8
SÉRRIT - 44. tbl. 18. árg. 15. desember 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Norska húsið komið í jólabúning Verslum í heimabyggð. Munið gjafakort Eflingar! Mikið var um að vera í Norska húsinu s.l. helgi þegar húsið opnaði fyrir gestum og gangandi. Í krambúðinni hafa jólavörur verið dregnar fram og ýmsar nýjar bæst í hópinn. Æðarsetur Íslands er í mjólkurstofunni og í eldhúsinu er búið að koma fyrir jólaskrauti frá ýmsum tímum s.l. laugardag var markaðsdagur í Eldhúsinu þar sem boðið var upp á matarkyns góðgæti. Mátti finna ýmislegt á söluborðum m.a. heimareykt bjúgu sem ruku út, harðfiskur, Lambapaté og konfekt. Að ógleymdu góðu úrvali af bakkelsi, íslenskri bláskel og þara. Íslensk bláskel bauð upp á þarasúpusmakk að hætti Rúnars Marvinssonar og voru ótalmargir gestir sem tóku þeirri áskorun að smakka þarasúpu. Verðandi forstöðumaður í Norska húsinu leit við og segist aðspurð hlakka til nýja starfsins. AlmaDís Kristinsdóttir segir segir aðeins frá sjálfri sér í stuttu spjalli inni í blaðinu. am Sími 438 1587 Gefðu gjöf sem gleður, gjafakort frá ANKA. snyrtistofa Skilafrestur efnis í jóla- og áramótablaðið sem kemur út þann 22. desember er 18. desember n.k. Blaðið verður borið út í hvert hús!

Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011 Bæjarblað allra Hólmara

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

SÉRRIT - 44. tbl. 18. árg. 15. desember 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Norska húsið komið í jólabúning

Verslum í heimabyggð.Munið gjafakort Eflingar!

Mikið var um að vera í Norska húsinu s.l. helgi þegar húsið opnaði fyrir gestum og gangandi. Í krambúðinni hafa jólavörur verið dregnar fram og ýmsar nýjar bæst í hópinn. Æðarsetur Íslands er í mjólkurstofunni og í eldhúsinu er búið að koma fyrir jólaskrauti frá ýmsum tímum s.l. laugardag var markaðsdagur í Eldhúsinu þar sem boðið var upp á matarkyns góðgæti. Mátti finna ýmislegt á söluborðum m.a. heimareykt bjúgu sem ruku út, harðfiskur, Lambapaté og konfekt. Að ógleymdu góðu úrvali af bakkelsi, íslenskri bláskel og þara. Íslensk bláskel bauð upp á þarasúpusmakk að hætti Rúnars Marvinssonar og voru ótalmargir gestir sem tóku þeirri áskorun að smakka þarasúpu. Verðandi forstöðumaður í Norska húsinu leit við og segist aðspurð hlakka til nýja starfsins. AlmaDís Kristinsdóttir segir segir aðeins frá sjálfri sér í stuttu spjalli inni í blaðinu. am

Sími 438 1587

Gefðu gjöf sem gleður, gjafakort frá ANKA.

snyrtistofa

Skilafrestur efnis í jóla- og áramótablaðið

sem kemur út þann 22. desember er

18. desember n.k.Blaðið verður borið út í hvert hús!

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 18. árgangur 15. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í sambandi við sorp hér í Stykkishólmi að nú er hægt að flokka jólapappír í grænu tunnuna, því Íslenska Gámafélagið mun koma honum í endurvinnslu. Mikið af jólapappír fellur til á þessum árstíma og nú er hægt að setja hann í grænu tunnuna. Það má þó ekki flokka hann með öðrum pappír og því þarf að setja hann í gegnsæjan poka áður en hann fer í grænu tunnunaSlaufur og borðar eru hins vegar úr mismunandi hráefni og er fólki bent á að setja það í gráu tunnuna.Einnig er gott að minna á að gler má ekki fara í grænu tunnuna, því skal skila í móttöku í gámastöð við Snoppu am

Endurvinnslan um jólin

Íslensk bláskel ehf

Við undirritaðar erum nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Við erum skráðar í áfanga sem heitir Comenius og er samstarfsverkefni níu skóla í Evrópu. Við höfum núna tekið þátt í fjórum verkefnum, og í hverju verkefni gerum við eitt myndband með hinum þjóðunum. Á milli ferða er ákveðið eitthvert þema og hver þjóð gerir myndband út frá því sem síðan er sett á heimasíðu verkefnisins http://comeniusteentv.eu/ . Í fyrsta verkefninu fengum við nemendur og kennara í hinum skólunumí heimsókn til okkar og sögðum við ykkur frá því í mars sl.. Önnur heimsóknin var á Las Palmas á Kanarí í lok april. Þangað fóru þrír nemendur frá okkur, þær Sædís Ragna, Jóhanna og Soffía Rós. Þær skemmtu sér rosalega vel og gerðu myndband um hvað við fáum úr verkefninu og hét það Somos comenius. Síðan í október síðastliðnum fóru fjórir nemendur, þær Anna Júnía, Hildur Björg, Hrefna Rós og Rebekka til bæjarins Wlocklawek í Póllandi. Það var einnig virkilega gefandi og skemmtileg lífsreynsla. Þar var búið til annað myndband þar sem áhersla var lögð á hvernig á að taka viðtöl. Í mars á næsta ári fara þær Anna Lind, Elín Sóley og Katrín Sara til bæjarins Geel í Belgíu og verður það síðasta ferðin í þessu verkefni. Fyrir þá heimsókn munum við vinna að verkefni um félagsleg tengsl og samskipti mismunandi kynslóða. Þið munuð því jafnvel verða vör við okkur að loknu jólafríi, því við komum til með að taka viðtöl við ansi marga fyrir þetta myndband. Það er ómetanleg lífsreynsla fyrir okkur að vinna með og kynnast nemendum frá jafn ólíkum löndum og eru í verkefninu, en þau eru Frakkland, Grikkland, Ítalía, Belgía, Norður-Írland, Spánn, Pólland og Þýskaland. Viljum við þakka öllum þeim sem hafa stutt okkur og óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar.

Anna Júnía, Anna Lind, Elín Sóley, Hildur Björg, Hrefna Rós, Jóhanna, Katrín Sara, Lilja Hrund, Rebekka, ,Soffía Rós, Hrafnhildur og Sólrún

Comenius – Teen TV

Eins og sjá mátti í aðventudagatali Stykkishólms nú fyrir skömmu þá var eitthvað sem hét „Pop-Up“ á dagskránni á Aðalgötu 20 nú á aðventunni. Fyrirbærið Pop-Up er vel þekkt erlendis og er farið að bera á því í Reykjavík. En þetta eru hönnuðir eða verslanir sem dúkka upp á einhverjum stað í mjög stuttan tíma og selja vörur sínar. En á föstudaginn munu nokkrir aðilar skemmta sér og öðrum með varningi og ljúfu smakki á danska vísu. Húsnæðið er framtíðarhúsnæði Leirs 7 og er áætlað að leirverkstæðið opni þar á útmánuðum.Allir eru þetta vinir Leirs 7 sem kynna og selja afurðir sínar.Meðal þess sem er á boðstólum er keramik frá Leir7 og keramik frá Önnu Siggu. Hjördís Þorfinnsdóttir frá kjólabúðinni Hosiló á Selfossi kemur með sýnishorn af sinni vöru ásamt því að yfirdekkja tölur með roði frá Sjávarleðri á Sauðárkróki, er þá hægt að velja liti og stærðir á staðnum. Lára Gunnarsdóttir og Ingibjörg Ágústsdóttir eru með útskorna muni í tré. Ingiríður Óðinsdóttir er með textíl en hún hefur fengist við að þæfa úr íslensku ullinni frá Þingborg.Vonoast aðstandendur til að sjá sem flesta á Aðalgötunni í jólastemmningu og gleði á föstudaginn frá 16-19 am

Pop-Up???

Árný Guðmunddóttir starfs- maður á Dvalarheimilinu til margra ára, hefur séð um flösku-sjóðinn þar og af dugnaði náð að safna fyrir ýmsum hlutum í gegnum árin. Nú kom hún færandi hendi með 2 nuddstóla sem hún færði heimilinu.Þökkum við henni innilega fyrir gjöfina og dugnaðinn við að koma þessu í kring.Á myndinni er Eyjólfur Ólafsson og Erla Gísladóttir forstöðukona sem veitir stólnum viðtöku úr hendi Árnýjar.

Starfsfólk Dvalarheimilisins

Flöskusjóður Takk fyrir stuðninginnKörfuknattleiksdeild Mostra vill koma þakklæti til allra þeirra sem studdu liðið í leiknum gegn KR síðastliðinn sunnudag. Fjöldi fólks lagði leið sína í íþróttahúsið til að fylgjast með leiknum á meðan aðrir studdu við liðið með því að aðstoða við umgjörð leiksins. Talnaglöggir menn sögðu að um 150 manns hefðu verið í húsinu. Gríðarleg stemning myndaðist í stúkunni og gaman var að sjá hversu vel margir skemmtu sér. Það var kærkomið fyrir leikmenn Mostra að hafa hrútinn Móra frá Helgafelli í húsinu til andlegs stuðnings. Við viljum einnig koma þökkum til stjórnar Snæfells sem og leikmanna beggja liða fyrir þeirra hlut, þau kunna til verka þegar kemur að því að halda utan um stóra leiki. Eins viljum við þakka eigendum liðsins, þeim Atla Sigurþórs og Bjössa Kolla fyrir þeirra framlag. Eftir mikla baráttu lauk leiknum með sigri KR-inga en þrátt fyrir það vorum við Mostra menn sáttir við leikinn í heild sinni sem og stuðningsmennina. Takk fyrir okkur!

f.h. kkd. Mostra, Ísak Hilmarsson

ZoOn, 66°Norður vörurnarog fullt af öðrum gjafavörum!

Opið laugardaginn 17. desember   kl. 14-18 - fyrir þá sem komast ekki á virkum dögum!

Nú fyrir nokkrum dögum boðaði Sverrir Þór Sverrisson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna til æfinga fyrir hópinn. Æfingarnar hefjast milli jóla og nýárs og eru upphafið að undirbúningi fyrir Norðurlandamót kvenna sem fram fer í Noregi í lok maí. Gaman er að sjá að í hópnum eru þrjár Snæfellsstelpur. Það eru þær Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Helga Björgvinsdóttir. En ekki er um endanlegan hóp að ræða og geta leikmenn bæst við eftir því sem nær dregur móti. am

Snæfellsstelpurnar í landsliðshóp

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 18. árgangur 15. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Opið í hádeginu alla virka daga! Frá kl. 11:30 - 13:30 Fimmtud.: 18 - 21:30

Föstudagar: 18 - 01 Laugardagar: 17 - 01 Sunnudagur: 12 -15

Danskur Julefrokost

16.-17. desember - Borðapantanir

Aðventudögurður/Brunch Kl.12-15 (Húsið lokar kl. 16) 18. desember - Borðapantanir

Hádegisjólaplatti öll hádegi

fram að Þorláksmessu aðeins kr. 1.590

Skötuhlaðborð

- að hætti Sæþórs og Gunnars á Þorláksmessu - BorðapantanirSeljabúskapur

á norðanverðu Snæfellsnesi.

Síðastliðið sumar rannsökuðu Ásta Hermannsdóttir og Sindri Ellertsson Csillag selstöður í Helgafellssveit.Þau munu kynna helstu niðurstöður á Ráðhúsloftinu mánudaginn 19. des. kl. 20.

Allir hjartanlega velkomnir

Fornleifafræðistofan og

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

AÐVENTUSTUNDí StykkishólmskirkjuSunnudaginn 18. desember 2011 kl. 17

Samverustund fyrir alla fjölskylduna við kertaljós og jólatónlist í flutningi Kórs Stykkishólmskirkju og gesta.

Leikið verður á nýja orgelið og það kynnt sérstaklega fyrir gestum.

Allir velkomnir - Enginn aðgangseyrir

Þakk

ir fæ

r Ski

paví

k fy

rir v

eitta

n st

uðni

ng

Jólakráarviska og Jólakarókí á laugardagskvöldið í umsjá Tónlistarfélagsins Meðlætis!

Nuddstofan Lindin

Gjafabréf frá Lindinni er góð gjöf

Ágústína 6991436 Fríða 8667702 Lára 8666417

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Jól og áramót23. desember: Frá Stykkishólmi 9:00 & 15:00 Frá Brjánslæk 12:00 & 18:00

Engar ferðir: 24., 25. og 31. desember og 1. janúar 2012

2. janúar 2012: Frá Stykkishólmi 9:00 & 15:00 Frá Brjánslæk 12:00 & 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 18. árgangur 15. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

SmáauglýsingarViltu sjóða skötuna í bílskúrnum? Hef til sölu nokkrar prímushellur með gaskút verð 5000kr Uppl.í síma 8937050Tveir upp aldir og góðlegir kanínustrákar á unglingsaldri þurfa að flytjaað heiman. Þeir fást gefins. Jón Einar 8472436Hárstofan selur jólkort fyrir íþróttafélag fatlaðra 10 kort á 500 kr.

Í haust var auglýst staða forstöðumanns í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Alls sóttu 5 um stöðuna en þeir voru:AlmaDís Kristinsdóttir, Ása Hlín Benediktsdóttir, Heiðrún Eva Konráðsdóttir, Heimir Laxdal Jóhannsson og Málfríður Gylfadóttir. Gengið hefur verið til samninga við ÖlmuDís Kristinsdóttur og mun hún hefja störf á næsta ári.AlmaDís, sem aldrei er kölluð annað, leit við í Norska húsinu um nýliðna helgi og aðspurð tók hún vel í að segja aðeins deili á sér og sínum fyrir Stykkishólms-Póstinn.Sigló–KEF–Reykjavík–Boston–Denver–Akureyri-Reykjavík–Stykkishólmur! Það hefur nú verið dálítið flakk á mér satt best að segja. Ég fæddist (óvart) á Siglufirði, á ferðalagi sumsé, en ólst upp í Keflavík og flutti þaðan 16 ára til að fara í Versló. Eftir verslunarpróf fór eg sem skiptinemi til Bandaríkjanna og kláraði stúdentinn í FG (Fjölbrautarskólanum í Garðabæ) 1990. Þar vaknaði safnaáhuginn fyrst í áfanga sem heitir Listir og menning. Við þvældumst á alls konar söfn og í dag er ég doktorsnemi í safnafræði! Það tók mig nokkur ár að finna safnaáhugann aftur því ég byrjaði á því að elta (þá kærasta og seinna) barnsföður minn til Boston. Þar lauk ég BFA-námi í grafískri hönnun 1995. Við fluttum með nýfæddan dreng til Denver, Colorado vegna vinnu og bjuggum þar í 5 ár. Fyrsta starfið mitt á safni var einmitt sem hönnuður við listasafnið í Denver. Þar vann ég með stórum hópi fólks sem var ómetanleg reynsla. Árin í Ameríku urðu alls 10 en þegar dóttirin var fædd langaði okkur heim til Íslands. Fjölskyldan flutti til Akureyrar vegna starfs sem stóð manninum til boða. Ég byrjaði fljótlega í M.Ed. námi en þurfti að gera hlé á því vegna breyttra aðstæðna og vann í Listasafninu á Akureyri í 2 ár. Það var nokkuð krefjandi en góður skóli. Þá kenndi ég aðeins við Myndlistaskólann á Akureyri og seinna við kennaradeild Listaháskóla Íslands. Árið 2006 flutti ég til Reykjavíkur ásamt börnunum mínum til að taka við safnfræðslustarfi í Listasafni Reykjavíkur (sem ég er um það bil að yfirgefa) og kláraði kennsluréttindanám og meistaranám í menntunarfræði 2007. Manninn skildi ég eftir á Akureyri fyrir margt löngu en strákurinn okkar er orðinn 16 ára MA-ingur og stelpan okkar er 12 ára Justin Bieber aðdáandi. Hún kemur til með að flytja með mér í Stykkishólm nú í vor. Við erum að leita okkur að hentugu húsnæði og þiggjum allar góðar ábendingar! Vorið 2010 kláraði ég diplómanám í safnafræði við Háskóla Íslands en fannst hálf tilgangslaust að skrifa aðra meistaraprófsritgerð svo að ég skráði mig í doktorsnám. Ætli ég sé ekki námsfíkill ef sú skilgreining er til. Ég fæ a.m.k. aldrei nóg af því að læra og kenna ☺ Mér finnst Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla vera spennandi áskorun þar sem minn bakgrunnur er aðallega úr listheiminum. Fræðslumál safna eru mér ofarlega

Nýr forstöðumaður í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdælaí huga og heilmikið sem hægt er að bæta í þeim efnum hér á landi. Ég vona að ég geti lagt e-ð af mörkum til faglegs safnastarfs í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu en skv. starfslýsingu er það minn s t a r f sve t tvangur. Spurning hvort ég sæki ekki um starfsheitið ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýsla (í safnamálum) til héraðsnefndarinnar eins og Stuðmannamyndin Með allt á hreinu gerði frægt hér um árið…nei, nei ég segi nú bara svona ☺ Vinafólki mínu hér í Reykjavík fannst þetta a.m.k. voða fyndið. En í alvöru talað þá hef verið nokkuð virk í faglegu starfi safna, setið í stjórn FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna) og sat í Safnaráði um tíma. Þá hef ég verið nokkuð dugleg við að skrifa um safnamál bæði í erlend og innlend rit sem er mjög mikilvægt fyrir framþróun safnastarfs. Stykkishólmur er heillandi bær og ég sé fyrir mér að geta sinnt áhugaverðu starfi, í fallegu umhverfi og haft meiri tíma til að sinna því sem skiptir máli. am

AlmaDís Kristinsdóttir ásamt börnum sínum sem heita: Diljá Nanna Guðmundsdóttir og

Sindri Þór Guðmundsson.

Minnum sérstaklega á jólapappírinn okkar, sterkur og fallegur.

Jólakort, mikið úrval og pakkamiðar og pakkaskraut.

Svo eru leikföng að koma á hvejum degi og mikið af fallegri gjafavöru og jólaljósum.

Bækur, bækur, gaman gaman.

Seljum síma, tilvalið í jólapakkann, eigum einfalda síma með stórum tökkum.

Jóla - Happaþrennur og fullt af smádóti handa jólasveinunum,

segið þeim frá því!

Verslunin Sjávarborg- alltaf eitthvað nýtt !

Opið á fimmtudagskvöldið kl 20 – 22Langur laugardagur, opið kl. 13 – 18.

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

FORM & HEILSASteinunn Helgadóttir

IAK Einkaþjálfari ULTRATONE meðferðaraðili

Munið gjafakortin í

ULTRATONE eða einkaþjálfun!

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 18. árgangur 15. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Hátíðartónleikar í Hótel Stykkishólmi

fimmtudaginn 15. desember kl. 18:00

Nemendur úr öllum deildum leika og syngja tónlist sem minnir á hátíðina sem framundan er.

Allir hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrir.

Með ósk um gleðilega jólahátíð

– farsæld og frið á nýju ári!

Unaðsdagar í Hólminum

Í dag, fimmtudaginn 15. desember

ætlum við að kynna nýjan geisladisk

„Unaðsdagar í Hólminum“

á Hótel Stykkishólmi kl 20:00 – 21:00

Diskurinn verður líka til sölu þar.

Verið velkominn í létta stemmingu.

Unaðsdagar í Hólminum / Heddý

Jólapappír

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 18. árgangur 15. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Það hefur verið mikið um að vera í kirkjunni okkar frá því að fyrstu orgelsmiðirnir komu í Hólminn 8. nóvember síðastliðinn. Eins og oft áður hafði íslenska veðrið þó sett strik í reikninginn, því að fyrstu nóttina sína á Íslandi eyddu þeir veðurtepptir í Reykjavík. En fall er fararheill og óhætt að segja að þegar þeir komust vestur og tóku til starfa hafi ævintýrið í kirkjunni minnt mest á íslenska rokið. Því að tveimur til þremur dögum eftir að smiðirnir komu vestur var búið að reisa orgelið og heildarmyndin komin á útlit hljóðfærisins. En þó svo að ramminn væri kominn og stóru pípurnar á framhliðinni á sinn stað var þó mikið starf eftir við að tengja allt saman, koma nótnaborðunum og fótspilinu fyrir og síðast en ekki síst að raða öllum hinum pípunum á sinn stað og stilla. Galdurinn við gott orgel felst í því hvernig til tekst við að tóna það inn og það er að sama skapi mikið vandaverk. Undanfarnar fjórar vikur hafa þeir Frank Retterath, Ludger Wiemers og Hendrik Jarmatz unnið sig jafnt og þétt áfram við það vandasama verk, pípu fyrir pípu. Ég veit ekki alveg hvort eigi að kalla þá iðnaðar-, lista eða galdramenn en líklegast eru þeir blanda af þessu öllu saman. Þegar við frá orgelsjóðnum litum við í kirkjunni síðastliðinn föstudag var þar allt á fullu. Ludger var

Orgelið að verða tilbúið

Fáum hefur dulist að undanfarin ár hafa fjárlög íslenska ríkisins krafist þess að stofnanir og starfsfólk aðlagi sig breyttri og lakari stöðu ríkissjóðs. Þó leitast hafi verið við að hlífa velferðar- og menntakerfi landsins eftir fremsta megni, hafa þeir málaflokkar þurft að skila hagræðingu eins og aðrir. Heilbrigðisstofnanir landsins hafa tekið verulega á í rekstri sínum og hafa að raunvirði dregið saman rekstur sinn um 20% frá hruni. Hlutverk heilbrigðisstofnana er lögum samkvæmd að sinna heilsugæsluþjónust, rekstur hjúkrunar- og sjúkrarýma ásamt viðeigandi stoðþjónustu. Áhersla stjórnvalda er á heilsugæsluna sem grunnstoð þjónustu og hafa fjárveitingar aukist til hennar. Samdráttur hefur hins vegar orðið í rekstri hjúkrunar- og sjúkrarýma , sem aðlagaður hefur verið nýtingu og þörf með samræmdum hætti um landið. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að verja grunnþjónustuna og allar aðgerðir tekið mið af því að öryggi íbúa sé tryggt.Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) hefur ekki farið varhluta af ströngum aðhaldskröfum og sama gildir um starfsemi stofnunarinnar í Stykkishólmi. Starfsemin í Stykkishólmi byggir á gömlum merg og hefur aukinheldur sérstöðu þar sem rekin er sérhæfð þjónusta á háls- og bakdeild.Í júní s.l. skilaði nefnd sem velferðarráðherra skipaði um endurskoðun á starfsemi HVE í Stykkishólmi niðurstöðum sínum og voru m.a. birtar í Stykkishólmspóstinum í júlí. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, HVE og bæjaryfirvöldum. Lagt var til að þjónusta við fólk í hjúkrunar- og dvalarrýmum í bænum yrði sameinuð á einum stað í húsnæði SFS. Í öðru lagi var lagt til að vaktsvæði lækna á norðanverðu Snæfellsnesi yrði sameinað jafnframt því að sjúkraflutningar yrðu efldir og þessu tengt að almenn sjúkrahúsþjónusta (sjúkrarými) yrði efld. Loks var lagt til að rekstrargrundvöllur háls- og bakdeildar yrði endurskoðaður. Hefur í því sambandi verið horft til dagdeildarforms með sjúkrahótelsaðstöðu á sjúkrahúsinu sjálfu.Tillögurnar hafa verið til meðferðar í velferðarráðuneytinu og hjá framkvæmdastjórn HVE í tengslum við gerð fjárlaga fyrir árið 2012. Viðfagsefni framkvæmdastjórnar HVE að koma saman rekstraráætlun fyrir næsta ár er erfitt og krefjandi verkefni eins og kynnt hefur verið. Náið samráð hefur verið haft við bæjaryfirvöld í Stykkishólmi og

Um framtíð og starfsemi HVE í Stykkishólmihefur framsýni og ábyrgð fulltrúa þeirra í nefndinni verið forsenda þess að unnt hefur verið að þróa hugmyndir um framtíðarmöguleika starfseminnar við mjög erfiðar aðstæður. Aðkoma þeirra hefur verið ráðuneytinu fyrirmynd í nálgun svipaðra verkefna annars staðar á landinu.Forsenda þess að tillögur nefndarinnar gangi eftir er að öll starfsemin færist undir eitt þak og þannig náist fram nauðsynlegt rekstrarhagræði, enda samlegðaráhrif umtalsverð af samrekstri öflugs hjúkrunarheimilis, bakdeildar og annarrar starfsemi sem unnt væri að sinna í húsinu. Eftirsóknarverðast er þó að umgjörð og aðbúnaður skjólstæðinga og starfsfólks mun stórbatna. Það mun kalla á miklar breytingar á húsnæði SFS því þótt húsnæðið sé stórt að flatarmáli var það byggt í öðrum tilgangi en þessar hugmyndir gera ráð fyrir. Ráðuneytið hefur þegar hafið athugun á fýsileika þessa og arkitektastofan ARKÍS tekið verkið að sér. Hún mun á næstu dögum skila forsögn og þarfagreiningu, sem heimamenn og aðrir hagsmunaðailar munu fara yfir. Loks þarf ríkisvaldið að fallast endanlega á framkvæmdina. Umtalsverðar breytingar gætu orðið á þjónustu HVE í Stykkishólmi á næstu misserum. Verði af samstarfi Stykkishólmsbæjar og HVE um veitingu öldrunarþjónustu mun sú þjónusta eflast verulega, um leið og hún styður við aðra starfsemi sem þegar er veitt á stofnuninni, þ.m.t. rekstur háls- og bakdeildar sem og þeirra sjúkrarýma sem þörf er á. Heilsugæslan verður áfram hornsteinn þjónustunnar á staðnum. Heilbrigðisþjónusta er síkvik starfsemi og er í mjög auknu mæli veitt utan spítala eða með styttri legum. Sú þróun hefur einnig átt sér stað í Stykkishólmi og mun halda áfram. Náist hins vegar samstarf um rekstur allrar öldrunarþjónustu á staðnum, sem krefst sólarhringsumönnunar, er stofnunin betur í stakk búin til að taka að sér aðra þjónustu sem alla jafna er of lítil þörf fyrir til að unnt sé að halda henni úti einni og sér.Stefnt er að flutningi málefna aldraðra til sveitarfélaga á árinu 2013. Bæði ríki og sveitarfélögum er því í mun að búa svo um rekstur þjónustunnar að sá flutningur verði sem auðveldastur. Aðkoma Stykkishólmsbæjar hefur því verið verkefninu afar mikilvæg, enda engum ljósari þeir miklu hagsmunir sem í húfi eru fyrir bæjarfélagið, nágranna þess og gesti.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður velferðarráðherra

að möndla til síðustu pípurnar og Frank og Hendrik að stilla inn tóninn á einni röddinni. Í kaffipásunni spiluðu þeir síðan listavel á orgelið og er óhætt að segja að hljómurinn í því ókláruðu hafi lofað mjög góðu um framhaldið. Orgelið sjálft í sinni lokamynd er líka hin glæsilegasta hönnun sem fellur vel að kirkjunni og umhverfinu sem hún stendur í. En nú er síðasta pípan kominn

á sinn stað og orgelsmiðirnir farnir til síns heima, allir nema Frank Rettarath sem verður í Hólminum fram á laugardag við lokafrágang. Það eru því spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun að heyra í orgelinu fullbúnu við aðventustundna á sunnudaginn kemur, sem verðu klukkan 17:00. Nú er tími uppskerunnar í Hólminum, nú er komið að því að setjast niður, hlusta og njóta.

Fh. Orgelsjóðs StykkishólmskirkjuSigþór Hallfreðsson

www.stykkisholmsposturinn.is

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 18. árgangur 15. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Jólatré Verðum í Langási í Sauraskógi helgina 17. - 18. desember

frá kl. 11 til 16 báða dagana og seljum furur beint úr skóginum.

Verð: Fura allt að 180 cm 5000 kr. síðan 1000 kr. fyrir hverja 10 cm

Verð miðast við að fólk komi í skóginn felli tréð og komi því sjálft til byggða. Vinsamlegast mætið með sög ef þið hafið tök á því.

Velkomið er að hafa samband við undirritaðan í síma 7702341 Trausti Tryggvason

Boðskort á útskriftFjölbrautaskóla Snæfellinga 17. desemberÚtskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin laugardaginn 17. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari

JólapartýLeiklistarval Grunnaskóla

Stykkishólms verður með

jólapartý í gömlu kirkjunni

mánudaginn 19. desember og

þriðjudaginn 20. desember kl. 20

Söngur, leikur, gleði, gaman!

Aðgangseyrir 1000 kr.

Leiklistarval GSS

PUMA skór á strákana

frábærir skór,

góður afsláttur fyrir jólin.

Marimekko vaxdúkurinn loksins kominn.

Lítið við í Heimahorninu.

Opið fimmtudagskvöld

Verið velkomin í Heimahornið

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 15. desember 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 44. tbl. 18. árgangur 15. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]