24
vf.is vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 11. SEPTEMBER 2014 35. TÖLUBLAÐ 35. ÁRGANGUR Allt um Ljósanótt 2014 í Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA heilsu & lífsstílsdagar SKOÐAÐU BÆKLINGINN Á NETTO.IS – FJÖLDI HUGMYNDA, UPPSKRIFTA OG SPENNANDI TILBOÐA HAMPFRÆ 250G 655KR|25%|491KR TÚRMERIK 50G 549KR|25%|412KR AFSLÁTTUR AF YFIR 1.500 HEILSU- OG LÍFSSTÍLSVÖRUM 25% F immtánda Ljósanótt í Reykjanesbæ tókst afar vel og tugþúsundir gesta sóttu hundruð viðburða sem í boði voru að þessu sinni. Eins og alltaf voru nokkrir stærri og nú voru það t.d. uppsetning Stefnumótastaurs, opnun Fjölskylduseturs, ljósmyndasýning frá árunum 1940-1960, árleg ár- gangaganga og frábær flugeldasýning að ógleymdri söngskemmtuninni Blik í auga. Veðurguðirnir voru í þokkalegu skapi en mættu bæði með sól og bleytu. Ljósmyndarar VF voru á ferðinni alla helgina og þessa flottu Ljósanætur-andlitsmynd tók Eyþór Sæmundsson. Litrík Ljósanótt

35 tbl 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

35. tbl. 35. árg. 2014

Citation preview

Page 1: 35 tbl 2014

vf.isvf.is

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

FIMMTUDAGURINN 11 . SEPTEMBER 2014 • 35. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

Allt um Ljósanótt 2014 í Sjónvarp Víkurfrétta

Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNNEimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

auðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

heilsu & lífsstílsdagar

Skoðaðu bæklinginn á netto.iS – fjöldi hugmynda, uppSkrifta og Spennandi tilboða hampfræ 250g

655kr|25%|491kr

túrmerik 50g549kr|25%|412kr

afSláttur af yfir 1.500 heilSu- og lífSStílSvörum

25%

Fimmtánda Ljósanótt í Reykjanesbæ tókst afar vel og tugþúsundir gesta sóttu hundruð viðburða sem í boði voru að þessu sinni. Eins og alltaf voru nokkrir stærri og nú voru það t.d. uppsetning

Stefnumótastaurs, opnun Fjölskylduseturs, ljósmyndasýning frá árunum 1940-1960, árleg ár-gangaganga og frábær flugeldasýning að ógleymdri söngskemmtuninni Blik í auga. Veðurguðirnir voru í þokkalegu skapi en mættu bæði með sól og bleytu. Ljósmyndarar VF voru á ferðinni alla helgina og þessa flottu Ljósanætur-andlitsmynd tók Eyþór Sæmundsson.

Litrík Ljósanótt

Page 2: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR2

STYRKIRFjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar auglýsir styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks og reglugerðar nr. 550/1994. Vei�ir eru styrkir í samræmi við reglur Reykjanes-bæjar til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig eru vei�ir styrkir til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing.

Umsóknarfrestur er til 1. október nk.Umsóknareyðublöð liggja frammi í þjónustuveri á Tjarnargötu 12 og eru einnig aðgengileg á vef Reykjanesbæjar.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Daníelsdóir ([email protected]) og Hrefna Höskuldsdóir ([email protected])

VETUR Í REYKJANESBÆHvað verður í boði fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ veturinn 2014 ?

Íþró�a- og tómstundasvið mun setja á vef bæjarins vefritið VETUR Í REYKJANESBÆ 2014.

Ef þi� félag/klúbbur áformar að bjóða börnum og ungmennum í Reykjanesbæ upp á tómstunda-námskeið eða aðra afþreyingu fyrir ungmenni í vetur, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar á netfangið: ha�[email protected] fyrir 15. september nk.

Íþróa- og tómstundasvið

JÓN TÓMASSONMinnum á að hin áhugaverða sýning á ljósmyndum Jóns Tómassonar í Bíósal Duushúsa stendur til 22. október.

Duushúsin eru opin virka daga frá 12:00 - 17:00 og um helgar 13:00 - 17:00.

Aðgangur ókeypis

BÓKASAFN REYKJANESBÆJARÆvar vísindamaður kemur á uppskeruhátíð sumarlesturs þriðjudag-inn 16. september kl. 17:00.

Hann mun bæði kynna bók sína "Umhverfis Ísland í 30 tilraunum" og gera nokkrar tilraunir.

Allar lestrarstjörnur eru velkomnar á uppskeruhátíðina, sem haldin verður á Bókasafninu.

Skemmdi bifreið og stakk af

XXSýndi engin merki um að hann ætlaði að stöðva bifreið sína.Ekið var utan í hlið bifreiðar í Keflavík um helgina þannig að töluverðar skemmdir urðu á henni, rispur eftir endilangri hliðinni, auk þess sem hliðar-spegill brotnaði. Bifreiðin var á ferð þegar önnur bifreið kom á móti henni með fyrrgreindum afleiðingum. Sá sem valdur var að atvikinu ók í burtu án þess að sýna nein merki um að hann ætlaði að stöðva bifreið sína. Lögreglan hafði skömmu síðar upp á viðkomandi.

Í vímu, án rétt-inda og ótryggðurXXLögreglan á Suðurnesjum

hafði um helgina afskipti af fimm ökumönnum sem ým-ist óku sviptir ökuréttindum eða voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.Einn þeirra ók ótryggðum bíl, hafði verið sviptur ökurétt-indum og hafði neytt kannabis og amfetamíns, að því er sýna-tökur á lögreglustöð staðfestu. Þrír óku undir áhrifum áfengis og reyndist einn þeirra einnig hafa neytt kókaíns. Hinn fimmti ók sviptur ökuréttindum.

Eftirlýstur öku-maður með

kannabisXXÖkumaður sem lögreglan

á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkni-efna, framvísaði tveimur grömmum af kannabisefnum þegar lögreglumenn ræddu við hann. Viðkomandi var eftirlýstur í kerfum lögreglu vegna annars máls.Þá vakti undarlegt aksturslag annars ökumanns athygli lög-reglu. Sá virtist eiga í erfið-leikum með að halda bifreiðinni í gangi og þegar það loks tókst ók ökumaðurinn rakleiðis á og yfir kantstein. Hann var hand-tekinn og færður á lögreglu-stöð vegna gruns um ölvun við akstur.

Í blómatínslu í skrúðgarðinum

með klút fyrir andlitinu

XXÓvenjuleg tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni. Hún var þess efnis að einstaklingur með klút fyrir andlitinu væri að rífa upp blóm í skrúðgarðinum við Njarð-víkurkirkju og troða þeim í innkaupapoka. Allt reyndist þetta rétt, þegar lögreglumenn mættu á staðinn. Viðkomandi kvaðst einungis vera að taka upp blóm sem væru hvort eð er að dauða komin. Lögreglu-menn báðu um að blómin yrðu sett þar sem þau höfðu verið og gerði blómaunnandinn það fúslega.Lögregla bendir á að óheimilt er að tína blóm í skrúðgörðum þótt þau virðist vera farin að daprast nú á haustdögum.

Eftir sumarlanga dvöl í skipa-smíðastöð í Stettin í Pól-

landi er Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 kominn til heimahafnar í Grindavík. Það eru engar ýkjur að segja að Hrafninn sé nánast eins og nýtt skip enda er hann gjör-breyttur eftir lengingu og endur-bætur. Sagt var frá þessu á vefsíðu Grindavíkurbæjar.

Má í raun segja að nú sé Hrafninn eins og hann hafi alltaf átt að vera. Þegar skipið var smíðað á sínum tíma var búið að teikna það 57 metra að lengd, en fyrri eigendur áttu ekki næga úreldingu eins og það var kallað og því þurfti að stytta hann. Í samtali við kvótinn.is sagði Hilmar Helgason skipstjóri að hann væri í raun búinn að vera að bíða eftir þessum breytingum í 20 ár. Þrátt fyrir styttingu við smíðar hafi ekkert verið bakkað með vélarafl og togkraft og nú sé loksins hægt að nýta það afl sem skipið býr yfir af fullum krafti.

Alls var skipið lengt um 15,4 metra og munar um minna. Sú aðgerð fór þannig fram skipið var hlutað í sundur rétt fyrir aftan brúna og svo var 150 tonna forsniðið stálstykki hýft í gatið. Síðan var allt skipið tekið í gegn frá A-Ö. Hreinsað var innan úr millidekki og lest og allt sandblásið og víða gamlir og slitnir partar rifnir burt. Alls fóru um 90 tonn af stáli í skipið til viðbótar, svo að alls var verið að vinna með um 240 tonn af stáli í þessari miklu að-gerð. Plássið í lestinni tvöfaldast við

breytingarnar, fer úr 240 tonnum af flökum í 480 tonn og þá hefur frystigetan verið aukin í samræmi við þessar breytingar.

Við þessar miklu breytingar batnar öll aðstaða fyrir áhöfn umtals-vert, bæði til vinnu og hvíldar. Við bætist ný setustofa, tveir klefar og tvær stórar og vel rúmar stakka-geymslur, ein fyrir efra dekk og önnur fyrir vinnsluna. Hilmar bætti svo við: „Allt ryð var upp-rætt í gamla hlutanum svo okkur líður svolítið eins og við séum að koma heim með nýsmíði að mörgu leyti. Skipið er í flokkun hjá Norsk Veritas og þeir sköffuðu eftirlits-mann allan tímann sem var mjög harður og gaf engan afslátt á einu eða neinu."

Hrafninn er þó ekki tilbúinn til veiða. Nú tekur við um fimm vikna vinna við að púsla saman vinnslu-búnaðinum og koma honum fyrir um borð. Var tekin meðvituð ákvörðun um að sú vinna færi fram hér heima til þess að nýta ís-lenskt og grindvískt vinnuafl og þekkingu. Hrafninn liggur nú við bryggju við Suðurgarð en þangað flutti Þorbjörn nýlega löndunarað-stöðu sína fyrir frystitogara og í spilunum eru stór áform um glæsta uppbyggingu á reitnum þar sem beinamjölverksmiðjan stóð áður. Af þessum flutningum skapast um-talsverð hagræðing og ófáir kíló-metrar í akstri enda öll þjónusta við skipin nú nánast í kallfæri frá bryggjunni.

X■ Kominn til heimahafnar í Grindavík:

Nýr og endurbættur Hrafn Sveinbjarnarson

-fréttir pósturX [email protected]

Hrafn Sveinbjarnarson kominn til hafnar.

Sigurður Jónsson, 1. stýrimaður, sýndi fulltrúum bæjarins hið ,,nýja" skip og voru þeir félagar kampakátir með breytingarnar. Til stendur að opna skipið

fyrir almenningi þegar allri vinnu er lokið.

Borðsalurinn er nýr að hluta og bættist m.a. við kalt borð fyrir áhöfnina, enda verða menn að hugsa um hollustuna þegar þeir vinna erfiðisvinnu

alla daga.

Page 3: 35 tbl 2014

Víkurfréttir 236x360

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

— 1

4-2

00

0

Starfs- og ábyrgðarsvið: • Yfirumsjón með rekstri Fríhafnarinnar, s.s. samnings- gerð við alla birgja á verslunarsviði og mótun sölu- og vörustefnu

• Ábyrgð á innkaupum, birgðahaldi, birgðastýringu og framlegðarbókhaldi félagsins

• Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi Fríhafnar- innar ásamt áætlanagerð og eftirfylgni

• Öll almenn framkvæmdastjórn og yfirumsjón með öllum verkefnum félagsins samkvæmt samþykktum, eigendastefnu og starfsreglum félagsins

• Frumkvæði og stefnumótun varðandi þróun og skipulag félagsins

• Undirbúningur á verkefnum stjórnar, umfjöllun og úrvinnsla

Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

• Reynsla af stjórnunarstörfum er skilyrði

• Reynsla á smásölumarkaði er æskileg

• Þekking á fjármálum í rekstri fyrirtækja

• Hæfni og reynsla í gerð samninga

• Miklir samskiptahæfileikar

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningar-bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk.

Umsókn óskast fyllt út á www.hagvangur.is

Upplýsingar veita:

Katrín S. Óladóttir, [email protected] Sverrir Briem, [email protected]

Fríhöfnin er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki og besta fríhöfn í Evrópu. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia ohf. og annast rekstur fimm verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Starfsmenn eru um 140 og stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur og sælgæti. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum og leggur áherslu á góðan starfsanda.

www.dutyfree.is

FRAMKVÆMDA-STJÓRI Fríhöfnin óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman framkvæmdastjóra sem hefur hæfileika til að þróa áfram sterkan verslunarrekstur með því hæfa starfsfólki sem félagið hefur á að skipa. Um er að ræða skemmtilegt og spennandi starf í fjölbreytilegu og alþjóðlegu umhverfi.

Page 4: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR4

-fréttir pósturu [email protected]

Skólamatur ehf. óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús, við framleiðslu á sérfæði.

Um er að ræða aðstoð við undirbúning, matreiðslu og skipulagningu í sérfæðisdeild Skólamatar.

Menntun og reynsla af matreiðslu er kostur en áhugi á matargerð er nauðsynlegur. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á [email protected]

Starf í eldhúSi

Hollt, gott og heimilislegt

Sími 420 2500 I [email protected] skolamatur.is

Félagsmenn Eflingar, Hlífar og VSFK

Tökum vel á móti GallupÞátttakendur lenda strax í happdrættispotti

Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur

Umhverfis- og auðlindaráð-herra, Sigurður Ingi Jó-

hannsson, veitti landgræðslu-verðlaunin 2014 við hátíðlega athöfn fyrir helgi. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Með þessari viður-kenningu vill Landgræðslan vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi fjölda þjóðfélagsþegna að landgræðslumálum og jafnframt hvetja aðra til dáða.Eftirtaldir hlutu landgræðslu-verðlaunin að þessu sinni: Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti, Þor-finnur Þórarinsson, Spóastöðum og Stóru-Vogaskóli í Vogum. Verðlaunagripirnir, Fjöregg Land-græðslunnar, eru unnir af Eik-list-iðju, Miðhúsum á Fljótsdalshéraði.

Stóru-VogaskóliStóru-Vogaskóli í Vogum er vel í sveit settur til umhverfiskennslu. Við húsvegginn er fjara og tjörn sem henta vel til slíkrar fræðslu. Í nágrenni skólans er mólendi, sums staðar með jarðvegssárum sem þörf er á að græða upp. Nemendur og kennarar hafa sinnt uppgræðslu nær samfellt í þrjá áratugi. Á vorin er einum kennsludegi varið til upp-græðslunnar. Þá er grasfræi sáð,

áburði dreift og trjáplöntur gróður-settar. Áhugasamir einstaklingar hafa drifið þetta starf áfram.Stóru-Vogaskóli er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar. Umhverfisnefnd starfar við skól-ann, skipuð nemendum í 5.-10. bekk ásamt nokkrum kennurum og starfsmönnum. Í umhverfisstefnu skólans segir m.a.: ,,Við græðum upp land og ræktum skóg". „Nem-endur í 1 – 4. bekk Stóru–Voga-skóla vinna við landgræðslu einn

dag í lok skólaársins. Á sama tíma vinna 5.-7. bekkur að gróðursetn-ingu trjáplantna frá Yrkju.“Skólinn vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Rusl er flokkað, leitast er við að spara orku, bæta nýtingu matvæla og á vorin fara allir út og hreinsa rusl í þéttbýlinu í Vogum.Svava Bogadóttir, skólastjóri, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd skólans.

Stóru-Vogaskóli fékk landgræðsluverðlaun

Á myndinni eru f.v. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráð-herra, Eiríkur Jónsson, Þorfinnur Þórarinsson, Svava Bogadóttir og Sveinn

Runólfsson, landgræðslustjóri.

www.vf.is83% LESTUR

+

TIL SÖLU Veitingarstaðurinn Mamma Mía í Grindavík. Einstakt tækifæri og góðir tekjumöguleikar.

Rekstur og húsnæði til sölu. 

Frekari upplýsingar á [email protected]ðu upp makríl fram á síðustu stunduMikið er af makríl með ströndinni allt frá Garði og a.m.k. inn undir Voga. Sjá má sjóinn krauma þar sem makríllinn veður í yfirborðinu. Veiðar smá-báta á makríl voru hins vegar stöðvaðar frá og með síðasta föstudegi.Fram að því mátti sjá mikinn fjölda báta að veiðum alveg upp við landsteinana. Bátarnir komu svo fullir af fiski í land á kvöldin og makríllinn skapaði mikla vinnu í fiskvinnslunni hér suður með sjó. Þing-flokkur Samfylkingarinnar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, að endurskoða ákvörðun sína um að stöðva makríl-veiðar smábáta sem tók gildi nú í byrjun september.Leyfa á smábátasjómönnum að veiða makríl áfram. Mörg dæmi eru um að þeir hafi nýlega farið út í fjárfestingar vegna veiðanna og kemur þessi ákvörðun þeim hópi sérstaklega illa. Þá er rétt að

hafa í huga að aflaverðmæti makríls sem veiddur er á þessum tíma af smábátum er með því hæsta sem gerist. Engin rök hafa verið sett fram fyrir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun að stöðva veiðarnar, segir í ályktuninni.

Frá makrílveiðum á Stakksfirði sl. fimmtudag.

Page 5: 35 tbl 2014

ReykjavíkTangarhöfða 8Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330

AkureyriGlerárgötu 36Sími: 461 3636

Nánari upplýsingar á benni.is Bílabúð Benna í Reykjanesbæ

Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 10 til 14Verið velkomin í reynsluakstur.

Flottir bílaleigubílar komnir í sölu. Frábært tækifæri til að eignast nýlegan bíl í ábyrgð.

Fjármögnum það sem upp á vantar

Nú getur þú fengið enn meira við kaup á notuðum Chevrolet.Tryggðu þér nýlegan bílaleigubíl frá Sixt sem eru í verksmiðjuábyrgð. Í boði eru árgerðir frá 2012 og 2013 - veldu þann sem hentar þínum þörfum best.

Fáðu meiraChevrolet Spark

Verð frá: 1.390.000 kr.Bíll í verksmiðjuábyrgð

enn

Chevrolet AveoVerð frá: 1.690.000 kr.

Bíll í verksmiðjuábyrgð

Chevrolet CaptviaVerð frá: 4.390.000 kr.

Bíll í verksmiðjuábyrgð

Chevrolet CruzeVerð frá: 1.990.000 kr.

Bíll í verksmiðjuábyrgð

Page 6: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR6

-viðtal pósturu [email protected]

vf.isvf.isÚtgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected]éttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected] P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, [email protected], Eyþór Sæmundsson, [email protected]ýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected] P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, [email protected], Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, [email protected], Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: ÍslandspósturStafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.isTekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einnsólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

SÍMI 421 0000

FISKELDIStofnfiskur hf óskar eftir starfsmanni við

almenn eldisstörf í fiskeldisstöð í Höfnum.

Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki sem er í örum vexti og hefur á að skipa metnaðarfullt

og samhent starfsfólk.

Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið [email protected]

fyrir 18. september 2014.

Þeir Magnús og Jóhann hafa verið að í tónlistinni síðan

árið 1972. „Við köstuðum frá okkur rekunum og sögðum upp vinnunni. Við ætluðum að gera plötu.“ Þeir eru enn í fullu fjöri og hafa báðir lifað á tónlistinni í rúmlega 40 ár. Þeir gerðu síðast saman plötu árið 2012 en troða ennþá upp við hin ýmsu tilefni. Þeir slógu strax í gegn árið 72´ en þá var mikið að gera í að spila um allar trissur. Síðar fluttu þeir til Englands þar sem reyndu fyrir sér í tónlistinni. Allt fram til 1985 hafði Keflvíkingurinn Jóhann nóg á sinni könnu í tón-list. „Milli 1990-2000 þá var þetta orðið talsvert hark. Sem betur fer hafði ég vit á því að kaupa mér íbúð og koma undir mig fótunum þegar maður hafði sem mestar tekjur. Ég verð þó að segja það að ég myndi ekki vilja að við Maggi værum að byrja í dag. Plötusalan er alveg skelfileg. Það getur vel verið að þetta eigi eftir að jafna sig, maður veit ekkert um það, en mér finnst leiðinlegt hvern-ig þetta er orðið,“ segir Jóhann. Hann segist stundum hafa hugsað

um það að hætta en þá hafi jafn-an einhver verkefni komið inn á borð til hans. „Maður hefur ekki mikið upp úr þessu en í gegnum tíðina hefur maður lært að lifa á þessu.“

Stolinn Söknuður?Magnús hefur samið ýmis þekkt lög sem hafa lifað með landanum. Eitt að þeim er lagið Söknuður sem Hafnarmaðurinn Vilhjálmur Vil-hjálmsson gerði ódauðlegt á sínum tíma. Jóhann og fleiri telja að því lagi hafi verið stolið, en lagið You raise me up, með Josh Groban, er 97% líkt laginu hans Jóhanns. „Það er ennþá í ferli og enn vonarneisti,“ segir Jóhann en hann hefur lög-sótt norska höfundinn sem samdi lagið. Sá norski dvaldi víst hér á Ís-landi nokkrum sinnum og telur Jó-hann allar líkur á því að hann heyrt Söknuð í einni af heimsóknum sín-um hérlendis. „Þetta er erfitt mál þar sem stórir aðilar eru þarna á bakvið sem hafa réttinn.Jóhann hefur m.a. fengist við það að semja lög fyrir Umhyggju, fé-lag langveikra barna. Hann segist vera með tilbúna plötu þar sem

hann semur lög við kvæði eftir séra Friðrik Friðriksson, en hann hefur fengist við að semja lög fyrir ljóð og kvæði í gegnum tíðina.

Magnús og Jóhann halda nokkuð í ræturnar þrátt fyrir að vera búsettir utan Suðurnesjanna. Þeir spila mikið á svæðinu og troða m.a. upp í Garðinum á Tveimum vitum um helgina„Það eru sterkar þessar rætur í Keflavík. Það var gaman að alast þarna upp sem barn, mikið fjör,“ segir Jóhann sem þar fékk sitt tónlistarlega uppeldi. „Ég held að maður hefði aldrei orðið fyrir eins miklum áhrifum í tónlistinni, ef ekki hefði verið fyrir Kanaútvarpið. Maður hafði ekki efni á að kaupa sér mikið af plötum en þarna hefði hann heyrt alla flóruna. Maður var með þetta í eyrunum allan sólar-hringinn. Það var svakaleg gróska hérna sem kannski var ekki til staðar annars staðar. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því hvað margir tónlistarmenn komu frá svæðinu á ákveðnu tímabili,“ segir Jóhann.

Væri ekki til í vera að byrja í poppinu- Magnús og Jóhann með tónleika í Garðinum um helgina.

www.vf.is83% LESTUR

+

Undirritaður var víða á vappi á Ljósanótt. Smellti myndum af hundruðum, jafnvel þúsundum andlita og heilsaði upp á gamla félaga og kunningja á förnum vegi. Það eru nokkrir viðburðir sem standa upp úr á Ljósanótt. Flugeldasýning, blöðrusleppingar, árgangaganga og fjöldi stórtónleika. Sjálfum finnst mér þessir viðburðir ekki þeir sem gera Ljósanótt að þeirri hátíð sem hún er orðin. Það eru litlu hlutirnir. Júlli sonur Rúnna Júll með tónleika í stofunni hjá mömmu sinni á Skólaveginum. Bröns Keflvíkinga á Sunnubraut til þess að koma manni af stað á laugardagmorgni. Þessi sérstaka stemning sem skapast á fimmtudagskvöldum þegar nær eingöngu heimafólk er á ferð um miðbæinn okkar sem sannarlega má muna sinn fífil fegurri. Það kvöld er menning og verslun á svæðinu í algjöru hámarki. Ég get alveg viðurkennt það að mér leið eins og í „gamla daga“ þegar ég leit yfir Hafnargötuna síðasta fimmtudagskvöld. Það var eins og klukkan væri 3:00 á nóttu um helgi og nýbúið að henda öllum út af Strikinu og Kaffi Keflavík. Maður beið bara eftir því að slagsmálin hæfust. Án gríns þá var þetta virkilega skemmtileg upplifun og þörf áminn-ing til okkar um hvað gæti orðið í miðbænum.

Það er engin töfralausn á því hvernig við eigum að glæða miðbæ Reykjanesbæjar lífi. Ég tel mig þó vera með ágætis uppástungu. Það þarf einfaldlega að gera hugarfarsbreytingu hjá fólkinu. Bara það að skella sér niður í bæ og versla nokkrar flíkur og fá sér 2-3 drykki, sé í góðu lagi utan Ljósanætur. Það má alveg sko! Jafnvel þó þú sért kominn yfir þrítugt. Við þurfum líka að vera dugleg að brydda upp á nýjungum á hverri hátíð. Þá er ég ekki að tala um að afhjúpa listaverk og stæra okkur af flottum framkvæmdum í bænum. Heldur þurfum við að halda götusölu, opna heimili okkar, bjóða í bröns. Gerum þetta persónulegt. Ég er ekki með góða hugmynd alveg núna, en þær eru þarna úti. Þið eruð með þær.

Ljósanótt er orðin rótgróin og mun vafalaust lifa áratugi í við-bót, hver veit? Fjölbreytnin er gífurlega mikil á Ljósanótt, þar er eitthvað fyrir alla. Hátíðin er orðin ein af stærstu bæjarhátíðum landins og stendur nú yfir í fimm daga. Hún hefur sína sérstöðu og skapar bænum miklar tekjur og gott orðspor. Yfir hverju er ég þá að kvarta?

Það eru litlu hlutirnir sem gera Ljósanótt einstaka

-ritstjórnarbréfEyþór Sæmundsson skrifar

Page 7: 35 tbl 2014

kakónibbur 300g 1.298kr|25%|974kr

heilsu & lífsstílsdagar

Skoðaðu bæklinginn á netto.iS – fjöldi hugmynda, uppSkrifta og Spennandi tilboða

tilboðin gilda 4. - 19. sept. 2014www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

hörfræ 500g305kr|25%|229kr

kókosvatn 200 Ml269kr|25%|202kr hveitikím 500g

329kr|25%|247kr

mysuprótein iso 544g 5.419kr|25%|4.064kr

baunaprótein 340g 1.798kr|25%|1.349kr

fruit&green 283g 4.399kr|25%|3.299kr

hörf

ræol

ía 25

0Ml

798k

r|25

%|59

9kr

prófaðu kókosvatn í drykkinn til að gefa honum náttúrulegan ferskleikablæ og gera hann ríkari af steinefnum

naturata vanilluduft 529kr|25%|397kr

Isola RÍs/MöndluMJÓlK 1l539kr|25%|404kr

lífrÆNT

græn áskorun hIldaR &

sKRáðu þIg á netto.Is/gRaenasKoRun

ham

polí

a 25

0Ml

1.498

kr|2

5%|1

.124

kr

afSláttur af yfir 1.500 heilSu- og

lífSStílSvörum, þ.á.m. öllum vörum frá neðangreindum vörumerkjum:

25%

hampfræ 250g655kr|25%|491kr

túrmerik 50g549kr|25%|412kr

Page 8: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR8

-mannlíf pósturu [email protected]

Tveir lögreglumenn á Suður-nesjum munu halda ti l

Belgíu í vikunni til að taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna á Evrópuleikum Special Olympics 2014, sem þar fara fram. Ísland fékk boð um að senda lögreglu-menn í hóp lögreglumanna frá 15 öðrum Evrópulöndum sem munu hlaupa með kyndilinn, „Loga vonarinnar“ dagana 9.-13. september.Hafa þeir Guðmundur Sigurðs-son rannsóknarlögreglumaður og Gunnar Schram yfirlögregluþjónn

hjá lögreglunni á Suðurnesjum þegið það boð. Guðmundur er jafnframt formaður Nes, íþrótta-félags fatlaðra á Suðurnesjum.Þáttakendur á leikum Special Olympics eru einstaklingar með þroskahömlun, engin lágmörk þarf á leikana og allir keppa við sína jafningja. Hugmyndafræðin byggir á gildi umburðarlyndis og jafnræðis. Einnig að skapa ein-staklingum með þroskahömlun tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi þar sem virðing, vinátta og jafn-ræði ríkja og allir eru sigurvegarar.

Markmiðið er ekki að sigra and-stæðinginn heldur að taka þátt og gera sitt besta.Lögreglumenn tóku í fyrsta skipti þátt í kyndilhlaupi við setningu Íslandsleika Special Olympics í nóvember í fyrra, sem fóru fram á Suðurnesjum í nóvember í fyrra. Lögreglumenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt og var lagt upp frá lögreglustöð-inni við Hringbraut í Keflavík og hlaupið með kyndilinn inn á leik-völlinn þar sem eldur leikanna var tendraður með kyndlinum.

Hlaupa með „Loga vonarinnar“ í Belgíu

Minningarsjóður Ölla veitti á laugardaginn var, Velferðar-

sjóði Suðurnesja styrk að upp-hæð ein milljón króna. Upphæðin safnaðist að stórum hluta í áheita-söfnun fyrir sjóðinn í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið sem fram fór þann 23. ágúst síðast liðinn en 45 hlauparar hlupu fyrir sjóðinn.Markmið Minningarsjóðs Ölla er að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjár-hagsstöðu foreldra eða umsjónar-manna. Velferðarsjóður Suðurnesja mun eyrnamerkja upphæðina mál-efninu og styrkja þau börn á Suður-nesjum til íþróttaiðkunar sem á þurfa að halda.Velferðarsjóður Suðurnesja var stofn-aður haustið 2008 en tilefnið var að mæta brýnni þörf á svæðinu fyrir félagslegan stuðning til viðbótar þeim úrræðum sem hið opinbera

veitir ásamt Hjálparstarfi kirkjunnar. Þórunn Íris Þórisdóttir tók á móti styrknum fyrir hönd sjóðsins en að þessu sinni afhentu fjórar glæsi-legar íþróttastúlkur úr Reykjanesbæ styrkinn fyrir hönd minningar-sjóðsins. Þær tóku allar þátt í áheita-söfnuninni fyrir Minningarsjóð Ölla í Reykjavíkurmaraþoninu. Myndin af hópnum sem fylgir með tilkynn-ingunni er tekin við málverkið Von í kapellu Keflavíkurkirkju sem þótti vel við hæfi. Það er von þeirra sem standa að Minningarsjóði Ölla að styrkupphæðin muni nýtast börnum á svæðinu og gefa ungum hjörtum von sem og tækifæri til hreyfingar. Einnig vill sjóðurinn koma á fram-færi þökkum til allra þeirra sem hlupu og söfnuðu áheitum í Reykja-víkurmaraþoninu og til þeirra sem hétu á hlauparana.

Minningarsjóður Ölla gaf eina milljón króna til Velferðarsjóðs Suðurnesja

OPNAR ÆFINGAR hjá Karlakór Keflavíkur 15. og 18. september nk. kl. 19:30

í Karlakórshúsinu á Vesturbraut.

Spennandi verkefni framundan.

Allir söngglaðir karlar eru velkomnir.

Stjórnin

Karlakór Keflavíkur

Til leigu Fuglavík 18 í Reykjanesbæ

Upplýsingar í síma 660 6470.

Um er að ræða verslunar- og lagerhúsnæði við Fuglavík 18 í Helguvík, Reykjanesbæ. Byggingin er á einni hæð og er staðsteypt. Þrír inngangar eru inn í húsnæðið ein á framhlið með 11m2 anddyri, á bakhlið er ein gönguhurð og innkeyrsluhurð, stærð innkeyrsluhurðar er b 3,5m h 3,5m Stærð húsnæðisins er 420,4 m2 17 bílastæði fylgja með húsnæðinu Húsnæðið er óinnréttað, upphitun er gólfhiti. Allar lagnir eru til staðar ef breytta þarf innraskipulagi.

Teikningar fyrir breyttu innraskipulags er í boði ef þess þarf, skv. samkomulagi leigusala og leigutaka. Húsnæðið er laust til leigu eftir samkomulagi. Brunaviðvörunarkerfi er í húsnæðinu sem er tengt viðurkenndri vaktstöð. Verslunin Múrbúðin er starfrækt í suðurenda byggingarinnar. Húsnæðið er byggt árið 2008.

Lýsing byggingu

Um er að ræða verslunar- og lagerhúsnæði viðFuglavík 18 í Helguvík, Reykjanesbæ.

Byggingin er á einni hæð og er staðsteypt.Þrír inngangar eru inn í húsnæðið ein á framhlið með 11m2 anddyri, á bakhlið er ein gönguhurð og innkeyrsluhurð, stærð innkeyrsluhurðar er b 3,5m h 3,5mStærð húsnæðisins er 400m217 bílastæði fylgja með húsnæðinu

Húsnæðið er óinnréttað, upphitun er gólfhiti.Allar lagnir eru til staðar ef breytta þarf innraskipulagi.

Teikningar fyrir breyttu innraskipulags er í boði ef þess þarf, skv. samkomulagi leigusala og leigutaka.

Húsnæðið er laust til leigu eftir samkomulagi. Brunaviðvörunarkerfi er í húsnæðinu sem er tengt viðurkenndri vaktstöð.

Verslunin Múrbúðin er starfrækt í suðurenda byggingarinnar.

Húsnæðið er byggt árið 2007

Til leigu Fuglavík 18, Helguvík, Reykjanesbæ

Við hliðina á Múrbúðinni

FlugstöðLeifs Eiríkssonar

Fuglavík 18Helguvík

15%afsláttur*Af öllum pakkningum

* Gildir í september

Sími: 533 4455 netfang: www.netver.is

Reynir Þorsteinsson,löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.

Page 9: 35 tbl 2014

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

4-17

39

Fengum takmarkað magn af ríkulega búnum Kia cee’d Sportswagon EX með öflugri bensínvélá sérstöku tilboðsverði.

Takmarkað

magn

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

www.kia.com

Mikill bíll - frábært verð – Kia cee‘d Sportswagon

3.690.777 kr.Kia cee‘d Sportswagon EX 1,6 bensín,beinskiptur 6 gíra, 135 hestöfl.

Tilboðsverð

Aðeins 35.990 kr. á mánuði í 84 mánuði.*

* M.v. 1.600 þús. kr. útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílalán Landsbankans í 84 mánuði. 9,4% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar:11,14%.Komdu og reynsluaktu. Eigum bíla til afgreiðslu strax!

• Kastarar með beygjuskynjara• Hiti í stýri og framsætum• 525 lítra farangursrými og m.fl.

• Bluetooth• USB tengi• LED ljós• Aksturstölva• Hólf milli sæta

Dæmi um búnað:• 16” álfelgur• Loftkæling (A/C)• Cruise Control• Bakkskynjarar• Flex stýrisstilling

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Page 10: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR10

FEGURSTU GARÐAR REYKJANESBÆJARSnemma í júní óskaði Umhverfis- og skipulagssvið eftir ábendingum

frá bæjarbúum Reykjanesbæjar um góðan árangur í fegrun og hirð-ingu bæjarins. Fjölmargar ábendingar bárust sem allar voru skoðaðar. Að lokum voru eftirtaldir garðar valdir og þeim veitt viðurkenning við athöfn í Duus-húsum á dögunum.

Heimagisting Hafnargata 56Viðurkenning fyrir fallega uppgert eldra hús og snyrtilegt umhverfiEigendur: Renata El-Dursi.

Gígjuvellir 14 Fallegur garðurEigendur: Eyjólfur Garðarsson og Kristín G. Magnúsdóttir

Norðurgarður 23Fallegur FjölskyldugarðurEigendur: Sigurður G Gestsson og Ingveldur H Sigurðardóttir

Smáratún 40Skemmtilegur YndisgarðurEigendur: Áslaug Hilmarsdóttir og Trausti Björnsson

Birkiteigur 33Vel hirtur og fallegur garður Eigendur: Sveinn Brynjólfsson og Guðrún Þorsteinsdóttir

-mannlíf pósturu [email protected]

Page 11: 35 tbl 2014

www.volkswagen.is

HEKLA Reykjanesbæ · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 420 3040 · heklarnb.is

Afmælispakkaður.

Í tilefni af 40 ára afmæli VW Golf bjóðum við sérútbúna Comfortline og Highline bíla á einstöku

tilboðsverði. Komdu og tryggðu þér einn pakkaðan af afmælisdóti, tilbúinn á götuna.

Golf Comfortline 1.4 TSI sjálfskiptur 3.850.000 kr. Aukalega í afmælisútgáfu• 17" Dijon felgur með sportfjöðrun • Skyggðar rúður • Sportsæti • R-Line útlit • Xenon ljós með LED dagljósum • Panoramic sóllúgaAfmælisbíll með aukabúnaði 4.735.000 kr.

Tilboðsverð 4.120.000 kr.

Golf Highline 1.4 TSI sjálfskiptur 4.190.000 kr.

Aukalega í afmælisútgáfu• 17" Dijon felgur með sportfjöðrun • Skyggðar rúður • R-Line útlit • R-Line innrétting • Xenon ljós með LED dagljósumAfmælisbíll með aukabúnaði 4.965.000 kr.

Tilboðsverð 4.360.000 kr.

4.120.000 kr.VW Golf Comfortline 1.4 TSI

á afmælistilboði:

Þú sparar 615.000 kr.

Page 12: 35 tbl 2014

Þúsundir gesta á 15. LjósanæturhátíðinniLjósanótt fór vel fram að þessu sinni og heimsóttu mörg þúsund gestir Reykjanesbæ. Að venju var fjöl-

breytt dagskrá í boði þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Veðurguðirnir voru gestum hliðhollir að mestu en talsverð væta var á laugardeginum. Sólskin á fimmtudegi bætti það þó upp. Bæjarbúar skemmtu sér m.a. yfir dægurperlu Magga Kjartans, Skólaball, en sérstakur Stefnumótastaur var afhjúpaður fyrir framan Hljómval á Hafnargötu, en þar má hlusta á lagið góða hvenær sem er. Til þess að fá stemninguna beint í æð mælum við með Sjónvarpsþætti Víkurfrétta sem sýndur verður í kvöld kl. 21:30. Einnig má sjá hundruðir ljósmynda á vefsíðu okkar vf.is. Hér má hins vegar sjá brot af því besta frá liðinni hátíð.

Súpa

Brúðu-bíll

Karla-

kórinn

Var blöðrunum sleppt í síðasta sinn?Margir vilja planta tjám í staðinn.

Page 13: 35 tbl 2014

Ljósanótt í Reykjanesbæ er nú lokið á farsælan hátt og án

alvarlegra slysa eða óhappa. Tug-þúsundir manna sóttu hundruði viðburða og er talið að Ljósa-nóttin hafi aldrei verið stærri hvað varðar fjölda viðburða eða gesta. Því er full ástæða til að þakka öllum sem komu að undir-búningi og framkvæmd þessarar 15. Ljósanætur, sem og íbúum og gestum sem tóku virkan þátt í dagskránni.Nú munu starfsmenn og stjórn-endur Reykjanesbæjar ásamt sam-

starfsaðilum rýna bæði það sem vel var gert og það sem betur má fara. Allar ábendingar og tillögur þess efnis eru því vel þegnar.Einstaka sýningar standa áfram næstu daga og vikur og því kjörið fyrir íbúa og gesti að skoða það sem þeir komust ekki yfir að skoða um helgina. Þannig teygjum við enn meira á jákvæðri upplifun og áhrifum Ljósanætur.

Kjartan Már Kjartanssonbæjarstjóri Reykjanesbæjar

■■ Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar skrifar:

Að lokinni Ljósanótt

Júdas

Árgangaganga

Gálan í stofunni hjá mömmu

Fimmtug og flott

Bæjarstjórinn var í stuði á Ljósanótt

Page 14: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR14

„Njarðvíkurskóli er uppeldis-stöð því ef þau hafa ekki kennt við skólann þá hafa þau gengið í hann,“ segir Ásgerður Þor-geirsdóttir, skólastjóri Njarð-víkurskóla um þá skemmtilegu staðreynd að allir núverandi skólastjórar grunnskólanna í Reykjanesbæ hafa einhver tengsl við Njarðvíkurskóla. Í skólanum starfa að sögn Ásgerðar einnig mjög margir sem áður voru nem-endur þar. „Þá hlýtur þeim að hafa liðið vel í skólanum,“ segir hún og hlær. Olga Björt hitti skólastjórnendur úr Reykjanesbæ og fræðslustjóra bæjarins og gróf upp ýmsar skemmtilegar stað-reyndir.

Elsti grunnskólinn Ásgerður segir Njarðvíkurskóla einnig njóta dálítillar sérstöðu vegna þess að grenndarsamfélagið er svo nátengt skólunum. „Njarð-víkurskóli er elsti grunnskólinn í Reykjanesbæ, 72 ára gamall, og fólk hefur svo miklar taugar til skólans. Það er viss eining í skólanum sem tengist út í samfélagið.“ Í Keflavík skiptust skólarnir niður eftir deildum og tengdust nem-endur því ekki þeim í eins langan tíma í einu. „Það er enginn Kefla-víkurskóli og það getur vel verið að Keflvíkingum finnist erfitt að fara í Njarðvíkurskóla. Einhvern tímann var stungið upp á því að breyta nafni skólans en ég sagði það ekki koma til greina,“ segir Ásgerður með áherslu.

Lengsti starfsaldur fjögur árSjálf er Ásgerður með lengsta starfsaldur grunnskólastjórnenda í Reykjanesbæ, en hún stýrir skól-anum fjórða skólaárið. Einnig er hún fimmti skólastjórinn í langri sögu skólans. Mikil nýliðun og endurnýjun hefur átt sér stað í grunnskólum í Reykjanesbæ. Eð-varð Þór er á sínu fyrsta skólaári í Holtaskóla, einnig Bryndís í Myllu-bakkaskóla, Sigurbjörg hefur setið í þrjú ár í Akurskóla, Sóley í eitt ár í Heiðarskóla og Anna Sigríður einnig í Háaleitisskóla. „Stundum er verið að gantast í mér og kalla mig reynsluboltann,“ segir Ás-gerður kímin.

Konur í meirihluta Konur eru í meirihluta skólastjórn-enda og aðstoðarskólastjórnenda á Suðurnesjum. „Á sínum tíma þegar Sigríður Ingibjörnsdóttir var yfirkennari í Njarðvíkurskóla, var hún eini kvenstjórnandinn á Suðurnesjum, á seinni hluta síð-ustu aldar. Þá voru bara Holtaskóli, Njarðvíkurskóli og Myllubakka-skóli á svæðinu sem nú er Reykja-nesbær. Keflavíkurskólarnir skiptu á milli sín yngri deild og unglinga-deild. Skólunum hefur fjölgað um þrjá síðan þá. Ásgerður segir að ástæða þess að fleiri konur eru skólastjórar núna sé kannski að fleiri konur eru í kennarastéttinni. „Einnig gæti það verið vegna álags í starfinu því það hefur breyst. Í gamla daga sátu skólastjórar í marga áratugi en ég held að fólk sjái sig ekki svo lengi í svona starfi í dag.“

Voru einfaldlega hæfastarGylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, er sonur fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla, Gylfa Guðmundssonar. Gylfi Jón tók hluta af starfsnámi í skólanum og kenndi þar í forföllum. „Sem sonur fyrrum skólastjóra verð ég að segja að það er áratuga hefð fyrir því að stjórnendur í Njarðvík sáu kröftugir. Það væri skemmtilegra ef þetta væri öðruvísi en þessar kon-ur sem eru stjórnendur núna voru einfaldlega hæfastar umsækjenda þegar störfin voru auglýst. Það er reyndar skemmtileg tilviljum hversu vel þær þekkjast allar, eru í sömu saumaklúbbum, vinahópum og slíku.“

„Þær þola ekki bið“Gylfi Jón segir að samkvæmt Skólavoginni séu kennarar í Reykjanesbæ mjög ánægðir með sína stjórnendur og ánægðari með sína stjórnendur en gengur og ger-ist annars staðar. „Þeir upplifa sig einnig fá meiri stuðning frá sínum stjórnendum. Ég hef það bara eftir ráðningaskrifstofunni, sem kom að ráðningu skólastjórnendanna, að skólastjórnendahópurinn í Reykja-nesbæ sé með þeim sterkari á land-inu.“ Það að konur eru í meirihuta segir Gylfi að endurspegli á ein-hvern hátt kynjahlutfallið í stétt-inni en svo séu konur bara reiðu-búnari að axla þessa ábyrgð. „Þetta eru flottar konur sem þora að stíga fram og koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Það eiga þær allar sameiginlegt að vera kappsamar og þær þola ekki bið. Það er ýtt við

mér að svara erindum ef það eru liðnir klukkutímar eftir að bréfið var sent. Ég er bara umkringdur konum sem segja mér til. Það er ekki bara heima hjá mér,“ segir Gylfi Jón og hlær.

Heimaræktaðir skólastjórnendurAf hópnum sem blaðamaður Vík-urfrétta hitti á Kaffitári nýverið hefur enginn utanaðkomandi verið ráðinn sem skólastjóri. Öll eru þau heimaræktaðir skólastjórnendur sem búa flest í hverfum skólanna sem þau stjórna og eiga öll eða hafa átt börn í grunnskólunum. Þá hafa þau öll tekið skref upp metorða-stigann, verið t.d. deildarstjórar og/eða aðstoðarskólastjórar áður. „Ástríðan kemur vegna þess að við erum skólafólk í heimabyggð

og höfum séð og upplifað ýmsar breytingar,“ segir Ásgerður. Gylfi Jón bætir inn í umræðuna að fyrsta embættisverk sitt sem fræðslustjóri hafi verið að skrifa undir þegar Ás-gerður varð skólastjóri.

Eins og aðgangsharður bekkurSkólastjórarnir eru sammála um að þau stefni öll að sameiginlegu markmiði, sem er fyrst og fremst velferð og fræðsla til barnanna. Sem hópur standa þau þétt saman og þekkjast vel. „Ég er hringjandi í ykkur öll og fæ mikinn stuðning í mínum fyrstu skrefum sem skóla-stjóri,“ segir Bryndís. Sóley Halla segir að sambandið sé mjög gott á milli allra í hópnum og Bryn-dís bætir við að mjög erfitt sé fyrir Gylfa Jón að halda skólastjórnar-fundi. „Hann þarf að sýna ákveðni.

■■ Hafa öll gengið í eða kennt við skólann:

NJARÐVÍKURSKÓLI UPPELDISSTÖÐ SKÓLASTJÓRNENDA

-viðtal pósturu [email protected]

Ég heyrði aftur og aftur nöfn sömu kennara. Fólk sem bjargaði mannslífum og framtíð fólks

Bryndís, Anna Sigríður, Gylfi Jón, Ásgerður, Sóley Halla, Sigurbjörg og Eðvarð Þór.

Page 15: 35 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. september 2014 15Við erum dálítið eins og aðgangs-harður bekkur.“ Gylfi Jón svarar um hæl: „Mér fellur vel að vera umkringdur fólki sem þolir ekki að bíða.“ Anna Sigríður bætir þá við að öll hafi þau miklar skoðanir á skólamálum og Sigurbjörg segir hlæjandi að lítið annað en skólamál séu rædd í hópum sem hún tengist, hvort sem það er saumaklúbbur eða gönguhópur. Til gamans má geta að Anna Sigríður er fyrsti ófríski starfandi skólastjóri Reykja-nesbæ, en hún er komin fimm mánuði á leið.

Horfa reglulega inn á við Dálítil umræða verður í kjölfarið um störf skólastjórnenda og kenn-ara. Gylfi Jón segir að skólastjórn-andi þurfi í senn að vera með bein í nefinu en samt mjúkur sáttasemj-ari. Hann rifjar upp endurfund með fyrrum nemendum sem haft höfðu samband við þrjá af sínum uppáhaldskennurum og sögðu við þá að þeir hefðu alltaf gefið sér tíma til að tala við þau. „Kjarninn í kennslu er þessi. Að kenna og gefa þessa nærveru,“ segir Gylfi Jón. Ásgerður bætir við að kennsla sé ástríðustarf. „Það þarf reglulega að horfa inn á við og spyrja sig af hverju maður er í þessu starfi. Það þarf að leggja meira en 100% á sig,

þá næst árangur. Ef þessi ástríða er ekki til staðar þá þarf að finna annan vettvang,“ segir hún. Sóley Halla bætir við að hún skilji ekki hvers vegna fólk er í þessu starfi ef ástríðan er ekki til staðar. Ekki séu það launin sem sóst er eftir.

Kennarar bjarga framtíð margraGylfi Jón segir að svo séu sumir kennarar þannig að þegar sett eru til þeirra börn með gífurleg vanda-mál, þá er eins og að vandamálin hverfi. „Það virðist ekkert að þeim

á meðan þau eru hjá slíkum kenn-ara. Síðan verður að skipta út kenn-urum og vandamálin blossa upp aftur. í Danmörku eru þessi börn kölluð fíflabörnin [út frá blóminu fífli]. Börn sem ná sér á strik þrátt fyrir herfilegar uppeldisaðstæður. „Ég á nokkra svona fífla hérna á Suðunesjum sem hafa klárað nám vegna þess að það voru kennarar sem höfðu trú á þeim. Ég heyrði aftur og aftur nöfn sömu kenn-ara. Fólk sem bjargaði mannslífum og framtíð fólks,“ segir Gylfi Jón. Ásgerður bætir við: „Það er þessi trú sem skiptir máli. Að hafa trú á sjálfum sér og börnunum.“ Hópur-inn tekur undir það.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla. Gekk í Njarðvíkurskóla.

Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla. Hefur einungis kennt við Njarð-víkurskóla frá því hún útskrifað-ist fyrir 31 ári.

Bryndís B. Guðmundsdóttir, skólastjóri Myllubakkaskóla. Um tíma í starfsnámi við Njarð-víkurskóla.

Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri Holtaskóla. Gekk og kenndi við Njarðvíkurskóla.

Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Um tíma í starfsnámi og for-fallakennslu við Njarðvíkur-skóla.

Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla. Kenndi og gekk í Njarðvíkurskóla.

Sóley Halla Þórhallsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla. Kenndi um tíma í Njarðvíkurskóla.

Það er reyndar skemmti-leg tilviljum hversu vel þær þekkjast allar, eru í sömu saumaklúbbum, vinahópum og slíku

www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

143

04

5

Láttu Rekstrarlandlétta þér lífiðAðili að rammasamningum við ríki og Reykjavíkurborg

Við bjóðum mikið úrval hreinsiefna og hreinlætisvara fyrir stofnanir og almenn fyrirtæki. Sérsniðnar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins hvort sem um er að ræða létt þrif eða sérþrif. Mikið úrval af moppum, klútum, ræstivögnum, hreinlætispappír og almennum ræstingaáhöldum.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúum Olís um land allt.

Ásgerður, Sigurbjörg og Sóley Halla eru í vinkonu-gönguhópi sem spjallar oftast um skólamál.

Bryndís og Sigurbjörg eru í sama saumaklúbbi.

Page 16: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR16

Ljósmyndasýningin „Ljós-myndarinn Jón Tómasson, -

aldarminning“ var sú sýning sem vakti hvað mesta athygli á Ljósa-nótt en hún var opnuð á fimmtu-dag í bíósal Duus-húsa. Þar gefur að líta úrval mannlífsmynda úr Keflavík á árunum 1940-1960 sem Jón tók en á þessum árum var hann nokkurs konar hirðljós-myndari bæjarins þó svo hann væri áhugaljósmyndari og sem símstöðvarstjóri á sama tíma. Myndir Jóns eru mjög skemmti-legar og ljóst var á viðbrögðum gesta að sýningin vakti gríðarlega lukku. Jón var ritstjóri FAXA, blaðs samnefnds málfundafélags í mörg ár. Hann ritaði margar áhugaverðar greinar í blaðið og var úrval nokk-

ura þeirra settar í sérútgáfu af Faxa sem dreift var á sýningunni.Margrét Jónsdóttir, ein af börnum Jóns segir að fjölskyldan hafi fengið lánaða tugi kassa með filmum sem Jón hafði gefið Byggðasafninu. Um var að ræða um átta þúsund myndir á nokkur hundruð filmum en myndirnar tók Jón á árunum 1940-1960 af mannlífi og atvinnu-lífi Keflavíkur og nágrennis á þeim tíma. Afkomendur Jóns fóru í gegnum allt safnið og voru skann-aðar um 700 myndir sem nú eru aðgengilegar almenningi. Hluti þeirra er á sýningunni, bæði uppi á vegg og eins í stafrænu formi sem hægt er að skoða í tölvu. Þar er meira að segja hægt að bæta við upplýsingum við myndirnar.

-mannlíf pósturu [email protected]

Guðlaugur Tómassson, eitt tveggja systkina Jóns á lífi er hér með dætrum sínum og frændfólki, f.v. Kristínu og Álfhildi og hjónunum Jórunni Tómas-

dóttur og Skúli Thoroddsen.

Hæg er að skoða fleiri myndir í stafrænu formi á skjá og í tölvum á sýningunni.

Afkomendur Jóns Tómassonar sem komu að vinnslu ljósmyndasýningar-innar voru við formlega opnun hennar. Bjarni Jónsson er hér í ræðupúlti.

Ljósmyndirnar vöktu mikla athygli.

Nokkrar stórmerkilegar blaðagreinar voru brotnar upp í afmælisútgáfu af Faxa og dreift á sýningunni. Til hliðar við dömurnar má sjá eina af merki-

legustu ljósmyndum Jóns af olíuskipinu Clam, sem strandaði við Reykjanes.

Skráning er hafin á ný námskeið hjá Gargandi snilldByrjum miðvikudaginn 17. september

Byrjendur-framhald-unglingar

Leikur, söngur glens og gleðiKennt verður á miðvikudögum, klukkutíma í senn í 8 vikur

Takmarkaður fjöldi í hvern hóp

Allar nánari upplýsingar í síma 869 1006 - Guðný Kristjánsdóttir

Skráning á www.gargandisnilld.is

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

■■ Ljósmyndasýning Jóns Tómassonar opnuð á Ljósanótt 2014 í bíósal Duus-húsa:

Stórmerkilegt mynda-safn úr sögu Keflavíkur 1940-1960

JÓN TÓMASSONvar l engs t a f s t ö ð v a r s t j ó r i Pósts og Síma í Keflavík en hann gegndi því starfi frá 1940 til 1977 en þá stofnaði hann umboðs-skrifstofu Jóns Tómassonar í Keflavík og rak hana í áratug. Þá flutti hann til Reykjavíkur.Jón stóð að stofnun nokkurra fyrirtækja á hans tíma í Keflavík og var m.a. í hreppsnefnd og síðan í fyrstu bæjarstjórn Keflavíkur 1946-1954. Hann sat í nokkrum nefndum á þeim tíma. Hann stóð eða tók þátt í stofnun nokkurra félaga í bænum, m.a. Karlakórs Keflavíkur, Tónlistarfélags Kefla-víkur og Björgunarsveitarinnar Stakks. Hann var endurskoðandi Kaupfélags Suðurnesja í fjóra ára-tugi og ritari Krabbameinsfélags Suðurnesja í aldarfjórðung og tveimur árum skemur í Skátafé-laginu Heiðarbúum. Jóni voru veittar ýmsar viður-kenningar fyrir fjölbreytt störf sín. Hann fékk m.a.a Riddara-kross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1990.

Page 17: 35 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. september 2014 17

-mannlíf pósturu [email protected]

Fjöldi fólks tók þátt í opnun Fjölskylduseturs Reykjanes-

bæjar um helgina, en það var formlega opnað sl. föstudag. Í setrinu eru eru fjórir þættir sem skipa stærstan sess í starfsmei þess; almenn foreldrafræðsla, sér-tæk námskeið, forvarnarmál og rannsóknir. Árni Sigfússon fráfarandi bæjar-stjóri kynnti hugmyndafræði verkefnisins og tilurð þess. Að því loknu opnaði Anna Lóa Ólafs-dóttir forseti bæjarstjórnar setrið formlega og ræddi um mikilvægi þess að samfélagið stæði saman í málefnum fjölskyldunnar og að Fjölskyldusetur væri góð viðbót við þau úrræði sem þegar standa fjölskyldum til boða í bæjarfélag-inu. Anna Lóa Ólafsdóttir forseti

bæjarstjórnar afhenti einnig Krist-ínu Lind Steingrímsdóttur mark-aðsstjóra IKEA þakklætisvott fyrir rausnarlegan stuðning við verk-efnið, en fyrirtækið sá um að inn-rétta húsið.Á laugardaginn var síðan opnunar-hátíð í Fjölskyldusetrinu þar sem leikskólabörn í Reykjanesbæ voru sérstakir boðsgestir. Fjöldi fólks heimsótti setrið á opnuninni og lét vel af nýju hlutverki húsnæðisins að Skólavegi 1. Unga fólkið var ekki síður ánægt með daginn en sérstök barnadagskrá var fyrir yngstu kyn-slóðina.Að sögn Sigurðar Þorsteins-sonar, yfirsálfræðings á fræðslu-sviði Reykjanesbæjar, og Maríu Gunnardóttur, forstöðumanns barnaverndar Reykjanesbæjar, er

hið sögufræga hús á Skólaveginum, tilvalið fyrir starfssemi að þessu tagi. Þar hafi alla tíð verið innan-hús fræðsla af einhverju tagi. „Með fjölskyldusetrinu erum við að sam-eina allt það góða sem er í boði í Reykjanesbæ. Þetta er fyrsta fræða-setur fyrir fjölskyldur á landinu og við erum ægilega stolt af því að þetta skuli vera hér í Reykja-nesbæ,“ segir María. „Við fæðumst ekki sem fullkomnir foreldrar. Við þurfum fræðslu og þess vegna er svo mikilvægt að samfélagið vilji þiggja þessa þjónustu.Sigurður segir að foreldrafræðsla byggist á því að gera foreldra betri í sínu hlutverki og styrkja þá. Að fólk sé öruggt og líði vel með það sem að er að gera. Notagildi hússins á að vera margþætt að sögn Sigurðar

„Við erum að bjóða húsnæðið til annara stofnanna og félaga líka. Við viljum búa til sterka heild fyrir fjölskyldurnar hérna í bænum. Við viljum að allri þeir sem hafa eitt-hvað fram að færa hafi aðstöðu til þess að koma því áleiðis.

Fyrsta fjölskyldusetur á landinu-gamla barnaskólahúsið í Keflavík fær nýtt hlutverk

Við fæðumst ekki sem full-komnir for-eldrar

Sigurður Þorsteinsson yfirsálfræðingur á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Anna Hulda Einarsdóttir starfsmaður á Fjölskyldusetrinu og María Gunnar-

dóttir, forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar.

Fjölmenni var við vígslu fjölskyldusetursins. Bæjarstjórinn og frú voru þar á meðal.

Grunar að myglu-sveppur herji á

HæfingarstöðinaXuGrunur er um að myglu-

sveppur herji á húsnæði Hæf-ingarstöðvarinnar við Hafnar-götu í Keflavík. Ráðist var í yfirgripsmiklar framkvæmdir síðasta sumar og haust til að útrýma honum, en svo virðist sem það hafi ekki tekist. Í ljósi eðlis starfsemi Hæfingar-stöðvarinnar er mikilvægt að brugðist sé fljótt við og not-endur og starfsmenn látnir njóta vafans. Málið var tekið fyrir á fundi fjölskyldu- og fé-lagsmálaráðs Reykjanesbæjar [FFR] í gær. Þar kom fram að framkvæmdastjóri FFR hafi þegar gert öllum sem málinu tengjast grein fyrir stöðunni. Fjölskyldu- og félagsmálaráð telur mikilvægt að strax verði settur á laggirnar starfshópur um lausn á húsnæðismálum Hæfingarstöðvarinnar.

Vilja bogfimiað-stöðu í VogumXuBæjarráð Sveitarfélagsins

Voga hefur tekið fyrir bréf þeirra Sigurbjargar Erlu og Guðbjargar Viðju Péturs-dætra. Þar leggja þær fram beiðni um aðstöðu til iðkunar bogfimi í sveitarfélaginu.Bæjarráð beinir erindinu til Frí-stunda- og menningarnefndar með ósk um að málið verði tekið til skoðunar.

Langbest undir eitt þak

XuVeitingastaðurinn Langbest á Hafnargötu hefur verið starf-ræktur í tæp 30 ár. Þrír eigendur hafa komið að rekstri á þessu tímabili og ávallt gengið vel. Árið 2000 tók staðurinn miklum breytingum eftir stórbruna sem varð þann 17. júní það ár. Allt húsnæðið var endurnýjað og öll afkastageta aukin til muna. Við-skiptavinum fjölgaði töluvert og staðurinn náði að festa sig í sessi hjá íbúum Reykjanesbæjar.Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að árið 2008 opnaði nýr og stærri veitingastaður Lang-best á Ásbrú. Öll aðstaða þar var til fyrirmyndar og staðurinn gat þjónað mun fleiri viðskipta-vinum en á Hafnargötu. Báðir staðir Langbest hafa verið opnir frá árinu 2008 en langflestir viðskiptavina sækja staðinn á Ásbrú. Því tilkynnist það hér með að Langbest hefur flutt starfsemi sína frá Hafnargötu og sameinað allan rekstur undir einu þaki á Langbest Ásbrú.Eigendur og starfsfólk Langbest eru þakklát öllum þeim tryggu viðskiptavinum sem sóttu stað-inn á Hafnargötu síðastliðin 17 ár. Hlökkum til að taka vel á móti ykkur á Ásbrú, segir í til-kynningunni.

ÍSLENSKA

/SIA

.IS

/LY

F 7

0355

08/

14

www.lyfja.is

Fyrirþigí Lyfju

www.lyfja.is

Fyrirþigí Lyfju

www.lyfja.is

Lægra verð í LyfjuNicorette

Fruitmint, forðaplástrar og innsogslyf. Allar pakkningar og styrkleikar.

20%afslátturGildir út september.

- Lifi› heil

Page 18: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR18

STÖRF HJÁ ÍAV Í REYKJANESBÆ

ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is

Vegna aukinna verkefna óskar ÍAV eftir að ráða í eftirtalin störf á verkstæði félagsins í Reykjanesbæ.

Bifvélavirki / vélvirkiMikilvægt er að viðkomandi hafi réttindi og reynslu af viðgerðum á stórum vinnuvélum. Nánari upplýsingar

veitir Þórmar Viggósson í s. 660-6225.

JárniðnaðarmaðurMikilvægt er að viðkomandi hafi réttindi og reynslu af járnsmíðavinnu. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Hauksson í s. 660-8134.

Iðnnemar Einnig er óskað eftir umsóknum frá iðnnemum sem vilja komast á samning.

Umsóknir má finna á heimasíðu ÍAV, www.iav.is.

OHSAS18001OccupationalHealth and SafetyManagement

OHS 606809

ISO9001QualityManagement

FM 512106

Við breytum vilja í verk

ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakaf-yrirtæki landsins sem byggir á áratuga reynslu í mannvirkjagerð.

Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mann-virkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnu-framkvæmdir bæði hérlendis og erlendis.

Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga, með góða hæfni í mannlegum samskiptum.

Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir.

ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun.

Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson, einn af „sonum“

Keflavíkur, kveikti á Stefnumó-tastaurnum á horni Hafnar-götu og Tjarnargötu í Keflavík síðdegis á föstudag á Ljósanótt. Hugmyndin að staurnum á rætur að rekja til lags Magnúsar Kjart-anssonar, Skólaball, sem hljóm-sveitin Brimkló flutti svo eftir-minnilega á sínum tíma. Björgvin Halldórsson söng lagið og segir það eitt af vinsælustu lögum sem hann hafi sungið í gegnum tíðina.Við þetta skemmtilega tilefni tók Sönghópur Suðurnesja, sem Magnús stýrir, lagið og að lokum var það Björgvin Halldórsson sjálfur sem söng Skólaball með Magnúsi og Finnboga Kjartans-

syni. Fjölmenni var við athöfnina og stemmningin frábær.Tréstaur frá þessum tíma stendur nú á þessu þekkta götuhorni við Tjarnargötu og Hafnargötu og á ör-ugglega eftir að draga að sér margt fólk. Á honum er platti þar sem lesa má um tilurð lagsins og einnig texti þess. Svo er hnappur sem kveikir á bút úr laginu sem hljómar úr há-talara á straurnum.Sagan segir að Magnús og vinur hans hafi verið skotnir í sömu stelpunni á skólaárum sínum eins og gengur og gerist. Á skólaballi sá Magnús á eftir vininum og stúlk-unni læðast í burtu en sjálfur gekk hann særður út í nóttina. Hann kom sér síðan fyrir í skoti nálægt heimili hennar og beið átekta.

Stúlkan birtist loks en var snökt-andi og hallaði sér upp að ljósa-staurnum umrædda. Magnús tók þá á sig rögg, fór til stúlkunnar og huggaði og til að gera langa sögu stutta þá eru þau Magnús hjón enn þann dag í dag.Aðspurður segist Magnús hafa gaman af uppátækinu og hann vonist jafnvel til að þetta verði staður þar sem fólk fari á skeljarnar og beri upp bónorðið.Ljósanótt hefur gjarnan verið hvati fyrir íbúa og sveitarfélagið til að hrinda í framkvæmd skemmti-legum hugmyndum eða verkefnum sem eru til hagsbóta fyrir bæinn eða jafnvel krydda bara upp á til-veruna.

MAGNÚS OG BÓ TÓKU LAGIÐ VIÐ STEFNUMÓTASTAURINN

-mannlíf pósturu [email protected]

Magnús ýtir á hnappinn og lagbútur úr Skólaballi fór í gang við fögnuð viðstaddra.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra úr Keflavík var fyrsta konan til að hitta Magga við nýja staurinn.

Fjölmenni var við vígslu staursins.

Eldur í bíl á Miðnesheiði

XuEldur kom upp í bíl á veg-inum milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Sandgerðis á ellefta tímanum. Fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja voru á staðnum ásamt lögreglu sem lokaði veginum tímabundið. Bíl-stjórinn var einn í bílnum þegar hann drap skyndilega á sér og vart var við reyk. Bílstjórinn fór þá út úr bílnum og opnaði vélar-hlífina. Þá var eldur kominn upp undir mælaborðinu sem breidd-ist ekki mikið út vegna þess að bílhurðir og gluggar voru lokuð. Bíllinn er talsvert skemmdur eins og meðfylgjandi myndir sýnir.

Page 19: 35 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. september 2014 19

HÚSIÐ OPNAR KL. 19:00.

SMÁRÉTTIR FRÁ GUNNA PALLA

BOÐIÐ UPP Á GEYSIGÓÐAN FORDRYKK

GLÆSILEGT HAPPDRÆTTI

DAGSKRÁIN HEFST KL. 20:00.

VEISLUSTJÓRI: ANNA LÓA

RÆÐUMAÐUR KVÖLDSINS:RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR

HELGA BRAGA MEÐ UPPISTAND

VIGNIR OG JÓGVAN SPILA

KVENNAKVÖLD GS FÖSTUDAGINN 26. SEPTEMBER 2014

Í GOLFSKÁLANUM Í LEIRU KL. 19:00 - 01:00.

MIÐAVERÐ KR. 4.500.MIÐASALA FER FRAM Á TANNLÆKNASTOFU KRISTÍNAR

HAFNARGÖTU 45 KEFLAVÍK

Elísabet Vigfúsdóttir,Vignir Guðmundsson,                                  Jadvyga Usvaltiene,Ásthildur Guðmundsdóttir,                       Hafsteinn Benediktsson,Ingvar Guðmundsson,                                  Sólveig Þorsteinsdóttir,Helga Guðmundsdóttir,barnabörn og barnabarnabarn.

Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa

Guðmundur Jóhannsson,Vallarbraut 6, Reykjanesbæ.

Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og heimahjúkrun, fyrir alúð og umhyggju.

Guðrún Sonja Hreinsdóttir,Jóhanna Andrea Markúsdóttir,Guðmundur Hreinn Markússon,Valur Ingi Markússon,Þorvaldur Markússon,Jóhanna Andrea Markúsdóttir,   Valur Kristinsson,Þórunn Ólöf Valsdóttir,Kristinn Ingi Valsson,Daníel Þór Valsson,Markús Hreinn Jóhönnuson.

Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og afi,

Markús Karl Valsson,Heiðartúni 4 Garði,

lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 1. september.Útförin fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn 16. september.

Jensía Michala Leo,Gilbert Leo Þórisson, Sjöfn Anna Halldórsdóttir,Steinunn J. Leo Þórisdóttir, Jóhann Sigurðsson,barnabörn.

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Þórir Magnússon,Ásabraut 3, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnum Suðurnesja þriðjudaginn 2. september.

Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. september kl. 13:00.

Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks sjúkrahússins í Keflavík.

Garðskagaviti fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir.

Vitinn var formlega vígður þann 10. september lýðveldisárið 1944 en hann var byggður á þremur mánuðum af 10-15 manna vinnu-flokki, undir stjórn Sigurðar Pét-urssonar frá Sauðárkróki.Hinn reisulegi Garðskagaviti, sem hannaður er af Axel Sveins-syni verkfræðingi, kom í stað eldri Garðskagavita sem þótti of lágur og einnig í hættu vegna landbrots. Hinn sívali kóníski steinsteyputurn er 28,6 m að hæð með ljóshúsi sem er ensk smíð. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en var kústaður með hvítu viðgerðar- og þéttiefni árið 1986.Í fyrstu voru notuð ljóstækin úr eldri Garðskagavitanum en árið 1946 var vitinn rafvæddur. Árið 1960 var skipt um linsu og í stað linsunnar frá 1897 var sett fjórföld snúiningslinsa.

Garðskagi var einn þeirra vitastaða þar sem vitavörður hafði fasta bú-setu og stóð svo fram til 1979. Vita-varðarhús stendur enn en það var byggt árið 1933 eftir teikningum Einars Erlendssonar arkitekts.Garðskagaviti var vígður sunnu-daginn 10. september 1944, með mikilli viðhöfn. Fór vígslan fram með útiguðsþjónustu. Séra Eiríkur Brynjólfsson, sóknarprestur pre-dikaði, kirkjukórar Útskála- og Keflavíkursókna sungu, en Emil Jónsson, vitamálastjóri flutti vígslu-ræðuna. þakkaði hann sóknar-prestinum, séra Eiríki Brynjólfs-syni á Útskálum, sem hafði undir-búið hátíðarhaldið, en það væri í fyrsta sinn sem tekið væri á móti nýjum vita í héraði af slíkum myndarskap, segir í samantekt á vef Sveitarfélagsins Garðs.„Minnir það mig á,“ sagði Emil í ræðu sinni, „að fyrstu sagnir um leiðarljós fyrir sjómenn á Íslandi,

eru tengdar við kirkjuna. Mér hefir verið á það bent, að verið hafi hér til forna, um 1200 og jafnvel fyrr ákvæði um að ljós skyldi loga í ákveðnum kirkjum, allar nætur til-tekin tímabil. Þegar þessi ákvæði voru rannsökuð nánar kom í ljós, að flestar þær kirkjur, sem hér var um að ræða, voru nálægt sjó, og á þeim stöðum þar sem ætla má að sjófarendur hafi getað notið þeirra.“Á fundi ferða-, safna- og menning-arnefndar Sveitarfélagsins Garðs í júlí lagði Guðmundur Magnús-son fram nokkrar hugmyndir um menningartengda viðburði í Garði og m.a. að haldið verði viðburður í tilefni af 70 ára afmæli Garðskaga-vita. Sunnudaginn 14. september verður sérstök afmælishátíð í Garði þar sem tímamótanna verður minnst með formlegum hætti.

-fréttir pósturu [email protected]

Garðskagaviti fagnar 70 ára afmæli–afmælishátíð í Garði 14. september nk.

Garðskagaviti er 28,6 m að hæð með ljóshúsi.

Vitinn er 70 ára um þessar mundir.

-aðsent pósturu [email protected]

Hvernig ætli sam-félag okkar hér á Suðurnesjum komi til með að líta út árið 2034? Eftir tutt-ugu ár. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Við-fangsefnin virðast fjölþætt og flókin og

erfitt fyrir einstakling, einn hóp og jafnvel okkur öll sem myndum þetta litla samfélag að ná greinargóðri sýn á málið. Stóra spurningin er þó í raun sú hvort við viljum sem heild takast á við viðfangsefnið og leggja línur um það hvernig við viljum að sam-félagið hér suður með sjó verði 2034. Hvað þarf til að framtíðin verði skýr? Svarið liggur í vilja okkar til sam-starfs.

Að brúa bilVið höfum treyst um of á stjórnmálin sem hreyfiafl framfara. Stuðningur atvinnulífs, vísindasamfélags og stjórnsýslu er vannýttur þegar setja skal samfélagi markmið sem standa eiga ofar þröngum sérhagsmunum. Breiður samráðsvettvangur ólíkra aðila sem mætast á jafnréttisgrund-velli og vinna samkvæmt ákveðinni forskrift myndi lyfta slíkri vinnu upp fyrir þröng skammtímasjónarmið. Þverpólitísk og þverfagleg nálgun er líkleg til að stuðla að heildstæðri og

uppbyggilegri umræðu sem stuðlað getur að aukinni hagsæld íbúa, stöðugleika og trúverðugleika okkar Suðurnesjamanna. Ég tel að það væri okkur gagnlegt ef við settum okkur það sameiginlega markmið að skilgreina hvernig við viljum að samfélagið okkar hér á Suðurnesjum skuli líta út árið 2034.

Vernd gegn pólitískum áhrifumEðli stjórnmála er því miður oft þannig háttað að hagsmunagæsla til skamms tíma ræður of oft för. Sveitarfélag er hins vegar samfélag sem er mun stærra í eðli sínu, saman-stendur af öllum sem þar búa og öllu sem þar gerist. Traust var lykilorð eftir hrun og þjóðin þráði að hægt væri að endurvekja þetta mikilvæga gildi. Traust er ekki byggt upp með sérhagsmunagæslu. Allir þeir sem hafa áhrif á ímynd samfélagsins bera ábyrgð á því og hvaða augum gestir sjá okkur. Í sumum löndum hafa t.d. verið sett lög sem vernda stjórnsýslu fyrir áhrifum pólitískra sérhags-muna. Ástæðan er sú að það er of nærtæk freisting fyrir marga að beita óæskilegum áhrifum á starfsmenn og millistjórnendur til að ná ákveðnum skammtímamarkmiðum, en slíkt dregur að sjálfsögðu úr trúverðug-leika stjórnsýslunnar. Starfsfólk stjórnsýslunnar er oft sett í óþægi-

lega stöðu þegar stjórnmálamenn fara fram á þátttöku í verkefnum eða vinnu við tiltekin markmið sem ekki tilheyra vinnuréttarsambandi starfs-fólksins og vinnuveitanda. Stjórn-sýsla hvers samfélags þarf að gæta að reisn sinni og kannski þarf hún frek-ari vernd gegn pólitískum þrýstingi.

Vettvangur um sameiginlega framtíðarsýnHagvöxtur er grundvöllur góðra lífs-kjara. Þrátt fyrir að endanleg mark-mið séu jafnframt önnur og fleiri, t.a.m. um hærra menntunarstig, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt vel-ferðarkerfi og skilvirkt húsnæðiskerfi þá myndar hagvöxtur mikilvægan grunn til að tryggja þá þætti. Sam-ráðsvettvangur um aukna hagsæld á Suðurnesjum er eftirsóknarvert við-fangsefni. Þar gerðu íbúar tillögur um sameiginlega framtíðarsýn varð-andi t.d. sameiningu sveitarfélaga, opinbera þjónustu, almennt þjón-ustustig við íbúa, skipulagsmál, auð-lindir svæðisins og umhverfismál, atvinnuuppbyggingu, alþjóðaflug-völlinn, ferðaþjónustuna, sjávarút-veginn, menntamál, velferðarmál og fjármál. Fyrirmyndir eru víða til og samanburður við það besta sjálfsagt einnig.

Skúli SkúlasonFormaður Kaupfélags Suðurnesja

■■ Skúli Skúlason Formaður Kaupfélags Suðurnesja skrifar:

Vangaveltur um nýjar leiðir

Page 20: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR20

Sýslumaðurinn í KeflavíkVatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOРEinnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Bjarkartún 5 fnr. 229-1733, Garður, þingl. eig. Kristrún Birgitta Hreins-dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 08:45. Brekkustígur 6 fnr. 209-4677, Sand-gerði, þingl. eig. Ármann Helgason, gerðarbeiðendur Gildi - lífeyrissjóður og Sandgerðisbær, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 09:25. Heiðarholt 13 fnr. 229-1744, Garður, þingl. eig. Gunnar Traustason og Guðný Margrét Guðnadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 08:55. Holtsgata 1 fnr. 209-3605, Njarðvík, þingl. eig. Jóhannes Helgi Einarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 11:05. Holtsgata 44, fnr. 209-4899, Sand-gerði, þingl. eig. Stefán Jóhann Heið-arsson og Soffía Jóhannsdóttir Hauth, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær, Sjó-vá-Almennar tryggingar hf og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 10:35. Lækjamót 2 fnr. 229-0169, Sandgerði, þingl. eig. Kjartan Jónsson, gerðarbeið-endur Landsbankinn hf., Sandgerðis-bær og Tryggingamiðstöðin hf, þriðju-daginn 16. september 2014 kl. 09:45. Lækjamót 67 fnr. 229-0724, Sand-gerði, þingl. eig. Guðbjörg Sigríður Óskarsdóttir og Hans Ómar Borgar-sson, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 09:55. Lækjamót 97 fnr. 230-9027, Sand-gerði, þingl. eig. Lilja Dögg Karls-dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 10:05. Nátthagi 15 fnr. 227-0580, Sandgerði, þingl. eig. Nátthagi 15 ehf., gerðarbeið-andi Steinþór Jónsson, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 09:10. Norðurgata 11A fnr. 209-4921, Sand-gerði, þingl. eig. N.G. matvæli ehf, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 09:35. Steinás 31 fnr. 227-4310, Njarðvík þingl. eig. Elísabet Gallagher og Trausti Már Traustason, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Sýslumaðurinn í Keflavík, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 10:55. Suðurgata 9 fnr. 209-5070, Sandgerði, þingl. eig. Jóhann Pétur Leifsson og Ingibjörg Oddný Karlsdóttir, gerðar-beiðendur Íbúðalánasjóður, Íslands-banki hf, Nova ehf og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 10:25. Túngata 1 fnr. 209-5150, Sandgerði , þingl. eig. Helgi Karl Hafdal, gerðar-

beiðandi Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 10:15. 

Sýslumaðurinn í Keflavík,9. september 2014.

Ásgeir Eikríksson, sýslumannsfulltrúi.

Sýslumaðurinn í KeflavíkVatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOРEinnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Ásabraut 3 fnr. 208-6837, Keflavík, þingl. eig. Sumarliði Þorsteinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mið-vikudaginn 17. september 2014 kl. 11:00. Bergvegur 14 fnr. 209-1380, Kefla-vík, þingl. eig. Ásdís Fjóla Gunnars-dóttir, gerðarbeiðendur HS veitur hf og Reykjanesbær, miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 10:40. Flugvellir 6 fnr. 231-1304, Keflavík, þingl. eig. þb. SÞ1956 ehf., gerðarbeið-andi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 09:30. Greniteigur 19 fnr. 208-7776, Kefla-vík, þingl. eig. Jón Ingi Ingibergsson, gerðarbeiðendur Fjarskipti hf. og Íbú-ðalánasjóður, miðvikudaginn 17. sept-ember 2014 kl. 10:20. Heiðarholt 4 fnr. 208-8717, Kefla-vík, þingl. eig. Grétar Þór Hafþórsson, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 09:55. Heiðarholt 8 fnr. 208-8738, Keflavík, þingl. eig. Rakel Guðbjörg Sigurðar-dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 10:10. Kirkjuvegur 52 fnr. 208-9688, Kefla-vík 33,33% eh. gþ., þingl. eig. Rafal Sobczak, gerðarbeiðendur Sýslumaður-inn á Blönduósi og Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 10:30. Mávabraut 9 fnr. 208-9946, Keflavík, þingl. eig. Börkur Birgisson, gerðar-beiðendur Mávabraut 7-9,húsfélag og Reykjanesbær, miðvikudaginn 17. sept-ember 2014 kl. 09:05. Nesvegur 5 fnr. 209-4342, Hafnir, þingl. eig. Hafrún Erla Jarlsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mið-vikudaginn 17. september 2014 kl. 11:30. Suðurgata 24, fnr. 209-0706, Keflavík, þingl. eig. Svanfríður Aradóttir, gerðar-beiðendur Íbúðalánasjóður, Reykja-nesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 10:50. Þverholt 14 fnr. 209-1341, Keflavík, þingl. eig. Gunnólfur Árnason og Fann-ey Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbú-ðalánasjóður, miðvikudaginn 17. sept-ember 2014 kl. 09:20. 

Sýslumaðurinn í Keflavík,9. september 2014.

Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

Sýslumaðurinn í Keflavík

Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOРEinnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Akurbraut 21 fnr. 209-4282, Njarð-vík 50% eignahl. gþ., þingl. eig. Krist-ján Friðrik Olgeirsson, gerðarbeiðandi Samskip hf., fimmtudaginn 18. septem-ber 2014 kl. 09:00. Akurgerði 15 fnr. 209-6304, Vogar, þingl. eig. Anna Lára Steingrímsdóttir og Þórólfur Gunnarsson, gerðarbeið-andi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 10:20. Beykidalur 10 fnr. 230-3175, Njarð-vík, þingl. eig. Björk Bjarnadóttir og Guðjón Hauksson, gerðarbeiðandi Nes-byggð eignarhaldsfélag ehf., fimmtu-daginn 18. september 2014 kl. 09:30. Brekadalur 12 fnr. 229-4381, Njarð-vík, þingl. eig. Sigfús Pétursson, gerðar-beiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudag-inn 18. september 2014 kl. 09:20. Furudalur 6 fnr. 230-0967, Njarðvík, þingl. eig. Karólína S Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Sjó-vá-Almennar tryggingar hf., fimmtu-daginn 18. september 2014 kl. 09:40. Hafnargata 30 fnr. 209-6412 Vogar, þingl. eig. Selma Stefánsdóttir, gerðar-beiðendur Íslandsbanki hf, Sveitar-félagið Vogar og Vátryggingafélag Ís-lands hf, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 10:00. Njarðvíkurbraut 12 fnr. 209-3978, Njarðvík, þingl. eig. Sigríður Kristín Eysteinsdóttir og Guðmundur R Lúð-víksson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 09:10. Skólatún 1 fnr. 209-6686, Vogar, þingl. eig. Erla Bryndís Valdemars-dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 10:35. Túngata 19 fnr. 209-2436, Grinda-vík, þingl. eig. Garðar Páll Vignis-son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 11:25. Víkurbraut 38 fnr. 209-2541, Grinda-vík, þingl. eig. Sigurður Þór Jóns-son, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 11:15. Víkurbraut 54 fnr 209-2564, Grinda-vík, þingl. eig. Jóhann Helgi Aðalgeirs-son, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Tryggingamið-stöðin hf, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 11:05. Vogagerði 31, 0201, fnr. 209-6599, Vogum, þingl. eig. Tatiya Tohmud-bamrung og Gestur Þ Þórhallsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, fimmtudaginn 18. septem-ber 2014 kl. 10:10. 

Sýslumaðurinn í Keflavík,9. september 2014.

Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

-uppboð pósturu [email protected] -fs-ingur vikunnar

Á hvaða braut ertu?Ég er alltaf á einhverju flakki varðandi það en á þessari önn er ég á viðskipta- og hagfræðibraut.

Hvaðan ertu og aldur?Straight outta Keflavík, 19.

Helsti kostur FS?Æðislegt fólk og að það sé nálægt býlinu mínu.

Hjúskaparstaða?Ég er bara í frábæru sambandi!

Hvað hræðistu mest?Geitunga. Very spooky.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?Við eigum nokkrar íþrótta-rstjörnur, en ef ég ætti að nefna einhvern þá væri það Ólafur Ingvi Hansson.

Hver er fyndnastur í skólanum?Arnór Grétars, það sem kemur upp úr honum er það mikilvægt að við stofnuðum twitter sem pósta quote frá honum.

Hvað sástu síðast í bíó?Let's Be Cops, hún stóðst alveg væntingar.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?Blátt Powerade og kleinuhringi sem kosta ekki á þér hægra eistað.

Hver er þinn helsti galli?Svefninn, ég vakna ekki við neitt.

Hvað er heitasta parið í skólanum?Ég get ekki einu sinni gert djóksvar hérna, ég er það týndur í þessu öllu.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?Böll á föstudögum, redda stúd-entaafslætti í Ríkinu.

Áttu þér viðurnefni?Bjösmaskínen. Vélin. Bjössi Beatz.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?Ég er nú bara í því að nota adlibs frá Young Thug og Migos. Svo bara basic sjomla/fótbolta tal, alltaf granít.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?Gott hingað til, en ég held að þetta skólaár verði á öðru leveli.

Áhugamál?Hef rosalega gaman að kynna mér allt í tónlist.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?Vonandi eitthvað sem varðar tón-list.

Ertu að vinna með skóla?Ég er ekki svona duglegur.

Hver er best klædd/ur í FS?Hjörtur Már Atlason.

Eftirlætis:KennariÉg þarf eiginlega að segja Rósa út af pabba mínum.

Fag í skólanumEnska.

SjónvarpsþættirMasterchef, Breaking Bad, Nat-han For You og 30 Rock.

KvikmyndMean Girls, Space Jam, Black Dynamite, Friday og Pootie Tang.

Hljómsveit/tónlistarmaðurBoards of Canada, J Dilla, Migos, DJ Screw, Young Thug, Kanye West, Death Grips, Gucci Mane, UGK og Three 6 Mafia.

LeikariChristoph Waltz.

Vefsíðurreddit.com/r/hiphopheads, rateyourmusic og twitter.

FlíkinHellaða Adidas húfan sem ég keypti á fimm evrur og græni jakkinn.

SkyndibitiHamborgari, klárlega.

Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?R. Kelly. Útaf atvikinu, já, það atvik.

Vill stúdenta-afslátt í Ríkinu

Björn Elvar Þorleifsson er 19 ára strákur úr Keflavík. Hann hefur talsverðan áhuga á tónlist og vonast til þess að leggja hana fyrir sig í framtíðinni. Hann segir sinn helsta galla vera þann að hann vaknar helst ekki við neitt. Ef Björn væri skólameistari FS, þá myndi hann halda böll á föstudögum og redda stúdentaafslætti í Ríkinu.

póstur u [email protected]

Sjónvarp VíkurfréttaAlla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Page 21: 35 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. september 2014 21

BókinSíðasta bók sem ég las var The Fault in Our Stars. Bókin er um unglingana Hazel og Augustus en þau eru bæði krabbameinssjúklingar. Bókin fjallar um samband þeirra og erfiðleikana í kringum krabbameinið. Ég var búin að bíða rosalega spennt eftir að lesa þessa bók og ég varð heldur betur ekki fyrir vonbrigðum! Ég hef mjög gaman af skáldsögum en næsta bók sem ég væri til í að lesa er „Ég er á lífi, pabbi,“

frásögn Siri og nokkurra annarra sem upplifðu árásina á Útey í Noregi árið 2011.

TónlistinÉg get hlustað á nánast alla tónlist en uppáhalds tónlistin mín er þessi rólega kósý tón-list. Uppáhalds hljómsveitin mín er Coldplay og svo eru tónlistarmennirnir Ed Sheeran og Sam Smith virki-lega góðir en ef það er eitt-hvað sem klikkar aldrei þá er það íslensk útilegutónlist og lögin með hljómsveitinni Queen.

SjónvarpsþátturinnÍ augnablikinu er ég að horfa á Grey´s Anatomy og Criminal Minds en ég er oft að flakka á milli þátta og horfi mikið á Gossip Girl, One

Tree Hill, Law & Order og eigin-lega bara þá þætti sem mér dettur í hug á því augna-bliki. Ég er mikið fyrir drama og glæpaþætti en ef ég ætti að velja einn uppáhalds þátt þá er það án efa Friends.

-afþreying

póstur u [email protected]

Íslensk útilegu-tónlist klikkar aldreiArndís Ingvarsdóttir er 20 ára nýstúdent frá Fjölbrautaskóla Suður-nesja frá því í vor. Arndís vinnur hjá IGS í augna-blikinu en byrjar í sept-ember að vinna á leik-skólanum Garðaseli. Hún er einnig á fullu í fótbolt-anum með Keflvíkingum í 1. deild en þar er hún iðin við markaskorun. Arndís hefur gaman af skáld-sögum, hlustar á kósý tónlist og vill helst glápa á drama og glæpaþætti í sjónvarpinu.

Fjölbreytt flóra mynda- Sigurmyndirnar í Instagram leik VF og RNB

-instagramleikur pósturu [email protected]

Gríðarlega góð þátttaka var í In-stagram leik Víkurfrétta og Reykja-nesbæjar þetta árið og reyndist erfitt að velja einungis þrjár myndir sem þóttu bera af. Sigurvegari var Birgitta Ína Unnarsdóttir sem tók þessa glæsilegu mynd af setningu Ljósanætur við Myllubakkaskóla. Dómnefnd þótti myndin frumleg, falleg og nokkuð lýsandi fyrir Ljósa-nótt. Birgitta hlýtur að launum sex mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 49.990 kr, ásamt Idea-Tab A7600 spjaldtölvu frá Lenovo frá Nýherja að verðmæti 35 þúsund. Spræk og skemmtileg spjaldtölva sem hentar vel í alla afspilun og leiki.

1. sæti

2. sæti 3. sæti

Í öðru sæti var þessi skemmtilega mynd frá Berglindi Ásgeirsdóttur. Hún hlýtur að launum Þriggja mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 29.990 kr. Ár-skort í Sundmiðstöð/Vatnaveröld Sunnubraut að verð-mæti 22. þús.

Í þriðja sæti var þessi frábæra mynd þar frá sem nýju bæjarstjórahjónin horfa yfir tómt hátíðarsvæðið. Frábært augnablik. Guðrún Ösp Theodórsdóttir tók myndina en hún hlýtur að launum 15 þúsund kr. inneign í Nettó Krossmóa og eins mánaðar kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 13.990 kr.

Dómnefnd skipuðu þau Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari, Guðrún Þorsteinsdóttir hjá Reykjanesbæ og Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta.

Birgitta Ína Unn-arsdóttir sigurveg-ari Instagramleik Ljósanætur 2014.

Lífssíll býður þér uppá: ….Fjölbreytta Tímatöflu Opinna tíma, ....fagmannleg Námskeið við ALLRA hæfi ….Einkaþjálfara sem hjálpa þér að ná settu marki ….Fullbúinn og hlýlegann Tækjasal ….SÓL ALLA DAGA, 420 7001 Lífsstíll, Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG í 17 ár

Æfðu FRÍTT í 1 mánuð, ef þú gengur í Lífsstíls Klúbbinn þá bjóðum við þér fyrsta mánuðinn FRÍAN. 4.400.- kr á mánuði, 3.800.- kr fyrir skólafólk Árskort á kr. 39.900.- eingreiðsla 4 Mánuðir á kr. 19.300.- 1 Mánuður á kr. 6.900.-

VIÐ FRAMLENGJUM TILBOÐIÐ Til 13. Sept ;0)  

LÍFSSTÍLL LJÓSANÆTUR TILBOÐ

VIÐ FRAMLENGJUM LJÓSANÆTUR TILBOÐIÐ VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA Til 13. Sept ;0)  

Page 22: 35 tbl 2014

fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR22

-íþróttir pósturu [email protected]

Örn Ævar Hjartarson lék flott golf á Ljósanæturgolfmóti

Golfklúbbs Suðurnesja sl. sunnu-dag. Örn lék 18 holurnar á 6 undir pari, 66 höggum og sigraði bæði án forgjafar og í punktakeppni. Örninn hefur verið í „lágflugi“ í sumar ef svo má segja og ekki leikið vel en náði sér vel á strik á Ljósanótt. Hann fékk hvorki fleiri né færri en 8 fugla og tvo skolla á þessum verðlaunahring.

Hótel Keflavík gaf glæsileg verð-laun. Fyrir efsta sætið í hvorum

flokki var gisting á nýrri glæsilegri svítu á efstu hæð hótelsins, kvöld-verður á KEF veitingastaðnum og risa gjafakörfu frá Nóa og Sírí-usi. Örn fékk því tvo skammta af þessum glæsilegu vinningum. Ari Gylfason úr Sandgerði og Magnús K. Jónsson úr GKG urðu í 2. og 3. sæti í punktakeppninni. Helgi Dan Steinsson úr Golfklúbbi Grindavíkur varð annar í höggleik á parinu, 72 höggm og þriðji varð Magnús Kári Jónsson GKG. Þeir fjórmenningar hlutu einnig glæsi-leg verðlaun.

Korpak systurnar eru bestu golfstelpur á Íslandi.

Golfsysturnar Kinga og Zuzanna Korpak voru

sigursælar á Íslandsbanka-mótaröð unglinga í golfi. Þær unnu saman fimm af sex mótum sumarsins. Zuzanna sigraði á síðasta mótinu sem fram fór á Korpu sl. helgi og vann tvö mót en yngri systir hennar vann þrjú mót. Kinga varð stigameistari með 8670 stig en Zuzanna varð önnur með 8047 stig. Sannar-lega frábær árangur hjá þeim í sumar.Þær systur hafa æft golf í nokkur ár en Zuzanna hætti þó um tíma en byrjaði aftur fyrir ári síðan. Hún verður 14 ára í nóvember en Kinga er 10 ára og verður 11 ára í desember.

Fleiri unglingar í GS hafa staðið sig vel í sumar. Birkir Orri Viðars-son varð í 5. sæti í heildarstiga-keppninni í flokki 14 ára og yngri drengja. Hann vann eitt mót og varð annar í Íslandsmótinu í holukeppni. Þá varað Róbert Smári Jónsson í 9. sæti í stiga-keppninni hjá 15-16 ára piltum og Laufey Jóna Jónsdóttir varð í 10. sæti í stigakeppninni í sama aldursflokki hjá stúlkum.Ungir kylfingar í GS hafa því verið áberandi í verðlaunum í sumar að ógleymdri Karen Guðnadóttur í meistaraflokki kvenna en hún varð stigameistari á Eimskips-mótaröðinni sem er frábær ár-angur hjá henni.

Örninn á flugi í Ljósanæt-urmóti Hótels Keflavíkur

Okkar verð á 5m RGB ljósaborðum:

5.418.-

SPARAÐU 80% MEÐ LEDLJÓSUMGötulýsing - Íþróttahús - Mannvirki - Verslanir - Heimili - Skólar - Gróðurhús

Okkar verð: 5w Led pera 647.-kr

Gerið verðsamanburð.Okkar verð á 10w Led kösturum:

2.160.- Ludviksson ehf - LedljósNjarðarbraut 3i

Innri Njarðvík Reykjanesbæ S; 8678911 - 5658911

www.ledljos.com

Verðdæmi: 3w Led pera kr. 495.-

Nesarar á Evrópuleikum Special Olympics

XuÁ þriðjudaginn var hélt 40 manna hópur af stað áleiðis til Ant-werpen í Belgíu þar sem Evrópuleikar Special Olympics munu fara fram. Ísland sendir 29 íþróttamenn á mótið sem keppa munu í sex íþróttagreinum. Íþróttafélagið NES á sjö einstaklinga í þessum hópi. Sigurður Guðmundsson, Halldór Finnsson og Ragnar Ólafsson keppa í fótbolta. Ari Ægisson og Thelma Rut Gunnlaugsdóttir keppa í frjálsum. Eðvarð Sigurjónsson í boccia og Ingibjörg Margeirsdóttir í sundi. Eins er einn þjálfari frá Nes, en það er Elísabet Rósa Elíasdóttir.

Sigursælar golf-stelpur úr GS

Kristófer Haukur og Aníta Lóa, systkini úr Njarðvík,

ásamt dansfélögum sínum Söru Dögg og Pétri Fannari hafa verið valin til að fara á Evrópumót ungmenna í standard dönsum sem haldið er í Rúmeníu þann 21. september. Einnig fara þau

á heimsmeistaramót ungmenna í standard dönsum sem haldið er í Moldavíu þann 11.október. Einungis tvö pör frá hverju landi fá að fara á svona mót og er það því afar skemmtilegt að það séu systkini sem fari á þessi mót fyrir Íslands hönd.

Aníta Lóa og dansfélagi hennar Pétur Fannar eru einnig að fara á heimsmeistaramót fullorðinna í latin dönsum sem haldið er í Tékk-landi þann 5. október og svo á heimsmeistaramót ungmenna í 10 dönsum sem haldið er í Lettlandi þann 31. október.

Kristófer og Aníta fara á hvert stórmótið á fætur öðru

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Kristófer Haukur og Sara Dögg

Aníta Lóa og Pétur Fannar

Page 23: 35 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. september 2014 23

Störf í hlaðdeild Vegna aukinna umsvifa leitar fyrirtækið að jákvæðum og metnaðarfullum liðsmönnum til starfa í hlaðdeild fyrirtækisins. Um fullt starf er að ræða og unnið á dag- og næturvöktum.

Starfsemi Airport Associates tekur til allrar þjónustu við farþega- og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu. Meðal viðskiptavina okkar eru: British Airways, Cargolux, Delta Airlines, UPS, Air Berlin, Germanwings, Bluebird Cargo, Fly Niki, First Choice Airways, WOW air, Primera Air, easyJet, Norwegian, Baseops Europe, Avcon, Transavia, Corendon, MNG Airlines, Volga Dnepr, Airbridge, ABX air og fleiri félög.

Mikilvægt er að umsækjendur séu stundvísir, reglusamir og agaðir í starfi en jafnframt sveigjanlegir. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.

Sótt er um störfin rafrænt á airportassociates.comUmsóknarfrestur er til 21. september 2014.

Helstu hæfniskröfur:• Almenn ökuréttindi skilyrði

• Góð enskukunnátta

• Vinnuvélaréttindi æskileg og mikill kostur

• Lágmarksaldur 19 ár

TIL LEIGU

Stúdíó íbúiðir og bílskúrar til leigu að Vatnsnesvegi 5, Keflavík. Frá 50 fm. að stærð. Íbúðir á kr. 70.000 pr. mánuð en bílskúrar frá kr. 50.000. Studio apartments and garage for rent. Size from 50 sam. Price from 70.000 for apartment and 50.000 for garage. Fyrirspurnir/requests:

[email protected]

Tveggja herbergja íbúð til leigu í Keflavík. Gæludýr ekki

leyft. Greiðslan eingöngu í gegnum bankaþjónustu.

Uppl. 6934412 eftir hádegi.

ÓSKAST TIL LEIGU

Óska eftir herbergi til leigu í Reykjanesbæ,reglusemi

heitið.Uppl,Sími 6918269.

Miðaldra hjón óska eftir húsi/íbúð á jarðhæð með garði

til leigu. Öruggar greiðslur. s: 847-8849 og 865-3043

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

- smáauglýsingar

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja

Þórhallur Guðmundsson verður með skyggnilýsingarfund sun-

nudaginn 14 sept. í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík kl. 20:30

húsið opnar kl. 20:00.

Arnór og Elías léku í jafntefli gegn Frökkum

XXKeflvíkingarnir Arnór Ingvi Traustason og Elías Már Ómarsson léku báðir í 1-1 jafntefli íslenska U21 liðsins í knattspyrnu gegn Frökkum sem fram fór í Auxerre á mánudag. Arnór, sem leikur með Norrköping í Svíþjóð, var í byrjunarliðinu, en varamaðurinn Elías leysti hann af hólmi þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Um var að ræða fyrsta leik hins 19 ára gamla Elíasar, en Arnór á að baki 10 leiki með liðinu.

Ástrós á HM í annað sinn í árXXÁstrós Brynjarsdóttir, íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013 og taek-

wondo kona Íslands síðustu tvö ár, er á leiðinni á heimsmeistaramótið í tækni (k. poomsae) sem verður haldið í Mexikó 31. október n.k. Tækni er önnur aðalkeppnisgreinin í taekwondo, en hin er bardagi. Ástrós keppti fyrr á árinu á heimsmeistaramótinu í hinni greininni sem er ólympískur bardagi (k. kyorugi). Í fyrra var Ástrós fyrsti ís-lenski keppandinn til að keppa bæði á Evrópumóti í bardaga og tækni og í ár verður hún sú fyrsta til að hafa tekið þátt í heimsmeistaramóti í báðum greinum. Greinarnar tvær eru í raun mjög ólíkar þótt þær deili að hluta til sumum af sömu einkennunum, líkt og ólíkar greinar í frjálsum íþróttum.

www.vf.is83% LESTUR

+

www.vf.is

spila og spjalla yfir þriggja rétta kvöldverði laugardaginn 13. september nk. kl. 19:30 á Tveimur vitum, Garðskaga.

Óli Torfa, trúbador, klárar síðan kvöldið.

Verð kr. 9.500.-

Upplýsingar og borðapantanir í síma 422 7214.

Magnús& Jóhann

Page 24: 35 tbl 2014

vf.isvf.is

FIMMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 2014 • 35. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

-mundiFá bæjarbúar næst að

bragða á skuldasúpunni?

Þökkum viðskiptin síðastliðin 17 ár, hlökkum til að taka á móti ykkur á Ásbrú

Tómas Orri Miller Fólk sem sendir snöpp sem er öskrað í má vinsamlegast deyja.

Sveinbjörg Ólafsdóttir:Gaman á Ljósanótt með risastóran sykurpúða

Ásdís Ragna Einarsdóttir:Með blik í auga showið....váhá!! Maður er í sæluvímu eftir þvílíka tón-listarveislu, svakalega var þetta flott hjá þeim;) — feeling fabulous.

Una Sigurðardótitr:Fyrsta keppnishlaupið hans Hafþórs sæta englabossa. Hann vildi ólmur taka þátt og hljóp 3.5 km með mér í gær. Hann er ákveðinn í því að hlaupa

maraþon þegar hann verður stór #hlaupa-hjartaðtókkipp mömmudrengur

Úrsúla María Systir mín er bara að taka á móti Gerald Butler og ég fór bara á fkn Ljósanótt.

Valdimar Guðmundsson Það eru fáir jafn tignarlegir á velli og Gylfi Sigurðsson. #fotbolti

Arnór Ingvi Trausta Erum bara á leiðinni í umspil!!

VIKAN Á VEFNUM

■■ Metdagur hjá Skólamat þegar 14500 máltíðir voru afgreiddar:

Fimm þúsund kjötsúpur og 8500 matarskammtar sama daginnFöstudagur á Ljósanótt var

stærsti dagur í sögu Skóla-matar en auk fimm þúsund kjötsúpuskammta ofan í há-tíðargesti voru afgreiddir 9500 matarskammtar til skólabarna þennan dag. „Þetta er einn skemmtilegasti dagur ársins hjá okkur þegar við gefum kjötsúp-una. Það var síðan skemmtilegt að við skyldum vera með stærsta framleiðsludag hjá okkur í fyrir-

tækinu sama daginn,“ sagði Axel Jónsson í Skólamat.Gestir Ljósanætur kunnu vel að meta ljúffenga kjötsúpuna á föstudagskvöldi. Ungir sem aldnir fengu súpuskál og sumir fóru jafnvel þrisvar sinnum. Það var því líklega eitthvað minna um grillmat á föstudagskvöldinu.Meðfylgjandi mynd var tekin í súpufjörinu á Ljósanótt.