12

Click here to load reader

Jóla Hamar 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hamar 5. tölublað 68. árgangur Hamar er blað Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Meðal efnis eru viðtöl við Rósu Guðbjartsdóttur, Elsu aðalsteinsdóttur og Kristínu Thoroddsen, Grein um Hafnarfjarðarkirkju ofl.

Citation preview

Page 1: Jóla Hamar 2014

Sjálfstæðisflokkurinn óskar Hafnfirðingumgleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

5. tölublað - 68. árgangur

Page 2: Jóla Hamar 2014

Jóla HAMAR

Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Hafnarfj arðar – Blaðstjórn: Örn Tryggvi Johnsen (formaður), Kristinn Andersen – Ábyrgðarmaður: Jónas GuðmundssonPrentvinnsla: Prentun.is - Forsíðumyndina tók Ragnheiður Guðjónsdóttir.HAMAR

Veitinga

Veitingastofa

Strandgötu 39

Kæru Hafnfirðingar

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Page 3: Jóla Hamar 2014

Það kom eitt sinn á aðventu fj ögurra ára gamall drengur í Kirkjuhúsið í Reykjavík og hafði meðferðis allt sparifé sitt 7018 krón-ur. Hann sagðist vilja að peningarnir færu í að hjálpa börnum í Afríku svo að þau gætu fengið hreint vatn. Lítill jóladrengur með fallegt hjarta og góðan vilja.

Þessi ungi drengur breytti í anda annars lítils drengs sem fæddist endur fyrir löngu. Það litla barn hefur orðið tákn í menningu okkar, um góðvild, réttlæti, fegurð. Um fyrirgefningu, um náungakærleik. Um von andspænis dauðanum.

Frásögnin af fæðingu barnsins forðum er afskaplega raunsæ á mannlegt líf þrátt fyrir upphafninguna. Hún greinir frá fátæku og ríku fólki, hún segir frá góðvild en einnig illsku, hún greinir frá gjafmildi en einnig valdahroka. Ljósi í myrkrinu.

Víst getur verið erfi tt að trúa á hið góða mitt í andstreymi og þjáningu. Sagan af fæðingu barnsins er þó von okkar í tvö þúsund ár, frammi fyrir myrkri efa og dauða.

Þegar dýpst er skoðað segir jólasagan að góðvildin sé sterkasta afl tilverunnar - þrátt fyrir allt. Boðskapur jólasögunnar er að til sé sá máttur, sem er sterkari þjáningu og dauða, að til sé það ljós sem lýsir í hverju myrkri, að til sé fegurð sem rekur allan ljótleika á burt. Þetta er vonin sem við berum til barnsins litla sem fæddist af ungri móður.

Þetta stef, móðirin unga með barnið varð endurreisnarmálaranum Rafael uppspretta sinnar stórbrotnu málaralistar. Og málverk hans urðu síðan innblástur að ljóði Snorra Hjartarsonar Ung móðir, sem ef til vill fangar anda jólanna betur en fl est önnur orð sem rituð hafa verið á íslensku:

Fegurð og góðvildþetta tvennt og eitthvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi

Og þó mest af öllu og mun lifa allt.

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.

Halldór Reynisson

Jóla HAMAR

3

…og mun lifa allt

Halldór Reynisson.

BæjarhornHreinn bær okkur kærÍ hreinsunarátaki sem fór fram á haust-mánuðum söfnuðust 150 tonn af rusli. Í þeim þremur átökum sem farið hefur verið af stað með og voru að frumkvæði Sjálfstæðisfl okksins hafa safnast 305 tonn af rusli. Með sama áframhaldi og samstilltu átaki Hafnfi rðinga verður bær-inn fremstur í fl okki sveitarfélaga í um-hverfi smálum.

Pólskur starfsmaður í hlutastarf í þjónustu-ver bæjarinsVið afgreiðslu fj árhagsáætlunar fyrir árið 2015 samþykkti bæjarstjórn með öllum greiddum atkvæðum að ráðinn verði pólskumælandi starfsmaður í þjónustuver bæjarins til að auka þjónustu þennan hóp íbúa og veita með beinum hætti margvís-legar upplýsingar til þeirrar.

Hugleiðingar um jól

Þóra G. Magnúsdóttir ólst upp í Reykja-vík, sannkölluð miðbæjardama sem fl utti til Hafnarfj arðar eftir að hafa lokið námi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún og eigin-maður hennar, Emil Sigurðsson rafeinda-virki bjuggu lengst af á Ölduslóð.

Eftir að hafa sinnt uppeldi sona sinna þriggja og heimilisstörfum um árabil, fór Þóra aftur út á vinnumarkaðinn.

Þóra hefur starfað með Sjálfstæð-iskvennafélaginu Vorboða síðan hún fl utti til Hafnarfj arðar, var í fulltrúaráði, sat í ýms-um nefndum og var einnig ritari í stjórn félagsins í nokkur ár. Þeim trúnaðarstörf-um sem henni voru falin sinnti hún með miklum sóma. Það var til þess tekið hversu nákvæm hún var við ritun fundargerða og oft haft á orði, að jafnvel þótt einhver kvennanna missti af fundi, þá leið þeim eins og þær hefðu mætt, eftir lestur fundar-gerða Þóru. Meðfram vinnu sinni, sinnti hún störfum sínum fyrir fl okkinn af sam-viskusemi og það var ævinlega gott að leita til hennar. Hún var óeigingjörn á tíma sinn þegar kom að því að vinna við basar og jóla-

fundi. Þá hittust félagskonur gjarnan í Sjálf-stæðishúsinu með bakkelsi að heiman og unnu handavinnu fyrir basarinn. Vorboði bauð upp á kennslu í jóla- og páskaföndri, undir handleiðslu Hönnu Ebensardóttur og Ingibjargar Logadóttur. Þá var oft glatt á hjalla, konurnar nutu vinnunar og félags-skaparins og þær ræddu bæjar- og landsmál-in af lífi og sál.

Þau hjónin, Þóra og Emil voru bæði virk í starfi Sjálfstæðisfl okksins og létu sig ekki vanta á fundi og aðra viðburði. Eftir fráfall Emils árið 2002, hélt Þóra áfram að mæta í Sjálfstæðishúsið og tók þátt í félagsstarfi nu meðan heilsan leyfði.

Félagskonur minnast Þóru með hlýju og þakka margra ára vináttu. Þóra var góð og trygg félagskona og þakkar Sjálfstæð-iskvennafélagði Vorboði henni fyrir öfl ugt starf fyrir fl okkinn. Blessuð sé minning Þóru og Emils, ástvinum þeirra biðjum við Guðs blessunar.

F.h. Vorboðakvenna,Halldóra Björk Jónsdóttir

Minning

Þóra G. Magnúsdóttir8.5.1932 – 14.10.2014

Page 4: Jóla Hamar 2014

Jóla HAMAR

4

Hinn árlegi jólafundur Vorboða sem var haldinn í byrjun aðventunnar var glæsilegur og vel sóttur að vanda. Sr. Halldór Reynisson fl utti skemmtilega jólahugvekju og ræðu-maður kvöldsins var Rósa Gubjartsdóttir. Jólahappdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað með fj ölda vinninga sem Elsa Aðalsteins-dóttir hafði veg og vanda að.

Stórn og trúnaðarráð Vorboða ákvað að heiðra fi mm konur á jólafundinum 2014, sem hafa lagt félaginu og starfi nu lið með margvíslegum hætti.

Þær fi mm konur sem voru tilnefndar sem heiðursfélagar, eiga það allar sameiginlegt að hafa starfað um árabil með Sjálfstæðiskvennafélaginu Vorboða. Þær hafa sinnt þeim störfum sem þeim hafa verið falin af trúmennsku og er því ljúft að skrá þær á heiðurfélagaskrá félagsins.

Nöfn kvennana sem voru heiðraðar eru: Áslaug Magnúsdóttir, Áslaug Sigurðardóttir, Ásthild-ur Magnúsdóttir, Halldóra Sæmundsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir.

Neðri röð (heiðursfélagar), talið frá vinstri: Sigríður Ólafsdóttir, Halldóra M. Sæmundsdóttir og Áslaug Sig-urðardóttir. Efri röð (hluti stjórnar), talið frá vinstri: Sigrún Óladóttir, Halldóra Björk Jónsdóttir og Sigrún Ósk Ingadóttir.

Sigrún Ósk Ingadóttir (varaform. Vorboða), Ásthild-ur Magnúsdóttir og Áslaug Magnúsdóttir (heiðurs-félagar) .

Halldóra Björk Jónsdóttir (form.) og Sigrún Ósk Inga-dóttir (varaform.) við tilnefningu heiðursfélaga.

Jólafundur Vorboða 2014.

Fremstar á myndinni eru Rósa Guðbjartsdóttir odd-viti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og heiðurs-gestur jólafundarins og móðir hennar Margrét Lovísa Jónsdóttir.

Jólafundur Vorboða

Fimm nýjir heiðursfélagar

Page 5: Jóla Hamar 2014

Jóla HAMAR

5

Kristín Thoroddsen er ein af þeim sveitastjórnarmönnum sem stigu ný fram á sjónarsviðið í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum. Blaðamaður Hamars settist niður með henni í kaffi -spjall í kaffi húsinu í gamla Sjálfstæðis-húsinu á fallegu vetrarkvöldi með útsýni yfi r fallega skreytta strandgötuna og jóla-þorpið til að ræða jólin og jólahefðirnar.

Kristín vill ekki gefa mikið fyrir það að vera mjög upptekin af jólunum þó hún njóti þeirra vissulega. Hún hafi stundum talið sig vera lítið jólabarn en annað hafi komið á daginn og rifj ar upp sögu þegar hún var ung fl ugfreyja og var beðinn um að taka fl ug yfi r jól og vera erlendis yfi r jólahátiðina. Hún taldi það nú lítið mál og ætlaði bara að sleppa jólunum þetta skiptið. Þegar hún sat á hótel-herberginu á aðfangadagskvöld þá réð hún hinsvegar ekkert við jólin, þau komu bara og söknuður og einmanaleiki helltist yfi r hana. Jólin elta mann uppi hvar sem maður er.

Kristín er alin upp í sterkum fj ölskylduhóp og margskonar hefðum, sumar hefur hún tekið upp sjálf en aðrar ekki

Það er hluti af af hennar lífskoðun að tak-ast á við nýjar áskoranir m.a. til að festast ekki í einhverju fari . Því hefur hún meðvitað reynt að brjóta hefðir á bak aftur. “Það er nú samt þannig að ég baka sömu sortirnar, sæki sama jólaskrautið ár eftir ár” segir hún og bætir við; ¨Síðan bý ég alltaf til sósuna henn-ar mömmu sem hefur örugglega verið gerð með sama hætti í tugi ára. Og ég verð að fá ísinn hennar mömmu, loftkökurnar og fara í hangikjöt til hennar á jóladag og hitta alla fj ölskylduna”

Jólaþorpið skipar í dag stóran sess í jóla-upplifun Kristínar og fj ölskyldu hennar; “ ég nýt þess að fara þangað með börnin í desem-ber, rölta, skoða, hitta fólk og spjalla. Að njóta aðventunnar með öðrum bæjarbúum”, segir Kristín og bætir við að hún sjái mikil tæki-færi til að skapa jólaþorpinu enn stærri sess sem ómissandi áfangastað fyrir íslendinga jafn sem ferðamenn. Stærð bæjarins, sagan og bæjarbragurinn bíður einfaldlega upp á að gera gott jólaþorp enn betra. T.d. sé frábært að tengja menningarstarfsemi bæjarbíós og einstakt umhverfi Hellisgerðis við jólaþorp-ið og mætti gera í enn ríkari mæli. Síðan má nefna Byggðasafnið, það mætti án efa tengja

við jólaþorpið með áhugaverðum hætti, fyr-ir unga sem aldna. “Jólaþorpið er gott dæmi um skemmtilega og jákvæða samvinnu verslunarmanna, listamanna og bæjarins”.

Í gamla daga var jólahaldið einhvern veg-inn miklu meira bundið við heimilin, þegar allt var þrifi ð hátt og lágt, bakaðar margar sortir sem síðan voru nánast læstar inni fram að jólunum. Í dag dreifi st jólaupplifunin yfi r miklu lengra tímabil, t.d með tilkomu jóla-þorpsins og ég hefði gjarnan viljað hafa jóla-þorpið sem barn” segir Kristín.

Kristín nýtur þess að fara í jólaþorpið með fjölskyldu sinni.

Aðventukransinn er ómissandi um hver jól. Krans-inn hennar Kristínar þessi jólin er bæði óvenjulegur og fallegur.

Jólaþorpið er ómissandi hluti af aðventunni

Viðtal við Kristínu Thoroddsen

BæjarhornMjá mjáVillikettir gegna mikilvægu hlutverki þar sem þeir halda músagangi í skefj um og þeir fi nnast á nokkrum stöðum í bænum en villikettir hópast gjarnan saman þar skjól fi nnst og von er um æti. Samtökin Villikettir vilja stuðla að nátturulegri fækk-un villikatta með mannúðlegri aðferð sem felst í því að gelda dýrin og merkja þau. Umhverfi s- og framkvæmdaráð samþykkti á dögunum að skoða hvort þessi aðferð á ekki heima í dýraverndarstefnu Hafnar-fj arðar sem er í vinnslu hjá ráðinu.

Page 6: Jóla Hamar 2014

6

Jóla HAMAR

Í mörg horn að líta

Árið sem senn er að líða hefur verið við-burðaríkt og annasamt hjá Rósu Guð-bjartsdóttur oddvita Sjálfstæðisfl okksins í Hafnarfi rði. Hún bar sigur úr býtum í prófk jöri í janúar og varð þá fyrsta konan til komast í oddvitasætið. Að því loknu hófst undirbúningur og kosningabarátta fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sjálfstæðisfl okkurinn komst í meirihluta í fyrsta sinn frá 2002, þegar samkomulag náðist við Bjarta framtíð. Hamar ræddi við Rósu um fyrstu mánuðina í nýjum meirihluta og áherslurnar og verkefnin framundan.

,,Úrslit kosninganna gáfu svo eindregið til kynna að bæjarbúar vildu breytingar eftir langa meirihlutastjórn Samfylkingar og nú síðast VG. Nýtt stjórnmálaafl , Björt framtíð, kom sterkt fram á sjónarsviðið og hlaut tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Við meirihluta-myndun eftir kosningarnar var ánægjulegt að fi nna hve vel við náðum saman um málefnin og hvernig unnið skyldi að framgangi þeirra. Því varð úr að meirihluti þessara fl okka varð myndaður. Gert var samkomulag um að aug-lýst skyldi eftir bæjarstjóra með góða þekk-ingu á rekstri og fj ármálum sveitarfélaga og var Haraldur Líndal Haraldsson ráðinn bæj-arstjóri. Við höfum verið mjög heppin að fá hann til starfa, kraftmikinn mann með svo yfi rgripsmikla þekkingu á rekstri og innvið-um sveitarfélaga,“ segir Rósa.

Rósa tók að sér formennsku í bæjarráði og fræðsluráði og segir hún þar mörg spennandi verkefni framundan og margar áskoranir. Í málefnasamningi fl okkanna voru tíu verk-efni sett í forgang og eru fl est þeirra komin í farveg. Á meðal þeirra var að gerð yrði úttekt á rekstri sveitarfélagsins og er sú vinna í fullum gangi.

Markmiðið að bæta reksturinn og efla þjónustuna

,,Í mínum huga ber okkur kjörnum fulltrú-um fyrst og fremst skylda til að gæta ábyrgð-ar við meðferð skatttekna sveitarfélagsins. Hafa það hugfast að þetta eru skattgreiðslur bæjarbúa. Það hefur ekki alltaf verið gert sem skildi. Ég er þess fullviss að það má gera mun betur og að það er gagnlegt að fara markvisst

í gegnum allt kerfi ð og skoða það gagnrýnum augum. Markmiðið er ekki að skera niður, heldur að bæta reksturinn svo viðhalda og efl a þjónustu við íbúana og byggja upp. Við viljum öll auka og efl a mannlíf og atvinnulíf og ekki síst verða vel samanburðarhæf við sveitarfé-lögin í kringum okkur hvað gjöld og álögur varðar. Slíkt hefur mikil áhrif á hvar fólk vel-ur sér búsetu. Eins og staðan er núna kemur Hafnarfj örður því miður ekki nógu vel út úr þeim samanburði. Af þeim sökum ákváðum við að falla frá áformum um vísitöluhækkan-

ir dagvistunar- og fæðisgjalda í leikskólum og gjalda í heilsdagsskólum. Það er fyrsta skrefi ð í að forgangsraða í þágu íbúanna. Í Hafnarfi rði á að verða best og skemmtilegast að búa.“

Eitt af þeim málum sem unnið hefur verið að á undanförnum vikum og mánuðum eru húsnæðismál skólanna í nýjustu hverfum bæjarins, Áslandsskóla og Hraunvallaskóla. Þar hefur þrengt að nemendum og starfsfólki, vegna mikils barnafj ölda í skólahverfunum, og síðastliðin ár hafa viðbyggingaráform við Áslandsskóla verið mikið til umfj öllunar hjá bæjaryfi rvöldum. Til stóð að byggja fj ór-ar kennslustofur og íþróttahús við skólann sem hefðu kostað á bilinu 600-700 milljónir króna. Og í Hraunvallaskóla hefur blasið við að á næsta hausti fj ölgi börnum umtalsvert í skólanum.

Fjárfest í innviðum skólastarfs„Þessi mál biðu úrlausnar og einsettum

við okkur að leysa þau fyrir árslok svo skóla-starfi ð gæti tekið mið af því strax og undir-

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

- mikilvægast að fara vel með fjármuni bæjarbúa

- segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

“Við meirihlutamyndun eftir kosningarnar var ánægjulegt að finna hve vel við náðum saman um málefnin og hvernig unnið skyldi að framgangi þeirra. Því varð úr að meirihluti þessara flokka varð myndaður”

Page 7: Jóla Hamar 2014

7

Jóla HAMAR

Skarðshlíðin sem er eitt fallegasta byggingar-land á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð til umfj öllunar í skipulags- og byggingarráði (SBH) frá því að nýr meirihluti tók við í vor. Okk-ar fyrsta verk var að stöðva úthlutun lóða en einni lóð hafði verið úthlutað frá því að 7-9-13 átakið um sölu lóða var sett í gang. Samþykkt var að skipulag Skarðshlíðar yrði tekið til endur-skoðunar og með hvaða hætti best verði tryggt að skipulag svæðisins og nýting taki mið af þörf markaðarins um minni og hagkvæmari sérbýli og fj ölbýli. Þrjár arkitektastofur voru fengnar til að koma með tillögur að breyttu skipulagi og skiluðu tvær þeirra tillögum. Nú er unnið áfram með aðra tillöguna og vonandi mun nýtt skipulag að liggja fyrir á vormánuðum. Hönnun Ásvallabrautar frá Skarðshlíð yfi r að Áslandi 3 er langt komin og verður lagning vegarins væntanlega boðin út fl jótlega eftir áramót, jafn-framt er hafi n vinna við hönnun á kafl a Krísu-víkurvegar frá Flóttamannavegi að hringtorgi við kirkjugarð en mikilvægt er að þessar fram-kvæmdir verði fullkláraðar á svipuðum tíma.

Svæðisskipulag og Flensborgarhöfn.Vinna við nýtt svæðisskipulag höfuðborgar-

svæðisins er á lokametrum, skýr stefna er mótuð í skipulaginu um þéttingu byggðar og auknar almenningssamgöngur. Meirihluti SBH samþykkti að skipa ráðgjafahóp til að gera tillögu að þróunarsvæðum innan núverandi byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, hópurinn

mun skila tillögum fyrir vorið. Skipulag Flens-borgarhafnar og nálæg svæði hafa oft verið í umræðunni, í nýsamþykktu aðalskipulagi kem-ur m.a. fram að í endurskoðuðu aðalskipulagi þar sem áður átti að vera blanda af íbúðarsvæði og verslunar- og hafnarsvæði sé notkun svæð-isins breytt, þannig að það verður nú skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. SBH ákvað að fá til liðs við sig arkitekt sem mun skrifa skipulagslýsingu með tilliti til þess sem kemur

fram í gildandi aðalskipulagi, það er mjög mik-ilvægt að vel takist til þar sem að mínu mati er um að ræða eitt dýrmætasta svæði okkar Hafn-fi rðinga.

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Ó. Ingi TómassonBæjarfulltrúiFormaður Skipulags- og byggingarráðs.

Ólafur ingi Tómasson, bæjarfulltrúi og formaður Skipulags- og byggingaráðs.

Uppbygging til næstu framtíðar

búningur breytinga hafi st. Oft er verið að taka ákvarðanir tengdar skólastarfi of seint og leiðir það frekar til óþæginda við undir-búning og skipulag skólastarfs og verður gjarnan óhagkvæmara. Í þessum tilvikum vildum við skoða til hins ýtrasta hvort hægt væri að komast hjá dýrum fj árfestingum í skólahúsnæði á meðan mesti ,,kúfurinn“ er í nemendafj ölda, sbr. í Áslandsskóla. Sett var í gang vinna undir forystu bæjarstjóra þar sem ýmsar leiðir voru skoðaðar. Niðurstaðan varð sú að hætta við að byggja við Áslands-skóla, breyta þess í stað hefðbundinni tölvu-stofu í heimastofu og sameina þrjá bekki í tvo í einum árganginum með sama kennara-fj ölda og áður. Lokun tölvustofunnar felur í sér að stigin verða í staðinn stór skref inn í upplýsingatæknina og skólinn spjaldtölvu-væddur í 5.-10. bekk. Samhliða þessu verð-ur staða tölvuumsjónarmanns aukin um 50% frá og með áramótum til að hægt verði að undirbúa breytingar í kennslunni næsta haust við innleiðingu nýju tölvutækninn-ar. Við þetta verður Áslandsskóli í forystu

í Hafnarfi rði um um notkun upplýsinga-tækni í skólastarfi . Þessi áform munu kosta um 30 milljónir króna og leysa húsnæðis-vandann næstu árin, en samkvæmt spám

um íbúaþróun fer börnum aftur að fækka í hverfi nu eftir þrjú ár. Þarna var ákveðið að fj árfesta í innra starfi skóla í stað þess að ráðast í fj árfrekar steinsteypuframkvæmd-ir. Í Hraunvallaskóla verða húsnæðismálin leyst til næstu tveggja ára með breytingum á skipulagi innanhúss. Á báðum þessum stöð-um voru þessar ákvarðanir teknar í góðu samráði við skólastjórnendur og er það auð-vitað mjög mikilvægt.“

Ljóst er að næsta ár verður ekki síður við-burðaríkt hjá Rósu og samstarfsfólki hennar í bæjarstjórninni enda fj ölbreytt viðfangsefni í stóru sveitarfélagi eins og Hafnarfi rði.

,,Ég hlakka til að takast á við nýjar áskor-anir á nýju ári. En framundan er jólahátíðin og ætla ég að njóta hennar eins og aðrir með mínum nánustu og fá kærkomna hvíld frá amstrinu. Fyrir hönd Sjálfstæðisfl okksins í Hafnarfi rði óska ég Hafnfi rðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar og gæfu á nýju ári.“

“Niðurstaðan varð sú að hætta við að byggja við Áslandsskóla, breyta þess í stað hefðbund-inni tölvustofu í heimastofu og sameina þrjá bekki í tvo í einum árganginum með sama kennarafjölda og áður. Lokun tölvustofunnar felur í sér að stigin verða í staðinn stór skref inn í upplýsingatæknina og skólinn spjaldtölvuvæddur í 5.-10. bekk”

Page 8: Jóla Hamar 2014

Jóla HAMAR

8

Jóla HAMAR

Sigríður Oliversdóttir ólst að mestu upp á Hellissandi en fl utti til Hafnarfj arðar 1957 með eiginmanni sínum, Árna Grétari Finns-syni hæstaréttarlögmanni, sem var frá Akra-nesi. Áður en þau fl uttu í Fjörðinn, hafði Árni Grétar tekið að sér að vera framkvæmdastjóri Sjálfstæðisfl okksins í Hafnarfi rði og árið 1956 ritstjóri vikublaðs fl okksins, Hamars. Hér byggðu þau upp sitt heimili, Árni Grétar stofn-aði málfl utningsskrifstofu sína og hér fædd-ust börnin þeirra þrjú, sem öll búa hér enn.

Sigga, eins og hún var alltaf kölluð, sinnti heimilinu og uppeldi barnanna og studdi eig-inmanninn í störfum hans og þeim trúnaðar-störfum sem hann tók að sér á vegum fl okks-ins. Árni Grétar var bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfj arðar frá 1966 í 24 ár og um tíma for-seti bæjarstjórnar.

Sigríður starfaði með Sjálfstæðiskvennafé-laginu Vorboða alla tíð og var í fulltrúaráði og í jólanefnd í fj ölda ára. Hún var alltaf tilbúin að starfa og leggja félaginu lið hvenær sem var og sinnti trúnaðarstörfum sem henni voru falin, af alúð og trúmennsku. Áður fyrr var basar helsta fj áröfl un félagsins og þá bökuðu félagskonur kökur og unnu handavinnu. Það voru nær eingöngu hanndunnir vinningar í

jólahappdrætti félagsins, undantekningin var jólaskeiðin, sem var aðalvinningurinn í all-mörg ár. Sjálfstæðisfl okkurinn var með opna fundi einu sinni í mánuði og þá var borðið hlaðið kræsingum sem félagskonur lögðu til. Og þar kom Sigga ævinlega að með sínu góða framlagi.

Börn Siggu og Árna Grétars ólust upp við störf foreldranna fyrir fl okkinn, tóku þátt frá unga aldri með blaðburði og öðrum snún-ingum og halda enn merki þeirra á lofti. Það má til gamans geta þess að Lovísa dóttir þeirra hjóna, var formaður Vorboða í 5 ár frá 2007-2012. Það hefur efl aust glatt foreldrana, en Árni Grétar mat Vorboða og störf félags-kvenna mikils alla tíð.

Sigríður lést fyrr á þessu ári og Árni Grétar lést árið 2009, blessuð sé minning þeirra. Að leiðarlokum þakkar Sjálfstæðiskvennafé-lagið Vorboði Sigríði fyrir mikið og fórnfúst starf sem hún vann ætíð af ljúfmennsku, hæversku og dugnaði. Félagskonur Vorboða minnast Siggu með mikilli hlýju, fyrir vináttu og tryggð og biðja ástvinum Guðs blessunar.

F.h. Vorboðakvenna,Halldóra Björk Jónsdóttir

Minning

Sigríður Oliversdóttir18.06.1935 – 26.02.2014

Elísabet Reykdal fæddist á Setbergi í Garðahreppi 17. desember 1912, dóttir Jó-hannesar Reykdal, frumkvöðuls og Þór-unnar Böðvarsdóttur, húsmóður. Hún var 8. barn þeirra hjóna af 12 börnum. Elísabet giftist Einari Halldórssyni stýri-manni, síðar bónda og oddvita og eignuð-ust þau 6 börn. Einar lést í janúar 1978. Elísabet var húsfreyja og bóndi á Setbergi og bjó þar, allt þar til hún fl utti á Sólvang í Hafnarfi rði, þar sem hún bjó seinustu 5 ár ævinnar.

Elísabet var félagi í Sjálfstæðiskvenna-félaginu Vorboða og þökkum við félags-konur henni tryggðina við félagið alla tíð. Blessuð sé minning Elísabetar Reykdal.

F. h. Vorboða,Halldóra Björk Jónsdóttir

Minning

Elísabet Reykdal17.12.1912 – 21.12.2013

Laugardagskaffi Laugardagskaffi hefur verið fastur liður í

Sjálfstæðishúsinu á Norðurbakkanum í haust eins og undanfarin ár. Margir góðir gestir hafa komið til okkar til að ræða málefni sem brenna á. Meðfylgjandi myndir eru teknar þegar nýr bæjarstjóri Hafnfi rðinga, Haraldur L. Har-aldsson kom og kynnti fyrirhugaða úttekt á rekstri Hafnarfj arðarbæjar. Fjölmargir mættu til að hlýða á einkar áhugavert erindi þar sem Haraldur sagði frá fj ölmörgum dæmum um velheppnaðar aðgerðir í fyrri verkefnum fyrir sveitarfélög víðs vegar um landið.

Page 9: Jóla Hamar 2014

Í desember eru 100 ár liðin frá því að Hafnarfj arðarkirkja var vígð. Þá var í höfn draumur þeirra sem lengi höfðu talað fyr-ir því að kirkja myndi rísa í Hafnarfi rði, en fram að því sóttu þjóðkirkjumenn kirkju til Garða á Álftanesi.

Saga kirkjubyggingarinnar hefst árið 1863 þegar 65 íbúar í Hafnarfi rði rituðu Helga Hálf-dánarsyni, þáverandi sóknarpresti í Garða-sókn áskorun þess efnis að í stað þess að gera endurbætur á Garðakirkju þá yrði hún afl ögð og þess í stað byggð ný kirkja í Hafnarfi rði.

Rúmlega hálfri öld síðar var kirkjan risin en þá hafði söfnuðurinn klofnað og Fríkirkju-söfnuðurinn í Hafnarfi rði reist sér eigin kirkju.

Svo virðist vera að klofningurinn hafi átt sér ýmsar orsakir, úrslit prestkosninga í Garða-sókn er talið hafa verið kornið sem fyllti mæl-inn en einnig var talsverð óánægja með hversu hægur gangur var á kirkjubyggingunni.

Prestur sá er valinn var í Garðasókn þáði

ekki embættið svo sóknarbörn gengu til kosn-inga á ný. Séra Árni Björnsson var fyrir valinu og var hann fyrsti sóknarprestur Hafnar-fj arðarkirkju.

Vígsla kirkjunnar fór fram við hátíðlega athöfn þann 20. desember 1914. Mikill fj öldi var viðstaddur vígsluna , 1200 manns eru sagðir hafa mætt til athafnarinnar en kirkjan tók 450 manns í sæti. Herra Þórhallur Bjarnar-son vígði kirkjuna og voru fj ölmargir prestar og aðrir kirkjunnar menn viðstaddir vígsluna.

Í fyrstu sóknarnefnd Hafnarfj arðarkirkju voru: Steingrímur Torfason, Kristinn Vigfús-son, Gísli Jónsson, Sigurður Bjarnason, Jó-hann Magnússon og Elías Halldórsson.

Saga Hafnarfj arðarkirkju og Garðapresta-kalls er væntanleg á nýju ári. Hún er um 1300 síður að stærð, prýdd fj ölda mynda og skráa.

Líflegt starf í Hafnarfjarðarkirkju árið um kring

Fjölbreytt starf fer fram í Hafnarfj arðar-kirkju árið um kring. Þar er blómlegt tónlist-arlíf, fundir eru haldnir og öfl ugt kvenfélag starfar við kirkjuna. . Sunnudagaskóli er á sama tíma og messuhald á sunnudögum und-ir vaskri stjórn Arnórs Heiðarssonar og Önnu Lísu Gunnarsdóttur.

Barna- og unglingakór Hafnarfj arðarkirkju er skipaður ungu söngfólki á aldrinum 7-16 ára. Æft er einu sinni í viku eða oftar eftir aldri barnanna.

Kórinn tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar og heldur sína eigin jólatónleika og vortónleika. Í júní á næsta ári stefnir unglingakórinn á söng- og skemmtiferð til Ungverjalands.

Kvenfélag í 84 árKvenfélag Hafnarfj arðarkirkju var stofn-

að árið 1930 og heldur úti öfl ugu starfi enn þann dag í dag. Félagið heldur fundi tvisvar í mánuði þar sem ýmst er tekið í handavinnu, nýjustu sporin í salsa tekin, námskeið eða fræðslukvöld haldið í góðum félagsskap auk hefðbundinna félagsstarfa.

Hólmfríður Þórisdóttir

9

Jóla HAMAR

Hafnarfj arðarkirkja 100 áraSaga kirkju og mannlífs í Hafnarfirði

Horft yfir miðbæinn frá Strandgötu árið 1914, sama ár og kirkjan var vígð.

Hafnarfjarðarkirkja setur sterkan svip á miðbæinn.

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, haustið 2014.

Kvenfélagskonur á 50 ára afmæli kirkjunnar 1964.

Page 10: Jóla Hamar 2014

10

Jóla HAMAR

Viðtal við Elsu AðalsteinsdótturElsa Aðalsteinsdóttir er fl estum sjálfstæðis-mönnum vel kunn og efl aust mörgum Hafn-fi rðingum öðrum einnig. Örn Tryggvi John-sen og Lovísa Árnadóttir tylltu sér niður í eldhúsinu hjá Elsu eina kvöldstund og tóku hana tali.

Elsa, sem er fædd árið 1943, ólst upp á bæn-um Kálfh óli á Skeiðum í Árnessýslu. Hún er dóttir Eyrúnar Guðmundsdóttur og Aðalsteins Jochumssonar en ólst upp hjá móður sinni og Þórði Gestssyni fósturföður sínum.

Elsa fl ytur í Hafnarfj örðinn 1966 og hefur bú-skap með manni sínum, Ingvari Árnasyni sem lést árið 2007. Fyrstu árin var unnið í ýmsum störfum, lengst af í Íshúsi Hafnarfj arðar sem fi skverkakona og Ingvar stundaði sjóinn og ók sendibíl, en þ. 11 maí 1980 opna þau Kænuna, sem allir Hafnfi rðingar þekkja.

“Við Ingvar höfðum alltaf starfað nálægt sjónum í okkar störfum og okkur fannst vanta svona kaffi hús í Hafnarfj örðinn, enda mikið líf og umsvif í kringum höfnina á þessum árum.” segir Elsa og bætir við “að mjög fl jótt hafi farið að myndast hópar sem höfðu fasta viðkomu á Kæn-unni á morgnana. Sumir hópanna koma saman á Kænunni enn þann dag til að leysa þjóð- og bæjarmálin” segir Elsa og bætir við “enda er það svo, að í öllum kosningum frá opnun Kænunn-ar, hefur það þótt algjör nauðsyn fyrir frambjóð-endur sem vildu láta taka sig alvarlega, að mæta þangað og kynna sig.”

Innganga Elsu í Sjálfstæðisfl okkinn tengist líka Kænunni. “Lovísa Christiansen kemur að máli við mig á árinu 1989 til að falast eftir Kæn-unni að láni undir “bryggjuball”. Þá vorum við að byggja núverandi húsnæði Kænunnar og það var einungis rétt rúmlega fokhelt. Við lánuðum húsnæðið og fj öldi sjálfb oðaliða lagði hönd á plóg við að gera húsnæðið klárt fyrir ballið, sem tókst með eindæmum vel. Það er nú kannski stóri munurinn á þátttöku í félagsmálum þá og nú, að í þá daga voru allir svo miklu meira tilbúnir að leggja vinnu af mörkum” segir Elsa og bætir við, að á síðari tímum fi nnist henni oft vanta gleðina í það að leggja vinnu af mörkum, því fólk sé svo upptekið af öllu mögulegu. Elsa

hreyfst af gleðinni og orkunni sem var í kring-um Sjálfstæðisfl okkinn og gengur til liðs við hann á þessum tímapunkti.

Árið 2004 tók Elsa fyrst sæti í stjórn Vor-boða undir forystu Elísabetar Valgeirsdóttur. Á þeim tímapunkti var félagið í nokkurri lægð og þurftu stjórnarkonur að leggja fram fé úr eigin vasa til að póstleggja bréf til félagskvenna og endurvekja áhuga á félaginu. “ Og þótt við hefð-um á einhverjum tímapunkti sagt, að Vorboði væri ekki bara svuntufélag, þá þýðir það ekki það, að við settum ekki upp svuntur, heldur vildum við svuntur á karlmennina líka, enda stór liður í kosningabaráttu, að bjóða upp á kaffi ” segir Elsa, en í hennar huga hefur Vorboði alltaf verið mjög pólitískt félag og átt ýmsa öfl -uga fulltrúa í bæjar- og landsmálum í gegnum tíðina. Sjálf hefur Elsa verið bæði mjög pólítísk og sýnt mikla elju í kosningastarfi , hvort sem það hefur verið fyrir bæjarstjórnar- eða alþing-iskosningar. Frambjóðendur vita, að það er betra að hafa Elsu með sér í liði, því fáir eru dug-legri í úthringinum. “Þegar Þorgerður Katrín fór fram, þá hringdi ég í fl est allar Vorboðakonur” segir Elsa og kímir.

Talandi um kaffi hópa, þá er ákveðinn hóp-ur valinkunnra Vorboðakvenna sem kemur saman heima hjá Elsu í “Elsukaffi ”, þar sem hápólitísk dægurmál eru krufi n og hugmynd-ir fæðast. Frambjóðendum þykir gott að hafa þennan hóp með sér í liði í kosningabaráttu.

Vorboði hefur lengi verið með happdrætti á jólafundum sínum og það hefur verið Elsu mjög hugleikið. Í fyrstu átti hver stjórnarkona átti að leggja til tiltekinn fj ölda vinninga, en fl jótlega var það orðið þannig að Elsa skaff aði alltaf fl esta vinningana og færðist svo yfi r í það, að hún sá

um það ein að safna vinningum. Á síðast jóla-fundi Vorboða voru 90 vinningar, en mest hef-ur Elsa náð að safna yfi r hundrað vinningum. “Happdrættið átti stóran þátt í að styrkja fj ár-hagsstöðu Vorboða og koma félaginu þangað sem það er í dag” segir Elsa.

Aðspurð um bæjarmálin segir Elsa að hún telji að við séum með mjög sterkan og samhent-an hóp bæjarfulltrúa og að það hafi verið heilla-spor að ráða ópólitískan bæjarstjóra. “Umhirða bæjarins hefur ekki verið góð á liðnum árum og mikil þörf á að bæta úr því. Það þarf að gera mikinn skurk í þeim málum, því það verður að segja eins og er, að okkar fagri bær hefur virki-lega látið á sjá á undanförnum árum” segir Elsa.

Elsa hefur ein séð um að safna vinningum fyrir jólahappdrætti Vorboða. Hér er hún við vinningaborðið jólin 2013.

Elsa á góðri stund með Bjarna Benediktssyni og Unni Láru Bryde. Við fiskvinnslu í Íshúsi Hafnarfjarðar.

Page 11: Jóla Hamar 2014

11

Jóla HAMAR

Jólaþorpssúpan

Myndir úr jólaþorpinu

Annan sunnudag í Aðventu fj ölmenntu bæjarfulltrúar í Jólaþorpið og buðu bæjarbúum uppá rjúkandi heita súpu. Framtakið mæltist vel fyrir hjá gestum í jólaþorpinu sem báðu um uppskriftina súpunni sem Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs átti heiðurinn af.

Jólaþorpssúpan 2014Fyrir 4-61 msk. ólífuolía1 laukur, sneiddur2 hvítlauksrif, smátt skorin1 msk. ferskt engifer, saxað400 g sætar kartöfl ur, afhýddar og skornar í bita300 g gulrætur, skornar í bita1-2 tsk. rautt karrímauk (curry paste), eða 1 msk. sætt sinnep + 1 tsk. karríduft1,2 líter grænmetissoðsalt, að smekk

Meðlæti: Grísk jógúrt eða sýrður rjómi, gjarnan blandaður smátt söxuðum

lauk eða kryddjurtum.

Skraut, ef vill: ferskt kóríander, smátt saxað chillí

Aðferð:1. Mýkjið lauk og hvítlauk í ólífuolíu við meðalhita í potti.2. Bætið síðan sætum kartöfl um, gulrótum og engifer saman við.3. Hrærið í pottinum, veltið grænmetinu saman og látið malla í 5 mín.4. Hellið grænmetissoði yfi r og hrærið karrímaukinu saman við. 5. Sjóðið saman í 15-20 mín. eða þar til sætar kartöfl ur og gulrætur eru orðnar vel mjúkar. 6. Látið mesta hitann rjúka úr og maukið súpuna loks í blandara eða

með töfrasprota þar til orðin slétt og hæfi lega þykk. 7. Hitið aftur ef þarf, saltið að smekk og berið fram með grískri jógúrt

eða sýrðum rjóma.

Page 12: Jóla Hamar 2014