64
Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga Eygló Traustadóttir Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Sjúkraþjálfun Heilbrigðisvísindasvið

Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við

hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar

Atgervi ungra Íslendinga

Eygló Traustadóttir

Ritgerð til meistaragráðu

Háskóli Íslands

Læknadeild

Námsbraut í Sjúkraþjálfun

Heilbrigðisvísindasvið

Page 2: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar

Atgervi ungra Íslendinga

Eygló Traustadóttir

Ritgerð til meistaragráðu í hreyfivísindum

Umsjónarkennari: María H. Þorsteinsdóttir, MSc.

Meistaranámsnefnd: Þórarinn Sveinsson, PhD.

Magnús Ólason

Læknadeild

Námsbraut í sjúkraþjálfun

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Október 2013

Page 3: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

Musculoskeletal pain in young adults and association with physical activity, cardiorespiratory fitness, bone density and body fat

Eygló Traustadóttir

Thesis for the degree of Master of Science

Supervisor: María H. Þorsteinsdóttir, MSc.

Masters committee: Þórarinn Sveinsson, PhD.

Magnús Ólason

Faculty of Medicine

Department of Physiotherapy

School of Health Sciences

October 2013

Page 4: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

Ritgerð þessi er til meistaragráðu í hreyfivísindum og er óheimilt að afrita

ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Eygló Traustadóttir 2013

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, Ísland 2013

Page 5: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

3

Ágrip

Stoðkerfisverkir eru algengir hjá ungu fólki. Þeir greinast í börnum og algengið eykst fram á

fullorðinsár. Stoðkerfisverkir eru algengari meðal kvenna en karla og algengustu verkjasvæðin eru

mjóbak, háls og herðar. U-laga tengsl eru milli hreyfingar og stoðkerfisverkja, þannig að þeim sem

hreyfa sig minnst og mest er hættara við verkjum en hinum. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt tengsl

stoðkerfisverkja við líkamsfitu og þrek. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi

stoðkerfisverkja hjá ungu fólki og skoða hvort tengsl væru milli verkja og hreyfingar, þreks, beinþéttni

og líkamsfitu. Þá var líka skoðað hvort tengsl væru milli hreyfingar, þreks og líkamsfitu fyrir 8 árum og

stoðkerfisverkja í dag. Alls tóku 457 þátt í rannsókninni. Þátttakendur voru 17 og 23 ára og höfðu allir

tekið þátt í rannsókninni Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga árið 2003. Þau svöruðu spurningalista m.a. um

stoðkerfisverki, mældur var blóðþrýstingur, hæð, þyngd, húðfellingar og mittismál. Þá tóku þau

hámarks þrekpróf á hjóli, voru með hreyfimæla í viku og fóru í DEXA skann fyrir beinþéttni og

fituhlutfall. Niðustöður sýndu að stoðkerfisverkir eru nokkuð algengir í ungu fólki. Hlutfallslega var

algengast að þau væru með verki í neðra baki, næst algengast í herðum og öxlum, svo í hnjám og í

efra baki. Marktækt fleiri konur en karlar voru með verki í herðum og öxlum, úlnliðum, efra baki, neðra

baki og mjöðmum og marktækt fleiri í yngri en eldri árganginum voru með verki í hnjám og ökklum.

Eftir að leiðrétt var fyrir kyni voru marktæk jákvæð tengsl milli heildartíðni stoðkerfisverkja og

fituprósentu (HR=1,014 Cl:1,000-1,029, p=0,047) og LÞS (HR=1,0 Cl:1,010-1,055, p=0,003). Tvær

breytur frá rannsókninni 8 árum áður voru nærri því að sýna marktæk tengsl; húðsumma (HR=1,004

95% Cl 1,000-1,008 og p=0,051) og þrek (HR=0,815 95% Cl 0,655-1,161 og p=0,068). Varanleiki

stoðkerfisverkja sýndi marktæk tengsl við LÞS bæði í dag (HR=1,027 95% Cl 1,003-1,052 og p=0,025)

og fyrir 8 árum (HR=1,036 95% Cl 1,003-1,072 og p=0,033). Það má því draga þá ályktun að LÞS og

fituhlutfall bæði í dag og fyrir 8 árum hafi mest áhrif á algengi stoðkerfisverkja hjá ungu fólki í dag.

Page 6: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

4

Abstract

Musculoskeletal pain is common among young adults. It has been reported in children and the

prevalence increases with age. More women then men have musculoskeletal pain and the body areas

with the highest prevalence are the lower back, neck and shoulders. The association between physical

activity and musculoskeletal pain seems to be of U-shape, i.e. both inactivity and excessive activities

are related to an increased risk for pain. Body fat and fitness are also factors that are associated with

musculoskeletal pain. The aim of this study was to investigate the prevalance of musculoskeletal pain

in young adults and the associoation between pain and physical activity, fitness, bone mineral density

and body fat. A second aim was to explore the relationship between musculoskeletal pain at present

and physical activity, fitness and body fat of the same group 8 years younger. Participants were 457,

at the age of 17 and 23 years and had all taken part in a study 8 years ago called “Lifestyle of 9 and

15 years old Icelanders”, “Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga”. The present study is a part of a follow-up

study on the physical health of these participants including measurements of blood pressure, hight,

weight, skinfolds and waist circumference as well as fitness and physical activity, adding questions

about pain. Fitness was assessed with a maximal effort fitness test on a bicycle, physical activity was

measured with an accelerometer for a week and bone mass and body fat were measured with a

DEXA scan. Musculoskeletal pain was assessed with two questions about the frequency and duration

of experienced pain in nine different body areas. The results suggest that musculoskeletal pain is

common among young adults. The prevalence was relatively highest for the lower back, followed by

neck and shoulders, and knees and upper back. Significantly more women than men had

musculoskeletal pain and in the younger group there was a significantly higher prevalence of knee and

ankle pain than in the older age group. After adjusting for sex there was a significant positive

association between overall frequency of muskuloskeletal pain and relative bodyfat (HR=1,014

Cl:1,000-1,029, p=0,047) and BMI (HR=1,0 Cl:1,010-1,055, p=0,003). Two factors from the earlier

study 8 years ago were close to being significantly associated with musculoskeletal pain at present;

those were skinfolds (HR=1,004 95% Cl 1,000-1,008 and p=0,051) and fitness (HR=0,815 95% Cl

0,655-1,161 and p=0,068). Duration of musculoskeletal pain was significantly positively related to BMI

at present (HR=1,027 95% Cl 1,003-1,052 and p=0,025) and BMI 8 years younger (HR=1,036 95% Cl

1,003-1,072 and p=0,033). The main conclusion is that BMI and relative body fat both at present and

at a younger age are the main factors associated with musculoskeletal pain in young adults.

Page 7: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

5

Þakkir

Ritgerð þessi er 60 etsc einingar í meistaranámi í Hreyfivísindum við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla

Íslands.

Fyrst vil ég þakka leiðbeinendum mínum við þetta verkefni fyrir þolinmæðina og ómetanlega hjálp.

María Þorsteinsdóttir, aðalleiðbeinandi minn fær þakkir fyrir prófarkalestur og góðar ábendingar við

undirbúning rannsóknar og skrif. Magnús Ólason fær þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar.

Þórarinn Sveinson fær þakkir fyrir aðstoð við undirbúning og hugmyndavinnu, yfirlestur og sérstakar

þakkir fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu gagna.

Þá vil ég þakka öllum sem komu að þessari rannsókn, Atgervi ungra Íslendinga, þeim Erlingi

Jóhannssyni prófessor og verkefnisstjóra, Sigurbirni Árna Arngrímssyni prófessor, Dr. Þórarni

Sveinssyni, Dr. Kristjáni Þór Magnússyni og Ársæli Má Arnarssyni prófessor. Þá fá samrannsekendur

mínir sérstakar þakkir fyrir samstarfið og ber þar fyrst að nefna Söndru Jónasdóttur doktorsnema fyrir

mikið og gott skipulag við framkvæmd mælinganna og ómetanlega þolinmæði og stuðning við

ritgerðasmíð og úrvinnslu gagna. Einnig fá doktorsnemarnir Sunna Gestsdóttir og Hervör Alma

Árnadóttir og meistaranemarnir Elvar Smári Sævarsson og Margrét Indriðadóttir þakkir fyrir gott

samstarf og ánægjulegt. Þá við ég einnig þakka þátttakendum fyrir að leggja þessa vinnu á sig, án

þeirra hefði þessi rannsókn aldrei orðið.

Síðast en ekki síst við ég þakka fjölskyldunni minni, eiginmanninum Jónasi Grana Garðarsyni og

börnunum Guðjóni Trausta Skúlasyni, Garðari Elí Jónassyni og Hildi Maríu Jónasdóttur fyrir einstaka

þolinmæði og skilning á námstímanum.

Eftirtaldir aðilar fá þakkir fyrir styrkveitingu til rannsóknarinnar:

Rannís

Lýðheilsusjóður Embættislæknis

Íþróttasjóður Mennta og menningarmálaráðuneytis

Rannsóknarsjóður HÍ

Hjartavernd

Landsbanki Íslands

Síminn

Icepharma

Bilaleiga Akureyrar.

Page 8: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

6

Efnisyfirlit

Ágrip ......................................................................................................................................................... 3

Abstract..................................................................................................................................................... 4

Þakkir ........................................................................................................................................................ 5

Efnisyfirlit .................................................................................................................................................. 6

Myndaskrá ................................................................................................................................................ 8

Töfluskrá ................................................................................................................................................... 8

Listi yfir skammstafanir ............................................................................................................................. 9

1 Inngangur........................................................................................................................................10

1.1 Stoðkerfisverkir ...................................................................................................................... 10

1.1.1 Algengi stoðkerfisverkja ............................................................................................. 11

1.1.2 Mjóbaksverkir ............................................................................................................. 12

1.1.3 Líkamsstaða .............................................................................................................. 14

1.2 Stoðkerfisverkir og hreyfing ................................................................................................... 15

1.2.1 Hreyfing ..................................................................................................................... 17

1.3 Tengsl stoðkerfisverkja við beinþéttni, offitu og þrek ............................................................ 18

1.3.1 Þrek ........................................................................................................................... 18

1.3.2 Líkamsfita .................................................................................................................. 20

1.3.3 Beinþéttni ................................................................................................................... 21

1.4 Íslenskar rannsóknir .............................................................................................................. 22

1.5 Samantekt .............................................................................................................................. 24

2 Markmið ..........................................................................................................................................25

3 Efni og aðferðir ...............................................................................................................................26

3.1 Þátttakendur .......................................................................................................................... 26

3.2 Mælingar ................................................................................................................................ 27

3.3 Spurningalisti ......................................................................................................................... 27

3.4 Hreyfing ................................................................................................................................. 28

3.5 Holdafar ................................................................................................................................. 28

3.6 Þrek ....................................................................................................................................... 29

3.7 Beinþéttni og líkamsfita ......................................................................................................... 29

3.8 Tölfræðiúrvinnsla ................................................................................................................... 29

4 Niðurstöður .....................................................................................................................................31

4.1 Algengi stoðkerfisverkja ......................................................................................................... 31

Page 9: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

7

4.2 Varanleiki stoðkerfisverkja ..................................................................................................... 33

4.3 Tengsl stoðkerfisverkja og hreyfingar, þreks, beinþéttni og líkamsfitu .................................. 35

5 Umræða ..........................................................................................................................................39

5.1 Helstu niðurstöður ................................................................................................................. 39

5.2 Stoðkerfisverkir ...................................................................................................................... 39

5.3 Tengsl stoðkerfisverkja og hreyfingar, líkamsfitu, þreks og beinþéttni .................................. 42

5.4 Hreyfing og stoðkerfisverkir ................................................................................................... 44

5.5 Styrkleikar og veikleikar rannóknarinnar ............................................................................... 45

5.6 Klínískt mikilvægi ................................................................................................................... 46

6 Ályktun ............................................................................................................................................48

Heimildaskrá ...........................................................................................................................................49

Fylgiskjöl .................................................................................................................................................57

Page 10: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

8

Myndaskrá

Mynd 1. Hlutfall 17 ára karla sem voru með verki. Á myndinni sést hve hátt hlutfall var með verki á

hverju líkamssvæði fyrir sig og hversu oft þeir voru með verki. ............................................................ 31

Mynd 2. Hlutfall 17 ára kvenna sem voru með verki. Á myndinni sést hve hátt hlutfall var með verki

á hverju líkamssvæði fyrir sig og hvernig tíðni verkja skiptist. .............................................................. 31

Mynd 3. Hlutfall 23 ára karla sem voru með verki. Á myndinni sést hve hátt hlutfall var með verki á

hverju líkamssvæði fyrir sig og hvernig tíðni verkjanna var. .................................................................. 32

Mynd 4. Hlutfall 23 ára kvenna sem voru með verki. Á myndinni sést hve hátt hlutfall var með verki

á hverju líkamssvæði fyrir sig og hvernig tíðni verkja var. ..................................................................... 32

Mynd 5. Samanburður á milli kynja og aldurshópa á hlutfalli þátttakenda með verki frá stoðkerfinu

daglega, vikulega og mánaðarlega síðast liðna 12 mánuði. ................................................................. 33

Mynd 6. Hlutfall þátttakenda með stoðkerfisverki sem varði skemur en í einn mánuð. Hér sést

skipting milli aldurshópa og kynja og hve hátt hlutfall í hverjum hópi fyrir sig er með nýlega

stoðkerfisverki. ....................................................................................................................................... 34

Mynd 7. Hlutfall þátttakenda með verki lengur en í eitt ár. Hér sést hve hátt hlutfall í hverjum hópi

fyrir sig hefur haft stoðkerfisverki lengur en í eitt ár. ............................................................................. 34

Mynd 8. Sýnir hugsanleg tengsl stoðkerfisverkja við óháðu breyturnar. .......................................... 43

Töfluskrá

Tafla 1. Þátttaka úrtaksins. ............................................................................................................... 26

Tafla 2. Földi, meðaltal og staðalfrávik fyrir hverja breytu, skipt eftir kyni og árgangi. ..................... 35

Tafla 3. Breytur sem sýndu marktæk tengsl við heildartíðni stoðkerfisverkja. ................................. 36

Tafla 4. Breytur sem sýna mestu tengsl við heildartíðni stoðkerfisverkja eftir leiðréttingu fyrir kyni. 37

Tafla 5. Þær breytur sem sýna marktæk tengsl við varanleika stoðkerfisverkja. ............................. 37

Tafla 6. Marktæk fylgni við varanleika stoðkerfisverkja eftir að leiðrétt var fyrir kyni. ...................... 38

Tafla 7. Samanburður á meðaltali og staðalfráviki fituprósentu og BMD þeirra sem eru með verki og

þeirra sem eru ekki með verki. .............................................................................................................. 38

Tafla 8. Samanburður á hlutfallslegu algengi stoðkerfisvekja síðast liðna 12 mánuði í rannsókn á

Íslendingum frá 1986 og Atgervi ungra Íslendinga. ............................................................................... 40

Tafla 9. Samanburður á niðurstöðum úr þremur rannsóknum á algengi mjóbaksverkja daglega eða

vikulega.................................................................................................................................................. 41

Page 11: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

9

Listi yfir skammstafanir

LÞS Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2).

OR Odds ratio (Líkindahlutfall).

RR Relative risk (Áhættuhlutfall).

HR Hazard ratio (Hættuhlutfall).

Cl Limits of Confidence (Öryggismörk).

BMD Bone mineral density (Beinþéttni).

BMC Bone mineral content (Beinmagn).

MET Metabolic equivalent (Mælikvarði á orkunotkun við hreyfingu miðað við efnaskiptahraða í

hvíld)

DEXA Dual Energy X-Ray Abrorptiometry

VO2max Maximal oxygen uptake (Hámarks súrefnisupptaka).

Page 12: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

10

1 Inngangur

1.1 Stoðkerfisverkir

Verkir frá stoðkerfinu eru nokkuð algengir. Þeir greinast í börnum (1, 2) og tíðni þeirra eykst með

aldrinum (3-6). Stoðkerfisverkir eru algengari í konum en körlum (3, 4, 7, 8) og virðist kynjamunurinn

koma fram við kynþroskaaldur (1, 5, 6). Þá benda rannsóknir til þess að tíðni stoðkerfisverkja hafi

aukist frá því sem áður var (6, 8, 9), hvort sem það er vegna raunverulegrar aukningar, aukinnar

skráningar eða þekkingar á stoðkerfisverkjum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Norður-Karólínu í

Bandaríkjunum jókst algengi þrálátra hamlandi mjóbaksverkja meðal 21 árs og eldri úr 3,9 í 10,2% frá

árinu 1992 til 2006 (10) og á þeim tíma jókst algengi örorku þar sem stoðkerfissjúkdómar eru

frumorsök úr 15,2% í 28,2%.

Algengast er að stoðkerfisverkir séu frá mjóbaki, hálsi eða herðum (7, 11) og beinast því flestar

rannsóknir að því. Verkir frá þessum svæðum hafa sýnt tengsl meðal unglinga við þætti eins og

reykingar (4, 5), mikla hreyfingu (12, 13), langvarandi setstöður (12, 13), svefntruflanir (1, 14, 15) og

offitu (16). Nýleg rannsókn á 13-18 ára ungmennum í Litháen (17) sýndi tengsl milli tölvunotkunar og

stoðkerfisverkja meðal stúlkna en ekki voru marktæk tengsl meðal drengja. Líkurnar á bakverkjum

jukust með auknum tíma af tölvunotkun og þá voru einnig tengsl milli verkja frá hálsi og herðum meðal

stúlkna 16-18 ára og tölvunotkunar í 2-4 klst/dag. Rannsókn Korovessis og félaga (18) sýndi að 41%

15-19 ára þátttakenda voru með mjóbaksverki og meðal stúlknanna fundust tengsl við þunglyndi og

streitu. Stúlkur voru bæði oftar með verki og með meiri verki en drengir. Þá hafði hreyfing verndandi

áhrif á mjóbaksverki.

Erfðir geta líka haft áhrif á stoðkerfisverki og hefur verið sýnt fram á marktæk tengsl erfða og

aukinnar hættu á mjóbaksverk hjá báðum kynjum (19) og hættu á hálsverk í konum (20). Þá virðist

líkamsástand einnig skipta máli (21). Í rannsókn þar sem 18-75 ára verkjalausum einstaklingum var

fylgt eftir í eitt ár kom fram að léleg almenn heilsa hafði sterkasta forspárgildið gagnvart nýjum

stoðkerfisverk (karlar: RR 1.5, 95% Cl 0.8-2.7 og konur: RR 2.2, 95% CI 1.2-4.0). Þá hafði mikil

líkamsþyngd einnig áhrif á mjóbaksverk hjá konum (RR 1.4, 95% CI 1.0-2.0) (22). Í annarri rannsókn

var fylgst með 18-28 ára karlmönnum sem tóku þátt í 6 mánaða herþjálfun (23). Tengsl voru milli þess

að fá stoðkerfisverki á þjálfunartímabilinu og lélegrar frammistöðu á samsettri útkomubreytu úr 12

mínútna hlaupaprófi og baklyftuprófi við upphaf þjálfunartímabilsins (HR 2.9, 95% CI: 1.9-4.6), á miklu

mittisummáli (HR 1.7, 95% CI: 1.3-2.2), háum líkamsþyngdarstuðli (LÞS), hafa áður verið með

stoðkerfisverki og lélegrar frammistöðu í skóla þar sem einkunnir og lengd skólagöngu var tekið

saman í eina breytu.

Brattberg (24) skoðaði hvaða þættir hjá börnum og unglingum spá hugsanlega fyrir um

stoðkerfisverki á fullorðinsárum og voru það helst bakverkur, höfuðverkur vikulega eða oftar og

taugaveiklun á aldrinum 10-16 ára. Þá sýndi rannsókn á 10 og 12 ára verkjalausum börnum (25) að

við eftirfylgni ári síðar voru höfuðverkur (OR 1.68) og dagsþreyta (OR 1.53) áhættuþættir fyrir

stoðkerfisverkjum án áverka, en algengast var verkur frá hálsi. Þjálfun á miklu álagi (OR 3.4) og

dagsþreyta (OR 2.97) voru hins vegar áhættuþættir fyrir áverkatengda verki og þar var algengast að

Page 13: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

11

verkir væru í neðri útlimum. Þetta samræmist rannsókn frá 2003 sem sýndi að höfuðverkur hafði

forspárgildi á mjóbaksverk meðal unglinga (26) og einnig hefur verið sýnt fram á að þjálfun á mikilli

ákefð eykur líkurnar á áverkatengdum stoðkerfisverkjum (25).

1.1.1 Algengi stoðkerfisverkja

Þó að algengi stoðkerfisverkja hafi aukist mikið undanfarna áratugi (9), þá virðist algengið einnig hafa

verið nokkuð hátt áður. Í finnskri rannsókn frá 1989 á menntaskólanemum voru 17% með hamlandi

einkenni í háls og herðum (27) og í sænskri rannsókn Brattberg (28) og félaga sama ár voru 29% 8-17

ára skólabarna með verki frá baki og 48% með höfuðverki. Samkvæmt rannsókn Mikkelsson og félaga

frá 1997 voru algengustu verkjasvæðin meðal 10 ára barna neðri útlimir og háls (1) en samkvæmt

niðurstöðum Feldman og félaga (29) voru verkir í hálsi og efra baki algengusu staðsetningar

stoðkerfisverkja meðal 12-14 ára.

Dönsk rannsókn sýndi að hættan á mjóbaksverk á fullorðinsárum virðist vera meiri ef viðkomandi

hefur haft verki í mjóbaki á unglingsárum og að líkurnar virðast aukast eftir því sem viðkomandi hafði

haft verki í fleiri daga (30). Niðurstöðurnar sýndu að 26% þeirra sem voru með mjóbaksverki lengur en

í 30 daga sl. 12 mánuði voru með mjóbaksverki 8 árum síðar en aðeins 9% þeirra sem voru sjaldnar

með verki. Í annarri rannsókn (3) á tækniskólanemum á lokaári voru verkir frá hálsi, öxlum og efra baki

sl. 4 vikur mjög algengir eða 78% kvenna og 47,5% karla og þeir sem voru með verki voru þrefalt

líklegri til að vera með verki þremur árum síðar. Mikil líkamleg virkni utan vinnutíma minnkaði hins

vegar líkurnar á verkjum við eftirfylgnina. Á þessum þremur árum voru einungis 18% (37% karla og 9%

kvenna) verkjalaus í öllum mælingunum en 28% voru með verki allan tímann (14% karla og 35%

kvenna).

Það virðist einnig hafa áhrif hvort fólk finnur til verkja frá einu eða fleiri svæðum á líkamanum.

Rannsókn El-Metwally og félaga (25) á verkjalausum 10 og 12 ára börnum sem var fylgt eftir í eitt og

fjögur ár sýndi að minni líkur voru á að viðkomandi væri með stoðkerfisverki, ef verkurinn í upphafi var

bundinn við eitt svæði í stað margra. Í rannsókn Stahl og félaga var helmingur 13-16 ára unglinga með

hálsverki einnig með verki í baki (5). Þetta kom einnig fram í rannsókn Vikat og félaga (6) á háls- og

mjóbaksverkjum 14-18 ára unglinga, þar sem verkur á öðrum hvorum staðnum fjórfaldaði líkurnar á að

viðkomandi væri með verk á hinum staðnum líka. Þau 14 ára börn sem höfðu verið með verki í

mjóbaki sl 12 mánuði voru oftar með verki frá hálsi og herðum, höfuðverki og kviðverki en börn án

verkja í mjóbaki.

Langsniðsrannsóknir hafa sýnt að algengi stoðkerfisverkja eykst með aldrinum. Í rannsókn Vikat og

félaga frá 1991 (6) voru verkir frá mjóbaki og hálsi og herðum 2-3 sinnum algengari meðal 18 ára en

14 ára og önnur nýlegri rannsókn sýndi að algengi háls og herðaverkja meðal 15-18 ára ungmenna

jókst úr 17% í 28% sjö árum síðar (14). Samkvæmt finnskri rannsókn höfðu 17% stúlkna og 33%

drengja verið verkjalaus í 6 mánuði þar á undan við 16 ára aldur en aðeins 8% stúlkna og 24%

drengja við 18 ára aldur (31). Þessi þróun kom einnig greinilega fram í rannsókn Hakala og félaga (9)

á algengi verkja frá hálsi og herðum annars vegar og mjóbaki hinsvegar. Algengi verkja frá herðum og

hálsi var um 24% meðal stúlkna og 12% meðal drengja við 14 ára aldur og jókst svo í 38% meðal

stúlkna og 16% meðal drengja við 16 ára og hækkaði svo enn við 18 ára aldur í 45% meðal stúlkna og

Page 14: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

12

19% meðal drengja. Algengi verkja frá mjóbaki meðal 14 ára var 8% hjá stúlkum og 7% hjá drengjum.

Við 16 ára aldur hafði algengið hækkað í 14% meðal stúlkna og 11% meðal drengja en við 18 ára var

það komið upp í 13% meðal stúlkna og 17% hjá piltunum. Hér var algengi verkja frá hálsi og herðum

mun hærra en í mjóbaki, einkum hjá stúlkunum og þar er einnig meiri munur á algengi milli kynjanna

en í mjóbakinu. Kynjamunur verkja í háls og herðum virðist þróast á unglingsárunum. Í rannsókn Stahl

og félaga (5) var ekki marktækur kynjamunur á algengi verkja frá hálsi við 10-13 ára (stelpur 23.8% og

strákar 18.6%) en við 13-16 ára var algengið orðið 57.1% meðal stúlkna og 28.8% meðal pilta og

munurinn marktækur. Höfundar telja þetta benda til þess að orsakaþættir verkjanna séu kynbundnir og

tengist hormónabreytingum og mun á stoðkerfinu.

1.1.2 Mjóbaksverkir

Bakverkur er einn algengasti stoðkerfisverkurinn sem fólk finnur fyrir um ævina og skapar töluverða

byrði á einstaklinginn og samfélagið vegna veikindaleyfa frá vinnu og minni afkastagetu í starfi (10, 32,

33). Algengi mjóbaksverkja hjá fullorðnum um ævina hefur verið skráð upp í 85,5% og marktæk

minnkun á virkni verður hjá einum af hverjum tíu fullorðnum með bakverki (32). Mjóbaksverkir eru

sjaldgæfir í ungum börnum en svo verður vendipunktur á því eftir tímabil af hröðum líkamsvexti. Í

nýlegum rannsóknum höfðu 46% ástralskra 14 ára unglinga einhvern tíma fundið til bakverkja (34) og

meðal 15-16 ára Finna (12) voru 45% stúlkna og 32% drengja með mjóbaksverki. Algengi

mjóbaksverkja virðist aukast með aldrinum og er talið ná algengi fullorðinna við 18 ára aldur (35). Í

rannsókn á 24-39 ára Finnum voru 39,5% kvenna með mjóbaksverki og 31,2% karla (36) sem er

aðeins minna en meðal unglinganna, en finnsku rannsóknirnar voru báðar gerðar um 2001. Það gæti

hugsanlega bent til þess að algengi mjóbaksverkja sé að aukast. Rannsóknir sýna að algengi

mjóbaksverkja meðal skólabarna er frá 11 til 71% en það fer eftir skilgreiningu verksins, aldri

þátttakenda, aðferðarfræði rannsóknarinnar og kannski menningarbundnum mun (6, 21).

Bakverkir lagast yfirleitt á sex vikum en tíðni endurtekinna verkjakasta er milli 50 og 84% í almennu

þýði (37). Nýlegar rannsóknir sýna að 5-15% tilfella muni þróast út í þráláta mjóbaksverki (38, 39) sem

er erfiðara að meðhöndla og árangur meðferða misjafn. Í rannsókn Thomas og félaga (40) á 180

einstaklingum sem leituðu sér aðstoðar vegna bakverkja var þriðjungur með viðvarandi hamlandi

mjóbaksverki eftir 12 mánuði og var verkur algengari meðal kvenna, með hækkandi aldri og ef saga

var um bakverki áður. Þá var 14 ára unglingum með mjóbaksverki fylgt eftir í 9 ár og voru 35% þeirra

með endurtekna mjóbaksverki við 18 ára aldur og áfram fram á fullorðinsár (41). Líklegt þykir að

einstakt vægt verkjakast í mjóbaki á ári hafi ekki mikil áhrif á heilsuástand, en tíð og samfelld

verkjaköst væg eða slæm hafa miklu alvarlegri afleiðingar fyrir börn og fullorðna, bæði á meðan þau

vara og þegar fram líða stundir (21). Í rannsókn Harrebys og félaga á 13-16 ára skólabörnum höfðu

8.9% þeirra sem voru með mjóbaksverki minnkað íþróttaiðkun sína og 4.2% höfðu hætt í íþróttum

vegna verkja (21).

Deyo og Weinstein (42) töldu að um 70% einstaklinga sem leita til læknis vegna ósértækra

mjóbaksverkja fái greininguna tognun eða áverki vegna álags og um 10% slit á hryggþófa eða

smáliðum hryggjar, enda er það yfirleitt greint með myndgreiningu. Ein rannsókn vísar í mikilvægi þess

að greina slitbreytingar snemma en slit á hryggþófa í neðra mjóbaki hefur fundist í 15 ára

Page 15: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

13

einstaklingum og er hugsanlegt að það sé mikilvægt forspárgildi fyrir þrálátum verkjum í mjóbaki

snemma á fullorðinsárum (43). Verkur frá hryggþófa er talinn algengasta orsök mjóbaksverkja hjá

ungu fólki og fram á miðjan aldur, með algengi nærri 40% (44, 45). Ungt fólk með slit á hryggþófa

kvartar oft undan verk fyrir miðju mjóbaki við að sitja án stuðnings, einkum við að halla sér fram en

þrýstingur innan hryggþófans er mestur við að halla sér fram í sitjandi stöðu. Algengt er að þau finni til

verkja í baki í langvarandi setstöðum við vinnu eða í kennslustundum (37).

Nýlega var gerð rannsókn á tengslum verkja í mjóbaki og slits á hryggþófa (46). Þátttakendur voru

mæld 18, 19 og 21 árs. Þeim var skipt í 5 hópa eftir verkjum, allt frá því að vera með verki allan tímann

(n=65) í einkennalausa (n=168). Slit á hryggþófa var algengara í þremur verkjamestu hópunum miðað

við hina tvo verkjaminni. Slit á hryggþófa í mjóhrygg var tengt alvarleika einkenna óháð öðrum

slitbreytingum. Þar að auki var miðlungs slit á hryggþófa líklegra en vægt slit á hryggþófa til að

tengjast alvarlegustu verkjunum frá mjóbaki. Að minnsta kosti einn hryggþófi með sliti fannst í 54%

þátttakenda og 43% voru með a.m.k. tvo hryggþófa með sliti. Þó slit á hryggþófa sé algengt meðal

unglinga (47) er það samt sjaldgæfara en meðal ungra fullorðinna, þar sem slit á hryggþófa er

aldurstengt fyrirbæri (48).

Sterkustu tengslin í tvíburarannsókn á konum (20) voru milli slitbreytinga á mjóhrygg samkvæmt

segulómun og mjóbaksverkja (OR 3.6, 95% CI 1.8-7.31). Önnur rannsókn (49) á kvenkyns tvíburum á

aldrinum 18-84 ára sýndi það sama, en þar var það hversu mikið slit var á hryggþófum í mjóhrygg sem

var sá einstaki þáttur sem sýndi mestu áhættuna á mjóbaksverkjum. Aðrir þættir sem tengdust sliti á

hryggþófa í mjóhrygg voru ofþyngd og erfðir, þar sem OR var u.þ.b. 6 ef eineggja tvíburi var með

mjóbaksverki en 2.2 ef það var tvíeggja tvíburi. Einnig hafa verið gerðar langsniðsrannsóknir á

tengslum mjóbaksverkja og myndgreininga á hrygg. Í Chingford rannsókninni (50) höfðu aldur,

bakverkir og slitgigt í mjöðm og hné samkvæmt röntgengreiningu forspárgildi fyrir minnkandi liðbil í

mjóhrygg við 9 ára eftirfylgni. Í annarri rannsókn var þróun slits á hryggþófa í mjóhrygg skoðuð með

segulómun af mjóbaki í eineggja og tvíeggja tvíburum með 10 ára millibili (51), 95% þátttakenda voru

konur og aldursbilið var 32-70 ára. Breyting á hæð hryggþófans var ekki tengd erfðum í neinum

aldursflokki en aftara hryggþófarask var tengt erfðum í öllum aldursflokkunum og voru tengslin sterkust

eftir 60 ára. Breytingar á segulskyni frá hryggþófa og beinnabbar voru tengdir erfðum meðal

einstaklinga sem voru undir 50 ára í fyrri mælingunni. Langsniðsbreytingar á sliti á hryggþófa í mjóbaki

voru því allar tengdar erfðum nema hæð hryggþófans en það eru marktæk áhrif aldurs sem eru

breytileg eftir því hvaða þætti er verið að skoða í sliti á hryggþófa mjóbaks.

Þó að segulómun sé hjálpleg við greiningu mjóbaksverkja, þá ber að hafa í huga við greiningu

hversu margir einkennalausir greinast með skemmdir eða útbungun en í rannsókn Takatalo og félaga

(46) fannst slit á hryggþófa í þriðjungi þeirra sem voru einkennalausir. Í rannsókn Jensens og félaga

(52) var segulómun af mjóhrygg eðlileg hjá aðeins 36% einkennalausra einstaklinga og hjá 38% sást

eitthvað óeðlilegt á fleiri en einum stað í mjóhryggnum. Þó eitthvað óeðlilegt sjáist á segulómun er það

því ekki alltaf ástæða verksins. Rannsókn á íþróttafólki í háskóla sýndi að 29% þeirra sem voru ekki

með bakverki sýndu slit á hryggþófa en niðurstöður rannsóknarinnar sýndu þó fram á tengsl milli

íþróttamanna með mjóbaksverk og slits á hryggþófa (37).

Page 16: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

14

1.1.3 Líkamsstaða

Þó nokkur áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á líkamsstöðu í tengslum við stoðkerfisverki, bæði

meðal ungs fólks vegna fyrirbyggjandi aðgerða og hjá fullorðnum. Hugmyndir hafa verið um að sú

aukning sem orðið hefur á algengi stoðkerfisverkja sé vegna lélegrar eða rangrar líkamsstöðu og

langvarandi setstöðu vegna tölvunotkunar.

Rannsóknir á líkamsstöðu hafa sýnt að konur eru með meiri fettu (lordosis) í mjóbaki í setstöðu en

karlar, einnig á unglingsaldri. Setstaða stúlkna og kvenna er uppréttari en karla. Þeir sem eru með

langvarandi verki frá hálsi og herðum hafa setstöðu sem svipar til kvenna. Þar sem algengara er að

konur séu með langvarandi verki frá hálsi og herðum, má segja að sumir þættir í setstöðu sem eru

mismunandi milli verkja og verkjalausra útskýrist einfaldlega af kynjamun. Þetta sést betur þegar

setstaða kynjanna eru skoðuð í sitt hvoru lagi, en þá eru færri þættir sem sýna marktækan mun á milli

hópsins sem er með verki og hinna sem eru verkjalausir (53).

Í rannsókn Astfalck og félaga (54) á 14-16 ára unglingum með króníska mjóbaksverki var setstaða

sá þáttur sem helst framkallaði bakverk meðal þátttakenda. Það var þó ekki marktækur munur á

setstöðu einstaklinga með verki í mjóbaki eða verkjalausra nema þátttakendum væri skipt í undirhópa

eftir því hvaða staða á hryggnum framkallaði bakverk, en þá kom fram marktækur munur milli hópanna

á lumbal horni mjóhryggs. Þeir sem eru með extension háðan krónískan mjóbaksverk voru með

aukningu á lumbal horni mjóhryggs (minnkaða fettu) samanborið við flexion háðan bakverk og

verkjalausan viðmiðunarhóp. Rannsókn á iðnaðarmönnum (55) sem voru með mjóbaksverki í flexion

sýndi að þeir höfðu minna úthald í bakvöðvum og sátu með minni flexion í mjöðm, sem bendir til

aukins afturhalla mjaðmagrindar í setstöðu. Einnig voru tengsl milli mjóbaksverkja og kyrrsetu og

aukins tíma í setstöðu.

Poussa og félagar (56) skoðuðu þróun setstöðu hjá börnum frá 11 ára aldri og fram til 22 ára.

Börnin voru mæld fimm sinnum á þessu tímabili og í öll skiptin var kyphosis í brjóstbaki meiri meðal

drengja en stúlkna. Meðal stúlknanna fór kyphosis vaxandi til 14 ára aldurs en minnkaði svo við 22

ára, en hún óx áfram allan tímann hjá drengunum. Fettan í mjóbaki var stöðug á unglingsárunum og

fram á fullorðinsár og var hún meiri í konum en körlum á öllum aldri.

Rannsóknir á líkamsstöðu unglinga (53) og fullorðinna með þráláta verki í hálsi og herðum sýndu

aukna beygju á hálshrygg í þykktarsniði (57, 58). Þrálátur verkur í hálsi og herðum (verkur sem er

lengur en í 3 mánuði) var hjá 6,5% stúlkna og 4,2% drengja (53). Þeir sem voru með verki voru með

meiri beygju á hálsi, uppréttari bol og meiri fettu á mjóhrygg en þeir sem voru ekki með viðvarandi

verki frá hálsi og herðum. Þegar aðlagað hafði verið fyrir kyni var einungis aukin fetta í mjóbaki sem

sýndi tengsl við verkina. Nýleg rannsókn sýnir að breytingar á halla mjaðmagrindar kallar fram

marktækar breytingar á hreyfimynstri í hálsi hjá verkjalausum einstaklingum (59). Það er hugsanlegt

að aukningin á fettu í mjóbaki hafi þannig á svipaðan hátt áhrif á hreyfistjórnun í hálsi hjá þeim sem

hafa þráláta verki í hálsi og herðum.

Í yfirlitsgrein Liddle og félaga (38) um áhrif æfingameðferða á þráláta mjóbaksverki voru 12 af 16

rannsóknum með styrkæfingar og í 10 af þeim náðist að viðhalda jákvæðum árangri við eftirfylgni þrátt

fyrir mismunandi æfingaaðferðir. Mautner (37) telur að í endurhæfingu eigi að leggja áherslu á

Page 17: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

15

stöðugleikaþjálfun og styrkingu bol- og mjaðmagrindarvöðva, ásamt því að lagfæra lífaflfræðilegt

ójafnvægi. Hann telur að veikleiki vöðva sé þáttur í óstöðugleika hryggjarins og slitbreytingum í

hryggnum. Rétti og fráfærsluvöðvar mjaðma eru mikilvægir þar sem þeir veita stöðugleika í

mjaðmagrind og flytja krafta frá neðri útlimum upp í hrygg (37) og einstaklingar með þráláta

mjóbaksverki eru með minna úthald í m. gluteus maximus en verkjalausir (60). Því ættu sjúkraþjálfarar

að meta og meðhöndla beint ójafnvægi og veikleika gluteal vöðva ef um þráláta mjóbaksverki er að

ræða hjá ungu fólki.

1.2 Stoðkerfisverkir og hreyfing

Það er umhugsunarefni að bakverkur í börnum og unglingum skuli vera tengdur hamlaðri virkni í 94%

tilvika (ss. að bera skólatöskur, sitja, standa, þátttaka í íþróttum) (61) og að bakverkur sé að verða æ

algengari meðal unglinga. Þetta eykur líkurnar á því að sjúkdómabyrði á fullorðinsárum vegna

afleiðinga bakverkja muni fara vaxandi. Minni virkni getur m.a. leitt til lakari beinheilsu og aukið líkur á

offitu og öðrum lífsstílssjúkdómum tengdum kyrrsetu (62-65).

Erfitt er að segja til um hvort þrálátir mjóbaksverkir stafi af hreyfingarleysi eða að hreyfingarleysi

komi í kjölfar mjóbaksverkjanna. Í yfirlitsgreinum þar sem reynt hefur verið að meta áhrif hreyfingar á

stoðkerfisverki hefur í sumum tilfellum ekki verið hægt að draga saman ályktun út frá niðurstöðunum

þar sem rannsóknirnar eru of ólíkar (66, 67). Í yfirlitsgrein Verbundt og félaga (68) kemur fram að af 42

greinum um hreyfingu fólks með stoðkerfisverki, voru einungis 12 þar sem einhverskonar mæliaðferð

var notuð til að meta hreyfinguna en í öðrum voru notaðar dagbækur eða spurningalistar. Mælingar á

hreyfingu veita upplýsingar um tíðni, ákafa og lengd hreyfingarinnar án mikillar fyrirhafnar fyrir

þátttakendur. Það er mikilvægt fyrir áreiðanleika rannsókna á hreyfingu og samanburðarhæfni að nota

mælingu í staðinn fyrir sjálfsmat en tilhneiging er til að ofmeta hreyfingu af mikilli ákefð og vanmeta

hreyfingu af meðalákefð þegar spurningalistar eru notaðir (65). Niðurstöður rannsókna um þetta efni

eru misvísandi en sumar hafa skoðað tengsl bakverkja við kyrrsetu en aðrar við hreyfingu.

Griffin og félagar (69) taka það fram í sínu yfirliti að þó ekki séu til afgerandi gögn um að fólk með

þráláta mjóbaksverki sé minna virkt en heilbrigðir þá sé eldra fólk með þráláta mjóbaksverki ekki eins

virkt og viðmiðunarhópur. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að verkjasjúklingar sýni breytt munstur

hreyfingar yfir daginn. Í annarri yfirlitsgrein (70) um þetta er bent á tvær rannsóknir þar sem virkni var

mæld. Í annarri þeirra sýndu bakveikir sambærilega virkni og heilbrigðir (71), en í hinni var munur á

ákefð hreyfingar en ekki á heildartíma yfir daginn. Þá lágu verkjasjúklingarnir meira fyrir og sátu minna

en þeir sem voru ekki með verki (72).

Það virðist vera aukin hætta á mjóbaksverkjum meðal kyrrsetufólks (12, 40, 65) og einnig meðal

þeirra sem stunda mikið líkamlegt erfiði (73, 74) og má því segja að tengslin milli hreyfingar og

mjóbaksverkja séu U-laga (73, 75, 76). Hjá börnum og unglingum hefur mikil líkamleg virkni verið

nefnd sem áhættuþáttur fyrir mjóbaksverkjum og hafa fundist tengsl milli þátttöku í keppnisíþróttum og

mjóbaksverkja (21, 77). Vikat og félagar töldu að hjá líkamlega virkum börnum væri meira álag á

mjóbakið auk þess sem þau tækju oftar áhættu og meiddust oftar, en í rannsókn þeirra voru unglingar

sem stunduðu virka hreyfingu líklegri til að vera með verki frá mjóbaki og hálsi og herðum en hin sem

Page 18: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

16

hreyfðu sig minna. Þar að auki bentu þeir á að erfiðar æfingar hefðu ekki mýkjandi áhrif á vöðvana í

hálsi og baki (6). Þá sýndi nýleg rannsókn á mjóbaksverkjum hjá tvítugum einstaklingum (33) að konur

og keppnisfólk í íþróttum voru með meiri verki en karlar og þeir sem stunduðu hreyfingu í frístundum.

Kyn einstaklinganna og magn hreyfingar höfðu marktækt og óháð forspárgildi á hversu mikill og

hamlandi bakverkurinn var.

Í rannsók Harrebys og félaga frá 1999 (21) sýndu eftirfarandi þættir marktæka fylgni við slæma

mjóbaksverki: kvenkyn (OR 2.14, 95% Cl 1.61-2.86), daglegar reykingar (OR 3.03, 95% Cl 2.14-4.30)

og erfiðisvinna (OR 1.95, 95%Cl 1.43-2.65). Jacob og félagar (74) telja að þeir sem eru mikið í

íþróttum og þeir sem ekki eru með mjóbaksverki lifi heilbrigðara lífi og séu ólíklegri til að reykja og vera

í erfiðisvinnu. Þó að mjóbaksverkir hafi ekki verið eins algengir meðal þeirra sem stunda íþróttir, þá

virðist íþróttaþátttakan ein og sér ekki stuðla að lægra algengi mjóbaksverkja. Hinsvegar, ef fólk var

með mjóbaksverki þá virtist þátttaka í íþróttum hafa óbein áhrif á alvarleika verkjanna (74).

Wedderkopp og félagar (65) fundu engin tengsl milli verkja frá baki og kyrrsetu eða hreyfingar hjá

annars vegar 8-10 ára og hins vegar 14-16 ára unglingum. Þeir skoðuðu svo nokkrum árum síðar

hreyfingu sömu 9 ára barna og áður og líkur á bakverkjum þremur árum síðar og kom þá í ljós að þau

börn sem hreyfðu sig minnst höfðu OR 3.3 á mjóbaksverkjum í samanburði við þau sem hreyfðu sig

mest og OR var 2.7 á verkjum í brjóstbaki þremur árum síðar hjá þeim sem hreyfðu sig minnst (78). Þó

að engin tengsl hafi verið milli hreyfingar og bakverkja 9 ára, þá virtist hreyfingin hjá 9 ára börnum hafa

áhrif á það hverjir voru með bakverki þremur árum síðar og mikil hreyfing hafði verndandi áhrif fyrir

bakverkjum. Fjölmargar langsniðsrannsóknir hafa sýnt svipaða mynd.

Timpka og félagar fundu tengsl milli einkunna í íþróttum þegar þátttakendur voru 16 ára og

stoðkerfisverkja 30 árum síðar (79). Konur með lága einkunn voru líklegri til að vera með vandamál frá

stoðkerfi (OR=1.5 95% CI=1.0-2.2) og karlmenn með góða einkunn í íþróttum voru ólíklegri til að vera

með mjúkvefjavandamál (OR=0.54 95% CI=0.33–0.86). Þessi rannsókn gefur því til kynna að

unglingsstúlkur með lága einkunn í íþróttum sé mikilvægur markhópur fyrir inngrip til að minnka líkur á

vandamálum tengdum stoðkerfinu seinna á lífsleiðinni.

Önnur rannsókn með 25 ára eftirfylgni (1976-2001) sýndi að karlar sem voru virkir á unglingsárum

(12-17 ára) voru í minni hættu á endurteknum mjóbaksverkjum (80). Algengi endurtekinna

mjóbaksverkja var 1,5 sinnum hærra meðal karla (23,1%) en kvenna (15,2%) og tíðni hnjámeiðsla var

tvisvar sinnum meiri meðal karla (14,4%) en kvenna (7,1%). Hækkun á LÞS tengdist aukinni hættu á

hálsverk og mjóbaksverk hjá báðum kynjum og hnémeiðslum í konum. Karlar sem höfðu hvað mestan

liðleika á unglingsaldri voru í 50% minni áhættu á að vera með hálsverk en þeir sem höfðu minnstan

liðleika og konur sem höfðu verið með háan þolstyrk voru í 34% minni áhættu á hálsverk en konur

með lágan þolstyrk. Samkvæmt rannsókn Niemi og félaga (81) voru stúlkur sem stunduðu íþróttir með

dýnamískum hreyfingum í efri útlim síður líklegar til að vera með verki frá hálsi og herðum en stúlkur

sem stunduðu annars konar hreyfingu. Sama kom fram hjá Siivola (14) þar sem íþróttir með

dýnamískum hreyfingum í efri útlim höfðu verndandi áhrif gegn háls og herðaverkjum sjö árum síðar

meðal kvenna. Það má því segja að hreyfing hafi áhrif en einnig skiptir máli hverskonar hreyfing.

Rannsókn á axlarverk (82) sýndi að skokk minnkaði marktækt líkurnar á verk í öxlum og að

Page 19: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

17

skíðaganga (einkum á meðalákefð) minnkaði líkurnar á viðvarandi slæmum axlarverk. Talið var að

pendúlhreyfingarnar auki blóðflæðið í sinum axlarinnar án þess að auka álag á sinar eða axlarlið með

stöðuspennu, abduction eða þungu álagi.

Almennt er álitið að sjúklingar með þráláta mjóbaksverki dragi úr virkni sinni. Um þetta fjallar líkanið

FAM (fear avoidence model). Samkvæmt FAM hreyfa einstaklingar með þráláta verki sig minna en

verkjalausir vegna hræðslu við sársauka sem þeir vita að kemur fram við ákveðna hreyfingu (83).

Annað líkan, AEM (avoidance endurance model) setur hins vegar fram þá kenningu að það sé

ákveðinn hópur verkjasjúklinga sem kýs að líta framhjá verkjum og heldur áfram að hreyfa sig (84).

Nýleg rannsókn sýndi að bæði mikil og lítil hreyfing tengist aukinni tíðni þrálátra mjóbaksverkja sem

bendir til þess að sjúklingar með þráláta mjóbaksverki hreyfi sig ekki allir minna (69). Stoðkerfisverkir

eru ein algengasta orsökin fyrir læknisaðstoð í vestrænum ríkjum og í Hollandi hefur verið áætlað að

heildarkostnaður vegna mjóbaksverkja sé 1,7% af heildarþjóðarframleiðslu (85). Samkvæmt rannsókn

Nilsens og félaga (86) þarf tiltölulega litla hreyfingu, aðeins 1 klst/viku eða meira, til að minnka líkurnar

á þrálátum verkjum í mjóbaki og hálsi. Einungis lítil minnkun á algengi mjóbaksverkja hefði því heilmikil

efnahagsleg áhrif.

1.2.1 Hreyfing

Talað hefur verið um kyrrsetu sem helsta vandamál 21. aldarinnar (87). Í rannsókn á 42 ára

einstaklingum voru ýmsir persónuleikaþættir og niðurstöður úr líkamlegum mælingum frá 13 ára

skoðaðir og kannað hvort tengsl væru við hreyfingu í dag (88). Ekki fundust nein tengsl við hreyfingu

en strákar sem voru kvíðnir og síður sjálfum sér nægir eyddu meiri tíma í kyrrsetu sem fullorðnir.

Stúlkur sem stóðu sig betur í standandi hástökki og höfðu minni þörf fyrir félagslega viðurkenningu

voru meira í kyrrsetu sem fullorðnar. Langsniðsrannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli hreyfingar á

unglingsaldri og hreyfingar sem fullorðinn. Ein sýndi tengsl (89) þar sem einkunnir í íþróttum, hreyfing,

loftháð geta og niðurstöður úr hlaupaprófi og styrktarmælingu 16 ára skýrðu 82% af virkni kvenna 27

ára en aðeins 47% af virkni karla en hreyfingin ein og sér við 16 ára aldur spáði fyrir um 53% af

hreyfingu kvenna og 28% af hreyfingu karla við 27 ára. Í báðum aldurshópunum voru konur ólíklegri

en karlar til að stunda reglulega hreyfingu. Þetta sýndi einnig rannsókn Perkins og félaga (90) en þar

voru karlarnir (24 ára) tvisvar sinnum líklegri til að stunda íþróttir en konur, óháð magni (lítið, meðal

eða mikið). Einnig kom þar fram að íþróttaiðkun á unglingsaldri hafði marktækt forspárgildi fyrir

íþróttaiðkun og hreyfingu almennt á fullorðinsaldri. Rúmlega þriðjungur eða 36% þátttakenda stunduðu

íþróttir á öllum þremur tímapunktum rannsóknarinnar, 12, 17 og 25 ára.

Í yfirlitsgrein Hallal (91) kemur fram að ýmsar rannsóknir hafa sýnt jákvæð langtímaáhrif hreyfingar

á unglingsárum á hreyfingu fullorðinna;

- niðurstöður Kemper og félaga sýndu að 30% aukning á daglegri hreyfingu við 13 ára aldur

skilaði sér í 2-5% aukningu á þreki við 27 ára

- Tammelin og félagar fundu að þátttaka unglinga í íþróttum einu sinni í viku tengdist auknum

líkum á að konur væru virkar á fullorðinsárum en drengir þurftu að æfa 2-3 svar í viku til að

sömu áhrif kæmu fram á fullorðinsaldri

Page 20: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

18

- í rannsókn Trudeau og félaga sýndi hreyfing barna jákvæð tengsl við heildarhreyfingu á

fullorðinsárum.

Menntunarstig virðist einnig geta haft áhrif á hreyfingu fullorðinna (90). Þátttakendur sem voru með

háskólagráðu voru meira en tvisvar sinnum líklegri til að stunda hreyfingu en þeir sem voru með

gagnfræðiskólapróf sem hæsta menntunarstig. Menntunarstig var þó ekki marktækur spástuðull fyrir

þátttöku í íþróttum sem höfundar telja að útskýrist með því að íþróttaþátttaka mótist fyrr, eða á

barnsaldri. Langsniðsrannsókn á 1.100 íslenskum unglingum (92) sýndi tengsl milli hreyfingar og

stéttaskiptingar þar sem þeir sem áttu foreldra í hæsta tekjuflokki eða voru karlkyns, voru líklegastir til

að hreyfa sig mest af meðal eða mikilli ákefð.

1.3 Tengsl stoðkerfisverkja við beinþéttni, offitu og þrek

Þrálátir stoðkerfisverkir eru mikil félags- og efnahagsleg byrði fyrir samfélagið og forvarnir því

mikilvægar. Líffræðilegir þættir sem vitað er að hafa áhrif á verki frá hálsi og herðum hjá fullorðnum og

gætu haft áhrif á háls- og herðarverki meðal unglinga, eru lélegt þrek (93) og hár LÞS (94). Rannsókn

var gerð á tannlæknanemum (95) sem bæði voru á fyrsta ári og þeim sem voru að ljúka námi og sýndi

hún að 62.5% þeirra voru með mjóbaksverki. Í náminu eru þau með fastan íþróttatíma og var það eina

reglulega hreyfingin hjá 37% nemanna. Nemar á síðasta ári voru marktækt frekar með mjóbaksverki

en fyrsta árs nemar (r=0.21) og konur voru líka marktækt fleiri en karlar með mjóbaksverk (r=0.28).

Þeir sem æfðu reglulega voru síður með bakverki (r=−0.19) og þeir sem mættu í íþróttatímann voru

með betra þrek en þeir sem mættu ekki. Meðalaldur yngri nemanna var 19 ár en 23 ár hjá þeim eldri

og var LÞS sambærilegur hjá báðum hópunum.

Í rannsókn Nilsen og félaga (86) var úrtakið 30000 Norðmenn sem voru með stoðkerfisverki 1984-

1986 og var algengi þrálátra verkja metið út frá spurningalistum 1995-1997. Bæði meðal karla og

kvenna voru fjöldi klukkustunda við æfingar neikvætt tengd hættu á þrálátum verkjum í mjóbaki og

hálsi og herðum. Offeitir (LÞS >30) voru í uþb 20% meiri hættu á þrálátum verkjum á báðum

líkamssvæðunum en þeir sem voru í kjörþyngd. Meðal þeirra karla sem voru ofþungir (LÞS > 25) og

offeitir minnkuðu líkurnar á þrálátum verkjum bæði í mjóbaki og í hálsi og herðum um 20% við það að

æfa í 1 klst eða lengur á viku í samanburði við það að vera óvirkur. Sömu áhrif fundust meðal kvenna í

sömu rannsókn en áhrifin voru ekki eins afgerandi.

Þó nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á tiltölulega sterkt samband milli offitu og algengi þrálátra

verkja í hálsi, herðum og mjóbaki, einkum meðal kvenna (96). Í nýlegri spænskri rannsókn voru

marktæk tengsl milli beinþynningar og verkja í mjóbaki og einnig verkja í hálsi og mjóbaki en ekki

tengsl við verki bara í hálsi. Offita og hreyfing sýndu einnig svipuð tengsl og beinþynning (97).

1.3.1 Þrek

Rannsókn Duque og félaga (98) leiddi ekki í ljós marktækan mun á þreki einstaklinga með þráláta

mjóbaksverki og heilbrigðra. Þrek og hreyfing bakverkjasjúklinga var minni eða sambærileg og hjá

heilbrigðum einstaklingum. Í annarri rannsókn voru þó bæði karlar og konur með þráláta mjóbaksverki

með marktækt lélegra þrek en heilbrigðir (99) og þetta staðfestir önnur nýleg rannsókn (100). Þar voru

konur einnig marktækt lægri í þreki en karlar, bæði í rannsóknar- og viðmiðunarhópi. Höfundar

Page 21: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

19

ályktuðu út frá niðurstöðunum að þrálátir bakverkjasjúklingar, sérstaklega konur, hafi minni loftháða

getu en heilbrigðir einkennalausir einstaklingar.

Perry og félagar gerðu tvær rannsóknir á 14 ára unglingum. Önnur (34) sýndi að drengir með meira

þrek voru líklegri til að hafa haft bakverki síðustu mánuði, þó tengslin væru veik. Höfundar töldu líklegt

að drengirnir hafi stundað meira líkamlegt erfiði og aukið þannig álag á hrygginn sem hafi leitt til

bakverkja. Hin rannsóknin (101) sýndi að aukið þrek hafði verndandi áhrif á verki frá hálsi og herðum

meðal stúlkna. Höfundar telja að þessi tengsl gætu verið vegna aukinnar hreyfingar sem hefur sýnt sig

að getur haft verndandi áhrif gegn verkjum frá hrygg. Þetta getur einnig tengst áhrifum þjálfunarleysis,

þar sem konur með verki frá hálsi og herðum hreyfi sig minna og séu því þrekminni en verkjalausar.

Þetta taka Duque og félagar (100) undir þar sem minnkuð loftháð geta geti bæði verið orsök og

afleiðing þrálátra mjóbaksverkja. Minnkuð starfræn geta hafi lífeðlisfræðilegar og sálrænar afleiðingar

sem dragi úr virkni einstaklingsins á starfsvettvangi, við íþróttaiðkun og í daglegu lífi. Hins vegar hafi

gott þrek verndandi áhrif gegn mjóbaksverkjum og almennum meiðslum. Aukin hreyfing í formi æfinga

eða þjálfunar hefur verið talin áhrifaríkt forvarnarinngrip fyrir bak- og hálsverki (102, 103). Svo virðist

sem aukið þrek, sem er mælanleg útkoma úr stöðluðu prófi, sýni sterkari tengsl við minni mjóbaksverk

en hreyfing sem er metin með spurningalistum (75). Þetta gæti bent til þess að hreyfing af þeirri ákefð

og lengd sem eykur þrek sé mikilvæg forvörn fyrir mjóbaksverki.

Þrek er talið að hluta til erfðafræðilega ákvarðað en það getur einnig orðið fyrir miklum áhrifum frá

umhverfinu (100, 104, 105) þar sem hreyfing er líklega aðal áhrifaþátturinn. Þrek er að mestu, þó ekki

eingöngu, ákvarðað af hreyfimynstri síðustu vikna eða mánuða (105). Mælingar á þreki s.s. getu

vöðva og hámarkssúrefnisupptöku eru mælingar sem gefa að hluta til vísbendingu um hve mikið

einsataklingurinn hreyfir sig. Hámarks loftháð geta, metin út frá hámarks súrefnisupptöku, er nátengd

mati á hreyfingu sem felur í sér endurtekna notkun á stórum vöðvum t.d. ganga, hlaupa og hjóla (98).

Ortega og félagar (104) telja að þrek sé í dag álitið einn mikilvægasti ákvörðunarþáttur heilsu þar sem

þrek sé samþætt mæling á flestri ef ekki allri virkni líkamans sem kemur að framkvæmd daglegrar

líkamlegrar virkni eða þjálfunar (stoðkerfi, hjarta- og öndunarstarfsemi, blóðrás, sálar og taugakerfi og

efnaskiptum). Þar með sé verið að kanna virkni allra þessara kerfa þegar verið er að mæla þrek. Þrek

er oft mælt hjá unglingum og hefur nýlega verið sett fram sem öflugt merki um raunverulega heilsu

þeirra og framtíðarheilsu á fullorðinsaldri (104).

Á tímabilinu 1969 til 2009 hefur hlaupatími í 3000m hlaupi 16-18 ára menntaskólanema í Noregi

lengst um 10% meðal drengja og 6% meðal stúlkna. Mesta neikvæða breytingin er meðal þeirra sem

hafa minnsta þrekið, hjá báðum kynjum og bilið milli þeirra sem eru í mesta og besta forminu virðist

vera að aukast (106). Þetta sýndi einnig önnur norsk rannsókn (107) þar sem tekin var saman

hámarks súrefnisupptaka 18-19 ára norskra karla frá árunum 1980-1985 og 2002. Á þessu rúmlega 20

ára tímabili lækkaði VO2max um 8%, líkamsþyngd jókst um 7% og LÞS hækkaði um 6%.

Meðallækkunin á VO2max var vegna þess að fleiri menn voru með lágt eða mjög lágt VO2max og einnig

voru færri með hátt VO2max gildi. Þetta er áhyggjuefni þar sem algengi lífstílssjúkdóma er hærra í

hópum með lágt VO2max (108). Í Amsterdam Growth and Health rannsókninni var einstaklingum fylgt

eftir frá 13-27 ára og áhrif hreyfingar og þreks skoðuð (109). Þátttakendur voru mældir sex sinnum á

þessum tíma með þrekprófi á bretti og spurningalista sem mat hreyfinguna. Aðlagað var fyrir þreki við

Page 22: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

20

13 ára, lífstíl (reykingar, alkóhól og hitaeininganeysla) og líffræðilegum breytum (LÞS, kólesterólmagn

og blóðþrýstingur). Marktæk tengsl voru milli daglegrar hreyfingar, VO2max og Smax, sem var mesti halli

á brettinu í þrekprófinu. Það má því segja að þróun þreks á aldrinum 13-27 ára sé óháð og jákvætt

tengd daglegri hreyfingu á þessu tímabili.

Hreyfing af mikilli ákefð virðist vera lykilþátturinn í að bæta þrek (104, 110). Aukin hreyfing af mikilli

ákefð (>6 METS) tengist frekar auknu þreki í börnum og unglingum en hreyfing af léttari eða miðlungs

ákefð. Samkvæmt rannsókn Nönnu Ýrar Arnardóttur á hreyfingu 9 og 15 ára Íslendinga (111) sýndi

þrekið mesta fylgni við lengd lota í hreyfingu af meðal ákefð eða meiri og var það eina breytan sem

sýndi marktæka fylgni við þrekið eftir að aðlagað var fyrir aldri og kyni. Aðrar rannsóknir hafa sýnt

fylgni milli þreks og mjög mikillar ákefðar (112, 113) en í yfirlitsgrein Parikh og Stratton (110) drógu

þeir þá ályktun út frá 25 rannsóknum um áhrif ákefðar hreyfingar á þrek og fitumagn 5-18 ára

einstaklinga að þó að hreyfing af mikilli ákefð hafi mestu áhrifin á þrek þá hafi lægri ákefðir einnig

marktæk bætandi áhrif. Sama sýndi rannsókn Aries og félaga (114), þar sem hreyfing af mikilli ákefð,

mjög mikilli ákefð og heildarhreyfing sýndu tengsl við þrek. Þá er mikið fitumagn tengt lélegu þreki

(112, 114) og langsniðsrannsókn Eisenmann og félaga (115) sýndi marktæk tengsl milli þreks 16 ára

ungmenna og LÞS (r=−0.34), mittisummáls (r=−0.38) og fituprósentu (r=−0.47) 11 árum síðar.

1.3.2 Líkamsfita

Í rannsóknum á líkamsástandi fólks er líkamsþyngdarstuðllinn (LÞS) oft notaður til að meta holdafar,

þar sem um er að ræða einfalda mælingu í framkvæmd. LÞS tekur ekki tillit til mismunandi

líkamsgerðar þ.e. hlutfalls vöðvamassa og fitumassa sem getur verið mismunandi milli fólks með sama

LÞS (116) og því er nákvæmara að nota mæliaðferðir eins og DEXA til að mæla hlutfall fitu í

líkamanum. Einnig hafa mælingar eins og mittisummál, húðfellingar og hlutfall mittis og mjaðma verið

notaðar til að leggja mat á fitumagnið. Rannsókn á íslenskum 18 ára framhaldsskólastúlkum sýndi að

17,1% þeirra reyndust ofþungar en 4,7% offeitar (117). Af þeim stúlkum sem voru í kjörþyngd var

tæplega helmingur þeirra með of hátt hlutfall fitu af líkamsþyngd sinni en samkvæmt skilgreiningum

telst hlutfall fitu yfir 30% líkamsþyngdar of hátt hjá konum (118).

Offita hefur sýnt fylgni við bakverki meðal ungs fólks (36) og fullorðinna (100) án þess að orsökin

sé alveg ljós. Í rannsókn frá 1999 sýndi LÞS >25 kg/m2 jákvæð tengsl við mjóbaksverki meðal 13-16

ára skólabarna (21) og önnur rannsókn sýndi jákvæð tengsl milli bakverkja og LÞS meðal unglinga í 8.

og 9. bekk (119). Aukið mekanískt álag sökum offitu hefur verið álitið orsökin, en einnig mætti líta á

minnkaða líkamlega virkni sem aðalorsökina. Einstaklingar sem eru ekki virkir eru oftar offeitir en þeir

sem hreyfa sig meira í frítíma eða eru frekar í líkamlega erfiðri vinnu (120). Því má segja að hreyfing

sé mjög áhrifarík aðferð til að minnka líkamsþyngd. Þó að LÞS breytist kannski ekki, minnka æfingar

fitumassa, mittismál og kviðfitu (64) sem hefur jákvæð áhrif á heilsufar. Offita og hjarta- og

æðasjúkdómar meðal fullorðinna eru taldir eiga rætur að rekja til barnæsku og unglingsáranna (121,

122).

Helena rannsóknin fór fram í 10 evrópskum borgum og voru þátttakendur 12-17 ára. Ein rannókn

(123) úr þessum gögnum hafði það markmið að meta hvort ráðleggingar um lágmarkshreyfingu á dag

væru í samræmi við minni hættu á offitu meðal unglinga. Þar kom fram að 18 mínútur á dag í

Page 23: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

21

hreyfingu af mikilli ákefð og 55 mínútur á dag í hreyfingu af meðal til mikilli ákefð greindi marktækt milli

hópsins sem var í kjörþyngd og hinna tveggja, ofþungra og offeitra. Þau sem hreyfa sig minna en

ráðleggingar segja til um auka líkurnar á ofþyngd (OR 1.24, 95% CI 1.01-1.53) og offitu (OR 1.79,

95% CI 1.33-2.42). Mörkin milli hópanna voru meira afgerandi í hreyfingu af mikilli ákefð, 20 mínútur á

dag fyrir drengi og 10 mínútur á dag fyrir stúlkur og telja höfundar ákefðina vera lykilinn í því að

minnka líkurnar á offitu og mikilvægt sé að tiltaka mörk hreyfingar af mikilli ákefð í ráðleggingum um

hreyfingu.

Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn á 15 ára Íslendingum (124), mældust þeir sem hreyfðu sig

minna af meðal og mikilli ákefð með meiri fitu undir húð en jafnaldrar þeirra sem hreyfðu sig meira, og

rannsókn Gutins (112) á 16 ára unglingum sýndi tengsl milli lægri fituprósentu og meiri hreyfingar af

mikilli ákefð, en ekki við magn af meðal ákefð. Parikh og Stratton (110) ályktuðu í yfirlitsgrein sinni að

óháð því hvort meðal eða mikil ákefð sé notuð, þá séu sterkari tengsl milli fleiri slaga/min í hreyfingu

(mælt með hröðunarmæli) og fitumagns. Samkvæmt Wittmeier (125) og félögum sýnir 15 min hreyfing

af mikilli ákefð tengsl við minni líkamsfitu og lækkun á LÞS en það virtist þurfa 45 mínútur af hreyfingu

af meðalákefð til að ná fram sama árangri, en þar var ákefðin mæld í orkueyðslu. Í rannsókn Steele og

félaga (126) minnkaði mittisummálið um 13,2 cm við 6,5 min hreyfingu af mikilli ákefð en við hreyfingu

af meðal ákefð þurfti 13,6 mínútur til að fá fram minnkun um 0,49 cm. Aðrar rannsóknir hafa einnig

sýnt tengsl milli mældrar hreyfingar af mikilli ákefð og líkamsfitu (63, 112, 113, 127) meðal barna og

unglinga. Hreyfimynstrið virðist líka skipta máli í viðbót við ákefðina en í rannsókn Mark og Janssens

(128) kom fram að algengi ofþyngdar var 25% meðal þeirra sem hreyfðu sig mikið af meðal til mikilli

ákefð en voru með hátt prósentuhlutfall af lotum í hreyfingunni en algengi ofþyngdar var 33% ef lág

prósenta var í lotubundinni hreyfingu. Þeir ályktuðu að hreyfing af meðal til mikilli ákefð sem safnast í

lotum spái fyrir um fituvef óháð heildarhreyfingu á meðal til mikilli ákefð.

1.3.3 Beinþéttni

Beinheilsa og bakverkir eru tveir mikilvægir og líklega tengdir þættir í heilsu stoðkerfisins yfir ævina.

Bein bregst við mekanísku álagi og áhrifin hafa tilhneigingu til að vera U laga, þar sem bæði minnkuð

hreyfing og mjög mikil hreyfing sýna tengsl við tap á beinmassa (32). Rannsókn á 25 miðaldra

sjúklingum með þrálátan mjóbaksverk (129) sýndi að 52% þeirra voru með beinþynningu á einum eða

fleiri stöðum og að beinþéttni (BMD) í mjóhrygg var almennt lægri en hjá jafnöldrum í viðmiðunarhópi

án bakverkja. Það verður því að teljast mikilvægt að hvetja bakverkjasjúklinga til að stunda reglulega

þjálfun vegna aukinnar tilhneigingar til beinþynningar. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á áhrifum

þreks og hreyfingar á beinmassa í unglingum benda til þess að tegund hreyfingar eða íþróttaiðkun

gæti verið mikilvægari en magn almennrar hreyfingar, þar sem unglingarnir sem hreyfðu sig minna en

60 min/dag á meðalákefð en komu vel út úr þrekprófum voru með meira beinmagn (BMC) en þeir sem

hreyfðu sig lengur á meðalákefð (130).

Í yfirliti Karlsson (131) dregur hann þá ályktun að hreyfing á unglingsárum geti dregið úr hættu á

beinbroti síðar á ævinni, jafnvel þó hreyfing sé minni á fullorðinsárum. Í annari yfirlitsgrein Khan og

félaga frá 2000 (132) er talað um að hreyfing unglinga skipti sköpum til að ná upp sem mestum

beinmassa og áhrif þess vari fram á fullorðinsár. Samkvæmt The American College of Sports Medicine

Page 24: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

22

(133) benda rannsóknir til þess að þjálfunaráhrif á beinmassa í börnum haldist fram á fullorðinsár, sem

bendi til þess að hreyfing barna hafi langtímaáhrif á beinheilsu og fleiri hafa bent á að lykillinn að góðri

beinheilsu sé að ná upp sem mestum beinmassa á unglingsárunum, þar sem allt að 51% af hámarks

beinmassa fullorðinna myndast á kynþroskaskeiðinu (134, 135). Á Spáni náðu aðeins 48%

einstaklinga á aldrinum 6 til 18 ára amk 60 min hreyfingu á dag (136) sem eru ráðleggingar

Lýðheilsustöðvar um æskilega hreyfingu barna (137). Áhrif hreyfingar á beinheilsu er margþætt; a)

minnkar tap á beinmassa á fullorðinsaldri (138) b) dregur úr fallhættu hjá eldra fólki (139) með auknum

styrk, liðleika, samhæfingu, jafnvægi, viðbragðstíma og úthaldi c) eykur beinmassa á uppvaxtarárum

(140).

Kenningar eru um að meiri hreyfing á uppvaxtarárum leiði af sér aukið þrek og þannig meiri

beinmassa (141). Þrek er tengt beinmassa og beinmyndun meðan á vexti stendur (142) og massi

beinagrindar endurspeglar það sem gerðist í fortíðinni, alveg eins og þrek er talið endurspegla fyrri

hreyfingu (143). Það má segja að sambandið milli þreks og beinmassa sé mótað með hreyfingu á amk

tvo vegu; áhrif hreyfingar á þrek annars vegar og hinsvegar áhrif hreyfingar á vöðvamassa sem sýnir

sterk og jákvæð tengsl við beinmassa. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Gracia-Marco og félaga (130)

benda til þess að 60 min af hreyfingu á miðlungs eða mikilli ákefð á dag tengist betra þreki meðal

unglinga, óháð magni fituvefs. Óvirkir unglingar sem stóðu sig vel í mælingum á líkamlegri hæfni, eins

og hraða, liðleika, styrk og þreki, sýndu meira beinmagn en virkir jafnaldrar þeirra, þrátt fyrir minni

hreyfingu. Þessar óvæntu niðurstöður gætu verið tilkomnar vegna þátta eins og erfða, næringar,

tegund hreyfingar eða íþrótta, hormóna eða aldurs beinagrindarinnar.

Í rannsókn Kempers og félaga (144) sem var hluti af The Amsterdam Growth and Health

Longitudinal Study, skráðu þátttakendur hreyfingu, tóku þrekpróf og einnig var líkamleg hæfni metin

með 6 þátta mælingu á hraða, styrk og liðleika. Niðurstöður sýndu að tengsl voru milli hreyfingar og

líkamlegrar hæfni 13 ára og beinþéttni (BMD) í mjóbaki og mjöðm við 28 ára. Engin tengsl fundust við

þrek eða BMD í úlnlið sem er líkamsstaðsetning sem kemur lítið við sögu í hreyfingu.

1.4 Íslenskar rannsóknir

Ekki eru til gögn um margar rannsóknir á stoðkerfisverkjum Íslendinga. Vinnueftirlitið hefur gert ýmsar

rannsóknir á ákveðnum starfstéttum og svo hafa verið gerðar rannsóknir á algengi íþróttameiðsla og

þá oftast í ákveðnum íþróttagreinum. Rannsókn á stoðkerfisverkjum 18 ára framhaldsskólanema frá

2005 leiddi í ljós að 56% stúlkna og 43% drengja sögðust finna fyrir verkjum (145), 54% þátttakenda

töldu sig vera í lélegu eða sæmilegu formi og af þeim kvörtuðu 57% um verki. Í annarri rannsókn á

framhaldsskólanemum (146) frá 1996 sögðust 81% hafa fundið til verkja frá hálsi og hnakkasvæði og

14% þeirra töldu óþægindin hafa dregið úr virkni sinni sl 12 mánuði. Hér voru einnig fleiri stúlkur með

verki en strákar. Þá var gerð rannsókn á 2173 íslenskum skólabörnum 11-12 og 15-16 ára árið 1989

(147). Algengi bakverkja amk vikulega var 25,4% í 15-16 ára hópnum en 15,3% meðal 11-12 ára og

var enginn munur milli kynja. Bakverkur sýndi tengsl við atferlisþætti eins og þátttöku í íþróttum,

kyrrsetu, matarvenjur og reykingar. Einnig voru tengsl við morgunþreytu, félagslegan stuðning og

aldur.

Page 25: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

23

Hreyfing og holdarfar íslenskra ungmenna hefur þó nokkuð verið skoðað. Árið 2003 var hreyfing

mæld hjá 9 og 15 ára börnum. Samkvæmt þeirri rannsókn (124) uppfylla einungis 1,5% 15 ára stúlkna

og 4,5% 15 ára drengja ráðleggingar frá Lýðheilsustöð (137) um 60 min hreyfingu að lágmarki á dag

af meðal erfiðri eða erfiðri ákefð. Sama rannsókn sýndi að 20% 9 ára barna eru ofþung eða offeit og

15% 15 ára barna (148). Í rannsókn á 3.270 11-16 ára grunnskólanemendum kom fram að stúlkur

voru meira í kyrrsetu en drengir og voru síður í erfiðri þjálfun í frítíma (149). Það var þó enginn

kynjamunur á heildarhreyfingu. Kyrrseta jókst og hreyfing minnkaði, einkum eftir að komið var fram á

unglingsár. Það var þó ekki aldursmunur á hreyfingu af mikilli ákefð, þannig að þó að eldri börnin hafi

hreyft sig sjaldnar þá voru loturnar lengri þegar þau hreyfðu sig og af meiri ákefð. Nemendur frá

tekjuhærri heimilum hreyfðu sig meira og voru minna í kyrrsetu en þau sem komu frá tekjulægri

heimilum (150).

Í nýlegri rannsókn á 18-19 ára framhaldsskólanemum (151) var kyrrseta pilta hins vegar marktækt

meiri en stúlkna. Meirihluti nemanna hreyfði sig langt undir ráðlagðri lágmarkshreyfingu sem höfundur

telur áhyggjuefni vegna áhrifa á heilsu þeirra og áhættu gagnvart sjúkdómum tengdum kyrrsetu. Þá

náði þrek þeirra vart meðalviðmiðunum jafnaldra þeirra á alþjóðavísu en þeir sem æfðu oftar en

þrisvar sinnum í viku með ákefð yfir 6 METs voru með betra þrek. Því fleiri klukkustundir sem þeir voru

í kyrrsetu því verra þrek höfðu þeir og hærri LÞS. Húðfellingar stúlknanna voru nokkuð miklar miðað

við LÞS sem getur bent til of lítils vöðvamassa vegna lítillar þjálfunar. Helstu ályktanir höfundar eru að

framhaldsskólanemar hreyfi sig of lítið í daglegu lífi til að vega upp á móti kyrrsetu sem er mjög ríkjandi

í lífsstíl þeirra. Önnur eldri rannsókn (152) á 16-20 ára stúlkum, þar sem hreyfing var metin með

spurningalistum, sem hafa frekar tilhneigingu til að ofmeta hreyfinguna, var skráð hreyfing mest í 16

ára hópnum (6,2 klst/viku) og minni í 18 (3,6 klst/viku) og 20 ára (3,9 klst/viku) hópunum. Um 20%

þátttakenda skráði hreyfingu minni en ½ klst/viku.

Í rannsókn sem birt var 2008 (153) á 14-20 ára Íslendingum kom fram að það hafði verið lítil en

stöðug aukning á hreyfingu af mikilli ákefð á árunum 1992-2007 og 15% aukning var á þátttöku 14-15

ára unglinga í íþróttastarfi. Þar kom þó einnig í ljós að fleiri hreyfa sig lítið eða 22,9% í stað 15,8% og

að rúmlega helmingur unglinganna ná ekki viðmiðum Lýðheilsustöðvar um lágmarkshreyfingu á dag. Í

sömu rannsókn var einnig skoðuð þróun og algengi ofþyngdar (154) og fjölgaði ungu fólki í ofþyngd á

þessum tíma hjá báðum kynjum í öllum aldurshópum nema 14 og 20 ára stúlkum og algengi offitu

jókst meðal drengja í öllum aldurshópum nema 16 ára og hjá stúlkum 15 og 20 ára. Einnig var skoðað

úr sömu gögnum (155) hvort menntunarstig foreldra skipti máli varðandi líkur á offitu og ofþyngd

meðal 16-20 ára. Líkurnar á ofþyngd voru mestar í öllum mælingunum (1992, 2004, 2007 og 2010)

fyrir þau ungmenni sem áttu foreldra með lægsta menntunarstigið og minnstar ef foreldrar voru með

hæsta menntunarstigið. Bilið milli hópanna jókst með tímanum og hafði menntun föður meiri áhrif en

móður.

Page 26: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

24

1.5 Samantekt

Þrálátir stoðkerfisverkir eru mikil félags- og efnahagsleg byrði fyrir samfélagið og forvarnir því

mikilvægar. Stoðkerfisverkir eru algengir í ungu fólki, algengari meðal kvenna en karla og algengið

eykst með aldrinum. Líkurnar á stoðkerfisverkjum á fullorðinsaldri aukast ef viðkomandi er með verki á

unglingsaldri. Tengslin milli stoðkerfisverkja og hreyfingar eru talin U-laga þar sem kyrrseta og þátttaka

í keppnisíþróttum eykur líkurnar á stoðkerfisverkjum. Einnig eru tengsl milli stoðkerfisverkja og

aukinnar líkamsfitu, minna þreks og jafnvel minni beinþéttni. Þá eru tengsl milli hreyfingar og þreks

barna og unglinga við hreyfingu, þrek og líkamsfitu á fullorðinsaldri.

Page 27: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

25

2 Markmið

Markmið rannsóknarinnar eru tvennskonar;

a) Hversu algengir eru stoðkerfisverkir hjá ungu fólki og á hvaða líkamssvæðum er algengast að þau séu með verki? Er marktækur munur á algengi verkja milli kynjanna eða árganganna tveggja?

Tilgátan er sú að verkir frá hálsi og hnakka og mjóbaki séu algengastir, að algengara sé að stúlkur séu með verki frá stoðkerfi en piltar og að algengi sé hærra meðal 23 ára en 17 ára.

b) Eru marktæk tengsl milli stoðkerfisverkja og árganga, kyns, hreyfingar, þreks, beinþéttni, LÞS og holdafars í dag og fyrir átta árum?

Rannsóknartilgátan er sú að stoðkerfisverkir séu algengari hjá þeim sem hreyfa sig minna og hafa minna þrek bæði í dag og fyrir átta árum. Einnig að þeir sem hafi verki frá stoðkerfi séu með minni beinþéttni og hafi meiri líkamsfitu en þeir sem eru ekki með verki.

Page 28: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

26

3 Efni og aðferðir

3.1 Þátttakendur

Í upphafi var send inn umsókn til Vísindasiðanefndar og rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar.

Þátttakendur í þessari rannsókn höfðu allir tekið þátt í rannsókninni Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga sem

gerð var árið 2003 og voru þá 931. Í úrtakinu voru einstaklingar fæddir 1994 annars vegar og 1988

hins vegar. Af höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði) voru 60%, 35% frá

þéttbýliskjarna á landsbyggðinni (Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum) og 5% frá dreifbýli

(Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og nágrenni Egilsstaða). Að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar

(VSNa2003060014/03.1) Persónuverndar og Geislavarna ríkisins fengu þeir 813 sem enn voru

skráðir í Þjóðskrá úr fyrir rannsókninni sent bréf þar sem þeim var boðin þátttaka í rannsókninni

Atgervi ungra Íslendinga (Sjá fylgiskjal 1), en þessi ritgerð er ein af verkefnunum sem unnin eru úr

gagnagrunni rannsóknarinnar. Nokkrum dögum eftir að bréfin voru send út var hringt í viðkomandi og

þeim boðið að taka þátt og að mæta í mælingu. Byrjað var að senda bréf til þeirra sem bjuggu á

Egilsstöðum um miðjan ágúst 2011, viku síðar til einstaklinga á Húsavík og í byrjun september til

Akureyringa. Einstaklingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu fengu sent bréf á tímabilinu október til

nóvember 2011. Þátttakendur voru annars vegar 17 ára, fæddir árið 1994 og þurftu því að skila inn

undirrituðu samþykki frá forráðamanni sem leyfði þátttöku þeirra (fylgiskjal 2) og hins vegar 23 ára,

fædd 1988 og því sjálfráða. Allir þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki áður en rannsókn hófst

(fylgiskjal 3). Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands yfir árið 2011 voru 17 ára einstaklingar búsettir á

Íslandi 4.786 og 23 ára voru 4.577 einstaklingar. Tafla 1 sýnir hversu margir mættu í mælingar úr

hvorum árgangi af úrtakshópnum og ástæður þess að hinir tóku ekki þátt.

Tafla 1. Þátttaka úrtaksins.

Úrtakshópur í rannsókn 2011

Send bréf Mældir Náðist ekki í Afþökkuðu Búa erlendis/

utan mælingast.

Veikindi/ skróp í

mælingu

Fædd

1988

357 201 31 72 33 20

Fædd

1994

456 256 44 89 31 36

Samtals 813 457 75 161 64 56

Þátttakendur voru alls 457, þar af voru konur 215 og karlar 242. Í árgangnum 1988 voru 201 sem

tóku þátt (109 karlar, 92 konur) og 256 fædd árið 1994 (133 karlar, 123 konur). Skipting eftir búsetu

var þannig að 251 bjuggu á höfuðborgarsvæðinu árið 2003, 159 á Akureyri og 47 frá Egilsstöðum og

Húsavík.

Page 29: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

27

3.2 Mælingar

Mælingarnar fóru fram frá ágúst 2011 til janúar 2012. Þátttakendur á Húsavík og Egilsstöðum gátu

valið um að mæta í beinþéttnimælinguna á Akureyri eða í Reykjavík. Einungis þátttakendur sem fóru í

blóðprufu í síðustu rannsókn voru boðaðir í blóðprufu núna hjá hjúkrunarfræðingi á fastandi maga.

Þátttakendur í Reykjavík komu flestir tvisvar í mælingar.

Þátttakendur byrjuðu á því að svara spurningalista. Þegar þau voru hálfnuð gegnum listann (á bls

10) var blóðþrýstingurinn mældur. Sú mæling var svo endurtekin þegar þau höfðu lokið við að svara

spurningalistanum. Ef blóðþrýstingur mældist óeðlilega hár (yfir 90 í neðri mörk og 140 í efri mörk), var

þriðju mælingunni bætt við eftir að þau höfðu hjólað í 5 mínútur. Ef hann var enn of hár í þeirri

mælingu, þá fengu þau ekki að taka þrekprófið. Þá fóru fram mælingar á holdafari, hæð og þyngd. Að

síðustu var festur á þau púlsmælir og þau tóku þrekprófið á hjóli. Eftir þrekprófið var púlsmælirinn

tekinn af og þeim boðið upp á vatn að drekka og ávexti. Áður en þau fóru voru hreyfimælarnir settir á

þau, sem þau þurftu svo að skila viku síðar þegar þau komu í beinþéttnimælinguna.

3.3 Spurningalisti

Spurningalistinn metur lífstíl (ss. íþróttaiðkun, tómstundir, búsetu ofl.), andlega líðan og félagslega

þætti. Að auki er spurt um verki frá hreyfi- og stoðkerfi með spurningarlista sem var settur saman að

fyrirmynd staðlaða norræna spurningalistans um óþægindi frá hreyfi og stoðkerfi(156), en hann hefur

verið prófaður fyrir réttmæti og áreiðanleika (157, 158). Vinnueftirlit ríkisins hefur íslenskað listann og

var hann forprófaður á slembiúrtaki af íslensku þjóðinni (159). Örlitlar breytingar voru gerðar á orðalagi

listans við þessa rannsókn. Til dæmis var ákveðið að spyrja um verki en ekki óþægindi. Það var gert

eftir að tvö af sex 16-17 ára ungmennum sem forprófuðu listann spurðu sérstaklega út í hvað ég ætti

við með „óþægindi“. Einnig var spurt hér hvort verkirnir hafi hamlað daglegri virkni en ekki daglegum

störfum eins og gert er í upprunalega listanum. Spurningalistinn hefur mest verið notaður við

rannsóknir á óþægindum frá hreyfi- og stoðkerfi og álagseinkennum mismunandi starfsstétta. Orðalag

listans er því miðað að því þegar spurt er hvort óþægindin hafi áhrif á dagleg störf fólks. Þátttakendur í

þessari rannsókn eru flest í skóla, vinnu eða bæði og beinist spurningin hér frekar að því hvort

verkirnir hafi áhrif á það sem þau eru að gera (nám, íþróttir, störf, tómstundir) dags daglega en ekki

bara hvort þau geti ekki sinnt starfi sínu. Hér var orðalaginu því breytt þannig að það sé meira

almenns eðlis. Annars vegar er spurt; hefur þú einhvern tímann síðast liðna 12 mánuði haft verki sem

höfðu áhrif á daglegt líf þitt? Og hinsvegar; hversu lengi hefur þú haft verki sem höfðu áhrif á daglegt

líf þitt? Spurt var um verki á níu líkamssvæðum í hvorri spurnignu (sjá fylgiskjal 4). Svörin voru tekin

saman og algengi stoðkerfisverkja fundið.

Til að geta borið saman árganga og kyn, voru liðir 1-3 (já daglega, já vikulega og já mánaðarlega)

sameinaðir í eitt já svar og 4-5 (já sjaldan og nei) í nei. Til að finna út breytu úr spurningalistanum um

algengi stoðkerfisverkja sem hægt væri að nota í útreikninga á tengslum við hinar breyturnar, var

settur upp samanlagður kvarði og fengin út samanlögð breyta fyrir heildartíðni stoðkerfisverkja.

Líkamssvæðin eru níu og því möguleikar á níu verkjasvörum. Þá skiptir máli á hve mörgum

líkamssvæðum viðkomandi hefur verki og líka hversu oft og báðir möguleikar vega jafnþungt.

Svarmöguleikarnir á hverju svæði fyrir sig eru fimm og því var hæst hægt að skora 45 (9*5), ef

Page 30: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

28

viðkomandi var aldrei með verki á níu stöðum. Til að snúa því við var 45 dregið frá útkomunni, svo

engir verkir eru 0 og því hærri tala, því meiri verkir. Ef ekkert svar var skráð fékk spurningin gildið núll.

Við spurningunni um hve lengi verkirnir höfðu varað, var svarmöguleiki 5 (aldrei) endurskilgreindur 0

og líkamssvæðin lögð saman og búin til breyta fyrir varanleika stoðkerfisverkja. Mest var hægt að

skora 36 stig hér (9*4), með því að hafa verki á öllum líkamssvæðum í meira en ár.

3.4 Hreyfing

Ákefð og tímalengd hreyfingar var mæld með hröðunarmælum (ActiGraph™) sem þátttakendur fengu

afhenta þegar þau komu inn til mælinga og báru í belti eða teygju í mittið við hægri mjöðm í sex daga.

Mælarnir meta hreyfingu í lóðréttu plani í samræmi við tíðni og ákefð hreyfingar. Gögnum er safnað á

1 mínútu fresti og eru vistuð í hreyfimælinum og hlaðið yfir á tölvu. Mælarnir voru teknir af á næturna

og þegar þau böðuðu sig eða fóru í sund. Aðalútkomubreytur hreyfimælinganna eru;

- Heildarslög á dag

- Mínútur á dag á meðalákefð

- Mínútur á dag á mikilli ákefð

- Fjöldi 10 mínútna lota á meðalákefð

- Fjöldi 10 mínútna lota á mikilli ákefð.

Þessar breytur voru unnar úr gögnunum bæði frá 2003 og 2011, alls 10 breytur. Meðalákefð er

skilgreind sem 2000 slög/min fyrir börn (160) en 2020 fyrir fullorðna. Mikil ákefð er 3400 slög/min fyrir

börn en 5999 fyrir fullorðna. Hér var miðað við tölur fyrir fullorðna fyrir báða hópana. Allar breyturnar

eru vegið meðaltal af hreyfingu á virkum degi eða um helgi. Til að hreyfimælingin teldist gild þurfti

viðkomandi að bera mælinn í minnst tvo virka daga og einn helgardag, að lágmarki í 10 klst á dag.

3.5 Holdafar

Holdafarsmæling var gerð með því að mæla þykkt húðfellinga (áætluð húðfita) á átta stöðum á

líkamanum með Lange húðfellingamæli: 1) aftan á miðjum upphandlegg (triceps), 2) framan á miðjum

upphandlegg (biceps), 3) neðan herðablaðs (subscabular), 4) ofan við brjóst (á ská helming (karlar)

eða þriðjung (konur) leiðarinnar milli handarkrikans og geirvörtunnar), 5) á síðu (lóðrétt fyrir miðju

handarkrikans á móts við flagbrjóskið (xiphoid process), 6) á kvið (lóðrétt 2 sm til hægri við naflann), 7)

ofan mjaðmakambs (suprailiac, á ská beint ofan mjaðmarspaðans í beinni línu frá fremsta hluta

handarkrikans), 8) á læri (lóðrétt miðja vegu milli efri brúnar hnéskeljarinnar og nárans). Gerðar voru

þrjár mælingar á hverjum stað og fundið meðaltal í mm. Í rannsókninni 2003 voru samanlögð meðaltöl

af fjórum stöðum notuð (1,2,3 og 7) (161). Þá var mæld líkamshæð og þyngd á léttum nærfatnaði

samkvæmt hefðbundnum aðferðum með nákvæmni uppá 0,1 sm (hæð) og 0,1 kg (þyngd). Sami aðilli

sá um allar holdafarsmælingarnar.

Reiknaður var út líkamsþyngdarstuðull, LÞS (e.body mass index (BMI); þyngd/hæð2,

kg/m

2) en

hann gefur vísbendingar um holdafar sem hægt er að bera saman við alþjóðleg viðmiðunargildi (IOTF:

International Obesity Task Force) (162). Líkamsþyngdarstuðullinn hefur einnig verið notaður til að

flokka einstaklinga í of létt (LÞS<18,5 kg/m2), í kjörþyngd (LÞS 18,5-25 km/m

2), ofþyngd (LÞS 25-30

kg/m2), offitu I (LÞS 30-35 kg/m

2) og offitu II (LÞS>35 kg/m

2) (162). Einar sér gefa þessar mælingar

Page 31: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

29

ekki áreiðanlegar upplýsingar því þarna er ekki gerður munur á vöðva og fituvef (163). Mikilvægt er því

að nota þessar upplýsingar með öðrum mælingum s.s. þykkt húðfellinga. Þannig fást upplýsingar um

þykkt fituvefs undir húðinni en sú þykkt tengist heildarlíkamsfitu einstaklingsins. Útkomubreyturnar á

holdafari eru LÞS 2003, LÞS 2011, húðsumma 2003, húðsumma 2011 og fituprósenta.

3.6 Þrek

Þrek var mælt með hámarksprófi á rafstýrðu þrekhjóli (Monark 839E, Vansbro, Sweden). Þátttakendur

voru með þráðlausan púlsmæli frá Polar Pacer Tester sem festur var í teygjubelti um brjóstkassa og

mældi hjartslátt allan tímann meðan mælingin fór fram. Brýnt var fyrir þátttakendum að um

hámarkspróf væri að ræða og jafnframt að þeim væri frjálst að hætta hvenær sem er meðan á prófinu

stæði. Þrekmælingin var með stigvaxandi vinnuálagi og þyngdist á 3ja mínútu fresti þar til viðkomandi

gat ekki meir. Konur byrjuðu með 40 W álag sem jókst þá um 40 W á 3ja mínútu fresti og hjá körlunum

var hvert stig 50 W. Þá voru þátttakendur beðnir um að meta áreynsluna á Borg skalanum í lok hvers

stigs og í lok mælingarinnar. Skilgreiningin á hámarksprófi var ef hámarkspúls náði að lágmarki 185

slögum/min og að viðkomandi upplifði erfiðið að minnsta kosti 19 á Borg skalanum. Ef aðeins annað

atriðið náðist var það mat mælingaraðilans hvort þrekmælingin teldist hámarkspróf.

Skráður var hámarkshjartsláttur, tími að örmögnun og hámarkswött úr prófinu. Tekið var mið af

síðustu sekúndu sem viðkomandi náði að halda 40 snún./mín á hjólinu. Ef hraðinn fór undir það, telst

viðkomandi vera hættur. Reiknað var hversu lengi viðkomandi hafði hjólað á því stigi sem hann var á

þegar hann hætti og þannig fundin út heildarwött með formúlunni:

Wmax=W1 + W2*T/180.

W1 er þá heildarwött á síðasta kláraða stigi. W2 er wött á lokastigi (ókláraða) og T er tími í sekúndum á

lokastiginu. Þrektalan er svo reiknuð þannig: heildarwött/kg líkamsþyngdar og notuð sem

útkomubreyta. Sýnt hefur verið fram á að hámarks vinnugeta (W/kg) er réttmætt og áreiðanlegt mat á

áætlaða hámarkssúrefnisupptöku, VO2 max (ml/kg/min) (164).

3.7 Beinþéttni og fituhlutfall

Beinþéttni var mæld á tveimur stöðum á landinu í DEXA, annars vegar í Hjartavernd í Kópavogi og

hins vegar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við útreikninga var sett inn breyta til að leiðrétta fyrir

staðsetningu þar sem ekki var notað sama tækið á alla þátttakendur og skekkja getur verið milli

tækjanna. Breyturnar sem voru notaðar úr þessari mælingu voru beinþéttni, BMD (Bone Mineral

Density) í g/cm2 og fituprósenta sem er reiknuð út frá fitumassa í kg (152, 165, 166). Hér eru báðar

breyturnar hlutfall af líkamsstærð.

3.8 Tölfræðiúrvinnsla

Notast var við SAS tölfræðiforrit við útreikninga á niðurstöðum. Við útreikninga á algengi

stoðkerfisverkja og hversu lengi þeir höfðu varað var notuð einþátta tíðnigreining og útkomu skipt í

hópa eftir kyni og árgöngum. Notuð var lógísk aðhvarfsgreining til að reikna út hvort marktækur munur

væri á daglegum, vikulegum eða mánaðarlegum verkjum frá stoðkerfi milli kynja eða árganga og voru

bæði skoðuð aðskilin áhrif (e. main effect) og víxlhrif (e. interaction).

Page 32: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

30

Samanlögðu breyturnar á heildartíðni og varanleika stoðkerfisverkja voru notaðar til að reikna út

tengsl við hinar breyturnar með Spearman correlation. Þær breytur sem sýndu marktæka fylgni hér

með p<0,05 voru svo notaðar í línulegri aðhvarfsgreiningu (general lineal models). Notuð var negative

binominal umbreyting þar sem hátt hlutfall svara hér er 0 og dreifingin því skekkt. Verkir eru háð breyta

í útreikningunum og var marktækni miðuð við p<0,05. Reiknað var hættuhlutfall og 95% öryggismörk

út frá aðhvarfsstikum.

Page 33: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

31

4 Niðurstöður

4.1 Algengi stoðkerfisverkja

Til að meta algengi stoðkerfisverkja var annars vegar spurt hversu oft viðkomandi hafi haft verki og

hins vegar hversu lengi stoðkerfisverkir höfðu verið á hverju svæði fyrir sig. Niðurstöður um hversu oft

þátttakendur voru með verki frá stoðkerfinu sem höfðu áhrif á daglega virkni þeirra síðast liðna 12

mánuði má sjá á myndum 1-4 þar sem kemur fram hvernig tíðnin skiptist eftir líkamssvæðum og

hversu oft þátttakendur voru með stoðkerfisverki. Sér mynd er fyrir hvern hóp, skipt eftir kyni og aldri.

Mynd 1. Hlutfall 17 ára karla sem voru með verki. Á myndinni sést hve hátt hlutfall var með verki á hverju líkamssvæði fyrir sig og hversu oft þeir voru með verki.

Mynd 2. Hlutfall 17 ára kvenna sem voru með verki. Á myndinni sést hve hátt hlutfall var með verki á hverju líkamssvæði fyrir sig og hvernig tíðni verkja skiptist.

Page 34: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

32

Mynd 3. Hlutfall 23 ára karla sem voru með verki. Á myndinni sést hve hátt hlutfall var með verki á hverju líkamssvæði fyrir sig og hvernig tíðni verkjanna var.

Mynd 4. Hlutfall 23 ára kvenna sem voru með verki. Á myndinni sést hve hátt hlutfall var með verki á hverju líkamssvæði fyrir sig og hvernig tíðni verkja var.

Á mynd 5 má sjá samanburð á algengi stoðkerfisverkja milli aldurshópanna og kynja þar sem tekið

er saman hlutfall þátttakenda í hverjum hópi fyrir sig sem var með verki annað hvort daglega, vikulega

eða mánaðarlega í heildar já breytu. Samkvæmt mynd 5 eru verkir daglega, vikulega eða

mánaðarlega hlutfallslega algengastir meðal 17 ára kvenna á fjórum líkamssvæðum og þar eru verkir

10-15% algengari en hjá næsta hópi fyrir neðan. Á fimm líkamssvæðum eru verkir hlutfallslega

algengastir meðal 23 ára kvenna og þar eru verkirnir 0,03-6% algengari en hjá hópnum með

hlutfallslega næst mesta algengið.

Page 35: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

33

Mynd 5. Samanburður á milli kynja og aldurshópa á hlutfalli þátttakenda með verki frá stoðkerfinu daglega, vikulega og mánaðarlega síðast liðna 12 mánuði.

Marktækur munur er milli kynja á verkjum í herðum og öxlum (p=<0,0001), úlnliðum (p=0,01), efra baki

(p=0,005), neðra baki (p=0,014) og mjöðmum (p=0,003), þar sem konur eru hlutfallslega feiri með

verki en karlar. Þá er marktækur munur á stoðkerfisverkjum milli árganga í hnjám (p=0,002) og ökklum

(p=0,013) þar sem hlutfallslega fleiri í yngri árgangnum eru með verki. Marktæk víxlhrif eru milli kynja

og árganga í hnjám (p=0,045) og munurinn á árgöngunum með tilliti til verkja í efra baki er nálægt því

að vera marktækt meiri hjá konum en körlum (þ.e. víxlhrifin p=0,077).

4.2 Varanleiki stoðkerfisverkja

Mynd 6 sýnir samanburð á hlutfalli þátttakenda í hverjum hópi fyrir sig sem eru með nýtilkomna

stoðkerfisverki eða verki sem hafa varað skemur en í einn mánuð. Þar má sjá að hlutfallslega fleiri

karlar eru með nýtilkomna stoðkerfisverki á fimm líkamssvæðum af níu og á þremur líkamssvæðum er

hlutfallslega algengast að 23 ára konur hafi verið með verki skemur en einn mánuð. Þá má sjá

samanburð á mynd 7 á hlutfalli þátttakenda eftir kyni og aldri sem hafa verið með verki frá stoðkerfinu

lengur en í eitt ár. Á fimm líkamssvæðum eru verkir lengur en í eitt ár hlutfallslega algengastir meðal

17 ára kvenna og á fjórum líkamssvæðum er hlutfallslega algengast að 23 ára konur hafi verið lengi

með verki.

Page 36: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

34

Mynd 6. Hlutfall þátttakenda með stoðkerfisverki sem varði skemur en í einn mánuð. Hér sést skipting milli aldurshópa og kynja og hve hátt hlutfall í hverjum hópi fyrir sig er með nýlega stoðkerfisverki.

Mynd 7. Hlutfall þátttakenda með verki lengur en í eitt ár. Hér sést hve hátt hlutfall í hverjum hópi fyrir sig hefur haft stoðkerfisverki lengur en í eitt ár.

Verkir í efra baki (28,5%), neðra baki (42,3%) og hnjám (28,5%) eru hlutfallslega algengastir hjá

yngri konunum og á öllum þessum svæðum hafa þær hlutfallslega flestar verið með verki lengur en í

eitt ár (17,4% í efra baki, 28,1% í neðra baki og 24,4% í hnjám). Meðal yngri karlanna eru verkir í

neðra baki (24%) og hnjám (18%) hlutfallslega algengastir en 18,3% segja verkina í neðra baki hafa

varað skemur en í einn mánuð en 16% þeirra hafa verið með verki í hnjám lengur en í eitt ár.

Page 37: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

35

4.3 Tengsl stoðkerfisverkja og hreyfingar, þreks, beinþéttni og holdafars

Tafla 2. Földi, meðaltal og staðalfrávik fyrir hverja breytu, skipt eftir kyni og árgangi.

Fjöldi, meðaltal og staðalfrávik óháðra breyta

Karlar fæddir 1994 Konur fæddar 1994 Karlar fæddir 1988 Konur fæddar 1988

N Mean Std dev N Mean Std dev N Mean Std dev n Mean Std dev

LÞS 2003 (kg/m2) 133 17,18 2,72 123 17,04 2,37 109 20,64 3 92 20,89 2,78

Húðsumma 2003 (mm) 133 36,9 21,52 123 45,04 21,01 109 43,41 24,28 92 63,76 22,99

Þrek 2003 (W/kg) 61 3,51 0,64 60 3,05 0,56 66 3,82 0,65 58 3,07 0,46

Heildarhreyf 2003 (x1000 slög/dag) 56 534 154 62 479 158 65 468 184 52 380 96

Meðalákefð 2003 (min/dag) 56 79,94 29,49 62 64,36 28,19 65 71,01 30,84 52 53,63 16,5

10 min lotur/meðalák 2003(min/dag) 56 30,9 21,01 62 20,62 15,11 65 31,61 22,15 52 20,26 11,31

Mikil ákefð 2003 (min/dag) 56 30,06 17,36 62 23,44 14,15 65 38,3 20,44 52 25,71 10,68

10 min lotur/mikilli ák 2003(min/dag) 56 6,63 8,04 62 3,94 5,2 65 14,66 14,03 52 6,67 5,84

LÞS 2011 (kg/m2) 133 22,81 4,92 123 22,99 3,83 109 24,85 4 92 23,53 3,7

Húðsumma 2011 (mm) 133 92,23 53,69 123 138,98 44,89 109 105,61 47,38 92 131,58 52,84

Þrek 2011 (W/kg) 117 3,15 0,62 92 2,38 0,436 97 3,03 0,49 79 2,47 0,52

Heildarhreyf 2011 (x1000 slög/dag) 125 272 140 119 230 85 104 228 113 87 212 85

Meðalákefð 2011 (min/dag) 125 38,91 25,89 119 28,7 16,27 104 26,46 16,67 87 23,94 15,09

10 min lotur/meðalák 2011(min/dag) 125 17,45 21,85 119 10,12 10,27 104 9 11,2 87 9,33 9,45

Mikil ákefð 2011 (min/dag) 125 3,84 5,83 119 2,43 4,19 104 2,59 3,83 87 1,66 2,85

10 min lotur/mikilli ák 2011(min/dag) 125 1,12 3,09 119 0,89 2,58 104 0,94 2,39 87 0,56 1,78

Beinþéttni 2011 (g/cm2) 106 2 1,08 101 2,07 1,18 93 1,62 0,85 81 1,53 0,93

Fituprósenta 2011 (%) 106 19,81 8,37 101 32,26 6,45 93 20,84 6,85 81 31,59 7,18

Page 38: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

36

Samanlögð breyta með heildartíðni stoðkerfisverkja frá líkamssvæðunum níu var notuð til að skoða

hvort marktæk tengsl væru milli tíðni stoðkerfisverkja og árganga, kyns, hreyfingar, þreks, húðsummu

og LÞS bæði 2003 og 2011 og við beinþéttni og fituprósentu 2011, alls 20 breytur. Í töflu 2 má sjá lista

yfir allar breyturnar. Þar kemur fram hversu margir einstaklingar eru í hverri mælingu, meðaltal og

staðalfrávik mælinganna, skipt eftir aldri og kyni. Þær breytur sem sýndu marktæk tengsl við algengi

stoðkerfisverkja síðast liðna 12 mánuði má sjá í töflu 3.

Tafla 3. Breytur sem sýndu marktæk tengsl við heildartíðni stoðkerfisverkja.

Tengsl við heildartíðni stoðkerfisverkja

Breytur Hættu-

hlutfall

95% öryggismörk Pr > Chi sq

Type 3 Analysis

Kyn 0,656 0,533-0,806 <0,0001

Þrek 2003 (W/kg) 0,749 0,610-0,919 0,0058

10 min lotur á mikilli ákefð 2003(min/dag) 0,984 0,970-0,999 0,0415

Húðsumma 2003 (mm) 1,006 1,002-1,010 0,0066

LÞS 2011 (kg/m2) 1,028 1,006-1,052 0,0107

Húðsumma 2011 (mm) 1,002 1,000-1,004 0,0194

Meðalákefð 2011 (min/dag) 0,994 0,989-1,000 0,0479

Þrek 2011 (W/kg) 0,760 0,634-0,909 0,0028

Fituprósenta 2011 (%) 1,021 1,009-1,033 0,0006

Hættuhlutfall er <1 ef tengslin eru neikvæð og >1 ef tengslin eru jákvæð. Samkvæmt hættuhlutfalli í

töflu 3 sést að heildar verkjatíðni var 34,4% lægri meðal karla en kvenna. Þá sýnir taflan að ef þrekið

2003 eykst um eina einingu sem jafngildir 1 W/kg þá minnkar heildar verkjatíðnin um 25,1% en 24% ef

þrek 2011 eykst um eina einingu. Þá minnkar heildartíðni stoðkerfisverkja um 1,6% ef hreyfing af

mikilli ákefð í lotum sem vara a.m.k. 10 mín, eykst um 1 mín/dag að meðaltali fyrir árið 2003 og um

0,6% ef hreyfing af meðalákefð eykst um 1 min á dag 2011. Ef húðsumman 2003 eykst um eina

einingu sem er 1 mm, þá eykst heildar verkjatíðni um 0,6% og ef húðsumman 2011 eykst um 1 mm þá

eykst heildar verkjatíðnin um 0,2%. Aukning á LÞS 2011 um 1 kg/m2

eykur heildar verkjatíðni um

2,8% og ef fituprósentan eykst um 1% verður 2,1% aukning á heildar verkjatíðninni.

Þar sem verulegur kynjamunur er á algengi stoðkerfisverkja voru tengslin við þessar breytur

skoðuð eftir að leiðrétt hafði verið fyrir áhrifum kyns. Í töflu 4 má sjá hvaða breytur sýna þá mestu

tengslin við heildar verkjatíðni. Þar má sjá að húðsumma og þrek frá 2003 sýna ekki marktæk tengsl

en eru nálægt því. Heildar verkjatíðni minnkar um 18,5% þegar þrekið 2003 eykst um 1 W/kg og ef

fituprósenta eykst um 1 % þá eykst heildar verkjatíðnin um 1,4% og um 3,2% ef LSÞ 2011 eykst um 1

kg/m2.

Page 39: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

37

Tafla 4. Breytur sem sýna mestu tengsl við heildartíðni stoðkerfisverkja eftir leiðréttingu fyrir kyni.

Tengsl við heildartíðni stoðkerfisverkja með leiðréttingu fyrir kyni

Breytur Hættuhlutfall 95% öryggismörk Pr > Chi sq Type 3 Analysis

Húðsumma 2003 (mm)

Kyn

1,004

0,685

1,000-1,008

0,555-0,846

0,051

0,001

Þrek 2003 (W/kg)

Kyn

0,815

0,756

0,655-1,161

0,560-1,022

0,068

0,069

Fituprósenta 2011 (%)

Kyn

1,014

0,812

1,000-1,029

0,619-1,064

0,047*

0,131

LÞS 2011 (kg/m2)

Kyn

1,032

0,635

1,010-1,055

0,518-0,780

0,003*

<0,0001

*marktæk fylgi við heildartíðni stoðkerfisverkja eftir að leiðrétt er fyrir kyni.

Einnig var skoðað hvort marktæk tengsl væru milli þess hversu lengi þátttakendur hafa haft

stoðkerfisverki og kyns, árgangs, hreyfingar, þreks, LÞS og húðfellinga fyrir átta árum síðan og

hreyfingar, þreks, LÞS, húðfellinga, fituprósentu og beinþéttni í dag. Hér var notuð samanlögð breyta

fyrir varanleika stoðkerfisverkja. Þær breytur sem sýna marktæk tengsl við varanleika stoðkerfisverkja

má sjá í töflu 5.

Tafla 5. Þær breytur sem sýna marktæk tengsl við varanleika stoðkerfisverkja.

Tengsl við varanleika stoðkerfisverkja

Breytur Hættuhlutfall 95% öryggismörk Pr > Chi sq Type

3 Analysis

Kyn 0,611 0,488-0,765 0,0001

LÞS 2003 (kg/m2) 1,035 1,011-1,072 0,0427

Þrek 2003 (W/kg) 0,765 0,611-0,957 0,0195

Heildarhreyfing 2003 (slög/dag) 0,999 0,998-1,000 0,0358

Meðalákefð 2003 (min/dag) 0,994 0,988-0,999 0,0227

Húðsumma 2003 (mm) 1,005 1,001-1,010 0,0176

Húðsumma 2011 (mm) 1,002 1,000-1,005 0,028

Þrek 2011 (W/kg) 0,742 0,611-0,901 0,0027

Fituprósenta 2011 (%) 1,025 1,012-1,039 0,0003

Page 40: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

38

Eins og sjá má í töflu 5 var varanleiki stoðkerfisverkja 38,9% minni meðal karla en kvenna.

Samkvæmt hættuhlutfallinu eykst varanleiki stoðkerfisverkja um 3,5% ef LÞS 2003 eykst um 1 kg/m2,

um 0,5% ef húðsumma 2003 eykst um 1mm og um 0,2% ef húðsumma 2011 eykst um 1 mm. Þá

verður 2,5% aukning á varanleika stoðkerfisverkja ef fituprósentan eykst um 1 %. Ef þrek 2003 eykst

um 1 W/kg þá minnkar varanleiki verkja um 23,5% og um 25,8% ef þrek 2011 minnkar um 1 W/kg. Þá

hefur hreyfing jákvæð áhrif á varanleika stoðkerfisverkja en aukin hreyfing um 1 min á dag af meðal

ákefð minnkar varanleiki verkja um 0,06%.

Þegar leiðrétt hefur verið fyrir kyni sýna þessar breytur marktæk tengsl við varanleika

stoðkerfisverkja (sjá töflu 6). Ekki eru marktæk tengsl milli LÞS 2011 og varanleika stoðkerfisverkja, en

það er reyndar nálægt því með p=0,064. Ef leiðréttingu fyrir kyni er bætt inn í aðhvarfsgreininguna eru

tengslin hinsvegar marktæk. Í töflu 6 má sjá að varanleiki verkja eykst um 3,6% ef LÞS 2003 hækkar

um 1 kg/m2 og um 2,7% ef sama hækkun verður á LÞS 2011.

Tafla 6. Marktæk fylgni við varanleika stoðkerfisverkja eftir að leiðrétt var fyrir kyni.

Tafla 7. Samanburður á meðaltali og staðalfráviki fituprósentu og BMD þeirra sem eru með verki og þeirra sem eru ekki með verki.

Fituprósenta % Beinþéttni g/cm2

N=fjöldi Meðaltal og Std dev Meðaltal og Std dev

Mjóbak Ekki verkir 264 25,14 ± 8,97 1,84 ± 1,06

Með verki 117 27,50 ± 9,90 1,80 ± 1,03

Hné Ekki verkir 310 25,85 ± 9,39 1,77 ± 1,02

Með verki 71 25,92 ± 9,06 2,08 ± 1,13

Tengsl við varanleika stoðkerfisverkja með leiðréttingu fyrir kyni

Breytur Hættuhlutfall 95% öryggismörk Pr > Chi sq Type 3

Analysis

LÞS 2003 (kg/m2)

Kyn

1,036

0,609

1,003-1,072

0,487-0,761

0,033

<0.0001

LÞS 2011 (kg/m2)

Kyn

1,027

0,598

1,003-1,052

0,478-0,747

0,025

<0,0001

Page 41: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

39

5 Umræða

5.1 Helstu niðurstöður

Stoðkerfisverkir eru nokkuð algengir í ungu fólki. Algengast er að verkir séu í neðra baki, næst

algengastir eru verkir í herðum og öxlum, svo í hnjám og efra baki. Algengið er marktækt meira meðal

kvenna en karla en 9% 17 ára kvenna er með daglega verki í neðra baki og í hnjám og 11% 23 ára

kvenna er daglega með verki í neðra baki. Marktækt fleiri í yngri árgangnum eru með verki í hnjám og

ökklum en í eldri hópnum. Þá er algengara að konur hafi verið með verki lengur en í eitt ár en karlar.

Heildar verkjatíðni sýnir marktæk tengsl við fituhlutfall og LÞS eftir að leiðrétt hefur verið fyrir kyni og

heildarsumma húðfellinga og þrek fyrir átta árum eru nálægt því að sýna marktæk tengsl. Þá eru

marktæk tengsl milli þess hve lengi verkir höfðu varað og LÞS bæði í dag og fyrir átta árum síðan. Það

er því holdafar sem virðist hafa mest áhrif á algengi stoðkerfisverkja, ásamt því að vera kona.

5.2 Stoðkerfisverkir

Niðurstöður staðfesta fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að stoðkerfisverkir séu algengari meðal kvenna

en karla. Þá virðist hlutfallslega algengara meðal kvennanna en karlanna að hafa haft verki lengur en í

eitt ár. Konur eru líka fleiri með verki daglega en karlarnir, en á fimm líkamssvæðum eru daglegir verkir

hlutfallslega algengastir meðal 17 ára kvenna en á þremur líkamssvæðum meðal 23 ára kvenna. Það

er hins vegar ekki marktækur munur á stoðkerfisverkjum milli árganganna nema á verkjum í hnjám og

ökklum, sem er nokkuð óvænt, þar sem algengi stoðkerfisverkja hefur verið talið aukast með aldrinum

og yngri árgangurinn ætti ekki að vera með jafn hátt algengi og fullorðnir. Stoðkerfisverkir eru jafnvel

algengari meðal yngri kvenna en þeirra eldri, þar sem þær eru hlufallslega fleiri með verki en eldri

konurnar. Hugsanleg skýring á þessu er sú þróun að algengi sé að aukast og það komi fram í yngri

hópnum fyrst. Á þeim líkamssvæðum þar sem verkir daglega, vikulega eða mánaðarlega eru

hlutfallslega algengastir meðal 23 ára kvenna, eru þær ekki miklu fleiri með verki en yngri konurnar

(háls og hnakki 0,02% fleiri, herðar og axlir 5,2%, olnbogar 3,3%, úlnliðir 2,2% og mjaðmir 6% fleiri),

en þetta eru líkamssvæði sem flest hafa verið tengd álagseinkennum vegna tölvuvinnu. Á þeim

líkamssvæðum sem verkir eru hlutfallslega algengastir meðal yngri kvenna eru þær hins vegar

hlutfallslega mun fleiri með verki en næsti hópur fyrir neðan (efra bak 12,1% fleiri, 11,9% fleiri í neðra

baki, 10,4% fleiri í hnjám og 10,7% fleiri með verki í ökklum) og líkamssvæðin frekar tengd álagi í

þungaberandi stöðu. Ein skýring á þessum mun milli árganganna gæti verið sú að stoðkerfisverkir

breytist með aldrinum.

Mjög erfitt er að bera saman algengi við aðrar rannsóknir þar sem skipting líkamssvæða er ekki

alltaf eins og svarmöguleikarnir mismunandi varðandi hversu langt aftur í tímann er spurt. Þá eru

aldursflokkarnir einnig mismunandi en algengt er að þátttakendur rannsókna séu annað hvort börn og

unglingar og þá ýmist upp að 14 eða 16 ára aldri eða þá fullorðnir og þá er algengt að yngstu

þátttakendur séu 20-25 ára. Einnig er þátttakendum oft skipt í misbreiða aldurshópa. Samkvæmt

yfirlitsgrein Fejer og félaga hafa rannsóknir sýnt eins árs algengi hálsverkja frá 16,7% og upp í 75,1%

(167) miðað við nokkuð sambærilegar skilgreiningar á hálsverk og samantekt Walkers og félaga á

algengi mjóbaksverkja á árunum 1966-1998 sýndi eins árs algengi frá 22% og upp í 65% (168).

Page 42: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

40

Í rannsókn Ólafar Steingrímsdóttur (159) frá 1986 á slembiúrtaki 16-65 ára Íslendinga kom fram að

tíðni einkenna var svipuð frá hálsi eða hnakka og frá herðum eða öxlum hjá báðum kynjum en

spurningalistinn var með sömu skiptingu milli líkamssvæða og var notuð í þessari rannsókn. Í okkar

rannsókn eru verkir hlutfallslega algengari í herðum og öxlum en í hálsi og hnakka hjá konum.

Niðurstöður Ólafar sýndu að stoðkerfisverkir voru algengari meðal kvenna og höfðu 11% kvenna verið

með daglega verki frá hálsi eða hnakka og 7 % karla, sem eru mun hærri tölur en í okkar rannsókn. Í

töflu 7 er samanburður á algengi stoðkerfisverkja síðustu 12 mánuði í þessum tveimur rannsóknum,

þar sem tekið er saman hlutfall þeirra sem eru með verki annað hvort daglega, vikulega, mánaðarlega

eða sjaldan.

Tafla 8. Samanburður á hlutfallslegu algengi stoðkerfisvekja síðast liðna 12 mánuði í rannsókn á Íslendingum frá 1986 og Atgervi ungra Íslendinga.

Slembiúrtak Íslendinga Atgervi ungra Íslendinga

Karlar Konur Karlar Konur

Aldur 16-19 20-24 16-19 20-24 17 23 17 23

Háls/hnakki 26 30 41 63 30 35 38 35

Herðar/axlir 24 32 52 57 23 31 51 48

Neðra bak 36 53 61 71 47 60 63 63

Hné 38 35 28 27 37 37 53 32

Við samanburð á algengi stoðkerfisverkja síðast liðna 12 mánuði eru hlutfallslega fleiri karlar í

okkar rannsókn með verki í hálsi og hnakka og í neðra baki en í slembiúrtaks rannsókninni. Meðal

kvenna eru eldri konurnar í okkar rannsókn hlutfallslega færri með verki en í fyrri rannsókninni og í

yngri aldurshópnum er hlutfallslegt algengi sambærilegt í báðum rannsóknum nema algengi verkja í

hnjám sem er mun hærra í Atgervi ungra Íslendinga. Í báðum rannsóknunum er hlutfallslegt algengi

verkja í hnjám jafnvel algengara í yngri hópunum, sem er öfugt við hin líkamssvæðin. Í báðum

rannsóknunum eru hlutfallslega fleiri stúlkur en drengir með verki frá neðra baki í yngri hópnum, en

munurinn milli kynjanna er minni í okkar rannókn. Í eldri rannsókninni er hlutfallslegt algengi verkja frá

neðra baki hærra í eldri hópnum hjá báðum kynjum en í okkar rannsókn eykst algengið hjá körlunum

en ekki konunum milli árganganna. Konurnar í okkar rannsókn virðast skera sig úr að því leyti að í

yngri hópnum eru hlutfallslega fleiri eða jafnmargar með verki og í eldri hópnum, öfugt við karlana og

báða hópana í eldri rannsókninni. Þess má geta að í slembiúrtakinu eru mun færri einstaklingar (29-

51) í hverjum hóp en í okkar úrtaki (92-133).

Bæði í rannsókn Hakala og félaga (9) og í rannsókn Vikat og félaga (6) eru svarmöguleikarnir eins

og í Atgervi ungra Íslendinga varðandi tíðni verkja, en í þeim báðum eru háls og herðar saman í einum

svarmöguleika og því ekki hægt að bera þær saman við okkar niðurstöður. Í þeirra rannsóknum er ekki

spurt hvort verkirnir hafi áhrif á virkni eins og í þessari rannsókn. Í töflu 8 má sjá hlutfallslegt algengi

mjóbaksverkja daglega eða vikulega í þessum þremur rannsóknum. Vikat og Hakala spyrja um verki

Page 43: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

41

síðustu 6 mánuði og er algengi 18 ára notað í samanburðinn en við spyrjum um síðast liðna 12

mánuði og erum með 17 ára þátttakendur. Rannsókn Vikats og félaga var gerð árið 1991 og algengið í

rannsókn Hakala og félaga er frá 2001.

Tafla 9. Samanburður á niðurstöðum úr þremur rannsóknum á algengi mjóbaksverkja daglega eða vikulega.

Samanburður á hlutfallslegu algengi mjóbaksverkja daglega eða vikulega

Mjóbaksverkur

18 ára

Vikat Hakala Atgervi ungra

Íslendinga

Stúlkur 15 13 28

Piltar 11 17 12

Í rannsókn Vikats má sjá niðurstöður á algengi verkja bæði hjá 16 ára og 18 ára og sést greinilega

hvað algengið eykst eftir því sem þau verða eldri. Þá voru 34% 16 ára drengja með verki frá hálsi og

herðum daglega, vikulega eða mánaðarlega og 40% 18 ára drengja. Í mjóbaki voru 27% 16 ára

drengjanna með verki en 33% 18 ára. Meðal stúlknanna voru 57% með verki daglega, vikulega eða

mánaðarlega frá hálsi og herðum 16 ára og 65% við 18 ára aldur. Í mjóbaki voru 36% 16 ára með

verki og 45% 18 ára. Þátttakendur í okkar rannsókn eru einu ári yngri en í hinum tveimur

rannsóknunum en þó er áberandi hversu hátt algengi mjóbaksverkja er meðal íslensku stúlknanna,

sem er þó ekki nema örlítið hærra en var í rannsókn Ólafar frá 1986 (sjá töflu 7).

Í rannsókn Brattberg (24) þar sem þátttakendur voru 21, 24 og 27 ára var algengast að

þátttakendur væru með verki frá mjóbaki en ekki var marktækur munur á algengi milli aldurshópanna

sem er sambærilegt við okkar niðurstöður. Áður hefur verið áætlað að algengi mjóbaksverkja aukist

með aldrinum (169) og sé mest í aldurshópnum 45-60 ára. Nýleg evrópsk rannsókn sýndi þó sex

mánaða algengi meðal 17-25 ára sambærilegt við eldri hópa (33) sem gæti bent til þess að algengi sé

að aukast í yngri hópunum. Rannsóknir hafa sýnt aukið algengi mjóbaksverkja í Englandi síðustu

áratugi en rannsóknir í Þýskalandi og Finnlandi hafa sýnt litlar breytingar (10).

Í nýlegri rannsókn á samanburði á algengi verkja frá hálsi og mjóbaki á Spáni (97) kom fram að

algengi hálsverkja hafði minnkað frá 2006 til 2009 en algengi mjóbaksverkja var stöðugt. Höfundar

telja hugsanlega skýringu vera átak í kynningum á heilbrigðari lífstíl, minna um líkamlega erfiða vinnu

eða jafnvel breytingar á hugarfari þjóðarinnar. Í báðum rannsóknunum (2006 og 2009) voru verkir í

hálsi og mjóbaki tengdir sömu þáttum (kyn, aldur, lægra menntunarstig, lægri tekjur og kyrrseta). Eins

árs algengi á hálsverk lækkaði úr 5.09% í 3.31% meðal karla og 9.93% í 6.98% meðal kvenna en

algengið var miðað við þá sem höfðu leitað til læknis.

Ekki er raunhæft að bera saman algengi verkja frá hálsi og hnakka eða herðum og öxlum í þessari

rannsókn við algengi verkja frá hálsi og herðum í öðrum rannsóknum, þar sem sami einstaklingurinn

gæti merkt tvisvar við hér ef hann er með verki á báðum stöðum en myndi teljast sem einn ef hóparnir

hefðu verið sameinaðir á spurningalistanum. Í yfirlitsgrein Fejers og félaga (167) um algengi verkja frá

Page 44: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

42

hálsi víðsvegar í heiminum kom fram að algengi hálsverkja hækkar eftir því sem spurt er um verki sem

hafa varað í lengri tíma og í flest öllum rannsóknunum var verkur frá hálsi algengari í konum. Þá virðist

meðal algengið vera hærra í Skandinavíu, í það minnsta varðandi eins árs algengið, en í öðrum

löndum í Evrópu eða Asíu. Gæði rannsóknanna í þessu yfirliti var mjög mismunandi en það hafði ekki

áhrif á algengið (167).

Það er althyglisvert hvað verkir frá hnjám voru algengir í yngri árgangnum og hve algengt var að

þau höfðu haft verki þar lengur en í eitt ár. Ekki tókst að finna tölur yfir algengi verkja frá hnjám fyrir

sambærilegt þýði og við vorum með í þessari rannsókn nema á slembiúrtaksrannsókn á Íslendingum

sem sýndi þróun í sömu átt þó munurinn væri ekki mikill. Það má teljast líklegra að yngri hóparnir séu

frekar í íþróttum en eldri hópurinn og gæti það hugsanlega aukið verki frá hnjám og ökklum vegna

álags og meiðsla, en það skýrir samt ekki kynjamuninn. Rannsóknir fram að þessu á verkjum í hnjám

hafa ýmist miðað við tíðni meiðsla meðal íþróttafólks eða kannað ákveðna sjúkdómahópa, eins og gigt

og þá oftast með eldri þátttakendum en í okkar rannsókn. Þó sýndi ein rannsókn á 10 ára börnum að

algengustu verkjasvæðin voru neðri útlimir og háls (1). Einhverjir rannsóknaraðilar hafa spurt um verki

á mörgum líkamssvæðum eins og var gert hér en birta bara niðurstöður um algengi verkja frá mjóbaki

eða hálsi og herðum, þar sem þeir eru algengastir.

Björkstén og félagar (170) ályktuðu að spurningalistar væru réttmæt aðferð við að afla upplýsinga

um stoðkerfisverki og aðrir hafa stutt það (171, 172). Til að mæling sé réttmæt verður hún fyrst að vera

áreiðanleg. Standardized Nordic Questionnaire hefur sýnt fram á viðunandi áreiðanleika. Fyrri

rannsóknir benda til að spurningar varðandi einkenni, tíðni og lengd gefi áreiðanlegar upplýsingar um

stoðkerfisverki (157). Stoðkerfisverkir voru flokkaðir eftir tíðni verkjanna; sjaldan eða aldrei,

mánaðarlega, einu sinni í viku, oftar en vikulega, nánast daglega. Þessi aðferð hafði áður verið notuð

af WHO í landskönnun á heilsu og heilsutengdri hegðun meðal skólabarna í Finnlandi (6).

5.3 Tengsl stoðkerfisverkja og hreyfingar, holdafars, þreks og beinþéttni

Fyrri rannsóknir hafa sýnt kynjamun á stoðkerfisverkjum, á hreyfingu, þreki og ofþyngd (76). Það

kemur því ekki á óvart að tengslin milli stoðkerfisverkja og óháðu breytanna sé svona háður

kynbundnum mun. Karlar hreyfa sig að jafnaði meira en konur og af meiri ákefð, eru með meira þrek

en konur og konur eru með meiri verki. Tengslin milli stoðkerfisverkja og þreks 2011 eru ekki lengur

marktæk eftir að leiðrétt hefur verið fyrir kyni þar sem áhrif þreks á verkina eru bundin kynjamun.

Hinsvegar eru tengslin milli stoðkerfisverkja og þreks 2003 mjög nálægt því að vera marktæk.

Tæplega helmingur þátttakenda í rannsókninni 2011 fóru í þrekmælingu 2003 en það voru heldur ekki

allir þátttakendur 2011 sem tóku gilt þrekpróf. Ýmsar ástæður voru fyrir því, t.d. fóru þau ekki í þrekpróf

ef blóðþrýstingur var of hár, ófrískar konur tóku ekki prófið eða þeir sem höfðu verið veikir síðustu

daga. Þá var að minnsta kosti einn sem var of þungur á hjólið. Einhverjir náðu ekki nógu háum

hjartslætti eða nógu hátt á Borg skalanum til að þrekprófið teldist gilt og einhverjir þátttakendur voru

ekki tilbúnir að leggja á sig þrekpróf. Af yngri körlum voru 16 þátttakendur sem eru ekki með

þrekmælingu 2011, 31 yngri kona, 12 karlar og 13 konur í 23 ára hópnum. Það er því hugsanlegt að

tengslin hefðu orðið marktæk ef fleiri hefðu verið þrekmældir í báðum rannsóknunum. Rannsókn

Page 45: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

43

Barnekow-Bergkvist og félaga sýndi neikvæð tengsl milli frammistöðu á þrekprófi 16 ára og einkenna

frá stoðkerfinu 34 ára (173) en það eru einnig rannsóknir sem hafa ekki sýnt fram á slík tengsl.

Ef óháðu breyturnar eru skoðaðar betur þá eru yngri konurnar að meðaltali lægstar í þreki 2003 af

hópunum fjórum og hreyfa sig minnst af mikilli ákefð 2003. Þær eru einnig lægsti hópurinn að

meðaltali samkvæmt þrekmælingunni 2011, en eru þá samt hærri í öllum hreyfibreytunum en eldri

konurnar. Ætla má að mun fleiri yngri konur séu í reglulegum íþróttatímum í framhaldsskólum en hinar

eldri sem eru ýmist í háskólanámi eða á vinnumarkaði og að það hafi áhrif á hreyfinguna í dag. Þar

fyrir utan eru fleiri í eldri hópnum komnar með börn sem getur haft áhrif á tíma til hreyfingar í

frítímanum. Yngri konur eru einnig að meðaltali með mesta fituhlutfallið og mestu húðsummuna 2011.

Rannsókn (148) sem tók saman gögn um þyngd þessara þátttakenda frá fæðingu og bar saman

algengi offitu og ofþyngdar í þessum tveimur aldurshópum sýndi að í yngri hópnum voru marktækt

fleiri offeitir við 6 ára aldur en í eldri hópnum. Við 9 ára var munurinn ekki marktækur lengur, þó nánast

tvöfalt fleiri í yngri hópnum hafi verið offeit. Það er því umhugsunarvert að af þessum fjórum hópum er

það hópurinn sem var þyngstur, með lélegasta þrekið og hreyfði sig minnst af mikilli ákefð 2003 sem

er hlutfallslega algengast að sé með stoðkerfisverki í dag.

Mynd 8. Sýnir hugsanleg tengsl stoðkerfisverkja við óháðu breyturnar.

Áður en leiðrétt er fyrir kyni eru þær breytur sem sýna marktæk tengsl við stoðkerfisverki átta árum

síðar nokkuð tengdar. Ákefð hreyfingar er talin hafa áhrif á þrekið og þeir sem eru með hærri LÞS eða

hærri samanlagðar húðfellingar eru með lægra þrek. Þá hafa ýmsir velt upp þeirri spurningu hvort

ofþungir séu frekar með stoðkerfisverki af því að þeir hreyfa sig hugsanlega minna en aðrir. Það hafa

fundist tengsl milli verkja frá hálsi og herðum og mjóbaki við lélegt þrek, háan LÞS, beinþynningu og

offitu, einkum meðal kvenna.

Mismunandi ástæður geta legið að baki stoðkerfisverkjum og hugsanlega eru tengslin ekki eins fyrir

mismunandi líkamssvæði þó við höfum ekki skoðað það sérstaklega hér. Ef við berum saman BMD og

Stoðkerfis-

verkir

Minni hreyfing

Minna þrek

Meiri líkams-

fita

Minni hreyfing/ákefð?

Page 46: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

44

fituprósentu þeirra sem eru með stoðkerfisverki og þeirra sem eru ekki með stoðkerfisverki má sjá að

samkvæmt meðaltali og staðalfráviki eru þeir sem eru með verki í mjóbaki með hærri fituprósentu og

lægra BMD en þeir sem eru ekki með verki (tafla 9). Hins vegar eru þeir sem eru með verki í hnjám

með hærra BMD en þeir verkjalausu en ekki er munur á fituprósentu hópanna. Það er því hugsanlegt

að þeir sem eru með verki í mjóbaki hreyfi sig minna en þeir sem eru ekki með verki en þeir sem eru

með verki í hnjám hreyfi sig hugsanlega meira eða öðruvísi en þeir sem eru ekki með verki í hnjám.

Hreyfing í þungaberandi stöðu eykur beinþéttni en gæti aukið álag á þungaberandi liði eins og hné.

Tengslin þarna á milli eru eflaust flókin eins og kom fram í rannsókn Mikkelson og félaga (80) en þar

minnkaði mikill þolstyrkur líkurnar á spennuverk í hálsi meðal kvenna um 34% en jákvæð tengsl voru

milli þolstyrks og hnjámeiðsla í körlum. Hækkun á LÞS jók líkurnar á spennuverk í hálsi og

mjóbaksverk hjá báðum kynjum og hnjámeiðslum í konum. Meðal kvenna minnkuðu líkurnar á

mjóbaksverk við hreyfingu 1-4 sinnum í viku.

Engin tengsl fundust milli stoðkerfisverkja og beinþéttni eða hreyfingar en fyrri rannsóknir hafa sýnt

sterk tengsl milli hreyfingar og BMD. DEXA er talin réttmætasta aðferðin við að mæla BMD og mælir

beinmassa af nákvæmni (174). En það eru einnig vankantar á mælingunni þar sem DEXA metur

beinþéttnina í g/cm2 en ekki rúmmáli g/cm

3 þar sem það veitir ekki upplýsingar um dýpt beinmassans.

Því hættir DEXA til að ofmeta BMD hávaxinna einstaklinga og vanmeta BMD í lágvöxnu fólki (135).

Sumar rannsóknir nota BMC breytuna úr DEXA mælingunni en aðrar BMD. Við notuðum BMD þar

sem hún er hlutfall af stærð. Stór maður hefur meira beinmagn en lítill en ekki endilega meiri

beinþéttni. Smávaxnar fimleikastúlkur hafa oftast mikla beinþéttni en ekki endilega mikið beinmagn.

Beinþéttnin er tengd líkum á beinbrotum og hefur því klíníska þýðingu.

Rannsóknin okkar sýndi jákvæð tengsl milli stoðkerfisverkja og líkamsfitu og rannsóknir hafa sýnt

jákvæð tengsl milli líkamsþyngdar og BMD (175, 176) jafnvel þó aðlagað sé fyrir erfðaþáttum. Nýleg

rannsókn (177) sýndi að enginn munur var á BMD í ofþungum konum eða þeim sem voru í kjörþyngd

en ofþungir karlar voru með meira heildar BMD. Rannsókn Bogl og félaga á eineggja og tvíeggja

tvíburum (178) sýndi að 86% breytileikans í BMD útskýrðist af erfðaþáttum í ungum fullorðnum

einstaklingum og að vöðvamassi spáði betur fyrir um heildar BMD en fitumassi. Þar sem vöðvamassi

er tengdur hreyfingu og ofþungir hreyfa sig minna væri líklegt að þeir væru með minni BMD en þyngd

örvar líka beinmyndun.

5.4 Hreyfing og stoðkerfisverkir

Engin tengsl fundust milli hreyfingar og stoðkerfisverkja í þessari rannsókn eftir að leiðrétt hafði verið

fyrir kyni. Þó er ein hreyfibreyta frá 2003 sem sýndi tengsl áður en leiðrétt var fyrir kyni, en það var 10

min lotur af mikilli ákefð, en þar sem ákefðin hefur mikil áhrif á þrek og líkamsfitu þá gæti það verið

ástæðan fyrir tengslunum hér. Af hreyfibreytunum frá 2011 eru bara tengsl við heildarhreyfingu á dag

af meðalákefð. Þar sem hreyfing almennt hefur sýnt U-laga tengsl við stoðkerfisverki, þar sem of lítil

eða of mikil hreyfing eins og mikil kyrrseta eða stífar æfingar í keppnisíþróttum geta aukið líkurnar á

stoðkerfisverkjum eru þetta í sjálfu sér ekki óvæntar niðurstöður, en eru ekki marktækar þegar leiðrétt

hefur verið fyrir áhrifum kynsins.

Page 47: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

45

Þó að engin tengsl hafi verið milli hreyfingar og stoðkerfisverkja í þessari rannsókn þá er

hreyfimælingin sjálf góð og gild. Við hreyfimælingarnar var viðmið um úrvinnslu gagna úr

hröðunarmælunum, til að mynda um hversu lengi mælarnir skyldu hafðir á og hve margar

klukkustundir þeir þyrftu að vera í notkun hvern dag, fengin frá EYHS (European Youth Heart Study) til

að tryggja samanburðarhæfni niðurstaðnanna (179). Sýnt hefur verið fram á áreiðanleika þessara

mæla við að meta hreyfingu ungs fólks (71, 180-184). Hugsanlega hafði það eitthvað með aldur

þátttakenda að gera eða samanlögðu stoðkerfisverkjabreytuna, en í mörgum rannsóknum á þessum

tengslum hefur hún verið mun einfaldari og oft aðeins já/nei möguleiki sem á þá við um alla verki. Fyrri

rannsóknir eru þó ekki á einu máli um það hvort einstaklingar með stoðkerfisverki hreyfi sig minna en

verkjalausir en þó hafa rannsóknir bent til þess að hreyfimynstrið sé ólíkt, þar sem einstaklingar með

verki hreyfi sig minna í frítíma og af minni ákefð en verkjalausir. Astfalck et al (54) fann þó engan mun

á hreyfingu af miðlungs til mikillar ákefðar hjá 18 ára og yngri með króníska mjóbaksverki.

Mikilvægt er að mæla hreyfingu eins og gert var hér þar sem spurningalistar ná ekki yfir alla

hreyfingu og hætta er á að fólk ofmeti hreyfingu sína á spurningarlistum. Þá benda Parikh og Stratton

(110) á það í yfirlitsgrein sinni að þar sem hreyfing barna og unglinga er oft í stuttum lotum sé

mikilvægt að söfnunartíðni hreyfimælanna sé nógu stutt til að nema hreyfinguna, annars verði hætta á

vanmati á hreyfingu af mikilli ákefð og ofmati á hreyfingu af meðalákefð ef söfnunartíðnin er of löng.

Þá kom einnig fram í yfirliti þeirra að skilgreining á ákefð var mismunandi í rannsóknunum og það gæti

að einhverju leyti skýrt mismunandi niðurstöður. Sumar rannsóknir styðjast við slög/min og aðrar við

MET´s eða orkueyðslu. Þá bentu þeir einnig á að það sem er mikil ákefð fyrir einn gæti verið meðal

ákefð fyrir annan vegna mismunandi þyngdar einstaklinganna.

Þó að áhrif hjartasjúkdóma, beinþynningar og annarra krónískra sjúkdóma birtist á fullorðinsárum,

er sífellt fleira sem bendir til þess að þróun þeirra hefjist jafnvel á ungaaldri eða á unglingsárum. Lífstíll

fullorðinna mótast að einhverju leyti á unglingsárunum og það virðist því skipta máli að tileinka sér

heilbrigðan lífstíl með reglulegri hreyfingu strax í æsku (91). Íþróttaiðkun og hreyfing barna og unglinga

hefur áhrif á hreyfingu á fullorðinsaldri og hreyfing er vörn gegn stoðkerfisverkjum. Samkvæmt

yfirlitsgrein virðist hreyfing minnka með hækkandi aldri meðal heilbrigðra (69). Rannsóknir á tvíburum

og fjölskyldum hafa sýnt að ákveðnir líkamlegir þættir eins og liðleiki og vöðvastyrkur eru að einhverju

leyti ákvarðaðir af erfðum og eru mismunandi eftir kynjum. Hreyfivenjur sýna einnig væga til miðlungs

erfðaþætti og erfðir þátta sem hafa áhrif á líkamlegt þrek getur átt sinn þátt í því hvort fólk velur sér

virkan lífstíl (80). Rannsóknir hafa sýnt að stúlkur með háþrýsting eru feitari og með lélegra þrek en

stúlkur með eðlilegan blóðþrýsting (143). Þeir sem eru offeitir en hafa meira þrek minnka áhættuna á

sjúkdómabyrði en ef þeir hafa lélegra þrek (185). Forvarnir ættu því ekki einungis að beinast að

þyngdarstjórnun, að léttast, heldur einnig að auka þrek (104) til að bæta ástand hjarta og

æðakerfisins. Það er mikilvægt að mæla með hreyfingu af meðal ákefð til að byrja með, sérstaklega

fyrir ofþunga og offeita, áður en farið er í hreyfingu af mikilli ákefð.

5.5 Styrkleikar og veikleikar rannóknarinnar

Það telst styrkleiki rannsóknarinnar að í viðbót við þversniðsrannsóknina er hún líka

langsniðsrannsókn þar sem við höfum upplýsingar um þátttakendur frá því átta árum áður og var

Page 48: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

46

framkvæmd mælinganna eins í báðum rannsóknunum þó hér hafi bæst við mælingar í DEXA á

beinþéttni og fituhlutfalli. Niðurstöður úr þversniðsrannsóknum er ekki hægt að yfirfæra á annað þýði

eða aðra hópa en voru þátttakendur í þessari rannsókn.

Það telst líka gott að hafa náð 56% þátttakenda úr fyrri rannsókninni í mælingar aftur, sérstakega á

þessum aldri. Alls voru 5,3% 17 ára einstaklinga sem búsettir eru á Íslandi samkvæmt tölum frá

Hagstofunni mældir í þessari rannsókn og 4,4% 23 ára einstaklinga en of lítil úrtök auka líkurnar á týpu

II villu. Yngri einstaklingarnir eru flestir í námi og fæst þeirra voru á bíl, svo það krafðist töluverðrar

skipulagningar að fá þau til að mæta í mælingu. Það hjálpaði mikið að gott samstarf var við

framhaldsskólana, þannig að þau fengu ekki skráða fjarvist í skólanum meðan þau mættu í

rannsóknina og svo fengu þau þátttökuverðlaun fyrir að mæta. Þar sem rannsóknin er í heild sinni

mjög viðamikil eru margar breytur til um hvern einstakling sem bíður upp á marga möguleika á að

skoða ýmsa þætti og hugsanleg tengsl. Í spurningalistanum er m.a. spurt um ýmsa andlega og

félagslega þætti sem áhugavert væri að skoða í tengslum við stoðkerfisverki, bæði í langsniði og

þversniði.

Erfitt er að bera saman niðurstöður rannsóknarinnar við aðrar rannsóknir vegna mismunandi aldurs

þátttakenda, ólíkra skilgreininga á verkjum og verkjasvæðum og mismunandi aðferða við framkvæmd

og úrvinnslu gagna. Hér hefði líklega mátt sameina háls- og herðasvæðin í eina spurningu en þó kom

fram í samantekt Fejers (167) og félaga á algengi verkja frá hálsi víðsvegar í heiminum að þrátt fyrir

þennan mismun á skilgreiningu svæða þá var ekki afgerandi munur á niðurstöðum rannsóknanna

hvort axlarsvæðið var með eða ekki og það teljist umhugsunarvert hvort hægt eða rétt sé að aðgreina

þessi svæði. Það er þó jákvætt hér að styðjast við lista sem er viðurkennt mælitæki á

stoðkerfisverkjum og hefur áður verið notaður í rannsóknum þó það hafi verið á úrtökum ólíkum okkar,

þannig að rannsóknir á algengi stoðkerfisverkja í framtíðinni geti stuðst við sama lista og auðveldað

samanburð.

Tölfræðilegt afl er líklega ekki nógu mikið þegar gögnin frá árinu 2003 eru keyrð saman við gögnin

frá 2011 þar sem rétt rúmur helmingur þátttakenda voru þrekmældir 2003 og voru með gilda

hreyfimælingu þá. Það hefði verið fróðlegt að sjá hvort tengslin hefðu verið marktæk milli

stoðkerfisverkja og þreks og hreyfingar 2003 ef fleiri þátttakendur hefðu verið með gildar mælingar frá

þeim tíma. Þá er spurning hvort mat á ákefð hreyfingar sé rétt, en ekkert samband var milli hreyfingar

og stoðkerfisverkja, sem var nokkuð óvænt því aðrar rannsóknir hafi sýnt tengsl þar á milli. Samkvæmt

nýrri yfirlitsgrein (110) geta niðurstöður rannsókna orðið mismunandi eftir skilgreiningum ákefðar,

hvaða slagafjölda miðað er við á hreyfimælum, MET´s eða hjartsláttartíðni og ólík söfnunartíðni. Þá

hafa rannsóknir einnig sýnt tengsl milli kyrrsetu og stoðkerfisverkja en við skoðuðum ekki tengsl við

kyrrsetu hér. Þar sem tengsl hreyfingar við stoðkerfisverki og beinþéttni eru hugsanlega U-laga, hefði

verið fróðlegt að skoða tengslin með hópaskiptingu, þar sem þeir sem hreyfa sig lítið eða ekkert væru

skoðaðir sér og þeir sem hreyfa sig mikið sem annar hópur.

5.6 Klínískt mikilvægi

Stoðkerfisverkir eru hamlandi fyrir ungt fólk og kostnaðarsamir fyrir þjóðfélagið vegna fjarvista frá

vinnu. Rannsóknir á þessu sviði hafa einkum snúið að mjóbaksverkjum en þeir eru algengir, flóknir og

Page 49: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

47

erfiðir í meðhöndlun (186). Um heim allan fara margir milljarðar í að reyna að koma í veg fyrir bakverki

eða hafa stjórn á þeim, oftar en ekki með takmörkuðum árangri (187). Fjárhagsleg byrði mjóbaksverkja

er gífurleg og er áætlaður kostnaður heilbrigðiskerfisins í Bretlandi um 17 billjón dollarar á ári (188) og

í Bandaríkjunum er kostnaðurinn yfir 90 billjón dollara á ári (189).

Við upphaf unglingsáranna hefur allt að 53% upplifað stoðkerfisverki á einhverjum tímapunkti í

lífinu og um 15% hafa viðvarandi stoðkerfisverki í það minnsta einu sinni í viku. Þessir verkir hafa

neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu barnanna, en undirliggjandi áhættuþættir og orsakir eru

enn óljós (15). Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir algengi stoðkerfisverkja ungs fólks hér á landi

og hugsanlegum áhættuþáttum, einkum þar sem þróunin er talin vera sú að algengi sé að aukast í

heiminum og þeir sem hafa verki sem börn eða unglingar séu líklegri til að vera með verki sem

fullorðnir. Þá þarf að gera sér grein fyrir því á hvaða aldri vandamálin byrja og hvenær þau verða

hugsanlega krónísk. Það er því mikilvægt að grípa snemma inn í þessa þróun, greina áhættuþætti og

leggja áherslu á forvarnir. Langsniðsrannsókn er talin nákvæmasta leiðin til að rannsaka áhættuþætti

sjúkdóma í þýði.

Í rannsókn á offeitum börnum fundust marktæk tengsl við mjóbaksverki, valgusstöðu og yfirréttu á

hnjám og styttinga í fjórhöfða vöðvanum sem bendir til þess að offita hafi neikvæð áhrif á stoðkerfið

með því að ýta undir lífaflfræðilegar breytingar á hrygg og neðri útlimum (16). Í okkar rannsókn voru

marktæk tengsl milli stoðkerfisverkja og líkamsfituhlutfalls og LÞS og var nærri því marktæk tengsl

(p=0,051) við húðsummu frá 2003, en einnig milli LÞS og varanleika stoðkerfisverkja. Holdafar í dag

og fyrir átta árum virðist því hafa mestu áhrifin á stoðkerfisverki í dag.

Page 50: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

48

6 Ályktun

Stoðkerfisverkir eru nokkuð algengir í ungu fólki, einkum í mjóbaki, herðum og öxlum, hnjám og efra

baki. Þó er algengið jafnvel lægra en í öðrum rannsóknum en erfiðlega gekk að finna rannsóknir sem

voru hentugar í samanburð. Yngri konurnar virðast skera sig úr en mjóbaksverkir eru hlutfallslega

algengari hjá þeim en í erlendum rannsóknum og verkir í hnjám eru mun algengari hlutfallslega hjá

þeim en í rannsókn á Íslendingum frá 1986. Þá eru verkir einnig hlutfallslega algengari meðal yngri

kvenna en eldri sem er óvænt og ólíkt öðrum niðurstöðum þar sem algengi stoðkerfisverkja eykst með

aldrinum. Eftir leiðréttingu fyrir kyni voru marktæk jákvæð tengsl stoðkerfisverkja við bæði LÞS og

fituprósentu og nálægt því að vera marktæk tengsl við húðsummu og þrek átta árum áður. Þá hefur

LÞS bæði núna og fyrir átta árum tengsl við hversu lengi stoðkerfisverkir hafa varað. Það má því segja

að holdafar í dag hafi áhrif á bæði tíðni og varanleika stoðkerfisverkja en einnig eru langtímaáhrif þar

sem holdafar og hugsanlega þrek hafa áhrif á algengi stoðkerfisverkja átta árum síðar. Þar sem

hreyfing og þá einkum hreyfing af mikilli ákefð hefur áhrif á allar þessar breytur má teljast mikilvægt að

hvetja börn og unglinga til að stunda reglulega hreyfingu og þá sérstaklega hreyfingu af mikilli ákefð

og draga þannig úr algengi stoðkerfisverkja sem eru kostnaðarsamir fyrir þjóðfélagið.

Page 51: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

49

Heimildaskrá

1. Mikkelsson M, Salminen JJ, Kautiainen H. Non-specific musculoskeletal pain in preadolescents. Prevalence and 1-year persistence. Pain. 1997;73(1):29-35. 2. Stahl M, Kautiainen H, El-Metwally A, Hakkinen A, Ylinen J, Salminen JJ, et al. Non-specific neck pain in schoolchildren: Prognosis and risk factors for occurrence and persistence. A 4-year follow-up study. Pain. 2008;137(2):316-22. 3. Hanvold TN, Veiersted KB, Wærsted M. A Prospective study of neck, shoulder, and upper back pain among technical school students entering working life. J Adolesc Health. 2010;46(5):488-94. 4. Leboeuf-Yde C, Kyvik KO. At what age does low back pain become a common problem? A study of 29,424 individuals aged 12-41 years. Spine. 1998;23(2):228-34. 5. Stahl M, Mikkelsson M, Kautiainen H, Hakkinen A, Ylinen J, Salminen JJ. Neck pain in adolescence. A 4-year follow-up of pain-free preadolescents. Pain. 2004;110(1-2):427-31. 6. Vikat A, Rimpela M, Salminen JJ, Rimpela A, Savolainen A, Virtanen SM. Neck or shoulder pain and low back pain in Finnish adolescents. Scand J Public Health. 2000;28(3):164-73. 7. Bingefors K, Isacson D. Epidemiology, co-morbidity, and impact on health-related quality of life of self-reported headache and musculoskeletal pain - a gender perspective. Eur J Pain. 2004;8(5):435-50. 8. Harkness EF, Macfarlane GJ, Silman AJ, McBeth J. Is musculoskeletal pain more common now than 40 years ago? Two population-based cross-sectional studies. Rheumatology. 2005;44(7):890-5. 9. Hakala P, Rimpela A, Salminen JJ, Virtanen SM, Rimpela M. Back, neck, and shoulder pain in Finnish adolescents: national cross sectional surveys. Br Med J. 2002;325(7367):743-5. 10. Freburger JK, Holmes GM, Agans RP, Jackman AM, Darter JD, Wallace AS, et al. The rising prevalence of chronic low back pain. Arch Intern Med. 2009;169(3):251-8. 11. Picavet HSJ, Schouten J. Musculoskeletal pain in the Netherlands: prevalences, consequences and risk groups, the DMC3-study. Pain. 2003;102(1-2):167-78. 12. Auvinen J, Tammelin T, Taimela S, Zitting P, Karppinen J. Associations of physical activity and inactivity with low back pain in adolescents. Scand J Med Sci Sports. 2008;18(2):188-94. 13. Auvinen J, Tammelin T, Taimela S, Zitting P, Karppinen J. Neck and shoulder pains in relation to physical activity and sedentary activities in adolescence. Spine. 2007;32(9):1038-44. 14. Siivola SM, Levoska S, Latvala K, Hoskio E, Vanharanta H, Keinanen-Kiukaanniemi S. Predictive factors for neck and shoulder pain: A longitudinal study in young adults. Spine. 2004;29(15):1662-9. 15. El-Metwally A, Salminen JJ, Auvinen A, Kautiainen H, Mikkelsson M. Prognosis of non-specific musculoskeletal pain in preadolescents: A prospective 4-year follow-up study till adolescence. Pain. 2004;110(3):550-9. 16. Pinto ALD, Holanda PMD, Radu AS, Villares SMF, Lima FR. Musculoskeletal findings in obese children. J Paediatr Child Health. 2006;42(6):341-4. 17. Skemiene L, Ustinaviciene R, Luksiene D, Radisauskas R, Kaliniene G. Computer use and musculoskeletal complaints in the Lithuanian adolescent population. Cent Eur J Med. 2012;7(2):203-8. 18. Korovessis P, Repantis T, Baikousis A. Factors affecting low back pain in adolescents. J Spinal Disord Tech. 2010;23(8):513-20. 19. Hestbaek L, Iachine IA, Leboeuf-Yde C, Kyvik KO, Manniche C. Heredity of low back pain in a young population: A classical twin study. Twin Research. 2004;7(1):16-26. 20. MacGregor AJ, Andrew T, Sambrook PN, Spector TD. Structural, psychological, and genetic influences on low back and neck pain: A study of adult female twins. Arthritis Rheum. 2004;51(2):160-7. 21. Harreby M, Nygaard B, Jessen T, Larsen E, Storr-Paulsen A, Lindahl A, et al. Risk factors for low back pain in a cohort of 1389 Danish school children: an epidemiologic study. Eur Spine J. 1999;8(6):444-50. 22. Croft PR, Papageorgiou AC, Thomas E, Macfarlane GJ, Silman AJ. Short-term physical risk factors for new episodes of low back pain - Prospective evidence from the South Manchester Back Pain Study. Spine. 1999;24(15):1556-61. 23. Taanila H, Suni J, Pihlajamaki H, Mattila VM, Ohrankammen O, Vuorinen P, et al. Aetiology and risk factors of musculoskeletal disorders in physically active conscripts: a follow-up study in the Finnish Defence Forces. BMC Musculoskelet Disord. 2010;11.

Page 52: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

50

24. Brattberg G. Do pain problems in young school children persist into early adulthood? A 13-year follow-up. Eur J Pain. 2004;8(3):187-99. 25. El-Metwally A, Salminen JJ, Auvinen A, Macfarlane G, Mikkelsson M. Risk factors for development of non-specific musculoskeletal pain in preteens and early adolescents: a prospective 1-year follow-up study. Bmc Musculoskelet Disord. 2007;8. 26. Jones GT, Watson KD, Silman AJ, Symmons DPM, Macfarlane GJ. Predictors of low back pain in British schoolchildren: A population-based prospective cohort study. Pediatrics. 2003;111(4):822-8. 27. Niemi SM, Levoska S, Rekola KE, KeinanenKiukaanniemi SM. Neck and shoulder symptoms of high school students and associated psychosocial factors. J Adolesc Health. 1997;20(3):238-42. 28. Brattberg G. The incidence of back pain and headache among Swedish school-children. Qual Life Res. 1994;3:S27-S31. 29. Feldman DE, Shrier I, Rossignol M, Abenhaim L. Risk factors for the development of neck and upper limb pain in adolescents. Spine. 2002;27(5):523-8. 30. Hestbaek L, Leboeuf-Yde C, Kyvik KO, Manniche C. The course of low back pain from adolescence to adulthood - Eight-year follow-up of 9600 twins. Spine. 2006;31(4):468-72. 31. Paananen MV, Taimela SP, Auvinen JP, Tammelin TH, Kantomaa MT, Ebeling HE, et al. Risk factors for persistence of multiple musculoskeletal pains in adolescence: A 2-year follow-up study. Eur J Pain. 2010;14(10):1026-32. 32. Briggs AM, Straker LM, Wark JD. Bone health and back pain: What do we know and where should we go? Osteoporos Int. 2009;20(2):209-19. 33. Pajek MB, Cuk MP, Pajek J. Low back pain in physically active young adults. Zdr Vestn. 2012;81(3):205-17. 34. Perry M, Straker L, O'Sullivan P, Smith A, Hands B. Fitness, motor competence, and body composition are weakly associated with adolescent back pain. J Orthop Sports Phys Ther. 2009;39(6):439-49. 35. Jeffries LJ, Milanese SF, Grimmer-Somers KA. Epidemiology of adolescent spinal pain - A systematic overview of the research literature. Spine. 2007;32(23):2630-7. 36. Shiri R, Solovieva S, Husgafvel-Pursiainen K, Taimela S, Saarikoski LA, Huupponen R, et al. The association between obesity and the prevalence of low back pain in young adults. Am J Epidemiol. 2008;167(9):1110-9. 37. Mautner KR, Huggins MJ. The young adult spine in sports. Clin Sports Med. 2012;31(3):453-72. 38. Liddle SD, Baxter GD, Gracey JH. Exercise and chronic low back pain: what works? Pain. 2004;107(1-2):176-90. 39. Wand BM, O'Connell NE. Chronic non-specific low back pain - sub-groups or a single mechanism? BMC Musculoskelet Disord. 2008;9. 40. Thomas E, Silman AJ, Croft PR, Papageorgiou AC, Jayson MIV, Macfarlane GJ. Predicting who develops chronic low back pain in primary care: a prospective study. Br Med J. 1999;318(7199):1662-7. 41. Poussa MS, Heliovaara MM, Seitsamo JT, Kononen MH, Hurmerinta KA, Nissinen MJ. Predictors of neck pain: a cohort study of children followed up from the age of 11 to 22 years. Eur Spine J. 2005;14(10):1033-6. 42. Deyo RA, Weinstein JN. Primary care - Low back pain. N Engl J Med. 2001;344(5):363-70. 43. Salminen JJ, Erkintalo MO, Pentti J, Oksanen A, Kormano MJ. Recurrent low back pain and early disc degeneration in the young. Spine. 1999;24(13):1316-21. 44. DePalma MJ, Ketchum JM, Saullo T. What Is the source of chronic low back pain and does age play a role? Pain Med. 2011;12(2):224-33. 45. Schwarzer AC, Aprill CN, Derby R, Fortin J, Kine G, Bogduk N. The prevalence and clinical-features of internal disc distuption in patients with chronic low-back-pain. Spine. 1995;20(17):1878-83. 46. Takatalo J, Karppinen J, Niinimaki J, Taimela S, Nayha S, Mutanen P, et al. Does lumbar disc degeneration on magnetic resonance imaging associate with low back symptom severity in young Finnish adults? Spine. 2011;36(25):2180-9. 47. Takatalo J, Karppinen J, Niinimaki J, Taimela S, Nayha S, Jarvelin MR, et al. Prevalence of degenerative imaging findings in lumbar magnetic resonance imaging among young adults. Spine. 2009;34(16):1716-21. 48. Cheung KMC, Karppinen J, Chan D, Ho DWH, Song YQ, Sham P, et al. Prevalence and pattern of lumbar magnetic resonance imaging changes in a population study of one thousand forty-three individuals. Spine. 2009;34(9):934-40.

Page 53: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

51

49. Livshits G, Popham M, Malkin I, Sambrook PN, MacGregor AJ, Spector T, et al. Lumbar disc degeneration and genetic factors are the main risk factors for low back pain in women: the UK Twin Spine Study. Ann Rheum Dis. 2011;70(10):1740-5. 50. Hassett G, Hart DJ, Manek NJ, Doyle DV, Spector TD. Risk factors for progression of lumbar spine disc degeneration - The Chingford study. Arthritis Rheum. 2003;48(11):3112-7. 51. Williams FMK, Popham M, Sambrook PN, Jones AF, Spector TD, MacGregor AJ. Progression of lumbar disc degeneration over a decade: a heritability study. Ann Rheum Dis. 2011;70(7):1203-7. 52. Jensen MC, Brantzawadzki MN, Obuchowski N, Modic MT, Malkasian D, Ross JS. Magnetic-resonance-imaging of the lumbar spine in people without back pain. N Engl J Med. 1994;331(2):69-73. 53. Straker LM, O'Sullivan PB, Smith AJ, Perry MC. Relationships between prolonged neck/shoulder pain and sitting spinal posture in male and female adolescents. Man Ther. 2009;14(3):321-9. 54. Astfalck RG, O'Sullivan PB, Straker LM, Smith AJ. A detailed characterisation of pain, disability, physical and psychological features of a small group of adolescents with non-specific chronic low back pain. Man Ther. 2010;15(3):240-7. 55. O'Sullivan PB, Mitchell T, Bulich P, Waller R, Holte J. The relationship beween posture and back muscle endurance in industrial workers with flexion-related low back pain. Man Ther. 2006;11(4):264-71. 56. Poussa MS, Heliovaara MM, Seitsamo JT, Kononen M, Hurmerinta KA, Nissinen MJ. Development of spinal posture in a cohort of children from the age of 11 to 22 years. Eur Spine J. 2005;14(8):738-42. 57. Ariens GAM, Bongers PM, Douwes M, Miedema MC, Hoogendoorn WE, van der Wal G, et al. Are neck flexion, neck rotation, and sitting at work risk factors for neck pain? Results of a prospective cohort study. Occup Environ Med. 2001;58(3):200-7. 58. Harrison DD, Harrison DE, Janik TJ, Cailliet R, Ferrantelli JR, Haas JW, et al. Modeling of the sagittal cervical spine as a method to discriminate hypolordosis - Results of elliptical and circular modeling in 72 asymptomatic subjects, 52 acute neck pain subjects, and 70 chronic neck pain subjects. Spine. 2004;29(22):2485-92. 59. Falla D, O'Leary S, Fagan A, Jull G. Recruitment of the deep cervical flexor muscles during a postural-correction exercise performed in sitting. Man Ther. 2007;12(2):139-43. 60. Kankaanpaa M, Taimela S, Laaksonen D, Hanninen O, Airaksinen O. Back and hip extensor fatigability in chronic low back pain patients and controls. Arch Phys Med Rehabil. 1998;79(4):412-7. 61. Watson KD, Papageorgiou AC, Jones GT, Taylor S, Symmons DPM, Silman AJ, et al. Low back pain in schoolchildren: occurrence and characteristics. Pain. 2002;97(1-2):87-92. 62. Weinstein AR, Sesso HD, Lee IM, Cook NR, Manson JE, Buring JE, et al. Relationship of physical activity vs body mass index with type 2 diabetes in women. Jama. 2004;292(10):1188-94. 63. Patrick K, Norman GJ, Calfas KJ, Sallis JF, Zabinski MF, Rupp J, et al. Diet, physical activity, and sedentary behaviors as risk factors for overweight in adolescence. Arch Pediatr Adolesc Med. 2004;158(4):385-90. 64. Janssen I, Katzmarzyk PT, Ross R. Waist circumference and not body mass index explains obesity-related health risk. Am J Clin Nutr. 2004;79(3):379-84. 65. Wedderkopp N, Leboeuf-Yde C, Andersen LB, Froberg K, Hansen HS. Back pain in children - No association with objectively measured level of physical activity. Spine. 2003;28(17):2019-24. 66. van Weering M, Vollenbroek-Hutten MMR, Kotte EM, Hermens HJ. Daily physical activities of patients with chronic pain or fatigue versus asymptomatic controls. A systematic review. Clin Rehabil. 2007;21(11):1007-23. 67. Sitthipornvorakul E, Janwantanakul P, Purepong N, Pensri P, van der Beek AJ. The association between physical activity and neck and low back pain: a systematic review. Eur Spine J. 2011;20(5):677-89. 68. Verbunt JA, Huijnen IPJ, Koke A. Assessment of physical activity in daily life in patients with musculoskeletal pain. Eur J Pain. 2009;13(3):231-42. 69. Griffin DW, Harmon DC, Kennedy NM. Do patients with chronic low back pain have an altered level and/or pattern of physical activity compared to healthy individuals? A systematic review of the literature. Physiotherapy. 2012;98(1):13-23. 70. Verbunt JA, Smeets RJ, Wittink HM. Cause or effect? Deconditioning and chronic low back pain. Pain. 2010;149(3):428-30. 71. Verbunt JA, Westerterp KR, van der Heijden GJ, Seelen HA, Vlaeyen JW, Knottnerus JA. Physical activity in daily life in patients with chronic low back pain. Arch Phys Med Rehabil. 2001;82(6):726-30.

Page 54: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

52

72. van den Berg-Emons RJ, Schasfoort FC, de Vos LA, Bussmann JB, Stam HJ. Impact of chronic pain on everyday physical activity. Eur J Pain. 2007;11(5):587-93. 73. Heneweer H, Vanhees L, Picavet HSJ. Physical activity and low back pain: A U-shaped relation? Pain. 2009;143(1-2):21-5. 74. Jacob T, Baras M, Zeev A, Epstein L. Physical activities and low back pain: A community-based study. Med Sci Sports Exerc. 2004;36(1):9-15. 75. Heneweer H, Picavet HSJ, Staes F, Kiers H, Vanhees L. Physical fitness, rather than self-reported physical activities, is more strongly associated with low back pain: evidence from a working population. Eur Spine J. 2012;21(7):1265-72. 76. Paananen MV, Auvinen JP, Taimela SP, Tammelin TH, Kantomaa MT, Ebeling HE, et al. Psychosocial, mechanical, and metabolic factors in adolescents' musculoskeletal pain in multiple locations: A cross-sectional study. Eur J Pain. 2010;14(4):395-401. 77. Mogensen AM, Gausel AM, Wedderkopp N, Kjaer P, Leboeuf-Yde C. Is active participation in specific sport activities linked with back pain? Scand J Med Sci Sports. 2007;17(6):680-6. 78. Wedderkopp N, Kjaer P, Hestbaek L, Korsholm L, Leboeuf-Yde C. High-level physical activity in childhood seems to protect against low back pain in early adolescence. Spine J. 2009;9(2):134-41. 79. Timpka S, Petersson IF, Englund M. The grade in physical education in adolescence as predictor for musculoskeletal pain diagnoses three decades later. Pain. 2010;150(3):414-9. 80. Mikkelsson LO, Nupponen H, Kaprio J, Kautiainen H, Mikkelsson M, Kujala UM. Adolescent flexibility, endurance strength, and physical activity as predictors of adult tension neck, low back pain, and knee injury: a 25 year follow up study. Br J Sports Med. 2006;40(2):107-13. 81. Niemi S, Levoska S, Kemila J, Rekola K, KeinanenKiukaanniemi S. Neck and shoulder symptoms and leisure time activities in high school students. J Orthop Sports Phys Ther. 1996;24(1):25-9. 82. Miranda H, Viikari-Juntura E, Martikainen R, Takala EP, Riihimaki H. A prospective study of work related factors and physical exercise as predictors of shoulder pain. Occup Environ Med. 2001;58(8):528-34. 83. Leeuw M, Goossens M, Linton SJ, Crombez G, Boersma K, Vlaeyen JWS. The fear-avoidance model of musculoskeletal pain: Current state of scientific evidence. J Behav Med. 2007;30(1):77-94. 84. Hasenbring MI, Hallner D, Klasen B, Streitlein-Bohme I, Willburger R, Rusche H. Pain-related avoidance versus endurance in primary care patients with subacute back pain: Psychological characteristics and outcome at a 6-month follow-up. Pain. 2012;153(1):211-7. 85. Vantulder MW, Koes BW, Bouter LM. A cost-of-illness study of back pain in the Netherlands. Pain. 1995;62(2):233-40. 86. Nilsen TIL, Holtermann A, Mork PJ. Physical exercise, body mass index, and risk of chronic pain in the low back and neck/shoulders: longitudinal data from the Nord-Trondelag health study. Am J Epidemiol. 2011;174(3):267-73. 87. Blair SN. Physical inactivity: the biggest public health problem of the 21st century. Br J Sports Med. 2009;43(1):1-2. 88. Uijtdewilligen L, Singh AS, Twisk JWR, Koppes LLJ, van Mechelen W, Chinapaw MJM. Adolescent predictors of objectively measured physical activity and sedentary behaviour at age 42: the Amsterdam Growth and Health Longitudinal Study (AGAHLS). Int J Behav Nutr Phys Act. 2011;8. 89. Glenmark B, Hedberg G, Jansson E. Prediction of physical activity level in adulthood by physical characteristics, physical performance and physical activity in adolescence: an 11-year follow-up study. Eur J Appl Physiol Occup Physiol. 1994;69(6):530-8. 90. Perkins DF, Jocobs JE, Barber BL, Eccles JS. Childhood and adolescent sports participation as predicators of participation in sports and physical fitness activities during young adulthood. Youth Soc. 2004;35(4):495-520. 91. Hallal PC, Victora CG, Azevedo MR, Wells JCK. Adolescent physical activity and health - A systematic review. Sports Med. 2006;36(12):1019-30. 92. Vilhjalmsson R, Thorlindsson T. Factors related to physical activity: A study of adolescents. Soc Sci Med. 1998;47(5):665-75. 93. Novy DM, Simmonds MJ, Olson SL, Lee CE, Jones SC. Physical performance: Differences in men and women with and without low back pain. Arch Phys Med Rehabil. 1999;80(2):195-8. 94. Wijnhoven HAH, de Vet HCW, Picavet HSJ. Explaining sex differences in chronic musculoskeletal pain in a general population. Pain. 2006;124(1-2):158-66. 95. Peros K, Vodanovic M, Mestrovic S, Rosin-Grget K, Valic M. Physical fitness course in the dental curriculum and prevention of low back pain. J Dent Educ. 2011;75(6):761-7.

Page 55: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

53

96. Shiri R, Solovieva S, Husgafvel-Pursiainen K, Viikari J, Raitakari OT, Viikari-Juntura E. Incidence of nonspecific and radiating low back pain: followup of 24-39-year-old adults of the young Finns study. Arthritis Care Res. 2010;62(4):455-9. 97. Fernandez-de-Las-Penas C, Alonso-Blanco C, Hernandez-Barrera V, Palacios-Cena D, Jimenez-Garcia R, Carrasco-Garrido P. Has the prevalence of neck pain and low back pain changed over the last 5 years? A population-based national study in Spain. Spine J. 2013. 98. Duque I, Parra JH, Duvallet A. Physical deconditioning in chronic low back pain. J Rehabil Med. 2009;41(4):262-6. 99. Smeets R, Wittink H, Hidding A, Knottnerus JA. Do patients with chronic low back pain have a lower level of aerobic fitness than healthy controls? Spine. 2006;31(1):90-7. 100. Duque I, Parra JH, Duvallet A. Maximal aerobic power in patients with chronic low back pain: a comparison with healthy subjects. Eur Spine J. 2011;20(1):87-93. 101. Perry MC, Straker LM, O'Sullivan PB, Smith AJ, Hands B. Fitness, motor competence and body composition as correlates of adolescent neck/shoulder pain: an exploratory cross-sectional study. Bmc Public Health. 2008;8. 102. Burton AK, Grp CBW. How to prevent low back pain. Best Pract Res Clin Rheumatol. 2005;19(4):541-55. 103. Linton SJ, van Tulder MW. Preventive interventions for back and neck pain problems - What is the evidence? Spine. 2001;26(7):778-87. 104. Ortega FB, Ruiz JR, Castillo MJ, Sjostrom M. Physical fitness in childhood and adolescence: a powerful marker of health. Int J Obes. 2008;32(1):1-11. 105. Blair SN, Cheng Y, Holder JS. Is physical activity or physical fitness more important in defining health benefits? Med Sci Sports Exerc. 2001;33(6):S379-S99. 106. Dyrstad SM, Berg T, Tjelta LI. Secular trends in aerobic fitness performance in a cohort of Norwegian adolescents. Scand J Med Sci Sports. 2012;22(6):822-7. 107. Dyrstad SM, Aandstad A, Hallen J. Aerobic fitness in young Norwegian men: a comparison between 1980 and 2002. Scand J Med Sci Sports. 2005;15(5):298-303. 108. Blair SN, Kampert JB, Kohl HW, Barlow CE, Macera CA, Paffenbarger RS, et al. Influences of cardiorespiratory fitness and other precursors on cardiovascular disease and all-cause mortality in men and women. Jama. 1996;276(3):205-10. 109. Kemper HCG, Twisk JWR, Koppes LLJ, van Mechelen W, Post GB. A 15-year physical activity pattern is positively related to aerobic fitness in young males and females (13-27 years. Eur J Appl Physiol. 2001;84(5):395-402. 110. Parikh T, Stratton G. Influence of intensity of physical activity on adiposity and cardiorespiratory fitness in 5-18 year olds. Sports Med. 2011;41(6):477-88. 111. Nanna Ýr Arnardóttir. Patterns of physical activity in 9 and 15 year-old children in Iceland. Óbirt MS ritgerð. 2008. 112. Gutin B, Yin ZO, Humphries MC, Barbeau P. Relations of moderate and vigorous physical activity to fitness and fatness in adolescents. Am J Clin Nutr. 2005;81(4):746-50. 113. Ruiz JR, Rizzo NS, Hurtig-Wennlof A, Ortega FB, Warnberg J, Sjostrom M. Relations of total physical activity and intensity to fitness and fatness in children: the European Youth Heart Study. Am J Clin Nutr. 2006;84(2):299-303. 114. Aires L, Silva P, Silva G, Santos MP, Ribeiro JC, Mota J. Intensity of physical activity, cardiorespiratory fitness, and body mass index in youth. J Phys Act Health. 2010;7(1):54-9. 115. Eisenmann JC, Wickel EE, Welk GJ, Blair SN. Relationship between adolescent fitness and fatness and cardiovascular disease risk factors in adulthood: The Aerobics Center Longitudinal Study (ACLS). Am Heart J. 2005;149(1):46-53. 116. Dalton M, Cameron AJ, Zimmet PZ, Shaw JE, Jolley D, Dunstan DW, et al. Waist circumference, waist-hip ratio and body mass index and their correlation with cardiovascular disease risk factors in Australian adults. J Intern Med. 2003;254(6):555-63. 117. Lára Gunndís Magnúsdóttir. Holdafar unglingsstúlkna : HLÍF - heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla. 2010. 118. Zhu SK, Wang ZM, Shen W, Heymsfield SB, Heshka S. Percentage body fat ranges associated with metabolic syndrome risk: results based on the third National Health and Nutrition Examination Survey (1988-1994). Am J Clin Nutr. 2003;78(2):228-35. 119. Sjolie AN. Low-back pain in adolescents is associated with poor hip mobility and high body mass index. Scand J Med Sci Sports. 2004;14(3):168-75. 120. King GA, Fitzhugh EC, Bassett DR, McLaughlin JE, Strath SJ, Swartz AM, et al. Relationship of leisure-time physical activity and occupational activity to the prevalence of obesity. Int J Obes. 2001;25(5):606-12.

Page 56: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

54

121. Dietz WH. Health consequences of obesity in youth: Childhood predictors of adult disease. Pediatrics. 1998;101(3):518-25. 122. Must A, Jacques PF, Dallal GE, Bajema CJ, Dietz WH. Long-term morbidity and mortality of overweight adolescents - a follow-up of the Harvard growth study of 1922 to 1935. N Engl J Med. 1992;327(19):1350-5. 123. Martinez-Gomez D, Ruiz JR, Ortega FB, Veiga OL, Moliner-Urdiales D, Mauro B, et al. Recommended levels of physical activity to avoid an excess of body fat in European adolescents The HELENA study. Am J Prev Med. 2010;39(3):203-11. 124. Kristján Þór Magnússon, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Þórarinn Sveinsson, Erlingur Jóhannsson. Líkamshreyfing 9 og 15 ára íslenskra barna í ljósi lýðheilsumarkmiða. Icel Med J. 2011;97(2):75-81. 125. Wittmeier KD, Mollard RC, Kriellaars DJ. Physical activity intensity and risk of overweight and adiposity in children. Obesity (Silver Spring). 2008;16(2):415-20. 126. Steele RM, van Sluijs EMF, Cassidy A, Griffin SJ, Ekelund U. Targeting sedentary time or moderate- and vigorous-intensity activity: independent relations with adiposity in a population-based sample of 10-y-old British children. Am J Clin Nutr. 2009;90(5):1185-92. 127. Ortega FB, Ruiz JR, Sjostrom M. Physical activity, overweight and central adiposity in Swedish children and adolescents: The European Youth Heart Study. Int J Behav Nutr Phys Act. 2007;4. 128. Mark AE, Janssen I. Influence of bouts of physical activity on overweight in youth. Am J Prev Med. 2009;36(5):416-21. 129. Gaber T, McGlashan KA, Love S, Jenner JR, Crisp AJ. Bone density in chronic low back pain: a pilot study. Clin Rehabil. 2002;16(8):867-70. 130. Gracia-Marco L, Vicente-Rodriguez G, Casajus JA, Molnar D, Castillo MJ, Moreno LA. Effect of fitness and physical activity on bone mass in adolescents: the HELENA Study. Eur J Appl Physiol. 2011;111(11):2671-80. 131. Karlsson MK. Physical activity, skeletal health and fractures in a long term perspective. J Musculoskelet Neuronal Interact. 2004;4(1):12-21. 132. Khan K, McKay HA, Haapasalo H, Bennell KL, Forwood MR, Kannus P, et al. Does childhood and adolescence provide a unique opportunity for exercise to strengthen the skeleton? J Sci Med Sport. 2000;3(2):150-64. 133. Kohrt WM, Bloomfield SA, Little KD, Nelson ME, Yingling VR, Amer Coll Sports M. Physical activity and bone health. Med Sci Sports Exerc. 2004;36(11):1985-96. 134. Rizzoli R, Bianchi ML, Garabedian M, McKay HA, Moreno LA. Maximizing bone mineral mass gain during growth for the prevention of fractures in the adolescents and the elderly. Bone. 2010;46(2):294-305. 135. Katzman DK, Bachrach LK, Carter DR, Marcus R. Clinical and anthropometric correlates of bone-mineral acquisition in healthy adolescent girls. J Clin Endocrinol Metab. 1991;73(6):1332-9. 136. Roman B, Serra-Majem L, Ribas-Barba L, Perez-Rodrigo C, Aranceta J. How many children and adolescents in Spain comply with the recommendations on physical activity? J Sports Med Phys Fitness. 2008;48(3):380-7. 137. Lýðheilsustöð. Faghópur Lýðheilsustöðvar um ráðleggingar um hreyfingu.

Ráðleggingar um hreyfingu. Bæklingur. 2008. 138. Heinonen A, Kannus P, Sievanen H, Oja P, Pasanen M, Rinne M, et al. Randomised controlled trial of effect of high-impact exercise on selected risk factors for osteoporotic fractures. Lancet. 1996;348(9038):1343-7. 139. DargentMolina P, Favier F, Grandjean H, Baudoin C, Schott AM, Hausherr E, et al. Fall-related factors and risk of hip fracture: The EPIDOS prospective study. Lancet. 1996;348(9021):145-9. 140. Bailey DA, McKay HA, Mirwald RL, Crocker PRE, Faulkner RA. A six-year longitudinal study of the relationship of physical activity to bone mineral accrual in growing children: The University of Saskatchewan bone mineral accrual study. J Bone Miner Res. 1999;14(10):1672-9. 141. Martinez-Gomez D, Ruiz JR, Ortega FB, Casajus JA, Veiga OL, Widhalm K, et al. Recommended levels and intensities of physical activity to avoid low-cardiorespiratory fitness in European adolescents: The HELENA study. Am J Hum Biol. 2010;22(6):750-6. 142. Vicente-Rodriguez G. How does exercise affect bone development during growth? Sports Med. 2006;36(7):561-9. 143. Vicente-Rodriguez G, Urzanqui A, Mesana MI, Ortega FB, Ruiz JR, Ezquerra J, et al. Physical fitness effect on bone mass is mediated by the independent association between lean mass and bone mass through adolescence: a cross-sectional study. J Bone Miner Metab. 2008;26(3):288-94.

Page 57: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

55

144. Kemper HCG, Twisk JWR, van Mechelen W, Post GB, Roos JC, Lips P. A fifteen-year longitudinal study in young adults on the relation of physical activity and fitness with the development of the bone mass: The Amsterdam Growth and Health Longitudinal Study. Bone. 2000;27(6):847-53. 145. Halldóra Jónasdóttir og Sigurbjörg Júlíusdottir. Stoðkerfisverkir og fartölvunotkun framhaldsskólanema. Lokaverkefni til BS prófs. 2005. 146. Óskar J. Helgason og Alma Guðjónsdottir. Verkir frá háls- og herðarsvæði hjá framhaldsskólanemum - algengi og husanleg orsakatengsl. Lokaverkefni til BS prófs. 1996. 147. Kristjansdottir G. Prevalence of self-reported back pain in school children: A study of sociodemographic differences. Eur J Pediatr. 1996;155(11):984-6. 148. Johannsson E, Arngrimsson SA, Thorsdottir I, Sveinsson T. Tracking of overweight from early childhood to adolescence in cohorts born 1988 and 1994: overweight in a high birth weight population. Int J Obes. 2006;30(8):1265-71. 149. Vilhjalmsson R, Kristjansdottir G. Gender differences in physical activity in older children and adolescents: the central role of organized sport. Soc Sci Med. 2003;56(2):363-74. 150. Kristjansdottir G, Vilhjalmsson R. Sociodemographic differences in patterns of sedentary and physically active behavior in older children and adolescents. Acta Peadiatr. 2001;90(4):429-35. 151. Kári Jónsson. http://hdl.handle.net/1946/10447. 2008. 152. Ö. Valdimarsson, J. Ö. Kristinsson, S. Ö. Stefansson, S. Valdimarsson, G. Sigurdsson. Lean mass and physical activity as predictors of bone mineral density in 16-20-year old women. J Intern Med. 1999;245(5):489-96. 153. Sigríður Þ. Eiðsdóttir, Álfgeir L. Kristjánsson, Inga D. Sigfúsdóttir, John P. Allegrante. Trends in physical activity and participation in sports clubs among Icelandic adolescents. Eur J Public Health. 2008;18(3):289-93. 154. Sigríður Þ. Eiðsdóttir, Álfgeir L. Kristjánsson, Inga D. Sigfúsdóttir, Carol E. Garber, John P. Allegrante. Trends in body mass index among Icelandic adolescents and young adults from 1992 to 2007. Int J Environ Res Public Health. 2010;7(5):2191-207. 155. Sigridur Þ. Eidsdóttir, Álfgeir L. Kristjánsson, Inga D. Sigfúsdóttir, Carol E. Garber, John P. Allegrante. Secular trends in overweight and obesity among Icelandic adolescents: Do parental education levels and family structure play a part? Scand J Public Health. 2013. 156. Kuorinka I, Jonsson B, Kilbom A, Vinterberg H, Biering-Sørensen F, Andersson G, et al. Standardised Nordic questionnaires for the analysis of musculoskeletal symptoms. Appl Ergon. 1987;18(3):233-7. 157. Dickinson CE, Campion K, Foster AF, Newman SJ, Orourke AMT, Thomas PG. Questionnaire development - an examination of the Nordic musculoskeletal questionnaire. Appl Ergon. 1992;23(3):197-201. 158. Palmer K, Smith G, Kellingray S, Cooper C. Repeatability and validity of an upper limb and neck discomfort questionnaire: the utility of the standardized Nordic questionnaire. Occup Med-Oxf. 1999;49(3):171-5. 159. Ólöf Anna Steingrímsdóttir. Einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi. Hóprannsókn á úrtaki Íslendinga I [Symptoms of the musculoskeletal system. Study of a random sample of Icelanders II]. Icel Med J. 1990;76:141-4. 160. Guinhouya CB, Lemdani M, Vilhelm C, Durocher A, Hubert H. Actigraph-defined moderate-to-vigorous physical activity cut-off points among children: statistical and biobehavioural relevance. Acta Peadiatr. 2009;98(4):708-14. 161. Durnin J, Womersle.J. Body fat assessed from total-body density and its estimation from skinfold thickness - measurements on 481 men and women aged from 16 to 72 years. Br J Nutr. 1974;32(1):77-97. 162. Cole TJ, Bellizzi MC, Flegal KM, Dietz WH. Establishing a standard definition for child overweight and obesity worldwide: international survey. Br Med J. 2000;320(7244):1240-3. 163. Freedman DS, Sherry B. The validity of BMI as an indicator of body fatness and risk among children. Pediatrics. 2009;124:S23-S34. 164. Arngrimsson SA, Sveinsson T, Johannsson E. Peak oxygen uptake in children: Evaluation of an older prediction method and development of a new one. Pediatr Exerc Sci. 2008;20(1):62-73. 165. Hassager C, Gotfredsen A, Jensen J, Christiansen C. Prediction of body-composition by age, height, weight, and skinfold thickness in normal adults. Metab-Clin Exp. 1986;35(12):1081-4. 166. Heymsfield SB, Wang J, Heshka S, Kehayias JJ, Pierson RN. Dual-photon absorptiometry - comparison of bone-mineral and soft-tissue mass measurements invivo with established methods. Am J Clin Nutr. 1989;49(6):1283-9. 167. Fejer R, Kyvik KO, Hartvigsen J. The prevalence of neck pain in the world population: a systematic critical review of the literature. Eur Spine J. 2006;15(6):834-48.

Page 58: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

56

168. Walker BF. The prevalence of low back pain: A systematic review of the literature from 1966 to 1998. J Spinal Disord. 2000;13(3):205-17. 169. Ahacic K, Kareholt I. Prevalence of musculoskeletal pain in the general Swedish population from 1968 to 2002: Age, period, and cohort patterns. Pain. 2010;151(1):206-14. 170. Bjorksten MG, Boquist B, Talback M, Edling C. The validity of reported musculoskeletal problems. A study of questionnaire answers in relation to diagnosed disorders and perception of pain. Appl Ergon. 1999;30(4):325-30. 171. Perreault N, Brisson C, Dionne CE, Montreuil S, Punnett L. Agreement between a self-administered questionnaire on musculoskeletal disorders of the neck-shoulder region and a physical examination. BMC Musculoskelet Disord. 2008;9. 172. Staes F, Stappaerts K, Vertommen H, Nuyens G, Coppieters M, Everaert D. Comparison of self-administration and face-to-face interview for surveys of low back pain in adolescents. Acta Paediatr. 2000;89(11):1352-7. 173. Barnekow-Bergkvist M, Hedberg GE, Janlert U, Jansson E. Determinants of self-reported neck-shoulder and low back symptoms in a general population. Spine. 1998;23(2):235-43. 174. Svendsen OL, Haarbo J, Hassager C, Christiansen C. Accuracy of measurements of body-composition by dual-energy x-ray absorptiometry invivo. Am J Clin Nutr. 1993;57(5):605-8. 175. Glauber HS, Vollmer WM, Nevitt MC, Ensrud KE, Orwoll ES. Body-weight versus body-fat distribution, adiposity, and frame size as predictors of bone-density. J Clin Endocrinol Metab. 1995;80(4):1118-23. 176. Felson DT, Zhang YQ, Hannan MT, Anderson JJ. Effects of weight and body-mass index on bone-mineral density in men and women - The Framingham-study. J Bone Miner Res. 1993;8(5):567-73. 177. Hoy CL, Macdonald HM, McKay HA. How does bone quality differ between healthy-weight and overweight adolescents and young adults? Clin Orthop Relat Res. 2013;471(4):1214-25. 178. Bogl LH, Latvala A, Kaprio J, Sovijarvi O, Rissanen A, Pietilainen KH. An Investigation into the Relationship Between Soft Tissue Body Composition and Bone Mineral Density in a Young Adult Twin Sample. J Bone Miner Res. 2011;26(1):79-87. 179. Riddoch CJ, Andersen LB, Wedderkopp N, Harro M, Klasson-Heggebo L, Sardinha LB, et al. Physical activity levels and patterns of 9-and 15-yr-old European children. Med Sci Sports Exerc. 2004;36(1):86-92. 180. Trost SG, Ward DS, Moorehead SM, Watson PD, Riner W, Burke JR. Validity of the computer science and applications (CSA) activity monitor in children. Med Sci Sports Exerc. 1998;30(4):629-33. 181. Trost SG, Pate RR, Sallis JF, Freedson PS, Taylor WC, Dowda M, et al. Age and gender differences in objectively measured physical activity in youth. Med Sci Sports Exerc. 2002;34(2):350-5. 182. Brage S, Wedderkopp N, Franks PW, Andersen LB, Froberg K. Reexamination of validity and reliability of the CSA monitor in walking and running. Med Sci Sports Exerc. 2003;35(8):1447-54. 183. Ekelund U, Sjostrom M, Yngve A, Poortvliet E, Nilsson A, Froberg K, et al. Physical activity assessed by activity monitor and doubly labeled water in children. Med Sci Sports Exerc. 2001;33(2):275-81. 184. Puyau MR, Adolph AL, Vohra FA, Butte NF. Validation and calibration of physical activity monitors in children. Obes Res. 2002;10(3):150-7. 185. Ortega FB, Lee DC, Katzmarzyk PT, Ruiz JR, Sui XM, Church TS, et al. The intriguing metabolically healthy but obese phenotype: cardiovascular prognosis and role of fitness. Eur Heart J. 2013;34(5):389-97. 186. Manchikanti L, Singh V, Datta S, Cohen SP, Hirsch JA. Comprehensive review of epidemiology, scope, and impact of spinal pain. Pain Physician. 2009;12(4):E35-E70. 187. Alsaadi SM, McAuley JH, Hush JM, Maher CG. Prevalence of sleep disturbance in patients with low back pain. Eur Spine J. 2011;20(5):737-43. 188. Maniadakis N, Gray A. The economic burden of back pain in the UK. Pain. 2000;84(1):95-103. 189. Luo XM, Pietrobon R, Sun SX, Liu GG, Hey L. Estimates and patterns of direct health care expenditures among individuals with back pain in the United States. Spine. 2004;29(1):79-86.

Page 59: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

57

Fylgiskjöl

1. Kynningarblað fyrir þátttakendur (fylgiskjal 1)

2. Upplýst samþykki fyrir 17 ára þátttakendur og forráðamenn (fylgiskjal 2)

3. Upplýst sammþykki fyrir 23 ára (fylgiskjal 3)

4. Spurningalisti um stoðkerfisverki (fylgiskjal 4)

Page 60: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

58

Fylgiskjal 1

Atgervi ungra Íslendinga

Líkamlegt atgervi, félagslegir þættir og andleg líðan

unglinga og ungmenna

Kæri þátttakandi

Undanfarin ár hafa verið framkvæmdar rannsóknir við Háskóla Íslands á heilsufari, hreyfingu,

og líkamlegu atgervi barna og unglinga í tengslum við svonefnda lífsstílssjúkdóma. Ein

stærsta rannsóknin af þeim toga var framkvæmd á skólaárinu 2003-2004 en sú umfangsmikla

rannsókn bar heitið Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga. Markmið þeirrar rannsóknar var að kanna

heilsutengda þætti eins og holdafar, hreyfingu, þrek, andlega líðan, félagslega þætti og fleira

hjá einstaklingum fæddum árið 1988 og 1994. Í rannsókninni Atgervi ungra Íslendinga verður

leitað til þessara sömu einstaklinga sem í dag eru á 17. og 23. aldursári og heilsufar tengt

ofangreindum þáttum kannað aftur.

Öflun heilsufarsupplýsinga um þessa einstaklinga nú átta árum síðar geta gefið mjög dýrmæta

vitneskju um t.a.m. hvort og til hvaða fyrirbyggjandi aðgerða heilbrigðis- og lýðheilsuyfirvöld

þurfa að grípa til á komandi árum og áratugum. Þetta verður í fyrsta sinn sem þróun og

breytingar á umræddum heilsufarsþáttum verða skoðaðar samtímis í tveimur landsúrtökum á

Íslandi. Þannig mun rannsóknin afla upplýsinga um þær hugsanlegu breytingar á heilsufari

tengdu hreyfingu, líkamlegu atgervi og andlegri líðan, sem hefur átt sér stað frá því sami

hópur tók þátt í umræddri rannsókn árið 2003.

Í rannsókninni Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga árið 2003/2004 var mjög góð þátttaka og

niðurstöður þess verkefnis hafa leitt til umtalsverðrar þekkingarsköpunar á svið heilsu og

forvarna á Íslandi. Því er mjög mikilvægt að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í

framhaldsrannsókninni Atgervi ungra Íslendinga. Allir þátttakendur munu fá viðurkenningar

fyrir þátttöku og í boði verður fræðsluefni og upplýsingar um góða lífshætti og hollt líferni.

Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og Geislavarnir ríkisins hafa samþykkt framkvæmd

rannsóknarinnar.

Rannsóknarhópurinn samanstendur af aðilum frá Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á

Akureyri (HA). Frá HÍ koma Erlingur Jóhannsson prófessor (verkefnisstjóri), Sigurbjörn Árni

Arngrímsson prófessor, Þórarinn Sveinsson dósent og Kristján Þór Magnússon aðjúnkt. Frá

HA koma þeir Þóroddur Bjarnason prófessor og Ársæll Már Arnarson prófessor.

Doktorsnemar sem koma að rannsókninni eru Hervör Alma Árnadóttir, Sandra Jónasdóttir og

Sunna Gestsdóttir, auk meistaranemanna Eyglóar Traustadóttur og Margrétar Indriðadóttur.

Virðingarfyllst,

Dr. Erlingur Jóhannsson, prófessor HÍ, ábyrðamaður rannsóknarinnar.

Netfang: [email protected]

Þátttaka í rannsókninni felst í eftirfarandi sex þáttum sem verða allir framkvæmdir í húsnæði

Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, Holtasmára 1, Kópavogi. Þátttakendur þurfa að koma í

tvær heimsóknir í Hjartavernd.

Page 61: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

59

1. Spurningalisti: Spurningalistanum er ætlað að varpa ljósi á ýmsa þætti sem tengjast

lifnaðarháttum s.s. heilsurækt, félagsstarfi, mataræði, hreyfingu, skóla/vinnu,

félagslegri sem og líkamlegri og andlegri líðan þátttakenda.

2. Þrekpróf: Til að meta þrek verða þátttakendur beðnir um að hjóla á þrekhjóli með

stigvaxandi ákefð og fylgst verður með hjartslætti hjá þeim. Prófið er hámarkspróf þar

sem þátttakendur hjóla þar til þeir geta ekki (eða vilja ekki) hjóla lengra. Þrekprófið

ætti að taka 15- 20 mínútur.

3. Líkamssamsetningarmælingar og blóðþrýstingur: Ummál, húðþykkt,

blóðþrýstingur, hæð og þyngd verða mæld. Þátttakendur þurfa eingöngu að vera í

léttum klæðnaði og tekur um 40 mínútur.

4. Hreyfimælingarnar: Svokallaðir hröðunarmælar (e. Accelerometers) verða notaðir

til að meta hreyfingu þátttakenda. Mælarnir eru litlir kubbar á stærð við

eldspýtnastokk. Mælikubbarnir eru hafðir í belti við hægri mjöðm í sex daga samfellt

nema þegar farið er í sund eða bað eða þegar sofið er. Mælarnir eru settir á og teknir af

í Hjartavernd.

5. Blóðtaka: Blóðprufa er tekin eftir föstu og framkvæmd þannig að stungið er í bláæð

einni stungu í olnbogabót og teknir samtals 10 ml í 3 glös. Fyrir stungu verður búið að

deyfa húð með kremi (emla). Blóðfita, kólesteról, insúlín og blóðsykur verða mæld. Ef

blóðprufur reynast að einhverju leiti óeðlilegar m.v. fyrirfram ákveðin viðmið verður

haft samband við viðkomandi. Strax að lokinni blóðprufu fá þátttakendur næringu

(ávaxtasafa og brauð).

6. Beinþéttnimæling: DXA-mæling segir bæði til um beinþéttni og fitudreifingu í

líkamanum. Gera má ráð fyrir að mælingin taki u.þ.b. 5 mínútur á hvern einstakling en

þátttakendur liggja á bekk á meðan rannsóknin fer fram og líkaminn er skannaður. Við

beinþéttnimælinguna er notaður röntgengeisli, en geislun vegna þátttöku í

rannsókninni er sambærileg við 2–3 daga náttúrlega bakgrunnsgeislun á Íslandi.

Náttúruleg bakgrunnsgeislun er í öllu okkar umhverfi. Hún kemur frá himingeimnum,

jarðskorpunni og geislavirkum efnum í líkama okkar. Þessi geislun er mjög lítil á

Íslandi og mun minni en annarsstaðar á Norðurlöndum. Miðað við þá geislun sem hér

um ræðir er það mat Geislavarna ríkisins að áhætta vegna þátttöku í rannsókninni sé

hverfandi

Page 62: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

60

Fylgiskjal 2

Samþykkisyfirlýsing um þátttöku í rannsókninni

Atgervi ungra Íslendinga Líkamlegt atgervi, félagslegir þættir og andleg líðan

unglinga og ungmenna

Nafn unglings:_______________________________________

Kennitala unglings:___________________________________

Ég, forráðamaður ofngreinds unglings, samþykki þátttöku hans/hennar í öllum 6

þáttum ofangreindrar rannsóknar.

Samþykki forráðamanns:

Dags:_______________Nafn:_________________________________

(undirskrift)

Samþykki unglings

Dags:_______________Nafn:_________________________________

(undirskrift)

Undirskrift rannsakanda sem leggur yfirlýsinguna fyrir:

Dags.:_______________ Nafn:__________________________________

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa sambandi í símanr. rannsóknarinnar 860-4787

Page 63: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

61

Fylgiskjal 3

Samþykkisyfirlýsing um þátttöku í rannsókninni

Atgervi ungra Íslendinga Líkamlegt atgervi, félagslegir þættir og andleg líðan

unglinga og ungmenna

Nattakenda:___________________________________

Ég samþykki þátttöku í öllum 6 þáttum ofangreindar rannsóknar.

Samþykki þátttakenda:

Dags:_______________Nafn:_________________________________ (undirskrift)

Undirskrift rannsakanda sem leggur yfirlýsinguna fyrir:

Dags.:_______________ Nafn:______________________________

Page 64: Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek ......Stoðkerfisverkir 17 og 23 ára og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdafar Atgervi ungra Íslendinga

62

Fylgiskjal 4