8

Click here to load reader

Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 46. tbl. 19. árg. 6. desember 2012

Stemningin á aðventunniS.l. helgi gekk aðventan í garð og fjölgar nú útiljósaskreytingum til mikilla muna um allan bæ. S.l. mánudag voru bæjarstarfsmenn að reisa jólastjörnuna við Vatnasafnið og var það vandasamt verk með eindæmum, enda þurfti ekki færri en 4 karla í verkið. N.k föstudag verður jólatréð frá Drammen, vinabæ Stykkishólms, tendrað í Hólmgarði en tendrun trésins er einn af föstu liðum aðventunnar hér í Stykkishólmi. Jólatónlist er að sjálfsögðu snar þáttur í aðventunni og voru fyrstu jólatónleikarnir í ár s.l. föstudagskvöld í Stykkis-hólmskirkju þegar Regína Ósk,

Ný skáldsaga eftir Kormák BragasonNýja stjórnarskráin nefnist ný skáldsaga eftir Kormák Bragason, sem komin er í bókaverslanir. Þar segir frá því að Íslendingar samþykkja nýja stjórnarskrá, leggja niður Lýðveldið Íslands og stofna í staðinn Sambandsríkið Íslands með 22 sjálfstjórnarsvæðum (kantónum) líkt og í Sviss. Meðal helstu sjálfstjórnarsvæða eru: Snækantóna, með höfuðstað á Rifi, Helgakantóna, með höfuðstað á Helgafelli, Eyrarkantóna, með höfuðstað í Grundarfirði og Skógarkantóna, með höfuðstað á Valshamri. Af áberandi sögupersónum má nefna: Benedikt páfa Lárusson, Þórólf Mostrarskegg Ágústsson í Vík, Baldur Ragnarsson, Sigurgrím Guðmundsson og Ólaf Ragnar Sigurgrímsson. Þá koma einnig fyrir konurnar: Vigdís Bára Finnbogadóttir, Herdís Hervinsdóttir og Guðrún Ósvífursdóttir prjónakona. En aðalpersóna sögunnar er ónafngreindur rannsóknarblaðamaður, sem fær það hlutverk að fylgjast með því sem er að gerast í kantónunum. Og svo kemur inn í söguna hin heiðna og fagra snót, Hallbera Gná og eykur það mjög á spennu sögunnar. am

Guðrún Gunnars, Guðrún Árný og Jógvan mættu í fylgd frábærrar hljómsveitar og fluttu vel þekkt jólalög. Við þetta tilefni steig fram stúlknakór undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur, skipaður 20 stúlkum frá 4. - 8. bekk og stóðu þær sig með prýði, þrátt fyrir að komið hafi verið fram í desember þegar þær stigu fram í dagskránni - en tónleikarnir voru miðnæturtónleikar og voru ágætlega sóttir. Stúlknakórinn tók lagið aftur við aðventustund í kirkjunni á sunnudeginum og söng m.a. með Kór Stykkishólmskirkju auk þess sem tónlistarnemendur fluttu jólatónlist og stúlkur í 8.bekk grunnskólans sögðu frá aðventunni og jólahefðum um allan heim. Eins og við var að búast þá náðu ekki allir atburðir inn á aðventudagatalið en allir viðburðir

Eldvarnarvörur - fyrir heimili og fyrirtæki.Reykskynjarar, eldvarnarteppi og skyndihjálpartöskur.

Yfirförum slökkvitækin! Skipavík – verslunAðalgata 25s. 430 1415

sem bæst hafa við síðan dagatalið kom út er bætt jafnóðum við atburðadagatal á www.stykkisholmsposturinn.is

am

„Er hún bein?“ gæti Högni verið að segja við strákana s.l. mánudag

þegar þeir unnu hörðum höndum að uppsetningunni.

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 46. tbl. 19. árgangur 6. desember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Áhugaverðir fróðleiksmolar

• Með venjulegum spilastokk er hægt að gefa fimm spil á 311.875.200 mismunandi vegu.

• Þegar maður hnerrar stöðvast öll líkamsstarfsemi, meira að segja hjartað hættir að slá.

• Rotta getur nagað sig í gegnum næstum hvaða byggingarefni sem er, jafnvel steinsteypu.

• Yngsti páfinn var 11 ára.• Meðal manni dreymir 1460 drauma á ári.• Flest fólk byrjar að minnka eftir 3-tugt.• Börn vaxa hraðar á vorin.• 3.292 metrar af filmu eru í tveggja klukkutíma langri

kvikmynd.• Í flugvélum Flugfélags Íslands er engin sætaröð númar 13.• Sé miðað við fermetraverð venjulegrar íbúðar í Þingholtum

myndi kosta u.þ.b. 780.000.000.000.000.000 krónur að leigja allt Ísland.

Fróðleikshorn

Spurning vikunnarHvað langar þig í jólagjöf?

Nafn: Magnús Valdimar VésteinssonStarf: Starfsmaður í íþróttahúsinuAldur: 36 áraSvar: Bara eitthvað nytsamt.

Nafn: Hrafnhildur Hlín KarlsdóttirStarf: Starfsmaður í SkipavíkAldur: 30 áraSvar: Það veit ég ekki, bara eitthvað sætt sem ég get notað daglega.

Nafn: Gunnar GunnarsonStarf: MynntmenntakennariAldur: 56 áraSvar: Mig langar í stofustúlku hehehe

Nafn: Elías Björn BjörnssonAldur: 14 áraStarf: Nemandi í grunnskólanumSvar: Bara eitthvað, buxur held ég bara.

Nafn: Gestur Alexander BaldurssonAldur: 7 ára Starf: Nemandi í grunnskólanumSvar: Trompet

?

Hólmari vikunnar

Hólmari vikunnar er Heiðrún Hösk9uldsdóttir, nýi eigandi sjávarborgar (Bókaverzlun Breiðafjarðar.Hvað vinnuru við núna?Ég vinn á sjúkrahúsinu sem deildarritari og læknaritari og ég vinn þar á daginn. Af hverju keyptiru Sjávarborg?Mér fannst bara frekar sorglegt ef hún hyrfi úr bænum, þar fæst margt sem fæst ekki annarsstaðar. Það er erftitt að þurfa að sækja allt til Reykjarvíkur. Það er leiðinlegt að maður gæti ekki fengið t.d. garn, ritföng og bækur sem er alltaf gaman að skoða og kaupa.Hverjir eru draumar þínir varðandi Sjávarborg?Ég vona að búðin verði til áfram og fái að blómstra helst niðri í gamla bænum. Það er svo skemmtilegt þetta svæði niðri við höfnina. Það eru mikið af ferðarmönnum á sumrin, það er gaman að hafa eitthvað líf hérna í gamla bænum.Ætlar þú að breyta Sjávarborg mikið?Nei, ég hugsa að ég haldi nú þessum föstu vöruflokkum sem Dagbjört hefur verið með, en kannski einhverjar áheyrslubreytingar. Ég laga mig að húsinu og sé hvað er að ganga vel og hvað illa.Ætlar þú að mála húsið?Ég á náttúrulega ekki húsið, ég leigi það og eigendurnir bera ábyrgð á umönun húsins. Ég hugsa að reyna að laga kannski ljótustu hliðina, laga gluggana og svona.Ætlar þú að breyta nafni verslunarinnar?Já, núna heitir hún Bókaverslun Breiðarfjarðar. Húsið heitir sjálft Sjávarborg og mér fannst það eiga að fylgja húsinu og nýu eigendunum þar.Heldur þú að þetta verði hagkvæmt?Ég vona það! Ég vona að Hólmarar haldi áfram að versla við mig, eins og þeir hafa gert hingað til!Er mikið ógert í nýju versluninni?Flutningarnir gengu mjög vel um helgina og við eigum bara eftir að setja merkingarnar í gluggana og utan á húsið, og fínessera hjá okkur. Maður breytir kannski eitthvað ef það fer betur á öðrum stað. Við byrjuðum að koma þessu inn eins og við héldum að það myndi koma best út, maður breytir bara og bætir ef það er ekki nógu gott. 8.bekkur GSS

Kór Stykkishólmskirkju safnar í ferðasjóð þessi misserin þar sem kórinn hyggur á ferð til Ungverjalands árið 2014, heimalands Laci kórstjóra. Ferðanefnd hefur þegar tekið til starfa og eru ýmsar hugmyndir í pottinum sumar gamlar og sígildar aðrar nýjar og ferskar í fjáröflunarleiðum og má því reikna með að sjá kórfélaga í ýmsum hlutverkum næstu mánuði. Nærtækast er að taka lagið nú eða taka ekki lagið og hefur kórinn æft upp nokkur lög með jólalegu ívafi sem tilvalin eru í desember og munu að öllum líkindum hljóma hingað og þangað. Þeir sem áhuga hafa á að panta söng kórfélaga í desember setji sig í samband við Unni Maríu Rafnsdóttur formann, hið fyrsta.

Með söngkveðjum, Kór Stykkishólmskirkju

Í ferðahug

Stykkishólms-Pósturinn í desemberÚtgáfudagar 13. og 20. desember

Skilafrestur efnis er hádegi á þriðjudögum nema í síðasta blað ársins sem kemur út 20. desember, þá er skilafrestur efnis og auglýsinga í það blað mánud. 17.desember kl. 12

Að venju er boðið upp á jóla- og nýárskveðjur í síðasta blaði ársins.

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 46. tbl. 19. árgangur 6. desember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

NarfeyrarstofaFimm fiskar

Súpur, réttur dags, heilsuréttur og salatbar í hádeginu alla virka daga.

Föstudagskvöld

Kl. 17–20 Pizzur og Kjúklingur&franskar í Take away

Sunnudagur

Hádegisbröns milli 12 -14

Kl 18 – 20 Take away -tilboð:

Fjórir hamborgarar, franskar og gos aðeins kr. 2990,-

Boltinn í beinni um helgina, fylgist með á Facebook

NarfeyrarstofaOpið fimmtud. og föstud. frá kl. 18 – 20,

laugard. frá kl. 12

Laugardagur: Kaffi og tertuhlaðborð kl. 14 – 16Verð: kr. 900,- á manninn, tilboð fyrir eldri borgara kr. 650,-

Frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.

www.narfeyrarstofa.is

Erum flutt að Hafnargötu 1, í gamla apótekið.

Bjóðum ykkur velkomin í vinalegu bókaverzlunina ykkar

við höfnina í Stykkishólmi.

Höldum áfram að þjónusta Símann, Happdrætti Háskólans, SÍBS og DAS.

Nú streyma inn jólabækurnar og nýjar vörur til jólagjafa.

Minnum á prjónatöskurnar - flott jólagjöf fyrir þá sem eru duglegir að prjóna og einnig handavinnuljós

með stækkunargleri sem henta vel til hvers konarhandavinnu jafnt sem við lestur góðra bóka.

Wasgij púslin væntanleg ásamt Playmo og fleiri skemmtilegum leikföngum.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Erum á Facebook: www.facebook.com/BokaverzlunBreidafjardar

Jóla Jóla Jóla

Íslensku jólasveinar frá Brian Pilkington eru mættir í hús

Mikið úrval af gjafavörum, húfum og vettlingum

35% afsláttur af öllum peysum & jökkum frá ZoOn og 66°Norður

Komið og gerið góð kaup

Opnunartími: Sjá adventudagatal

Karlakórinn Kári

Jólastund með Karlakórnum Kára í Vatnasafninu miðvikudaginn 12.desember kl.20

Aðgangur ókeypis Verið velkomin.

KVÖLDOPNUN Í HEIMAHORNINU

Fimmtudaginn 8. desember (í kvöld) verður líka opið hjá okkur kl. 20 – 22

Við mátum og sýnum flottar nýjar vörur.Allur dömufatnaður verður þá með 20% afslætti

Láttu sjá þig - Heimahornið

Hótel Stykkishólmur óskar eftir íbúð til leigu fyrir starfsfólk.

Reglusemi og góðri umgengni heitið.

Upplýsingar í síma 430 2100

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 46. tbl. 19. árgangur 6. desember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Stykkishólms-PósturinnBæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

www.stykkisholmsposturinn.is

Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Stykkishólmi og Náttúrustofa Vesturlands fengu vinnustaðaheimsókn úr FSN, nemendur í vistfræði ásamt kennara. Árni Ásgeirsson krufiði æðarkollu en Róbert Stefánsson minka. Að því loknu fékk hópurinn fræsðlu um starfsemi stofnanann á Ráðhúsloftinu. am

FSN heimsótti fræðastofnanir

Upp úr kassanum komu 11 miðar með eftirfarandi hugmyndum eða tillögum:• Gufubað í sundlaugina.• Setja upp hjólabretta ramp í vor við hliðina á skólanum eða

íþróttasvæði en ekki á móti• x inu.• Stærri rennibraut, fleiri leikvelli, lengri opnunartíma í

sundlauginni um helgar.• Klósett hér frammi fyrir ferðamenn.• Ísbúð í Stykkishólm.• Betri laug.• Öldulaug.

Hugmyndabankinn losaður 1. desember

Ný slökkvibifreið væntanleg

Fyrir margt löngu var elsta slökkvibifreið Brunavarna Stykkishólms og nágrennis seld. Leitað hefur verið í kjölfarið að yngri bíl og að sögn Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra er búið að festa bíl. Fulltrúar Slökkviliðsins eru nýkomnir úr vettvangsferð til Hollands vegna kaupanna og er bíllinn sem um ræðir af Mercedes Benz gerð frá Árinu 1997 og kemur frá slökkviliði í Hollandi. Þorbergur Bæringsson slökkviliðsstjóri kvað þá félaga mjög ánægða með kaupin en hingað kominn mun bílinn kosta um 14 milljónir króna. Með bílnum kemur mikið af aukabúnaðir sem verðmetast á um 6 milljónir króna að sögn Þorbergs. Þar á meðal er hitamyndavél og háþrýstitæki sem slökkviliðið hefur ekki haft í búnaði sínum. Bíllinn er væntanlegur fyrir jól. Eldri bíll verður seldur en sá sem eftir verður af þeim eldri er frá árinu 1968. am

• Bíó í Hólminn.• Það væri mjög gáfulegt að bæði börn og fullornir notuðu

endurskinsmerki.• Það væri ekki úr vegi að a.m.k annar heiti potturinn bæri

nafn með rentu og væri almennilega heitur þ.e. 40 – 42 c.• Skóskápur til útleigu. Setja upp skápa í íþróttahúsi til útleigu

sem rúma ca 6 pör af skóm hver skápur. Fjölskylda getur þá leigt skáp gegn mjög vægu gjaldi yfir veturinn. Mikill brestur er á því að skóbúnaður sé við hæfi, þegar margar æfingar eru á dag þá kæmi þetta sér afar vel.

Þessum miðum var komið til starfsmanna ráðhúsins. Hanna Jónsdóttir.

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 46. tbl. 19. árgangur 6. desember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

BLEK

TÓNERAR

TÖLVU-

VÖRUR

Stykkishólmur-Flatey-Brjánslækur

Á meðan Baldur er í slipp, áætlaður til baka 10. Desember (fyrsta ferð þann dag)

Þá verða ferðir á Særúnu eftirtalda daga

Eins og er, þá eru bara ferðir áætlaðar í Flatey.

Möguleiki er að bæta við ferðum yfir á Brjánslæk, ef fyrirspurnir berast um það endilega hafið samband við Ólöfu í síma 433-2257

Föstudagur 7. Desember Frá Stykkishólmi kl 15:00 Frá Flatey kl 16:30

Sunnudagur 9. Desember Frá Stykkishólmi kl 15:00 Frá Flatey kl 16:30

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að panta í þessar ferðir.

www.saeferdir.is

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00

Starf í leikskólanum

Laust er til umsóknar starf í Leikskólanum í Stykkishólmi. Um er að ræða ræstingu, sem

unnin er frá 14:00 – 17:00. Starfshlutfall er tæp 40% .

Umsóknarfrestur er til 16. desember og starfið er laust frá 1. janúar 2013.

Nánari upplýsingar gefur Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri

í síma 4338128. Umsóknareyðublöð fást á Bæjarskrifstofunni

og í leikskólanum.

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 46. tbl. 19. árgangur 6. desember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Þann 17. nóvember héldu 20 íþróttamenn frá Snæfelli til Reykjavíkur til að taka þátt í Silfurleikum ÍR. Mótið er nefnt Silfurleikar til að minnast stórkostlegs afreks ÍR-ingsins Vilhjálms Einarssonar sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Þetta er í 17. skipti sem leikarnir eru haldnir og var slegið nýtt þátttökumet á leikunum en um 666 íþróttamenn tóku þátt. Silfurleikar ÍR er opið frjálsíþróttamót þar sem keppt er í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum frá 11 ára aldri og upp í 17 ára flokkinn. Hins vegar hafa 10 ára og yngri tekið þátt í hinni sívinsælu þrautabraut en hún gengur út á mismunandi þrautir sem tengjast keppnisgreinum frjálsíþrótta. Þrautirnar reyna á ýmiskonar þætti og hæfileika en markmiðið er að börnin skemmti sér vel og vinni saman sem lið. Íþróttamenn Snæfells kepptu undir liðsmerkinu HSH, 16 tóku þátt í þrautabraut 10 ára og yngri og 4 í mismunandi greinum frjálsíþróttum. Margir voru að fara á sitt fyrsta frjálsíþróttamót og var spennan í hámarki. Allir fóru með það markmið að gera sitt besta og hafa gaman af. Katrín Eva Hafsteinsdóttir bætti sig í kúluvarpi, lenti í 3. sæti og kastaði kúlunni 10,46 m, Kristín Birna Sigfússdóttir var að fara á sitt fyrsta mót og lenti í 10. sæti í 600 m hlaupi, Sveinn Ágúst Óskarsson lenti í 16. sæti í 60 m spretthlaupi og Hafsteinn Helgi Davíðsson lenti í 11. sæti í 60 m spretti. Glæsilegur árangur hjá öllum keppendum og var dagurinn virkilega skemmtilegur, met þátttaka hjá Snæfelli og vonandi heldur hún áfram að vaxa.

Fyrir hönd Frjálsíþróttardeildar SnæfellsElín Ragna Þórðardóttir

Silfurleikarnir

Laugardaginn 10. nóvember héldum við Convivium í Oratorium „Jesúbarnið“. Hvað þýðir „convivium“? Orðið kemur úr latínu og þýðir „veisla“ eða „hátíð“. Við getum með sanni sagt að þetta Convivium í Oratorium sé menningarviðburður þar sem öll þau börn sem vilja taka þátt geta sýnt listræna hæfileika sína, hvort sem það er á sviði tónlistar, listmálunar, ljóðagerðar o.s.frv., öllum til gagns.Margir krakkar tóku þátt og flest á sviði tónlistar. Þau spiluðu á gítar, þverflautu, klarínettu, trompet, flautu og trommu. Sumir sungu líka og ein stelpa samdi ljóð. Skemmtuninni fylgdi að sjálfsögðu einnig nestistími og leikir. Nunnurnar

Oratorium

Það líður senn að komu fyrsta jólasveinsins Stekkjastaurs en hann kemur til byggða aðafaranótt 12. desember. Þá munu mörg börn setja skó í glugga og vonast til að sveinki komi við og laumi einhverju gleðilegu í skóinn yfir nóttina. Á hverju ári hafa komið fram kenningar um fleiri jólasveina og í ár bregður fyrir

Væntanlegirnafninu Stekkjastaurblankur en yfir 80 nöfn eru til í heimildum um jólasveina. Á vef Þjóðminjasafnsins http://www.thjodminjasafn.is/jol/ er heilmikill fróðleikur um jólasiði og venjur auk sagna af jólasveinum, uppskriftum af jólamat og fróðlegt jóladagatal einnig.

am

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 46. tbl. 19. árgangur 6. desember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Fylgist með okkur á Facebook

Sími 438 1587

Hárvörudagar Föstudag & laugardag

15% afsláttur af öllum hárvörum!

Verum hárfín um jólin:)

Jólaljósin tendruð - Jólastund í Amtsbókasafninu

Föstudaginn 7. desember nk. kl. 17.00 verður kveikt á jólatrénu í Hólmgarði.

Jólatréð er gjöf frá Drammen vinabæ Stykkishólms í Noregi.

• Lúðrasveit Stykkishólms flytur jólalög.

• Kvenfélagið Hringurinn verður með heitt súkkulaði og smákökur til sölu.

• Það er aldrei að vita nema jólasveinar séu farnir að hugsa sér til hreyfings!

Laugardaginn 15.desember kl.13:00

verður jólastund í Amtsbókasafninu þar sem við ætlum að hlusta á sögu, syngja og dansa í kringum jólatré.

AmtsbókasafniðStykkishólmsbær

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga, bæklinga, margmiðlunarefnis og vörumerkja í 12 ár!

• Hjá okkur færðu prentað ýmislegt á okkar prentvélar eða við leitum hagstæðustu tilboða í stærri verk.

• Við plöstum upp í stærð A3• Bindum inn í gorma,

harðspjöld eða heftum í ýmsar stærðir.

Stykkishólmskirkja

Guðsþjónusta verður í Gömlu

kirkjunni í Stykkishólmi

sunnudagskvöldið

9. desember kl. 20

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 6. desember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 46. tbl. 19. árgangur 6. desember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]