16
Hvaladráp og handbolti – Pétur Magnússon segir frá lífinu og tilverunni í handboltanum og í Færeyjum Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 21. júlí 2004 · 29. tbl. · 21. árg. – Pétur Magnússon segir frá lífinu og tilverunni í handboltanum og í Færeyjum Hvaladráp og handbolti Vestfirðir 61 fleiri flutti burt Á fyrstu sex mánuðum ársins fluttu 266 manns frá Vestfjörðum en 205 manns fluttu til fjórðungsins og eru brottfluttir umfram að- flutta því 61. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu. Í fjórum byggðarlögum á Vestfjörðum voru aðflutt- ir fleiri en brottfluttir. Þann- ig fjölgaði um 14 á Þing- eyri, 6 á Suðureyri, 2 á Drangsnesi og einn á Tálk- nafirði. Brottfluttir umfram aðflutta voru 25 í Bolung- arvík, 14 á Bíldudal, 11 á Patreksfirði, 6 í Súðavík, 6 á Hólmavík, 3 á Flateyri og 2 á Ísafirði. [email protected] Háskóli Vestfjarða „stofnaður“ Háskóli Vestfjarða var „stofnaður“ í hádeginu á föstudag við hátíðlega athöfn á Silfurtorgi á Ísafirði og að því búnu hófst fyrsta kennslu- stundin undir berum himni. Þessi útgáfa af Háskóla Vest- fjarða mun þó ekki starfa lengi því um táknrænan gjörning var að ræða sem framin var af leikurum í Morranum, at- vinnuleikhúsi ungs fólks í Ísa- fjarðarbæ. Uppátækið er liður í ráðstefnunni „Með höfuðið hátt“ þar sem fjallað er af bjart- sýni um ýmis framfaramál á Vestfjörðum og leitað lausna. Fjölmenni leit við á Silfur- torgi til að fylgjast með og mátti m.a. sjá forseta Íslands og nokkra þingmenn svo segja má að uppátækið hafi náð aug- um og eyrum ráðamanna. Gjörningurinn gekk þannig fyrir sig að einn leikaranna lýsti yfir stofnun Háskóla Vestfjarða og kallaði til „menntamálaráðherra“, „rekt- or“ og „bæjarstjóra“ til að und- irrita samninga um stofnun skólans. Að því búnu var geng- ið beint til verks og settust fyrstu nemendurnir á skóla- bekk og meðtóku margvísleg- an fróðleik. Fyrsta kennslustundin í „Háskóla Vestfjarða“.

Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

Hvaladrápog handbolti– Pétur Magnússon segir frá lífinu ogtilverunni í handboltanum og í Færeyjum

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

Miðvikudagur 21. júlí 2004 · 29. tbl. · 21. árg.

– Pétur Magnússon segir frá lífinu ogtilverunni í handboltanum og í Færeyjum

Hvaladrápog handbolti

Vestfirðir

61 fleiriflutti burt

Á fyrstu sex mánuðumársins fluttu 266 manns fráVestfjörðum en 205 mannsfluttu til fjórðungsins ogeru brottfluttir umfram að-flutta því 61. Þetta kemurfram í tölum Hagstofu.

Í fjórum byggðarlögumá Vestfjörðum voru aðflutt-ir fleiri en brottfluttir. Þann-ig fjölgaði um 14 á Þing-eyri, 6 á Suðureyri, 2 áDrangsnesi og einn á Tálk-nafirði. Brottfluttir umframaðflutta voru 25 í Bolung-arvík, 14 á Bíldudal, 11 áPatreksfirði, 6 í Súðavík, 6á Hólmavík, 3 á Flateyriog 2 á Ísafirði.

[email protected]

Háskóli Vestfjarða „stofnaður“Háskóli Vestfjarða var

„stofnaður“ í hádeginu áföstudag við hátíðlega athöfná Silfurtorgi á Ísafirði og aðþví búnu hófst fyrsta kennslu-stundin undir berum himni.Þessi útgáfa af Háskóla Vest-fjarða mun þó ekki starfa lengiþví um táknrænan gjörning varað ræða sem framin var afleikurum í Morranum, at-vinnuleikhúsi ungs fólks í Ísa-fjarðarbæ. Uppátækið er liðurí ráðstefnunni „Með höfuðiðhátt“ þar sem fjallað er af bjart-sýni um ýmis framfaramál áVestfjörðum og leitað lausna.

Fjölmenni leit við á Silfur-torgi til að fylgjast með ogmátti m.a. sjá forseta Íslandsog nokkra þingmenn svo segjamá að uppátækið hafi náð aug-um og eyrum ráðamanna.

Gjörningurinn gekk þannigfyrir sig að einn leikarannalýsti yfir stofnun HáskólaVestfjarða og kallaði til

„menntamálaráðherra“, „rekt-or“ og „bæjarstjóra“ til að und-irrita samninga um stofnunskólans. Að því búnu var geng-

ið beint til verks og settustfyrstu nemendurnir á skóla-bekk og meðtóku margvísleg-an fróðleik.

Fyrsta kennslustundin í „Háskóla Vestfjarða“.

29.PM5 12.4.2017, 10:161

Page 2: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 200422222

Áfengi gertupptækt

Lögreglan hafði afskipti aftveimur ungmennum 16 og

17 ára sem reyndust verameð áfengi í fórum sínumþegar þau fóru á dansleik

sem haldinn var í félags-heimilinu í Ögri í Ísafjarð-

ardjúpi á laugardagskvöld.Barnaverndaryfirvöldumverður gert kunnugt um

afskiptin, eins og lög geraráð fyrir, segir í bókun lög-

reglunnar. Að öðru leytisegir lögreglan að sam-

koman hafi farið vel framog samkomugestir skemmt

sér vel í sumarblíðunni.

Minna umfíkniefni

„Við stígum okkar samaöldugang meðan aðrir sigla

úfinn sjó“, segir ÖnundurJónsson, yfirlögregluþjónn

hjá lögreglunni á Ísafirði,aðspurður um stöðuna í

baráttunni við sölumenndauðans, eins og fíkniefna-salar eru stundum nefndir.

Undanfarið hefur komiðfram í umfjöllun fjölmiðla

að fíkniefnamálum farifjölgandi en Önundur segir

það ekki eiga við um um-dæmi lögreglunnar á Ísa-firði. „Það er frekar lægð

en aukning í augnablikinusamkvæmt þeim upplýs-

ingum sem við erum aðvinna úr. Við lögðum hald

á mikið magn um daginnsem er slag fyrir dópsal-

ana. Hér er stíft og stöðugteftirlit og við hikum ekkivið að sækja fram ef eitt-hvað kemur upp“, sagði

Önundur.

Binda vonirvið nýjan bát„Von er að sjósóknin auk-ist með komu nýja bátsins

en fiskerí hefur verið held-ur dauflegt í sumar“, segirHinrik Kristjánsson, fram-

kvæmdastjóri Kambs áFlateyri sem fengið hefurnýjan krókaaflahámarks

bát. Um 100 manns starfahjá Kambi og hefur tekist

að halda fyrirtækinu opnuí sumar en vinnslan hefurverið með rólegra móti að

sögn Hinriks.

Grænlandssigl-ingu frestað

Grænlandssiglingu bátafrá Ísafirði til Grænlands

sem fyrirhugðuð var íþessari viku hefur verið

frestað um óákveðinn tímavegna hafíss við austur-

strönd Grænlands. Fyrir-hugað var að sigla til Mik-

ilsfjarðar sem er um 220sjómílna leið. „Því miðurer hafís ennþá það mikill

að við verðum að frestaferðinni um sinn. “

Samkvæmt fréttum fjöl-miðla undanfarna daga undir-rituðu forsvarsmenn SkjásEins samning við ensku úr-valsdeildina (FAPL) um sýn-ingarrétt á enska boltanumnæstu þrjár leiktíðir. Enskiboltinn skipar mjög háan sesshjá íþróttaunnendum og eigasjónvarpsútsendingar frá hon-um mjög stóran hóp aðdáenda.Svo virðist sem breyting sé íaðsigi hvað það varðar hjá

fjölda fólks á Vestfjörðum þvíSkjár Einn sést einungis á Ísa-firði og Hnífsdal.

Magnús Ragnarsson, fram-kvæmdastjóri Skjás Eins, segirunnið að því að stækka dreif-ingarsvæði sjónvarpsstöðvar-innar í kjölfar samnings umsýningarrétt á leikjum í enskuknattspyrnunni. „Þessa daganaerum við að skoða hugmyndirsem hafa það að markmiði aðkoma okkur í samband við þá

staði sem hafa nú þegar kapal-kerfi. Hvað aðra staði varðarer mjög erfitt að segja. Aðundanförnu hafa staðið yfirumræður um uppsetningu einsstafræns dreifikerfis um landallt sem efnt var til að frum-kvæði samgönguráðherra.Verði þær hugmyndir að veru-leika munum við á örfáumárum ná til langflestra lands-manna“, segir Magnús.

Á sama tíma og slíkar hug-

myndir eru í umræðunni segirhann erfitt að réttlæta frekarifjárfestingar í dreifikerfi afgömlu gerðinni sem hefði að-eins eins til tveggja ára líftíma.„Í dag erum við með stærradreifikerfi en Sýn og af þeirriástæðu gleður það fleiri að viðskulum nú bjóða enska boltannókeypis. Hinu er ekki að leynaað á Vestfjörðum hefur Sýnverið öflugri en við og þvíkemur þessi breyting sér

óneitanlega illa fyrir fjölmargaaðdáendur enska boltans þar“,sagði Magnús Ragnarsson,framkvæmdastjóri SkjásEins.

Svo virðist því að úrræðimargra á Vestfjörðum í veturverði því að horfa á knatt-spyrnu frá öðrum þjóðum áöðrum sjónvarpsstöðvum,fjárfesta í gervihnattamóttak-ara eða finna sér annað áhuga-mál.

[email protected]

Enski boltinn aðeins á Ísafirði?Útsendingar frá enska boltanum hefjast að nýju eftir þrjár vikur

Íslenskur æðardúnn ehf., að Læk í Dýrafirði

Stefnir í aukin verkefniZófonias Þorvaldsson, hjá

Íslenskum æðardún á Læk íDýrafirði, segir ágætar horfurá að aukning verði á dúnhrein-sun hjá fyrirtækinu í ár. Öflugtæðarvarp er á Læk og fór Zófo-nías síðustu yfirferð yfir varpiðfyrir tíu dögum og nú er hrein-sunin að hefjast. „Menn erusem óðast að senda dún hingað

vítt og breitt af landinu. Viðhreinsum frá hverjum sem hafavill og yfirleitt hefur það staðiðfram í febrúar, en ef það væribara dúninn héðan þá væruþað ekki margar vikur. Þettahafa verið um 500 kíló en viðerum að vonast til að fá meiranú og það lítur vel út“, segirZófonías.

Dúnhreinsunin veitir all-mörgum íhlaupavinnu og seg-ist Zófónias reyna að fá semmest fólk af svæðinu en þaðsé erfitt á þessum árstíma ogþví er Þjóðverji kominn tilstarfa við hreinsunina. „Fólker í fríum og getur hugsað sérbetri tíma ársins til að sitjayfir fjaðratínslu en síðan eru

aftur margir sem vilja fá dún-inn sinn seldan sem allra fyrst.Við reyna að finna jafnvægimilli þessara sjónarmiða ogþað hefur hingað til“.

Aðspurður um hvernig varp-ið hafi tekist segir hann: „Þaðvirðist vera heldur meira affugli en í fyrra þó minkurinnhafi reyndar verið óvenju mik-

ið að stríða okkur en líklega erþað vegna þess hversu mildurveturinn var – svo er líka nógaf tófunni. Verðið er að hækkaog það eru góðar fréttir. Mennhafa beðið á annan áratug etirað verðið jafnaði sig og nústefnir í 25% hækkun síðan ífyrra, svo menn eru nokkuðkátir“, sagði Zófonias.

Hjalti Ragnarsson mun standa sína plikt í konunglegum lífverði Margrétar ÞórhildarDanadrottningar við Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í sumar.

Ísfirðingur ívarðliði Dana-drottningar

Ísfirðingurinn Hjalti Ragn-arsson mun standa sína plikt íkonunglegum lífverði Mar-grétar Þórhildar Danadrottn-ingar við Amalienborgarhöll íKaupmannahöfn í sumar. „Égvildi komast í danska herinnog fljótlegasta leiðin til þessvar að gerast konunglegur líf-vörður“, segir Hjalti.

Den kongelige livgarden eruþrautþjálfaðar bardagasveitirog var Hjalti í þjálfun í fjóramánuði áður en hann hóf störfsem konunglegur lífvörður.

Hver vakt er 24 tíma löng ogþví lítið um svefn. „Þetta ermjög erfitt og stundum næ égbara 1½ tíma svefni á sólar-hring“, segir Hjalti. Í veturverður hann sendur á vegumhersins til Kosovo þar semhann mun dvelja í hálft ár.

Hjalti flutti af landi brott 6ára gamall ásamt foreldrumsínum Ragnari Haraldssyni ogSigríði Þórðardóttur (Júlíus-sonar) en hann á mörg skyld-menni fyrir vestan.

[email protected]

Hjalti fer fremstur í fullum skrúða á vakt við Amalienborg.

29.PM5 12.4.2017, 10:162

Page 3: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 2004 33333

Meðallaun á Vestfjörðum

Hækka minnaen launavísitala

Laun á Vestfjörðum hækk-uðu minna en launavísitalamilli áranna 1998 og 2003eða um 34,2% á meðanlaunavísitala hækkaði um43,5%. Vestfirðir skera signokkuð úr öðrum landshlut-um hvað þetta varðar. Þettakemur fram í tölum frá Hag-stofu Íslands.

Á árinu 2003 voru meðal-laun á Vestfjörðum 2.299

þúsund krónur og höfðuhækkað um 34,2% frá árinu1998 meðan sambærileg talafyrir landið allt er 44,99%.Laun á höfuðborgarsvæðinuhafa hækkað mest eða um46,97% á þessum tíma ennæst minnst hefur hækkuninorðið á Suðurnesjum eða37,22 % og á Vesturlandivar hækkunin 39,8%.

[email protected]

Laxveiði í Laugardalsáhefur verið ævintýraleg und-anfarna daga. Nú eru komnir áland 190 laxar og síðasta„holl“ sem lauk veiðum í ánniveiddi 32 laxa á tveimur dög-um eða átta laxa á dag á hvora

stöng. Að sögn Sigurjóns Sam-úelssonar veiðivarðar er Laug-ardalsá nú orðin fengsælasta álandsins á hverja stöng og slærþar með út Blöndu sem hafðiefsta sætið áður. Óneitanlegaeru þetta mikil umskipti frá

því sem áður var.Vatnsleysi og miklir hitar

hrjá laxveiðimenn í Langa-dalsá þessa dagana. Eftir miklaþurrkatíð biðja menn þar á bæum rigningar því laxinn erhættur að taka. Að sögn veiði-

manna er mikill fiskur í ánnien hann tekur illa við þessiskilyrði. Í dag eru komnir 36laxar á land úr ánni sem ersvipuð veiði og í fyrra að sögnKristjáns Steindórssonarveiðivarðar. – [email protected]

Laugardalsá orðin sú fengsælasta á landinu

Tæplega 200 laxar komnir á land

Flugan tekin í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Hermann Hermannsson.

Landaður afli á Vestfjörðum í júní

Mestu landaðí Bolungarvík

Mestum afla var landað íBolungarvík í síðasta mánuðieða 3.484 tonnum. Næst áeftir kemur Ísafjörður með1.036 tonn og á Patreksfirðivar landað 864 tonnum. ÍBolungarvík var mest landaðaf loðnu í júní eða 2.370 tonn-um. Þá var landað 816 tonn-um af þorski þar í mánuðin-um. Á Ísafirði var mest land-að af þorski eða 491 tonni.Fyrstu sex mánuði ársins varmestum afla á Vestfjörðumlandað á Ísafirði eða 7.533tonnum. Í Bolungarvík varlandað 6.973 tonnum, á Flat-eyri var landað 3.824 tonnumog á Patreksfirði var landað3.700 tonnum.

Samdráttur hefur orðið ílönduðum afla á flestumvestfirskum höfnum á fyrstusex mánuðum ársins miðaðvið sama tíma í fyrra. Helstuundantekningarnar þar á eruBolungarvíkurhöfn þar semafli jókst um 1..759 tonn ámilli ára og Ísafjarðarhöfnþar sem afli jókst um 1.151tonn.

Miklar sveiflur hafa orðiðí afla einstakra fisktegundaá fyrstu sex mánuðum árs-ins. Sem dæmi má nefndaað á Flateyri hefur þorskafliaukist um 686 tonn en stein-bítsafli minnkað um 1.055tonn.

[email protected]

Drauganet í HornvíkHann varð engum til

matar fiskurinn sem ferða-menn gengu framá í Horn-vík í Hornstrandafriðland-

inu á dögunum. Einhverhefur lagt net í sjó en ekki

hirt um það og því hefurþað haldið áfram að veiða

en slík net eru nefnddrauganet. Nákvæmar

reglur gilda um netaveiði ísjó. Netin þurfa að veralandföst, merkt eiganda

sínum og landeiganda.Aðeins má leggja net í sjó á

virkum dögum og ákveðn-ar reglur eru um möskva-

stærð. Einnig má ekkileggja net innan ákveðinn-ar fjarlægðar frá árósum.

Í fljótu bragði virðist sásem lagði þetta net ekki

hafa uppfyllt þær reglursem gilda og auk þess brot-ið þá einföldu og sjálfsögðu

reglu að skilja net ekkieftir í sjó þegar farið er afsvæði. Netin halda áframað veiða engum til gagns.

[email protected]

Steingrímsfjarðarheiði og Ennisháls á Ströndum

Myndavélar settar uppVegagerðin vinnur nú að því

að uppsetningu kyrrmyndavél-ar á Steingrímsfjarðarheiði ogEnnishálsi á Ströndum semmunu taka myndir af vegunumá klukkutíma fresti. Markmið-ið er að aðstoða vegfarendurvið að meta færð fjallavega ogeins að auðvelda rekstrarstjór-

um Vegagerðarinnar að fylgj-ast með ástandi vega, að sögnNicolai Jónassonar tæknifræð-ings hjá Vegagerðinni.

Myndavélarnar verða í 12metra háu mastri inn í húsi ogþví búið þannig um að ekkiþurfi að þjónusta þær í fann-fergi í vetur. Reiknað er með

að þær verði settar upp innanmánaðar. Eins og stendur erVegagerðin með átta mynda-vélar víðs vegar um landið, áHellisheiði, á Strandarheiði(Reykjanesbraut), á Holta-vörðuheiði, á Öxnadalsheiði,í Víkurskarði, á Fagradal, áFjarðarheiði og í Oddsskarði.

Hægt er að nálgast mynd-irnar á heimasíðu Vegagerðar-innar undir færð og veður.

[email protected]

Umdæmisskrifstofa Vegagerð-arinnar á Dagverðardal.

Þorskeldi Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.

Stefnir í helmingsaukningu í slátrun

Stefnt er að því að slátrahátt í 100 tonnum af þorskihjá þorskeldi Hraðfrystihúss-ins-Gunnvarar hf. í haust semer rúmlega helmingi meiraen í fyrra. „Það er einfaldlegaorðið svo mikið af fiski íeldinu að þarf að auka slátrunen vitanlega fer það eftir

markaðsaðstæðum og fleiriþáttum hvernig slátrun verðurháttað“, segir Þórarinn Ólafs-son, sjávarútvegsfræðingur ogverkefnisstjóri þorskeldis hjáHG.

Mikið er af fiski í eldiskví-um félagsins og áætlað að ennbætist við, bæði af veiddum

fiski frá dragnótabátum ogþorskseiðum frá Fiskeldis-stöðinni á Nauteyri. Slátrunfer þannig fram að fiskurinner háfaður upp og settur íkrapa. Á bryggju er hannblóðgaður og farið með hanntil slægingar í húsnæði HG.

[email protected]

Tvær eldiskvíar Hraðfrystuhússins-Gunnvarar.

29.PM5 12.4.2017, 10:163

Page 4: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 200444444

29.PM5 12.4.2017, 10:164

Page 5: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 2004 55555

Siglingadagar 2004 voru settir á föstudag með því að Dorrit Moussaieff, forsetafrú fór tvo hringi á sjóskíðum á Pollinum á Ísafirði.

Siglingadagar voru sett-ir með viðhöfn á föstudag

Siglingadagar 2004 vorusettir með viðhöfn á Silfurtorgiá föstudag. Setningarathöfninhófst með því að forsetafrúinDorritt Moussaieff, verndarihátíðarinnar, fór á sjóskíðum ífylgd tveggja annarra sjó-skíðakappa frá Suðurtanga ogum Pollinn. Mikill mannfjöldifylgdist með ferð hennar úrfjörunni neðan við Stjórn-sýsluhúsið á Ísafiðri. Húnmætti síðan á Silfurtorg í fylgdeiginmanns síns Ólafs Ragn-ars Grímssonar forseta Íslands.Á Silfurtorgi tók Úlfar Ágústs-son framkvæmdastjóri Sigl-ingadaga á móti henni ogþakkaði henni hlýhug í garðsiglingafólks og afhenti henni

skartgrip að gjöf sem DýrfinnaTorfadóttir, gullsmiður hann-aði og smíðaði.

Við setningarathöfnina vorukunngerð úrslit í samkeppnium lag hátíðarinnar og bar lagÞórunnar Snorradóttur sigurúr bítum. Lag Þórunnar er viðtexta Ólínu Þorvarðardóttur,skólameistara Menntaskólansá Ísafirði, sem ber yfirskriftina„Sigling um Djúp“.

Á föstudag hófst námskeiðí nýju sjóíþróttinni Kite Surf-ing á sandinum við Holt í Ön-undarfirði. Leiðbeinendurnámskeiðsins eru þrír atvinnu-menn frá Northkites í Eng-landi, þau Andy Gratwick,Stephanie Bridge og Dave

Ibbertson sem öll eru þekktfyrir íþróttina í heimalandinu.Að sögn þeirra hlökkuðu þaumikið til námskeiðsins og leistvel á umhverfið. Kite surfinger skylt seglbrettaíþróttinni,nema flugdrekar eru notaðirtil að draga iðkandann áfram ábretti.

Rúmlega tíu manns frá 15ára aldri skráðusig á námskeið-ið sem stóð yfir í þrjá daga.Markmiðið var að þátttakend-ur gætu að því loknu siglt sjálf-bjarga og tileinkað sér flóknariþrautir af öryggi. Leiðbeinend-urnir þrír fóru á sunnudaginnskíðuðu frá Hnífsdal og aðÚlfsárósum.

Í gær hófst ráðstefna um

siglingaleiðina milli Íslands ogGrænlands, ferðamennsku áGrænlandi og möguleika áauknum samskiptum í tengsl-um við ferðamennsku og við-skipti. Í morgun hélt svo Hall-dór Halldórsson bæjarstjórifund mað hagsmunaaðilum fráÍsafirði og A-Grænlandi umaukin samskipti og samstarfmilli Ísafjarðarog byggðannaá A-Grænlandi, en samskipta-leiðir eru lang stystar á milliþessara byggðasvæða og þvíef til vill eðlilegast að þjón-ustan við A-Grænland farifram frá Ísafirði.

Um helgina verður viðamik-il dagskrá Siglingadaga og nærhún hámarki á laugardaginn.

Fjölmargir skoðuðu sig um á útimarkaðnum á Silfurtorgi.

Úlfar Ágústsson, framkvæmdastjóri Siglingadaga 2004 færirDorrit Moussaieff, forsetafrú og verndara Siglingadaga,skartgrip að gjöf sem hannaður og smíðaður er af DýrfinnuTorfadóttur, gullsmið.

Fjölmenni fylgdist með forsetafrúnni á sjóskíðum.Margt muna var á boðstólum á útimarkaðnum. Þessar kon-ur buðu gestum og gangandi upp á heimagerðar sultur.

29.PM5 12.4.2017, 10:165

Page 6: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 200466666

ritstjórnargreinDropinn holar

steininn

ISSN 1670 - 021X

Útgefandi: H-prent ehf., Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson,sími 892 5362, [email protected] · Blaðamenn: Kristinn Hermannsson,

sími 863 1623, [email protected] – Halldór Jónsson, sími 892 2132,[email protected] – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, [email protected] ·

Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, [email protected] · Auglýs-

ingar: Steingrímur Rúnar Guðmundsson, sími 896 0035,[email protected] · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Hall-

dór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk.Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og

örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti.

orðrétt af netinu

tikin.is – Viggó Örn Jónsson

Engar ekkifréttir

Lögmennirnir og fasteigna-salarnir Arnar Geir Hinrikssonog Tryggvi Guðmundsson,sem báðir reka fasteignasölurá Ísafirði, telja erfitt að segjatil um hvaða áhrif innkomanýbygginga á Wardstúni og áTunguskeiði hefði á fasteigna-markaðinn á Ísafirði.

„Salan á þessum nýju eign-um er ekki komin svo mikiðaf stað en vonandi fer hún aðglæðast. Ef verður hægt aðselja nýjar eignir á byggingar-kostnaði þá ýtir það undir aðverð á öðrum eignum lagist,eins og hefur verið að gerasthægt og rólega síðustu misseri

eftir langa kyrrstöðu“, segirTryggvi.

Arnar Geir Hinriksson tekurí sama streng. „Ef nýbygging-arnar seljast á fullu verði þáætti það að hækka verð á betrieignum.“ Spurður um hreyf-inguna á markaðinum segirhann lítið til sölu af góðum

eignum. „Það eru til minnieignir og eldri, og e.t.v. lélegrieignir, en þær seljast verr.“

Tryggvi segir nokkra hreyf-ingu á markaðinum og helstséu stærri eignir að fara, einsog verið hafi að undanförnu,en minni eignir séu einnigfarnar að seljast ágætlega.

Hækka nýbyggingarfasteignaverð á Ísafirði?

Helgi Sigmundsson, sér-fræðingur í lyflækningum ogmeltingarsjúkdómum hefurhafið störf við Heilbrigðis-stofnunina Ísafjarðarbæ. Helgilauk námi við læknadeild Há-skóla Íslands árið 1993 ogstarfaði eftir það við Lands-spítala/háskólasjúkrahús ogSt. Jósefsspítala til ársins 1996er hann flutti til Ísafjarðar.

Á Ísafirði starfaði hann þar

til í júní 1998 er hann fluttisttil Bandaríkjanna, nánar tiltek-ið til Iowa City í Iowa þar semhann stundaði nám í lyflækn-ingum. Að því loknu, í júní2001, hélt Helgi til Clevelandþar sem hann lærði lækningarmeltingarsjúkdóma við Cleve-land University Hospitals /Case Western Reserve Univer-sity.

[email protected]

Helgi Sigmundsson kemur til starfaHeilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ

Helgi Sigmundsson, læknir.

Bandarísku hjónin Robert og Roberta Genton frá New York

„Ótrúlegar framfarir á Vest-fjörðum á þrjátíu árum“

Hin bandaríska RobertaGenton kom til Vestfjarðafyrir rúmum þrjátíu árum

og finnst mikið til umbreytingarnar sem hafa

orðið síðan þá. „Það hafaorðið ótrúlegar framfarir.Þá fór ég með póstbátnum

í ferð um Ísafjarðardjúpog nú er ég komin ásamtmanni mínum til að upp-

lifa ferðin á ný“, segirRoberta en hún og maður

hennar Robert eru frá NewYork og endurtóku leikinnmeð siglingu um Ísafjarð-ardjúp í síðustu viku. Þau

eru bæði mjög hrifin afVestfjörðum en hrein til-viljun réð því að Roberta

heimsótti fjórðunginn ásínum tíma.

„Ég var þreytt vegnamikillar vinnu og fannst égverða að fara eitthvert semenginn þekkti mig. Robert

náði í landakort og églokaði augunum, benti áÍsland og þangað fór ég.

Mér fannst mikið til þesskoma að fara með póst-

bátnum um Djúpið og sjáfólkið koma hlaupandi

niður að strönd til að takaá móti póstinum og vörum.

Nú er fólkið horfið ogmikið breytt. Það var mérmjög minnisstætt þegar á

einum stað var komið meðþað sem mér sýndist vera

líkkista en í raun var

slasaður maður á börumsem hafði dottið og fót- og

mjaðmabrotnað. Slysiðhafði gerst fjórum dögum

áður en fólk gat ekkikomið honum í læknis-

hendur fyrr en póstbátur-inn kom. Það fannst mérhreint út sagt ótrúlegt“,

segir Roberta. Roberthafði marg sinnis heyrtsögur konu sinnar um

Vestfirði og langaði mikiðtil að heimsækja þá enda

lögðu þau leið sína rakleitttil Ísafjarðar frá Keflavík-

urflugvelli. „Ferðin fráNew York til Ísafjarðar

tók samtals 15 tíma en þaðvar vel þess virði því þessi

staður er ólíkur öllum öðr-um sem ég hef heimsótt og

fólkið alveg yndislegt“,segir Robert. Kona hans

samsinnir því og segir aðþrátt fyrir miklar breyt-

ingar á aðstæðum og mikl-ar framfarir hafi fólkiðekki breyst. Hr. og frú

Genton héldu frá Ísafirðitil Akureyrar og ætluðu að

skoða sig um áður enhaldið var til Grænlands

en þangað fór Robertaeinnig fyrir þrjátíu árum.

[email protected]

Robert og Roberta Genton eru yfir sig hrifin af Vestfjörðum.

„Ég var blessunarlega laus við íslenska fjölmiðla í tvær vik-ur. Ég mæli með því við alla. Engar ekkifréttir. Ekkert þvaðurí „óháðum sérfræðingum“. Engir blaðamenn að berja sér ábrjóst og flytja helgispjall um óháða blaðamennsku. Engin við-töl við fulltrúa þrýstihópa sem standa að fjölmiðlauppákomumtil að komast í viðtal. Engin dagleg viðtöl við þingmenn ográðherra. Engar veðurspár. Ekkert kjaftæði. [...]

Það er náttúrulega stórkostlega fyndið að hlusta á Íslendingatala um hvað Kaninn fylgist lítið með fréttum og viti lítið hvaðer að gerast og koma svo hingað og hlusta á umræður ífjölmiðlum og meðal fólk um „Dabba kóng“ o.s.frv.“

Táknræn setning ,,Háskóla Vestfjarða“ á Silfurtorgi síðast-liðinn föstudag sýndi svo ekki verður um villst hvern hug ungafólkið sem stóð fyrir ráðstefnunni ,,Með höfuðið hátt“ ber tilheimabyggðar sinnar: Hér viljum við eiga heima.

,,Ísafjörður sem háskólabær er markmiðið. Það er ekki eftirneinu að bíða. Í þessu máli þurfa sveitarstjórnir og þingmennað taka höndum saman með almenning að bakhjalli“ sagði BBfyrir tæpu ári síðan. Hljótt hefur verið um þingsályktunartillöguKristins H. Gunnarssonar og félaga um háskóla á Ísafirði, fráþví hún var flutt á haustþingi. BB rifjaði þá upp baráttuna fyrirstofnun Menntaskólans og hvatti til dáða: ,,Nú verða allir aðleggjast á árar og róa jafnt á bæði borð svo ekki beri af leið.Endurvekjum samstöðuna frá baráttunni fyrir Menntaskól-anum!“

,,Ef til vill er stofnun háskóla á Ísafirði stærsta tækifærið semhöfum til að tryggja kjölfestu byggðar á Vestfjörðum til framtíð-ar. Látum ekki deigan síga fyrir úrtölumönnum og gerum þá aðnátttröllum líkt og í menntaskólamálinu“, voru viðbrögð BBvið yfirlýsingu skólastjórnanda í fjölmenninu fyrir sunnan umað háskóli á Ísafirði væri fásinna sakir fámennis.

,,Háskóladeildir við framhaldsskóla – raunhæfur kostur“,grein skólameistara Menntaskólans á Ísafirði í Morgunblaðinus.l. vetur var merkt innlegg í hina vestfirsku háskólaumræðu,sem ber að gaumgæfa. Þá hefur forstöðumaður Fræðslumið-stöðvar Vestfjarða bent á þá sérstöðu sem háskóli á Ísafirðigæti skapað sér frá öðrum háskólum.

Það þótti fráleit hugmynd er Sverrir Hermannsson, þáverandimenntamálaráðherra beitti sér fyrir stofnun háskóla á Akureyri.Reynslan hefur þó sýnt að ef til vill á Háskólinn á Akureyrieinna stærstan þátt í viðsnúningnum sem orðið hefur á Eyja-fjarðarsvæðinu í eflingu byggðar.

,,Þótt margt komi vafalaust til greina á Vestfjörðum er ekkiauðvelt að sjá sjálfsagðari og skjótvirkari leið en þá að byggjaupp háskóla fyrir vestan“ segir Morgunblaðið í leiðara s.l.sunnudag og bætir síðan við: ,,Í ljósi þeirrar þróunar, sem orðiðhefur í uppbyggingu menntastofnana í landinu má segja, aðæskufólk á Vestfjörðum eigi nokkra kröfu til þess að þar verðibyggður upp háskóli.“

Framtak ungafólksins ,,Með höfuðið hátt“ er lofsvert. Umvilja þess verður ekki efast. Að baki þessu hugumstóra ungafólki ber okkur að sameinast í baráttunni fyrir því að athöfniná Silfurtorgi verði endurtekin með formlegri setningu HáskólaVestfjarða.

Líkt og dropinn holar steininn mun sleitulaus barátta í þessumikla hagsmunamáli okkar Vestfirðinga færa okkur sigur aðlokum. s.h.

29.PM5 12.4.2017, 10:166

Page 7: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 2004 77777

Sigrún Pálmasyngur í Víkurbæ

Sigrún Pálmadóttir, sópr-ansöngkona frá Bolungar-vík heldur tónleika í Vík-

urbæ í Bolungarvík, annaðkvöld, fimmtudaginn 22.

júlí kl. 20:30. Á tónleikun-um verður boðið upp á

fjölbreytta efnisskrá. Sig-rún hefur verið fastráðin

við óperuhúsið í Bonn íÞýskalandi frá haustinu2001, en þar hefur hún

m.a. sungið Næturdrottn-inguna í Töfraflautunni,

Olympu í Ævintýri Hoff-manns og Valencienne í

kátu ekkjunni svo fátt eittsé nefnt. Sigrún hefur m.a.

sungið á tónleikum í kon-unglega leikhúsinu Drottn-ingholm í Svíþjóð og söng í

janúar nýárstónleikanameð SinfóníuhljómsveitÍslands en einnig hefur

hún komið fram sem gesta-söngvari í Semper óper-

unni í Dresden, óperunni íWiesbaden og óperunni í

Kóblens. Undirleikari Sig-rúnar er píanóleikarinn

Florian Martin Pestell semer undirleikari við óperuna

í Bonn. – [email protected]

Sigrún Pálmadóttir.

Vikufrí í stað lok-unar hjá Fjölni

„Það gengur nokkuð velhjá okkur og nóg að gera“,segir Albert Sigurjónsson,

rekstarstjóri fiskvinnsl-unnar Fjölnis hf. á Þing-

eyri. Í lok apríl leit út fyrirað öllu starfsfólki, alls 35

manns, yrði sagt upp störf-um þegar liði á vorið og

vinnsla myndi liggja niðrium tíma. Ekki kom tilþeirra örþrifaráða en

starfsmenn fengu vikufrí álaunum meðan hlutirnir

skýrðust. Að stoppinuloknu hófst vinna á ný og

hefur ekki verið lokað einndag síðan, að sögn Alberts.

Eins og stendur eru 25manns starfandi hjá fisk-vinnslunni vegna sumar-leyfa og er mest unnið úr

saltfiski úr hráefni af skip-um Vísis. Fjölnir hf. er að

stærstum hluta í eigu Vísishf. í Grindavík og hefurfengið úthlutað byggða-

kvóta undanfarin ár, semskip Vísis hf. hafa veitt.

[email protected]

Horft yfir athafnasvæði Fjöl-nis á Þingeyri. Mynd: PállÖnundarson.

Sjónvarpsauglýsing fyrir rakvélar frá raftækjarisanum Philips

Tekin upp við Dynjanda í ArnarfirðiSjónvarpsauglýsing fyrir

rakvélar frá alþjóðlega raf-tækjarisanum Philips verðurtekin upp við fossinn Dynj-anda í Arnarfirði í næstu viku.Kvikmyndafyrirtækið True-north í Reykjavík og Eskimomodels sjá um að þjónusta er-lendu kvikmyndagerðarmenn-ina hér á landi en þekkturbreskur leikstjóri, Paul Arden,mun stjórna upptökunum.Leifur Dagfinnsson, hjá True-north, segir áætlað að tökurstandi í einn dag og munu bæðiheimamenn og aðkomnir leikaí auglýsingunni.

„Leikstjórinn er mikill Ís-landsvinur og þekkir Íslandmjög vel. Þannig vildi hannhelst fá alvöru íslenska karak-tera og við höfum verið aðleita að þeim – það þarf hreisti-menni til að standa í fossin-um“, segir Leifur. Dynjandiverður aðal myndefnið enLeifur segir leikstjórann hafaséð fossinn á ferð um landið.Til viðbótar verða tekin uppmyndskeið víða um heim.

Á undanförnum árum hefurþjónusta við erlenda kvik-myndagerðarmenn verið vax-

andi atvinnugrein hér á landien mest ásókn hefur verið ítökustaði nær höfuðborgar-svæðinu. Eftir því sem næstverður komist hafa Vestfirðirekki verið nýttir áður sem vett-vangur auglýsinga fyrir stóraerlenda aðila. „Það er alvegrétt. Ég er búinn að vera íþessu í 15 ára og man ekkieftir að hafa tekið upp á Vest-fjörðum. Þannig er þetta mikiðtilhlökunarefni og ég tel aðmeð bættum samgöngum þágeti Vestfirðir orðið að nýrriperlu sem við getum kynntfyrir útlendingum. Auk greiðrasamganga er meginreglan súað það sé hægt að komast ívandaða gistingu í ekki mikiðmeira einnar og hálfrar klst.fjarlægð frá tökustað, þó hlutiokkar ætli reyndar að gista ítjöldum og njóta Vestfjarð-anna til fulls.“

Aðspurður um hvort auglýs-ingin við Dynjanda geti leittaf sér að fleiri verkefni kæmutil Vestfjarða segir hann þaðvel geta orðið. Leifur fór umsvæðið fyrir skemmstu til aðundirbúa myndatökurnar viðDynjanda og segist hafa tekið

eftir mörgum áhugaverðumtökustöðum.

„Ísland er mjög þekkt íþessu bransa og margir viljamynda hérna en það er baratoppurinn af ísjakanum sem

kemur. Af öllum þeim tilboð-um sem við gerum þá er e.t.v.um 10% sem úr verður kvik-myndatökuverkefni. Þar er svomargt sem spilar inn í en þaðer þörf á því að kynna fleiri

svæði en bara Suðurlandið.“Aðspurður um hvort yfir-

völd á Vestfjörðum geti gerteitthvað til að laða að fleirikvikmyndatökuverkefni segisthann ekki hafa neinar skyndi-

lausnir á hraðbergi en fjöl-breyttara og meira framboð afgistingu skipti miklu máli ogeins bættar samgöngur. „Þaðmyndi strax flýta fyrir þróun-inni“, sagði Leifur.

Dynjandi í Arnarfirði gylltur af kvöldsól í gegnum myndavélalinsu. Ljósm: SJS.

Kristinn Kristjánsson fór holu í höggi á Meistaramóti GÍ

Gunnlaugur Jónassonklúbbmeistari 2004

Gunnlaugur Jónassonsigraði á meistaramóti

Golfklúbbs Ísafjarðar semfram fór á Tungudalsvelli

í síðustu viku og lauk áföstudag. Gunnlaugur

keppti í 1. flokki karla oglék á 314 höggum. Annar

varð Kristinn Kristjánssoná 315 höggum og HákonHermannsson varð þriðji

á 317 höggum. Þá fórKristinn holu í höggi á 15.

braut síðasta keppnidaginnog er það í annað sinn sem

hann fer holu í höggi á þeirribraut. Í öðrum flokki karla

sigraði Loftur G. Jóhannssoná 349 höggum, Einar Valur

Kristjánsson varð annar á355 höggum og Jakob Ó.Tryggvason varð þriðji á

365 höggum. Í þriðja flokkikarla varð Guðjón H. Ól-

afsson hlutskarpastur á 369höggum, Jón Hjörtur

Jóhannesson var annar á 410höggum og Óli M. Lúð-

víksson þriðji á 411 höggum.Í kvennaflokki sigraði

Bjarney Guðmundsdóttir á218 höggum en Kolbrún

Benediktsdóttir varð önnur á218 höggum og Guðrún ÁStefánsdóttir þriðja á 236

höggum. Högni Gunnar Pét-ursson sigraði í unglinga-

flokki á 174 höggum ogBjarki Bárðarson varð annar

á 122 höggum. Þátttakendurvoru 27 talsins.

[email protected]

Hinn 18 ára gamli golfari,Gunnlaugur Jónasson, barsigur úr býtum á Meistara-móti Golfklúbbs Ísafjarðar

sem fram fór í síðustu viku.Hann er því réttnefndur

klúbbmeistari GÍ.

29.PM5 12.4.2017, 10:167

Page 8: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 200488888

Hvaladráp og hand– Pétur Magnússon segir frá lífinu og tilverunni í handboltanum og í Færeyjum

Pétur Magnússon er mikill íþróttagarpursem kann best við sig í handboltamarkinu

eins og hann hefur sýnt með þeim fjölmörguliðum sem hann hefur keppt með. Hann er

fæddur og uppalinn á Ísafirði, sonur Sig-rúnar C. Halldórsdóttur og Magnúsar Guð-

mundssonar. Árið 1998 hélt Pétur til Fær-eyja ásamt Jakobi Jónssyni, fyrrum þjálfara

knattspyrnufélagsins Harðar á Ísafirði, oglék keppnistímabilið 1998-99 með félaginu

Kyndli (Kyndil). Eftir keppnistímabiliðskipti Pétur um félag og gekk til liðs við

Neistann (Neistin). Í æsispennandi leik áttiPétur stóran þátt í að liðið vann færeyskameistaratitilinn í fyrsta sinn í 22 ár. Pétur

byrjaði í marki í fótbolta hjá BoltafélagiÍsafjarðar. Síðan hóf hann handboltaæfingar

með ÍR þegar hann fór suður í skóla 16 áraog varð Íslandsmeistari fyrsta árið sitt með

liðinu. „Þá að sjálfsögðu í marki því að éggat ekki neitt úti á velli. Ég kunni bara að

vera í marki“, segir hann. Færeyjum sviparmjög til Íslands á margan hátt. Eyjarnar

átján eru í Norður-Atlantshafi á milli Íslandsog Noregs. Um norðan- og vestanverðar

eyjarnar má sjá sjávarhamra líkt og á Vest-fjörðum. Færeyska er náskyld íslensku enda

byggðust eyjarnar fólki sem kom af sömuslóðum.

– Hvernig kom það til að þúfórst út til Færeyja að spilahandbolta?

„Ég fór með Jakobi Jónssyniþegar honum var boðin þjálf-arastaða hjá Kyndli. Ég ætlaðibara að vera eitt ár en var sexár og bjó allan tímann í Þórs-höfn. Á þeim tíma spilaði égmeð þremur liðum, Kyndli,Neistanum og H71. Fyrsta áriðspilaði ég með Kyndli, síðanfjögur með Neistanum en sein-asta árið spilaði ég svo meðH71 og var þá næstelstur. Þaðer ungt og skemmtilegt lið.

Það kom mér á óvart hvehandboltinn þarna er sterkur.Þrjár deildir, sjö lið í efstudeild og spiluð fjórföld um-ferð. Þar af eru þrjú lið afþessum sjö í Þórshöfn. Oft vargrannauppgjör og ég spilaði ámóti liðum sem ég var í áður.Það gerir þetta bara skemmti-legra. Það er náttúrlega rígurþar eins og er hér og má nefnasem dæmi KR og Val eða Ísa-fjörð og Bolungarvík. Það varlíka gaman að keppa á mótiöðrum Íslendingum. Þegar viðJakob fórum út voru fyrir tveiraðrir, þeir Hans Guðmundssonog Finnur Hansson.“

Íþróttir í gamlaÍþróttir í gamlaÍþróttir í gamlaÍþróttir í gamlaÍþróttir í gamlafrímerkinufrímerkinufrímerkinufrímerkinufrímerkinu

– Hvernig hófst íþróttaferill

þinn?„Heima á Ísafirði vorum við

krakkarnir alltaf að leika okkurí alls kyns íþróttum í gamlafrímerkinu [þar er vitaskuldátt við gamla íþróttahúsið].Krakkarnir fæddir 1977 einség mynda mikinn íþróttaár-gang. Ég var fimm ára þegarég byrjaði að spila fótboltainni í firði. Þegar ég er 11 áraflyt ég út í Hnífsdal. Mér finnstfínt að hafa búið á báðum stöð-um – ég er hnífdælskur fjarðar-púki. Í Hnífsdal bý ég til 16ára aldurs og fer þá til Reykja-víkur. Ég byrjaði ekki að æfahandbolta fyrr en ég fór suðurenda voru handboltaæfingarekki í boði í gamla frímerkinu.Ég kom alltaf vestur á sumrinog var þá að spila fótbolta.

Ég varð tvisvar Íslands-meistari með ÍR en þá varSveppi „popptíví“ fyrirliði ogí liðinu voru líka Ragnar Ósk-arsson, Ólafur Sigurjónsson ogfleiri góðir. Nú er ÍR að toppaaftur. Þegar ég kynntist Ragn-ari dró hann mig á æfingar ogþað var upphafið á handbolta-ferli mínum.

Fyrst þegar ég kom suðurvar ég í Menntaskólanum viðSund en skipti svo um og fór íFjölbrautaskólann í Breið-holti. Allir vinir mínir vorufyrir vestan er ég flutti og þákynntist maður bara nýjum og

þeir voru allir Breiðholtsrottur.Mitt lið er og verður ÍR í

handbolta. Besti leikmaður Ís-lendinga í handbolta er RagnarÓskarsson, vinur minn. Ég hefaldrei skilið af hverju hannfær ekki fleiri tækifæri í lands-liðinu. Ólafur Stefánsson ernáttúrlega snillingur líka ogauðvitað heldurðu með Íslend-ingunum sem eru að spila úti“,segir Pétur eins og annað séóhugsandi.

ToppurinnToppurinnToppurinnToppurinnToppurinná tilverunniá tilverunniá tilverunniá tilverunniá tilverunni

– Hvernig tilfinning var þaðað vinna meistaratitilinn meðNeistanum í Færeyjum?

„Toppurinn á tilverunni, þaðer ekki hægt að lýsa því öðru-vísi. Það er engin úrslitakeppnií deildinni en svo vildi til aðþetta var seinasti leikurinn átímabilinu og afgerandi úr-slitaleikur. Okkur dugði jafn-tefli en hitt liðið, VÍF, þurftisigur til að vinna. Við spiluð-um á Vestmanna en þar búaþúsund manns. Íþróttahúsiðþeirra tekur 800 manns en þaðvoru 1200 manns inni að fylgj-ast með leiknum og fólk fyrirutan höllina að hlusta útvarpiðtil að fylgjast með. Lokatölurleiksins urðu 27-22 fyrir okkuren jafnt var í hálfleik og staðan12-12. Þetta var í fyrsta sinnsem Neistinn vann í 22 ár. Égman að strax eftir leikinn hittiég gamlan mann og ég ætlaðiekki að sleppa frá honum þvíhann var svo ánægður ogkyssti mig allan. Þeir eru svoeinlægir Færeyingarnir.

Eftir leikinn sátum við ímiðbæ Þórshafnar og gáfumeiginhandaráritanir í þrjá tíma.Annars var mjög lítið um það,ég var bara Jáarinn þarna. Égvar kallaður Jáarinn af því viðerum eina Norðurlandaþjóðinsem segir já í staðinn fyrir ja.Ég hef líka spilað tvo hörku-spennandi bikarúrslitaleiki ogtapað þeim báðum. Öðrummeð tveggja marka mun oghinum með einu marki. Það erjafnsvekkjandi að tapa eins ogþað er gaman að vinna. Þaðgerir íþróttina meira spenn-andi. Maður er á bömmernæstu klukkutíma en svo þýðirekki að spá í það. Maður verð-ur bara að halda áfram..

Ég var líka að þjálfa 14 til16 ára stelpur og stráka. Þaðer meira stress að þjálfa, maðuræsir sig fullmikið við dómar-ann og segir hluti sem maðurætti ekki að segja. Ég tapaðiekki leik með stelpunum þauþrjú ár sem ég þjálfaði þær.“

– Voru þær svona góðar?„Nei, ég var svo góður

þjálfari“, segir Pétur og hlær.„Jú, þær voru mjög góðar.Strákarnir líka. Ég var Fær-eyjameistari tvisvar með þá.Svo var ég með séræfingarfyrir litla krakka sem var líkamjög gaman. Ég mundi hik-laust taka að mér að þjálfaaftur ef mér byðist það.“

Sjórinn rauðurSjórinn rauðurSjórinn rauðurSjórinn rauðurSjórinn rauðuraf blóðiaf blóðiaf blóðiaf blóðiaf blóði

– Fyrir utan meistaratitilinn– hvað stendur helst upp úr ídvöl þinni í Færeyjum?

„Í Færeyjum tók ég þátt ígrindhvaladrápi. Það var mjögsérstakt. Það er mjög skipulegtferli sem fer í gang þegargrindhvalur er fundinn. Sá semfinnur hjörðina úti á sjó hringirí sýslumanninn og lögreglunatil að láta vita og dregur síðanupp flagg á bátnum til að sýnaað það er hann sem fannhvalinn. Þá fær hann að veljabestu bitana. Bátarnir streymaút á sjó til að reka hvalina uppá land. Þar bíður fólkið til aðdraga þá upp að landi þar semþeir eru drepnir. Reynt er aðdrepa þá sem fljótast og kvala-laust og því er skorið á mæn-una til að drepa þá. Svo erfarið með hvalina á bryggjunaþar sem þeir eru merktir ogfundið út hve margir bitar eruí boði. Fólkið sem tekur þátt ídrápinu skráir sig á lista ogsvo er lesið upp: Pétur Magn-ússon, þú ferð á hval nr. tvöog átt þar tvo bita. Það er skoheill hellingur. Kjötið og spik-ið er étið en þeir eru hættir aðtaka innyflin vegna mengunar.Þeir éta það sem þeir geta ogþurrka rest. Geyma góðu hlut-ina eins og lundirnar og étaþurrkuðu restina eins og harð-fisk.

Grindhvaladráp er svakalegsjón og sjórinn verður rauðuraf blóði. Manni bregður aðeinsí fyrstu en svo er bara að takaþátt í þessu. Þetta eru stór dýrog þeir drepa þá berhentir. Þaðer rosalegt að sjá þá hlaupa ámilli og skera hvalina, það færekki hver sem er að drepa þá.En ef einhver biður um að látakenna sér, þá kenna þeir hon-um. Sumir vilja ekki læra þaðþví þetta er náttúrlega stór-hættulegt og stórir hnífar semnotaðir eru. Markmaður semskar sig á hendinni við grind-hvaladráp skar í sundur sinarog það lauk ferli hans. Hannvar bara að ná sér í kjöt.

Börnin bíða í landi, þau fáekki að fara í sjóinn en þautaka þátt í þessu. Kjötið er líkamjög gott, ekki eins og skerpu-kjöt. Það er mesti viðbjóðursem ég hef borðað. Það er úld-

ið lambakjöt sem er bara látiðhanga. Ekki reykt eða neitt,bara úldið og hrátt. Viðbjóður!Þeir éta þetta með bestu lyst.En þetta er bara spurning umað vera alinn upp við þetta. Égtók fjórum sinnum þátt í grind-hvaladrápi en þetta gerðistbara þrisvar í Þórshöfn sjálfriá þessum árum sem ég varþarna. Það er mjög misjafnthve oft sem grindhvaladráper.“

Bert starfsfólkBert starfsfólkBert starfsfólkBert starfsfólkBert starfsfólk

– „Petur Magnusson hevurígjøgnum árið ment sig til atvera ein av fremstu málverj-unum í landinum, og setti eittflott punktum við at taka pipp-ið frá skjúttunum hjá VÍF íseinasta dystinum. Er eisinisera íðin í at skipa verjuspæl-ið“, segir í færeyska fréttablað-inu Sosialnum um hlut þinn ísigri Neistans. Þó verið sé aðlofa þig er erfitt að verjast brosiþegar þetta er lesið því þettalítur út fyrir að vera bjöguðíslenska. Kom aldrei fyrir aðþú talaðir eitthvað af þér þegarþú ruglaðist á íslenskunni?

„Það kom ekki fyrir mig per-sónulega en Hans Guðmunds-son lenti í því þegar hann varað þjálfa og var með skotæf-ingu. Æfingin gekk eitthvaðilla og honum var orðið dálítiðheitt í hamsi. Hann stoppaði,flautaði og öskraði á mark-manninn: Af hverju fleygirðuþér ekki á boltann! Að fleygjasér þýðir ekki það sama þar ogá íslensku heldur þýðir þaðannað og er frekar dónalegt.Það er það sem karlar gera íeinrúmi, skulum við barasegja.

Færeyingum finnst íslensk-an alveg eins fyndin og skelli-hlæja þegar til dæmis er lesiðupp úr Mogganum. Ég talaðiensku fyrsta mánuðinn en svobað ég strákana í liðinu að talavið mig á færeysku og ef égskildi það ekki, þá bað ég umað það væri útskýrt fyrir mér áfæreysku, bara hægt og rólega.Áður en ég vissi af var égfarinn að tala reiprennandi fær-eysku. Hún er mjög svipuðíslenskunni, bara öðruvísiáherslur. Þó svo að færeyskansé nú ekki neinu lík. Það ermikið af skemmtilegum orð-um þarna. Þegar þú sérð skiltiþar sem á Íslandi stendur: Að-eins fyrir starfsfólk, þá stendurá þeim í Færeyjum: Bertstarfsfólk. Bert þýðir bara.“

Ekki í gúmmískómEkki í gúmmískómEkki í gúmmískómEkki í gúmmískómEkki í gúmmískómog lopapeysumog lopapeysumog lopapeysumog lopapeysumog lopapeysum

– Hver er munurinn á Íslend-ingum og Færeyingum?

„Færeyingar eru líkir Ís-lendingum en miklu afslapp-aðri. Þar er bara unnið 8 tíma ádag og ekki meir. Reyndar erskatturinn hærri þannig að þeirnenna ekki að standa í því aðvinna meira og gera frekar eitt-hvað fyrir sjálfa sig. Tíma-kaupið er líka hærra. Þeir erumjög líkir Íslendingum að eðl-isfari. Annars eru Færeyingarólíkir eftir eyjunum. Á Suður-ey blóta menn ansi mikið, ann-að hvert orð hjá þeim er blót.Alveg eins og Ísfirðingar ogReykvíkingar eru ólíkir. Þaðer týpískt með Færeyinga ogÍslendinga, og það er það samaog með Reykvíkinga og Ísfirð-inga, að það er langt fyrirReykvíkinga að fara til Ísa-fjarðar en stutt fyrir Ísfirðingaað skreppa til höfuðborgarinn-ar. Færeyingum finnst ekkerttiltökumál að skreppa til Ís-lands.

Þjóðfélagið er skipt, égmundi segja svona 60/40,þannig að 60% vilja sjálfstæðiog þar af vilja allir á aldrinum18-40 fá sjálfstæði. Það ersvaka rígur þarna. Ég hafðimjög gaman af því að þegarmaður var að rífast við ein-hvern á vellinum og hann sagðiþú ert bara Íslendingur, þásvaraði ég: Við erum allavegameð okkar eigið land. Það erbúið á 16 af þeim 18 eyjumsem mynda Færeyjar. Suður-ey, Eysturey, Norðurey ogStraumey eru stærstar.

Ég reyni að halda við tungu-málinu og held sambandi einsog gengur og gerist. Að kynn-ast landi og þjóð fannst mérmerkilegast við að vera þarna,ásamt með meistaratitlinum oggrindhvaladrápinu auðvitað.Þetta er lítið þjóðfélag og þaðþekkja allir alla þarna.

Ég man eftir því í flugvél-inni þegar ég var að horfa niðurog hugsa: Hvern djöfullinn erég að gera? Ég hélt að allirværu í gúmmískóm og lopa-peysum en það kom nú annaðí ljós. Það kom mér á óvarthvað deildin var sterk, þessisjö liða. Ekki alveg eins góðog Haukur, Valur, ÍR, KA semeru fjögur bestu liðin á Íslandi.Þrjú bestu liðin í Færeyjummundi ég telja að væru nógusterk til að komast í úrslit hér-na. Það kom mér líka á óvarthve stelpurnar eru fallegar þar.Þær eru alveg eins fallegar ogþær íslensku. Ég vissi ekkibaun í bala um Færeyjar þegarég fór út. Jakob og Finnur eruennþá úti. Þeir eru meira aðsegja í sama liðinu og orðnir

29.PM5 12.4.2017, 10:168

Page 9: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 2004 99999

ndboltifjölskyldufeður og eins og inn-fæddir Færeyingar.“

Alltaf í markinuAlltaf í markinuAlltaf í markinuAlltaf í markinuAlltaf í markinu– Hvað varð til þess að þú

snerir aftur heim?„Mig langaði bara heim. Ég

meiddist og þurfti að hætta aðspila.“

– Hvernig meiddistu?„Það voru höfuðmeiðsli og

fyrir tveimur árum fór ég íuppskurð á hné. Þetta er enda-laust væl sem er hundleiðin-legt að tala um. Það virkarbara eins og léleg afsökun“,segir Pétur og ýtir umræðu-efninu frá sér.

„Ég hef oft fengið boltann íandlitið og fleiri vonda staðisem við skulum ekki nefna.Það er alltaf jafnvont. Ég hefnú aldrei rotast en einu sinnieftir að ég fékk boltann í haus-inn sá ég svarthvítt í smástundá eftir. Mér var þá bara skiptút af þangað til ég náði aðjafna mig. Það þýðir ekkert aðvæla að fá boltann í andlitið efmaður er í marki í handbolta.Ekki nema að það sé viljandi.Það hefur leikmaður fengiðrautt spjald fyrir að kasta bolt-anum tvisvar í andlitið á mér.Mér finnst það bara heimsku-legt. Af hverju að reyna hitta íhausinn á markmanni því þáver hann? Af hverju ekki aðreyna að skora? Ef maður færhandboltann í hausinn, þáhugsar maður: Frábært, égvarði“, segir Pétur og hlærkvikindislegum hlátri.

„Eitt tímabil hjá Neistanumvorum við með júgóslavnesk-an varamarkmann sem var 35ára. Ég lærði heilmikið af hon-um. Við vorum alltaf meðmjög góða markmenn en éghef alltaf verið fyrsta val, hversvo sem ástæðan er. Kannskiaf því að ég er svo mikillkeppnismaður. Það er miklubetra að vera með tvo góðamarkmenn. Þá eru þeir alltafað leggja meira á sig, ómeð-vitað. Maður veit af góðummarkmanni á bekknum og veitað ef maður gerir mistök þá ermanni skipt út af. Svo er ann-að, að það er gott að vita aðþað geti góður markmaður tek-ið við af manni því maður áekki alltaf góða leiki.

Ég var 17 ára er ég spilaðiminn fyrsta leik með BÍ. Þávar Bjössi Ingimars þjálfariog Páll Ólafsson KR-ingur áttiað vera í markinu og hannmeiddist eftir 5 eða 6 leiki ogég spilaði restina af tímabilinu.Fótbolti var bara upphitun áhandboltanum. Maður varekki alvörugefinn í fótboltan-um öll þessi ár sem maður varað spila hann. Handboltinn erað mínu mati mun skemmti-legri leikur. Hann er harðari,erfiðari og meiri snerting. Þarsem ég er markmaður er meiraað gera hjá mér í marki í hand-boltanum en í fótboltanum. Ífótbolta var ég verstur í háumfyrirgjöfum og þær finnastekki í handbolta.“

– Hefur markið alltaf heillaðþig?

„Já, alltaf. Þegar ég varstrákur, þá var Bruce Grobbel-aar í markinu hjá Liverpoolmitt idol. Dóri bróðir kom mérinn á Liverpool-aðdáuninasem ég er enn með. Hann ermikill áhugamaður um íþróttir.Ég veit ekki af hverju Jói Torfasetti mig í markið þegar égbyrjaði að æfa fótbolta semstrákur. Ætli það hafi ekkiverið af því ég gat ekki neittúti!“ Pétur hlær dátt.

Tekur lífinu með róTekur lífinu með róTekur lífinu með róTekur lífinu með róTekur lífinu með ró– Hvað ber framtíðin í skauti

sér fyrir Pétur Magnússon?„Hvers lags spurning er nú

þetta? Ég veit það ekki, tíminná eftir að leiða það í ljós“,segir Pétur með yfirvegaðriró.

„Ég var að smíða ásamt þvíað spila handboltanum í Fær-eyjum og núna er ég að smíðahjá Vestfirskum verktökum.Hvort það er framtíðarstarf?Já, alveg eins, maður tekurþví sem kemur. Ég lærði í Fær-eyjum að taka lífinu með ró.Hvort sem að það er af hinugóða eða slæma.“

Þótt Pétur taki lífinu með róer aldrei lognmolla í kringumþennan kraftmikla íþrótta-mann. Hvað sem hann tekursér fyrir hendur er óhætt aðfullyrða að hann muni leggjaallt sitt í það. Hann er keppnis-maður í húð og hár.

[email protected]

Sölubörn!Sölubörn vantar til afleysinga og í fast

starf á Ísafirði.Hafið samband við Sigurjón í síma 456

4560.

Það er mun ódýraraað vera áskrifandi!

29.PM5 12.4.2017, 10:169

Page 10: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 20041010101010

Grasrótarhreyfing ungs fólks efndi til ráðstefnu um framfaramál á Vestfjörðum

Sóknarfæri í menningar-,mennta- og atvinnumálum

Valgerður Sverrisdóttir,iðnaðar- og viðskiptaráðherraog ráðherra byggðamála, settiráðstefnuna „Með höfuðiðhátt“ í Hömrum, sal Tónlistar-skóla Ísafjarðar á fimmtudags-kvöld. Valgerður sagði fram-takið vera ástæðu til bjartsýniog til eftirbreytni fyrir aðralandsmenn. Í fyrstu fundalot-unni var fjallað um gildi menn-ingar fyrir byggðalagið ogglímt við spurninguna hverniggræða megi á menningu. Aðráðstefnunni stendur þverpóli-tískur hópur ungs fólks og þvíþótti vel við hæfi að með fund-arstjórn fór Einar Pétursson,bæjarstjóri Bolungarvíkur-kaupstaðar sem jafnframt eryngsti bæjarstjóri landsins.

Margrét Gunnarsdóttir,skólastjóri Listaskóla Rögn-valdar Ólafssonar og einn afforvígismönnum uppbygging-ar menningarmiðstöðvar í Ed-

inborgarhúsinu á Ísafirði, lagðiút af reynslunni við uppbygg-ingu þeirra stofnana síðastaáratuginn í erindi sínu. Mar-grét sagði menninguna stuðlaað því að íbúarnir væru stoltiraf samfélaginu og vitnaði tilvinkonu sinnar sem sækti ekkioft menningarviðburði ensegði það eitt og sér nóg aðvita af þeim til að sér liði betur.Um gróðahlið menningarinnarsagði Margrét víst að hún hefðimikla samfélagslega þýðinguen skilaði vissulega sínu tilgangverks atvinnulífsins.Þannig hefðu t.d. umsvif lista-skólans og menningarmið-stöðvarinnar aukist smátt ogsmátt með hverju árinu og núværi uppbygging í Edinborgað komast á fullan skrið.

Þórgnýr Dýrfjörð, menning-arfulltrúi Akureyrarbæjar,lagði til grundvallar skilgrein-ingu á menningu í þá veru að

hún væri skapandi starf ogtaldi m.a. íþróttir falla þar und-ir. Hann gerði að umtalsefniþann kraft sem gæti breytt hug-myndum í raunveruleika ogtók dæmi af frumkvöðlinumsem byggði síldarminjasafniðá Siglufirði. Hann sagði geysi-leg verðmæti falin í þesskonarkrafti og sagðist vilja að viðstyrkveitingar til menningar-lífs yrði tekið mið af því hvarástríðan væri mest. Þá sagðihann menninguna útvíkkasamfélögin og spurði m.a.hvað væri Ísafjörður ánNeðstakaupstaðar, Akureyrián Listasafnsins eða Hólmavíkán Galdrasýningarinnar?

Að lokum steig í pontu ElfarLogi Hannesson, stofnandiKómedíuleikhússins á Ísafirðisem er annað tveggja atvinnu-leikhúsa á landsbyggðinni.E.t.v. má segja að Elfar Logihafi beitt leiklistinni fyrir sigen hann fjallaði hispurslaustum það grafalvarlega mál sempeningahlið leikhúsreksturs erog vísaði m.a. til margra vinasinna sem hefðu orðið gjald-þrota við að láta leikhús-drauma rætast. Þannig var stuttmilli gamans og grárrar alvöruog skelltu margir upp úr. ElfarLogi sagði víst að miklirmöguleikar væru í samstarfiatvinnulífs og lista, og vísaðim.a. til stuðnings BjörgólfsGuðmundssonar við listalíf ogsamstarfs Pennans og Slunka-ríkis á Ísafirði, en fæstir áttuðusig á möguleikunum ennþá.

Að loknum umræðum voruframreiddar léttar veitingar íboði utanríkisráðuneytisins ogþótti vel við hæfi að meðlætið

var sígilt kruðerí úr Gamlabakaríinu á Ísafirði, m.a. mjúk-ar kringlur og kókoslengjur.

Háskóli VestfjarðaHáskóli VestfjarðaHáskóli VestfjarðaHáskóli VestfjarðaHáskóli Vestfjarða„stofnaður“„stofnaður“„stofnaður“„stofnaður“„stofnaður“

Háskóli Vestfjarða varstofnaður í hádeginu á föstu-dag við hátíðlega athöfn á Silf-urtorgi á Ísafirði og að þvíbúnu hófst fyrsta kennslu-stundin undir berum himni.Þessi útgáfa af Háskóla Vest-fjarða starfaði þó ekki lengiþví um táknrænan gjörning varað ræða sem framinn var afleikurum í Morranum, at-vinnuleikhúsi ungs fólks í Ísa-fjarðarbæ.

Fjölmenni leit við á Silfur-torgi til að fylgjast með ogmátti m.a. sjá forseta Íslandssem ávarpar ráðstefnuna íkvöld og nokkra þingmenn svosegja má að uppátækið hafináð augum og eyrum ráða-manna.

Gjörningurinn gekk þannigfyrir sig að einn leikarannalýsti yfir stofnun HáskólaVestfjarða og kallaði til„menntamálaráðherra“, „rekt-or“ og „bæjarstjóra“ til að und-irrita samninga um stofnunskólans. Að því búnu var geng-ið beint til verks og settustfyrstu nemendurnir á skóla-bekk og meðtóku margvísleg-an fróðleik.

Hvatt til stofnunarHvatt til stofnunarHvatt til stofnunarHvatt til stofnunarHvatt til stofnunarháskóla á Vestfjörðumháskóla á Vestfjörðumháskóla á Vestfjörðumháskóla á Vestfjörðumháskóla á Vestfjörðum

Runólfur Ágústsson, rektorviðskiptaháskólans á Bifröst,

hvatti til stofnunar Háskóla áVestfjörðum í erindi sínu áráðstefnunni þegar fjallað varum samfélagsleg áhrif mennt-unar og sóknarfæri á föstu-dagskvöld. Runólfur sagðigóða reynslu af starfi Við-skiptaháskólans á Bifröst semhefði vaxið mjög að umfangien baráttan um fjármagn tilrannsókna væri erfið og mikiltregða gegn því að flytja fénorður fyrir Elliðaár, eins oghann komst að orði.

Í umræðum að erindinuloknu var vitnað til þess aðfyrsti árgangur Háskólans áAkureyri hafi verið afar fá-mennur og þannig geti mjórverið mikils vísir. Runólfursagði Vestfirðinga vera komnamikið lengra en á byrjunarreitþví þegar væru á annað hundr-að nemendur í fjórðungnum ífjarnámi á háskólastigi en aukþess væru starfandi fræðimenná svæðinu og vísaði þar m.a.til Náttúrustofu Vestfjarða.Því hvatti hann Vestfirðingatil að byggja á því sem þeirhefðu og mynda háskólasam-félag með því að leiða nem-endur og fræðimenn saman.Aðspurður um hvað væri æski-legt að kenna í háskóla á Vest-fjörðum sagðist Runólfur ekkigeta sagt til um það en hvattiVestfirðinga til að skoða þarfirsínar og kenna það sem nem-endur vildu læra.

Smári Haraldsson, forstöðu-maður FræðslumiðstöðvarVestfjarða, fór yfir ýmsar hug-myndir í menntamálum oggerði m.a. að umtalsefni mun-inn á því sem hann kallar skjal-festa þekkingu og þögla þekk-

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp á ráðstefnunni í Hömrum.

29.PM5 12.4.2017, 10:1610

Page 11: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 2004 1111111111

ingu, sem jafnvel mætti kallabókvit og verkvit. Hann sagðiþýðingarmikla þá þekkingusem ungmenni hafa fengið ígegnum tíðina með þátttöku íýmsum störfum samfélagsinsog en þegar verkvitið og bók-vitið færu saman byggi fólkyfir afar öflugri menntun. Þánefndi Smári mikilvægi þessað Vestfirðinga yrðu bæðiveitendur og þiggjendur ímenntunarmálum. Hann sagðiað í hvert sinn sem einhverþegn samfélagsins settist áskólabekk ykist þekkingarstigsamfélagsins en ekki síðurþegar einverjir þegnannatækju saman þekkingu til aðundirbúa kennslu.

Háleit markmiðHáleit markmiðHáleit markmiðHáleit markmiðHáleit markmiðnauðsynlegnauðsynlegnauðsynlegnauðsynlegnauðsynleg

Á laugardag voru ýmis málrædd á ráðstefnunni og hófstdagskráin á liðnum „Nýsköp-un eða brjálæði“ þar sem fram-sögumenn voru þeir Neil Shir-an K. Þórisson, viðskiptafræð-ingur, og Úlfar Ágústsson,kaupmaður og framkvæmda-stjóri Siglingadaga. Úlfarsagði háleit markmið nauðsyn-leg fyrir samfélagið sem þyrftiað vaxa en ein helsta ógnunþess væri doði, miðjumoð ogtillitssemi við smákónga.Hann sagði að samdráttur eðajafnstaða væri óásættanleg ogmenn ættu ekki að kætast yfirþví hvað samdrátturinn hefðiverið lítill frá árinu áður. Vöxt-ur væri lífsnauðsyn og hug-myndirnar þyrftu að vera stór-ar til að hægt væri að virkjaalþjóðlegt fjármagn til aðhrinda þeim í framkvæmd.

Þannig nefndi hann að mennættu ekki að hræðast að t.d.Þingeyri yrði keypt upp ogþar byggður upp ferðamanna-bær sem með tímanum myndirtelja þúsundir íbúa. Þá sagðihann að Ísfirðingar ættu aðsetja sér það markmið að þjón-ustu tvö skemmtiferðaskip ádag yfir sumarmánuðina.Tengsl Ísafjarðar og Græn-lands eru honum hugleikinenda verður fjallað um sigl-ingaleiðir milli Íslands og A-Grænlands á sérstakri ráð-stefnu á Siglingadögum áþriðjudag.

Shiran sagði að erfitt gætiverið að draga mörkin millinýsköpunar og brjálæðis endahefðu frumkvöðlar á svæðinusett á stofn og rekið fyrirtækisem fyrirfram mætti telja ansiframúrstefnuleg og nefndi t.d.sushiverksmiðju Sindrabergsog True-Viking rakspírannsem Koss ehf. framleiðir. Þáværu þekkt mörg geggjuðdæmi erlendis frá. Hann sagð-ist vilja sjá öflugra atvinnu-þróunarfélag á svæðinu eðafrumkvöðlasetur sem gæti bet-ur stutt við nýsköpun en samivandi væri að hefta frum-kvöðlastarf alls staðar á land-inu, þ.e. viðvarandi skortur ááhættufjármagni. Hann sagðisttelja að fjölmörg tækifæriværu til að stofna fyrirtæki áVestfjörðum og væru þau flestfalin í „útflutningi“ því heima-markaðurinn væri hér um bilmettur. Þörf væri á fleiri frum-

kvöðlum.

10-15 ára þróunar-10-15 ára þróunar-10-15 ára þróunar-10-15 ára þróunar-10-15 ára þróunar-starf framundan ístarf framundan ístarf framundan ístarf framundan ístarf framundan í

þorskeldiþorskeldiþorskeldiþorskeldiþorskeldiEftir hádegishlé voru tekin

fyrir sóknarfæri Vestfirðingaí sjávarútvegi þar sem fram-sögumenn voru sjávarútvegs-fræðingarnir Þórarinn Ólafs-son, verkefnisstjóri fiskeldishjá Hraðfrystihúsinu-Gunn-vöru, Einar Hreinsson, veiðar-færasérfræðingur við Neta-gerð Vestfjarða og GuðrúnAnna Finnbogadóttir hjáSindrabergi. Þórarinn sagði fráþorskeldi HG sem hefði gefiðágæta raun og færi vaxandi.Hann fyrirtækið vilja fara var-lega í sakirnar en stefna á aðverða stórir á endanum. Ljóstværi að aukning á neysluþorsks myndi koma frá eldi enþorskveiðar á heimsvísu væruum fjórðungur af því sem þærvoru á sjötta áratuginum. Frek-ara þróunarstarf þyrfti að farafram og á næstu 10-15 árummyndu menn komast að þvíhvort hægt væri að stundaþorskeldi við Ísland sem arð-bæra atvinnugrein.

Einar Hreinsson sagði veiði-tæknina frumstæða og það ættifrekar þátt í bágu ástandi fiski-stofna en hversu háþróuð húnværi. Þannig vissu menn sára-lítið hvað gerðist meðan veið-arfærin væru í sjónum oghvaða áhrif þau hefðu á lífrík-ið. Lítið hafi verið rannsakað ígegnum tíðina og samfélags-legur kostnaður vegna þekk-ingarleysis á lífríkinu í sjónumog áhrifum veiða á það værigríðarlegur. Þó sagði hannstöðu Íslendinga betri enmargra annarra þar sem ennværi fiskur við strendur lands-ins en víða hefðu stofnar hrun-ið. Hann sagði að síauknarkröfur væru um menntun fólksí sjávarútvegi. Sjávarútvegurframtíðarinnar væri þekking-ariðnaður og Vestfirðingarættu að hasla sér völl við rann-sóknir á sjávarútvegi. Sagðihann góðar aðstæður fyrirhendi á norðanverðum Vest-fjörðum þar sem fólk með fjöl-breytta þekkingu væri til staðarog lítið mál væri að starfa meðsérfræðingum annars staðarþar sem samgöngur og fjar-skipti væru greið.

Guðrún Anna Finnboga-dóttir sagði að fiskvinnsla yrðií síauknum mæli hátækni-

grein, vélvæðing héldi áframog þáttur mannshandarinnmyndi enn minnka. Framtíðar-möguleikarnir lægju í fersk-leika og matvælum tilbúnumtil neyslu. Hún lýsti gangi málahjá sushiverksmiðjunniSindrabergi en gengið hafi ámeð éljum í rekstrinum fráupphafi. Mikill árangur hafihins vegar náðst í að bætaframleiðsluna og salan ykistjafnt og þétt.

Deildar meiningarDeildar meiningarDeildar meiningarDeildar meiningarDeildar meiningarum Evrópumálum Evrópumálum Evrópumálum Evrópumálum Evrópumál

Heldur hitnaði í kolunumþegar Evrópumálin voru tekintil umræðu. Frummælendurvoru Sigríður Björk Guðjóns-dóttir, lögfræðingur á Ísafirði,og stjórnmálafræðingarnir Ei-ríkur Bergmann Einarsson ogÚlfar Hauksson. SigríðurBjörk taldi óásættanlegt full-veldisafsal felast í inngöngu íESB og að Íslendingar myndumega sín lítils þar innanborðsen Eiríkur Bergmann var áöndverðum meiði og sagði Ís-lendinga hafa tekið yfir stórahluta af löggjöf ESB í gegnumEES samningnum en hefðulítið um lagasetninguna aðsegja. Úlfar Hauksson fór yfirsjávarútvegsstefnu sambands-ins sem hann taldi að myndifalla ágætlega að hagsmunumÍslendinga sem einir hefðuveiðireynslu á Íslandsmiðum.Fóru þau vandlega yfir málinog fluttu fræðandi erindi enóhætt er að halda því fram aðEvrópuumræðan sé í flóknaralagi og erfitt að nálgast afger-andi niðurstöðu.

Ráðstefnunni var slitið ílokahófi í Tjöruhúsinu í Neð-stakaupstað á laugardags-kvöld. Aðstandendur voruhæstánægðir með hvernig tiltókst og sérstaklega með góðaaðsókn. Auk fundarhalda varefnt til ýmissa uppákoma m.a.varðelds í Suðurtanga þar semsent var flöskuskeyti til Evr-ópusambandsins. Aðstand-endur ráðstefnunnar tóku ekkiafstöðu til inngöngu í ESB ogvar því ákveðið að senda hlýjarkveðjur til nágrannanna ámeginlandinu

Ýmsir góðir gestir sóttu ráð-stefnuna m.a. flestir af þing-mönnum Norðvesturkjördæmiog forseti Íslands sem ávarpaðiráðstefnuna á föstudagskvöldog tók þátt í umræðum fyrripart dags á laugardag.

[email protected]

Þingmennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Anna KristínGunnarsdóttir voru á meðal þátttakenda á ráðstefnunni. Ámyndinni er einnig Guðni Geir Jóhannsson, bæjarfulltrúi.

Landaður afli á Vestfjörðum í júní

Afli í júní eykstum 27% á milli ára

Í júní var landað 7.820tonnum af sjávarfangi í höfn-um á Vestfjörðum en á samatíma í fyrra var aflinn 6.158tonn og er aukningin því1.662 tonn á milli ára eðasem nemur 27%. Mest mun-ar um aukinn loðnuafla en2.370 tonnum af loðnu varlandað á Vestfjörðum í ár ístað 866 tonna í fyrra. Aföðrum tegundum sjávar-fangs má nefna að þorskaflií júní var 3.475 tonn í stað

3.808 tonna í fyrra og ýsuaflihefur aukist mikið á milli áraeða úr 285 tonnum í 553 tonní ár. Einnig varð aukning írækjuafla. Í fyrra var landað449 tonnum af rækju en í árvar landað 606 tonnum.

Fyrstu sex mánuði ársins varlandað 31.194 tonnum af sjáv-arfangi á Vestfjörðum í stað29.585 tonna í fyrra og hefurafli því aukist um 5,4% á milliára. Þar munar mest um aukn-ingu í þorskafla. Hann fór úr

14.002 tonnum í fyrra í15.503 tonn í ár. Einnig hef-ur orðið töluverð aukning íýsu. Þar eykst aflinn úr 2.448tonnum í 3.930 tonn. Mikillsamdráttur varð hinsvegar ísteinbítsafla. Hann minnk-aði úr 6.591 tonni í fyrra í4.160 tonn í ár. Einnig varðtöluverður samdráttur írækjuafla. Hann fór úr 3.246tonnum fyrstu sex mánuðinaí fyrra í 2.162 tonn í ár.

[email protected]

Aðalvík og Hornvík

Hornstrandir ehf.bjóða upp á dagsferðir

FerðaþjónustufyrirtækiðHornstrandir ehf. á Ísafirðihefur tekið upp á þeirri nýj-ung að bjóða upp á dags-ferðir til Aðalvíkur og Horn-víkur. Í ferðunum verðurgengið um og veitt leiðsögnum víkurnar.

„Náttúrufegurð Hornstandaer ólýsanleg, þar var áðurblómlegt mannlíf, en byggðlagðist hratt af um miðja síð-ustu öld. Síðasti íbúinn fluttiburtu 1952 og síðan þá hefurhvorki verið föst búseta né bú-peningur á svæðinu“, segir í

frétt frá fyrirtækinu.Lagt er upp frá Ísafirði að

morgni og komið aftur aðkvöldi. Dagsferðir í Aðalvíkeru alla sunnudaga og dags-ferðir í Hornvík eru alla mið-vikudaga.

[email protected]

Ísraelskir vísindamenn

Við refarann-sóknir í Hornvík

Þriðja sumarið í röð errannsóknarhópur frá Ísrael íHornvík á Hornströndum aðathuga ýmsa þætti í vistfræðirefsins. Um er að ræða al-þjóðlegt samstarfsverkefnisem að koma NáttúrustofaVestfjarða, Háskóli Íslands,háskólar í Ísrael, NorwegianPolar Institute og Stokk-hólmsháskóli í Svíþjóð. EliGeffen, leiðangursstjóri,segir í pistli á heimasíðuNáttúrustofu Vestfjarða aðrefurinn sé einkvænisdýr ogþað valdi heilabrotum afhverju karldýrið kjósi að eigayrðlinga með aðeins einnilæðu en einkvæni sé óvana-legt meðal spendýra.

Eli segir að bent hafi veriðá að einkvænið sé komið tilaf illri nauðsyn þegar orka(fæða) er af svo skornumskammti að samband við eittkvendýr er eini möguleikinná að halda fjölskyldu. Undirslíkum kringumstæðumþurfi karldýrið að aðstoðavið að koma ungunum á leggog geti ekki stutt fleiri en eittgreni.

Eli segir rannsókn hópsinsmiða að því að mæla hversumikinn kraft refirnir setji í aðkoma ungviðinu á legg. Þauvænti þess að karldýrið leggimikið af mörkum á mökunar-tímanum og hafi ekki orku í

að halda úti fleiri en einnifjölskyldu. Til að leggjamælistiku á þessar hug-myndir ætlar hópurinn m.a.að fylgjast með ferðum refa-para með GPS-tækni

[email protected]

Frá ferð rannsóknarhópsins til Hornvíkur í fyrrasumar. Hérer verið að merkja ref. Myndir: Esther Rut Unnsteinsdóttir.

Yrðlingur á Hornströndum.

29.PM5 12.4.2017, 10:1611

Page 12: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 20041212121212

STAKKUR SKRIFAR

Ill tíðindi og góðStakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur

ritað vikulega pistla íBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins besta í mörg

ár. Skoðanir hans ámönnum og málefn-

um hafa oft veriðumdeildar og vakið

umræður. Þær þurfaalls ekki að fara

saman við skoðanirútgefenda blaðsins.Þrátt fyrir það bera

ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á

skrifum Stakks Stakks Stakks Stakks Stakks ámeðan hann notar

dulnefni sitt.

Smáauglýsingar

Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-vegspúkapartý sett. Hittumst öllvegspúkapartý sett. Hittumst öllvegspúkapartý sett. Hittumst öllvegspúkapartý sett. Hittumst öllvegspúkapartý sett. Hittumst öllkát að vanda. Nefndin.kát að vanda. Nefndin.kát að vanda. Nefndin.kát að vanda. Nefndin.kát að vanda. Nefndin.

Óska eftir notaðri þvottavél.Óska eftir notaðri þvottavél.Óska eftir notaðri þvottavél.Óska eftir notaðri þvottavél.Óska eftir notaðri þvottavél.Uppl. í síma 867 5161.Uppl. í síma 867 5161.Uppl. í síma 867 5161.Uppl. í síma 867 5161.Uppl. í síma 867 5161.

Óska eftir fellihýsi til leigu á Ísa-Óska eftir fellihýsi til leigu á Ísa-Óska eftir fellihýsi til leigu á Ísa-Óska eftir fellihýsi til leigu á Ísa-Óska eftir fellihýsi til leigu á Ísa-firði um verslunarmannahelgina.firði um verslunarmannahelgina.firði um verslunarmannahelgina.firði um verslunarmannahelgina.firði um verslunarmannahelgina.Uppl. í síma 860 3108.Uppl. í síma 860 3108.Uppl. í síma 860 3108.Uppl. í síma 860 3108.Uppl. í síma 860 3108.

Óska eftir fólki til að gerast ráð-Óska eftir fólki til að gerast ráð-Óska eftir fólki til að gerast ráð-Óska eftir fólki til að gerast ráð-Óska eftir fólki til að gerast ráð-gjafar. Hafðu samband og fáðugjafar. Hafðu samband og fáðugjafar. Hafðu samband og fáðugjafar. Hafðu samband og fáðugjafar. Hafðu samband og fáðuupplýsingar hjá Írisi Rún í símaupplýsingar hjá Írisi Rún í símaupplýsingar hjá Írisi Rún í símaupplýsingar hjá Írisi Rún í símaupplýsingar hjá Írisi Rún í síma659 4145, [email protected] 4145, [email protected] 4145, [email protected] 4145, [email protected] 4145, [email protected]

Til sölu er Chreokee Laredo árg.Til sölu er Chreokee Laredo árg.Til sölu er Chreokee Laredo árg.Til sölu er Chreokee Laredo árg.Til sölu er Chreokee Laredo árg.1993, ekinn 182 þús. km. Uppl.1993, ekinn 182 þús. km. Uppl.1993, ekinn 182 þús. km. Uppl.1993, ekinn 182 þús. km. Uppl.1993, ekinn 182 þús. km. Uppl.í síma 456 3173.í síma 456 3173.í síma 456 3173.í síma 456 3173.í síma 456 3173.

Til sölu eru 20 rúllur af heyi áTil sölu eru 20 rúllur af heyi áTil sölu eru 20 rúllur af heyi áTil sölu eru 20 rúllur af heyi áTil sölu eru 20 rúllur af heyi ágóðu verði. Heyið er að Söndumgóðu verði. Heyið er að Söndumgóðu verði. Heyið er að Söndumgóðu verði. Heyið er að Söndumgóðu verði. Heyið er að Söndumí Dýrafirði. Uppl. í síma 896í Dýrafirði. Uppl. í síma 896í Dýrafirði. Uppl. í síma 896í Dýrafirði. Uppl. í síma 896í Dýrafirði. Uppl. í síma 8968245.8245.8245.8245.8245.

Tapast hefur silfureyrnalokkurTapast hefur silfureyrnalokkurTapast hefur silfureyrnalokkurTapast hefur silfureyrnalokkurTapast hefur silfureyrnalokkurmeð tveimur dropum, á leiðinnimeð tveimur dropum, á leiðinnimeð tveimur dropum, á leiðinnimeð tveimur dropum, á leiðinnimeð tveimur dropum, á leiðinnifrá Jónsgarði að Tangagötu. Finn-frá Jónsgarði að Tangagötu. Finn-frá Jónsgarði að Tangagötu. Finn-frá Jónsgarði að Tangagötu. Finn-frá Jónsgarði að Tangagötu. Finn-andi hafi samband í síma 892andi hafi samband í síma 892andi hafi samband í síma 892andi hafi samband í síma 892andi hafi samband í síma 8924364.4364.4364.4364.4364.

Til sölu er 2ja herb. íbúð meðTil sölu er 2ja herb. íbúð meðTil sölu er 2ja herb. íbúð meðTil sölu er 2ja herb. íbúð meðTil sölu er 2ja herb. íbúð meðsérinngangi að Urðarvegi 78.sérinngangi að Urðarvegi 78.sérinngangi að Urðarvegi 78.sérinngangi að Urðarvegi 78.sérinngangi að Urðarvegi 78.Uppl. í símum 456 3928 eðaUppl. í símum 456 3928 eðaUppl. í símum 456 3928 eðaUppl. í símum 456 3928 eðaUppl. í símum 456 3928 eða456 4323.456 4323.456 4323.456 4323.456 4323.

Gleraugu með gulllitaðri umgjörðGleraugu með gulllitaðri umgjörðGleraugu með gulllitaðri umgjörðGleraugu með gulllitaðri umgjörðGleraugu með gulllitaðri umgjörðí dökkbrúnu hulstri og Photosmartí dökkbrúnu hulstri og Photosmartí dökkbrúnu hulstri og Photosmartí dökkbrúnu hulstri og Photosmartí dökkbrúnu hulstri og Photosmart318 myndavél eru töpuð. Skil-318 myndavél eru töpuð. Skil-318 myndavél eru töpuð. Skil-318 myndavél eru töpuð. Skil-318 myndavél eru töpuð. Skil-vís finnandi fær fundarlaus. Hafiðvís finnandi fær fundarlaus. Hafiðvís finnandi fær fundarlaus. Hafiðvís finnandi fær fundarlaus. Hafiðvís finnandi fær fundarlaus. Hafiðsamband í síma 436 1618 eðasamband í síma 436 1618 eðasamband í síma 436 1618 eðasamband í síma 436 1618 eðasamband í síma 436 1618 eða864 3896.864 3896.864 3896.864 3896.864 3896.

Óska eftir tengdamömmuboxi.Óska eftir tengdamömmuboxi.Óska eftir tengdamömmuboxi.Óska eftir tengdamömmuboxi.Óska eftir tengdamömmuboxi.Uppl. í síma 456 4445 eða 869Uppl. í síma 456 4445 eða 869Uppl. í síma 456 4445 eða 869Uppl. í síma 456 4445 eða 869Uppl. í síma 456 4445 eða 8695636.5636.5636.5636.5636.

Þarf einhver að losa sig við svala-Þarf einhver að losa sig við svala-Þarf einhver að losa sig við svala-Þarf einhver að losa sig við svala-Þarf einhver að losa sig við svala-hurð eða hellur. Hafið þá sam-hurð eða hellur. Hafið þá sam-hurð eða hellur. Hafið þá sam-hurð eða hellur. Hafið þá sam-hurð eða hellur. Hafið þá sam-band í síma 662 3270.band í síma 662 3270.band í síma 662 3270.band í síma 662 3270.band í síma 662 3270.

Til sölu er AEG uppþvottavél ogTil sölu er AEG uppþvottavél ogTil sölu er AEG uppþvottavél ogTil sölu er AEG uppþvottavél ogTil sölu er AEG uppþvottavél ogvoldugt skrifborð úr beyki meðvoldugt skrifborð úr beyki meðvoldugt skrifborð úr beyki meðvoldugt skrifborð úr beyki meðvoldugt skrifborð úr beyki meðskáp og skúffum. Upplýsingar ískáp og skúffum. Upplýsingar ískáp og skúffum. Upplýsingar ískáp og skúffum. Upplýsingar ískáp og skúffum. Upplýsingar ísíma 897 4196.síma 897 4196.síma 897 4196.síma 897 4196.síma 897 4196.

Óska eftir 2ja herbergja íbúð áÓska eftir 2ja herbergja íbúð áÓska eftir 2ja herbergja íbúð áÓska eftir 2ja herbergja íbúð áÓska eftir 2ja herbergja íbúð áhöfuðborgarsvæðinu frá septem-höfuðborgarsvæðinu frá septem-höfuðborgarsvæðinu frá septem-höfuðborgarsvæðinu frá septem-höfuðborgarsvæðinu frá septem-ber 2004 til maí 2005. Uppl.ber 2004 til maí 2005. Uppl.ber 2004 til maí 2005. Uppl.ber 2004 til maí 2005. Uppl.ber 2004 til maí 2005. Uppl.gefa Óli og Linda í síma 694gefa Óli og Linda í síma 694gefa Óli og Linda í síma 694gefa Óli og Linda í síma 694gefa Óli og Linda í síma 6942628 eftir kl. 17. Skilvís, reglu-2628 eftir kl. 17. Skilvís, reglu-2628 eftir kl. 17. Skilvís, reglu-2628 eftir kl. 17. Skilvís, reglu-2628 eftir kl. 17. Skilvís, reglu-söm og reyklaus.söm og reyklaus.söm og reyklaus.söm og reyklaus.söm og reyklaus.

Er ekki einhver góð kona í Bol-Er ekki einhver góð kona í Bol-Er ekki einhver góð kona í Bol-Er ekki einhver góð kona í Bol-Er ekki einhver góð kona í Bol-ungarvík sem er tilbúin að passaungarvík sem er tilbúin að passaungarvík sem er tilbúin að passaungarvík sem er tilbúin að passaungarvík sem er tilbúin að passa9 mánaða stúlku hluta úr degi í9 mánaða stúlku hluta úr degi í9 mánaða stúlku hluta úr degi í9 mánaða stúlku hluta úr degi í9 mánaða stúlku hluta úr degi ívetur? Áhugasamir hafi sambandvetur? Áhugasamir hafi sambandvetur? Áhugasamir hafi sambandvetur? Áhugasamir hafi sambandvetur? Áhugasamir hafi sambandvið Sólveigu í síma 861 6005.við Sólveigu í síma 861 6005.við Sólveigu í síma 861 6005.við Sólveigu í síma 861 6005.við Sólveigu í síma 861 6005.

Fimm til sex mánaða gömul læðaFimm til sex mánaða gömul læðaFimm til sex mánaða gömul læðaFimm til sex mánaða gömul læðaFimm til sex mánaða gömul læðaer í óskilum á eyrinni á Ísafirði.er í óskilum á eyrinni á Ísafirði.er í óskilum á eyrinni á Ísafirði.er í óskilum á eyrinni á Ísafirði.er í óskilum á eyrinni á Ísafirði.Uppl. í síma 844 5733.Uppl. í síma 844 5733.Uppl. í síma 844 5733.Uppl. í síma 844 5733.Uppl. í síma 844 5733.

Tveir lyklar töpuðust á leiðinniTveir lyklar töpuðust á leiðinniTveir lyklar töpuðust á leiðinniTveir lyklar töpuðust á leiðinniTveir lyklar töpuðust á leiðinnifrá Austurvegi að Sundahöfn,frá Austurvegi að Sundahöfn,frá Austurvegi að Sundahöfn,frá Austurvegi að Sundahöfn,frá Austurvegi að Sundahöfn,miðvikudaginn 14. júlí. Finnandimiðvikudaginn 14. júlí. Finnandimiðvikudaginn 14. júlí. Finnandimiðvikudaginn 14. júlí. Finnandimiðvikudaginn 14. júlí. Finnandivinsaml. hringi í síma 898 1619.vinsaml. hringi í síma 898 1619.vinsaml. hringi í síma 898 1619.vinsaml. hringi í síma 898 1619.vinsaml. hringi í síma 898 1619.

Óska eftir Hansahillum úr tekki,Óska eftir Hansahillum úr tekki,Óska eftir Hansahillum úr tekki,Óska eftir Hansahillum úr tekki,Óska eftir Hansahillum úr tekki,gefins eða fyrir lítinn pening.gefins eða fyrir lítinn pening.gefins eða fyrir lítinn pening.gefins eða fyrir lítinn pening.gefins eða fyrir lítinn pening.Uppl. í síma 862 4085.Uppl. í síma 862 4085.Uppl. í síma 862 4085.Uppl. í síma 862 4085.Uppl. í síma 862 4085.

Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-Hlíðarvegspúkar og aðrir bæjar-púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.púkar! Laugardaginn 4. ágúst kl.15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-15:00 verður hið vinsæla Hlíðar-vegspúkapartý sett. Hittumst öll.vegspúkapartý sett. Hittumst öll.vegspúkapartý sett. Hittumst öll.vegspúkapartý sett. Hittumst öll.vegspúkapartý sett. Hittumst öll.

Sumarið líður hratt. Fólk reynir að nota góða veðrið sér til upplyftingar ogskemmtunar og streymir út á þjóðvegina í bílunum sínum, af öllum gerðum ogstærðum. Nú er mjög í tísku að eiga alls kyns ,,aftan í hengi”, tjaldvagna, fellihýsiog húsvagna, allt til þess að gera sér lífið skemmtilegra og þægilegra þegar ínæturstað er komið. En sannast sagna verður að segja hvorki bílarnir né vegirnirvirðast gerðir fyrir þennan flutning á sumarheimilum fólks um landið og í mörg-um tilvikum ekki ökumennirnir heldur. Litlir og kraftlausir bílar eru notaðir ogafleiðingarnar, óhöpp, meiðsl og jafnvel dauði, eins og sagan sýnir okkur. Það erhörmulegt að það sem átti að verða skemmtiferð og til gleði og ánægju skuli endameð þeim hætti. Og þó gleðin geti orðið mikil hjá þeim sem ferðast með ,,aftaní hengið” um landið verður vart gremju hjá mörgum hinna, sem af ýmsum ástæð-um líða mikil óþægindi vegna aksturs ,,sumarheimilisfólksins”. En verra varþegar ungur maður á Bíldudal varð ungri stúlku að bana með akstri sínum í þessufámenna þorpi. Það verður ekki aftur tekið og vekur enn upp spurningu um aðhækka bílprófsaldurinn. Tímabært er að miða við 18 ár.

Frá Ísafirði bárust góð tíðindi. Nú standa siglingadagar og viðburðurinn,,Berum höfuðið hátt” vekur nokkrar vonir um, að með samstöðu heimamannamegi hugsanlega snúa við þeirri þróun að ungu fólki á besta aldri fækki á Vest-fjörðum vegna flutnings til betri lenda, þangað sem sækja má bæði menntun ogbetri lífskjör. Þó er umdeilanlegt hvað sé fólgið í betri lífskjörum sem mæld eruá peningalegan mælikvarða. Hinu verður þó ekki neitað að við lifum í neyslu-

þjóðfélagi og árangur er gjarnan mældur með peningum. Sumir reyna að mælahamingju sína á sama skala með litlum árangri. Hamingjan kemur að innan ogræðst af því hvort fólki tekst að sætta sig við aðstæður sínar, eða öllu heldur viðþað sem ekki verður breytt af eigin hvötum og breyta hinu sem gerlegt er. Í þess-um anda tala ungmenninn á Ísafirði og vilja samvinnu ólíkra stjórnmálafla frem-ur en stríð þeirra í millum.

Á meðan stríða stjórnmálaflokkarnir hart á vettvangi þjóðmálanna. Ekkiverður betur séð, hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á nýjum lögum umbreytingu á samkeppnislögum og útvarpslögum, en stjórnarandstaðan á Alþingiætli sér að koma núverandi ríkisstjórn frá með dyggri aðstoð forseta lýðveldisins.Það er óneitanlega dapurt bæði fyrir forsetann og stjórnarandstöðuna og þjóðinaalla. Því framtíðin kemur hvort sem við erum undir hana búin eður ei. Forsetinn,sem ungur yfirgaf Vestfirði til að leita menntunar og frama og flutti ekki heimaftur, mætti ásamt konu sinni til að vera við setningu Siglingadaga. Hún hefurnotið vinsælda á Ísafirði eftir að hafa farið á sjóskíði fyrir ári og endurtók leikinnnú við mikinn fögnuð okkar flestra, enda fagna heimamenn allri athygli semvarpar björtu og jákvæðu ljósi á Ísafjörð og Vestfirði.

Góðu tíðindi helgarinnar bárust frá Ísafirði, en þau illu frá Bíldudal. Aðstand-endum stúlkunnar, sem dó svo sviplega, eru færðar samúðaróskir. Um leið ervarað við því að leita afsakana fyrir drenginn ólánsama sem með hegðun sinnivarð valdur að þessum atburði. Tímabært er að skoða ökukennslu enn eina ferðina.

Elías Guðmundsson, bæjar-fulltrúi Sjálfstæðisflokksins íÍsafjarðarbæ og formaður at-vinnumálanefndar bæjarins,segir fjölmiðlafrumvarpið semnú liggur fyrir Alþingi ekkiverða neinum til góðs. Hannóttast að þjónusta við Vestfirð-inga minnki verði Norðurljósbútuð niður. Í maímánuði sam-þykkti bæjarstjórn Ísafjarðar-bæjar tillögu um fjölmiðla-frumvarpi sem þá var til um-ræðu á Alþingi og segist Elíasenn vera sömu skoðunar.

Frumvarpið sem nú liggi fyrirAlþingi breyti engu um það.

„Ég hef verið þeirrar skoð-unar að á meðan Ríkisútvarpiðfær að leika lausum hala ámarkaðnum sé ekki verjandiað eigandi þess setji öðrumfjölmiðlum skorður. Norður-ljós hafa staðið sig mjög vel íþjónustu við Vestfirðinga ogég óttast að ef fyrirtækið verðibútað niður versni þjónustanvið okkur sem hér búum. Éger líka ennþá þeirrar skoðunarað lög um fjölmiðla eigi aldrei

að setja nema að vel yfirlögðuráði og þá helst með sem breið-astri pólitískri sátt. Sú sátt erekki fyrir hendi nú eins ogalþjóð veit og það kann ekkigóðri lukku að stýra. Því er égþeirrar skoðunar að frumvarp-ið sem nú liggur fyrir Alþingimuni ekki verða neinum tilgóðs“, sagði Elías.

Tillaga bæjarstjórnarinnar ímaí var svohljóðandi: „Undir-ritaðir bæjarfulltrúar bæjar-stjórnar Ísafjarðarbæjar harmaþau vinnubrögð, sem viðhöfð

hafa verið af hálfu meirihlutaAlþingis í tengslum við þing-lega meðferð s.k. Fjölmiðla-frumvarps forsætisráðherra.Þau vinnubrögð eru vart tilþess fallin að auka virðingualmennings fyrir hinu háa Al-þingi. Það hlýtur að teljastlágmarkskrafa í sérhverju lýð-ræðisríki að málefni er varðagrundvallaratriði lýðræðisinshljóti ítarlega og vandaða um-ræðu áður en lagasetning ervarðar þau atriði er afgreidd.Æskilegt er að um slíka laga-

setningu ríki þverpólitísk sátt.Í ljósi ofangreinds skorum viðá þingmenn NV-kjördæmis aðþeir skoði hug sinn vel viðafgreiðslu þessa máls.“

Tillöguna fluttu sjö bæjar-fulltrúar af níu í bæjarstjórnÍsafjarðarbæjar. Meðal flutn-ingsmanna voru tveir bæjar-fulltrúar Framsóknarflokks,þau Svanlaug Guðnadóttir ogBjörgmundur Ö. Guðmunds-son ásamt þeim RagnheiðiHákonardóttur og Elíasi Guð-mundssyni. – [email protected]

Fjölmiðlafrumvarpið engum til góðsElías Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ

Kennarar við Grunnskólann á Þingeyri

Kynntust skólastarfi á EnglandiÍ byrjun júní hélt níu manna

hópur frá Grunnskólanum áÞingeyri til Dorchester á Suð-ur-Englandi og var markmiðferðarinnar m.a. að kynna sérskólastarf þar. „Við kynntumstnýjum kennsluháttum og feng-um ýmsar nýjar hugmyndirsem koma að góðum notumþegar skólaganga hefst aðnýju“, segir Ellert Örn Erlings-son, skólastjóri Grunnskólansá Þingeyri, í samtali við blaðið.Hópurinn heimsótti 16 skóla,á öllum stigum, þann minnstameð um 50 nemendur og þannstærsta með um 800 nemend-ur.

„Skólalag er á ýmsan háttöðruvísi þar, t.d byrja krakk-arnir skólagöngu 4-5 ára oghver bekkur er stærri. Á mótikemur að skólarnir eru mjögvel búnir af öllum kennslu-gögnum, tölvubúnaði og þessháttar“, segir Ellert. Hug-myndin að ferðinni kviknaðieftir heimsókn Christine Pfafftil Vestfjarða en hún er skóla-stjóri The Dunbury FirstSchool í Dorset á Suður-Eng-landi, sem eru fjórir skólar

undir einum hatti. Hún komtil landsins í september til aðkynna sér m.a. uppbyggingu,stjórnun, kennslu í skólum ídreifðri byggð á fjórum stöð-

um í Evrópu.Vel var tekið á móti íslenska

hópnum sem dvaldi ytra í vikuog notaði tækifærið eftir skóla-heimsóknirnar, til að skoða sig

um í fallegu landslagi og forn-um slóðum, að sögn Ellerts.„Við skoðuðum m.a. risaeðlu-safn í Setown, ótrúlegt lands-lag suð-vestur strandarinnar,

Portland-kastala á Portland-eyju, gömlu höfnina í Wey-mouth, kastala í Beaulieu ogStonehenge“, sagði Ellert.

[email protected]

Englandsfararnir Jónína Hrönn Símonardóttir, Jón Sigurðsson, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir, Sigrún Elíasdóttir, ÍvarÖrn Reynisson, Þórir Örn Guðmundsson, Borgný Gunnarsdóttir, Auðbjörg Halla Knútsdóttir og Ellert Örn Erlingsson.Mynd thingeyri.com.

29.PM5 12.4.2017, 10:1612

Page 13: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 2004 1313131313

29.PM5 12.4.2017, 10:1613

Page 14: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 20041414141414

Goldie Hawn og Susan Sarandonleika aðalhlutverkin í gamanmynd-inni Grúppíurnar sem segir frágengilbeinunni Suzette sem kominer á miðjan aldur. Þegar húnmissir ávænt vinnuna ákveður húnað heimsækja bestu vinkonu sínafrá gamalli tíð. Þær áttu samanfrábærar stundir á hippatímabilinu og voru óaðskiljanleg-ar. Þegar þær hittast bregður Suzette heldur betur í brún.

> RÚV: 24. júlí kl. 20:15

Bíómyndin Félag dauðra skálda eðaDead Poets Society segir frá Tedsem er í virðulegum heimavistar-skóla. Hann er fram úr hófi feiminn,deilir herbergi með Neil sem er bæðibráðskarpur og vinsæll en er þáundir járnhæl pabba síns. Þeir félag-ar verða undir miklum áhrifum fráensku kennaranum og líf þeirraverður ekki samt eftir það.

Félag dauðra skálda

> Stöð 2: 24. júlí kl. 21:25

Grúppíurnar Hawn og Sarandon

> Sýn: 24. júlí kl. 19:50

Chelsea og Celtic mætast ífyrsta leik Champions Worldí kvöld. Íslenskir boltaáhuga-menn eru óþreyjufullir að sjáEið Smára og félaga á nýjanleik. Kunnir kappar hafahaldið á ný mið og ljóst er aðChelsea verður með gjörbreytt lið í úrvalsdeildinni enskunæsta vetur. Á morgun kl. 22:00 mætast síðan ManchesterUnited og Bayern Munchen í sömu keppni.

Stórliðin í Champions World

Helgarveðrið

Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Hæg breytileg átt, dálítil

rigning við suðaustur-ströndina en bjartviðri

norðan og vestanlands.Hiti 10-20 stig.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Hæg breytileg átt, dálítil

rigning við suðaustur-ströndina en bjartviðri

norðan og vestanlands.Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:

Suðlæg átt og fer að rignavestantil á landinu, enbjartviðri austanands.Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:

Vestlæg eða breytileg áttog lítil rigning eða skúrir.

Netspurningin er birt vikulegaá bb.is og þar geta lesendur

látið skoðun sína í ljós. Aðeinser tekið við einu svari frá hverri

tölvu. Niðurstöðurnar erusíðan birtar hér.

Spurningin

Hvern þingmanna NVkjördæmis sérðu

oftast á Vestfjörðum?Alls svöruðu 997.Einar Odd sögðu

135 eða 13,5%Einar Kristinn sögðu

158 eða 16%Guðjón Arnar sögðu

262 eða 26%Jón Bjarnason sögðu

28 eða 2,8%Jóhann Ársæls sögðu

16 eða 1,6%Kristinn H. sögðu

316 eða 32%Magnús Stefáns sögðu

13 eða 1,3%Sigurjón Þ. sögðu

29 eða 2,9%Sturlu Böðvars sögðu

21 eða 2%Önnu Kristínu sögðu

19 eða 1,9%

Pétur Tryggvi og Hlynur Þór opn-uðu sýningu í Edinborgarhúsinu

Pétur Tryggvi Hjálm-arsson, gull- og silfur-

smiður, og Hlynur ÞórMagnússon, skrifari,

opnuðu á sunnudagsýningu á verkum sýnum í

Edinborgarhúsinu áÍsafirði sem ber heitið

Silfurljóð. Þar eru sýndverk sem smíðuð eru úr

málmum og orðum. Áannað hundrað manns

sóttu opnunina sem

hlýtur að teljast með þvímesta sem gerist á

sýningum á Ísafirði. Sýn-ingin verður opin frameftir mánuði, alla virka

daga sem helgar frá kl.16-19, og mun taka

stöðugum breytingumjafnframt því sem ýmsirviðburðir eiga sér stað

öðru hverju og ýmsirgestir koma fram.

[email protected] Gestir skoða verk Péturs Tryggva. Hlynur Þór ásamt Smára Haraldssyni.

Eins og sjá má ríkti mikil gleði í íþróttahúsinu á Flateyri. Ljósmyndir: Páll Önundarson.

Haldið upp á tvö hundruð áraábúð að Hvilft í ÖnundarfirðiNiðjar ábúenda á Hvilft íÖnundarfirði komu sam-

an um helgina í tilefniþess að jörðin hefur verið

eigu ættarinnar í tvær ald-ir. Mótið heppnaðist mjög

vel og var glatt á hjallaþegar um 240 manns

komu saman í íþróttahús-inu á Flateyri, að sögn

Gunnlaugs Finnssonarbónda á Hvilft en hann

hefur búið þar í hálfa öld.Skyldmenni komu allsstaðar frá til að sækja

mótið og allt frá Ameríku,Noregi og Frakklandi.Ýmislegt var gert til að

gera mótið sem ánægju-legast og m.a. fór hópur íbátsferð til að skoða Galt-

arvita en mótinu lauk ásunnudag með grillveislu

áður en fólk hélt heim áleið. Fleiri myndir munubirtast í svipmyndum á

bb.is í vikunni.– [email protected][email protected][email protected][email protected][email protected]

29.PM5 12.4.2017, 10:1614

Page 15: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 21. JÚLÍ 2004 1515151515

> Stöð 2: 26. júlí kl. 20:45

Englar í Ameríku er mögnuðþáttaröð þar sem ímyndunog raunveruleiki renna sam-an í eitt. Sögusviðið er Banda-ríkin á níunda tug 20. aldar.Reagan situr að völdum íHvíta húsinu. Tvær afaðalpersónunum þjást afalnæmi en sjúkdómurinnskekur samfélagið.

Englar í Ameríku

Sælkeri vikunnarer Hrönn Sigurðardóttir í Bolungarvík

Kjúklinga-pottréttur,skinkuhornog eftiréttur

skrifa.comUpplýsingavefur

gervihnattafólksins

Afruglarar ·kort · brennarar og

allt annað til aðfullnýta búnaðinn.

Símar 893 5804 og482 3929 alla virka

daga frá kl. 13-23

Sunnudaginn 25. júlí verðurÞórður Pétursson, húsasmíða-meistari á Ísafirði áttræður.Þórður og eiginkona hans,Helga Marsellíusdóttir, bjóðavinum og vandamönnum aðþiggja veitingar af þessutilefni, í Faktorshúsinu íHæstakaupstað, frá kl. 16-18a afmælisdaginn.

Afmæli

Hnífsdalskapella:Hnífsdalskapella:Hnífsdalskapella:Hnífsdalskapella:Hnífsdalskapella:Messa sunnudagskvöldið25. júlí kl. 20:30. Kvenna-kórinn og Þorvaldur Hall-dórsson syngja.

Kirkjustarf

Óhætt er að segja að þaðkenni ýmissa grasa hjá sæl-kera vikunnar að þessu sinni.Boðið er upp á matarmikinnkjúklingapottrétt sem Hrönnsegist helst bera fram meðhvítlauksbrauði og salati,ferskan „desert” með makka-rónu- og súkkulaðirjóma ogloks skinkuhorn sem eru sí-vinsæl við fjölbreytt tæki-færi.

5 dl pasta-skrúfur2 dl maísbaunir200 g spergilkál.½ blaðlaukur1 dós Campells sveppa-súpa1 msktómatkraftur1 pressaður hvítlauksgeiri1 dl rjómi1 grillaður kjúklingurrifinn osturSmyrjið eldfast mót, setjið

pastað í botninn, svo maís-baunir, kjúkling og spergil-kál og blaðlaukinn að lokum.Blandið saman súpu, tómat-krafti, hvítlauk og rjóma og

hellið yfir. Rífið ost yfir.Bakið í ofni í 10-15 mínútur

við 200°C.

Ferskur „desert“með makkarónu-

og súkkulaðirjómaSkerið niður, jarðarber, blá-

ber, kíví og bananar og blandiðsaman í skál. Þeytið ½ lítra afrjóma, saxið 100 g af suðu-súkkulaði og myljið 15-20makkarónukökur og blandiðvel saman. Berið fram meðávöxtunum.

Skinkuhorn5½ -6 dl hveiti50 g smjörlíki (brætt)1 tsk salt1 tsk sykur3½ tsk þurrger

2 dl volgt vatnSetjið allt hráefnið í

hnoðskál og hrærið saman.Setjið skálina í heitt vatnþar til lokið losnar. Skiptiðdeiginu í 4 hluta, fletjið útí hring og skerið eins ogpizzusneiðar.

Fylling150 g söxuð skinka100 g hreinn smurostur2 msk graslaukursmá majónesPenslið með eggi og

stráið sesamfræjum yfir.Bakið við 225°C í 8-10mínútur.

Ég skora á PálínuVagnsdóttur í Bolungarvíkað koma með eitthvað gottí næstu viku.

Listamennirnir Hlynur Þór Magnússon og Pétur TryggviHjálmarsson. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson. Hluti af silfurmunum Péturs Tryggva sem eru til sýnis í Edinborgarhúsinu.

Héraðssamband Vestfirðinga hefur ákveðið að styrkja alla þátttak-endur af sínu félagssvæði til keppni á ULM 2004 um krónur 2.500.Þeir sem vilja njóta þessa styrkjar eru beðnir að skrá sig á skrifstofuHSV að Hrannargötu 2 á Ísafirði frá mánudeginum 26. júlí til mið-vikudagsins 28. júlí. Greiða þarf eftirstöðvar keppnisgjalds, eða kr.2.000.- við skráningu.

HSV verður með matartjald á staðnum og boðið verður upp ámorgunmat og kaffi fyrir keppendur, foreldra og aðra gesti af tjald-stæði sambandsins.

Héraðssamband Vestfirðinga, símar 456 5434 og 895 7121.

Unglingalandsmót UMFÍ– Takið þátt í ævintýri um verslunarmannahelgina –

Tilkynning barst til lögregl-unnar á Ísafirði á fimmtudagað skemmdarverk hefðu veriðunnin á skátaskálanumDyngju í Dagverðardal. Rúðavar brotin og skemmdir unnará gólfi skálans. Um er aðræða tilfinnanlegt tjón og til-gangurinn óskiljanlegur, segirí dagbók lögreglunnar. Þávoru unnin skemmdarverk árauðri Volkswagen Golfbif-reið sem stóð á bifreiðastæðivið Mjallargötu 1 á Ísafirðiaðfaranótt laugardags. Aftur-ljós voru brotin og bifreiðinrispuð. Lögreglan óskar eftirupplýsingum frá þeim semhugsanlega búa yfir vitneskjuum skemmdarverkin.

Skemmdar-verk á Dyngju

Ekið á ljósa-staur á SkeiðiBifreið var ekið á ljósastaurvið Skutulsfjarðarbraut, stuttfrá versluninni Bónus á Ísa-firði, á aðfararnótt fimmtu-dags. Engin slys urðu á fólkien bifreiðin og ljósastaurinneru mikið skemmd. Ökumað-ur sagði lögreglunni að hannhafi sofnað við stýrið.Áreksturinn var eitt þriggjaumferðaóhappa sem tilkynntvoru til lögreglunnar áÍsafirði í síðustu viku.

29.PM5 12.4.2017, 10:1615

Page 16: Hvaladráp og handbolti - Bæjarins Besta

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

www.bb.is – daglegar fréttir á netinuwww.bb.is – daglegar fréttir á netinu

Starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða könnuðu Hrútey í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi

Engin gulönd fannst við eyjunaEngin gulönd fannst í Hrút-

ey á Mjóafirði í Ísafjarðardjúpiþegar starfsmenn NáttúrustofuVestfjarða fóru í rannsóknar-leiðangur þangað fyrir stuttu.Þorleifur Eiríksson, forstöðu-maður Náttúrustofu Vest-fjarða, segir að samkvæmt ráð-

leggingum Náttúrufræðistofn-unar hafi verið leitað vandlegaí eyjunni en hvorki hafi sést tilfugla né fundist hreiður. Ný-verið staðfesti umhverfisráð-herra úrskurð Skipulagsstofn-unar um mat á umhverfisáhrif-um þverunar Mjóafjarðar með

því skilyrði að Vegagerðinstæði fyrir athugun á því hvortgulönd verpi í Hrútey að höfðusamráði við Náttúrverndar-stofnun Íslands. Vegagerðinréð svo Náttúrustofu Vest-fjarða til verksins.

Nokkrir kærðu úrskurð um-

hverfisstofnunar m.a. ReynirBergsveinsson, landeigandi íHrútey, sem benti á gulandar-varpið. Aðspurður um hvortmisskilnings gæti hafa gættum gulöndina segir Þorleifurað mjög auðvelt sé að ruglastá toppandarkollu og gulandar-

kollu en toppöndin sé tiltölu-lega algengur varpfugl á þess-um slóðum.

Þorleifur vill taka fram aðhvorki sé búið að úrskurða afeða á um það hvort gulönd séað finna í Hrútey. Náttúru-stofan skili niðurstöðum sinn-

ar könnunar til Náttúrufræði-stofnunar og það sé undirþeirra áliti komið hvernigframhaldinu verði háttað. „Þaðer ekki búið að afskrifa eitt néneitt og málið er enn í athug-un“, sagði Þorleifur.

[email protected]

Bílvelta varð í Ísafjarðar-djúpi aðfaranótt sunnudagsog er talið að ökumaður hafimisst stjórn á bifreiðinni ílausamöl. Þrennt var í bílnumog sakaði engann, að sögnlögreglu. Þá var lögreglan áÍsafirði kölluð að Stekkjar-götu í Hnífsdal, undir morg-un á sunnudag, en þar hafði

verið kveikt í vörubíl. Hanner talsvert mikið skemmdurog sökudólgurinn er ófund-inn.

Þá féll ung stúlka af hest-baki í Mjófirði í Ísafjarðar-djúpi síðdegis á sunnudag.Var hún flutt á sjúkrahúsið áÍsafirði með meiðsl á höfðiog send heim samdægurs.

Kveikt í vöru-bíl í Hnífsdal

Bifreiðin er nánast ónýt eftir brunann.

Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík

Betri nýting á húsnæði bæj-arins þrátt fyrir brottflutning

Einar Pétursson bæjarstjóriBolungarvíkur segir að á samatíma og tölur Hagstofu sýni aðbrottfluttir séu umfram að-flutta fyrstu sex mánuði ársinshafi nýting íbúða í eigu bæjar-ins aldrei verið betri og erfið-lega gangi að fá nægt fólk til

starfa í fyrirtækjum bæjarins.Eins og kemur fram á öðrumstað hér í blaðinu voru brott-fluttir umfram aðflutta 61 áVestfjörðum fyrstu sex mán-uði ársins. Þar af voru brott-fluttir umfram aðflutta í Bol-ungarvík 25. Einar segir þessa

tölu óneitanlega mjög sláandi.„Héðan hafa á stuttum tíma

flutt brott þrjár fjölskyldurþannig að það er hreyfing áfólki. Á sama tíma hefur nýt-ing íbúða í félagslega kerfinuog íbúðum bæjarins ekki veriðjafngóð í langan tíma. Einnig

hefur atvinnuástand hér veriðmjög gott og atvinnurekendurhafa frekar átt í vandræðummeð að útvega starfsfólk enhitt. Ég er því bjartsýnn á aðtölur fyrir seinnihluta ársinsverði betri“, sagði Einar.

[email protected]

Annríki er við móttöku skemmtiferðaskipa í Ísafjarðarhöfn enda vertíðin í hámarki. Princess Danae kom til bæjarins á sunnudag ogHanseatic lagðist að bryggju daginn eftir og í dag, miðvikudag, er svo von á rússneska skipinu Akademic Sergei. Samtals munu því umþúsund farþegar heimsækja Ísafjörð þessa viku. „Nú er reynt að stefna farþegunum meira í bæinn og verða þeir því sýnilegri en áður.Þannig er farþegum allra skipanna boðið á tónleika í Ísafjarðarkirkju sem látið er vel af“, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, sem starfarvið móttöku skemmtiferðaskipanna. Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks í Ísafjarðarbæ, tekur einnig á móti skipunum með margvíslegusprelli og boðið er upp á ýmsar skoðunarferðir hjá Vesturferðum. Á myndinni er Pincess Danae við festar út við Norðurtanga.

29.PM5 12.4.2017, 10:1616