4
SÉRRIT - 34. tbl. 18. árg. 6. október 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Hátt í hundrað manns mættu í afmælisfagnað Náttúrustofu Vesturlands, sem haldinn var sunnudaginn 2. október. Starfsfólk Náttúrustofunnar kynnti starfsemina og opnaði húsakynnin til skoðunar. Virtust gestir skemmta sér hið besta og má sjá nokkra afmælisgesti á meðfylgjandi mynd Þorsteins Eyþórssonar. Starfsfólk Náttúrustofunnar vildi koma á framfæri þökkum til gesta fyrir komuna og stuðning þeirra við starfsemina. Afmælisfagnaður Náttúrustofu Vesturlands Egilshús afhent nýjum eigendum Arion banki skilar lóð við Aðalgötu Þriðjudaginn 4. október s.l. afhenti bæjarstjóri nýjum eigendum Egilshúss lyklavöld að húsinu. Það er fyrirtækið Gistiver ehf sem Gréta Sigurðardóttir rekur en Þórdís dóttir hennar tók við lyklunum en hún kemur einnig að fyrirtækinu. S.l. vetur stóð Þórdís fyrir tilraun með svokallaða Happ ferð í Hólminn. Þórdís á helming í hráfæðisveitingastaðnum Happ í Reykjavík og hugmyndafræði þess staðar lá að grundvelli við mótun Happ-ferðarinnar í fyrra. Hugmyndin byggir á því að neyta heilsusamlegs fæðis, mikilli hreyfingu, jóga, fræðslu og fleiru. Viðtökur urðu mjög góðar og hyggur Þórdís á frekari úrvinnslu og þróun þessarar hugmyndar og nýta m.a. Egilshús sem breytt verður í 10 herbergja gistiheimili nú í vetur fyrir þess konar ferðamennsku. Einnig verður leitað eftir mögulegu samstarfi við aðila hér í Hólminum og víðar við þróun hugmyndarinnar. En Þórdís telur mikla möguleika í ferðaþjónustu vera fyrir hendi, vel hafi verið staðið að uppbyggingu og ímynd bæjarins sé mjög jákvæð. Farið verður í framkvæmdir á Egilshúsi en því verður breytt þannig að á neðstu hæð verður móttaka og lítill salur sem nýtist sem morgunverðarsalur og lítill fyrirlestrasalur, 2 herbergi verða einnig á fyrstu hæðinni og fjögur á næstu tveimur. Öll herbergi verða með salerni og því ljóst að nokkur handtök mun þurfa innandyra í húsinu til að gera það að fallegu sveitahóteli með rómantískum blæ, eins og stefnt er að. Fyrirhuguð opnun er 15. maí 2012. am Nú nýverið skilaði Arion banki lóð sem bankinn hafði fengið úthlutaða fyrir nýbyggingu bankans árið 2007 við Aðalgötu aftur til Stykkishólmsbæjar. Hætt hefur verið við byggingu nýs útibús hér í Stykkishólmi. Krakkarnir í leikskólanum fúlsuðu ekki við gúrkunum sem vaxið hafa undir vökulum augum þeirra í leikskólanum að undanförnu. Aðalfundur SSV ályktaði um margt á dögunum S.l. helgi var haldinn aðalfundur samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Borgarnesi. Margar ályktanir voru gerðar og hægt að skoða þær í heild sinni á vef SSV www.ssv.is Ítreka samtökin það að með nýjum verkefnum þeirra þurfi að fylgja viðunandi tekjustofnar. Ákvörðun fjárlaganefndar Alþingis um að hluta fjárveitinga af safnliðum renni til landshlutasamtaka í gegnum menningarsamningana liggur fyrir og ítreka samtökin að ekki megi verða um skerðingu að ræða til þeirra verkefna á Vesturlandi sem fengið hafa stuðning fjárlaganefndarinnar áður. Eitt af mörgum atriðum í ályktunum fundarins eru áhyggjur fundarmanna af skorti á læknum á Vesturlandi. Einnig lýsa samtökin yfir miklum áhyggjum vegna öryggis íbúa vegna niðurskurðar í löggæslu á svæðinu. Skorað er á umhverfisráðherra að gera þjóðgarðinn Snæfellsjökul að sjálfseignarstofnun, með áherslu á aukna aðkomu heimaaðila að stjórnun og uppbyggingu. Fundurinn skorar á ríkisstjórn að horfa til landsbyggðarinnar varðandi tilflutning verkefna hins opinbera því í sívaxandi mæli bitnar flutningur verkefna og hagræðingaraðgerðir ríkisvaldsins á landsbyggðinni. Einnig skora samtökin á stjórnvöld að framselja eftirlit með umhverfismálum, vinnuumhverfi og starfsleyfum fyrirtækja til sveitarfélaga. am

Stykkishólms-Pósturinn 34. tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara - nær og fjær

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 34. tbl

SÉRRIT - 34. tbl. 18. árg. 6. október 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Hátt í hundrað manns mættu í afmælisfagnað Náttúrustofu Vesturlands, sem haldinn var sunnudaginn 2. október. Starfsfólk Náttúrustofunnar kynnti starfsemina og opnaði húsakynnin til skoðunar. Virtust gestir skemmta sér hið besta og má sjá nokkra afmælisgesti á meðfylgjandi mynd Þorsteins Eyþórssonar. Starfsfólk Náttúrustofunnar vildi koma á framfæri þökkum til gesta fyrir komuna og stuðning þeirra við starfsemina.

Afmælisfagnaður Náttúrustofu Vesturlands

Egilshús afhent nýjum eigendum

Arion banki skilar lóð við Aðalgötu

Þriðjudaginn 4. október s.l. afhenti bæjarstjóri nýjum eigendum Egilshúss lyklavöld að húsinu. Það er fyrirtækið Gistiver ehf sem Gréta Sigurðardóttir rekur en Þórdís dóttir hennar tók við lyklunum en hún kemur einnig að fyrirtækinu. S.l. vetur stóð Þórdís fyrir tilraun með svokallaða Happ ferð í Hólminn. Þórdís á helming í hráfæðisveitingastaðnum Happ í Reykjavík og hugmyndafræði þess staðar lá að grundvelli við mótun Happ-ferðarinnar í fyrra. Hugmyndin byggir á því að neyta heilsusamlegs fæðis, mikilli hreyfingu, jóga, fræðslu og fleiru. Viðtökur urðu mjög góðar og hyggur Þórdís á frekari úrvinnslu og þróun þessarar hugmyndar og nýta m.a. Egilshús sem breytt verður í 10 herbergja gistiheimili nú í vetur fyrir þess konar ferðamennsku. Einnig verður leitað eftir mögulegu samstarfi við aðila hér í Hólminum og víðar við þróun hugmyndarinnar. En Þórdís telur mikla möguleika í ferðaþjónustu vera fyrir hendi, vel hafi verið staðið að uppbyggingu og ímynd bæjarins sé mjög jákvæð. Farið verður í framkvæmdir á Egilshúsi en því verður breytt þannig að á neðstu hæð verður móttaka og lítill salur sem nýtist sem morgunverðarsalur og lítill fyrirlestrasalur, 2 herbergi verða einnig á fyrstu hæðinni og fjögur á næstu tveimur. Öll herbergi verða með salerni og því ljóst að nokkur handtök mun þurfa innandyra í húsinu til að gera það að fallegu sveitahóteli með rómantískum blæ, eins og stefnt er að. Fyrirhuguð opnun er 15. maí 2012. am

Nú nýverið skilaði Arion banki lóð sem bankinn hafði fengið úthlutaða fyrir nýbyggingu bankans árið 2007 við Aðalgötu aftur til Stykkishólmsbæjar. Hætt hefur verið við byggingu nýs útibús hér í Stykkishólmi.

Krakkarnir í leikskólanum fúlsuðu ekki við gúrkunum sem vaxið hafa undir vökulum augum þeirra í leikskólanum að undanförnu.

Aðalfundur SSV ályktaði um margt á dögunumS.l. helgi var haldinn aðalfundur samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Borgarnesi. Margar ályktanir voru gerðar og hægt að skoða þær í heild sinni á vef SSV www.ssv.isÍtreka samtökin það að með nýjum verkefnum þeirra þurfi að fylgja viðunandi tekjustofnar. Ákvörðun fjárlaganefndar Alþingis um að hluta fjárveitinga af safnliðum renni til landshlutasamtaka í gegnum menningarsamningana liggur fyrir og ítreka samtökin að ekki megi verða um skerðingu að ræða til þeirra verkefna á Vesturlandi sem fengið hafa stuðning fjárlaganefndarinnar áður. Eitt af mörgum atriðum í ályktunum fundarins eru áhyggjur fundarmanna af skorti á læknum á Vesturlandi. Einnig lýsa samtökin yfir miklum áhyggjum vegna öryggis íbúa vegna niðurskurðar í löggæslu á svæðinu. Skorað er á umhverfisráðherra að gera þjóðgarðinn Snæfellsjökul að sjálfseignarstofnun, með áherslu á aukna aðkomu heimaaðila að stjórnun og uppbyggingu. Fundurinn skorar á ríkisstjórn að horfa til landsbyggðarinnar varðandi tilflutning verkefna hins opinbera því í sívaxandi mæli bitnar flutningur verkefna og hagræðingaraðgerðir ríkisvaldsins á landsbyggðinni. Einnig skora samtökin á stjórnvöld að framselja eftirlit með umhverfismálum, vinnuumhverfi og starfsleyfum fyrirtækja til sveitarfélaga. am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 34. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 34. tbl. 18. árgangur 6. október 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Sumarliði Athugasemdir hafa borist vegna greinar sem birt var í Stykkishólms-Póstinum í síðustu viku. Prentaðar heimildir herma að báturinn Sumarliði hafi verið smíðaður í Stykkishólmi árið 1949. Þetta kemur m.a. fram í bókinni Íslensk skip - bátar eftir Jón Björnsson frá 1999. Það sem fram kemur í greininni í síðasta blaði um fortíð Sumarliða fyirr skráð smíðaár 1949, byggir á vefsíðu bátasmiðsins Jóns Ragnars en þar er getið um óprentaðar æviminningar Skúla Skúlasonar skipstjóra um uppruna bátsins. am

Það þurfti stærstu hópferðabifreið landsins til að flytja alla efnilegustu og áhugasömustu skákkrakka landsins til Stykkishólms laugardaginn 1. október. Tilefnið var að sjálfsögðu

það að krakkarnir ætluðu sér að taka þátt í 3. skákmóti Árnamessu, móti sem hefur fest sig í sessi sem eitt eftirsóttasta og sterkasta barna-og unglingaskákmóts landsins. Í Stykkishólmi bættust við hópinn áhugasamir skákkrakkar af Snæfellsnesi sem kepptu um Snæfellsnesmeistaratitilinn. Meira á www.stykkisholmsposturinn.is

Skákmeistarar framtíðarinnar fjölmenntu

InflúensubólusetningaÁgætu Hólmarar og nærsveitungar. Á næstu vikum mun verða boðið upp á bólusetningar við árlegri inflúensu á heilsugæslunni í Stykkishólmi. Inflúensa er veirusjúkdómur sem leggst á alla aldurshópa og er bráðsmitandi.Þeir sem eldri eru og hafa skert ónæmiskerfi fara oft verr út úr afleiðingum hennar og er því sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig. Það þarf að gera árlega enda er þessi sjúkdómur þannig að hann breytist ár frá ári og eru bóluefnin miðuð við það. Í ár eru 4 stofnar í bóluefninu. Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan. Þungaðar konur

Þessir hópar fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en þurfa að borga umsýslukostnað.Einnig er í boði að fá lungnabólgubólusetningu. Hún er sérstaklega ætluð öllum yfir 60 ára og einstklingum með ónæmisbælandi sjúkdóma. Sú vörn endist í 5-10 ár.Forráðamenn fyrirtækja geta pantað tíma fyrir sitt starfsfólk, en það er góð vörn gegn óþarfa veikindum að bólusetja starfsfólkið við smitsjúkdómum.Með kveðju, Brynja Reynisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, heilsugæslunni Stykkishólmi.

Conway kuldaskór á krakkana.Puma skór fóðraðir og ófóðraðir.

Velkomin í Heimahornið

F.v. Davíð Sveinsson frá bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar, Kristinn Hrafnsson Snæfellsnesmeistari, Birkir Karl Sigurðsson sigurvegari mótsins, Vignir Vatnar

Stefánsson sigurvegari í yngri flokki og Helgi Árnason skákstjóri

Orgelið af stað heim eftir 2 vikur!Það er í mörg horn að líta þessa dagana varðandi orgelkaupin. Að ýmsu hefur þurft að huga m.a. varðand kirkjubygginguna. Við þurftum að ganga úr skugga um að gólfið gefi ekki eftir undan þunga hljóðfærisins og ekki síður hafa margir haft áhyggjur af þrálátum þakleka í húsinu. Í sumar gerði Einar Bjarndal Jónsson sviðstjóri hjá Verkfræðistofunni Verkís sér ferð í Hólminn til að meta bygginguna og skoða fráganginn á þakinu og við stóra gluggann ofan við altarið. Í framhaldinu lagði hann fram tillögur til úrbóta sem Þorbergur Bæringsson tók að sér að framkvæma. Þær virðast hafa lukkast vel því að í slagveðrinu um síðustu helgi varð ekki vart við neinn leka í kirkjunni. Einar var síðan aftur á ferðinni fyrir stuttu með hitamyndavél og þá voru hitalagnirnar í gólfinu undir orgelstæðinu kortlagðar og samsetning og frágangur gólfplötunnar þaulkannaður. Í ljós kom að engra aðgerða er þörf til að styrkja gólfið og var það óneitanlega mjög jákvæð niðurstaða af öllu því brölti. Það má líka geta þess að Einar hefur lagt þessu máli lið kirkjunni algerlega að kostnaðarlausu.Núna þegar lokaáfanginn er hafinn er ekki úr vegi að rifja upp mikilvægar dagsetningar framundan. Eftir aðeins tvær vikur þ.e. föstudaginn 21. október munu smiðirnir ljúka við að hlaða orgelinu í gámana úti í Þýskalandi. Sama dag verður efnt til stórtónleika hér heima til styrktar orgelsjóðnum þar sem valinkunnir listamenn koma fram. Mánudaginn 24. október verða gámarnir komnir í skip úti í Rotterdam og um næstu mánaðarmót koma smiðrnir til að setja orgelið upp í kirkjunni. Sunnudaginn 18. desember verður aðventustund í kirkjunni þar sem leikið verður á orgelið í fyrsta skipti. Að loknum prufukeyrslum og lokastillingum verður hljóðfærið síðan formleg vígt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 22. janúar næstkomandi. En næst á dagskránni er söfnunarátak heima fyrir sem hefst núna umhelgina. Enn vantar okkur talsverða fjárhæð til að endar nái saman eða u.þ.b. 10 milljónir króna sem þó er vel hægt að brúa með samtakmætti og vilja. Til að setja þessa tölu í annað samhengi þá er það svipuð upphæð og nýlegur notaður jeppi kostar á bílasölu. Ef við skoðum þetta út frá höfðatölunni frægu þá samsvarar þetta á mann u.þ.b. sömu upphæð og miði í verðflokki 2 á vinsæla jólatónleika í Reykjavík sem auglýstir hafa verið að undanförnu. Við leitum nú til ykkar bæjarbúar góðir um stuðning á lokasprettinum til að ljúka þessu verkefni með sóma. Það safnast þegar saman kemur eins og máltækið segir og þú mátt vera fullviss um að þinn stuðningur skiptir miklu máli. Um næstu helgi mun vaskur hópur sjálfboðaliða ganga í hús og óska eftir að fólk leggi verkefninu lið. Vonast er til að bæjarbúar taki söfnunarfólkinu vel og leggi sitt lóð á vogarskálarnar til að klára þetta merkilega verkefni sem við munum öll njóta um ókominn ár og vera stolt af.

Fh. Orgelnefndar, Sigþór U. Hallfreðsson

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 34. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 34. tbl. 18. árgangur 6. október 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Sími 438 1587

MEIRI LÆKKUN!

Enn meiri verðlækkun á útsölunni.

Allt á að seljast, verslunin hættir.

Minnum á lokun snyrtistofunnar vegna

breytinga frá 14. - 31. október.

Aðalgötu 24 Sími 438-1212

Fimmtudagskvöldið 6. október kl 20 -22 verður fyrsta prjónakaffi vetrarins.

Una býður upp á samverkefni, Lítið flott hálsband með krókódílahekli, fyrir þær sem vilja læra. Hafið með ykkur heklunál og garn eða kaupið hjá okkur.

það verður 10 % afsláttur á öllu garni, bara þetta kvöld. Kaffi á könnunni og eitthvað sætt.Svo eru bækurnar farnar að streyma inn - hin óborganlega saga um Gamlingjann og ný bók um Wallander.

Verslið í heimabyggð og tryggið verslun á staðnum.

Frá Verslunni Sjávarborg

Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær óskar eftir að ráða í starf forstöðu-manns Dvalarheimilis aldraðra, Stykkishólmi. Um er að ræða 60%-100% starf, eftir samkomulagi. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga.

Starfssvið:Umsjón og ábyrgð á umönnun heimilisfólks og sjúklinga í hjúkrunarrýmum Umsjón og ábyrgð á rekstri Dvalarheimilisins

Menntunar- og hæfniskröfur:Hjúkrunarfræðimenntun eða jafngilt námFrumkvæði og metnaðurSjálfstæð og öguð vinnubrögðGóðir samskiptahæfileikar

Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, sem er sjálfseig-narstofnun, tók til starfa 9. ágúst 1978. Á heimilinu eru átján einsmanns- og tvö tveggja mannaherbergi. Sextán íbúðir fyrir aldraða eru tengdar Dvalarheimilinu.

Umsóknir skulu berast Stykkishólmsbæ, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað.Umsóknarfrestur er til og með 14. október n.k.

Nánari upplýsingar veitir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri, sími: 433 8100 og netfang: [email protected]

Í Ultratone er hægt að styrkja líkamann án áreynslu á liðamót.

Hentar vel fyrir astma- og gigtveika. Ultratone hentar einnig með

alhliða líkamsrækt og margfaldar árangurinn. Sentimetrarnir hverfa!

Tímapantanir í síma: 841 2000 og 438 1212

FORM & HEILSASteinunn Helgadóttir

IAK Einkaþjálfari ULTRATONE meðferðaraðili

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Áætlun byrjar frá og með 4. október 2011

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 34. tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 34. tbl. 18. árgangur 6. október 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Föstudaginn 7. október kl. 21:30 hleypum við af stokkunum Kráarvisku (Pubquiz) undir stjórn Bjarka Hjörleifssonar og leikfélagsins Grímnis.

Allir velkomnir.

Opið: Föstudaginn 7. október verður lokað í hádeginu af óviðráðanlegum orsökum. Opið í hádeginu alla virka daga frá kl. 11:30 - 14Fimmtud.: 18-21:30 Föstudagar: 18 - 01 Laugardagar: 17 - 01 Sunnudagar: 17 - 21 Eldhúsið opið á kvöldin fimmtud. - sunnud. 18 - 21

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Bæjarfulltrúar L-lista verða með viðtalstíma í Ráðhúsinu

fimmtudaginn 6. október frá kl. 18:00-19:00

Bæjarfulltrúar L-lista

Framsóknarfélag Stykkishólms

heldur fund

sunnudaginn 9. október 2011 kl.

20 í Verkalýðshúsinu

Dagskrá:

1. Kosning fulltrúa á kjördæmaþing haldið í Stykkishólmi 15. og 16. október 2011

2. Önnur mál

Stjórnin

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 9. október kl. 14

Karlakórinn Kári mun leiða sönginn!

Krakkar – foreldrar!Kirkjuskólinn hefst sunnudaginn

9. október kl. 11.00.Krakkar á öllum aldri eru hvattir til að mæta.

Loksins dans fyrir fullorðna!

Boðið verður upp á danstíma n.k. fjögur fimmtudagskvöld kl. 20 - 21:30 í sal Tónlistarskólans í Stykkishólmi fyrir fullorðna. Þetta eru stakir tímar þar sem ekki þarf að skrá sig fyrirfram, bara mæta með góða skapið. Danskennari er Jón PéturTíminn kostar kr 2.500 á parið.