52
1. tbl. 102. árg 2010 - Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands

Viljinn 3. tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

3. tbl. af Viljanum

Citation preview

Page 1: Viljinn 3. tbl

1. tbl. 102. árg 2010 - Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands

Page 2: Viljinn 3. tbl

RitstjóRa pistill MaRgRét Magnúsdóttir

Forsíðumynd: Íris Björk reynisdóttirForsíðumodel: anna Katrín Einarsdóttir

Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Margrét Magnúsdóttir

Ritstjórn Viljans 2009-2010: anna Fríða gísladóttir Bjarni Bragi Jónsson Elísabet Hanna Maríudóttir Jóhanna Edwald Margrét Björnsdóttir sigvaldi Fannar Jónsson

Hönnun & umbrot: Birgir Þór Harðarson

Ljósmyndir: Íris Björk reynisdóttir rakel sara Björnsdóttir anna Margrét sigurðardóttir Júlíanna ósk Hafberg

Viljinn þakkar aðstoðina sigrún Halla ingibjörg ósk Birgir sæti solveig María arnar sigurðsson svala rakel Þórshamar Karate spúútnik nostalgía Kiss Manía Íris Björk reynisdóttir Hanna Mæja nemendamótsnefnd Árni vaktmaður

1. tbl. 102. árg 2010

FoRsíðan

Anna Fríða Gísladóttir

Jóhanna Edwald Margrét Björnsdóttir

Bjarni Bragi Jónsson

Sigvaldi Fannar Jónsson

Elísabet Hanna Maríudóttir

RitstjóRn ViLjans

Haffi Haff, Thriller, bestu plötur 2009, sykurstrákurinn Friðrik dór, HM, Jafnvægis-Hafliði og morðsaga er aðeins brot af því sem þetta blað

inniheldur. Starfsemin gengur ótrúlega vel og má geta þess að Extra auglýsingin í þessu blaði sem gerð var af Viljanefndinni mun birtast í Séð&Heyrt.

Mikilvægi ljósmyndarnefndar hefur gert vart um sig. Nánast allar nefndir skólans þurfa að taka myndir á einhverjum tímapunkti en á þetta auðvitað að mestu við um öll blöð skólans. Ljósmyndarar skólans hafa verið sérstaklega uppteknir í janúar en staðið sig vel. En það er einnig mikilvægt að þeir sem eru að taka sín fyrstu skref í ljósmyndun fái góðra kennslu í ljósabúnaði og öðru svo hægt sé að nýta þann búnað sem nemendafélagið býr yfir. Samstarf blaðanefndanna og ljósmyndanefndar er mikið og vil ég þakka þeim fyrir samstarfið.

3.blaðið okkar er nú komið út. Þetta skólaár hefur flogið áfram og það styttist í útskrift okkar 6.bekkinga. Í mars stefnum við á að gefa út okkar síðasta blað og það verður erfitt að kveðja.

Ég vona að þið njótið þess að lesa blaðið því við nutum þess svo sannarlega að búa það til.

Page 3: Viljinn 3. tbl

UMræðan

tHRiLLeR 10

stíLL 30

tÍsKa & MEnning

spurningar fyrir Verzlinga ............................................4Myndir úr daglegu lífi...................................................5ljósmyndir eftir Verzlinga ............................................7nokkrir hlutir fyrir nemó ..............................................12Myndir af grímuballinu ................................................14

VErzló

VilJinn Klæðir Örnu og Helgu Í töFF KJóla...

Haffi Haff er fabulous ...................................................16Jafnvægis-Hafliði .........................................................20Heitt og kalt / Bíómyndagagnrýni ................................22Friðrik dór saknar marmarans ......................................23Hvernig skal farða sig fyrir nemó .................................24Björn Bragi er ritstjóri Monitor .....................................26plötur ársins 2009 ........................................................27gúrmhornið .................................................................28

ViLjinn Janúar eFnisyFiRLit

MyndaÞÁttUr

BöLVuð ástEFtir ritnefnd viljans lJósMyndari Íris BjÖrk reynisdóttir

HM 2010 í s-aFRíku 36lEiKMEnnirnir sEM Þú ÞarFt að FylgJast MEð Á KoMandi HEiMsMEistaraMóti Í FótBolta

stjórnmál á Íslandi í dag.................... 34topp 19 statusar ................................ 36Fólkið í Kringlunni um Verzló ............. 38Hagsmunahornið .............................. 39gerð Viljans ....................................... 40

VilJinn tEKUr púlsinn Á næsta sönglEiK VErzlUnarsKólans

Page 4: Viljinn 3. tbl

Í Versló getur þú fundið allskonar fólk. Fallegt fólk, skemmtilegt fólk, leiðinlegt fólk og jafnvel rauðhært fólk. Við tókum púlsinn hjá nokkrum vel völdum Verzlingum og það leynir sér ekki að fólk er orðið mjög spennt fyrir nemó.

ArnAr GAuti Guðmundsson 6-tUppáhalds atburður í Verzló? Vælið.

Uppáhalds nefnd? Skemmtó.

Skróparðu í tíma? Nei.

Hvað ætlarðu að gera eftir Verzló? Fara í háskóla.

Í hverju verðurðu á Nemó? Nærbuxum.

Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Þórhalla.

Uppáhalds staður í skólanum? Marmarinn.

Uppáhalds land í heiminum? Ameríka.

Hildur Guðmundsdóttir 4-sErtu að fara í framboð í vor? Nei, hef ekki tíma.

Uppáhalds atburður í Verzló? Nemó en íþróttavikan var mjög skemmtileg.

Skóparðu í tíma? Nei ekki mikið, mjög sjaldan.

Áttu bíl? Já.

Árni Kri eða Marínó? Þetta er erfitt en Marínó.

Uppáhalds kennari? Siggi Eggerts.

Borðaru á marmaranum eða í stofunni þinni? Yfirleitt upp í stofu.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn í skólanum? 4. hæðin því ég er alltaf búin að vera í stofu þar en þægilegast er að vera í sófa á marmaranum.

BirGittA rún sveinBjörnsdóttir 4-eHver er formaður Málfundafélagsins? Ógeðslega sætur gaur.

Hvort myndir þú borða hnýsukúk eða fara í MS? Fara í MS.

Í hverju verður þú á Nemó? Ég er ekki búin að ákveða það en ég verð pottþétt í kjól og skóm.

Skrópar þú í tíma? Já.

Oft? Já.

Sefur þú í tímum? Já.

Hvort myndirðu Árna Kri eða Marínó? Ó mæ god.. Árna.

Ætlar þú að bjóða þig fram í einhverja nefnd? Ég get það ekki því ég er að fara sem skiptinemi til Costa Rica.

GAnGAspjAll

Gísli viðAr eGGertsson 3-FHefur þú átt systkini í Versló? Já tvö, Eddu sem er núna 25 ára og Jóa bróður sem er betur þekktur sem Lurkurinn.

Uppáhalds Verzló-viðburður? Nemó því þrátt fyrir að ég hafi aldrei upplifað það þá hlýtur umstangið í kringum það að benda til það verði gott. Ég er að byggja skoðun mína á því hvernig bróðir minn talar um þetta.

Ertu spenntur fyrir Thriller? Já vegna þess að ég er búin að vera að vinna í kringum hann.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn í öllum heiminum? Nautahakk.

Ertu komin með nemódress? Já suit sko.

Uppáhalds kennari? Sigrún Halla.

Björn jónsson 6-AHvort myndir þú Agnesi eða Kristjönu? Ég veit ekki hver Kristjana er.

Í hverju verður þú á nemó? Fínum fötum.

Skróparðu í skólann? Ekki viljandi.

Sefurðu í tímum? Nei.

Uppáhalds nefnd? Listó.

Áttu bíl? Nei.

Uppáhalds atburður? Litla leikritið.

Borðarðu í stofunni eða marmaranum? Stofunni.

4 |

VErzló á arnar gauti engan annan bol eða?

Page 5: Viljinn 3. tbl

dAGleGt líF

| 5

VErzló ásgeir orri pottþétt að tala við sætu gömlu

Page 6: Viljinn 3. tbl

Gott bragð fyrir helibrigðar tennur...

Page 7: Viljinn 3. tbl

ljósmyndir eFtir

verzlinGAnemendur Verzló hafa jafn marga hæfileika og þeir eru margir. sumir eru fáránlega góðir að syngja, sumir eru jafn góðir leikarar og aðrir eru enn betri ljósmyndarar. Hér eru frábærar myndir eftir hæfileikaríka krakka í skólanum.

Mynd eftir Baldur Jón Gústafsson 4-I.

Logafold í ljósum logum.

Mynd eftir Önnu Sesselju Marteinsdóttur 3-J.

Tekin í Albi í Frakklandi 2009 þar sem ég var á fimleikahátíðinni Eurogym.

| 7

VErzló

Page 8: Viljinn 3. tbl

Mynd eftir Guðmund Óla Magnússon 5-H.

Myndin er tekin í ferðinni á Egluslóðir á seinustu önn .

Mynd eftir Guðrúnu Stefaníu V Ingólfsdóttur 3-F.

Blómleg mynd af firði. Þessi mynd er tekin á Tálknafirði, ég tók mér hjólatúr í frábæru veðri. Hugmyndin var að ná mynd af fíflunum sem að eru ófáir á myndinni, sólinni og sjónum öllu saman og mér fannst það takast bara þokkalega vel.

8 |

VErzló

Page 9: Viljinn 3. tbl

Mynd eftir Nönnu Láru Sigurjónsdóttur 6-A.

Fyrstu skórnir mínir, frekar mikið notaðir.

Mynd eftir Telmu Rut Einarsdóttur 4-E.

Tekin á Rifkelsstöðum í eyjafirði. Ég var eitt kvöld að labba

heim úr hesthúsinu og sá þá ómótsæðilega sætu kisurnar

mjálmandi uppá palli.

| 9

Page 10: Viljinn 3. tbl

Grím

uBAl

lið

10 |

VErzló af hverju hanga stelpur alltaf inná baði á böllum?

Page 11: Viljinn 3. tbl

| 11

VErzló Hversu heitt hefur sponge Bob verið?

Page 12: Viljinn 3. tbl

nAuðsynleGt Fyrir nemó

Make Up Store: Chic augnhár 3290 kr.Satin Strazz 2890 kr.Poud varalitur 3290 kr.Johanna naglalakk 2890 kr.

Lyf og heilsa:Beckham rakspíri 4819 kr.

Spúútnik:Kjóll 5700 kr.Hringur 2100 kr.Slaufa 900 kr.

La Senza:brjóstahaldari 6990 kr.nærbuxur 3790 kr.aðhaldsnærbuxur 2890 kr.

Zara:Skór 11.995 kr.

Gallerí SautjánParks jakkaföt 39.990 kr. (buxur innifaldnar)Mao skyrta 6.990 kr.Mao vasaklútur 990 kr.Konrad úr 13.990 kr.Skór 15.990 kr.

12 |

VErzló Þess má geta að smokkarnir eru plesure Max, mmmm...

Page 13: Viljinn 3. tbl

| 13

VErzló Það skiptir miklu máli að vera ekki andfúll þegar maður fer í nemó sleik

Skráning og upplýsingar á www.bootcamp.is

Boot Camp Outsiders Mán, mið, fös kl 18:15. Verzló tilboð 12.500 fyrir 6 vikna námskeið

Boot CampÞri og fim kl 06:30, 07:30, 12:00, 17:00 eða 18:00 og lau kl 09:00 eða 10:00. Verzló tilboð 15.000 fyrir 6 vikna námskeið

Skráðu þig á www.bootcamp.is með Verzló póstfanginu þínu til að fá Verzló tilboðið.

Page 14: Viljinn 3. tbl

ne m e n d a m ó t s n e f n d Verzlunarskóla Íslands setur nú upp í annað sinn hið glæsilega

leikrit Thriller. Leikritið er undir leikstjórn Ívars Guðmundssonar og dansinn er í höndum Stellu Rósenkranz en hún var sjálf í leikritinu fyrir 10 árum síðan. Svo er það góðvinur okkar allra, hann Jón Ólafsson sem sér um sönginn. Leik- og danshópurinn er stútfullur af hæfileikaríku fólki og það er klárt mál að sýningin verður rafmögnuð.

stellA rosenkrAnz dAnsHöFundur

Hvernig ganga dansæfingarnar? Dansæfingarnar ganga vel og krakkarnir eru ógeðslega duglegir.

Er krefjandi að kenna þessum hóp? Hóp af unglingum? Já, krefjandi en skemmtilegt, þau eru náttúrlega bara að þroskarst. Þau eru bara mjög skemmtileg.

Eru þau dugleg að mæta á æfingar? Misdugleg, en já allajafna mjög dugleg.

Eru krakkarnir hæfileikaríkir? Já annars væru þau ekki í þessum hóp, mjög góð.

Hefur þú tekist á við svona verkefni áður? Já ég hef tekist á við allskonar verkefni áður sem eru svipuð en aldrei tekið menntaskólaleikrit áður.

Er það meira gefandi að vinna með menntaskólanemum? Þetta er náttúrulega allt gefandi en þau eru rosalega dugleg að koma með input. Ég hefði kannski ekki getað fengið betri hóp af dönsurum.

S a m d i r þú dansana í leikritinu? Já ég samdi dansana. Ég reyndi að hafa þá eins fjölbreytta og hægt er og innan

þeirra marka sem þau hafa getu til en líka krefjandi svo þau læri eitthvað. Hefur þú trú á að sýningin nái

vinsældum? Já þetta er náttúrulega rosalega heppilegur tími til þess að

gera leikrit um Michael Jackson vegna dauða hans en ég var sjálf í Thriller fyrir

tíu árum þannig að þetta er svona semi reunion fyrir mig. Það er bæði mjög fyndið

og með réttri markaðssetningu hugsa ég að það verði mjög flott.

Heldurðu að það verði jafn gott og Thriller var fyrir tíu árum? Ég veit það ekki ennþá, ég er ekki búin að sjá þau leika allt

svo ég get ekki sagt til um það. Í minningunni er Thriller ógeðslega

flott og nú er þetta öðruvísi og búið að nútímavæða það. Það á örugglega eftir að

standa undir væntingum og gott betur. Verða dansarnir öðruvísi heldur en fyrir tíu

árum? Já dans er búin að þróast geðveikislega. Til

dæmis var ég með nokia 5110 síma þá og það var ekki hægt að taka myndir á hann. Þá var meiri djass. Nú er kannski svolítíð minni djass, nú er meiri hiphop. Annar danshöfundur, aðrir dansar.

Varstu mikill Michael Jackson aðdáandi þegar þú tókst að þér þetta verkefni? Já, ég ólst alveg upp við Michael Jackson. Ég var með plaköt á öllum veggjum og lærði öll myndböndin. Ég hef alltaf verið aðdáandi að Michael Jackson og finnst því mjög gaman að vinna með Thriller.

Af hverju ætti fólk að sjá sýninguna? Verzló hefur alltaf staðið undir væntingum með sýningar og ef fólk hefur gaman að því að hlægja og sjá flotta sýningu hjá krökkum sem eru upprennandi í þjóðfélaginu. Það er listrænt og skemmtilegt og þeir sem fara ekki missa af miklu!

Þórdís Björkleikur perlu oG synGurAf hverju vildir þú taka þátt í nemó? Því ég vissi að þetta væri eitthvað fyrir mig þar sem ég hef tekið þátt í mörgum svona leikritum og vissi alveg að ég myndi fíla þetta. Ég var í leikfélaginu í MH í tvö ár. Leikritin þar eru meira eins og listóleikritin hér en Nemó sker sig úr þar sem það er söngleikur.

Þú varst í MH, hafði Nemó áhrif á að þú skiptir yfir í Verzló? Nei ekki beint, en það var samt eitt af því sem vakti athygli mína á Verzló.

Ætlar þú út í leiklist? Já, alveg mögulega. Söngur og leiklist, ég held að það sé alveg svona aðal hjá mér.

Hver heldur uppi stuðinu á æfingum? Verð ég ekki að segja Anton Jarl eða?

Er það að taka þátt í Nemó eins og þú áttir von á? Já ég vissi að þetta myndi vera skemmtilegt en það er rosalega skemmtilegt að taka þátt.

Er þetta mikil vinna? Já það fer mikill tími í þetta en það er alveg þess virði.

Er Nemó góð leið til þess að eignast vini? Já alveg örugglega. Þegar ég fór í þetta þekkti ég náttúrulega ekki marga en ég kynntist

jóhanna edwald5-F

Bjarni Bragi jónsson5-Y

14 |

VErzló Hrafnhildur var mjög svöng þegar myndin var tekin...

Page 15: Viljinn 3. tbl

krökkunum alveg rosalega fljótt og nú erum við mjög samanþjappaður hópur. Þetta er mjög góð leið til þess að komast inn í félagslífið.

Hvernig er leikstjórinn? Hann er alveg frábær, þetta er erfitt verk en hann er að standa sig mjög vel.

Hvað er uppáhalds lagið þitt í sýningunni? Alveg örugglega Don't stop till you get enough!

Anton jArlleikur ziddA skrópAlinGAf hverju vildirðu taka þátt í Nemó? Draumurinn er að hafa atvinnu af leiklist og nemó leikritið er mjög góður undirbúningur fyrir það. Ætla að reyna að komast inn í Julliard, ég fer einmitt að fara að skoða hann í sumar ef ég kemst ekki inn þar ætla ég í einhvern annan skóla og þá í Bretlandi.

Af hverju ekki Leiklistarskóli Íslands? Mig langar ekki vera til að vera í leiklist á Íslandi, það eru of fá tækifæri og það er svo lokaður hópur sem fær þessi tækifæri.

Thriller eða Stardust? Þessi verður miklu vinsælli, það eru náttúrulega frábær lög í þessu og Ívar leiksstjóri gerir þetta vel, þetta á eftir að slá í gegn.

Uppáhalds dansinn í leikritinu? Thriller dansinn.

Er stemmning í hópnum? Já mikil.Hvernig er leikstjórinn? Þetta er hans fyrsta

alvöru sýning, hann er afslappaðri en aðrir og er mjög fínn, ég myndi segja að hann væri einn af hópnum. Ólafur SK Þorvaldz var samt mjög góður tek það fram.

Hefur eitthvað skondið komið upp á æfingum? Já, einu sinni stóðu allir mjög spakir upp á sviði og það var dauðaþögn þá rekur ein af stelpunum þrumuhátt við og allir voru mjög vandræðlegir.

Hverju eigum við von á? Magnaðri sýningu, þetta verður algjör Thriller.

Anton jArl

Þórdís Björk

stellA rosenkrAnz

| 15

VErzló Veist þú hver það var sem prumpaði á æfingu? Við vitum það...

Page 16: Viljinn 3. tbl

Þættirnir Wipe-Out hafa farið sigurför um heiminn upp á síðkastið og nú síðast var byrjað að sýna íslensku útgáfuna af þeim. Hafliði Örn Ólafsson, nemandi í

6-H, var svo heppinn að vera valinn til að taka þátt í þeim og með fylgdi frí ferð og uppihald

í Argentínu þar sem þættirnir eru teknir upp. Við ræddum við Hafliða um ferðina og keppnina sjálfa.

Þetta byrjaði allt með því þegar Hafliði frétti að hægt væri að sækja um þátttöku í Wipe Out inn á Vísir.is. Þar svaraði hann nokkrum

hefðbundnum spurrningum og tveim vikum seinna fékk hann símtal þar sem hann var beðinn um að koma í viðtal um kvöldið. Viðtalið stóð í um 20 mínútur og þar var hann spurður nánar út í umsóknina hans, reglur voru útskýrðar og hann fékk færi á því að spyrja sjálfur spurninga.

3 dögum seinna fékk hann símtal og var spurður hvort hann væri tilbúinn að fara út 1. október og þá beðinn að fara niður í Sagafilm að skrifa undir samninginn.

Í keppninni komst Hafliði áfram eftir fyrstu þrautina en datt út í þeirri næstu, í sópnum. Hann fékk viðurnefnið „Jafnvægis Hafliði“ hjá kynnunum Simma og Jóa þar sem hann sagðist vera með mjög gott jafnvægi fyrir þrautina en datt síðan heldur oft þegar kom að þrautinni sjálfri.

Varstu með einhver markmið fyrir keppnina?Þegar ég sá hina keppendurna áttaði ég mig

á því að ég ætti ekki séns í sigur. Þannig ég setti mér það markmið að prófa sem flestar þrautir og að gera gott „show“ úr þessu.

Hvernig voru kynnarnir 3, Rikka, Simmi og Jói?

Rikka var alveg frábær. Þessi manneskja er svo hress og skemmtileg, og ekki skemmdi útlitið. Hún tók alltaf þátt í gríni okkar og þegar hún var ekki að taka upp eða í förðun var hún hjá okkur að spjalla eða bara í sólbaði með okkur. Við keppendurnir hittum aldrei Simma og Jóa. Þeir fóru ekki til Argentínu. Allt sem þeir gera er tekið upp í stúdíói á Íslandi með grænt tjald fyrir aftan þá. Svo eru þeir klipptir inn í þáttinn.

Hver var erfiðasta hindrunin? Allar hindranirnar eru mjög erfiðar og eru tvær

hindranir sem standa upp úr. Auðvitað eru það stóru rauðu boltarnir sem er nánast ómögulegt að komast yfir. Einnig þegar ég átti að sveifla mér í reipinu og lenda á ”sillunni”. Sillan er svo

lítil og af því hún er mjúk, þá um leið og þú lendir á henni, hallar hún frá

veggnum, og þú missir jafnvægið.Hvað kom þér mest á óvart við W i p e Out?

Hve mikil öryggisgæsla var á „settinu“. Um leið og við komum á staðinn var okkur skipað að fara inn í tjald, þar sem sást ekkert í brautina. Þar skiptum við um föt og bárum á okkur sólarvörn. Þegar brautin var tilbúin vorum við tekin og okkur var sagt frá því hvað mátti gera og hvað mátti ekki í hverri þraut fyrir sig (í fyrstu brautinni). Svo vorum við aftur send upp í tjald og biðum þar. Stjórnendur komu og tóku okkur þrjú og þrjú úr tjaldinu og sett inn í annað tjald. Þar var

öryggisbúnaðnum komið fyrir. Síðan fórum við eitt og eitt í brautina. Enginn mátti sjá hina í

brautinni og þeir sem höfðu klárað brautina voru settir í þriðja tjaldið svo að þeir gætu örugglega ekki sagt neinum öðrum frá brautinni.

Nú sigraði Haffi Haff nokkuð örugglega, hvernig var hann bakvið tjöldin?

Haffi Haff er án efa einn skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni.Fékkstu að sjá þáttinn áður en hann fór í loftið?

Já. Hann var frumsýndur í Smárabíó miðvikudaginn 9. Desember klukkan 11:00. Ég skellti mér í bíó og horfði á þáttinn til klukkan 11:35 því ég átti að mæta í síðasta prófið mitt klukkan 11:45. Þannig ég hafði ekki séð hann allan en ég sá fyrstu þrautina.Hvað gerði hópurinn sér til skemmtunar annað en að keppa í þrautunum?

Við skoðuðum bæinn, fórum á fótbolta leik, versluðum og fórum út að borða. Maturinn þarna var alveg hræódýr þannig við fórum oft út að

borða á flotta veitingastaði.Hvað stóð upp úr í

ferðinni til Argentínu?Síðasta kvöldið fórum

við á veitingastað sem heitir „El Clan“ þar sem ég fékk mér

Kobi nautasteik og rauðvín. Fyrir þá sem ekki vita eru Kobi nautin japönsk, þau eru nudduð tvisvar á dag, drekka einungis bjór og hlusta á klassíska tónlist. Þau eru síðan slátruð í stress lausu umhverfi þannig kjötið er unaðslega mjúkt. Einnig var rauðvínið sem ég drakk með kjötinu mitt fyrsta áfengi á ævinni (gat ekki ímyndað mér betri ástæðu til að drekka áfengi en að vera í Argentínu að borða eitt besta kjöt heimsins. „Once in a lifetime opportunity“).

Eitthvað að lokum? Kæmi mér lítið á óvart ef það væri framleidd

önnur sería af Wipeout Ísland. Mæli með því að sækja um. Það er aldrei að vita nema þú farir til Argentínu í viku alveg frítt.

jafnvægis Hafliði

sigvaldi Fannar jónsson5-D

16 |

VErzló Vissir þú að jafnvægis Hafliði er fæddur árið 1991 en er í 6.bekk?

Page 17: Viljinn 3. tbl

| 17

VErzló Hafliði þú ert okkar maður!

Page 18: Viljinn 3. tbl

Augnlitur: ....................................GrænnAfmæli: .........................28. SeptemberHjúskaparstaða: ......It‘s complicatedVinna: ...................... Stílisti hjá Vikunni

HAFFi HAFF

Anna Fríða Gísadóttir6-J

margrét Björnsdóttir5-J

Hafsteinn Þór guðjónsson eða Haffi Haff, tónlistamaður, make-up artist, stílisti, hönnuður og snillingur. Hann er svo fabulous að það er bara rugl. Við hættum lífi okkar og skelltum okkur í ghetto-ið til hans þar sem við komumst að ýmsu um hann og hans stíl. Haffi lærði í l.a. Fashion institute of Fashion advertising og kom svo til Íslands árið 2006. Hann hefur unnið víðs vegar í tískubransanum hér á landi og einnig vakið athygli fyrir ögrandi sviðsframkomu og ferskan stíl í heimi tónlistarinnar.

18 |

tÍsKa&MEnning

Page 19: Viljinn 3. tbl

Hvernig er lífið hjá Haffa Haff? Busy!! Ég var að koma frá Seattle þar sem ég var með tvö gigg. Um leið og ég lenti til baka frá Seattle byrjaði síminn, og hefur ekki hætt síðan þá. Svo er ég á fullu að vinna að næsta single-inum, sem kemur vonandi út sem fyrst. Ég er vinur allra og það er frábær hvað fólk tekur mér vel.

Uppáhaldslitur? Blue. Veit ekki alveg af hverju samt. Það hefur alltaf verið uppáhaldsliturinn minn, og ég á mikið af fötum í bláu. Svo er sjórinn blár. I don‘t like the sky but the sea is a friend of mine.

Áttu þér uppáhalds hljómsveit eða tón listar­mann? Ég elska Empire of the Sun. [Skellir Swordfish Hotkiss Night í gang]. Ég fæ líka mikinn innblástur frá Palla. He‘s paved the way. Svo er það náttúrulega Madonna, Erikah Badu, Jill Scott og Björk. Björk gefur mér innblástur bæði í tónlist og fötum.

Hvar bjóstu í Ameríku? Í Seattle. Ég fæddist þar og flutti til Íslands árið 2006. Ég kom samt hingað fyrst árið 2005 og bjó hérna í tvo mánuði og eignaðist vini og made connections. Ég var núna um jólin í Seattle og það var geðveikt.

Lærðirðu snyrtifræði? Ef svo, hvar? Nei, allt sem ég kann kenndi ég mér sjálfur, make-up var common sence hjá mér. Ég vann hjá húðmeðferðar fyrirtæki þar sem ég lærði mikið á húðina sem er náttúrulega grunnurinn á þessu öllu.

Hvernig myndir þú lýsa þér í 4 orðum ? Alien – Hef alltaf verið öðruvísi, ég hef reynt að vera eins venjulegur og ég get, þótt að það gangi ekki alltaf upp. Daring- Ég er ekki hræddur við neitt, hlutirnir eru bara eins og þeir eru, þú getur ekki neitað því. Allir geta gert það sem þeir vilja, þetta er bara spurning um að þora. Humble – Lýsir mér mjög vel í öllu sem ég geri. Love – Ást er mér allt, jafnvel þó að ég virðist vera kaldur og bitur, þá er ég alltaf að leita að ást. Love is the white light.

Hvar kaupir þú venjulega fötin þín? Ef ég sé flík og mér finnst hún flott, þá kaupi ég hana. Það er mjög mismunandi, mér finnst Spúútnik mjög flott og líka Zara men. Ég blanda mjög mikið saman gömlu og nýju. Ég keypti líka mjög mikið af Svölu Björgvins og þeim í Steed Lord þegar þau fluttu út. Ég breyti líka oft fötunum sem ég kaupi mér, oftast buxum. I don't like pants, pants are stupid.

Hver er uppáhaldsbúðin þín? Búðin Red light í Seattle.

i don‘t like the sky but the sea is a friend of mine.

| 19

Page 20: Viljinn 3. tbl

Hvað áttu mörg skópör? Rúmlega 35.Hvert er uppáhalds skóparið þitt? John

Fluevog stígvélin, sem kostuðu just about the same as someone’s rent, og rauðu converse skórnir sem pabbi átti fyrir 20-30 árum síðan.

Ferðu oft í verslunarferðir út? Nei, eiginlega ekki. Ég reyni að vera hófsamur, ég meina þetta eru bara föt og þú getur alltaf keypt þér föt.

Nú stóðstu þig eins og hetja í Wipe Out, hvernig fannst þér að vera þarna úti? Það var ótrúlega skemmtilegt, ég kynntist fullt af fólki sem ég er enn í sambandi við í dag. Ég ætlaði í fyrstu ekki að fara, því að ég er mjög flughræddur og óvanur löngum flugferðum, þannig þetta tók smá á. En ég sé alls ekki eftir því að hafa farið því að ég skemmti mér rosalega vel, Argentína er svo ótrúlega flott borg.

Og hvað með argentínísku stákana? Þeir voru of latin og of ákafir fyrir minn smekk. Ég er ekki mikið fyrir þessa agressive latin boys. Ég fíla samt stráka með brún augu.

Hvað er Haffi Haff með í snyrtitöskunni? Mikið af hyljurum, brúnan og svartan maskara, augnhárabrettara, meik, púður, miðlungs dökkt andlitspúður til að skyggja, lítinn spegil, augnskugga og gloss.

Án hvers gætirðu ekki lifað ? Hyljara og bursta til þess að nota með honum.

Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er á fullu í að vinna að plötunni minni sem á að koma út í maí. Ég ætla að breyta til frá því sem ég hef gefið út áður.

Uppáhalds skemmtistaður á Íslandi ? Oliver, mér finnst ekkert skemmtilegra en að fara upp á borð og missa mig. Þar eru allir rosalega vingjarnlegir og tónlistin þar er góð. Þegar ég fer út að skemmta mér þá er ég líka að kanna hvað það er sem fólkið hlustar á, og hvaða tegund af tónlist það er sem lætur það dansa.

Áttu þér tískufyrirmynd? Þær eru margar, erfitt að segja. Ég reyni að gera mína eigin hluti, og fá innblástur frá öðrum. Myndi segja að þær helstu væru David Bowie, Billy Idol, Boy George, Björk og svo elska ég Grace Jones.

Hvað finnst þér um íslenska stráka? Ég hef verið hér í 4 ár og verið á lausu nánast allan tímann! Mér finnst margir íslenskir strákar ekki vera nógu djarfir. Þeir geta líka hugsað betur um sig, þó að það værir ekki nema bara að setja smá felara undir augun til þess að hressa uppá útlitið.

Hvað ertu með mörg tattoo? Ég er með 3 tattoo. Það stendur Beautiful á bakinu, af því ég vildi hafa eitthvað mjög jákvætt. Mér finnst að ef að þú ætlar að hafa tattoo allt þitt líf þá þarf það að vera jákvætt. Svo er ég með undirskrift ömmu minnar á úlnliðnum og eldingu á mjaðmabeininu, sem er tákn fyrir Þór.

Einhver heilræði að lokum ? Ef þú vilt ná að gera eitthvað í lífi þínu, þá verðurðu að gera það! Eins og Nike segir, Just do it!

20 |

tÍsKa&MEnning

Page 21: Viljinn 3. tbl

NÝ SÝN í Nauthólsvík!NÝ HUGSUN

NÝSKÖPUN

www.hr.is

Page 22: Viljinn 3. tbl

Valentínusardagurinn er dagur sem allir bera einhvern hug til, hvort sem hann er jákvæður

eða neikvæður. Núna geta þeir sem fá kvíðahnút í magann við tilhugsunina um 14. febrúar haft eitthvað til að hlakka til! Þann 12. febrúar 2010 kemur nefninlega í kvikmyndahúsin myndin Valentine's day. Myndin skartar öllum helstu stjörnunum Hollywood á borð við Jessicu

Alba, Bradley Cooper, Taylor Lautner, Juliu Roberts, Jessicu Biel, Patrick Dempsey, Ashton

Kutcher, Queen Latifah, Jennifer Garner og mörgum fleirum. Eins og nafnið

gefur til kynna snýst myndin um þennan einstaka dag ástarinnar. Myndin sýnir daginn frá öllum hliðum hans, hliðinni þar sem gleðin er ríkjandi og hamingjan í fyrirrúmi og hliðinni þar sem sorg og þunglyndi er yfirráðandi. Auðvitað er sagt frá þessu öllu saman á heldur skoplegann hátt. Myndin er að mínu mati svolítið eins og amerísk Love Actually. Myndin segir frá mörgum sögum í einu á Los Angeles svæðinu. Hún segir sögu af sambandsslitum, kviknandi ást, þrýstingnum og væntingunum sem fylgja þessum degi. Valentine's day er frá sömu framleiðendum og Pretty Women. Myndin ætti að geta höfðað til allra og er þetta tilvalin stefnumótamynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

kVikMyndagagnRýni:

dAGur ástArinnAr

elísabet Hanna maríudóttir4-B

AxLABÖNd FyRIR STRÁKA - virkilega heitt

Heitt:

kAlt:

OF SLEIKT HÁR - Þetta rosalega sleikta hár til hliðar hjá ykkur strákar er ekki töff lengur. Minnkið gel-neysluna

ÞJÓðHÁTÍðAR ARMBÖNdIN Er ekki kominn tími á að losa sig

við þau, enda margir mánuðir síðan hátíðinni lauk.

WEdGES - Skór með fylltum hæl

JACK BAUER - Hann er mættur aftur í 8. seríunni 24 !

HAMBORGARABúLLAN - 60 skref í Hamborgara-búlluna frá Versló... og hrikalega gott! Mælum sérstaklega með kaffisjeiknum!

KVOSIN - nýopnað kaffihús og bakarí við Ingólfstorg

SMS-LÁN KREdIU EHF - Ef þú lest "litla letrið" sérðu bara að

þetta er alls ekki gáfulegt!

SÍLÍKON - ónáttúruegt og ljótt. Tilheyrði tímabili Pamelu Anderson

ZúPER Á FM957 - allir eru búnir að fá nóg af þeim.

PEPSI - Kóka kóla er alltaf inn og mun aldrei verða neitt annað

22 |

tÍsKa&MEnning sagt er að jack Bauer hafi skotið sjálfan sig 10 sinnum til að sanna að 50 Cent sé auli.

Page 23: Viljinn 3. tbl

Friðrik Dór er ein af skærustu stjörnunum okkar Verzlinga. Hann gaf nýlega út lagið Hlið Við Hlið sem samið var til kærustunnar, Lísu Hafliðadóttur, sem

er einmitt nemandi í Verzló. Friðrik starfar með Redd Lights að sinni fyrstu plötu sem við að

sjálfsögðu bíðum spennt eftir.

Hver er Friðrik Dór í raun og veru ?

Ég er 21 árs, fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Þar gekk ég í Setbergsskóla og æfði líka fótbolta með FH. Eftir Setbergsskóla fór ég síðan í Verzló. Í dag er ég svo

í HÍ ásamt því að þjálfa yngri flokka hjá FH. Ég er því í raun námsmaður og þjálfari. Þó svo að númer 1, 2 og 3 myndi ég segja að ég væri lífskúnstner. Hver er uppáhaldshljómsveitin þín ?

Mín uppáhalds hljómsveit myndi ég segja að væri Sigur Rós... eða mér dettur hún allavega helst í hug núna. Jæja Friðrik, saknaru þess ekki að tjilla á marmaranum ?

Að sjálfsögðu sakna ég þess að tjilla á marmaranum. Stundir eins og þegar kærustupar eitt ákvað að slummast svakalega í tuttugu mínútur samfleytt er eitthvað sem annars gerist bara á skemmtistöðum landsins. Enda eru margir sem vilja meina að marmarinn sé ekkert annað en skemmtistaður... ég veit þó ekki með þá fullyrðingu. Þú tókst þátt í Nemó sýningunum í Versló, stefnirðu á leiklist í framtíðinni ?

Nei ég get ekki sagt að ég stefni á það, þó svo ég hafi nokkuð gaman að því að leika.

Hefur líf þitt eitthvað breyst eftir að þú gafst út Hlið Við Hlið ?

Líf mitt hefur svo sem ekki breyst nema bara þannig að tónlistin er nú orðin að starfi og

eitthvað meira en bara áhugamál. Það er starf sem mig hefur lengi langað að fást við og ég get því ekki kvartað.

Ég var mjög ánægð með stelpuna á Youtube sem var að syngja lagið þitt. Megum við búast við Dúó­i?Já, hún var alveg með þetta! Ég fíla hana bara í klessu og því er aldrei að vita nema að við gerum lag í framtíðinni, mér heyrist þó á öllu að textinn megi ekki vera mjög flókinn. Hvað er næst á dagskrá hjá sætasta stráknum í Hafnarfirði ?Friðrik Dóri hefur ýmislegt fyrir stafni. Nýtt lag fer að fara í spilun og eitt og annað í burðar liðnum.

Ég er allavega spenntur fyrir fram haldinu. Einhver heilræði að lokum fyrir Verzlinga?

Ég held bara þetta klassíska með að njóta tímans sem þið hafið í skólanum. Verzló er frábær skóli sem býður uppá ótal tækifæri til ýmissa hluta, hvort sem það er að kynnast nýju fólki eða að starfa innan nemendafélagsins. Mitt heilræði er því bara að nýta þessi tækifæri eins vel og maður getur.

Það er engin spurning að hunangsrjóminn hann Friðrik Dór eigi eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Hægt er að nálgast lögin hans Friðriks á heimasíðunni hans: www.myspace.com/fridrikdormusic.

margrét Björnsdóttir5-J

FRiðRik dóR jónsson:

sykurstrákur sem sAknAr mArmArAns

| 23

tÍsKa&MEnningVissir þú að sykur-dór var í 12:00?

Page 24: Viljinn 3. tbl

Næst er hyljari settur undir augun, kringum nef og þar sem rauðir flekkir, bólur eða misfellur eru. Púðrað svo létt yfir andlitið

til þess að taka mesta glansann og festa farðann. Sólarpúður er svo sett á og rauðbleikur kinnalitur til að fá frískleika í andlitið.

Farðinn er svo borinn á með meikbursta, í hæfilega miklu magni. Passa verður að bera farðann jafnt á með hringlaga hreyfingum.

FörðunFyrir nemó

Margar stelpur hafa farið í professional förðun fyrir nemó til þess að líta sem best út um kvöldið. Förðun á snyrtistofum getur oft verið dýr en oft lenda stelpur líka í því að fíla ekki förðunina sem þær fá og er þá allur peningurinn farinn í vaskinn. æfingin skapar meistarann - og á það sérstaklega við í förðun. sumar stelpur vita þó ekki alveg hvað þær eiga að gera eða hvernig og því ákvað ég að sýna einfalda en flotta förðun sem hægt væri að gera fyrir nemó eða annað tilefni.

Fyrst þarf að undirbúa þarf húðina vel. Það þarf að hreinsa hana vel og bera svo gott rakakrem á. Velja þarf réttan lit á farða sem

hentar þinni húð, því við viljum hvorki vera með "grímu" né gera húðina miklu ljósari. Best er að bera nokkra liti á kjálkann og bera saman við hálsinn. Sá litur er réttur sem fellur inn í húðina.

margrét magnúsdóttir6-A

módel:

svala rakel Hjaltadóttir4-S

Þá er komið að augunum. Valinn er grunnlitur. Oft er best að velja hann í samræmi

við kjólinn. Ef t.d. það er eitthvað fjólublátt í kjólnum þínum væri flott að hafa þennan lit fjólubláann. Ég valdi brons litaðan fyrir Svölu Rakel. Augnskugginn er settur yfir allt augnlokið.

Næst er það skyggingin. Sumum stelpum finnst þetta erfitt. Augnskugginn á að vera

dekkri en grunnliturinn, þannig ég valdi dökk brúnan fyrir Svölu. Dökki liturinn er settur á um það bil einn þriðja af augnlokinu.

Millilitur (brúnn hér) er svo settur fyrir framan dökkalitinn svo hann dofni út og svo

er hann settur í línuna ofan við augnlokið eða glóbuslínuna með jöfnum strokum. Svo er gott að taka blöndunarbursta og blanda saman svo engin skil séu.

Þær sem vilja geta sett eyeliner. Fyrir þær sem eru óvanar því er best að byrja á að nota

blýant en ég nota blautan eyeliner á Svölu. Svo má ráða hversu þykkur hann er. Ég ákvað að hafa hann frekar þykkan á Svölu þar sem þetta er árshátið og hann þykkist út í endann og fer aðeins upp á við. Maskari settur vandlega á. Gloss er svo sett á varirnar til að fullkomna lúkkið!

einFöld

24 |

tÍsKa&MEnning Fyrir nemó er hægt að spara stórfé... ok?

Page 25: Viljinn 3. tbl

www.kfc. is

TTTTRRRTRRANSTRATRANSTRANSANSANSANS-N --NTRANS--R -NS-T NS-NS-TRANS-TRANSRANSRAN -TRANRANNSNSNSNSN

TATATATATATF AF AI ATTAAF AAIF TF TATATAATATF TAAAF ATAIF AF ATATTATAF TAAAF AF AF AF AF TF TAF TAF TATAAI AAI AI ATI AI AI AI AAAI AATATAI AITATAATAITAITAAI ATATTAATAI ATAI AITAI AIFI ATF TTF TTT

I ATATATATTATATAIITITFIF TITITFIF AAAF TAFIF AI AF TF AF TAAF TFIFFIF AIF ATATF TAF TF AAF AATF AF AF ATAF ATAAF AIFI AI ATIITFITAF AF ATF AF TF TF AF TATFIF TATATFNNSNTTR NSRANS-TRTRANNS-NTRANRANTRANTRANS-S-NS--S-S-SSSNSRANSANSANSSRANTRANNSTRANSTTRANSANSTRANSTRRANSTRAAARANSRANSRRAARRARTTT

I ATATTTATATAFITAATITITI AIF AITF TTATAII ATATAITFI AIF AI ATATATATATTAF TAAITATAI AI AAI AIF ATTI ATAFITF AF ATF TF TIF TTFITF TF AF TTF ATF TF TAITAF TF ATFIF TF TF TAFF TF AF AF TATTAF TF TF TTAI AF TI AAF ATF TF TATAFITAF AAF TIF ATITATATATAFI AF AIF ATATRANS-

ATI ATIF AITIFI AI ATFI ATI AFI ATF ATATFI ATITF ATATF TF ATATATATATF TTTTIR STR NANR STRANRANSR NSTRANSS-TR SNRANS-RTRTRTRANS-TTRANS-NNNSANSTRANTRATRTRTRARRTRRRARTRTRTRTT

FITATTTRANS-

TTTATATFF TTTAI AAAIITFIF TF AF TTFF TTTF TF ATTTTFIF ATF ATATAAIFII AFIF AAF AATATTATFF TSSSSNSSNS-NSNSSRANRANSTRANSTRANSTRANSTRANS-NS--NS-NSNSRANSRANSNANRARANSRANTRANSRANSTRANSRANTRANSTRANAT

Taktu þátt í Verzló-getraun KFC Svaraðu spurningunni á þátttökuseðlinum,

klipptu hann út og skilaðu honum í KFC-kassann á Marmaranum

fyrir 1. mars 2009.Þú gætir unnið

gjafabréf á KFC!

BETRA BRAGÐ Í

ÁR

Hvert er fljótlegast að fara frá Verzló?

Á KFC Fossvogi

Á KFC Faxafeni

Nafn:

Sími:

Netfang:

www.kfc. is

Taktu þátt í Verzló-getraun KFC. Svaraðu spurningunni á þátttökuseðlinum, klipptu hann út og skilaðu honum í KFC-kassann á Marmaranum fyrir 1. mars 2009. Þú gætir unnið gjafabréf á KFC!

PIPAR\ TBW

A •

SÍA •

100189

Page 26: Viljinn 3. tbl

PLötugagnRýni:

plötur ársinsEftir arnar sigurðsson

Grizzly BeAr veckAtimestVeckatimest er þriðja og jafnframt besta plata Grizzly Bear. Alveg frábærar útsetningar (m.a. strengjaútsetningar eftir Bedroom Community-stjörnuna Nico Muhly) og allur hljóðfæraleikur er í hæsta gæðaflokki.

morrissey yeArs oF reFusAlEndurreisnartímabil Morrissey heldur áfram með þessari stórgóðu plötu sem gefur You Are the Quarry (2004) og Ringleader of the Tormentors (2006) ekkert eftir. Alain Whyte, Boz Boorer og Jesse Tobias semja lögin og þeir tveir síðarnefndu spila á gítar á plötunni. Textar gamla mannsins eru að vanda stórkostlegir: “Well, just look at me, a savage beast, I’ve got nothing to sell / And when I die I want to go to hell" Ekki skemmir fyrir að gítarhetjan Jeff Beck spilar í laginu Black Cloud. Frábær plata frá hinum fimmtuga Morrissey og ég vona innilega að hann haldi áfram að gefa út jafn góðar plötur.

Geturðu sagt okkur aðeins frá hvað þú gerðir innan félagslífsins meðan þú varst í Versló?

Ég vann Morfís og var valinn Ræðumaður Íslands svo oft að það var orðið vandræða legt. Ég var líka í sigurliði Gettu betur í fyrsta og eina skiptið sem Versló hefur unnið þá keppni. Spurning um að Finnur og félagar fari að taka hausana út úr rassgötunum á sér og

breyta þeirri staðreynd. Svo tók ég þátt í flestu sem var að gerast innan skólans og var meðal annars formaður 12:00.Hvað ertu búinn að vera að gera síðan þú útskrifaðist úr Versló?

Ég hef starfað við ýmis konar fjölmiðlun og er búinn með B.Sc. í viðskiptafræði. Aðallega hef ég þó starfað sem dýrahvíslari og er búinn

að vera að þjálfa upp dýraher, sem stefnir á að ná yfirráðum heimsins af mannkyninu.Hvernig hefurðu getað nýtt þér reynsluna úr félagslífinu í því sem þú gerir í dag?

Ég held að það sé óhætt að segja að hún hafi nýst mér mjög mikið. Allar Morfís-vikurnar og svefnleysið í kringum þær gerðu það til dæmis að verkum að í dag get ég vakað viðstöðulaust í fjóra sólarhringa án þess að blikka augunum. Svona grínlaust þá er margt af því sem ég lærði í félagslífinu að nýtast mér miklu betur í dag en eitthvað sem var að finna í skólabókunum. Það er nógur tími til að læra um FOB og CIF og þýskar sagnir eftir menntaskóla.Hvernig er að ritstýra Monitor?

Stórskemmtilegt. Það eru spennandi tímar framundan.Lýstu Versló í 3 orðum:

Kaupmannahöfn, Brussel, Amsterdam.

Stutt með Birni Braga

margrét magnúsdóttir6-A

26 |

tÍsKa&MEnning Hvaða bók ætli hann haldi á?

Page 27: Viljinn 3. tbl

PLötugagnRýni:

plötur ársinsEftir arnar sigurðsson

Bon iver Blood BAnkSagan af “For Emma, Forever Ago”, fyrstu plötu Bon Iver, er ein sú besta sem ég hef heyrt. Í hnotskurn er hún svona: Eftir að hafa hætt með kærustunni sinni og hljómsveitin hans lagði upp laupana fór Justin Vernon út í skóg um hávetur, gisti í kofaskrifli, veiddi sér til matar og tók upp plötu sem hann gaf sjálfur út í 500 eintökum árið 2007. Þessi plata var hrein snilld og var endurútgefin af Jagjaguwar sumarið 2008 og var að margra mati besta plata ársins. Í janúar 2009 kom út þessi fjögurra laga EP plata. Eftir að hafa hlustað á “For Emma, Forever Ago” nánast daglega síðan hún kom út (aftur) sumarið 2008 var kærkomið að fá þennan aukaskammt af Bon Iver. Öll fjögur lögin eru stórkostleg og þá sérstaklega lokalagið, Woods.

tinAriwen imidiwAn: compAnions

Þessi hljómsveit er náttúrulega bara snilld. Útlagar frá heimaslóðum sínum í Sahara eyðimörkinni sem kynntust í hernum og fóru að spila tónlist saman. Þetta var um miðjan níunda áratuginn. Tinariwen urðu

vinsælir utan Afríku upp úr 2000. Þeir syngja um Tamashek fólkið og þeirra þjáningar. Imidiwan er falleg plata sem á alltaf við.

tHe xx xx

Þessi frumburður bresku sveitarinnar The xx er nánast fullkominn. Tónlistin er innhverf, dularfull og lágstemmd. Raddir Romy Madley og Oliver Sim passa fullkomlega saman og undirstrika

draugaleika gítaranna (án gríns). Þessi plata á jafn vel við á sunnudagseftirmiðdögum sem og á andvökunóttum. Að mínu mati er lagið Crystalised besta lag ársins 2009.

Arctic monkeys HumBuGÞriðja plata Arctic Monkeys, Humbug, er þyngri og myrkari en þær fyrri. James Ford var við takkana á þremur laganna en ofurrokkstjarnan Josh Homme stýrði upptökum á hinum lögunum og áhrifa hans gætir hér og þar. Arctic Monkeys hafa farið svo langt fram úr væntingum, sem er í raun ótrúlegt því að hæpið í kring um fyrstu plötu þeirra “Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not”, sem kom út fyrir fjórum árum, var roooosalegt. Það er gaman að hugsa til þess að Alex Turner er einungis 23 ára gamall og ég hef fulla trú á því að hann verði einn af merkilegustu tónlistarmönnum sögunnar.

AnimAl collective merriweAtHer post pAvilionÞó ég fái höfuðverk við það að líta á plötuumslagið þá lagast það þegar ég hlusta á hana. Animal Collective samanstendur af Avey Tare, Panda Bear og Geologist sem allir spila á hvað sem þeim dettur í hug að því er virðist. Þetta er aðgengilegasta verk Animal Collective en á sama tíma hljóma þeir eins og þeir séu frá annarri plánetu. Að mínu mati besta plata þeirra. Þess má geta að Dave Portner (Avey Tare) er giftur Kristínu Önnu Valtýsdóttur (múm og Stórsveit Nix Noltes).

Florence And tHe mAcHine lunGs

Frábær lög og rödd Florence Welch nýtur sín vel á þessari plötu. En það eru upptökustjórarnir þrír sem vekja athygli, Paul Epworth (Bloc Party, Primal Scream, The Rapture), James Ford (Arctic Monkeys, The

Last Shadow Puppets, Test Icicles) og Steve Mackey (fyrrv. bassaleikari Pulp). Lögin Rabbit Heart (Raise It Up) og I’m Not Calling You A Liar standa uppúr en það er í raun enginn dauður punktur á plötunni.

Golden silvers true romAnce Sýkadelía, fönk, popp og elektró eru lykilorð á þessari plötu. Retró synthar, söngrödd sem minnir fáránlega mikið á Joe Strummer og hágæða popplög prýða þessa ágætu plötu. Synd og skömm að ekkert hafi orðið úr komu þeirra á Iceland Airwaves 2009.

tHe deAd weAtHer HoreHoundThe Dead Weather er súpergrúppa: Jack White (The White Stripes) Alison Mossheart (The Kills) Dean Fertita (Queens of the Stone Age) og Jack Lawrence (The Raconteurs. Eftir frekar óspennandi aðra plötu frá The Raconteurs voru væntingar mínar til The Dead Weather ekki háar. Hún var tekin upp og gefin út á innan við hálfu ári og sagan segir að önnur plata sé að verða tilbúin. Horehound er virkilega töff plata, þung og framsækin.

| 27

tÍsKa&MEnningnæsti Vilji kemur út í mars!

Page 28: Viljinn 3. tbl

GúrmHorniðÁttu von á gestum eða langar þig að gleðja fjölskylduna? Finndu ítalska gúrmhundinn í þér, skelltu á þig svuntu og keyrðu eldamennskuna í gang!

…að hætti Solveigar Maríu & Jóhönnu

BrucHettu HráeFni:< 1 Baguette brauð< Ferskur hvítlaukur< 4 tómatar< Fersk basilika< Camenbert (fyrir lengra komna)< Parmaskinka (fyrir lengra komna)< Olía

1 2 3

leiðBeininGAr:Skerið brauðið1. Dýfið báðum hliðum brauðsins í olíu2. Steikið brauðið á pönnu3. Setjið skornar sneiðar af camenbert ofan á 4. brauðið og leyfið ostinum að bráðna (sleppið ef þið viljið hefðbundnar bruchettur)Pressið hvítlauk eftir smekk ofan á brauðið5. Setjið eina sneið af skornum tómati á hvert 6. brauð. Rífið parmaskinkuna niður og setjið ofan á brauðið (sleppið ef þið viljið hefðbundnar bruchettur)Leggið lauf af ferskri basiliku á hvert brauð7.

Myndir / raKEl sara

4 7

5 6

28 |

tÍsKa&MEnning gúmhornið er gúmei

Page 29: Viljinn 3. tbl

kjúklinGA-pestó-pAstA HráeFni:< Kjúklinga-Pestó-Pasta< Innihald< Pasta< 3-4 kjúklingabringur< Sólþurkaðir tómatar eftir smekk< 1 krukka af grænu pestói< 1 bolli furuhnetur< Parmesan ef vill

leiðBeininGAr:Sjóðið pastað og klippið kjúklingin niður í bita, 1. kryddið (salt og pipar ef ekkert annað er til) og steikiðSkerið sólþurkuðu tómatana niður2. Ristið furuhneturnar í pönnu3. Blandið pastanu, kjúklingnum, sólþurkuðu 4. tómötunum, pestóinu og furuhnetunum samanVið mælum með að bera réttinn fram með 5. parmesanBuon appetito!6.

Myndir / raKEl sara

5

2

3

4 6

1

| 29

tÍsKa&MEnningVissir þú að Jóhanna og solveig eru systur?

Page 30: Viljinn 3. tbl

Kjólar: KissSkór: Manía

tÍsKa&MEnning

Page 31: Viljinn 3. tbl

reykjAvíkLjósMyndaRi: Íris Björk reynisdóttir

stíListi: anna Fríða gísladóttir, Jóhanna Edwald og Margrét Magnúsdóttir MódeL: arna Margrét Jónsdóttir og Helga

Björk ottósdóttirFöRðun: Margrét Magnúsdóttir

HáR: Katrín sif, Hárgreiðslustofan sprey

Kjólar: KissSkór: Manía

Page 32: Viljinn 3. tbl

Kjólar: KissSkór: Manía

tÍsKa&MEnning

Page 33: Viljinn 3. tbl

Kjólar: KissSkór: Manía

Page 34: Viljinn 3. tbl

vinstri Grænir, með Steingrím J. í broddi fylking ar vildu fyrir ári síðan slíta öllu samstarfi við AGS og sagði hann hann að hér yrði bylting ef gengi væri að

kröfum Breta og Hollendinga. En þegar í ríkis-stjórn er komið líta menn málin auðvitað öðrum augum. Þó að ég efist ekki um væntumþykju og velvild Steingríms og VG í garð íslensku þjóðarinnar þá hafa vinnubrögð þeirra ásamt Samfylkingu í Icesave verið vægast sagt skrýtin. Í

sumar átti ekki nokkur maður að fá að sjá Icesave frumvarpið, ekki einu sinni þingmenn! Þeir áttu samt að samþykkja samning inn blindandi. Ríkisstjórnin sagði þetta vera að kröfum Breta og Hollendinga en þegar fjölmiðlar komust að því að það var ekki rétt, var leyndinni aflétt. Ég get ekki fundið réttlætingu á þessum vinnubrögðum. Icesave samningurinn sem við fáum að kjósa um í vor gerir ráð fyrir að Íslenska ríkið borgi meira en lágmarkstryggingu ESB á hvern reikning (20887

evrur). Vegna þess að eignir Landsbankans, sem er eign ríkisins og við notum til að borga Icesave, renna líka til Breta og Hollendinga sem þeir nota til að borga umfram lágmarkstryggingu ESB á sérhvern reikning sem inniheldur meira en 20887 evrur. Hins vegar verður það seint tekið af Steina J. að þar fer klár og duglegur maður. Því miður get ég ekki sagt það sama um Jóhönnu Sigurðardóttur sem forðast að tala við erlenda fjölmiðla og maður hefur í raun það á tilfinningunni að hún sé komin

Allt í steikBjarni Bragi jónsson5-Y

Hvernig getur maður treyst nokkrum stjórnmálaflokki núorðið? Ekki veit ég það eftir allt sem á undan hefur gengið. En við getum þó reynt okkar besta þegar kemur að því að merkja við stjórnmálaflokka. En veit samt hin almenna bayonskinka eða þorskhnakki í Versló eitthvað um stjórnmálaflokka? Ég leyfi mér eftir 2. ára rannsóknardvöl í þessum ágæta skóla að efast um það. Þar sem að miklar líkur eru á dramtísku umróti og jafnvel alþingiskosningum í ár var mér falið að leiða ykkur í epíska för gegnum frumskóg íslenskra stjórnmála.

34 |

UMræðan Mmmmm...mig langar í kjöt

Page 35: Viljinn 3. tbl

pétur BlöndAl Fyrir sjálFstæðisFlokkinnFyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn? Hann stendur fyrir ákveðna lífssýn sem felst aðallega til frelsi einstaklingsins til athafna. Við teljum að einstaklingnum og fyrirtæki sem einstaklingarnir stofna vegni best þar sem þeim er skapað svigrúm til athafna.

Hvernig vilja Sjálfstæðismenn að uppbyggingu atvinnulífsins sé háttað? Við höfum varað mikið við að skattleggja fólk og fyrirtæki eins mikið og áætlanir ríkisstjórnarinnar fela í sér. Við viljum frekar skattlegga séreignalífeyrissparnað um tíma og fresta því að skattleggja fyrirtæki og einstaklinga sem er löskuð nú um mundir. Við viljum gefa þeim tíma til að jafna sig á afleiðingum hrunsins næstu tvö árin eða svo vegna þess að þessi kreppa verður stutt.

Hvað vilja Sjálfstæðismenn gera í Icesave málinu? Samningur er algjörlega ófær og alltof hættulegur. Í sumar voru samdir fyrirvarar við samninginn og við töldum að almenningur gætu lifað ágætlega við þá. En svo var samið uppá nýtt og fyrirvararnir teknir út og þjóðin var orðin jafn berskjölduð fyrir áhættum og í fyrsta samningnum. Við teljum mjög brýnt að samið verði uppá nýtt. Á láninu eru allt of háir vextir, 5,5%, þeir ættu að vera um 1-2 prósent eða engir vegna slæmrar réttarstöðu breta og hollendinga.

Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins gagnvart ESB? Hún er dálítið blendin nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins vill ganga inn í ESB og aðrir vilja sjá hvað er í boði. En ég reikna með að mestur hluti flokksins vilji ekki fara inn.

viGdís HAuksdóttir Fyrir FrAmsóknArFlokkinnFyrir hvað stendur Framsóknarflokkurinn? Hann stendur fyrir að fólk sé haft í fyrirrúmi. Við erum mjög fjölskyldumiðuð og við setjum fjölskyldulíf, heimili og atvinnulíf á oddinn, sem er órjúfanleg heild til að gott þjóðfélag geti þrifist.

Hvernig vill framsóknarflkkurinn að uppbyggingu atvinnulífsins sé háttað? Með því að stjórnvöld skapi rekstrarumhverfi og svigrúm til að fyrirtæki geti þrifist hér á landi. Ríkið sjálft á ekki að skapa störf, það á atvinnulífið að sjá um. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á nýsköpum og frumkvöðlastarfsemi.

Hvað vilja framsóknarmenn gera í Icecsave málinu? Hafna Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu, einfalt mál. Enginn hefur sýnt fram á að okkur beri lagaleg skylda til að greiða þessa kröfu. Eftir að við höfum hafnað þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni geta Bretar og Hollendingar valið um að lögsækja okkur fyrir íslenskum dómstólum eða samið upp á nýtt.

Hver er afstaða Framsóknarflokksins til ESB? Stefna flokksins er að hefja viðræður við ESB, en það er háð mjög ströngum skilyrðum að við látum t.d. ekki af hendi yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni né öðrum náttúruaðlindum og að staðinn verði vörður um landbúnaðinn og sjálfstæði Íslands.

Þór sAAri Fyrir HreyFinGunAFyrir hvað stendur Hreyfingin? Fyrst og fremst auknu lýðræði og opinni stjórnsýslu.

Hvernig vill Hreyfingin að uppbyggingu atvinnulífsins sé háttað? Með því fyrst og fremst með því að hér sé í gangi eðlilegt atvinnulíf, þar sem að er samkeppni í markaðshagkerfi en ekki fákeppni eða einokun eins og verið hefur og það sé gagnsæi og jafnræði hjá öllum fyrirtækjum hvað varðar aðgang að auðlindum til dæmis. Við viljum að þeir sem fá auðlindirnar ókeypis greiði fyrir þær.

Hvað vill Hreyfingin gera í Icesave málinu? Við erum á móti því að skuldum einkafyrirtækja sé velt yfir á almenning. Lagalega er óljóst hvort að við eigum að borga þessar skuldir, siðferðislega er það alveg út í hött að almenningur eigi að greiða þessar skuldir. Það á að sækja þessa peninga í persónulegar eigur fyrrverandi eigenda Landsbankans.

Hver er afstaða hreyfingarinnar til ESB? Hreyfingin hefur ekki afstöðu til ESB, við teljum að útkljá eigi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að búið er að sækja um aðild.

ólínA ÞorvArðArdóttir Fyrir sAmFylkinGuFyrir hvað stendur Samfylkingin? Hún stendur fyrir jafnaðarstefnu, velferðarsjónarmið og félagslegu réttlæti. Stefna samfylkingarinnar kristallast í þessum 3 hugtökum.

Hvernig vill Samfylkingin að uppbyggingu atvinnulífsins sé háttað? Með því að skapa sem best skilyrði fyrir íslenskt atvinnulíf. Meðal annars. með nýsköpunarstyrkjum og með því að ganga frá samningum við erlendar þjóðir eins og Icesave samningnum.

Hvað vill Samfylkingin gera í Icesave málinu? Ganga frá málinu í friði og sátt við viðsemjendur og sem fyrst. Við teljum að það sé rétt að standa við ákveðna lágmarks skuldbindingu en að við höldum rétti okkar til að til að fara dómstólaleiðina þó að síðar verði.

Hver er afstaða Samfylkingarinnar til ESB? Við höfum sótt að aðild að ESB og teljum rétt að íslendingar gangi inn í þetta þjóðasamband.

liljA mósesdóttir Fyrir vinstri HreyFinGunA Grænt FrAmBoðFyrir hvað stendur Vinstri hreyfingin grænt framboð? Félagslegan jöfnuð, kvenfrelsi og umhverfisvernd á forsendum sjálfbærar þróunar.

Hvernig vill VG að uppbyggingu atvinnulífsins sé háttað? Með því að skapa skilyrðin fyrir athafnasemi fólks, frekar en að taka þátt í sjálfri atvinnustarfsseminni. Samt sem áður viljum við að ákveðin grunnþjónusta sé á vegum ríkisins frekar en á höndum einkaaðila.

Hvað vilja vinstri græn gera í Icesave málinu? Bæði grasrót flokksins sem og þingflokkurinn eru klofin í því máli. Það er hluti sem vill samþykkja og annar hluti sem vill hafna.

Hver er afstaða VG til ESB? Við teljum að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB.

upp í sófa klukkan 3 með Mozart kúlur horfandi á sjónvarpið, kannski er hún að horfa á Alþingi, hver veit.

Pólítísk ábyrgð á hruninu hvílir auðvitað mest á Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þessir flokkar hafa hafa gengið í gegnum ákveðin hamskipti síðan fyrir hrun, formannsskipti og nýir þingmenn hafa komið inn. Sitt sýnist þó hverjum um bakgrunn Bjarna Ben og yfirlýsingagleði Sigmundar Davíðs. Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir lækkun skatta og meiri niðurskurði hjá hinu opinbera sem ég verð að taka undir. Viljum við eyða um 700 milljónum í Sinfóniuhljómsveit á ári

eða 300 milljónum í Þjóðskrá og vera þar að auki að styrkja allan andskotann? Ég get ekki annað séð en að mikið af þessum fjármunum sé betur varið á Landsspítalanum eða í vasa almennings. Framsóknarflokkurinn hefur mikið og lengi talað fyrir því að kynna ætti málstað Íslands í Icesave málinu erlendis og það hefur heldur betur sýnt sig í fjölmiðlafárinu erlendis eftir að blekið kláraðist í pennanum á Bessastöðum nú um áramótin.

Byltingin étur börnin sín, segir málshátturinn góði og búsáhaldarbyltingarinnar er langt komin með að svelgja barn sitt Borgarahreyfinguna. Hvað voru þau að hugsa þegar ákváðu bjóða sig fram í

vor með, sem að nú virðist, engar áætlanir og Þráin Bertelsson innanborðis. Ég kunni ágætlega við Þráin Bertelsson sem fyndin kall á Hamborgarbúllunni og rithöfund. En þegar hann fór með einhverja gamla sveitasögu í lokaafgreiðslu Alþingis á Icesave málinu og sagði já við frumvarpinu þá lá við að ég hætti að fara á Búlluna. Það verður ekki tekið af þeim að þeir hafa stuðlað að umræðu um aukið lýðræði og þar fram eftir götunum en ég get hreinlega ekki sagt að árangur þessa flokks eða hreyfingar eða hvað maður á að kalla þetta sé uppá marga fiska. Vonandi að þeir komi heilsteyptari til næstu kosninga.

| 35

UMræðanMeð piparsósu.... og kartöflum... mmmmmmm...

Page 36: Viljinn 3. tbl

FylGist með Þessum

nú eru rúmlega fjórir mánuðir í að Heimsmeistaramótið í fótbolta byrji með pompi og prakt og það vita náttúrulega allir að þarna er á ferðinni mesta fótboltaveisla sem um getur og munu aðdáendur boltans vera límdir við skjáinn þegar keppnin hefst 11.júní .Eins gaman og það verður að horfa á snillinga eins og Messi og ronaldo þá er álíka gaman að sjá minni nöfnin sem koma á óvart og verða stjörnur HM. Viljinn tók saman nokkra leikmenn sem vel gætu orðið spútnik leikmenn HM.

kArim ziAniStjörnur eins og Zidane, Benzema og Samir Nasri eiga það sameiginlegt að hafa átt foreldra frá Alsír en spilað með Frökkum vegna þess að þeir fæddust þar. Þó að Alsír væri án efa til í að hafa þessa leikmenn innanborðs þá hafa þeir hafa annan sem heitir Karim Ziani. Ziani er lágvaxinn, skapandi miðjumaður þekktur fyrir hugrekki sitt og frábæra tækni. Ziani var markahæstur hjá þeim í undankeppnini þar sem þeir m.a. höfðu betur gegn Senegölum. Ziani er sannarlega leikmaður sem vert er að fylgjast með í sumar.

luis suárezÚrúgvæinn Luis Suárez skoraði 5 mörk í undankeppninni í Suður Ameríku og myndaði banvænt sóknarpar með Diego Forlan. Hann er fyrirliði Ajax og hefur skorað 57 mörk í 80 leikjum sem er svakaleg tölfræði og ljóst að hinn 22 ára gamli Suárez er að verða einn eftirsóttasti framherjinn í dag og lið eins og Chelsea, Barcelona og Manchester United hafa verið nefnd, þó er ljóst að verðmiðinn gæti orðið ansi hár.

AnGel di mAriAEinn sá allra eftirsóttasti í boltanum í dag er án efa Argentínumaðurinn Angel Di Maria. Hér er virkilega spennandi leikmaður á ferð sem á eftir að eignast marga aðdáendur í sumar vegna hraða og útsjónarsemi hans. Hann spilar sem vængmaður, hefur unnið allt sem hægt er að vinna með yngri landsliðum Argentínu og þrátt fyrir að hann sé kallaður því skrýtna gælunafni „Núðlan“ þá er ljóst að Di Maria gæti spilað stórt hlutverk í sigurstranglegu liði Argentínu.

topp 19: StatusarMARGRéT RAJANI dAVÍðSdÓTTIR01 Er að

frussukúka heima hjá Rafn Erlingsson

ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSdÓTTIR 02 var kynferdislega àreitt af jòlasveininum

Askasleiki ì fjölskyldu jòlabodinu! Haha...

ORRI EIRÍKSSON 03 þreyttari en fiskur í matinn

á mánudegi

ORRI EIRÍKSSON 04 ældi blóði úr hlátri

ORRI EIRÍKSSON05 "Ég heiti Jesús og ég

er kominn til að kenna ykkur á lífið." (Lúk.

2:1-20)

ORRI EIRÍKSSON 06 þynnri en þvengur móður

minnar, hvar er opið í þynnkumat?

ORRI EIRÍKSSON07 Jólin 2: The Return of the

Hamborgarhryggur, er að springa

ORRI EIRÍKSSON 08 þyrstari en Tinni í Kongó

ORRI EIRÍKSSON 09 þynnri en matseðillinn á

Bæjarins Bestu

ORRI EIRÍKSSON10 latari en Sally Spectra

ARON dAðI KRISTJÁNSSON 11 Spila Bloons

TD4 og hlusta á Friðrik Dór, kemur öllu í lag.

ÁSGEIR ORRI ÁSGEIRSSON12 farinn til sætu í

kósíheit og ræmu

INdÍANA NANNA JÓHANNSdÓTTIR 13 á

snoðaðan kærasta .. liiiike !!

STEINUNN EddA STEINGRÍMSdÓTTIR 14 og

Jónas Elvar Halldórsson eru kærópar

EMIL ÖRN HARðARSON 15 Reyni að sofna

með Vilja-guggur í næsta herbergi

EySTEINN SIGURðARSON 16 hressari en

eiturslanga

dANÍEL KÁRI SNORRASON 17 er aumingi og

ræfill

JÓHANN EINARSSON 18 er algjört krúttsmetti!

RAFN ERLINGSSON19 Hvað er betra en

að koma heim úr skólanum og fá sér

mjólkurglas? Nú auðvitað að koma heim og

fá sér tvö mjólkurglös og Mac 'n Cheese

36 |

UMræðan Þig langar drullu mikið í kjöt núna er það ekki?

Page 37: Viljinn 3. tbl

jozy AltidoreAltidore er tvítugur bandarískur sóknarmaður sem spilar með Hull á láni frá Villareal. Altidore varð næst markahæstur í undankeppninni í Norður-Ameríku, hann er sterkur eins og naut, fljótur og góður á boltanum. Eftir að slegið ýmis met fyrir bandaríska landsliðið er ljóst að hann verður lykilmaður þeirra úti í Suður-Afríku, að minnsta kosti bindur kaninn miklar vonir um það að hann verði verði stór stjarna í heimi fótboltans

BÍLALIND.IS

Hvernig bíl dreymir þig um?

Bílasala, Funahöfða 1, 110 Rvk. Sími: 580 8900 www.bilalind.is

mArek HAmsikHamsik er kraftmikill sóknarsinnaður miðjumaður og er maðurinn á bak við velgengni Slóvakíu. Hamsik hefur skorað 10 mörk fyrir Napoli í vetur og hann er með hraðann, vinnusemina og skotfærni sem góður sóknartengiliður þarf. Lið eins og Chelsea, Inter og Manchester United eru á eftir þessum 22 ára gamla slóvaka. Hamsik er hinn nútíma miðjumaður sem sækir, skorar mörk og leggur upp en er alltaf tilbúinn að fara til baka í vörnina að hjálpa til og hefur það gert hann að uppáhaldi Napoli aðdáenda.

HonG yonG-joSú ótrúlega staðreynd að Norður-Kórea sé á HM eiga þeir að miklu leyti að þakka fyrirliða sínum Hong Yong-Jo. Í stórum hóp óþekktra leikmanna Norður-Kóreu manna er hann eini leikmaður þeirra sem spilar í Evrópu(með Rostov í Rússlandi)og er sóknarmaður með sprengikraftinn sem Norður-Kóreumenn eru svo þekktir fyrir. Hann er maðurinn sem Brasilíumenn og Portúgalar þurfa að dekka stíft ætli liðin sér upp úr riðli G .

mesut özilÖzil er leikmaður sem horft er til þegar talað er um

framtíð þýska fótboltans og er þekktur þar sem „Der Neue Diego“, vísað til fyrrum samherja hans

hjá Werder Bremen, Diego. Þrátt fyrir áhuga margra stórliða Evrópu eins og Arsenal, Manchester United, Bayern Munchen og fleiri segist Özil sjálfur vilja fara

til Barcelona. Özil er tyrkneskur að uppruna og segist sjálfur að tæknin og tilfinningin fyrir boltanum sé

tyrkneski hluturinn af honum en aginn, skapgerðin og vinnusemin sé þýski parturinn. Ozil var nýverið valinn

besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í Bundeslingunni.

UMræðanég vissi það...

Page 38: Viljinn 3. tbl

Guðmundur oG konAn HAnsVersló? Mér hefur alltaf fundist hlýir straumar renna frá honum allt frá því í gamla daga, þeir sem voru í Verslunarskólanum voru aðeins hærri en þeir sem voru í hinum skólunum, áttu alltaf aðgang að vinnu eftir skólagöngu.

Tengirðu Versló við útrásina? Nei, og þessi kreppa hefur reyndar voða lítil áhrif á mig.

HeklA í tækniskólAnumHvað dettur þér í hug þegar þú heyrir um Versló? Bara svona þvílíkt fínt fólk og mikil hópaskipting í skólanum og sterkt félagslíf,

Hvað finnst þér um Nemó leikritin? Mér finnst þetta mjög flott leikrit, maður þekkir alveg leikarana.

Viva Versló? Mér fannst þetta mjög fyndið, systir mín sýndi mér þetta, hana langar einmitt að fara í Versló.

Hvað finnst þér um uppsetningu á Thiller? Vel, myndi algjörlega fara á það.

HAnnAVersló er ? Ógeðslega skemmtilegur skóli, útskrifaðist í vor þaðan.

Hvernig fannst þér Viva Versló ? Á meðan þetta er djók þá er þetta fyndið.

siGurðurHvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir um Versló? Ungt ákveðið fólk sem veit hvað það vill.

Tengirðu Verzló við útrásina? Einhvers staðar verður vondur að vera, útrásarvíkingarnir hafa allir komið úr Versló og búið um sig plastumbúðum.

steinGrímur í mHHvað dettur þér í hug þegar þú heyrir um Versló? Brúnka.

Hvernig fannst þér Viva Versló? Gúdd sjitt, var áður í MR. Spiluðum þetta alltaf á djamminu, textinn er algjör snilld.

Nemó leikritin? Hef aldrei farið.

Uppsetning á Thriller? Hljómar vel.

Tengirðu Versló við útrásina: Fólk setur, held ég ekki, mikla tengingu þarna á milli, einhverjir í útrásinni komu úr MR t.d. Davíð Oddsson.

rAGnHeiðurFyrsta sem þú hugsar um þegar þú heyrir um Versló? Góður skóli.

Hvað finnst þér um Nemó leikritin ? Flott leikrit, mikið sett í það.

Hvernig list þér á uppsetningu á Thriller? Vel fyrir krakka á ykkar aldri.

HAllur oG Goði í 10.BekkHvað er það fyrsta sem ykkur dettur í hug þegar þið heyrið um Versló? Auglýsingarnar á hurðum skólastofanna, góð myndbönd frá 12.00, Viva Versló var líka frekar gott.

Hvað finnst ykkur um Nemó leikritin? Flott umgjörð. Ég ætlaði að fara á Kræ Beibí en missti svo af miðasölunni.

Hvernig líst ykkur á uppsetningu á Thriller ? Mjög vel.

Langar ykkur að fara í Versló? Tjaaa frekar í nágrannaskólann, MS.

Hvað finnst ykkur um Viva Versló? Bara mjög gott sko.

Fólkið í Kringlunni um verzló

38 |

UMræðan steingrímur í MH er skuggalega líkur oddi sigurðs, ekki satt?

Page 39: Viljinn 3. tbl

a. Hversu oft verður fjallað um Icesave á þessu ári?

b. Hversu oft 3. bekkingar grétu áfengisbannið?

c. Fjöldi svínaflensusmita sem munu koma upp eftir Nemó?

d. Fjöldi bílastæða sem Verzlingar hafa aðgang að?

Ef þú valdir EINHVERN ofantalinna möguleika þá hafðirðu RÉTT fyrir þér og er heppnin heldur betur með þér, gæskan!

Því þú hefur unnið þér inn þitt eigið bílastæði! 6 fermetra himnaríki sem þú og bíllinn þinn getið haft afnot af á dögum sem eru einfaldlega of kaldir til að maður geti labbað úr Stigahlíðinni!

Lagði einhver í það í morgun? Ekki örvænta! Skelltu drossíunni í blettinn hans! Eða bara... Í eitthvert hinna 803 stæðanna sem þér standa til boða!

Þú getur vitjað vinningsins bakvið Verzlunar-skólann, umhverfis HR, við Borgarleikhúsið eða á efstu hæð bílastæðahússins hjá Hagkaupum.

,,Það er náttúrulega styttra heim til mín en á þau stæði!"

Ókei, kannski. En er samt ekki að betra að eyða þessum 4 mínútum á morgnana í útiveruna sem fylgir því að leggja ,,aðeins" lengra frá (lesist Hagkaupastæðin) frekar heldur en í stressið, fúkyrðin og hárreitingarnar sem loða við Verzlóstæðin í bítið? Síðan er ekki óvitlaust sjónarmið (eins og vinir okkar í rekstrarstjórn Kringlunar bentu á á einum

hádegisverðarfundinum) að það sé kannski gáfulegra að leggja sem allra lengst frá Verzló á nýju ári nú þegar allir busarnir fá bílpróf. Því lítil reynsla+hálka+bíllinn hans pabba = Priceless.

En ef þú ert búin/n með alla fermingar peningana, sumarlaunin þín og peninginn sem þú fékkst fyrir að vera með 4 rétta í Jókernum þarna um árið þá skaltu þó ekki gefast upp (KLISJUVIÐVÖRUN! Aldrei er góð vísa þó of oft kveðin) því í labbfæri við Verzló liðast 8 strætóleiðir sem þú getur ferðast með hvert á land sem er! Síðan kostar kortið ekki nema 8000 kall sem er hálf-fríkeypis.

En ef hlýr vagninn og lífsfyllingin sem fylgir því að standa upp fyrir eldri borgurum heillar ekki þá getið þið í gamla blogghópnum alltaf bara sameinast í bíla. SHOTGUN!

eF svArið er 804, Hver er Þá spurninGin?

| 39

UMræðanHagsmunahornið er nýr liður í Viljanum sem mun birtast í næsta blaði líka

Page 40: Viljinn 3. tbl

Gerð viljAns

40 |

UMræðan Þemað við gerð blaðsins er thumbs up

Page 41: Viljinn 3. tbl

Banvæn ástLjósMyndaRi: Íris Björk reynisdóttir

stíListi: ViljastelpurnarMódeL: anna Katrín Einarsdóttir, Finnur

Jónasson, Benedikt Jónsson og Jakob rolfssonFöRðun: Margrét Magnúsdóttir og Jóhanna

Edwald.ÞakkiR: spúútnik, nostalgía, sundhöll

reykjavíkur, Vídalínskirkja, Þórshamar Karate.

MyndaÞÁttUrinn

Page 42: Viljinn 3. tbl
Page 43: Viljinn 3. tbl
Page 44: Viljinn 3. tbl
Page 45: Viljinn 3. tbl
Page 46: Viljinn 3. tbl
Page 47: Viljinn 3. tbl
Page 48: Viljinn 3. tbl
Page 49: Viljinn 3. tbl
Page 50: Viljinn 3. tbl
Page 51: Viljinn 3. tbl
Page 52: Viljinn 3. tbl