48
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Furubyggð - raðhús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 11. TBL. 13. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2014 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR 2014 Mynd/RaggiÓla Gleðilega bæjarhátíð 29. - 31. ágúst JÓGVAN, PÁLL ÓSKAR, DIDDÚ, BIRKIR OG RONJA RÆNINGJADÓTTIR KOMA ÖLL FRAM UM HELGINA BÆJARHÁTÍÐ MOSFELLSBÆJAR GLÆSILEG DAGSKRÁ Í MIÐOPNU HÁTÍÐARBLAÐ Í túninu heima

11. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur. 11. tbl. 13. árg. Fimmtudagur 26. ágúst 2014. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

Citation preview

Page 1: 11. tbl. 2014

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Furubyggð - raðhús

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

11. tbl. 13. árg. þriðjudagur 26. ágúst 2014 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGUR

2014

mynd/raggióla

Gleðilega bæjarhátíð29. - 31. ágúst

Jógvan, Páll óskar, diddú, birkir og ronJa ræningJadóttir koma öll fram um helgina

bæjarhátíð mosfellsbæjar • glæsileg dagskrá í miðopnu

Hátíðarblað

Í túninu heima

Page 2: 11. tbl. 2014

Umsjón: Birgir D. Sveinsson ([email protected])

héðan og þaðan

Hér má sjá ljósmynd sem tekin er á gamla malarvellinum að Varmá 17. júní 1964. Þá öttu kappi lið giftra og ólofaðra. Á myndinni eru þeir giftu:

Fremri röð frá vinstri: Tómas Sturlaugsson, Markholti 4, Halldór Lárusson, Ösp, Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Óskar Sigurbergs-son, Garði, Tómas Lárusson, Eik.

Aftari röð frá vinstri: Hannes Jónsson, Lyngási, Hreinn Ólafsson, Helgadal, Ragnar Haraldsson, Markholti, Hreinn Þorvaldsson, Markholti 6, Stefán Valdimarsson, Litlagerði, Birgir D. Sveinsson, Brúarlandi, Erlingur Ólafsson, Laugabóli.

www.isfugl.is

MOSFELLINGURÚtgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar GunnarssonRitstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar)Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Þór Ólason, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: Landsprent. Upplag: 4.000 eintökDreifing: Íslandspóstur. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Ingibjörg ValsdóttirTekið er við aðsendum greinum á [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram um helgina og þú ert að lesa

sérstaka hátíðarútgáfu af Mosfellingi. Hátíðin er nú haldin í 11. sinn og

verður bara öflugri með árunum. Bestu nýjung-arnar í ár eru ullarpartý og kjúklingafestival. Kjúklingur og ull er okkar gull og eigum við að vera stolt af þessum

mikilvægu atvinnu-greinum sem við

skörum framúr í. Auðvitað á

að leggja áherslu

á þessa tvo þætti á sjálfri Mosó-há-tíðinni. Mosfellingar eru sérstaklega hvattir til að mæta í lopanum á föstudagskvöldið í brekkusönginn í Álafosskvos. Á laugardeginum fer svo fram, í fyrsta skipti, kjúklingahátíð sem Hjalti Úrsus er upphafsmaður að.

Nú er um að gera að fara út og skreyta í hverfislitunum og taka

þátt í hátíðinni af fullum krafti. Dag-skrána má finna í miðopnu blaðsins og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sjáumst í túninu heima!

Kjúklingur og lopi

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

GleðileGa hátíð!

Page 3: 11. tbl. 2014

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

Klapparhlíð

Klapparhlíð

Þrastarhöfði - einbýlishús

helgaland

fálKahöfði

dalatangi

Þrastarhöfði

hjallahlíð

Kvíslartunga

hjallahlíð

lyKKja

gerplustræti

dvergholt

Góða skemmtun

í túninu heima

Page 4: 11. tbl. 2014

www.lagafellskirkja.is

Sunnudagur 31. ágústGuðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00Sr. Skírnir Garðarsson

Miðvikudagur 3. sept.Bænastund á Eirhömrum kl. 13:30

Sunnudagur 7. sept.Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Skírnir Garðarsson

Sunnudagur 14. sept. Dagur kærleiksþjónustunnarGuðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og djáknar

17. sept.Bænastund á Eirhömrum kl. 13:30

21. sept.Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00Sr. Skírnir Garðarsson

FerMingarFræðSlan heFSt 15.-19. Sept.Skráning sjá www.lagafellskirkja.is

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

helgihald næStu vikna

Bæjarhátíðin okkar, Í túninu heima, verð-ur nú haldin í ellefta sinn dagana 29. – 31. ágúst.

Þessa helgi bjóða Mosfellingar gestum í heimsókn ásamt því að skemmta hvert öðru með margvíslegum hætti. Það gleður augað að fara um bæinn þegar íbúar hafa lagt sitt af mörkum við að skreyta í kringum sig og mikill metnaður er lagður í að hafa skreytingarnar frumlegar og áberandi. Það besta við húsa- og götuskreytingarnar er að þær hafa gefið nágrönnum, vinum og fjölskyldum vettvang til að eyða tíma saman við verkefni þar sem gleðin ein er allsráðandi. Hátíðin hefur vissulega fest sig í sessi. Það sést vel á veglegri dagskrá þar sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir leggja sitt af mörkum til að taka þátt.

ullarpartý í ÁlafosskvosDagskrá helgarinnar sem teygir sig yfir

fjóra daga hefst á fimmtudagskvöldi en þá verður m.a. boðið upp á sundlaugarkvöld í Lágafellslaug. Þá verða meðal annars kynningar á vetrarnámskeiðum ýmis konar sem boðið verður upp á í lauginni í vetur. Í túninu heima er fyrir alla og því verður einnig unglingadansleikur í Hlégarði á fimmtudagskvöld.

Hátíðin verður að vanda formlega sett á föstudagskvöld. Þá verður þema hátíðar-innar í ár, íslenska ullin, í hávegum höfð og gestir hvattir til að mæta í ullarfatnaði.

Af þessu tilefni hefur verið hönnuð Mosfellsbæjarpeysa

og verður virkilega skemmtilegt að sjá hvort prjóna-

snillingar bæj-arins nái ekki að snara í peysu fyrir hátíðina. Þá mun litaskrúð-ganga frá Mið-bæjartorginu,

með félögum

úr Hestamannafélaginu Herði í broddi fylkingar, ganga í Álafosskvos til að taka þátt í frábærri dagskrá með brekkusöng og tilheyrandi.

nýjungar í fjölbreyttri dagskráÍ ár verður Tindahlaup Mosfellsbæjar

haldið með veglegum hætti og vonast er eftir góðri þátttöku bæjarbúa. Hlaupið er góð leið til að njóta þeirrar frábæru aðstöðu sem Mosfellsbær býður upp á í útivist og hreyfingu. Ýmsir íþróttaviðburðir hafa verið hluti af bæjarhátíð frá upphafi enda Mosfellsbær Heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á að gera holla valkosti aðgengilega í hvívetna.

Ein stærsta nýjung hátíðarinnar er Kjúkl-ingafestival sem haldið verður að Varmá á laugardag. Þar verður gestum boðið upp á að smakka kjúkling frá öllum helstu framleiðendum en einnig að kaupa sér smáskammta frá þekktum veitingahús-um á höfuðborgarsvæð-inu. Kjúklingaframleiðsla er stór atvinnugrein í sveitarfélaginu og því vel við hæfi að bjóða fram-leiðendum upp á vettvang til að kynna sig og sína framleiðslu.

hápunktur á MiðbæjartorginuÁ laugardag verða einnig árlegir við-

burðir eins og sýning í umsjón Flugklúbbs Mosfellsbæjar á flugvélum og fornbílum á Tungubökkum og markaðir í Álafosskvos og í Mosfellsdal á sínum stað. Fjöldi annarra viðburða verða á laugardeginum, tónleikar og uppákomur í garðinum heima, barna-dagskrá, listsýningar, fótboltamót og fleira. Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér fjöl-breytta dagskrá þar sem allir ættu að finna

eitthvað við sitt hæfi. Á laugardagskvöld verða að

vanda haldnir stórtónleikar á Miðbæjartorgi. Færeyski Mos-fellingurinn Jógvan Hansen kynnir og landsþekktir lista-menn koma fram. Dagskránni lýkur með glæsilegri flugelda-sýningu í umsjón Björgunar-sveitarinnar Kyndils.

Bylgjan mun gera hátíðinni góð skil og senda út dagskrá sína víðsvegar úr bænum eftir hádegi á laugardag.

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram um helgina

túnið heldur áfram að vaxa

Höfðar, Hlíðar, Tún og Mýrar

Tangar, Holt og Miðbær

Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Dalur

Reykjahverfi og Helgafellshverfi

HveRfasKReyTingaRMosfellsbæ er skipt upp í fjóra hluta og hefur hver hluti sinn sérstaka lit til að skreyta með.

Í miðopnu blaðsins má sjá dagskrá hátíðarinnar.

fjölskyldu-skemmtun

álafosskvosin

fjöldi listamanna kemur fram um helgina

Fornvélasýning á Tungubakkaflugvelli Wings’n Wheels fornvélasýning fer fram á Tungubakkaflugvelli í tengsl-um við bæjarhátíðina. Sýningin er haldin laugardaginn 30. ágúst kl. 12-17 og er aðgangur ókeypis. Þar er hægt að virða fyrir sér gamlar flugvélar, fornbíla, dráttarvélar, mótorhjól og kl. 16:30 verður karamellukastið sívinsæla.

Gull og gersemar á skottmarkaði Skottmarkaður er nýr viðburður á bæjarhátíðinni í ár. Markaðurinn verður haldinn laugardaginn 30. ágúst kl. 13-16 á planinu milli Kjarna og Hótel Laxness.Þar gefst Mosfellingum kostur á að koma með alls kyns gull og gersem-ar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangaði til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið. Áhuga-samir er beðnir að hafa samband við Elísabetu í s. 898 4412 og tryggja sér stæði. Nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook undir Skottmarkaður í túninu heima.„Fólk kemur bara með bílana sína og opnar skottin. Því fjölbreyttara því betra,“ segir Elísabet og bætir við að ekkert kosti að taka þátt.

Ullarþema og hashtag Ullarþema verður á bæjarhátíðinni um helgina og eru gestir sérstaklega hvattir til að mæta í íslensku ullinni í ullarpartý á föstudagskvöldið. Á samfélagsmiðlum er fólk beðið um að merkja myndir hátíðarinnar #ítúninuheima

Page 5: 11. tbl. 2014

laugardagskvöldið 30

. ágúst

laugardagskvöldið 30. ágúst kl. 21:00-23:00

stórtónleikará miðbæjartorginu

Dagskrá hátíðarinnar í miðopnu blaðsins

kaleo

jógvan Diddúkókos

Flugeldasýning

Björgunar­

sveitarinnar

kyndils í lok

tónleika.

Páll óskar

Pollapönk

Fjör Fyrir alla Fjölskyldunanánari upplýsingar og dagskrá á www.mos.is

Page 6: 11. tbl. 2014

Eldri borgarar

Þjónustumiðstöðin EirhömrumFram undan í vEturÍ vetur verður margt fjölbreytt á dagskrá í félagsstarfinu t.d. að mála jólatré úr keramik og læra að búa til hluti úr litlum perlum. Skartgripagerð verður annan hvern mánudag og leirnámskeið, tiffanys gler og málun verður auglýst síðar og verður ef næg þátttaka fæst. Á dagskrá er að reyna að fara í leikhús og styttri ferðir. Einnig verður haldið byrjendanámskeið í bridge ef kennari finnst og þátttaka verður næg.

Þeir sem hafa áhuga á að miðla sinni reynslu til annarra í félagsstarfinu er hjartanlega velkomið að gera það. Það er skemmtilegast að læra hvert af öðru.Öll búum við yfir dýrmætri og ólíkri reynslu. Eins líka ef þið viljið stofna hópa/klúbba þá er góð aðstaða til þess í félagsstarfinu.Endilega verið dugleg að koma í heimsókn til okkar og munið að ALLIR

eru velkomnir hvort sem þeir eru úr Mosfellsbæ eða ekki. Karlar sérstaklega velkomnir. Munið að það er fólkið sem skapar félagsstarfið og félagsleg samvera hjálpar fólki og léttir lund.

PostulínsnámskeiðHefst þriðjudaginn 23. sept. til og með 28. okt. kl. 13:00, svigrúm til framleng-ingar. Kennt verður í handverkstofu Eirhömrum. Námskeiðsgjald er kr. 2000 hver tími. Innifalið: námskeiðsgjald, litir, penslar og brennsla og allt annað sem til þarf.EKKI innfalið: hlutir sem á að mála, gull og „luster“. Kennari: Rannsý. Skráningar krafist

BókbandsnámskeiðByrjar 16. september kl. 13:00.Kennt í bókbandsstofu/kjallara Eirhömrum. Kennari: Ragnar Gylfi. Verð er 10 skipta námskeið 9.600 kr. með niðurgreiðslu frá Mosfellsbæ. Bókbands-námskeið kostar 10 skipta námskeið 13.500 kr. án niðurgreiðslu (fyrir þá sem ekki eiga lögheimili í Mosfellsbæ). Skráningar krafist. Lágmarksþátttaka 8 manns

tréútskurðanámskeiðHefst miðvikudaginn 3. sept. kl. 19:00. ATH! BREYTTUR TÍMI í kjallara Eirhamra. Kennari Stefán Haukur. Möguleiki er að tímasetning breytist en það mun Stefán ræða við hópinn um síðar. Skráningar krafist.Skráning stendur yfir á skrifstofu félagsstarfsins eða í síma 586-8014 eða 698-0090, eða á [email protected]

vöfflukaffiSú nýbreytni verður tekin upp að fyrsta miðvikudag hvers mánaðar verður VÖFFLUKAFFI og byrjar það 3. sept. kl 14:30 í matsal Eirhamra. Allir velkomnir en skráningar er þörf.

Skrifstofa félagsstarfsins Eirhömrum er opin alla virka daga kl. 13:00-16:00, nema miðvikudaga. Allar upplýsingar og skráningar eru hjá forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar í síma 586-8014 eða 698-0090. Skrifstofa FaMos er opin á mánudögum kl. 14.00-15.00

Spilar pásulaust til kl. 04 um nóttina Í túninu heima mun Knattspyrnu-deild Aftureldingar standa fyrir stór-dansleik á laugardagskvöldið með hinum eina sanna Páli Óskari. „Ég hlakka gríðarlega til að troða upp í Mosó. Ég kem fram á tónleik-unum á Miðbæjartorginu þar sem við systkinin, ég og Diddú, tökum nokkur lög með Kaleo. Strax að því loknu hefst brjálað Pallaball í íþróttahúsinu. Þar spila ég pásulaust til kl. 04 um nóttina. Engin afsökun fyrir að mæta ekki, reddið barnapössun. Þar verð ég með allt mitt hafurstask, dansararn-ir, blöðrurnar og bomburnar. Allt sem þarf fyrir gott Pallaball. Forsala fer fram á Hvíta Riddaranum.

Sultukeppnin haldin í Dalnum um helgina Grænmetismarkaðurinn að Mosskógum er nú í miklum blóma. Sultukeppni er orðin að föstum lið og fer hún fram á laugardaginn. Þá fjölmenna sælkerar á svæðið ýmist til að taka þátt eða smakka. Úrslit verða tilkynnt kl. 15. Tvisvar hafa verðlaunasultur farið í framleiðslu og almenna sölu, en það er sultan hennar Guðrúnar Ögmunds og Chillisultan hennar Diddu sem Íslensk Hollusta selur.

- Fréttir úr bæjarlífinu6

StundaSkrá vetrarinSmá finna á blS. 36

Kjúklingafestival er nýr dagskrárliður á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Það er Hjalti Úrsus sem stendur fyrir viðburðinum sem fram fer að Varmá laugardaginn 30. ágúst kl. 14-17.

„Ég hef verið með skemmtiatriði á ýms-um matarhátíðum eins og Kjörísdeginum, Beikonfestivalinu og Fiskideginum mikla. Hugmyndin að þessari kjúklingahátíð kviknaði út frá því. Mér datt í hug að fá kjúklingaframleiðendur sem eru í harðri samkeppni dags daglega til að koma saman einn dag, sameina krafta sína og kynna fyrir fólki þennan holla og góða mat. Þeir tóku allir mjög vel í þessa hugmynd.

Mosfellsbær hefur alltaf verið þekktur sem kjúklingabær og stendur svo sannar-lega undir nafni. Holtakjúklingur, Matfugl

og Ísfugl sem munu kynna afurðir sínar þennan dag hafa sterka tengingu við bæinn okkar og eru gríðarlega stórir atvinnurek-endur í bæjarfélaginu,“ segir Hjalti.

matarmenning frá öllum heimsálfum„Það verða svo mosfellskir listamenn

sem stíga á stokk, Kalli Tomm, Jökull og Kaleo. Einnig mun Hafþór Júlíus, sterkasti maður Evrópu, vera á svæðinu. Ég vona að þessi viðburður gefi bæjarhátíðinni byr undir báða vængi og festi sig í sessi sem skemmtileg uppákoma þar sem Mosfell-ingar koma saman og eigi góðar stundir,” segir Hjalti.

„Stóru framleiðendurnir munu kynna sínar afurðir og gefa smakk en svo verður fjöldinn allur af veitingastöðum með mat

frá öllum heimshornum og hægt verður að kaupa kort á 1.000 kr. sem gildir sem smakk á þremur mismunandi réttum að eigin vali. Þetta gefur fólki kost á að smakka ýmsa framandi rétti sem allir eiga það sameigin-legt að innihalda kjúkling.“

Karnival stemmningHjalti sem rekur líkamsræktarstöðina

Eldingu að Varmá er líka formaður Kraft-lyftingafélags Mosfellsbæjar. „Ef hagnaður verður af hátíðinni þá mun Kraftlyftinga-félagið beita sér fyrir því að stórbæta alla styrktaraðstöðu fyrir Aftureldingu. Ég vona bara að Mosfellingar taki vel í þessa ný-breytni og að það verði karnival stemmning að Varmá,” segir Hjalti að lokum.

Kjúklingafestival að Varmá á bæjarhátíðinni •Kjúklingabærinn standi undir nafni

Matarveisla ársins í Mosó

feðgarnir hjalti og árni hita upp fYrir kjúklingahátíðina

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 7: 11. tbl. 2014

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 8: 11. tbl. 2014

Vel gengur að safna fyrir skólagjöldumArnhildur organisti og Ágústa Dómhildur, dóttir hennar vilja flytja Mosfellingum kærar þakkir fyrir góða mætingu á tónleikana í Grensáskirkju í vor. Þeim mæðgum gengur vel að safna fyrir skóla-gjöldunum í Oxford og nú vantar bara herslumunurinn. Ágústa er með geisladisk til sölu og hann hefur hlotið afar góðar undirtektir. Á disknum spila þær sjálfar tíu íslensk vinsæl lög á fiðlu og píanó, s.s. Dagný, Játningu og Næturljóð úr Fjörðum og fleira í þeim dúr. Diskinn má nálgast hjá Arnhildi, í netfangið [email protected], eða t.d. með sms í síma 8459685 og 6987154 eða á FB. Diskurinn kostar tvö þúsund krónur og þær mæðgur sjá um að koma honum til viðtakenda.

- Fréttir úr bæjarlífinu8

Björgunarsveitin Kyndill í samstarfi við Slysavarnafélagið Lands-björg hefur fært öllum leikskólum Mosfellsbæjar endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum 4-5 ára barna. Gjöfin er hluti af verkefninu „Allir öruggir heim“ sem Landsbjörg stendur fyrir í samvinnu við Neyðarlínuna, TM, HB Granda, Verk-fræðiskrifstofuna Efla, ISAVIA, Hópferðamiðstöðina Trex, Valitor,

Landsvirkjun, Securitas, Morgunblaðið, Arion banka, Tæknivörur, Skeljung, Umferðarstofu, Norðurál og Dynjanda. Gefin eru um 10.000 endurskinsvesti af vandaðri gerð og er það von þeirra sem að átakinu standa að þau nýtist skólunum næstu árin

Þema verkefnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim, ekki síst yngstu borgarar landsins.

krakkar í leirvogstungu-skóla í nýju vestunum

Allir öruggir heim í nýjum endurskinsvestum

Langar þig að gera eitthvað

skemmtilegtí vetur?

Komdu og vertu með!

Kíktu ámosfellskorinn.123.is

Andrés skipuleggur Icelandic Tattoo ExpoHelgina 5.-7. september verður haldin húðflúrráðstefna í Súlnasal Hótel Sögu. Þetta er þriðja árið sem ráðstefnan er haldin og vex hún með ári hverju. Mosfellingurinn Andrés Páll Hallgrímsson er annar skipuleggjenda hátíðarinnar. Fjöldi húðflúrara víðsvegar að úr heimin-um mæta til leiks með alla þá ólíku stíla sem þekkjast í heiminum. Allt undir sama þaki á Íslandi. Nálgunin á þessum viðburði er húðflúrið sem listform og samvera húðflúr-áhugamanna og annar áhugasamra. Hátíðin er fjölskyldu- og barnvæn. Hægt verður að kaupa dagspassa og helgarpassa og frítt er fyrir öll börn.Hægt er nálgast nánari upplýsingar um hátíðina á www.icelandictattoo-expo.com.

Þann 30. ágúst næstkomandi verður Tinda-hlaup Mosfellsbæjar haldið samhliða Bæj-arhátíðinni í Mosfellsbæ. Arnaldur Birgir Konráðsson, betur þekktur sem Biggi í Bootcamp, hefur tekið þátt í undirbúningi hlaupsins í ár.

Stefnt er að því að gera hlaupið að reglu-legum viðburði á bæjarhátíðinni Í túninu heima og þar með að gera umgjörð hlaups-ins líflega og skemmtilega. Af þessu tilefni var tekin ákvörðun um að breyta nafninu á hlaupinu í Tindahlaup Mosfellsbæjar. Nafnið vísar enn betur til þess að í hlaup-inu geta allir hlauparar fundið áskoranir fyrir sig en fjórar vegalengdir eru í boði: 1 tindur, 3 tindar, 5 tindar og loks 7 tindar. Hlaupið er utan vega um fell og dali Mos-fellsbæjar.

Frábær aðstaða til útivistar„Ég er stoltur af að hafa fengið tækifæri

til þess að taka þátt í undirbúningi hlaups-ins og ljóst er að allir þeir sem standa að hlaupinu, Skátafélagið Mosverjar, Björg-unarsveitin Kyndill og Mosfellsbær ætla sér stóra hluti með hlaupið í framtíðinni og það er mikið fagnaðarefni.

Ég hef í þessu undirbúningsferli rætt við marga hlaupara og eru allir sammála um að þetta hlaup hafi alla burði til að verða mjög vinsælt bæði hjá innlendum og er-lendum hlaupurum. Leiðin er krefjandi en afar skemmtileg og sýnir vel þá frábæru aðstöðu til útivistar sem Mosfellsbær hefur upp á að bjóða.“

Krýna tindahöfðingjaÍ ár kynnum við einnig til leiks nafnbót-

ina Tindahöfðingi. Þann heiðurstitil, ásamt veglegri viðurkenningu, hlýtur sá sem lýkur við allar vegalengdir hlaupsins. Úrslit allt aftur til ársins 2010 gilda og því ljóst að stutt er í nafnbótina hjá einhverjum sprækum einstaklingum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa umgjörð hlaupsins glæsilega og skorum við á alla Mosfellinga að skrá sig til leiks og eins viljum við skora á hverfin að tryggja sem flesta fulltrúa í hlaupið. Svo eru íbúar auðvitað hvattir til að koma niður að

Varmá þar sem verða fleiri spennandi dag-skrárliðir og fagna hlaupurum þegar þeir koma í mark. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í hlaupinu,“ segir Biggi.

Í mark á svipuðum tímaVegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrstu

þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í hverri vegalengd auk fjölda útdráttarverðlauna. Ræst verður í hlaupið á ólíkum tímum eftir vegalengdum til þess að tryggja að allir hlauparar skili sér í mark á svipuðum tíma. Þetta gerir stemninguna enn meiri. Meðan verðlaunaafhending fer fram má gæða sér á súpu, brauði og öðrum veglegum veit-ingum.

Utanvegahlaup njóta vaxandi vinsælda •Tindahlaup Mosfellsbæjar haldið í sjötta sinn

Fjórar vegalengdir verða í boði í Tindahlaupinu

Hlaupið er um fell og dali í mosfellsbæ

biggi í bootcamp

Page 9: 11. tbl. 2014
Page 10: 11. tbl. 2014

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ10

Haust-menningarhátíðErt þú að gera eitthvað skemmtilegt og spennandi tengt listum og menningu í Mosfellsbæ?

Hefurðu tíma og áhuga á því að taka þátt í haustmenningarhátíð í Mosfellsbæ síðustu vikuna í október eða byrjun nóvember? Ertu jafnvel til í að opna vinnustofuna þína, bjóða fólki heim, vera með viðburð í einhverjum af stofnunum bæjarins eða syngja með kórnum þínum? Ertu kannski að gera eitthvað allt annað sem Mosfellingar gætu haft gaman af?

Sendu okkur á menningarsviði Mosfellsbæjar endilega línu ef svo er á [email protected] því við erum í óðaönn að skipu-leggja haustmenningarhátíð bæjarins og bíðum spennt eftir því að standa fyrir skemmtilegum viðburðum með þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hátíðinni.

Menningarsvið Mosfellsbæjar

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2014

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Minnt er á auglýsingu um tilnefningu til jafnréttisviðurkenningar á www.mos.isJafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn í tengslum við 18. september ár hvert. Fjölskyldunefnd veitir viðurkenningu þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hafa lagt sig fram við að framfylgja jafnréttislögum og Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla.

Viðurkenninguna geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, hópar eða félagasamtök sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála.

Fjölskyldunefnd vonast eftir tilnefningum sem víðast að og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis og hvetja þannig aðra til frekari dáða.

Í tilnefningunni skal koma fram lýsing á því jafnréttisstarfi sem hefur verið eða er innt af hendi í bæjarfélaginu ásamt rökstuðningi.Jafnréttisdagurinn verður að þessu sinni tileinkaður gerð jafnréttisáætlana.

Rafrænt form til útfyllingar er að finna á www.mos.is. Einnig má skila tilnefningu til Þjónustuvers Mosfellsbæjar, Þverholti 2.

Tilnefningarnar berist í síðasta lagi sunnudaginn 31. ágúst næstkomandi.

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar

Sérstök, rúmgóð, björt og mikið endurnýjuð 3ja her-bergja íbúð á jarðhæð í glæsilegu tvíbýlishúsi með

sérinngangi. Steinlögð verönd út frá stofu. Glæsilegt útsýni til Esjunnar. Húsið stendur á sérlega rólegum

stað. Mögulegt er að bæta við viðbótar svefnherbergi.

Opið hús fimmtudaginn 28. ágúst milli kl. 18:00 og 18:30

Leirutangi 22 - Opið hús

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]

Það verður í nógu að snúast hjá Leikfélagi Mosfellssveitar í vetur. Leikárið hefst með pompi og prakt með frumsýningu söng-leiksins um Ronju Ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren.

Listrænir stjórnendur eru Agnes Wild leikstjóri, Sigrún Harðardóttir tónlistar-stjóri og Eva Björg Harðardóttir leikmynda- og búningahönnuður. Frumsýning verður þann 27. september og verða sýningar á sunnudögum fram í desember. Hægt er að panta miða í síma 566-7788 eða á [email protected].

Í túninu heimaBæjarbúar munu fá að kynnast nokkrum

leikurum úr söngleiknum Ronju á bæjarhá-tíðinni Í túninu heima og leikfélagið mun einnig í samstarfi við samkórinn Stöllurn-ar standa fyrir Garðagleði í garðinum hjá Maríu Guðmundsdóttur, Amsturdam 6, kl. 14, laugardaginn 30. ágúst.

JóladagskráÍ desember munu álfabörnin Þorri og

Þura kíkja í heimsókn í leikhúsið með jólaleikrit sem hentar yngstu börnunum.

Leikfélagið mun að vanda taka þátt í jóla-dagskrá bæjarins og Þrettándabrennu.

Nýtt leikverk og haustnámskeiðHópur leikfélaga vinnur nú að frum-

sömdu leikverki sem sett verður á fjalirnar eftir áramótin.

Sumarið 2015 verður Bæjarleikhúsið troðfullt af börnum og unglingum eins og venjan er, og settur verður upp unglinga-söngleikur. Leikfélaginu er sönn ánægja að tilkynna að í október munu hefjast haust-námskeið Leikgleði fyrir börn á aldrinum 4-5 ára, 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára. Um er að ræða átta vikna námskeið þar sem nemendur fá að spreyta sig á sviðinu og komast í kynni við töfra leikhússins. Allar nánari upplýsingar á www.leikgledi.is.

Fylgist með!Það eru því spennandi tímar fram undan

og Mosfellingar eru hvattir til að fjölmenna í leikhúsið og styðja við bakið á mosfellsku menningarlífi. Leikfélag Mosfellssveitar er á facebook og instagram (leikmos) þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningi sýninga og ýmislegt fleira.

Ýmislegt framundan hjá Leikfélagi Mosfellssveitar

Spennandi leikár

ronja og birkir þorri og þura

Page 11: 11. tbl. 2014

1.390 kr.ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI

EF ÞÚ SÆKIR, VIKUNA 25.–31. ÁGÚST 2014PÖNNUPIZZA: 1.590 KR.

domino’s appwww.dominos.is sími 58 12345

ÁTTU MEGA-KLÁRAN KRAKKA?Þegar þú sækir mál-tíðina þína geturðubeðið um glaðning fyrirbarnið þitt til að notaí skólanum!*

*Á m

eðan

bir

gðir

end

ast.

Page 12: 11. tbl. 2014

- Fréttir úr bæjarlífinu12

Nú í byrjun ágúst var liðið ár frá því að maðurinn minn, hann Eyþór Már, sem margir kalla Mára, lenti í alvarlegu vél-hólaslysi í Mosfellsdalnum.

Mín skoðun er sú að hægt er að sjá eitthvað jákvætt við flesta atburði þó þeir virðist í fyrstu bara erfið reynsla. Eftir þetta hef ég komist enn betur að því hvað það er frábært að vera hluti af því samfélagi sem er hér í Mosfellsbæ. Hér er smábæjarbragur, þrátt fyrir að bærinn sé hluti af höfuðborgarsvæðinu.

Á þessum 12 mánuðum sem liðnir eru frá slysinu höfum við fjölskyldan upplifað einstakan samhug alls staðar að úr bænum, frá tónlistarfólki, félög-um, fyrirtækjum, starfsfólki bæjarins og bæjarbúum. Það er afskaplega dýrmætt að skynja þennan samhug og stuðning samfélagsins þegar á brattann er að sækja og gefur styrk til að klífa fjöllin sem þarf að klífa til að koma lífinu aftur í góðan farveg.

Gott er að geta sagt frá því að lífið hjá okkur er allt á uppleið. Eyþór hefur náð sér alveg ótrúlega vel eftir slysið, enda var hann strax ákveðinn í að vinna ötullega að því að ná sér eins vel og

hægt væri. Hann er mættur til vinnu á dekkjaverkstæðið, eins og fastakúnnar hafa væntanlega tekið eftir, þó hann sé ekki farinn að vinna heilan vinnudag. Ég sjálf er að vinna í því að ná fullri orku eftir þær meðferðir sem ég þurfti á að halda við krabbameininu.

Því miður eru ekki allir jafn heppnir og við. Í júní lenti annar tvíburapabbi, Skagamaðurinn Ragnar Egilsson í slysi á vélhjóli og er eftir það lamaður fyrir neð-an háls. Erfið endurhæfing og gjörbreytt líf bíður hans. Þó við þekkjum hann ekki neitt, snertir þessi fregn streng í hjart-anu. Því langar mig, þar sem við höfum kynnst því af eigin raun að Mosfellingar hafa hlýtt hjarta, að láta vita að stofnað hefur verið styrktarfélag fyrir Ragnar og hægt er að leggja honum lið með því að leggja inn á reikning: 0186-26-10224, kt: 480814-0370. Ég vona innilega að sem flestir Mosfellingar sjái sér fært um að hjálpa þessum nærsveitunga okkar.

Með innilegum þökkum til ykkar allra fyrir stuðninginn og samhuginn síðast-liðið ár,

Katrín Björk Baldvinsdóttir

Þakkir til Mosfellinga

fjölskyldan hefur upplifað

einstakan samhug

Fimleikadeild Aftureldingar auglýsirLaugardaginn 30. ágúst klukkan 12.00 verður nýr æfingasalur fimleikadeildar Aftureldingar formlega tekinn í notkun.

Frumkvöðull og baráttukona fimleikahússins og fyrrverandi formaður fimleikadeildarinnar Eva Magnúsdóttir tekur fyrsta stökkið.

• Eldri iðkendur sýna listir sínar.

• Vetrarstarfið kynnt og tekið á móti skráningum.

• Ísfugl býður upp á grillaðar kjúklingapylsur.

Sýningin Auður á Gljúfrasteini stendur nú yfir í Listasal Mosfellsbæjar. Þessi sýning markar ákveðin tímamót í sögu safnsins því í fyrsta sinn er saga Auðar sögð í formi sýningar. Undirtitill sýningarinnar „Fín frú, sendill og allt þar á milli“ er tilvísun í þau mörgu hlutverk sem Auður á Gljúfrasteini gegndi.

Sýningin er einskonar innsetning þar sem gefur að líta verk Auðar, munstur eftir hana, ljósmyndir, hljóðmyndir og gripi sem tengjast minningum um Auði. Fjölmargir hafa komið að undirbúningi sýningar-innar sem byggir á meistararitgerð Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur í safnafræði. Fjölskylda og nánustu ættingar Auðar hafa lagt til gripi og textabrot. Þannig eru sagðar margar, skemmtilegar og ólíkar sögur um húsfreyjuna á Gljúfrasteini.

10 ára afmæli safnsins á GljúfrasteiniNú í haust eru tíu ár frá því að Gljúfra-

steinn opnaði formlega sem safn. Það var að frumkvæði Auðar og hennar nánustu að gengið var frá undirritun samnings 23. apríl

2002 um sölu á Gljúfrasteini og þeim lista-verkum sem prýða húsið. Við sama tæki-færi var undirritað gjafabréf þar sem Auður gefur ríkinu bókasafn og handrit Halldórs Laxness auk innbúsins á Gljúfrasteini. Gjöfin var ómetanleg og höfðingleg.

Sýningarteymið skipa Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri Gljúfrasteins, Marta Guðrún Jóhannesdóttir safnafræðingur og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sýningar-hönnuður.

Sýningin Auður á Gljúfrasteini sett upp í Listasalnum •Fín frú, sendill og allt þar á milli

Saga Auðar sögð í formi sýningar

frá opnun sýningarinnar í listasal mosfellsbæjar

auður sveinsdóttir

Í júní var bandaríska kvikmyndin Bokeh tekin upp á Íslandi, meðal annars í Mos-fellsbæ. Bokeh fjallar um par, sem leikið er af Maika Monroe og Matt O’Leary, sem koma til Íslands í frí og lenda í því að heimsendir skellur á.

Skyndihjálparhópur Mosfellsbæjar-deildar Rauða Krossins var ráðinn til að sinna skyndihjálp í tvo tökudaga við gerð myndarinnar. Fyrsta tökudeginum var eytt í Laugardalslaug þar sem hlutverk hóps-ins var að vera til staðar ef eitthvað kæmi upp á, þar sem að Matt og tveir tökumenn

eyddu mestu af deginum ofan í lauginni. Seinni tökudagurinn var við Seljavallalaug. Þar var hlutverkið það sama nema í þetta skipti voru það bæði Maika og Matt sem voru ofan í lauginni.

Framleiðendur myndarinnar voru af-skaplega ánægðir með hópinn og var talað um að hann væri jafnvel betur búinn en svipaðir hópar í Hollywood.

Verður skyndihjálparhópurinn sérstak-lega nefndiur í þakkarlista myndarinnar þegar hún verður gefin út. Bokeh verður frumsýnd í Bandaríkjunum í janúar.

Aðstoða við kvikmyndaupptöku

Page 13: 11. tbl. 2014

PállÓskar

Miðaverð: 2.500 kr.Forsala á Hvíta Riddaranum: 2.000 kr.Allur ágóði rennur til meistaraflokks karla í knattspyrnudeild AftureldingarAldurstakmark: 20 ár

30. ágústí íþrÓttahúsinu að varmáStórdansleikur

í íþróttahúsinu að VarmáHinn eini sanni Páll Óskar mætir í Mosó og heldur uppi stuðinu til kl 04:00.Laugardagskvöldið 30. ágúst. Húsið opnar kl. 23:30

Page 14: 11. tbl. 2014

- Líf og fjör í Mosfellsbæ14

100 bíLar | ÞverhoLti 6 | SíMi 517 9999 | [email protected]

Vegna mikillar sölu vantar okkur allar gerðir bíla, hjólhýsa, fellihýsa, pallhýsa, ferðavagna o.þ.h. á skrá. Skráið bílinn frítt hjá okkur.

Endilega komið til okkar og við skráum bílinn eða sendið okkur skráningar á [email protected] og í síma 5179999.

Vantar bíla á Skrá og á Staðinn

GleðileGa bæjarhátíð!

GLÖS8 stk. í pakka

DISKAR

Davíð Gunnlaugsson datt á dögunum í lukkupottinn og vann fjölskylduferð til Tyrklands í dælulykilsleik Atlantsolíu. Starfsfólk Atlantsolíu kom honum virkilega á óvart og fékk fjölskyldu hans til liðs við sig til að tilkynna honum um þennan 600.000 króna vinning með ferðaskriftofunni VITA. Úr varð að í miðri grillveislu rétti móðir hans honum bréf og bað hann um að lesa það upphátt. Myndband af viðburðinum var tekið upp þar sem bæði Davíð og unnusta hans eiga ekki til eitt aukatekið orð, „ha, ertu ekki að djóka?“

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Laus staða matráðs við leik-skólann ReykjakotAuglýst er eftir matráði til starfa við leikskólann fyrir næsta skólaár. Um er að ræða fullt starf. Kjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar.Reykjakot er um 100 barna leikskóli, staðsettur í kyrrlátu íbúðahverfi og stutt er í fjölbreytta náttúru.

Upplýsingar um starfið veitir Gyða Vigfúsdóttir leikskólastjóri í síma 566-8606 og 891-6609.

Umsóknarfrestur er til 5. september og umsóknum skal skilað á netfangið [email protected] ásamt upplýsingum um menntun og reynslu.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Þeir framhaldsskólanemendur búsettir í Mosfellsdal sem hyggjast nýta morgunferðir úr dalnum í vetur eru vinsamlegast beðnir um að láta þjónustuver Mosfellsbæjar vita fyrir 31. ágúst í síma 525 6700 eða með tölvupósti á [email protected]

Morgunakstur framhalds-skólanema í Mosfellsdal

Útibú Íslandsbanka við Höfðabakka fagn-ar eins árs afmæli sínu um þessar mundir en útibúið var opnað 9. september 2013. Þá sameinuðust útibú Íslandsbanka við Gullinbrú, í Hraunbæ og Mosfellsbæ í eitt útibú.

Við opnun nýs útibús þótti mikilvægt að þar störfuðu reynslumiklir starfsmenn þeirra þriggja útibúa sem voru sameinuð með það að leiðarljósi að viðskiptavinir allra útibúanna gætu gengið að sínum góðu ráðgjöfum og tengiliðum líkt og fyrr.

Vel þykir hafa tekist til við hönnun og að-gang að útibúinu við Höfðabakka en það er staðsett í húsnæðinu sem áður hýsti gamla Tækniháskólanum. Þá hefur einnig verið lögð áhersla á gott aðgengi fyrir viðskipta-vini og næg bílastæði.

Hraðbankinn kominn í skjól„Það er gaman að geta þess að nýja útibú-

ið má finna á samfélagsmiðlinum Facebook undir nafninu Íslandsbanki Höfðabakka og hvetjum við fólk til að gerast vinir okkar þar til að fylgjast með atburðum, tilboðum og öðru tengt bankanum og útibúinu,“ segir Ólafur Ólafsson útibússtjóri.

Starfsfólk útibúsins hvetur viðskiptavini og aðra til að renna í heimsókn þriðjudag-inn 9. september til að njóta léttra veitinga af tilefni afmælisins, skoða nýja útibúið og spjalla við ráðgjafa sína.

Í framhaldi af sameiningu útibúanna þá var breytt aðstöðu fyrir hraðbanka Íslands-banka í Mosfellbæ og hraðbankinn færður á betri stað í anddyri þar sem gengið er inn til Heilsugæslunnar við Þverholt 2. Sú aðstaða er mun betri en sá hraðbanki sem áður var staðsettur við það hús á þann hátt að nú er hraðbankinn staðsettur inni í lok-uðu anddyri þannig að fólk getur athafnað sig þar í skjóli fyrir veðrum og vindum.

Sameinað útibú eins árs •Hraðbankinn í Kjarna á betri stað

Eitt ár frá opnun nýs útibús á Höfðabakka

starfsfólk að höfðabakka 9

Ha, ertu ekki að djóka? •Davíð Gunnlaugs datt í lukkupott

Vann ferð til Tyrklands að andvirði 600.000 kr.

heiða og davíð að átta sig á hlutunum

Page 15: 11. tbl. 2014

MOSFELLINGUR

ÉG ER ÉG ER

MOSFELLINGUR

BORÐAR Kr. 860 -

FÁNAR Á BANDI30 stk. / 11 mtr.

Kr. 2.780 -

FÁNAR 140 x 90 cm. m/kósum - 2600 kr.FÁNAR Á PRIKI - 46 x 32 cm. - 490 kr.

FÁNAR Á BÍLA - 640 kr.

LITASKREYTINGAR FYRIR BÆJARHÁTÍÐINAÚRVALIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRA

GLÖS8 stk. í pakka

Kr. 380 -DISKAR8 stk. í pakka

Kr. 380 -

HÁHOLTI 14 I 270 MOSFELLSBÆ I SÍMI 586 1210 I NETFANG: [email protected]

Kr. 400 -BLÖÐRUR10 stk. x 30 cm

BORÐAR20 mtr.

Kr. 860 -

FÁNAR Á BANDI30 stk. / 11 mtr.

Kr. 2.780 -

Page 16: 11. tbl. 2014

- Ungir Mosfellingar16

Viktor Weisshappel er ungur og efnilegur listamaður sem bauðst það skemmtilega verkefni í sumar að lífga upp á strætóskýli Mosfellsbæjar.

Viktor sem er á þriðja ári í grafískri hönn-un í Listaháskóla Íslands var með sýningu á verkum sínum í Listasal Mosfellsbæjar síðastliðinn vetur. „Fulltrúi frá Mosfellsbæ hafði samband við mig í kjölfar sýningar-innar með þetta skemmtilega verkefni í huga. Ég ákvað að tengja þetta bæjarhá-tíðinni og mála skýlin í hverfislitunum en hverfin skiptast í gulan, rauðan, bláan og bleikan. Ég vann skýlin í takt við litina og

öll á sama hátt, en ég notaði aðferð sem ég hef verið að vinna með í málverkum mín-um,“ segir Viktor.

Skýlin sem búið er að klæða í hverfislit-ina standa við leikskólann Reykjakot sem er í bláa hverfinu, Krikaskóla sem tilheyrir bleika hverfinu, Leirutanga sem er í rauða hverfinu og loks Klapparhlíð sem er í gula hverfinu.

Viktor sem vinnur á Bókasafni Mosfells-bæjar með skólanum segist hafa fengið einróma jákvæð viðbrögð frá bæjarbúum og hvetur Mosfellinga til að gefa þessu skemmtilega verkefni gaum.

Fjáröflunartónleikar fyrir skólagjöldum Hjördís Nína Egilsdóttir Mosfell-ingur með meiru mun hefja nám við listaháskólann í Bournemouth á Englandi í haust. Hún ætlar af því tilefni að halda fjáröflunartónleika í safnaðarheimilinu að Þverholti þann 27. ágúst kl. 20.00. „Þetta er nokkuð sem mig hefur dreymt um síðan ég sótti fyrst leiklistarnám-skeið í Bæjarleikhúsinu, 7 ára göm-ul. Námið er dýrt en ég lít á þetta sem fjárfestingu. Til að grynnka aðeins á háum skólagjöldunum datt mér í hug að vera með fjáröflunar-tónleika í safnaðarheimilinu. Þar mun ég ásamt Viktori Guð-mundssyni flytja ýmis frumsamin lög í bland við önnur vel þekkt og skemmtileg. Það mun kosta 1.000 kr. inn og rennur allur ágóði þá beint í að greiða af skólagjöldunum mínum í haust,“ segir Hjördís Nína. Þau eru bæði að hefja nám við þennan virta listaháskóla í haust, Hjördís Nína við leiklistardeildina en Viktor við tónsmíðadeildina.

Listamaðurinn Viktor Weisshappel •Spreyjar í hverfalitum

Lífgar upp á strætó- skýli bæjarins

Sýning í Listasal Mosfellsbæjar, frá 22. ágúst – 27. september.

Aðgangur er ókeypis og er opið sem hér segir:

Mánudaga og þriðjudaga frá kl. 12 – 18

Miðvikudaga frá kl. 10– 18

Fimmtudaga og föstudaga frá kl. 12 – 18

Laugardaga frá kl. 12 – 17

Lokað er á sunnudögum nema 31. ágúst og 28. september.

Í tengslum við sýninguna verða skipulagðir sérstakir viðburðir og boðið upp á leiðsögn á auglýstum tímum.

Nánari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is

viktor

spreyjað við klapparhlíðina

Page 17: 11. tbl. 2014
Page 18: 11. tbl. 2014

- Hvað er að frétta?18

HáHolti 13-15 - sími 578 6699

fiskur í öllum litum

GleðileGa bæjarhátíðvið erum með ýmisleGt GóðGæti á GötuGrillið

Tveir fyrir einn af ís í brauðformiföstudag og laugardag

50% afsláttur af nammibarföstudag og laugardag

Pepsi og Pepsi Max 0,5 ltr. í plasti á 99,-

Kjarna - Mosfellsbæ

M So Ís

Gleðilega bæjarhátíð!

Anton Hugi Íslandsmeistari •Ásta Margrét í öðru sæti

Bekkjasystkini í toppbaráttunniBekkjarsyskinin Anton Hugi Kjartansson og Ásta Margrét Jónsdóttir gerðu góða hluti á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór í sumar. Aðeins munaði 0,05 kommum á þeim í efstu sætunum. Anton Hugi á Skíma frá Hvítanesi hlaut 6,94 stig og var Íslands-meistari fyrir hestamannafélagið Hörð og Ásta Margrét hafnaði í öðru sæti á Ófeig frá Holtsmúla með 6,89 stig en hún keppir fyrir Fák.

mosfellskur sigurhringur

Page 19: 11. tbl. 2014

fiskur í öllum litum

a bæjarhátíð

Ullarpartýí álafosskvos

Dúettinn Hljómur

20.30 Íbúar safnast saman á MiðbæjartorgiGulir, rauðir, Bleikir oG Bláir

20.45 Skrúðgöngur leggja af stað í ÁlafosskvosHestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.

Göngustjórar frá Skátafélaginu Mosverjum ræsa einn lit af stað í einu.

föstudagskvöldið 29. ágúst kl. 20:30-23:00

Fjör Fyrir alla FjölSkyldunanánari upplýsingar og dagskrá á www.mos.is

Björgunarsveitin

kveikir á blysum.

Bæjarbúar hvattir

til að taka með sér

skýjaluktir.

FöStudaGSkvöldið 29

. ÁGúSt

21.00 ÁlaFOSSkvOSSkólahljómsveit Mosfellsbæjar

tekur á móti skrúðgöngum.kynnir: Hilmar Gunnarsson ritstjóri Mosfellings býður gesti velkomna.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri,

setur hátíðina.lína langsokkur og lög úr Frozen.

Eldspúarar frá leikfélagiMosfellssveitar sýna listir.

dúettinn Hljómur stýrir brekkusöng.

13.00 – 15.00 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ ELDRI BORGARA EIRHÖMRUM

Vetrardagskráin kynnt fyrir eldri borgurum. Allir velkomnir og heitt á

könnunni.

13.00 TÍVOLÍ Á KAUPFÉLAGSPLANINU

13.00-18.00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS

ÁLAFOSSBÚÐIN – ÁSGARÐUR - KAFFIHÚSIÐ ÁLAFOSSI

OG SUNDLAUGIN

− 13.15 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur

− 14:00 Þjóðdansafélagið með danssýningu barna og fullorðinna og

að henni lokinni verður gömludansaball.

− 14.00 Handboltastrákarnir í Aftureldingu grilla kjúkling frá Ísfugli

og bjóða gestum að smakka á meðan birgðir endast.

14:00 BARNADAGSKRÁ Á MIÐBÆJARTORGI

15.00 BÓKMENNTAKYNNIG Á HVIRFLI Í MOSFELLSDAL.

Kynning á glænýrri bók: Sérðu harm minn, sumarnótt?

eftir Bjarka Bjarnason

Sérðu harm minn, sumarnótt? er söguleg skáldsaga sem gerist

á Austfjörðum á fyrri hluta síðustu aldar. Bókaútgáfa Óðinsauga í

Mosfellsbæ gefur verkið út og bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku

kynningarverði.

Kammerkór Mosfellsbæjar syngur kl 14:40.

15.00 AKURHOLT 21

Hljómsveitin Kynslóðabilið heldur tónleika út í garði. Söngvarar eru

Nonni Maggi og Siggi Hansa. Hljómsveitina skipa Hans Þór Jensson, Páll

Helgason, Arnór Sigurðarson og Jón Bjarni Jónsson.

16.00 ÁLMHOLT 10

Útitónleikar í garðinum heima: Davíð Ólafsson óperusöngvari

og gestir skemmta.

16.30 SKÁLAHLÍÐ 46

Útitónleikar í garðinum heima hjá bæjarstjóranum: Hljómsveitin Kókos

hitar upp fyrir götugrill. Safnast saman í brekkunni fyrir neðan húsið og

ofan Hulduhlíðar. Gústi, Hrafnhildur og Öddi halda uppi fjörinu.

https://www.facebook.com/kokosband

16:00 BÆJARLEIKHÚSIÐ

Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með

glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr.

Miðapantanir í síma 692 7408

16.00 „ÞRISTURINN“ FLÝGUR LÁGFLUG YFIR BÆINN

Í tilefni af 70 ára afmæli DC 3 vélarinnar ”Páls Sveinssonar” flýgur

hún um svæðið. ”Páll Sveinsson” var fyrsti Þristurinn sem Flugfélagið

eignaðist árið 1946 og var í notkun hjá þeim sem Gljáfaxi allt þar til að

vélin var gefin til Landgræðslu Ríksins árið 1973.

16.30 KARAMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM

17.00-20.00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ

Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins

20.00-23.00 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI

− Hljómsveitin Solar

− Hera Björk Þórhallsdóttir

− Hljómsveitin Kaleo

− Svífur yfir Esjunni: Ragnar Bjarnason, Erpur og Biggi Haralds

svífa yfir Esjunni

− Stormsveitin

− Páll Óskar Hjálmtýsson

− Kynnir: Steindi jr

23.00 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ FLUGELDASÝNINGU.

23.30 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PÁLI ÓSKARI AÐ VARMÁ

SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER

08.00 TUNGUBAKKAR

Fótboltamót Aftureldingar og Intersport 6. 7. og 8. flokkur karla og

kvenna

11.00 GUÐSÞJÓNUSTA Í MOSFELLSKIRKJU

Prestur: sr Ragnheiður Jónsdóttir

11.00-17.00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í

MOSFELLSDAL

Heimalingar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr

Börnin fá að fara á hestbak kl. 14.00-15.00

13:00-18:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS

Álafossbúðin – Ásgarður - Kaffihúsið Álafossi og Sundlaugin

14.00 Handboltastrákarnir í Aftureldingu grilla kjúkling frá Ísfugli og

bjóða gestum að smakka á meðan birgðir endast.

14:00 BÆJARLEIKHÚSIÐ

Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með

glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr.

Miðapantanir í síma 692 7408

14:00 HLÉGARÐUR – HÁTÍÐARDAGSKRÁ

Karlakórinn Stefnir syngur. Stjórnandi: Julian M Hewlett

Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2013

Útnefning bæjarlistarmanns.

Karlakórinn syngur í lok dagskrár.

16:00 STOFUTÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI

Halldór Sveinsson píanóleikari og Sigrún Harðardóttir fiðluleikari

Á tónleikunum verður hægt að ylja sér um hjartarrætur með því að

hlusta á ljúfar íslenskar dægurlagaperlur, m.a. eftir Sigfús Halldórsson,

Þórarin Guðmundsson og Jón Múla, yfir kertaljósum og kaffibollum.

Aðgangur er ókeypis.

Sjá nánar á www.mos.is/ituninuheima

FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST

MOSFELLSBÆR SKREYTTUR

Bæjarbúar skreyta hús og nágrenni í hverfislitum:

GULUR - Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar

RAUÐUR - Tangar, Holt og Miðbær

BLEIKUR - Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur

BLÁR - Reykjahverfi

20.00 - 22.00 HLÉGARÐUR

Unglingadansleikur fyrir 13-16 ára. Nánar auglýst í skólunum.

21.00 KAFFIHÚSIÐ ÁLAFOSSI

Hljómsveitin Kókos með tónleika, Ágúst Bernhardson Linn, Hrafnhildur

Ýr Víglundsdóttir og Örnólfur Örnólfsson skipa hljómsveitina. Kósí kvöld

á Kaffihúsið Álafossi, kjörið til að hita upp fyrir helgina. https://www.

facebook.com/kokosband

FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST

11.00 ÆVINTÝRAGARÐUR Í ULLARNESBREKKUM

Vígsla á nýjum leiktækjum fyrir börn. Grunnskólabörn úr yngri bekkjum

Krikaskóla, Lágafellsskóla og Varmárskóla mæta.

17.00 BÆJARLEIKHÚSIÐ

Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með

glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr.

Miðapantanir í síma 692 7408

19.30-22.30 LITAGANGA OG BREKKUSÖNGUR Í ÁLAFOSSKVOS:

19.30 ÍBÚAR SAFNAST SAMAN Á MIÐBÆJARTORGI

Gulir Rauðir Bleikir og Bláir

19.45 SKRÚÐGÖNGUR LEGGJA AF STAÐ Í ÁLAFOSSKVOS

Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.

Göngustjórar frá Skátafélaginu Mosverjum ræsa einn lit af stað í einu.

20.00 ÁLAFOSSKVOS

− Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngum.

− Kynnir: Hilmar Gunnarsson ritstjóri Mosfellings

býður gesti velkomna.

− Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, setur hátíðina.

− Friðrik Dór og glaðasti hundur í heimi láta í sér heyra.

− Eldspúarar frá Leikfélagi Mosfellssveitar sýna listir.

− Dúettinn Hljómur stýrir brekkusöng.

22.00 DAGSKRÁRLOK

Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum.

Bæjarbúar taki með sér skýjaluktir og fleyti þeim á loft í

lok dagskrár.

20:00 STOFUTÓNLEIKAR Í SKÓLASELINU KATLAGILI Í HELGADAL

Funi- Bára Grímsdóttir og Chris Foster flytja gullfallega þjóðlagatónlist

frá Íslandi og Englandi. Þau syngja og leika á langspil, gítar og kantele,

útsetja allt sjálf. Á tónleikunum verður einnig skyggnimyndasýning.

Kennarafélag Laugarnesskóla rekur skólasel í Katlagili.

KAFFIHÚSIÐ ÁLAFOSSI BÝÐUR UPP Á LIFANDI TÓNLIST OG

NOTALEGA STEMNINGU Á FÖSTUDAGSKVÖLD

23.00 HVÍTI RIDDARINN

Hljómsveitin Kaleo heldur tónleika á Hvíta Riddaranum.

Aðgangur ókeypis. Aldurstakmark.

LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST

BYLGJAN SENDIR BEINT ÚT FRÁ ÝMSUM STÖÐUM Í MOSFELLSBÆ

FRÁ KL. 13.00 – 16.00

08.00-17.00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ AÐ VARMÁ OG VIÐ TUNGUBAKKA

08.00 Fótboltamót Aftureldingar og Intersport 6. 7. og 8. flokk

karla og kvenna á Tungubökkum

10.00 7 Tinda hlaupið í Mosfellsbæ ræst.

Sjá nánar á: http://www.mos.is/7tindahlaupid/

14.00 Meistaraflokkur Aftureldingar tekur á móti Sindra frá Hornafirði

16.00 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ, markinu lokað

16.17 Ólympíuleikar vinnustaða

11.00-18.00 OPNAR VINNUSTOFUR LISTAMANNA

11.00 - 16.00 HRAFNSHÖFÐI 14, OPIÐ HÚS

Myndó ljósmyndastofa, Ólína Margeirsdóttir.

Tilboð á passamyndatöku í opnu húsi.

11.00 – 16.00 ÁSLAND 12, OPIÐ HÚS

Helga Sigurðardóttir - Leðurvörur, veski o.fl.

13.00 – 18.00 HELGALAND 9, OPIÐ HÚS

Þórunn Símonardóttir, Gallerý hjá Tótu

Ýmsar vörur úr ull, peysur, jakkar og fylgihlutir.

15.00 – 17.00 FELLSÁS 9A, OPIÐ HÚS

Bryndís Brynjarsdóttir - Málverk

12.00-17.00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL

Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá

Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl., 14.00 Kammerkór Mosfellsbæjar

syngur. 15.00 Úrslit í sultukeppni

11.00-17.00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM

Í MOSFELLSDAL

Heimalingar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr

Börnin fá að fara á hestbak kl. 14.00-15.00

https://www.facebook.com/husdyragardurinnhradastadir

12:00-17:00 FLUGVÖLLURINN Á TUNGUBÖKKUM

Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, forn-dráttarvélar úr Mosfellsbæ,

mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Elsta flugvél landsins, sem smíðuð

var af tveimur Íslendingum á árunum 1931-2 verður til sýnis og reynt

verður að setja hana í gangi í fyrsta skipti í tæp 30 ár.

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2013

Dagskrá dagana 30. ágúst til - 1. september

Dagskrá hátíðarinnar í miðopnu blaðsins

Mætum í

lopapeysum!

Eldspúarar

Ullarpartý

skólahljómsveitin

Page 20: 11. tbl. 2014

Við óskum Mosfellingum gleðilegrar bæjarhátíðar

Gleðilega

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

hátíð!

KJÖTKJÖTbúðinGrensásveg

búðin

MOSFELLINGUR

Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan

Líkami og sál

Page 21: 11. tbl. 2014

Við óskum Mosfellingum gleðilegrar bæjarhátíðar

Gleðilega

Mynd/Ruth

ÖkukennslaGylfa GuðjónssonarSími: 696 0042

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUN Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

Page 22: 11. tbl. 2014

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós22

ERT ÞÚ HOLLVINURREYKJALUNDAR?

Hringdu í síma 585 2000

Skráðu þig á reykjalundur.is/hollvinur

Sendu tölvupóst á [email protected]

Skráðu þig á Facebook: Hollvinasamtök Reykjalundar

Þannig leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar

Til staðfestingar er hringt í alla sem skrá sig á netinu.

Þú hefur ýmsar leiðir til að gerast hollvinur

Söngtímar og söngnámskeið í boði í Mosfellsbæ fyrir byrjendur

og lengra komna.

Kennarar eru Kristín R. Sigurðardóttir söngkennari og Julian M. Hewlett meðleikari, söngcoach og tónfræðikennari.Kennum eftir íslensku og ensku prófkerfum samhlíða.

Hóptímar í tónfræði og hljómfræði hluti af náminu.Píanókennsla og nótnalestursnámskeið verða líka í boði.

Söngnámskeið hefjast í byrjun september nk.

Sönghölliní Mosfellsbæ auglýsir

Frekari upplýsingar í netfangið [email protected] og eða s.699-4686 og 699-1967.

Vikuna 3.-10. ágúst síðastliðinn stóð Kyndill vaktina á hálendi Íslands og að þessu sinni var haldið á svæðið norðan Vatnajökuls. Farið var á tveimur jeppum með tvö fjór-hjól. Alls voru átta björgunarsveitarmenn með í för. Hálendisvaktin er hluti af verkefni sem sett var á laggirnar fyrir um 10 árum til að auka slysavarnir á afskekktum stöðum á landinu. Með sífellt auknum fjölda erlendra og innlendra ferðamanna á hálendinu þá eykst þörfin á viðveru björgunarsveitanna á hálendinu að sama skapi.

Verkefnin í ár voru fjölbreytt að vanda en algengustu verkefnin eru aðstoð vegna

bilaðra bíla og bíla sem hafa fest sig í ám og öðrum ófærum. Ekki síður mikilvægt hlut-verk hálendisvaktarinnar er að leiðbeina ferðamönnum með það að markmiði koma í veg fyrir óhöpp og forða fólki frá því að fara út í aðstæður sem það ræður ekki við.

Kyndill naut aðstoðar margra fyrir-tækja sem styrktu björgunarsveitina með matargjöfum og annarri aðstoð. Eftirtalin fyrirtæki fá hinar mestu þakkir frá Kyndli: Matfugl, Vífilfell, Mjólkusamsalan, Kostur, Kjötbúðin Grensásvegi, Nonni litli, Ömmu-bakstur, Borgarplast og Myllan.

Kyndill á hálendisvaktinni

Málverkasýning Karenar Björnsdóttur stendur nú yfir á kaffihúsinu í Álafosskvos. Sýningin mun standa til 3. septemer.

Karen er fædd í Reykjavík árið 1966 og er hárgreiðslumeistari og förðunarfræðingur að mennt. Hún hefur málað og teiknað nánst alla tíð og viðfangsefnin verið mjög fjölbreytt.

Í mörg ár hefur Karen málað með olíu í áhugamannahópi í félagsmiðstöðinni Ár-

skógum, undir leiðsögn Elsu Haraldsdóttur. Þá hefur hún einnig sótt nokkur námskeið í myndlistaskóla Kópavogs og hjá Veru Rott sem er rússnesk myndlistarkona.

Karen lagði í fyrstu áherslu á portrett myndir en í dag málar hún landslag, abstrakt og uppstillingar. Karen tekur að sér að mála eftir pöntunum og er hægt að nálgast frekari upplýsingar um hana á Facebook.

Karen Björnsdóttir sýnir í Álafosskvosinni

fjöldi mynda prýðirkaffihúsið í kvosinni

í faðmi fjölskyldunnar

Page 23: 11. tbl. 2014

• GAMLAR FLUGVÉLAR• FORNBÍLAR• GAMLAR DRÁTTARVÉLAR• GÖMUL MÓTORHJÓL• VEITINGAR Á STAÐNUM• LISTFLUG• KARAMELLUKAST KL. 16:30• EITTHVAÐ FYRIR ALLA

ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIRAÐGANGUR ER ÓKEYPIS

WINGS´NWHEELS

FORNVÉLASÝNING

Á TUNGUBAKKAFLUGVELLI Í MOSFELLSBÆLAUGARDAGINN 30. ÁGÚST KL. 12:00-17:00

Page 24: 11. tbl. 2014

FIMMTUDAGUR 28.ÁGÚST

BÆJARBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERFISLITUMGULUR - Hlíðar, Höfðar, Tún og MýrarRAUÐUR - Tangar, Holt og MiðbærBLEIKUR - Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og MosfellsdalurBLÁR - Reykja- og Helgafellshverfi

11:00-17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDALGeitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Teymt á hestbaki. Opið alla daga 11:00-17:00. www.facebook.com/husdyragardurinnhradastadir

16:00 GOLFKLÚBBURINN KJÖLUROpið fjölskyldumót GKJ og Rótaryklúbbs Mosfellssveitar. Texas scramble leiknar 18 holur. Ræst út af öllum teigum samtímis. Liðsfélagar verða að vera tengdir fjölskylduböndum.

20:00 FRAMHALDSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ "Með ítölsku ívafi" Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Julian Hewlett píanóleikari og tónskáld flytja tónlist með ítölsku ívafi. Sönghópurinn Boudoir og Ian Wilkinson, básúnuleikari, verða sérstakir gestir á tónleikunum.

20:00-22:00 HLÉGARÐURUnglingadansleikur fyrir 13 -16 ára. Nánar auglýst í skólunum.

20:00-22:00 SUNDLAUGARKVÖLD Í LÁGAFELLSLAUGFjölskyldan skemmtir sér saman. Kynningar á vetrarnámskeiðum í lauginni.Wipeoutbrautin.Tónlist og stemning.Pylsur og gos á 100 kall.

FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST

11:00-17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDALGeitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Teymt á hestbaki. Opið alla daga 11:00-17:00. www.facebook.com/husdyragardurinnhradastadir

14:00-16:00 ARION BANKI Töframaður skemmtir.

ULLARPARTÝ Í ÁLAFOSSKVOS20:30 Íbúar safnast saman á Miðbæjartorgi GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR - Allir að mæta í lopapeysu

20:45 Skrúðgöngur leggja af stað í ÁlafosskvosHestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Skátafélaginu Mosverjum ræsa einn lit af stað í einu.

Kynnir: Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings, býður gesti velkomna.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, setur hátíðina.Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar. Heimsmet í Lopapeysumætingu - Ólína Kr. Margeirsdóttir í Myndó verður á staðnum. Lína Langsokkur og lög úr Frozen.Dúettinn Hljómur stýrir brekkusöng.Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum.Bæjarbúar taki með sér skýjaluktir og fleyti þeim á loft í lok dagskrár.

21:00 HVÍTI RIDDARINNSýningin „Pétur Jóhann óheflaður“. Forsala miða hefst fimmtudaginn 21. ágúst á Hvíta Riddaranum verð 2.900 í forsölu / 3.900 við hurð. ATH - aðeins 150 miðar í boði.

LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST

BYLGJAN SENDIR BEINT ÚT FRÁ ÝMSUM STÖÐUM Í MOSFELLSBÆ FRÁ KLUKKAN 13:00 til 16:00

09:00-17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ TUNGUBÖKKUMFótboltamót Aftureldingar og Intersports 6. 7. og 8. flokkur karla og kvenna.

10:00-16:00 TINDAHLAUP MOSFELLSBÆJAR - www.mos.is/tindahlaupÍþróttamiðstöðinni að Varmá.

10.00 WORLD CLASS - MOSFELLSBÆÓkeypis aðgangur laugardag. Þjálfari verður á staðnum frá kl. 10 - 13. Opnir kynningartímar hjá Unni Pálmars og fólk hvatt til að mæta í hverfislitunum og taka vel á því í góðri líkamsrækt

10:00-10:30 Kick Fusion10:30-11:00 Fit Pilates

10:00-16:00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. 15:00 Úrslit í sultukeppni.

11:00-17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDALGeitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Teymt á hestbaki. Opið alla daga 11:00-17:00.

12:00 NÝR FIMLEIKASALUR FORMLEGA TEKINN Í NOTKUN.Fimleikadeild Aftureldingar fær formlega afhentan nýjan æfingasal. Iðkendur sýna listir sínar. Vetrarstarfið kynnt og tekið á móti skráningum.

12:00-17:00 WINGS AND WHEELS - FLUGVÖLLURINN Á TUNGUBÖKKUM Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, forn-dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka.

12:00-17:00 LISTASALUR MOSFELLSBÆJARSýningin: Auður á Gljúfrasteini, fín frú, sendill og allt þar á milli.

12:00-17:00 BÓKASAFN MOSFELLSBÆJARVinnustofa í skotthúfuprjóniHeimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Gljúfrastein - hús skáldsins býður til vinnustofu í skotthúfuprjóni. Farið verður eftir uppskrift Auðar Sveinsdóttur að skotthúfu en fyrir hana hlaut Auður viðurkenningu í hekl- og prjónasamkeppni Álafoss árið 1970. Lilja Birkisdóttir frá Heimilisiðnaðarfélaginu hefur umsjón með vinnustofunni ásamt Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur starfsmanni Gljúfrasteins.

12:00-17:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS Álafossbúðin - Ásgarður - Kaffi Álafoss og SundlauginMyndataka; Ullarpartý. Ólína Kristín Margeirsdóttir ljósmyndari hjá Myndó í Mosfellsbæ tekur fjölskyldumyndir af gestum í ullarpeysum.

14:00 Karlakórinn Stefnir syngur. 15:00 Töframaðurinn John Thomasson skemmtir.15:30 Tískusýning, Álafossbúðin.16:00 Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar sýna atriði úr Ronju Ræningjadóttur.

13:00 BARNADAGSKRÁ Á TÚNINU VIÐ HLÉGARÐLeikhópurinn Lotta, Hrói höttur og fleiri skemmta börnum (frítt á svæðið)Þrautabraut Hjalta Úrsus

Page 25: 11. tbl. 2014

Sýningin „Pétur Jóhann óheflaður“. Forsala miða hefst fimmtudaginn 21. ágúst á Hvíta Riddaranum verð 2.900 í forsölu / 3.900 við hurð. ATH - aðeins 150 miðar í boði.

BYLGJAN SENDIR BEINT ÚT FRÁ ÝMSUM STÖÐUM Í MOSFELLSBÆ FRÁ

Fótboltamót Aftureldingar og Intersports 6. 7. og 8. flokkur karla og kvenna.

- www.mos.is/tindahlaup

Opnir kynningartímar hjá Unni Pálmars og fólk hvatt til að mæta í hverfislitunum

Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ,

11:00-17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDALGeitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur

12:00-17:00 WINGS AND WHEELS - FLUGVÖLLURINN Á TUNGUBÖKKUM Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, forn-dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Gljúfrastein - hús skáldsins býður til vinnustofu í skotthúfuprjóni. Farið verður eftir uppskrift Auðar Sveinsdóttur að skotthúfu en fyrir hana hlaut Auður viðurkenningu í hekl- og prjónasamkeppni Álafoss árið 1970. Lilja Birkisdóttir frá Heimilisiðnaðarfélaginu hefur umsjón með vinnustofunni ásamt Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur starfsmanni Gljúfrasteins.

Myndataka; Ullarpartý. Ólína Kristín Margeirsdóttir ljósmyndari hjá Myndó

Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar sýna atriði úr Ronju Ræningjadóttur.

13:00-16:00 SKOTTMARKAÐUR VIÐ KJARNAMosfellingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangandi til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið.

13:00 TÍVOLÍ Á KAUPFÉLAGSPLANINU. FRÍTT Í HOPPUKASTALA.

13:00 BÓKMENNTAKYNNING Á HVIRFLI Í MOSFELLSDAL.Bjarki Bjarnason kynnir nýja ljóðabók eftir sig sem heitir Ástríður og er byggð á dagbók Gísla Brynjúlfssonar frá miðri 19. öld. Bjarki les úr ljóðabókinni. Einnig mun Vilborg Bjarkadóttir lesa úr væntanlegri ljóðabók sinni. Karlakórinn Stefnir syngur nokkur lög.

13:00-17:00 OPIÐ HÚS Í HEILSUMIÐSTÖÐ SIGGU DÓRU HÁHOLTI 14, 1.HÆÐ Kynning á fjölbreyttum námskeiðum sem verða í boði í vetur. Rope Action, salsa og línudans, markþjálfun, sjálfstyrkingarnámskeið og fleira. Allir velkomnir, heitt á könnunni og svalandi heilsudrykkir.

14:00-17:00 KJÚKLINGAFESTIVAL - KJÚKLINGARÉTTIR FYRIR ALLAÍþróttamiðstöðin að Varmá.Stærstu kjúklingaframleiðendur og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk. Hafþór Júlíus Björnsson sterkasti maður Evrópu verður á svæðinu. Kalli Tomm og Jökull í Kaleo taka lagið. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

14:00-17:00 STEKKJARFLÖT - HOPPUKASTALAR Frítt fyrir káta krakka.

14:00 HLÉGARÐUR Heimildarmyndin Álafoss - Ull & ævintýri. Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. 55 mínútna heimildamynd um verksmiðjuþorpið í sveitinni.

14:00 AKURHOLT 21 Hljómsveitin Kynslóðabilið verður með tónleika út í garði. Söngvarar eru Nonni Maggi og Siggi Hansa. Hljómsveitina skipa Hans Þór Jensson, Páll Helgason, Arnór Sigurðarson og Friðrik Halldórsson. Sérstakir gestir verða Jóhanna Fanney Svavarsdóttir, Ólafur M. Magnússon og Saga Jónsdóttir söng- og leikkona.

14:00 AMSTURDAM 6 Í REYKJAHVERFI (sjá staðsetningu á já.is)Samkrull i leik og söng með Leikfélagi Mosfellssveitar og kvennakórnum Stöllunum í garðinum við Amsturdam 6.

15:00-17:00 ÓÐINSAUGA ÚTGÁFA MEÐ RITSMIÐJU KJARNA - ÞVERHOLTI 2 - smábækur gefnar gestum á meðan birgðir endast.

15:00 GRUNDARTANGI 11 Hljómsveitin Andrea og vinir með blues popp og rokk tónleika. Fólk hvatt til að mæta og hlusta því þetta er það sem enginn vill missa af ! Hljómsveitina skipa: Andrea Ingvarsdóttir, söngur Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson, trommur Friðrik Jónsson, gítar Björn Guðjón Sigurðsson, bassi Ívar Guðjóns Jónasson, gítar

16:00 ÁLMHOLT 10Útitónleikar í garðinum heima: Davíð Ólafssonóperusöngvari og gestir skemmta.

16:30 SKÁLAHLÍÐ – ÍBÚAR BJÓÐA Í GARÐINN HEIMAÚtitónleikar í garðinum heima: Kalli Tomm og félagar taka lagið og hita upp fyrir götugrill. Safnast saman í brekkunni fyrir neðan Skálahlíð 46 og ofan Hulduhlíðar.

16:30 KARMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM

17:00-21:00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins

21:00-23:00 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI - Pollapönk - Tríóið Kókos - Diddú og Páll Óskar - Hljómsveitin Kaleo - Kynnir: Jogvan Hansen

23:00 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ FLUGELDASÝNINGU

23:30-04:00 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PÁLI ÓSKARI AÐ VARMÁ

SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST

09:00 TUNGUBAKKARFótboltamót Aftureldingar og Intersports 6. 7. og 8. flokkur karla og kvenna

10:00-16:00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL Útimarkaður: Grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl.

11:00 MOSFELLSKIRKJAGuðsþjónusta í Mosfellskirkju í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari.

11:00-17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDALGeitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Teymt á hestbaki. Opið alla daga 11:00-17:00. www.facebook.com/husdyragardurinnhradastadir

13:00-17:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS Álafossbúðin - Ásgarður - Kaffi Álafoss og Sundlaugin

14:00 Elvar og Sara Lind, margfaldir Íslands- og bikarmeistarar í samkvæmisdönsum sýna.

15:30 Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar sýna atriði úr Ronju Ræningjadóttur.

14:00-17:00 STEKKJARFLÖT - HOPPUKASTALAR Frítt fyrir káta krakka.

14:00 HLÉGARÐUR - HÁTÍÐARDAGSKRÁUmhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2014.Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2014.Heitt á könnunni og allir velkomnir.

15:00 LISTASALUR MOSFELLSBÆJARLeiðsögn um sýninguna Auður á Gljúfrasteini, fín frú, sendill og allt þar á milli.

Page 26: 11. tbl. 2014

- Mosfellingurinn Davíð Ólafsson26

Davíð Ólafsson söngvari og fasteignasali býður gestum og gangandi heim í garðinn sinn á bæjarhátíðinni

Davíð Ólafsson þarf vart að kynna enda löngu orðinn landsþekktur fyrir söng sinn. Hann stundaði

nám við Söngskólann í Reykjavík og hélt þaðan til framhaldsnáms við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg. Að námi loknu var Davíð fastráðinn við óperuna í Lübeck í tvö ár. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og í Evrópu og var fast-ráðinn hjá Íslensku óperunni í tvö ár en er sjálfstætt starfandi söngvari í dag.

„Ég ólst upp í Keflavík og við krakk-arnir lékum okkur á íslensku og ensku. Yfirmenn í bandaríska hernum máttu búa með fjölskyldur sínar utan varnarsvæðisins og leigðu íbúðir í Keflavík. Þeir voru með litasjónvarp og við fengum að leika okkur hjá þeim með dót eins og var í Toy Story myndunum. Þetta var skemmtilegur tími og við vinirnir höldum ennþá sambandi við margar bandarískar fjölskyldur sem við kynntumst á þessum tíma.“

Gekk heim með 10 punda ýsu„Ég gekk í Holtaskóla og átti þar góð ár.

Aðalleiksvæði okkar vinanna var bryggjan.Við fórum á hverjum degi með veiðistöng, klifruðum á milli báta og veiddum kola og marhnúta. Þegar bátarnir komu að landi þá fékk maður gefins fisk. Maður gekk ekkert lítið stoltur heim með veiðistöngina og 10 punda ýsu í soðið. Sjómennskan hefur alltaf átt vel við mig. Frá sextán ára aldri var ég á sjó í yfir tíu sumur.“

Davíð er fæddur í Keflavík 30. janúar árið 1969. Foreldrar hans eru þau Stein-unn Erlingsdóttir móttökuritari og Ólafur Sigurðsson húsgagnasmiður. Davíð á tvær systur, Ester og Guðrúnu.

Söngæfingar í öðru hverju húsi„Keflavík hefur alltaf verið mikill

tónlistarbær. Ég ólst upp í húsinu á móti Rúnari Júlíussyni tónlistarmanni og fjöl-skyldu hans og maður kynntist lífinu í kringum hann og hans fyrirtæki.

Það voru líka hljómsveitar- og söngæfingar í öðru hverju húsi í hverfinu. Tónlistin ómaði um allt langt fram eftir á kvöldin, líka á mínu heimili því systir mín er organisti og hún var alltaf með söngvara heima.“

Fegurðardrottingar í fremstu víglínu„Ég byrjaði snemma í tónlistarskóla og

spilaði á trompet í 13 ár. Ég var í lúðrasveit og þegar við mættum á landsmót lúðra-sveita þá var Mosfellsbær alltaf með þrjár fullskipaðar sveitir og fegurðardrottingar í fremstu víglínu en við náðum rétt að skrapa í eina sveit,“ segir Davíð og brosir.

Ég byrjaði svo 18 ára að læra að syngja í Söngskólanum í Reykjavík. Í fyrstu hafði enginn kennari trú á mér, Sigurður Demetz sagði að ég hefði verið versti nemandi sem hann hefði haft, röddin væri efnileg en hitt vonlaust. Guðmundur Jónsson tók annan pól í hæðina, hann tók þessu með ró, sagði skemmtilegar sögur og gaf mér í nefið. Ég á honum mikið að þakka.

Í Söngskólanum kynntist ég Stefáni Helga Stefánssyni tenór. Við Stefán byrjuðum að syngja dúetta í afmælum hjá

fjölskyldumeðlimum sem síðan vatt upp á sig. Nú skemmtum við í orðsins fyllstu merkingu fyrir fólk um allan heim.“

Grýttur með glóandi kolum„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hjálp-

arstarfi, ég fór til Pakistan á vegum ADRA til að byggja skóla fyrir börn sem voru í vinnuþrælkun. Ég var á svæði rétt við afgönsku landamærin þar sem talibanar voru fjölmennir. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Ég lenti þarna í skotárás og var grýttur með glóandi kolum, maður getur átt von á öllu þarna. Ég hef tekið þátt í mörgum svona verkefnum en í seinni tíð hef ég staðið fyrir tónleikum og valið þau verkefni sem ég styrki.“

Fastráðinn við Íslensku óperuna„Ég kláraði íslensku, kennslufræði og

stofnanastjórnun í Háskóla Íslands. Sótti svo um fyrir rælni í Tónlistarháskóla Vínar-borgar og komst inn. Ég bjó í Vínarborg í þrjú ár og það var frábær tími. Eftir námið fékk ég stöðu í Sviss og var þar í hálft ár, þaðan fór ég til Þýskalands í tvö ár.

Plönin mín breyttust þegar Kristinn Sigmundsson hringdi í mig og spurði hvort ég myndi vilja þiggja fastráðningu við Ís-lensku óperuna. Ég var ekki lengi að hugsa mig um og starfaði tvö ár við óperuna en hef starfað sjálfstætt síðan. Ég kláraði löggildingu til skipa- og fasteignasölu árið 2013 og starfa við það í dag hjá Remax. Svo syng ég við hin ýmsu tilefni með Stefáni vini mínum.

Sungum saman í Hallgrímskirkju„Ég kynntist konunni minni, Hrönn

Helgadóttur organista, haustið 2006 þeg-ar við sungum saman í Hallgrímskirkju. Dómkórinn átti afmæli og kórstjórinn fékk mig til að syngja lítið hlutverk í sálumessu. Hrönn söng með kórnum. Eftir tónleikana var farið á kaffihús og ég settist hjá Hrönn og hef setið hjá henni síðan.

Við fluttum í Mosfellsbæ 2008 og eignuð-umst tvíburana Davíð Erling og Steinunni ári síðar. Fyrir átti Hrönn tvö börn, Helga og Sólrúnu Margréti. Okkur finnst yndislegt að búa hérna og erum mjög heimakær. Við giftum okkur í garðinum heima.

Við eignuðumst dóttur í september 2013 sem fæddist fyrir utan Pfaff á Grensásvegi

þar sem við náðum ekki á fæðingardeild-ina. Ég tók á móti henni og það var ótrúleg upplifun. Hrönn mín var alveg pollróleg yfir þessu öllu en ég át súkkulaði í margar vikur á eftir. Það er ávallt líf og fjör á okkar heimili, það kallast lúxus ef við náum að sofa alveg heila nótt,“ segir Davíð og hlær sínum dillandi hlátri.”

Í túninu heimaNú er bæjarhátíðin, Í túninu heima, á

næsta leiti og þá ætlar Davíð og fjölskylda hans að bjóða til söngveislu í garðinum heima hjá sér en þetta er fjórða árið sem þau gera það. Ég bað hann um að segja mér af hverju þau hefðu byrjað á þessu? „Ég las að fólk væri sjálft hvatt til að vera með viðburði á bæjarhátíðinni og það þurfti sko ekki að segja mér það tvisvar. Ég fékk Diddú söngkonu til liðs við mig og það mættu um hundrað manns í garðinn til mín fyrsta sumarið. Síðan hefur þetta undið upp á sig og síðast mættu um 300 manns. Jónas Þórir og Anna Guðný píanóleikarar hafa veitt okkur ómetanlega hjálp.

Nú er þetta orðin fastur liður hjá mörgum að líta við hjá okkur og það er bara gaman að því. Við vonumst til að sjá sem flesta í ár, við búum í Álmholti 10,“ segir Davíð að lokum er við kveðjumst.

Sigurður Demetz sagði að ég hefði verið versti nem-

andi sem hann hefði haft, röddin væri efnileg en hitt vonlaust.

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

HIN HLIÐINVið hvaða aðstæður færðu gæsahúð? Þegar ég heyri rismikla tónlist með stórum kór.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ?Fiskbúðin, ekki spurning. Ég er alinn upp við fiskvinnslu og verð stundum að fara í fiskbúðina til að finna ilminn.

Við hvað ertu hræddur?Fáfræði og fordóma.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Davíð Erling sonur minn, þegar hann fór sjálfur að sofa.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar Stefán man ekki textann.

Hvaða ilmur er bestur? Ilmurinn í Fiskbúðinni og þegar það er vor í lofti.

Hvaða freistingu stenst þú ekki?Gott, gott.

Draumaborgin? Vínarborg.

Myndir: Ruth Örnólfs, Sigurlaug Pálsdóttir og úr einkasafni.

Býður til söngveislu

Davíð og Hrönn á brúðkaupsdaginn 26. júní 2010.

Tvíburarnir, Steinunn og Davíð Erling.

Page 27: 11. tbl. 2014

Myndir: Ruth Örnólfs, Sigurlaug Pálsdóttir og úr einkasafni.

Page 28: 11. tbl. 2014

- Vertu vinur okkar á Facebook :)28

FÍT

ON

/ S

ÍA

Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem hentar þér í næstu verslun.

WWW.PAPCO.IS

FIÐURMJÚK FÍFA

33ja laga

Námskeið fyrir byrjendur

og lengra komna

Brattholti 17Mosfellsbæ

SILFURSMÍÐINÁMSKEIÐ

Kennari er Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir

gullsmíðameistari

Innritun er hafin í síma:

511 5457 og 846 4438

Hestamannafélagið Hörður kynnir

Klúbburinn mun hefja starfsemi sína í byrjun september.

Um er að ræða skipulagða íþróttastarfsemi á ársgrundvelli fyrir börn og unglinga sem stunda hestamennsku. Lögð verður áhersla á að kynna æskunni fyrir öllum hliðum hestamennskunnar.

FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEG DAGSKRÁ: • Bókleg og verkleg kennsla, kennslusýningar.• Reiðtúrar og vettvangsferðir. • Gestakennarar koma í heimsókn.

Markmið Hestaíþróttaklúbbsins er að færa hestamennskuna á sama stall og aðraríþróttagreinar. Með því að bjóða upp á hestamennsku sem íþróttagrein á ársgrund-velli mun færni, þekking og félagsleg tengsl barna innan hestamannafélaga aukast.

Reiðkennarar Hestaíþrótttaklúbbsins eru þær Line Nørgaard og Malin Jansson.Báðar hafa þær starfað við tamningar og þjálfun og eru menntaðir reiðkennarar frá Hólaskóla ásamt því að hafa reynslu af því að starfa með börnum og unglingum í

Á haustönn er Hestaíþróttarklúbburinn starfandi í 12 vikur. Fyrstu 6 vikurnar mæta nemendur með hesta. Seinni 6 vikurnar eru nemendur ekki með hesta á eigum vegum.

Skilyrði: Aðgangur að hesti og reiðtygjum fyrstu 6 vikurnar að hausti til og frámiðjum janúar í 12 vikur. Að knapi sé sjálfbjarga á baki og treysti sér til útreiða.

Ef börn eða unglingar eigi ekki hest munu reiðkennarar reyna að útvega þeim hest.

Til þess að geta skráð sig í Hestaíþróttaklúbbinn þurfa nemendur að vera skráðir félagsmenn hjá Herði.

Nánari upplýsingar á email [email protected],[email protected]ða [email protected]

HESTAÍÞRÓTTA-KLÚBB HARÐAR

KYNNINGARFUNDUR

MÁNUDAGINN

25. ÁGÚST KL. 18:30

Í HARÐARBÓLI

heilsuvin í mosfellsbæ

Aftur í skólannheilsu

horniðÞessa dagana eru fjölskyldur í Mosfellsbæ að undirbúa sig fyrir veturinn og stór hluti af þeim undirbúningi er vegna skólagöngu barna og ung-menna. Það er því gott að rifja upp hvað þarf að hafa í huga þegar við undirbúum okkur fyrir veturinn.

ÖryggiGott er að fara yfir öryggisatriði sér-

staklega með yngri hópnum varðandi umferð. Ef hjólað er í skólann skal fara yfir ljósabúnað, endurskinsmerki og hjálmanotkun áður en skólinn byrjar. Sama gildir með búnað þegar gengið er í skólann.

Skólataskan og námiðFörum yfir skólatöskuna og stillum

hana rétt á bak barnsins þannig að hún sitji rétt og vel. Börnin eru í vexti og það getur haft áhrif á líkamsbeitingu þeirra ef þau bera þunga tösku sem er vitlaust stillt fyrir þau. Hver og einn þarf að stilla sína tösku miðað við þarfir og geta for-eldrar hjálpað til við stillingar þannig að taskan sitji rétt og vel. Mörg börn þurfa aðstoð við skipulagningu námsins og það er foreldra að hafa umsjón með því að allt fari vel fram. Aðstoðum börn-in við skipulagningu og bjóðum þeim hjálpina sem þau þurfa til að koma sér af stað ef það reynist þeim erfitt.

NetiðFörum yfir netöryggi og tölum um

notkun netsins við börnin okkar og ung-menni. Sú vísa er aldrei of oft kveðin. Einelti getur átt sér stað á netinu sem og í skóla. Ef grunur leikur á því að einelti eigi sér stað skal leitað hjálpar. Foreldr-ar ekki gefast upp ef grunur leikur á um einelti á netinu. Hægt er að læsa netinu fyrir ákveðnar síður og er það foreldra að gera slíkt.

NæringGott nesti veitir þreyttum líkama

orku. Verum meðvituð um hvaða mat-ur nærir líkamann og hvaða matur ger-

ir það ekki. Gott er að leiðbeina börnunum um gildi góðrar næringar og kenna þeim að átta sig á líðan sína miðað við næringu. Gef-um okkur tíma til að ákveða hvaða nesti er best og hjálp-um börnunum að útbúa það sjálf. Hægt er að fá hugmyndir

af góðu nesti á netinu.

HreyfingBörn og ungmenni hafa minnkað

hreyfingu almennt á síðustu árum og er því gott að setja sér þau markmið að ganga eða hjóla í skólann alla daga. Öll hreyfing er af hinu góða og foreldr-ar geta aðstoðað börn og ungmenni að finna eitthvað við sitt hæfi.

FélagsskapurFélagsleg tengls eru afar mikilvæg og

foreldrum ber að fylgjast með því sem er að gerast í félagslegu umhverfi barna sinna. Það er gott að kynnast vel þeim sem barnið þitt umgengst og þekkja for-eldra vina barna þinna. Það að eiga gott samband við aðra foreldra auðveldar verulega samskiptin ef eitthvað kemur uppá.

Áfengi, vímuefni og tóbakSkólar í Mosfellsbæ eru með skýra

reglu varðandi neyslu áfengis, vímu-efna og tóbaks af hvaða tagi sem er. Rannsóknir sýna fram á að það besta sem foreldrar geta gert er að sjá til þess að eiga góðar samverustundir með börnum sínum, að sjá til þess að þau taki þátt í skipulögðu tómstundastarfi og að kenna þeim að hvert ár sem þau hefji ekki neyslu á ofangreindum efn-um skipti gríðarlegu máli fyrir fram-vindu lífs þeirra. Foreldrar þurfa einnig að setja reglur á sínu heimili varðandi þessa þætti á skýran máta og standa við þær reglur.

Njótum vetrarins og alls þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Sigríður Kristín HrafnkelsdóttirVerkefnisstjóri, Heilsueflandi samfélag

Page 29: 11. tbl. 2014

100% kjúklingurAllur Holta kjúklingur er 100% náttúrulegur.

Þú getur verið viss um að þegar þú kaupir Holta kjúkling ertu að fá vöru sem nýtur virðingar hjá meistarakokkum,

hvar sem þá er að finna.

HOLTA KJÚKLINGUR

Page 30: 11. tbl. 2014

- Vertu vinur okkar á Facebook :)30

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

HátíðartilBoð490 kr

Viltuvera með í vetur?

Kíktu ámosfellskorinn.123.is

Í sumar hafa um 220 börn skráð sig í sumarlesturinn en honum lýkur nú um mánaðamótin.

Öll börn sem hafa tekið þátt, geta komið í afgreiðslu Bóksafnsins 1.- 14. september og sótt viðurkenningu.

Með kveðju,Bókasafn Mosfellsbæjar

SumarlestriBókasafnsMosfellsbæjarljúka

Sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar að ljúka

Eins og staðan er í dag er Eyþór Reynisson með forystu á Íslandsmótinu í MxOpen og Mx2. Hann hefur unnið öll moto sumarsins og er að gera góða hluti eftir að hafa verið við æfingar erlendis í vetur.

Í kvennaflokki er hin 16 ára Brynja Hlíf í 2. sæti til Íslandsmeistara í MxKvenna eftir að hafa unnið fyrsta mót sumarsins og hafnað í 2. og 3. á hinum mótunum. Í byrjun sumars vann hún erfiðustu endur-okeppni ársins, Járnkonuna á Klaustri, þar sem sami ökumaður keyrir einn í 6 klst. Til gamans má geta að hún hefði endað í

6. sæti í karlaflokki þar sem 35 keppendur hófu keppni.

Björk Erlingsdóttir hefur sýnt það og sannað að hægt er að stunda motocross þó svo að maður sé komin á fimmtugsaldur-inn en hún vermir efsta sætið í 30+ kvenna-flokki.

Óliver Örn Sverrisson hefur bætt sig gríðarlega í sumar og er með forystu í ungl-ingaflokki þar sem margir ungir og efnilegir ökumenn keppa um titilinn.

Valdimar Þórðarson kom með gott „comeback“ og gerði sér lítið fyrir og varð

Íslandsmeistari í Enduro og sýndi það að hann á mikið inni.

Hjólafólk er hvatt til að nýta sér eina bestu braut landsins sem staðsett er á Tungumelum hér í Mosfellsbæ. Þar er einnig barnabraut en miðar í brautina fást á N1 í Háholti.

Hin 16 ára gamla Brynja Hlíf er á leið til Noregs í mostocrossskóla.

Síðustu 3 ár hefur Brynja Hlíf æft og keppt í motocrossi og ákvað strax að helga lífi sitt þessari skemmtilegu og jafnframt erfiðu íþrótt. Í vetur æfði hún 6-12 sinnum í viku, bæði þrekæfingar og hjólaæfingar sem hafa greinilega skilað sér. Til þess að bæta sig enn frekar þarf hún að komast í metnaðarfullar aðstæður þar sem hún getur hjólað allan ársins hring, æft með fólki sem hefur jafn mik-inn metnað og hún og vera með góðan þjálfara. Það má því segja að draumur Brynju Hlífar hafi ræst með því að ganga í SFH-motocrossskólann þar sem hún getur einbeitt sér alfarið að æfingum.

Brynja hlíf til noregs

Myn

dir/

Sver

rir Jó

nsso

n

Margir framúrskarandi í Mótorhjólafélagi Mosfellsbæjar

Góður árangur hjá MotoMos í sumar

Brynja hlíf eyþór reynis

valdi

Page 31: 11. tbl. 2014

Mosfellingar Gleðilega bæjarhátíð

Einnig viljum við þakka Mosfellsbæ fyrir að versla í heimabyggð og stuðla þannig að blómstrandi atvinnurekstri í bæjarfélaginu.

Múrefni ehf. óskar Mosfellsbæ til hamingju með að hafa valið Weber-UK hágæða múrklæðningu við endurbætur á Brúarlandi og Hlégarði.

Múrefni ehf. - www.murefni.is - [email protected] - S: 5179604

Page 32: 11. tbl. 2014

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ32

SkýjaluktirnarfáSt í bymoS

Tökum með okkur skýja-

lukTir í brekkusönginn

á fösTudagskvöldinu

í Túninu heima

www.facebook/skyjaluktir

háTíðar

Tilboð

490 kr

Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menn-ingu héraðsins. Héraðsskjalasafnið varðveitir gögn frá stofnunum, félögum, fyrir-tækjum og einstaklingum. Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt. Glötuð gögn er glötuð saga.

Hér fyrir ofan má sjá mynd sem varðveitt er á safninu.

Árið 1977 kom Uhro Kekkonen Finnlandsforseti í heimsókn til Mosfellssveitar. Til-efnið var afhjúpun minningarskjölds sem festur var á hraunhnullung frá Heimaey. Þetta var gert til minningar um höfðinglega gjöf Finna til Vestmannaeyinga eftir gosið í Heimaey, þ.e. bygging einingaraðhúsanna við Arnartanga í Mosfellssveit.

leynist fjársjóður í þínum fórum?

Höfðingleg gjöf Finna

Ég býð upp á einkatíma eða kennslu í fámennum hópum í stærðfræði og íslensku, sem og aðstoð við heimanám fyrir nemendur á unglingastigi.

Upplýsingar í síma: 697-7704Sigríður Hafstað, grunnskólakennari

Bikarkepni 15 ára og yngri fór fram á Varm-árvelli sunnudaginn 24. ágúst. Alls voru níu lið skráð til keppni og 148 keppendur.

A-lið ÍR sigraði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri með samtals 152 stig. Í öðru sæti var sveit FH með 128 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar (Fjölelding) varð í 3. sæti með 123,5 stig.

Þá setti sveit FH nýtt Íslandsmet í 1.000 m boðhlaupi 15 ára stúlkna þegar hún kom í mark á tímanum 2:20,32 mín.

Fjölelding varð í 2. sæti í piltaflokki með 59,5 stig og SamVest, sem er sameiginlegt lið Vesturlands varð í 3. sæti ásamt HSK, bæði með 54 stig, einu stigi á undan FH sem varð í 5. sæti. A-lið ÍR varð í 2. sæti í stúlknaflokki með 73 stig en Fjölelding í því 3. með 64 stig.

Á myndinni má sjá lið Fjöleldingar fagna með þjálfara sínum. Á myndina vantar tvær stúlkur úr Grafarvogi)

Keppendur 15 ára og yngri •Fjölelding er sameiginlegt lið

Bikarkeppni FRÍ fór fram á Varmárvelli

sameiginlegt lið aftur-eldingar og fjölnis

Page 33: 11. tbl. 2014

Meistarinn frá Snæfellsnesi verður á hátíðinni Í túninu heima. Í samstarfi við Aftureldingu fyrir utan dansleik á laugardagskvöldinu og bæði laugardag og sunnudag við Hlégarð.

Meistarinn hefur vakið athygli og nýtur mikilla vinsælda en meðal vinsælla rétta á matseðli má nefna Henrik, djúpsteiktapylsu með doritos, hvítlaukssósu, bræddum osti og kryddi. Á matseðli eru nokkrar útfærslur á þjóðarrétti Íslendinga sem og Meistarabátar, t.d. Trommarinn, lambakjöt, ostur, kál, rauðlaukur, tómatar, doritos, Meistarasósa og krydd.

Við hlökkum til að fá Mosfellinga og gesti til okkar.

Í túninu heima

Við Verðum fyrir utan Pallaballið :) Góða skemmtun

mætir á sVæðiðmeistarinn

ViðHlégArð

luktirnar

www.facebook.com/mosfellingur - 33

Page 34: 11. tbl. 2014

[email protected] / 779-8217

TAEKWONDO

TAEKWONDO

FRÍAR PRUFUÆFINGAR 25. ÁGÚST - 1. SEPT

- Íþróttir34

Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi

Sími 540 1125 Sími 540 1150 Sími 540 1155Sími 540 1100

[email protected] www.lifland.is

Tilboð á lífrænu varpfóðri frá Líflandi

Við bjóðum 20% afslátt af lífrænu varpfóðri í verslunum okkar

-Fyrir þá sem velja lífrænt-

Fullt verð: 6.790 kr.

Tilboðsverð: 5.400 kr.

20 kg pokar

Hentar vel til fóðrunar á heimilishænsnum

Komduog

syngdumeð!Kíktu á

mosfellskorinn.123.is

586 8080

selja...

www.fastmos.is

Sími: 586 8080Strákarnir í meistaraflokki karla í handbolta undirbúa sig nú undir átök vetrarins. Um helgina taka þeir þátt í UMSK mótinu sem fram fer í Digranesi en fyrsti leikur í sjálfri Olís deildinni fer fram 18. september. Strákarnir voru í styrktarþjálfun í Eldingu þegar ljósmyndara Mosfellings bar að garði og var létt yfir strákunum eins og sjá má.

Undirbúa sig fyrir átök vetrarins

stífar æfingar í eldingu að varmá

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 35: 11. tbl. 2014

[email protected] / 779-8217

TAEKWONDO

[email protected] / 779-8217

FRÍAR PRUFUÆFINGAR 25. ÁGÚST - 1. SEPT

TAEKWONDO

TAEKWONDO2014 - 2015

ÍÞRÓTTSJÁLFSVÖRNSTYRKUR

Laugardaga11:00-12:00 14:15 - 15:00 15:00 - 16:00

-

LIÐLEIKIFÉLAGSSKAPURSJÁLFSTRAUST

[email protected] / 779-8217

FRÍAR PRUFUÆFINGAR 25. ÁGÚST - 1. SEPT

www.afturelding.is/taekwondo

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 36: 11. tbl. 2014

- Íþróttir36

Ekki kaupa árskortNú styttist í jólin hjá þeim lík-

amsræktarstöðvum sem gera út á að moka inn fólki á haustin. Fólk er vel haldið eftir sumarið og setur sér háleit markmið. Vill léttast og styrkjast. Hratt. Stöðvareigendur taka brosandi á móti haustfólkinu, benda á að hagstæðast sé að kaupa árskort og fylgjast svo með mannskapnum æfa af fítonskrafti í heila viku áður en meirihlutinn gefst upp og lætur ekki sjá sig aftur fyrr en að ári.

Ef þú kannast við þetta, prófaðu nýja leið í ár. Ekki kaupa árskort.

Gerðu eitthvað nýtt. Finndu hreyf-ingu sem lætur þér líða vel. Hreyf-ingu sem þú hlakkar til. Slepptu öllum fituprósentumarkmiðum. Ein-beittu þér að því að koma upp rútínu í kringum hreyfinguna og láta hana ganga fyrir. Lífið er reyndar þannig að maður verður stundum að breyta plönum, en vertu þá klár með vara-áætlun. Fara á aðra æfingu í staðinn eða í nokkurra mínútna göngutúr í ferska loftinu. Alltaf gera eitthvað. Ekki sleppa því alveg að hreyfa þig af því að það er svo mikið að gera.

Barack Obama hefur nóg að gera. Hann tekur sér samt tíma til að

fara út að skokka og spila körfubolta með vinum sínum. Ef hann hefur tíma til að hreyfa sig, þá hefur þú það líka. Þú þarft ekki að hlaupa maraþon á meðan aðrir sofa eða fara í spinning kl. 4.30. Hreyfingin á að efla þig, hressa og styrkja, vera heilsueflandi, uppbyggjandi, ekki draga úr þér orku. Sjálfsagi er lykilatriði, sérstaklega í byrjun. Hann heldur þér við efnið og þegar þú hefur fylgt nýju rútínunni þinni í 1-2 mánuði verður hreyfingin orðin jafn sjálfsagður hluti af daglegu lífi þínu og að bursta tennurnar. Þú ert ekki lengur með samviskubit yfir því að vera styrkt-araðili líkamsrækt-arstöðvar, heldur hlakkar hreyfing-arinnar og þeirrar orku sem hún gefur þér.

HEilsumolar Gaua

Guðjó[email protected]

(1) Eirhamrar handverkstofa, (2) Lágafellslaug, (3) Leikfimisalur Eirhamrar kjallari byrjar 4. sep, (4) Ganga frá aðalinngangi Eirhamra, (5) Safnaðarheimilið, (6) 18. sep,

2,16, 30. okt, 13, 27. nóv, 11. des, (7) 11, 25. sep, 9, 23. okt, 6, 20. nóv, 4. des, (8) Línudans Eirhömrum byrjar 15. sep kl. 16:00, (9) Eirhamrar byrjar 23. sep kl. 13:00,

(10) Eirhamrar kjallari byrjar 3. sep kl. 19:00, (11) Eirhamrar kjallari byrjar 16. sep, (12) Í borðsal Eirhömrum 29. ágú, 12.sep, 26. sep, 10. sept, 24. okt, 7, 21. nóv, 5. des,

(13) Varmá íþróttasalur, (14) Eirhamrar borðsalur, (15) Eirhamrar borðasalur 3. sep, 1. okt, 5. nóv, 3. des, (16) Varmá íþróttasalur, (17) Eirhamrar kjallari byrjar 10. sep.

STUNDASKRÁ ÞESSI ER BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR

Stundaskrá félagstarfs eldri borgara haust 2014 (sept-des)Stundaskrá Félagstarfsins haust 2014 sep-des

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur

11:20 Vatnsleikfimi (2) 10:00 Boccia (16) 11:20 Vatnsleikfimi (2) 10:00 Ringó (13) 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4)11:00 Ganga frá Eirhömrum (4)

11:00 Ganga frá Eirhömrum (4) 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4)

Leikfimi (3)10:45 hópur 111:15 hópur 2

13:00-16:00 Handverkstofa opin án leiðbeinanda (1)

13:00-16:00Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1)

13:00-16:00Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1)

13:00-16:00Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1)

13:00-16:00Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1)

13:00-16:00Opin Glervinnustofa/bræðsla án leiðsögn (17)

13:00 Kóræfing hjá Vorboðum (5)

13:00 Bókbandsnámskeið (11) 13:00-16:00 Opin Glervinnustofa / Bræðslameð leiðsögn (17)

13:30 Gaman saman (6) annan hvern fimmtud.

13:00 Félagsvist annan hvern föstudag (12)

16:00-17:00 Línudans (8) 14:00 Postulínsmálun (9) 13:30 Bænastund/hugvekja annan hvern miðvikudag(14)

13:30 Kíkt fyrir hornið (7) annan hvern fimmtud

13:00 BINGÓ 12. des

14:30 Vöfflukaffi fyrsta miðvikudag í mánuði (15)

Laugardagur11:00 Ganga frá Eirhömrum (4)

19:00-21:30Tréútskurðarnámskeið (10)

(1) Eirhamrar Handverkstofu (8) Línudans Eirhömrum byrjar 15. sep kl 16:00 (15) Eirhamrar borðasalur 3.sep, 1.okt, 5. Nóv, 3. des

5. flokkur í 3. sæti á N1 mótiNu á akureyri

flottir peyjar á shellmóti

alltaf góð stemNiNg í eyjum

3. flokkur kveNNa rey-cup meistarar

rey-cup meistarar í 4. flokki a-liða flottir strákar á rey-cup

Svipmyndir frá fótboltasumrinu

Page 37: 11. tbl. 2014

www.facebook.com/mosfellingur - 37

Þjálfun eftir fæðingu og skvísupúl

NÝ 6 vikna námskeið að hefjast 2. september

Skvísupúl: þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:15-21:15

Fjölbreytt líkamsrækt ætluð konum á öllum aldri.

Mömmutímar: þriðjudaga og fimmtudaga kl 11:30-12:30

Kennt í Eldingu líkamsrækt, Varmá

Kennari námskeiða er Dagmar Heiða Reynisdóttir,hjúkrunarfræðingur, einkaþjálfari og þolfimileiðbeinandi

Skráningar og fyrirspurnir í síma: 661-8020

eða [email protected]

www.fullfrisk.comELDING Líkamsrækt I Íþróttamiðstöðinni að Varmá I Sími: 566 7733 I Erum á Facebook

FRÁBÆR TÆKJASALUR - GÓÐUR ANDIÞökkum Mosfellingum 6 ára frábært samstarf

Krakkar - Munið frístundaávísunina

eða [email protected]

Halla Heimisdóttir lýðheilsufræðingur og íþróttakennari getur bætt við sig nokkrum einstaklingum í hópþjálfun.

Upplýsingar í síma 8970108 og [email protected]

Kickbox - Muay Thai boxMánundaga og miðvikudaga kl. 16:30

Kennari: Jimmy Routley

Kínversk leikfimi Qi Gong Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:00Heimsþekktir leiðbeinedur

... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

Elding líkamsræktfjárfEstu í hEilsu - þú átt það skilið

Page 38: 11. tbl. 2014

Úr Olísdeildinni í utandeildinaMeistaraflokksráð kvenna í hand-knattleik hefur ákveðið að draga lið Aftureldingar úr keppni í Olísdeild-inni næsta keppnistímabil, þ.e. veturinn 2014-2015, og leika þess í stað í utandeildinni. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging hjá Aftureldingu við að koma upp meistaraflokki kvenna í handknattleik og hefur lið Aftureldingar síðastliðin tvö ár keppt í efstu deild. Í sumar varð fækkun í liðinu þegar eldri og reyndari leikmenn liðsins hættu og því er stór hluti meistaraflokksins í dag ungir leikmenn sem leika með 3. flokki félagsins. Stefnt er að því að meistaraflokkur Aftureldingar spili í efstu deild að ári.

Atli Eðvalds hættur með AftureldinguKnattspyrnudeild Aftureldingar og Atli Eðvaldsson hafa komist að sam-komulagi um starfslok hans sem þjálfara meist-araflokks karla. Atli er fyrrver-andi landsliðs-þjálfari Íslands í knattspyrnu en hann var ráðinn til starfa hjá Aft-ureldingu í byrjun nóvember 2013. Samið hefur verið við Úlf Arnar Jökulsson aðstoðar-þjálfara að taka að sér stjórn liðsins út leiktímabilið og mun Bjarki Már Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka verða honum til aðstoðar þann tíma. Afturelding er í 9. sæti í 2. deild og á ekki lengur möguleika að komast upp um deild.

Tímatöflur í sali og sundlaugTímatöflur æfinga í vetur eru í loka-vinnslu og verða birtar á heimasíðu Aftureldingar í lok vikunnar.Vinsamlega athugið að nú verða foreldrar alfarið að skrá börn sín sjálf í greinar um leið og gengið er frá greiðslu í Nora kerfinu.Sú nýjung er í skráningarkerfinu að foreldrar geta nú gengið í leiðinni frá frístundaávísun frá bænum við skráningu. Frístundaávísun hefur hækkað úr 18.000 kr. í 25.000 kr. og velja sem sagt foreldrar sjálfir hvaða greinar njóta þeirrar niðurgreiðslu.

- Íþróttir38

Nú fer 8. starfsárið hjá Dansskóla Reykja-víkur, Bíldshöfða (áður Dansskóla Ragnars) að byrja. Þau sem hafa verið áður í dansi eru spennt að byrja aftur og þau sem eru að stíga sín fyrstu dansspor full tilhlökk-unar. Frá upphafi hefur dansskólinn lagt áherslu á gleði og ánægju og að tímarnir séu skemmtilegir en samt þannig að krakk-arnir séu í dansi til þess að læra hluti eins og að fylgja tilsögn og hreyfa sig með tón-list.

Dansskóli Reykjavíkur er eini dansskól-inn sem býður upp á námskeið fyrir 2-3 ára börn þar sem þau dansa við foreldra sína í tímunum. „Þetta námskeið hefur mælst mjög vel fyrir og hafa foreldrarnir oft jafn-gaman af þessu og börnin. Einnig gefur

þetta námskeið foreldrunum tækifæri á að æfa sig heima í stofu með börnunum,“ segir Ragnar Sverrisson danskennari. Þeg-ar börnin verða 4-5 ára fara þau að dansa hvort við annað og byrja að læra aðra dansa og jafnvel fyrstu sporin í almennum sam-kvæmisdönsum eins og cha cha og ensk-um valsi. Frá 6 ára aldri er lögð áhersla á almenna samkvæmisdansa og krakkarn-ir læra fleiri dansa og spor. „Hugsunin er samt alltaf eins og hjá fyrsta danskennar-anum mínum, Sigurði Hákonarsyni heitn-um, að gera færri spor og gera þau vel,“ segir Ragnar.

Allir eru í dansi á sínum forsendum og hefur nemendum dansskólans að jafnaði gengið vel á danskeppnum. Til gamans má

geta þess að ungir Mosfellingar hafa unn-ið nokkra Íslandsmeistaratitla fyrir hönd dansskólans og einnig farið fyrir hönd Ís-lands á heimsmeistaramót.

Kennarar skólans hafa áratuga reynslu af danskennslu og ávallt með fagmennsku í fyrirrúmi. Skráning og nánari upplýsing-ar eru á heimasíðu Dansskóla Reykjavík-ur, dansskolireykjavikur.is eða í síma 586-2600.

Yngstu börn Dansskóla Reykjavíkur eru aðeins tveggja ára

Fjölbreytt dansnámskeið

tvöfaldir íslandsmeistarar

linda með yngstu börnin

Nú hefst enn einn veturinn þar sem Aft-urelding býður upp á fjölda íþróttagreina. Ein þeirra er Ólympíugreinin taekwondo, ein fjölmennasta bardagalist í heimi.

Í haust verða vatnaskil hjá deildinni þeg-ar nýr stórglæsilegur bardagasalur verður tekinn í notkun og verður sá allra besti á landinu. Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarin ár er heldur betur farin að skila sér í árangri keppenda frá félaginu. Þess er skemmst að minnast að á síðasta Norðurlandamóti eignaðist Afturelding þrjá Norðurlandameistara í bardaga, sem er ótrúlegt afrek þegar horft er til þess hversu ung deildin er.

Fjölskylduvænt andrúmsloftÞað sem einkennir æfingar við deildina

er fjölskylduvænt og skemmtilegt and-rúmsloft þar sem ungir sem aldnir af öll-um getustigum geta æft saman undir leið-sögn frábærra kennara. Fyrir þá sem hyggja á keppni í Taekwondo þá stendur þeim til boða frábær aðstaða til æfinga, og fyrir þá sem vilja einfaldlega komast í gott form með góðum æfingum, þá er góður félags-skapur og samheldni hópsins ómetanleg.

Krílanámskeiðin geysivinsælÍ vetur verður boðið upp á sérstök nám-

skeið fyrir byrjendur 13 ára og eldri, auk hefðbundinna námskeiða fyrir krakka 6-8 ára og 9-12 ára. Ennfremur mun hið geysi-vinsæla Krílanámskeið hefjast aftur, laug-ardaginn 6. september, og eru þeir tímar hugsaðir fyrir krakka á aldrinum 4-6 ára.

Taekwondodeildin leggur mikla áherslu á að yngri kynslóðin geti farið á æfingar strax eftir skóla og þess vegna eru æfingar í boði fyrir 1. og 2. bekk kl. 14:15 en 3. - 6. bekkur mætir kl. 15:00. Dagur þessa iðkenda nýtist

því mun betur heldur en ella.

Bestu mögulegu æfingatímarnirTaekwondodeldin vill opna nýja salinn

með pompi og prakt og bjóða upp á æfing-ar fyrir alla á besta mögulega tíma. Æfinga-gjöldin eru 20 þúsund fyrir önnina en 32 þúsund fyrir allt árið. Hægt er að sjá tíma-töfluna á www.afturelding.is/taekwondo og finna hóp sem hentar. Það er aldrei of seint að byrja!

Gjörbreytt æfingaaðstaða fyrir bardagaíþróttir •Taekwondo nýtur mikilla vinsælda

Ung deild á hraðri uppleið

alsælir iðkendur

MOSFELLINGURkemUr næst út 11. september

[email protected]

Intersportmótið í fótbolta verður haldið í annað sinn samhliða bæjarhátíðinni 30.-31. ágúst. Mótið, sem byggir á langri hefð, er stærsta mót Aftureldingar til þessa og verður haldið á Tungubökkum. Keppt verð-ur á tíu fótboltavöllum og koma hátt í 100 sjálfboðaliðar að framkvæmdinni.

Intersport mótið er fyrir stelpur og stráka í 6., 7. og 8. flokki og í ár munu yfir 1.000 krakkar taka þátt. Að keppni lokinni fá allir

glaðning frá Intersport og verðlaunapen-ing. Á mótssvæðinu verður veitingasala og allur ágóði af mótinu rennur í barna- og unglingastarf Knattspyrnudeildar.

Góð stemning hefur verið á mótinu und-anfarin ár og ánægja ríkt meðal keppenda og aðstandenda þeirra. Eflaust munu marg-ar upprennandi fótboltastjörnur eiga eftir-minnilega stund á Tungubökkum á meðan á móti stendur.

Yfir 1.000 krakkar taka þátt í Intersportmótinu um helgina

Page 39: 11. tbl. 2014

www.mosfellingur.is - 39

Keramiknámskeið fyrir börn haustið 2014

Keramiknámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 áraUmsjón: Vilborg Bjarkadóttir myndlistarkona.

Á námskeiðinu þjálfast nemendur í leirmótun, teikningu og hugmyndavinnu. Lögð er áhersla á að styrkja skapandi hugsun, persónulega tjáningu og leikgleði nemenda.

Námskeiðið hefst laugardaginn 20. september og verður tvisvar í viku:

eða með tölvupósti á netfangið [email protected]ístundaávísanir gilda.

www.worldclass.is

UNGLINGAHREYSTI

MÖMMUTÍMAR

FIT PILATES

SÚPERFORM

Page 40: 11. tbl. 2014

@davgun88 Góður dagur í dag #sigur @hvalur Pottapartý hjá Flóka #mosfellingur #nýjahúsið #bakgarðurinn

@kristinvald Þó að það sé fallegt og gamn á Spáni jafnast sam ekkert á við íslenska sumarið í Mosó

@sunnaosko Bara aðeins að chilla í traktor #shhsum-ar2014 #mosfellingur #ævintýragarðurinnmosó

@sifs81 2. sætið hjá þessum snillingum #simamotid14 #mosfellingur #afturelding

@magthorhalls #planting #flexing #mosfellingur #leir-vogstunga

@hannaliljasig Aðeins of góð helgi með þessum meisturum! Golf golf golf og meira golf!

@unnurpalma Morning Walk with Maximus in Mos-fellsbær my home #family #beautiful #iceland

@gastone24 #mosfellingur #naglar #mjalmandipjasur-utumallt #ítúninuheima #beriradofanognedan

@geirithorirlong Loksins sæti #mosfellingur @karenomarsdottir Mosfellsdalurinn love it #strawberrie #mosfellingur

@astamargretj Æðislegt leiksvæði - vantar samt bekki fyrir foreldrana ;)

Deildu myndunum þínum með okkur á Instagram

- Instagram40

Page 41: 11. tbl. 2014

Nýtt útlit hjá gamalgrónu fyrirtækiónu fyrirtæki

tuga reynsla Reykjabúsins og rey sla Re búsins ogarraa Ísfuglsbænda tryggir gæðið n.

Ísfugl í Mosfellsbæ hefur starfaðMossíðan 1979 og fagnar 35 ára afmæli9 oá þessu ári. Aff því tilefni kynnirAfyrirtækið nýtt útlit. Ísfugl býður uppttá kalkúna- og kjúklingaafurðir ík

ATARNA

hjá gamalgrónu fyrirtækih ónu fyrirtæk

Áratann

á kalkúna og kjúklingaafurðir í khæsta gæðafloko ki.oo

Ísfugl ehf • Reykjavegi 36 • 270 Mosfellsbæ • Sími 566-6103 • isfugl.isReykjavegi 36 • 2

frá íslenskumbæændum

www.mosfellingur.is - 41

Samkvæmisdansar frá 6 áraBarnadansar frá 2 ára

BrúðarvalsSérhópar

SKRÁNING HAFIN!

www.dansskolireykjavikur.is

Bíldshöfði 18 - 110 Reykjavík - www.dansskolireykjavikur.is - S. 586 2600DANSSKÓLI REYKJAVÍKUR Ragnar Linda Óli Maggi

Page 42: 11. tbl. 2014

Þjónusta við mosfellinga

Sjá sölustaði á www.istex.is

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

- Þjónusta við Mosfellinga42

Næstu helgi gengur í garð árleg bæjar-hátíð okkar Mosfellinga og óhætt er að segja að hún sé með miklu heilsuívafi enda Mosfellsbær „Heilsueflandi samfé-lag“. Mikið er lagt í að gera hátíðina sem veglegasta og meðal viðburða má nefna Tindahlaup Mosfellsbæjar, fjölskyldu-kvöld í Lágafellslaug, þrautabraut Hjalta og Höllu, opið fjölskyldumót í golfi, fót-boltamót á Tungubökkum og fleira.

Kjúklingar og grænmetiÁhersluþáttur „Heilsueflandi samfélags“ í ár

er NÆRING og eru helstu markmiðin þau að auka vatnsdrykkju, grænmetis- og ávaxtaneyslu, auka aðgengi og sýnileika heilsusamlegrar fæðu í sveitarfélaginu og stuðla að vitundarvakningu um tengsl hollrar næringar við góða heilsu. Því er einkar ánægjulegt að sjá kjúklingaframleiðslu í Mosfellsbæ gert hátt undir höfði á Kjúklingafesti-valinu enda eigum við framleiðendur hér í bæ sem geta merkt nær allar sínar vörur með holl-ustumerkingunni Græna skráargatinu. Að sama skapi er nauðsynlegt að kíkja á grænmetismark-aðinn að Mosskógum enda fátt betra og hollara en brakandi nýtt grænmeti beint frá bónda.

MenningHeilsuefling felst hins vegar ekki að-

eins í hreyfingu og næringu heldur hef-ur menning af ýmsu tagi jákvæð áhrif á andlega heilsu okkar. Í Mosfellsbæ rík-ir mikil menningarhefð og verða ýmsir slíkir viðburðir á dagskrá á borð við tón-leika í Framhaldsskólanum, dansleiki í Hlégarði, nýja sýningu í Listasalnum,

vinnustofu í skotthúfuprjóni, tónleika í heima-húsum hingað og þangað í bænum, stórtónleika á miðbæjartorginu og svo mætti lengi telja.

Maður er manns gamanEins og sjá má í þessari frábæru dagskrá þá

eigum við í Mosfellsbæ mikið af hæfileikaríku og öflugu fólki sem á miklar þakkir skildar fyrir sitt ómetanlega framlag. Við hvetjum alla Mos-fellinga og nærsveitarmenn og -konur til að láta sjá sig á þessari miklu fjölskyldu- og heilsuhátíð í Mosfellsbænum. Einhvers staðar sagði nefni-lega að maður væri manns gaman og ættu all-ir að geta auðgað andann og lyft sálinni í faðmi fjölskyldu og/eða vina í Mosfellsbæ. Sjáumst!

Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur

Heilsuefling „Í túninu heima“

Tólf spor – Andlegt ferðalagEnn á ný verður boðið upp á andlegt ferðalag í andaTólf sporanna í Mosfellsbæ í vetur.

Kynningarfundur verður í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3, miðvikudagskvöldið 1. október kl. 18:30.

Næstu þrjá miðvikudaga á sama stað og tíma, verða opnir fundir til frekari kynningar á tólf spora vinnunni. Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig.

Þó að öll börn hlakki til að komast í sum-arfrí þá hef ég vissu fyrir því að spennan fyrir skólabyrjun er ekki minni. Sonur minn átta ára kom móður sinni verulega á óvart um daginn þegar hann fullyrti að það væri eiginlega skemmtilegra í skól-anum en í sumarfríinu. Ég er viss um að hann hafi verið sáttur við allt það sem sumarið veitti honum en hann saknaði oft vinanna. Þeir skipta einfaldlega meira máli.

Sumrinu fylgir ró og skipulagsmál fjölskyld-unnar lúta í lægra haldi fyrir kæruleysislegum sumarkvöldum. Hverjum finnst gott að geta aðeins losað um spennuna sem fylgir vetrinum og heimanáminu og slakað aðeins á? Alla vega mér. En nú er fjörið að byrja aftur og nú fara heilu kvöldin í að finna allt til sem nota á í vetur, merkja bækur og snúa sólarhring ungviðsins við á ný.

Höldum gleðinni og orkunniSem móðir þriggja drengja (sem finnst ekki

alltaf gaman að vakna á morgnana) og kennari til næstum 20 ára þá veit ég að hlutirnir ganga ekki alltaf vel fyrir sig þó maður sannarlega reyni. Það er auðveldara að segja hlutina en að láta þá ger-ast. En kúnstin við veturinn er að láta ekki álagið

á heimilinu verða fjölskyldunni ofviða. Með góðu skipulagi og samkomulagi

foreldra er hægt að komast í gegnum alla erfiðleika. Það eru engin geimvís-indi á bak við barnauppeldi önnur en þau að hvert barn þarf festu og ramma til að halda gleðinni og orkunni sem skóladagurinn krefst. Þetta eru grunn-þarfirnar sem öll börn þurfa; að vakna

tímalega, taka með gott nesti, lesa heima eftir skóla með aðstoð foreldris eða annars fullorð-ins, borða kvöldmat með fjölskyldunni og fara snemma í háttinn. Þegar þessi atriði eru í lagi þá gerast kraftaverk.

Gætum barnannaVið Mosfellingar erum svo heppin að búa í

bæjarfélagi sem heldur vel utan um börnin sín. Við fullorðna fólkið eigum að sjá til þess að öllum börnum bæjarins líði vel og mæti ávallt virðingu og vinsemd hvar sem þau koma. Minnum okkur reglulega á að halda gleðinni, gætum hvers ann-ars og barnanna í nágrenni okkar.

Kolbrún G. Þorsteinsdóttirformaður fjölskyldunefndar

og Barnaverndar Mosfellsbæjar.

Skólaklukkan hringir

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingumás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið [email protected]

Page 43: 11. tbl. 2014

Hildur R HardardottirEr hèrna heima með

11.ára snilling sem skoraði à bróður sinn til að hætta að taka í vörina hér á fb. Viðbrögðin voru hreint ótrúleg og fékk hún 9000.like à einum og hálfum sólahring,ótrúlega mikið af flottum kommentum og fullt af deilingum. Bróðirinn hefur ekki tekið í vörina síðan myndin var birt. En því miður eins og þetta var flott hjá henni er hún frekar svekt og sàr núna þar sem Facebook lokaði síðunni hennar og hún er búin að tapa öllu sínu, myndum og öðru

17. ágúst

Sigurður G. HafstaðSynti viðeyj-arsund í dag

með Pétur Stefánsson, gula sundhettu og júgur-smysl í handakrikanum. Bið að heilsa sjóriðunni og þeim nokkur hundruð marglyttum sem urðu á vegi mínum.

22. júlí

Helena Kristins-dóttirJahá, allt er

nú til! Við vorum í Mos-fellsdalnum fagra í kvöld þar sem fólk almennt reykir ekki né drekkur, notar ekki fíkniefni né stundar saurlífi, menn aka ei undir áhrifum vímugjafa og almennt elska náunga sinn og sérlega nágranna sína...sem sagt englar í mannsmyndum en......Í kvöld var ég að horfa til himins ásamt erlendum ferðamönnum sem hjá mér voru, við strukum dásamlega rólegu hestun-um mínum og útlend-ingarnir gátu ekki hætt að tala um rólyndiseðlið í íslenska hestinum og fegurð Mosfellsdalsins og í þann mund flugu skríkj-andi gæsir í oddaflugi í áttina til okkar og lengra í burtu svona ca einhvers-taðar yfir Víði kom annar hópur fljúgandi og BAMM BAMM BAMM.....við heyrðum 3 byssuskot og 2 gæsir þrykktust til hliðar og duttu dauðar niður einhverstaðar í dalnum...ég varð næstum því kjaftstopp!Fólkið varð nátturlega frekar stressað yfir brjál-uðum byssumanni í næsta nágrenni en ég bullaði eitthvað............................

Þjónusta við Mosfellinga - 43

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Subaru XV 4WD - árg. 2012Þægileg og háþróuð kennslubifreiðAkstursmat og endurtökupróf

ÖkukennslaGylfa Guðjónssonar

Sími: 696 0042

Hlín Blómahús • Kjarnanum • Mosfellsbæ • Þverholt 2 • Sími: 566 8700Finndu okkur á facebook.com Blómabúðin Hlín

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 25.350 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

20% afslátturfyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja

milli kl. 10-14 alla virka dagaHárgreiðslustofa Helenu – Stubbalubbar

Barðastaðir 1-3 • 112 rvk • sími: 586 1717 • stubbalubbar.isPantaðu tíma á netinu • Stubbalubbar er eina barnastofan á landinu

www.malbika.is - sími 864-1220

Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

Sími: 587 7659

Bæjarlind 14 - 201 Kópavogi - Sími: 577 40 40

Þú finnur öll blöðin á netinuwww.mosfellingur. is

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

Page 44: 11. tbl. 2014

Tælensk kjúklingasúpaVið kíktum í eldhúsið til Elísa-betar Heiðu Stefánsdóttur. „Ég er mikil súpumanneskja og nú þegar það fer að hausta er fátt betra en að gæða sér á góðri súpu í kuldanum. Mig langar því að deila með ykkur einni af mínum uppáhalds uppskriftum.“

• 3 kjúklingabringur• 200 gr. gulrætur • 1 paprika • 1 laukur• ca 5 cm. bútur af engiferi• ½ rautt chili• 3 msk rautt karrýmauk (curry paste)• 2 tsk. karrý• 3 tsk. malað kóríander• 2 dósir af kókosmjólk• 500 ml. vatn• 1 kjúklingateningur• 5 msk. hnetusmjör• 2 msk. púðursykur• 3 msk. fiskisósa• Sítrónusafi eftir smekk

• Saxaðar salthnetur• Kókosflögur• Naan brauð

Aðferð:Gulræturnar, paprikan, laukur-inn, engiferið og chilíið er saxað niður (ég nota matvinnsluvél) og það svo léttsteikt. Þá er bætt við karrý, kóríander og karrýmauki og öllu blandað vel saman. Þar á eftir fer kókosmjólkin ásamt vatn-inu, kjúklingatening, fiskisósu, hnetusmjöri og púðursykri út í. Þetta er látið malla í ca. 30 mín. Kjúklingurinn er skorinn í bita, steiktur og settur út í súpuna.

Svo er bara að bragðbæta eftir smekk með sítrónusafa.

Súpan er svo borin fram með söxuðum salt-hnetum, kókosflögum og góðu naan brauði.

Ég vil að lokum skora á Bryndísi Önnu Bjarna-dóttur að deila með okkur einni af sínum snilldaruppskriftum.

Elísabet skorar á Bryndísi Önnu Bjarnadóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði.

í túninu heimaNú er þunglyndið komið yfir

mann aftur enda sumarfríið búið

og ég byrjaður að vinna eftir gott

og langt frí. Það eru margir búnir

að ferðast innanlands í sumar

og sumir hafa yfirgefið klakann í

nokkrar vikur til þess að sjá sól-

ina á lofti og hlaða batteríin.

Nóg er um að vera hér á landi

fyrir utan okkar hefðbundnu

ferðamannastaði og tjaldstæði.

Dagskráin er yfirfull af „dögum“

sem eru í boði allar helgar í sumar

og úr mörgu að velja allar helgar

sumarsins. Hvort það séu danskir,

færeyskir, franskir, írskir, blá-

berja, sælu, hinsegin, safna og

bátadagar og lengi, lengi mætti

telja upp alla dagana í sumar sem

við getum heimsótt á sumrin.

En nú er komið að okkar þjóðhá-

tíð í Mosó, Í túninu heima takk

fyrir. Við höfum haldið hátíðina

með látum í nokkur ár og hún

verður stærri, betri og betur

skreytt með hverju árinu sem

líður. Nú er bara finna söngtext-

ana í skúffunum, ryðja draslinu

úr geymslunni og finna skreyt-

ingarnar frá því í fyrra. Já og vera

búin að sauma ullarpeysur og

brækur í réttum lit á alla famil-

íuna því í ár er ullarþema og hana

nú. Öllum er boðið í götugrill,

tónleika og brekkusöng og sauða-

þjófum og þvottaklemmuræn-

ingjum úr Reykjavík og hvaða-

næva að af landinu er líka boðið

því nú verður partí.

Rétt er að troða í okkur einni af

síðustu bæjarhátíðum sumarsins

áður en við förum að grafa út úr

geymslunni jólaskrautskössum og

snjóskóflum. Upp með metnaðinn

og keppnisskapið því nú verður

skreytt og það með miklum látum.

Við í gula hverfinu eigum titil að

verja. Held ég. Í einhverjum flokki

en ég er svolítið ruglaður í þessum

verðlaunum því ef ég man rétt fá

öll hverfi verðlaun fyrir einhvern

flokk.

Koma svo Mosfellingar

og áfram gula hverfið.

högni snær

- Heyrst hefur...44

kliddi.blog.is

Unnur Pálmarsdóttir einkaþjálfari í World Class gefur okkur hér uppskriftir að tveim-ur heilsueflandi drykkjum fyrir haustið.

„Á þessum tíma árs er nóg til af fallegum berjum sem innihalda hátt hlutfall af and-oxunarefnum, járni, vítamínum og stein-efnum sem styrkja ónæmiskerfið. Því er tilvalið að búa til ljúffenga drykki nú þegar að hausta tekur,“ segir Unnur.

Hér eru heilsubætandi uppskriftir að góðri Berjabombu og Grænni hamingju fyrir heilsueflandi samfélagið Mosfellsbæ.

Græna haminGjan• Engifersafi/Kókosvatn• 3 lúkur af Spínati eða grænkáli • Gúrka • Engifer • Sellerí • Broccoli

Við setjum allt grænmetið í blandarann og hellum svo engifersafa eða kókosvatni yfir. Gott að er að setja svo klaka að vild. Skreytum með lime sítrónu og fullt af hamingju :) Njótið!

Berja BomBa• ½ líter af 100% hreinum trönuberjasafa • Einn bolli bláber/kræki-ber/sólber/jarbaber• Bláberjaskyr• Heill banani• Engifer • ½ bolli af haframjöli

• 1 tsk kókosolía • 1 bolli ísmolar

Við setjum allt saman í blandarann og bætum

rólaga við öllum berjunum sem

geta verið fros-in. Gott er að

setja klakann með til ynd-isauka. Hrærið vel

saman og njótið!

Unnur Pálmars hvetur Mosfellinga til að ná sér í fersk ber

Rétti árstíminn fyrir heilsueflandi drykki

unnur pálmarsdóttir

Page 45: 11. tbl. 2014

smáauglýsingar

Óska eftir íbúðÓska eftir 2 herb.- eða stúdíóíbúð til langtíma-leigu í Mosfellsbæ. Ég er reglusöm, reyklaus & róleg. Lofa skilvirkum greiðslum. -Svanhildur s: 616-8096.

Íbúð óskastHótel Laxnes óskar eftir 2-3 herbergja íbúð. Uppl. Albert, sími 866 66 84.

Leiguhúsnæði óskastTraust og reglusöm 5 manna fjölskylda óskar eftir einbýlishúsi eða rað-húsi í Mosfellsbæ til leigu frá sept. n.k.Góðri umgengni og skil-vísum greiðslum heitið. Getum útvegað meðmæli frá núverandi leigusala í Mos. Vinsamlegast hafið samband við Margréti í síma 865-1589

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

í túninu heimamann aftur enda sumarfríið búið

og ég byrjaður að vinna eftir gott

og langt frí. Það eru margir búnir

og sumir hafa yfirgefið klakann í

Dagskráin er yfirfull af „dögum“

sem eru í boði allar helgar í sumar

og úr mörgu að velja allar helgar

sumarsins. Hvort það séu danskir,

telja upp alla dagana í sumar sem

-

ingarnar frá því í fyrra. Já og vera

íuna því í ár er ullarþema og hana

tónleika og brekkusöng og sauða-

síðustu bæjarhátíðum sumarsins

geymslunni jólaskrautskössum og

snjóskóflum. Upp með metnaðinn

skreytt og það með miklum látum.

Við í gula hverfinu eigum titil að

verja. Held ég. Í einhverjum flokki

en ég er svolítið ruglaður í þessum

verðlaunum því ef ég man rétt fá

öll hverfi verðlaun fyrir einhvern

högni snær

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Ný heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla

cabastjónaskoðun

Þrastarhöfði - endaíbúð á jarðhæð

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

1. tbl. 13. árg. fimmtudagur 9. janúar 2014 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGUR

Mynd/RaggiÓla

Skutust upp á stjörnuhimininn •Vor í Vaglaskógi sló í gegn •Ný plata stefnir í gull

Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins 2013Strákarnir í Kaleo slógu rækilega í gegn á árinu 2013. Eftir útgáfu þeirra af laginu Vor í Vaglaskógi í sumar hafa

allar dyr staðið þeim opnar. Fyrir jólin gáfu þeir út sína fyrstu plötu sem varð ein sú mest selda á Íslandi á árinu.

Rubin, Davíð, Jökull og Daníel

skipa hlJómsveitina kaleo

6 nýttá skrá

Mosfellingurá netinu

Hvað er að frétta?Sendu okkur línu...

[email protected]

3725

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

Vörubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

hundaeftirlitið í mosfellsbæÞað er alVeG samahVað hundurinnÞinn er GÓður- ÓKunnuGt fÓlKVeit Það eKKi

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06.30 - 21.30

Helgar: 08.00 - 19.00

VarmárlaugVirkir dagar: kl. 06.30-21:00

Laugard. kl. 09.00-17.00 og sunnud. kl. 09:00-16:00Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

/hoppukastalar • S. 690-0123

Hoppukastalartil leigutilvalið fyrir afmæli, ættarmót, götugrill og önnur hátíðarhöld.

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

Mosfellingurkemur næst

11. septemberSkilafreStur fyrir efni

og auglýSingar er til hádegiS 8. Sept.

Vegna aukinna verkefna óskar Íshamar eftir að ráða öfluga trésmiði og almenna byggingastarfsmenn til starfa sem fyrst.

Verkefni Íshamars eru á höfuðborgarsvæðinu

Upplýsingar veitir Gunnar Helgason í síma 894-0006. Einnig er hægt að senda umsókn á [email protected]

Þjónusta við Mosfellinga - 45

kliddi.blog.is

íshamar

Page 46: 11. tbl. 2014

- Hverjir voru hvar?46

kaleo hefur selt yfir 5.000 plöturgullplata í hús

GULL

Hárstofan SpreyHáholt 14 - s. 517 6677

Sprey Sumar ColleCtion 2014

Gleðile

bæjar

Erum byrjuð að leita að módelum fyrir næsta Sprey vetrar collection þeir sem eru til í breytingar hafið samband við okkur á Sprey - 5176677

15% afsláttur fyrir Fmos og Borgó nemendur af klipp og lit gegn framvísun skólaskírteinis.

Sprey hárstofa er opin alla daga og alla laugardaga(byrjar í sept)

Page 47: 11. tbl. 2014

27www.mosfellingur.is - 372547www.mosfellingur.is -

1090 KR

OG KOKTEILSÓSAOG KOKTEILSÓSA

Hádegistilboð gildir til 15:00 alla daga1. Ostborgari og 0.5L kók í dós 790 kr

2. Samloka með skinku, osti og sósuog 0.5L kók í dós 500 kr

3490

25%afsláttur af

öllum ham

borgurum

fim-lau 28. - 30. ágúst

gegn framvísun þessa m

iða

bjóðum einnig upp á

mikið úrval af sósum,

meðlæti og eftirréttum

*gildir ekki með öðrum tilboðum

gleðilega

bæjarhátíð

byrjar hjá okkur

Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

götugrilliðJúlli verður á staðnum

og gefur grillurum góð ráð

Eigendur fornbíla og annarra fornökutækja (mótorhjóla, traktora, landbúnaðarverkfæra o.fl.) í Mosfellsbæ og nágrenni eru hvattir til að taka þátt í fornbílasýningu á bæjarhátíðinni Í túninu heima.

Sýningin verður á flugvellinum að Tungubökkum kl. 12-17 laugardaginn 30. ágúst. Þeir sem vilja taka þátt í sýningunni og sýna bílinn sinn vinsamlegast hafið samband við Sigurjón Valsson í s. 899 6575.Þeir sem hafa áhuga á að sýna gamlar búvélar hafi samband við Jón Magnús í s. 892 1145.

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Fornvélaeigendur athugið!

Page 48: 11. tbl. 2014

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Skýlin SkreyttBúið er að skreyta nokkur strætóskýli bæjarins í hverfalitunum fyrir bæjarhátíðina um næstu helgi. Það er listamaðurinn Viktor Weisshappel sem fékk það verkefni í sumar. Nánar um gjörninginn á bls. 16.mynd/raggiÓla

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

Pétur Péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

Daniel G. Björnssonlöggiltur leigumiðlari

Mikil sala - Vantar eignir - VerðMetuM

Þjónusta við

Mosfellinga í 24 ár

OPið virka DaGa frá kl. 9-18 • NetfaNG: [email protected] • www.BerG.is • BerG fasteiGNasala stOfNuð 1989

Ástu-sólliljugata

Parahúsalóðir í Helgafellslandi. 1247 fm. Hornlóð á flottum stað. Lóðin er tilbúin með púða. gatnagerðargjöld eru greidd. Gott verð. V. 6,9 m

Jörfagrund Fellsás

Vel staðsett 167,5 fm. parhús auk 31 fm. bílskúrs, samt. 198,5 fm. Stór lóð. Bílskúr með gryfju. 4 svefnherbergi. Góð eign í fögru umhverfi. V. 43,5

Ferskur fiskur á hverjum degi

Hlíðartún

Mjög góð 90 fm. íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi á Kjalarnesi. 2 góð svefnherberg, rúmgóð stofa og eldhús. Sólpallur með skjólveggjum í suður. Sér inngangur. laus strax. V. 19,9 m.

Mjög gott 312 fm. einbýli á fallegum útsýnisstað. Á neðri hæð eru tvær íbúðir sem eru leigðar út. Falleg efri hæð með góðum innréttingum. Bílskúr. Stór og gróin lóð. V. 59.6 m.

Þú finnur dagskrá bæjarhátíðarinnar í miðopnu blaðsins