20
Símamótið 2015 BLS. 16 Systurnar Elísa og Margrét Lára Samrýmdar systur sem spila saman með Kristianstad í Sví- þjóð. BLS. 12 Jasmín Erla og Andrea Mist Segja það dýrmæta reynslu að hafa tekið þátt í úrslitakeppni EM U17. BLS. 10 Hvað er gott að borða milli leikja? BLS. 18 Hvað er hægt að gera milli leikja? Símamótið í knattspyrnu fer fram í 31. skipti nú um helgina. Mótið er stærsta opna knattspyrnumótið sem haldið er hér á landi og munu tæplega 2000 ungar og upprenn- andi knattspyrnustelpur á aldrinum 5-12 ára etja kappi í Kópavoginum. Breiðablik heldur utan um mótið líkt og fyrri ár. Sjáumst í Fífunni! Ljósmynd/Jói Jóhanns

16 07 2015 símamótið lowres

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Símamótið 2015, Fréttatíminn, iceland

Citation preview

Page 1: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015

bls. 16

Systurnar Elísa og Margrét Lára Samrýmdar systur sem spila saman með Kristianstad í Sví-þjóð.

bls. 12

Jasmín Erla og Andrea Mist Segja það dýrmæta reynslu að hafa tekið þátt í úrslitakeppni EM U17.

bls. 10

Hvað er gott að borða milli leikja?

bls. 18

Hvað er hægt að gera milli leikja?

Símamótið í knattspyrnu fer fram í 31. skipti nú um helgina. Mótið er stærsta opna knattspyrnumótið sem haldið er hér á landi og munu tæplega 2000 ungar og upprenn-andi knattspyrnustelpur á aldrinum 5-12 ára etja kappi í Kópavoginum. Breiðablik heldur utan um mótið líkt og fyrri ár. Sjáumst í Fífunni!

Ljósmynd/Jói Jóhanns

Page 2: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 20152

Símamótið 2015

D agskrá, vallarkort, Instag-ram-myndir, úrslit og riðl-ar. Allar mikilvægu upplýs-

ingarnar eru á simamotid.is,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Strax á fyrsta ári síðunnar varð þörfin ljós. 7.800 gestir nýttu sér þá síðuna sem var sérhönnuð fyrir farsíma og það að meðaltali fjórum sinnum. Flett-ingarnar voru 108 þúsund og hver heimsókn varði í um sex mínútur. „Þetta er þriðja árið sem Síminn heldur úti þessari sérsniðnu síðu fyrir Símamótið. Hún hefur nú að hluta til verið unnin frá grunni til að fylgja nýjustu straumum. Svona síður þurfa að vera í takti við tím-

ann, bæði í útliti og virkni. Frá því að við kynntum síðuna fyrst hefur snjalltækjanotkun aukist gífurlega og má búast við því að nú muni 90% heimsókna á síðuna verða úr slíkum tækjum,“ segir Gunnhildur Arna.

Aldrei hefur verið eins mikilvægt að auðvelda sýn yfir mótið enda er þetta fjölmennasta mótið hingað til. Sautján hundruð keppendur tóku þátt í hittifyrra, 1900 í fyrra og í ár eru þeir í kringum 2000. „Liðum fjölgar um 24 milli ára og eru rétt tæplega 300. Það er því mikið lán að geta alltaf athugað næstu skref með símanum,“ segir Gunnhildur Arna.

Síminn er afar stoltur styrktar-aðili mótsins í ár eins og síðustu ár.

„Þetta er elsta, langstærsta og vin-sælasta knattspyrnumót stúlkna og hefur eflt kvennaknattspyrnu á Íslandi í gegnum árin. Breiðablik á heiður skilinn. Það er frábært fyrir Símann að fá að taka þátt í þessu ævintýri og fylgjast með ungum stúlkum á framabraut knattspyrn-unnar,“ segir Gunnhildur Arna. Síminn er einnig bakhjarl Sím-inn Rey-Cup knattspyrnumótsins sem fram fer helgina á eftir, þann 22.-24. júlí og heldur einnig úti, í fyrsta sinn, síðu fyrir það mót. „Fjarskipti eru sérsvið Símans. Þetta er það sem við kunnum best og viljum auka upplifun mótsgesta sem mest.“

Farsímasíða sem slær alltaf í gegnNýtt útlit og meiri hraði mætir notendum vefsíðu Símamótsins. Síðan er sérhönnuð til að auðvelda foreldrum þessara ungu og upprennandi fótboltastjarna að halda utan um dagskrána á Símamótinu, knattspyrnumóti Breiðabliks fyrir ungar stúlkur. Keppendurnir sjálfir hafa einnig tækifæri til að halda fullri yfirsýn og geta fylgst með nýjustu myndunum af samfélagsmiðlinum Instagram.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Símanum.

G óðan dag og verið öll hjart-anlega velkomin á Síma-mótið 2015.

Breiðablik hefur staðið fyrir Símamótinu árlega í 30 ár sem ég held að hljóti að vera einhvers konar met í kvennaknattspyrnu. Á árum áður var Símamótið eina stelpumótið í knatt-spyrnu en sem betur fer hefur það breyst. Að taka þátt í mótinu á að vera frá-bær skemmtun. Allar okk-ar helstu knattspyrnukon-ur eiga það sameiginlegt að hafa spilað hér á sínum yngri árum og allar eiga þær góðar minningar frá mótinu. Mótið í ár er það stærsta sinnar tegundar á landinu en um 299 lið eru skráð til þátttöku. Svona mót er ekki hægt að halda nema með góðri þátttöku sjálfboðaliða og erum við í Breiða-bliki einstaklega heppin með að eiga flottan hóp aðstandenda sem er tilbúinn að leggja hönd á plóg-inn til að mótið heppnist sem best.

Þessu fólki vil ég þakka sérstaklega fyrir þeirra framlag því án þeirra væri ekkert mót og sérstakar þakk-ir fær okkar frábæra Símamóts-nefnd. Það er okkar von að kepp-endur Símamótsins 2015 muni njóta

sín sem allra best í góðra vina hópi og hafa gaman af því að spila fótbolta og af öllum þeim skemmtunum sem boðið er upp á. Við sem eldri erum getum einungis verið áhorfendur og þurfum að hafa það hugfast að við erum fyrirmyndir. Leyf-um stelpunum að njóta sín

í fótbolta og hvetjum alla áfram á jákvæðum nótum. Annars hvet ég alla til að kíkja í Kópavogsdalinn því að labba um mótssvæðið og sjá alla þessar stelpur í fótbolta er eitthvað það skemmtilegasta sem hægt er að gera á sumrin. Velkomin á Síma-mótið 2015.

Borghildur Sigurðardóttir,

formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Velkomin á Símamótið 2015

295 lið eru skráð til leiks á mótið í ár, sem er það

31. í röðinni.

Keppt er í 5., 6. og 7.

flokki kvenna.

Liðin koma frá 38 félögum með rétt rúmlega 2.000 keppendum og um 400

þjálfurum og liðsstjórum.

Leikið er á 31 velli og er leikjafjöldinn

vel yfir 1150.

176 dómarar sjá um að dæma leikina.

Sjálfboðaliðar eru rétt tæplega

400.

Tími milli leikja er 30 mínútur á föstudeginum og laugar-deginum en 35 mínútur á

sunnudeginum þar sem leikir geta farið í framlengingu.

Símamótið 2015Útgefandi: Fréttatíminn - Morgundagur ehf. Auglýsingar: Gígja Þórðardóttir

Blaðamaður: Erla María MarkúsdóttirÁbyrgðarmaður: Valdimar Birgisson

KOMDU Í FÓTBOLTA

Þ að er hátíðarstund á hverju sumri hér í Kópavogsbæ þegar Símamótið er sett og

bærinn fyllist af fótboltastelpum og fjölskyldum þeirra. Mótið setur sannarlega jákvæðan og góðan svip á bæinn, það er gaman að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðar stíga sín fyrstu skref og eiga góðar stundir með sínu liði innan og utan vallar. Umgjörð mótsins er öll hin glæsilegasta og óska ég Breiða-blik til hamingju með hversu vel og glæsilega er að verki staðið. Dag-skrá mótsins er þétt og skemmti-leg og hvet ég þátttakendur til það njóta hennar. Þegar henni sleppir er nóg við að vera í Kópavogsdalnum, sem er ein af fjölmörgum perlum Kópavogs, og í næsta nágrenni þar sem er að finna afþreyingu við allra hæfi. Sundlaugar bæjarins, Sund-laug Kópavogs og Salalaug, eru sannarlega heimsóknarinnar virði, Náttúrufræðistofa Kópavogs er eina náttúrgripasafn höfuðborgarsvæð-isins og þá eru fjölmargar verslanir

og veitingastaðir innan seilingar. Ég er þess fullviss að keppendur og aðstandendur þeirra eiga eftir að skemmta sér vel á þessu stærsta opna fótboltamóti landsins. Verið velkomin í Kópavog og gangi ykkur öllum sem allra best.

Ármann Kr. Ólafsson

bæjarstjóri Kópavogs.

Kveðja frá bæjarstjóra Kópavogs!

Page 3: 16 07 2015 símamótið lowres

simamotid.is

Við óskum öllum fótboltastelpunum sem taka þátt í Símamótinu 2015 góðs gengis og hvetjum sem flesta til að mæta á völlinn og skemmta sér.

Síminn er aðalstyrktaraðili mótsins 2015

Vertu með Símamótið í vasanum!

Gangi ykkur vel á

mótinu stelpur

Page 4: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 20154

Hvað hefur þú þjálfað knattspyrnu lengi?Ég hef þjálfað knattspyrnu í níu ár. Ég hef þjálfað bæði kyn í flestum aldursflokkum frá 6 ára upp í meist-araflokk og landslið.

Hvað finnst þér skemmtilegast við það að vera knattspyrnuþjálfari?Það sem gefur hvað mest er að sjá leikmann sem maður hefur þjálf-að taka framförum og ná sínum markmiðum. Það er einnig mjög skemmtilegt að búa til lið, lið sem stefnir á eitthvað í sameiningu og tekst á við allar þær hindranir sem verða á leiðinni í sameiningu. Þegar þannig lið er byggt upp jafnast ekk-ert á við tilfinninguna sem fylgir því að ná sameiginlegum markmiðum.

Hefur þú fylgst með Símamótinu eða tekið þátt sem þjálfari?Símamótið fer ekki framhjá nein-um sem kemur að knattspyrnu á Ís-landi. Mótið er gríðarlega stórt og litríkt. Þar skín gleðin úr andlitum iðkenda og foreldrum þeirra. Ég hef sjálfur farið á mótið sem þjálf-ari og var það frábær upplifun, ég á margar góðar minningar frá þessu frábæra móti.

Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Símamótinu?Ég vil hvetja alla leikmenn til þess að mæta til leiks með það að mark-miði og leggja sig 100% fram, gera eins vel og mögulegt er innan vall-ar sem utan. Mikilvægt er að allir leggi hart að sér við að skapa góða liðsheild og skapa minningar sem fara með hópnum inn í framtíðina. Njótið leiksins og alls sem honum fylgir.

Hvernig sérðu kvennaknattspyrnu á Íslandi þróast næstu árin?Íslensk knattspyrna mun halda áfram að þróast og verða betri á næstu árum. Við munum vonandi sjá A-landsliðið kvenna á EM 2017 í Hollandi þar sem skærustu stjörnur okkar munu láta ljós sitt skína.

Knattspyrna kvenna mun verða meira áberandi á heimsvísu á næstu árum, leikurinn er að verða hraðari með hverju árinu, leikmenn tækni-lega betri og góðum leikmönnum alltaf að fjölga og því er kvenna-knattspyrnan að jafnast og leik-irnir í takt við það. Góðir leikmenn, áhugaverðar persónur, spennandi leikir þar sem hart er tekist á vekja athygli og þess vegna er knatt-spyrna kvenna að verða vinsælli. Við þurfum að leggja okkur fram við að halda okkur í fremstu röð og búa til stjörnur framtíðarinnar. Það kostar mikla vinnu að vera meðal þeirra bestu. Við getum verið þar, við getum átt stórstjörnur fram-tíðarinnar.

Framtíðin er björt

Hvað hefur þú þjálfað knattspyrnu lengi?Ég hef þjálfað síðan 1994. Fyrsta árið mitt hjá Víkingi, svo 10 ár hjá Breiðabliki, þá 3 ár með KR og er á mínu sjöunda ári hjá Breiðabliki. Ég hef þjálfað alla flokka karla og kvenna á þessum 20 árum nema held ég 5. flokk drengja og stúlkna.

Hvað finnst þér skemmtilegast við það að vera knattspyrnuþjálfari?Samskiptin við leikmennina eru mest gefandi. Að taka þátt í sigr-um þeirra og ósigrum ásamt því að fylgjast með þeim vaxa og dafna innan vallar sem utan.

Hefur þú fylgst með Símamótinu eða tekið þátt sem þjálfari?

Sem þjálfari hjá Breiðabliki í fleiri ár þá hef ég séð mótið vaxa og dafna og verða stærra og skemmtilegra með hverju árinu.

Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Símamótinu?Að halda áfram að æfa sig vel og hafa gaman, það mun skila þeim langt.

Hvernig sérðu kvennaknattspyrnu á Íslandi þróast næstu árin?Hún mun halda áfram að vaxa og dafna. Æ fleiri stelpur æfa fótbolta og það á líka eftir að skila sér hvað þær byrja að æfa ungar. Gæðin eiga bara eftir að aukast á komandi árum.

Hvað hefur þú þjálfað knattspyrnu lengi?Ég byrjaði að þjálfa haustið 2006. Þá tók ég við sem yfirþjálfari yngri flokka ÍA og þjálfaði með því 4. flokk kvenna og 4. flokk karla fyrstu tvö árin. Einnig hef ég frá þeim tíma þjálfað meistaraflokk karla ÍA í 4 ár, 3. flokk kvenna í 2 ár og meistara-flokk kvenna ÍA síðan á miðju sumri 2014.

Hvað finnst þér skemmtilegast við það að vera knattspyrnuþjálfari?Að sjá leikmenn bæta sig jafnt og þétt og að sjá leikmenn ég hef þjálfað verða að meistaraflokksleik-mönnum, landliðsmönnum/konum og atvinnumönnum/konum. Og vinna leiki auðvitað.

Hefur þú fylgst með Símamótinu eða tekið þátt sem þjálfari?Ég hef aldrei tekið þátt í því sem þjálfari. En ég hef vissulega fylgst vel með Símamótinu frá því að ég byrjaði að þjálfa árið 2006. Síðan á ég eina stelpu sem heitir Katrín Þóra sem er á níunda ári og spil-ar hún með ÍA. Ég hef verið með henni á síðustu fjórum mótum og bíð spenntur eftir því fimmta nú í ár.

Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Símamótinu?Númer eitt: Verið duglegar og sam-viskusamar að æfa fótbolta, mætið alltaf á æfingar með því hugarfari að ég ætla að bæta mig í dag. Æfið með bros á vör og hafið gaman af. Það er mikilvægt að hafa gaman af því sem maður gerir og munið að vera duglegar að æfa aukalega sjálfar. Það skilar árangri.

Hvernig sérðu kvennaknattspyrnu á Íslandi þróast næstu árin?Framtíðin er björt, við eigum gott A-landslið kvenna sem og yngri landslið. Stelpurnar í A-landsliðinu ætla sér að komast í næstu úrslita-keppni Evrópu. Vonandi komumst við svo í framhaldi af því í næstu úrslitakeppni heimsmeistaramóts-ins. Pepsí deild kvenna hefur sjald-an verið betri en í ár, þar eru mjög margir frambærilegir leikmenn þar á ferð. Stelpurnar eru að bæta sig ár frá ári og eru þær farnar að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu.

Landsliðsþjálfarar U-17, U-19 og A-landsliðs kvenna eru á einu máli um að framtíð kvenna-knattspyrnu á Íslandi sé afar björt. Þeir Úlfar, Þórður og Freyr hafa allir fylgst með Síma-

mótinu í gegnum árin og eru sammála um samviskusemi og leikgleði séu mikilvægir þættir ef ætlunarverkið er að ná langt í knattspyrnuheiminum.

Úlfar HinrikssonStarf: Landsliðsþjálfari U-17 stúlkna, þjálfari í 3. flokki drengja. Sviðs-stjóri afrekssviðs knattspyrnudeildar Breiðabliks.Aldur: 43 ára.Menntun: Íþróttakennari og UEFA A þjálfari.

Þórður ÞórðarsonStarf: Landsliðsþjálfari U-19 kvenna. Þjálfari meistaraflokks kvenna ÍA. Aðalstarf er hjá fjölskyldufyrirtækinu okkar, Bifreiðastöð Þ.Þ.Þ Akranesi.Starf: 43.ára.Menntun: KSÍ A leyfi.

Freyr AlexanderssonStarf: Knattspyrnuþjálfari A-landsliðs-kvenna og þjálfari meistarflokks Leiknis í Pepsi-deildinni.Aldur: 32 ára.Menntun: Íþróttafræðingur.

Page 5: 16 07 2015 símamótið lowres

Sund er dásamleg líkamsrækt, hvort sem þú vilt ná þér í holla hreyfingu,

slökun og vellíðan í þægilegu umhverfi eða bara busla og skemmta þér!

Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða frábæra aðstöðu,

vatnsrennibrautir og heita potta. Komdu í sund!

Opið

virka daga: 06.30–22.00

um helgar: 08.00–18.00 á veturna

08.00–20.00 á sumrin

kopavogur.is

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

153

467

Sundlaugin Versölum

Versölum 3

Sími 570 0480

Sundlaug Kópavogs

Borgarholtsbraut 17–19

Sími 570 0470

í sundlaugum Kópavogsí sundlaugum Kópavogsí sundlaugum Kópavogsí sundlaugum Kópavogsí sundlaugum Kópavogsí sundlaugum KópavogsNjóttu lífsins

Page 6: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 20156

Systur streyma á SímamótiðÍ ár keppa í kringum 2000 stelpur á Símamótinu og þeirra á meðal er fjöldinn allur af eldhressum systrum. Sumar eru að keppa í fyrsta skipti en aðrar eru að keppa á sínu

sjötta móti. Samvera með vinkonum og skemmtileg kvöldvaka eru efst á lista yfir hvað heillar mest við Símamótið.

Laufey Pálsdóttir 11 ára

Lára Pálsdóttir 12 ára

Lið: Breiðablik.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma-mótinu?Laufey: Ég er að fara að keppa í fjórða sinn á Símamótinu.Lára: Ég er orðin of gömul til að keppa en ég keppti fjórum sinnum á Símamótinu.

Hvað er skemmtilegast við Síma-mótið?Laufey: Mér f innst allt mjög skemmtilegt v ið Símamótið. Skemmtilegast að fá tækifæri til að spila fótbolta við mörg lið og svo er alltaf fullt af fólki og svaka stemn-ing á kvöldvökunni.Lára: Mér fannst allt skemmtilegt. Kvöldvakan er mjög skemmtileg og það er líka alltaf skemmtilegt þeg-ar pressuliðið og landsliðið eru að spila.

Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnu-heiminum?Laufey: Allar stelpurnar í íslenska landsliðinu en helst Fanndís Frið-riksdóttir.Lára: Ég á í raun enga sérstaka fyr-irmynd en Sara Björk og Margrét Lára eru uppáhaldsleikmennirnir í íslenska landsliðinu og svo er Messi líka ofarlega á listanum.

Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta?Laufey: Breiðablik, Manches-ter United, Barcelona og íslensku landsliðinLára: Já, Barcelona er allavega eitt af uppáhaldsliðunum mínum, það er svo gaman að sjá hvað liðið spilar vel saman og hversu hraður boltinn er.

Ásdís Valtýsdóttir 13 ára

Nína Margrét Valtýsdóttir 11 ára

Ágústa María Valtýsdóttir 7 ára

Lið: Valur.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma-mótinu?Ásdís: Fimm sinnum Nína Margrét: Fjórum sinnum Ágústa María: Fjórum sinnum

Hvað er skemmtilegast við Síma-mótið?Ásdís: Félagsskapurinn og að spila við öll þessi frábæru lið Nína Margrét: Að vera með stelp-unum í liðinu og spila erfiða leiki. Ágústa María: Að spila svona marga leiki.

Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnu-heiminum?Ásdís: Eiður Smári og Margrét Lára.Nína Margrét: Dóra María, Kristín Ýr og Eiður Smári. Ágústa María: Elín Metta, Dóra María, Kristín Ýr og Gylfi Þór.

Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta?Ásdís: Manchester United.Nína Margrét: Manchester United og Valur. Ágústa María: Manchester United og Valur.

Laila Þóroddsdóttir 14 ára

Högna Þóroddsdóttir 7 ára

Lið: Stjarnan.

Hveru oft hefur þú tekið þátt á Síma-mótinu?Laila: Sex sinnum og hefði viljað vera miklu oftar. Högna: Einu sinni þegar ég var í 8. flokki og verð svo aftur með núna í sumar.

Hvað er skemmtilegast við Símamótið?Laila: Að keppa, sérstaklega þegar gengur vel og svo stemningin á mótinu.Högna: Að spila leiki, mér finnst gam-an þegar ég er að keppa á móti öðrum stelpum.

Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnuheim-inum?Laila: Fyrirmyndir mínar eru Freyr Bjarnason bróðir hans pabba sem var í FH og svo Ísold Kristín Rúnarsdóttir, frænka mín sem er tveimur árum eldri en ég og spilar með Val.Högna: Tóti þjálfarinn minn er fynd-inn gabbari og svo Laila stóra systir mín sem er rosalega góð í fótbolta. Og líka Luis Suárez.

Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta?Laila: Ég held mest með Stjörnunni hér heima og Arsenal, enda heldur öll föðurfjölskyldan mín með því liði.Högna: Stjarnan, FH, Barcelona og Arsenal

Lífið er fótbolti!

www.sogurutgafa.is

Bókin um fremstu

fótboltakonur

heims er komin út!

Page 7: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015Helgin 17.-19. júlí 2015 7

Sara Katrín Ólafsdóttir 10 ára

Dagbjört Ylfa Ólafsdóttir 12 ára

Lið: Haukar.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Símamótinu?Sara: Þrisvar sinnumDagbjört: Fimm sinnum

Hvað er skemmtilegast við Símamótið?Sara: Að spila fótbolta allan daginn, vera með vinkonum sínum og skemmtileg kvöldvaka.Dagbjört: Að spila fótbolta, vera með vin-konum sínum, skrúðgangan, landsliðs-pres-suliðsleikurinn og kvöldvakan.

Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum?Sara: Sara Björk Gunnarsdóttir og Messi.Dagbjört: Margrét Lára Viðarsdóttir og Ger-ard.

Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta?Sara: Liverpool, Barcelona og Haukar.Dagbjört: Væntanlega Liverpool.

Lovísa Davíðsdóttir 11 ára

Lilja Davíðsdóttir 9 ára

Lið: Grótta

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma-mótinu?Lovísa: Fimm sinnum.Lilja: Þrisvar sinnum.

Hvað er skemmtilegast við Símamót-ið?Lovísa: Að keppa og vera með liðs-félögum.Lilja: Að keppa og hafa gaman.

Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnu-heiminum?Lovísa: Messi og Tony Duggen.Lilja: Messi og Neymar.

Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta?Lovísa: Grótta, Arsenal og Barce-lona.Lilja: Barcelona, Arsenal og Grótta.

Andrea Marý Sigurjónsdóttir 11 ára

Elísa Lana Sigurjónsdóttir 9 ára

Lið: FH

Hveru oft hafið þið tekið þátt á Símamótinu?Andrea Marý: Fimm sinnum og þetta er sjötta skiptið núna.Elísa Lana: Fimm sinnum og þetta er sjötta skiptið núna.

Hvað er skemmtilegast við Símamótið?Andrea Marý: Að spila með liðinu mínu og gera okkar allra besta, hvetja vinkonur mínar áfram og markmiðið er auðvitað að sigra og vera jákvæð innan vallar sem utan.Elísa Lana: Að keppa, skora mörk, fagna og berjast.

Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum?Andrea Marý: Já, Sara Björk Gunnarsdóttir er ótrúlega flott fyrirmynd og Christiano Ro-naldo er bestur í heimi.Elísa Lana: Margrét Lára er geggjuð með boltann og Gylfi Sig er FH-ingur og svaka-legur í fótbolta.

Áttu þér uppáhaldslið í fótbolta?Andrea Marý: FH og Real Madrid.Elísa Lana: FH og Real Madrid.

Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir 12 ára

Karen Þorgrímsdóttir 9 áraLið: ÍA

Hversu oft hefur þú tekið þátt á Síma-mótinu?Ásdís Ýr: Ég er að fara á Símamótið í sjötta skiptið í ár, en verð á hliðar-línunni þetta árið því ég handleggs-brotnaði fyrir tveimur vikum.Karen: Ég er að fara í fjórða skiptið í ár.

Hvað er skemmtilegast við Símamót-ið?Ásdís Ýr: Að keppa í fótbolta og vera með öllum stelpunum alla helgina.Karen: Að keppa í fótbolta, gista í skólanum og svo á ég oft afmæli á

þessu móti. Í fyrra fékk ég afmælis-söng frá Friðriki Dór.

Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnu-heiminum?Ásdís Ýr: Margrét Lára Viðars-dóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir.Karen: Sara Björk Gunnarsdóttir.

Áttu uppáhalds fótboltalið?Ásdís Ýr: Uppáhaldsliðin mín eru ÍA, Real Madrid og Manchester United.Karen: ÍA er uppáhaldsfótboltaliðið mitt.

Helena Björk Arnarsdóttir 11 ára

Rakel Vilma Arnarsdóttir 7 ára

Anna Sigríður Arnarsdóttir 11 ára

Lið: Fylkir.

Hveru oft hefur þú tekið þátt á Símamótinu?Anna Sigríður: Tvisvar sinnum.Helena Björk: Tvisvar sinnum.Rakel Vilma: Einu sinni.

Hvað er skemmtilegast við Símamótið?Anna Sigríður: Að spila fótbolta og að eiga skemmti-lega helgi með vinkonum mínum.Helena Björk: Að fá að keppa í vonandi góðu veðri og að vera með vinkonum mínum.Rakel Vilma: Að fara að keppa og að vinna leikina.

Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum?Anna Sigríður: Mamma mín sem spilaði fótbolta með Fylki þegar hún var yngri.Helena Björk: Ekki beint en mér finnst Hrafnhildur Hauksdóttir landsliðskona mjög flott fótboltakona.Rakel Vilma: Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir, þjálfar-inn minn.

Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta?Anna Sigríður: Barcelona.Helena Björk: Manchester United.Rakel Vilma: Fylkir.

Page 8: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 20158

Vallarkort

J

ALLIR ÞÁTTTAKENDUR SÍMAMÓTSINS OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA FÁ 25% AFSLÁTT*

HJÁ OKKUR 17.-19. JÚLÍ!

ÍSLENSKA FLATBAKAN – BÆJARLIND 2 – 567-1717 – FLATBAKAN.IS

*Gildir ekki með tvennutilboðum og ekki ofan á aðra prósentuafslætti.

J

Fífuvellir

Blikvellir

Skotmói Tjaldsvæði

Nýja stúkan

Kópavogsvöllur

Smáraskóli

Fífan

Hér má sjá vallarkort af keppnissvæðinu. Leikið er á 31 velli á Símamótinu í ár og er leikjafjöldinn vel yfir 1150. Það er því gott að hafa góða yfirsýn yfir númer vallanna svo mikilvægir leikir fari ekki framhjá manni. Tími milli leikja er 30 mínútur á föstudeginum og laugardeginum en 35 mínútur á sunnudeginum þar sem leikir geta farið í framlengingu.

Page 9: 16 07 2015 símamótið lowres

Það rignir stimpilgjöfum á N1 í sumar!

Hluti af ferðasumrinu

Náðu í Vegabréf N1 á næstu N1 stöð og byrjaðu strax að safna stimplum. Við hvern stimpil færðu skemmtilega stimpilgjöf.

Þegar Vegabréfið er fullstimplað skilarðu því inn á næstu N1 stöð og getur átt von á glæsilegum vinningum.

Það rignir stimpilgjöfum á N1 í sumar!

Náðu í Vegabréf N1 á stöð og byrjaðu

strax að safna stimplum. Við hvern stimpil færðu Við hvern stimpil færðu skemmtilega stimpilgjöf.

Þegar Vegabréfið er fullstimplað skilarðu

stöð og getur átt von á glæsilegum vinningum.

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

74360 06/15

Page 10: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201510

V it Hit fæst í fimm bragðteg-undum og inniheldur hver f laska 16-35 hitaeiningar.

Drykkirnir eru náttúrulegir og án viðbætts sykurs. Þeir hafa allir til-tekna virkni og innihalda dagskammt af átta mismunandi vítamínum, þar á meðal C-vítamíni og B-1 vítamíni

sem hjálpar til við að draga úr þreytu og auka orku.

Fylgdu Vit Hit á Instagram: www.instagram.com/vithit.island og á Fa-cebook: Vit Hit Iceland

Unnið í samstarfi við

Arka

Ný kynslóð vítamíndrykkja VIT HIT eru nýir vítamíndrykkir á Íslandi. Drykkirnir eru hitaein-ingasnauðir og frískandi.

Detox: Hreinsandi drykkur með mandar-ínum og grænu tei sem hressir líkamann við. Stútfullur af andoxunar-efnum og flavoníði sem hefur bólgueyðandi áhrif.

Immunitea: Einstak-lega bragðgóð blanda af dreka- og yuzuávöxtum ásamt svörtu tei. Inni-heldur sólhatt og zink, er ríkur af C-vítamíni og er því tilvalin styrking fyrir ónæmiskerfið.

Revive: Inniheldur hvítt te, sítrusávexti og gin-seng. Hressandi andox-unarblanda sem hefur vatnslosandi áhrif. Hvítt te inniheldur mikið af andoxunarefnum og styrkir ónæmiskerfið.

Lean & Green: Frískandi blanda epla, ylliblóma og maté-tes sem hraðar efnaskipt-um líkamans. Inniheldur meðal annars L-carnitín sem hefur jákvæð áhrif á uppbyggingu vöðva og ýtir undir fitu-brennslu.

Berry Boost: Ljúffeng berjablanda sem inniheldur ginseng og rauðrunnate. Ginseng er talið auka andlega og líkamlega orku og rauðrunnateið er ríkt af andoxunarefnum og steinefnum. Tilvalið orkuskot sem ýtir undir efnaskiptin.

Spennustigið á Símamótinu í ár verður væntanlega mjög hátt eins og á fyrri á mótum. Í öllum spenningnum skiptir hins vegar miklu máli að nærast vel á milli leikja. Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringar-fræðingur, segir að mikilvægast sé að skapa ró í kringum aðalmatmálstíma, það er morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. „Einnig skiptir máli að taka tillit til þess að einstaklingar eru mislengi að borða. Eins er orkuþörf einstaklinga mjög mismunandi á þessum aldri og mikilvægt að taka tillit til þess bæði á matmálstímum og eins þegar liðin eru nestuð yfir daginn,“ segir Ingibjörg. Hér koma nokkrar sniðugar hugmyndir að nesti sem má grípa í milli leikja.

10

Næring milli leikja

Rúsínur og döðlur: Nokkrar rúsínur eða döðlur eru góðir orkugjafar á milli leikja.

Gróft brauð: Fínt eða milligróft brauð með áleggi gefur góða orku á milli leikja. Passið samt að velja ekki of gróf brauð ef stutt er í næsta leik þar sem trefjarnar gætu valdið óþægindum í maga.

Ávaxta- og berjaveisla: Hvernig væri svo að fagna

góðum og vonandi sólríkum degi með fallegu ávaxta- og

berjahlaðborði fyrir liðið?

Heimatilbúinn íþróttadrykkur: Ef stutt er í leik, innan við klukkustund eða svo, getur verið sniðugt að búa til heimatilbúinn íþróttadrykk með því að blanda hreinum ávaxtasafa til helminga við vatn. Þynntur safi minnkar líkur á óþægindum í maga meðan á leik stendur, en smá orka (kolvetni) getur gert gæfumuninn,

sérstaklega þegar líða tekur á mótið. Þennan drykk má líka sötra í hálfleik, sérstaklega í leikjum sem eru seinni partinn og þegar líða

tekur á mótið.

Ávextir: Auðvelt er að nálg-ast ferska ávexti í næstu

verslun í nágrenni keppnis-svæðisins á Símamótinu,

t.d. banana og epli.

Vatn, vatn og meira vatn: Munið að drekka vel af vatni í gegnum allt mótið.

Safar: Ef matarlyst er lítil er gott að velja drykki sem gefa orku (kolvetni), t.d. ávaxtasafa, mjólk eða kókómjólk.

Page 11: 16 07 2015 símamótið lowres

DótabúðDótabúð

Dót

abúð

íþró

ttaf

ólks

ins

íþró

ttaf

ólks

ins

íþró

ttaf

ólks

ins

Dótabúðíþróttafólksins

Dótabúð

íþróttafólksinsíþróttafólksinsíþróttafólksins

WWW.SPORTVORUR.IS / BÆJARLIND 1–3 / KÓPAVOGI / 544 4140

Leiktu þér í sumar!

SKLZ Goal-EE 1,2x0,9 m 9.850.-

Swager SM1fyrir krakka 9.900.-

Swager körfuboltahringur 5.900.-

SKLZ Sportbrella XL / 2,7 m 18.900.-

Swager ZY-006 spjald með hring 14.900.- Swager ZY-012 spjald með hring 24.900.-

SKLZ Kickster 1,8 x1,2 m 19.900.-

Swager SM1 / Mini bolta 16.900.- Swager SR1 / 3,05 m 34.900.- Swager SK1 / 3,05 m 49.900.-

SKLZ Kickster 3,6 x1,8m 34.900.-

FÓTBOLTAMÖRK

SPORTVÖRUR

SPORTBRELLA / REGN- OG SKJÓLHLÍF

KÖRFUBOLTASPJÖLD OG STANDAR

SKLZ Sportbrella / 2,4 m 15.900.-

Fljótlegt í uppsetningu / Létt og meðfærilegt / Kemur í góðum poka / Hælar fylgja

SENDUM FRÍTTUM ALLT LAND

Page 12: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201512

„Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi“

Jasmín Erla Ingadóttir og Andrea Mist Pálsdóttir eru báðar liðsmenn í U-17 ára landsliði kvenna. Þær segja að þátttaka þeirra í úrslitakeppni EM U17 fyrr í sumar hafi verið mikil

reynsla og góður undirbúningur fyrir fleiri stórmót, sem þær stefna að sjálfsögðu á. Síma-mótið var eitt af þeirra fyrst mótum og eiga þær báðar stórskemmtilegar minningar frá því.

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Þetta er 11. árið mitt.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma-mótinu? Fimm sinnum.

Áttu einhverja skemmtilega sögu frá Símamótinu?Uppáhalds mómentið var auðvitað þegar ég var valin í pressulið Símamótsins og það var algjör hápunktur að spila fyrir framan fulla stúku. Einnig er eftirminni-legt að liðið mitt fékk verðlaun sem prúð-asta liðið, ég man hvað okkur fannst það æðislegt.

Hvernig var að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í sumar?Það var þvílíkur heiður og stolt sem fylgdi því að fá að leiða lið Íslands á þessu stór-móti og einnig að spila við bestu U17 knatt-spyrnulið í Evrópu. Þrátt fyrir erfitt mót var þetta mikil reynsla og klárlega minning sem mun fylgja mér.

Áttu þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum? Mín allra mesta fyrirmynd er Marta hin brasilíska og í íslenska boltanum hef ég alltaf litið upp til Söru Bjarkar og Rakelar Hönnu.

Ertu hjátrúarfull fyrir leiki? Ég er kannski ekki mikið hjátrúarfull en ég verð alltaf að fá mér hafragraut fyrir leik.

Hvaða ráð hefur þú fyrir ungar og upprenn-andi fótboltastelpur sem keppa á Símamótinu í ár?Ég hvet stelpur til þess að æfa vel og horfa mikið á fótbolta. Mæta á hverja einustu æf-ingu og leggja sig alltaf 100% fram og hugsa einnig vel um mataræðið og svefninn. Og muna svo að aukaæfingin skapar meistar-ann.

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Í 10 ár.

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma-mótinu? Fimm sinnum.

Áttu einhverja skemmtilega sögu frá Símamótinu? Ég var alltaf með lukkubangsa í Fjölnistreyjunni sem var eigin-lega bara jafn stór og ég.

Hvernig var að taka þátt í úrslita-keppni EM U17 kvenna í sumar? Það var gaman að geta borið sig saman við suma bestu og efnileg-ustu leikmenn heims. En mest kom mér á óvart hversu skemmtilegar og hressar Evrópumeistararnir Spánverjar voru innan sem utan vallar, þessi góða stemning hefur ábyggilega hjálpað þeim að vinna titilinn.

Áttu þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum? Carli Lloyd og Marta

Ertu hjátrúarfull fyrir leiki? Nei, ekki fyrir leik en ég spila alltaf með fléttu.

Hvaða ráð hefur þú fyrir ungar og upp-rennandi fótboltastelpur sem keppa á Símamótinu í ár?Vertu dugleg að fara sjálf út í fótbolta og leggðu þig alltaf 100% fram í allar æfing-ar. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Andrea Mist PálsdóttirAldur: 16 áraLið: Þór/KaNúmer treyju: Spila í treyju númer 26 með Þór/Ka og 8 með U17.Staða á vellinum: Spila sem miðju- og sóknarmaður.

Jasmín Erla IngadóttirAldur: 16 áraLið: FylkirFyrri lið: FjölnirNúmer á treyju: Er númer 18 í Fylki en var númer 10 í Fjölni og landsliðinu.Staða á vellinum: Miðja

Booztbarinn

verður á

Símamótinu

2015 Veriðvelkomin

viljinn er fyrir hendi“

Ólafur Lúther Einarsson, formað-ur Félags áhugafólks um kven-nknattspyrnu, er umsjónarmaður Facebook-síðunnar Kvennafotbolti. Síðuna stofnaði hann þegar hann fann fyrir ranglætistilf inningu þegar hann fór á leik í kvenna-knattspyrnu með dætrum sínum. Daginn áður höfðu þau farið á leik með karlaliði sama félagsliðs og upplifað magnaða stemningu. Á kvennaleiknum voru hins vegar sárafáir. „Ég leit á stelpurnar mín-ar og ákvað ég að ég gæti ekki látið þetta viðgangast. Þess vegna varð þessi félagsskapur til, sem reyn-ir að minna á sig af og til og veita nokkrum tilteknum aðilum aðhald, alltaf málefnalega þó,“ lýsir Ólafur á síðunni. Það er nóg um að vera á síðunni í sumar. Þar er meðal ann-ars greint frá leikjum dagsins og úrslitum þeirra og auk þess er að finna fjöldan allan af tenglum um

áhugaverðar greinar og myndbönd tengd kvennaknattspyrnu. Rúm-lega 1500 manns líkar nú við síð-

una og eftir jafn stóran viðburð og Símamótið má búast við að þeim muni fjölga um helgina.

Fylgstu með kvennaboltanum á Facebook

Page 13: 16 07 2015 símamótið lowres

MEGATILBOÐÓtrúlega flott úrval af pizzum

á frábæru verði

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

Ver

ð b

irt m

eð fy

rirv

ara

um

pre

ntv

illu

r og

gild

ir á

með

an b

irgð

ir e

nd

ast.

Í tilb

oðin

u 5

fyri

r 4

er ó

dýr

asta

piz

zan

frí.

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

THIN & CRISPY OG DEEP PAN PIZZUR Í MIKLU ÚRVAL

399kr. pk.

Ver

ð b

irt m

eð fy

rirv

ara

um

pre

ntv

illu

r og

gild

ir á

með

an b

irgð

ir e

nd

ast.

Í tilb

oðin

u 5

fyri

r 4

er ó

dýr

asta

piz

zan

frí.

APPELSÍN, PEPSI OG PEPSI MAX500 ML DÓS

99kr. stk.

5 4FYRIR

AF ÖLLUM PIZZUM

Skráðu þig á www.netgiro.is

Borgaðu með símanum á einfaldan og öruggan máta með Netgíró.Við sendum þér reikning í netbankann og þú færð allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest.

CHICAGO TOWN PIZZUR

299Verð áður 399 kr.

kr.pk.

Page 14: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201514

Hagnýtar upplýsingarSjúkravakt er á staðnum allan tímann, hún er vöktuð af foreldrum sem eru sjúkraþjálfarar, læknar og hjúkrunar-fræðingar. Sett verður saman teymi sem er stýrt af sjúkraþjálfara sem undirbýr vaktirnar og sér til þess

að réttur útbúnaður sé á staðnum. Sjúkravakt er með símanúmerið 843-9307 og hægt er að nálgast það aftan á öllum dómarakortum þannig að allir geti brugðist skjótt við ef eitthvað kemur upp á.

Veitingar verða sérlega vandaðar eins og oft áður og verða seldar á fjórum stöðum. Vallarsjoppa verður í stúku, Fífunni og tvö sölutjöld verða við vallarsvæðin. Seldir verða hamborgarar frá klukkan 11:30-14:30 við stúkubyggingu. Ásamt þessu verður hægt

að fá vöfflur, ís, samlokur, pylsur og sælgæti. Boozt-barinn verður í Fífunni en þar verða seldir ávextir og boozt ásamt öðru hollmeti.

Liðsmyndatökur fara fram beint fyrir framan Vallarsjoppuna á Kópavogsvelli.

Hægt er að hafa samband við eftirfar-andi aðila fyrir frekari upplýsingar:

Mótsstjórn, sími 849-0782

Dómarastjóri, sími 849-0957

Tjaldsvæði, sími 849-0487

Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu kvenna lauk í byrjun þessa mánaðar í Kanada. Bandaríkin stóðu uppi sem sigurvegarar eftir magnaðan 5-2 sigur á Japan í úrslitaleiknum. Allar fremstu fótboltakonur heims sýndu glæsilega takta á mótinu, en hverjar stóðu upp úr?

Hope SoloMarkvörðurBandaríkinFædd: 30. júlí 1981Lið: Seattle Reign, BandaríkjunumHope Solo fékk Gullhanskann sem besti markvörður mótsins. Liðsfélagar hennar í landsliðinu hafa látið svo um mælt að ekkert veiti þeim meira öryggi í leikjum en að vita af Solo á marklínunni. Utan vallar hefur Solo hins vegar verið umdeild, en hún er með eldheitt skap og er gjörn á að koma sér í vandræði bæði með orðum og gjörðum. En inni á vellinum stendur hún sína plikt með heiðri og sóma.

Heimild: Bestu fótboltakonurnar (Sögur útgáfa).

Stjörnurnar á HM

Carli LloydMiðjumaðurBandaríkinFædd: 16. júlí 1982Lið: Houston Dash, BandaríkjunumCarli er fyrsta konan sem skorar þrennu í úrslitaleik HM en það gerði hún á 13 mínútna kafla. Hún var valin besti leikmaður mótsins og fékk Gullboltann fyrir vikið. Hún er jafn-framt fyrsta konan til að skora þrennu á heimsmeistara-móti.

MartaFramherjiBrasilíaFædd: 19. febrúar 1986Lið: Rosengard, Svíþjóð.Marta Vieira da Silva hefur verið ein fremsta knattspyrnukona heims í mörg ár, þrátt fyrir að vera einungis 29 ára. Árið 2006 var hún í fyrsta sæti í kjöri um fótboltakonu ársins hjá FIFA og hélt þeim titli næstu fjögur ár á eftir. Brasilía féll hins vegar óvænt úr keppni á HM kvenna í sumar þegar liðið tapaði fyrir Ástralíu 0:1 í 16-liða úrslitum. Marta mun þó halda áfram að leiða brasilísku sóknina á stórmótum í fram-tíðinni, hún á nóg eftir.

Ert þú fótboltasnillingur?

Spurningaleikur Fréttatímans á Símamótinu 2015

Til þess að eiga möguleika á að vinna einn af fjölmörgum glæsilegum vinningum þarf að svara nokkrum spurningum og skila í kassa merktum

Fréttatímanum sem eru staðsettir við Vallarsjoppu á Kópavogsvelli og við veitingasölu í Fífunni. Svörin við

spurningunum má finna víðs vegar í Símamótsblaðinu.

Vinningar:

n Nýjustu fótboltaskórnir frá Adidas Topptýpan af Junior skónum. X, Ace eða Messi skór. Verðmæti 24.990 kr

n Mitre fótbolti frá Jóa Útherja

n Star Kick boltaæfingatæki frá Sportvörum

n 6 eintök af nýjustu fótboltabókinni frá Sögum útgáfu - Bestu konurnar

n 15 stk gjafabréf á Flatbökuna Bæjarlind - Flatbaka með tvenns konar áleggi og ostakryddstangir

n Fimm kippur af VIT HIT vítamín- drykkjum frá Arka

n Gjafabréf á Sushi Samba að verðmæti 10.000 kr

1. Hvað er Margrét Lára Viðarsdóttir búin að spila marga A landsleiki?

2. Hvað taka mörg lið þátt í Símamótinu 2015?

3. Hverjir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu kvenna U17?

4. Hver er þjálfari U19 kvennalands-liðsins í knattspyrnu?

5. Hver er fyrirliði bandaríska lands-liðsins í knattspyrnu kvenna sem nýlega tryggði sér heimsmeistara-titilinn í knattspyrnu?

Dregið verður sunnudaginn 19. júlí klukkan 13. Hringt verður í vinningshafa og

nöfn þeirra birt á heimasíðu Fréttatímans www.frettatiminn.is, á Facebook síðu

Fréttatímans, og á heimasíðu Símamótsins www.simamotid.is.

Nafn:

Aldur:

Félag:

Sími:

Myndir/Getty

vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með vandræði bæði með orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. orðum og gjörðum. En inni á vellinum En inni á vellinum En inni á vellinum En inni á vellinum En inni á vellinum En inni á vellinum En inni á vellinum En inni á vellinum En inni á vellinum En inni á vellinum stendur hún sína stendur hún sína stendur hún sína stendur hún sína stendur hún sína stendur hún sína stendur hún sína stendur hún sína stendur hún sína stendur hún sína plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og plikt með heiðri og sóma.sóma.sóma.sóma.sóma.

Page 15: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015Helgin 17.-19. júlí 2015 15

S kórnir sem hafa einkennt takkaskólínuna hjá Adidas til þessa, Predator, F50, 11 pro

og Nitrocharge hafa nú verið teknir af markaðnum, og í staðinn koma aðeins tvær glænýjar týpur. Messi skórinn verður þó áfram fáanlegur, ásamt Copa Mundial. „Það sem er svo stórkostlegt við nýju skóna frá Adidas er að þeir eru bæði FG og AG, sem merkir að þeir eru bæði gerðir fyrir grasvelli og gervigras, og það ættu því að vera frábærar fréttir fyrir foreldrana að þurfa að-eins eitt par,“ segir Silja Úlfardótt-ir, sölumaður hjá Adidas á Íslandi. „Flestum er brugðið við þessar fréttir og hafa nokkrir leikmenn sankað að sér nokkrum eldri týp-um sem okkur þykir mjög fyndið,“ bætir Silja við.

X og AceMikil eftirspurn er eftir nýju skón-um og er beðið eftir þeim með mik-illi eftirvæntingu. Nýju skórnir hafa

fengið heitin X og Ace. „X skórinn kemur sem sokkaskór, hann er létt-ari og mjórri og minnir aðeins á F50 og 11 pro skóna, en hann kemur einnig í leðri,“ segir Silja. Ace skór-inn mun líkjast Predators skónum að hluta til, hann kemur í plasti og leðri og hafa leikmenn nefnt að hann sé einstaklega þægilegur. Að sögn Silju er Messi skórinn svo sér á báti. „Hann er sniðinn eftir þörf-um Messi sem er besti knattspyrnu-maður heims.“

Skór sem uppfylla einkenni hins fullkomna leikmannsAðspurð um hver sé kveikjan að þessum miklu breytingum segir Silja að hana megi rekja til Guar-diola, þjálfara Þýskalandsmeist-ara Bayern Munchen. „Hann var í viðtali þar sem hann var spurður hvernig leikmenn hann þyrfti í sitt lið. Hann svaraði að hann þyrfti

skipulagðan leikmann, fyrirliða sem er með allt á hreinu og fylgdi leikskipulagi, einhvern sem gæti verið við stjórnvölinn, auk leik-manns sem gerði hlutina á sinn veg og leikmanns sem tæki hlutina í sínar eigin hendur, skorar mörk og væri óútreiknanlegur, eins konar kaos týpu.“ Adidas tók Guardiola á orðinu og úr urðu skórnir Chaos og Control, en þeir fengu svo lokaheit-ið X og Ace. „Hvort þessi saga sé 100% sönn er annað mál, en hún er vissulega góð,“ segir Silja. „En svo er Messi sér á báti. Hann fær auð-vitað sinn eigin skó, enda er enginn eins og hann,“ bætir hún við.

Gullskórinn fyrirmynd Ace skósinsAdidas mun sjá um gerð gullskós-ins svokallaða, sem verður afhent-ur markahæstu leikmönnum eftir lokaumferð Pepsideildar karla

Miklar breytingar á takkaskóm hjá AdidasSkórisinn Adidas boðar miklar breytingar á takkaskóm merkis-ins. Fjórar tegundir hafa verið teknar út og nýjar kynntar í staðinn. Aðdáendur Messi þurfa þó ekki að örvænta því Messi skórinn verður áfram fáan-legur. Nýju takkaskórnir eru allir gerðir bæði fyrir gervigras og grasvelli, sem er mikið fagnaðarefni.

og kvenna. „Skórinn verður með breyttu sniði í ár og við hlökkum til að kóróna fótboltasumarið með honum,“ segir Silja.

Unnið í samstafrfið við

Sportmenn

Böðvar Böðvarsson og Kristján Flóki Finnbogason, leikmenn FH, spila báðir í takkaskóm frá Adidas. Böðvar er í Messi skónum og Kristján Flóki er í nýju Ace skónum. Mynd/Anton Brink.

Page 16: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201516

Hversu oft hefur þú tekið þátt á Símamótinu og með hvaða liði?Ég hef spilað 6 sinnum á Símamótinu með ÍBV. Við vorum með mjög sterkt lið á þeim tíma og unnum mótið í 3 skipti af þessum 6.

Manstu eftir einhverju skemmtilegu atviki frá Símamótinu sem stendur upp úr?Ég man eitt mótið þegar að við töpuðum úr-slitaleik á móti Breiðabliki sem voru okkar helstu keppinautar á þeim tíma. Eftir að flautað var til leiksloka lágum við stelpurn-ar í mínu liði allar í grasinu hágrátandi og áttu foreldrar okkar í miklu basli við að róa okkur niður. Þetta var ansi lýsandi dæmi um keppnisskapið sem við höfðum og tel ég þetta keppnisskap vera eitt af því sem var valdur þess að við náðum oft góðum árangri á Síma-mótinu.

Hvernig er að spila með sama félagsliði og systir þín?Frá því að ég var smástelpa var alltaf draum-urinn að fá að spila í sama liði og stóra systir. Að fá svo að upplifa drauminn um atvinnu-mennsku með henni er ennþá betra. Mar-grét býr yfir mikilli reynslu og hefur hún kennt mér mjög margt á þessu tæpa ári sem

við höfum spilað saman hjá Kristianstad. Ég tel að við setjum jákvæða pressu á hvor aðra og fáum hvor aðra til þess að vilja gera ennþá betur, við erum báðar miklar keppnismann-eskjur og það gefur manni alltaf smá auka orku að vilja ekki tapa á móti systur sinni á æfingum. Vonandi getum við haldið áfram að skapa saman góðar minningar úr fótboltanum bæði með félags- og landsliði því það er ekki sjálfgefið að fá að gera það sem maður elskar að gera og hafa góðan stuðning frá systur sinni sem veit um hvað þetta snýst.

Hafið þið spilað saman marga landsleiki?Við höfum spilað allt of fáa landsleiki sam-an, vonandi getum við bætt úr því í komandi framtíð.

Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Síma-mótinu?Að vera duglegar að æfa, leggja sig alltaf 100% fram, hafa hugarfarið í lagi og hlusta á þjálfar-ana ykkar. Það mun skila ykkur á þann stað sem þið ætlið ykkur. Njótið þess að spila á Símamótinu vegna þess að þið eruð að búa til minningar sem munu lifa að eilífu.

Forréttindi að fá að spila með systur sinniSysturnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur spila báðar með Kristianstad í Svíþjóð, og auk þess spila þær saman með íslenska landsliðinu. Þær segja að með því að æfa

saman daglega setji þær jákvæða pressu á hvor aðra og fá hvatningu til að gera ennþá betur. Þær hafa báðar tekið þátt á fjölmörgum Símamótum í gegnum tíðina og ráðleggja núverandi keppendum að njóta mótsins því þar verða til minningar sem lifa að eilífu.

Margrét Lára ViðarsdóttirFélagslið: KristianstadFjöldi landsleikja: 98

Mörk: 71Númer treyju: 9

Staða á vellinum: Sóknarmaður

Opið virka daga frá 10:00 - 18:00Laugardaga frá 11:00 - 14:00

KnattspyrnuverslunÁrmúla 36 108 Reykjavík

Hversu oft hefur þú tekið þátt á Símamótinu og með hvaða liði?Ég er Vestmannaeyingur og þess vegna spilaði ég með ÍBV. Ég hef ekki töluna á því hversu oft ég tók þátt á Símamótinu sem leik-maður en það var ansi oft. Frá 7. flokki upp í 3. flokk kom ég á hverju ári á Gull og silfur mót-ið eins og það hét einu sinni. Þannig að þetta hafa verið kannski 7-8 mót sem ég tók þátt í.

Manstu eftir einhverju skemmtilegu atviki frá Símamótinu sem stendur upp úr?Ég á mjög margar skemmtilegar minningar af Símamótinu. Við ÍBV stelpurnar vorum mjög sigursælt lið upp alla yngri flokkana. Við töpuðum nánast ekki leik og unnum flest mót sem við tókum þátt í þannig að fyrir mér eru það þær minningar sem standa upp úr.

Hvernig er að spila með sama félagsliði og systir þín?Það er mjög gaman. Við spiluðum aldrei sam-an í ÍBV þar sem að ég er 5 árum eldri og fór ung í atvinnumennsku. Hins vegar höfum við verið lánsamar að fá að spila saman nú í ár með Kristianstad og auðvitað landsliðinu. Þetta eru forréttindi og ég er afar stolt af litlu systur minni.

Hafið þið spilað saman marga landsleiki?Nei því miður alltof fáa en þó eigum við nokkra. Ég missti út 2014 vegna barneigna og það var árið sem Elísa stimplaði sig inn í landsliðið. Ef við höldum áfram að standa okkur vel þá er framtíðin björt og við eigum eftir að spila fleiri leiki saman í bláa búningn-um.

Hvaða ráð getur þú gefið ungum, upprennandi knattspyrnustelpum sem eru að keppa á Síma-mótinu?Fyrst og fremst að njóta þess að spila fótbolta því þessi tími kemur ekki aftur. Leyfa sér að láta sig dreyma um stóra hluti í framtíðinni og setja sér markmið til að ná þeim draum-um. Maður getur allt ef maður er tilbúinn að leggja mikið á sig og lifa heilbrigðu lífi. Gangi ykkur vel og við sjáumst á vellinum. Áfram Ísland!

Elísa ViðarsdóttirFélagslið: KristianstadFjöldi landsleikja: 20

Mörk: 0Númer treyju: 7

Staða á vellinum: Varnarmaður

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201516

Margrét Lára og Elísa eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi á EM 2013. Með þeim á myndinni eru bróðursynir þeirra, Viðar Elí, Daníel og Óskar Bjarnasynir.

Page 17: 16 07 2015 símamótið lowres

Saltvinnsla Norður & Co. er náttúruvæn og byggist á nýtingu

jarðvarma. Þessi sjálfbæra framleiðsla skilur ekki eftir sig koltvísýring heldur aðeins

hreina afurð – ferskar og stökkar sjávarsaltflögur.

ENN MEIRI LÚXUS

Nýjasti meðlimur Lúxus– ölskyldunnar er ljú�engur íspinni með seigri saltkaramellu sem við þróuðum í samstarfi við Norðursalt. Bjóðum hann hjartanlega velkominn!

Page 18: 16 07 2015 símamótið lowres

Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201518

www.sjukrasport.is / 564-4067

óskum öllum góðs gengis á símamótinu

Íþróttaiðkun barna og unglinga

É g hef undanfarið fylgst með umræðunni varðandi meiðsl og álag á börn og unglinga í

íþróttum. Íþróttaiðkun hefur farið vaxandi og eru nú ansi margir farnir að æfa eins og afreksíþróttamenn. Ég hef einnig tekið eftir að foreldr-ar og þjálfarar hlusta ekki á ung-mennin þegar þau byrja að kvarta yfir verkjum hér og þar. Verkirnir eru taldir vera venjulegir vaxtar-verkir. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að umhverfið hefur breyst mjög mikið varðandi æfinga-aðstöðu og álagið hefur aukist til mikilla muna á ungmennin.

Nú er kominn tími til þess að fylgjast með krökkunum og hlusta á þá þegar þeir kvarta. Það er ekki eðlilegt að ungmenni þjáist af bak-verkjum, höfuðverkjum eða verkj-um í líkamanum vegna álags undan æfingum. Það þarf að greina hvað er að gerast og koma í veg fyrir að álag og verkir safnist upp þannig að á endanum getur viðkomandi ekki stundað íþróttir vegna verkja, ekki verið með út af álagsmeiðslum o.s.frv. Þá kemur rétt greining sér vel; nárameiðsl, tognun aftan á læri, höfuðverkur, verkur í mjóbaki og svo mætti áfram telja. En af hverju

koma þessi meiðsl? Getur verið að mjaðmagrindin sé skökk eða annar fótleggurinn styttri en hinn? Vinna vöðvarnir ekki eins og þeir eiga að gera? Allt þetta er hægt að greina og ættu foreldrar og þjálfarar um-svifalaust að leita til stoðkerfissér-fræðinga ef grunur leikur á að þessi vandamál til staðar, svo koma megi í veg fyrir brottfall úr íþróttum og ótímabær meiðsl.

Við verðum að hugsa um ung-mennin og hlusta þegar þau kvarta, ekki grípa of seint inn í meiðslaferli því það getur hamlað árangri og ástundun. Ég hef í starfi mínu sem kírópraktor séð fjölmörg dæmi um að einstaklingur hefur hætt iðkun út af meiðslum en eftir greiningu og meðferð, komist af stað aftur og allt að því eignast nýtt líf. Mér þykir mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þetta ferli og fá viðkomandi góðan eins fljótt og hægt er.

Hjá fótboltaiðkendum er mikið um mjaðmaskekkjur sem mynd-ast við það mikla álag þegar annar fóturinn er notaður sem bremsa en hinn sveiflast fram og sparkar. Þetta er hægt að leiðrétta með góðri greiningu og ákveðinni aðferða-fræði sem unnið er eftir. Það sama

á um fimleika, handbolta, frjálsar og allar íþróttagreinar. Með því að hlusta á og fylgjast með ungmenn-unum og líka fullorðnum er hægt að koma viðkomandi fljótt til iðkunar eða inn í liðið aftur.

Auk þess hef ég einnig tekið eft-ir að í sumum tilfellum er um mis-lengd fótleggja að ræða, vöðvaó-jafnvægi eftir meiðsl og sem dæmi um það má nefna að þegar einstak-lingur tognar á ökkla þá slokknar á stóra rassvöðvanum á sömu hlið og tognunin átti sér stað. Það er ekki gefið að hann taki til starfa aftur þegar tognunin er gengin til baka. Þessu þarf að fylgjast með og grípa inn í ef þetta gerist. Við eig-um bara einn líkama og hann á að endast okkur alla ævi. Ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að hafa verki eða finna til. Það er staðreynd að ef stoðkerfið okkar virkar vel, sem og fjöðrunarbúnaður líkamans og hulstrið utan um taugakerfið, þá líð-ur okkur vel og erum betur í stakk búin að fást við það sem lífið býður upp á.

Jón Arnar Magnússon

kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands og ólympíufari í tugþraut.

Hverju ber að fylgjast með hjá börnunum?

Tjörnin við Fífuhvamm: Þar hefur Kópavogslækurinn verið stíflaður svo myndast hefur fínasta útivistarsvæði. Þar hafa endur gert sig heimakomnar og það getur verið gaman að gefa þeim brauð.

Hlíðargarður: Skemmtilegur garður í suðurhlíðum Kópavogs mjög stutt frá mótssvæðinu. Tilvalið er að draga liðið aðeins út úr skarkalanum og næra sig á milli leikja.

Sund: Eftir langan dag á vellinum er fátt betra en að skella sér í sund með liðsfélögunum. Sundlaug Kópavogs er nálægt keppnissvæðinu og sundlaugin í Versölum er í Salahverfi Kópavogs.

Náttúrufræðistofa Kópavogs: Þar er að finna risastór fiskabúr með lifandi ferskvatns- og sjávarlífverum. Þar eru einnig alls konar náttúrugripir sem tengjast jarðfræði Íslands og ís-lenskum dýrum. Náttúrufræðistofan er í Hamraborginni.

Leiktæki: Við Smáraskóla má finna skemmtileg leiktæki til að stytta sér stundir og eins við göngustíga í nágrenninu.

Rútstún: Stór grasflöt og fullt af skemmti-

legum leiktækjum. Túnið er fyrir neðan Kópavogssundlaug.

Fjöruferð: Ef góður tími gefst á milli leikja er hægt að ganga framhjá tjörninni, í undirgöngin við Hafnar-fjarðarveg og svo strax til vinstri í átt að botni Kópavogs (Kópavogsleirur). Þar er hægt að leika sér, skoða steina og fræðast um fugla.

Himnastiginn: Fyrir þá sem vilja hreyfa sig er Himnastiginn svokallaði frábær áskorun, en hann liggur upp frá Skátaheimilinu.

Spil: Gamli góði spilastokkurinn klikkar aldrei. Nú er tækifærið til að kenna vinkonunum uppáhalds spilið og læra ný í leiðinni. Ólsen, Ólsen, Veiðimaður, Skítakall og Hæ Gosi! slá alltaf í gegn.

Afþreying milli leikjaLeikjadagskráin er þétt alla keppnisdagana en þegar ekki er verið að undirbúa næsta leik eða hvetja önnur lið er hægt að finna sér ýmislegt skemmtilegt að gera.

Page 19: 16 07 2015 símamótið lowres

Ferskt upphaf – alla morgna

Láttu skynsemina ráða og byrjaðu daginn á bragðgóðum og hollum morgunverði.

Avókadó- og möndlumixInnihald:1 glas súrmjólkCa. 50g Nestlé FITNESS®Hálft avókadóHandfylli af grófsöxuðum möndlum Skerið avókadóið í bita og blandið öllu saman í skál. Bragðgóður morgunmatur eða millimál. Prófaðu súrmjólk með mismunandi bragði til tilbreytingar.

51% HEILKORNA

MIKILVÆG NÆRINGAR-

EFNI

Í græna Skráargatinu er lykillinn að hollara mataræði. Merkið var fyrst tekið upp í Svíþjóð árið 1989 og hefur síðan öðlast sess sem norræna hollustu-merkið, nú síðast á Íslandi. Vörur merktar Skráargatinu uppfylla strangar kröfur um hollustu. Þess vegna er Fitness merkt með Skráargatinu.

AF SYKRI Í HVERJUMSKAMMTI

3gAÐEINS

Page 20: 16 07 2015 símamótið lowres

Holl, ristuð hafragrjónEN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

70

06

9

HAFRATREFJAR

LÆK K A KÓL E S T E RÓL V

E L D U H E I L K OR

N

SÓLSKIN BEINTÍ HJARTASTAD-