6
SÉRRIT - 20. tbl. 19. árg. 24. maí 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Lokahóf Snæfells og Mostra Skólaslit Tónlistarskólans Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum sem lagt hafa leið sína niður á höfn síðustu daga að þar er nýr bátur við bryggju. Þetta er báturinn Kría sem Ocean Safari gerir út og hafa þegar verið hafnar siglingar með ferðamenn á farakostinum. Bátarnir verða tveir á vegum fyritækisins hér í sumar og mun seinni báturinn koma til landsins á næstu dögum. Á vegum fyrirtækisins hefur einnig verið komið fyrir gámi á bryggjunni þar sem búningar sem farþegum er nauðsynlegt að klæðast til ferðanna eru geymdir. Þorgeir Kristófersson einn af eigendum Ocean Safari sem einnig rekur Sjávarpakkhúsið sagði í samtali við Stykkishólms-Póstinn að nú þegar hefði orðið vart við áhuga og fyrirspurnir frá ferðakaupendum og heildsölum um ferðir fyrirtækisins. Viðbrögð þeirra sem hafa farið í siglingar á Kríunni s.l. daga hafa verið mjög jákvæð og vildi Þorgeir meina að um nýja upplifun væri að ræða í afþreyingu hér á svæðinu. Sjávarpakkhúsið hefur farið ágætlega af stað, að sögn Þorgeirs og í heild munu tíu starfsmenn verða starfandi hjá fyrirtækinu í sumar. Í áhöfn bátanna verða alltaf tveir menn með tilskilin réttindi. Heilmikinn fróðleik um ferðir fyrirtækisins má sjá á www.oceansafari.is am Þinn staður á netinu www.stykkisholmsposturinn.is Erum líka á Facebook Miðvikudaginn 16. mái fór fram sameiginlegt lokahóf körfuknattleiksdeildar Snæfells og Mostra á Hótel Stykkishólmi. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði sem leikmenn liðanna skipulögðu sjálfir en hápunktur kvöldsins var þegar Herbert Guðmundsson steig á svið og söng nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra. Auk skemmtiatriða var happdrætti, uppboð á árituðum treyjum, myndum og listaverkum og svo var dansleikur þar sem Dj Biscan sá um að skemmta fólki fram á rauða nótt. Leikmenn sem þóttu hafa skarað fram úr á liðnu tímabili voru einnig heiðraðir. Kvennalið Snæfells átti frábært tímabil í vetur en þær spiluðu til úrslita í bikarnum þar sem þær biðu lægri hlut fyrir Njarðvík og svo náðu þær í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem þær töpuðu naumlega fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Hjá konunum var Alda Leif Jónsdóttir valin besti varnarmaðurinn, Hildur Björg Kjartansdóttir efnilegasti leikmaðurinn en besti leikmaður tímabilsins var valin Hildur Sigurðardóttir. Karlaliðið átti einnig gott tímabil í vetur en þeir töpuðu fyrir Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum. Hjá þeim var Snjólfur Björnsson valinn efnilegasti leikmaðurinn, Sveinn Arnar Davíðsson besti varnarmaðurinn og Jón Ólafur Jónsson besti leikmaður tímabilsins. Mostri gerðir einnig upp sitt tímabil en þeir léku í annarri deildinni í vetur. Þeir unnu alla 16 deildarleiki sína en töpuðu svo naumlega í undanúrslitum fyrir Fram. Þeir voru heilt yfir sáttir með sitt tímabil og völdu Þorberg Sæþórsson besta leikmann vetrarins. Þorsteinn Eyþórsson Arnþór Pálsson, Þorbergur Sæþórsson og Gunnlaugur Smárason þjálfari Mostra. Gunnlaugur Smárason, Hildur Sigurðardóttir, Sveinn Arnar Davíðsson, Alda Leif Jónsdóttir, Snjólfur Björnsson, Jón Ólafur Jónsson og Ingi Þór Steinþórsson. Nýr bátur í Stykkishólmshöfn Víkingasveitin var meðal þeirra mörgu tónlistaratriða við slit Tónlistarskólans s.l. fimmtudag. Fjölbreytt atriði voru að venju og prófskírteini afhent öllum nemendum skólans.

Stykkishólms-Pósturinn 24.maí 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

20. tbl. 19. árgangur Stykkishólms-Pósturinn bæjarblað Hólmara nær og fjær

Citation preview

SÉRRIT - 20. tbl. 19. árg. 24. maí 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Lokahóf Snæfells og Mostra

Skólaslit Tónlistarskólans

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum sem lagt hafa leið sína niður á höfn síðustu daga að þar er nýr bátur við bryggju. Þetta er báturinn Kría sem Ocean Safari gerir út og hafa þegar verið hafnar siglingar með ferðamenn á farakostinum. Bátarnir verða tveir á vegum fyritækisins hér í sumar og mun seinni báturinn koma til landsins á næstu dögum. Á vegum fyrirtækisins hefur einnig verið komið fyrir gámi á bryggjunni þar sem búningar sem farþegum er nauðsynlegt að klæðast til ferðanna eru geymdir. Þorgeir Kristófersson einn af eigendum Ocean Safari sem einnig rekur Sjávarpakkhúsið sagði í samtali við Stykkishólms-Póstinn að nú þegar hefði orðið vart við áhuga og fyrirspurnir frá ferðakaupendum og heildsölum um ferðir fyrirtækisins. Viðbrögð þeirra sem hafa farið í siglingar á Kríunni s.l. daga hafa verið mjög jákvæð og vildi Þorgeir meina að um nýja upplifun væri að ræða í afþreyingu hér á svæðinu. Sjávarpakkhúsið hefur farið ágætlega af stað, að sögn Þorgeirs og í heild munu tíu starfsmenn verða starfandi hjá fyrirtækinu í sumar. Í áhöfn bátanna verða alltaf tveir menn með tilskilin réttindi. Heilmikinn fróðleik um ferðir fyrirtækisins má sjá á www.oceansafari.is

am

Þinn staður á netinuwww.stykkisholmsposturinn.is

Erum líka á Facebook

Miðvikudaginn 16. mái fór fram sameiginlegt lokahóf körfuknattleiksdeildar Snæfells og Mostra á Hótel Stykkishólmi. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði sem leikmenn liðanna skipulögðu sjálfir en hápunktur kvöldsins var þegar Herbert Guðmundsson steig á svið og söng nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra. Auk skemmtiatriða var happdrætti, uppboð á árituðum treyjum, myndum og listaverkum og svo var dansleikur þar sem Dj Biscan sá um að skemmta fólki fram á rauða nótt. Leikmenn sem þóttu hafa skarað fram úr á liðnu tímabili voru einnig heiðraðir. Kvennalið Snæfells átti frábært tímabil í vetur en þær spiluðu til úrslita í bikarnum þar sem þær biðu lægri hlut fyrir Njarðvík og svo náðu þær í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem þær töpuðu naumlega fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Hjá konunum var Alda Leif Jónsdóttir valin besti varnarmaðurinn, Hildur Björg Kjartansdóttir efnilegasti leikmaðurinn en besti leikmaður tímabilsins var valin Hildur Sigurðardóttir. Karlaliðið átti einnig gott tímabil í vetur en þeir töpuðu fyrir Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum. Hjá þeim var Snjólfur Björnsson valinn efnilegasti leikmaðurinn, Sveinn Arnar Davíðsson besti varnarmaðurinn og

Jón Ólafur Jónsson besti leikmaður tímabilsins. Mostri gerðir einnig upp sitt tímabil en þeir léku í annarri deildinni í vetur. Þeir unnu alla 16 deildarleiki sína en töpuðu svo naumlega í undanúrslitum fyrir Fram. Þeir voru heilt yfir sáttir með sitt tímabil og völdu Þorberg Sæþórsson

besta leikmann vetrarins.Þorsteinn Eyþórsson

Arnþór Pálsson, Þorbergur Sæþórsson og Gunnlaugur Smárason þjálfari Mostra.

Gunnlaugur Smárason, Hildur Sigurðardóttir, Sveinn Arnar Davíðsson, Alda Leif Jónsdóttir, Snjólfur Björnsson, Jón Ólafur Jónsson og

Ingi Þór Steinþórsson.

Nýr bátur í Stykkishólmshöfn

Víkingasveitin var meðal þeirra mörgu tónlistaratriða við slit Tónlistarskólans s.l. fimmtudag. Fjölbreytt atriði voru að venju og

prófskírteini afhent öllum nemendum skólans.

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 19. árgangur 24.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Landhelgisgæslan við eftirlit á Breiðafirði

Góðvinafélag EldfjallasafnsNú er hafið fjórða árið, sem Eldfjallasafn er opið í Stykkishólmi. Safnið er orðið traustur þáttur í menningarstarfsemi Hólmsins og mikilvægt framlag í upplifun ferðamanna til bæjarins. Aðsókn vex ár frá ári og við stefnum á að lengja vertíðina með tímanum, en nú opnar Eldfjallasafn 1. maí á vorin og lokar 30. september. En áður en safnið opnaði formlega í vor, þá höfðu reyndar komið nær fjögur hundruð gestir í hópferðum í vetur, og næsta vetur eigum við von á fimmtán hundruð erlendum gestum frá sömu ferðaskrifstofu. Þannig er eðlilegt að stefna að því að lengja vertíðina enn meir í framtíðinni til að þjóna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem nú sækja bæinn heim á veturna. Á vorin hefur Eldfjallasafn ávallt opnað dyr sínar á laugardögum fyrir Hólmara og veitt þeim ókeypis aðgang að fyrirlestrum um ýmislegt efni. Aðsókn að fyrirlestrum okkar hefur verið ágæt og er greinilegur áhugi meðal bæjarbúa á slíkri uppfræðslu. Eldfjallasafn vill nú tryggja tengsl sín við bæjarfélagið enn frekar, með því að stofna Góðvinafélag Eldfjallasafns. Tilgangur félagsins er að skapa vettvang fyrir Hólmara sem vilja styðja við bakið á starfsemi Eldfjallasafns á einhvern hátt. Við leitum að sjálfboðaliðum, sem vilja aðstoða okkur við störf í Eldfjallasafni í lengri eða skemmri tíma og hjálpa til við að bæta starfsemi safnsins í heild. Þeir sem vilja gerast meðlimir Góðvinafélags Eldfjallasafns geta fengið frekari upplýsingar í safninu, eða í síma 433 8154 eða 841 1912 eða sent línu í tölvupósti til [email protected].

Haraldur Sigurðsson

Þriðjudaginn 22. maí var séraðgerða- og sprengjueyðingarsvið Landhelgisgæslunnar við eftirlit á Breiðafirði. Í samtali Stykkishólms-Póstsins við þá Sigurð Álfgrímsson sem fór fyrir hópnum og Marvin Ingólfsson kom fram að eftirlit þann daginn hefði falist í því að fara um borð í grásleppubáta og kanna veiðileyfi, haffæri, lögskráningu og þetta hefðbundna og var allt í góðu lagi í þeim bátum sem hópurinn kannaði. Hópurinn heyrir sem fyrr greinir undir svið séraðgerða og sprengueyðingasvið hjá Landhelgisgæslunni og kemur að eftirliti um allt land bæði á sjó og landi og auk þess sem nafnið gefur til kynna kemur sviðið að víðtækari verkefnum en þessu eftirliti. Þetta er í fyrsta sinn sem eftirlit á þessu svæði fer fram með bát að þessari stærðargráðu. En í fyrra var eftirlitið framkvæmt á stærri bát. Stefnt er að eftirliti á þessum báti um allt land út ágúst og keyra þeir þá á milli hafna með bátinn og sjósetja á ýmsum stöðum. Verkefnið er samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar, fiskistofu og fleiri stofnana.Aðspurðir hvort eftirlitið nú komi í kjölfar frétta frá Lögreglustjóranum á Snæfellsnesi sem lesa mátti í fjölmiðlum nýverið, að auka þyrfti löggæslu á sjó í Breiðafirði, segir Sigurður að búið hafi verið að ákveða eftirlit á svæðinu áður en þær fréttir bárust. Hinsvegar muni teymið funda með bæði Lögreglunni og Fiskistofu hér í Stykkishólmi.

Nauðsynlegt er að hafa eftirlit því bátum hefur fjölgað gríðarlega, enda eru það hagsmunir þeirra sem stunda sjóinn sem þar eru í húfi. Það er ekki nema eitthvað sé að, að menn eru ósáttir við þetta verkefni.Bátuinn sem notaður er við þetta verkefni var afhentur Landhelgisgæslunni í mars s.l. og er þar um frumgerð að ræða frá fyrirtækinu OK Hull. Báturinn er 8 metra harðbotna slöngubátur. Fyrirtækið hefur síðan árið 2005 unnið að þróun á nýju skrokklagi sem sótt hefur verið um einkaleyfi á. En skrokkalagið sparar eldsneyti, heggur ölduna mun minna og hefur almennt mýkri hreyfingar en bátar sem áður hafa verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni. Vegna þessa skrokklags er meira rými um borð en skrokkurinn notar minni orku og nær meiri hraða við erfiðar aðstæður en áður hefur þekkst. Báturinn er hluti af nýsköpun íslenska fyrirtækisins OK-Hull en á þessu ári kynnir fyrirtækið sex nýjar útgáfur fullbúinna báta á markaðinn. Fyrirtækið er staðsett við Vesturvör í Kópavogi. am

Óskum eftir langtíma leiguhúsnæði í bænum. Hafið samband í síma 8638253. Þorsteinn og Unnur.

Smáauglýsingar

OA fundir á fimmtudögm í Freyjulundi kl. 20

Fermingarkort Boðskort Gestabækur

Sálmaskrár Sýningarskrár Ritgerðar- og skýrsluprentun Gormun og

innbinding Veggspjaldaprentun Ljósritun og prentun A4 og A3 Plöstun A4 og A3 Hönnun

prentefnis Auglýsingahönnun Vörumerkjahönnun

V e f s í ð u h ö n n u n

Lófaleiðsögn Skönnun

Ljósmyndir

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 19. árgangur 24.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

AðalfundarboðAðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn, fimmtudaginn 31. maí kl. 13:30, í húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi.

Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfÖnnur mál

Sérstakir gestir fundarins:

Kristín Njálsdóttir framkvæmdastjóri Landsmenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar flytur erindið: „Markviss stuðningur við fræðslu – vinnustaðurinn sem námsstaður!“Almenn umfjöllun um tilgang fræðslusjóðanna og mikilvægi þess að atvinnurekendur bjóði starfsfólki sínu upp á markvissa fræðslu og þjálfun í starfi.

Ingunn Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri starfsþróunar hjá Akureyrarbæ, flytur erindið:„Starfsmenntunarsjóðir og símenntun starfsmanna hjá Akureyrarbæ“ Á undanförnum árum hafa forsvarsmenn vinnustaða Akureyrarbæjar verið duglegir að sækja um styrki til Sveitamenntar og Mannauðssjóðs Kjalar. Styrkirnir hafa m.a. verið nýttir til að greina þarfir vinnustaðanna á símenntun, skipuleggja fræðsluáætlanir og bjóða upp á markvissa símenntun.

Allir velkomnir!

Messa verður í Stykkishólmskirkjuá hvítasunnudag (27. maí)

kl.14.00.

Fermt verður í messunni.

Fermd verða:Elías Björn Björnsson, Laufásvegi 11Finnbogi Þór Leifsson, Skúlagötu 12

Hermann Örn Sigurðarson, Aðagötu 12Jakob Breki Ingason, Silfurgötu 25

Jón Páll Gunnarsson, Bókhlöðustíg 15Klara Sól Sigurðardóttir, Skólastíg 1Sunna Þórey Jónsdóttir, Nestúni 9a

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins.

Hið árlega Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður fimmtudaginn 31.maí 2012, á tóbakslausa deginum. Hlaupið verður kl.19:00 frá íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Skráning er á [email protected] frá 24.maí til og með 31.maí. Þátttökugjald er 1500 krónur fyrir 15 ára og eldri og 500 krónur fyrir 14 ára og yngri.

Vegalengdir: Hægt er að velja um 3 km skokk eða göngu og 10 km hlaup.

Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Opið á Hvítasunnudag og

annan í hvítasunnu frá 9-16.

Opið alla daga frá og með 1.júní frá 8-17

Alltaf nýbakað.

Hlökkum til að sjá þig.Nesbrauð ehf Nesvegi 1, sími 438-1830

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 19. árgangur 24.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Systir PetraEftir starfasamt og gjöfult líf í þjónustu við Guð og menn,er nú frá oss horfin vor elskaða meðsystir.

Systir Petronella Cornelia Leewens

(Systir Petra)Francicanes Missionaris van Maria.Upphafinn í Guðs eilífa kærleikaSunnudagskvöldið 13. maí 2012 í Tilburg í Hollandi.Systir Petra var fædd í Den Haag í Hollandi, þann 26. ágúst 1921, og gekk í reglu St.Franciskussystra þann 8. september 1948 í Amsterdam. Fullnaðarheiti sitt vann hún þann 19. mars 1955 í klaustri systranna í Gooreind í Belgíu. Fyrsti starfsvettvangur hennar var í Antwerpen, en fljótlega var hún send til Brussel, þar sem hún starfaði sem ritari hjá svæðisstjórn systrareglunnar ásamt því sem hún nam prentaraiðn, en prentverk hefur löngum verið stundað af St.Franciskus systrum. Árið 1961 var systir Petra send til Íslands í Stykkishólm og dvaldi hún þar það sem eftir lifði starfsæfinnar í ein 47 ár. Hennar aðalstarf í Stykkishólmi var í Prentsmiðju Katólsku kirkjunnar á Íslandi sem var til húsa í St.Fransciskusspítalanum, stofnuð 1952. Þar starfaði hún sem prentari og síðar forstöðukona prentsmiðjunnar til ársins 1992. Annað aðalstarf systir Petru var fjárumsýsla spítalans, en hún sá árum saman um allt bókhald og launagreiðslur meðfram öðrum störfum. Systir Petra var mikill unnandi klassískrar tónlistar. Hún var einnig mikill náttúruunnandi og undi hag sínum vel á Íslandi. Hér fannst henni hún eiga heima. Systir Petra fluttist aftur til Hollands í mars 2008 og bjó þar með meðsystrum sínum allt til dánardægurs 13. maí 2012. Hún óttaðist dauðann ekki , en sagði aðeins“ nú fer ég heim“. Útför Systir Petru var gerð frá kapellu ´Johannes Zwijsen´ hjúkrunar og dvalarheimilisins í Tilburg , laugardaginn 19. maí og var hún jarðsett í ´t Heike kirkju garðinum þar í borg.

Zusters FranciscanessenMissionaries van Maria

´Johannes Zwijssen´ Burgemeister Brokxlaan 14075041 RR Tilburg

Útskrift Fjölbrautaskóla SnæfellingaFöstudaginn 25. maí 2012

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfell-inga verður haldin föstudaginn 25. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða

kaffiveitingar í boði skólans.

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari

Opið:Alla daga frá kl. 11:30

www.narfeyarstofa.is & FacebookSími 438-1119 [email protected]

Hlý og rómantísk

Fagleg og freistandi

Minnum á hinn sívinsæla Sunnudagsdögurð í hádeginu sunnudag

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 19. árgangur 24.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Aukaferðir laugardagana 26.maí og 2. júní kl. 9 frá Stykkishólmi og frá Brjánslæk kl. 12

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

HÚS TIL SÖLU

Reitarvegur 8, hluti 146,8 fm. verbúð í stein-steyptu húsi byggð árið 1961. Verbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er

beitningaaðstaða, ca. 25 fm. frystiklefi og geymsla með nýlegri innkeyrsluhurð. Á efri hæð er geymsla. Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

Kynningardagur í Stykkishólmi

Starfsmenn Símenntunarmiðstöðvarinnar á

Vesturlandi verða með kynningu á starfseminni í

Íþróttamiðstöðinni Stykkishólmi.

fimmtudaginn 24.maí frá kl. 15:00-18:00

Markmið með starfsemi

Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi er

að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag

með endur- og símenntun sem tekur mið af

þörfum atvinnulífs og einstaklinga.

Símenntun veitir ráðgjöf og upplýsingar til

verðandi fjarnema og nemenda í námi. Í boði

verður yfirlit yfir fjarnám sem er reglulega í boði

við íslenska háskóla og aðra skóla.

Áhugasviðspróf verða haldin fyrir þá sem það vilja!

„Það er alltaf gaman að koma í

HEIMAHORNIГ segja gestir bæjarins og bæjarbúarnir líka.

Fótboltaskór og aðrir sumarskór frá PUMA á góðu verði. Eitthvað fyrir alla,

ýmis tilboð í gangi.

Við bætum á slánna sem er merkt

VERÐHRUN þar er hægt að gera góð kaup

Verslunin Sjávarborg

minnir á fermingarnar

um hvítasunnuna.

Fermingarkort, margt til gjafa og allt

til að pakka inn gjöfinni.

Frá og með fimmtudeginum 24. maí verður

opið frá kl 10 á morgnana.

Laugardagsopnun óbreytt um sinn.

Ratleikir í Stykkishólmi?Frumkvöðlar framtíðarinnar!

Er ekki einhver áhuga- og framtakssamur vinahópur sem hefur áhuga á að vera með RATLEIKI fyrir fjölskyldur og/eða litla hópa hérna í Stykkishólmi, þar sem Stykkishólmur gefur sig út fyrir að vera fjölskylduvænn bær?

Þetta er einnig upplagt fyrir einstaklinga með áhuga og frumkvæði.

Stuðningur og heilmikið efni er í boði til að koma þessu af stað.Áhugasamir hafi samband við formann Eflingar Stykkishólms í síma 860 8843 eða á [email protected]

Stykkishólms-Pósturinn, 20. tbl. 19. árgangur 24.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Hittu ráðgjafa Símans í Sjávarborg í Stykkishólmi fimmtudaginn 24. maí kl. 12-18 og fáðu aðstoð við síma- og netmálin þín.

Fleiri valkostir í Sjónvarpi SímansNettenging hjá Símanum gefur þér möguleika á Sjónvarpi Símans og fjölbreyttu úrvali sjónvarps- og afþreyingarefnis.

Komdu í Sjávarborg

á fimmtudaginn

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

52

39

6

Ráðgjafadagur

siminn.is