4
SÉRRIT - 4. tbl. 19. árg. 26. janúar 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011 Það var bæði margt um manninn og hátíðleiki í loftinu s.l. sunnudag þegar langþráð stund velunnara Stykkishólmskirkju rann upp og nýja pípuorgelið sem sérsmíðað var fyrir kirkjuna var vígt. Góðir gestir komu víða að en vígslubiskupinn á Hólum Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, faðir Sigrúnar heitinnar, Biskup Íslands Hr. Karl Sigurbjörnsson, Philipp Klais og Stefan Hilgendorf frá Klais, Hörður Áskelsson Kantor Hallgrímskirkju, Tómas Guðni Eggertsson fyrrv.organisti Stykkishólmskirkju voru allir viðstaddir og tóku þátt í deginum á einn eða annan hátt. Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld stjórnaði flutningi á verki sínu Jómfrú Marie dans sem kór Stykkishólmskirkju ásamt félögum úr karlakórnum Kára, barnakór og einsöngvurunm Unni Sigmarsdóttur og Lárusi Á. Hannessyni fluttu. Hreiðar Ingi er jafnframt fyrsta tónskáldið sem vinnur verkefni tengt nýja orgelinu. Sigþór Hallfreðsson formaður orgelsjóðs afhenti Unni Valdimarsdóttur formanni sóknarnefndar orgelið með táknrænum hætti og Unnur afhenti Klaismönnum þakklætisvott fyrir fallegan grip sem orgelið er. Að lokum flutti Lárus Á. Hannesson forseti bæjarstjórnar f.h. Stykkishólmsbæjar þakkir til orgelnefndarinnar fyrir óeigingjarnt starf í þágu Stykkishólmssafnaðar. Bæjarstjórn bauð í kaffi að lokinni messu. Orgeltónleikar hófust svo að loknu kaffi og mátti heyra þá Hörð, Tómas og Laci flytja ólík verk en Hörður sagði einnig frá orgelinu og fjallaði um mismunandi verk sem voru á efnisskránni þennan dag. Kom vel í ljós hversu fjölbreytta tónlist og ekki síst áhrif má kalla fram með mismunandi stillingum á hljóðfærinu, ekki að ástæðulausu sem orgelið er nefnt Drottning hljóðfæranna. Myndir: Þorsteinn Eyþórsson & Eyþór Benediktsson/am Orgel vígt í Stykkishólmskirkju Það var kátt á hjalla á Bóndadaginn s.l. föstudag í Leikskóla Stykkishólms. Krakkarnir höfðu gert sér Þorrahatta sem þau skrýddust í tilefni komu Þorrans og svo var borinn fram Þorramatur í hádeginu. Til öryggis var líka borinn fram hrísgrjónagrautur. Hún kom sér vel danskennslan sem krakkarnir fengu hjá Jóni Pétri s.l. haust því eftir matinn var stiginn dans, eins og á öllum almennilegum Þorrablótum. Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá var tekið upp skottíshald eins vera ber á þjóðlegum degi. Myndir: Leikskólinn í Stykkishólmi/am www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu Erum líka á Facebook!

Stykkishólms-Pósturinn 4. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara frá 1994 Fimmtudaginn 26.janúar 2012

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 4. tbl. 2012

SÉRRIT - 4. tbl. 19. árg. 26. janúar 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011

Það var bæði margt um manninn og hátíðleiki í loftinu s.l. sunnudag þegar langþráð stund velunnara Stykkishólmskirkju rann upp og nýja pípuorgelið sem sérsmíðað var fyrir kirkjuna var vígt. Góðir gestir komu víða að en vígslubiskupinn á Hólum Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, faðir Sigrúnar heitinnar, Biskup Íslands Hr. Karl Sigurbjörnsson, Philipp Klais og Stefan Hilgendorf frá Klais, Hörður Áskelsson Kantor Hallgrímskirkju, Tómas Guðni Eggertsson fyrrv.organisti Stykkishólmskirkju voru allir viðstaddir og tóku þátt í deginum á einn eða annan hátt. Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld stjórnaði flutningi á verki sínu Jómfrú Marie dans sem kór Stykkishólmskirkju ásamt félögum úr karlakórnum Kára, barnakór og einsöngvurunm Unni Sigmarsdóttur og Lárusi Á. Hannessyni fluttu. Hreiðar Ingi er jafnframt fyrsta tónskáldið sem vinnur verkefni tengt nýja orgelinu. Sigþór Hallfreðsson formaður orgelsjóðs afhenti Unni Valdimarsdóttur formanni sóknarnefndar orgelið með táknrænum hætti og Unnur afhenti Klaismönnum þakklætisvott fyrir fallegan grip sem orgelið er. Að lokum flutti Lárus Á. Hannesson forseti bæjarstjórnar f.h. Stykkishólmsbæjar þakkir til orgelnefndarinnar fyrir óeigingjarnt starf í þágu Stykkishólmssafnaðar. Bæjarstjórn bauð í kaffi að lokinni messu. Orgeltónleikar hófust svo að loknu kaffi og mátti heyra þá Hörð, Tómas og Laci flytja ólík verk en Hörður sagði einnig frá orgelinu og fjallaði um mismunandi verk sem voru á efnisskránni þennan dag. Kom vel í ljós hversu fjölbreytta tónlist og ekki síst áhrif má kalla fram með mismunandi stillingum á hljóðfærinu, ekki að ástæðulausu sem orgelið er nefnt Drottning hljóðfæranna. Myndir: Þorsteinn Eyþórsson & Eyþór Benediktsson/am

Orgel vígt í Stykkishólmskirkju

Það var kátt á hjalla á Bóndadaginn s.l. föstudag í Leikskóla Stykkishólms. Krakkarnir höfðu gert sér Þorrahatta sem þau skrýddust í tilefni komu Þorrans og svo var borinn fram Þorramatur í hádeginu. Til öryggis var líka borinn fram hrísgrjónagrautur. Hún kom sér vel danskennslan sem krakkarnir fengu hjá Jóni Pétri s.l. haust því eftir matinn var stiginn dans, eins og á öllum almennilegum Þorrablótum. Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá var tekið upp skottíshald eins vera ber á þjóðlegum degi.

Myndir: Leikskólinn í Stykkishólmi/am

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Erum líka á Facebook!

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 4. tbl. 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 4. tbl. 19. árgangur 24. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 19. janúar sl. voru samþykktar sérreglur um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012 í Stykkishólmi.„Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt eftirfarandi reglur um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012. Ákvæði reglugerðar 1182/2011 gilda með eftirfarandi breytingu á 4. gr. reglugerðarinnar. Bátar geta fallið undir alla neðangreinda liði að uppfylltum skilyrðum.A) 155 þorskígildistonnum skal úthlutað til þeirra sem orðið hafa

fyrir samdrætti í vinnslu á skel. Einungis þeir aðilar sem orðið hafa fyrir þessum samdrætti verði úthlutað hlutdeild samkvæmt þessum lið. Það eru bátar þeirra útgerða sem eiga aflahlutdeild í hörpuskel í Breiðafirði þann 1. september 2011 og stunduðu skelveiðar í Breiðafirði á tveimur síðustu skelvertíðum og aðilar sem keypt hafa báta eða útgerðir sem orðið hafa fyrir þessum samdrætti og stunduðu skelveiðar í Breiðafirði á tveimur síðustu skelvertíðum. Byggðakvótanum verði úthlutað í hlutfalli við aflahlutdeild í hörpuskel í Breiðafirði þann 1. september 2011. Nú á útgerðin aðra báta sem hlutdeildin er ekki á og er henni heimilt að láta Fiskistofu úthluta byggðakvótanum á þá, svo framarlega sem útgerð og eigandi er sami aðilinn.

B) 24 þorskígildistonnum skal úthlutað vegna samdráttar í veiðum og vinnslu á úthafsrækju í Stykkishólmi. Einungis bátum þeirra aðila sem orðið hafa fyrir samdrætti í veiðum og vinnslu á úthafsrækju í Stykkishólmi, á fiskveiðiárinu 2004/2005 samkvæmt reglugerð nr. 273/2005, verði úthlutuð jöfn hlutdeild samkvæmt þessum lið, enda geri umsækjandi sérstaklega grein fyrir skerðingunni í umsókn sinni.

C) 150 þorskígildistonnum skal úthlutað í hlutfalli við afla í þorskígildum sem keyrður var beint til vinnslu í Stykkishólmi og/eða landaðan afla í þorskígildum í Stykkishólmshöfn. Aðeins þeir bátar sem flutt hafa beint til vinnslu í Stykkishólmi og/eða landað í Stykkishólmshöfn afla sem nemur samtals 20 þorskígildistonnum eða meira á fiskveiðiárinu 2010/2011 fá úthlutað samkvæmt þessum lið.

Samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.Bókun :Úthlutaður byggðakvóti til Stykkishólmsbæjar fiskveiðiárið 2010-2011 var 250 tonn, en er 329 tonn á núverandi fiskveiðiári. Þokkaleg sátt var um sérreglurnar síðasta ár, enda voru þær þá unnar í nánu samstarfi allra bæjarfulltrúa og stærstu vinnsluaðilafisks í Stykkishólmi. Eðlilegt verður því að teljast að sömu sáttar sé að vænta ef 79 tonna viðbót á byggðakvóta verði úthlutað í nær sama hlutfalli og byggðakvóta síðasta árs. Hafa ber í huga að byggðakvóti Stykkishólmsbæjar er ekki happdrættisvinningursem dreifa ber að vild, heldur bætur vegna samdráttar í veiðum og vinnslu á skel og rækju. Þannig koma í byggðakvóta nú 197 tonn í bætur vegna rækju og 132 tonn vegna skeljar.Gretar D. Pálsson, Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson.“

ByggðakvótiÍþróttafélagið LínBerg mun halda Litlu alþjóða-leikana í badminton á skírdag í þriðja sinn. Breytt fyrirkomulag verður í ár en það verður keppt í skvísu- og piltaflokki, en óaldurs- og getuskipt verður innan flokkanna. Aldurstakmark þátttakenda miðast við átján ár sem áður og verður nánara fyrirkomulag keppninar auglýst síðar. En nú er tíminn til að fara æfa sveifluna, bakhöndina, vinstri hendina og uppgjöfina! Finna flottasta búninginn en Hildur Sig segist ætla koma sterk þar inn. Og við vitum að (ó)prúðasti leikmaðurinn frá 2011, Arnþór Pálsson, er tilbúin til að fara yfir heppilegt orðaval á vellinum með þeim sem vilja vinna þann titil í ár. Opnir tímar eru í íþróttahúsinu fyrir þá sem vilja spila badminton og hvetjum við alla til að nýta sér þá. Félagið undirritaði í vetur tímamótasamninga við Hildi Sig og Björn Ásgeir um þátttöku í mótinu næstu árin og þann 16.01.2012, skrifaði Helga Sveins einnig undir samning. Helga er mikill badmintonspilari og ósigrandi að eigin mati! Alhliðaíþróttamaður þarna á ferð og átti hún sem dæmi mikinn þátt í sigri blakdeildarinnar á einu liði í firmakeppninni í körfu nú um jólin. Von er á fleiri undirritunum og munu myndir af þeim birtast á facebooksíðu LínBergs. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu móti um páskana, þar sem ungmennafélagsandinn, gleðin og grínið er haft að leiðarljósi!

Berglind Lilja og Elín Ragna

Litlu alþjóðaleikarnir í Badminton

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Krakkar – foreldrar!Kirkjuskólinn verður á sunnudag kl. 11.00.

Á meðfylgjandi mynd sem María Magnúsdóttir tók 14. janúar s.l. í íþróttahúsinu má sjá fríska fimleikakrakka úr Stykkishólmi á fimleikasýningu fimleikadeildar Snæfells. Deildin hefur starfað frá síðsta hausti undir merkjum Snæfells og eru tveir aldursskiptir hópar við æfingar tvisvar í viku. Sara Jóhannsdóttir er þjálfari og forsprakki fimleikastarfsins en í fyrra bauð hún upp á tíma í fimleikum í íþróttahúsinu í fyrsta sinn. Starfið hefur farið vel af stað og bæði stelpur og strákar sem æfa. am

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 4. tbl. 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 4. tbl. 19. árgangur 24. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Orgelvígsla

SKÓR - SKÓR - SKÓR15 - 50% AF SKÓM Í ÝMSUM STÆRÐUM OG GERÐUM.KOMDU OG MÁTAÐU!

HEIMAHORNIÐ - ÞÍN VERSLUN

Erum á fullu í breytingum... Fer að styttast í opnun!

Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 867-7411 eða í netfanginu [email protected]

Narfeyrarstofa

Munið að panta snyrtinguna tímanlega fyrir Þorrablótið.

snyrtistofa

László organisti og kórstjóri í Stykkishólmskirkju stóð í ströngu þennan dag og töfraði fram hvert orgelverkið á fætur öðru. Hörður Áskelsson við orgelið á tónleikunum.

Kórar ásamt einsöngvurum og tónskáldinu Hreiðari Inga við flutning Jómfrú

Marie dans í vígslumessunni.

Tómas Guðni Eggertson leikur verk eftir Mendelsohn á tónleikunum og Hörður aðstoðar.

Unnur Valdimarsdóttir ásamt Philipp Klais og

Stefan Hilgendorf frá Klais.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson og

Eyþór Benediktsson

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 4. tbl. 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 4. tbl. 19. árgangur 24. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

HÚS TIL SÖLU

Hamraendi 3, hluti Fullbúið iðnaðarhúsnæði í stálgrindarskemmu byg-gðri árið 2006. Húsnæðið er á tveimur hæðum. Neðri hæð er 71.2 fm. að stærð og efri hæð ca 30 fm. Stór

innkeyrsluhurð er á neðri hæð. Húsnæðið er kynnt með hitaveitu. Verð 12.000.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: www.fasteignsnae.is

ÞORRAFAGNAÐUR 2012

Laugardaginn 4. febrúar á Hótel Stykkishólmi

Húsið opnar kl. 19:00, skemmtun hefst kl. 20:00

Miðaverð er kr. 6.500

Miðasala í anddyri Hótels Stykkishólms þriðjudag 31. janúar og miðvikudag 1. febrúar, kl. 18-20

Hljómsveitin Mónó leikur fyrir gesti fram á nótt.

Þorrafagnaðarnefndin, græn og gæðaleg

Athugið! 18 ára aldurstakmark

HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTURLANDSSt.Franciskusspítali

Stykkishólmi

Starfsmaður óskast á sjúkradeild í 70% stöðu í vaktavinnu.

Um er að ræða tímabundna ráðningu við störf í býtibúri og við umönnun og aðhlynningu sjúkra.

Umsækjandi þarf að geta unnið allar vaktir og hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar gefur Hrafnhildur Jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 4321200 eða á staðnum.