16
Stykkishólms- PÓSTURINN Stykkishólms-Pósturinn óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Þetta tölublað er það síðasta á árinu. Fyrsta tölublað á nýju ári kemur út fimmtudaginn 5. janúar 2012. Vefurinn www.stykkisholmsposturinn.is er að sjálf- sögðu uppfærður eftir efnum og ástæðum hverju sinni yfir hátíðarnar og við hvetjum lesendur til að koma efni á framfæri með því að senda tölvupóst á [email protected] eða nota Facebook til að koma skilaboðum áleiðis. Að venju verður litið til baka í fyrstu tölublöðum nýs árs og félög og deildir hvött til að senda pistla í blaðið þar sem rifjað er upp það helsta í félagsstarfinu á liðnu ári. Þeir sem eru í forsvari mega því gjarnan fara að huga að slíkum samantektum og undirbúa pistla sína. Árið sem er að líða hefur markast af breytingum í rekstri Stykkishólms-Póstsins á þann veg að blaðið liggur nú frammi í verslunum víða um Stykkishólm degi fyrir útgáfudag. Lestur rafrænu útgáfu blaðsins á vefnum er nánast jafnmikill, ef ekki meiri, en prentuðu útgáfunnar. Rafræna útgáfan hefur verið uppfærð og með þeim endurbótum er tilfinningin að verið sé að fletta blaði sterkari en áður. Það er að sjálfsögðu einnig mun umhverfisvænna að dreifa blaðinu rafrænt en að prenta það. Drög hafa verið lögð að því að auka enn veg vefsins www.stykkisholmsposturinn.is á nýju ári og hefur undirbúningur þess staðið í nokkurn tíma. Síðastliðið ár hefur að jafnaði einungis einn starfsmaður unnið að blaðinu en fjölskylda, vinir og velunnarar hafa verið duglegir að senda inn efni til birtingar. Efnis- og myndhöfundum er kærlega þakkað fyrir framlag þeirra á árinu í Stykkishólms-Póstinn og sérstakar þakkir fá auglýsendur fyrir sitt stóra framlag því án auglýsinga væri ekkert blað! Jólakveðja, Anna og Sigurður

Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara frá 1994

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms-PÓSTURINN

Stykkishólms-Pósturinnóskar lesendum sínumgleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Þetta tölublað er það síðasta á árinu. Fyrsta tölublað á nýju ári kemur út fimmtudaginn 5. janúar 2012. Vefurinn www.stykkisholmsposturinn.is er að sjálf-sögðu uppfærður eftir efnum og ástæðum hverju sinni yfir hátíðarnar og við hvetjum lesendur til að koma efni á framfæri með því að senda tölvupóst á [email protected] eða nota Facebook til að koma skilaboðum áleiðis.Að venju verður litið til baka í fyrstu tölublöðum nýs árs og félög og deildir hvött til að senda pistla í blaðið þar sem rifjað er upp það helsta í félagsstarfinu á liðnu ári. Þeir sem eru í forsvari mega því gjarnan fara að huga að slíkum samantektum og undirbúa pistla sína.Árið sem er að líða hefur markast af breytingum í rekstri Stykkishólms-Póstsins á þann veg að blaðið liggur nú frammi í verslunum víða um Stykkishólm degi fyrir útgáfudag. Lestur rafrænu útgáfu blaðsins á

vefnum er nánast jafnmikill, ef ekki meiri, en prentuðu útgáfunnar. Rafræna útgáfan hefur verið uppfærð og með þeim endurbótum er tilfinningin að verið sé að fletta blaði sterkari en áður. Það er að sjálfsögðu einnig mun umhverfisvænna að dreifa blaðinu rafrænt en að prenta það. Drög hafa verið lögð að því að auka enn veg vefsins www.stykkisholmsposturinn.is á nýju ári og hefur undirbúningur þess staðið í nokkurn tíma.Síðastliðið ár hefur að jafnaði einungis einn starfsmaður unnið að blaðinu en fjölskylda, vinir og velunnarar hafa verið duglegir að senda inn efni til birtingar. Efnis- og myndhöfundum er kærlega þakkað fyrir framlag þeirra á árinu í Stykkishólms-Póstinn og sérstakar þakkir fá auglýsendur fyrir sitt stóra framlag því án auglýsinga væri ekkert blað!

Jólakveðja, Anna og Sigurður

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Það var mikil upplifun að heyra leikið í fyrsta sinn á nýja orgelið okkar við aðventustund í kirkjunni síðastliðinn sunnudag. Enda hafði þessarar stundar verið beðið með mikilli eftirvæntingu í langan tíma. Af þeim fimm árum sem orgelverkefnið hefur verið í gangi þá er óhætt að segja að síðustu tveir mánuðir hafi verið þeir allra skemmtilegustu. Það hefur verið erilsamt í kirkjunni á meðan að orgelið var sett upp og í mörg horn að líta. Hulda og Svavar hafa staðið þar vaktina af stakri prýði og margir aðrir lagt fram hjálparhönd við allskonar snúninga. Uppsetningin gekk líka eins og í sögu og allt fór fram samkvæmt áætlun. Orgelsmiðirnir voru að sama skapi ánægðir með dvölina í Hólminum. Nýja orgelið okkar er mikil listasmíð sem sómir sér vel í kirkjunni og fellur vel að arkitektúr hennar. Í útliti þess má einnig greinilega finna áhrif frá náttúrunni og eyjunum umhverfis Stykkishólm. Pípurnar á framhliðinni minna óneitanlega á stuðlaberg og á framhliðina eru dregin öldulaga mynstur og form. Næst þegar

Orgelið tilbúið

Aðventustund var haldin í Stykkishólmskirkju s.l. sunnudag og var við það tækifæri leikið á nýja Klais orgelið opinberlega. Kór Stykkishólmskirkju flutti jólalög, László Petö organisti og kórstjóri Stykkishólmskirkju lék tvö orgelverk og flutti hann ásamt Sigþóri Hallfreðssyni frá orgelsjóði kynningu á orgelinu, aðventuljósin voru tendruð og Sr. Gunnar fór með bæn.. Fjölmennt var við aðventustundina. Var mjög fróðlegt að heyra um eiginleika og möguleika orgelsins og ekki síst, að heyra tóndæmi sem fylgdu með kynningunni. Hafa þeir félagar, László og Sigþór jafnvel hug á að halda kynningu á orgelinu oftar í kirkjunni. am

þið horfið á orgelið, prófið þá að sjá fyrir ykkur stuðlabergið í Þórishólma þar sem það rís upp úr öldunni. Hönnuðirnir og smiðirnir hjá Orgelbau Klais í Bonn hafa svo sannarlega uppfyllt allar væntingar sem til þeirra voru gerðar um fagmennsku og listfengi.Þegar eiginleikar orgelsins voru ákvarðaðir á sínum tíma var haft til hliðsjónar að það hæfði vel almennu safnaðarstarfi og nyti sín jafnframt vel sem tónleikahljóðfæri. Raddvalið og hljómurinn taka mið af þessu og orgelið býður upp á fjölmarga möguleika. Þess nutum við á aðventustundinni þegar Lászlo tók orgelið til kostanna í verki eftir Cécar Franck og ekki síður við undirleik undir söng kirkjukórsins, sem að vanda stóð fyrir sínu með sóma. Framundan eru spennandi tímar um jól og áramót og það er líka alveg óhætt að fara að láta sig hlakka til orgelvígslunnar sem verður við hátíðlega athöfn þann 22. janúar næstkomandi. Frá því að orgelverkefnið hófst fyrir fimm árum höfum við ætíð

fundið fyrir miklum áhuga og velvilja, þetta hefði heldur aldei verið hægt án þess. Ótalmargir hafa lagt orgelsjóðnum lið með fjárframlögum eða vinnuframlagi af ýmsu tagi. Fyrir það erum við sem að orgelsöfnuninni stöndum ósegjanlega þakklát og stolt af að tilheyra svona samfélagi. Orgelverkefnið er gott dæmi um að þegar við virkjum samtakamáttinn eru okkur allir vegir færir. Fyrir hönd orgelsjóðsins þakka ég kærlega öllum þeim sem að með einum eða öðrum hætti hafa gert drauminn um viðeigandi orgel í Stykkishólmskirkju að veruleika. Nú fer jólahátíðin í hönd, þá gefst tími til líta upp úr amstri hversdagsins, upplifa nýja orgelið okkar, hlusta og njóta. Megi þið öll njóta gleðilegra jól og farsældar á komandi ári.

Fh. Orgelsjóðs StykkishólmskirkjuSigþór Hallfreðsson

Ljósmyndir: Eyþór Benediktsson og AMOrgelsmiðirnir á síðustu dögum uppsetningarinnar.

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Laugardaginn 17. desember brautskráðust 13 stúdentar frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðabraut brautskráðust 12 nemendur þau Alma Dögg Sigurvinsdóttir, Björg Guðrún Einarsdóttir, Davíð Magnússon, Egill Egilson, Ellen Alfa Högnadóttir, Guðni Sumarliðason, Halldór Ernir Hallsson, Ívar Sindri Karvelsson, Sara Mjöll Magnúsdóttir, Sigurður Konráð Júlíusson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Þórheiður Elín Sigurðardóttir. Einn nemandi brautskráðist með viðbótarnám til stúdentsprófs, Bryndís Theodórsdóttir.

Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Bryndís Theodórsdóttir og fékk hún veglega bókagjöf. Bryndís hlut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku og þýsku. Halldór Ernir Hallsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sögu og íþróttum. Verðlaunin voru gefnin af sveitarfélögunum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum.Útskriftarathöfnin hófst á því að Anna Júnía Kjartansdóttir nemandi við skólann lék á þverflautu lagið Cry me a river eftir Arthur Hamilton. Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Jón Eggert Bragason, brautskráði nemendur og flutti síðan ávarp. Í ávarpinu lagði skólameistari áherslu á að nýstúdentum séu mjög margar leiðir færar og spurningin snúist fyrst og fremst um það hvert hugurinn stefnir. Það væri öfundsvert að vita hvert menn vilja stefna og ef menn vinna að því einarðlega þá teldi hann að þau kæmust þangað. Það væru forréttindi að eiga val og hann bað þau að fara vel með.Pétur Ingi Guðmundsson aðstoðarskólameistari afhenti nemendum verðlaun fyrir góðan námsárangur. Pétur gat þess

einnig að allir útskriftarnemar fá gjöf frá Kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði, leiðbeiningarspjöld um geymsluþol matvæla, mælieiningar sem og þvottaleiðbeiningar. Með þessari gjöf vill kvenfélagið óska nýstúdentum hjartanlega til hamingju með þennan merka áfanga og velfarnaðar í framtíðinni. Tveir nemendur voru heiðraðir fyrir störf sín í þágu nemendafélagsins, þeir Davíð Magnússon og Ívar Sindri Karvelsson en þeir hafa báðir gegnt stöðu forseta nemendafélagsins á skólagöngunni. Þeir fengu bókargjafir gefnar af Fjölbrautaskóla Snæfellinga.Ester Þórhallsdóttir flutti kveðjuræðu fyrir hönd kennara og starfsfólks þar sem hún fjallaði um lífið en umfram allt mikilvægi þess að vera til. Hún líkti raunveruleikanum við sögu sem hver og einn tekur með sér út í lífið. Saga sem verður til af því að vera til. Einnig fjallaði hún um mikilvægi þess að veita lífinu gaum og eftirtekt, því öll reynsla mótar einstaklinginn og undirbýr hann út í lífið.Þá var komið að tónlistaratriði þar sem Unnur Sigmarsdóttir kennari við skólann söng tvö lög við undirleik Zsolt Kentár. Lögin heita Grýla og leppalúði og Vený Séní og eru eftir Tryggva M. Baldursson við ljóð Þórarins EldjárnDavíð Magnússon flutti að lokum kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta þar sem hann þakkaði fyrir hönd nýstúdenta samstarfið, góð kynni af skólanum og starfsfólki hans.Að lokinni athöfn var gestum boðið upp á veitingar í boði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. (Fréttatilkynning)

Útskrift Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Helgileikur nemenda í 3ja bekk Grunnskóla Stykishólms var fluttur í síðustu viku í Stykkishólmskirkju að viðstöddu fjölmenni. Var stundin mjög hátíðleg og tóku allir undir í Heims um ból í lokin. Það er ávallt mikið tilhlökkunarefni hjá nemendum þriðja bekkjar að takast á við þetta verkefni enda textinn vel þekktur og búningar, gervi og leikmunir í hávegum hafðir. Á meðfylgjandi myndum

Eyþórs Benediktssonar má sjá innlifunina og einbeitinguna hjá nemendunum í helgileiknum. am

Helgileikur grunnskólanemenda

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Nú er komið að seinni áfanganum í breytingum á veitingahúsinu. Af þeim sökum verður lokað frá jólum fram í janúar.

Opnunartími verður auglýstur síðar.Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 867-7411

Skötuhlaðborð

að hætti Sæþórs og Gunnars á Þorláksmessu - Borðapantanir s. 438-1119

Óskum Hólmurum og gestum okkar gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári.Þökkum frábærar viðtökur á árinu.

Gleðileg jólog farsælt komandi ár

Svala og Agnar

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.Þökkum ánægjuleg samskipti á líðandi ári.

God jul og godt nytt år.

Vi takker for samarbeidet i året som gikk.

Merry christmas and a happy new year.Thank you for enjoyable moments in the passing

year.

Wesołych Świąt i szczęśliwego nowego.Dziekujemy za owocna wspolprace w 2011 roku i

mamy nadzieje ze przyszly rok bedzie rownie udany

Счастливого Нового Года и светлого Рождества!!С благодарностью за сотрудничество и совместную работу в прошлом году,

Jólakveðja – Julehilsen • Christmas greeting • życzenia świąteczne - Поздравления с Рождеством!

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Fáum hefur dulist að undanfarin ár hafa fjárlög íslenska ríkisins krafist þess að stofnanir og starfsfólk aðlagi sig breyttri og lakari stöðu ríkissjóðs. Þó leitast hafi verið við að hlífa velferðar- og menntakerfi landsins eftir fremsta megni, hafa þeir málaflokkar þurft að skila hagræðingu eins og aðrir. Heilbrigðisstofnanir landsins hafa tekið verulega á í rekstri sínum og hafa að raunvirði dregið saman rekstur sinn um 20% frá hruni. Hlutverk heilbrigðisstofnana er lögum samkvæmd að sinna heilsugæsluþjónust, rekstur hjúkrunar- og sjúkrarýma ásamt viðeigandi stoðþjónustu. Áhersla stjórnvalda er á heilsugæsluna sem grunnstoð þjónustu og hafa fjárveitingar aukist til hennar. Samdráttur hefur hins vegar orðið í rekstri hjúkrunar- og sjúkrarýma , sem aðlagaður hefur verið nýtingu og þörf með samræmdum hætti um landið. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að verja grunnþjónustuna og allar aðgerðir tekið mið af því að öryggi íbúa sé tryggt.Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) hefur ekki farið varhluta af ströngum aðhaldskröfum og sama gildir um starfsemi stofnunarinnar í Stykkishólmi. Starfsemin í Stykkishólmi byggir á gömlum merg og hefur aukinheldur sérstöðu þar sem rekin er sérhæfð þjónusta á háls- og bakdeild.Í júní s.l. skilaði nefnd sem velferðarráðherra skipaði um endurskoðun á starfsemi HVE í Stykkishólmi niðurstöðum sínum og voru m.a. birtar í Stykkishólmspóstinum í júlí. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, HVE og bæjaryfirvöldum. Lagt var til að þjónusta við fólk í hjúkrunar- og dvalarrýmum í bænum yrði sameinuð á einum stað í húsnæði SFS. Í öðru lagi var lagt til að vaktsvæði lækna á norðanverðu Snæfellsnesi yrði sameinað jafnframt því að sjúkraflutningar yrðu efldir og þessu tengt að almenn sjúkrahúsþjónusta (sjúkrarými) yrði efld. Loks var lagt til að rekstrargrundvöllur háls- og bakdeildar yrði endurskoðaður. Hefur í því sambandi verið horft til dagdeildarforms með sjúkrahótelsaðstöðu á sjúkrahúsinu sjálfu.Tillögurnar hafa verið til meðferðar í velferðarráðuneytinu og hjá framkvæmdastjórn HVE í tengslum við gerð fjárlaga fyrir árið 2012. Viðfagsefni framkvæmdastjórnar HVE að koma saman rekstraráætlun fyrir næsta ár er erfitt og krefjandi verkefni eins og kynnt hefur verið. Náið samráð hefur verið haft við bæjaryfirvöld í Stykkishólmi og hefur framsýni og ábyrgð fulltrúa þeirra í nefndinni verið forsenda þess að unnt hefur verið að þróa hugmyndir um framtíðarmöguleika starfseminnar við mjög erfiðar aðstæður. Aðkoma þeirra hefur verið ráðuneytinu fyrirmynd í nálgun svipaðra verkefna annars staðar á landinu.Forsenda þess að tillögur nefndarinnar gangi eftir er að öll starfsemin færist undir eitt þak og þannig náist fram nauðsynlegt rekstrarhagræði, enda samlegðaráhrif umtalsverð af samrekstri öflugs hjúkrunarheimilis, bakdeildar og annarrar starfsemi sem unnt væri að sinna í húsinu. Eftirsóknarverðast er þó að umgjörð og aðbúnaður skjólstæðinga og starfsfólks mun stórbatna. Það mun kalla á miklar breytingar á húsnæði SFS því þótt húsnæðið sé stórt að flatarmáli var það byggt í öðrum tilgangi en þessar hugmyndir gera ráð fyrir.

Um framtíð og starfsemi HVE í Stykkishólmi

Ráðuneytið hefur þegar hafið athugun á fýsileika þessa og arkitektastofan ARKÍS tekið verkið að sér. Hún mun á næstu dögum skila forsögn og þarfagreiningu, sem heimamenn og aðrir hagsmunaðailar munu fara yfir. Loks þarf ríkisvaldið að fallast endanlega á framkvæmdina. Umtalsverðar breytingar gætu orðið á þjónustu HVE í Stykkishólmi á næstu misserum. Verði af samstarfi Stykkishólmsbæjar og HVE um veitingu öldrunarþjónustu mun sú þjónusta eflast verulega, um leið og hún styður við aðra starfsemi sem þegar er veitt á stofnuninni, þ.m.t. rekstur háls- og bakdeildar sem og þeirra sjúkrarýma sem þörf er á. Heilsugæslan verður áfram hornsteinn þjónustunnar á staðnum. Heilbrigðisþjónusta er síkvik starfsemi og er í mjög auknu mæli veitt utan spítala eða með styttri legum. Sú þróun hefur einnig átt sér stað í Stykkishólmi og mun halda áfram. Náist hins vegar samstarf um rekstur allrar öldrunarþjónustu á staðnum, sem krefst sólarhringsumönnunar, er stofnunin betur í stakk búin til að taka að sér aðra þjónustu sem alla jafna er of lítil þörf fyrir til að unnt sé að halda henni úti einni og sér.Stefnt er að flutningi málefna aldraðra til sveitarfélaga á árinu 2013. Bæði ríki og sveitarfélögum er því í mun að búa svo um rekstur þjónustunnar að sá flutningur verði sem auðveldastur. Aðkoma Stykkishólmsbæjar hefur því verið verkefninu afar mikilvæg, enda engum ljósari þeir miklu hagsmunir sem í húfi eru fyrir bæjarfélagið, nágranna þess og gesti.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður velferðarráðherra

SmáauglýsingarViltu sjóða skötuna í bílskúrnum? Hef til sölu nokkrar prímushellur með gaskút verð 5000kr Uppl.í síma 8937050Dagurinn er 4. febrúar, takið hann frá. Þorranefndin.Húsnæði til leigu í Stykkishólmi. Getur leigst sem 3.svefnh. íbúð eða einbýli með 5.svefnh. og bílskúr.Uppl. í síma 893-0624 Edda SóleyTil sölu svefnsófi kr. 10.000 og barnakerra kr. 5000 Upplýsingar í síma 431-4460

AtvinnaVélstjóra vantar á Gullhólma SH-201 (1.038 kw),

Stykkishólmi, skipið stundar línuveiðar.Upplýsingar í síma 430-4200

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár

Þ.B.BORG ehf

Þórsnes ehfÓskum Hólmurum og

Helgfellingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum frábæran stuðning á árinu sem er að líða.

Lionsklúbbur Stykkishólms

Óskum Hólmurum og nærsveitungum gleðilegra

jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum viðskiptin á árinu.

NESBRAUÐ

NESVEGI 1STYKKISHÓLMI

Við sendum öllum íbúum í Stykkishólmi og Helgafellssveit hugheilar óskir um

gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti og samstarf á árinu, sem er að líða.

Erla og Róbert

„Úti að aka“ sendir lesendum sínum

bestu Jóla og nýárskveðjur.

Óskum öllum Hólmurum, vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Jólakveðja,Rabbi, Erla og börn

ÁramótabrennaÁramótabrenna verður samkvæmt venju við

Vatnsás að kvöldi gamlársdags kl. 20:30

Bæjarstjóri

MyndavélarMyndbandsvélar

Bjóðum upp á gæða-vélar frá Sony og Canon á góðu verði

Mikið úrval af vörum til jólagjafa,skreytinga og til heimilisins

Opið til kl. 22 á Þorláksmessu

Kæru viðskiptavinir nær og fjær

Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á árinu

sem er að líða.

Verið velkomin í Heimahornið

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár

Óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum kærlega fyrir okkur á árinu.

HÁSKÓLASETUR SNÆFELLSNESSRANNSÓKNA– OG FRÆÐASETUR HÁSKÓLA ÍSLANDS

Óskum íbúum Stykkishólmsbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Jólakveðja L-listinn

KÓR STYKKISHÓLMSKIRKJU

snyrtistofa

Óskum Hólmurum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Þökkum ánægjulegt samstarf og samveru á árinu sem er að líða. Bestu jólakveðjur,

Ellý, Valli og fjölskylda

Bestu jóla- og nýárskveðjur til vina og vandamanna

með þökk fyrir samveru liðinna ára.

Sigrún og Björgvin

HARÐFISKFRAMLEIÐSLA

Jóla - og nýárskveðjur

til vina og vandamanna

Anna og Bjarni

Móholti 6

Guðsþjónustur um jól og áramót í Stykkishólmsprestakalli

Aðfangadagur jóla: Aftansöngur kl. 18.00 í Stykkishólmskirkju.

Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Helgafellskirkju kl. 14.00.

Annar í jólum: Skírnarguðsþjónusta kl. 11.00 í StykkishólmskirkjuGuðsþjónusta í Breiðabólstaðarkirkju kl. 14.00.

27. desember:Helgistund á St. Franciskusspítalanum kl. 14.00Helgistund á Dvalarheimilinu kl. 16.00.

31. desember – gamlárskvöld: Aftansöngur í Stykkishólmskirkju kl. 17.00.

Page 9: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 9 [email protected]

Við óskum Samfylkingarfólki og öllum íbúum

Norðvesturkjördæmis gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári.

Guðbjartur Hannesson Ólína Þorvarðardóttirvelferðarráðherra þingmaður

Um leið og við þökkum fyrir viðskiptin á liðnu árióskum við ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Opnunartími á Þorláksmessuí Stykkishólmi 12-22

Page 10: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 10 [email protected]

Starfsemi sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi hefur frá árinu 2008 borið umhverfisvottunina EarthCheck, sem merki um vinnu sína að sjálfbærari starfsháttum. Vottunin var endurnýjuð eftir úttekt árið 2010 og nú var komið að næstu úttekt. Haukur Haraldsson, gæðastjóri Almennu verkfræðistofunnar framkvæmdi úttektina fyrir hönd EC3 Global, eiganda EarthCheck. Haukur fór yfir gögn sveitarfélaganna um auðlindanýtingu, umhverfisstjórnunarhandbók og fleira í úttekt sinni með aðstoð Theódóru Matthíasdóttur, umhverfisfulltrúa sveitarfélaganna og starfsmanni Náttúrustofunnar, og Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi hjá Environice. Haukur mun í framhaldinu skila skýrslu til EC3 Global, þar sem fram kemur hvort sveitarfélögin hafi uppfyllt þau skilyrði sem sett eru fyrir endurnýjun vottunar en spennandi verður að heyra hvort sveitarfélögin á svæðinu standist úttektina og verði þannig áfram í forystu íslenskra sveitarfélaga í umhverfismálum. www.nsv.is

Úttekt á sveitarfélögunum á SnæfellsnesiÁ 276. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar þann 15. desember s.l. voru tekin til seinni umræðu drög að fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2012Samþykkt að breyta framkvæmadáætlun, setja 500.000 kr. í Þróunarfélag Snæfellsness og lækka liðin „annað“ í 4.650.000 kr.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2012 var síðan samþykkt samhljóða.„Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2012 var eins og áætlanir fyrri ára unnin í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar. Gott samráð var haft við forstöðumenn stofnana og var við áætlanagerðina tekið tillit til tillagna þeirra um rekstur, viðhald og tækifæri til hagræðingar. Enn er mikill samdráttur í íslensku efnahagslífi og sveiflur miklar sem leiðir til fleiri óvissuþátta eins og t.d. áhrif verðbólgu á fjárhag sveitarfélagsins.Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem taka gildi 1.1.2012 er búið að setja sveitarfélögum viðmið um afkomu og fjárhagsstöðu. Má þar helst nefna jákvæða rekstrarniðurstöðu á þriggja ára tímabili og að heildar skuldir og skuldbindingar A og B hluta sveitarsjóðs verði ekki hærri en 150% af reglulegum tekjum. Stykkishólmsbær þarf eins og önnur sveitarfélög að taka tillit til þessa í áætlunum sínum fyrir árið 2012. Nauðsynlegt er að fylgjast gaumgæfilega með framvindu kostnaðar í samanburði við áætlun til að bregðast við hið fyrsta ef merki sýna aðra þróun í kostnaði en upphaflega var lagt upp með. Eins er mjög mikilvægt að menn standi saman og vinni sameiginlega að því að verja þjónustu við íbúana í bænum.Á árinu 2011 hefur mikils aðhalds verið gætt í rekstri Stykkishólmsbæjar. Bæjarstjórn þakkar forstöðumönnum stofnana og skólastjórnendum fyrir þeirra hlutdeild við að gæta aðhalds í rekstri og þar með gera það mögulegt að halda áfram óbreyttu þjónustustigi við íbúa Stykkishólms.Til að standa undir kostnaði við rekstur sveitarfélagsins hefur m.a. þurft að styrkja tekjustofna þess með hækkun á gjaldskrám að einhverju leyti þar sem framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefur farið lækkandi frá því sem áður var. Helstu breytingar á gjaldskrám Stykkishólmsbæjar sem ekki eru nú þegar bundnar breytingum á vísitölu neysluverðs er í fyrsta lagi 5% hækkun á leikskólagjöldum, og í öðru lagi hækkun um 11% á sorphirðugjaldi. Í þriðja lagi lækkar álagningarprósenta fasteignaskatts A á íbúðahúsnæði úr 0,45% í 0,43%. Í fjórða lagi lækkar álagningarprósenta holræsagjalds úr 0,24% í 0,20% af íbúðahúsnæði. Var ákvörðun um breytingu álagningarprósentu fasteignagjalda tekin með tilliti til mikillar hækkunar á fasteignamati og lóðamati eigna í Stykkishólmi. Með lækkun álagningarprósentu munu gjöldin hækka um 5-6%, annars hefði hækkun fasteignagjalda orðið um a.m.k. 20% á milli ára. Að lokum ákvað bæjarstjórn að útsvarshlutfall árið 2012 verði óbreytt, þ.e. 14,48%.Helstu framkvæmdir og fjárfestingar eru: Leiktæki við Grunnskólann og leikvelli, stígagerð, Súgandisey hönnun og lagfæring stíga, eldvarnir í Ráðhúsinu, aukið hlutafé Jeratúns, þátttaka í Svæðisgarði Snæfellsness og vatnshús við Skipavíkurhöfn.“

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar samþykkt

Skötuhlaðborðí hádeginu á

Þorláksmessu

Sendum Hólmurum og nærsveitungum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur

Það var hún Edda Baldursdóttir sem býr á Silfurgötunni sem bakaði Gulrótarsmáköku var valin smákaka ársins úr 80 tegundum af kökum sem sendar voru inn í smákökukeppni DV. Það var sex manna dómnefnd sem valdi kökuna sem fékk einkunnina níu af tíu mögulegum. Uppskrift kökunnar kemur frá henni sjálfri. Edda varð að vonum alsæl þegar henni voru tilkynnt úrslitin og ekki síður þegar hún heyrði að kakan hennar keppti við 79 aðrar. „Mig

hefur lengi langað í svona hrærivél, eða frá því ég fór að búa. Þetta kemur sér mjög vel þar sem þetta er kannski ekki tæki sem maður stekkur út í búð til að kaupa,“ sagði hún. Aðspurð um söguna á bak við uppskriftina sagði Edda að hún hafi þróað hana sérstaklega fyrir þessa keppni. „Mér finnst gulrótarkökur svo góðar og langaði að búa til gulrótarsmákökur. Ég notaði hlutföllin úr annarri uppskrift sem ég hef bakað áður en breytti henni aðeins.“ dv.is

Smákökumeistari DV fyrir þessi jól kemur úr Stykkishólmi.

Page 11: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 11 [email protected]

Friðarganga á Þorláksmessu

Kl. 18:00 á Þorláksmessu göngum við til friðar frá Hólmgarði niður á pláss.

9. bekkur verður með kyndla til sölu við upphaf göngunnar og heitt súkkulaði að henni lokinni.

Einnig munu krakkarnir veita viðurkenningu fyrir best skreytta hús Stykkishólms.

Fjölmennum og sýnum friðarvilja okkar í verki.

Stykkishólmsbær

Þökkum bæjarbúum fyrir viðskiptin og góðar

móttökur á árinu og óskum þeim gleðilegra hátíðar

og farsældar á komandi ári og minnum svo á að

aðeins eitt eintak er eftir af Jónínu Ben!

Dekk og Smur ehfNesvegur 5340 StykkishólmurS: 438-1385Gsm: 895-2324

Page 12: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 12 [email protected]

Verslum í heimabyggð.

Munið gjafakort Eflingar!

Gjafakort frá ANKA er góð gjöf.

Afgreiðslan opin alla virka daga frá kl 10.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00.

22.desember frá kl. 10.00 til 17.00.23. desember frá kl. 10.00 til 22.00.

Snyrtistofan opin alla virka daga frá kl. 08.00.

snyrtistofa

Hvernig væri að fá sér íslenska bláskel um hátíðarnar?

Bjóðum upp á glænýja og ferska bláskel úr Breiðafirði.

Pantanir í síma 893-5056 & 892-1757

Uppskriftir á Facebook og www.blaskel.is

Jólabingó

Jólabingó yngri flokka körfuknattleiksdeildar Snæfells verður haldið á Hótel Stykkishólmi miðvikudaginn28. desember kl. 20:00Fjöldi góðra vinninga!Áfram Snæfell

Þökkum fyrirtækjum fyrir afskaplega góðar viðtökur við styrkbeiðnum.

Page 13: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 13 [email protected]

Jólapartý

Leiklistarhópur skólans sýndi á mánudag og þriðjudag dag verkefni sem þau hafa samið með kennara sínum Lárusi Hannessyni. Verkefnið kölluðu þau einfaldlega „jólapartý“. Þar fléttuðu þau saman stuttum leikatriðum og jólalögum á hressilegan máta. Hafþór Guðmundsson tónmenntakennari var þeim líka til aðstoðar. Um 20 nemendur tóku þátt í sýningunni. Sýningarsalurinn var óvenjulegur en það var gamla kirkjan við Aðalgötu.Það er skemmtileg tilviljun að upphaf leiklistarstarfs og annars blómlegs félagslífs í Stykkishólmi má að miklu leyti tengja byggingu gömlu kirkjunnar 1878. Þegar farið var að afla fjár til byggingarinnar þá voru samin hér og sett upp leikrit, s.s. leikritið um Kjartan og Guðrúnu eftir Júlíönu skáldkonu úr Akureyjum sem á þeim tíma var vinnukona hjá Árna Thorlacius í Norska húsinu. Það var einmitt hún sem fyrst kvenna fékk gefna út eftir sig bók á Íslandi.

Liðin eru nú komin í jólafrí á Íslandsmótinu og er ekki hægt að segja annað en að deildarkeppnin hafi sjaldan verið jafnari en nú, bæði hjá körlunum og konunum.Snæfellspiltar léku sinn síðasta leik fyrir jól s.l. sunnudag þegar liðið mætti Grindavík hér heima. Eftir jafnan leik hafði Grindavík betur 105-110 en tvíframlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit. Úrslitin þýða það að Snæfell fer í jólafríið í 10.sæti IE-deildarinnar með 6 stig eftir þrjá sigra og sex töp. Grindavík situr á toppnum með 16 stig en sætið sem Snæfell þarf að horfa í sem fyrsta markmið þegar keppnin hefst á ný er áttunda sætið sem tryggir liðið í úrslitakeppnina en þar situr Njarðvík með 8.stig. Töp Snæfells hafa verið naum og því ætti ekki að þurfa mikið átak til að snúa genginu við og er síðasti leikur gegn toppliðinu ágætt dæmi um það. Fyrst og fremst virðist vanta baráttuneistann og einbeitinguna, mörg mistök í sókn sem vörn má skrifa á einbeitingarleysi, illa stigið út og of mörgum boltum tapað. Það er fyrst og fremst vörnin sem liðið þarf að ná í lag, þótt oft hafi verið meira flæði í sókninni þá er Snæfellsliðið samt það lið sem skoraði flest stig að meðaltali fyrir jól, tæp 96 stig en það dugar skammt því Snæfell fékk einnig flest stig á sig að meðaltali, tæp 94.Stelpurnar hafa farið vaxandi, áttu mjög góðan lokasprett, unnu síðustu tvo leiki sína, þ.á.m. toppliðið Keflavík. Snæfell situr í 3.-5.sæti með 16 stig, átta sigra og sex töp og hafa ekki leikið betur síðan þær komu í efstu deild. Styrkur liðsins fellst ekki síst í því að fleiri eru að stíga upp og skila góðu framlagi í hverjum leik. Hildur Sigurðardóttir er drifaflið og skilar flestum stigum ásamt Kierah Marlow en þau stig myndu litlu skipta ef fleiri væru ekki að skila góðu framlagi. Það sást vel í sigurleiknum gegn Fjöln þegar liðið missti Marlow útaf þegar tæpar 4 mín. voru eftir en hún var þá stigahæst, þá bættu aðrir leikmenn bara í og sigldu sigrinum heim. Sum liðin í deildinni eru með tvo erlenda leikmenn sem eru að skora megnið af stigum liðsins en því er ekki fyrir að fara hjá Snæfelli, þær eru komnar með fimm leikmenn sem eru með um 10 stig og meira að meðaltali í leik og það er sterkt. Liðið á enda þrjá leikmenn sem valdir voru til æfinga með A- landsliðinu í jólafríinu en það eru þær Hildur Sigurðardóttir, Helga Björgvinsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir sem einnig var valin í U-18 ára hópinn. Að auki var sú yngsta í liðinu Aníta Rún Sæþórsdóttir valin í æfingahópinn hjá U-16 ára landsliðinu.Snæfell á fleiri í leikmenn í æfingahópum landsliða yfir hátíðirnar. Silja Katrín Davíðsdóttir var valin í æfingahóp U-15 ára, Snjólfur Björnsson í æfingahóp U-18 ára og er hann eini leikmaðurinn hjá meistaraflokki karla sem er á landsliðæfingum yfir hátíðirnar. srb

Íþróttir

Desember í leikskólanum í Stykkishólmi fullur eftir-væntingar hjá börnunum enda í mörgu að snúast eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Það þarf að búa til jólaskraut á jólatréð, æfa fyrir helgileik ársins og svo er auðvitað snæddur jólamorgunmatur daginn eftir litlu jólin. Fram að jólum taka svo við rólegheitastundir enda ekki úr vegi að vera vel hvíldur fyrir komandi jólahátíð. am

Desember í leikskólanum

Page 14: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 14 [email protected]

arionbanki.is – 444 7000

Page 15: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 15 [email protected] Íslensk bláskel ehf

Óskum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári

með þökk fyrir viðskiptin á

árinu sem er að líða.Sjómenn, sjómenn athugið!

Almennur fundur Sjómanna í sjómannadeild verkalýðsfélags Snæfellinga í Snæfellsbæ,

Grundarfirði og Stykkishólmiverður haldinn í húsi félagsins að

Borgarbraut 2 í Grundarfirði föstudaginn 30. desember kl. 17.00

Fundarefni:Staðan í samningamálunum.Kynning á starfsmenntasjóði sjómanna og annarri starfsemi félagsins.Önnur mál.

Veitingar að fundi loknum.

þá sjómenn sem vantar far á fundinn, hafi samband við skrifstofurnar í sinni heimabyggð.

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Jól og áramót23. desember: Frá Stykkishólmi 9:00 & 15:00 Frá Brjánslæk 12:00 & 18:00

Engar ferðir: 24., 25. og 31. desember og 1. janúar 2012

2. janúar 2012: Frá Stykkishólmi 9:00 & 15:00 Frá Brjánslæk 12:00 & 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Bækur eru besta gjöfin.Leikföng við allra hæfi.Skraut, ljós og litríkir borðar. Jólapappír sterkur og fallegur.Símar eru kostagjöf. Eigum hentuga gemsa fyrir afa og ömmur.Spil af öllum gerðum.

Aukaopnun fimmtudagskvöldið kl 20 – 22

Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Verslunin Sjávarborg- í hjarta bæjarins.

Nú er að styttast í þau - blessuð jólin!!

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Page 16: Stykkishólms-Pósturinn 22.desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 18. árgangur 22. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 16 [email protected]