6
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 40. tbl. 19. árg. 25. október 2012 Vel heppnuð Norðurljósahátíð Nýverið urðu eigendaskipti á Sjávarborg þegar hópur fjárfesta sem allir tengjast Stykkishólmi og Snæfellsnesi tóku sig saman um kaup á fasteigninni sem meðal annars hefur hýst verslunina Sjávarborg til þessa. Kjölfestufjárfestar í kaupum á húsinu eru eigendur útgerðarfélagsins Sæfells hf í Stykkishólmi en auk þeirra koma þau Skarphéðinn Berg Steinarsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Ásgeir Ásgeirsson og Unnur Steinsson að verkefninu. Markmið þeirra sem að kaupunum standa mótast fyrst og fremst af áhuga á að koma að atvinnuuppbyggingu svæðisins og auka þar fjölbreytni. Áform um nýtingu hússins miðast við að skjóta enn frekari stoðum undir þá blómlegu uppbygginu í ferðaþjónustu sem víða má finna á Snæfellsnesi. Í húsinu mun verða rekin blönduð starfsemi sem tengist ferðaþjónustu. Verður þar um nýjan valkost að ræða fyrir ferðamenn sem leggja leið sína á svæðið auk starfsemi sem nýtast mun öllum ferðaþjónustuaðilum á Snæfellsnesi. Vinna við nauðsynlegar breytingar hússins munu hefjast í janúar og verða lokið á vormánuðum þegar rekstaraðilar munu taka við húsinu og starfsemi hefst. Sjøfn Har á Hótel Stykkishólmi Opinber störf í Stykkishólmi Norðurljósahátíð var haldin í Stykkishólmi um síðustu helgi. Voru fjölmargar sýningar og viðburðir því tengt sem bryddað var upp á og var almennt mál manna að mjög vel hafi tekist til. Fjölmargar myndlistarsýningar, tónleikar og fleira var í boði frá miðvikudegi til sunnudags og mun eitthvað af sýningum halda áfram a.m.k. þessa viku. Á opnunartónleikum á fimmtudagskvöld voru tveir Hólmarar gerðir að heiðursborgurum, þau Elín Sigurðardóttir eða Ella ljósa og Ágúst K. Bjartmars eða Gústi Bjart sæmd þessari nafnbót enda vel að henni komin. Elín starfaði við ljósmóðurstörf í Stykkishólmi í yfir 40 ár og tók á móti 7-800 börnum í Stykkishólmi á þeim tíma. Hún hefur starfað ötullega að félagsmálum í mörgum málaflokkum. Ágúst lagði mikið af mörkum á vettvangi iðngreina hér í Stykkishólmi og var aðalhvatamaður að stofnun Iðnskólans í Stykkishólmi á sínum tíma. Hann var oddviti Stykkishólmshrepp í 8 ár og var einnig afreksmaður í íþróttum og þá sérstaklega í badminton. Í mörgum nýstárlegum rýmum voru haldnar myndlistarsýningar, tónleikar voru haldnir í Stykkishólmskirkju, gömlu kirkjunni, Tónlistarskólanum og Narfeyrarstofu við góðan róm. Kaffihúsastemning var hjá Lionskonum í Lionshúsinu og á Narfeyrarstofu, yfir 300 manns lögðu leið sína í Norska húsið á sýningarnar þar sem voru 3 talsins. Í Verkalýðshúsinu var boðið upp á búningagerð fyrir börn undir leiðsögn Söru Gillies og var mjög góð þáttaka í því framtaki. Fjölmenn kirkjuganga var gengin á laugardeginum þar sem litið var inn í allar kirkjurnar í Stykkishólmi og rifjuð upp saga þeirra útgáfuteiti var í Vatnasafninu þar sem Eiríkur Örn Norðdahl las upp úr bók sinni og þannig mætti lengi halda áfram. Söngvaseiður var um kvöldið á Hótel Stykkishólmi þar sem Sveinn Arnar Davíðsson bar sigur úr býtum. am Nýir eigendur að Sjávarborg í Stykkishólmi Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku lagði minnihluti fram bókun um að skoðuð verði þróun opinberra starfa í Stykkishólmi. Í samtali við Gretar D. Pálsson kom fram að með bókuninni sé tilgangurinn að skoða þróun starfanna í Stykkishólmi líklega frá 2009 þegar samskonar könnun var gerð, fram til dagsins í dag. SSV mun sjá um verkefnið. Ákveðin þróun hefur verið í gangi með opinber störf á landsbyggðinni þar sem ekki hefur verið ráðið í stöður þar sem starfsmenn láta af störfum sökum aldurs. Í niðurskurðinum síðustu ár hefur mikil varnarbarátta verið háð í að halda óbreyttum störfum á landsbyggðinni, sem stundum hefur tekist en ekki alltaf. Það má líkja einu starfi á landsbyggðinni sem lagt er niður, saman við 100 störf á höfuðborgarsvæðinu - áhrifin eru mikil. En tilgangurinn að sögn Gretars er líka að kalla eftir því hvort einhver stefna sé í þessum málum hjá opinberum fyrirtækjum sem hafa t.d. starfsstöðvar hér í Stykkishólmi og víðar á landsbyggðinni. am

Stykkishólms-Pósturinn 25.október 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara frá 1994

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 25.október 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 40. tbl. 19. árg. 25. október 2012

Vel heppnuð Norðurljósahátíð

Nýverið urðu eigendaskipti á Sjávarborg þegar hópur fjárfesta sem allir tengjast Stykkishólmi og Snæfellsnesi tóku sig saman um kaup á fasteigninni sem meðal annars hefur hýst verslunina Sjávarborg til þessa. Kjölfestufjárfestar í kaupum á húsinu eru eigendur útgerðarfélagsins Sæfells hf í Stykkishólmi en auk þeirra koma þau Skarphéðinn Berg Steinarsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Ásgeir Ásgeirsson og Unnur Steinsson að verkefninu. Markmið þeirra sem að kaupunum standa mótast fyrst og fremst af áhuga á að koma að atvinnuuppbyggingu svæðisins og auka þar fjölbreytni.Áform um nýtingu hússins miðast við að skjóta enn frekari stoðum undir þá blómlegu uppbygginu í ferðaþjónustu sem víða má finna á Snæfellsnesi. Í húsinu mun verða rekin blönduð starfsemi sem tengist ferðaþjónustu. Verður þar um nýjan valkost að ræða fyrir ferðamenn sem leggja leið sína á svæðið auk starfsemi sem nýtast mun öllum ferðaþjónustuaðilum á Snæfellsnesi.Vinna við nauðsynlegar breytingar hússins munu hefjast í janúar og verða lokið á vormánuðum þegar rekstaraðilar munu taka við húsinu og starfsemi hefst. Sjøfn Har á Hótel Stykkishólmi

Opinber störf í Stykkishólmi

Norðurljósahátíð var haldin í Stykkishólmi um síðustu helgi. Voru fjölmargar sýningar og viðburðir því tengt sem bryddað var upp á og var almennt mál manna að mjög vel hafi tekist til. Fjölmargar myndlistarsýningar, tónleikar og fleira var í boði frá miðvikudegi til sunnudags og mun eitthvað af sýningum halda áfram a.m.k. þessa viku. Á opnunartónleikum á fimmtudagskvöld voru tveir Hólmarar gerðir að heiðursborgurum, þau Elín Sigurðardóttir eða Ella ljósa og Ágúst K. Bjartmars eða Gústi Bjart sæmd þessari nafnbót enda vel að henni komin. Elín starfaði við ljósmóðurstörf í Stykkishólmi í yfir 40 ár og tók á móti 7-800 börnum í Stykkishólmi á þeim tíma. Hún hefur starfað ötullega að félagsmálum í mörgum málaflokkum. Ágúst lagði mikið af mörkum á vettvangi iðngreina hér í Stykkishólmi og var aðalhvatamaður að stofnun Iðnskólans í Stykkishólmi á sínum tíma. Hann var oddviti Stykkishólmshrepp í 8 ár og var einnig afreksmaður í íþróttum og þá sérstaklega í badminton.Í mörgum nýstárlegum rýmum voru haldnar myndlistarsýningar, tónleikar voru haldnir í Stykkishólmskirkju, gömlu kirkjunni, Tónlistarskólanum og Narfeyrarstofu við góðan róm. Kaffihúsastemning var hjá Lionskonum í Lionshúsinu og á Narfeyrarstofu, yfir 300 manns lögðu leið sína í Norska húsið á sýningarnar þar sem voru 3 talsins. Í Verkalýðshúsinu var boðið upp á búningagerð fyrir börn undir leiðsögn Söru Gillies og var mjög góð þáttaka í því framtaki. Fjölmenn kirkjuganga var gengin á laugardeginum þar sem litið var inn í allar kirkjurnar í Stykkishólmi og rifjuð upp saga þeirra útgáfuteiti var í Vatnasafninu þar sem Eiríkur Örn Norðdahl las upp úr bók sinni og þannig mætti lengi halda áfram. Söngvaseiður var um kvöldið á Hótel Stykkishólmi þar sem Sveinn Arnar Davíðsson bar sigur úr býtum. am

Nýir eigendur að Sjávarborg í Stykkishólmi

Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku lagði minnihluti fram bókun um að skoðuð verði þróun opinberra starfa í Stykkishólmi. Í samtali við Gretar D. Pálsson kom fram að með bókuninni sé tilgangurinn að skoða þróun starfanna í Stykkishólmi líklega frá 2009 þegar samskonar könnun var gerð, fram til dagsins í dag. SSV mun sjá um verkefnið. Ákveðin þróun hefur verið í gangi með opinber störf á landsbyggðinni þar sem ekki hefur verið ráðið í stöður þar sem starfsmenn láta af störfum sökum aldurs. Í niðurskurðinum síðustu ár hefur mikil varnarbarátta verið háð í að halda óbreyttum störfum á landsbyggðinni, sem stundum hefur tekist en ekki alltaf. Það má líkja einu starfi á landsbyggðinni sem lagt er niður, saman við 100 störf á höfuðborgarsvæðinu - áhrifin eru mikil. En tilgangurinn að sögn Gretars er líka að kalla eftir því hvort einhver stefna sé í þessum málum hjá opinberum fyrirtækjum sem hafa t.d. starfsstöðvar hér í Stykkishólmi og víðar á landsbyggðinni. am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 25.október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 19. árgangur 25. október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Nú er önnur Norðurljósahátíðin um garð gengin þar sem veðurguðirnir fóru um okkur silkimjúkum höndum og listamenn auðguðu hjá okkur andann. Það voru margir hópar og einstaklingar sem lögðu fram óeigingjarna vinnu við alla þessa viðburði. Við viljum þakka listamönnunum og öllum þeim sem gerðu Norðurljósahátíðina að þeirri ljósadýrð sem hún var og gestum og gangandi fyrir komuna. Hafið mikla þökk fyrir, þetta er ómetanlegt.

F.h. undirbúningsnefndar Þórunn Sigþórsdóttir

Norðurljósin 2012

Sjøfn Har opnaði myndlistrsýningu á Norðurljósahátíðinni á Hótel Stykkishólmi. Þar sýnir hún ný olíumálverk „Landið í lit“. Verkin eru innblástur af ferðum Sjafnar um Ísland. Hæg er að skoða verkin næstu tvær vikurnar á opnunartíma hótelsins.

Fréttatilkynning

Sjøfn Har á Hótel Stykkishólmi

Síðustu þrjá laugardaga hefur Eldfjallasafnið staðið fyrir fyrirlestrum um Grænland og hefur verið húsfyllir á þeim öllum. Nú er komið að síðasta fyrirlestrinum í bili og verður að þessu sinni fjallað um norræna menn á Grænlandi laugardaginn 27. október kl. 14 og eru allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Norrænir menn á Grænlandi

Dauðans alvara

Á norðurljósahátíðinni frumsýndi leikfélagið Grímnir á Hótel Stykkishólmi leikritið „Við dauðans dyr“ eftir Bjarka Hjörleifsson. Bjarki skrifaði ekki eingöngu verkið því hann er allt í öllu í þessu verkefni leikfélagsins. Hann leikstýrir, sér um hönnun búninga og leikmyndar og leikur í verkinu svo eitthvað sé nefnt. Þetta er frumraun Bjarka í leikritun og leikstjórn. Góður rómur var gerður að sýningunni og voru gestir sammála um það að hláturtaugarnar hefðu verið virkjaðar svo um munaði á sýningunni. Aðrir sem taka þátt í sýningunni í hlutverkum eru: Sigmar Logi Hinriksson, Sara Gillies, Páll Margeir Sveinsson, Guðmundur Sævar Guðmundsson, Elín Sóley Reynisdóttir, Jón Viðar Pálsson og Benedikt Óskarsson. Fjöldi annarra kemur að sýningunni en framkvæmdastjóri sýningarinnar er Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir.Fleiri sýningar eru fyrirhugaðar á verkinu sú næsta í röðinni er í kvöld kl. 20 á morgun föstudag kl. 22 og laugardag kl. 22:30 am

Í síðasta tölublaði var greint stuttlega frá bókun sem lögð var fram á bæjarráðsfundi um tómstunda- og markaðsfulltrúa í Stykkishólmi. Tillagan var tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku og tók þá breytingum en einnig lagði minnihlutinn fram bókun um tillöguna.„Við undirritaðir leggjum til að auglýst verði í tímabundna stöðu Tómstunda- og markaðsfulltrúa. Starfshlutfall verði 80% og vinnutími sveigjanlegur.Starfið feli í sér umsjón og viðveru í félagsmiðstöðinni og skipulag og framkvæmd tómstundastarfs barna- og unglinga. Starfsmaðurinn sjái um skipulag tómstundastarfs eldri borgara og að hluta framkvæmd þess. Til dæmis sjái um göngu- og leshóp, auk annarra tilfallandi verkefna í samvinnu við félag eldri borgara Aftanskin og aðra þá er koma að tómstundastarfi eldri borgara. Gerir tillögur og samræmir það sem í boði er. Viðkomandi verði tengiliður við þá er að markaðsstarfi koma í sveitarfélaginu.Bæjarstjóra verði falið að útbúa starfslýsingu fyrir starfið.Greinagerð: Stykkishólmsbær hefur haft starfsmann til þess að sinna skipulagningu tómstundastarfs barna, unglinga og eldri borgara í 50% starfshlutfalli. Einnig hefur Stykkishólmsbær haft starfsmann félagsmiðstöðvar í 50% starfshlutfalli yfir vetrarmánuðina. Með þessari tilfærslu og breyttum áherslum teljum við meiri skilvirkni náist.Davíð Sveinsson, Egill EgilssonTillaga samþykkt með áorðnum breytingum.Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Undirrituð greiða atkvæði gegn framlagðri tillögu um tómstunda- og markaðsfulltrúa. Ekki verður séð að tillagan verði til þess að meiri skilvirkni náist, nema síður sé, á þeim störfum sem tillagan gerir ráð fyrir að dregin séu saman. Í fyrsta lagi er markaðsstarf í Stykkishólmi og markaðstarf Stykkishólmsbæjar í lang flestu tilliti ótengt starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns félagsmiðstöðvar. Nær væri að hafa slíkan tengilið á skrifstofu Stykkishólmsbæjar, eða semja við Eflingu um það verkefni. Í öðru lagi teljum við að fyrirkomulag sem var við starf íþrótta- og tómstundafulltrúa hafi gefið góða raun og með því óbreyttu hafi mátt vænta vaxandi árangurs.Gretar D. Pálsson, Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, Hjörleifur K Hjörleifsson“

Tómstunda- og markaðsfulltrúi

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 25.október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 19. árgangur 25.október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

NarfeyrarstofaHlý og rómantísk - Fagleg og freistandi

Þökkum frábæra Norðurljósahelgi!

Kjúklingur & franskar á föstudagskvöld aðeins kr. 1.500

Dögurður á sunnudag 11:30 - 14:00

Hamborgaratilboð á sunnudagskvöld:4 ostborgarar, franskar og 2ja lítra kók/dietkók

aðeins kr. 2.990

Bein útsending frá stórleikjum helgarinnar

með tilheyrandi tilboðum.Fylgist með á Facebook.Föstudaginn 2. nóvember verða óvæntar uppákomur,

takið daginn frá!

Jólafreisting á Narfeyrarstofu!

Dagana 24. nóvember og 1. desember bjóðum

við upp á kvöldverð með jólalegu ívafi og á

matseðlinum verður m.a. rjúpusúpa, lax,

fasani og elgur ásamt ljúfengu meðlæti

auk þess fíkjur, heimalagaður ís og sorbet,

súkkulaðimús, kaffi og heimalagað konfekt!

Borðapantanir: s. 438-1119 & [email protected]

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 25.október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 19. árgangur 25. október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Jól í skókassa í Stykkishólmi, Helgafellsveit og Grundarfirði Móttaka á skókössum verður :í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 1. nóvember frá kl. 15 – 18 Kaffi, kakó og smákökur, eins og áður. Í Grundarfirði Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 1. nóvember frá kl. 16 – 18 Verkefnið felst í því að fá börn og fullorðna til þess að setja nokkra góða og nytsama hluti í skókassa. Eins og undanfarin ár, hefur verið ákveðið að senda skókassana til Úkraínu, þar búa um 50 milljón. manna. Atvinnuleysi þar er mikið og ástandið víða mjög bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum er dreift er mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra / feðra sem búa við sára fátækt.Kirkjan í Úkraínu er rússnesk rétttrúnaðarkirkja, en KFUM í Úkraínu starfar innan þeirrar kirkjudeildar. Aðal skipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem komið hefur til Íslands að kynna sé starf KFUM & KFUK og kom í heimsókn til okkar í Stykkishólmiskirkju í nóvember 2007Heimasíða verkefnisins er www.skokassar.net (fréttatilkynning)

Jól í skókassa

Svipmyndir frá NorðurljósumNokkrar gönguferðir voru farnar á vegum félagsins. Í júní var gengin Fjarðarhornsgata í Berserkjahrauni með Hönnu Jónsdóttur sem fararstjóra. Sú leið er létt og skemmtileg og tilvalin er að ganga þessa leið að kvöldi til, sérstaklega með gesti sem koma í heimsókn. Í byrjun júní var gönguferð upp frá byggðinni í Grundarfirði upp í Egilsskarð og Helgrindur. Sú leið vakti mikla athygli, enda er hið tröllaukna landslag og fjölbreytileiki fjallgarðsins hvað jarðfræði varðar, sífellt að opnast göngufólki. Fararstjóri í þessari ferð var Gunnar Njálsson. Í ágúst var farin söguferð í Grundarfirði með Vilberg Guðjónsson sem fararstjóra. Gengið var eftir sjávarbökkum frá Skallabúðum í Eyrarodda og þaðan heim að Hallbjarnareyri í bakaleiðinni. Í september var farið í Gullborgarhraun fararstjórinn Reynir Ingibjartsson forfallaðist degi áður, en Ásgeir Gunnar úr Stykkishólmi bjargaði ferðinni. Eitt af meginmarkmiðum Ferðafélags Snæfellsness að stika og merkja gönguleiðir á Snæfellsnesi og á sjálfum fjallgarðinum. Stjórn ferðafélagsins sendi öllum sveitarstjórnum á Snæfellsnesi kynningarbréf í desember 2011 og lagði fram hugmyndir um nánara samstarf um merkingar á gönguleiðum. Bæði Stykkishólmsbær og Grundarfjarðarbær hafa lýst yfir áhuga á nánara samstarfi í þessum efnum. Á aðalfundi félagsins sem var haldinn í Sögumiðstöðinni í vor, var samþykkt að leggja mikla áherslu á að félagið yrði leiðsagnar – og hvatningaraðili til landeigenda, sveitarfélaga og annarra sem koma að ferðamálum á Snæfellsnesi.Gönguleiðir á Snæfellsnesi verða mikilvægar í markaðssetningu Snæfellsness, ásamt fjölbreytilegri ferðaþjónustu, á því er enginn vafi og samstarf við ferðaþjónustuaðila þess vegna mikilvægt.Nú er verið að móta hugmyndir um hvernig og hvar upplýsingar til útivistarfólk koma að bestum notum.Ferðaáætlun 2013 er nú í undirbúningi hjá félaginu. Ferðafélagið óskar eftir fararstjórum til að vera með viðburði og ferðir á Snæfellsnesi og víðar. Hugmyndir eru vel þegnar, ásamt öðrum hugmyndum um starfssemi félagsins. Uppkasti af ferðaáætlun skal skila til Ferðafélags Íslands í lok nóvember.Eyþór Björnsson [email protected] og Gunnar Njálsson [email protected], [email protected] taka á móti hugmyndum vegna Ferðaáætlun 2013.

Kveðjur, Ferðafélag Snæfellsness

Ferðafélag Snæfellsness

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 25.október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 19. árgangur 25.október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00Frá Brjánslæk sun-fös kl. 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30

mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur

www.saeferdir.is

Glæsilegt jólahlaðborð með dönsku ívafi

á Hótel Stykkishólmi.Laugardagana 17. nóvember, 24. nóvember

og 1. desember 2012.

Hljómsveitin Meðlæti - laðar fram danska stemningu

við borðhaldið og á dansleik á eftir.

Verð kr. 6900 pr. mannTilboð á gistingu kr. 5000 pr. mann

Jólahlaðborð

Bókanir

í síma

430-2100

Kuldagallar og kuldaskór á börnin 15% afsláttur næstu daga.Verið velkomin í Heimahornið

Krakkar – Foreldrar!

Munið kirkjuskólann á sunnudag kl. 11.00

Þorsteinn B. SveinssonRafeindavirki

S: 853 9007

Þjónusta, sala og ráðgjöf á siglinga-, fjarskipta- og fiskileitartæ[email protected]

Útgerðarmenn og skipstjóar.

Er búinn að opna þjónustuverkstæði á tækjum í skip og báta.

VRafeindaþjónustaestan ehf

Grundarfirði

Viðtalstími bæjarfulltrúa L-lista

Bæjarfulltrúar L-lista verðameð viðtalstíma í Ráðhúsinu

þriðjudaginn 30. októberfrá kl. 18:00-19:00

Bæjarfulltrúar L-lista

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 25.október 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 19. árgangur 25. október 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Háls- og bakdeild20. ára

Núna í október eru 20 ár síðan

Háls – og bakdeildin í Stykkishólmi hóf

starfsemi sína að frumkvæði

Jóseps Ó Blöndal og Luciu M De Korte.

Að því tilefni verður efnt til

afmælishátíðar föstudaginn

2.nóvember kl. 16 á 4.hæð í

húsakynnum sjúkrahússins og er

bæjarbúum boðið að fagna þessum

áfanga með okkur.

HÚS TIL SÖLU

Garðaflöt 2A 113 fm. íbúð í raðhúsi ásamt 33 fm. sambyggðum bílskúr. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú svefnher-bergi og baðherbergi. Nýle-gar innréttingar og tæki eru í

eldhúsi og baðherbergi. Góð lóð er við húsið. Stór sólpal-lur er í garði og þar er heitur pottur. Verð 23.500.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

TómstundafulltrúiStykkishólmsbær óskar að ráða í starf

tómstundafulltrúa.

Um er að ræða 80% stöðu og er vinnutími sveigjanlegur. Starfið felur í sér umsjón og viðveru í félagsmiðstöðinni, skipulag og framkvæmd tómstundastarfs barna og unglinga. Starfsmaðurinn skal sjá um skipulag tómstundastarfs eldri borgara og að hluta framkvæmd þess. Auk þess er gert ráð fyrir að starfsmaðurinn sinni upplýsingagjöf og sé upplýsingatengill vegna markaðsstarfs í sveitarfélaginu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga.

Menntunar – og hæfniskröfur:Menntun sem nýtist í starfiFrumkvæði og metnaðurSjálfstæð og öguð vinnubrögðGóðir samskiptahæfileikar.

Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar (www.stykkisholmur.is) og í afgreiðslu á skrifstofu bæjarins. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, í síðasta lagi þann 8. nóvember nk.. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri, [email protected] og í síma 433 8100.

Bæjarstjóri

BíladekurBílaþrif - bón og tjöruþvottur

af bestu gerð

Pantanir: Hermundur 891-6949 & Davíð 862-2910