6
SÉRRIT - 21. tbl. 18. árg. 9.júní 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Kaldur sjómannadagur Flateyingar horfa til framtíðar Hvernig kemur samfélag sér saman um helstu gildi og framfaramál? Um þessar mundir undirbýr Framfarafélag Flateyjar svokallaðan Samfélagssamning Flateyinga. Samningurinn er afrakstur Eyjaþings sem haldið var í ágúst á síðasta ári. Samningurinn hefst á þessum orðum: „Okkur er ljóst að lífið hefur hagað því svo að við erum um skeið gæslumenn Flateyjar, náttúru, menningar og sögu og fáum að njóta hér einstakra gæða meðan svo varir.“ Öllum sem þess óska og tengjast Flatey, býðst að skrifa undir samninginn, íbúum sem eiga þar lögheimili eða hafa þar dvalarstað, þeim sem sinna þjónustu við Flatey og Flateyinga, þeim sem tengjast skipulags-, umhverfis- og verndarmálum og þeim sem fara með stjórnsýslu fyrir Flatey. Nú er verið að kynna drög að samningnum fyrir þessum aðilum og má vera að hann breytist eitthvað í þeirri umræðu, en stefnt er að undirskrift í Flatey í sumar. Með Eyjaþinginu tók Framfarafélag Flateyjar, í samstarfi við Reykhólahrepp, ferðaþjónustaðila og fleiri, forystu um mótun framtíðarsýnar fyrir Flatey, enda getur sú auðlind sem Flatey er, auðveldlega tapast ef ekki er að gáð. Þau mál sem helst voru til umræðu á Eyjaþinginu og brenna á heimamönnum, var síðan fylgt eftir með málþingi sem haldið var í Stykkishólmi í byrjun maí. Þar kynnti Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI, skilaboð Eyjaþings, Rannveig Ólafsdóttir dósent við Háskóla Íslands fjallaði um þolmörk ferðamennsku, Áslaug Traustadóttir frá Landmótun kynnti stöðu skipulagsmála og hvernig skilaboð Eyjaþingsins nýtast í þeirri vinnu og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti erindi um stöðu Flateyjar í stjórnskipulagi. Tveir stjórnarmenn úr Framfarafélaginu luku síðan dagskránni , Heimir Sigurðsson kynnti hugmyndir að verkefnum og forgangsröðun og Guðrún Arna Gylfadóttir kynnti tillögu vinnuhóps að samfélagssamningi. Fundarmenn ræddu síðan málin og forgangsröðuðu verkefnum. Félagið mun halda áfram í samstarfi við íbúa, Reykhólahrepp og aðra hagsmunaaðila að þoka málum áfram. Þess má geta að Ferðamálastofa veitti á þessu ári styrk til að bæta ferðamannaaðstöðu í Flatey og byggði umsóknin m.a. á skilaboðum Eyjaþings. Í því verkefni verður lögð áhersla á samráð við heimamenn og í bígerð er að Flateyingar haldi áfram að koma saman reglulega til að ráða ráðum sínum um málefni eyjarinnar. Þannig er ætlunin, eins og segir í drögum að samfélagssamningi, „... að gera það sem í okkar valdi stendur til að standa saman um farsæla framtíð Flateyjar“. Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir 22 Grásleppubátar 17.008 Grásleppunet Grásleppa 41 22 Handfærabátar 10.601 Handfæri Þorskur 22 Birta SH 707 4.035 Gildra Beitukóngur 2 Garpur SH 95 1.885 Gildra Beitukóngur 2 Samtals 33.529 67 AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 29.05.2011 - 04.06.2011 Kór Stykkishólmskirkju lauk sínu starfsári með því ýta úr vör Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju s.l. fimmtu- dag. Kórinn sinnir að sjálfsögðu skyldum sínum í sumar og undirbúningur fyrir næsta starfsár þegar hafinn. Kórinn flutti fjölbreytta dagskrá eftir innlenda og erlenda höfunda - bæði gamalt og nýtt efni. Meðal efnis voru nokkur eyjalög, ættjarðarlög og negrasálmar. Var góður rómur gerður að tónleikunum. Næstu tónleikar í röðinni verða n.k. fimmtudag þegar heimafólkið Unnur Sigmarsdóttir og Hólmgeir Þórsteinsson flytja verkið Heimskringla eftir Tryggva M. Baldvinsson og Þórainn Eldjárn sem leiftrar af húmor og gleði. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir 1000 kr., 800 kr. fyrir eldriborgara og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. am Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju farin af stað Það blés heldur kuldalega s.l. sunnudag, sjómannadag, þegar hátíðahöld hófust niðri við höfn rétt eftir hádegið. Keppendur í hinum ýmsu greinum létu það þó ekki á sig fá og sumir skelltu sér í blautbúninga til að verjast kuldanum. Áberandi var lágur meðalaldur keppenda í greinunum að þessu sinni.

Stykkishólms-Pósturinn

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblað Hólmara í 17 ár!

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn

SÉRRIT - 21. tbl. 18. árg. 9.júní 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Kaldur sjómannadagurFlateyingar horfa til framtíðar

Hvernig kemur samfélag sér saman um helstu gildi og framfaramál? Um þessar mundir undirbýr Framfarafélag Flateyjar svokallaðan Samfélagssamning Flateyinga. Samningurinn er afrakstur Eyjaþings sem haldið var í ágúst á síðasta ári. Samningurinn hefst á þessum orðum: „Okkur er ljóst að lífið hefur hagað því svo að við erum um skeið gæslumenn Flateyjar, náttúru, menningar og sögu og fáum að njóta hér einstakra gæða meðan svo varir.“ Öllum sem þess óska og tengjast Flatey, býðst að skrifa undir samninginn, íbúum sem eiga þar lögheimili eða hafa þar dvalarstað, þeim sem sinna þjónustu við Flatey og Flateyinga, þeim sem tengjast skipulags-, umhverfis- og verndarmálum og þeim sem fara með stjórnsýslu fyrir Flatey. Nú er verið að kynna drög að samningnum fyrir þessum aðilum og má vera að hann breytist eitthvað í þeirri umræðu, en stefnt er að undirskrift í Flatey í sumar. Með Eyjaþinginu tók Framfarafélag Flateyjar, í samstarfi við Reykhólahrepp, ferðaþjónustaðila og fleiri, forystu um mótun framtíðarsýnar fyrir Flatey, enda getur sú auðlind sem Flatey er, auðveldlega tapast ef ekki er að gáð. Þau mál sem helst voru til umræðu á Eyjaþinginu og brenna á heimamönnum, var síðan fylgt eftir með málþingi sem haldið var í Stykkishólmi í byrjun maí. Þar kynnti Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI, skilaboð Eyjaþings, Rannveig Ólafsdóttir dósent við Háskóla Íslands fjallaði um þolmörk ferðamennsku, Áslaug Traustadóttir frá Landmótun kynnti stöðu skipulagsmála og hvernig skilaboð Eyjaþingsins nýtast í þeirri vinnu og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti erindi um stöðu Flateyjar í stjórnskipulagi. Tveir stjórnarmenn úr Framfarafélaginu luku síðan dagskránni , Heimir Sigurðsson kynnti hugmyndir að verkefnum og forgangsröðun og Guðrún Arna Gylfadóttir kynnti tillögu vinnuhóps að samfélagssamningi. Fundarmenn ræddu síðan málin og forgangsröðuðu verkefnum. Félagið mun halda áfram í samstarfi við íbúa, Reykhólahrepp og aðra hagsmunaaðila að þoka málum áfram. Þess má geta að Ferðamálastofa veitti á þessu ári styrk til að bæta ferðamannaaðstöðu í Flatey og byggði umsóknin m.a. á skilaboðum Eyjaþings. Í því verkefni verður lögð áhersla á samráð við heimamenn og í bígerð er að Flateyingar haldi áfram að koma saman reglulega til að ráða ráðum sínum um málefni eyjarinnar. Þannig er ætlunin, eins og segir í drögum að samfélagssamningi, „... að gera það sem í okkar valdi stendur til að standa saman um farsæla framtíð Flateyjar“.

Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir

22 Grásleppubátar 17.008 Grásleppunet Grásleppa 41

22 Handfærabátar 10.601 Handfæri Þorskur 22

Birta SH 707 4.035 Gildra Beitukóngur 2

Garpur SH 95 1.885 Gildra Beitukóngur 2

Samtals 33.529 67

AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 29.05.2011 - 04.06.2011

Kór Stykkishólmskirkju lauk sínu starfsári með því að ýta úr vör Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju s.l. fimmtu-dag. Kórinn sinnir að sjálfsögðu skyldum sínum í sumar og undirbúningur fyrir næsta starfsár þegar hafinn. Kórinn flutti fjölbreytta dagskrá eftir innlenda og erlenda höfunda - bæði gamalt og nýtt efni. Meðal efnis voru

nokkur eyjalög, ættjarðarlög og negrasálmar. Var góður rómur gerður að tónleikunum. Næstu tónleikar í röðinni verða n.k. fimmtudag þegar heimafólkið Unnur Sigmarsdóttir og Hólmgeir Þórsteinsson flytja verkið Heimskringla eftir

Tryggva M. Baldvinsson og Þórainn Eldjárn sem leiftrar af húmor og gleði. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir 1000 kr., 800 kr. fyrir eldriborgara og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. am

Sumartónleikaröð Stykkishólmskirkju farin af stað

Það blés heldur kuldalega s.l. sunnudag, sjómannadag, þegar hátíðahöld hófust niðri við höfn rétt eftir hádegið. Keppendur í hinum ýmsu greinum létu það þó ekki á sig fá og sumir skelltu sér í blautbúninga til að verjast kuldanum. Áberandi var lágur meðalaldur keppenda í greinunum að þessu sinni.

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 21. tbl. 18. árgangur 9.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar var samþykktur í bæjarstjórn 19. maí slHelstu niðurstöður ársreiknings eru þær að rekstrartekjur A hluta, þ.e. bæjarsjóðs námu 687,3 millj. kr. Rekstrargjöld A hluta námu 758,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 71,2 millj. kr. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 748,3 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki. Rekstrargjöld A og B hluta námu 821,7 millj. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var neikvæð um 73,5 millj. kr. í samanteknum ársreikningi A og B hluta. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2010 nam, eftir að lífeyrisskuldbindingar höfðu verið dregnar frá, 882,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta (bæjarsjóðs) 1.051,3 millj. kr. Eins áður hefur komið fram var rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs A-hluti neikvæð um 71,2 millj. kr. Helstu ástæður þessarar rekstrarniðurstöðu má rekja til hækkunar launakostnaðar miðað við fjárhagsáætlun. Helstu skýringar á því eru að launakostnaður innan fræðslumála fór töluvert framúr áætlun, auk þess sem fráfarandi bæjarstjóri átti rétt á launum allt fjárhagsárið en ekki hafði verið gert ráð fyrir því í áætlunum. Tekjur bæjarsjóðs reyndust umtalsvert lægri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Hafa tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dregist mjög mikið saman eftir efnahagshrunið haustið 2008.Það sem er jákvætt við rekstur bæjarsjóðs A og B hluta er að Hafnarsjóður var rekin með 6,5 millj. kr. hagnaði, sem er mikill viðsnúningur miðað við tap s.l. ár. Auk þess var 0,6 millj.kr. hagnaður Fráveitu á árinu, en það var 27,1 milljón kr. tap á henni á árinu 2009. Ákveðið var á árinu 2010 að færa niður skuldir Fráveitu við bæjarsjóð um 150 millj. kr. Leiddi það til lægri fjármagnstekna fyrir A hluta og lægri fjármagnsgjalda hjá Fráveitu.Eignir A hluta bæjarsjóðs voru 2.280 millj. kr. Eigið fé 1.051 millj. kr. og skuldir ásamt skuldbindingum 1.228 millj.kr. Ef við skoðum samantekinn ársreikning A hluta bæjarsjóðs og B hluta fyrirtækja Stykkishólmsbæjar námu eignir í árslok 2.306 millj. kr. Eigið fé var 882 millj.kr. og skuldir ásamt skuldbindingum námu 1.424 millj. kr. Mikilvægt er að auka veltufé frá rekstri til að standa undir afborgunum langtímalána og nýta til fjárfestinga. Veltufé frá rekstri var 24,9 millj.kr. en afborganir langtímalána námu 129,5 millj.kr. Ljóst er að fylgjast verður vel með handbæru fé sveitarfélagsins til að það geti staðið undir þeim skuldbindingum sem búið er að samþykkja. Fjárfestingar á árinu 2010 voru 45,8 milljónir króna og vegur fjárfesting í Grunnskóla viðbygging og eldhúsaðstaða í Íþróttamiðstöð þyngst.Álagningarhlutfall útsvars var 13,28%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts var 0,43% á íbúðarhúsnæði.Álagningarhlutfall á aðrar fasteignir var 1,65%. Ársreikningurinn í heild sinni verður birtur á heimasíðu Stykkishólmbæjar. Auk þess verða á heimasíðunni afrit af fréttatilkynningu sem send var frá Stykkishólmsbæ og glærukynningar vegna ársreiknings 2010 og fjárhagsáætlunar 2011 sem haldinn var í Ráðhúsinu 1. júní sl.

Með sumarkveðjuGyða Steinsdóttir

Bæjarstjóri

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2010

Árið 1957 ritaði Guðbrandur Sigurðsson, bóndi á Svelgsá í Helgafellssveit, grein þar sem upp voru taldar allar selstöður sem honum var kunnugt um í Helgafellssveit. Guðbrandur lauk greininni á þessum orðum: „Það, sem hér þarf að gjöra, er þetta: Það á að skrásetja allar seltóftir í landinu. Gera nákvæma teikningu af þeim og ljósmynda þær“ (Breiðfirðingur, 1957: 75-76). Verkefnið „Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi“, sem nýverið hlaut styrk úr Fornleifasjóði, hefur það að markmiði að svara kalli Gruðbrandar frá árinu 1957 með því að rannsaka seljabúskap á svæðinu bæði með skráningu meintra seljarústa og rannsóknum á þeim með uppgreftri. Heimildir eru til um a.m.k. 17 sel eða selstöður í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ. Þessar selstöður eru misgamlar og hafa verið í notkun mislengi. Allt bendir til þess að selstöður hafi lagst af á þessu svæði á 17. – 18. öld en heimildir eru um fornar selstöður í Helgafellssveit frá því um 1250 og jafnvel allt frá landnámi. Verkefnið miðar að því að skrásetja allar þessar selstöður á vettvangi en í því felst að gera uppdrátt af þeim, skrifa minjalýsingu, ljósmynda og staðsetja þær nákvæmlega með GPS hnitum. Með því að skrásetja þessar selstöður munum við reyna að svara því hvort seljum á þessu svæði hafi verið valin staðsetning með nýtingu á ákveðnum auðlindum í huga, t.d. mýrarauða, vatnafiski, skóghöggi eða eggjatöku, eða hvort aðgangur að beitilandi hafi skipt þar mestu máli. Verkefnið miðar þó ekki einungis að því að skrásetja þekktar minjar og þær sem heimildir eru um heldur verður einnig reynt að finna horfnar selstöður og/eða selstöður sem lagðar hafa verið af áður en ritaðar heimildir komu til sögunnar.Samhliða skráningunni í sumar verður gerð prufurannsókn á selstöðu í landi Hrísakots í Helgafellssveit. Markmið sumarsins er að ná í sýni sem sent verður í C-14 aldursgreiningu svo ákvarða megi aldur þess. Tilgáta rannsakenda er að hér sé um forna selstöðu að ræða, mögulega frá því fyrir 1200, þ.e. selstöðu eldri en elstu heimildir greina frá. Í framhaldinu stendur til að rannsaka selstöðuna í heild sinni með uppgreftri og samhliða því að skrá fleiri selstöður, næst í Eyrarsveit og Grundarfjarðarbæ og síðan koll af kolli út norðanvert Snæfellsnesið, en það framhald byggist á því að fjármunir fáist til verkefnisins á næstu árum. Gangi allt eftir er fyrirhugað að rannsaka fleiri en þessa einu selstöðu með uppgreftri og fá þannig samanburð á selstöðum af mismunandi aldri, staðsetningu eða öðru. Með uppgreftri vonumst við til að hægt verði að leggja frekara mat á það hvers konar athafnir fóru fram í seljunum og jafnvel hvort þar hafi unnið ákveðinn hópur fólks eða tilteknar stéttir, s.s. bændur, vinnumenn, börn eða konur, líkt og greint er frá í heimildum, t.d. í Laxdæla sögu.Rannsóknirnar í sumar, þ.e. skráningin og prufurannsóknin, munu fara fram á tímabilinu frá 20. júní og fram undir miðjan júlí og er stefnt að því að kynna niðurstöður sumarsins á einum til tveimur fyrirlestrum í lok þess.

Með kærri kveðju (og von um áhuga og stuðning)Ásta Hermannsdóttir og Sindri Ellertsson Csillag

fornleifafræðingar

Fornleifarannsóknir: Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

SmáauglýsingarNýlegt kvenhjól til sölu. Hjólið er af gerðinni Mosquito (sjá www.mosquito.co.uk) , 7 gíra, með körfu og lás. Verð 25.000. Upplýsingar í síma 896-1909Vantar litla íbúð til leigu nú þegar. Gunnar s. 866-5747

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 21. tbl. 18. árgangur 9.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Aðalfundarboð

Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn, fimmtudaginn 9. júní kl. 10:30, í húsnæði Símenntunar að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi.

Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfÖnnur mál

Sérstakur gestur fundarins:Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, forstöðumaður hugverkaiðnar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, en hún ætlar m.a. að fjalla um: Þörf atvinnulífsins fyrir menntað starfsfólkHvernig eru þarfir skilgreindar og tímasettar, áhugi fólks tendraður og gott framboð menntunar tryggt?

Allir velkomnir!

Fatamarkaður Andrésar

verður í

Félagsheimilinu Skjöldur

Helgafellssveit

miðvikudag og fimmtudag

8. og 9. júní kl. 14-18

Nýr herrafatnaður í úrvali.

Mikið úrval af buxum.

Eldri fatnaður á tilboði.

Andrés fataverslun Ásgeir Höskuldsson

Sími 8626439

Skrifstofustarf - AfleysingStykkishólmsbær óskar eftir að ráða í starf ritara bæjarstjóra. Um er að ræða afleysingarstarf í eitt ár. Starfshlutfall er 70% og vinnutími er frá 8-14. Meðal verkefna ritara eru: Reikningagerð, ritun bréfa og frágangur fundargerða. Auk þess eru mörg önnur fjölbreytt verkefni, s.s símsvörun, færslur inná heimasíðu auk annarra tilfallandi verkefna.Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af skrifstofustörfum og góða almenna tölvukunnáttu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga.Umsóknarfrestur er til 23. júní 2011. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Ræstingar Stykkishólmsbær óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna ræstingum í blokkinni, Skúlagötu 9. Um er að ræða 10% starf.

Laun eru samskvæmt kjarasamningum Starfsman-nafélag Dala og Snæfellinga.Umsóknarfrestur er til 23. júní 2011.

Umsóknir skulu berast Stykkishólmsbæ, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið [email protected], ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir:Þór Örn Jónsson, bæjarritari í síma 433 8100 og netfang: [email protected]

Stykkishólmsbær

Frá Daglega Stykkishólmi 9:00 15:00 Flatey (til Brjánslækjar) 10:30 17:15Brjánslæk 12:15 18:00Flatey (til Stykkishólms) 13:15 20:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför. www.saeferdir.is

Ferjan Baldur Áætlun frá 10.06.2011

Í tilefni Hvítasunnuhátíðar.Tax free afsláttur af ýmsum barna og

dömufatnaði.

Verið velkomin, Heimahornið

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 21. tbl. 18. árgangur 9.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Fiðrildi veiddFiðrildagildra hefur verið sett upp í þjóðgarðinum Snæfellsjökli í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands en slíkar gildrur eru komnar allvíða um landið. Fylgjast á með komu fiðrilda í gildruna, hvað tegundir koma og hvenær, en ferðir fiðrilda þykja gefa góða vísbendingu um breytingar í náttúrunni sem mikilvægt er að fylgjast með. Landverðir þjóðgarðsins munu vakta gildruna og síðan verður aflanum komið áfram til Náttúrustofunnar til greiningar. Hingað til hefur aflinn verið heldur rýr enda hefur verið kalt í veðri og vindasamt. Gildran er líkt og frá öðrum heimi í náttúru þjóðgarðsins en fróðlegt verður að vita hvað fiðrildi veiðast hér yst á Snæfellsnesinu og bera saman við þau sem falla fyrir gildrum í öðrum landshlutum.

Ævintýri neðanjarðarHellaferðir í Vatnshelli í þjóðgarðinum Snæfellsjökli eru hafnar og verða alla daga í sumar fram til 20. ágúst. Eingöngu er farið í hellinn undir leiðsögn landvarða þjóðgarðsins sem fræða gesti um þau undur sem þar er að sjá. Fyrsta ferð á morgnana er kl. 10 og síðasta ferð kl. 16. Tuttugu manns komast með í hverja ferð og tekur hún um klukkutíma. Nauðsynlegt er að vera hlýlega klæddur, í góðum skóm og með hanska en þjóðgarðurinn útvegar hjálma og höfuðljós. Gjald fyrir ferðina er 1000 kr. og er frítt fyrir börn. Hægt er að mæta upp við hellinn eða bóka ferð fyrirfram og er það nauðsynlegt fyrir hópa. Nánari upplýsingar og bókanir eru í síma 665 2818.

Fiðrildavöktun og VatnshellirÞetta vor hefur verið í kaldara lagi og ískalt samanborið við allra síðustu ár. Gróður tekur síðar við sér og varp fugla seinkar sem því nemur eða verður erfiðara. Líklega kemur kuldinn mjög misjafnlega niður á ólíkum tegundum fugla; margir af stærri fuglunum þrauka en sumir af þeim minni seinka varpi eða hreinlega hætta við varp. Hjá langlífum tegundum kemur það varla að sök en getur höggvið stór skörð í aðra stofna. Veðrið er þó ekki eini örlagavaldurinn þegar kemur að fuglavarpi, heldur er fæðuframboðið líklega oftar takmarkandi þáttur. Að undanförnu hafa heyrst fréttir af mikilli fækkun sjófugla við sunnan- og vestanvert landið. Þessi fækkun er að líkindum lítið tengd þessu kalda vori en er í rökréttu framhaldi af óheillavænlegri þróun síðustu ára með hlýnandi sjó og síendurteknum viðkomubresti, sérstaklega hjá fuglum sem treysta á sandsíli fyrir sig og unga sína. Þetta á t.d. við um kríu, lunda, svartfugla, ritu og sílamáf en stofnar allra þessara tegunda eru á niðurleið. Orsakir hruns sílastofna eru að miklu leyti ókunnar en virðast nátengdar breytingum á straumakerfum í sjó og loftslagsbreytingum. Vonandi mun varp sjófugla taka við sér á næstu dögum en til þess þarf fæðuframboð að aukast á ný. Varp margra tegunda, t.d. lunda, kríu og svartbaks, er þegar orðið seint og er útlitið ekki gott við Breiðafjörð sem og víða annars staðar. Sennilega getum við mennirnir fátt aðhafst til að koma fuglunum til bjargar þegar til skamms tíma er litið. Helst kemur til greina að draga úr nytjum og hefur umhverfisráðherra biðlað til landeigenda að takmarka eða fella niður eggjatöku og hlunnindaveiðar í sumar vegna lélegs ástands margra sjófuglastofna. Ástæða er til að að taka undir það sjónarmið við þetta óvenjulega ástand þegar nær allar nytjar eru ósjálfbærar.

Róbert Arnar Stefánsson

Fiðraðir vinir í vanda

Messa verður á Hvítasunnudag, 12. júní, kl. 14.00.

Fermt verður í messunni.Fermd verða:

Árþóra Ingibjörg Álfgeirsdóttir, Ásklifi 12

Brynhildur Inga Níelsdóttir, Áskinn 4

Helena Helga Bergmann Baldursdóttir, Búðanesi 1

Hinrik Þór Þórisson, Ásklifi 4

Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Laufásvegi 16

Marteinn Óli Þorgrímsson, Víkurflöt 7

Ólafur Þórir Ægisson, Sundabakka 5

Silja Katrín Davíðsdóttir, Silfurgötu 2

Viktor Marinó Alexandersson, Laufásvegi 5

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 21. tbl. 18. árgangur 9.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Sumartími

Í sumar er skrifstofa sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi

opin frá 14. júní til og með 31. ágúst milli kl. 10 og 14.

30. maí 2011Ólafur K. Ólafsson

sýslumaður

Nesbrauð auglýsir breytingu á opnunartíma.

Opið alla daga frá kl. 8-17.

Alltaf nýbakað.

Hlökkum til að sjá þigStarfsfólk Nesbrauðs ehf,

sími 438-1830

Nýja gámasvæðið tekið í notkun

Nú eiga bæjarbúar kost á að leigja stæði fyrir gáma á gámasvæði vestan við Snoppu.

Leiguverð greiðist fyrirfram og er kr. 1000.- á mánuði fyrir lítinn gám og kr. 1500.- fyrir stóran gám.

Um næstu áramót mun gjaldskrá fyrir leigu verða endurskoðuð í tengslum við fyrirhugaða breytingu á gjaldskrá geymslusvæðisins í Heljarmýri.

Áhugasamir eru beiðnir að skila inn umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu bæjarins stykkisholmur.is og á skrifstofu bæjarins, Hafnargötu 3.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 21. tbl. 18. árgangur 9.júní 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Sundlaug StykkishólmsBreyttur opnunartími

Þann 4. júní breyttist helgaropnun í sundlauginni.Framvegis verður opið frá kl 11.00 til 18.00

laugardaga og sunnudaga sem og aðra rauða daga.

Velkomin í sund, starfsfólk sundlaugar.

Sumartónleikar StykkishólmskirkjuFimmtudaginn 9. júní kl. 20

Heimskringlaeftir Tryggva M. Baldvinsson og Þórarinn Eldjárn

Unnur Sigmarsdóttir, mezzósópran ogHólmgeir Þórsteinsson, píanó, flytja.

Lista- og menningarsjóðurStykkishólmsbæjar

Dorrit Moussaieff forsetafrú og verndari Æðarseturs Íslands opnar setrið í Norska húsinu

annan í hvítasunnu þann 13. júní kl. 15.Allir velkomnir.

Æðarsetur Íslands er opið í Norska húsinu daglega í sumar frá kl. 12 – 17.

Opið alla daga frá kl. 11:30 - 23:00Föstudaga og laugardaga frá kl. 11:30-01:00

narfeyrarstofa.is sími 438-1119