90
tímarit um sportveiði og tengt efni VEIÐISLÓÐ NR. 1 2012

Veidislod 1. tbl 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Tímaritið VEIÐISLÓÐ er nú komið á kreik í fyrsta sinn á nýju ári. Sex blöð í fyrra og með þessu í dag, sjö sinnum alls. Líklegast verða blöðin á þessu ári einnig sex talsins. Við höfum verið að þróa eitt og annað, skoða og skilgreina, auk þess að freista þess að ná góðri fótfestu. Allt er á góðri leið og við vonum að lesendur verði jafn ánægðir með þetta blað og þau næstu og þeir virtust sannarlega vera með fyrstu blöðin sex á síðasta ári.

Citation preview

Page 1: Veidislod 1. tbl 2012

tímarit um sportveiði og tengt efniVEIÐISLÓÐ

NR. 12012

Page 2: Veidislod 1. tbl 2012
Page 3: Veidislod 1. tbl 2012

frá ritstjórn

Tímaritið VEIÐISLÓÐ er nú komið á kreik í fyrsta sinn á nýju ári. Sex blöð í fyrra og með þessu í dag, sjö sinnum alls. Líklegast verða blöðin á þessu ári einnig sex talsins. Við höfum verið að þróa eitt og annað, skoða og skilgreina, auk þess að freista þess að ná góðri fótfestu. Allt er á góðri leið og við vonum að lesendur verði jafn ánægðir með þetta blað og þau næstu og þeir virtust sannarlega vera með fyrstu blöðin sex á síðasta ári.

Menn sjá nú á efnistökum að skotveiði fjarar nokkuð út, án þess þó að hverfa, því nú fer í hönd stangaveiðivertíðin. Skotveiðin mun auka hlut sinn síðan jafnt og þétt frá og með komandi síðsumari. Við Veiðislóðarmenn viljum nota þetta tækifæri til að þakka fyrir okkur. Þetta hefur verið skemmtileg tilraun, nógu skemmtileg og vel lukkuð til að við höldum áfram. Til ykkar allra: Eigði þið gleðilegt og fengsælt ár, 2012.

Guðmundur Guðjónsson, ritstjóriHeimir Óskarsson, útlit og umbrot

Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

6 Stiklað á stóru

Hlaupið yfir það helsta sem gerðist síðustu vikur og mánuði á sviði sportveiða hér á landi.

10 Veiðistaðurinn Steinsmýrarvötn

Steinsmýrarvötn eru afar frjósöm vötn í Meðallandi í Vestur Skaftafellssýslu. .

14 Veiðistaðurinn – Skjálfandafljót

Það vakti óskipta athygli stangaveiðimanna þegar Skjálfandafljót var boðið út á nýliðnum vetri.

20 Vorveiðin

NNú fer í hönd vorveiðin sem allir hafa beðið eftir þó að það taki ekki allir þátt í henni. Einn þeirra sem bíða eftir að ryðjast úr startholunum er Gunnar Óskarsson.

24 Fluguboxið

Á síðustu öld var vel þekkt á veiða á það sem kallað var lúrur.

Þurrfluga nokkur hefur það sérstæða nafn Galdralöppin.

Einn af okkar fremstu ungu hnýturum heitir Sigurberg Guðbrandsson.

38 Veiðisagan

Berglind Una var bara unglingur þegar hún veiddi Maríulaxinn.

40 Eitt og annað

Fyrirtækið Vaki hefur verið í fararbroddi í framleiðslu á fiskiteljurum af ýmsu tagi.

44 Skotveiði erlendis

Hvað fékk Árna Baldursson til að fara alla leið til Tadji­kistans til að elta gamla geit?

54 Einu sinni var

Það hefur stundum verið róstursamt á bökkum Laxár í Suður Þingeyjarsýslu.

56 Lífríkið

Hér segjum við frá rannsóknum á vegum Selaseturs Íslands um samlíf laxa og sela ef það má orða það svo. Þetta er fróðleg lesning og við leyfum litlum sögum að fljóta með.

60 Ljósmyndun

Jóhanna Hinriksdóttir er ljósmyndari 7. tölublaðs.

72 Veiðihundar

Að þessu sinni tökum við til umfjöllunar hina harðduglegu og bráðgreindu Vorsteh­hunda í viðtali við Gunnar Pétur Róbertsson.

76 Villibráðareldhúsið

Einar Páll Garðarsson sýnir okkur uppskrift sem nota má í skarf, svartfugl eða gæs.

78 Útgáfumál

Fyrir skemmstu endurútgaf Jörundur Guðmundsson hinar klassísku bækur, Lax á færi, sem Víglundur Möller byrjaði með á síðustu öld.

84 Græjusíður

Hér er sagt frá ýmsum græjum, tækjum og tólum.....hjálpartækjum veiðilífsins ef þannig mætti að orði komast. Sjón er sögu ríkari.

Forsíðumynd: Urriði úr Laxá í Mývatnssveit. Ljósmynd: Heimir Óskarsson

efnið

Page 4: Veidislod 1. tbl 2012
Page 5: Veidislod 1. tbl 2012
Page 6: Veidislod 1. tbl 2012

6 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Kjarrá við Víghól, veiðihúsið til vinstri. Mynd Einar Falur Ingólfsson.

Page 7: Veidislod 1. tbl 2012

7

Það er eins og aldrei sé ládeyða þegar

það er stiklað á stóru, jafnvel þó svo að

varla hafi verið „veiðitími“ nema fáeinna

skotveiðimanna síðustu misseri.

Þar er margt sem drífur á daganna

í heimi sportveiði manna á Íslandi þótt

skammdegið grúfi yfir.

Page 8: Veidislod 1. tbl 2012

stiklað á stóru

8 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Þetta er t.d. tími útboða og vangaveltna

um það á hvaða leið verðlag er í

hinum þekktari íslensku laxveiðiám.

Afar umtöluð útboð hafa verið í vetur,

Þverá/Kjarrá, Laxá á Ásum þar á und­

an og síðan Skjálfandafljót og loks

Haukadalsá. Sumir tala um að verðlag

sé að rjúka upp úr strompinum og þetta

sé ekki fyrir venjulegt fólk lengur. Aðrir

segja að verðlag í hinum útboðnu ám

sé einfaldlega í leiðréttingarferli og þær

séu núna að komast á par við aðrar

sambærilegar. T.d. Skjálfandafljót, en

miðað við opinberar aflatölur hennar þá

má kannski taka undir það. Sérstaklega

þar sem því er afar oft fleygt að eigi hafi

allt sem þar hefur veiðst verið skjalfest í

veiðibókum. Ekki hvað síst vegna þess

að veiðibók hefur verið þar í póstkassa

á staur og um langan veg að fara fyrir

marga til þess eins að skrá.

Menn gætu einnig sem hægast tekið

mark á leiðréttingarkenningunni ef

ekki væri vitað að all nokkrar af hinum

frægu losna brátt úr leigu og þarf þá

annað hvort að semja við leigutaka

um „leiðréttingar“ eða bjóða þær út ef

ekki vill betur til. Þegar þetta er ritað

var Haukadalsá í miðju útboði og ekki

vitað hvernig það færi, fyrir utan að

tilboð tveggja ungra leiðsögumanna var

hæst og voru viðræður við þá í gangi

þegar þetta er ritað. Ýmsir tjáðu okkur

að tilboðin í Haukuna hefðu verið lægri

en sumir bjuggust við með hliðsjón

af fyrri útboðum vetrarins. Hvað sem

segja má, er ljóst að það verður afar

fróðlegt að fylgjast með gangi mála, því

venjulegir íslenskir veiðimenn hafa fáir

getu í síhækkandi laxveiðileyfi, fyrirtæki

hafa dregið saman seglin og þótt enn

sé tiltölulega hagstætt fyrir útlendinga

að koma og veiða, þá er vaxandi kreppa

utan landsteinanna og hvað gerist ef

blessum krónan fer að styrkjast aftur?

Og talandi um verðlag upp úr strompi.

Ef það er ekki eitt þá er það annað á

þessum guðsvoluðu krepputímum. Eitt

er það sem hefur hækkað hlutfallslega

meira en nokkuð laxveiðileyfi í dýrari

kantinum og það er eldsneytið á

veiði jeppann. Þeir sem leigja Íslend­

ingum og eru frekar langt frá höfuð­

borgarsvæðinu segjast finna fyrir

samdrætti í eftirspurn. „Menn eru

kannski að bíða og sjá“, sagði einn,

en augljóst að viðkomandi var logandi

hræddur um að menn myndu bara

bíða til 2013 eða 2014. Við heyrðum í

einum sem sagði okkur eftirfarandi

sögu, og nóta bene, hún er síðan í

fyrra haust og síðan hefur eldsneytið

hækkað mikið: Þeir fóru fjórir saman

á hreindýr austur á Hérað. Allir

með pappír upp á dýr. Fóru saman í

voldugum Patrol. Þetta tók alveg fimm

daga á vettvangi og þurfti að aka mikið

til og frá. Gæsaskyttur búnar að skjóta

mikið á afréttinum og styggð komin

fyrir vikið að hreindýra hjörðunum.

Þegar hópurinn var kom inn alsæll

til Reykjavíkur eftir vel heppnaða og

krefjandi veiðiferð, var ferðin gerð

upp. Dísillinn á tryllitækið stóð þá

í 138þúsund krónum! Þetta leiðir

hugann að nýjum fréttum þess efnis

að Lax­á er nú farið að selja mönnum

á hreindýraslóðir með bleikjuveiði

sem ábót í Grænlandi og þar er nóg af

dýrum í staðinn fyrir þrefalda eftirspurn

miðað við framboð eins og er hér á

landi. Með eldsneytisreikningana í slík­

um hæðum þá kæmi ekki á óvart þó

að Grænlandsferð slái vel upp í að vera

ódýrari heldur en ökuferð austur á Hérað.

Ólafur Guðmundsson með stóran Þingvalla­urriða veiddan í mars.

Svartfuglinn er í umræðunni vegna átubrests.

Sjóbirtingsvertíðin er að byrja. Mynd Valgarður Ragnarsson.

Page 9: Veidislod 1. tbl 2012

9

Veiðislóð

Ólafur Guðmundsson með stóran Þingvalla­urriða veiddan í mars.

Svartfuglinn er í umræðunni vegna átubrests.

Sjóbirtingsvertíðin er að byrja. Mynd Valgarður Ragnarsson.

Hreindýraskyttur á Grænlandi, þangað munu væntanlega margir fara á vegum Lax­ár.

Núna er sjóbirtingstíminn að byrja og

við bíðum spennt eftir að sjá hvernig

hann kemur undan vetri. Það hafa

því miður verið blikur á lofti, sandsíli

á undanhaldi síðustu ár og allt að því

er virðist fullt af sæsteinssugunni, í

það minnsta í sjónum ef ekki í ánum

líka, þó að hún hafi ekki fundist þar

enn hrygnandi. Við bíðum líka spennt

eftir að sjá hver lendingin verður á

svartfuglamiðunum, hvort að einhver

góður millivegur finnst þar eða hvort að

pólitíkin ein verður þar ofan á eins og

stundum vill eiga sér stað hér á landi.

Page 10: Veidislod 1. tbl 2012

10 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Veiðistaðurinn

Vatnaveiði með stórum silungi!Steinsmýrarvötn heitir einu nafni skemmtilegt veiði­

svæði sem er í Skaftárhreppi, í Meðallandi, skammt

vestan við Kirkjubæjarklaustur. Sá hluti svæðisins sem

hér um ræðir samanstendur af tveimur vötnum rétt við

bæinn Syðri Steinsmýri, lækjarstubb sem fellur í annað

vatnið, stubb sem tengir þau og síðan stubb/skurð sem

tengir vötnin síðan við neðri hluta þessa svæðis, sem

þó telst ekki með umræddu veiðisvæði, en heitir líka

Steinsmýrarvötn.

Steinsmýrarvötn eiga útfall til Eldvatns,

þá þekktu sjóbirtingsá, og rennur í

fljótið neðan við brú, eigi langt ofan

ósasvæðisins. Steinsmýrarvötn eru

grunn og gróðurrík með afbrigðum.

Lífríki þeirra er með ólíkindum

gróskumikið, enda vex þar silungur sem

getur verið mjög stór. Þarna er bæði

staðbundin og sjógengin bleikja, sem

er gjarnan á bilinu 3 til 6 pund, en getur

orðið stærri, staðbundinn urriði sem

hefur verið mjög að sækja í sig veðrið

síðustu sumur og svo sjóbirtingur.

Þarna er mikið af birtingi. Bæði virðist

eitthvað hrygna af birtingi og 5 til 10

punda þroskaðir hrygningarfiskar

veiðast í bland við geldfiska og hefur

lengi verið talið að Steinsmýrarvötn

séu uppeldisstöð fyrir geldsjóbirting úr

Eldvatni. Það er ágætiskenning.

Veiðitíminn í vötnunum er langur.

Veiði hefst 1.apríl og stendur lungann

af október, eða nær sjö mánuði. Í

apríl og mai veiðist sjóbirtingur,

bleikja og urriði. Um hásumarið

hverfur birtingurinn úr veiðinni og

staðbundinn urriði er þá aðal fiskurinn.

Bleikjunni hefur fækkað verulega allra

síðustu ár, þannig að bleikjur á stangli

Page 11: Veidislod 1. tbl 2012

11

Vatnaveiði með stórum silungi!

teljast aðallega vera meðafli. Þegar fer

að líða á ágúst fer að bóla aftur á birtingi

og hann ásamt staðbundna urriðanum

er síðan aðalveiðin út haustið.

Fyrir þá sem hafa komið að

Steinsmýrarvötnum og upplifað

þau, er auðvelt að sjá hvers vegna

silungastofnar vaxa þarna og dafna jafn

glæsilega og raun ber vitni. Sá er þetta

ritar var þarna eitt sinn staddur á fremur

hrollköldum apríldegi. Það gekk á með

éljum og vindur ýfði vatnsborðið. Þó

voru þarna farfuglar af mörgum sortum

og okkur félögunum gekk veiðin afar

vel. Veiddum við bæði geldbirtinga allt

að 5 pundum og bleikjur upp í 5 pund.

En seinni morguninn okkar, rétt áður

en við hönkuðum upp og hættum, datt

veðrið skyndilega í dúnalogn. Þá sátum

við kapparnir undir vegghlaðningi rétt

við útfall skurðarins. Við stóðum upp og

gerðum okkur líklega til að kasta í kortér

í viðbót fyrst að veðrið var skyndilega

orðið svo vinsamlegt. Það hlýnaði þarna

á nánast augabragði um nokkra punkta.

Og þarna með öllum löndum mátti sjá

svarta flekki. Stóra svarta flekki.....þetta

voru hornsíli og þvílíkt magn að það að

ætla að slá á tölu er bara vitleysa.

Í annarri vorferð í Vötnin veiddi ég

afar eftirminnilegan fisk. Ég stóð

upp undir hendur, langt út í vatni og

kastaði bleikum Nobbler í allar áttir.

Af og til gengu ferleg él yfir og var þá

það helst til ráða að snúa baki í veðrið.

Herti svo vind með éljunum að vatnið

skóf yfir okkur félaganna og þar sem

við stóðum svo djúpt, þá var ekki þurr

þráður á okkur. Er einn svartur bakkinn

óð yfir okkur gerðist það að flugan var

negld hjá mér og ljóst af sprellfrískur

birtingur var kominn á hinn endann.

Þetta var fullkomið eintak, 4 pundari,

Steinsmýrarvötn

Fallegur afli úr Steinsmýrarvötnum. Mynd Einar Falur Ingólfsson.

Page 12: Veidislod 1. tbl 2012

12 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

SteinsmýrarvötnVeiðistaðurinn

silfurgljáandi og öll hlutföll í fullkomnu

samræmi. Hann synti í hringi þessi,

þannig að ýmist snéri ég í vestur,

upp í urrandi éljaganginn sem buldi

þá á fésinu á mér og bara fraus þar,

eða að ég snéri í austur og þá blasti

við silfursleginn birtingurinn í

vatnsskorpunni skammt undan og þeir

félagagar Lómagnúpur og Vatnajökull í

baksýn, baðaðir í vorsólini og einhvers

staðar þar á milli tvöfaldur regnbogi!

Skyldi engan undra þó að vorveiði sé í

sérstöku uppáhaldi hjá undirrituðum.

Beituveiði hefur nú verið bönnuð í

Vötnunum og er líklega af því góða.

Í það minnsta var farið á bera á

makrílveiði og því fylgir oft all nokkur

subbuskapur. Þarna er og kvóti á

sjóbirtingi og gengur þá ekki að vera

með beituveiði. En þetta ætti ekki að

breyta neinu um veiðisæld Vatnanna

því fluga og spónn hafa alltaf verið

eitruð á þessum slóðum. Þarna má segja

að allt virki, straumflugur, sérstaklega

á vorin og haustin og svo smærri

flugur um hásumarið. Allt virkar í

allar tegundirnar. Mest veiddum við

félagarnir á Nobblera af ýmsum gerðum

og svo Black og Grey Ghost. Við komum

þarna aðeins að vorlagi. Seinni árin

hefur verið þarna bátur til afnota fyrir

veiðimenn og er það snilld, því það var

viðvarandi þegar við félagarnir vorum

að veiða þarna, að stórir skrattar voru að

stökkva og skvetta sér utan kastfæris!

Nú eiga þeir sér enga slíka von.

Menn hafa gjarnan séð myndir frá

Vötnunum þar sem menn standa langt

úti, upp undir hendur, en satt best að

segja er þetta ekki einhlýtt. Við veiddum

þetta alltaf þannig að við köstuðum

fyrst frá landi. Óðum síðan hægt og

rólega út og veiddum allt í kringum

okkur. Enduðum síðan úti í hafsauga,

þokuðum okkur í austur og óðum

síðan til lands, gengum aftur til vesturs,

hvíldum okkur á bekknum þar, og

byrjuðum síðan upp á nýtt. Við fengum

ekki síður fiska frá harðalandi heldur

en úti á rúmsjó. Veiðivon virðist vera

nánast hvar sem er þó svo að þarna

séu merktir sérstakir veiðistaðir. Þó

gat það komið fyrir að fiskur tók hratt

á litlu svæði. Kannski bara á nánast

sama punktinum. Helst voru það

geldbirtingar sem þannig hittist á, líkt

og þeir héldu hópinn í litlum torfum.

Það er ágætis kofi þarna fyrir

veiðimenn. Stendur við Syðri

Steinsmýri. Það er heitur pottur

í hlaðinu og kemur sér vel því að

veiðiskapur þarna getur tekið hressilega

á. Sérstaklega í öllum veðrum vor og

haust. Þá er um erfitt land að fara,

menn skálma þó nokkrar göngur í

rennvotri mýri þar sem menn sökkva

í hverju skrefi. Síðan dvölin úti í

vötnunum upp undir hendur. Óhætt er

að segja að menn séu þreyttir að kveldi.

En það er góð þreyta og hvergi betra að

rifja upp veiðisögur dagsins heldur en í

heita pottinum.

SVFR er með umboðssölu á svæðinu

og Skúli á Syðri Steinsmýri rekur sjálfur

ferðaþjónustu og heldur úti vef: www.

steinsmyrarvotn.is og svo www.svfr.is

Sölvi Ólafsson veður í land með dagsskammtinn af sjóbirtingi. Mynd Einar Falur.

Page 13: Veidislod 1. tbl 2012

13

Join the CULT

Hrygnan ehf. | Síðumúla 37 | Sími: 581-2121 | www.hrygnan.is

Page 14: Veidislod 1. tbl 2012

Veitt af „Vesturbakka efri“.

Page 15: Veidislod 1. tbl 2012

15

veiðistaðurinn

Hærri meðalveiði á stöng en hjá drottningunni í næsta dalÞað vakti sannarlega gríðarlega athygli þegar Skjálfanda­

fljót fór í útboð og veiðiheimurinn litli á Íslandi fylgdist

með þegar ýmsir buðu og Harpa og Stefán á Lax­á hrepptu

á endanum. Skjálfandafljót hefur lengi verið eitt best

geymda leyndarmálið í laxveiðinni, á sem gefur að jafn­

aði sambærilega veiði á hverja dagsstöng og betri árnar

hérlendis gefa margar, en samt hefur aldrei frést neitt,

aldrei birst myndir og erfitt hefur verið að afla tíðinda.

Sá hópur sem var með ána á leigu

missir nú spón úr aski sínum og þar

sem hefð er fyrir því norðanlands

að menn taki sig saman og hætti að

veiða í ám sem þeir missa úr leigu,

þá stendur nú stórum hópi nýrra

veiðimanna til boða að kynnast þessu

mikla og kúnstuga vatnsfalli. En hvað

með Skjálfaandafljót? Þeir sem þar hafa

veitt hafa sumir verið óþreytandi að

undanförnu að tala ána niður. Að menn

séu heppnir ef að helmingur veiðidaga

þar bjóði upp á veiðanleg skilyrði því áin

sé svo oft kakóbrún. Að þetta sé „bara

maðkveiðiá“ og að hún sé aukinheldur

stórhættuleg. Það er annars merkilegt

ef að þetta er jafn gölluð á og haldið

er fram, hvers vegna stór hópur

manna hélt svo lengi tryggð við hana?

Útboðsgögnum í ána fylgdu nákvæmar

veiðiskýrslur aftur til sumarsins 2008

og þegar veiðiskráningar eru skoðaðar

kemur í ljós að áin er ekki aðeins með

svo góða meðalveiði á stöng að hún er

Skjálfandafljót

Page 16: Veidislod 1. tbl 2012

16 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

veiðistaðurinn

talsvert hærri en drottingin sjálf Laxá í

Aðaldal, í næsta dal, heldur eru ótrúlega

fáir dagar fisklausir. Hættuleg er áin

vissulega ef glannalega er farið, en sýni

menn varkárni ætti allt að fara vel. Hér

eru því ýkjur miklar á ferð sem eru ef til

vill drifnar af söknuði.

Hvað segir Stefán Sigurðsson um

Skjálfandafljót? „Ég þekki vel til

Skjálfandafljóts, veiddi m.a. mína

fyrstu laxa þar. Fjölskyldan er ættuð frá

Rauðuskriðu og ég var bara smápjakkur

þegar ég fór að fara með gömlu

körlunum í Fljótið. Það voru gríðarlega

spennandi dagar og þetta er ótrúlega

spennandi verkefni. Áin er þekkt

stórlaxaá en fáir vita hversu megnug

hún getur verið, en staðreyndin er sú að

Skjálfandafljót hefur alltaf verið á topp

15­20 yfir aflahæstu ár Íslands og hafa

veiðileyfi ekki verið á opnum markaði

fyrr en nú. Meðalveiði síðastliðina ára

hefur verið á bilinu 500­900 laxar en

oftast í kringum 600 laxar á aðeins

6 stangir. Það þýðir að meðalveiði er

meiri en lax á stöng pr dag sem er

mjög gott í allflestum ám. Náttúran

við Skjálfandafljót er stórbrotin og

hrikaleg á köflum og hentar mjög vel

þeim sem hafa gaman að göngum í

stórbrotnu umhverfi. Veiðimenn verða

þó að hafa varan á því það getur verið

hættusamt í kringum suma veiðistaði

Skjálfandafljóts.“

Hvað með þær raddir sem segja að það sé gríðarlegt happadrætti að versla þarna veiðileyfi vegna grugghættu?„Á góðum degi getur áin verið nánast

tær, eða kannski með smá grænleitum

keim. Á vondum dögum er hún nánast

óveiðandi. Það er ekkert launungarmál,

en að halda því fram að helmingur

Veiðimaður efst á Barnafossbreiðu.

Page 17: Veidislod 1. tbl 2012

17

Skjálfandafljót

sumarsins eða meira séu ónýtir dagar

er bara ósatt með öllu. Ég blaða í

skýrslum sem bændur létu mig hafa,

sem tíunda veiðina hvern einasta dag

vertíðanna aftur til og með 2008 og

það er í raun athyglisvert hversu fáir

dagar eru fisklausir. Og fisklausir dagar

í veiðiskýrslu þurfa ekki endilega að

þýða að áin hafi verið kakólituð. Það

gæti hafa gengið illa af öðrum sökum,

ekki verið veitt þann daginn eða að

veiðin hafi einhverra hluta vegna ekki

verið skráð. Ýmsar aðrar ár geta orðið

óveiðandi vegna vatnavaxta, jafnvel

dögum saman á meðan aðrar ár geta

verið nánast ónýtar vegna vatnsleysis.

Ég þarf ekki að nefna nein nöfn í

þeim efnum, menn vita þau sjálfir.

Sannleikurinn er sá að menn kaupa

sér aldrei tryggingu með veiðileyfinu

og hvað Skjálfanadafljót varðar þá

eru sögur af svona vandræðum þar

verulega orðum auknar.“

En hvað segirðu um að áin sá bara maðkapyttur?„Það mætti vel bera þetta saman við

Blöndu. Þar er oft auðvelt að veiða

langtímum saman bara með flugu. Í

Fljótinu eru vissulega margir veiðistaðir

þar sem maðkur fer mjög vel, en það

eru líka margir góðir veiðistaðir sem

bera flugu vel. Ég held að þessi mikla

maðkveiði í ánni stafi fyrst og fremst af

því að sá hópur sem veitt hefur í ánni

undangengin ár hafi einfaldlega kosið

að nota maðkinn jafn mikið og raun

ber vitni. Í skýrslunum má sjá að þegar

menn setja út flugu, þá virkar hún líka.

Spónn sömuleiðis. Einn gamall og

góður úr sveitinni sem veiðir mikið í

Fjótinu, notar t.d. mest silfraðan Tóbí

og Sonettu og hann veiðir oft manna

mest. Auk þess leiðist mér þegar allt

er borið við fluguveiðar. Það er ekkert

athugavert við að sá stóri hópur sem vill

veiða á blandað agn geti einhvers staðar

hallað höfði sínu.“

Hvað sem öðru líður þá verður

spennandi að geta nú fylgst með hvaða

veiði Skjálfandafljót hefur að geyma, en

alloft í gegnum árin hafa borist þaðan

magnaðar, en óstaðfestar, veiðilýsingar.

Ljóst að þar er á ferðinni laxveiðiá sem

að fyrri leigutakar kærðu sig ekki um

að væri mikið í umræðunni. Skiljanlega

e.t.v. en nú geta fleiri fengið hlutdeild

í ævintýrinu. Skjálfandafljót er, eins

og Stefán segir, afar góð laxveiðiá. Frá

árinu 2000 hefur áin aðeins tvisvar

farið niður fyrir 400 laxa í veiði og voru

það fyrstu tvö ár þess áratugar. Oftast

er áin með veiði upp á 500 til 600 laxa

og hefur farið upp í tæplega 1.000

stykki, en besta sumarið var 2004. Í

fyrra gaf áin 589 stangarveidda laxa, en

örlítil laxveiði er í net einhvers staðar

neðst við ána. Þar veiddust 52 laxar í

fyrra. Veiðisvæðið á þessum slóðum er

víðfemt og krefjandi. Það þarf að fara

með gát og auk þess þarf sums staðar að

ganga talsvert, þannig að þetta er svæði

fyrir þá sem vilja hafa fyrir hlutunum.

Umhverfið er og stórbrotið og sumir

veiðistaðirnir magnaðir, eins og t.d.

Fosspollur sem gaf 169 laxa í fyrra og

Barnafossbreiða sem gaf 122 laxa.

Laxasvæðin eru þrjú, hvert með tveimur

stöngum. Eitt er kennt við Barnafell og

er að vestan. Þar er helsti veiðistaðurinn

Barnafossbreiðan sem nefnd var að

ofan. Til að veiða þetta svæði er róið

yfir Skipapoll frá austurbakkanum og

ef gengið er rakleiðis á efsta stað er

það 40 mínútna rispa. Margir veiða sig

þó í rólegheitum upp eftir, enda fjöldi

veiðilegra staða á leiðinni. Að austan er

„Austurbakki efri“ þar sem Fosspollur

Veiðimaður efst á Barnafossbreiðu.

Page 18: Veidislod 1. tbl 2012

18 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

veiðistaðurinn Skjálfandafljót

er aðalnúmerið. „Austurbakki neðri“

er síðan þriðja svæðið, lakast, en samt

gjöfult og margslungið.

Sjóbleikjuveiði er einnig talsverð og víst

er að þar hefur verið mjög vanbókað.

Þó eru skráðar 746 bleikjur í fyrra

og í gegnum árin er ekki óalgengt

að talan sé í kringum 1.000 stykki.

Sjálfsagt vita menn æði lítið um

möguleikana í sjóbleikjunni á þessum

slóðum, leyfi er fyrir tíu stöngium og

þetta hefur verið gríðarlega vannýtt.

Silungasvæðunum er skipt upp og

stöngunum tíu dreift á sumum þeirra

er jafn framt góð laxavon. Þekktust eru

svæðin neðan við brú að vestan þar

sem árnar Syðri Leiksskálaá og Nýpá

renna í Fljótið. Í skilum þeirra og víða

þar í kring er oft fínasta bleikjuveiði

og sjóbleikjuna má raunar finna um

allt Fljót. Stefán segir að þegar hann

var krakki með körlunum að veiða frá

Barnafelli, hafi hann tínt upp bleikjur

í álum og smástrengjum skammt

frá landi á meðan þeir fullorðnu

óðu djúpt í Fljótið í leit að laxinum.

Stefán á líka minningar af afburða

góðri bleikjuveiði að austanverðu,

andspænis fyrrnefndum vatnaskilum

við smáárnar. Og dálítið þar fyrir ofan,

undan Aðaldalshrauni, rennur mikil

lindarvatn undan hrauninu og þar eru

líka bleikjulendur. Það svæði er hins

vegar erfitt til sóknar, engir slóðar

þar og hraunið úfið. Verkefni þar fyrir

duglega könnuði.

Snemma beygist krókurinn og á stöku stað geta börn meira að segja rennt út agni.

Page 19: Veidislod 1. tbl 2012

19

Lax-, silungs- og skotveiði

Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla,

Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is

Page 20: Veidislod 1. tbl 2012

20 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Gunnar Óskarsson með 90 cm sjóbirtingströll úr Geirlandsá í fyrra. Eins og sjá má þá eru þetta oft og iðulega fiskar í fínu ásigkomulagi þó að vori séu veiddir. Mynd Arnar Óskarsson.

Page 21: Veidislod 1. tbl 2012

21

vorveiðin

Í hugum margra bestu veiðiferðir ársinsAprílmánuður er býsna stórt númer á veiðidagatalinu. Þá opna allnokkrar sjóbirtingsár og einhver reytingur til viðbótar af ám og vötnum sem geyma staðbundinn silung. Sjóbirtingurinn fær að alla jafna mestu athyglina, enda oft gríðarstórir fiskar á ferðinni. Sumir telja reyndar að banna eigi vorveiðar á sjóbirtingi þar sem ekki sé forsvaranlegt að áreita þessa höfðingja á leið sinni úr fersku vatni í salt. Fyrrum var því fundið til foráttu að það ætti ekki að drepa þessa horuðu slápa. Það er nú víðast orðið þannig að skylda ber að sleppa þeim og þeir vega líka þungt á móti bannröddunum, þeir sem telja vorveiðiferðir í apríl og mai með því allra skemmtilegasta sem þeir gera. Við ætlum því að tala aðeins um vorveiði á sjóbirtingi hér.

Gunnar Óskarsson

Mest eru þetta ár í Vestur

Skaftafellssýslu, nefna má Skaftá í

Vatnamótunum, Geirlandsá, Tungulæk,

Tungufljót, Eldvatn og Steinsmýrarvötn.

Áður var Hörgsá líka á listanum, en við

bara vitum ekki hvort að þar sé leyfð

vorveiði ennþá. Slík veiði er hins vegar

bönnuð í Fossálum og í Grenlæk, þ.e.a.s.

að vertíðin í Grenlæk hefst ekki fyrr

en í mai. Síðan má nefna Ytri Rangá

og Varmá litlu. Eitthvað er síðan af

leynistöðum og enn fremur eru þrjár

norðlenskar ár einnig opnaðar í apríl,

Húseyjarkvísl, Brunná og Litlaá, en

tvær þær síðarnefndu eru í Öxarfirði.

Þó að veðurspáin sé oft kuldaleg

fyrir fyrstu daga og vikur

sjóbirtingsvertíðarinnar þá er

jafnan drjúgur hópur veiðimanna í

Page 22: Veidislod 1. tbl 2012

22 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Vorveiðin Gunnar Óskarsson

startholunum, m.a. þeir Óskarssynir

í stjórn SVFK sem hefur Geirlandsá

á leigu. Hjá SVFK er hefð fyrir því að

stjórnin opni og ræsi húsið í leiðinni

fyrir komandi vertíð. Þeir hefja jafnan

veiðar í Ármótunum svokölluðu,

þeim rómaða veiðistað í Geirlandsá.

Formaður SVFK er Gunnar Óskarsson

og er hann margreyndur og með

afbrigðum fengsæll og heppinn

veiðimaður. Það gerist einhvern vegin

alltaf eitthvað þegar Gunnar mætir á

svæðið, þó svo að ördeyða hafi verið í

aðdragandanum. Það er eins og hann

dragi að sér göngur eins og segull.

Hann lýsti fyrir okkur dæmigerðum

vorveiðum í Geirlandsá, sem að

fara að stærstum hluta fram í þeim

gríðarlega stóra og langa veiðistað,

Ármótunum. Er það ansi dæmigerð

lýsing á vorveiðum á birtingi, þannig að

við gefur Gunnari orðið ef að það yrði

einhverjum upplyfting og til gagns á

komandi dögum og vikum:

“Fiskurinn er búinn að koma sér niður

í Ármótin á þessum tíma, en hvenær

vetrar hann gerir það vitum við ekki.

Þarna er hann oftast í stórum torfum,

stundum einni, stundum tveimur, það

fer eftir því hvernig veiðistaðurinn

leggst hverju sinni og hvernig aðstæður

eru. Stundum þykjumst við sjá að

fiskurinn muni vera á einhverjum

tilteknum bletti, en svo reynist raunin

vera allt önnur. En þetta er afmarkað

svæði og yfirleitt finnum við hvar

hann heldur sig hverju sinni og þetta

virðist ekki breytast ýkja mikið frá ári

til árs,” segir Gunnar. Ofan við Ármótin

skiptist áin í kvíslar og þar sem þær

byrja að sameinast með því að renna

fremur þvert á meginkvíslina, bætist

Stjórnarlækurinn einnig í vatnið og

á þessum kvíslamótum eru gjarnan

miklir pyttir sem smágrynnka. Þetta eru

heitu blettirnir. Stundum er geldfiskur

þarna á vorin, allt að 5 til 6 punda

spikfeitir boltar að sögn Gunnars,

en oftast liggja þeir nokkru neðar, á

breiðunni í átt að möstrum sem þar

standa. Geldfiskur er þó ekki þarna á

hverju ári að sögn Gunnars. En gefum

Gunnari aftur orðið:

“Oftast liggur birtingurinn grjótfastur

við sandbotninn og aðferðin er sú að

nota sökklínur og þungar túpur, eða

flotlínur með sökktaumum. Snældur

og Snúðar, þungar 1 til 2 tommu, hafa

virkað mjög vel. Einnig þessar nýrri

með keiluhausana. Aðferðin skiptir

mestu máli, en hún er að kasta aðeins

upp fyrir sig og láta dauðreka. Flugan

fer djúpt og þræðir nánast botninn, en

svo bara stoppar flugan, maður lyftir

stönginni og þá fer allt af stað. Þeir sem

veiða á spón gera slíkt hið sama, kasta

aðeins upp fyrir og láta hann kafa hægt.

Fyrir kemur, þegar hlýnar í veðri og

vindur dettur niður, að fiskur fer að

sýna sig og er það algerlega magnað.

Það eru engin ærsl og læti, heldur fara

Gaman við Geirlandsá. Myndir Arnar Óskarsson.

Page 23: Veidislod 1. tbl 2012

23

bara bökin og sporðendarnir að lyftast

letilega uppúr, hver af öðrum, oft fleiri

en einn í einu. Þetta er mögnuð sjón,

sérstaklega þar sem margir þessara fiska

eru mjög stórir, en ekki er á vísan að róa

með hana. Það þarf ákveðin skilyrði. En

það er gaman þegar þetta gerist, því að

það er að öðru leyti erfitt að koma auga

á fiskinn í Ármótunum, jafnvel þótt

staðið sé uppi á háa bakkanum í björtu

veðri. Þarna er á köflum mjög djúpt og

sandbotninn felur auk þess grábrúnan

fiskinn. Oftast sjáum við aðeins þá fiska

sem við setjum í. Og oft hafa þeir verið

margir. Hins vegar er það aldrei svo að

það sé á vísan að róa því skilyrðin eru

svo breytileg á vorin og oft geta þau

verið mjög erfið. Það hefur oft gerst, að

við félagar höfum fengið lítið í opnun

en svo hafa hollin á eftir mokveitt,”

sagði Gunnar.

Ritstjórn Veiðislóðar hvetur veiðimenn

sem ekki hafa reynt apríl/mai­

veiðiskapinn til að stíga skrefið. Það

er eitthvað ótrúlega magnað við að

sjá vorið koma. Sjá farfuglana koma í

hópum frá ströndinni, upplifa rysjótt

veðurfarið. Vorsólina. Heyra nánast

skrjáfið í ryðguðum liðamótunum. Setja

í fisk ef lukkan er með. Bara að vera

lifandi á vordegi.

Hér er listi yfir nokkra veiðistaði sem

við getum með mikilli gleði og af

reynslu mælt með til sjóbirtingsveiða:

Tungufljót (SVFR), Steinsmýrarvötn

(SVFR), Eldvatn (Pétur Pétursson),

Tungulækur (Þórarinn Kristinsson eða

Strengir), Vatnamót (Ragnar Johnsen

Hörgslandi), Ytri Rangá (Lax­á), Varmá

(SVFR), Húseyjarkvísl (Valgarður

Ragnarsson) og Litlaá í Kelduhverfi

(www.litlaa.is )

Almennt er umræðan á þá leið að apríl

sé málið og ef það vorar vel, þá hverfi

fiskur tiltölulega fljótt af vettvangi (til

sjávar). Sé vorið kalt, sé fiskurinn lengur

að skrýðast útgöngubúningi (Birtingur

verður silfraður eins og hoplax). En

gott eða hart vor, þá sé apríl málið. Við

höfum hins vegar reynslu fyrir því að

oft er talsvert af birtingi í ýmsum af ám

þessum vel fram í mai. Þá er yfirleitt

farð að viðra betur en í apríl og kannski

þar með geðslegra í hugum sumra að

fara þá til veiða.

Page 24: Veidislod 1. tbl 2012

24 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

fluguboxið

Eiga gömlu lúrurnar sér viðreisnar von?Í tilefni af því að þær raddir eru farnar að heyrast að réttast væri að banna túpuflugur í laxveiði á íslandi, ætlum við að rifja upp gömlu góðu lúrurnar, sem við höfum stöku sinnum heyrt gamla veiðijálka tala um að gaman væri að reyna á nýjan leik, en það reyna fáir þær flugur lengur. Ætli þær yrðu ekki dregnar snarlega fram ef út í þá öfga yrði farið að banna túpurnar? Kæmi ekki á óvart.

Sú var nú tíðin að þessar flugur/lúrur,

voru talsvert notaðar í íslenskum

laxveiðiám. Fyrrum var talað um

„Norskar“ lúrur í tilefni af því að þær

voru hnýttar til að veiða í stóránum í

Noregi. Þar eru stór vatnsföll og stórir

laxar. Leggja það saman og útkoman er:

Stórar flugur.

Hversu gamlar eru þær að uppruna?

Ekki vitum það nákvæmlega, en gamlar

eru þær. Við „lúrum“ t.d. á vörulista frá

Hardy Bros frá árinu 1927 og þar eru

nokkrar sýndar í mynd og boðnar til

sölu. Í verðlistanum stendur: „Þessar

lúrur eru oft banvænar í laxinn þegar

aðrar flugur bregðast og þar sem þær

eru tilbrigði og öðru vísi, þá er alltaf

þess virði að prófa þær. Best er að veiða

hægt með þeim og djúpt.“

Tilvísunin er í blaðsíðuna sem við

höfum birt hér að gamni okkar og sýnir

þær lúrur sem voru boðnar umrætt

herrans ár 1927 af hinum virtu Hardy

bræðrum. Efsta lúran er raunar hinn

mesti gripur, því hún skartar tveimur

þríkrókum og er köllum Dee Lure,

sem mun vera skírskotun til árinnar

Dee. Hinar lúrurnar eru „Norsk“ og eru

með hefðbundna útlitinu, þ.e.a.s. með

tveimur settum af tvíkrækjum.

Page 25: Veidislod 1. tbl 2012

25

Gömlu lúrurnar

Lúrur eru án vafa fyrirrennarar

túpuflugunnar. Sem sagt hluti af

merkilegri þróun í gerð veiðiflugna.

Þegar við rifjuðum upp þessar gömlu

góðu flugur fortíðarinnar skaut því

upp hjá ritstjóra að hann ætti nokkrar

lúrur sem hann festi kaup á fyrir margt

löngu. Þetta voru fimm stykki og eru

kunnuglegar ef myndin er skoðuð.

Þarna getur t.d. að líta Silver og Blue

Doctor. Það er einmitt Black Doctor

sem vantar á myndina. Það stafar af því

að hún er sú eina af lúrunum sem ég

kastaði nokkru sinni í vatn. Gerði það á

Stokkhylsbroti í Norðurá í miðjum júní

fyrir mörgum árum, setti í ca 10 punda

hrygnu sem fór af í löndun. Líklega

voru þetta ekki vandaðar lúrur því lúran

var brotin um miðjuna eftir átökin.

Henni var umsvifalaust hent og hinum

aldrei kastað í vatn. Síðan fundust

þær djúpt í eldgamalli veiðitösku í

kjallaranum. En það er samt gaman

að rifja þetta upp, sú svarta þarna á

myndinni er líklega President útgáfan

af Sweep. Síðan er þarna afar falleg rauð

og silfruð lúra sem okkur minnir að sé

ein af fyrstu flugunum sem Kristján

Gíslason hnýtti. Hún er hin veiðilegasta

og planið er að setja hana fyrir nefin á

sjóbirtingum í vor og sjá hvað gerist.

Það væri gaman að heyra frá lesendum hvort að þeir hafi eitthvað verið að fikta

með gömlu lúrunar hin seinni ár.

Page 26: Veidislod 1. tbl 2012

26 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

fluguboxið

Um Galdralöpp „Aðal“ Jóns Þorgeirssonar

Jón Eyfjörð tók sig til og skrifaði þessa klausu um Galdra löppina sem margir fluguveiðimenn þekkja. Þurrfluga með skemmtilegu nafni. Allt hefur sínar skýringar, m.a. nafngiftin svo sérkennileg sem hún er fyrir veiðiflugu. Fyrst sá ritstjóri þessa flugu fyrir fjórum árum. Jón Eyfjörð hnýtti þá eina í skottinu á jeppanum við veiðistaðinn Straumál í Laxá í Aðaldal. Nýbúinn að missa 10­12 punda hrygnu á Rektor. Hann vildi róa sig niður eftir þann atgang sem var harður, enda stöngin 8 feta fimma og laxinn stór. Hann smellti því saman Galdralöpp sem ég sá í fyrsta skipti. Síðan rölti hann niður með á, kastaði á uppitökur og landaði fjórum vænum urriðum á stuttum tíma.

Við vorum síðan árinu síðar á öræfaslóðum upp með Selá í Vopnafirði og tvær Galdralappir urðu til í væsnum í fjallaskála um kvöldið. Leiðin lá þaðan í Laxárdalinn sem var arfadaufur þá um stundir. Ég kastaði þó þessari flugu í fyrsta skiptið og landaði tveimur urriðum. Hvorugur var stór, en hluturinn var góður því menn voru yfir höfuð ekki að setja í fiska þessa daga. Galdralöppin er klárlega fjölhæf, því þessir urriðar tóku hana báðir á rekinu neðan við mig eftir að þurra rekinu sleppti og straumurinn reif hana af stað. Þá kom hún mér fyrir sjónir sem fremur ýkt þurrfluguútgáfa af Black Zulu. Og þar er ekki leiðum að líkjast, allir vita hvaða töfrakrafta Black Zulu hefur að geyma.En það er kominn tími til að hleypa Jóni Eyfjörð að...­gg.

Galdralöppin. Ljósmynd: Jón Eyfjörð

Page 27: Veidislod 1. tbl 2012

27

Jón Eyfjörð Friðriksson

Jón Aðalsteinn Þorgeirsson eða

„Aðal­Jón“ hnýtti þessa flugu

sem expressióníska eftirlíkingu af

galdralöppinni, stórri tvívængja flugu,

svartri að lit með langar hangandi

lappir, rauðleitar. Af tilurð þessarar

flugu sagði Jón mér að einhvern tíman

í kringum árið 2000 var hann að veiða

við Lönguflúð í landi Árbótar. Hann var

leiðsögumaður amerískra veiðimanna

og talsvert var af urriða í uppitöku.

Flugan galdralöpp var að klekjast út og

urriðinn skóflaði þessu hnossgæti í sig.

Margt var reynt, hinar ýmsu þurrflugur

settar á matseðilinn en allt kom fyrir

ekki. Ekki einn einasti urriði leit við

agninu. Í hádegispásunni þennan dag

settist Jón svo niður og hnýtti þessa

flugu. Hún var svo reynd strax að

lokinni hvíld og hvað haldiði!! Urriðinn

tók í fyrsta kasti.

„Ég nota þessa flugu mikið, sérstaklega

í urriðaveiði“ og Jón sagði mér einnig

að hún veiddi alltaf, sama hvernig

aðstæður væru og á öllum tímum

veiðitímabilsins. „Ég hef veitt urriða,

bleikju og lax á þessa flugu, en

laxaafbrigðið er ögn frábrugðið en þá

hnýti ég á stærri krók og hef svampinn

fremst, en ekki aftast. Það gefur

flugunni dálítið aðra eiginleika, og hún

sker yfirborðið mjög vel. Laxinn getur

orðið alveg vitlaus og hamast í þessu“,

sagði Jón að lokum.

Þá má geta þess að löppin er notuð

víðar en hér á Íslandi en bæði danskir

og norskir veiðimenn nota fluguna

með góðum árangri í sínum heimaám

og þá hefur gúrúinn Ed Engle (http://

www.edengleflyfishing.com/) sérstakt

dálæti á Galdralöppinni og er ætíð með

hana í fluguveskinu sínu.

Uppskrift:

Hnýtt á öngul 8 – 16 og höfundurinn hnýtir helst á 12 – 14.

Skottið er flotsvampur, rauður á lit. Svampurinn er hnýttur á allan

búkinn sem gerir það að verkum að flugan verður stór og bústin.

Þá má ekki hnýta fast yfir. Nær c.a. 1/3 af búklengd aftur fyrir krók.

Búkurinn er vafinn með svörtu flossi, synthetic eða silki og notaður

er svartur tvinni (þráður). Svört hanafjöður fest niður fremst við

augað. Þráðurinn er svo vafinn aftur að skotti og látinn bíða þar.

Hanafjöðrinni vafið eins þétt og kostur er, aftur búkinn og hún

fest þar. Þráðurinn hnýttur á móti fjöður til að festa hana niður.

Athuga þarf vel að hnýta ekki fanirnar að búknum.

Galdralöppin. Ljósmynd: Jón Eyfjörð

Page 28: Veidislod 1. tbl 2012

28 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Ég eignaðist þessa flugu fyrst fyrir

fjórum árum þegar ég hitti Jón

austur í Laxárdal í Þingeyjarsýslu.

Vorið eftir var ég að veiða dagpart á

Ljótsstaðasvæðinu í Laxárdalnum.

Þetta var snemma vors og ég ákvað

að fara í Varastaðahólmann. Þar lamdi

ég allt og barði með hefðbundnum

straumflugum. Byrjaði efst á hinum

hefðbundna stað við grjótið stóra, sem

allir þeir sem einhvern tíman hafa veitt

við hólmann þekkja.

Það var kalt, skítkalt. Hitinn varla meira

en tvær gráður ofan við frostmark og

vorið fremur stutt komið, bakkarnir þó

orðnir grænir og einstaka hvönn byrjuð

að stingja upp kollinum.

Ég veiddi mig alla leið niður undir

brotið, strippaði hægt og hratt, notaði

stórar og þungar staumflugur í bland

við litlar og léttari. Ekki högg. Þá skipti

ég um aðferð. Flotlína sett undir, langur

taumur og síðan veitt uppstraums með

þungum púpum. Sama niðurstaða, ekki

högg. Mér var kalt og fór í land loppinn

á höndunum og með sultardropann

hangandi við nefið.

Heitt kaffi gerir ótrúlega hluti og ég

er ekki frá því að það lofthitinn hafi

líka hækkað, a.m.k. fannst mér það

þegar kaffisopinn var kominn niður.

Þarna var ég búinn að eyða hálfum

öðrum tíma og ekki orðið var. Hvað

skyldi nú tekið til bragðs. Ég skannaði

í gegnum fluguboxin og þarna lá hún,

Galdralöppin hans Jóns. Ég hringdi

í hann og bað um ráðleggingar. Eftir

nokkra umræðu um veður, hita, birtu

og skýjafar sagði hann: „Drífðu þig upp

á Æsufit og láttu þér ekki detta í hug að

nota annað er þurrflugu“. Þar með lauk

þessu samtali.

Það er ríflega kortérsgangur upp að

Æsufit. Þangað arkaði ég og til þess að

gera langa sögu stutta þá varð ég ekki

var þar. Ég reyndar braut regluna hans

Jóns og notaði púpur andstreymis eftir

að vera búinn að reyna talsvert fyrir mér

með hinum ýmsu þurrflugum en það

breytti engu.

Degi var tekið að halla og sólinn

komin á norðurhimininn. Það hafði

hlýnað aðeins, eða var mér bara heitt

af gögnunni? Vindur hafði líka gengið

aðeins niður en þó var talsvert í það að

það væri logn.

Þegar ég kom niður að Varastaðahólma

aftur og horfði á sólina skína á hann

hugsaði ég með mér að ég yrði að

reyna löppina hans Jóns þarna. Þetta

var einfaldlega of fallegt til þess að

hætta, pakka saman og yfirgefa svæðið.

Ég óð yfir i hólmann og út í við hinn

hefðbundna stað, niðureftir og veiddi

mig upp.

Það er einhvern veginn þannig að

stundum hefur maður trú á hlutunum

og stundum ekki. Ég hafði litla trú á

þessu. „Hvaða þvæla er þetta, standa

hér með strauminn í fangið og í vatni

upp að mitti og ofan í kaupið að kasta

þurrflugu!!“ hugsaði ég og kastaði stutt.

Galdralöppin sést mjög vel í vatni. Hún

er nokkuð stór, en eintakið frá Jóni var

hnýtt á einkrækju nr. 14. Hún flaut vel

og hoppaði þarna á yfirborðinu, rétt

fyrir framan mig. Þá allt í einu gerðist

það. Það kom snoppa upp á yfirborðið

og greip fluguna. Mér brá, en leyfði

fiskinum að snúa og brást þá við. Hann

var á og nú upphófst æsileg barátta við

urriða sem ekki var sáttur við það að

vera fastur á öngli.

fluguboxið

Page 29: Veidislod 1. tbl 2012

29

Ég hef einstaka sinnum sett í stóra fiska

þarna við hólmann og þeir hafa gjarnan

leitað í það að fara niður úr. Ég var með

litla 8 feta, mjúka stöng fyrir línu 5 og

hún bognaði frá korki. Þarna glímdum

við drjúga stund, urriðinn og ég og

aldrei sá ég hann. Hann þumbaðist

bara, tók stuttar en snarpar rokur en

hélt sig að mestu við sama blettinn.

Ég fikraði mig hægt og rólega í átt að

hólmanum og eftir nokkurt þóf tók að

draga af honum og hann fór að leita

undan straumnum. Ég reyndi að stýra

honum inn á lygnara vatn og tókst það

fyrir rest. Þá tókst mér að handsama

þennan líka stórfallega hæng, feitan og

pattaralegan sem ég áætlaði á bilinu

5,5 – 6,5 pund. Ég tók hann aldrei upp

úr vatninu heldur kraup þarna yfir

honum og kippti löppinni úr kjafvikinu

á honum. Flugan var hálf tætingsleg

og ekki laust við að öngullinn væri

byrjaður að rétta úr sér. Þarna

kvöddumst við svo, urriðahöfðinginn

frá Varastaðahólma og ég, báðir þreyttir

og ég afar sáttur.

Mér fannst tilhlýðilegt að hringja

aftur í Jón og þakka honum fyrir

ráðleggingarnar, þó svo að Æsufitin og

ég hefðum ekki náð neinu sambandi að

þessu sinni en svona er þetta nú bara

stundum.

Síðan þetta gerðist hefur Galdralöppin

verið í sérlegu uppáhaldi hjá mér og

alltaf við höndina. Ásgeir Steingrímsson

hefur svo bætt aðeins við útgáfu Jóns

og hnýtt lappir á kvikendið og kallar það

galdrahopper. Sú útfærsla virkar líka, en

ég hef bæði veitt sjálfur á þá flugu og

séð aðra veiða á hana.

Jón Eyfjörð Friðriksson

Aðal­Jón Þorgeirsson með stóran urriða sem tók „löppina“.

Page 30: Veidislod 1. tbl 2012

30 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

fluguboxið

Frumsmíð, gúmmílappir, skáskurðir og keilurSigurberg Guðbrandsson er einn fremsti fluguhnýtari landsins í yngri kantinum og þótt víðar í aldurslitrófinu væri staldrað við. Hann er aðeins 24 ára gamall, en hefur fyrir löngu vakið athygli fyrir haganlega gerðar flugur sínar.

„Ég byrjaði að veiða sem krakki, bara

6 til 7 ára gamall, með foreldrum

mínum og afa. Við afi fórum mikið

í Hlíðarvatnið og einnig fór ég í

Meðalfellsvatn og fleiri vötn hingað og

þangað. Ég á ættir að rekja inn í Kjós og

veiðigenið er eflaust þaðan komið, ég

á frændfólk í Hækingsdal og Hlíðarási.

Ég var 12 ára gamall þegar ég fór fyrst

að veiða í Laxá í Kjós og hef veitt í ánni

á hverju ári síðan, yfirleitt með bakka

mínum og frændum. Ég veiddi á allt

agn í byrjun, en fór mjög ungur að

hneigjast í þá átt að nota aðeins flugu,“

segir Sigurberg og heldur áfram: „Ég

lærði að hnýta flugur 7 til 9 ára gamall

í Veiðibúð Lalla í Hafnarfirði og hef

hnýtt allar götur síðan. Ég hnýtti fyrir

Arkó á sínum tíma en hnýti nú aðallega

fyrir einstaklinga upp í pantanir og hef

varla undan. Ég er líka farinn að fást

við leiðsögumennsku, í fyrra var fyrsta

alvöru árið mitt á þeim vettvangi og

var ég mest við Laxá í Kjós, en einnig í

Hítará, Langá og Straumfjarðará.“

Við báðum Sigurberg að hnýta eitthvað

af eftirlætum sínum fyrir okkur og

brást hann vel við, skilaði inn á borð til

okkar tveimur persónulegum útgáfum

af Sunray Shadow, einni frumsaminni

laxaflugu og heldur ófrýnilegu en frá­

munalega veiðilegu afbrigði af Pea­

cock. Greinilega ekkert heilagt þegar

gúmmílappir eru annars vegar.

Um þetta val Sigurbergs viljum við

segja þetta: Sunray afbrigði eru

alltaf girnilegir valkostir og ónefnda

laxaflugan er veiðileg. Sérstakan

áhuga höfum við þó í augnablikinu

á gúmmílappa­Peacockinum,

enda er sjóbirtingstíminn að byrja.

Gúmmílappaflugur, hvaða nafni sem

þær heita, eru fyrirbæri sem upprunnið

er í Argentínu þar sem menn rótfisk­

uðu sjóbirting á þessi kvik indi. Ekki

leið á löngu þar til flugur þessar

rötuðu norður á Frón og ekki var

áhugi hinna orginölu ísaldarbirtinga

minni. Gúmmílappir hafa verið settir á

allskonar flugur, ekki hvað síst straum­

flugur. Það er einstaklega gaman að

sjá þeim skeytt á eina af þekktustu og

gjöfulustu silungapúpum sem hnýtt

hefur verið.

Page 31: Veidislod 1. tbl 2012

31

Ónefnd – Uppskrift:

Öngull: Mustad Special #12­16

Tvinni: Uni 0/8 Svartur

Broddur: Ávalt kopar Tinsel

Stél: Gullfasani

Kragi: Fön úr svartir marabou fjöður.

Búkur: Flatt silfur

Skegg: Fanir úr svartri hanahálsfjöður

Vængur: Fjólublár temple dog

Haus: Svartur

En hér eru flugurnar í boði Sigurbergs Guðbrandssonar:

„Það er kannski skrítið að koma með ónefnda flugu hér

þar sem flugur fá víst ekki nafn fyrr en laxi hefur verið

landað á þær. Með þessa flugu má segja að hún hafi

reynst mér og vinum mínum mjög óheppilega en samt

vel. Það er búið að setja í þó nokkurn fjölda af fiskum

á hana en aldrei hefur okkur tekist að ná þeim á land.

Við vorum eitt sinn tveir félagarnir við veiðar í Korpu í

júlí og gekk lítið til að byrja með, búnir að reyna flesta

staði og hinar ýmsu flugur en ekkert gengið. Þá kom

að því, þessi fluga fór undir í Fossinum og hann var á.

Við settum í þó nokkra laxa á þessa flugu og aðra sem

er eins, fyrir utan það að vera með gulan væng. Enginn

þeirra vildi hins vegar á land, ýmist töpuðust þeir þar

sem þeim tókst að losa sig eða slíta sig lausa við að

taka rokuna niður í Berghylinn. Þetta var skemmtilegur

dagur og á ég góðar minningar frá honum og flugunni

þó enginn hafi laxinn komið á land. Flugan reynist

vonandi öðrum veiðimönnum vel ef þeim hugnast að

hnýta hana.

Ljósmyndir: Heimir Óskarsson.

Page 32: Veidislod 1. tbl 2012

32 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Skáskorinn Sunray – Uppskrift:

Búkur: Plast skorið 1 ½“ – ½“

Tvinni: Uni 0/8 Svartur

Vængur: 1/3 hvítur temple dog, 1/3,

blár temple dog, 1/3 svartur temple dog (má sleppa bláa, þá 1/3 hvítt, 2/3 svart)

Flash: Blátt Angelhair sett á milli lita í væng.

Haus: Svartur

„Það var við hnýtingarborðið í Veiðiflugum á Langholts­

veginum sem ég sá þessa skáskornu Sunraya fyrst.

Við borðið sátu Klaus Frimor og Júlli Bjarna við hnýt­

ingar. Ég hnýti mína Sunraya alltaf skáskorna í dag og

finnst mér þeir virka betur þannig. Þetta afbrigði af

Sunray hefur gefið mér og kunningjum mínum, sem

hafa fengið hana hjá mér, góða veiði í mörgum ám

hér á landi. Eftirminnilegt er mér þegar ég var með

mönnum við veiðar í Kjósinni í ágúst í litlu vatni og

lítið að gerast. Eftir að margt hafði verið reynt en lítið

gengið, fór Sunray undir í Laxfossi að norðanverðu.

Klukkan var að ganga 12 og menn farnir að hugsa sér

heim í hús, en hún var komin undir og nokkur köst

varð að taka. Þarna fengust tveir laxar á stuttum tíma

sem björguðu vaktinni þennan morguninn og menn

fóru glaðir í hús.“

Page 33: Veidislod 1. tbl 2012

33

Sunray keila – Uppskrift:

Keila: X­small

Plast: Plast (xsmall)

Tvinni: Uni 0/10 Svartur

Vængur: 1/3 hvítur temple dog, 2/3 svartur temple dog

Flash: Blátt Angelhair sett á milli lita í væng.

Kragi: Svört hanahálsfjöður.

„Þetta afbrigði af Sunray hnýtti ég fyrst í hádegishléi

í Kjósinni þegar ég var þar við leiðsögn með tvo

útlendinga. Sunrayinn var settur undir morguninn

eftir og var fyrst reyndur í Neðri Spegli. Við sáum strax

í fyrstu köstunum að fiskur elti Sunrayinn og negldi

hann nokkrum köstum seinna. Á land kom flottur 5­6

punda lax. Hef notað þessa litlu Sunray keilu síðan með

góðum árangri.“

Page 34: Veidislod 1. tbl 2012

34 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Peacock afbrigði – Uppskrift:

Öngull: Kamasan B175 st 8­18

Tvinni: Uni 0/8 Svartur

Skott: Rauð ull

Búkur: Peacock herl

Gúmmílappir: Hvítt gúmmí

Haus: Gyllt kúla

Ath: Oft gott að setja blý í búkinn til að auka þyngd á flugunni.

„Peacock afbrigðið sá ég í mynd eftir Henrik Mortensen

og er höfundurinn mér óþekktur. Þessa flugu hef ég

notað nokkrum sinnum með góðum árangri, notaði

hana fyrst í Varmá í Hveragerði þegar ég fór þangað

stuttu eftir klórslysið. Þar fengum við 22 fiska á 2 stangir

og komu flestir á þetta afbrigði af Peacock. Hef einnig

fengið fiska í vorveiði í Tungufljóti á hana.“

Page 35: Veidislod 1. tbl 2012
Page 36: Veidislod 1. tbl 2012

fluguboxið

The Ayrshire Man Salmon FlyNú sitja ansi margir við væsana og hnýta fyrir sumarið. Púpur, straumflugur, Sunreija, Frances, hvað þetta heitir allt, laxaflugur af öllum stærðum og gerðum, ekki hvað síst nýjum gerðum. Menn búa til eitthvað nýtt. En það mætti líka skoða að hnýta eitthvað sem er ekki endilega nýtt en er samt ekki notað hér á landi.

Ekki ætlum við svo sem að fullyrða neitt

um að The Ayrshire Man Salmon Fly hafi

eða hafi aldrei verið notuð hér á landi.

Það sem skiptir hér máli og það sem við

hnutum um, var hversu stórkostlega

falleg þessi fluga er. Og um leið veiðileg,

því það fer ekki endilega saman að fluga

sé bæði falleg og veiðileg.

En allt um það, á YouTube er að finna

marga fluguhnýtingaþætti með

snilldarhnýtaranum Davie McPhail í

aðalhlutverki og þegar okkur var sýnd

þessi flugusmíð var það fyrsta sem okkur

langaði að gera var að deila henni með

lesendum okkar. Gersovel að skoða hér:

http://www.youtube.com/watch?v=zIGJhzDnjgc

YouTube

36 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Page 37: Veidislod 1. tbl 2012

HMH – Frægir fyrir snjalla hönnun og endingu

00000

Veiðikortið37 vötnEitt kort6.000 kr. www.veidikortid.is

FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

Page 38: Veidislod 1. tbl 2012
Page 39: Veidislod 1. tbl 2012

39

veiðisaga

Berglind Una og MaríulaxinnÞað var sunnudagsmorgun í ágúst, mmhh... ég að sofa út í dag. En bank bank bank, mamma á hurðinni allt of hress miðað við þennan tíma dags. Hún tilkynnti án þess að nokkuð væri hægt að andmæla að nú værum við (ég hún og pabbi) að fara í Ytri Rangá í Laxveiði. Ég verð að segja að mig langaði meira að sofa... en dreif mig á fætur gegn loforði um stórinnkaup í sjoppu á leiðinni. Ég var nú bara einu sinni fjórtán og þurfti „rétta“ næringu. Loforðið var efnt og fyrr en varði stóðum við á árbakkanum og mamma og pabbi skiptust á að veiða.

Veðrið var fallegt en eitthvað var tregt

með veiðina hjá þeim. Við skiptum

um svæði og fórum á stað sem heitir

Gutlfoss... skrítið nafn.... Mamma sagði

langa sögu af því hvernig hún hefði

einu sinni fengið fisk á þessu svæði

og sagði við mig frekar skipandi tóni...

„stattu hér og kastaðu þangað þá ert þú

á alveg sama stað og þegar ég veiddi

hérna síðast“. Ég kastaði þrisvar og ...

bang lax á! Ok.. mér leið eins og ég

væri alveg með þetta og ég gæti bara

veitt þennan lax sjálf en pabbi fór alveg

á límingunum. Ekki gefa slaka.... draga

inn núna, reisa stöngin, ohh.. leyfðu

honum að fara núna, dragðu inn..... og

svo rann þetta allt saman í hálfgerða

óperu í eyranu á mér. Ég hélt nú bara

mínu striki..... og á endanum rataði

laxinn á land, held reyndar að hann hafi

verið hálf dauður eftir átökin við mig.

Þegar fiskurinn hafði verið rotaður,

mannaði ég mig upp og sagði orðrétt

„pabbi hvernig heldurðu að það sé

veiða sinn fyrsta lax með geðsjúkling í

eyranu?!“

Hann var enn þá skjálfandi á beinunum

og reyndi að útskýra fyrir mér að hann

hafi bara langað svo mikið að ég fengi

maríulax. Ég skil þetta allt aðeins betur

núna þegar ég hef heyrt sögur af fólki

sem fer í margar ferðir jafnvel ár eftir

ár og alltaf lætur maríulaxinn bíða eftir

sér. Þetta er fyrsti og eini laxinn sem ég

hef veitt. Ég vona að ég eigi eftir að fara

aftur í veiði en þá þarf að gefa pabba

eitthvað róandi!

P.s ég tek það fram að pabbi er

afskaplega rólegur maður, (nema

í golfi og veiði).

Ljósmyndir: Svava Bjarnadóttir.

Page 40: Veidislod 1. tbl 2012

40 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

eitt og annað

Vaki kynnir ÁrvakaVaki fiskeldiskerfi hefur fyrir löngu skapað sér nafn innanlands sem utan sem fyrirtæki í fremstu röð við framleiðslu á m.a. fiskiteljurum. Magnús Þór Ásgeirsson markaðsstjóri Vaka sagði okkur frá nýjungum og fleiru sem þeir Vakamenn hafa unnið að og markaðssett síðustu misserin.

„Þörfin fyrir að fylgjast með göngum

fiska í ár hefur aldrei verið meiri en

í dag þar sem margir stofnar eru á

undanhaldi og almenn aukning er á

mengun og öðrum umhverfisáhrifum.

Vaki fiskeldiskerfi hefur verið leiðandi

fyrirtæki í þróun búnaðar til að telja og

mæla lifandi fiska frá árinu 1986. Árvaki

er niðurstaða rannsókna og þróunar

sem byggir á margreyndri tækni úr

fiskeldi,“ sagði Magnús og hélt áfram:

„Þetta byggir á sjálfvirkri mælingu án

þess að trufla eða meðhöndla fiska.

Árvakinn telur fiska í fiskistigum,

stíflum, náttúrulegum þrengingum og

öðrum stöðum þar sem fiskurinn

þarf að synda í gegn. Árvaka

má setja upp á margvíslegan

hátt og aðlaga að aðstæðum

hverju sinni. Árvakinn

samanstendur af tölvu,

skanna, myndavél og forriti

til að vinna með gögnin.“

Nánar kannski?„Skanninn er settur þar sem fiskur þarf

að synda í gegn. Hann samanstendur

af tveimur plötum (20 x 60 cm) í

ramma en fjarlægðin á milli þeirra

getur verið frá 10 to 45 cm. Skanninn

byggir á innrauðum geislum þannig

að þegar fiskur syndir í gegn, kemur

skuggamynd sem notuð er til að telja

og mæla hvern fisk sem fer í gegn.

Page 41: Veidislod 1. tbl 2012

41

Vaki

Tölva tekur gögnin frá skannanum

og heldur utan um gögnin ásamt

upplýsingum um hvenær fiskurinn fór

um sem og hitastig vatnsins. Þannig

eru upplýsingar um hvern fisk sem fer í

gegn tengdar við umhverfisþætti.

Forrit fylgir Árvakanum til að greina

og skoða upplýsingarnar. Það sýnir

gröf og myndir þar sem hægt er að

sjá gönguhegðun fisks á ákveðnum

tímabilum, eftir stærð þeirra eða tíma

og hægt að bera saman gögn milli ára.

Myndavélin samþættir grunnvirkni

skannans við stafræna myndatöku

í vatni. Þegar fiskur fer í geng

um innrauða skannan kveiknar á

myndavélinni og hún tekur annað

hvort nokkrar ljósmyndir eða stutta

vídeómynd af hverjum fiski sem fer

í gegn. Kosturinn við þetta er að sá

sem rýnir gögnin getur greint tegund,

afbrigði og kyn hvers einstaklings sem

fer í gegn. Gagnagrunnur heldur utan

um myndirnar og allar upplýsingar um

hvern fisk.“

Svo mörg voru þau orð. En Vaki hefur um nokkurt skeið stundað útrás og hyggur á enn frekari landvinninga í þeim efnum. Mun m.a. standa fyrir tveimur ráðstefnum erlendis á næstunni. Magnús segir: „Árvakar eru notaðir á meira en

300 stöðum víðsvegar um heiminn

s.s. á Norðurlöndunum, Bretlandi,

Bandaríkjunum, Kanada, Spáni,

Portúgal, Póllandi, Tékklandi,

Þýskalandi og Sviss. Nú í apríl mun

Vaki halda tvær ráðstefnur um

Árvaka, aðra í Koblenz í Þýskalandi

en hina í Oslo í Noregi. Þar verður

Page 42: Veidislod 1. tbl 2012

42 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

eitt og annað

Page 43: Veidislod 1. tbl 2012

43

Vaki

vettvangur fyrir ýmsa hagsmunaaðila

s.s. vísindamenn, veiðifélög,

leigutaka, umhverfisstofnanir og

aðra áhugasama til að fræðast um

nýja tækni og heyra reynslusögur

víðsvegar úr heiminum. Árvaki með

myndavélakerfi verður til sýnis í

Koblenz og gestir hafa einnig tækifæri

til að heimsækja virkjun í bænum og

sjá Árvaka í ánni Mosel í fullri virkni.

Við fiskistiga stöðvarhússins er ný

gestastofa en þar er hægt að sjá beint

inn í fiskistigann og hafa heimamenn

lofað því að hægt verði að sjá fiska fara

um stigann á þessum tíma! Í Koblens

verðum við 17­18. apríl, í Osló19.

Apríl. Ráðstefnugjaldið er 12.500 Kr.

Reikningar sendir út eftir ráðstefnuna.

Þeir sem bóka snemma fá sérstakan

aflsátt af gistingu á Diehls Hotel (90

EUR) ef þeir senda póst beint á hótelið

og nefna ráðstefnuna. Síðasta ráðstefna

Árvaka var haldin í Sacramento í

Bandaríkjunum árið 2010 og gekk

vonum framar.“

Nú framleiða eflaust fleiri fiskiteljara, hvað skilur á milli Árvaka og annarra?„Árvaki býður upp á ýmsilegt.

T.d. samanburð á veiðitölum og

göngum til að meta nýtingarhlutfall.

Samanburð á göngum milli ára. Mat

á árangri ræktunnar. Mat á áhrifum

mismunandi umhverfisþátta. Mat á

skilvirkni fiskistiga. Áræðanleg gögn.

Betri stjórnun, svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar gefur

Magnús: [email protected]

Page 44: Veidislod 1. tbl 2012

44 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Að elta gamla geit í Tajikistan

Page 45: Veidislod 1. tbl 2012

45

Hvað fær íslenskan skotveiðimann til

að sækjast eftir því að veiða í háfjöllum

Tajikistan? Hafa menn yfirleitt heyrt

Tajikistans getið? Það er rétt svo að ritstjóri

gæti svarað því játandi án þess að roðna og

ef málið er skoðað nánar, þá er þetta lítið

land, þó ekki langt frá flatarmáli Íslands inni

í miðri þrönginni sem skipa meðal annarra,

Afganistan, Kyrgistan, Túrkesmistan og fleiri.

Tajikistan á m.a. landamæri að Kína, svo

langt frá nafla alheimsins Íslandi erum við

komin þegar stigið er á grundir Tajikistans.

Page 46: Veidislod 1. tbl 2012

46 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

skotveiði Árni Baldursson

Veiðimaðurinn sem um ræðir er Árni

Baldursson, sem flestir veiðimenn á

Íslandi þekkja, annað hvort beinlínis

eða þá af afspurn. Hann er einn stærsti,

ef ekki stærsti, seljandi veiðileyfa á

Íslandi um langt árabil. Sagt er stundum

að menn séu eins og kríur á steini.

Alltaf á iði og strax flognir eitthvað

annað. Árni er eiginlega verri en krían,

en eitt eiga þau þó sameiginlegt krían

og Árni, að þau víla ekki fyrir sér miklar

vegalengdir og umtalsverða erfiðleika.

Krían flýgur til og frá Suðurskautinu

tvisvar á ári. Árni flýgur til fjarlægra

landa og kannski ekkert miklu færri

kílómetra þegar allt kemur til alls.

En hvers vegna Tajikistan?„Ég átti það eftir. Ég á þessi lönd þar

í kring eftir og ætla að reyna að ná

þeim öllum á næstu 6­7 árunum.

Það er ekki svo margt sem ég á eftir

í raun og veru. Búinn með mest alla

Afríku, eitthvað smávegis eftir í Norður

Ameríku, en búinn með flest í Suður

Ameríku. Búinn að skjóta um alla

Evrópu þar sem eitthvað er að hafa.

Búinn með Rússland og Mongólíu. Ég

á Ástralíu eftir og Kína, og svo þessi

fjarlægu lönd, en mér finnst þetta vera

einstaklega heillandi heimshluti. Þarna

er dýr sem ég hef ekki skotið og langar

mikið til að skjóta, Afgan Ureal Ibex,

stór geitartegund sem býr hátt uppi í

fjöllunum. Þarna eru líka Ureal Sheep

og rosalega stór villisvínategund.“

Ferðalagið þangað eitt og sér hlýtur að vera langt og snúið?„Heldur betur. Það er ekkert auðvelt

að fá landvistarleyfi í Tajikistan.

Maður þarf að hafa boðsbréf og þau

fást helst hjá einhverju vel megandi

fyrirtæki í landinu eða hátt settum

embættismanni. Þetta var aðeins á reiki

hjá mér því það er þannig að Ísland

er á lista yfir lönd sem þurfa ekki slíkt

boðsbréf. Ég bókaði hins vegar flugið í

Kaupmannahöfn og vissi ekki af þessu.

Þess vegna þurfti ég boðsbréf. Ég vissi

hins vegar hvernig svona boðsbréf líta

út þannig að ég útbjó eitt á Ipadinum,

bjó til þetta fína boðsbréf. Og það dugði.

Að vísu var mér bent á við komuna

til höfuðborgarinnar Dushabe, að ég

væri skyldaður til að leggja fram tvær

passamyndir. Sem ég hafði ekki í fórum

mínum. Tíu dollara seðill í tollinum og

loforð um að koma daginn eftir með

myndirnar dugði til að koma mér inn í

landið. Auðvitað lét ég ekkert sjá mig í

tollinum með myndirnar.“

Þetta land er einn alls herjar fjallaskagi

og þegar maður er kominn út fyrir

Dushabe gerast hlutirnir ekki hratt.

Serbneskir vinir mínir höfðu bent mér

á leiðsögumenn sem myndu sinna

mér og þetta var svo spennandi og

skemmtilegt hjá þeim að þeir gátu

ómögulega komið sér saman um

hver ætti að fylgja mér, þannig að

þeir gerðu það allir. Átta talsins og

enginn þeirra talaði stakt orð í ensku.

Þetta voru fyrrverandi skæruliðar

og allir í hernaðarlegum fötum. Eftir

Page 47: Veidislod 1. tbl 2012

47

margra klukkustundar skak á gömlum

rússneskum herjeppa komum við

í dálítið þorp. Þar gistum við fyrstu

nóttina og fékk ég þá nasaþefinn af

því sem koma skyldi. Við komum í

dæmigert hús af betri sortinni miðað

við þorpin þarna. Þar bjó karl sem

var einhverskonar ferðamálastjóri

svæðisins. Virðulegur skeggjaður

náungi með talibanahött á hausnum.

Tiltölulega auðugur miðað við aðra

og synir og frændur voru þarna líka

auk gædanna minna átta. Við vorum

boðnir í hús og í mat. Veisluborð var

dregið fram, eða öllu heldur lagt á gólfið

því það er setið á gólfinu og borðað.

Í kvöldmat voru súrir sveppir, kál og

gulrætur. Allt súrsað. Þessi þjóð borðar

mikið til svona mat. Það fellur kannski

til einn og einn kjúklingur, en mest eru

þetta gulrætur, sveppir og kál. En þetta

var sérstakt kvöld. Í nokkra klukkutíma

sátu allir og enginn sagði orð, þ.e.a.s.

ekki við mig, enda talaði enginn ensku.

Þegar leið á kvöldið fór mér að leiðast

þófið og sótti viskíflösku sem ég var

með í töskunni. Fékk mér sjúss og bauð

hinum. En þetta voru strangtrúaðir

múslimar og þeir mega ekki drekka

áfengi. En þeim gamla fór að leiðast

þófið líka og á endanum þáði hann

viskí og þar með varð hann fljótlega

hinn ræðnasti, reif upp kort og sýndi

mér veiðisvæðin sem hann þekkti

bersýnilega mjög vel. Hann var á einum

tímapunkti kominn alveg að því að

fara með mig á vettvang þar sem hann

vissi að skógarbjörn svæfi í jarðholu.

Planið var að læðast niður í holuna og

Teymt undir Árna.

Page 48: Veidislod 1. tbl 2012

48 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

pota í björninn með spýtu. Slíkt er með

því hættulegra sem hægt er að taka sér

fyrir hendur og ekki batnaði það þegar

hann kláraði planið. Björninn átti að

elta hann útúr bælinu og þá átti ég að

fella hann. Þrátt fyrir viskíið reyndist ég

ekki fús í svona veiðiskap, lái mér hver

sem vill.“

Það var síðan loks gengið til náða og

þá kom mér á óvart að það voru bara

sóttar mottur og menn sváfu síðan í

einni hrúgu á 15 fermetra stofugólfinu.

Konurnar sváfu saman á einhverjum

öðrum stað, þær ganga til allra verka

og gera flest þarna. Vinna langt fram

á nótt. En morguninn eftir ókum

við lengra og lengra inn í fjöllin.

Klukkustund eftir klukkustund og alltaf

fórum við í gegnum lítil þorp. Það er

mikil fátækt þarna og allt mjög fábrotið.

Þetta eru snyrtilegir leirkofar, en það er

ekkert rennandi vatn og engin klósett.

Klósett er bara hola úti í garði. Sápu og

sjampó sá ég aldrei, en samt var fólkið

snyrtilegt og alltaf skælbrosandi og

kurteist. Það er í raun óskiljanlegt fyrir

gest eins og mig að skilja hvernig fólk

getur búið þarna því það er nokkuð

ljóst að fólkið er innilokað vegna snjóa

mánuðum saman.“

En síðan var það veiðiskapur?„Jájá. Gædarnir mínir átta voru

framtakssamir og feiknalega duglegir.

Við gerðum út frá þessum þorpum

og gengum inn með giljum og upp í

fjöllin. Veiðislóðirnar voru á kafi í snjó í

3­5000 metra hæð og frostið á daginn

var 5 til 20 stig. Engin leið að nota hesta

og þar sem ís var oft að brotna undan

okkur þá blotnuðu menn í fæturna.

Ég var svo glúrinn að hafa með mér

legghlífar, en félagar mínir bjuggu

ekki svo vel og það þurfti að stoppa á

tveggja tíma fresti til að þurrka blaut

plögg. Og talandi um hestana, mér brá

þegar ég sá þá. Þeir eru nánast alveg

eins og íslenski hesturinn. Ég hef heyrt

þá kenningu að íslenski hesturinn eigi

rætur að rekja til þessara fjallaríkja. Ég

hef hins vegar ekkert fyrir mér í því og

sel það ekki dýrara en ég keypti það. En

hafandi séð þessi dýr, þá er auðvelt að

trúa því þótt það sé ef til vill langsótt,

svo líkir eru þessir hestar okkar

hestum.“

skotveiði Árni Baldursson

Ferðamálastjórinn og synir hans.

Page 49: Veidislod 1. tbl 2012

Þetta hafa sem sagt verið erfiðar aðstæður?„Guð minn góður, heldur betur. Þú gerir

ein mistök þarna og þau gætu verið

þín síðustu. Fjöllin eru brött, ís og snjór

yfir öllu, hálka og hættur á hverju leyti.

En þetta er heillandi heimur. Þarna

áttum við ekki von á Ureal Sheep, en

við vorum á hinn bóginn að leita að

Afgan Ureal Ibex. Það gekk illa að finna

geitina. Það hafði snjóað svo mikið að

þær virtust farnar af svæðinu. Þetta

er ekki eins og menn gætu ímyndað

sér, að dýrin færðu sig neðar vegna

snjóa og kulda. Þvert á móti, þá færir

Ibexinn sig bara hærra upp í fjöllin. Það

stafar víst af því að vegna þess að þar er

kaldara þá er snjórinn lausari og fýkur

ofan af einhverri fæðu sem dýrin finna

sér þarna. Við fundum einu sinni spor

eftir Ibex, annars ekkert. Hins vegar

sáum við mikið af villisvínunum og mér

tókst að skjóta tvö. Það er hins vegar

annað mál þarna og það er að skjóta rétt

ef við getum orðað það þannig. Þarna

eru gljúfur og hamrar. Hætta á að missa

af bráðinni og þannig fór einmitt með

svínin sem ég skaut. Þau fóru fyrir björg

og enduðu niðri í gljúfrum þar sem

engin leið var að nálgast þau.

En það er merkilegt hvað þetta vandist

þegar maður var kominn í rétta tempóið

þarna. Það gat þó tekið á. Þannig var

t.d., að við reyndum að koma okkur í

hús á kvöldin, en eitt skiptið vanmátu

gædarnir eitthvað vegalengdirnar og

við lentum í myrkri. Ekkert annað að

gera en að láta fyrirberast yfir nóttina

með svefnpoka og vasaljós. Það var

tuttugu stiga gaddur og eina leiðin

til að frjósa ekki í hel var að fara á stjá

og berja sér á hálftíma fresti. Klukkan

fimm um morgunin vorum við búnir

að fá nóg og þreifuðum okkur af stað

til byggða. Þetta var ekki skemmtileg

nótt skal ég segja þér. En sem ég sagði,

þetta er gott fyrir líkama og sál þegar

Tveir hressir í fjallaþorpi.

49

Page 50: Veidislod 1. tbl 2012

Farskjótarnir sem í boði voru, leiðsögumennirnir eru á pallinum.

50 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Page 51: Veidislod 1. tbl 2012

51

Page 52: Veidislod 1. tbl 2012

Klósett í betri kantinum!

52 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

maður er búinn að gíra sig inn í þetta.

Eftir sjö daga sofandi á moldargólfum

og étandi súra sveppi og gulrætur var

maður farinn að lykta eins og gamalt

lambalæri og baðið og sápan voru

kærkomin þegar maður kom aftur í

siðmenninguna. Hins vegar var bakið

fljótt að fara þegar ég fór að sofa aftur

á góðum dýnum. Maður hafði aðlagast

moldargólfunum einum of vel. Þegar

ferðin var á enda fann ég hvað hún

hafði tekið mikið á. Ég var þó nokkuð

marga daga að jafna mig líkamlega.“

Það hefur verið svekkjandi að komast ekki í tæri við Ibexinn?„Já, það var svekkjandi en svona er

þetta. Aldrei á vísan að róa í veiðinni

og maður fer bara aftur. Ibexinn er

hrikalega flott dýr og ég ætla að ná

einum næst. Þeir buðu mér að koma

aftur seinni partinn í apríl, snjóalögin

eiga að vera hagstæðari þá. Prófa þá

annað svæði og athuga líka með aðra

tegund, Marco Polo geit sem er flott

veiðidýr líka. Síðan er það Mongólía í

september og Kyrgistan í nóvember

ef allt fer samkvæmt plani,“ segir Árni

Baldursson, maður sem óhætt er að

segja að lifi drauminn.

Bjarndýrsholan staðsett.

Page 53: Veidislod 1. tbl 2012

Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal

BESTA URRIÐAVEIÐISVÆÐI Í HEIMI! Veiðileyfin færðu á SVFR.IS

53

Lítið eftir af lausum stöngum, nokkrar þó í Mývatnssveit frá 13.7 til 7.8 og í Laxárdal í júlí og ágúst.

Page 54: Veidislod 1. tbl 2012

einu sinni var

Lá við ófriði við Æðarfossa

Árið 1987 kom úr á vegum Almenna

bókafélagsins bókin Á bökkum Laxár

eftir Jóhönnu Steingrímsdóttur. Margir

núlifandi hafa heyrt getið Steingríms í

Nesi, hann var faðir Jóhönnu og einn

allra flinkasti veiðimaður sem gengið

hefur um bakka Laxár. En bók Jóhönnu

er um margt markileg og athyglisverð

því þar ægir saman mannlífsþáttum,

veiðisögum og sögubrotum frá upp­

vexti hennar á bökkum hins stórfeng­

lega fljóts. Hún rifjar og upp eitt og

annað merkilegt, m.a. er einn kafli bókar­

innar sem heitir: Veiðiaðferðir í Laxá.

Kíkjum áðeins þar inn: „Í Æðarfossum

var lengi stunduð háfveiði, eða fram til

ársins 1930. Ég man að bændum hér

upp með ánni var illa við háfveiðina, því

auðvitað var ekki veitt í háf nema þegar

ganga var í ánni. Háfveiðin fór þannig

fram að maður stóð á fossbrúninni

og brá háfnum undir þegar laxinn

stökk í fossinn og ekki mun hafa verið

einsdæmi að tveir laxar væru þannig

teknir í einu og heyrt hef ég getið um

þrjá í háfnum.

Þeir sem veiddu í háf voru taldir vel

að manni enda mikið átak að dýfa

háfnum í fossinn og sveifla veiðinni

upp á þurrt land.

54 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Sem frægt er, þá sprengdu landeigendur við Laxá í Suður Þingeyjarsýslu stíflu í Miðkvísl í Mývatnssveit hér um árið. Stórmerkilegur gjörningur þar á ferðinni sem er nánast sveipaður ævintýraljóma í dag. En það vita það kannski færri, að því fer fjarri að umrætt atvik sé hið eina þar sem tekist hefur verið á um mannvirki við Laxá.

Page 55: Veidislod 1. tbl 2012

55

Mér finnst eftirtektarvert hvað margar

veiðiaðferðir menn hafa stundað í Laxá.

Snemma gerðu bændur við Laxá sér

ljóst að mikil þörf var á friðun þar sem

fyrirstaða myndaðist og hægt var að

taka laxinn í stórum stíl.

Árið 1850, eða þar um bil, byrjaði

Laxamýrarbóndi að leggja gildrur fyrir

lax, þær gildrur voru kallaðar kistur

og voru illa séðar af bændum upp

með ánni. Um þverbak keyrði þó árið

1860, en þá girtu Laxamýrarmenn aðal

göngukvísl laxins við Æðarfossa og

þótti bændum þá minnka svo laxveiði

ofar í ánni að ekki yrði við unað.

18.mai 1861 var haldið manntalsþing á

Húsavík, þar lýsti foringi Laxárbænda,

séra Benedikt Kristjánsson í Múla,

banni á kistuveiðum Laxamýrarbónda.

Sýslumaður vildi ekki blanda sér í málið

og hélt að sér höndum. Bændur úr

Aðaldal fóru þá nokkrir saman og tóku

upp allar veiðigildrur við Æðarfossa

og lögðu allt timbur snyrtilega upp í

hólmann sem skiptir fosskvíslunum.

Laxamýrarbóndi setti kistur sínar niður

strax næsta dag.

Var nú tíðindalaust í nokkra daga. En

nóttina 9.­10.júní lögðu 30 bændur

á hesta sína og vopnaðir öxum,

járnkörlum og hömrum, riðu þeir

undir forystu séra Benedikts út að

Æðarfossum, brutu kisturnar, ruddu

öllu timbri fram af fossunum og flaut

það allt á haf út.

Laxamýrarbóndinn stóð á hlaðinu við

bæ sinn, en gat ekkert að gert, enda

flokkurinn ekki árennilegur.

Eftir þetta gekk á ýmsu milli Laxamýrar­

bónda og Aðaldælinga uns sættir tókust

1867 um takmörkun kistuveiða; þessari

umdeildu veiðiaðferð var endanlega

hætt í kringum 1950.“

Svo mörg voru þau orð Jóhönnu og

ljóst að það hefur ekki alltaf verið

friðsamlegt á bökkum Laxár í Suður

Þingeyjarsýslu.

Við Æðarfossa. Mynd Einar Falur.

Page 56: Veidislod 1. tbl 2012

56 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

lífríkið

Af landsel og laxfiskumVið sögðum frá því í frétt á vefnum okkar, www.votnogveidi.is fyrir nokkru að selatalningar VMSt og Selaseturs íslands hefðu leitt í ljós að landsel hafi alls ekki fjölgað og nánast staðið í stað. Stofninn er ekki ýkja stór, en þetta rifjaði upp umræðu sem fram fór fyrir nokkrum misserum og fjallaði um „afrán“ sela á laxfiskum, ef það er hægt að kalla það svo þegar ein dýrategund er að veiða aðra sér til matar.

alfræðiritið eftirfarandi: „Uppistaðan í fæðu

landsels er fiskur, oftast smáfiskur eins og

smár þorskur eða ufsi en þeir éta einnig

síli, loðnu, steinbít, síld, sandkola ásamt

öðrum fisktegundum og hryggleysingjum,

sérlega smokkfisk. Landselurinn er fremur

góður kafari, getur verið í kafi allt að 25

mínútum og kafað niður á 50 metra dýpi

þó oftast kafi hann einungis í nokkrar

mínútur og sjaldan dýpra en um 20 metra.

Hann heldur sig oftast nálægt landi, fer

sjaldan lengra en um 20 km og heldur

sig oft innan um sker en einnig í árósum.

Landselurinn fer einnig langar ferðir upp

ár til að veiða lax og silung.

Og þá að rannsókninni sem Sandra

M Grankvist stjórnaði. Við greindum

frá niðurstöðunum á sínum tíma á

vefnum okkar, www.votnogveidi.is og

þá skrifuðum við þetta: „......var greint frá

fyrstu niðurstöðum í könnun á meintum

áhrifum sela á laxagöngur. Rannsóknin fór

fram við nokkrar Húnvetnskar ár og benda

fyrstu tölur til þess að áhrifin gætu verið

minni en margur hefur haldið til þessa.

En þó eru ekki öll kurl komin til grafar.

Stangaveiðimenn hafa lengi haft horn í

síðu Kobba og álitið að sé selur við árósinn,

eða að selur gangi svo langt að skjóta sér

upp í árnar til að veiða, þá sé það ávísun

á ördeyðu og leiðindi. Gjarnan er þá ræst

út skytta og allir glaðir takist henni að

vinna á dýrinu. Margt hefur þó breyst

í áranna rás í þessum efnum. Þeir sem

þekkja til eldri stangaveiðibókmennta,

t.d. bóka Björns J. Blöndal frá Stafholtsey,

vita t.d. að landselur gekk ekki bara upp

Hvítá í Borgarfirði í stórum stíl, heldur hélt

hann þar til og kæpti jafnvel. Og að selir

færu upp í bergvötnin var fremur regla

en undantekning. Sögur af laxagnótt frá

þessum árum eru jafn þekktar. Enginn

skortur á laxi og flestar veiðisögur þessa

tíma varðaðar stórum tölum og ekki hvað

síst stórum löxum, sem þá voru algengir.

Laxar af þeirri stærð sem sjást sjaldan

lengur og þá aðeins einn og einn fiskur.

En við ætluðum að rifja upp rannsóknina

sem gerð var á því hvort að landselir væru

mikið að hrella laxa og silunga. Áður en við

förum lengra með það, er ágætt að vitna

aðeins í Vikipediu, en um æti landsela segir

Page 57: Veidislod 1. tbl 2012

57

Sandra M. Grankvist var verkefnisstjóri

þessarar rannsóknar sem var samstarfs­

verkefni VMSt, Selaseturs Íslands á

Hvamms tanga og veiðifélaga Húnvetnsku

laxveiðiánna Víðdalsár/Fitjár, Gljúfurár,

Miðfjarðarár, Laxár á Ásum og Vatnsdalsár.

Rannsóknin hófst í fyrra sumar (2009)

og var veiðiréttareigendum, leigutökum,

veiðivörðum og leiðsögumönnum gert að

fylgjast með því að skráning á áverkum á

laxfiskum væri færð inn á sérstök eyðublöð

sem lögð voru fram í veiðihúsum. Plaköt

voru enn fremur sett upp á veggi. Þar skyldi

reifa alla áverka, stærð þeirra, fiskitegund

og síðan umfang áverkanna og var á þá

miðað við þrennt, áverka sem voru innan

við 1 cm að umfangi, 1­3 cm að umfangi

eða 3 cm eða stærri. Þessum upplýsingum

var safnað allt veiðitímabilið í fyrra.

Í samantekt Söndru í ársskýrslu VMSt segir:

“Niðurstöður frá síðast liðnu sumri sýndu

fram á tiltölulega fá ummerki á veiddum

laxfiskum. Áverkar fundust einungis

á laxfiskum úr Miðfjarðará, Víðidalsá

og Laxá á Ásum.” Hún nefnir einnig

að engir áverkar voru skráðir á silung,

aðeins á löxum og í öllum tilvikum hafi

áverkar verið greindir sem selbit. Lang

flestu tilvikin voru stærsti flokkurinn að

umfangi, eða 3 cm stærri áverki eða meira.

26 slík tilvik fundust og önnur 6 þar sem

áverkinn var 1­3 cm að umfangi, eða alls

32 selbitnir laxar í þremur ám.

Fram kemur að Miðfjarðará sker sig úr

með 26 af þessum tilvikum, en 3 eru frá

hvorri Víðidalsá og Laxá á Ásum. Sandra

lokaði samantekt sinni með þessum

orðum: “Það hve fá ummerki voru skráð

á veiddum laxfiskum bendir annað hvort

til þess að óbein áhrif sela á laxfiska

(þ.e. skaði sem leiðir ekki til dauða) séu

minni en áður hefur verið haldið fram,

eða að ekki hafi verið farið eftir kröfu

Veiðimálastofnunar um skráningu allra

selbitinna laxfiska sem veiddust.”

Við þetta má bæta, að mikil laxgengd var í

umræddum ám á síðast liðnu sumri(2010)

og metveiði í Miðfjarðará og Vatnsdalsá

auk þess sem Víðidalsá var aðeins fáum

löxum frá metveiði. Þá var mikil veiði

Landselir á skeri.

Page 58: Veidislod 1. tbl 2012

58 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

í Laxá á Ásum. En þetta er sannarlega

athyglisvert verkefni sem sjálfsagt er að

hvetja veiðimenn til að taka fullan þátt

í með því að greina skilmerkilega frá

áverkum á löxum sínum og silungum

einnig. Í annarri rannsókn er einnig

fylgst með áverkum á laxfiskum, en það

er steinsugumálið á Suðurlandi. Þar hefur

fiskifræðinga lengi grunað að misbrestur

kunni að vera á því að veiðimenn geti þess

í veiðiskýrslum hvort að fiskar sem þeir

veiða séu bitnir eða ekki.

Við þetta má bæta tveimur frásögnum

veiðimanna. Tveir voru saman á neðsta

svæði Grenlækjar, þar sem áin mætir

Skaftá rétt ofan sjávarmáls. Þar eru sandar

og auðnir, mikið vatn og menn fara

stundum í sandbleytur og leiðindi. En

þarna voru sem sagt tveir félagar eitt sinn

fyrir fáum árum, kannski 3­4. Það var

lítið að gerast, en þeir vissu að aðfall var

í nánd og þá gæti glaðnað yfir veiðinni.

Þeir héldu því vöku sinni og köstuðu af

dugnaði. Skyndilega sáu þeir fisk stökkva.

Síðan annan og þeir hugsuðu sér gott til

glóðarinnar. Óheyrilegt það magn sem

þarna gengur fram hjá af sjóbirtingi. Allur

fiskur úr Grenlæk, Jónskvísl, Tungulæk,

Fossálum, Hörgsá og Geirlandsá. En

hvað um það, þriðja skvampið var annað

hvort af stærsta sjóbirtingi allra tíma, eða

einherju öðru. Og jújú, þarna var Kobbi

kominn og eltist við birtingana. Synti með

tilþrifum fram og til baka og birtingarnir

reyndu að forða sér. Stutt frá þeim kom

síðan selshausinn uppúr og það bar ekki á

öðru, hann var búinn að veiða. Og engan

smáfisk. Að minnsta kosti 10 punda birting

sem barðist um í kjafti selsins. Það sem

næst gerðist gleyma þessir menn aldrei.

Selurinn fór að leika sér. Hann fleygði

þessum stóra fiski upp í loft, greip hann

þegar hann kom niður aftur. Gerði þetta

aftur og aftur. Aðeins nokkra metra frá

þeim félögum. Gaf þeim auga öðru hvoru

og fleygði svo feng sínum aftur upp í loft.

Loks tók hann viðbragði og hvarf sjónum.

Þeir sáu hann ekki aftur og ekkert urðu

þeir varir við fisk.

lífríkið

Lax úr Hvítá í Borgarfirði, sárið er líklegast eftri sel. Mynd gg.

Page 59: Veidislod 1. tbl 2012

59

En ritstjóri hefur aðra sögu að segja. Var

staddur við annan mann við Brennuna í

Hvítá í Borgarfirði, viku af ágúst fyrir fimm

árum. Mikið var af laxi og var einn og

hálfur dagur liðinn af veiðitímanum þegar

við komum tveir niður að á í morgunsárið.

Veiðin búin að vera frábær, bæði lax og

sjóbirtingur í aflanum. Við gerðum klárt

og byrjuðum að kasta. Laxar stukku af og

til, en svo var eins og kæmi rót á staðinn.

Laxar fóru að æða til og frá. Bungurnar

af þeim sáust langar leiðir og skyndilega

skaut selshaus upp úr ánni. Hann kom

furðu nálægt okkur í tvígang. Var ekki

meira en 6­8 metra frá okkur, en þeysti

þess á milli út og elti laxa. Ekki sáum við

hann ná fiski og ekki vorum við að baða

út öllum öngum og reyna að trufla hann.

Hann virtist þó ákveða eftir um það bil

tíu mínútur eða svo, að meiri veiðivon

væri neðar, helst þar sem engir tvífættir

áhorfendur væru að trufla hann. Hann

fór þó ekki hratt yfir, lét sig eiginlega

sakka niðurúr og við sáum lengi til hans

gaufandi .

Samkvæmt kenningunni þá áttum við að

geta bara pakkað saman og farið heim.

En það var ekkert inni í myndinni og það

voru aðeins tíu mínútur liðnar frá því

að selurinn yfirgaf svæðið, að fyrsti lax

morgunsins tók og alls lönduðum við

fimm löxum þennan morgun og hættum

þó snemma.

Af landsel og laxfiskum

Sjóbleikja úr Skálmardalsá með á verka eftir sel, svipað sár var hinu megin líka. Mynd gg.

Page 60: Veidislod 1. tbl 2012

Galleríið að þessu sinni er í traustum höndum Jóhönnu Hinriksdóttur, en hún

er framhaldsskólakennari, stangaveiðimaður og náttúruunnandi. Þá hefur

myndavélin um árabil verið með í farteskinu.

Jóhanna segir: „Fjölskyldan hefur stundað veiðar saman í gegn um tíðina og

hafa þá vinirnir gjarnan verið með í för. Fjöldi mynda hafa verið teknar og

hafa þær fyrst og fremst að geyma góðar minningar. Þá hafa margar þeirra

mynda sem teknar hafa verið, fangað veiðistemningu, gleði, ánægju og ástríðu

þeirra veiðimanna sem í hlut hafa átt og oft hafa þær fangað veiðiaugnablikið.

Það er vera við ána í góðra vina hópi er mjög afslappandi og gefandi og

vinskapurinn og þessi nána snerting við náttúruna hefur þau áhrif að menn

opna hjartað upp á gátt og sérstök stemning myndast. Það að mynda

veiðimann við veiðar er í raun ekkert sérstakt myndefni en þegar umhverfið og

náttúran eru í bakgrunni öðlast ljósmyndin nýtt líf og annað gildi.“

Um tækin og tólin segir Jóhanna: „Ljósmyndagræjurnar hafa verið mismun­

andi í gegnum tíðina en aðallega hafa þetta verið litlar vélar sem hægt er

að setja í vasann og grípa í á rétta augnablikinu. Þó nokkrar myndavélar

fjölskyldunnar hafa að vísu endað sína lífdaga á botni árinnar. Myndirnar eru

eins og þær koma frá myndavélinni, þ.e. nánast ekkert hefur verið átt við

lýsingu, skerpu og þess háttar.“

Jóhanna Hinríksdóttir

Menn opna hjartað upp á gátt og sérstök stemning myndast

ljósmyndun

60 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Page 61: Veidislod 1. tbl 2012

61

Page 62: Veidislod 1. tbl 2012

62 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Veitt við Steinbogann í gljúfri Jöklu, sem hefur í hundruðir ára hefur sorfið og slétt bergið

Page 63: Veidislod 1. tbl 2012

63

Efri mynd: Við veiðistaðinn Kapaltanga í Norðurdalsá við Breiðdal.Neðri mynd: Sigga setti skömmu síðar í nettan lax við Steinbogann í Jöklu.

Page 64: Veidislod 1. tbl 2012

64 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Vorstemningin í Aðaldal norður er engu lík. Séð heima að bænum Kili. Rörið í Álftá, skondinn veiðistaður.

Page 65: Veidislod 1. tbl 2012

65

Rörið í Álftá, skondinn veiðistaður.

Page 66: Veidislod 1. tbl 2012

66 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Danskur vinur okkar, kastar af mikilli nákvæmni á urriða við fossin Nefja í Köldukvísl

Page 67: Veidislod 1. tbl 2012

67

Efri mynd: Leitað að urriða við Ferjustað í Laxá í Þingeyjarsýslu.Neðri mynd: Þær systur Helga Lára og Sigrún Soffía Halldórsdætur leiðast í land.

Page 68: Veidislod 1. tbl 2012

68 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Á vaktinni, rjúpukarri á útkíkki við Hagastraum við Laxá í Aðaldal.

Page 69: Veidislod 1. tbl 2012

69

Hungangsflugan lét ekkert trufla sig

Page 70: Veidislod 1. tbl 2012

70 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Kvöldsólin lýsir upp flugnamergð í gljúfri Mýrarkvíslar.

Page 71: Veidislod 1. tbl 2012

71

Brynja dóttir mín, með við Laxá í Laxárdal og takið eftir naglalakkinu!

Page 72: Veidislod 1. tbl 2012

veiðihundar

Gunnar Pétur Róbertsson

Vorsteh – harðsæknir og duglegir fuglahundarVið höfum verið að fjalla aðeins um veiðihunda í síðustu tölublöðum og ætlum að halda því áfram eitthvað að sinni. Heyrðum útundan okkur að einn alskemmtilegasti veiðihundurinn væri týpa að nafni Vorsteh. Það er ekki hundanafn sem heyrist oft utan veiðimannahópa. Þeir eru fínustu heimilishundar, en það er þó alltaf í öðru sæti á Vorsteh-heimili, því þeir eru gegnheilir veiðihundar og í hópi þeirra bestu sem völ er á til fuglaveiða, auk þess sem dæmi eru um það hér á landi að reyndar refaskyttur hafa ekki haft hjá sér duglegri og betri veiðifélaga á grenjum en einmitt Vorsteh. Allt um það, við slógum á þráðinn til Gunnars Péturs Róbertssonar sem er formaður Vorstehdeildarinnar, en hópurinn heldur úti myndarlegri vefsíðu um þessa skemmtilegu hundategund, www.vorsteh.is

Grunnurinn var lagður að þýska pointernum

snemma á 18. öld og voru notaðir hundar

eins og “Spanish pointer”, “English foxhound”

og “Bloodhound”. 1872­var svo fyrsti Vorsteh

hundurinn “Hektor I ZK I” skráður í ættbók

í Þýskalandi Upphaflegi Vorsteh var frekar

þungur hundur, öruggur á standi og með

ótrúlegt lyktarskyn, en svolítið hægur.

Síðan um 1920 vildu þýskir og austurrískir

veiðimenn meiri hraða með breyttum

aðstæðum, og blönduðu örlitlu af Pointer

saman við, og með markvissri ræktun varð

hann heldur minni og hraðari, en hélt

gömlu eiginleikunum þ.e. skapgerðinni,

lyktarskyninu og úthaldi gömlu hundanna.

Vorsteh hundurinn er frábær alhliða veiði­

og fjölskylduhundur, hann er greindur og

mjög fjölhæfur í veiði. Hann er aðallega

notaður í að benda og á fugl og sækja svo

eftir skot, hvort sem er á landi eða í vatni.

Frábær rjúpnahundur og gefur öðrum ekkert

eftir í gæsa og andaveiðum, nema einna helst

væri hægt að benda á að hann er með þynnri

feld og hann er grennri er retriever hundarnir

uppá úthald í miklum kulda, strýhærðir

vorsteh hundar eru með þykkari feld en þeir

snögghærðu og hafa því aðeins meira þol fyrir

kulda en þeir snögghærðu. Erlendis er hann

einnig notaður í að leita uppi særð dýr ( t.d.

dádýr, elgi ) og á kanínu og héraveiðar.

Ræktendur og aðdáendur Vorsteh hunda

hafa verið mjög vakandi og ákveðnir í

að halda honum fjölhæfum eða alhliða

veiðihundi, og það er ekkert til sem

heitir “ sýningar Vorsteh” frekar en “ field

trial Vorsteh” , þar sem hægt er að nota

sama hundinn í sýningarhringinn og í

veiðina, enda fá hundakyn sem státa af

jafn hárri prósentu af dual champion­

um, þ.e.hundar sem hafa bæði unnið sér

inn meistaranafnbótina á sýningum og í

veiðihundakeppni.“

72 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

VorstehÖnnur nöfn

Deutsch Kurzhaar,

German shorthair

pointer, GSP

Heimaland

Þýskaland

Stærð

59 – 63,5 cm.

á rakka

53 ­ 59 cm. á tík

Litur

Lifrarbrúnn og

hvítur, einnig

brún/hvítyrjóttur.

Page 73: Veidislod 1. tbl 2012

Vorsteh

Við þetta má bæta, að fyrsti Vorsteh­

hundurinn kom til landsins árið 1991 og

var þar að verki Ívar Erlendsson. Að mati

Gunnars eru líklega á bilinu 150 til 180

Vorsteh hundar á Íslandi í dag. „Það fer lítið

fyrir þeim, líklega vegna þess að þeir eru

sjaldan á götunni,“ segir Gunnar.

Og Gunnar heldur áfram: „Ég fékk mér

minn fyrsta Vorsteh árið 2006. Keypti hann

af Svavari Ragnarssyni á Esjugrund. Þetta er

rakki sem heitir Esjugrundar Stígur. Hann

er bæði íslenskur og alþjóðlegur meistari

í sýningum og hefur hlotið margar fyrstu

einkunnir í unghunda og opnum flokki í

veiðiprófum og unnið keppnisflokka. Hann

er mikið efni og hvers manns hugljúfi. Síðan

fékk ég mér tík, keypti hana og flutti inn frá

Noregi. Hún er af góðum blóðlínum og hafa

foreldrar hennar keppt á HM fyrir Noreg

og gengið vel í veiðiprófum. Hún heitir

Gruetjenet‘s, G – Ynja. Ynju­nafnið fékk hún

frá mér, hitt kom með henni að utan. Hún

er að verða í þriggja ára. Hún er líka mikið

efni, alltaf Excellent í sýningum og komin

með fyrstu einkunnir bæði í unghunda­ og

opnum flokki. Þau afrekuðu það bæði að ná

fyrstu einkunn í sínu fyrsta prófi í opnum

flokki.

Málið er að ég hafði lengi haft unun af bæði

skot­ og stangaveiði, en var að færa mig úr

stangaveiðinni vegna þess geggjaða verðs

sem þar er. Ég veiði gæs, önd, rjúpu,hreindýr

og ref. Ég var með Labra dorblending sem var

svo sem ágætur greyið, en því miður hentaði

ekki fyrir mig. Ég lét hann frá mér og hann

hefur lengi verið kennsluhundur hjá K9 og

er orðinn fjörgamall og fann sig virkilega

í nýja hlutverkinu hjá nýjum eiganda. Ég

var hins vegar hundlaus í nokkur ár og af

siðferðisástæðum var ég t.d. hættur að mestu

að fara í kvöldflug sem ég hafði þó sérstaka

unun af, því maður tapaði of mörgum

73

Þeir eru fallegir Vorsteh hundarnir.

Page 74: Veidislod 1. tbl 2012

veiðihundar

fuglum hundlaus. Það bara gengur ekki að

særa eða drepa fugl og ná honum síðan ekki

það er allavega mín skoðun. En ég var með

opin augun með nýjan hund og skoðaði

margar tegundir, skoðaði netið og gerði

fyrirspurnir og þetta varð lendingin. Og það

er skemmst frá að segja að ég er byrj aður að

taka kvöldflugin aftur og varla týnt fugli síðan

að ég fékk mér Vorsteh hunda.“

Hvað er það í fari þeirra sem að gerir þá það sem þeir eru? „Þetta eru standandi fuglahundar, hundar

í tegundarhópi sjö. Hundar sem taka

stand og benda á fugl. Vorsteh eru meðal

þeirra bestu sem ég veit um sem alhliða

fuglahundar. Vinnusemin, gleðin, kappið

og ekki síst harkan fer saman í einn alls

herjar kokteil. Það er einfaldlega svo gaman

hjá þeim að maður þarf eiginlega að hafa vit

fyrir þeim til þess að koma í veg fyrir að þeir

ofgeri sér. Annars myndu þeir hlaupa allan

daginn. Það er ekki að maður veiði eitthvað

meira, þetta er bara svo mikil viðbót við

sportið. Sé það í boði, getur maður t.d. látið

hundinn reisa rjúpuna og stundum önd til

að taka fuglinn á flugi.“

Og virka þeir vel sem heimilishundar í bland?„Algerlega. Þeir eru blíðir og góðir. Þeir eru

svolítið örir gelgjunni á meðan þroskinn

er að koma, en það er bara svo gaman hjá

þeim. Ekkert neikvætt, bara jákvætt.“

Einhverjar skemmtilegar sögur af Stíg og Ynju? „Ég á eina afburðagóða sögu sem lýsir hörku

og dugnaði þessara hunda. Ég var á veiðum

með Stíg og við gengum til rjúpna í frekar

vindasömu veðri. Við vorum hátt uppi í

fjöllum þegar Stígur fann fugl og benti.

Ég lét hann reisa fuglinn og skaut hann á

flugi, fuglinn fór með vindinum dauður

niður í hlíðina fyrir neðan og ég gaf honum

leyfi til að sækja fuglinn, það næsta sem

gerðist var að fuglinn rúllar í vindinum

fram á syllu rétt fyrir neðan, en rétt áður

en Stígur komst að fuglinum kom síðasti

dauðakippurinn í fuglinn og hann rann

fram af syllunni og lenti einhvers staðar í

urðinni fyrir neðan,ég kallaði hann til mín

og skoðaði aðstæður. Mér sýndist þetta

vera vel fært fram hjá syllunni fyrir Stíg

og gaf honum leyfi að sækja fuglinn, hann

fór af stað niður ruðning með syllunni. En

það kom eitthvað hik á hann og hann snéri

við og virtist vera að hann héldi að fuglinn

væri enn á syllunni , fór á sylluna og missti

þar fótanna í hálku sem ég tók ekki eftir

og hrapaði fram af. Ég horfði agndofa á

hann hverfa niður fyrir sylluna og heyrði

svo dynk þegar hann lenti einhvers staðar

fyrir neðan. Ég settist í algeru sjokki niður

og undirbjó mig í kollinum að fara niður

og sækja hundinn sem gæti verið dauður

eða í besta falli slasaður, ég kallaði nokkrum

sinnum í hann og fékk engin viðbrögð. En

eftir að ég hafði lagt frá mér byssuna og

tekið af mér bakpokann er mér litið niður

með syllunni, komu þá ekki fyrst framloppur

í ljós, síðan sá ég í hausinn á honum með

rjúpu í kjaftinum. Og jú, þarna kom Stígur

á hörkunni til baka og að sjálfsögu skilaði

hann sér ekki aftur upp án fuglsins sem

honum var trúað fyrir.

74 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Gunnar og Stígur með fallna rjúpu.

Page 75: Veidislod 1. tbl 2012

Vorsteh

Þarna urðu auðvitað fagnaðarfundir, en

mér fannst hundurinn stirður og lerkaður

þannig að ég ákvað að þetta væri orðið

gott þennan daginn og við gengum af stað

til bílsins. Hann var einhvern vegin svo

stífur en óhaltur að ég setti hann í taum,

en þá varð hann alveg ómögulegur. Hann

vildi halda veiðiskapnum áfram svo ég

ákvað þá að lofa honum að teygja úr sér

niður að bíl úr því hann var ekki haltur og

varð því úr að hann fann fyrir mig þrjár

rjúpur á bakaleiðinni og vorum við félagar

virkilega sáttir með daginn miðað við það

sem á undan hafði gengið. Þegar heim

var komið var hann áfram eitthvað stirður

og eftir sig, en um miðja vikuna var hann

hinn sprækasti og til í allt. Strax næstu helgi

vorum við svo komnir út á Snæfellsnes á

rjúpnaslóðir. En hann hafði ekki hlaupið um

nema í svo sem klukkustund þegar ég tók

eftir því að sporin hans í snjónum voru öll

blóði drifin. Það stoppaði hann ekkert þó að

það fossblæddi úr öllum þófum. Við hættum

veiðum eins og skot og þegar við komum

heim þá fór ég með hann til dýralæknis því

það hafði aldrei plagað hann þófavandamál,

í framhaldinu spurði dýralæknirinn mig

hvort að hundurinn hefði orðið fyrir falli eða

einhverju þvíumlíku. Ég svaraði því auðvitað

játandi og þá kom skýringin, að hundurinn

hefði í fallinu lent á þófunum og marist illa

og það var ekki fyrr en uppúr miðri vikunni

að hann var hættur að hafa óþægindi af.

Þegar hann komst svo á beinu brautina í

næsta veiðitúr var hann að skipta um skinn

á þófunum til að koma marinu út og það

gamla þeyttist af á hlaupunum. Ef að þetta

lýsir ekki þessari fádæma hörku sem Vorsteh

hafa yfir að ráða, þá veit ég ekki hvað.“

„Önnur saga er kannski frekar til marks um

hversu gott er að hafa,ekki bara hund með

sér á veiðar, heldur harðsækinn og duglegan

hund. Við vorum nokkrir í morgunflugi og

það kom hópur yfir okkur. Við skutum á

hópinn, allar féllu nema ein en hún flögraði

4­500 metra áður en hún lagði saman

vængina og hrapaði eins og steinn til jarðar

dauð. Öll þessi leið að gæsinni þar sem að

hún féll var hlaðin skurðum og þýfi á víxl

og ekkert auðgert að finna dauðan fugl

við þessar aðstæður, en ég sagði félögum

mínum að við Stígur færum að sækja

gæsina og þeir skyldu fylgjast með flugum

og reyna taka það sem til gæfist meðan við

værum í burtu. Félagarnir skutu auðvitað á

móti og töldu að það yrði frekar aulalegt ef

við fyndum ekki einhverja önd á leiðinni

til að veiða. Ég svaraði því að við skyldum

sjá til hvort við kæmum ekki með eitthvað

meira til baka. Í einum skurðinum fann

Stígur síðan önd sem ég skaut og hann sótti.

Síðan fann hann gæsina að sjálfsögðu og

síðan aðra önd til á bakaleiðinni. Þannig að

þegar við skiluðum okkur til baka vorum

við með þrjá fugla í stað eins en félagarnir

fengu ekkert flug yfir sig á meðan við

vorum í burtu. Þetta sýnir hvað duglegur

veiðihundur getur skipt miklu máli.,“ segir

Gunnar Pétur.

BendirVERSLUN MEÐ HUNDAVÖRUR

511-4444 www.bendir.is

Page 76: Veidislod 1. tbl 2012

76 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Einar Páll Garðarsson villibráðareldhúsið

Forréttur á allra færi

Svartfugl, Gæs, SkarfurEinar Páll Garðarsson í hundabúðinni Bendi lét okkur í té þessa uppskrift. Upphaflega lýsti hann henni fyrir okkur sem skarfaupp­skrift, svona í tilefni af því að nú um stundir er góður skarfatími. En þegar málið var rætt nánar kom á daginn að þessi matargerð hentar einnig gæsfugli og svartfugli, að lunda meðtöldum. Þannig að ef ekkert verður af svartfuglabanni þá má vel hafa þetta í huga. Einar Páll kallar þennan: „Tilvalinn forréttur sem klikkar ekki!“ en við fáum ekki betur séð við lesturinn en að þetta geti auðveldlega einnig gengið upp sem aðalréttur.

• Bringurafsvartfugli, gæs eða skarfi. Ca. 50-70gr á mann (þetta er forréttur)

• Púðursykur

• Gróftmatarsalt

• Timiankrydd

Hindberjasósa

• Fyrstaðtínatil:

• 1dóssýrðurrjómi

• 1matskeiðmayones

• 1matskeiðrjómi

• Hindberjasultaeftirsmekk

Úrbeinið bringurnar og hreinsið alla fitu af kjöti. Blandið saman 50/50% salti og sykri og setjið gott lag í fat, leggið kjötið ofaná og stráið aftur blöndunni yfir ( svipað eins og pækill ) það er hægt að setja nokkur lög af kjöti. Látið standa í 2 tíma við stofuhita, það sem gerist er að saltið tekur megnið af blóði úr kjötinu. Skolið allt salt af með köldu kranavatni og þerrið með klút, kryddið vel með Timian og setjið í eldafast mót í ofn við 180° í ca. 10­12 mínútur. Gæsabringur og Skarfur ca. 20 mín. Takið síðan úr ofni og látið kólna við stofuhita.

Hindberjasósan

Hrærið hráefnunum saman og látið standa í kæli í stuttan tíma. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og berið fram með sósu og ferskum jarðarberjum.“

hráefni aðferð

Page 77: Veidislod 1. tbl 2012

Söluvefur sem aldrei sefurBestu verðin - Sértilboð í hverri viku

- fjöldi veiðsvæða um land allt

Page 78: Veidislod 1. tbl 2012

78 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Nú síðla vetrar endurútgaf Jörundur Guðmunds­

son hina klassísku tvennu: Lax á færi, sem

Víg lundur Möller gaf fyrst út fyrir margt löngu.

Þetta er er safn klassískra veiðisagna sem eiga það

sam eigin legt að hafa fyrst birst í tímaritinu Veiði­

mað urinn sem Víglundur ritstýrði um langt árabil.

Jörundur, sem er útgáfustjóri Háskólaútgáfunnar,

er nú handhafi birtingarréttar á bókunum og við

fengum leyfi hans til að birta valda veiðisögu úr

ritinu. Fyrir valinu varð ein mögnuð frá Artúri

Bogasyni smábátaleiðtoga og er vettvangurinn

Sandá í Þistilfirði sem er þekkt fyrir stórlaxa sína.

Arthúr Bogason með „Sandárhöfðingjann“.

Page 79: Veidislod 1. tbl 2012

Af sönnum Sandárhöfðingja

Ég er einn af þessum „ólánssömu“ veiðimönnum sem alvarlega eru haldnir

stórlaxaveikinni. Oft hef ég átt erfitt með að berja mig í svefn að kvöldi

veiðidags þegar ég hef séð stóran lax í einhverjum hylnum og reynt við hann

tímunum saman, auðvitað án árangurs.

Í stofunni hjá mér stendur uppstoppaður alíslenskur lax, sem vigtaði

tuttuguogeittoghálft kíló. Það er ósköp notarlegt á slagviðrasömum vetrar­

kvöldum að flatmaga hérna í sófanum og virða fyrir sér þetta tröll, gæða

hann lífi í huganum á ný og setja hann í fagran streng með krók í kjafti. Þessi

fiskur kynntist reyndar aldrei stríðum streng eða lygnri breiðu vegna þess að

hann var alinn í þessa stærð, en hann sannar að íslenskir laxar geta orðið

þetta stórir og það er ekkert sem segir að þeir geti ekki orðið enn stærri.

Þau eru ófá kvöldin í veiðiferðunum sem félagar mínir hlusta af aðdáunar­

verðri þolinmæði á dramatískar útfærslur hjá mér á stærð og gildleika fiska.

En ég á góða veiðifélaga. Þeir vita hvað hrjáir manninn og alltaf er athygli

þeirra fölskvalaus.

Af framansögðu mætti álíta að ég sé í því alla mína veiðidaga að skaka á

lystar lausum stórlöxum og í kjölfarið kjökrandi á kvöldin yfir óförunum.

Svo er til allrar hamingju ekki og einn af þeim dögum sem mun ekki líða

mér úr minni er 9. september 1988.

Sandá í Þistilfirði. Töfraorð í mínum huga. Sögur af risalöxum og staðfestar

skýrslur af óvanalegri meðalþyngd höfðu með árunum gert það að verkum

að ein af mínum heitustu óskum var að komast þar til veiða.

Óskin rættist haustið 1988.

Fullir eftirvæntingar héldum við þrír félagarnir, auk mín Sveinbjörn Jóns son

og Sigursveinn Magnússon, austur á bóginn til fundar við þetta marg rómaða

vatnsfall. Það var ekki frítt við smá handskjálfta hjá mér þegar við ókum

fram á hæðina við Bjarnardalshylinn rétt fyrir neðan veiðihúsið. Af minni

79

Page 80: Veidislod 1. tbl 2012

80 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

eðlislægu bjartsýni átti ég allt eins von á því að sjá einn af stærri gerðinni

renna sér. Við virtum fyrir okkur drjúga stund þennan glæsilega veiðistað,

biðum í ofvæni eftir hreyfingu og sjá!: Fast við vesturlandið stökk fagurlega

nýrunninn lax, sjálfsagt ein fimm til sex pund. Við héldum upp í veiðihús.

Sandá er tvímælalaust eitt fegursta vatnsfall sem ég hef komið að. Veiðisvæðið

frá ósi inn að ófærum fossi er stutt, en þéttsetið af kyngimögnuðum

veiðistöðum. Það var þó varla liðinn sólarhirngur frá komu okkar, þar til ég

hafði eignast minn uppáhaldshyl og ekki að ástæðulausu.

Að morgni annars dags vöknuðum við í seinna lagi. Sól skein í heiði og

sölnuð stráin bærðust ekki í logninu. Í flýti var tekinn til morgunverður

og á meðan við vorum að koma honum í okkur var samið um skiptingu á

svæðum: Þeir færu saman inn að fossi og veiddu sig niður að brú, en ég færi

á svæðið fyrri neðan brúna.

Á hlaðinu stóð jeppinn minn, tryggðartröll sem aldrei hafði misst úr snún­

ing. Ég snaraði mér upp í hann og hugðist þeysa af stað. En viti menn, nú

harðneitaði vinurinn í gang. Eftir smástund vorum við allir þrír komnir undir

vélarhlífina og gerðum það sem talið var mögulegt til að tjónka við kauða. En

allt kom fyrir ekki. Hægt og bítandi tæmdist út af rafgeiminum þar til þögnin

ein ríkti. Þetta var þá geðsleg byrjun á deginum eða hitt þó heldur.

Samið var um nýja skiptingu. Félagar mínir skyldu halda eftir sem áður inn

að fossi en ég skyldi rölta í hylina næst veiðihúsinu.

Ég átti ekki langa dvöl við Kofahylinn og Stekkjarhólsnesið. Bjarnardals­

hylurinn var mér í fersku minni frá deginum áður og þangað hraðaði ég

förinni. Síðustu skrefin gekk ég þó rólega og hafði ekki augun af hylnum.

Skyndilega lyfti sér fiskur niður undir brotinu austanmegin, nálægt landi.

Þetta var svo sannarlega ekki sá hinn sami og daginn áður, kolmórauður

dólgur, sjálfsagt um 20 pund. Varla var komin kyrrð á hylinn þegar 12 til 14

punda fiskur stökk ofarlega, rétt austan við aðalstrenginn. Hann varð að

bíða betri tíma.

Þessi stóru laxar koma mér alltaf úr jafnvægi. Skjálfandi í hnjáliðunum og

skraufþurr í kverkunum óð ég varlega út á klettasylluna sem liggur um fjóra

metra út frá vesturlandinu. Ég reyndi að áætla kastlengdina nákvæmlega.

Það var nokkuð langt þarna yfir í austurlandið. En fyrsta kast heppnaðist

ágætlega, tveggja tommu Ofsaboom­túpan lenti aðeins nokkra sentímetra frá

austurbakkanum, sökk og kafaði silalega þvert yfir hylinn. Engin hreyfing.

Page 81: Veidislod 1. tbl 2012

81

Í annað sinn flaug túpan fast að hinu landinu og hóf ferðina í áttina til mín.

En það ferðalag var stöðvað hressilega á miðri leið.

Takan var djúp og róleg og án þess að ég sæi örla á fiskinum varð ég strax

sannfærður um að hann væri af stærri gerðinni. Það var greinilegt af fyrstu

hreyfingunum að þessi mistök hans komu honum á órvart. Nokkur ráðvillt

sundtök, en það stóð ekki lengi. Hann lagðist. Eins og klettur.

Nýja 18 feta Bruce and Walker­stöngin mín (já, ég er líka sjúkur í stórar

stangir) var þanin verulega, en laxinn rótaðist ekki. Stundarfjórðungur leið.

Hálftími. Þá loks þokaðist hann af stað, hægt og rólega í áttina til mín,

alveg að klettasyllunni og upp með henni.

Snjallt: Línan föst um leið utan í syllunni og ég fann hvernig hún nuddaðist

utan í. Ég út á brún og teygði lurkinn til austurs. Laxinn synti efst í strenginn,

inn í lygnuna og ... stökk! Hvort það eru ekki þessi andartök sem ég sækist

eftir í veiðiskapnum.

Hugboð mitt var staðfest. Þetta var sannkallaður Sandárhöfðingi. Ég

áætlaði hann umsvifalaust ekki undir 20 pundum. Krókstór kjafturinn

blasti við mér, breið síðan glansaði í sólinn og sporðurinn...

Það var á þessu stigi málsins sem ég gerði mér grein fyrir sterkum leik sem

hann átti. Þessi mikli hylur klofnar í útfallinu á stórri eyju og færi hann niður

austurræsið, væri ég í verulegum vanda. Mikið var í ánni og hreint ekki

hlaupið yfir vesturræsið. Ég margfór yfir stöðuna, tæki fiskurinn til þessa

bragðs. Á meðan svamlaði hann í rólega hringi inni í lygnunni austan við

strenginn, rétt eins og hann væri einnig að velta fyrir sér sínum möguleikum.

Skyndilega synti hann niður undir brotið á austurræsinu en snéri á síðustu

stundu við og lagðist á brotinu. Vígstaðan var honum vægast sagt hagstæð.

Í raun þurfti hann ekki annað að gera en hætta smástund að andæfa gegn

straumi og láta sig fljóta fram af. Leikurinn væri nánast örugglega tapaður

fyrir mig. Tíminn sem færi í að koma sér yfir vesturræsið yrði of langur,

lína og undirlína væru löngu þrotin. Hann lá ekki jafn lengi í þetta skiptið

en sekúndurnar virtust ógnarlengi að líða. Hver þeirra gat verið sú síðasta

í viðureigninni.

En leikurinn snerist aftur til jafnteflis. Hægt og sígandi færði hann sig aftur

inn í hylinn og hóf þar sama svamlið og áður. Ég jók átakið og reyndi að

þoka honum nær mér. Jú, það mjatlaðist og nokkur augnablik hélt ég að

draga færi til tíðinda.

Page 82: Veidislod 1. tbl 2012

82 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Rétt var það, en ekki á þann veg sem ég var að vona. Nú komu fyrstu merki

óróleika. Feiknarroka þvert yfir hylinn, síðan efst í strenginn, til baka og

stökk í annað sinn. Þá byrjaði ballið. Roka niður að vestara brotinu, stuttur

stans og síðan á fleygiferð niður kvíslina. Ég tók á rás á eftir honum, það

hvein í hjóli og línu, ekkert lát, undirlínan byrjaði að hverfa, en svo hægði

hann ferðina nægilega mikið til að ég náði inn talsverðri línu, flugulínan

aðeins nokkra metra frá stangartoppi.

En rokan hélt áfram. Framhjá Hornhyl og neðar og neðar. Hvar ætlaði þetta

eiginlega að enda? Svona langhlaup er nú ekki beint mín sérgrein og þegar

við fórum að nálgast Barðið var ég farinn að sjá tilveruna í þéttri móðu og

vægast sagt orðinn andstuttur.

Var hann kannski stærri en mér hafði sýnst? Kannski 30? Hugsunin gæddi

mig auknum þrótti og þessi sterki Sandársonur strekkti áfram neðar og

neðar með mig másandi og blásandi í eftirdragi.

Bærinn Flaga nálgaðist. Ég leitaði örvæntingarfullur að hugsanlegum

hvíldarstað, mér var nokk saman þótt ég stæði í miðjum fjóshaugnum á

Flögu, eingöngu ef ég fengi tækifæri til að stansa smástund.

Þar sem áin fennur í átt að Flögu breiðir hún úr sér og rennur þar á

endalausum flúðum allt niður í Brúarhyl. En nú fannst fiskinum nóg

komið. Hann hægði ferðina þar sem áin er hvað breiðust, synti alveg að

austurlandinu þrátt fyrir að ég tæki á alveg eins og ég mögulega þorði til að

reyna að afstýra því – og lagðist. Ég var drjúga stund að kasta mæðinni, jós

úr ánni framan í mig og settist.

Það flugu ýmsar hugsanir í gengum huga mér þar sem ég sat í grasinu, með

þessa risastóru stöng á milli fóta mér, kengbogna. Línan frá stangartoppi

titraði sem hljóðfærastrengur og sólin strauk hana með litrófi sínu. Ég vissi

að þetta yrði mér ógleymalegur dagur.

Umvafinn þessari stórkostlegu náttúru, í harðri glímu við verðugan

andstæðing, fóru að sækja á mig tilfinningar sem aðrir veiðimenn hafa

upplifað: Þessi fiskur átti fyllilega skilið að lifa. Ég stóð upp og rýndi í ána

þar sem fiskurinn lá, það brá öðru hvoru fyrir furðu breiðri síðunni, meira

sá ég ekki.

En svo hrökk ég upp úr þessum rómantísku vangaveltum. Laxinn var

einfaldlega að hvíla sig. Ég jók átakið meir og meir og spennti stöngina svo

ég taldi hana liggja undir broti.

Page 83: Veidislod 1. tbl 2012

83

Allt kom fyrir ekki. Hann rótaðist ekki. Úr fjörunni þar sem ég stóð tíndi ég

nokkra smásteina og henti í áttina. Sama. Ekki beinlínis rómantískur núna,

farinn að grýta höfðingjann.

Tíminn leið. Ég gerði tilraun til að vaða að honum en það var útilokað.

Stöngin spennt til hins ýtrasta á ný, fleiri steinar hurfu úr fjörunni.

Ég fór að velta fyrir mér hvar veiðifélagar mínir væru. Klukkan var rétt um

11.00 þegar laxinn tók, nú var hún langt gengin í 14.00.

Stuttu síðar heyrði ég í bíl. Ég leit upp á veg og á fleygiferð kom keyrandi

Sigursveinn, lítandi í allar áttir, greinilega að leita að mér. En þótt ég stæði

stutt frá veginum jók hann heldur ferðina þegar hann ók fram hjá mér og ég

sá á eftir honum yfir brúna á þjóðveginum og taka strikið niður eftir.

Það leið drjúg stund. Bíllinn birtist aftur á hendigskasti upp eftir og þegar

hann nálgaðist veifaði ég sem mest ég mátti. Frændi er með röggsamari

ökumönnum. Jeppinn dró öll hjól, rétt eins og verið væri að forða árekstri

og út kom ökumaðurinn nánast með hurðina eins og skraut um hálsinn. Ég

rak fyrir honum atburði og að hér væri kominn upp alger pattstaða.

Frændi greip nokkrar steinvölur og í fyrsta kasti hitti hann greinilega

á viðkvæman stað. Fiskurinn þaut af stað, fyrst inn í miðja á og síðan

lagði hann af stað, upp eftir! Hann var nú mun nær vesturlandinu og sást

greinilega. Frændi stóð við hlið mér og þegar hann kom auga á fiskinn

missti hann áttirnar augnablik. Hann tróð sér fram fyrir mig og stóð nú

allt í einu á milli mín og fisksins. Þar hoppaði hann og baðaði höndunum

í allar áttir og argaði: „Drengur, þetta er örugglega 30 punda fiskur!“. Það

munaði minnstu að ég missti stöngina úr höndunum, svo brá mér við þessa

tilkynningu. Sigursveinn hefur nefnilega verið naskur í gegnum tíðina að

vigta fiska í vatni.

Laxinn strekkti áfram upp stríðan strenginn. Það kom þó að því að hann

gerði afdrifarík mistök. Hann snéri við og tók sprettinn niður eftir en

áttaði sig ekki á grynningunum rétt þar fyrir neðan. Hann lenti upp þeim,

strandaði og barðist þar um, en nú var allt um seinan.

Sigursveinn fleygði sér yfir hann, tók hann í fangið og bar í land.

Leiknum var lokið. Þremur klukkustundum og fimm mínutum eftir

tökuna lá þessi hrausti drengur í valnum. Hljóðir röltum við upp í bíl og

keyrðum upp í veiðihús.

Page 84: Veidislod 1. tbl 2012

Laxinn vó 21 pund. Þrátt fyrir breiða síðuna og stórkarlalegan haus og

sporð var hann furðu þunnur á bakið. Það skipti engu. Þetta er erfiðasti

fiskur sem ég hef glímt við í mínum veiðiskap þótt hann sé ekki sá stærsti.

En það gerist fleira við slíka atburði. Sandá mun ævinlega verða hluti af

lífslöngun minni og Bjarnardalshylurinn kalla fram dýrmæta minningu.

Ég er ekki einn af þeim sem trúi á tilvist tilviljana. Jeppinn minn datt í gang

þegar ég steig næst upp í hann og hefur gert það alla tíð síðan.

Arthúr Bogason (1989)

84 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012Gleraugað • Bláu húsin við Faxafen • 108 Reykjavík • Sími 568 1800 • gleraugad.is

Page 85: Veidislod 1. tbl 2012

85Gleraugað • Bláu húsin við Faxafen • 108 Reykjavík • Sími 568 1800 • gleraugad.is

Sjón er sögu ríkari!

Polarized veiðigleraugumeð gulgrænum litúr gæða gleri

Fáanleg í þínum styrkog mörgum litum

Page 86: Veidislod 1. tbl 2012

græjur ofl.

Nú eru veiðimenn vítt og breytt um landið ýmist einir úti í horni, eða nokkrir saman við eldhúsborð að hnýta flugur í öllum stærðum og gerðum, enda styttist heldur betur í vertíð. Innan við mánuður í sjóbirtinginn og fyrstu vötnin. Síðan fleiri og fleiri vötn uns júní rennur upp og laxinn bætist í flórunna. Einnig þarf að huga að sjóbleikjunni og haustbirtingnum sem koma síðar.

Mikið úrval er af öllu sem máli skiptir til hnýtinga í Hrygnunni. Eigandinn Kristín Reynisdóttir segir að Hareline og Veniard séu aðalmerkin og svo sé talsvert úrval frá Eumer. „Allt eru þetta toppmerki í fluguhnýtingarefnum og mikið af nýjungum þetta árið. Einnig eigum við til gott úrval af væsum, frá 1.690 krónum og uppúr. Flottast er þó sett sem kemur í trékassa með öllum helstu verkfærum sem þarf til fluguhnýtinga. Kostar hann 14900 krónur. Svo mætti kannski líka nefna að við erum með lökk og lím og Kamasan hnýtingaröngla í miklu úrvali,“ segir Kristín.

En sjón er sögu ríkari og víst er að viðskiptavinir Hrygnunnar eiga eftir að skiptast á mörgum veiðisögunum þegar líður á vertíð og síðan fram á haustið.

86 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Paradís hnýtarans í Hrygnunni

Page 87: Veidislod 1. tbl 2012

Scoutguard myndavélin í Veiðiflugunni

Jig-heads krókar fyrir mjúka beitu

Veiðiflugan selur Scout guard eftirlitsmyndavélar sem tófu­skyttur og aðrir þeir sem þurfa að fylgjast með hlutum, geta hreinlega ekki verið án.

Flott 8 mega pixla eftirlits mynda­vél sem sendir SMS skila boð, MMS skilaboð eða tölvupóst, þú velur hvaða þú vilt 24/7.

Hægt er að stilla vélina til að senda myndir um leið og þær eru teknar eða nota tímastillingu. Þetta auðveldar allt eftirlit.

Nú er ekki lengur þörf á að fara á staðinn til að sækja myndir úr eftirlitinu, þú einfaldlega lætur þær koma til þín. Þetta er tilvalið fyrir refaskyttur til að fylgjst með æti eða í annað eftirlit.

Jig heads krókarnir eru hannaðir fyrir mjúka beitu og eru með áföstum kúlum /sökkum í hinum ýmsu þyngdum allt frá 0,8gr upp í 50gr. Minnstu krókarnir hafa reyndar verið notaðir í fluguhnýtingar með góðum árangri. Hér er á ferðinni skemmtileg nýbreytni fyrir Íslenska veiðimenn sem full ástæða er til að hvetja þá til að prófa ásamt mjúkri beitu. Þetta finnst í Veiðiflugunni.

Með vélinni er litaskjár, flash sem dregur 6­12 metra, þráðlaus fjarstýring, tekur upp hljóð, merkir myndir með tíma­dagsetningu­hitastigi og tunglstöðu, tekur allt að 32gb minniskort ásamt símkorti, þolir hitastig frá ­20°C til 60°C í vinnslu, þyngd aðeins 285 gr án rafhlaðna.

Vélin hefur SIM card slot ,TV out jack, USB jack, SD card slot, 6v DC jack, og Antena port.

Verðið kemur skemmtilega á óvart .

87

Page 88: Veidislod 1. tbl 2012

græjur ofl.

Veiðihúsið Sakka hefur flutt inn fluguhnýtingatæki frá HMH, sem er eitt virtasta fyrirtæki á því sviði sem fyrirfinnst. Sérstaklega eru væsarnir frá HMH frægir að endemum fyrir snjalla hönnun og endingu. Dæmi eru um það hér á landi að reyndir hnýtarar séu enn með 30 ára gamla HMH væsa festa við borðin sín og líti ekki við nýrri smíð.

HMH mun vera elsta fyrirtækið sem framleiðir hnýtingavæsa af því tagi sem um ef marka má heimasíðu þeirra, en þeir hófu starfsemi sína árið 1975. HMH væsarnir sem þá hófu göngu sína ollu byltingu á markaðinum og margir hafa reynt að fara eins nærri þeim og mögulegt er án þess að troða einkaleyfum

um tær. Meðal þess sem HMH væsinn bauð uppá var 360° snúningur öngulsins og breytanlegir „kjálkar“, auk fleiri nýjunga. Árið 2000 var afar sterkt í nýrri þróun HMH væs­lína og það sem gerir þá enn betri, er sú staðreynd að fáir framleiðendur hnýtingarvæsa bjóða upp á viðlíka framhaldsþjónustu og HMH gerir. Á þeim bæ telja menn slíka viðhalds­ og viðgerðaþjónustu, vera jafn mikilvæga og hönnunina sjálfa.

HMH væsarnir frá Veiðihúsinu Sökku fást í ýmsum veiðivöru­verslunum hér á landi.

88 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2012

Byltingarkenndu HMH væsarnir

Mjúk Beita / Soft baitsÍ veiðiflugunni færðu mikið úrval af mjúkri beitu, fyrir hvort sem er sjóveiði eða til veiða í ferskvatni. Beitan fæst í geysilega mörgum útfærslum og stærðum.

Veiðiskapur með mjúkri beitu er mikið stundaður í Evrópu og reyndar víða um heim með frábærum árangri eins og raunar úrvalið af beitunum ber með sér. Er óhætt að segja að þetta

gefi spúna­ eða maðkaveiði ekkert eftir, þó þessa sé reyndar, enn sem komið er, meira notað hérlendis í sjóveiði. En þetta er að okkar mati mjög vannýtt veiðarfæri í silungsveiði svo

dæmi sé tekið. Verðið á mjúku beitunni er mjög hagstætt þar sem hægt er að fá 20 beitur i poka frá 490 kr.

Page 89: Veidislod 1. tbl 2012

shudy.is

Page 90: Veidislod 1. tbl 2012

VEIÐISLÓÐtímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi:GHJ útgáfa ehf.

Ritstjórn:Guðmundur Guðjónsson, ritstjóriHeimir Óskarsson, útlit og umbrotJón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif

Netfang: [email protected]