6
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 42. tbl. 19. árg. 8. nóvember 2012 Veðurhamur „Kemurðu til mín á eftir, ég þarf að láta þig máta sokka sem ég var að prjóna“ segir Marta Þórðardóttir við dótturdóttur sína og nöfnu sem stödd var í Stykkishólmi í vikunni, „en þeir eru skrýtnir“ bætir hún síðan við. María Dröfn Björnsdóttir var stödd á Dvalarheimilinu hér í Stykkishólmi og hafði nýlokið við að lesa upp úr bók sem hún er að senda frá sér þessa dagana og byggir á sögu ömmu hennar, sem í barnabarnahópnum gekk undir nafninu amma með biluðu augun. Samnefnd bók Maríu Drafnar kemur í verslanir í desember. Marta eldri, sem er 94 ára, fluttist í Stykkishólm fyrir 5-6 árum síðan er fædd og uppalin á Barðaströndinni en bjó síðustu árin á Patreksfirði. Marta missti sjónina fyrir meira en 20 árum af völdum ættgengs augnsjúkdóms og segist ekki sjá neina glóru og að örugglega séu komin 20 ár síðan hún sá sjálfa sig í spegli. Hún er mikill húmoristi og í stuttu spjalli við þær nöfnur á dvalarheimlinu var mikið hlegið. Marta Dröfn, sem er fædd árið 1977 og uppalin í Stykkishólmi, hefur gengið með þá hugmynd í maganum að gera sögu ömmu sinnar skil í barnabók í langan tíma. Fyrir þremur árum ákvað hún að taka stökkið og lauk við gerð sögunnar, fékk myndskreytir og útgefanda og nú er bókin í prentun. Sagan fjallar um ömmu með biluðu augun og ævintýri hennar og barnabarnanna í sveitinni. Bókin er ríkulega myndskreytt í glaðlegum litum og full af húmor. Ævintýrin eru á hverju strái enda koma álfar og töfragleraugu við sögu í bókinni. Efniviðurinn er Mörtu Dröfn mikið hjartans mál, því hún vill fræða um líf blindra á jákvæðan og hugmyndaríkan hátt og mun einnig leggja góðu málefni lið, því 15% af söluandvirði bókarinnar rennur til Blindrafélags Íslands. Þetta er fyrsta bók Mörtu Drafnar og er hún gefin út af bókaútgáfunni Óðinsauga og myndskreytt af Heather Hitchman. am Veðrið um síðustu helgi setti heldur betur strik í reikninginn hér í Stykkishólmi sem og víðar á landinu. Fresta þurfti fjöl- mörgum viðburðum sem voru komnir á dagskrá þessa dagana. Afmælishátíð bakdeildarinnar var frestað um viku og verður hún haldin n.k. föstudag kl. 16. Körfuboltaleikur var færður um dag en annað sem vera átti he- fur ekki fengið nýja tímasetn- ingu svo vitað sé. Veðrið gerði það að verkum að salt settist víða, bæði á mann- virki og gróður og er mikilvægt að smúla t.d. sígrænan gróður því annars brennir það barrið! Meðfylgjandi mynd er tekin í hádeginu s.l. föstudag þegar þungt var yfir og hvítfyssandi sjór og fuglarnir fuku! am Hólmari í bókaútgáfu Lúðrasveit Stykkishólms verður með árlega hausttónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld (fimmtudag). Tónleikarnir byrja kl. 19:00. Tónleikagestir fá að heyra í stóru sveitinni, Litlu Lúðró og tveim trommusveitum (yngri og eldri hóp). Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Martin Markvoll og stjórnandi trommusveitanna er Hafþór S. Guðmundsson. Litla Lúðró er nú skipuð 12 duglegum krökkum sem eru flest öll nýbyrjuð að spila í lúðrasveit. Þau hafa æft mjög fjölbreytt lög í haust og spila á tónleikunum nokkur þeirra. Stóra Lúðró er nú með 31 hljóðfæraleikara innan borðs. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, leikin verður tónlist sem hefur verið samin sérstaklega fyrir lúðrasveit, kvikmyndatónlist, afrísk tónlist og fleira skemmtilegt. Trommuleikararnir hafa æft sérstaklega í tveim hópum í haust og fá tónleikagestir að heyra þá báða spila með dúndur krafti og léttum leik. Ef svo skyldi fara að einhverjir komist ekki á þessa tónleika þá er velkomið að kíkja á skólatónleikana sem verða í kirkjunni á föstudagsmorgun kl. 11:30. Við minnum á að allir eru velkomnir og það er enginn aðgangseyrir. Tónlistarskólinn Hausttónleikar lúðrasveitanna 2012

Stykkishólms-Pósturinn 8. nóvember 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 8. nóvember 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 42. tbl. 19. árg. 8. nóvember 2012

Veðurhamur„Kemurðu til mín á eftir, ég þarf að láta þig máta sokka sem ég var að prjóna“ segir Marta Þórðardóttir við dótturdóttur sína og nöfnu sem stödd var í Stykkishólmi í vikunni, „en þeir eru skrýtnir“ bætir hún síðan við. María Dröfn Björnsdóttir var stödd á Dvalarheimilinu hér í Stykkishólmi og hafði nýlokið við að lesa upp úr bók sem hún er að senda frá sér þessa dagana og byggir á sögu ömmu hennar, sem í barnabarnahópnum gekk undir nafninu amma með biluðu augun. Samnefnd bók Maríu Drafnar kemur í verslanir í desember. Marta eldri, sem er 94 ára, fluttist í Stykkishólm fyrir 5-6 árum síðan er fædd og uppalin á Barðaströndinni en bjó síðustu árin á Patreksfirði. Marta missti sjónina fyrir meira en 20 árum af völdum ættgengs augnsjúkdóms og segist ekki sjá neina glóru og að örugglega séu komin 20 ár síðan hún sá sjálfa sig í spegli. Hún er mikill húmoristi og í stuttu spjalli við þær nöfnur á dvalarheimlinu var mikið hlegið.

Marta Dröfn, sem er fædd árið 1977 og uppalin í Stykkishólmi, hefur gengið með þá hugmynd í maganum að gera sögu ömmu sinnar skil í barnabók í langan tíma. Fyrir þremur árum ákvað hún að taka stökkið og lauk við gerð sögunnar, fékk myndskreytir og útgefanda og nú er bókin í prentun. Sagan fjallar um ömmu með biluðu augun og ævintýri hennar og barnabarnanna í sveitinni. Bókin er ríkulega myndskreytt í glaðlegum litum og full af húmor. Ævintýrin eru á hverju strái enda koma álfar og töfragleraugu við sögu í bókinni. Efniviðurinn er Mörtu Dröfn mikið hjartans mál, því hún vill fræða um líf blindra á jákvæðan og hugmyndaríkan hátt og mun einnig leggja góðu málefni lið, því 15% af söluandvirði bókarinnar rennur til Blindrafélags Íslands. Þetta er fyrsta bók Mörtu Drafnar og er hún gefin út af

bókaútgáfunni Óðinsauga og myndskreytt af Heather Hitchman. am

Veðrið um síðustu helgi setti heldur betur strik í reikninginn hér í Stykkishólmi sem og víðar á landinu. Fresta þurfti fjöl-mörgum viðburðum sem voru komnir á dagskrá þessa dagana. Afmælishátíð bakdeildarinnar var frestað um viku og verður hún haldin n.k. föstudag kl. 16. Körfuboltaleikur var færður um dag en annað sem vera átti he-fur ekki fengið nýja tímasetn-ingu svo vitað sé. Veðrið gerði það að verkum að salt settist víða, bæði á mann-virki og gróður og er mikilvægt að smúla t.d. sígrænan gróður því annars brennir það barrið! Meðfylgjandi mynd er tekin í hádeginu s.l. föstudag þegar þungt var yfir og hvítfyssandi sjór og fuglarnir fuku! am

Hólmari í bókaútgáfu

Lúðrasveit Stykkishólms verður með árlega hausttónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld (fimmtudag). Tónleikarnir byrja kl. 19:00.Tónleikagestir fá að heyra í stóru sveitinni, Litlu Lúðró og tveim trommusveitum (yngri og eldri hóp). Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Martin Markvoll og stjórnandi trommusveitanna er Hafþór S. Guðmundsson.Litla Lúðró er nú skipuð 12 duglegum krökkum sem eru flest öll nýbyrjuð að spila í lúðrasveit. Þau hafa æft mjög fjölbreytt lög í haust og spila á tónleikunum nokkur þeirra.Stóra Lúðró er nú með 31 hljóðfæraleikara innan borðs.

Efnisskráin er mjög fjölbreytt, leikin verður tónlist sem hefur verið samin sérstaklega fyrir lúðrasveit, kvikmyndatónlist, afrísk tónlist og fleira skemmtilegt.Trommuleikararnir hafa æft sérstaklega í tveim hópum í haust og fá tónleikagestir að heyra þá báða spila með dúndur krafti og léttum leik.Ef svo skyldi fara að einhverjir komist ekki á þessa tónleika þá er velkomið að kíkja á skólatónleikana sem verða í kirkjunni á föstudagsmorgun kl. 11:30.Við minnum á að allir eru velkomnir og það er enginn aðgangseyrir.

Tónlistarskólinn

Hausttónleikar lúðrasveitanna 2012

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 8. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 19. árgangur 8.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Þjóðlagasveitin Ylja mun troða upp í Stykkishólmskirkju föstudaginn 16. nóvember næstkomandi í tilefni af útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu sem kemur út sama dag.Ylja varð til árið 2008 þegar Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir ákváðu að sameina krafta sína í gítarleik og söng. Frumsamið efni tók að fæðast og í bland við vel valin tökulög tróð tvíeykið upp við hvert tækifæri sem féll í kjöltu þess.

Það var svo haustið 2011 sem Smári Tarfur Jósepsson gekk til liðs við hljómsveitina á slidegítar.Á þessum tímapunkti höfðu Bjartey og Guðný Gígja fengist við lagasmíðar í sameiningu í þrjú ár og þótti þeim tímabært að fara að huga að sinni fyrstu útgáfu. Ýmsar upptökuaðferðir voru þreyttar og eftir nokkrar þreifingar var ákveðið að leggja upp með að fanga hinn lifandi blæ sem einkennir tónlist hljómsveitarinnar.Platan, sem er einfaldlega samnefnd hljómsveitinni, verður fáanleg á tónleikunum í Stykkishólmskirkju sem hefjast kl. 20:30.

(fréttatilkynning)

Útgáfutónleikar í StykkishólmskirkjuHugmyndabankinn var losaður 3 nóvember. Úr kassanum komu 9 miðar með eftirfarandi hugmyndum /tillögum:• Hafa uppákomur í sundlauginni t.d kósíkvöld með kertum

og ljúfri tónlist.• Halda hátíð í tilefni af ári aldraðra.• Það væri gott að fá skyndihjálparnámskeið.• Setja upp hjólabretta ramp á móti x- inu.• Það væri gott að setja endurskinsmerki á ljósastaurana á

planinu hér við íþróttahúsið.• Það má gera eitthvað fyrir róluvöllinn á „Flötunum“ lítið

sem ekkert þarna fyrir krakkana.• Keyra varlega á milli „Dvaló og Tónó“ of margir sem

keyra of hratt þarna miðað við aðstæður.• Fá vikt ( baðvog ) inn í búningsklefana í sundlauginni.• Hrósið fær Bjarki Hjörleifsson fyrir snilldartakta með

leikfélaginu.Þessum miðum var komið til starfsmanna ráðhúsins.

HJ.

Hugmyndabankinn – losun 3. nóvember

Kaup og salaÍ júní s.l. sumar var greint frá líflegum fasteignamarkaðnum hér í Stykkishólmi. Síðan þá hefur skv. upplýsingum frá Sýslumannsembættinu í Stykkishólmi 10 kaupsamingum og 6 afsölum verið þinglýst hér. Í sumum tilfellum er eingöngu þinglýst afsölum og ekki kaupsamningum, þess vegna fljóta þau með í þessari samantekt. am

Jól í skókassa 2012S.l. fimmtudag 1. nóvember lauk Jól í skókassa verkefninu. Alls söfnuðust 58 skókassar, það er minna en verið hefur, en við getum bara vel við unað.Við þiggjum allt með þökkum. Einnig fengum við kr. 5.000,- peningagjöf. Þennan dag var mikið rok, eins og svo oft er á þessum árstíma. Fólk gaf sér þó góðan tíma með börnum sínum og staldraði við til að klára að útbúa skókassana sína, það var gaman að sjá hvað börnin undu sér vel við þetta. Við höfum haft þann háttinn á að eiga alltaf tilbúna skókassa með jólapappír utanum, það kom sér vel núna. Eins og áður var boðið upp á veitingar kaffi, kakó, safa, kex, piparkökur ofl. Við viljum senda þakkir til allra sem hjálpuðu okkur og komu að þessu verkefni með okkur, alltaf bætist við þann hóp, ár frá ári, og allir gefa sína vinnu eða hluti. Það er svo ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni. Peningagjöfin kemur sér líka vel, því það er dýrt að flytja gáminn með öllum skókössunum til Ukrainu.Guð blessi ykkur öll.

Kærar kveðjur og þakklæti fyrir hjálpina, Ásdís og Margrét

Eftir gríðarlega góða rispu kom smá bakslag á gott gengi Snæfells í körfunni síðustu leikjum. Það var ekki hægt að vænta þess að liðin færu taplaus í gegnum tímabilið þó leikur liðanna hafi á köflum verið það góður að það gæti allt eins verið mögulegt héldu liðin þeim standard í hverjum leik. En slíkt er náttúrulega bara óskhyggja og óvinnandi vegur á löngu tímabili og KR sá um að minna Snæfell á það. Bæði liðin mættu KR í sínu síðustu leikjum, kvennaliðið í deildinni s.l. laugardag en karlaliðið í fyrirtækjabikarnum (Lengjubikarnum) sl.mánudagskvöld. Þrátt fyrir að KR liðin séu vissulega sterk lið þá var það ekki frábær leikur þeirra sem réði úrslitum í þessum leikjum. Bæði lið Snæfells voru sem heillum horfin í þessum leikjum og þá sérstaklega karlaliðið sem töpuðu sannfærandi 67-90 í Lengjubikarnum en þessi lið mættust á sama stað í deildinni fyrir tveimur vikum og þá gjörsigraði Snæfell lið KR 104-63. Þannig að þetta er um 60 stiga sveifla. Sé einnig litið á meðalskor Snæfells í deildinni þá sést að strákarnir voru langt frá sínu besta í sókninni því þeir hafa skorað að meðaltali 103 stig í leik til þessa. En það er gott og að fá smá kinnhest annað slagið til að halda mannskapnum á tánum og ég trúi því ekki að allt liðið verði aftur jafn heillum horfið og það var í skotum sínum geng KR á mánudaginn. Svo sem ágætt líka að ef leikmenn þurfi að eiga einn og einn „dán“ leik þá taki þeir hann bara allir í einu komi svo tvíefldir í næsta leik. En eins og áður sagði þá var þessi tapleikur í Lengjubikarnum þar sem strákarnir eru þó samt sem áður í toppbáráttunni í sínum riðli og eiga góða möguleika á að komast í úrslitin sem heyrst hefur að verði hér í Hólminum daganan 23-24.nóv. Í deildinn eru strákarnir hins vegar á toppnum með 8 stig líkt og Stjarnan. Stelpurnar eru nú í 3.sætinu með jafnmörg stig og KR sem fór í annað sætið með 93-67 sigrinum á Snæfelli á sunnudaginn, mjög svipað tap og hjá karlaliðinu en stelpurnar hinsvegar að skora nánast það sama og þær hafa gert til þessa að meðaltali. Munurinn lá fyrst og fremst í slökum varnarleik þannig að þær fengu á sig tæpum þrjátíu stigum meira en þær höfðu fengið á sig að meðaltali í deildinni fyrir þennan leik. En stelpurnar koma örugglega til með að ná upp vörninni aftur og þurfa þess strax því næsti leikur verður erfiður. Þá mætir Snæfell liði Vals hérna heima. Valsliðið er firnasterkt og hefur verið að vakna að undanförnu og nartar nú í hælana á Snæfelli í deildinni. Þetta verður því án efa hörkuleikur og stuðningsfólk ætti að fjölmenna og styðja stelpurnar til sigurs. Minnt skal á að leikurinn er kl.15 á laugardaginn srb

Íþróttir

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 8. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 19. árgangur 8.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

NarfeyrarstofaTILBOÐ UM HELGINA

Kjúklingur & franskar á föstudagskvöld aðeins kr. 1.500Dögurður á sunnudag 11:30 - 14:00

Hamborgaratilboð á sunnudagskvöld kr. 2.990

Ný og glæsileg heimasíða!www.narfeyrartofa.is

• Enski boltinn í beinni um helgina

• Lifandi tónlist laugardagskvöld

Fylgist með á FacebookLangar þig að breyta bílnum þínum í metanbíl? Hefur þig dreymt um rafmagnsbíl?

Eigum við á Snæfellsnesi einhverja möguleika hvað varðar vistvænni orkugjafa í samgöngum?

Hvernig geturðu sparað á bílnum sem þú átt nú þegar?

Mættu á staðinn og fáðu spurningum þínum svarað!

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Þriðjudagskvöldið 13. nóv. 2012 kl. 19:30-22:30

í sal Tónlistarskóla Stykkishólms

Yfirlit um vistvæna orkugjafa – Sigurður Friðleifsson, Orkusetur

Metanvæðing – hver er staðan og hvað þarf til? – Sigurður Ástgeirsson, Metanorka

Hvernig breyti ég heimilisbílnum í metanbíl? – Gísli Sverrisson, MeGas ehf.

Rafbílavæðing – hver er staðan og hvað þarf til? – Sighvatur Lárusson, Skyndibílar ehf.

Vistakstur: eldsneytissparnaður án breytinga á orkugjafa – Karl Ingólfsson, Landvernd

Fundarstjóri er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice

Vistvænni samgöngur Málþing

á Snæfellsnesi

Framkvæmdaráð Snæfellsness og Umhverfishópur Stykkishólms

AðalfundurAðalfundur Félags stjórnenda við Breiðafjörð (áður Verkstjórafélags Snæfellsness) verður haldinn 14. nóvember 2012 kl. 20 á Hótel Stykkishólmi.Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörfLagabreytingÖnnur mál.

Fulltrúi frá Verkstjórasambandi Íslands mun mæta á fundinn.Félagsmenn hvattir til að mæta og taka með sér gesti.

Stjórnin

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi

stendur fyrir flokksvali við val

á framboðslista fyrir komandi

alþingiskosningar.

Fundur með frambjóðendum verður

í Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi

laugardaginn 10. nóv. og hefst kl. 17.00.

Fólk er hvatt til að mæta

og taka með sér gesti.

Stjórn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 8. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 19. árgangur 8.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Þær láta ekki deigan síga kvenfélagskonurnar í kvenfélaginu Hringnum hér í Stykkishólmi. Sjá má á Facebook síðu þeirra að þær hafa þegar hafist handa við undirbúning jólabasarsins sem þær standa fyrir árlega á hótel Stykkishólmi og greinilegt að fjölbreytni gripanna verður í fyrirrúmi eins og svo oft áður. Vert er að minna á að ágóði af jólabasarnum rennur til góðra málefna innanbæjar! am

Jólaundirbúningur hafinn - hjá sumum!

18. október s.l. var haldin uppskeru- hátíð ferðaþjón-ustuaðila á Vestur-landi og í leiðinni var 30 ára afmæli Ferðamálasamtaka V e s t u r l a n d s fagnað. 50 manns tóku þátt í hátíðinni og var ferðast um Fellströnd og Dali en hátíðin sjálf haldin í Ólafsdal. Við það tilefni var í fyrsta sinn veitt viðurkenning til þeirra sem hafa verið í farrbroddi, verið hvetjandi fyrirmynd og styrkt ferðaþjónustu síðastliðin ár á Vesturlandi og ber heitið Höfðinginn. Pétur og Svanborg í Sæferðum voru fyrst til að hljóta viðurkenninguna.Þrjár heiðursviðurkenningar fyrir framlag til ferðaþjónustu á Vesturlandi voru að auki veittar og hlutu þær: Hjónin Óli Jón Ólason og Steinunn Hansdóttir frá Grundarfirði, Ólafur Sveinsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, og Sæmundur Sigmundsson fyrrum sérleyfishafi í Borgarnesi. am/ljósm.Skessuhorn

Kristinn R. Jónsson landsliðsþjálfari U19 ára í fótbolta valdi Al-freð Má Hjaltalín í 20.manna hópinn sem fór til Krótíu í síðustu viku til að spila við Georgí, Aserbaidjan og Króatíu um sæti í un-danriðlum fyrir EM 2013.Íslenska liðið vann Aserbaidsjan 2-1 og gerði jafntefli við Króatíu 2-2 en tapaði á móti Georgíu 0-2 og var það dýrkeypt tap því það þýddi að íslenska liðið komst ekki áfram í undanriðla. En samt mikið æfintýri að baki og mikil keppnisreynsla fyrir þessa stráka sem voru valdir í þetta verkefni.Framundan hjá Alfreð Má og félögum hans í Víkingi Ólafsvík er undanriðill í Futsal sem fer fram í íþóttahúsinu í Ólafsvík 18.nóv næstkomandi og fer þá fram einn riðill og eru Fylkir, Stálúlfur og Grundarfjörður með VíkingiÓ í þessum riðli og verður þetta einskonar törnering allir spila við alla þennan dag í Ólafsvík og svo aftur 2.vikum seinna í RVK og þá verður ljóst hverjir komast áfram í loka keppnina.Fyrir þá sem ekki vita er Futsal innhúsfótbolti sem spilast mjög hratt og reynir mikið á hversu teknískir leikmenn eru og er þes-si bolti mikið notað til að þjálfa tækni. Boltinn sjálfur er þyngri en venjulegur útibolti og skoppar því minna og 5.leikmenn eru í hvoru liði, markvörður og 4. útileikmenn, skipta má oftar um leikmenn. Futsal er mjög skemmtilegt til áhorfs því áhorfendur eru mjög nálægt vellinum og mikilll hraði geri þetta spennandi og ekki spillir að yfirleitt er mikið skorað af mörkum í svona leikjum. (fréttatilkynning)

Alfreð Már með U19 til Króatíu

Svanborg og Pétur fá viðurkenningu

Stykkishólms-PósturinnBæjarblað Hólmara nær

og fjær frá 1994.

Hárstofan og Ásbyrgi selja jólakort fyrir íþróttafélag fatlaðra allur ágóðinn rennur í sjóð félagsins.

Til sölu og gefins..Frystikista, skápar, ýmis verkfæri, kringlótt sófaborð, bækur og ýmislegt fleira. Verð á staðnum n.k. laugardag eftir kl. 13 að Austurgötu 5. Gunnlaugur Valdimarsson

Smáauglýsingar

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 8. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 19. árgangur 8.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Tónleikar á Hótel Stykkishólmi14.nóvember 2012 kl. 21

Jónas Sig og Ómar Guðjóns

flytja nýtt efni af plötum sínum Þar sem himin ber við haf og Útí geim

Aðgangseyrir: 2000

Háls- og bakdeild20. ára

Um þessar mundir eru 20 ár síðan

Háls – og bakdeildin í Stykkishólmi hóf

starfsemi sína að frumkvæði

Jóseps Ó Blöndal og Luciu M De Korte.

Að því tilefni verður efnt til

afmælishátíðar föstudaginn

9.nóvember kl. 16 á 4.hæð í

húsakynnum sjúkrahússins og er

bæjarbúum boðið að fagna þessum

áfanga með okkur.

Stuðningsfólk Snæfells athugið

Næsti heimaleikur  hjá stelpunum okkar verður laugardaginn 10. nóv. kl. 15 Snæfell - Valur

Mætum öll og styðjum okkar frábæra lið sigurs.ÁFRAM SNÆFELL

Við erum með lausnir fyrir þig!

Vantar þig eitthvað til/frá Reykjavík?Ertu að breyta garðinum?Þarftu að láta hífa eitthvað?Vantar þig grunn undir nýja húsið?Þarf að saga malbik, steypu eða stein?Þarftu að losna við klöpp af lóðinni?Vantar þig túnþökur?

BB & Synir ehf Norðurási 340 Stykkishólmur Afgreiðsla: Reitarvegi 16 Sími: 438-1481 Netfang: [email protected]

Afgreiðsla í Reykjavík er hjá Nesfrakt Héðinsgötu 1-3.

Ferðir frá Reykjavík alla virka daga kl. 17:00 föstudaga kl. 16:00Frá Stykkishólmi alla virka daga kl. 10:00Afgreiðsla Stykkishólmi 438-1481Afgreiðsla Reykjavík 533-2211

Fylgist með á Facebook!

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga, bæklinga, margmiðlunarefnis og vörumerkja í 12 ár!

• Hjá okkur færðu prentað ýmislegt á okkar prentvélar eða við leitum hagstæðustu tilboða í stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3• Bindum inn í gorma,

harðspjöld eða heftum í ýmsar stærðir.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 8. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 42. tbl. 19. árgangur 8.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00Frá Brjánslæk sun-fös kl. 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30

mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur www.saeferdir.is

Glæsilegt jólahlaðborð með dönsku ívafi

á Hótel Stykkishólmi.Laugardagana 17. nóvember, 24. nóvember

og 1. desember 2012.

Hljómsveitin Meðlæti - laðar fram danska stemningu

við borðhaldið og á dansleik á eftir.

Verð kr. 6900 pr. mannTilboð á gistingu kr. 5000 pr. mann

Jólahlaðborð

Bókanir

í síma

430-2100

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected]íða: fasteignsnae.is

LokafresturtilþessaðsækjaumstyrkiMenningaráðsVesturlands

fyrirárið2013rennurút18.nóvember.sjánánaráwww.menningarviti.is

Aðventudagatalið í StykkishólmiSkilafrestur efnis í Aðventudagatalið 2012 er

miðvikudaginn 21. nóvember n.k.

Dagatalinu verður dreift með Stykkishólms-Póstinum

29. nóvember 2012

Stykkishólmskirkja

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.