4
SÉRRIT - 11. tbl. 19. árg. 15. mars 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Heimsmælikvarðinn í Hólminum Áhyggjur af samgönguáætlun Í grein sem Ásmundur Einar Daðason, Alþingismaður og fulltrúi Framsóknarflokksins í Samgöngunefnd Alþingis, sendi Stykkishólms-Póstinum nú í vikunni lýsir hann yfir miklum áhyggjum með samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022 sem nú er í vinnslu hjá Alþingi. Ef áætlunin nær fram að ganga að hans mati munu ekki sjást neinar samgönguframkvæmdir á stórum landsvæðum allt til ársins 2022 og viðhaldsfjármunir verða einnig af mjög skornum skammti. Greinina má sjá í heild sinni á www. stykkisholmsposturinn.is Undirritaður tók að sér að hanna Heimsmælikvarðann, sem átti að hafa aðsetur í Stykkishólmi um aldur og ævi. Auglýst var eftir hugmyndum um útlit kvarðans í Stykkishólmspóstinum haustið 2011. Mjög margir nota þennan kvarða til að undirstrika hitt og þetta en engin hefur séð hann berum augum. Bárust margar frumlegar tillögur og höfðu sumir sterka mynd í kollinum um hvernig heimsmælikvarði lítur út. Fljótlega kom í ljós að erfitt myndi að ákveða eitt ákveðið form undir kvarðann því hverjum og einum fannst sín hugmynd best. Að lokum kom einn skarpur að málinu og sá undir eins að keisarinn mætti ekki vera í neinum fötum. Sannkallaður Salomonsdómur. Mælikvarðinn væri í huga hvers manns, og því þyrfti ekkert annað en gott statív, eða undirstöðu undir kvarðann. Nú er búið að gera líkan af standinum og því ekkert til fyrirstöðu smíða hann og finna stað. Við standinn verður skilti með upplýsingum á nokkrum tungumálum sem býður fólki að líta Heimsmælikvarðann augum, því hver vill ekki sjá kvarða sem er svo miklu stærri en meterinn sem geymdur er í París og er ekki nema ca. meter að stærð. Nú fer hugmyndin til bæjarstjórnar og bíður þar blessunar og stuðnings. Gunnar Gunnarsson stand-hönnuður. Litið til framtíðar í atvinnumálum Þróunarfélag Snæfellinga ehf. hefur ákveðið að setja í gang verkefni sem hefur það að markmiði að líta til framtíðar um þróun atvinnumála á Snæfellsnesi og greina tækifæri og hindranir. Tilgangur með þessu starfi er að finna leiðir til þess að fjölga atvinnutækifærum og efla starfandi fyrirtæki og stofnanir á Snæfellsnesi. Verkefnið verður unnið eftir svokallaðri Sviðsmyndaaðferð sem byggist á því að búnar verða til nokkrar mismunandi „framtíðarsögur“. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina „Atvinnulíf á Snæfellsnesi árið 2025“. Vinnuferlið byggir á því að þátttakendur hittast tvisvar sinnum í svonefndum sviðsmyndaverkstæðum. Í tengslum við verkefnið hefur verið sett fram netkönnun sem hefur þegar verið send helstu hagsmunaaðilum á Snæfellsnesi. Niðurstöður könnunarinnar verða meðal annars notaðar á fyrrnefndum verkstæðum eða vinnufundum. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Þróunarfélags Snæfellinga ehf. í samvinnu við Atvinnuráðgjöf Vesturlands og í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem styrkir verkefnið. Nýsköpunar- miðstöð Íslands í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Netspor munu sjá um verkstjórn í verkefninu og faglega framkvæmd. Það er mikilvægt fyrir verkefnið og þar með þróun atvinnumála á svæðinu að aðilar sem tengjast atvinnulífi á Snæfellsnesi taki virkan þátt í fyrrnefndum verkstæðum eða vinnufundum. Vinnuferlið er mjög lærdómsríkt fyrir þátttakendur og opnar fyrir umræður og lausnir sem oftar en ekki sitja hjá í hefðbundnum aðferðum við atvinnuþróun. Fyrsti fundur verður á morgun, föstudag, í Klifi í Ólafsvík og sá næsti verður í næstu viku í Grundarfirði í Samkomuhúsinu. Niðurstöður vinnunar á þessum fundum verður nýtt á atvinnumálaráðstefnu sem verður haldin 30. mars á Hótel Stykkishólmi í samstarfi við Samtök atvinnulífsins. am Breytingar á reglugerð um grásleppuveiðar Fiskistofa hefur tekið saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerð um hrognkelsaveiðar milli ára. Meðal þeirra eru: að hrognkelsaafli skuli vera meirihluti afla í einstökum löndunum, miðað við þorskígildi. Verði hrognkelsaafli ítrekað minni hluti afla er Fiskistofu heimilt að svipta skip leyfi til hrognkelsaveiðar. að óheimilt er að hefja veiðar með yfirtöku hrognkelsaneta í sjó. Merking veiðarfæra skal að fullu frágengin í landi áður en veiðar með hrogkelsanetum hefjast. að grásleppunet skulu dregin eigi síðar en 6 sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó. Þá er sérstaklega bent á að öll sjávarspendýr og fuglar sem koma í grásleppunet eigi að færast í afladagbók. Fiskistofa vekur einnig athygli á því að vigta skal og skrá í Gaflinn allan rauðmaga sem kemur að landi. Nánar um þetta á vef Fiskistofu: http://www.fiskistofa.is/ymsaruppl/tilkynningar/nr/666

Stykkishólms-Pósturinn 15. mars 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær..

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 15. mars 2012

SÉRRIT - 11. tbl. 19. árg. 15. mars 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Heimsmælikvarðinn í Hólminum

Áhyggjur af samgönguáætlunÍ grein sem Ásmundur Einar Daðason, Alþingismaður og fulltrúi Framsóknarflokksins í Samgöngunefnd Alþingis, sendi Stykkishólms-Póstinum nú í vikunni lýsir hann yfir miklum áhyggjum með samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022 sem nú er í vinnslu hjá Alþingi. Ef áætlunin nær fram að ganga að hans mati munu ekki sjást neinar samgönguframkvæmdir á stórum landsvæðum allt til ársins 2022 og viðhaldsfjármunir verða einnig af mjög skornum skammti. Greinina má sjá í heild sinni á www.stykkisholmsposturinn.is

Undirritaður tók að sér að hanna Heimsmælikvarðann, sem átti að hafa aðsetur í Stykkishólmi um aldur og ævi. Auglýst var eftir hugmyndum um útlit kvarðans í Stykkishólmspóstinum haustið 2011. Mjög margir nota þennan kvarða til að undirstrika hitt og þetta en engin hefur séð hann berum augum. Bárust margar frumlegar tillögur og höfðu sumir sterka mynd í kollinum um hvernig heimsmælikvarði lítur út. Fljótlega kom í ljós að erfitt myndi að ákveða eitt ákveðið form undir kvarðann því hverjum og einum fannst sín hugmynd best. Að lokum kom einn skarpur að málinu og sá undir eins að keisarinn mætti ekki vera í neinum fötum. Sannkallaður Salomonsdómur. Mælikvarðinn væri í huga hvers manns, og því þyrfti ekkert annað en gott statív, eða undirstöðu undir kvarðann. Nú er búið að gera líkan af standinum og því ekkert til fyrirstöðu að smíða hann og finna stað. Við standinn verður skilti með upplýsingum á nokkrum tungumálum sem býður fólki að líta Heimsmælikvarðann augum, því hver vill ekki sjá kvarða sem er svo miklu stærri en meterinn sem geymdur er í París og er ekki nema ca. meter að stærð.Nú fer hugmyndin til bæjarstjórnar og bíður þar blessunar og stuðnings.

Gunnar Gunnarsson stand-hönnuður.

Litið til framtíðar í atvinnumálumÞróunarfélag Snæfellinga ehf. hefur ákveðið að setja í gang verkefni sem hefur það að markmiði að líta til framtíðar um þróun atvinnumála á Snæfellsnesi og greina tækifæri og hindranir. Tilgangur með þessu starfi er að finna leiðir til þess að fjölga atvinnutækifærum og efla starfandi fyrirtæki og stofnanir á Snæfellsnesi.Verkefnið verður unnið eftir svokallaðri Sviðsmyndaaðferð sem byggist á því að búnar verða til nokkrar mismunandi „framtíðarsögur“.Verkefnið hefur fengið yfirskriftina „Atvinnulíf á Snæfellsnesi árið 2025“.Vinnuferlið byggir á því að þátttakendur hittast tvisvar sinnum í svonefndum sviðsmyndaverkstæðum. Í tengslum við verkefnið hefur verið sett fram netkönnun sem hefur þegar verið send helstu hagsmunaaðilum á Snæfellsnesi. Niðurstöður könnunarinnar verða meðal annars notaðar á fyrrnefndum verkstæðum eða vinnufundum. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Þróunarfélags Snæfellinga ehf. í samvinnu við Atvinnuráðgjöf Vesturlands og í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem styrkir verkefnið. Nýsköpunar-miðstöð Íslands í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Netspor munu sjá um verkstjórn í verkefninu og faglega framkvæmd.Það er mikilvægt fyrir verkefnið og þar með þróun atvinnumála á svæðinu að aðilar sem tengjast atvinnulífi á Snæfellsnesi taki virkan þátt í fyrrnefndum verkstæðum eða vinnufundum. Vinnuferlið er mjög lærdómsríkt fyrir þátttakendur og opnar fyrir umræður og lausnir sem oftar en ekki sitja hjá í hefðbundnum aðferðum við atvinnuþróun. Fyrsti fundur verður á morgun, föstudag, í Klifi í Ólafsvík og sá næsti verður í næstu viku í Grundarfirði í Samkomuhúsinu. Niðurstöður vinnunar á þessum fundum verður nýtt á atvinnumálaráðstefnu sem verður haldin 30. mars á Hótel Stykkishólmi í samstarfi við Samtök atvinnulífsins. am

Breytingar á reglugerð um grásleppuveiðarFiskistofa hefur tekið saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerð um hrognkelsaveiðar milli ára. Meðal þeirra eru:• að hrognkelsaafli skuli vera meirihluti afla í einstökum

löndunum, miðað við þorskígildi. Verði hrognkelsaafli ítrekað minni hluti afla er Fiskistofu heimilt að svipta skip leyfi til hrognkelsaveiðar.

• að óheimilt er að hefja veiðar með yfirtöku hrognkelsaneta í sjó. Merking veiðarfæra skal að fullu frágengin í landi áður en veiðar með hrogkelsanetum hefjast.

• að grásleppunet skulu dregin eigi síðar en 6 sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó.

Þá er sérstaklega bent á að öll sjávarspendýr og fuglar sem koma í grásleppunet eigi að færast í afladagbók.Fiskistofa vekur einnig athygli á því að vigta skal og skrá í Gaflinn allan rauðmaga sem kemur að landi.Nánar um þetta á vef Fiskistofu: http://www.fiskistofa.is/ymsaruppl/tilkynningar/nr/666

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 15. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 19. árgangur 15. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Stelpurnar stigu stórt skref í sögu kvennakörfuboltans í Stykkishólmi á þriðjudagskvöldið þegar þær tryggðu sér sæti í úrslitakeppni IE-deildar kvenna, í fyrsta sinn, með baráttusigri á Keflavík 59-61. Enn eru eftir leikir í deildinni og Snæfell á eftir einn sem er heimaleikur gegn Fjölni á laugardaginn kemur og þá er upplagt fyrir stuðningsfólk Snæfells að fjölmenna á pallana og veita þeim hressilegan stuðning inní úrslitakeppnina. Sigur í þeim leik tryggði Snæfelli jafnframt 3.sætið í deildinni.Strákarnir eru hinsvegar enn í mikilli baráttu um sæti í úrslitunum. Fimm lið eiga í hörkubaráttu um síðustu þrjú sætin í úrslitunum og þar stendur Snæfell best að vígi með 20 stig og tryggir sig inn með einum sigri í viðbót. Tindastóll og Njarðvík eru með 18 stig, ÍR 16 og Fjölnir 14. Snæfell á þrjá erfiða leiki eftir, mæta Grindavík á útivelli í kvöld og svo Tindastól hér heima n.k. sunnudag og loks Val eftir viku. Snæfell þarf að fá gott framlag frá öllum sínum lykilmönnum ætli liðið sér að eiga möguleika áfram í kepppninni. Menn hafa verið eilítið brokkgengir í síðustu leikjum og nú er hreinlega kominn tími á að liðið setji undir sig hausinn og keyri það sem eftir á baráttu og kappi þar sem allir eru með, enginn undanskilinn. Af öðrum fullorðnum karlakeppendum í körfunni er það helst að frétta að „Meistara“flokkur golfklúbbsins Mostra fer sem fyrr hamförum í neðri deildunum og hefur endanlega strokað orðið ósigur úr sinni orðabók. Ja allavega deildarorðabókinni, það má víst enn finna það í sögu félagsins í bikarkeppninni. Mostri hefur leikið 16 leiki og gjörsigrað þá flesta og er nú með tíu stiga forustu í A-riðli 2.deildar og slíka yfirburði er hvergi að finna hérlendis eða í nágrannaríkjum. Það þarf að fara í Spánarfótboltann til að finna hliðstæðu en þar er Real Madrid einnig með tíu stiga forustu enda ekki ólík lið, leika bæði leiftrandi léttan sóknarleik. Þannig að nú bíða aðdáendur Mostra eða „Real Madrid“ körfuboltans spenntir eftir úrslitakeppninni.Þá má geta þess einn Hólmari er þegar kominn með einn deildartitil í hús, það er Kristján Pétur Andrésson sem hefur leikið feiknavel með KFÍ í 1.deildinni í vetur. Kristján hélt til Ísafjarðar í haust til að leika með KFÍ og reyndar var þar annar Hólmari með honum, Hlynur Hreinsson. Þá gæti þriðji Hólmarinn verið á leið upp í efstu deild með sínu liði og það er Egill Egilsson sem gekk til liðs við Skallagrím í vetur og er nú kominn með liðinu í úrslitakeppni um sæti í efstu deild. srb

ÍþróttirÞað var sagt frá því hér á síðum Stykkishólms-Póstsins ekki alls fyrir löngu að Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi hampaði m.a. ungum konum í stjórn félgasins og mjög gleðilegt að ungar konur væru að ganga í félagið. Þær hafa látið hendur standa fram úr ermum því Hringurinn er kominn með síðu á Facebook og þarf ekki að vera innskráður notandi til að geta skoðað hana. Hringskonurnar Ingibjörg Ágústsdóttir og Edda Baldursdóttir hafa umsjón með síðunni og hafa verið duglegar að setja inn efni svosem húsráð, föndur- og handavinnuhugmyndir og uppskriftir. Ekki alls fyrir löngu settu þær stöllur inn uppskrift af bananabrauði og þykir hún afbragðsgóð, einföld og holl og fylgir hún hér með:

Holltoggottbananabrauðsemersvoeinfaltaðgera.

200 gr spelt ( t.d. fínt og gróft til helminga)2-3 tsk vínsteinslyftiduft1 tsk vanilluduft eða dropar150 gr döðlur (steinlausar)2 þroskaðir bananar½ dl ólífuolía2 egg (þeytt saman)½ dl ab-mjólk

Þurrefnum blandað saman í skál. Döðlur, bananar og olía maukað vel saman í matvinnsluvél. Eggjum og ab-mjólk bætt út í og að lokum þurrefnunum ásamt vanilludufti eða dropum. Sett í smurt form og bakað við 180° í um 45-50 mínútur

Nú hafa þegar verið settar inn hugmyndir að páskaföndri enda stutt í páskana. Á síðu Hringsins má einnig fylgjast með starfi félagsins. Lesendur Stykkishólms-Póstsins gætu í framtíðinni notið góðs að þessu fína framtaki þeirra Hringskvenna, á síðum blaðsins. am

Kvenfélagshornið

FATASÖFNUN Fer fram í Bónus dagana 17.–19. mars í tilefni af hippadögum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Allar flíkur vel þegnar, sérstaklega hippaföt. Fötin verða til sölu á hippadögum NFSN og rennur allur ágóði til Rauðakross Íslands, sem og afgangsföt. Stjórn NFSN

Til sölu: Vönduð útidyrahurð úr eik. Karmbreidd: 87 cm. Eyþór, sími: 8636241

Smáauglýsingar

Fermingarkort Boðskort Gestabækur Sálmaskrár Sýningarskrár Ritgerðar- og skýrsluprentun Gormun og innbinding Veggspjaldaprentun Ljósritun og prentun A4 og A3 Plöstun A4 og A3 Hönnun prentefnis Auglýsingahönnun Vörumerkjahönnun V e f s í ð u h ö n n u n Lófaleiðsögn Skönnun Ljósmyndir

Nemendur tónlistarskólans í Stykkishólmi tóku þátt í Nótunni á Akranesi með nemendum víðar af Vesturlandi og Vestfjörðum s.l. helgi. Skipti þar engum togum að öll voru atriðin verðlaunuð og fór svo að trommusveitin komst áfram og mun því leika í Hörpunni um helgina, ásamt Víkingasveit tónlistarskólans sem kemur fram á milli keppnisatriða. Öllum Nótuförum er óskað góðs gengis um helgina og færðar hamingjuóskir með árangurinn til þessa. am

Velgengni á Nótunni

Krakkar á ýmsum aldri fjölmenntu s.l. sunnudag þegar hljómsevitin Pollapönk hélt tónleika á Hótel Stykkishólmi í samvinnu við Snæfell. Þeir hljómsveitapiltar eru líflegir og skemmtilegir á sviði og hrifu börnin með í dansinn þegar hæst lét. am

Fjör á Pollapönkinu

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 15. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 19. árgangur 15. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

OA fundir á fimmtudögum kl.20.00 – 21.00 í Freyjulundi.

Til að gerast OA félagi þarf aðeins eitt:

Löngun til að hætta hömlulausu ofáti.

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

Framhaldsstofnfundur Listvinafélags Stykkishólmskirkju verður haldinn í Stykkishólmskirkju fimmtudagskvöldið 22. mars kl. 20.

Dagskrá:1. Lög félagsins kynnt og lögð fram til

samþykktar.2. Ákvörðun félagsgjalda3. Kosning til stjórnar. 4. Tillaga um starfsáætlun næsta árs lögð

fram til kynningar.5. Önnur mál

László Petö organisti Stykkishólmskirkju leikur á Klaisorgelið.

Allir velkomnir.

Undirbúningshópurinn

Við erum á Facebook – fylgist með!

Allar nánari upplýsingar í síma 438-1119 og í netfanginu [email protected]

Spareribs á fimmtudag

Föstudagstilboð!Heill kjúklingur og franskar kr. 1500Grill á laugardagskvöld

Hádegisopnun sunnudag: Dögurður (Brunch) Kr. 2.190/Kr. 890 12 ára og yngri.

Hamborgari vikunnar, í næstu viku:REKTORINN... fylgstu með á Facebook

Á laugardaginn klukkan 16:00 býðst bæjarbúum að líta við á æfingu karlakórs Kjalnesinga í Stykkishólmskirkju. Kórinn er að undirbúa sig fyrir vortónleika og er æfingin liður í að slípa til prógrammið og leggja hver öðrum gott til með jákvæðri og uppbyggilegri gagnrýni. Sérstakir gestir á æfingunni eru Karlakórinn Kári og Kór Stykkishólmskirkju og aldrei að vita nema félagar úr þessum kórum taki lagið með Kjalnesingum.Karlakór Kjalnesinga var stofnaður árið 1991 af nokkrum félögum af Kjalarnesi og Kjós og er æfingaaðstaða kórsins að Fólkvangi á Kjalarnesi. Páll Helgason stjórnaði kórnum fyrstu 20 árin en hann hefur haft mikil áhrif á tónlistar og menningarlíf í Kjósarsýslu. Haustið 2011 tók Örlygur Atli Guðmundsson við kórstjórninni. Í kórnum eru nú 55-60 söngmenn þegar hann er fullskipaður og koma þeir viða að af „stór Kjalarnessvæðinu“. Kórinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum og farið í söngferðalög svo sem til Kanada, Ítalíu, Parísar, Berlínar og nú síðast til Pétursborgar og Tallinn í fyrra sumar. Óvenjulegustu ferðirnar voru þó þegar kórinn, í tilefni af 20 ára afmælinu, arkaði á Esjuna til að syngja „Svífur yfir Esjunni“ og skellti sér síðan upp á Skjaldbreið til að flytja þar öll 11 erindin í Fjallið Skjaldbreið. Kórinn hefur gefið út 3 geisladiska og á að öllum líkindum mest spilaða íslenska kórmyndbandið á youtube en lesendur eru hvattir til að leita þar uppi „Ríðum sem fjandinn“. Karlakór Kjalnesinga á fjölmörg tengsl í Hólminn eins og gengur og gerist með svo fjölmennan hóp og til dæmis þá syngja þeir Gústi Péturs, Siggi Hallfreðs og Daði í Tónó með kórnum. Á æfingaskrá eru í bland hefðbundin kórlög og léttari dægurlög. Við lofum ekki hnökralausum flutningi eins og á tónleikum en það verður örugglega gaman. Sjáumst í kirkjunni á laugardaginn klukkan 16.

Opin æfing

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 15. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 11. tbl. 19. árgangur 15. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Hundaeigendur í Stykkishólmi

athugið!

Hundahreinsun

Hin árlega hundahreinsun fer fram laugardaginn

24. mars hjá dýralækninum að Áskinn 5, milli kl. 11-14.

Bæjarstjóri

Breytingar standa yfir á veitingahúsinu. Við verðum með opið eins og venjulega,

en næstu helgar verður lokað laugardag og sunnudag.

Biðjum bæjarbúa að sýna okkur þolinmæði næstu vikurnar.

Fylgist með á Facebook!

Hvítasunnukirkjan FíladelfíaSkúlagötu 6

Laugardagur 17. marsverður MCI biblíuskólinn í heimsókn.Fræðsla um andlegan vöx og lestur biblíunar.Kl. 10:30 - 14:30Súpa og brauð í hádeginu.

Samkoma kl. 20:00Allir hjartalega velkomnir

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Í tilefni að 90 ára afmæli mínu sunnudaginn 18.mars nk. býð ég vinum og velunnurum að koma og samgleðjast mér í Samkomuhúsi

Grundarfjarðar kl. 15.00 – 18.00 þann dag . Sýning verður á verkum mínum, söngur, kaffi glens og gamanmál. Mér þætti vænt um að sjá sem flesta.

Elna Orvokki Bárðason listakona Grundarfirði.

Messa verður sunnudaginn 18. mars kl. 17.00.

Sungnir verða uppáhaldssálmar kórfólksins.

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.