20
Með annan fótinn í Kína Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 20. ágúst 2009 33. tbl. · 26. árg. Ísfirðingurinn Kristján Ásbergsson hefur undanfarin ár stundað viðskipti í Asíu og hefur síðustu þrjú árin búið í Shanghai í Kína. Hann er kominn heim til Íslands til að stokka spilin upp á nýtt eftir hrun krónunnar, en heldur út á ný í vor. Kristján segir Kína vera land viðskiptatækifæra. Sjá nánar í miðopnu. Með annan fótinn í Kína

Með annan fótinn í Kína - Bæjarins Besta

  • Upload
    others

  • View
    9

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Með annan fótinn í Kína

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Fimmtudagur20. ágúst 2009

33. tbl. · 26. árg.

Ísfirðingurinn Kristján Ásbergsson hefur undanfarin ár stundaðviðskipti í Asíu og hefur síðustu þrjú árin búið í Shanghai í Kína.

Hann er kominn heim til Íslands til að stokka spilin upp á nýtteftir hrun krónunnar, en heldur út á ný í vor. Kristján segir Kína

vera land viðskiptatækifæra. Sjá nánar í miðopnu.

Með annan fótinn í Kína

22222 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

Allt skólastarf í landinu geturhafist með eðlilegum hætti næstudaga og vikur þrátt fyrir heims-faraldur inflúensunnar H1N1.Þetta er tekið fram af gefnu tilefniþví talsvert er um fyrirspurnirfrá skólastjórnendum, foreldra-félögum og fleirum um mögulegáhrif inflúensufaraldursins ástarfsemi skóla á komandi haust-önn. Í síðustu viku höfðu 112 ein-staklingar greinst hér á landi meðflensuna, 61 karl og 51 kona.Flestir eru á aldrinum 15-29 áraog mikill meirihluti tilfellanna,80 af alls 120, er á höfuðborgar-svæðinu. Í framhaldi af umræð-unni vill sóttvarnalæknir áréttaað inflúensufaraldurinn er tiltölu-

lega vægur og skapar engar for-sendur fyrir skorðum við skóla-haldi. Skólastjórnendur eru hvatt-ir til að halda því á lofti við nem-endur og starfsmenn skóla aðhreinlæti sé það sem mestu máliskipti til að draga úr smithættu.Þar ber fyrst að nefna handþvotten einnig að fólk hafi á sér einnotapappírsþurrkur til að hnerra eðahósta í.

Unnið er að viðbragðsáætlunvegna inflúensufaraldurs fyrir skólalandsins í samvinnu mennta-málaráðuneytis og skólastjórn-enda. Gert er ráð fyrir að sú áætl-un verði tilbúin fyrir 1. septem-ber. „Markmiðið er að tryggjaskipuleg og samræmd vinnu-

brögð en hver menntastofnun út-færir nánar sína áætlun,“ segirBaldur Guðlaugsson, ráðuneytis-stjóri í samtali við mbl.is. Baldursegir áætlunina unna í ráðuneyt-inu í samstarfi við almannavarna-deild Ríkislögreglustjóra og sótt-varnalækni. Henni sé ætlað aðtryggja að menntakerfið getisinnt sinni lögboðnu starfsemiþrátt fyrir flensufaraldur ogtryggja að nemendur geti haldiðáfram námi komi til lokana.

„Það er eðli málsins að þarsem fólk kemur saman þar eraukin hætta,“ er haft eftir HaraldiBriem sóttvarnalækni á mbl.isum hættu á svínaflensusmiti íleikskólum og skólum. Í skólun-

um sé meiri nánd og meiri sam-þjöppun fólks sem auki líkur ásmiti. Ekki stendur til að skólumverði lokað en í samræmi viðyfirlýst viðbúnaðarstig, nefnthættustig, er mælst til að foreldrarhaldi börnum heima hafi þau ein-kenni flensunnar.

Verði flensufaraldurinn svo al-varlegur að lýst verði yfir há-marksviðbúnaðarstigi, neyðar-stigi, mun koma til lokana, sam-komubanns og fleira. Haraldursegir að slíkt sé ekki tímabært ogekki líklegt til að þjóna tilgangisínum þar sem inflúensan smitistmjög auðveldlega milli fólks. Þásé erfitt að réttlæta afleiðingarslíks fyrir samfélagið miðað við

hve vægur faraldurinn er í raun.Enn sem komið er hafa svína-

flensusmit verið tíðust hjá fólkiá milli 15 og 20 ára og telurHaraldur það koma til af því aðfólk á þessum aldri heldur gjarnanokkuð saman yfir sumartímann,fer í ferðalög, á útihátíðir ogfleira. „Skólahaldið stuðlar að ennfrekari útbreiðslu,“ segir Harald-ur og kveður ekki ósennilegt aðþegar skólarnir taki til starfa munitilfellum hjá börnum á grunn-skólaaldri fjölga. Erfitt sé þó aðspá nákvæmlega fyrir um slíktog lítið við því að gera annað enað fara að tilmælum um hreinlætiog fjarveru þegar einkenna verð-ur vart. – [email protected]

Skólastarf hefst með eðlilegum hætti

Hundrað og fimmtíu ára af-mæli Ögurkirkju var fagnað meðhátíðarmessu á laugardag fyrirviku. Prestar voru séra ValdimarHreiðarsson og séra AgnesSigurðardóttir Vestfjarðaprófast-ur. Um 120 mann sóttu messuna,mest af þeim gamlir Ögursveit-ungar sem komu og heiðruðukirkjuna á þessum tímamótum.Talsvert var um brottflutt fólkkæmi langt að. Að athöfn lokinnibauð sóknarnefndin upp á kaffi-veitingar sem konur víða úr sveit-inni sáu um að baka í samkomu-húsinu í Ögri. Fólk sat í sam-

komuhúsinu fram undir kvöldenda margt að spjalla og rifjaupp þegar gamlir sveitungarhittast. Kirkjan fékk mikið afblómum og kveðjum auk þesssem henni barst ein gjöf en þaðvar hökull frá Halldóri Hafliða-syni og Maríu Guðröðardóttur íÖgri og börnum þeirra og tengda-börnum.

Kirkjan í Ögri var byggð árið1859 af Þuríði Þiðriksdóttur ogfóstursyni hennar, Hafliða Hall-dórssyni. Kirkjusmiðirnir voruþrír, þeir Jón Jónsson snikkari áÍsafirði, Jóhann Grundtvig smið-

ur á Ísafirði og Finnbogi Jónssoná Melgraseyri. Árið 1886 lét þá-verandi Ögurbóndi, Jakob Rósin-karsson, taka kirkjuna til gagn-gerra endurbóta og var þá m.a.settur á hana turn. Síðar meir varhún máluð bæði að innan og utanauk þess sem skipt var um viði ísuðurhlið hennar árið 1984.Kirkja hefur verið í Ögri fráfyrstu árum kristni á Íslandi ogalla tíð verið í eigu Ögurbænda.Hún er friðuð frá 1. janúar 1990.

[email protected]

Að lokinni athöfn var boðið upp á kaffi.

150 ára afmæli Ögurkirkju fagnaðHaldin var hátíðarmessa í tilefni af 150 ára afmæli Ögurkirkju. Myndir: Harpa Halldórsdóttir. Margir komu langt að til að heiðra kirkjuna á tímamótunum.

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 33333

44444 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

Inn að beiniInn að beiniInn að beiniInn að beiniInn að beini Tinna Ólafsdóttir,háskólanemi og ævintýrakona

Tinna Ólafsdóttir ólst upp á Flateyri en hefur undanfarið dvalið í Stokkhólmi þar sem húnnemur mannfræði. Í sumar er hún starfsstúlka á Vesturferðum á Ísafirði og kann vel viðsig í ferðamannabransanum. Þegar Tinna er spurð inn að beini kemur í ljós að hún trúir

ekki á stjörnumerki og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um heiminn.Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?

Ég hef nú mestmegnis flotið áfram í lífinu án þess að takasérstaklega stórar ákvarðanir, læt skeika að sköpuðu.

Hvar langar þig helst að búa?Ég bý í Stokkhólmi á veturna og á Ísafirði

á sumrin, mér líkar það ósköp vel.Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?

Með þeim hamingjusamari var þegar ég útskrifaðistúr menntaskóla og lauk 7. stigi á fiðlu á sama tíma, þá var aldeilis

gaman. Annars er ég yfirleitt svona þokkalega hamingjusöm.Mestu vonbrigði lífs þíns?

Að hafa misst af því að sjá blettatígur veiða í safaríferð í Kenýafyrir nokkrum árum. Vara við því að borða vafasaman mat þegar

spennandi hlutir gætu verið á næsta leiti.Mesta uppgötvunin í lífi þínu?

Að ég geri mig alltaf að fífli fyrir framan sama fólkið.Hef síðan passað að hitta það sem sjaldnast.

Uppáhaldslagið?Ef ég ætti að velja hljóðrás lífs míns væri

hún með tónlist eftir Yann Tiersen.Uppáhaldskvikmyndin?

Amélie og auðvitað hin sígilda Stella í orlofi.Uppáhaldsbókin?

Skemmtilegastar þykja mér ævintýrabækur ogspennandi krimmar. Bókin sem skildi eftir dýpstusporin er þó Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie.

Ógleymanlegasta ferðalagið?Fæstum ferðum mínum mun ég gleyma en ferðalag

mitt og Önnu bestu í kringum hnöttinn 2006 er líklegaþað eftirminnilegasta sem ég hef farið í.

Uppáhaldsborgin?Stokkhólmur, Hong Kong og Reykjavík.

Besta gjöfin?Önn við háskólann í Madrid og peningar til ferðalaga.

Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?Er líf á þessum?

Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?Hláturs. Kannski ekki hlutur, þannig lagað.

Fyrsta starfið?Barnapía.

Draumastarfið?Starf með þægilegum vinnutíma, góðum launum

og minnst þriggja mánaða sumarfríi.

Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?Keppanda Portúgal í Evrópsku söngvakeppninni í vor.

Hún er að vísu ekki eins sæt og ég.Fallegasti staðurinn á Íslandi?

Mývatnssveit, Önundarfjörður og Askja.Skondnasta upplifun þín?

Ætli skondnustu atvikin hafi ekki átt sér staðí uppsetningum Sólrisuleikrita sem ég tók þátt íá menntaskólaárunum. Þau eru óteljandi en lítið

skemmtileg að lesa um fyrir aðra en þá sem tóku þátt.Aðaláhugamálið?

Skemmta mér með vinum og fjölskyldu, spila, syngja og hlæja.Besta vefsíðan að þínu mati?

www.string-emil.deHvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Forseti. Er ekki enn hætt við.Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?Ég er yfirleitt í góðu skapi og hlæ mikið.

En helsti löstur?Óþolinmæði og frekja.

Besta farartækið?Ég nota hjólið mest.

Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?Þorláksmessa.

Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?Mér hefur alltaf þótt Astrid Lindgren

vera góð fyrirmynd. Og Jesú.Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?

Zyler.Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?

Á kvöldin.Í hvaða stjörnumerki ertu?

Ég er alveg dæmigerð krabbageit.Lífsmottóið þitt?

Kynnast einu nýju landi á ári.

Býr sig und-ir veturinnOpnunartími veitingastað-

arins Vagnsins á Flateyriverður styttur í byrjun vetrar,úr sjö dögum í þrjá. Mikilaukning hefur verið á ferða-fólki á Flateyri í sumar oghafa strandveiðihópar fráÞýskalandi verið þar mestáberandi.

Heimamenn segjast merkjasjáanlega aukningu á Íslend-ingum í ár, en svo virðistsem landinn sé duglegri aðferðast um landið eftir aðkrónan féll. Vagninn verðurframvegis opinn á miðviku-dögum og föstudögum frákl. 18.00 til 21.00 auk þesssem á laugardögum verðuropið frá kl. 18.00 – 24.00 oglengur ef tilefni er til.

Fjarskiptahús áSnæfjallaströnd

Umhverfisnefnd Ísafjarð-arbæjar hefur samþykkt bygg-ingu fjarskiptahúss fyrirNeyðarlínuna á Snæfjalla-strönd. Á síðasta fundi nefnd-arinnar var tekið fyrir erindiframkvæmdastjóra Neyðar-línunnar, þar sem óskað ereftir leyfi til að setja niðurtimburhús, sem er 2,2 x 2,2metrar að stærð og 2 metrarað hæð.

Upp úr húsinu verður 12metra hár staur fyrir loftnet.Lóðareigandi hefur þegarsamþykkt bygginguna.

KFÍ-liðar aðverða klárirFélagarnir í Körfuknatt-

leiksliði Ísafjarðar eru fulliraf tilhlökkun fyrir komanditímabil. Þjálfari liðsins BorceIlievski er snúinn aftur fráheimalandi sínu Makedóníuauk þess sem bandarískuleikmennirnir Craig Schoenog Matt Sowa eru væntan-legir á næstu dögum. Stefnter að því að félagið taki þáttí þremur æfingamótum í haust.

Þá fær KFÍ heimaleik ífyrstu umferð 1. deildar Ís-landsmótsins þegar Þór fráAkureyri kemur í heimsókn.Fyrsta umferðin fer framföstudaginn 9. október en liðÞórs er ákaflega sterkt, en þeirféllu úr úrvalsdeild á síðustuleiktíð.

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 55555

66666 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

Ritstjórnargrein

Glöggt er gests augað

Útgefandi:H-prent ehf.,

kt. 600690-1169,Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,

sími 456 4560, fax 456 4564

Ritstjóri:Sigurjón J. Sigurðsson,

sími 892 5362, [email protected]

Blaðamenn:Thelma Hjaltadóttir,

símar 456 4693 og 8498699, [email protected]

Birgir Olgeirsson, símar456 4560 og 867 7802,

[email protected]

Ritstjóri netútgáfu bb.is:Sigurjón J. Sigurðsson

Ljósmyndari:Halldór Sveinbjörnsson, sími

894 6125, [email protected].

Ábyrgðarmenn:Sigurjón J. Sigurðsson

og Halldór SveinbjörnssonLausasöluverð er kr. 400

eintakið með vsk. Veittur erafsláttur til elli- og örorku-

lífeyrisþega. Einnig sé greittmeð greiðslukorti.

Önnur útgáfa:Ferðablaðið

Á ferð um Vestfirði. ·ISSN 1670 - 021X

HelgarveðriðHorfur á föstudag:

Fremur hæg vestlæg áttog súld Sunnan- og

Vestanlands, en annarsþurrt. Hiti 8 til 15 stig,

hlýjast SA-lands. Horfurá laugardag: Suðlæg átt

með dálítilli vætu, enbjart NA-til. Milt veður.

Horfur á sunnudag ogmánudag: Útlit fyrir

austanátt með rigninguum land allt. Áfram milt í

veðri.

SpurninginÆtlar þú að hefja

nám í haust?

Alls svöruðu 374.Já sögðu 70 eða 19%

Nei sögðu 279 eða 75%Óvíst sögðu 25 eða 6%

Netspurningin er birt viku-lega á bb.is og þar geta

lesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar eru

síðan birtar hér.

Hægt og bítandi hafa Vestfirðir komið inn sem einn markverðastihluti landsins heim að sækja. Útlendingum þykja Vestfirðir sérstak-lega spennandi, landslagið stórbrotið og fagurt. Og svo hjákátlegasem það kann að hljóma hefur fjöldi Íslendinga, sem hingað hafaverið að koma í fyrsta sinn, fallið fyrir fjölbreytileika umhverfisins,að ekki sé minnst á Hornstrandirnar, sem virðast ekki sleppa tökumá þeim, sem þar stíga niður fæti.

Ef til vill eiga efnahagskreppa og vonlaus króna þátt í auknumáhuga Íslendinga á að kynnast landinu sínu. Hvað sem því líðurstefnir í enn eitt ferðamannametið á Vestfjörðum í sumar. Gott mál.Til hamingju Tálknfirðingar með ykkar rómaða tjaldsvæði!

Vandi fylgir vegsemd. Horft til komandi tíma nægir ekki að er-lendar ferðahandbækur útnefni Suðureyri og Ísafjörð sem bestusmábæi Íslands; það dugir heldur ekki að ferðamenn falli hver umannan þveran fyrir friðlandinu á Hornströndum og Ísafjarðarbærlifir ekki lengi á því að kunnum íslenskum blaðamanni, rithöfundiog listmálara, finnst Silfurtorgið fegurst allra bæjartorga á landinu;jafnvel lognið rómaða og fiskréttirnir í Tjöruhúsinu duga ekki til, effrumþættir í móttöku ferðafólksins eru ekki til staðar.

Tungudalurinn er fallegt útivistarsvæði: sumarhúsabyggð, (skíða-svæði að vetri til) berjaland, golfvöllur, tjaldstæði; utan hringiðubæjarins en samt við bæjarþröskuldinn. Óumdeilt stolt bæjarbúa og

eftirlæti gesta, ef rétt er á málum haldið.Því miður verður það að segjast eins og er að eitthvað meira en

lítið hefur farið úrskeiðis á tjaldvæðinu í Tungudal í sumar. Ástæðu-laust að tíunda það frekar en gert hefur verið. Eitt skal þó öllum ljóst:Ætlum við okkur ekki að láta ,,ferðamannavagninn“ sleppa viðkomuhér í framtíðinni verður ,,langtímaáæltun sveitarfélagsins (sem ráð-gerði) að byggja upp nýja aðstöðu á tjaldsvæðinu í Tungudal í sum-ar,“ (en varð kreppunni að bráð) að koma strax til framkvæmda. Héreru bæði orðstír og hagsmunir að veði.

BB hefur áður vitnað til greinar Jóns Páls Hreinssonar, forstöðu-manns Markaðsstofu Vestfjarða, sem birtist á bb.is í byrjun árs, enþar sagði hann meðal annars: ,,Krafturinn sem býr í samfélaginu ogfær erlenda gesti til að upplifa Ísafjörð sem ,,surprisingly cosmopolit-an“ og heimamenn til að vilja mest af öllu halda áfram að búa áþessu harðbýla skeri má ekki þverra. Það er á ábyrgð hvers og einsað halda í hann.“

Fallegi panellinn í endurbyggðum Litlabæ í Skötufirði verðurmálaður vegna þess að vel máluð híbýli fyrri tíma báru vott um hag-sæld íbúanna.

Höfuðstaður Vestfjarða verður að hafa efni á að bjóða gestum sín-um upp á mannsæmandi aðstöðu.

s.h.

GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐIGrunnskólinn á Ísafirði verður settur24. ágúst 2009 sem hér segir:Kl. 9:00 8. 9. og 10. bekkurKl. 10:00 4. 5. og 6. bekkurKl. 11:00 2. og 3. bekkur1. bekkur verður boðaður símleiðis ívikunni 17. – 21. ágúst.

Skólastjóri

Ertu orðin(n)áskrifandiSíminn er456 4560

Það er ódýrara!

AtvinnaÓskum eftir starfsmanni í sal. Framtíðar-

starf.Upplýsingar gefa Halldór og Eiríkur ísíma 456 3360.

Veitingastaðurinn Við Pollinn.

Íbúafjöldi á Flateyri nær tvöfaldaðist

Um 230 manns mættu í brúð-kaup þeirra Illuga Gunnarssonaralþingismanns og BrynhildarEinarsdóttur framhaldsskóla-kennara, en þau voru gefin samaná Sólbakka á Flateyri á laugardag.Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson,föðurbróðir brúðgumans, gafbrúðhjónin saman. Eftir hjóna-vígsluna gengu veislugestirfylktu liði með hljómsveit ífararbroddi að íþróttahúsinu áFlateyri þar sem veislan varhaldin. Þar mátti sjá nafntogaðfólk úr Sjálfstæðisflokknum líktog Þorstein Pálsson, VilhjálmEgilsson, Kjartan Gunnarsson,Bjarna Benediktsson, SigurðKára Kristjánsson, Sturlu Böðv-arsson, Þorgerði Katrínu Gunn-arsdóttur, Hönnu Birnu Kristj-ánsdóttur, Ásbjörn Óttarsson ogEinar Kristin Guðfinnsson.

Þrátt fyrir fjölda pólitíkusa fóruskálaræðurnar ekki fram úr hófien nokkrar þeirra vöktu athygli,þá sérstaklega ræða vinkonuBrynhildar, en þar fór fyrir hópileynifélagsins Svörtu handar-

innar fyrrverandi sjónvarpskonanSvanhildur Hólm Valsdóttir.Formaður SjálfstæðisflokksinsBjarni Benediktsson steig í pontuog hélt tölu. Hann kom inn á þaðað hann og Illugi hefðu árið 2005sest niður og rætt pólitíkina. Þeirgerðu sér þá ákveðnar vonir umpólitískan frama og væri Bjarninú orðinn formaður flokksins ogIllugi fyrsti þingmaður Sjálf-stæðisflokksins í Reykavík.Bjarni gantaðist með að nú þegarþeir væru komnir í þessar stöðurhefði fylgi Sjálfstæðisflokksinsdalað fremur hratt og vildi hannekki halda of langa tölu til aðútskýra gengið. „En í stuttu máliIllugi, þá er það þér að kenna,“sagði Bjarni og uppskar mikinnhlátur.

Veislugestirnir stigu svo dans-inn í íþróttahúsinu fram til tvöaðfaranótt sunnudagsins oghéldu síðan á veitingastaðinnVagninn á Flateyri sem var opinntil sex á sunnudagsmorgun fyrirveislugesti.

[email protected]

Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson gaf Illuga Gunnarsson ogBrynhildi Einarsdóttur saman á Sólbakka á laugardag.

Ljósm. Páll Önundarson.

Eftir hjónavígsluna gengu veislugestir fylktu liði meðhljómsveit í fararbroddi að íþróttahúsinu á Flateyri þar sem

veislan var haldin.

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 77777

AtvinnaVífilfell á Ísafirði auglýsir eftir starfsmanni til

að annast vörumóttöku og áfyllingar. Viðkom-andi þarf að geta hafið störf 31. ágúst nk.

Umsækjendur sendi tölvupóst á netfangið[email protected].

Setja upp færanlegtþjónustuhús í Hornvík

Umhverfisstofnun hefur feng-ið heimild landeigendafélagsinsHafnarbáss til að setja upp fær-anlegt þjónustuhús í sumar aðHöfn í Hornvík og gildir heim-ildin til 30. september 2011. Aðþeim tíma liðnum fara samnings-aðilar yfir stöðuna og annað hvortsemja um áframhaldandi stað-setningu í ljósi reynslunnar eðaákveða að húsið verði tekið niður.Í húsinu verður lítil þjónustu-miðstöð, þ.e. upplýsingaveita,aðstaða fyrir landvörð og tvö sal-erni. Vaskar verða fyrir utan til

uppvöskunar og handþvotta.Sett verður upp upplýsinga-

skilti á svæðinu, annars vegaralmennar upplýsingar til ferða-manna um umgengni o.s. frv. oghins vegar skilti með náttúru-farsupplýsingum. Annar kamr-anna sem fyrir er á svæðinu verð-ur látinn standa áfram sem ör-yggistæki ef vatnslaust verður ásvæðinu eða bilun kemur upp ávatnssalernum sem veldur tíma-bundinni lokun.

Húsið verður smíðar í eining-um á Ísafirði, flutt sjóleiðis í

Hornvík og boltað saman á staðn-um á burðargrind. Húsið verðurtæpir sjö metrar á lengd, þrírmetrar á breidd og hæð um 3,1metri. Húsið verður standanditimburklæðningu og áhersla lögðá að það sé í líkum stíl og húsvoru á svæðinu meðan þar varbúið. Umhverfisnefnd Ísafirðitók fyrir bréf um samning Um-hverfisstofnunar og Hafnarbássá dögunum og hefur bent á aðsækja þarf um byggingarleyfifyrir framkvæmdinni.

[email protected]

„Það virðist ríkja misskiln-ingur um að erlendu lánin séuað kyrkja sveitarfélögin,“ segirHalldór Halldórsson, formaðurSambands íslenskra sveitarfé-laga. Hann segir að ákjósan-legast væri að endurfjármagnaþau með erlendum lánum enþað standi ekki til boða í bili.Hins vegar sé hægt sé að nálg-ast íslenskt lánsfé m.a. hjá lána-sjóði sveitarfélaga. Óttar Guð-jónsson, framkvæmdastjóri

lánasjóðs sveitarfélaga, segireftirspurn eftir lánsfé minni enbúist hafi verið við.

„Sveitarfélögin brugðust hrattvið, hagræddu og drógu úr fram-kvæmdum. Þá virðast spár umtekjulækkun hafa verið full-svartsýnislegar. Ástandið erþví ef til vill betra en margurheldur. Svo er kannski rétt aðhafa í huga að maður vinnursig ekki út úr lausafjárkrísu meðmeira láni.“ – [email protected]

Erlendu lánin ekki aðkyrkja sveitarfélögin

Styrkir Byggðastofnunar mikilvægirfyrir atvinnuþróun á landsbyggðinni

Þann 14. mars 2003 samþykktiþáverandi ríkisstjórn sérstaka700 m.kr. fjárveitingu til atvinnu-þróunarverkefna. Þar af voru 150milljónir ætlaðar til stuðningsverkefnum sem væru til þess fall-in að efla grunngerð nýsköpunar

og atvinnuþróunar á landsbyggð-inni. Á Vestfjörðum hlutu sjöverkefni styrk úr sjóðnum. Stær-sti hluti fjárveitingarinnar fór tilverkefna í menntamálum utanhöfuðborgarsvæðisins eða 22%.Hafa ber í huga að flokkun sem

þessi getur verið vafasöm, þarsem flokkar geta skarast. Þanniggetur sama verkefni flokkastbæði innan ferðaþjónustu ogmenningar, eða menntunar ogmenningar, svo dæmi séu tekin.

Alls bárust styrkbeiðnir fyrir

90 verkefnum og fengu 48 þeirravilyrði um styrk. 43 verkefni urðusvo að veruleika en hætt var viðfimm áður en kom til úthlutunarfjármagns. Skipting verkefna varnokkuð jöfn milli landshluta effrá er talið Suðurland þar semfæst verkefni hlutu brautargöngu.Í ársbyrjun 2009 sendi Byggða-stofnun út könnun um nýtingustyrkja úr sjóðnum til verkefnis-stjóra verkefnanna 43ja sem þávar lokið eða að ljúka. Svör bár-ust um 19 verkefni af 43. Einnigvar spurt um fjölda karla ogkvenna sem komu að verkefninuog loks voru þátttakendur beðnirað svara spurningum um hverskonar þjónustu og fræðslu þeirvildu sjá frá hinu opinbera.

Meðal þess sem kom fram frástjórnendum verkefnanna varhversu mikilvægir sjóðir semþessir eru sprotafyrirtækjum ogatvinnuþróunarverkefnum. Stórhluti svarenda svaraði því til aðverkefnin hefðu ekki getað haldiðáfram án styrkja frá sjóðnum.Þegar spurt var hversu miklustyrkurinn hefði spilað um fram-göngu verkefna kom fram aðenginn verkefnastjóri taldi styrk-inn hafa mjög lítið að segja. Sjöverkefni sögðu styrkinn hafafrekar lítið að segja en afgerandi

var svarað að upphæðin hefðiskipt sköpum fyrir brautargöngu.

Spurt var um hvaða opinberaþjónustu við nýsköpun sem ekkier til staðar nú þegar þátttakendurvildu sjá og hvaða opinberar að-gerðir eða fræðslu þeir telduhenta verkefninu eða fyrirtækinubest. Flestir þátttakenda tölduverkefnastyrki mikilvæga og aðauka þurfi styrki til fræðslu og tilvænlegra verkefna. Þá var einnigbent á að fjármagn skorti til aðstyðja það fræðslustarf sem þegarer fyrir hendi. En þátttakendurlögðu ekki síður áherslu á mikil-vægi ráðgjafar, handleiðslu ogfræðslu. Lögð var áhersla á aðefla beri starf atvinnuþróunarfé-laga, skilgreina samstarf innan stoð-kerfisins og auka hlut einkageir-ans.

Byggðastofnun leitaði líkaeftir því að rannsaka hlut kvennaí atvinnuuppbyggingu. Meðfylgj-andi spurningalistanum vorustjórnendur verkefnanna spurðirum hlut kvenna í atvinnutengdumverkefnum. Enginn þátttakendaí könnuninni taldi að verkefniðhefði stuðlað að auknum kyn-bundnum mismun, þótt vissulegatelji um helmingur þeirra að verk-efnið hafi viðhaldið núverandikynjaskiptingu. – [email protected]

Mýrarboltinn er innfluttur frá Finnlandi til Ísafjarðar með aðstoðUsevenue sem er eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr sjóð Byggðastofnunar.

88888 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

Færðu Náttúrugripasafninu framandi eggNáttúrugripasafni Bolungar-

víkur barst fyrir stuttu gjöf frátveimur börnum búsettum áSpáni. Þau systkinin færðu safn-inu egg, sem tæpast er að finna íhreiðrum hérlendis, nefnilegastrútsegg. Þau Leonardo og Vio-leta Magnusson eru stödd á Ísa-firði með föður sínum HlyniTryggva Magnússyni, í heim-sókn hjá ömmu og afa. Búa þaumeð föður sínum í Madrid og

hafa að jafnaði komið árlega tilÍslands í heimsókn. Þau skiljavel íslenskuna og tala hana ágæt-lega.

Áhugi þeirra á íslenskum dýr-um og náttúru er mikill. Á Spáni,nánar tilgetið í Cuenca héraði, ermóðurbróðir þeirra með strútabú.Honum fannst endilega að börninættu að færa ættingjum sínum áÍslandi strútsegg að gjöf. En ístað þess að láta eggið standa í

þar til gerðri körfu upp í bóka-hillu, fannst afa þeirra, MagnúsiReyni Guðmundssyni, kjörið málað systkinin færðu Náttúrugripa-safninu í Bolungarvík eggið að

gjöf. Strútseggið er stærsta egg íheimi.

Með heimsókn þeirra Leon-ardo og Violetu í safnið og þessarisérstöku gjöf varð síðasti vinnu-

dagur Þorbjarnar Kristjánssonarnokkuð eftirminnilegur. Það erekki á hverjum degi sem tekið erá móti slíkri gjöf.

[email protected]útseggið er stærsta egg í heimi.

Leonardo og Violeta afhenda strútseggið. Myndir: Gunnar Gunnarsson.

Varnargarðurinn í hlíðumTraðarhyrnu í Bolungarvíkstækkar með hverjum deg-inum. Þetta mikla varnar-mannvirki verður 18-22metrar á hæð og 700 metralangur þvergarður sem gnæf-ir yfir byggðina. Sprengi-vinna stendur yfir í garðinumþessa dagana og finna Bol-víkingar fyrir hristingi þegarbergið er sprengt og titringurgerir vart við sig í nærliggj-andi húsum.

Sprengivinnan stenduryfir næstu tvær til þrjár vik-urnar að sögn Rúnars ÁgústsJónssonar, staðarstjóra Ós-afls, geta Bolvíkingar orðiðvarir við hristing annaðslagið. Við garðinn vinna aðjafnaði 15 manns og eru þaðBolvíkingar að stórum hluta.Frá þessu er greint á vikari.is.

Titringurí víkinni

Atvinnuleysi á Vestfjörðumvar 1,3% í júlí sem er það minnstaá landinu. Alls staðar dró úr at-vinnuleysi á landsbyggðinni millimánaða. Hlutfallslega dró mestúr atvinnuleysi á Vestfjörðum,þar sem það fór úr 1,8% í júní í1,3%, og á Austurlandi eða úr2,5% í 2%. Meðalfjöldi Vest-firðinga á atvinnuleysisskrá var53 en í lok mánaðar var 61 á

skrá. Þar af voru flestir í Ísafjarð-arbæ eða 29, n.t.t. 7 karlmenn og22 konur. Því næst komst Bol-ungarvíkurkaupstaður þar semtíu voru á atvinnuleysisskrá ogVesturbyggð og Súðavíkur-hreppur fylgja í kjölfarið meðátta hvort. Nokkuð jafnt er skiptá milli aldurshópa en þó eruflestir á aldrinum 35-39 eða ellefutalsins. Í dag eru 69 á skrá Vinnu-

málastofnunar yfir atvinnulausaá Vestfjörðum.

Í skýrslu Vinnumálastofnunarsegir að alls hafi 15.217 veriðatvinnulausir í lok júlí. Fækkunatvinnulausra í lok júlí mánaðarfrá lokum júní nam 331, en 419færri karlar voru á skrá en hinsvegar var fjölgun meðal kvennaum 88. Álandsbyggðinni fækkarum 187 og um 144 á höfuðborg-

arsvæðinu. Þá segir að yfirleittbatni atvinnuástandið frá júlí tilágúst, m.a. vegna árstíðasveiflu.„Erfitt er að áætla atvinnuleysium þessar mundir vegna mikillaróvissu í efnahagslífinu, en líklegter að atvinnuleysið í ágúst 2009verði á bilinu 7,6%-8,1%. Í fyrravar atvinnuleysið 1,2% í ágúst“,segir í skýrslunni.

[email protected]

Atvinnuleysi dregst saman

Farþegaflutningabáturinn Hesteyri ÍS 95 var sjósettur við Bolungarvíkurhöfn fyrir stuttu. Báturinn er sextán sæta en hægt erað flytja um tuttugu manns með honum. Báturinn verður í siglingum milli Bolungarvíkur og Hesteyrar í Jökulfjörðum og á aðþjónusta læknishúsið á staðnum sem og önnur hús í kring. Það er fyrirtækið Kjarnabúð ehf., sem á og rekur Hesteyri ÍS, og segirHrólfur Vagnsson, einn eigenda, bátinn verða aðeins eitt af mörgum verkefnum sem eru í bígerð hjá fyrirtækinu. Hrólfur segirað ferðafólki hafa fjölgað mikið í sumar og er hann bjartsýnn á framhaldið. „Við lítum björtum augum varðandi þennan bát ognú verður hann settur í prufukeyrslu til að sjá hvernig hann reynist en þetta lítur allt mjög vel út,“ segir Hrólfur. Hann segir bátinnekki fara í áætlunarferðir í sumar því of langt sé liðið á það. Bátnum er hinsvegar ætlað stóra hluti á næsta ári. – [email protected]

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 99999

1010101010 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

Kína er landtækifæranna

Ísfirðingurinn Kristján Ásbergsson hefur undanfarin ár stundaðviðskipti í Asíu og hefur búið síðustu þrjú árin í Shanghai í Kína. Hann segirmörg viðskiptatækifæri vera að finna í Kína þrátt fyrir að hann hafi þurft aðyfirstíga nokkrar hindranir í fyrstu, eins og tungumálaörðugleika. Hann er

kominn aftur heim til Íslands um stundarsakir en hyggur á að fara aftur út ánæsta ári til að taka þátt í stærstu heimssýningu sem haldin hefur verið, en það

er vörusýningin World Expo sem haldin verður í Shanghai.

Kristján ólst upp í Hnífsdal ogá Ísafirði en bjó um tíma á ungl-ingsárunum í Kaliforníu og ferð-aðist víða um Bandaríkin. Í spjallivið blaðamann Bæjarins bestasagði Kristján frá ferðalögum sín-um og viðskiptaævintýrum. Hanner að gera það gott í Kína þarsem hann hefur stundað viðskiptií tæp fjögur ár.

„Árið 2005 bauðst mér starfhjá Íslendingi sem var með fisk-vinnslur í Dalianborg í Kína, þarsem unninn er Rússafiskur semsíðan er seldur til Bandaríkjanna.Það var einmitt hjá Katli Helga-syni sem rak fiskverkun í Bol-ungarvík á árum áður. Ég bjó þarí hálft ár og kynntist þá kærustuminni Michelle Zong sem var ínámi við viðskiptafræði. Viðákváðum að flytja saman tilShanghai í júlí 2006 og þar höf-um við búið síðan.

Ári seinna stofnaði ég fyrirtækií Hong Kong og hef verið í sam-starfi með öðrum Íslendingi semheitir Hjalti Þorsteinsson og rek-ur fyrirtækið iSupply Global Net-work Ltd. Hjalti hefur verið bú-settur þar meira og minna síðanárið 2000 og höfum við í samein-ingu snert marga fleti í viðskipt-um við Kínverja og höfum veriðmeð skrifstofu í sameiningu.

Ég hef verið í samstarfi viðMugg bróður minn og hann hefurkomið nokkrum sinnum út til aðheimsækja okkur og verið aðskoða viðskiptatækifæri í Asíu.

Við höfum flutt á annan tuggáma til Íslands, allt frá borð-tuskum upp í hraðbáta.

Mamma hefur líka komiðtvisvar sinnum og heimsótt okkurtil Shanghai og líkað vel. Þaðvar mjög gaman að fá mömmu íheimsókn. Við fórum í leikhúsog röltum um götur Shanghai.“

sem hafa áhuga á að láta fram-leiða fyrir sig eða kaupa kín-verskar vörur. Þá einna helst milliíslenskra aðila.“

– Kanntu vel við þig þarna úti?„Já, mjög vel. Það er samt alltaf

best að vera á Íslandi. Við verðumalltaf með annan fótinn í Kínabýst ég við. Það má segja aðKína og Ísland séu eins og svartog hvítt, mjög ólíkir menningar-heimar.

Umferðin í Shanghai er yfir-þyrmandi og sömuleiðis fólks-fjöldinn. Það venst þó allt samanog mér fannst því sérstakt þegarverið var að tala um mikla traffíkí Reykjavík, sem er bara allt írólegheitum miðað við þar.Langfarsælast er að ferðast inn-anborgar með lestum og ferjum.“

verskar giftingar eru töluvertöðruvísi en þekkist í okkar vest-ræna heimi. Brúðirnar skiptaþrisvar til fjórum sinnum umklæðnað og eru með fylgdar-dömu sem farðar þær frá kl. 7 ámorgnana fram á kvöld. Það værigaman hjá henni að spreyta sig íþví hér á Íslandi, hún talar góðaensku en stefnir á að ná tökum áíslenskunni og fer í íslenskunámí haust. Henni líst mjög vel á Ís-land.“

– Var það alltaf markmiðið aðfara út í viðskipti á erlendum grund-velli?

„Ég hef haft áhuga á viðskipt-um, það æxlaðist bara þannig aðég fór að stunda þau í Kína. Kín-verjar standa vel að vígi þegarkemur að kreppunni og þeim hef-

Kristján með skýjakljúfana í Shanghai í baksýn.

Ólíkir menn-Ólíkir menn-Ólíkir menn-Ólíkir menn-Ólíkir menn-ingarheimaringarheimaringarheimaringarheimaringarheimar

–Er ekkert erfitt fyrir Íslendingað stunda viðskipti í svona gjör-ólíkum menningarheimi?

„Jú, það eru nokkrar hindranir,eins og tungumálaörðugleikar, enþað eru ekki margir Kínverjarsem tala ensku. Til að byrja meðfannst mér ég vera eins og BillMurray í kvikmyndinni Lost inTranslation.

Það er líka öðruvísi hugsun ogaðrir siðir hjá þeim, en maðurþarf bara að læra inn á það. Éghef verið mjög mikið á vörusýn-ingum og unnið að því að komaá viðskiptasamböndum milli fyr-irtækja og einstaklinga í Evrópu

Gaman af ævin-Gaman af ævin-Gaman af ævin-Gaman af ævin-Gaman af ævin-týrum og fjölbreytnitýrum og fjölbreytnitýrum og fjölbreytnitýrum og fjölbreytnitýrum og fjölbreytni

Kristján hefur fengið innsýn íkínverskt fjölskyldulíf í gegnumkærustu sína.

„Ég heimsótti tengdafjölskyld-una, sem er frá Nanchangborg,um klukkutíma flug frá Shang-hai. Það var mjög sérstök upplif-un þar sem allt er eins og aðkoma 30 ár aftur í tímann í marg-milljóna borg. Fjölskylduböndineru mjög sterk, en Michelle er ein-birni eins og algengast er í Kína.

Þó Michelle sé lærð í við-skiptafræðum er hún líka lærð íförðun og hefur mest verið aðvinna sjálfstætt í að farða brúð-armeyjar á stóra deginum. Kín-

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 1111111111

ur farið mikið fram síðustu tíu-fimmtán árin. Ég vissi ekki viðhverju ég mátti búast þegar égfór út og hafði hálft í hvoruímyndað mér að það væru hest-vagnar á götunum og bambusarog hrísgrjónaakrar út um allt. Enþað var öðru nær því að margirstaðir í Kína eru orðnir mjögþróaðir og alþjóðlegir. Sérstak-lega Shanghai. Ég hef líka baragaman af ævintýrinu og fjöl-breytni í lífinu.“

Stærsta heims-Stærsta heims-Stærsta heims-Stærsta heims-Stærsta heims-sýning allra tímasýning allra tímasýning allra tímasýning allra tímasýning allra tíma

– Hefur kreppan haft áhrif áÍslendinga sem stunda viðskiptií Kína?

„Já, maður fann fyrir því þegarkrónan hrundi, að hlutirnir hækk-uðu mjög í verði. En kreppan eralls staðar og það hefur veriðsvolítið um að verksmiðjur loki íKína í kjölfarið. Það var líkaástæðan fyrir því að við komumheim, að það er lítið að gera umþessar mundir. Við ákváðum þvíað fara heim til Íslands og stokkaspilin upp á nýtt. Ég stefni á aðfara aftur út í apríl í vor en þáverður heimssýningin WorldExpo haldin í Shanghai. Það erstærsta sýning allra tíma og gríð-arlegar framkvæmdir í gangi viðundirbúning hennar. Allar þjóðirmunu taka þátt og þar á meðalÍslendingar. Hugsanlega mun égstarfa við íslenska kynningarbás-

inn.Ég hef alltaf haft mikinn áhuga

á að ferðast en ekki bjóst ég viðað enda í Kína, af öllum stöðum.Heimssýningin eða World Expo2010 verður opin í sex mánuðiog það er búist við allt að 70milljónum gesta frá öllum heims-hornum. Mörg lönd eins og t.d.Bandaríkin, Noregur, Ástralía ogKanada eru að byggja bása til aðkynna land og þjóð. Slíkir básarkosta milljarða og síðan verðaþeir rifnir niður, a.m.k. að hlutatil, að sýningu lokinni.

Kína er klárlega land tækifær-anna og þeir munu halda áframað vaxa hratt á komandi árum.“

– Er einhver önnur tækni notuðvið fiskvinnslu í Kína en hérheima á Íslandi?

„Þetta er svipað. Munurinn erkannski fólginn í stærðunum. ÍKína eru fleiri hundruð mannsað vinna í einni verksmiðju ognota minna af vélum en fleirihendur.“

– En er menningin öðruvísi?„Já, maður þarf að fylgja ýms-

um siðareglum sem við Íslend-ingar horfum oft framhjá. Kín-verjar hafa það fyrir meginregluað fyrst sé byggð upp vinátta ogtraust og síðan viðskiptin. Þegarmaður hittir nýja samstarfsaðilabyrja þeir á því að bjóða manniút að borða og spjalla um alltannað en viðskipti. En síðan þeg-ar snúið er aftur í verksmiðjunaer byrjað að ræða „business“.

Það er þó nauðsynlegt að hafagott gæðaeftirlit með framleiðsl-unni. Þeir eiga það annars til aðslaka á gæðum. Maður er búinnað vera þarna í svo langan tímaað maður er búinn að venjastþessu og finnst þetta nú sjálf-sagðasti hlutur.“

Upplifði amer-Upplifði amer-Upplifði amer-Upplifði amer-Upplifði amer-íska drauminníska drauminníska drauminníska drauminníska drauminn

Kristján hefur mikið ferðastog búið í öðrum löndum.

„Ég bjó í Kaliforníu, í SanDiego, þegar ég var 16 ára. Égflutti þangað með foreldrum mín-um, Ásberg Péturssyni og BrynjuGuðmundsdóttur, þegar ég varhálfnaður með tíunda bekkinn.Ég fór í Patrick Henry HighSchool og mamma og pabbi íSan Diego State University ogvið notuðum tímann í ferðalögog útivist enda alltaf gott veður.

Sagt er að í Kaliforníu sé hægtað fara bæði á strönd og skíðisama daginn en þú mátt þáreyndar hafa þig allan við“, segirKristján og brosir kíminn. „Þaðer skemmtilegt skíðasvæði semheitir Big Bear í þriggja tímafjarlægð frá San Diego. Svo varekki nema að keyra í hálftíma frástaðnum þar sem við bjuggumyfir til Tijuana í Mexíkó, sem erein mesta glæpaborg í heimi. Oftþegar gestir komu til okkar íheimsókn fórum við með þau tilLas Vegas eða L.A. og skemmt-

um okkur þar yfir helgi. Viðferðuðumst mjög mikið og eydd-um síðan jólunum á Hawaii.

Áður en við fluttum svo afturtil Íslands keyrðum við frá vest-urströnd Bandaríkjanna yfir áausturströndina.Við tókum mán-uð í það og stoppuðum á mörgumstöðum, fórum meðal annars áskíði í Taos í New Mexico, U2tónleika í Houston og Disney-world í Flórída.

– Er mikill munur á því aðvera unglingur á Íslandi og íBandaríkjunum?

„Já, þeir íslensku eru munfrjálsari en í Bandaríkjunum. Enég var mjög ánægður með aðvera úti því ég gat tekið bílprófið16 ára sem var alveg toppurinn áþeim tíma. Það má segja að viðhöfum upplifað ameríska draum-inn. Ég upplifði dvölina í Kali-forníu eins og maður væri staddurí bíómynd, allt mjög óraunveru-legt og Kaninn er mjög skemmti-legur.“

Vakti athygliVakti athygliVakti athygliVakti athygliVakti athyglimeðal sveitarbúameðal sveitarbúameðal sveitarbúameðal sveitarbúameðal sveitarbúa

Kristján segir marga Íslend-inga búa í Shanghai.

„Það er Íslendingafélag í Shang-hai og venjan er að hittast yfirvetrartímann fyrsta sunnudag ímánuðinum í hádeginu á veit-ingastað í franska hverfinu.

Ein af ástæðunum fyrir því aðég ákvað að flytja til Shanghai

en ekki eitthvað annað í Kína erað mikið af útlendingum býr íborginni. Samfélagið er fjölþjóð-legra en annars staðar. En svogetur maður tekið lest klukku-tíma út úr borginni og er þá kom-inn út í sveit. Þar hafa margiraldrei séð útlending áður og égvar stöðvaður úti á götu og þauvildu fá að taka mynd af mér.Það var ansi sérstakt að upplifaþað. En þeim fannst ég sem errauðhærður og með freknur lítaskringilega út“, segir Kristjánbrosandi.

„Annars eiga viðskiptin hugminn allan og því hef ég ekkigefið mér tíma fyrir mikið annaðen vinnu. Það er í mörg horn aðlíta en ég hef gaman af því, annarsværi ég náttúrlega ekki að þessu.“

Kristján gaf sér þó tíma til aðheimsækja heimahaga sína ásamtkærustu sinni á dögunum.

„Það var mjög gott að komaaftur heim á Ísafjörð, það er svogóður andi sem ríkir þar. Viðvorum þar um verslunarmanna-helgina og Michelle tók fullt afmyndum af mýrarboltanum ogvill helst láta innleiða íþróttina íKína. Það var mjög sérstök upp-lifun fyrir hana að koma til Ísa-fjarðar en það eru mikil viðbrigðifrá Shanghai þar sem 20 milljónirbúa. En það var mjög gaman ogvonandi að við getum heimsóttÍsafjörð fljótt aftur,“ sagði KristjánÁsbergsson

[email protected]

Kristján og Michelle Zong í Neðstakaupstað á Ísafirði.

1212121212 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

Sykursætt indie-popp í TanknumHljómsveitin Nóra frá Reykja-

vík vinnur nú að sinni fyrstubreiðskífu sem tekin verður uppí Tanknum á Flateyri á næstudögum. Vinnsla plötunnar hefurverið í gangi um nokkurt skeið.Frank Arthur Blöndahl Cassata,meðlimur sveitarinnar segir aðþau hafi unnið að plötunni í tæptár. Nafn væntanlegrar plötu erekki ákveðið. „Við erum ennþáað rífast um það. Kannski kemurandinn yfir okkur á meðan viðerum þarna og við finnum hiðfullkomna nafn.“ Hann sagðistekki kunna að skilgreina tónasveitarinnar. „Þetta er svona syk-ursætt indie-popp.“ Hljómsveit-ina skipa systkinin Egill og Auð-ur Viðarsbörn, ásamt HrafniFritzsyni, Braga Pál Sigurðarsonog áðurnefndum Frank ArthurBlöndahl Cassata.

Meðlimir Nóru eru misviljugirtil að gefa upp áhrifavalda sínaen til að þó má nefna sveitir einsog Radiohead, Pixies, sem ogalla tónlist sem kennd er við sjöttaáratuginn. Hljóðfæraskipan á

tónleikum er nokkuð flæðandisem getur oft vakið kátínu tón-leikagesta. Systkinin Egill ogAuður sjá að mestu um söng. Aðeigin sögn eru þau nokkuð sjar-merandi á sviði, en sveitin hefurvakið töluverða athygli fyrir góðasviðsframkomu og það sem kall-að er þétt spil á tungumáli tón-listarfólks. Nafnið Nóra er tekiðúr bókinni Ungfrú Nóra sem fjall-ar um köttinn Nóru sem asnasttil að borða úr sorptunnu vísinda-mans en við það breytist hún íkonu.

Tónlistarfólk er ekki ónæmtfyrir falli íslensku krónunnar enkreppan hefur haft mikil áhrif áfyrirhugaða útgáfu. „Geisladisk-ar eru ekki steyptir hér á landi ogþví hefur kostnaðurinn hjá okkurtvöfaldast frá því sem áður var.Það er hækkun upp á kr. 150.000að lágmarki.“

Sveitin mun eyða viku á Flat-eyri við upptökur en ef vel teksttil er fyrirhugað að halda tónleikaeinhversstaðar á Vestfjörðum.„Það fer svolítið eftir því hversu

vel okkur gengur, en okkur langarmikið“, sagði Frank. Vegur Tanks-ins á Flateyri hefur vaxið hratt

frá stofnun árið 2007. Upptöku-verið er í gömlum lýsistank semreistur var árið 1925, Meðal

sveita sem tekið hafa upp í tankn-um eru Gus Gus og franskasveitin Klezmer Chaos.

Meðlimir hljómsveitarinnar Nóra á góðum degi. Mynd: Nóra.

Sveitarstjórn Súðavíkurhreppshefur ákveðið að beina þeim til-mælum til HeilbrigðiseftirlitsVestfjarða að það grípi til að-gerða og fjarlægi það brotajárnsem er á Garðsstöðum í Ögur-hreppi í Ísafjarðardjúpi. Var þaðsamþykkt með fjórum atkvæðumer sveitarstjórn fór yfir stöðumatvegna bifreiðarúrgangs á jörðinnifyrir skemmstu. Í ályktun fund-arins segir: „Sveitarstjórn harmar

að ekki skuli hafa náðst áranguraf þeirri samvinnu um hreinsuná jörðinni sem stofnað var til viðumráðamann jarðarinnar meðsamningi þar um, þann 19 janúar2006.“ Í stöðumatinu kemur framað fjölgað hafi bifreiðarflökum álandinu síðastliðin þrjú ár. 503bifreiðaflök auk nokkurs magnsaf dekkjum og öðrum bifreiða-úrgangi eru á landareigninni aðþví er segir í matinu. Þorbjörn

Steingrímsson landeigandi áGarðstöðum sagðist ekki hafakynnt sér niðurstöðu sveitar-stjórnar og vildi ekki tjá sig ummálið.

Árið 2006 var gert samkomu-lag um að fjölda bíla á svæðinuskyldi fækkað niður í 60 bíla.Landeigandi fékk seinna frest útárið 2008 til að uppfylla sam-komulagið. Sveitarstjórn Súða-víkurhrepps segir að starfsemin

sem brjóti í bága við gildandiskipulag sveitarfélagsins, upp-fylli ekki kröfur um starfsleyfifyrir þann atvinnurekstur sem ferfram á jörðinni.

Þorbjörn sagði í samtali viðblaðamann fyrir stuttu að hannhefði ekki miklar áhyggjur afáformum Súðavíkurhrepps umað hreinsa svæðið á eigin for-sendum og rukka hann. „Ég hefekki einar einustu áhyggjur af

þessu“, sagði Þorbjörn. „Þeirhafa ekkert leyfi til að fara áþetta land fyrir það fyrsta, þettaer í einkaeigu. Þeir hafa fengiðlögfræðiálit en ég hef líka leitaðmér upplýsinga um hvaða rétt éghef og þeir hafa engan rétt á aðtaka eitt eða eitt. Þetta er allt íminni eigu og þeir geta ekki mættbara einn daginn án þess að hafanokkuð. Þeir vita betur en þetta.“

[email protected]

Harmar að ekki hafi náðst árangurFrá Garðstöðum í Ögurhreppi. Ljósm: Anton Helgason.

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 1313131313

Spýtan kaupirGamla Apótekið

Utanríkisráðuneytið hefurauglýst eftir þýðanda til starfavið útibú þýðingamiðstöðvarráðuneytisins á Ísafirði. Tveirþýðendur starfa þar nú þegar.Starfsmenn miðstöðvarinnará Ísafirði hafa undanfariðunnið að þýðingu EES samn-ingsins, laga og reglugerðasem Íslendingum ber skyldaað taka upp. Halldór Hall-dórsson, bæjarstjóri Ísa-fjarðarbæjar fagnar því aðverið sé að fjölga störfum áÍsafirði. „Það var tilkynntþegar Ingibjörg Sólrún varutanríkisráðherra, að hefjaætti uppbyggingu hér á Ísa-firði.“ Halldór sagðist vita aðerfitt væri að fá fólk í svosérhæfð störf og að þetta tækitíma. „Ég er ánægður að þettasé orðið að veruleika.“ Hjáþýðingamiðstöð utanríkis-ráðuneytisins starfa umþrjátíu starfsmenn, þar aftveir á Ísafirði.

Þriðjastöðugild-ið auglýst

Ísfirska verktakafyrirtækið Spýt-an ehf. hefur fest kaup á Gamlaapótekinu á Ísafirði. Húsið varauglýst til sölu fyrir skömmusíðan af Landsbankanum ogbárust innan við tíu tilboð í húsið

að sögn Ingu Á. Karlsdótturútibússtjóra Landsbankans áÍsafirði. Kaupverð fæst ekkiuppgefið af hálfu bankans.Magnús Jónsson, eigandi Spýt-unnar ehf., segir ætlunina að gera

húsið upp í sitt upprunalegu horf.Ætlunin er að gera það að íbúða-húsi og leigja út íbúðir til skamm-tímaleigu. Magnús segir ástandhússins vera dapurt en vel séhægt að gera við það. Gamla Apótekið.

Framkvæmdir á húsinu hefjastá haustdögum.

Mikil óvissa hefur ríkt umhvað gert verði við húsið en þaðvar á síðasta ári dæmt ónýtt oghafa bæjarbúar beðið í ofvænium að tekin verði ákvörðun umframtíð þess. Húsið þótti eitt sinnmikið prýði í miðbæ Ísafjarðaren er nú sem lýti á bæjarmynd-inni. Húsið sem byggt var 1906hefur sinnt ýmsum hlutverkumþó það sé oftast kennt viðhlutverk sitt sem apótek. Undan-farin ár hefur það m.a. hýstungmennahús, HéraðssambandVestfirðinga og félagsmiðstöðgrunnskólakrakka.

[email protected]

bb.is

1414141414 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

Næturbrölt

BloggiðHrökk við um miðja nótt þegar

frúin arkaði fram með Lýðssonmilli handa og kvað snáðannkominn með barkabólgu. Einsog sönnum sjúkdómafræðingumsæmir kýttum við um sjúkdóms-greininguna og mín skoðun aðbotnlanginn væri bólginn eins og í föðurnum nýlega. Sú gamla varhörð á sínu og málamiðlun mín um svínaflensu snarlega slegin afborðinu. Á meðan á karpinu stóð versnaði Lýðssyni og var ákveðiðað fara í gönguferð, hafnfirzk næturkyrrð þykir góð við bólgum,næst á eftir vestfirzku fjallalofti. Haustanganin var teyguð ótæpilegaaf hundinum sem svelgdist á af öllu þessu ilmríki. En friður fylltiokkur hjónin og sættist ég barkabólguna og hún á botnlangabólguna.Við heimkomuna voru öll mein farin og Lýðsson farinn að leika áalls oddi. Held að Steingrímur og Jóhanna ættu að bjóða Jan Pet-er(forsætisráðherra Holllands) & Brown (Englands) á næturrölt íHafnarfirði og fá þá kumpána til að gleyma Ísbjörginni í eitt skiptifyrir öll.

Lýður Árnason – http://lydurarnason.blog.is

Minnimátt-arkennd

Það getur verið stutt á millioflátungsháttar og minnimátt-arkenndar. Fylgifiskur útrásar-innar var oft á tíðum oflátungs-háttur. Dæmi: Ýmislegt sem varlátið flakka þegar íslensk fyrir-tæki voru að kaupa upp mörg afhelstu djásnum dansks atvinnu-lífs og svo auðvitað stórfurðu-legar yfirlýsingar Ólafs RagnarsGrímssonar út um öll lönd ogálfur af ýmsum tilefnum á þess-um tíma.

Núna sjáum við hins vegar ýmis merki um minnimáttarkennd. Erþað til dæmis ekki alveg makalaust að hvenær sem við þurfum aðtakast á við einhver verkefni, þá bætir einhver spekingurinn því viðað til þess þurfum við erlenda sérfræðinga. Nú síðast að við þurfumerlenda sérfræðinga til þess að meta íslenska þjóðarhagsmuni í við-ræðum við ESB. Hvert á svo að sækja þá? Kannski til Hollands eðaBretlands. Við höfum margt að sækja til útlanda, en þangað sækjumvið ekki hinn endanlega sannleik.

Einar Kristinn Guðfinnsson – http://ekg.blog.is

Afleiðingar sjó-ræningjaveiðaÚtgerðarmenn eru alveg ras-

andi yfir framkomu Evrópusam-bandsins við litla Ísland. Þeir viljiekki leyfa okkur að veiða makrílog neiti að semja við okk-ur.Útgerðarmenn segja að það sékomið í tísku í Evrópu að kúgalitla Ísland. Þetta er ein hliðmálsins. Hin hliðin er sú semsnýr að Norðmönnum og Evrópusambandinu. Litla saklausa Íslandstýrði flotanum á haf út án samninga í vor og mokaði upp makríl ántakmarkana. Tilgangurinn var að ná sér í veiðireynslu sem myndiaftur skila sér í kvóta seinna meir. Meintir kúgarar okkar voru skilj-anlega ekki par hrifnir af þessum sjóræningjaveiðum. Sjávarútvegs-ráðherra greip í taumana og takmarkaði makríl sem meðafla við12%. Þetta var algjörlega lífsnauðsynlegt -hroki og yfirgangur út-gerðarmanna var að klára það litla sem eftir var af mannorði okkarsem þjóðar. Og núna vilja útgerðarmenn samninga og tala digurbarka-lega um meint bolabrögð Evrópusambandsins. Þessu liði er ekkisjálfrátt…

Grímur Atlason – http://blog.eyjan.is/grimuratlason

Sextíu ár eru liðin í ár frá stofn-un Fjórðungssambands Vestfirð-inga og verður þess minnst meðsérstakri hátíðardagskrá á 54.fjórðungsþingi Vestfirðinga semhaldið verður á Ísafirði dagana4. og 5. september. Á þinginumun Dagur B. Eggertsson, borg-arfulltrúi greina frá sóknaráætlunríkisstjórnarinnar, en hann er for-maður stýrihóps verkefnisins umsóknaráætlun fyrir alla landshlutatil eflingar atvinnulífs og lífgæðatil framtíðar. Þá munu Aðalsteinn

Óskarsson, framkvæmdastjóriFV, og Þorgeir Pálsson, fram-kvæmdastjóri Atvest, kynnasóknaráætlun landshluta sem sér-staklega er gerð fyrir Vestfirði.

Að auki flytur Jón Páll Hreins-son, forstöðumaður Markaðs-stofu Vestfjarða, erindi sem kall-ast „Ferðaþjónusta í sókn“ ogJón Jónsson, menningarfulltrúiVestfjarða, fjallar um menninguí sókn.

Fjórðungssamband Vestfirð-inga er bandalag sveitarfélaga á

Vestfjörðum, sameiginlegur vett-vangur þeirra og málsvari. Umfrjáls samtök er að ræða en ekkilögbundin. Tilgangur Fjórðungs-sambandsins er að vinna að hags-munum vestfirskra sveitarfélagaog alls Vestfirðingafjórðungs.Fjórðungssamband Vestfirðingafylgist náið með og beitir sér ímálefnum sveitarfélaga, hvarsem þau kunna að vera til um-fjöllunar, ekki síst á Alþingi, íráðuneytum og ríkisstofnunum.

[email protected]

Fjórðungssambandið sextíu ára

Það kemur vel til greina aðskoða hugmynd dómsmálaráð-herra um að gera landið að einulögregluumdæmi að mati JónasarGuðmundssonar, sýslumanns íBolungarvík. Hann segir ekkertað því að skoða hugmyndina ogvelta fyrir sér framkvæmdamögu-leikum á henni en hann telur þóað alltaf verði að vera einhverstjórnandi á hverju svæði fyrirsig, sérstaklega á þeim sem eru ímikilli fjarlægð frá höfuðborg-

inni. Ragna Árnadóttir, dómsmála-ráðherra kynnti hugmyndinafyrir stuttu með lögreglustjórumalls staðar af landinu og formannifélags lögreglumanna á Íslandi.Ekkert hefur verið ákveðið í þeimmálum en unnið er að útfærsluhugmyndarinnar sem myndi felaí sér hagræðingu í rekstri.

Ragna segir að lagt sé til aðeitt lögreglulið verði í landinusem starfi í umdæmum undir um-dæmisstjóra, sem starfi undir lög-

reglustjóra á landsvísu. Ragnahefur skipað starfshóp til aðskoða málið og vonast ráðherratil þess að nefndin skili fullmót-uðum tillögum í september.Skiptar skoðanir eru um hug-myndina og engar formlegarákvarðanir hafa verið teknar.Með þessu er vonast til að lög-reglan verði sýnilegri og lög-reglumönnum fjölgi á götunumum leið og stjórnendum yrði fækk-að, þ.e. yfirbyggingin minnkuð.

Nauðsynlegt að hafa stjórnend-ur á svæðum fjarri Reykjavík

Rétt um fimmtíu bændur áVestfjörðum tóku þátt í menn-ingarferð sem BúnaðarsambandVestfjarða stóð fyrir dagana 8.og 9. ágúst s.l. á Ísafirði og ná-grenni. Búnaðarsambandið hefurstaðið fyrir bændaferð með 10ára millibili og skipulagt ferðirbæði innan- og utanlands. Aðþessu sinni var ferðast innan hér-aðs. Starfssvæði sambandssinsnær frá Gilsfjarðarbotni í suðritil Ísafjarðar í Djúpi í norðri.Meginmarkmið ferðarinnar aðþessu sinni var að auka tengsl ogþekkingu félagsmanna innbyrðisog kynnast atvinnu- og þjónustu-

þáttum í héraði. En samgöngurhamla því nú rétt eins og þegarsambandið var stofnað 1907 aðfélagsmenn geti með góðu mótihist tvo-þriðju hluta ársins.

Hópurinn heimsótti fyrst kvía-eldi HG í Súðavík sem hófst meðfræðsluerindi forsvarsmanna HGí gamla félagsheimilinu í Súðavíkog síðan var siglt út að kvíunum.Þá var fossinn í Breiðadalsgöng-unum skoðaður sem og virkjunDalsorku í Súgandafirði, há-tæknifjósið í Botni og Birkihlíðog varnargarðurinn ofan við Flat-eyri. Þá var farið upp á Bolafjallog í Ósvör sem og inn í Vigur.

Hópurinn snæddi síðan í Tjöru-húsinu í Neðstakaupstað, fékkfræðslu um starfsemi hafna Ísa-fjarðarbæjar, FræðslumiðstöðvarVestfjarða og Ísafjarðarflugvall-ar. Ferðin endaði síðan meðheimsókn í Skrúð í Dýrafirði ogkaffihlaðborði að Hótel Núpi. Aðkvöldi fyrri dagsins var snæddurkvöldverður á Hótel Ísafirði ogþar var einnig gist.

Skipulagning og utanumhaldferðarinnar var í höndum stjórnarBúnaðarsambandsins en hanaskipa Halldóra Ragnarsdóttir, Sig-mundur H. Sigmundsson, ogÁrni Brynjólfsson.

Menningarferð bændaum norðanverða Vestfirði

Hópurinn í Vigur í Ísafjarðardjúpi.

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 1515151515

Vitlausasta hugmynd sem sést hef-ur á prenti að mati lögreglumanna

Hugmyndir um að takmarkafarþegafjölda í bifreiðum ungraökumanna aðfararnætur laugar-daga og sunnudaga falla í grýttanjarðveg hjá Snorra Magnússyni,formanni Landssambands lög-reglumanna. Hann segir hug-myndina einhverja þá vitlausustusem sést hefur á prentu. „Þaðverður ógjörningur að framfylgjaþessu, nema með öðru eftirlitiog ég sé ekki fram á, miðað viðárferðið eins og það er í dag, aðþað verði settar í þetta einhverjarfjárveitingar til að taka á þessummálum sérstaklega.“ ÖnundurJónsson, yfirlögregluþjónn lög-reglunnar á Vestfjörðum, tekurundir orð formannsins. „Þaðverður mjög erfitt að framfylgjaþessum lögum, auk þess sem égsé vandkvæði við að rekja svonamál fyrir dómi.“

Önundur líkir þessum hug-myndum við núverandi lög semleyfa 18 ára unglingum að sækjaskemmtistaði sem selja áfengi.Erfitt hafi verið fyrir lögreglunaog starfsfólk skemmtistaða aðframfylgja þeim. Hann segisthins vegar skilja hvað nefndin er

að reyna að koma í veg fyrir.„Farþeginn í framsætinu erhættulegastur, t.d. ef hann erdrukkinn. Það verður einskonarmúgsefjun þegar ungur bílstjórier með drukkna farþega semmana og ögra ökumanninn tileinhvers sem hann myndi allsekki gera við venjulegar kring-umstæður.“

Að sögn Önundar þætti honum

skynsamlegast að fá tryggingar-félögin til að taka þátt í þessu.„Til að svona virki þarf að komavið buddu fólks.“ Önundur bentiá að vert væri að skoða leið semfarin er í Bandaríkjunum þar semtryggingarfélög eru með sér verð-skrá fyrir bíla sem ungir öku-menn hafa aðgang að og keyraeinir. Þar þarf t.d. að tilkynna efökumaður undir tvítugt fær að

keyra fjölskyldubílinn einn ogþá hækka iðgjöldin í samræmivið það, en fara svo stiglækkandieftir því sem ökumaðurinn eldist.

Nefnd sem skipuð var til aðendurskoða umferðarlög skilaðiá dögunum niðurstöðum sínum.Meðal þess sem nefndin leggurtil er að bílprófsaldur verði hækk-aður í 18 ár og að ökumönnum áaldrinum 18 til 20 ára verði bann-

að að hafa fleiri en einn farþega íbílum sínum á laugardags- ogsunnudagsnóttum. Þetta gildi þóekki ef farþegi er barn ökumannseða foreldri eða ef um er að ræðaakstur í neyð. Rökin sem nefndinfærir fyrir banninu er akstur áþessum tíma er oft sagður tengj-ast skemmtanahaldi og þá getifullur bíll af farþegum truflað ein-beitingu ungra ökumanna.

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur að erfitt verði að framfylgja nýjum reglum ef af verður.

1616161616 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

Framtíð fiskveiða úr sjó

Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnumhafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.

Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

smáar

Strandveiðum er að ljúka.Strandveiðar eru nýtt fyrirbrigði.

Fiskimönnum er réttur rétturinn til að veiða. Þessi hugmynd er ánefa vel meint. Kvótinn á svæði A, þar undir heyra Vestfirðir, er 329tonn í ágúst. Þennan kvóta fá menn sér að kostnaðarlausu án tillitstil þess hvort þeir hafa áður átt kvóta og selt með hagnaði. Það erá skjön við ríkjandi kvótakerfi. Ekki skal neitt annað sagt hér en aðþað er brot á jafnræði. Útgerðir hafa margar hverjar lagt í talsverðankostnað við að eignast kvóta. Kvóti í fiskveiðum er ekkert annaðen réttur til að veiða fisk. Með því að taka nú upp á því að sumir fáiþann rétt útgjaldalaust er verið að mismuna mönnum og fyrirtækj-um.

Afar brýnt er að taka til gagngerrar skoðunar hvað ríkisstjórnhyggst fyrir um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. Strandveiðareru nýlunda og betri rökstuðning þarf til að þeim verði haldiðáfram. Rökstuðningur fyrir upptöku þeirra var byggður á rómantík.Engu er líkara en um skyndihugmynd hafi verið að tefla, sem þóttivirka vel í kreppunni. Gjaldeyrisöflun Íslendinga mun enn um sinnbyggjast á fiskveiðum. Erlend lán þarf að greiða. Til þess er nauð-synlegt að tryggja að útflutningur verði traustur og góður. Fiskurúr sjónum umhverfis Ísland mun skapa okkur arð til að standa und-ir þjóðarbúskapnum og vonandi greiða af erlendum skuldum.

Hluti þeirra er ósanngjarn í okkar hugum. Efst í huga þjóðarinnareru þær skuldir sem Icesave-bilun stjórnenda Landsbankans leiddiyfir þjóðina.

Vestfirðir eru landshluti sem mun leika lykilhlutverk varðandisjávarfang og öflun þess á næstu árum. Miklu skiptir að stjórnvöld-um takist að búa þannig um hnútana að stjórn fiskveiða verði tilþess að skila hámarks afrakstri. Mjög mikilvægt er að ganga ekkiá rétt sem útgerðir og útgerðarmenn hafa áunnið sér til þess aðveiða fisk. Strandveiðar eru klárt stílbrot í þeim efnum. Þær mis-muna mönnum og þær mismuna útgerðum. Stærriskip og togarar komast ekki að í ókeypis úthlutun strandveiða.

Það eru ekki rök að litli maðurinn í samfélaginu eigi sértækanog óskilgreindan rétt til að veiða fisk úr sjó. Hugsunin er falleg enstenst ekki. Útgerðir með reynslu og þekkingu, sem að auki hafabótalaust þolað skerðingu kvóta ár eftir ár, eiga ekki að þola þessamismunun. Fisk sem kemur að landi þarf að vinna til að aukaverðmæti hans. Um þessar mundir er það lífsspursmál fyrir þjóð-ina að auka verðmæti náttúruafurða hennar. Vinnu á ekki að flytjaúr landi í formi óunnins fisks. Atvinnan á að haldast á Íslandi.Verðmæti á að hámarka. Með þeim hætti einum náum við Íslandiá skrið á ný. Vestfirðir eiga þar lykilstöðu. Vestfirðingar skipastór hlutverk í lífsbaráttu kreppunnar.

Heldur færri nemendur verðavið nám í Grunnskólanum á Ísa-firði í vetur en á síðasta ári. Svein-fríður Olga Veturliðadóttir,skólastjóri GÍ, segir árganginnsem útskrifaðist í vor hafa veriðmjög stóran og verður örlítilfækkun við brotthvarf hans þvíheldur færri eru í árgangnum semhefur nám í haust.

Sveinfríður Olga segir starfs-mannahald í skólanum verðameð svipuðu móti í ár og verðanokkrir leiðbeinendur við skól-ann en þeir hafi mjög mikla reyn-slu við kennslu í skólanum. Húnsegir aðeins vanta upp á að útvegakennslu í nokkrum raungreina-tímum en annars horfi allt í aðsami kjarni verði við kennslu ívetur og í fyrra.

Um 600 nemendur voru skráð-ir til náms í grunnskólum Ísa-fjarðarbæjar síðasta vetur. Grunn-skólinn á Ísafirði var fjölmenn-astur með um 500 nemendur, þákemur Grunnskólinn á Þingeyrimeð um 50 nemendur. 40 nem-endur voru við Grunnskólann áSuðureyri og í kringum 30 viðGrunnskóla Önundarfjarðar.

Aðeins færrinemendur í GÍ

Samkvæmt upplýsingum frágreiningardeild Íslandsbankahefur erlendum ferðamönnum áÍslandi fækkað um 4% í júní mið-að við sama mánuð í fyrra. Þettaþykir tíðindum sæta á Vestfjörð-um því látið hefur verið að þvíliggja að aukningin á Vestfjörð-um nemi um 30% í ár. Jón PállHreinsson, forstöðumaður Mark-aðsstofu Vestfjarða, sagði í

samtali við blaðið fyrir stuttu,fjölgun erlendra ferðamanna veraafar ánægjulega því þeim hefðiekki fjölgað á landsvísu. „Eitt-hvað hljóta þeir að vera að sækjahingað vestur,“ sagði Jón Páll.Tíðindin af auknum ferðamanna-straumi til Vestfjarða er þó ekkiþað eina ánægjulega fyrir aðilainnan ferðaþjónustunnar á Vest-fjörðum því erlendu ferðamenn-

irnir eyða um 90% meira í ársamkvæmt upplýsingum frá fram-kvæmdastjóra Global Refund.

Að því er fram kemur á vefsíðuSamtaka ferðaþjónustunnar hafadanskir ferðamenn aukið eyðslusína mest eða um 150%. Veltuþeir Bandaríkjamönnum úr efstasætinu en þeir voru eyðsluglöð-ustu ferðamennirnir hér á landi.Þeir eru nú í þriðja sæti. Frakkar,

Þjóðverjar, Ítalir og Hollendingarhafa einnig aukið eyðslu sínahérlendis. Um 20% meira er end-urgreitt í ár af virðisaukaskatti tilferðamanna á leið úr landi enmeðalgreiðsla til hvers manns ernú um 14.500 krónur.

[email protected]

Ferðamönnum fjölgar á Vest-fjörðum en fækkar á landsvísu

Ferðamaður myndar fjölbreytt fuglalífið í Látrabjargi.

Til leigu er 118m² íbúð á 2. hæðað Pólgötu 4 á Ísafirði. Um erað ræða þrjú svefnherb., borð-stofu, eldhús, stofu, þvottaher-bergi og baðherbergi. Leiguverðer kr. 75 þús. á mánuði fyrir ut-an rafmagn og hita. Einnig erhægt að fá íbúðina keypta gegnyfirtöku á láni. Uppl. í síma 6614632 (Ingileif).

Vantar ísskáp, sófa, rúm, borðog stóla og sitthvað fleira. semallra fyrst. Helst gefins eða fyrirlítinn pening. Upplýsingar í síma847 3049.

Til sölu er Toyota Yaris árg. 05,4 dyra, ekinn 58 þús. km. Uppl.í síma 893 7280 og 456 7280.

Til sölu er ísskápur, 150 sm áhæð með tveimur frystiskúff-um. Uppl. í síma 456 3503.

Sumarhátíð eldri borgara á Vest-fjörðum verður haldin laugar-daginn 22. ágúst að Núpi í Dýra-firði. Hátíðin hefst kl. 19 meðkvöldverðarhlaðborði að hættiNúpsbræðra. Stiginn verðurdans um kvöldið. Félag eldriborgara.

Trommusett til sölu á 20.000.Hávaðademparar fylgja með.Uppl. í síma 456 4174.

Til sölu er eitt pláss við flot-bryggju í sundahöfn á Ísafirði.Uppl. gefur Jón Ólafur í síma862 1876.

Til leigu rúmgóð 2ja herbergjaíbúð á eyrinni til leigu næstavetur. Reglusemi áskilin. Uppl.í síma 867 6657.

Til leigu 135 fm. íbúð meðbílskúr í Súðavík. Leigist til 1.júlí 2010. Uppl. í síma 456 2172síðdegis og á kvöldin.

Falleg tveggja herbergja íbúðtil leigu í Naustabryggju íReykjavík. Íbúðin er laus strax.Nánari uppl. í síma 866 9456.

bb.is

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 1717171717

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga vill að stjórnvöldauki áherslu á frumrannsóknir á nýtingu náttúruauðlinda áhafsbotni og umhverfisáhrifum þeirra. Þá vill sambandiðað stjórnun á nýtingu náttúruauðlinda við strandsvæðilandsins verði í auknu mæli færð frá ríkisvaldinu til sveitar-félaga, að því er segir í síðustu fundargerð sambandsins. Áfundinum var lagt fram til kynningar bréf frá Ísafjarðarbær,þar sem þess er óskað að sveitarfélagið veiti umsögn um um-sókn franska fyrirtækisins Groupe Roullier, til rannsókna ákalkþörungasetri í Ísafjarðardjúpi. Aðalsteinn Óskarssonframkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga segirað menn fagni því að verið sé að skoða auðlindir á hafsbotnivið Vestfirði.

Hann segir hins vegar sömu reglur eigi að gilda um þessarauðlindir og aðrar sambærilegar auðlindir eins og til dæmisvatnsafl eða jarðvarma. Enn skorti mikið upp á að skynsam-legt skipulag strandsvæða sé til staðar.

Sveitarfélöginfái strandsvæðin

Aðgerða beðiðSparisjóður Bolungarvíkur og Sparisjóðurinn í Keflavík

eru meðal sex sparisjóða sem sóttu um eiginfjárframlag fráríkinu á grundvelli neyðarlaganna. Erindi þeirra hefur ennekki verið afgreitt og bíður fjármálaráðuneytið eftir aðgerð-um frá nokkrum sparisjóðanna svo unnt sé að afgreiðabeiðnirnar. Ráðuneytið óskaði eftir umsögn frá Fjármálaeft-irlitinu og Seðlabankanum um umsóknirnar og hafa svörfrá þeim borist.

Í umsögninni segir að staða sparisjóðanna sé misjöfn, þeirséu að fara yfir sín mál og ýmis skref þurfi að stíga samfarafjárframlaginu. Skilyrði hafa verið sett fyrir framlaginu, ánþess að ráðuneytið vilji greina nánar frá, í hverju þau felist,og sumir sparisjóðanna vinna enn að því að uppfylla þau.Aðrir hafa lokið sinni endurskipulagningu og bíða þess aðfjármálaráðuneytið taki ákvörðun.

Tæplega 40 börnhafa fæðst á FSÍ

Þrjátíu og sex börn hafa komið í heiminn á Fjórðungs-sjúkrahúsinu á Ísafirði það sem af er ári. Það stefnir þvíekki í að met verði slegið í fæðingum en á síðasta ári fæddust73 börn á Ísafirði. „Við verðum á svipuðu róli og árin á und-an að undanskildu árinu í fyrra sem var metár. Það verðaþví um 50-60 fæðingar í ár“, segir Ásthildur Gestsdóttir ljós-móðir á FSÍ. Hún segir nokkuð jafnt skipt á milli kynja afþeim börnum sem fæðst hafa í ár.

Nítján strákar og sautján stúlkur hafa komið í heiminn íár. „Annars er það líka svo ótrúlegt að það jafnar sig alltaf.Það kemur kannski törn þar sem fleiri stelpur en strákarfæðast og öfugt en þegar við lítum yfir þetta í lok árs þá ersjaldnast mikill fjöldamunur á kynjum.“

Vestfirðingar voru ansi frjósamir árið 2008 en ekki höfðufleiri börn fæðst á Ísafirði síðan árið 1998. 52 börn fæddustá Ísafirði árið 2006 og 53 árið 2005 sem er heldur færra enárið þar á undan þegar 61 barn fæddist. Árið 2003 voru að-eins 49 fæðingar á Ísafirði en 62 börn fæddust árið 2002.

Góð silungsveiði hefur verið íÓsá og Syðridalsvatni í Bolung-arvík í sumar. „Já, ég hef heyrtað þeir séu að veiða vel og ég sémenn mikið vera veiða í vatninuog sprænunum sem liggja út fráþví. Ég hef heyrt að sumir séu aðfiska mikið en aðrir ekki neitt ogfari það eftir því hversu slyngirþeir eru á flugustöngina. Sjálfurveiði ég ekki svo ég þekki þaðekki“, segir Birgir Bjarnasonbóndi í Miðdal. Syðridalsvatnog Ósá við Bolungarvík er fisk-auðugt vatnasvæði þar sem allartegundir íslenskra ferskvatns-fiska er að finna. Bleikja, bæðistaðbundin og sjógengin, er ríkj-andi tegund sem hrygnir bæði ístraumvötnum á svæðinu og íSyðridalsvatni. Lax er til staðar,þó í litlum mæli. Það verður einn-ig vart við urriða og ál. Hornsílieru til staðar í miklu magni, eink-um í Syðridalsvatni. Veiðinýting

fer einkum fram með stangaveiðií Ósá og Syðridalsvatni, en einniger takmörkuð netaveiði leyfð íSyðridalsvatni að því er framkemur á vef Veiðimálastofnunar.

Hljóta það að þykja góð tíðindiað vel hefur verið fiskað bæði íánni og vatninu í sumar en und-anfarin ár hefur veiði verið frem-ur dræm í Syðridalsvatni og hafaheimamenn talið fiskistofna ívatninu vera að dvína. Í athugunsem gerð var síðastliðið haustfyrir Veiðifélag Bolungarvíkurá vatnasvæði Ósár við Bolungar-vík, kom fram að flestar tegundiríslenskra ferskvatnsfiska finnastþar en bleikja er ríkjandi. Veittvar í net Syðridalsvatni, sem ergrunnt og frjósamt vatn á vatna-svæðinu, og veiddust þar 95bleikjur. Þær voru á bilinu 11-45sm langar og á þriðja til sjöttaaldursári. Í netin komu jafnframtsex laxar og einn urriði.

Í skýrslunni segir að þegar raf-veitt var í Ósá sem rennur úrSyðridalsvatni og í lækjum semrenna í vatnið fengust aðallegableikjuseiði og hornsíli en einnignokkur laxaseiði og einn áll.Bleikjuseiði voru á fyrsta tilfimmta aldursári en laxaseiði áfyrsta og öðru aldursári. Bleikju-stofninn á vatnasvæðinu virðistnokkuð sterkur og næg fæða fyrirhann. Það veiddist t.a.m. meiraaf bleikju í þessari athugun en írannsókn sem gerð var 1985 enólíkur árstími rannsókna gætivaldið skekkju þar á. Á svæðinuer ekki mikið um kjörskilyrðifyrir laxahrygningu og seiðaupp-eldi sem kemur hugsanlega í vegfyrir að laxinn geti nýtt sér ágætisuppeldisskilyrði sem fyrir eru íÓsá og Syðridalsvatni. Þar værihægt að bæta úr með tiltölulegaeinföldum aðgerðum.

[email protected]

Góð silungsveiði í Ósá

Tjaldsvæðið í Tungudal í Skut-ulsfirði hefur sjaldan verið í einsslæmu ástandi og nú. Gífurlegumferð ferðamanna sem ogóvenju vætusamt sumar hefurtekið sinn toll á umhverfinu ídalnum. Sumarbústaðareigendurí Tungudal kvörtuðu yfir því ummitt sumar að ekki væru nægjan-lega mörg salerni á tjaldsvæðinutil að anna öllum þeim fjöldasem þar hefur gist. Jóhann Bær-ing Gunnarsson, umsjónarmaðureigna hjá Ísafjarðarbæ, sagði þeg-ar fjallað var um málið í lok júlí:„Við erum að leita úrlausna þessastundina fyrir sem minnstan pen-

ing.“Jóhann Birkir Helgason bæjar-

tæknifræðingur á Ísafirði sagðiað lítið væri hægt að gera á svæð-inu án fjármagns. Hann sagði ofsnemmt að nefna dæmi umákveðnar aðgerðir á svæðinu.

„Fyrsta verkefnið er að takaákvörðun um hversu margarstjörnur tjaldsvæðið á að vera,þegar sú ákvörðun liggur fyrir erhægt að teikna upp svæðið.“ Jó-hann Birkir telur að svæðið fengilíklega tvær stjörnur, miðað viðþá aðstöðu sem þar er í dag.

Halldór Halldórsson bæjar-stjóri Ísafjarðarbæjar hefur sagt

að tjaldsvæðið sé eitt af því semsetja verður í forgang. Uppbygg-ing svæðisins var á langtímaáætl-un sveitarfélagsins en það breytt-ist vegna efnahagsástandsins.„Allt sem hét fjárfestingar varskorið niður við gerð núverandifjárhagsáætlunar. En við ætlumað reyna að koma þessu í áætlunnæsta árs.“ Fyrr í sumar sagðiHalldór aðstöðuna engan veginnnægja metnaði bæjarins og aðmarkmiðið sé að gera miklubetur. Fjárhagsáætlun 2009 vargerð með það í huga að verulegursamdráttur yrði á tekjum vegnabankahrunsins. – [email protected]

Tveggja stjörnu tjaldsvæðiTjaldsvæðið í Tungudal er illa farið.

1818181818 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009

stíllLífsLífs ssssstíll alveg úr sambandi og fer að hugsaum eitthvað allt annað en golfið.Ég veit ekki hvað ég þarf að geratil að bæta úr því en ég reyni einsog ég get að hafa stjórn á skap-inu,“ segir Anton Helgi.

Engin aðstaða til aðEngin aðstaða til aðEngin aðstaða til aðEngin aðstaða til aðEngin aðstaða til aðæfa á veturnaæfa á veturnaæfa á veturnaæfa á veturnaæfa á veturna

Hann segist ekki æfa golf áveturna, einfaldlega vegna þessað alla aðstöðu skortir á Ísafirðitil að æfa golf innanhús. Ef súaðstaða væri fyrir hendi segirAnton Helgi að hann myndi ef-laust æfa inni á veturna og yrðivafalaust betri fyrir vikið. Hannsitur þó ekki aðgerðalaus þegarsnjórinn hindrar hann í að spilagolf. Hann æfir skíði á veturnalíkt og hann hefur gert frá ungaaldri.

– Færðu einhvern tímann leiðaá golfi?

„Nei, það er ekki hægt,“ segirAnton Helgi og brosir. Hann erþó ekki aleinn úti á velli alladaga heldur er hann í hópi meðstrákum á hans aldri og eilítiðeldri sem æfa golf daglega ogkeppa hver við annan. Átrúnaðar-goð Antons Helga í golfinu er aðsjálfsögðu besti kylfingur heims-ins í dag, Tiger Woods. Hannsegist hafa lesið Tiger Woodsbókina og lært töluvert af henni.Tiger Woods notar Nike golf-kylfur, og viti menn, það gerirAnton Helgi líka þó hann segiþað ekki tengjast því að Tigernoti þá tegund heldur hafi hann

alltaf langað í svoleiðis kylfur.Anton spilar einnig með Nikebolta líkt og Tiger en Anton segisteinfaldlega „fíla“ þá bolta lang-best.

Púttin teljaPúttin teljaPúttin teljaPúttin teljaPúttin teljaAnton Helgi segir mikilvægast

að vera bestur í púttunum og aðvippa boltanum í kringum flatirn-ar, hið svokallaða stutta spil semkylfingar liggja andvaka yfirlangt fram á nætur og grasekkj-urnar sömuleiðis vegna áhyggnayfir andlegri heilsu maka sinna.Hann segir stutta spilið hafa veriðsinn helsta styrkleika í gegnumárin, hann æfi það mikið og hafigóða tilfinningu fyrir því.

„Ég var góður í stutta spilinu ífyrra en hef aðeins misst tilfinn-inguna fyrir púttunum í ár. Égþarf bara að leggja mun meiriáherslu á þau í æfingaferlinu ogná góðri tilfinningu fyrir þeimaftur. Sjálfstraustið er fljótt aðfara í svona nákvæmnisíþrótt þvíekki má skeika miklu svo púttinfari ekki í holuna. Það er ekkerthægt að setja hausinn undir sigog taka þetta á hörkunni heldurverður maður að ná upp sjálfs-traustinu aftur og vera afslapp-aður fyrir hvert pútt og trúa aðþað fari í holuna,“ segir AntonHelgi Guðjónsson.

Ástæða er til að hvetja fólk tilað fylgjast með þessum efnilegakylfingi í framtíðinni og honumóskað góðs gengis á vellinum.

[email protected]

Ísfirski kylfingurinn Anton HelgiGuðjónsson hefur náð góðum ár-angri á golfvellinum í sumar.Hann hefur lækkað töluvert í for-gjöf og er meðal efstu manna ávestfirsku sjávarútvegsmótaröð-inni í golfi aðeins sextán ára gam-all. Annað heimili Antons Helgaer golfskálinn í Tungudal en þarbyrjar hann daginn á að slá völl-inn frá átta á morgnana til tvö ádaginn. Þá fer hann úr grasgall-anum og í golfgallann og æfirsig á æfingasvæðinu áður en hannleikur átján holur.

Miklum æfingum fylgir nánastundantekningalaust mikill ár-angur en Anton segist ekki hafabyrjað að taka stórstígum fram-förum í golfinu fyrr en í fyrra. Þáhóf hann að læra golf hjá Bol-víkingnum Rögnvaldi Magnús-syni og sækir hann ennþá kennslutvisvar í viku í klukkutíma í sennhjá Rögnvaldi í ár.

Upphafshöggin betriUpphafshöggin betriUpphafshöggin betriUpphafshöggin betriUpphafshöggin betri

Hann hefur tekið miklumframförum í sumar. Anton segisthafa bætt mest upphafshögginhjá sér, en þau högg kalla golfararalla jafna „drævin“. Í fyrra áttihann í töluverðum vandræðummeð þau og átti það til að togaboltann fremur mikið til vinstri,eða það sem golfarar nefna að

„húkka“ boltann. Lengdin hefuraukist til muna en hann segirRögnvald hafa tekið hann í gegnog breytt golfgripinu til munaþannig að höggin urðu beinni.

Gripið hefur mikið að segjahjá golfurum þegar kemur að þvíað slá boltann, að sögn AntonsHelga. Hann lækkaði sig töluvertí forgjöf í fyrra þó hann hafidregið boltann mikið, en segirjafnframt að sér hafi komið áóvart að hann hafi lækkað svomikið í forgjöf, en hann fór úrfimmtán í níu en bjóst við aðlækka einungis í ellefu í forgjöf.

Með skýr markmiðMeð skýr markmiðMeð skýr markmiðMeð skýr markmiðMeð skýr markmiðMarkmiðið hjá honum í sumar

er að ná 5,5 í forgjöf og vera með-al þriggja efstu manna á Sjáv-arútvegsmótaröðinni og komastí sveit Golfklúbbs Ísafjarðar semkeppir í 3. deild í sveitakeppniGSÍ sem hann reyndar gerði.Hann stefnir hraðbyri á þessimarkmið og segist bjartsýnn áað ná þeim. Hann segir sitt bestamót í sumar hafa verið Þórbergs-mótið á Bíldudal, en þá lék hannátján holur á fjórum höggum yfirpari. Hann stefnir á að spila áÍslandsmótinu í höggleik en ætlarsér ekki á unglingamótaröðina ígolfi, einfaldlega vegna þess aðþað er frekar langt að sækja þaumót og kostnaðurinn mikill.

Golfvöllurinn er annaðheimili Antons Helga

Anton Helgi hefur nám viðMenntaskólann á Ísafirði í haustog og ætlar að ljúka þar við stúd-entspróf en hugurinn stefnirlengra. Hann hefur sett sér þaðmarkmið að fara í golfkennara-nám að loknu stúdentsprófi, enþað er svokallað PGA-nám semtekur þrjú ár.

Telur sig geta náð langtTelur sig geta náð langtTelur sig geta náð langtTelur sig geta náð langtTelur sig geta náð langt

Aðspurður hvort hann telji siggeta náð langt í golfinu á lands-vísu segist Anton Helgi trúa þvíog vona. Hann er ekki þó meðsamanburð við jafnaldra sína áhreinu þegar kemur að forgjafar-röð en segist trúa því að hanngeti orðið það góður hér fyrirvestan að hann nái að standajafnfætis bestu mönnum á Ís-landsmótinu í höggleik í framtíð-inni.

Erfiðleikar með skapiðErfiðleikar með skapiðErfiðleikar með skapiðErfiðleikar með skapiðErfiðleikar með skapið

Til þess að hann geti orðið svogóður segist Anton Helgi þurfaað bæta skapið hjá sér. Erfittskap fer oftast nær illa með golf-ara. Andlegt jafnvægi og getantil að takast á við mótlæti meðjafnaðargeði eru ótrúlega mikil-vægir þættir í golfinu.

„Maður gerir kannski smá vit-leysu og þá er maður dottinn

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009 1919191919

SælSælSælSælSælkerinnkerinnkerinnkerinnkerinn

Hamonada svínakjötsrétturHamonada svínakjötsrétturHamonada svínakjötsrétturHamonada svínakjötsrétturHamonada svínakjötsrétturSælkeri vikunnar, sá þriðji í

röðinni í alþjóðlegu þema Bæj-arins besta, er Elvie Bacalso enhún kemur frá Filippseyjum. Húnbýður upp á svínakjötsrétt semkallast hamonada. Algengt er áFilippseyjum að hamonada séborinn fram þegar halda á veislu.Þá er það sérstaklega vinsælt þeg-ar slá á upp stórri útihátíð, er þáekki óalgengt að þá sé notað heiltsvín. Óhætt er að segja að þessiljúffengi, sæti réttur eigi alvegjafnvel við hér á norðurhjara ver-aldar og í Suðaustur-Asíu

HamonadaSvínabógur ca 1,2-1,5 kg2 geirar hvítlaukur½ dós ananas í sneiðum

Setjið svínabóginn í ofn á18¨hita í einn og hálfan tíma.Ausið á kjötið af og til svo það

Meðalstór laukur1 l Sprite eða 7up500 ml vatn2 teningar svínakraftur3 lárviðarlauf

þorni ekki. Þegar því er lokiðskal krema tvo geira af hvítlauk,skera niður lauk og ananas niðurí teninga og blandið ásamt ana-nassafanum saman við lítra afSprite eða 7up, hálfan lítra afvatni ásamt svínakrafti og lárvið-arlaufum í pott og setjið kjötið útí. Sjóðið við vægan hita í einn tileins og hálfs tíma eða þar tilkjötið er orðið mjúkt. Tilvalið er

að nota restina af ananasinum tilað skreyta kjötið með áður enþað er borið fram. Sælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnar er Elvie Bacalso frá Filippseyjum.

Tuttugu og tvö börn á aldrinumsjö til tólf ára léku saman golf áæfingamóti á Syðridalsvelli íBolungarvík á dögunum. Hópur-inn samanstendur af börnum semhafa verið undir leiðsögn bol-víska kylfingsins RögnvaldarMagnússonar í sumar. Litið vará mótið sem einskonar lokahófgolfæfinga barnanna undir leið-sögn Rögnvaldar en þau fenguöll verðlaun og grillmat í lokmótsins. Á mánudag fór hópur-inn í golfferð til Borgar- og Akra-ness og Reykjavíkur þar semhluti hópsins lék á Korpúlfsstaða-velli en hinn hópurinn fór á æf-ingasvæðið Bása við Grafarholtí Reykjavík.

Léku listirsínar í golfi

Ungir og efnilegir kylfingar léku listir sínar á Syðridalsvelli.

Grillað var fyrir mannskapinn í lok dags.

2020202020 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2009