6
SÉRRIT - 3. tbl. 19. árg. 19. janúar 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011 Mannfjöldi á 4. ársfjórðungi 2011:Fjölgunin í Stykkishólmi byggir á fjölgun erlendra ríkisborgara. 319.560 Íslendingar bjuggu á Íslandi 31.desember 2011 og fjölgaði landsmönnum á þessum landsfjórðungi um 470, eins og fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Hólmurum fjölgaði um 10 frá árinu á undan, Snæfellsbæingum fjölgaði um 20, Grundfirðingar standa í stað sem og Helgafellssveit en í Eyja- og Miklaholtshreppi er fækkun milli ára um 10. Fjölgunin í Stykkishólmi, 10 manns, skýrist af fjölgun erlendra ríkisborgara í sveitarfélaginu en í Snæfellsbæ þar sem fjölgaði um 20 skiptist það til helminga 10 erlendir og íslenskir ríkisborgarar. am Nú er lokið árlegri talningu vetrarfugla sem fer fram í kringum áramót. Á talningarsvæðunum á norðanverðu Snæfellsnesi voru nú samtals tæplega 29 þúsund fuglar af 39 tegundum. Fuglalífið var óvenju blómlegt vegna mikillar síldargengdar í Breiðafirði fjórða veturinn í röð og sáust nú enn fleiri fuglar en áður. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er gríðarlegur fjöldi máfa, súlna og annarra fiskiætna. Algengustu tegundirnar voru svartbakur, æðarfugl og hvítmáfur en máfar, æður, súla og fýll voru samtals ríflega 80% af heildarfjölda. Samtals sáust 16 hafernir, fleiri en nokkru sinni fyrr. Sundurliðuð niðurstaða talningar er ítarlega lýst í töflu sem finna má á www.stykkisholmsposturinn.is ásamt fleira ítarefni um talninguna. Ljósmynd: Róbert Stefánsson Gríðarlegt fuglalíf við Snæfellsnes 1110 íbúar í Stykkishólmi í árslok 2012 Er gekk ég út til gegninga og grútarilminn fann, herptist nef til hryllinga og morgun húmor brann. SPJ Eins og vonandi allir vita hafa sveitarfélögin á Snæfellsnesi státað sig af umhverfisvottun á starfsemi sinni frá árinu 2008. Til þess að viðhalda slíkri vottun er krafist vöktunar á auðlindanýtingu og ýmsum umhverfisþáttum auk stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum. Árlega er starfsemin tekin út af óháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun. Rétt fyrir jólin kom á svæðið úttektaraðili, Haukur Haraldsson frá Almennu verkfræðistofunni, til þess að fara yfir vinnu síðasta árs og meta svæðið með mögulega endurnýjun á vottun í huga. Þann 16. janúar sendu svo EarthCheck vottunarsamtökin tilkynningu um að vottun hefði náðst fyrir árið 2012. Nú skartar Snæfellsnes því nýju merki fyrir árið 2012. Til hamingju Snæfellingar! Með þessu hefur grunnur verkefnisins verið treystur enn frekar. Framtíðarsýn verkefnisins er sterk hvað varðar fjölbreytt verkefni, kynningarstarf og mögulega útvíkkum til fleiri sveitarfélaga, meira um það síðar. Frekari árangri verður þó vart náð nema með nema með virkri þátttöku starfsfólks sveitarfélaganna og íbúa á svæðinu. Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected]) Til hamingju Snæfellingar Orgelvígsla Eins og fram kom í síðasta tölublaði og kemur einnig fram í auglýsingu í þessu blaði, þá er komið að formlegri vígslu orgelsins í Stykkishólmskirkju komandi helgi. Mikið er æft þessa dagana bæði í kirkjunni og víðar í bænum þar sem t.a.m. verið er að æfa barnakór fyrir flutning verks Hreiðars Inga. Bæjarstjórn býður kirkjugestum til kaffis eftir vígslu en síðan hefjast orgeltónleikar þar sem einnig verður formlega stofnað Listvinafélag Stykkishólmskirkju. am

Stykkishólms-Pósturinn 3.tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara sem kemur út 19.janúar 2012

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 3.tbl

SÉRRIT - 3. tbl. 19. árg. 19. janúar 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011

Mannfjöldi á 4. ársfjórðungi 2011:Fjölgunin í Stykkishólmi byggir á fjölgun erlendra ríkisborgara.319.560 Íslendingar bjuggu á Íslandi 31.desember 2011 og fjölgaði landsmönnum á þessum landsfjórðungi um 470, eins og fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Hólmurum fjölgaði um 10 frá árinu á undan, Snæfellsbæingum fjölgaði um 20, Grundfirðingar standa í stað sem og Helgafellssveit en í Eyja- og Miklaholtshreppi er fækkun milli ára um 10. Fjölgunin í Stykkishólmi, 10 manns, skýrist af fjölgun erlendra ríkisborgara í sveitarfélaginu en í Snæfellsbæ þar sem fjölgaði um 20 skiptist það til helminga 10 erlendir og íslenskir ríkisborgarar. am

Nú er lokið árlegri talningu vetrarfugla sem fer fram í kringum áramót. Á talningarsvæðunum á norðanverðu Snæfellsnesi voru nú samtals tæplega 29 þúsund fuglar af 39 tegundum. Fuglalífið var óvenju blómlegt vegna mikillar síldargengdar í Breiðafirði fjórða veturinn í röð og sáust nú enn fleiri fuglar en áður. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er gríðarlegur fjöldi máfa, súlna og annarra fiskiætna. Algengustu tegundirnar voru svartbakur, æðarfugl og hvítmáfur en máfar, æður, súla og fýll voru samtals ríflega 80% af heildarfjölda. Samtals sáust 16 hafernir, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Sundurliðuð niðurstaða talningar er ítarlega lýst í töflu sem finna má á www.stykkisholmsposturinn.is ásamt fleira ítarefni um talninguna. Ljósmynd: Róbert Stefánsson

Gríðarlegt fuglalíf við Snæfellsnes

1110 íbúar í Stykkishólmi í árslok 2012 Er gekk ég út til gegningaog grútarilminn fann,herptist nef til hryllingaog morgun húmor brann. SPJ

Eins og vonandi allir vita hafa sveitarfélögin á Snæfellsnesi státað sig af umhverfisvottun á starfsemi sinni frá árinu 2008. Til þess að viðhalda slíkri vottun er krafist vöktunar á auðlindanýtingu og ýmsum umhverfisþáttum auk stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum. Árlega er starfsemin tekin út af óháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun. Rétt fyrir jólin kom á svæðið úttektaraðili, Haukur Haraldsson frá Almennu

verkfræðistofunni, til þess að fara yfir vinnu síðasta árs og meta svæðið með mögulega endurnýjun á vottun í huga. Þann 16. janúar sendu svo EarthCheck vottunarsamtökin tilkynningu um að vottun hefði náðst fyrir árið 2012. Nú skartar Snæfellsnes því nýju merki fyrir árið 2012. Til hamingju Snæfellingar!Með þessu hefur grunnur verkefnisins verið treystur enn frekar. Framtíðarsýn verkefnisins er sterk hvað varðar fjölbreytt verkefni, kynningarstarf og mögulega útvíkkum til fleiri sveitarfélaga, meira um það síðar. Frekari árangri verður þó vart náð nema með nema með virkri þátttöku starfsfólks sveitarfélaganna og íbúa á svæðinu.

Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected])

Til hamingju Snæfellingar

Orgelvígsla

Eins og fram kom í síðasta tölublaði og kemur einnig fram í auglýsingu í þessu blaði, þá er komið að formlegri vígslu orgelsins í Stykkishólmskirkju komandi helgi. Mikið er æft þessa dagana bæði í kirkjunni og víðar í bænum þar sem t.a.m. verið er að æfa barnakór fyrir flutning verks Hreiðars Inga. Bæjarstjórn býður kirkjugestum til kaffis eftir vígslu en síðan hefjast orgeltónleikar þar sem einnig verður formlega stofnað Listvinafélag Stykkishólmskirkju. am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 3.tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 3. tbl. 19. árgangur 19. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Um leið og ég óska Snæfellingum öllum velfarnaðar á nýju ári vil ég fara aðeins yfir tíðindi úr Héraðsráðinu.Þakkir til Sigurlínu SigurbjörnsdótturNú um áramótin urðu þær breytingar á starfsemi Norska Hússins að Sigurlína Sigurbjörnsdóttir hætti störfum sem forstöðumanneskja Byggða-safns Snæfellinga og Hnappdæla og þar með Norska Hússins. Hér vil ég færa henni bestu þakkir fyrir góð störf á síðustu árum. Sigurlína hefur staðið sig einstaklega vel sem forstöðumanneskja, ekki síst í ljósi þess að hún tók við starfinu á tímum þar sem rekstrarumhverfið var mjög erfitt. Héraðsráðið átti því láni að fagna að geta leitað til Sigurlínu og hefur hún stýrt Byggðasafninu af mikilli skynsemi síðan.Þrengingar síðustu áraSíðustu ár hafa verið miklar þrengingar víða en segja má að ólán Byggðasafnsins hafi verið tvöfalt. Í fyrsta lagi setti kreppan stórt strik í reikninginn og styrkir drógust verulega saman, en í öðru lagi og ekki minna áfall voru alvarleg veikindi fyrrum forstöðumanneskju. Fyrir litla stofnun, eins og Byggðasafnið, þýðir það mikla erfiðleika að missa duglegan starfsmann í veikindaleyfi og vera lengi með tvo forstöðumenn á launum og því var það lán í óláni að manneskja eins og Sigurlína hafi verið viljug til að taka við starfinu og sinna því af skynsemi. Kreppan og afbrigðilega mikill launakostnaður urðu til þess að leita varð allra leiða til að koma rekstri Byggðasafnsins aftur á réttan kjöl, meðal annars með skertum opnunartíma Norska Hússins eins og menn hafa sjálfsagt tekið eftir. Góður árangur hefur nú þegar náðst og býst ég við að reksturinn nái aftur jafnvægi á þessu ári.Ný forstöðumanneskjaÞegar ljóst var að Sigurlína myndi hætta störfum var auglýst eftir nýrri forstöðumanneskju. Af þeim umsóknum sem bárust skaraði ein fram úr varðandi menntun og reynslu umsækjanda og var því gengið til samninga við þá manneskju. Hún heitir Alma Dís Kristinsdóttir og mun hefja störf 1. apríl næstkomandi. Ég ber miklar vonir til nýrrar forstöðumanneskju og sýnist að ef rétt verði á spilunum haldið muni Snæfellsnesinu reynast mikill fengur í reynslu og menntun Ölmu Dísar.Húsnæði óskastEitt er þó óleyst, en það eru húsnæðismál nýrrar forstöðumanneskju. Við höfum nú augun opin fyrir hentugu húsnæði fyrir Ölmu Dís, sem mun flytja í Hólminn með dóttur sinni. Hún leitar að húsnæði til leigu og jafnvel síðar til kaups og ég vona að einhver sem þetta les slái til, enda varla öruggari leigjanda að finna.Hlutverk HéraðsráðsHéraðsráð starfar í umboði Héraðsnefndar sem er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Snæfellsnesinu. Með breyttum tímum hefur hlutverkum Héraðsráðs fækkað mjög á síðasta áratug og nú er svo komið að meginhlutverk Héraðsráðsins er rekstur Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, sem á, og er til húsa í Norska húsinu í Stykkishólmi. Á þessu ári verður samþykktum Héraðsnefndar breytt í samræmi við færri hlutverk. Framtíð Héraðsnefndarinnar er svo í höndum sveitarstjórnarmanna á svæðinu en alls ekki er sjálfgefið að starfsemin verði óbreytt enda eru aðeins tvær Héraðsnefndir eftir á landinu. Héraðsráð hefur hins vegar staðið fyrir fundum um aukna samvinnu sveitarfélaganna á Snæfellsnesinu og ég tel ljóst að vettvangur af einhverju tagi sé nauðsynlegur í þeim tilgangi hvort sem hann heitir Héraðsnefnd eða eitthvað annað.Ég vil þakka samstarfsfólki mínu í Héraðsráðinu fyrir samvinnuna en ekki síst vil ég þakka Þór Jónssyni fyrir hans góðu störf fyrir Héraðsráðið. Örvar Marteinsson – formaður Héraðsráðs

Norska Húsið og Héraðsráð SnæfellingaÞríþrautardeild Umf.Snæfells (3SNÆ) er komin af stað eftir jólafrí og hófust æfingar af fullum krafti í síðustu viku. 3SNÆ auglýsti starfsemi sína með dreifimiða um áramótin og hafa þegar bæst fjórir nýir félagar í deildina. Með þessu greinarkorni fylgjum við eftir dreifimiðanum og segjum aðeins meira frá starfsemi deildarinnar og af hverju þríþraut hentar öllum; konum og körlum á öllum aldri. Hvað er þríþraut? Þríþraut er þriggja greina íþrótt sem samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi þar sem hver grein tekur við af annarri. Þessar þrjár almenningsíþróttir höfum við flest stundað einhvern tímann á lífsleiðinni og ætti þríþraut því að henta vel til heilsueflingar fyrir áhugamenn á öllum aldri þar sem það að stunda þrjár greinar gefur fjölbreytta og góða æfingu fyrir líkamann. Starfsemi 3SNÆ 3SNÆ var stofnuð á aðalfundi Umf. Snæfells 27. apríl 2011 og hefur deildin æft skipulega frá stofnun auk þess sem félagar hafa tekið þátt í keppni í mismunandi vegalengdum. Fyrirkomulag æfinga er þannig að æfingar skiptast á milli greinanna þriggja þannig að sérstaklega er æft í hverri grein fyrir sig, yfirleitt tvo daga í viku fyrir hverja grein eða samtals sex daga vikunnar. Auðvitað er það alltaf þannig í breiðum hópi að einhverjir æfa meira en aðrir minna, þ.a. hver og einn finnur sinn takt. Ákveðnir dagar eru sem sagt ætlaðir fyrir hlaup, aðrir fyrir hjól og svo eru fastar sundæfingar tvisvar í viku eldsnemma á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Deildin hefur ráðið Maríu Valdimarsdóttur, sundþjálfara og eru æfingagjöld kr. 10.000 fyrir önnina. Æfingar og/eða keppni 3SNÆ æfir þessa dagana samkvæmt sex daga æfingaáætlun þar sem hver og einn æfir í raun miðað við sína getu og innan sinna eigin marka. Allir ættu því að geta stundað þríþrautaræfingarnar á sínum eigin forsendum og fundið sér markmið við hæfi. Vegalengdir eru misjafnar og þó að fólk æfi þá er engin skylda að keppa, þannig að íþróttin er kjörin leið til að halda sér í góðu alhliða formi. Þeir sem velja að taka þátt í keppni geta valið um hinar ýmsu keppnisvegalengdir í keppnum sem haldnar eru hérlendis og erlendis. Stysta þrautin er sprettþraut með 400m sund, 10km hjól og 2,5-3km hlaup en lengsta þrautin er Járnkarlinn þar sem þátttakendur synda 3,8km, hjóla 180km og hlaupa að endingu heilt maraþon eða 41,2km. Sumar keppnir bjóða svo upp á liðakeppnir þar sem hópar geta tekið þátt, einn syndir, annar hjólar og sá þriðji hleypur. Þannig að eins og sjá má þá er ýmislegt í boði. Þríþrautarkeppni í Hólminum í sumar Stefnan er tekin á að halda fyrstu þríþrautarkeppnina hér í Hólminum í sumar og hefur sunnudagurinn 1. Júlí verið nefndur í því sambandi. 3SNÆ mun standa að keppninni með aðstoð reyndra aðila „að sunnan“ ef allt gengur eftir en væntanlega munum við óska eftir aðstoð frá sjálfboðaliðum hér í bænum líka svo allt gangi upp samkvæmt kúnstarinnar reglum. Það er von okkar að þessi nýlunda verði skemmtileg viðbót í afþreyingarflóru okkar Hólmara og okkar gesta í sumar. Þríþraut á netinu Fyrir þá sem vilja kynna sér þríþrautina nánar þá er um að gera að vafra um á netinu, skoða heimasíður hjá þríþrautafélögum á Íslandi en finna má tengla inn á nokkur félög á www.triathlon.is svo dæmi sé tekið. Upplýsingar um 3SNÆ er að finna á www.snaefell.is undir þríþrautadeild. Þá er vert að benda á erlendar vefsíður með æfingaáætlanir af hinum ýmsu stærðum og gerðum s.s. http://www.beginnertriathlete.com/ Viltu vita meira? Vonandi hefur þetta greinarkorn svarað einhverjum spurningum um starfsemi deildarinnar en þeir sem vilja vita meira og jafnvel slást í hópinn eru hvattir til að setja sig í samband við okkur hjá 3SNÆ.

Með 3þrautarkveðju,Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, formaður 3SNÆ – netfang: [email protected]

Þríþraut - eitthvað fyrir mig, þig og líka alla hina

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 3.tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 3. tbl. 19. árgangur 19. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

HÚS TIL SÖLUGarðaflöt 7132,4 fm. timburhús byggt árið 1979. Húsið skiptist í forstofu, þvottahús, hol, gang, stofu, eldhús, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Flísar eru á

forstofu og baðherbergi og plastparket á holi, gangi stofu og eldhúsi. Nýleg innrétting og tæki eru á baðherbergi. Verð kr. 22.000.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar:

www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Nú verður prjónakaffi fimmtudaginn 19. janúar kl. 20 – 22

Una ætlar að kynna tvöfalt prjón fyrir þá sem vilja.Annars bara gaman og tilboð í gangi.

Minnum á símana, vorum að fá ódýru Nokia símana.Bækur, nokkrar af jólabókunum komnar á mikinn afs-

látt hjá forlögunum.Opið virka daga kl 13 – 18 og kl 13 – 16 á laugardögum.

Verslunin Sjávarborg - prjónar sig inn í árið 2012.

Réttingar og sprautun Hjólastillingar Rúðuskipti Rúðuviðgerðir Mössun Ljósastillingar Krómun

Láttu okkur auka endingu dekkjanna með hjólastillingu! Fáðu fría rúðuviðgerð á bílnum þínum. Við mössum bílinn fyrir þig og gerum

hann gljáandi. Krómum líka (næstum) alla skapaða hluti!Erum með samninga við öll tryggingafélög.

Getum aðstoðað við tjónstilkynningar í samráði við tryggingafélögin

Aðalfundur Aðalfundur Golfklúbbsins Mostra verður haldinn föstudaginn 27. janúar nk. kl. 20.00 í golfskála klúbbsins að Aðalgötu 29.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn Golfklúbbsins Mostra

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 3.tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 3. tbl. 19. árgangur 19. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Blakdeildin gerði gott mót á laugardaginn í Kópavogi! Átta ungpíur héldu af stað með gleðina að leiðarljósi og prjóna í hönd (til að hita upp puttana fyrir fingurslögin) og sungu með Mugison alla leiðina! Mótið var strangt, við spiluðum 4 leiki á 5 klst, en það er sosum ekkert fyrir konur í svona formi! Áður en við byrjuðum okkar fyrsta leik voru verðlaun afhent fyrir deildina sem spilaði um morguninn og það kveikti svo sannarlega sigurþránna í Snæfellsliðinu. Allar vildu hvítan poka með gotteríi í verðlaun! Liðið spilaði sem heild eins og englar, allar hrinur unnar og þar með allir leikir og því mótið í heild UNNIÐ! Það kom skemmtilega út að senda Helgu Sveins og Mæju Valdimars útúr húsi í upphitun á milli tveggja leikja. Þegar næsti leikur var flautaður á hjá okkur, vissum við af þeim að taka armbeyjur í Kringlunni og að þeim loknum hlupu þær hana á enda. Þær komu því funheitar inn af bekknum fljótlega eftir að þær mættu aftur á mótstað og kláruðu dæmið með okkur. Þær voru því hressar píurnar sem mættu á Nings og fengu sér rétti af heilsumatseðlinum og vatn til að fagna góðu móti áður en haldið var af stað heim í Hólm. Það eru fullt af myndum á facebook síðu blaksins fyrir áhugasama frá mótinu.Blakdeildirnar á Snæfellsnesi eru í vetur með sín á í gangi milli mótaröð þar sem 6 lið keppa og er spilað heima og heiman. Við erum með 2 lið í þeirri keppni. Þetta er gert til að auka samstarf deildanna á nesinu og fjölga keppnisleikjum og er að koma mjög skemmtilega út. Nokkrir leikir í þessari mótaröð eiga eftir að spilast hér í Sth og hvetjum við foreldra blakiðkenda sem og aðra velunnara og áhugamenn til að mæta á pallanna og styðja liðin okkar. Þeir verða auglýstir á snaefell.is Blak kveðja, Berglind Lilja

Blak

Íslandsmótið í Pítró var haldið 30. des. s.l. Mótið hafði verið auglýst að Skildi en vegna veðurs, færðar og veðurspár var mótið, með stuttum fyrirvara, fært í Lionshúsið. Þetta var ellefta Íslandsmótið í Pítró. Vegna aðstæðna voru engir spilarar utan af nesi en þrátt fyrir það voru 32 keppendur á mótinu. Mótið var spilað í tveimur riðlum eins og síðast og komast tvö pör úr hvorum riðli í úrslit. Í undanúrslitum leiddu saman hesta sína efsta parið úr öðrum riðlinum þeir Björgvin Ragnarsson og afabarn Björgvins og jafnframt yngsti spilari mótsins að venju, Viktor Brimir Ásmundsson móti feðgunum Hannesi Gunnarssyni sem jafnframt var elsti spilari mótsins og Gunnari Hannessyni . Á þessu undanúrslitaspili má sjá að Pítró virðir engin aldursmörk og er fjölskyldusport. Feðgarnir höfðu betur í þessari rimmu. Í hinum undanúrslitunum spiluð hjónin Jón Kristjánsson og Benný Eva Benediktsdóttir á móti Högna Bæringssyni og Guðnýju Jensdóttur og höfðu hjónin sigur. Um þriðja og fjórða sæti spiluðu Björgvin og Viktor á móti Högna og Guðnýju og enduðu Högni og Guðný í þriðja sæti og Björgvin og Viktor í því fjórða. Til úrslita spiluðu því hjónin á móti feðgunum og höfðu feðgarnir betur í því einvígi. Hjónin urðu því í öðru sæti og Íslandsmeistarar 2011 urðu því feðgarnir Hannes og Gunnar. Þessi íslandsmeistaratitill Hannesar var sá fjórði. Þrisvar hefur Gunnar verið spilafélaginn og einu sinni varð hann íslandsmeistari með Agnari Jónassyni.Fyrirhugað er að halda bikarkeppni í febrúar og verður þá spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Mótið verður nánar auglýst síðar.

Spilakveðja, kvenfélagið Björk og Lárus Hannesson

Íslandsmótið í Pítró

Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur, 8 Manna Chevrolet Astro til sölu. Árg. 2000, keyrður 100.000 mílur. Bíll í góðu standi, selst á 900.000,-. Upplýsingar í síma 895 1880. Magnús.Fundist hefur bíllykill fyrir utan íþróttamiðstöðina. Lykillinn er af Toyota bifreið og hægt að nálgast hann hjá okkur í afgreiðslu. Vignir Sveins 898 1260

Smáauglýsingar

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

BÆNASAMKOMA Að tilefni samkirkjulegrar bænaviku er komið saman

í St. Franciskuskapellu föstudaginn 20. janúar kl. 18.00.

Komum saman og biðjum fyrir einingu kirkjunnar.

MaríusysturSéra Gunnar Eiríkur

Meistaraflokkar Snæfells voru í fríi s.l. helgi því þá fór fram árlegur Stjörnuleikur KKÍ hjá körlunum, á milli úrvalsliða landsbyggðar og höfuðborgarinnar auk þess sem helstu troðslumeistarar og skotmenn liðanna reyndu með sér. Snæfell átti þrjá fulltrúa í Stjörnuleiknum, í liði landsbyggðarinnar, þá Jón Ólaf, Pálma Frey og Quincy Hankins-Cole. Þeir þrír létu ekki þar við sitja, Quincy Hankins-Cole skellti sér í troðslukeppnina og sigraði hana með stæl og skytturnar tvær, þeir Jón Ólafur og Pálmi Freyr fóru í þriggja stiga skotkeppnina og tóku tvö efstu sætin, Jón vann með einu stig á Pálma sem varð í öðru sætinu. Snæfell á leik í kvöld, gegn Haukum hér heima og getur þá haldið áfram sigurgöngu sinni, en liðið hefur nú unnið alla þrjá leiki sína eftir áramótin og situr í 8.sætinu. Liðin eru nánast öll í hnapp í deildinni og hver tapleikur héðan í frá getur reynst afdrifaríkur. Sigur í heimaleikjum er því algjör lykilkrafa. Leikurinn í kvöld er því mikilvægur sem og allir leikir hér eftir ætli liðið sér að komast í úrslitakeppnina. Haukar er í næst neðsta sætinu en hafa nú bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum sem kemur til með að leika sinn fyrsta leik í kvöld, þeir verða því ekki auðunnir. Stelpurnar eru hinsvegar í hörkukeppni um að komast upp á meðal fjögurra bestu liðanna þar sem liðið hefur alla burði til að vera. Haukar og KR eru í 3.-4. sæti með tveimur stigum meira en Snæfell sem lék gegn KR hér heima í gær og vonandi hefur Snæfelli tekist að landa sigri og komast þar með uppfyrir KR og í 4.sætið.Búið er að setja niður leikdagana í 8-liða úrslit Powerade-bikars karla og kvenna, Snæfell er þar með bæði lið sín og stelpurnar eiga leik sunnudaginn 22.janúar gegn Fjölni og strákarnir mæta KR mánudaginn 23.janúar, báðir leikirnir í Reykjavík. srb/mynd:KKI

Karfan

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 3.tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 3. tbl. 19. árgangur 19. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Opið í hádeginu virka daga.

Opið í mat á föstudags- og laugardagskvöld.

Barinn opinn laugardagskvöld.

Sælt veri fólkið. Ég vildi nota tækifærið í upphafi ársins til að segja frá stöðu mála hjá leikfélaginu Grímni hér í Stykkishólmi. Fyrst ber að nefna að ný stjórn er búin að taka við keflinu af þeim Guðmundi Braga, Ingu og Dóru sem hafa staðið vaktina undanfarin ár (og rúmlega það). Núverandi stjórn er skipu ungu og orkumiklu fólki og til að gera starfið skilvirkara þá höfum við skilgreint hlutverk hvers og eins stjórnarmeðlims. Stjórninni er stýrt af Bjarka Hjörleifssyni formanni, Hafrúnu Bylgju Guðmundsdóttur varaformanni, Unu Kristínu Pétursdóttur gjaldkera, Benedikt Óskarssyni Markaðsstjóra, Hrafnhildi Hlín Karlsdóttur umsjónamanni búninga, hárs og förðunar, Víglundi Jóhannssyni Tækjastjóra og Svövu Gunnarsdóttur viðburðarstjóra. Eins og hjá mörgum öðrum þá hafði hin svokallaða “kreppa” áhrif á fjárhag leikfélagins og verður að segjast að við sváfum aðeins á vaktinni og vöknuðum svo upp við þann vonda draum að fjármálin voru komin í óefni. Síðasta verk fráfarandi stjórnar var að koma af stað fjárhagslegri endurskipulagningu á fjármálum leikfélagsins, þetta var gert í samvinnu við Gyðu Steinsdóttur bæjarstýru hér í Stykkishólmsbæ sem hafði milligöngu í að hafa samband við skuldunauta leikfélagins. Viljum við nota tækifærið og þakka Gyðu, Stykkishólmsbæ og okkar skuldunautum sem flestir tóku erindun mjög vel og er þeirra velvilji og stuðningur okkur ómetanlegur. Að auki viljum við þakka þeim sem hafa stutt okkur í gegnum tíðina og staðið með okkur í gegnum súrt og sætt. Núverandi stjórn er því á upphafsreit og er markmiðið núna að “hysja upp um okkur” og vinna okkur inn peninginn áður en við verjum honum, þannig var þetta gert “í gamla daga” og þannig eru hlutirnir að þróast á mörgum stöðum og heimilum í dag. Við í stjórn leikfélagins höfum sett áhersluna á að margt smátt gerir eitt stórt. Frá því að núverandi stjón tók við keflinu í haust erum höfum við haldið regluleg “Pub-quiz” í samstarfi við Narfeyrarstofu sem mun halda áfram í vetur. Við erum að endurvekja gamalt hlutverk húsnæðis okkar sem tónlistarfélagsmiðstöð, allir þeir sem vilja taka þátt eru hvattir til að hafa samband við Víglund Jóhannsson t.d. með tölvupósti ([email protected]). Leikverkið Karíus og Baktus hefur verið að ferðast um nágrannasveitarfélög og er það okkar stefna að eiga þetta leikverk í handraðanum til að setja upp við hin ýmsu tilefni. Viljum við því nota tækifærið til að hvetja áhugasama tannpínupúka til að hafa samband við okkur ef þeim langar að spreyta sig í hlutverki bræðranna.Svo erum við með margt í pípunum hjá okkur á komandi ári en það sem er handan við hornið er leiklistarnámskeið, tónleikar og spunaverk, svo eitthvað sé nefnt. Leikfélagið er þessa dagana að skoða að halda leiklistarnámskeið gegn vægu gjaldi. Svona námskeið gagnast ekki eingöngu þeim sem hafa áhuga á leiklistinni heldur er þetta gott tækifæri til að

Viltu vera memm!?losa um hömlur, auka sjálfsöryggi og framkomu.Framundan eru svo “Nostalgíu tónleikar” sem að við erum að vinna að. Hugmyndin á bakvið tónleikana er að líta um öxl og rifja upp þau leikverk sem félagið hefur sett upp í gegnum þau lög sem þeim fylgja. Draumurinn væri að fá þá sem stóðu á sviðinu forðum daga til að endurtaka leikinn. Annað sem er nýtt af nálinni er spunaverk sem við ætlum að setja upp í vor. Ætlunin væri að nýta það efni og þekkingu sem er til staðar innan leikfélagsins og stuðningsaðila þess. Munum við virkja þau ungmenni sem starfað hafa náið með leikfélaginu undanfarin ár til að leggja hönd á plóg og reyna fyrir sér á einhverjum vettvangi leikhússins sem þau hafa ekki áður gert. Með þessu verkefni viljum við gefa fólki tækifæri til að spreyta sig við skapandi skrif, leikstjórn, búningahönnun, tónsmíði og allt það sem tilheyrir uppsetningu leikverks. Hérna er um tilraunaverkefni að ræða innan leikfélagsins og ef vel tekst til gæti þetta orðið fastur liður í byrjun hvers árs á móti stærra verki að hausti. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu, tónleikunum, spunaverkinu eða að verða hluti af Karíus og Baktus ævintýrinu eru hvattir til að hafa samband við formann leikfélagsins, Bjarka Hjörleifsson t.d. með því að senda honum tölvupóst í póstfangið ([email protected]). En allt kostar þetta pening, og eins og sagt var í upphafi greinarinnar þá ætlum við okkur að eiga peninginn áður en við verjum honum. Félagsgjöld er einn af þeim þáttum í starfi félagsins sem ekki hefur verið nýttur sem skyldi. Viljum við nýta tækifærið og bjóða þeim sem vilja starfa með okkur eða að styrkja okkur að vera með í félaginu með því að greiða félagsgjöld. Gjaldið er eingöngu 1.500,- fyrir árið og má greiða það inn á 309-26-1009, kt. 451078-1009, mikilvægt er svo að muna að setja í skýringu nafn félagsmanns og textann “félagsgjöld”. Fyrir félagsgjaldið fæst svo 10% afsláttur af öllum sýningum leikfélagins fyrir félagsmenn ásamt þeim möguleika að taka þátt í því spennandi starfi sem framundan er, en bein þáttaka er þó ekkert skylda við greiðslu félagsgjalda.Eins og sjá má hér að ofan er margt í pípunum hjá okkur og spennandi tímar framundan. Ég minni á að við erum á facebook undir “leikfélagið Grímnir, Stykkishólmi”. Við viljum að lokum þakka okkar velunnurum, samtarfsmönnum og félögum fyrir samstarfið síðastliðin ár og hlökkum við til að starfa áfram með þeim að spennandi verkefnum á því ári sem er að ganga í garð.

F.h. Leikfélagsins Grímnis, Una Kristín Pétursdóttir.

TILBOÐSDAGARMjög góð tilboð næstu daga

Allt að  50% afsláttur á fatnaði.

Minnum á 30% afslátt á ýmsum tegundum af sundfatnaði.

30% afsláttur af Pumafatnaði 15 - 40% afsláttur af skóm næstu daga. 

Velkomin í Heimahornið - Ykkar verslun

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 3.tbl

Stykkishólms-Pósturinn, 3. tbl. 19. árgangur 19. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Ágæti velunnari orgelsjóðs Stykkishólmskirkju

Við þökkum þér kærlega fyrir stuðninginn við að koma upp nýju og glæsilegu

pípuorgeli í Stykkishólmskirkju. Nýja orgelið okkar er mikil listasmíð sem sómir

sér vel í kirkjunni. Með nýja orgelinu hafa opnast fjölbreyttir og spennandi

möguleikar til tónlistarflutnings við almennt safnaðarstarf og tónleikahald um

ókomna tíð.

Hönnuðirnir og smiðirnir hjá Orgelbau Klais í Bonn hafa svo sannarlega

uppfyllt allar væntingar sem til þeirra voru gerðar um fagmennsku og listfengi.

Heimamenn og velunnarar Stykkishólmskirkju hafa ekki síður staðið vel fyrir

sínu. Með samtakamætti og velvilja er langþráður draumur orðinn að afar

ánægjulegum veruleika sem við munum öll njóta um ókomin ár.

Um leið og við ítrekum þakklæti okkar fyrir þitt framlag, viljum við vekja athygli

þína á að sunnudaginn 22. janúar næstkomandi verður orgelið tekið formlega í

notkun og vígt við hátíðlega athöfn í Stykkishólmskirkju kl. 14:00.

Orgeltónleikar hefjast að messu lokinni og munu Hörður Áskelsson, Tómas

Guðni Eggertsson og László Petö flytja innlend og erlend orgelverk.

Vertu hjartanlega velkominn.

Hafðu heila þökk fyrir stuðninginn

Orgelsjóður Stykkishólmskirkju

Þakkir

Hönnun: Anok margmiðlun ehf