9
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 45. tbl. 19. árg. 29. nóvember 2012 Baldur í burtu Fiskmarkaður flytur Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum leysir Baldur Herjólf af vegna skemmda sem Herjólfur varð fyrir í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá Sæferðum kemur fram að í kjölfar skemmdanna á Herjólfi hafi komið eindregin beiðni frá Vegagerðinni um að Baldur færi tímabundið til Vestmannaeyja og aðstoðaði við samgöngur þar sem eru í þessari stöðu í algjörum ólestri. Einnig kemur fram að við þær aðstæður sem uppi eru hafi fyrirtækið ekki séð sér annað fært en að verða við þessari beiðni, þó svo að það sé vægast sagt óljúft að fara út úr siglingaráætlun Baldurs, sérstaklega á þessum árstíma. Særún mun fara nokkrar ferðir á milli Stykkishólms og Flateyjar og áfram til Brjánslækjar eftir þörfum, eins og kemur fram í auglýsingu í blaðinu. Óánægja um þessa ráðstöfun Baldurs hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga. Vesturbyggð og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps mótmæltu þessu fyrirkomulagi harðlega í upphafi vikunnar. „Í ályktuninni segir að um einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar sé að ræða sem framkvæmd er án þess að fyrir liggi aðgerðaráætlun um hvernig skuli staðið að þjónustu við íbúa og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Krafa er gerð um að Vegagerðin sinni sólarhingsþjónustu og aðstoð fyrir flutningabíla upp erfiða hjalla og hálsa á Vestfjarðavegi, alla daga þar til Baldur snýr aftur, eins og kemur fram á www.bb.is Í tilkynningu sem Fjarðarlax á Tálknafirði sendir frá sér segir m.a. „Sú staðreynd að mikilvægara sé að flytja farþega til og frá Landeyjarhöfn en að sinna ferðum yfir Breiðafjörð er lítillækkandi fyrir okkur sem búum og störfum fyrir vestan,“ segir í tilkynningunni og bent er á að það sé ekki atvinnulífið í Eyjum sem á hér allt undir þar sem bæði Eimskip og Samskip koma við í Vestamannaeyjum með skip sín á leið sinni til Evrópu og geta því útflutningsfyrirtæki treyst á þá leið hvort sem Herjólfur gengur eða ekki. am Aðventudagatalið í Stykkishólmi komið út Aðventudagatalinu í Stykkishólmi er dreift með blaðinu sjálfu í dag og borið í hvert hús. Margir hafa haft það á orði að dagatalið sé ómissandi hluti af aðventunni hér í Stykkishólmi því alltaf sé nóg að gerast á þessum árstíma. Alltaf er eitthvað nýtt á boðstólum á hverju ári og eflaust eru viðburðir sem ekki voru komnir með nákvæma tímasetningu og rötuðu þar af leiðandi ekki inn á dagatalið. Dagatalið verður uppfært á www.stykkisholmsposturinn.is/vidburdir ef einhverjar breytingar og/eða viðbætur berast. am Stykkishólms-Pósturinn í desember Í desember kemur Stykkishólms-Pósturinn út eſtirfarandi fimmtudaga: 6., 13. og 20. desember Skilafrestur efnis er hádegi á þriðjudögum nema í síðasta blað ársins sem kemur út 20. desember, þá er skilafrestur efnis og auglýsinga í það blað mánud. 17.desember kl. 12 Að venju er boðið upp á jóla- og nýárskveðjur í síðasta blaði ársins. Í stuttu spjalli við Sævar framkvæmdastjóra Skipavíkur kom fram að nóg væri að gera hjá fyrirtækinu og nokkrar nýbyggingar íbúðahúsnæðis í farvatninu auk þess sem viðhaldsverkefni séu nokkur. Aðeins rólegra er þó í slippnum en menn áttu von á og kenna menn auðlinda- og veiðigjöldum þar um. Fiskmarkaður Íslands sem nú er í húsnæði Þórsness á Reitarvegi mun flytja sig um set á næstunni í húsnæði í eigu Skipavíkur svokallað Rækjuneshús. Þegar litið var út á Reitarveg s.l. mánudag voru verktakar frá BB og sonum og Skipavíkurmenn að meta jarðveginn en steypa þarf plan við enda hússins og ný aðkoma frá Reitarveginum verður byggð upp. Mikið af skel var þarna undir sem grafin var upp fyrir plangerðina. En það eru ekki eingöngu breytingar við Rækjunesið, því vegna þessara flutninga hafa nokkrir gámar verið fjarlægðir og líklegt að fleiri verði fjarlægðir. Merkilegt má þó teljast að þeir séu ekki löngu farnir! Þegar litið er til verbúðanna þá hafa gaflar hennar verið klæddir með innbrenndu bárujárni. Þarna hafa menn leyst ágreining um liti á þann hátt að annar gaflinn er rauður og hinn blár! Á milli gafla er síðan óbreytt ástand og mættu eigendur verbúðanna taka til hendinni þar... bara spurning um litinn á það!! am

Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 45. tbl. 19. árg. 29. nóvember 2012

Baldur í burtu Fiskmarkaður flyturEins og fram hefur komið í fjölmiðlum leysir Baldur Herjólf af vegna skemmda sem Herjólfur varð fyrir í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá Sæferðum kemur fram að í kjölfar skemmdanna á Herjólfi hafi komið eindregin beiðni frá Vegagerðinni um að Baldur færi tímabundið til Vestmannaeyja og aðstoðaði við samgöngur þar sem eru í þessari stöðu í algjörum ólestri.Einnig kemur fram að við þær aðstæður sem uppi eru hafi fyrirtækið ekki séð sér annað fært en að verða við þessari beiðni, þó svo að það sé vægast sagt óljúft að fara út úr siglingaráætlun Baldurs, sérstaklega á þessum árstíma. Særún mun fara nokkrar ferðir á milli Stykkishólms og Flateyjar og áfram til Brjánslækjar eftir þörfum, eins og kemur fram í auglýsingu í blaðinu. Óánægja um þessa ráðstöfun Baldurs hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga. Vesturbyggð og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps mótmæltu þessu fyrirkomulagi harðlega í upphafi vikunnar. „Í ályktuninni segir að um einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar sé að ræða sem framkvæmd er án þess að fyrir liggi aðgerðaráætlun um hvernig skuli staðið að þjónustu við íbúa og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Krafa er gerð um að Vegagerðin sinni sólarhingsþjónustu og aðstoð fyrir flutningabíla upp erfiða hjalla og hálsa á Vestfjarðavegi, alla daga þar til Baldur snýr aftur, eins og kemur fram á www.bb.is Í tilkynningu sem Fjarðarlax á Tálknafirði sendir frá sér segir m.a. „Sú staðreynd að mikilvægara sé að flytja farþega til og frá Landeyjarhöfn en að sinna ferðum yfir Breiðafjörð er lítillækkandi fyrir okkur sem búum og störfum fyrir vestan,“ segir í tilkynningunni og bent er á að það sé ekki atvinnulífið í Eyjum sem á hér allt undir þar sem bæði Eimskip og Samskip koma við í Vestamannaeyjum með skip sín á leið sinni til Evrópu og geta því útflutningsfyrirtæki treyst á þá leið hvort sem Herjólfur gengur eða ekki. am

Aðventudagatalið í Stykkishólmi komið útAðventudagatalinu í Stykkishólmi er dreift með blaðinu sjálfu í dag og borið í hvert hús. Margir hafa haft það á orði að dagatalið sé ómissandi hluti af aðventunni hér í Stykkishólmi því alltaf sé nóg að gerast á þessum árstíma. Alltaf er eitthvað nýtt á boðstólum á hverju ári og eflaust eru viðburðir sem ekki voru komnir með nákvæma tímasetningu og rötuðu þar af leiðandi ekki inn á dagatalið. Dagatalið verður uppfært á www.stykkisholmsposturinn.is/vidburdir ef einhverjar breytingar og/eða viðbætur berast. am

Stykkishólms-Pósturinn í desemberÍ desember kemur Stykkishólms-Pósturinn út

eftirfarandi fimmtudaga:6., 13. og 20. desember

Skilafrestur efnis er hádegi á þriðjudögum nema í síðasta blað ársins sem kemur út 20. desember, þá er skilafrestur efnis og auglýsinga í það blað mánud. 17.desember kl. 12

Að venju er boðið upp á jóla- og nýárskveðjur í síðasta blaði ársins.

Í stuttu spjalli við Sævar framkvæmdastjóra Skipavíkur kom fram að nóg væri að gera hjá fyrirtækinu og nokkrar nýbyggingar íbúðahúsnæðis í farvatninu auk þess sem viðhaldsverkefni séu nokkur. Aðeins rólegra er þó í slippnum en menn áttu von á og kenna menn auðlinda- og veiðigjöldum þar um. Fiskmarkaður Íslands sem nú er í húsnæði Þórsness á Reitarvegi mun flytja sig um set á næstunni í húsnæði í eigu Skipavíkur svokallað Rækjuneshús. Þegar litið var út á Reitarveg s.l. mánudag voru verktakar frá BB og sonum og Skipavíkurmenn að meta jarðveginn en steypa þarf plan við enda hússins og ný aðkoma frá Reitarveginum verður byggð upp. Mikið af skel var þarna undir sem grafin var upp fyrir plangerðina. En það eru ekki eingöngu breytingar við Rækjunesið, því vegna þessara flutninga hafa nokkrir gámar verið fjarlægðir og líklegt að fleiri verði fjarlægðir. Merkilegt má þó teljast að þeir séu ekki löngu farnir! Þegar litið er til verbúðanna þá hafa gaflar hennar verið klæddir með innbrenndu bárujárni. Þarna hafa menn leyst ágreining um liti á þann hátt að annar gaflinn er rauður og hinn blár! Á milli gafla er síðan óbreytt ástand og mættu eigendur verbúðanna taka til hendinni þar... bara spurning um litinn á það!! am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 19. árgangur 29.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Við í 8.bekk ákváðum að hafa lítið fróðleikshorn þessa vikuna. Okkur fannst það sniðugt og áhugavert. Við vonum að lesendur hafi gaman af því.

Áhugaverðir fróðleiksmolar• Á hverjum klukkutíma fæðast 12.500 hvolpar í

Bandaríkjanum.• Epli virkar betur en kaffi til að hressa sig við á morgnana.• Krossfiskar hafa ekki heila.• 68 kíló maður væri 250 tonn á sólinni.• Blóð krabba er blágrænt.• Börn dreymir í móðurkviði.• Bambus getur vaxið næstum einn metra á dag.• Elsta skjaldbakan varð 179 ára.

Fróðleikshorn

Spurning vikunnar

Eins og ávalt þá er mikið fjör og mikið annríki hjá tónlistarskólanum á aðventunni. Nemendur leggja sig fram við að æfa jólatónlist af öllu tagi, bæði ein og sér og svo í alls konar samspili og samsöng. Markmiðið er að ná að gleðja sem flesta bæjarbúa næstu vikur.Framundan eru hefðbundnir jólatónleikar. Í næstu viku eru haldnir alls fimm jólatónleikar í sal skólans og síðustu tónleikar skólans fyrir jól verða svo í kirkjunni fimmtudaginn 13. desember. Allir eru velkomnir á þessa tónleika og aðgangseyrir enginn.Að auki verða nemendur og kennarar á ferðinni um bæinn og taka þátt í ýmsum viðburðum. Þessi jólatörn hefst með þátttöku stúlknakórs í jólatónleikum Regínu Óskar og félaga í kirkjunni á föstudaginn kemur kl. 23. Þá tekur við basar kvenfélagsins, kirkjuheimsókn yngri nemenda, aðventustundir, heimsóknir í stofnanir og fyrirtæki, jólatré og fleira. Það má lesa nánar um dagskrá tónlistarskólans í desember á heimasíðu skólans, en þar er sérstakt fréttabréf sem greinir frá öllum viðburðum. Skólinn hefst aftur að loknu jólafríi fimmtudaginn 3. desember samkvæmt sömu töflu og gilti í haust, nema annað hafi verið tilkynnt. Skólastjóri

Jólin undirbúin í tónlistarskólanum

Mundir þú vilja fá Subway í staðinn fyrir Hansen ?

Nafn: Gunnar SvanlaugssonAldur: 58Atvinna: Skólastjórinn í Grunnskólanum í Stykkishólmi.Svar: Já ég væri til í Subway en ég vil ekki missa Hansen.

Nafn: Sigurður Konráð JúlíussonAldur: 21Atvinna: Sarfsmaður í BónusSvar: Nei Hansen er fínt.

Nafn : Málfríður Gylfadóttir BlöndalAldur: 46Atvinna: Verslunarstjóri í versluninni Skipavík.Svar: Ég vil miklu frekar veitingastaði sem bæjarbúar hafa sett upp heldur en aðþjólegar veitingahúsakeðjur.

Nafn: Hulda HallfreðsdóttirAldur: 53Atvinna: Skrifstofumaður hjá Sýslumanni Snæfellinga.Svar: Ég myndi ekki vilja fá Subway í staðinn fyrir Hansen.

?

Hólmari vikunnarHólmari vikunnar er dálkur sem við ætlum að hafa næstu skipti í blaðinu. Þá veljum við ákveðinn Hólmara til að tala við. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri Grunnskólans ríður á vaðið.Hvernig lýst þér á framtíðarplön skólalóðarinnar?Mér lýst príðilega vel á, í fyrsta lagi að það skuli vera byrjað að vinna í þessu, mér finnst það aðalmálið. Við eigum reyndar þá eftir að breyta svolítið því þetta er orðið svolítið þröngt fyrir bíla að komast niður í íþróttahúsið. Það þarf að komast með stóra bíla þar niður þannig að það verður smá breyting þar. Aðalega er ég ánægður að það sé búið að teikna og byrjað svolítið að vinna með teikningarnar.Hvenær heldur þú að þetta verði allt saman tilbúið?Ég vona að ef breytingarnar hérna fyrir framan mig klárast núna á næstu viku þá ættum við að geta klárað þetta núna í vor. Það er svo kannski eitt ár til viðbótar en það verður að mestu klárað í vor.Finnst þér skólinn hafi náð einhverjum framförum síðustu árin?Já, mér finnst það. Mér finnst vera gott jafnvægi á krökkunum. Mér finnst hins vegar að við gætum náð meira jafnvægi í námið. Mér finnst að sumir nemendur gætu gert betur í námi og við þurfum að sameinast um það eftir áramót, að reyna ná betri árangri þar. Mér finnst agamálin hafa gengið mjög vel og þar höfum við tekið verulega á. Um leið og þau eru komin í jafnvægi þá finnst mér að við gætum náð betri árangri.Við þökkum Gunnari fyrir gott spjall. 8.bekkur GSS

Tæplega 40 manns voru á kynningar- og samráðsfundi um svæðisgarð í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. nóv. sl. Þetta voru fulltrúar stofnana og félagasamtaka á Snæfellsnesi og utan þess, sem aðstandendur svæðisgarðs vilja gjarnan vinna náið með í framtíðinni. Einnig voru á fundinum einstaklingar sem sitja í þremur vinnuhópum tengdum verkefninu. Þeir koma úr ýmsum greinum atvinnulífs, félagasamtaka og stofnana á Snæfellsnesi og einhverjir sækja m.a.s. fundina lengra að. Vinnuhóparnir munu fjalla um auðlindir Snæfellsness (náttúru, menningu og þekkingu fólksins), hvernig megi efla þær og nýta til að búa til frekari verðmæti á svæðinu okkar – ný störf, meiri tekjur, fjölbreyttara mannlíf o.s.frv. Í hópunum þremur sitja um 45-50 manns. Það er gríðarlega dýrmætt að fá þessa fulltrúa íbúanna til samtals um svæðið okkar og tækifæri framtíðarinnar. Við þökkum fundarmönnum hjartanlega fyrir þátttökuna í síðustu viku, góðar og líflegar umræður. Kynningarerindi fundarins voru tekin upp á myndband og verður komið á framfæri innan skamms á vefnum svaedisgardur.is Á þeim vef er nú einnig að finna ýmis fróðleg gögn um Snæfellsnes; eiginleika og einkenni svæðisins. Þetta eru m.a. lýsing svæðisskipulags og viðauki við hana, þar eru ýmsar grunnupplýsingar um svæðið. Þemakort, sem sýna á myndrænan hátt náttúru- og menningararf svæðisins, eru tekin saman í „Atlas Snæfellsness“ og á vefnum er einnig samantekin lýsing „karaktersvæða“ þar sem Snæfellsnesi er skipt upp í 13 svæði og hverju þeirra lýst út frá náttúru, landslagi o.fl. Á vefnum er einnig gerð grein fyrir skilaboðum úr spurningakönnun sem gerð var sumarið 2012 meðal ferðamanna á svæðinu. Gögnin byggja á upplýsingum frá ýmsum aðilum og voru tekin saman til að auðvelda þessa vinnu – þetta eru vinnugögn sem geta enn tekið breytingum. Allar ábendingar um viðbætur eða breytingar eru vel þegnar. Fundir vinnuhópanna verða 29. nóv. og 5. des. n.k. Ef einhvern áhugasaman langar að sitja í vinnuhópi - endilega hafið samband - ekki er útilokað að enn séu laus sæti!

Fyrir hönd stýrihóps verkefnisins og svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness,Björg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri – [email protected]

Auðlindir Snæfellsness kortlagðar

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 19. árgangur 29.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Narfeyrarstofa

Hótel Stykkishólmur óskar eftir íbúð til leigu fyrir starfsfólk.

Reglusemi og góðri umgengni heitið.

Upplýsingar í síma 430 2100

Ljósakrossar í kirkjugarðinum

Starfsmaður verður í kirkjugarðinum, tekur við greiðslu og tengir ljós eins eftirfarandi daga:

1.des. laugardagur kl. 13:00-15:002.des. sunnudagur kl. 13:00-15:008.des. laugardagur kl. 13:00-15:009.des. sunnudagur kl. 13:00-15:00

Leiga er kr. 2.000,-. Vinsamlega athugið að ekki er tekið við greiðslukortum. Sóknarnefnd

Fimm fiskar - HelginFöstudagurÍ tilefni þess að vinur okkar Ben Stiller á afmæli ,þá verður Pizzahlaðborðið í hádegin á aðeins kr. 1000,- á manninn.Frá kl. 17 – 20 bökum við pizzur og afgreiðum í take away, einnig Kjúklingur og franskar á aðeins kr. 1.500,-Kl. 21 Pub quiz, öll lið (tveir í liði) fá óvæntan glaðning, í framhaldi lifandi tónlist í boði Mána úr Mirru.

Sunnudagskvöld Tilboð; fjórir hamborgarar, franskar og gos - aðeins kr. 2990,-

Bolti í beinni um helgina, fylgist með á Facebook

NarfeyrarstofaOpið fimmtud. og föstud. frá kl. 18 – 20,

laugard. frá kl. 12Girnilegur Jólaseðill laugardagskvöld

Borðapantanir í 4381119Dögurður sunnudag milli kl. 12 – 14

www.narfeyrarstofa.is

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 19. árgangur 29.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Stykkishólmur-Flatey-Brjánslækur

Farþegabátur Sæferða, Særún mun fara nokkrar ferðir á milli Stykkishólms og Flateyjar og áfram til Brjánslækjar eftir þörfum á meðan Baldur er fjarverandi.

Ferðir sem búið er að áætla eru eftirfarandi.:

Föstud. 30.nóv. Frá Stykkishólmi kl 15:00 Frá Flatey kl 16:30Laugard. 1.des. Frá Stykkishólmi kl 09:00 Frá Brjánslæk kl 11:00Sunnud. 2.des. Frá Stykkishólmi kl 09:00 Frá Flatey kl. 16:30 (ef Baldur verður ekki komin til baka)

Þeir sem þurfa að fá nánari upplýsingar eru vinsamlega beðnir að snúa sér til afgreiðslu Sæferða (433 2257).

www.saeferdir.is

Á fimmtudaginn, þann 29. nóv., heldur Stórsveit Snæfellsness hausttónleika í FSN. Sveitin er skipuð, ungu fólki af Snæfellsnesi, sem öll eru nemendur í FSN og byggir starf sveitarinnar á Big Band áfanga skólans. Efnisskráin er ekki af verri endanum og munu hljóma lög eftir meistara eins og Metallica, Rage against the machine, Ozzy Osbourne, Weather report, Boston, Adele og fleiri og fleiri. Sveitin hefur starfað frá haustinu 2011 og voru tónleikar hennar á síðasta ári eftirminnilega góðir og sýndu að þessir nítján krakkar ráða við krefjandi verkefni og skila þeim glæsilega. Ýmsir tónleikagestir höfðu á orði að þeir hefðu ekki haft neitt sérstakar væntingar en orðið heillaðir af vönduðum flutningi. Þetta eru ekki skólatónleikar, þetta eru flottir tónleikar, alvöru tónlistarfólks. Stjórnandi sveitarinnar er Baldur Orri Rafnsson í Grundarfirði, en einnig hafa tónlistarskólarnir í Stykkishólmi og Snæfellsbæ lagt sveitinni lið og er stefnt að því að það samstarf haldi áfram að þróast.Aðgangur er ókeypis og eru allir Snæfellingar hvattir til að mæta og eiga eftirminnilega kvöldstund í matsal FSN í Grundarfirði, kl 20.Á bak við stórsveitina starfar félag, sem styður við með ýmsum hætti. Eftir tónleikana verður aðalfundur þess og er öllum velkomið að skrá sig í félagið. Þeir sem skrá sig á aðalfundinum verða þar með stofnfélagar. Einnig er öllum frjálst að sitja fundinn og heyra hvað hefur verið gert á fyrsta starfsári félagsins og hvað er á döfinni í þessu metnaðarfulla tónlistarstarfi Stórsveitar Snæfellsness. (fréttatilkynning)

Hausttónleikar Stórsveitar Snæfellsness

Sjö héraðssambönd frá Kjalarnesi og vestur á firði hefja nú samvinnu um eflingu frjálsíþrótta á starfssvæðum sínum. Samböndin rituðu undir viljayfirlýsingu um sameiginlegt þróunarverkefni undir heitinu SAMVEST, þann 24. nóv. sl. Samböndin eru Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH), Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB), Ungmennasamband

Víðtækt landshlutasamstarf um eflingu frjálsíþrótta Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN), Ungmennafélagið Skipaskagi (USK) Akranesi, Héraðssambandið Hrafnaflóki (HHF) á sunnanverðum Vestfjörðum, Héraðssamband Strandamanna (HSS) og Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK). Samstarfsaðilar þeirra og aðilar að viljayfirlýsingunni eru Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Frjálsíþróttadeildir sambandanna héldu sameiginlegar æfingar og íþróttamót sl. sumar, en ákveðið var að stíga skrefið lengra og ganga nú til formlegs samstarfs. Fyrir árslok verður gengið frá samningi þar sem samstarfið verður útfært nánar. Samningurinn verður til 3ja ára, út árið 2015, og verður þá endurskoðaður. Markmið samstarfsins er útbreiðsla og efling frjálsra íþrótta; að auka ástundun og gera frjálsíþróttir að aðlaðandi og ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu. Skipulagðar verða sameiginlegar æfingar, íþróttamót og heimsóknir innan og utan svæðisins. Ætlunin er t.d. að fá utanaðkomandi þjálfara og gesti í heimsókn og leita víðtækari stuðnings við útbreiðslu, æfingar og keppnir. Aðkoma UMFÍ og FRÍ felst t.d. í að aðstoða við útvegun þjálfara og skipulagningu æfinga og veita annan stuðning sem fellur innan verksviðs félaganna. Trú samningsaðilanna er að með samstarfi geti þeir gert meira en hver fyrir sig; boðið börnum og unglingum upp á betri þjónustu og aukið fjölbreytni íþróttastarfsins. Viljayfirlýsingin var undirrituð í Laugardalshöll því að þennan sama dag stóðu samböndin einmitt að samæfingu í glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu Laugardalshallar. Rúmlega 30 krakkar af samstarfssvæðinu nutu þar leiðsagnar gestaþjálfara, en þeir Alberto Borges, sprett- og stökkþjálfari hjá ÍR, Einar Vilhjálmsson spjótkastarinn góðkunni og Þorsteinn Ingvarsson langstökkvari úr HSÞ og landsliðsmaður í frjálsum íþróttum, leiðbeindu krökkunum. Að lokinni æfingu borðuðu allir saman og góðir gestir komu í heimsókn, en afreksíþróttafólkið Sveinbjörg Zophoníasdóttir sjöþrautarkona frá Hornafirði, sem æfir nú með FH, og Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR, ræddu við krakkana. Síðan fór mannskapurinn í sund áður en haldið var heim á leið. Samæfing í Laugardalshöll er eitt dæmi um það sem svona hópur getur gert vegna samstarfsins. Nánar er fjallað um samstarfið og samæfinguna á vef HSH, www.hsh.is

Ekkert lát er á tónleikum um þessar mundir og geta bæjarbúar og nágrannar aldeilis drukkið í sig tónlistina kjósi þeir svo. Nú bregður svo við að í næstu viku verða tónleikar með suðrænu yfirbragði a.m.k. að hluta. Það eru bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir sem eru á ferð um landið og stoppa í Stykkishólmi þriðjudaginn 4. desember og halda tónleika kl.21 á Hótel Stykkishólmi. Þeir bræður eru í landsliði djassara en koma við í annarri tegund tónlistar jafnharðan. Báðir gefa þeir út plötu um þessar mundir og með Óskari saxafónleikara er í för brasilíski Íslandsvinurinn Ife Tolentino sem leiðir gesti inn í hinn hugljúfa og seiðandi heim Bossa Nova tónlistarinnar. Ómar gítarleikari og söngvari kemur með hljómsveit sína sem þeir Andri Ólafsson bassaleikari, Hannes Helgason hljómborðsleikar og Helgi Svavar Helgason trommuleikari skipa og flytja efni af plötu sinni Útí geim. am

Svolítið suðrænt í upphafi aðventu

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 19. árgangur 29.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

BLEK

TÓNERAR

TÖLVU-

VÖRUR

Félagsmenn og atvinnurekendur munið

Desemberuppbótina en hún er eins og hér segir:

SGS við SA full desemberuppbót 50,500 krLandssamband Smábátaeiganda við SGS 50,500 krSGS við sveitafélögin 78,200 krLÍV við SA 57,300 kr

Desemberuppbót skal greiða eigi síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í

starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.

Bæjarfulltrúar L-lista verða með viðtalstíma í Ráðhúsinu

þriðjudaginn 4. desemberfrá kl. 18:00-19:00

Bæjarfulltrúar L-lista

Jólatónleikar 2012Í sal skólans:

mánud. 3. des. kl. 18:00 mánud. 3. des. kl. 19:30 þriðjud. 4. des. kl. 18:00 miðvikud. 5. des. kl. 18:00 fimmtud. 6. des. kl. 20:00

Í Stykkishólmskirkju: fimmtud. 13. des. kl. 18:00 – hátíðartónleikar

Allir hjartanlega velkomnir á alla tónleikana.Enginn aðgangseyrir.

Munið að panta jólasnyrtinguna

tímanlega!

 Gjafakort frá ANKA er jólagjöf sem gleður.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 19. árgangur 29.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Gefins rúm 80x200 cm m. 2 skúffum og hillum fyrir ofan. Upplýsingar í síma 438-1197/893-9782

Smaáuglýsingar eru ókeypis fyrir einstaklinga sem ekki eru að auglýsa í atvinnuskyni!

Smáauglýsingar

Fylgist með okkur á Facebook

Sími 438 1587

Í ágústlok tók til starfa vinnustofa í Ásbyrgi. Þessi starfsemi er dagþjónusta fyrir fullorðið fólk með skerta starfsgetu. Starfsemin er rekin af Félags og skólaþjónustu Snæfellinga. Markmiðið með þessari starfsemi er að aðstoða fólk með skerta starfsgetu við að komast í vinnu á almennan vinnumarkað með eða án stuðnings, hluta úr degi eða hluta úr viku. Síðan gefst því kostur á að fylla daginn í Ásbyrgi. Þar erum við með vinnutengd verkefni. Við höfum endurnýtingu í hávegum t.d. endurvinnum við kerti, bómullarfatnað, sængurföt, Stykkishólmspóstinn og margt fleira. Þessi endurnýtingar starfsemi okkar fellur vel að þeirri hugmyndafræði sem hér ríkir. Við höfum líka verið svo heppin að fá ýmis verkefni bæði út í fyrirtækjum og eins upp í Ásbyrgi. Óhætt er að segja að okkar starfi hefur verið tekið hreint ótrúlega vel. Til okkar streymir fólk með ýmislegt sem lokið hefur sínu hlutverki hjá þeim en er okkur mikilsvirði. Mætti þar nefna sængurföt, bómullarfatnað, kertaafganga, garnafganga, sprittkertadósir, umslög með frímerkjum á, gleraugu og margt fleira.Við erum hreint á fullu í að búa til ýmsan varning úr þessum hlutum sem við seljum á vægu verði. Við fylltum svo Skodann af fólki og varningi og skelltum okkur í sölutúr út á nes. Þar áttum við góðan og skemmtilegan dag.Það hafa heyrst vangaveltur vegna starfa á almennum vinnumarkaði þar sem starfsmaður með skerta starfsgetu er með aðstoðarmann með sér. Það skal því útskýrt hér að í Ásbyrgi starfa 9 einstaklingar í mismiklu starfshlutfalli. Tveir í fullu starfi á launum hjá Félags og skólaþjónustu Snæfellinga og hinir hjá Tr. Auk þess eru fjórir starfsmenn líka í vinnu á almennum vinnumarkaði á örorkuvinnusamningi. Þannig að þessir tveir starfsmenn sem eru á launum hjá Félags og skólaþjónustu Snæfellinga eru á launum þar frá kl. 8-16 sama hvar þeir eru til starfa t.d. í vinnustofunni í Ásbyrgi eða í aðstoð út á almennum vinnumarkaði.Örorkuvinnusamningar virka þannig að gerður er samningur milli fyrirtækis, starfsmanns með skerta starfsgetu og Tryggingastofnunar ríkisins. Fyrirtækið greiðir starfsmanninum laun en fær síðan 75% af laununum endugreitt. Endurgreiðslan er 75% fyrstu tvö árin en minnkar síðan.Viðtökurnar við okkar starfsemi hafa verið vægast sagt ótrúlega jákvæðar. Kærar þakkir til allra sem lagt hafa okkur lið á einn eða annan hátt. Njótið aðventunnar, Hanna Jónsdóttir

Vinnustofan í Ásbyrgi

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is

Við erum komin í jólagírinn!

Njótið aðventunnar

Kæru Stykkishólmsbúarþótt norðanátt baular og púar

með bros á vörumvið galvösk förum

á grín og glens annan febrúar.

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 19. árgangur 29.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Við erum á Facebook

Verslun Skipavíkur auglýsir:Opið alla laugardaga í desember!

Desemberopnun (sjá aðventudagatal)

Eigum ýmislegt til skreytinga á aðventunni:

§ Úrval af kertum, servíettum, greni, könglum og margs konar skrauti.

§ Allar stærðir af Triumph amerísku hágæða jólatrjánum frá Edelman. Einnig kransa í mörgum stærðum og margnota greni frá sama merki.

§ Mikið úrval af díóðuljósum, inni – og úriseríum og margar aðrar tegundir af jólaljósum.

§ Erum með gott úrval af alls kyns raftækjum – hagstætt verð að venju.

Vertu velkomin í verslun Skipavíkur á aðventunni!

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 45. tbl. 19. árgangur 29.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Glæsilegt jólahlaðborð með dönsku ívafi

á Hótel Stykkishólmi.Laugardagana 17. nóvember, 24. nóvember

og 1. desember 2012.

Hljómsveitin Meðlæti - laðar fram danska stemningu

við borðhaldið og á dansleik á eftir.

Verð kr. 6900 pr. mannTilboð á gistingu kr. 5000 pr. mann

Jólahlaðborð

Bókanir

í síma

430-2100

Höfum bætt við jólahlaðborði

8.desember!!!

AÐVENTUSTUNDí StykkishólmskirkjuSunnudaginn 2. desember 2012 kl. 17

Samverustund fyrir alla fjölskylduna við kertaljós og jólatónlist í flutningi Kórs Stykkishólmskirkju og gesta.

Allir velkomnir - Enginn aðgangseyrir

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

Sóknarnefnd Stykkishólmskirkjuwww.stykkisholmskirkja.is

Desembermánuður á Hótel EgilsenVið á Hótel Egilsen munum vera með okkar vinsæla dögurð, en með jólalegu ívafi núna í desember. Við munum meðal annars bjóða upp á tvíreykt hangilæri, reyktar andabringur, innbakað paté, lambafille, kalkúnabringu, síld, reyktan og grafinn lax,

osta, ferska ávexti og ber. Smákökur, kaffi og heitt súkkulaði fyrir börnin.

Jóladögurðurinn okkar verður sem hér segir:sunnudaginn 2. desemberlaugardaginn 8. desembersunnudaginn 9. desemberlaugardaginn 15. desembersunnudaginn 16. desember

Einnig er ykkur velkomið að kíkja inn í litla jólahúsið okkar í heittsúkkulaði og smákökur í desembermánuði.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Starfsfólk Hótel Egilsen

Page 9: Stykkishólms-Pósturinn 29. nóvember 2012

Sjá einnig: www.stykkisholmsposturinn.is/vidburdir Birt með fyrirvara um breytingar

Skreytingaefni,

jólaskraut, fatnaður,

gjafavara, búsáhöld,

raftæki, byggingarvörur,

blóm og margt fleira.

Marz Sjávarafurðir ehf. óska Hólmurum og nærsveitungum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Íslensk bláskel tilvalin í hátíðarmatinn!Pantanir s. 893-5056

Íslensk bláskel & sjávargróður

Icelandic Blue Mussel & Seaweed

Verslanir og þjónustufyrirtæki eru opin samkvæmt venju í desember og til viðbótar eins og segir í atburðadagataliVerslanir og þjónustufyrirtæki eru opin samkvæmt venju í desember og til viðbótar eins og segir í atburðadagatali

Umsjón með útgáfu, uppsetning og hönnun: Anok margmiðlun Stykkishólmi Prentun: Steinprent Ólafsvík

Bókhaldsstofan Stykkishólmi

Umboðsaðili

1 desember laugardagurOpnunartími: Hárstofan opið frá kl.10,

Skipavík 13-16, Gallerí Braggi 13-17 Narfeyrarstofa: Jólafreisting - kvöldverður, létt lifandi tónlist frá félögum í Kór Stykkishólmskirkju. Hótel Stykkishólmur: Danskt jólahlaðborðSjávarpakkhúsið: Opið 12-03 Trúbador frá 23-03

2 desember 1. sunnudagur í aðventu Stykkishólmskirkja: Kirkjuskóli kl 11

Aðventusamkoma kl. 17Hótel Stykkishólmur: Jólabasar Kvenfélagsins Hringsins kl.15Sjávarpakkhúsið: Lokað.

3 desember mánudagurLeikskóli: Jólaföndur á Nesi kl. 15

Tónlistarskólinn: Jólatónleikar í sal skólans kl. 18. og 19:30 Síðasti öruggi skiladagur fyrir B póst-jólakort utan Evrópu.

4 desember þriðjudagur Opnunartími: Gallerí Braggi 15-18

Stykkishólmskirkja: Helgistund og súpa fyrir 60+ Leikskóli: Jólaföndur á Vík kl. 15 Tónlistarskólinn: Jólatónleikar í sal skólans kl. 18.

5 desember miðvikudagur Opnunartími: Gallerí Braggi 16-18

Leikskóli: Jólaföndur á Ási kl. 15 Tónlistarskólinn: Jólatónleikar í sal skólans kl. 18. Setrið: Aðventustund kl. 15:30 Síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakkaflugpóst utan Evrópu

6 desember fimmtudagur

Opnunartími: Bókaverzlun Breiðafjarðar 20-22 Tónlistarskólinn: Jólatónleikar í sal skólans kl. 20

7 desember föstudagurTónlistarskólinn:

Jólatónfundur í Bónus kl. 16:30 Kapella St. Franciskusspítala:Tilbeiðsla altarissakramentisins frá kl. 15 - 19:30, messa kl. 19:30.

8 desember laugardagurOpnunartími: Skipavík 13-16, Hárstofan

opið frá kl.10, Gallerí Braggi 13-17 Breiðabólstaðarkirkja: Aðventusamkoma kl. 15Narfeyrarstofa: Jólatertuhlaðborð að hætti Selmu. Kalli nikkari spilar létt lög. Létt trúbador stemning frameftir kvöldi.Hótel Stykkishólmur: Danskt jólahlaðborð

9 desember 2.sunnudagur í aðventuStykkishólmskirkja: Kirkjuskóli kl. 11

Helgafellskirkja: Aðventusamkoma kl.16Gamla kirkjan Stykkishólmi: Messa kl.20 Hvítasunnukirkjan: Aðventustund kl. 13Narfeyrarstofa: Jólatónfundur tónlistarskólans yfir súkkulaðibolla kl. 17Sjávarpakkhúsið: Lokað.

10 desember mánudagurOpnunartími: Gallerí Braggi 15-18

Grunnskólinn: Jólaföndur 1.-7.bekkur kl.18 Síðasti öruggi skiladagur jólakorta í B-póst innan Evrópu og A póstur utan Evrópu

11 desember þriðjudagurOpnunartími: Gallerí Braggi 15-18

Grunnskólinn: Jólaföndur 8.-10.bekkur kl.18

12 desember miðvikudagur Stekkjastaur

Opnunartími: Norska húsið 14-17, Gallerí Braggi 15-18 Vatnasafnið: Jólatónleikar Karlakórsins Kára kl. 20 Síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka í flugpóst innan Evrópu

13 desember fimmtudagur Giljagaur

Opnunartími: Norska húsið 14-17 Smástundarsafnið kemur í heimsókn Giljagaurskvöld - markaður 20-22 lifandi tónlist, Bókaverzlun Breiðafjarðar 20-22, Gallerí Braggi 15-18 Stykkishólmskirkja: Kirkjuheimsókn leikskólabarna og yngri deilda Grunnskólans kl. 10:30 Hátíðartónleikar tónlistarskólans kl. 18

14 desember föstudagur Stúfur

Opnunartími: Norska húsið 14-17, Gallerí Braggi 15-18 Síðasti öruggi skiladagur fyrir jólakort í A póst innan Evrópu & jólapakkar sendir með flugpósti til Norðurlanda.

15 desember laugardagur Þvörusleikir

Opnunartími: Norska húsið 14-17, Bónus 10-19, Lyfja 14-18, Skipavík 13-16, Hárstofan opið frá kl.10, Gallerí Braggi 13-17 Leir 7: POP-UP markaður með lystilegu ívafi kl. 13-16 Kapella St. Franciskusspítala: Jólapartí í Oratorium kl. 15 Narfeyrarstofa: Spennandi matarupplifun og delicatesse kynning.Sjávarpakkhúsið: Opið 12-03 Jóla-bingó með Forsetanum kl. 22Tónlistarskólinn: Tónlistarfélagið Meðlæti heldur Dúllulegu Góðgerðar-Jólatónleikana kl. 18 og 20

16 desember 3.sunnudagur í aðventu Pottaskefill

Opnunartími: Norska húsið 14-17Sjávarpakkhúsið: Lokað.Hvítasunnukirkjan: Aðventustund kl. 13

17 desember mánudagur Askasleikir

Opnunartími: Norska húsið 14-17, Gallerí Braggi 14-18 Stykkishólms-Pósturinn: Skilafrestur efnis og auglýsinga í síðasta blað ársins rennur út!

18 desember þriðjudagur Hurðaskellir

Opnunartími: Norska húsið 14-17, Gallerí Braggi 14-18Leikskóli: Litlu jólin.

19 desember miðvikudagur Skyrjarmur

Opnunartími: Norska húsið 14-17, Gallerí Braggi 14-18Kapella St. Franciskusspítala: Jólaleikritið í Oratorium kl. 19 Grunnskólinn: Litlu jólin Síðasti öruggi skiladagur fyrir pakka og kort innanlands..

20 desember fimmtudagur Bjúgnakrækir

Opnunartími: Bónus 10-19, Gallerí Braggi 14-18, Norska húsið 14-17 markaður 20-22 lifandi tónlist, Bókaverzlun Breiðafjarðar 20-22 Stykkishólms-Pósturinn: Síðasta blað ársins kemur út!

21 desember föstudagur Gluggagægir

Opnunartími: Norska húsið 14-17, , Gallerí Braggi 14-18, Bónus 10-21, Bókaverzlun Breiðafjarðar 20-22 Fimm fiskar: Einkasamkvæmi til kl. 23 Sveiflusveitin Villi og co spila fram eftir.

22 desember laugardagur Gáttaþefur

Opnunartími: Hárstofan frá kl. 10. Anka 14-18, Lyfja 14-18, Skipavík 13-18, Gallerí Braggi 11-17, Norska húsið 14-17, Bókaverzlun Breiðafjarðar 11-23, Bónus10-22, Sæferðir 8 -9 & 14-15, Vínbúðin 13-16 Baldur: Tvær ferðir yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi kl. 9 & 15Sjávarpakkhúsið: Opið 12-03 Jólaglögg & tilheyrandi kósýheit. Jólatréssala Skógræktarfélags Stykkishólms á skógræktarsvæðum

23 desember 4. sunnudagur í aðventuÞorláksmessa Ketkrókur

Opnunartími: Bónus 10-22 Lyfja 14-20 Gallerí Braggi 11-22, Bókaverzlun Breiðafjarðar 12-23, Norska húsið 14-20 hangikjötssmakk, Skipavík 13-18, Sæferðir 13-16, Nesbrauð 9-16 Hárstofan fram á kvöld! Anka 14-20. Vínbúðin lokað.Kapella St. Franciskusspítala: Þorláksmessa á vetri Messa kl. 10Leir 7: Rökkurstund kl. 19-21 Baldur: Frá Stykkishólmi kl. 15 Narfeyrarstofa: Skötuhlaðborð í hádeginu. Jólaleg stemning með léttri tónlist fram eftir kvöldi með heitu kakó og fleiru.Sjávarpakkhúsið: Opið 15-00 Jólaglögg & tilheyrandi kósýheit. Hólmgarður: Friðarganga kl. 18 að Ráðhúsi 9. bekkur selur kyndla og heitt súkkulaði. Jólatréssala Skógræktarfélags Stykkishólms á skógræktarsvæðum

24 desember mánudagur Aðfangadagur Kertasníkir

Opnunartími: Bókaverzlun Breiðafjarðar, Lyfja, Vínbúðin, Bónus 10-12, Skipavík 8-12 Anka, Norska húsið, Nesbrauð, Sæferðir Lokað Baldur: Engin ferð Stykkishólmskirkja: Aftansöngur kl. 18 Kapella St. Franciskusspítala Miðæturmessa (jólamessa) kl. 24

25 desember þriðjudagur Jóladagur

Opnunartími: Nesbrauð, Sæferðir lokað Baldur: Engin ferð Helgafellskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl.14 Kapella St. Franciskusspítala Hátíðarmessa kl. 14

26 desember miðvikudagur Annar í jólum

Opnunartími: Nesbrauð lokað. Sæferðir 14-15 Stykkishólmskirkja: Jólastund kl. 11 Breiðabólstaðarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14 Kapella St. Franciskusspítala Stefánsmessa kl. 10 Baldur: Frá Stykkishólmi kl.15 Hótel Stykkishólmur: Jólaball Snæfells kl. 15 - 17

27 desember fimmtudagurSt. Franciskusspítalinn:

Helgistund kl. 14 Dvalarheimilið: Helgistund kl. 16 Hótel Stykkishólmur: Jólabingó yngri flokka Snæfells kl. 20

28 desember föstudagur

Opnunartími: Gallerí Braggi 15-18 Norska húsið lokað Fimm fiskar: Jóla pub „popp“ quiz leikfélagasins Grímnis í samstarfi við bræðurna Mattías og Hafþór.Félagsheimilið Skildi: Íslandsmótið í Pítró kl. 20

29 desember laugardagurOpnunartími: Bónus 10-19, Skipavík

og Vínbúðin 11-16, Norska húsið, Sæferðir lokað Baldur: Frá Stykkishólmi kl.9

30 desember sunnudagurOpnunartími: Bónus 10-20, Norska

húsið, Sæferðir lokað Hvítasunnukirkjan: Jólafjölskyldusamkoma kl. 13Fimm fiskar: Draugabanarnir með hátíðardansleik fram á rauða nótt. Sjávarpakkhúsið: Opið 21-03

31 desember mánudagur Gamlársdagur

Opnunartími: Lyfja 10-12, Skipavík og Vínbúðin 10-13, Íslandspóstur 9-12, Bónus 10-15. Sjávarborg,, Anka, Sæferðir, Norska húsið, Nesbrauð Lokað Baldur: Engin ferð Stykkishólmskirkja: Aftansöngur kl. 17Kapella St. Franciskusspítala Messa kl. 18 Áramótabrenna kl. 20:30

1 janúar 2013 þriðjudagur NýársdagurLokað: Nesbrauð.

Baldur: Engin ferð Kapella St. Franciskusspítala Maríumessa kl. 10

2 janúar miðvikudagur Baldur: Tvær ferðir yfir Breiðafjörð frá

Stykkishólmi kl. 9&15 og 12&18 frá Brjánslæk.

3 janúar fimmtudagurGrunnskóli & Tónlistarskóli:

Kennsla hefst.

9.-13. janúar

Starfsmenn áhaldahúss hirða jólatré sem lögð verða út við götu.

Geymið dagatalið!