartorfu sem fraus í sjónum í miklum kuldum á fyrri hluta 20. aldar. Í skýrslu náttúrufræðingsins Bjarna Sæmundssonar til landshöfðingja árið 1897 segir m.a. af því að hægt sé að veiða síld við þrenginguna („lás“) í Kolgrafafirði. Einhverjar heimildir virðast vera um síldardauða í Kolgrafafirði, t.d. frá 1941, en ekkert þó í líkingu við það sem gerst hefur undanfarnar vikur. Lesendur eru hvattir til að benda undirrituðum á fleiri heimildir um síldargöngur í Kolgrafafirði á árum áður. Svo virðist sem síldardauði hafi orðið nokkrum sinnum í norskum fjörðum og hafa þegar fundist heimildir um a.m.k. fjögur tilfelli (2012, 1988, 1984 og tilfelli snemma á 20. öld). Öll voru þau þó mun smærri að umfangi en síldardauðinn í Kolgrafafirði nú. Síldardauði af þessu umfangi gæti því verið einstakur á heimsvísu.Áhrif á fuglalífFuglatalningar síðustu vikur hafa sýnt að tugþúsundir fugla hafa flykkst inn á sunnanverðan Breiðafjörð vegna mikils framboðs fæðu þar, og er nú svo komið að nokkuð hátt hlutfall af landsstofni sumra tegunda heldur sig á svæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður nýlegrar fuglatalningar, sem Náttúrustofa Vesturlands stóð fyrir í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi og Fuglavernd, benda til að fjöldi fugla með ströndinni frá Stykkishólmi að Búlandshöfða hafi verið um 90 þúsund í seinni hluta janúar. Síldin sem drapst í desember er nú orðin talsvert niðurbrotin og á þeirri leið sem starfsfólk Náttúrustofunnar gengu sl. laugardag var grútarlag yfir allri fjörunni og efst í henni oftast hrúgur af síldarfitu. Grúturinn er mjög hættulegur fuglum, því festist hann í fjöðrum missa þeir flughæfnina, auk þess sem einangrunargildi fjaðurhamsins verður lítið. Flestir fuglar sem lenda í slíku eiga enga lífsvon án hjálpar. Nú eftir seinni síldardauðann hefur áhættan fyrir fuglalíf margfaldast þar sem margir fuglar sækja í fersku síldina í fjörunum og fá þá í sig grút af dauðu síldinni frá í desember. Á síðustu dögum hafa sést grútarblautir fuglar (a.m.k. langvía, hvítmáfur og tjaldur) við Kolgrafafjörð og er viðbúið að á næstu vikum muni talsverður fjöldi fugla blotna í síldarfitunni. Vegfarendur sem verða varir við grútarblauta fugla eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim til Náttúrustofu Vesturlands þar sem þeir verða þvegnir. Hafi þeir ekki tök á því mega þeir gjarnan láta vita af slíkum fuglum í s. 898-6638. Þá óskar Náttúrustofan eftir því að sjálfboðaliðar sem áhuga hafa á að taka þátt í þvotti á grútarblautum fuglum eða skipulögðum göngum til að leita þeirra, láti vita af sér á netfangið [email protected] eða í s. 433 8122. SkotveiðarNáttúrustofu Vesturlands hefur ítrekað fengið tilkynningar um

að skotið hafi verið á þétta fuglahópa við Kolgrafafjörð (og Urthvalafjörð), bæði af landi og úr bátum. Á þessum árstíma eru heimilar veiðar á mörgum þeirra fuglategunda sem þarna halda sig en innan um þær eru hins vegar einnig margar friðaðar tegundir. Ýmis rök hníga að því að draga eins og kostur er úr skotveiðum á þessu svæði á meðan þetta óvenjulega ástand varir. Þar á meðal: a) Talningar hafa sýnt að umtalsverðan hluta landsstofna ýmissa

tegunda sé að finna á þessu svæði. Ljóst er að afföll verða á næstunni vegna grútar og gætu þau í versta falli orðið umtalsverð og haft áhrif á stofnstærðir. Óskynsamlegt er að bæta á þau afföll með skotveiðum.

b) Fuglarnir gegna hlutverki í að hreinsa fjörðinn og flýta niðurbroti og ættu að fá að sinna því hlutverki óáreittir. Þótt fuglarnir éti vissulega einnig lifandi fiska, taka þeir talsvert af

dauðum fiskum og fiskitægjum úr sjónum. Fuglar ná reyndar aðeins að taka brot af heildarmagni dauðra fiska í firðinum en margt smátt gerir eitt stórt. c) Þótt margir fuglanna sem algengastir eru þarna (s.s. hvítmáfur, svartbakur, fýll, rita og skarfar) séu ófriðaðar á þessum árstíma, þá eru þarna líka ýmsar friðaðar tegundir, s.s. haförn, fálki, gulönd og bjartmáfur. Sá síðastnefndi er í þúsundatali á svæðinu en aðeins

vanir fuglaskoðarar þekkja hann frá hvítmáfi, svo nánast öruggt er að sé skotið á máfa sé einnig verið að skjóta á bjartmáf.

d) Líta verður til dýravelferðarsjónarmiða í þessu samhengi, en með því að skjóta inn í stóra fuglahópa er nánast öruggt að margir fuglar særist án þess að drepast strax. Þá geta þeir átt í vændum hægfara og kvalafullan dauðdaga.

e) Ólíklegt er að veiðar á „vargfuglum“ á þessum árstíma og stað komi í veg fyrir tjón, t.d. í tilteknu æðarvarpi, síðar meir.

Af framangreindum ástæðum er því beint til skotveiðimanna að skjóta ekki fugla í Kolgrafafirði og nágrenni á næstu dögum og vikum, jafnvel þótt veiðar séu heimilar á sumum tegundum. Hvað er fram undan?Mögulegt er að súrefnisþurrð viðhaldist í Kolgrafafirði næstu vikur og mánuði og haldi áfram að ógna lífríki. Grútur mun halda áfram að safnast í fjörur og valda fuglum erfiðleikum og mannfólkinu óþægindum. Á næstu dögum þarf að huga að fjölmörgum atriðum. Vinna þarf viðbragðsáætlanir sem taka til hreinsunarstarfs ferskrar síldar og grútar, grútarblautra fugla, aðferða til að varna ferðum síldar inn í fjörðinn og vöktun fuglalífs, fiska, botndýra og eðlisþátta (hita, seltu og súrefnismettunar), auk vöktunar á menguninni sem fylgir niðurbroti síldarinnar. Þá þarf að koma upp ásættanlegri aðstöðu til fuglaþvottar og listum yfir sjálfboðaliða sem vilja á einn eða annan hátt taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru varðandi hreinsun fugla og grútar. Einnig þarf að huga að vernd æðarvarpa á svæðinu fyrir grúti þegar líður að vori og hvort og hvernig hægt sé að fyrirbyggja að sauðfé fái á sig grút í sumar. Síðast en ekki síst er mikilvægt að rannsaka í kjölinn hvaða áhrif vegfylling og brú yfir fjörðinn höfðu á þessa atburðarás. Þriðjudaginn 5. feb. ákvað ríkisstjórnin að veita 6 milljónum króna til verkefnisins og á næstu dögum verður verkaskipting og verkáætlun útfærð.

Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee

Upp að hnjám í nýdauðri síld. Mynd: Róbert Stefánsson

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 20. árgangur 7. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Frúarstíg 1 - Sími 4361600

Opið virka daga 12:00 - 13:30 & 18:00 - 20:00Helgar: 18:00 - 20:00

Pizzaofninn heitur öll kvöld!

PUB-QUIZ - KRÁARVISKALaugardagskvöldið 9.febrúar stendur Leikfélagið Grímnir fyrir Pub-Quiz á Plássinu frá kl. 21 - Keppt í tveggja manna liðum - Vegleg verðlaun fyrir sigurvegara kvöldsins - Stigakeppnin heldur áfram.

Hafþór og Matti leika af fingrum fram eftir Kráarviskuna.

Fylgist með á Facebook

Er veisla framundan?Bjóðum upp á alhliða þjónustu fyrir

veisluhöld af öllu tagi.

Nánari upplýsingar: [email protected] & 4381119

Narfeyrarstofa

Starfsfólk óskast

Hótel Stykkishólmur óskar eftir starfsfólki

fyrir sumarið 2013.

Upplýsingar um störfin veitir

María í síma 430 2100

Starfsfólk óskast

Sjúkraliði og almennt starfsfólk óskast til starfa við afleysingar á

Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.Um er að ræða störf við almenna

aðhlynningu og í eldhúsi.

Vinnutími eftir samkomulagi.Laun eru skv. kjarasamningi SLFÍ, SDS

og Launanefndar sveitarfélaga

Upplýsingar um starfið gefur Erla Gísladóttir forstöðukona

í síma 433 8165 og [email protected]

Umsóknarfrestur er til 15.febrúar

Dvalarheimiili aldraðra Stykkishólmi

FLOTTIR FÖSTUDAGARÁfram með flotta föstudaga í Heimahorninu 

SKÓR – SKÓR – SKÓR  - SKÓR - SKÓRNú eru það skórnir föstudag og laugardag

25 - 40 % AF SKÓM þú færð þá ekki ódýrari

Heimahornið

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 20. árgangur 7. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Fylgstu með! Við erum hér!

Framboðslistar eru óðum að taka á sig mynd og fjöldi framboða að skýrast. Enn sem komið er eru tveir frambjóðendur úr Stykkishólmi á lista í kjördæminu. Það eru þeir Lárus Ástmar sem er í öðru sæti á lista VG og Sigurður Páll sem er í fimmta sæti á lista Framsóknar. Hægt er að sjá listana á vef blaðsins www.stykkisholmsposturinn.is/kosningar am

Framboðslistar að skýrast í NV kjördæmi

KarfanÞað er enginn skortur á stórleikjum hér heima og næstu tveir leikir eru þar engin undantekning því mótherjinn verður KR hjá bæði konum og körlum. Strákarnir ríða á vaðið í kvöld og sá leikur verður ansi áhugaverður fyrir ýmsar sakir. Snæfell gjörsigraði KR í fyrri leik liðanna fyrir sunnan 104-63 og enginn vafi á því að KR-piltar vilja gjarnan laga þá slagsíðu í viðureignum liðanna. Í þeim leik fór Jón Ólafur algjörlega á kostum skoraði m.a. 27 stig og með nánast fullkomna skotnýtingu. Í síðasta leik Snæfells, gegn Stjörnunni gerðist hinsvegar það óvenjulega að Jón skoraði ekki stig, var enda í villuvandræðum nánast frá fyrstu mínútu, sem er reyndar ekki óvenjulegt. Það er því nokkuð víst að Jón mun mæta einbeittur til leiks ekki síður en KR-ingarnir og engin vafi á því að hann mun a.m.k. skora meira en í Stjörnuleiknu. Asim McQueen var einnig í tómu tjóni í síðasta leik, lenti í villuvandræðum og náði heldur ekki takti, sem hefur reyndar verið svolítið hans saga í vetur, þó hann hafi oftar en ekki skilað ágætis tölum á endanum. En það vantaði samt þetta aukadræf sem maður vill fá frá erlendu leikmönnunum og því varð það úr að Snæfell hefur nú sagt samningi hans upp og fengið annan leikmann í hans stað. Það er Ryan Amoroso sem ekki er ókunnur parketinu í Fjárhúsinu því hann lék með Snæfelli fyrir tveimur árum. Hann var þá með svipaðar tölur að meðaltali í stigaskori og fráköstum og Asim í vetur en var reyndar mikil þriggjastiga skytta. Vonandi heldur Ryan sig þó meira í teignum í þetta skiptið enda nóg af þriggja stiga skyttunum hjá Snæfelli ekki síst ef Sigurður Þorvaldsson er hrokkinn í gang en hann kom sterkur inn í leiknum gegn Stjörnunni. Stelpurnar mæta KR einnig í næsta leik sem verður á laugardaginn. Snæfell hefur verið á góðu skriði í úrvalsdeild kvenna eftir áramótin, unnið fimm af sex leikjum sínum þegar þetta er skrifað fyrir leikinn gegn Njarðvík í gær. Tapleikurinn kom í síðasta leik gegn Keflavík sem nánast tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þeim sigri. Þessi tvö lið hafa verið sterkust í vetur og slitið sig frá öðrum liðum í deildinni. Þegar níu leikir eru eftir er Snæfell er tiltölulega öruggt í 2.sætinu, 8 stigum fyrir ofan Val og KR sem koma næst. Snæfellsstelpurnar vantaði enn og aftur herslumuninn til að vinna Keflavík í síðasta leik og þar réði mestu að tapaðir boltar voru alltof margir eða 26 talsins. KR-liðið er í hörku baráttu við Val um þriðja sætið og fyrir þær hver leikur úrslitaleikur í þeim efnum. Helsta verkefni Snæfellsliðsins fram að úrslitakeppni er hinsvegar að halda fókus, ná upp stöðugleika í leik liðsins og byggja upp sjálfstraustið fyrir úrslitakeppnina í vor. Sæti í úrslitakeppninni ætti að vera orðið tryggt, Snæfellsliðið er það sterkt að það gefur það ekki eftir úr þessu. Þannig að nú er bara eitt markmið framundan í deildinni og það er titillinn, eins og staðan er nú þá þarf að liðið að bæta leik sinn enn frekar ef það á að nást en enginn vafi að liðið á töluvert inni til þess. srb

Snæfell - Geislinn

Nýverið var skrifað undir samstarfssamning ungmennafélaganna Snæfells og Geislans í Hólmavík um sameiginlegt lið í fjórðu deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Þjálfari verður Páll Margeir Sveinsson og aðstoðarþjálfarar Jóhannes Helgi Alfreðsson og Smái Þorbjörnsson. Æft verður í Stykkishólmi og verða heimaleikir liðsins spilaðir þar. Æfingahópur verður í Reykjavík og á Hólmavík. Meðfylgjandi mynd er frá undirritun samstarfssamningsins í síðustu viku á Plássinu í Stykkishólmi þegar Sigfús Magnússon og Jóhannes Helgi Alfreðsson formenn knattspyrnudeildar félaganna staðfestu samninginn.

Viltu segja segja stutta sögu um konu á vesturlandi sem markað hefur spor í lif þitt. Ætlum að eiga notarlega kvöldstund föstudaginn 1. mars í heimahúsi sem er hluti af dagskrárliðum sögu og bókahátíðarinnar Júlíönu. Hafið samband við Þórunni Sigþórsdóttur sem fyrst í síma 8941421, netfang [email protected].

Býr sögumaður í þér?

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 20. árgangur 7. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

FASTEIGNIR TIL SÖLU

Nesvegur 2632 fm. iðnaðar- og íbúðarhúsnæði byggt árið 1967 og 1980. Húsið skiptist m.a í tvo stóra sali og íbúðarhluta. Húsið stendur á 2.925 fm. lóð sem er að

hluta til afgirt. Bundið slitlag er á bílastæði. Eignin sem er vel staðsett miðsvæðis í bænum býður upp á ýmsa möguleika. Verð 69.000.000,-.

Borgarbraut 3476,8 fm. íbúð í raðhúsi byggðu árið 1983. Íbúðin skiptist í forstofu, gang, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, stofu og eldhús. Flísar eru forstofu, gangi,

stofu, baðherbergi og stofu og nýtt parket á eldhúsi. Góðar innréttingar eru í eldhúsi og á baðherbergi. Góður lítill garður með nýlegum sólpalli. Nýlegt þak og nýlegar vatnslagnir. Verð 17.900.000,-.

Borgarbraut 32111 fm. endaíbúð í steinsteyptu raðhúsi byggðu árið 1983. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, eldhús, búr, baðherbergi og

stofu. Geymsluloft er yfir hluta íbúðarinnar. Flísar eru á forstofu, holi og baðherbergi og parket á eldhúsi, stofu og herbergjum. Ágætar innréttingar eru í íbúðinni. Góð lóð og í garði er hellulögð stétt og bílastæði er hellulagt. Búið er m.a. að endurnýja klæðningu á fram- og afturhlið, járn á þaki og vatnslagnir. Verð 22.000.000,-

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignirnar og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Kaupsýslan kynnir:

Til sölu fallegt og mikið endurnýjað 175,2 m2, 5 herbergja einbýlishús ásamt bílskúr á góðum stað við Nestún 6

Nánari uppýsingar veitir Júlíus Jóhannsson sölustjóri s: 823 2600 og Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali. Verð: 31.900.000.

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga,

bæklinga, margmiðlunarefnis og

vörumerkja í 13 ár!

• Hjá okkur færðu prentað

ýmislegt á okkar prentvélar eða

við leitum hagstæðustu tilboða í

stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3

• Bindum inn í gorma, harðspjöld

eða heftum í ýmsar stærðir.

• Ljósritun & skönnun

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 20. árgangur 7. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Íbúð til leigu eða sölu í Bókhlöðustíg Stykkishómi 4 herbergi 93 fermetrar + Þvottaaðstaða í kjallara. Upplýsingar í síma 8439691

Óskum eftir húsnæði í Stykkishólmi til leigu frá og með 1. maí eða 1. júní, og út sumarið. Arnór og María s. 8958448

Vélsleði til sölu. Mach ‘93 670cc. Frekari upplýsingar í síma 4211772 eða 8663801. Sveinbjörn.

Smáauglýsingar

Snæfell í Stykkishólmi var stofnað þann 23. október 1938. Margar íþróttagreinar hafa verið æfðar í Stykkishólmi frá upphafi félagsins en ekki allar haldið áfram. Um tíma var talað um Stykkishólm sem mikinn Badminton bæ, félagið átti marga góða íþróttamenn í þeirri grein. Íþróttirnar sem er hægt að æfa eru körfubolti, fótbolti, frjálsar íþróttir, sund, blak, fimleikar og siglingar. Auk þess er mikil starfsemi hjá golfklúbbnum Mostra og hesteigendafélaginu HEFST í Stykkishólmi. Auk þess er mikið um körfubolta sem er stærsta íþrótt Snæfells í Stykkishólmi.

8.bekkur GSS

Íþróttasaga Snæfells

Nú er þorrablót nýafstaðið hér í Hólminum og ekki úr vegi að skrifa aðeins um sögu blótsins. Í Stykkishólmi byrjaði hefð Þorrablótsins fyrir 63 árum. Þá hét skemmtunin hjónafagnaður og var einungis fyrir hjón. Nokkur hjón tóku sig saman og stóðu fyrir skemmtun í gamla bíóinu (sem síðar varð X-ið og svo Eldfjallasafnið). Þau sáu alveg um matinn, súrsuðu hann sjálf og gerðu allt sem þurfti að gera. Svo voru þau líka með heimatilbúin skemmtiatriði. Þetta varð mjög vinsæl skemmtun sem varð stærri með hverju árinu og að lokum var ákveðið að hafa þetta opið fyrir alla bæjarbúa og var þá nafninu breytt í þorrablót. Þetta er enn ein helsta skemmtun bæjarbúa.Þorrablót eru haldin á þorranum. Þorri er gamalt mánaðarheiti, hann byrjar í lok janúar og stendur til loka febrúar. Flestir tengja þorrablót þessum sérstaka mat, þorramat. Í gamla daga var víða lítið orðið eftir af matarbirgðunum á þessum tíma því það var svo langt liðið á veturinn. Fólk var líka í vandræðum með að geyma matinn, því það átti engan ísskáp. Um haustið þegar búið var að græja nóg af kjöti fyrir veturinn var hluti settur í mysu svo hann skemmdist ekki (en sumum finnst súrmaturinn bragðast eins og hann sé skemmdur). En þetta gerir matinn víst bara hollari. Svo byrjaði fólkið fyrst á ferska matnum og fór svo að borða súra matinn þegar það ferska var búið og það var því seinni part vetrar. En það að blóta er heiðinn siður. Í honum felst að fórna einhverju til að biðja um hjálp goðanna og líka að þakka þeim fyrir hjálpina í gegnum tíðina. Orðið blót er líklega tilkomið af orðinu blóð og tengist þá dýrunum sem er fórnað og borðuð á blótinu.Nefndin byrjar á því að bjóða þorrablótsgesti velkomna með söng svo kynnir nefndin sig með vísum og gerir um leið grín að hverjum og einum í nefndinni. Eftir það er borðað og sér nefndin um að bera matinn fram en maturinn er alls kyns þorramatur borinn fram í trogum. Þegar maturinn er kominn vel á veg þá hefjast skemmtiatriðin. Það er um klukkutíma leikþáttur með söngvum þar sem síðasta ár er rifjað upp og gert grín að bæjarbúum. Þetta er svona einskonar áramótaskaup Stykkishólms. 8.bekkur GSS

Þorrablót

• Elvis Presley dó á klósettinu!• Flest klósett sturta niður í tóntegundini D#!• Rúmmál tunglsins er hið sama og rúmmál kyrrahafsins!• Þó að henni sé freistað með mat getur risaskjaldbaka ekki

komist hraðar en 0,2 km/klst.• Maurar nota blaðlýs sem húsdýr!• Einungis tvær dýrategundir heyja stríð innbyrðis, menn og

maurar!

Fróðleiksmolar

Nafn: Elínbjört KistínStarf: Nemandi í grunnskólanumAldur: 6 áraSvar: Úlfur en ég er ekki búin að búa til búninginn.

Nafn: Eyþór ArnarStarf: Nemandi í grunnskólanumAldur: 15 áraSvar: Kjúklingur og ég er búinn að redda búningnum.

Nafn: Silja Starf: Nemandi í grunnskólanumAldur: 10 áraSvar: Veit ekki alveg, er ekki búin að ákveða það.

Nafn: UnnurStarf: Starfsmaður í grunnskólanumAldur: 59Svar: Ætli ég verði ekki bara ég sjálf hehe.

Nafn: Björg BrimrúnStarf: Nemandi í grunnskólanumAldur: 13 áraSvar: Góð spurning, góð spurning. Bara uu Harry Styles nei djók. Ég veit ekkert hvað ég ætla vera. Æjú ég verð bara Harry.

Spurning vikunnar:Hvað ætlar þú að vera á öskudaginn?

?

Gönguleiðir á Súgandisey

Á meðfylgjandi loftmynd af tillögum um gönguleiðir á Súgandisey sem kynnt var s.l. haust má sá hvar gönguleiðir munu liggja. Fyrir eru stígar á hluta þessara leiða en slóðar og troðningar annarsstaðar. Að sögn bæjarstjóra verður leitast við að raska sem minnstu á eyjunni sjálfri en reyna á með stígagerðinni að leiða gesti um eyjuna eftir stígunum og þar með hlífa náttúrunni utan göngustíganna. Tillögur og myndir er hægt að skoða á vef bæjarins og í Ráðhúsinu. am

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 20. árgangur 7. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Guðsþjónusta verður í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 10. febrúar kl. 14.00

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á

sunnudagsmorgnum.

BiblíuleshópurViltu fræðast um biblíuna? Biblíulesthópur

kemur saman í Stykkishólmskirkjufimmtudaginn 14. febrúar kl. 20.00.

Minnum á Júlíönu – hátíð sögu og bóka 28. febrúar til 3. mars 2013.

Facebook: Júlíana- hátið sögu og bóka

Íþróttamiðstöð Stykkishólms

Sumarafleysingafólk óskast - vaktavinna.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.

Umsóknir berist á netfang [email protected]

Nánari upplýsingar veitir Vignir í síma 898 1260

Íþróttamiðstöð Stykkishólms.

Aðalfundur Stykkishólmsdeildar Rauða kross Íslands

verður haldinn í Björgunarsveitarhúsinu

þriðjudaginn 12. febrúar 2013 kl. 20

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Stykkishólms-Pósturinn Bæjarblað Hólmara nær og fjær

frá 1994.

www.stykkisholmsposturinn.is

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Aukaferð laugardaginn 9. febrúarFarið frá Stykkishólmi kl.09:00.Farið frá Brjánslæk kl. 12:00

Komið við í Flatey ef á þarf að halda.

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð

Kem reglulega í Stykkishólm og mun bjóða upp á meðhöndlun í Höfuðbeina og

spjaldhryggjarmeðferð. Hægt er að velja um meðhöndlun annaðhvort á bekk eða í vatni. Sjá

nánar um meðferðirnar á www.cranio.is

Hver tími er 40 mínútur. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 8970823 eða [email protected]

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 7.febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 20. árgangur 7. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

112 DAGURINN Í STYKKISHÓLMI

OPIÐ HÚS FRÁ KL. 17

Slökkvilið Stykkishólms, Björgunarsveitin

Berserkir, Sjúkraflutningamenn, Rauði krossinn

og Lögreglan sýna búnað sinn og aðstöðu í

björgunarsveitarhúsinu 11. febrúar 2013 kl. 17.

Nýi slökkviliðsbíllinn verður kynntur fyrir

bæjarbúum.

Kaffi og safi í boði Stykkishólmsbæjar.

Allir velkomnir

BOLLUDAGSHELGI

OPIÐ BÆÐI LAUGARDAG OG SUNNUDAGBolla, Bolla, Bolla, Rjómabolla!

Vatnsdeigs- og gerbollur með ýmsum bragðefnum.

Keyrum Bolludagsbollur út til fyrirtækja!

Hægt er að gera pantanir á netfang [email protected]

Hlökkum til að sjá þig!

Kveðja, Starfsfólk Nesbrauðs

Nesbrauð sími 438-1830 Opnunartími: mánudaga-laugardaga 9-16

NESBRAUÐ

NESVEGI 1STYKKISHÓLMI