8
SÉRRIT - 23. tbl. 18. árg. 23.júní 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Góð verkefnastaða í Skipavík Gjöf til siglingaklúbbs Snæfells Í gær miðvikudag fékk sigl- ingaklúbbur Snæfells afhenta höfðinglega gjöf frá fjórum útgerðum hér í bæ en þær gera út Arnar, Þórsnes II, Bíldsey og Sandvík. Þessar fjórar útgerðir afhentu til notkunar fjóra kajaka sem bera nöfn útgerðarbátanna, til að auka mætti enn fjöl- breytni í siglingakennslu sem siglingaklúbburinn hefur stað- ið fyrir undanfarin ár. Siglinga- klúbbnum hefur vaxið fiskur um hrygg því næsta kynslóð siglingakennara hefur tekið við kennslu eftir að hafa sótt námskeið hjá Siglingasambandi Íslands og námskeiðin alltaf jafn vinsæl. En fleira var að gera við höfnina þennan dag því Bláfánanum var flaggað í níunda sinn við höfnina. am Háskólinn í Reykjavík útskrifaði kandidata sína s.l. laugardag og bættust þá amk 3 Hólmarar í föngulegan hóp háskólafólks sem útskrifaðist nú í vor. En þetta voru þau Vera Dögg Antonsdóttir, Ísak Hilmarsson og Hjörleifur Sigurþórsson. Útskriftin fór fram í Hörpu og voru útskrifaðir samtals 470 nemendur úr HR. am Enn bætist í hóp útskrifaðra Í spjalli við Sævar Harðarson framkvæmdastjóra Skipavíkur nú í vikunni var hann nokkuð sáttur við verkefnastöðuna í fyritækinu og framtíðin ágætlega björt. Stutt er síðan Skipavík seldi sumarbústað í Arnarborgum og nú er verið að hefja undirbúning á smíðum næstu bústaða. Nóg er að gera í slippnum en meðal annars er verið að steypa gríðarmikla flotbryggju fyrir Stykkishólmshöfn og er það umfangsmikið verkefni. am Hólmgarður Undanfarnar vikur hefur vinnuskólinn með sínum verkstjórum verið að vinna í Hólmgarðinum meðal annars. Nú í júní hefur Sigríður Ólöf Sigurðardóttir sem er grunnskólakennari við grunnskóla Stykkishólms en einnig menntaður skrúðgarðyrkjufræðingur unnið með krökkunum, en hún hefur margra ára reynslu við garðyrkjustörf í Reykjavík. Sigga Lóa, eins og hún er oftast kölluð, vinnur að tillögugerð um viðhald og framtíð garðsins að beiðni Stykkishólmsbæjar og hefur verið í samstarfi Umhverfisnefnd bæjarins, Skógræktarfélagið og Garðyrkjufélagið um þessi mál. Af þessu tilefni verður blásið til Hólmgarðsdags mánudaginn 27. júní þar sem velunnarar garðsins eru boðnir velkomnir til að leggja hönd á plóg. Sigga Lóa ásamt félögum úr Garðyrkjufélaginu og Skógræktarfélaginu verða á staðnum, verkfæri og plöntur verða til staðar en vinnuskólinn mun undirbúa svæðið svo hægt verði að taka til hendinni. Stefnt er að því að hittast um kl. 17 og vinna frameftir eins og hver treystir sér til eða hefur tíma í. Um kvöldið býður Stykkishólmsbær til grillveislu fyrir vinnusama í Hólmgarðinum. Tökum höndum saman og hefjum Hólmgarð til vegs og virðingar á ný. am 17. júní var haldinn hátíðlegur í Stykkishólmi með hefðbundnu sniði s.l. föstudag í frekar svölu veðri. Fjallkonan í ár var Guðrún Erla Ólafsdóttir en nýstúdentarnir Kristján Pétur Andrésson og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru fánaberar. Hátíðarræðu flutti Sesselja Pálsdóttir.

Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Útgáfudagur 23. júní 2011 Bæjarblað Stykkishólms

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

SÉRRIT - 23. tbl. 18. árg. 23.júní 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Góð verkefnastaða í Skipavík

Gjöf til siglingaklúbbs SnæfellsÍ gær miðvikudag fékk sigl-ingaklúbbur Snæfells afhenta höfðinglega gjöf frá fjórum útgerðum hér í bæ en þær gera út Arnar, Þórsnes II, Bíldsey og Sandvík. Þessar fjórar útgerðir afhentu til notkunar fjóra kajaka sem bera nöfn útgerðarbátanna, til að auka mætti enn fjöl-breytni í siglingakennslu sem siglingaklúbburinn hefur stað- ið fyrir undanfarin ár. Siglinga-klúbbnum hefur vaxið fiskur um hrygg því næsta kynslóð siglingakennara hefur tekið við kennslu eftir að hafa sótt námskeið hjá Siglingasambandi Íslands og námskeiðin alltaf jafn vinsæl. En fleira var að gera við höfnina þennan dag því Bláfánanum var flaggað í níunda sinn við höfnina. am

Háskólinn í Reykjavík útskrifaði kandidata sína s.l. laugardag og bættust þá amk 3 Hólmarar í föngulegan hóp háskólafólks sem útskrifaðist nú í vor. En þetta voru þau Vera Dögg Antonsdóttir, Ísak Hilmarsson og Hjörleifur Sigurþórsson. Útskriftin fór fram í Hörpu og voru útskrifaðir samtals 470 nemendur úr HR. am

Enn bætist í hóp útskrifaðra Í spjalli við Sævar Harðarson framkvæmdastjóra Skipavíkur nú í vikunni var hann nokkuð sáttur við verkefnastöðuna í fyritækinu og framtíðin ágætlega björt. Stutt er síðan Skipavík seldi sumarbústað í Arnarborgum og nú er verið að hefja undirbúning á smíðum næstu bústaða. Nóg er að gera í slippnum en meðal annars er verið að steypa gríðarmikla flotbryggju fyrir Stykkishólmshöfn og er það umfangsmikið verkefni. am

HólmgarðurUndanfarnar vikur hefur vinnuskólinn með sínum verkstjórum verið að vinna í Hólmgarðinum meðal annars. Nú í júní hefur Sigríður Ólöf Sigurðardóttir sem er grunnskólakennari við grunnskóla Stykkishólms en einnig menntaður skrúðgarðyrkjufræðingur unnið með krökkunum, en hún hefur margra ára reynslu við garðyrkjustörf í Reykjavík. Sigga Lóa, eins og hún er oftast kölluð, vinnur að tillögugerð um viðhald og framtíð garðsins að beiðni Stykkishólmsbæjar og hefur verið í samstarfi Umhverfisnefnd bæjarins, Skógræktarfélagið og Garðyrkjufélagið um þessi mál. Af þessu tilefni verður blásið til Hólmgarðsdags mánudaginn 27. júní þar sem velunnarar garðsins eru boðnir velkomnir til að leggja hönd á plóg. Sigga Lóa ásamt félögum úr Garðyrkjufélaginu og Skógræktarfélaginu verða á staðnum, verkfæri og plöntur verða til staðar en vinnuskólinn mun undirbúa svæðið svo hægt verði að taka til hendinni. Stefnt er að því að hittast um kl. 17 og vinna frameftir eins og hver treystir sér til eða hefur tíma í. Um kvöldið býður Stykkishólmsbær til grillveislu fyrir vinnusama í Hólmgarðinum. Tökum höndum saman og hefjum Hólmgarð til vegs og virðingar á ný. am

17. júní var haldinn hátíðlegur í Stykkishólmi með hefðbundnu sniði s.l. föstudag í frekar svölu veðri. Fjallkonan í ár var Guðrún Erla Ólafsdóttir en nýstúdentarnir Kristján Pétur Andrésson og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru fánaberar. Hátíðarræðu flutti Sesselja Pálsdóttir.

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 18. árgangur 23.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

SmáauglýsingarVantar litla íbúð til leigu nú þegar. Gunnar s. 866-5747Tvö uppgerð hjól til sölu. 3ja gíra og hitt gíralaust henta fyrir karla og konur. Hef líka til sölu barnastóla á hjól. Guðmundur Bragi gsm 867-99842ja ára barkalaus þéttiþurrkari, Whirlpool AWZ 8465 7kg, til sölu. Vel meðfarinn. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 659-6091.Til sölu Britax Eclipse Si 9-18 kg barnabílstóll c.a 4 ára verð 10.000 Uppl. sími 863-82514stk 13 tommu sumardekk til sölu, gömul en í ágætis standi. Verð 15 þúsund. Upplýsingar í síma 691-0909 eða 844-0226.

Dílaskarfur er talinn árlega á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Umsjónarmenn eru Arnþór Garðarsson og Jón Einar Jónsson. Flugmaður í skarfafluginu er Úlfar Henningsson.Breiðafjörður og Faxaflói eru víðáttumestu grunnsævissvæðin hér við land. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra fuglastofna, svo sem tveggja skarfstegunda, máfa, æðarfugls og hafarnar. Dílaskarfsstofninn hefur verið talinn á hverju vori undanfarna tvo áratugi og jafnframt er viðkoman metin á haustin (september) og aldurssamsetning könnuð á útmánuðum (febrúar). Loka takmarkið með þessum athugunum er að komast að því hvernig stofnstærð dílaskarfs er ákvörðuð.Vortalningin fer þannig fram að flogið er yfir varpstöðvarnar og þær ljósmyndaðar, en síðan er talið af myndunum. Vortalningu dílaskarfs 2011 er nýlokið. Stofninn hefur verið í aukningu allt frá árinu 1995 eftir mikla fækkun frá því um 1990. Síðastliðin þrjú ár hefur heildarfjöldi hreiðra haldist nokkurn veginn stöðugur, um 5000, nokkur samdráttur (í um 4900 hreiður) varð vorið 2011 miðað við 2010 (5250 hreiður) sennilega vegna óblíðrar veðráttu í maí 2011. Fækkunin varð öll (um 11%) á Breiðafirði, mest á norðvesturhluta hans (15%), en í Faxaflóa hélt áfram að fjölga, eða um 7% frá fyrra ári. Tvær nýjar byggðir komu upp á árinu, báðar í grennd við Arney fyrir mynni Hvammsfjarðar. Einnig bárust tíðindi af dílaskafsbyggð við Húnaflóa og má vera að þar sé upphaf að útrás meðfram norðurströndinni, en þar voru dílaskarfsbyggðir áður fyrr og allt til um 1970.

Jón Einar Jónsson og Arnþór GarðarssonMynd: Stykkishólms-Pósturinn af skörfum í Stykkishólmshöfn í mars 2011

Bakslag í kjölfar maíhretsins

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Jón Eggert Bragason í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga til fimm ára.Jón Eggert hefur starfað sem settur skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga frá 1. apríl 2010. Þar á undan var hann aðstoðarskólameistari Framhaldsskóla Mosfellsbæjar frá 2009. Hann hefur fjórtán ára kennslureynslu sem grunnskólakennari og átta ára kennslureynslu sem framhaldsskólakennari þar af aðstoðarskólameistari Menntaskólanum í Kópavogi í eitt ár.Jón Eggert hefur meðal annars M.Ed. próf í stærðfræði og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistarabréf í húsgagnasmíði. (af vef Menntamálaráðuneytisins)

Jón Eggert skólameistari FSN

Vinnu við gólf íþróttahússins lauk nú í fyrri part júnímánaðar og er það nú glansandi fínt eftir pússun og lökkun. Ástæða þess að fara þurfti í þessar framkvæmdir er að í haust taka gildi nýjar reglur um merkingar á körfuknattleiksvöllum samkvæmt reglum alþjóða körfuknattleikssambandsins FIBA og því þurfti að taka hluta af gömlu línunum og setja nýjar. Helstu breytingarnar eru að þriggja stiga línan færist utar um 50 cm og verður nú 6.75 m út frá miðpunkti beint undir körfuhring. Þá hefur vítateigunum einnig verið breytt og þeir verða nú ferkantaðir, jafnbreiðir 4.90 frá endalínu að vítalínu. Undir körfurnar kemur nýtt frísvæði svokallað sem merkt er með bogadreginni línu og markar einskonar frísvæði sóknarmanns þar sem ekki er hægt að þvinga fram sóknarvillu á hann (ruðning) og er sú lína dregin í boga 1.25m frá miðlínu körfuhringsins. Þar sem fara þurfti í þessar breytingar þá var tækifærið notað og aðalvöllurinn rammaður betur inn með breiðari útlínum en áður og þá var einnig bætt inn merkingum fyrir miðvöllinn af þeim þremur sem liggja þvert á aðalvöllinn. Þannig að nú eru 4 körfuboltavellir merktir inn á gólf hússins. srb

Nýjar línur...

Sumarfjör í Stykkishólmi... frá siglinganámskeiði og leikjanám-skeiði sem nú standa yfir sem hæst!

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 18. árgangur 23.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Börn og umhverfiDagana 27. 28. 29. og 30. júní Leikskólanum við Búðanesveg kl. 16 - 19

Leiðbeinendur:Dóra Björk Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingurElín Guðrún Pálsdóttir leikskólakennariElísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleik-skólastjóriEinar Strand sjúkraflutningamaður

Skráning og upplýsingar hjá: Dóru Björk í síma 899-5711

Jóhannes Gíslason bóndi í Skáleyjum

sýnir dúnhreinsun á grind

eins og gert var fyrr á tímum

í dúnhreinsun Íslensks æðardúns,

Nesvegi 13

(Sama hús og Nuddstofan Lindin)

sunnudaginn 26. júní kl. 13

Allir velkomnir 

Verslunin Sjávarborg fer nú snemma á fætur.

Opnum virka daga kl 10 fh og er opið til 18

Alltaf eitthvað nýtt í leikföngum og gjafavöru.

Bullandi stuð í kiljum – flott sumarlesefni.

Ís, sælgæti og gosdrykkir.

Garnið er á sínum stað

og allt til að fitja upp á einhverju nýju.

Símar og þjónustu Símans færðu hjá okkur.

Happaþrennur og svo er alltaf hægt að kaupa sér miða í SIBS, DAS og HHÍ.

Litla búðin með stóra hjartað á Plássinu.

Verslunin Sjávarborg

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 18. árgangur 23.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Vatnshellir heillar ekki eingöngu þá sem vilja skoða jarðfærði-fyrirbæri eða mannvirki. Lífríkið í hellinum er ekki síður spen-nandi. Fyrir nokkru voru örverufræðingar á ferð í hellinum og tóku sýni af íbúum hans. Í lofti og á veggjum hellisins eru örverur sem spennandi verður að fá nánari vitneskju um. Það glitrar á þær í ljósi frá kösturum okkar mannanna en hvaða verur eru þar nákvæmleg á ferð vitum við ekki. Þau Oddur Vilhelmsson dósent við Háskólann á Akureyri og Egill Björn Thorstensen og Guðný Vala Þorsteinsdóttir nemendur í líftækni tóku sýni af örverunum til rannsókna. Sýnin verða sett í ræktun þar sem þess verður fre-istað að fá þessar sérstæðu lífverur til að vaxa í hreinum ræktum á rannsóknastofu. Einnig verður erfðaefni einangrað beint úr hel-lasýnunum og svokölluðu pólýmerasakeðjuhvarfi, eða PCR, beitt til að fjölfalda það. Afurðirnar verða svo skoðaðar með tilliti til þess hve margar tegundir er um að ræða og í hvaða flokka þær falla. Jafnframt mun verða búið til klónasafn og þannig unnt að einangra erfðaefni stakra lífvera jafnvel þó þær geti ekki vaxið og dafnað á rannsóknastofunni. Erfðaefnið verður síðan raðgreint og tegundasamsetning ákvörðuð út frá því. Líklegast er að um geis-lagerla sé að ræða en Oddur segir að spennandi sé að vita hvort sveppir eða aðrar lífverur leynist líka í hellinum. Einnig sé áhu-gavert að skoða á hverju örverurnar nærast, hve mikið sé af nærin-garefnum og hve lengi örverurnar og aðrar lífverur hellisins séu að vaxa. Honum sýnist að a.m.k. tvær tegundir örvera lifi í hellinum. Áhugavert er að vita hverjar þær eru en einnig er mikilvægt að fylgjast með því hvernig þær dafna á næstu árum og hvort og þá hvaða áhrif ferðir okkar mannanna hafa á þær. Hvort t.d. þær bak-teríur sem við berum með okkur hafi áhrif á hinar sem fyrir eru, andardráttur okkar eða húðflögur sem detta af okkur og geta orðið næring fyrir örverur sem sumar hverjar þola ekki mikla næringu. Ljós og hiti gæti einnig haft áhrif á lífríki hellisins.

Á myndinni eru f.v. Oddur Vilhelmsson, Egill Björn Thorstensen og Guðný Vala Þorsteinsdóttir (GG)

Vísindi í VatnshelliDísætir söngdúettar í Stykkishólmskirkju

Tríóið Sykur & rjómi samanstendur af Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur, Pétri Húna Björnssyni tenór og Jóni Svavari Jósefssyni baritón. Þau hafa flutt söngdagskrá undir merkjum Sykurs og rjóma í tvígang, í janúar og febrúar 2011, við góðan orðstír. Dagskráin samanstendur af dísætum söngdúettum þar sem sveitarómantíkin svífur yfir vötnum auk vel valinna einsöngslaga.Dúettarnir á prógramminu heyrast því miður fæstir í dag en voru þeim mun vinsælli um miðbik síðustu aldar og vekja eflaust góðar minningar meðal þeirra sem hafa aldur og minni til, og eiga svo sannarlega erindi við yngri áheyrendur líka. Þar til dæmis má nefna Rauðasta rósin, Stefnumót og Á vegamótum.Guðrún Dalía Salómonsdóttir stundaði píanónám hjá Steinunni Steindórsdóttur í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Guðríðar St. Sigurðardóttur. Árið 2003 hélt hún til náms hjá Wan Ing Ong við Staatliche Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Stuttgart og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn sumarið 2007 og stundaði svo framhaldsnám hjá Thérèse Dussaut í París.Pétur útskrifaðist úr Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2010. Hann hefur m.a sungið með Karlakór Reykjavíkur, Hljómeyki, Mótettukórnum, karlakórnum Voces masculorum og kór Íslensku Óperunnar. Pétur er auk þess kvæðamaður og hefur komið fram hér heima og erlendis við rímnakveðskap.Jón Svavar útskrifaðist árið 2007 frá óperudeild Universität für Musik und darstellende Kunst í Vín. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður á Íslandi undanfarin ár, haldið einsöngstónleika og hefur m.a sungið í Íslensku Óperunni og sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í tvígang á þessu ári. Þarnæstu tónleikar í Sumartónleikum Stykkishólmskirkju verða fimmtudaginn 7. júlí kl. 20 en þá mun Kristjón Daðason trompetleikari leika af efniskrá sem hann flutti við BA próf frá tónlistarháskóla í Danmörku s.l. vor og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari leikur á píanó á tónleikunum. En Kristjón bjó um árabil í Stykkishólmi og hóf tónlistarnám sitt hér við tónlistarskólann. am

Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir

24 Grásleppubátar 12.099 Grásleppunet Grásleppa 33

Birta SH 707 3.750 Gildra Beitukóngur 2

Blíða SH277 2.265 Gildra Beitukóngur 1

Garpur SH 95 3.005 Gildra Beitukóngur 2

Samtals 21.119 38

AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 12.06.2011 - 18.06.2011

Þátttakendur í heilsuhlaupi krabbameinsfélagsins sem fór fram í Stykkishólmi 8. júní s.l.

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 18. árgangur 23.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Frá Daglega Stykkishólmi 9:00 15:45 Flatey (til Brjánslækjar) 10:30 17:15Brjánslæk 12:15 19:00Flatey (til Stykkishólms) 13:15 20:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför. www.saeferdir.is

Ferjan Baldur Áætlun frá 10.06.2011

Þér er boðið í afmæli!

Allir velkomnir!Bílastæði eru við Hellnakirkju

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verður 10 ára 28. júní

Afmælishátíð verður haldin í og við gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum kl. 14 - 18

kl. 14:00 » Ávarp umhverfisráðherra,

Svandísar Svavarsdóttur » Hjalti Guðmundsson sviðsstjóri

ávarpar gesti » Hollvinasamtök kynnt » Ljósmyndasýning Svavars

Jónatanssonar opnuð » Afmæliskaffi í Kaffi Prímus

kl. 16:30 - 18:00 » Ratleikur frá gestastofu. Fjaran

og umhverfi hennar könnuð og forgengileg listaverk unnin í fjörunni.

Dagskrá

Snyrtistofa Önnu LísuLokað verður vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 10. ágúst

Gleðilegt sumar!

Snyrtisofa Önnu LísuTímapantanir 586-1868 og 898-1868

Opið alla daga frá kl. 11:30 - 23:00Föstudaga og laugardaga frá kl. 11:30-01:00

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

ww

w.s

tykk

isho

lmsp

ostu

rinn

.is

- þ

inn

stað

ur á

net

inu

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 18. árgangur 23.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

ÁskorandahorniðMikið rosalega finnst mér ég búa við mikil forréttindi! Að geta keyrt inn í Stykkishólm þegar mér dettur í hug, vitandi að þar er tekið vel á móti manni hvenær sem er þegar maður kemur á heimaslóðirnar. Nú hef ég verið búsettur á höfuðborgarsvæðinu í þó nokkuð mörg ár, samt finnst mér Hólmurinn alltaf vera mitt annað heimili. Enda þekkir maður svo mikið af góðu fólki í Hólminum sem hefur ekki enn gleymt manni, þó maður sé orðinn „gamall“. Ég hins vegar sé reglulega ný andlit sem ég kannast lítið sem ekkert við, en það er nú bara eðlileg þróun. Ég hugsa stundum um það þegar ég kem í Hólminn og sé allt ungviðið í bænum sem ég hef mörg hver þjálfað í gegnum tíðina, hvað ég er orðinn gamall! Kræst, það fer nú bara um mig stundum – þessi litlu dýr sem ég hafði svo gaman af að umgangast og leiðbeina eru orðin að fullorðnu fólki nánast. Hvað segir það mér, jú tíminn er fljótur að líða. Það borgar sig að njóta tímans sem manni er gefinn, maður veit aldrei hvað getur gerst. Hvern dag á maður að vera þakklátur fyrir að draga andann og vera lifandi. Að maður sjálfur og sínir nánustu séu við góða heilsu er eitthvað sem ekki allir fá að njóta. Njóta þess að vera til og lifa lífinu til fulls er mitt nýja móttó í dag. Nú hugsa kannski einhverjir, er hann Helgi alveg búinn að missa það - en svo er nú ekki. Maður eldist og þroskast eftir því sem árin líða, og óhætt er að segja að þau eru farin að líða aðeins of hratt fyrir minn smekk. Minningarnar úr Stykkishólmi eru endalausar, og langflestar ljúfar og góðar. Það er svo gott að eiga góðar minningar sem maður getur grafið upp hvar og hvenær sem er. Ekki síst þegar maður er með fjölskyldunni sinni, eða í góðra vina hópi sem geta deilt þessum minningum með manni. Í fljótu bragði kemur upp í hugann eftirfarandi: Fótbolti á grænu mörkin fyrir aftan bensó, körfubolti upp í skóla eða hjá Hjalta Kiddós, golf (bæði á Víkurvelli og í garðinum hjá Begga Smára upp í Ásklif (Beggavíkin) , frjálsar íþróttir, fara í messu, kórsöngur, lúðrasveit, bjöllukór, sund upp í gömlu sundlaug, fara út í leiki upp í Lágholti, vaða í leyfisleysi út í fjöru, fara á hestbak, bland í poka á Bensó, , fara upp í bakarí og fá sér snúð og kókómjólk, fara í X-ið og síðast en ekki síst, að ganga um göturnar í dökkbláum KRAFT galla! Svona gæti ég endalaust talið upp, þvílíkar minningar. Fyrir þetta er ég þakklátur og ég veit að ég er ekki einn um það. Ég segi það fullum hálsi, það eru forréttindi að fá að alast upp í bæjarfélagi eins og Stykkishólmi. Ég get alveg sagt ykkur það, að það er til nóg af fólki sem vælir allann liðlangann daginn yfir einu og öllu, reynir að finna að öllu og finnst allt ómögulegt. Ekki misskilja mig, auðvitað eru aðstæður hjá fólki misjafnar hverju sinni og hver hefur sínar ástæður. Ég t.d. lenti í því fyrir tæpum þremur árum að slíta krossbönd í hnénu, sem ég hef ekki enn fengið mig góðan af. Þetta hefur haft sínar afleiðingar hjá mér, ég get t.d. ekki spilað körfubolta né fótbolta eins og ég var vanur að gera til margra ára. Alveg er það merkilegt hvað fer af stað í hausnum á manni þegar maður lendir í svona áfalli. Maður finnur öllu eitthvað til foráttu og vælir yfir hvað maður á nú bágt. En á endanum sér maður hlutina í samhengi og nær að horfa á heildarmyndina - þroskamerki? Þá kemur upp í hugann þakklæti , hvað ég hef nú haft það gott hingað til. Ég gat gert nánast allt sem ég vildi án mikilla vandkvæða. Þá er ég að tala um það sem þarfnaðist líkamlegs atgervis. Merkilegt alveg hvað maður hefur tekið öllu sem sjálfsögðum hlut í gegnum árin. Fram að þessu hafði ég aldrei lent í slæmum meiðslum sem héldu mér frá því sem líf mitt snérist meira og minna um á þessum tíma – að spila fótbolta og körfubolta. Var hvort sem er hættur keppnisíþróttum þegar ég meiddist þannig að þetta var í raun enginn heimsendir, þó mér hafi liðið þannig fyrst. Um leið og maður nær að rífa sig upp úr öldudalnum sem maður lendir

Fyrr í vor voru boðaðar breytingar á dreifingu og hafa fyrirspurnir borist vegna þessa fyrirkomulags. Blaðið mun liggja frammi ókeypis á Olís og líka í Bónus, Skipavík og Sjávarborg um leið og það kemur frá prentsmiðjunni, sem oftast er seinnipart miðvikudags. Blaðið í fullum litgæðum og birtist á netinu kl. 17 á miðvikudögum. Fyrir þá sem vilja fá blaðið borið út heim til sín munum við bjóða upp á slíka þjónustu og kostar það 75 kr. á hvert blað innanbæjar. Áfram mun blaðið liggja frammi víðsvegar um bæinn til aflestrar. Þeir sem óska þess að fá blaðið borið út til sín geta greitt í heimabanka inn á reikning Stykkishólms-Póstsins eða í Arion banka og lagt inn á þann hátt. Eina sem þarf að passa upp á er að nafn áskrifanda komi fram á tilkynningu eða kvittun sem send er til [email protected]. Starfsmenn bankans hafa einnig allar upplýsingar við hendina. Við förum góðfúslega fram á að greitt sé fyrir útburð a.m.k. næstu 10 tölublaða og að greiðsla hafi farið fram fyrir næstu mánaðamót. Einnig er hægt að skrá greiðsluna í beingreiðslur en upplýsingar um það má fá í bankanum. Útgefendur

Áskrift

Anok margmiðlun ehfKt. 650400-2240 Reikn: 0309-26-917

í og horfa þess í stað á björtu hliðarnar líður manni eitthvað svo miklu betur. Ég vakna flest alla morgna hress og fullur orku. Á yndislega konu hana Margréti Erlu, tvær dásamlegar dætur, Kolfinnu og Ástu Björk – þannig að ég get ekki kvartað. Ég þarf reyndar ekki að leita langt til að minna mig á hvað ég hef enga ástæðu til að væla yfir einu né neinu. Frændi minn hann Hafliði Hafþórsson sem er 5 ára gamall - sonur Ebbu systir - er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Hann fæddist með engar fætur, s.s. ekkert fyrir neðan hné eða svo. Hann gengur um á gervi fótum og fer eins og hvirfilbylur um allt, hvort sem hann er „í fótunum“ eða ekki. Að sjá lífsgleðina sem skín í andliti drengsins er hreint út sagt ótrúlegt. Hann á eflaust sínu slæmu daga líka, annað væri óeðlilegt. En Krafturinn og eljan sem þessi strákur býr yfir og viljinn til að lifa lífinu til fulls þrátt fyrir sína fötlun er eitthvað sem allir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Hann hefur þurft að ganga í gegnum ansi mikið á þessum 5 árum sem hann hefur lifað, og auðvitað fjölskyldan hans öll. Foreldrar hans eruð auðvitað naglar bæði tvö og hafa svo sannarlega staðið sig vel í sínu hlutverki í hans lífi. Þegar maður hugsar málið aðeins betur er nokkuð ljóst að ég get ekki verið að væla yfir einu né neinu! Það er við hæfi að systir mín, Ebba Guðný Guðmundsdóttir taki við pennanum fræga. . Ef ég þekki þessa elsku rétt þá hefur hún örugglega frá mörgu áhugaverðu að segja.

TAKK FYRIR MIG.Helgi Reynir Guðmundsson

Þarftu að láta breyta eða bæta?Tek að mér allar almennar

fatabreytingar og lagfæringar .Helga Guðmundsdóttir, klæðskeri Sími: 857-1208

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 18. árgangur 23.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Samþykkt deiliskipulags fyrir Þinghúshöfða Stykkishólmi.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti 19. maí 2011 deiliskipulag af Þinghúshöfða. Tillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn skipulags- og bygginganefndar.

Eftirtaldar breytingar hafa verið samþykktar í tengslum við athugasemdir á áður auglýstri tillögu:

a) Bókhlöðustígur 19, Vatnasafnið . Möguleg stækkun á byggingunni er felld út. Tillaga um bílastæði austan megin við safnið er einnig felld út.

b) Skólastígur 4a. Horfið frá að byggja á lóðinni og er svæðið í stað þess opið grænt svæði með einu bílastæði við götu.

c) Höfðagata 7. Leyfð er inndregin millibygging, milli íbúðarhúss og bílskúrs.d) Skólastígur 6. Viðbyggingarmöguleiki er færður yfir á vesturhlið hússins, í stað

suðurhliðar.e) Skólastígur 10. Viðbygging leyfð við hús á vesturhlið og bílageymslu á lóð.f) Bókhlöðustígur 9. Gangstétt meðfram norðurhlið lóðarinnar er felld út og lóðarstærð

endurskoðuð. Möguleiki á hækkun á hluta af skúrbyggingu . Byggingareitur fyrir bílskúr á lóð.

g) Ennfremur var samþykkt að skoða aðkomu fyrir bíla í neyðartilvikum um Bröttugötu að lóðum við Skólastíg nr. 4 og 6, í tengslum við endurbætur á stíg.

Þar að auki hefur bæjarstjórn samþykkt neðangreindar breytingar á deiliskipulagstillögu:h) Leyfi fyrir breytingu á byggingareit og mænisstefnu húss á Bókhlöðustíg nr. 7, með

niðurrifi á einnar hæðar húsi og uppbyggingu á húsi með risþaki og kvistglugga. Breytingin hefur verið grenndarkynnt samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

i) Breytingu á skilmálatexta tillögunnar. Í staðinn fyrir „Eitt af einkennum byggðarinnar eru hrein þakform án kvista. Þessu yfirbragði skal haldið og er því ekki heimilt að vera með kvisti á þökum“, kemur eftirfarandi : „Eitt af einkennum eldri húsa sem byggð eru fyrir 1918 eru hrein þakform án kvista. Ekki er heimilt að byggja kvisti á þökum við endurgerð þeirra.

Fornleifaskráning hefur farið fram af svæðinu.

Skipulagsstofnun hefur afgreitt deiliskipulagið. Frekari upplýsingar gefur skipulags- og byggingarfulltrúi. Einnig er hægt að kynna sér deiliskipulagið á heimasíðu bæjarins www. stykkisholmur.is. Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðanefndar Skipulags- og byggingarmála, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda.

Skipulags- og byggingafulltrúi Stykkishólmsbæjar

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 23. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 23. tbl. 18. árgangur 23.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Takið þátt í dagskrá þjóðgarðsins!

Gestastofan á Hellnum er opin alla daga 10-17Hellaferðir alla daga. Bókanir í síma 665 2818

Viðburðir á næstunni:Föst. 24. júní. Næturganga frá Ingjaldshólskirkju á Búrfell. Brottför kl. 23:30. 5 klst.Sunn. 26. júní. Refaskoðun. Farið að greni. Hist við gatnamótin út á Öndverðarnes kl. 14. 1-2 klst.Þrið. 28. júní. Afmælishátíð á Hellnum kl. 14-18.

Allir velkomnir,Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.

Þjóðbúningadagurinn í Norska húsinuverður haldinn laugardaginn 2. júlí kl. 14 – 16.Allir velkomnir

Norska húsið

Sumarblóm og kálplönturÁ góðu verði í garðinn þinn

Magaritur, Snædrífur, sólboðar, Petuniur

Basil: 7 tegundir, Salvía, Sítrónumelissa, Timjan, Tarragon, Íssópur, Savory og fleira af kryddi.

Opnunartími:Daglega frá 10 -18

Laugardaga frá 10-18Sunnudaga frá 13-18

Ræktunarstöðin Lágafelliv/ VegamótSími 892 5667

Fersk bláskel v ikulega!

Pantanir í síma 893-5056

www.blaskel.is Íslensk bláskel ehf

Útgáfudagar Stykkishólms- Póstsins í júní og júlí eru þessir:

23. júní, 7. júlí og 28. júlí.Lokað verður á skrifstofu

frá 7. - 26. júlí

www.stykkisholmsposturinn.is

er uppfærður eins og efni og

aðstæður gefa tilefni til - þótt

prentaða útgáfan fari í sumarfrí!