71
Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild Apríl 2016

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

  • Upload
    others

  • View
    10

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Áhrif ófrjósemi á einstaklinga

Elín Heiða Ólafsdóttir

Íris Stella Sverrisdóttir

HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild Apríl 2016

Page 2: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir

180 eininga lokaverkefni

sem er hluti af

Bachelor of Arts-prófi í sálfræði

Leiðbeinandi

Þrúður Gunnarsdóttir PhD

Félagsvísindadeild

Hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri

Akureyri, Apríl 2016

Page 3: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

Titill: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Stuttur titill: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

180 eininga lokaverkefni sem er hluti af Bachelor of Arts-prófi í sálfræði

Höfundarréttur © 2016 Elín Heiða Ólafsdóttir og Íris Stella Sverrisdóttir

Öll réttindi áskilin

Félagsvísindadeild

Hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri

Sólborg, Norðurslóð 2

600 Akureyri

Sími: 460 8000

Skráningarupplýsingar:

Elín Heiða Ólafsdóttir og Íris Stella Sverrisdóttir, 2016, B.A. verkefni, félagsvísindadeild,

hug- og félagsvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, 68 bls.

Prentun: Svansprent

Akureyri, Apríl, 2016 gráðu í sál

Page 4: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

i

Yfirlýsingar

“Við lýsum því hér með yfir að við einar erum höfundar þessa verkefnis

og að það er ágóði eigin rannsókna”

Elín Heiða Ólafsdóttir

Íris Stella Sverrisdóttir

“Það staðfestist hér með að lokaverkefni þetta fullnægir að mínum dómi

kröfum til BA-prófs við Hug- og félagsvísindadeild”

Þrúður Gunnarsdóttir

Page 5: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

ii

Útdráttur

Ófrjósemi hrjáir um 5-15% einstaklinga á barneignaraldri og er að finna alls staðar í

heiminum. Mismunandi er eftir menningarheimum hversu aðgengileg læknisaðstoð er við

ófrjósemi. Horft er á ófrjósemi mismunandi eftir menningarheimum, sums staðar er mikilvægi

þess að eignast barn töluvert meiri en annars staðar. Má þá nefna t.d. Ghana, þar sjá börn um

foreldra sína í ellinni og er því mikilvægt að geta átt börn til að tryggja framtíð sína. En í

vestrænum löndum er neyðin ekki jafn mikil en þráin eflaust til staðar samt sem áður.

Markmið þessarar ritgerðar var að skoða vísindalegar rannsóknir um tengsl ófrjósemi og

tilfinninga. Einnig að skoða hvaða þættir hafa áhrif á ófrjósemi og hvaða meðferð hefur reynst

gagnleg við tilfinningalegum þáttum tengdum ófrjósemi. Við heimildaleit ritgerðarinnar var

notast við íslensk og erlend gagnasöfn, meðal þeirra voru PsycArticles, EBSCOhost og Web

of Science. Þau leitarorð sem voru notuð voru m.a. infertility, psychological impact AND

infertility og gender differences AND infertility.

Niðurstöður heimildaleitar sýndi fram á að ófrjósemi hefur gríðarleg áhrif á

einstaklinga sem við hana glíma. Kvíði, þunglyndi og streita eru t.d. talin aukast hjá þeim sem

glíma við ófrjósemi. Sjálfálit er talið minnka hjá bæði konum og körlum. Konur upplifa meiri

sorg en karlar, meðan karlar verða fyrir vonbrigðum að geta ekki gefið konu sinni barn. Þráin

er oft mikil að eignast barn en karlar eiga auðveldara með að sætta sig við barnlaust líf en

konur. Einstaklingar á barneignaraldri finna fyrir auknum þrýstingi frá sínum nánustu og

samfélaginu til að eignast barn og getur það haft veruleg áhrif á tilfinningalegu hlið þess

einstaklings sem glímir við ófrjósemi. Hugræn atferlismeðferð og núvitundarmeðferð hafa

reynst gagnlegar við tilfinningalegum erfiðleikum tengdum ófrjósemi. Kostir og gallar

rannsóknanna sem teknar eru fyrir í ritgerðinni eru ræddir.

Lykilhugtök: Ófrjósemi, Síðkomin ófrjósemi, Tilfinningar og ófrjósemi, Streita, Þunglyndi,

Hugræn atferlismeðferð (HAM).

Page 6: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

iii

Abstract

Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide.

Medical care for infertility is different across countries. Infertility is viewed differently in

different cultures and in some cultures a higher importance is placed on having a child. In

Ghana for example, where children care for their parents in old age, it is important to have

children. However, in western countries the need for a child is not as great but the desire for

having a child can be just as high. The purpose of this literature review was to examine the

relationship between infertility and emotions. Also to examine which factors affect infertility

and which treatments have shown to be effective. In search for references both Icelandic and

foreign databases were used, among them being PsycArticles, EBSCOhost and Web of

Science. Search terms were for example: infertility, psychological impact AND infertility and

gender differences AND infertility.

The results indicated that infertility has a great impact on individuals who deal with

infertility. Anxiety, depression and stress is expected to be higher among people dealing with

infertility, and self-esteem tends to decrease for both man and women. Women experience

more sadness in relation to infertility than men, while men get more disappointed for not

being able to provide their spouse with a child. The desire to have a child is often great but

men seem to find it easier to accept a life without having children but for women it seems to

be harder to accept. Individuals experience pressure from both family and society to have a

child and that can have an impact. Cognitive behavioral therapy and mindfulness-based

therapy have showed to be effective for reducing stress, depression and anxiety related to

infertility. Pros and cons of current research is discussed.

Keywords: Primary Infertility, Secondary Infertility, Emotions and Infertility, Stress,

Depression, Cognitive behavioral therapy (CAT).

Page 7: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

iv

Þakkarorð

Við viljum byrja á því að þakka leiðbeinanda okkar, Þrúði Gunnarsdóttir, fyrir góða leiðsögn í

gegnum lokaverkefnið og fyrir tækifærið til að vinna að þessu áhugaverða verkefni.

Vil ég, Elín, þakka unnusta mínum og barnsföður Heimi Ólafi Hjartasyni fyrir

ómetanlegan stuðning í gegnum námið og stráknum mínum, Róberti Elís, fyrir að vera

dásamlegur í alla staði og þolinmóður við mömmu sína. Einnig vil ég þakka foreldrum mínum

Heiðdísi B. Karlsdóttur og Ólafi Elís Gunnarssyni fyrir að hafa endalausa trú á mér og hjálpað

mér gríðarlega mikið.

Vil ég, Íris Stella, þakka fjölskyldu minni fyrir ómetanlegan stuðning og hvatningu í

gegnum námið, þá sérstaklega kærasta mínum Bjarna Björgvin Vilhjálmssyni, mömmu minni

Guðríði M. Ólafsdóttur og pabba mínum Sverri Brynjólfssyni sem höfðu endalausa trú á mér

og hjálpuðu mér ótrúlega mikið. Ég vil einnig þakka yndislegu dætrum mínum Ísalind Emmu

og Dagbjörtu Eriku fyrir alla gleðina og þolinmæðina sem þær hafa sýnt mömmu sinni

Page 8: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

1

Efnisyfirlit

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga................................................................................................ 4

1. Aðferð .............................................................................................................................. 8

1.1. Markmið .......................................................................................................................... 8

1.2. Framkvæmd .................................................................................................................... 8

2. Skilgreining á ófrjósemi ................................................................................................. 9

2.1. Ófrjósemi á heimsvísu .................................................................................................... 9

2.1.1. Kostir og gallar rannsókna - Ófrjósemi á heimsvísu ................................................ 10

2.2. Ófrjósemi á Íslandi ....................................................................................................... 11

2.2.1. Kostir og gallar rannsókna-Ófrjósemi á Íslandi ....................................................... 12

3. Orsakir ófrjósemi ......................................................................................................... 12

3.1. Kostir og gallar rannsókna- Orsakir ófrjósemi ......................................................... 13

4. Hvaða áhrif hefur ófrjósemi á tilfinningalega þætti ................................................. 13

4.1. Almennt ......................................................................................................................... 13

4.2. Konur ............................................................................................................................. 13

4.2.1. Kostir og gallar rannsókna - konur. ........................................................................... 15

4.3. Karlar ............................................................................................................................ 19

4.3.1. Kostir og gallar rannsókna - karlar............................................................................ 21

4.4. Hjón/pör ........................................................................................................................ 24

Page 9: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

2

4.4.1. Kostir og gallar rannsókna-Hjón/pör ......................................................................... 27

5. Samfélagslegir þættir ófrjósemi .................................................................................. 32

5.1. Kostir og gallar rannsókna - samfélagslegir þættir ófrjósemi ................................. 33

6. Meðferð ......................................................................................................................... 33

6.1. Almennt um meðferð ................................................................................................... 33

6.2. Mismunandi tegundir af meðferð og rannsóknarstuðningur/ekki .......................... 34

6.2.1. Hugræn atferlismeðferð (cognitive behavioral therapy) .......................................... 34

6.2.1.1. Kostir og gallar rannsókna - hugræn atferlismeðferð ........................................ 36

6.2.2. Núvitund (mindfulness) ............................................................................................... 39

6.2.2.1. Kostir og gallar rannsókna - núvitund ................................................................. 41

6.2.3. Nálastungur (acupuncture) ......................................................................................... 44

6.2.3.1. Kostir og gallar rannsókna-Nálastungur. ............................................................ 45

7. Umræður ....................................................................................................................... 47

Heimildaskrá ........................................................................................................................... 52

Page 10: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

3

Töfluyfirlit

Tafla 1. Rannsóknir á áhrifum ófrjósemi á tilfinningalega þætti - Konur ................................ 15

Tafla 2. Rannsóknir á áhrifum ófrjósemi á tilfinningalega þætti - Karlar ................................ 23

Tafla 3. Rannsóknir á áhrifum ófrjósemi á tilfinningalega þætti - Hjón/pör ........................... 30

Tafla 4. Rannsóknir á hugrænni atferlismeðferð í tengslum við ófrjósemi ............................. 38

Tafla 5. Rannsóknir á núvitund í tengslum við ófrjósemi ........................................................ 41

Tafla 6. Rannsóknir á nálastungum í tengslum við ófrjósemi .................................................. 47

Page 11: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

4

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Talað er um að einstaklingur sé ófrjór ef þungun hefur ekki átt sér stað þrátt fyrir að stunda

óvarið kynlíf og tímasett kynlíf þegar mestu líkurnar eru á þungun. Eru tímamörkin 12

mánuðir samfleytt sem einstaklingar hafa reynt að verða barnshafandi. Einnig ef einstaklingur

hefur gengist undir endurteknar tæknifrjóvganir (American Society of Reproductive

Medicine, 2013). Þegar kona er 35 ára eða eldri er aftur á móti talað um að hún sé ófrjó ef

óvarið kynlíf hefur verið stundað í sex mánuði án þess að þungun hafi átt sér stað

(Maroufizadeh, Karimi, Vesali og Samani, 2015).

Boivin, Bunting, Collins og Nygren (2007) tóku saman 25 rannsóknir frá hinum ýmsu

löndum sem höfðu verið gerðar um ófrjósemi. Úrtak rannsóknanna var samtals 172.413 konur

og sýndu niðurstöður að tíðni ófrjósemi var á bilinu 5-15% hjá einstaklingum á

barneignaraldri. Rannsókn Lampic, Skoog-Svanberg, Karlström og Tydén (2006) skoðaði

viðhorf sænskra háskólanema til framtíðar barneigna og vitund þeirra um frjósemi kvenna.

Innihélt úrtak rannsóknarinnar 222 konur og 179 karla. Greindu allflestir frá því að vilja

eignast börn í framtíðinni og höfðu þátttakendur, bæði konur og karlar, ekki áhyggjur af því

að geta ekki eignast börn né muni eiga við ófrjósemi að stríða.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að skoða áhrif ófrjósemi á tilfinningalega þætti

(Peterson, Newton og Feingold, 2007; Smeenk o.fl., 2001) og ófrjósemi hefur verið talinn

mikill streituvaldur í mismunandi menningarheimum (Newton, Sherrard og Glavac, 1999;

Van Rooij, Van Balen og Hermanns, 2007; Fido og Zahid, 2004). Einstaklingar upplifa oft

kvíða þegar þeir eru að glíma við ófrjósemi (Smeenk o.fl., 2001) en rannsókn Fassino, Piero,

Boggio, Piccioni og Garzaro (2002) bar saman einkenni kvíða, þunglyndis og reiði hjá

einstaklingum sem glíma við ófrjósemi við þá sem glíma ekki við hana. Var rannsóknin

framkvæmd á Ítalíu og innihélt úrtak þeirra 172 pör sem glímdu við ófrjósemi og þau höfðu

leitað sér læknisaðstoðar frá desember 1999 til júlí 2001. Mætti úrtak annars hópsins nokkrum

Page 12: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

5

skilyrðum t.d. að vera gift, vera á aldrinum 18-41 árs og að hafa reynt án árangurs að verða

ólétt í tvö ár. Voru skilyrðin sett til að koma í veg fyrir áhrif annarra breyta/þátta sem gætu

haft áhrif á líðan einstaklinga. Hinn hópurinn innihélt 114 pör sem ekki glímdu við ófrjósemi

og voru þau fengin í gegnum opinbera leikskóla frá árunum 1999-2001 og mættu þau einnig

svipuðum skilyrðum og hinn hópurinn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að kvíði

var meiri hjá þeim konum og körlum sem glíma við ófrjósemi en hjá þeim sem glíma ekki við

hana (Fassino o.fl., 2002).

Ófrjósemi hefur mismunandi áhrif á kynin, en rannsóknir hafa sýnt að á meðan konur

þrá að eignast barn þá hugsa karlar meira um það að uppfylla hið samfélagslega hlutverk um

að verða foreldri (Hjelmstedt o.fl., 1999). Karlar bregðast við ófrjósemi á sama hátt og öðrum

vandamálum en konur bregðast hinsvegar við nánast á svipaðan hátt og að greinast með

krabbamein eða annan lífshættulegan sjúkdóm (Domar, Zuttermeister og Friedman, 1993).

Rannsókn Domar o.fl. (1993) skoðaði sálræn áhrif sem ófrjósemi getur haft á einstaklinga

miðað við sálræn áhrif einstaklinga með aðra sjúkdóma. Innihélt úrtakið 149 ófrjóar konur,

136 konur með langvarandi verki, 22 konur í endurhæfingu eftir hjartaaðgerð, 93 konur með

krabbamein, 77 konur með of háan blóðþrýsting og 11 konur með alnæmisveiru (e. HIV).

Leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að ófrjóar konur upplifðu ófrjósemi sína á svipaðan

hátt og konur sem voru með krabbamein, hjartabilun og konur með of háan blóðþrýsting.

Orsakir ófrjósemi geta legið hjá karlinum jafnt sem konunni, en konur virðast gjarnan

upplifa meira þunglyndi (Herbert, Lucke og Dobson,, 2010; Nelson, Shindel, Naughton,

Ohebshalom og Mulhall., 2008), meiri neyð/böl (Fido, 2004; Lansakara, Wickramasinghe og

Seneviratne 2011; Omoaregba, James, Lawani, Morakinyo og Olotu, 2011), kvíða (Albayrak

og Gunay, 2007), sorg (Umezulike og Efetie, 2004), reiði, félagslega einangrun og minna

sjálfstraust (Behboodi-Moghadam, Salsali, Eftekhar-Ardabily, Vaismoradi og Ramezanzadeh,

2013) en karlar vegna ófrjósemi. Ástæður þess geta mögulega verið að konur þurfa að ganga í

Page 13: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

6

gegnum fleiri og flóknari rannsóknir en karlar vegna ófrjósemi sem geta leitt til mikilla

óþæginda (Ying, Wu og Loke, 2015).

Konur sem glíma við ófrjósemi hafa gengið svo langt að hafa hugleitt sjálfsvíg, en

rannsókn Kjaer o.fl. (2011) skoðaði sjálfsvígstíðni kvenna sem voru að glíma við ófrjósemi í

Danmörku frá árunum 1973-1998. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að konur sem

ekki höfðu eignast barn eftir fyrstu greiningu á ófrjósemi voru tvisvar sinnum líklegri til þess

að fremja sjálfsvíg en aðrar konur sem höfðu eignast barn eftir greiningu. Innihélt úrtakið

51.221 danskar konur sem greindar höfðu verið með annaðhvort fyrsta stigs ófrjósemi (e.

primary infertility) eða síðkomna ófrjósemi (e. secondary infertility) og höfðu þeim öllum

verið vísað á sjúkrahús eða heilsugæslu sem sérhæfir sig í ófrjósemi. Alls 1.295

(2,5%) kvenna lét lífið þegar eftirfylgni átti sér stað og var sjálfsvíg orsök dauðsfalla hjá 92

konum (7,1%).

Tilfinningalegir þættir hafa mikil áhrif á frjósemi, en ef streitu og kvíða er haldið í

lágmarki eru auknar líkur á að frjósemismeðferð beri árangur (Campagne, 2006; Cousineau

og Domar, 2007; Smeenk o.fl., 2001). Karlar og konur upplifa kvíða og streitu bæði þegar

kemur að ófrjósemi og þegar þau eru í frjósemismeðferð. Einnig er algengt að streita hafi

áhrif á kynlíf para, áhugi á kynlífi getur minnkað og þau njóta þess ekki eins og áður þar sem

kynlífið er orðið skipulagt og planað (Peterson o.fl., 2007). Þegar par hefur komist að þeirri

niðurstöðu að þau eiga ekki eftir að geta eignast sitt eigið líffræðilegt barn upplifa þau mikið

áfall (Peterson, Newton og Rosen, 2003). Einnig þegar það á að finna lausn á vandamálinu,

hvort sem ákveðið er að reyna tæknifrjóvgun eða fara í gegnum ættleiðingarferli er það ferli

erfitt, tímafrekt og kostnaðarsamt (Tüzer o.fl., 2010).

Kvíði og þunglyndi er talið aukast með óvissunni um ástæðuna fyrir ófrjósemi, einnig

með endurtekinni meðferð, peningaáhyggjum og að finna fyrir pressu frá fjölskyldu og vinum

um að verða barnshafandi (Boivin, Griffiths og Venetis, 2011; Chen, Chang, Tsai og Juang,

Page 14: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

7

2004; Hjelmstedt, Widström, Wramsby og Collins, 2004). Í rannsókn Maroufizadeh o.fl.

(2015) skoðuðu þeir tíðni kvíða og þunglyndis meðal einstaklinga sem hafa upplifað

endurteknar misheppnaðar tegundir af frjósemismeðferð. Þeir fengu bæði karla og konur til að

taka þátt með því að svara tveim spurningalistum og unnu niðurstöðurnar úr þeim. Þeir

komust að því að tíðni þunglyndis og kvíða var lægra hjá körlum en konum. Kvíði var mestur

eftir fyrstu misheppnuðu meðferðina en minnkaði síðan eftir því sem þær urðu fleiri.

Þunglyndi var mest eftir aðra misheppnuðu meðferðina. Svo út frá þeirra niðurstöðum er hægt

að segja að þunglyndi og kvíði eykst með endurteknum misheppnuðum frjósemisaðferðum

(Maroufizadeh o.fl. (2015).

Hvernig sem einstaklingar upplifa þessa tilfinningalegu þætti, sem m.a. hafa verið

taldir upp hér að ofan, hafa að öllum líkindum áhrif á hvernig þeir takast á við þá.

Sérfræðingar sem hafa hjá sér pör í meðferð sem glíma við ófrjósemi verða að gæta þess að

skoða hvernig sambandsaðili metur maka sinn og hvernig einstaklingur túlkar mismunandi

skoðanir/skynjun. Eins og rannsókn Lee og Sun (2000), sem skoðaði mun á tilfinningalegri

líðan, hjúskaparánægju og kynlífsánægju hjóna sýndi fram á að sambandsaðilar upplifa ólíkar

tilfinningar þegar kemur að ófrjósemi. Benda þeir Lee og Sun því réttilega á að það ætti að

vera mælt með því að pör tali opinskátt um ófrjósemi sína (Lee og Sun, 2000).

Þar sem mikið hefur verið rannsakað áhrif ófrjósemi á tilfinningalega þætti var

markmiðið með þessari heimildarritgerð að draga fram helstu niðurstöður þessara rannsókna

og um leið skoða hvaða tegundir af meðferð hafa reynst gagnlegastar til meðhöndlunar fyrir

einstaklinga sem eiga við ófrjósemi að stríða.

Í inngangi var kynnt ritgerðarefni sem og ástæðu fyrir valinu á efninu. Í fyrsta kafla er

aðferðafræðikafli þar sem farið er yfir markmið og framkvæmd ritgerðarinnar, einnig eru

taldir upp helstu gagnagrunnar og leitarorð sem voru notuð. Í öðrum kafla er farið yfir

skilgreiningu á ófrjósemi og yfir tíðni ófrjósemi á heimsvísu og á Íslandi. Í þriðja kafla er

Page 15: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

8

farið yfir þá þætti sem hafa verið taldir orsakavaldar á ófrjósemi. Í fjórða kafla er skoðað áhrif

ófrjósemi á tilfinningalega þætti einstaklinga og er þá bæði skoðað áhrif ófrjósemi á konur,

karla og hjón/pör. Í fimmta kafla er skoðað samfélagslega þætti ófrjósemi og í sjötta kafla er

fjallað um tegundir af meðferð sem einstaklingar sem glíma við ófrjósemi hafa fundist

gagnlegar t.d. hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive Behavioral Therapy) og

núvitundarmeðferð (e. Mindfulness). Í sjöunda kafla eru umræður en þar er efnið dregin

saman.

1. Aðferð

1.1. Markmið

Markmið ritgerðarinnar var að skoða rannsóknir á tengslum ófrjósemi og tilfinninga.

Markmiðið var að skoða hvað rannsóknir hafa leitt í ljós um áhrif ófrjósemi á einstaklinga og

pör. Einnig að skoða rannsóknir um hvað hefur áhrif á ófrjósemi og hvaða meðferð hefur

staðið til boða fyrir einstaklinga sem og hjón/pör sem glíma við ófrjósemi.

1.2.Framkvæmd

Við heimildaleit var notast við bæði íslensk og erlend gagnasöfn. Þau voru

PsycArticles, EBSCOhost, Google Scholar, Web of Science og Leitir.is. Notast var við

eftirfarandi leitarorð; Infertility, Fertility, Psychological impact AND infertility,

Psychological stress AND infertility, Impact of infertility, infertility AND relationships,

gender differences AND infertility, infertility AND treatments.

Page 16: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

9

2. Skilgreining á ófrjósemi

Talað er um að einstaklingur sé ófrjór ef þungun hefur ekki átt sér stað þrátt fyrir að

stunda óvarið kynlíf og tímasett kynlíf þegar mestu líkurnar eru á þungun. Eru tímamörkin 12

mánuðir samfleytt sem einstaklingar hafa reynt að verða barnshafandi. Einnig ef einstaklingur

hefur gengist undir endurteknar tæknifrjóvganir (American Society of Reproductive

Medicine, 2013). Þegar kona er 35 ára og eldri er talað um ófrjósemi ef óvarið kynlíf hefur

verið stundað í sex mánuði án þess að þungun hafi átt sér stað (Maroufizadeh o.fl. 2015).

Ófrjósemi er skipt í fyrsta stigs ófrjósemi (e. Primary infertility) og síðkomna

ófrjósemi (e. Secondary infertility). Fyrsta stigs ófrjósemi (e. Primary infertility) er þegar

einstaklingar eru kynferðislega virkir, stunda kynlíf án getnaðarvarna og kona er ekki með

barn á brjósti og hefur ekki eignast barn þrátt fyrir kynlíf í 12 mánuði eða fleiri (Practice

committee, 2008; World Health Organization, 2001). Síðkomin ófrjósemi (e. Secondary

infertility) er þegar par hefur áður eignast barn en síðan þá, þrátt fyrir að hafa reynt, hefur ekki

orðið þunguð í a.m.k. 12 mánuði eða fleiri (World Health Organization, 2001; Mascarenhas,

Cheung, Mathers og Stevens, 2012; Mascarenhas, Flaxman, Boerma, Vanderpoel og Stevens,

2012; Rustein og Shah, 2004).

2.1. Ófrjósemi á heimsvísu

Samkvæmt WHO (World Health Organization, 2002) eru um 80 milljónir

einstaklinga, konur og karlar, sem glíma við ófrjósemi í heiminum. Áætlað er að um 1 af

hverjum 10 pörum glími annað hvort við fyrsta stigs ófrjósemi (e. primary infertility) eða

síðkomna ófrjósemi (e. secondary infertility) (World health organization, 2003).

Í Bretlandi fá um 35.000 konur aðstoð við frjóvgun árlega og eru rúmlega 1,5% af

fæddum börnum þar getin með frjósemisaðstoð (Boivin o.fl., 2011). Árlega í Bandaríkjunum

sækist rúm milljón manna eftir aðstoð eða ráðum tengdum ófrjósemi (Cousineau og Domar,

Page 17: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

10

2007). En í flestum fylkjum Bandaríkjanna er ekki skylda fyrir tryggingar að taka þátt í

niðurgreiðslu á ófrjósemimeðferð og því geta ekki allir farið í slíka meðferð sökum mikils

kostnaðar sem henni fylgir (Cousineau og Domar, 2007). Sem dæmi þá getur

ófrjósemimeðferð kostað í heildina milli 12.000-15.000 dollara (Bayer, Alper og Penzias,

2002) eða um 1.5-1.9 milljón í íslenskum krónum. Kostnaður við slíka meðferð getur valdið

mikilli streitu og haft mikil áhrif á hvort par eigi að fara í ófrjósemimeðferð (Cousineau og

Domar, 2007).

Boivin o.fl. (2007) tóku saman gögn sem voru til um tíðni ófrjósemi, ekki eldri en frá

árinu 1990, með það í huga að athuga þörfina fyrir ófrjósemiaðstoð. Einnig var skoðað hvert

hlutfall para var sem sóst hafði eftir aðstoð vegna ófrjósemi. Þau tóku saman 25 rannsóknir

frá mismunandi löndum og innihélt úrtak rannsóknanna samtals 172.413 konur. Samkvæmt

þessum rannsóknum virtist tíðni ófrjósemi í heiminum vera á bilinu 5-15%. Niðurstöður

þeirra benda til þess að ófrjósemi í vanþróuðum löndum sé á bilinu 6,9-9,3% en sé frá 3,5 til

16,7% í þróaðri ríkjum. En þessar tölur um vanþróuðu löndin voru fengnar úr aðeins 3

rannsóknum af þessum 25. Þau komust að því að það voru ekki allir sem vilja sækjast eftir

læknisaðstoð sem þjást af ófrjósemi, heldur voru það einungis um helmingur (Boivin o.fl.,

2007). Af þeim sem sóttust eftir læknisaðstoð voru einungis tæplega 25% sem fóru svo af stað

í ófrjósemismeðferð. En þessar tölur voru fengnar úr rannsóknum þar sem talað var um bæði

þróuð og vanþróuð lönd og mismunandi var eftir löndum hversu auðvelt var að komast í

meðferð við ófrjósemi.

2.1.1. Kostir og gallar rannsókna - Ófrjósemi á heimsvísu

Fáar rannsóknir virðast vera til um ófrjósemi á heimsvísu en í kaflanum var skoðuð ein

rannsókn sem var unnin úr upplýsingum frá 25 rannsóknum frá mismunandi löndum og var

úrtak þessara rannsókna samtals þar af leiðandi stórt. Hún sýndi að tíðni ófrjósemi í heiminum

væri á bilinu 5-15% (Boivin o.fl., 2007). Samkvæmt WHO (World Health Organization,

Page 18: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

11

2003) má áætla að 1 af hverjum 10 pörum glími við ófrjósemi. En fyrir utan þessa rannsókn í

kaflanum var stuðst meira við almennar upplýsingar um ófrjósemi í heiminum og kostnað

ófrjósemismeðferða sem fengnar voru frá t.d. World Health Organization (2002, 2003) og úr

rannsókn Cousineau og Domar (2007). Aðrar rannsóknir taka yfirleitt fyrir þátttakendur úr

einu landi fyrir sig eins og t.d. rannsókn Kjaer o.fl. (2011) var gerð í Danmörku og rannsókn

Alhassan, Ziblim og Muntaka (2014) var gerð í Ghana og verður fjallað um þær rannsóknir

hér á eftir.

2.2.Ófrjósemi á Íslandi

Sá mælikvarði sem mælir best frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu og

er þá oftast miðað við að frjósemi sé 2,1 lifandi fæddra barna til að viðhalda mannfjöldanum

til lengri tíma litið. Samkvæmt Hagstofu Íslands þá fæddust árið 2014 4.375 börn á Íslandi

sem er svipaður fjöldi og árinu áður, en var það í fyrsta sinn sem talan fór undir tvö börn,

þ.e.a.s. var 1,93 lifandi fædd börn á hverja konu á barneignaaldri síðan árið 2003. Er frjósemi

á Íslandi nú helmingi minni en hún var árið 1960 en þá var nokkuð algengt að kona á Íslandi

myndi eignast um fjögur börn á ævi sinni. Þættir sem meðal annars hafa haft áhrif á þessar

tölur er að meðalaldur kvenna, sem eignast börn, hefur hækkað frá því sem áður var. En fyrir

og um árið 1980 var meðalaldur kvenna 22 ár þegar þær áttu sitt fyrsta barn en nú hefur

meðalaldurinn hækkað í 25-29 ár (Hagstofa Íslands, 2015).

Aðeins er ein meðferðarstofnun á Íslandi sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgun og er það

Art Medica. Starfsemi hennar hófst árið 1991 og ári seinna fæddist á Íslandi fyrsta barnið sem

varð til með glasafrjóvgun (Art Medica, e.d). Á heimasíðu evrópskra sérfræðinga í

fósturfræðum (European Society of Human Reproduction and Embryology) kemur fram að

Ísland er meðal þeirra átta þjóða sem hafa hæstu fæðingartíðni fyrir börn sem getin hafa verið

með aðstoð tæknifrjóvgana, eða yfir 3% fæddra barna (ESHRE, 2104).

Page 19: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

12

Við leit að rannsóknum um ófrjósemi á Íslandi fannst ekki ein, þetta er mögulega

eitthvað sem mætti breyta.

2.2.1. Kostir og gallar rannsókna-Ófrjósemi á Íslandi

Mjög takmarkað er um rannsóknir á ófrjósemi á Íslandi, til að mynda fundust ekki

tölur um tíðni ófrjósemi á Íslandi. Vöntun er á rannsóknum á ófrjósemi íslendinga en fróðlegt

væri t.d. að skoða tíðni ófrjósemi hér á landi miðað við aðrar þjóðir. Hvert hlutfallið er fyrir

bæði kyn sem glímir við ófrjósemi og í framhaldinu að skoða orsakaþætti ófrjósemi og hvort

þeir séu svipaðir og í öðrum löndum

3. Orsakir ófrjósemi

Mögulegir orsakaþættir á ófrjósemi geta verið margskonar, hvort sem orsökin liggur

hjá karlinum eða konunni. Breskar rannsóknir hafa sýnt fram á að helstu orsakir ófrjósemi þar

eru m.a. truflanir tengdar egglosi (25%), skemmdir eggjaleiðarar (20%), ófrjósemi hjá

karlinum (30%) eða þættir sem tengjast legi eða kvið. Í 25% tilvika er ófrjósemi óútskýrð,

þ.e.a.s. að ekki hefur fundist orsök ófrjósemi, hvorki hjá konunni né karlinum. Hinsvegar í

40% tilvika finnast orsakaþættir hjá bæði konunni og karlinum en þættir eins og legslímuflakk

getur haft mikil áhrif. Þar sem margir þættir geta haft áhrif á ófrjósemi er mikilvægt að

rannsaka bæði karlinn og konuna vel, er það m.a. gert með sæðisgreiningu, mat á egglosi,

skoðun á eggjaleiðurum og skimun fyrir allskyns sýkingum eins og kynsjúkdómum (Hull

o.fl., 1985; School of Public Health, 1992; Thonneau o.fl., 1991).

Aðrir þættir sem rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi áhrif á frjósemi er m.a.

áfengisnotkun en mikil áfengisneysla er skaðleg fyrir fóstur (Royal College of Obstetricians

and Gynaecologist, 1999). Aðrir þættir eru m.a. reykingar (Augood, Duckitt, og Templeton,

1998; Hughes og Brennan, 1996), offita (Jensen, Scheike, Keiding, Schaumburg og

Grandjean, 1999; Bolumar, Olsen, Rebagliato, Saez-Lloret og Bisanti,2000; Zaadstra o.fl.,

Page 20: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

13

1993) og þröngar buxur/nærbuxur (Mieusset og Bujan, 1995; Hjollund, Storgaard, Ernst,

Bonde og Olsen,2002; Hjollund, Bonde, Jensen og Olsen, 2000).

3.1. Kostir og gallar rannsókna- Orsakir ófrjósemi

Í kaflanum um orsakir ófrjósemi voru mögulegir orsakaþættir ófrjósemi taldir upp.

Nefndir voru stærri þættir eins og truflanir tengdar ófrjósemi, legslímuflakk og skemmdir

eggjaleiðarar en einnig aðrir þættir sem einstaklingur getur betur haft áhrif á sjálfur sem er t.d.

áfengisnotkun og reykingar. Ekki var hægt að finna íslenskar rannsóknir sem fjölluðu um

orsakir ófrjósemi hér á landi en fróðlegt væri að vita slíkar upplýsingar.

4. Hvaða áhrif hefur ófrjósemi á tilfinningalega þætti

4.1.Almennt

Þegar einstaklingur greinist með ófrjósemi og litlar líkur eru á því að hann fái að

upplifa það að eignast líffræðilega sín börn getur það haft ýmis sálræn áhrif. Meðal annars

hafa rannsóknir sýnt fram á að einstaklingar sem glíma við ófrjósemi greina frá minnkandi

sjálfstrausti, kvíða, þunglyndi, sektarkennd og gremju (Boivin o.fl, 2011; Chen og fl., 2004;

Hjelmstedt og fl., 2004). En hvernig einstaklingar upplifa þessa sálrænu þætti hefur áhrif á

hvernig þeir takast á við þá. Rannsókn Lee og Sun (2000) sýndi fram á að konur og karlar

upplifa ófrjósemi ekki alltaf eins og þarf því að huga vel að einstaklingsmun í sambandi við

ófrjósemi.

4.2.Konur

Þegar konur hafa ekki orðið þungaðar þrátt fyrir margar tilraunir til að verða

barnshafandi þá getur þeim liðið eins og þær hafi brugðist hvort sem það er sjálfri sér, maka

eða sínu samfélagslega hlutverki sem kona (Cousineau og Domar, 2007; Gonzalas, 2000).

Page 21: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

14

Sumum líður eins og þær séu ábyrgar fyrir sinni frjósemi og geti því haft einhver áhrif þar á

t.d. með því að stunda jóga, drekka te og jafnvel borða ananas. Er þessi hugsun eðlileg til að

reyna að hafa stjórn á þeim kvíða sem ófrjósemi getur valdið (Cousineau og Domar, 2007;

Gonzalas, 2000).

Rannsókn Kjaer o.fl. (2011) skoðaði sjálfsvígstíðni kvenna sem voru að glíma við

ófrjósemi í Danmörku frá árunum 1973-1998. Var eftirfylgni frá þeim tíma sem kona var

greind með ófrjósemi á þessum árum 1973-1998 til ársins 2006. Upplýsingar voru fengnar frá

bæði skráningu geðspítala í Danmörku (Danish Psychiatric Central Registry) og þjóðskrá í

Danmörku (Danish Central Population Registry). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á

að konur sem ekki höfðu eignast barn eftir greiningu á ófrjósemi voru tvisvar sinnum líklegri

til þess að fremja sjálfsvíg en aðrar konur sem höfðu eignast barn eftir greiningu. Innihélt

úrtakið 51.221 danska konu. Konurnar höfðu verið greindar með annaðhvort fyrsta stigs

ófrjósemi (e. primary infertility) eða síðkomna ófrjósemi (e. secondary infertility) og hafði

þeim öllum verið vísað á sjúkrahús eða heilsugæslu sem sérhæfir sig í ófrjósemi. Alls 1.295

(2,5%) kvenna hafði látið lífið þegar eftirfylgni átti sér stað og var sjálfsvíg orsök dauðsfalla

hjá 92 konum (7,1%) af þessum 1.295, voru þetta aðallega konur sem ekki höfðu eignast barn

eftir að hafa verið greindar með ófrjósemi (Kjaer og fl., 2011).

Rannsókn Domar o.fl. (1993) skoðaði sálræn áhrif sem ófrjósemi getur haft á

einstaklinga miðað við sálræn áhrif einstaklinga með aðra sjúkdóma. Innihélt úrtakið 149

ófrjóar konur, 136 konur með langvarandi verki, 22 konur í endurhæfingu eftir hjartaaðgerð,

93 konur með krabbamein, 77 konur með of háan blóðþrýsting og 11 konur með

alnæmisveiru (e. HIV). Sjálfsmatslisti var notaður til að meta vanlíðan og innihélt listinn 90

atriði. Endurspeglar listinn vanlíðan í níu aðalflokkum (e. primary symptom) og þremur

alþjóðlegum vísitölum (e. global indices). Var hver þáttur metinn á fimm punkta likert skala

frá 0=engin vanlíðan til 4=mjög mikil vanlíðan. Mælikvarðarnir voru þunglyndi, kvíði og

Page 22: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

15

alvarleiki annarra alþjóðlegra vísitalna sem sýndu meðaltal allra 90 atriðanna. Leiddu

niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að ófrjóar konur upplifðu vanlíðan á svipaðan hátt og konur

sem voru með krabbamein, hjartabilun og konur með of háan blóðþrýsting.

Í rannsókn Alhassan o.fl. (2014) var skoðað þunglyndi kvenna sem greindar höfðu

verið með ófrjósemi. Var ófrjósemi skoðuð í tengslum við hversu lengi kona hafði verið

greind með ófrjósemi og aðra félagslega og lýðræðislega þætti. Fór rannsóknin fram í Ghana

og innihélt rannsóknin úrtak 100 kvenna og var notast við Beck þunglyndiskvarðann við mat

á vanlíðan. Fór rannsóknin fram á tímabilinu desember 2012 til apríl 2013. Niðurstöður sýndu

að tíðni þunglyndis meðal kvenna með ófrjósemi var 62%. Einnig kom fram jákvætt samband

milli þess hversu lengi þær höfðu verið greindar með ófrjósemi við aldur þeirra, þ.e. því eldri

sem þær voru því lengur höfðu þær verið greindar. Einnig var þunglyndi hærra meðal kvenna

með litla eða enga menntun og meðal þeirra sem voru atvinnulausar.

4.2.1. Kostir og gallar rannsókna - konur.

Töluvert fleiri rannsóknir eru til um áhrif ófrjósemi á konur en karla. Í þessum kafla

voru valdar 3 rannsóknir þar sem ein fjallar um sjálfsvígstíðni kvenna sem glíma við

ófrjósemi, önnur fjallar um sálræn áhrif ófrjósemi í samanburði við sálræn áhrif annarra

sjúkdóma og sú þriðja skoðaði tíðni og alvarleika þunglyndis hjá konum sem glíma við

ófrjósemi. Ástæðan fyrir valinu á þeim var að þær eru áhugaverðar og ólíkar, þær sýna allar

hversu mikil áhrif ófrjósemi hefur á konur. Allar höfðu þær kosti og galla sem farið verður í

hér að neðan.

Rannsókn Kjaer og fleiri (2011) skoðaði sjálfsvígstíðni kvenna sem voru að glíma við

ófrjósemi hafði takmarkanir. En þrátt fyrir að rannsóknin innihéldi öflugan gagnagrunn, stórt

úrtak og langa eftirfylgni, eða frá þeim tíma sem kona var fyrst greind með ófrjósemi til ársins

2006, gæti verið að tengslin milli ófrjósemi og sjálfsvígs sé stjórnað af öðrum áhrifaþáttum.

Page 23: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

16

Gætu þessir áhættuþættir verið m.a. að einstaklingur sé einstæður, notkun þunglyndislyfja,

andleg veikindi maka eða að fíkniefnaneysla og sjálfsvíg sé í fjölskyldusögu einstaklings

(Mortensen, Agerbo, Erikson, Qin og Westergaard-Nielsen, 2000; Qin, Agerbo, Westergard-

Nielsen, Eriksson og Mortensen., 2000; Karjane, Stovall, Berger og Svikis, 2008; Sbaragli

o.fl., 2008; Wilkins, Warnock og Serrano, 2010; Noorbala, Ramezanzadeh, Abedinia og

Naghizadeh, 2009).

Önnur takmörkun rannsóknarinnar var að rannsóknin fékk aðeins upplýsingar um

sjúkdómsástand einstaklinga sem voru það alvarleg að þau leiddu til sjúkrahúsvistunar. Þar af

leiðandi var ekki hægt að skoða tilvik sem ekki voru eins alvarleg eða ógreind tilfelli. Gæti

verið að rannsóknin ofmeti því áhrif ófrjósemi á sjálfsvíghættu, en samt sem áður þá gæti

verið að vanmat sé lagt á áhrif ófrjósemi þar sem skoðað var konur eftir að þær höfðu verið

lagðar inn og fyrir greiningu ófrjósemi. Geta niðurstöður því vanmetið rétta áhættu þar sem

konan gæti hafa verið lögð inn á sjúkrahús vegna vandamáls eins og þunglyndi sem stafar

hefur af ófrjósemi. Þó svo niðurstöður rannsóknarinnar greindu frá því að 43% kvenna í

úrtakinu urðu ekki barnshafandi eftir greiningu á ófrjósemi þá þýðir það ekki að þær

umgangist ekki börn þar sem sumar konur höfðu ættleitt barn eða voru í sambandi með manni

sem átti barn úr fyrra samabandi. Hafði rannsóknin ekki upplýsingar um ættleiðingar eða börn

maka úr fyrra sambandi og því var ekki lagt áherslu á að skoða sjálfsvígstíðni þess hóps

(Kjaer o.fl. 2011).

Rannsókn Domar o.fl. (1993) skoðaði sálræn áhrif ófrjósemi í samanburði við sálræn

áhrif annarra sjúkdóma og hafði hún einnig takmarkanir. Þeir þátttakendur sem höfðu heyrt af

meðferðinni og ákveðið að skrá sig sjálfir gætu verið ólíkir öðrum sjúklingum t.d. þeim sem

var ráðlagt að skrá sig í slíka meðferð af lækni. En önnur rannsókn sem gerð var af Domar,

Broome, Zuttermeister, Seibel og Friedman (1992) sem einnig skoðaði depurðareinkenni,

sýndi að ófrjóir sjúklingar í meðferðarhóp upplifðu meiri vanlíðan miðað við ófrjóa sjúklinga

Page 24: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

17

sem ekki voru í slíkum meðferðarhóp. Hinsvegar í rannsókn Domar o.fl. (1993) var allt

úrtakið í slíkum meðferðarhóp og ættu því allir að vera jafnir.

Markmið rannsóknar Alhassan o.fl. (2014) var að skoða tíðni og alvarleika þunglyndis

hjá þeim konum sem greindar höfðu verið með ófrjósemi og samband þess við aðra félagslega

og lýðræðislega þætti í Ghana. Í Ghana eru börn ákveðið öryggi fyrir foreldra í ellinni og

pressan er mikil á konur að geta átt börn. Tíðni þunglyndis hjá ófrjóum konum var 62% sem

er mjög hátt og getur það verið útaf þessari pressu og líka vegna þess að rannsóknin var gerð í

þeim hluta af Ghana þar sem stjórnendur svæðisins iðka íslamstrú og í Íslam er frjósemi mjög

mikilvæg og verðmæt. Ófrjóar konur í Ghana eiga í hættu á að fá ruddalega meðferð frá

ættingjum maka síns og getur ófrjósemi jafnvel leitt til skilnaðar eða önnur kona sé fengin inn

í hjónabandið eins og íslömsk lög leyfa (Alhassan o.fl., 2014). Í framhaldi væri hægt að gera

sömu rannsókn nema á öðrum svæðum í Ghana til að sjá samanburðinn. Erfitt er að alhæfa

útfrá þessari rannsókn á allar konur sem glíma við ófrjósemi. Ástæða þess er sú að aðstæður

og líferni í Ghana er töluvert öðruvísi en í hinum vestræna heimi.

Page 25: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

18

Tafla 1

Rannsóknir á áhrifum ófrjósemi á tilfinningalega þætti - konur

Höfundur/ar

og ár:

Aldur/

kyn: Úrtaksstærð

Aðaleinkenni og

tegund

rannsóknar:

Mælitæki: Niðurstöður:

Kjaer, Jensen,

Dalton,

Johansen,

Schmiedel og

Kjaer (2011)

Konur N = 51. 221

konur

Rannsóknin

skoðaði

sjálfsvígstíðni

danskra kvenna

sem voru að

glíma við

ófrjósemi.

Hóp rannsókn var

gerð og voru

upplýsingar

fengnar frá bæði

Skráningu

geðspítala í

Danmörku (Danish

Psychiatric Central

Registry) og

Þjóðskrá

Danmörku

(Danish Central

Population

Registry).

Niðurstöður sýndu

fram á að konur sem

ekki höfðu eignast barn

eftir greiningu á

ófrjósemi voru tvisvar

sinnum líklegri til þess

að fremja sjálfsvíg en

konur sem höfðu

eignast barn.

Domar,

Zuttermeister

og Friedman

(1993)

Konur N = 488 konur Rannsóknin

skoðaði sálræn

áhrif sem

ófrjósemi getur

haft á

einstaklinga

miðað við

sálræn áhrif

einstaklinga

með aðra

sjúkdóma.

Notað var

sjálfsmats lista með

90 atriðum

(Symptom

Checklist-90

(revised) (SCL-90

R)). Skrá sem

metur vanliðan.

Niðurstöður

rannsóknarinnar sýndu

að ófrjóar konur

upplifa vanlíðan á

svipaðan hátt og konur

sem voru með

krabbamein, hjartabilun

og konur með of háan

blóðþrýsting.

Alhassan,

Ziblim, og

Muntaka (2014)

Konur

m=

30,5 ár

N = 100 Rannsóknin

skoðaði

þunglyndi

kvenna sem

greindar höfðu

verið með

ófrjósemi. Var

ófrjósemi

skoðuð í

tengslum við

hversu lengi

kona hafði verið

greind með

ófrjósemi og

aðra félagslega

og lýðræðislega

þætti.

Þversnið

rannsóknarsnið.

Spurningalisti með

Beck-

Þunglyndiskvarðan

um sem mat

vanlíðan.

Niðurstöður sýndu að

tíðni þunglyndis meðal

kvenna með ófrjósemi

var 62%. Einnig kom

fram jákvætt samband

milli þess hversu lengi

þær höfðu verið

greindar með ófrjósemi

við aldur þeirra. Einnig

var þunglyndi hærra

meðal kvenna með litla

eða enga menntun og

meðal þeirra sem voru

atvinnulausar.

Page 26: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

19

4.3. Karlar

Færri rannsóknir hafa skoðað upplifun karla sem eiga við ófrjósemi að stríða en á

upplifun kvenna (Joja, Dinu og Paun, 2015), þær fáu rannsóknir sem hafa einblínt á upplifun

karla af ófrjósemi sérstaklega hafa sýnt fram á að upplifun þeirra er svipuð upplifun kvenna.

Karlar eru yfirleitt bornir saman við konur þegar kemur að orsakaþáttum ófrjósemi (Kedem,

Milkulincer, Nathanson og Bartoov, 1990; Greil, 1997). Karlmenn upplifa sálrænar

afleiðingar vegna ófrjósemi alveg eins og konur (Cousineau og Domar, 2007) og þær

rannsóknir sem hafa kannað líðan karla sem glíma við ófrjósemi sýna að þeir upplifa meiri

kvíða, þunglyndi (Ahmadi, Montaser-Kouhsari, Nowroozi og Bazargan-Hejazi, 2011;

Folkvord, Odegaard og Sundby 2005; Gao o.fl., 2013), streitu (Peronace, Boivin og Schmidt

2007), ótímabær sáðlát (Gao og fl., 2013) og stinningar vandamál (Gao o.fl., 2013; Saleh,

Ranga, Raina, Nelson og Agarwal, 2003), kynlífsóánægju (Schmidt, 2006) og minni lífsgæði

(Klemetti, Raitanen, Sihvo, Saarni og Koponen, 2010) en karlar sem ekki glíma við ófrjósemi.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að karlar eiga auðveldara með að sætta sig við barnlaust líf

en konur (Wright o.fl., 1991). Þeir virðast verða fyrir vonbrigðum en ekki niðurbrotnir á sama

hátt og virðist gerast meðal kvenna sem glíma við ófrjósemi (Greil, 1997). Margir karlar bæla

niður sínar tilfinningar til að vera til staðar og styðja konurnar sínar (Berg og Wilson, 1991)

og er það mögulega ástæða þess að færri rannsóknir eru um upplifun karla á ófrjósemi

(Glover, Abel og Cannon, 1998; Webb og Daniluk, 1999)

Þó nokkuð er vitað um áhrif streitu á konur sem hafa farið í glasafrjóvgun (e. In Vitro

Fertilization (IVF)) (Harlow, Fahy og Talbot, 1996; Milad, Klock, Moses og Chatterton,

1998) en lítið er vitað um áhrif streitu á karla í tengslum við glasafrjóvgun. Í rannsókn Clarke,

Klock, Geoghegan og Travassos (1999) voru skoðaðar breytingar á streitu og gæði sæðis hjá

körlum sem voru að fara í fyrsta skipti í glasafrjóvgun og sambandið milli streitu og gæði

sæðis hjá körlum í glasafrjóvgun. Þrjátíu og einn karlamaður tók þátt í rannsókninni og

Page 27: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

20

skiluðu þeir sæðissýni og fylltu út spurningalista sem sagði til um streitu. Þetta gerðu þeir 4-6

vikum fyrir glasafrjóvgunina og svo aftur þegar verið var að framkvæma glasafrjóvgunina.

Niðurstöður sýndu að gæði sæðisins minnkaði frá fyrstu sýnatöku að þeirri seinni og samband

fannst milli streitu og gæði sæðis á þann hátt að streita var meiri við seinni sýnatöku og gæði

sæðis minna. Munurinn var mjög mikill hjá flestum sem tóku þátt í rannsókninni. Aðrar

rannsóknir hafa sýnt að gæði sæðis minnkar í glasafrjóvgunarferlinu en engin önnur rannsókn

hefur skoðað breytingar á streitu samhliða. Karlarnir í þessari rannsókn skoruðu frekar hátt á

streitu bæði í fyrri sýnatökunni og seinni, streita hækkaði samt lítið milli sýna en það að þurfa

að gefa sýni virtist valda streitu. En óljóst var hvort streita hafði áhrif á gæði sæðis því það

tekur um 70 daga fyrir líkama karla að þróa fullþroskaðar sæðisfrumur og á milli sýnataka í

rannsókninni voru einungis 30-45 dagar, ólíklegt var að tímabilið milli sýnataka og streitan

sem fylgir því að bíða eftir glasafrjóvgun hafði mikil áhrif á gæði sæðis (Clarke o.fl., 1999).

Rannsókn Webb og Daniluk (1999) skoðaði ítarlega hvernig ófrjóir karlar í

hjónaböndum sætta sig við þá staðreynd að geta ekki átt barn sem er líffræðilega þeirra. Fram

að þessari rannsókn hafði engin önnur rannsókn skoðað reynslu karlmanna í hjónabandi sem

hafa verið greindir ófrjóir. Tóku sex karlar þátt í rannsókninni sem var eigindleg og byggðist á

viðtölum. Þeir höfðu allir glímt við ófrjósemi frá fjórum árum upp í 14 ár og ófrjósemin lá hjá

þeim en ekki maka þeirra. Þeir voru allir feður þegar þeir tóku þátt í rannsókninni, fimm

ættleiddu barn og einn fékk gjafasæði. Tekin voru persónuleg viðtöl við hvern og einn þar

sem þeir töluðu um sína reynslu af ófrjósemi og hvernig þeir sættu sig við þá staðreynd að

þeir myndu ekki geta átt líffræðileg börn. Niðurstöðurnar voru að allir sex karlarnir töluðu um

sterkar sorgartilfinningar og missi, tilfinningar um vanmætti og að missa stjórn. Töluðu einnig

um að finnast þeir vera einangraðir og sviknir, allar þessar tilfinningar komu í kjölfar þess að

greinast ófrjóir. Þeir fóru allir í gegnum langt og sársaukafullt ferli í að reyna að takast á við

þá staðreynd að þeir væru ófrjóir, og í öllum tilvikum voru það konurnar þeirra sem höfðu

Page 28: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

21

frumkvæði að því að sækjast eftir læknisaðstoð þegar ekki tókst að eignast barn. Karlarnir

töluðu allir um að það væri niðurlægjandi að þurfa að gefa síendurtekin sæðissýni í

greiningarferlinu og voru pirraðir á því þegar ekki tókst að finna ástæðu fyrir ófrjóseminni

fljótt. Þegar ferlið hófst áttu þeir allir sameiginlegt að halda að vandamálið væri hjá konunum

þeirra en ekki þeim. Það kom þeim á óvart að vandamálið væri hjá þeim þegar niðurstöður

lágu fyrir. Þeir áttu allir sameiginlegt að finnast þeir þurfa vera sterkari aðilinn í hjónabandinu

og halda sínum tilfinningum útaf fyrir sig. Þeim leið öllum eins og þeir höfðu brugðist

konunum sínum og fundu fyrir sektarkennd. Þeir lokuðu á tilfinningar sínar fyrst en svo sáu

þeir að það þurfti að opna á tilfinningarnar og syrgja lífið sem þeir hefðu getað átt ef þeir

væru frjóir. Ófrjósemin hafði mikil áhrif á karlmennsku þeirra og virtist vera árás á

karlmannleika þeirra. Þessi rannsókn sýnir að ófrjósemi hafði mikil áhrif á líf þátttakenda

(Webb og Daniluk, 1999).

4.3.1. Kostir og gallar rannsókna - karlar

Í kaflanum um karla voru tvær rannsóknir teknar fyrir eftir mikla leit af rannsóknum

um efnið. Þær voru valdar því þær eru ólíkar og einblína ekki á konur eins og margar aðrar

rannsóknir virðast gera í tengslum við ófrjósemi. Rannsókn Clarke o.fl. (1999) tók fyrir streitu

og gæði sæðis hjá karlmönnum og rannsókn Webb og Daniluk (1999) skoðaði hvernig karlar

sem glíma við ófrjósemi geta sætt sig við að eiga ekki barn sem er líffræðilega þeirra. Þær

höfðu báðar kosti og galla og verður fjallað um það hér að neðan. Mjög takmarkaðar

rannsóknir virðast vera til um tilfinnningaleg áhrif ófrjósemi á karla og er það stór galli því

ófrjósemi hefur áhrif á karla jafnt sem konur. Margar ástæður geta verið fyrir því og meðal

annars eins og fjallað er um hér að ofan að karlar eiga það til að bæla niður sínar tilfinningar

til að vera til staðar fyrir konur sínar og takast á við ófrjósemina í hljóði sem getur mögulega

leitt til t.d. aukinnar streitu og vanlíðan.

Page 29: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

22

Gallar við rannsókn Clarke o.fl. (1999) voru að úrtakið var lítið og brottfall mikið.

Þátttakendur voru margir vandræðalegir að fylla út spurningalistana og líklegt var að þeir hafi

fegrað svör sín. En kostirnir voru að niðurstöður sýndu að gæði sæðis minnkaði frá fyrri

sýnatöku að þeirri seinni og þeir fundu samband milli gæði sæðis og streitu. En það þarf að

rannsaka þetta töluvert betur til að geta alhæft yfir á þýði. Mögulega væri hægt að reyna að

hafa úrtakið stærra og umfangið minna til að minnka brottfall. Hægt væri að biðja þá um

fyrsta sýni en það seinna vera í samráði við þegar glasafrjóvgun er gerð, og fá smá sýni af því

sem er notað í glasafrjóvgunina, svo þátttakendur þurfa ekki að gefa annað sýni líka þá.

Einnig væri hægt að leyfa þátttakendum að fylla út spurningalistana í einrúmi.

Gallar rannsóknar Webb og Daniluk (1999) voru að úrtakið var mjög lítið, einungis

sex karlmenn tóku þátt. Karlarnir í þessari rannsókn voru allir ófrjóir og ekki er víst að aðrir

karlar sem eru í hjónabandi við konu sem er ófrjó, eða hjón sem geta ekki átt börn saman, líði

eins. Þeir voru allir í traustum hjónaböndum og ekki vitað hvort hægt sé að alhæfa yfir t.d.

einhleypa ófrjóa karlmenn. Einnig voru þeir allir feður, með ættleiðingu eða gjafasæði, og

mögulega yrðu niðurstöður öðruvísi ef um væri að ræða karlmenn sem væru barnlausir,

kannski væri þeirra viðhorf annað til ófrjóseminnar en þeirra sem eiga börn. Það sem væri

hægt að gera í framhaldinu er að reyna að hafa úrtakið stærra og ólíkara til að athuga hvort

niðurstöður væru aðrar. Í þessari rannsókn voru karlarnir allir giftir og voru feður, en hægt

væri að fá karla sem ættu ekki börn og væru einhleypir.

Page 30: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

23

Tafla 2

Rannsóknir á áhrifum ófrjósemi á tilfinningalega þætti - karlar

Höfundur/ar

og ár: Aldur/kyn: Úrtaksstærð

Aðaleinkenni og

tegund

rannsóknar:

Mælitæki: Niðurstöður:

Clarke,

Klock,

Geoghegan og

Travassos

(1999)

Karlar N = 31 Rannsóknin

skoðaði

breytingar á

streitu og gæði

sæðis hjá

körlum sem eru

að fara í fyrsta

skipti í

glasafrjóvgun og

skoða

sambandið milli

streitu og gæði

sæðis hjá

körlum í

glasafrjóvgun.

Sæðissýni og State

Anxiety Inventory

spurningalisti,

einnig bættu þeir

við tveim

matsspurningum

um hversu

streituvaldandi og

mikilvægt það var

að gefa sýni þennan

dag. Einnig

spurningar um

streitu í lífi

þátttakenda og um

streitu í

rannsóknaraðstæðu

m.

Niðurstöður sýndu

að gæði sæðisins

minnkaði frá fyrstu

sýnatöku að þeirri

seinni og samband

fannst milli streitu

og gæði sæðis á

þann hátt að streita

var meiri við seinni

sýnatöku og gæði

sæðis minna.

Webb og

Daniluk

(1999)

Karlar

m= 28-39

ára

N = 6 Rannsóknin

skoðaði ítarlega

hvernig ófrjóir

karlar í

hjónaböndum

sætta sig við þá

staðreynd að

geta ekki átt

barn sem er

líffræðilega

þeirra.

Eigindleg rannsókn

- Viðtöl

Niðurstöðurnar

voru að allir 6

karlarnir töluðu um

sterkar

sorgartilfinningar

og missi,

tilfinningar um

vanmætti og að

missa stjórn,

einangrun og

fundust þeir vera

sviknir, allar þessar

tilfinningar komu í

kjölfar þess að

greinast ófrjóir.

Page 31: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

24

4.4. Hjón/pör

Ófrjó pör upplifa sig oft einangruð frá öðrum því það hefur þótt svo sjálfsagt að vera

frjór og að verða foreldri (Cousineau og Domar, 2007). Þegar pör/hjón eiga í erfiðleikum með

frjósemi þá glíma þau oft við reiði og verða ráðvillt (Nichols og Pace-Nichols, 2000). Ef tekin

er ákvörðun um að fara í ófrjósemismeðferð getur það haft áhrif á vinnu og daglegt líf því líf

parsins/hjónanna gæti farið að snúast alfarið um ófrjósemisvandann og meðferðina sem því

fylgir (McLaney, Tennen, Affleck og Fitzgerald, 1995). Um 30% para sem eru í

ófrjósemismeðferð hætta meðferð vegna álags sem hún hefur á sálarlífið (Olivius, Friden,

Borg og Bergh, 2004). Talið hefur verið að ófrjósemi hafi ekki slæm áhrif á hjónaband ef

báðir aðilar upplifa streitu en ekki bara annar (Repokari o.fl., 2007). Einnig var ánægja í

hjónabandi meiri ef löngunin til að verða foreldri var jafn mikil meðal beggja aðila (Volgsten,

Skoog-Svanberg, Ekselius, Lundkvist og Sundsröm, 2008). Talið var að þó tilfinningaleg

viðbrögð hjóna gætu verið neikvæðari ef orsök fyrir ófrjósemi liggur hjá karlinum

(Nachtigall, Becker og Wozny, 1992).

Rannsókn sem framkvæmd var af Sun og Lee (2000) skoðaði mun á tilfinningalegri

líðan, hjúskaparánægju og kynlífsánægju meðal kínverskra hjóna, þ.e. bæði kvenna og karla

sem greind höfðu verið með ófrjósemi. Úrtak rannsóknarinnar innihélt 59 pör með meðalaldur

karla 35 ár og kvenna 32 ára. Meðaltími hjónabanda var 4,2 ár og meðaltími þess sem þau

hafa verið greind með ófrjósemi var 2,45 ár og meðferðartími þeirra þrjú ár. Af þessum 59

pörum voru 40 þeirra (67%) greind með fyrsta stigs ófrjósemi (e. primary infertility). Hjá 13

pörum (22%) var meginorsök ófrjósemi hjá karlinum m.a. lítill sæðisfjöldi og afbrigðileiki

sæðis. Ófrjósemi lá hjá konunum hjá 22 pörum (37%) og var orsök ófrjóseminnar m.a.

fá/óregluleg egglos og lokaðir eggjaleiðarar. Hjá níu pörum (15%) lá orsök ófrjósemi hjá bæði

karlinum og konunni og hjá 15 pörum (25%) var ófrjósemi óútskýrð. Leiddi rannsóknin í ljós

að konur upplifðu meiri vanlíðan og minna sjálfstraust en makar þeirra í sambandi við

Page 32: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

25

ófrjósemi. Ekki var þó munur á kynjum hvort þeirra taldi sig eiga sökina að ófrjósemi en hafa

þarf í huga að meðaltími hjónabanda paranna var 4,2 ár og meðferðatími um 3 ár en mögulegt

er að einstaklingar fara að finna fyrir sektarkennd eftir að hafa reynt að vera ófrísk í lengri

tíma. Konur upplifðu meiri vanlíðan í hjónabandi og hafa rannsóknir sýnt fram á, eins og

þessi rannsókn, að karlmenn hafa ekki eins miklar áhyggjur af því að vera í barnlausu

hjónabandi og konur (Ulbrich, Coyle og Llabre, 1990; Lee og Sun, 2000). Greindu flestir frá

því að hugsa ekki sem svo að hjónabandið hafi verið mistök vegna ófrjósemi og sýndu

niðurstöður rannsóknarinnar að konur og karlar upplifðu svipaða neyð/kvöl að stunda

skipulagt kynlíf en þó greindu konur frá minni kynferðislegri ánægju (Lee og Sun, 2000).

Rannsókn Tüzer o.fl. (2010) skoðaði mikilvægi þess að veita einstaklingum sem glíma

við ófrjósemi bæði andlega ráðgjöf og ráðgjöf varðandi kynlíf. Innihélt rannsóknin úrtak 120

einstaklinga þ.e.a.s. 60 para með fyrsta stigs ófrjósemi (e. primary infertility), þ.e. eiga ekki

barn saman í núverandi sambandi eða fyrri samböndum. Niðurstöður kvenna og karla voru

síðan bornar saman með tilliti til ófrjósemi. Aðhvarfsgreining var notuð til að skoða tengsl

milli tilfinningaeinkenna og hjúskapar. Leiddu niðurstöður í ljós að ekki var marktækur

munur milli karla og kvenna hvað varðar tíðni þunglyndiseinkenna, ekki heldur þegar

ófrjósemi lá hjá karlinum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að þegar ófrjósemi lá

hjá karlinum jókst kvíði í hlutfalli við lengd meðferðar, en gat það mögulega verið vegna

endurtekinna rannsókna eins og sæðisrannsókna sem olli meiri kvíða hjá karlinum. Hinsvegar

upplifðu konur minni kvíða eftir því sem meðferðartími lengdist þar sem þær venjast

rannsóknunum og aukaverkununum í gegnum þessar endurteknu aðgerðir. Karlarnir upplifðu

meiri kvíða líklega vegna þess að þeir voru nú hluti af vandamálinu. En þegar ófrjósemi lá

ekki hjá karlinum virtist sem svo að karlinn hafði meiri áhyggjur af hjónabandi sínu en

ófrjósemi. Þó streita vegna ófrjósemi minnkaði hjá körlum þá hafði það slæm áhrif á

Page 33: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

26

hjónabandið og var ástæðan mögulega vegna þess að það hafði í för með sér minni samheldni

og minni tengsl við maka (Tüzer o.fl., 2010).

Rannsókn Peterson o.fl. (2007) fólst í því að svara spurningum um áhrif kvíða á kynlíf

hjá ófrjóum körlum og konum. Einnig var markmið rannsóknar þeirra að skoða hvort karlar

og konur, ef þau eru í sambandi, upplifi það öðruvísi. Í rannsóknina fengu þeir konur og karla

sem voru greind með ófrjósemi. Sendir voru út spurningalistar tveimur mánuðum áður en

meðferð átti að hefjast og áttu þátttakendur að svara þeim í sitthvoru lagi og skila inn áður en

meðferð hófst. Alls tóku 601 einstaklingar þátt og niðurstöðurnar sýndu sterkt samband milli

kvíða og þess að upplifa streitu tengda kynlífi. Rannsókn þeirra tók fyrir bæði karla og konur

en margar aðrar rannsóknir hafa frekar einblínt á konur, þá sérstaklega hvernig kvíði og streita

í kynlífi tengist hjá báðum kynjum. Konur voru með fleiri kvíðaeinkenni en karlar. Um 24%

kvennanna voru með alvarleg einkenni kvíða en um 7% karla. Þegar kom að kynlífi þá voru

það konurnar sem upplifðu meiri streitu, en þó sýndu konur og karlar svipuð streitueinkenni í

kynlífi. Hjá körlum gat kvíðinn komið fram í frammistöðu í kynlífi, og ef þeir náðu ekki að

stunda kynlíf þá gat það haft áhrif á þeirra sjálfsímynd og karlmennsku þeirra. Einnig hafði

skipulagt kynlíf áhrif á frammistöðu, t.d. að þurfa að stunda skipulagt kynlíf á tímum þegar

egglos var gat aukið streitu í kynlífi og valdið frammistöðukvíða hjá körlum en kvíðinn hjá

konum einblíndi meira á hvort hún varð þunguð eða ekki frekar en á kynlífið sjálft.

Fylgikvillar ófrjósemi geta verið kvíði og önnur streitueinkenni hjá bæði körlum og konum

(Peterson o.fl., 2007).

Í rannsókn Pasch, Dunkel-Schetter og Christensen (2002) skoðuðu þau muninn milli

viðhorfa karla og kvenna í hjónabandi til ófrjósemi, hvernig þau töluðu saman og aðlöguðust.

Hjón eru talin glíma við ófrjósemi á mismunandi hátt og vildu þau rannsaka þetta nánar. Þau

ályktuðu að það væri mikilvægara fyrir eiginkonurnar að eignast barn en eiginmennina og að

þær væru að leggja meira á sig til að eignast barn, vildu tala meira við makann um að reyna að

Page 34: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

27

eignast barn og að það hefði meiri áhrif á sjálfstraust þeirra en eiginmannanna. Þau áætluðu

að ef hjón tækju jafn mikinn þátt í að reyna að eignast barn þá hefði það jákvæð áhrif á

tengslin í hjónabandinu miðað við það ef annar aðilinn tæki meiri þátt en hinn þá hefði það

neikvæð áhrif. Þau fengu 46 hjón til að taka þátt frá þremur læknasetrum í Kaliforníu.

Hjónaböndin höfðu varað í 1-13 ár en meðaltal var fimm ár. Mismunandi ástæður voru fyrir

ófrjóseminni, en þeim var skipt í þrjá hópa eftir því hver orsakaþátturinn var, hópur eitt

innihélt 19 pör þar sem vandamálið lá hjá konunni, hópur tvö innihélt 11 pör þar lá

vandamálið hjá karlinum og hópur þrjú innihélt 16 pör þar sem vandamálið var annaðhvort

sameiginlegt eða ekki vitað. Tekin voru viðtöl, þau beðin um að svara spurningalistum og áttu

að tala við maka sinn í 15 mínútur um vandamál sem lá í hjónabandinu sem tengja mátti við

ófrjósemina og áttu þau að reyna að finna lausn á því. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að

það var mikilvægara fyrir konurnar að eignast barn og að konurnar voru meira í því að reyna

að finna leiðir til þess að geta eignast barn. Tilfinningalega þá þurftu konurnar meira að tala

um vandamálið og um hvað þau gætu gert til þess að verða þunguð. Ófrjósemin hafði þau

áhrif á konurnar að sjálfsálitið minnkaði töluvert. Þau fundu út að hvernig eiginmennirnir

takast á við ófrjósemina hafði áhrif á hversu vel pörin höfðu samskipti sín á milli um

vandamál ófrjóseminnar og hafði áhrif á hvernig konunum fannst ófrjósemin hafa áhrif á

sambandið. Einnig komust þau að því að þegar karlarnir tóku jafn mikinn þátt í ferlinu, vildu

tala um vandamálið og voru til staðar í öllu ferlinu þá voru konurnar þeirra töluvert jákvæðari

og það hafði einnig jákvæð áhrif á hjónalífið (Pasch o.fl., 2002).

4.4.1. Kostir og gallar rannsókna-Hjón/pör

Flestar rannsóknir um ófrjósemi og tilfinningar voru um hjón og pör og var því hægt

að velja úr þónokkrum. Í kaflanum voru teknar fyrir fjórar rannsóknir en þær sýndu m.a.

Page 35: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

28

upplifun, bæði kvenna og karla, á ófrjósemi og hvernig ófrjósemi getur haft áhrif á bæði

hjónaband og kynlíf.

Í rannsókn Sun og Lee (2000) sem lagði áherslu á að skoða mun á tilfinningalegri

líðan kínverskra hjóna, m.a. hjúskaparánægju og kynlífsánægju hafði ákveðna galla en þar á

meðal er mikilvægt að taka tillit til menningarmunar. Menningarlega séð eru kínverskar konur

ekki jafn tilbúnar til að opna sig hvað varðar kynlíf en þær trúa því að kynlíf sé leyndarmál.

Annar galli við rannsóknina var að hún var ekki með samanburðarhóp sem innihélt

einstaklinga sem ekki eiga við ófrjósemi að stríða og var því erfitt að segja hvort kynferðisleg

ánægja eða óánægja sé vegna ófrjósemi. Gæti verið að aðrir þættir í lífi einstaklings t.d.

hjónabandserfiðleikar eða erfiðleikar í starfi eða einkalífi, hafi verið til staðar fyrir greiningu

og haft þar með áhrif á kynferðislega ánægju (Sun og Lee, 2000).

Rannsókn Tüzer o.fl. (2010) lagði áherslu á mikilvægi þess að veita einstaklingum

sem höfðu verið að glíma við ófrjósemi ráðgjöf, hvort sem það var andleg ráðgjöf eða ráðgjöf

varðandi kynlíf hafði einnig sínar takmarkanir. Í þessari tilteknu rannsókn var í fyrsta lagi

mjög mikilvægt að hafa í huga að hvort sem ófrjósemi liggur hjá konunni eða karlinum þá

fara konur í gegnum miklu meira ferli eins og fleiri læknisskoðanir, inntöku hormóna eða

lyfja og aðgerðir og eru því konur oftar en ekki mun viðkvæmari fyrir þáttum eins og kvíða

og þunglyndi. Rannsóknin innihélt, eins og svo margar aðrar rannsóknir, nokkur atriði sem

hefði mátt huga betur að. Meðal annars innihélt úrtakið pör með ófrjósemi á ólíkum stigum

meðferðar. Jafnvel þó meirihluti þeirra hafi verið í langvarandi meðferðum var úrtakið ekki

einsleitt hvað varðar stig meðferðar. En lengd meðferðarferlis og fjöldi ófrjósemisaðgerða, til

að verða barnshafandi, gæti haft mikil áhrif á tilfinningaleg einkenni einstaklinga. Einnig var

ekki tekið almennilegt tillit til þess hvar áhrifaþáttur ófrjósemis lá, hvort sem það var hjá

karlinum eða konunni og líka að sumir höfðu fleiri en einn áhrifaþátt, sem gæti haft mikil

áhrif á niðurstöður. Einnig þegar kemur að því að nota sjálfsmats spurningalista þarf bæði

Page 36: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

29

sjálfsvitund og vilja til að segja frá sinni persónulegu reynslu. Vanmat eða rangfærsla gæti

verið möguleg vegna lágmörkunar eða afneitunar á staðreyndum. Tími meðferðarferlis og

fjöldi skipta til að sigrast á ófrjósemi gæti haft áhrif á tilfinningar einstaklinganna. Mikilvægt

væri því að skoða vel sálfræðilega þætti tengda ófrjósemi til að miða að eins einsleitum hópi

og mögulegt er með tilliti til þessara þátta. Ennfremur, í seinni rannsóknum, gæti verið

gagnlegt að setja saman samanburðarhópa t.d. pör sem hafa lokið fullri meðgöngu, pör með

mikla áhættuþætti tengda meðgöngu eða læknisfræðileg vandamál eða þess vegna úrtök sem

innihalda pör sem ekki hafa enn byrjað í meðferð eða lokið ákveðnum tíma í meðferð (Tüzer

o.fl., 2010).

Rannsókn Peterson o.fl. (2007) fólst í því að þátttakendur svöruðu spurningunum um

hversu mikið kvíði hafði áhrif á kynlíf þeirra, þ.e. hjá ófrjóum körlum og konum. Einnig var

markmið rannsóknar þeirra að skoða, ef þau voru í sambandi, hvort karlar og konur upplifðu

það öðruvísi. Rannsóknin hefur einnig sína kosti og galla. En helstu gallar við þessa rannsókn

voru að svörin við spurningalistanum voru fengin áður en meðferð hófst og hvort meðferðin

heppnaðist eða ekki gat því haft áhrif á kvíða og streitu í kynlífi. Einnig tóku þeir ekki mið að

því hvort það var konan eða karlinn sem var ófrjór. Þeir skoðuðu hvernig kvíði hafði áhrif á

streitu í kynlífi en ekki öfugt, hægt væri að skoða þetta samband betur þar sem frammistaða

og streita í kynlífi gæti haft áhrif á kvíða. Í þessari rannsókn var aðeins skoðað hvíta

einstaklinga en munur getur verið á kvíða og streitu í kynlífi milli kynþátta- og

menningarhópa. Hægt væri þó að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að fræða

einstaklinga eða pör sem glíma við ófrjósemi svo þau verði meðvituð um hvernig kvíði og

streita getur haft áhrif á allt ferlið (Peterson o.fl., 2007).

Í rannsókn Pasch o.fl. (2002) skoðuðu þau muninn milli viðhorfa karla og kvenna í

hjónabandi til ófrjósemi, hvernig þau tala saman og aðlagast. Áður hefur verið talað um að

það sé gott að hjón/pör séu ekki alveg eins og með eins skoðanir til að geta tekist á við þau

Page 37: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

30

vandamál sem koma upp með ófrjósemi, þessi rannsókn er sú fyrsta til að taka þessa tilgátu

sérstaklega fyrir. Hönnun rannsóknarinnar var mjög góð og tekur fyrir nálganir bæði

konunnar og karlsins við ófrjósemi og hvernig það getur haft áhrif á samskipti hjóna og

aðlögun. Einnig var stór kostur að þeir fylgdust með samskiptum hjónanna í þessar 15

mínútur og tóku viðtöl, niðurstöðurnar voru ekki bara byggðar á spurningalistum sem svo

margar aðrar rannsóknir eru. Helstu gallar voru að úrtakið var frekar lítið og því þarf að fara

gætilega í að alhæfa. Annar galli var sá að þeir fengu fólk í rannsóknina með því að hengja

upp auglýsingu á læknastofu, mögulega voru meiri líkur á að fólk sem talar opinskátt um

ófrjósemi sína hefðu tekið þátt en ekki þeir sem eiga erfitt með að tala um hana. Þrátt fyrir

gallana þá var þessi rannsókn góð þá sérstaklega fyrir ófrjósemisteymið sem vinnur með

pörum (Pasch o.fl., 2002).

Tafla 3

Rannsóknir á áhrifum ófrjósemi á tilfinningalega þætti – hjón/pör

Höfundur/ar

og ár: Aldur/kyn: Úrtaksstærð

Aðaleinkenni og

tegund

rannsóknar:

Mælitæki: Niðurstöður:

Lee og Sun

(2000)

Karlar

m = 35 ára

Konur

m=32 ára

N = 59

pör/118

einstaklingar

Rannsóknin

skoðaði mun á

tilfinningalegri

líðan, hjúskapar

ánægju og

kynlífsánægju

meðal

kínverskra

maka, bæði

kvenna og karla

sem greind hafa

verið með

ófrjósemi.

Ófrjósemi

spurningalisti

(Infertility

Questionnaire, IFQ),

Spurningalisti

varðandi hjúskapar

ánægju (Marital

Satisfaction

Questionnaire, MSQ)

og Spurningalisti

varðandi

kynferðislegri ánægju

(Sexual Satisfaction

Questionnaire, SSQ).

Konur upplifa

meiri óánægju

en makar sínir í

sambandi við

ófrjósemi,

einnig upplifa

þær minna

sjálfstraust.

Ekki var þó

munur á

kynjum hvort

þeirra taldi sig

eiga sökina að

ófrjósemi.

Konur upplifðu

meiri óánægju í

hjónabandi og

einnig minni

kynferðislegri

ánægju.

Foreldrar,

sérstaklega

foreldrar

Page 38: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

31

karlmanns í

hjónabandi hafa

mikil áhrif á

hjónaband

sonar sinnar.

Tüzer, Tuncel,

Göka, Bulut,

Yüksel, Atan,

og Göka (2010)

Karlar og

konur

N = 60 pör/

120

einstaklingar

Rannsóknin

skoðaði tengsl

milli ánægju í

hjónabandi og

kvíða vegna

ófrjósemi.

Einnig ákvarða

menningarlegan

- og kynjamun á

þessum þáttum.

Beck

þunglyndiskvarðinn

(BDI), Spielberger

State og Trait

Anxiety Scales

(STAI-S og STAI-T)

og Dyadic

Adjustment Scale

(DAS).

Niðurstöður

sýndu að ekki

var marktækur

munur milli

karla og kvenna

hvað varðar

tíðni

þunglyndis

einkenna, ekki

heldur þegar

ófrjósemi var

hjá karlinum.

Niðurstöður

sýndu einnig að

þegar ófrjósemi

var hjá

karlinum jókst

kvíði í hlutfalli

við lengd

meðferðar.

Peterson,

Newton og

Feingold (2007)

Karlar

m = 34,5

Konur

m = 32,4

N =601/

306 konur og

295 karlar

Finna út hversu

mikið kvíði

hefur áhrif á

kynlíf hjá

ófrjóum

einstaklingum

og hvort karlar

og konur upplifi

það öðruvísi.

The fertility Problem

Inventory (FPI)

spurningalistinn sem

mælir ófrjósemi stress

og Beck Anxiety

Inventory (BAI) sem

mælir kvíða hjá

einstaklingum.

Sterk tengsl eru

milli kvíða og

streitu í kynlífi

hjá báðum

kynjum.

Pasch, Dunkel-

Schetter og

Christensen

(2002)

Karlar

m = 38 ár

Konur

m = 36,1 ár

N = 46 pör

Rannsóknin

skoðaði mun

milli viðhorfa

karla og kvenna

í hjónabandi til

ófrjósemi,

hvernig þau tala

saman og

aðlagast.

Couples rating system

CRS, sérhannaðir

spurningalistar og

viðtöl.

Mikilvægara er

fyrir konur að

eignast barn og

þær reyna

frekar að finna

leiðir til að

eignast barn. Ef

eiginmaður

hefur ekki

áhuga eða er

ekki að leggja

sitt af mörkum

við að reyna að

eignast barn þá

hefur það slæm

áhrif á

samskipti

hjóna.

Page 39: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

32

5. Samfélagslegir þættir ófrjósemi

Rannsókn Whiteford og Gonzalez (1995) skoðaði m.a. hvort einstaklingar upplifðu

fordóma frá samfélaginu vegna ófrjósemi. Einnig veltu þau fyrir sér hvers vegna konur væru

tilbúnar til að leggja allt undir, hvort sem það væri heilsa, hjónaband eða fjárhag, til að fæða

barn. Í dag hafa konur sem glíma við ófrjósemi möguleika á hinum ýmsu læknismeðferðum

t.d. tæknifrjóvgunum en áður fyrr höfðu ófrjóir einstaklingar aðeins val um að lifa barnlausu

lífi eða að ættleiða. Rannsóknin sem var eigindleg, fólst í því að tekin voru viðtöl við 25

konur sem glímdu við ófrjósemi. Konurnar voru ekki mjög opnar varðandi ófrjósemi og

greindi ein kvennanna frá því að ófrjósemi hefði verið mikil vonbrigði, þá sérstaklega í

augum tengdafjölskyldu hennar. Sumar konur upplifðu mikla skömm vegna ófrjósemi, sumar

svo mikla að þær leituðu sér aldrei hjálpar á meðan aðrar fóru í gegnum margar tegundir af

meðferð til að eignast barn og losa sig við þessa fordóma gagnvart ófrjósemi (Becker, G.,

1990). Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að konur upplifðu mikla pressu við að reyna að

verða barnshafandi, jafnvel þó það þýddi að fara í gegnum margar tæknifrjóvganir.

Ófrjósemi hefur mismikil áhrif á líf einstaklinga en t.d. í Afríku er þunglyndi talið

mjög alvarlegt vandamál í tengslum við ófrjósemi en þar eru börn talin mikils virði fyrir

félags-, menningar- og efnahagslegar ástæður (Mascarenhas o.fl., 2012; Inhorn, 1994; Inhorn

og Buss, 1994; Dyer, Abrahams, Hoffman og Van der Spuy, 2002). Ófrjósemi er mikið

áhyggjuefni í Afríku og Ghana sérstaklega vegna umfangs vandans og einnig vegna þeirra

félagslegra fordóma sem henni fylgir. Fordómar í garð ófrjósemi eru það miklir að konur sem

ekki eiga börn verða félagslega einangraðar og vanræktar (Alhassan o.fl., 2014; Dyer,

Abrahams, Mokoena, Lombard og van der Spuy, 2005).

Í kínverskri menningu hafa foreldrar, sérstaklega foreldrar karlmanns í hjónabandi

mikil áhrif á hjónaband sonar og upplifa konur áhyggjur af því að verða ekki samþykktar af

tengdaforeldrum. Fjölskyldan er mikilvæg í kínverskri menningu en fjölskyldumeðlimir eiga

Page 40: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

33

það til að verða mjög árásagjarnir og reyna að slíta í sundur barnlaus hjónabönd á meðan

foreldrar eiginkonunnar gera lítið mál úr ófrjósemi hvort sem hún liggur hjá dótturinni eða

tengdasyninum (Lee og Sun, 2000).

5.1.Kostir og gallar rannsókna - samfélagslegir þættir ófrjósemi

Í kaflanum um samfélagslega þætti ófrjósemi var skoðað hvernig bæði einstaklingur

sem glímir við ófrjósemi, samfélagið og fjölskyldan leit á mikilvægi barneigna og hvernig

litið var til ófrjósemi. Þó nokkrar rannsóknir hafa skoðað þessa þætti en flestar rannsóknir eru

gamlar og mögulegt er að viðhorf til ófrjósemi hafi breyst á síðustu árum, þá sérstaklega

vegna þess að algengi ófrjósemi hefur stöðugt verið að aukast. Ekki var því hægt að alhæfa

niðurstöður út frá þessum rannsóknum yfir á önnur samfélög.

6. Meðferð

6.1.Almennt um meðferð

Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að skoða gagnsemi ýmissa tegunda af meðferð

á tilfinningalega þætti, t.d. kvíða fyrir einstaklinga sem glíma við ófrjósemi. Hugræn

atferlismeðferð (e. cognitive behavioral therapy) hefur verið mikið skoðuð en þar er meðal

annars kennd þjálfun í slökunartækni og að eyða út neikvæðum hugsunum. Einnig hefur

núvitundarmeðferð (e. mindfulness therapy) verið skoðuð þar sem aðallega er einblínt á

öndun, slökun og hugleiðslu en núvitund snýst að mestu leyti um að geta fært sig nær

vandamálinu, geta skoðað það frá nokkrum hliðum og með opinn huga. Hafa rannsóknir sýnt

fram á að hugræn atferlismeðferð og núvitundarmeðferð hafi ákveðna gagnsemi á t.d. kvíða

og velferð einstaklinga.

Page 41: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

34

6.2. Mismunandi tegundir af meðferð og rannsóknarstuðningur/ekki

6.2.1. Hugræn atferlismeðferð (cognitive behavioral therapy)

Rannsókn Faramarzi o.fl. (2013) skoðaði áhrif hugrænnar atferlismeðferðar samhliða

lyfjameðferð þ.e. notkun geðdeyfðarlyfsins fluoxetine til meðhöndlunar á kvíða tengdum

ófrjósemi hjá ófrjóum konum. Innihélt rannsóknin 89 ófrjóar konur með lítið til miðlungs

þunglyndi og var þeim skipt upp í þrjá hópa. Hóparnir skiptust í þá sem fengu hugræna

atferlismeðferð (HAM), þá sem fengu þunglyndislyf og síðan þá sem voru í viðmiðunarhópi.

Þeir 29 þátttakendur sem fengu hugrænu atferlismeðferðina fengu 10 tíma í þjálfun í

slökunartækni, endurskipulagningu, kennslu í að reyna að eyða sjálfvirkum neikvæðum

hugsunum og óraunhæfum viðhorfum í sambandi við ófrjósemi. Þeir þrjátíu þátttakendur sem

fengu lyfjameðferð fengu 20 mg af fluoxetine daglega í 90 daga. Síðasti hópurinn,

viðmiðunarhópurinn, innihélt einnig þrjátíu þátttakendur fékk ekkert inngrip. Hugræn

atferlisþjálfun hafði greinileg jákvæð áhrif á einstaklinga í þeim hóp, þá sérstaklega á félags-

/samfélagsleg áhrif þ.e. fyrir ófrjóa einstaklinga að vera í kringum óléttar konur eða börn og

einnig fordóma á ófrjósemi. Einnig hafði meðferðin jákvæð áhrif á kynferðislegar áhyggjur,

hjónabandsáhyggjur, þá höfnun sem ófrjóir einstaklingar upplifðu frá samfélaginu eða öðrum

í sambandi við lífstíl án barneigna og þrá til að verða foreldri. Sýndi rannsóknin að hugræn

atferlismeðferð var ekki aðeins betri kostur en lyfjameðferð heldur einnig betri en fluoxetine í

að leysa og draga úr streitu vegna ófrjósemi (Faramarzi o.fl., 2013).

Rannsókn Tuschen-Caffier, Florin, Krause og Pook (1999) mat áhrif hugrænnar

atferlismeðferðar fyrir pör/hjón sem áttu við ófrjósemi að stríða. Stóð matið yfir í 6 mánuði.

Þátttakendur voru 17 ófrjó pör en samanstóð meðferðin af þáttum til að auka líkur á getnaði,

bæta kynferðislega virkni og ánægju, minnka hjálparleysi (e. helplessness) og mögulega bæta

samskiptahæfileika para/hjóna ef þörf var á. Samanburðarhópur var notaður og áhrifin af

Page 42: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

35

hugrænu atferlismeðferðinni borin saman fyrir og eftir meðferð. Niðurstaða rannsóknarinnar

sýndi að tilraunahópurinn sýndi í fyrsta lagi framfarir í sæðiseiginleikum m.a. hreyfigetu (e.

motility) og fjölda (e. sperm count). Í öðru lagi minnkun á hjálparleysis hugsunum, þ.e. að

einstaklingur hugsi sem svo að það sé ekkert sem hann getur gert til að verða barnshafandi og

þriðja lagi minnkun á vanlíðan í hjónabandi. Við lok meðferðar stunduðu þátttakendur

áreiðanlegri tímasettar samfarir, en áður hafði komið í ljós að pör voru ekki að stunda

samfarir á réttu tímabili, þ.e.a.s. á egglostímabili konunnar. En þó svo meira var um tímasettar

samfarir þá greindu þau frá óbreyttri kynferðislegri ánægju. Í eftirfylgni, eftir sex mánuði,

höfðu stöðugar hugsanir um vandann minnkað og höfðu fleiri konur orðið barnshafandi í

meðferðarhópnum. Benda því niðurstöður til þess að hugræn atferlismeðferð geti verið

áhrifarík til meðferðar á ófrjósemi (Tuschen-Caffier o.fl., 1999).

Í rannsókn Domar o.fl. (2000) vildu þau skoða áhrif tveggja sálrænna inngripa á

lífvænlega þungunartíðni (e. viable pregnancy rates) kvenna sem hafa glímt við ófrjósemi í

tæp tvö ár. Þátttakendur höfðu reynt að verða þungaðar í eitt til tvö ár en ekki tekist. Þær voru

ekki í neinni meðferð t.d. slökunarmeðferð eða sálfræðimeðferð, voru ekki á neinum lyfjum

við sálrænum erfiðleikum eða greindar þunglyndar. Voru 212 konur valdar úr um 2.000

kvenna hópi og fengnar í viðtöl. Tuttugu og átta af þeim fengu ekki að vera með því þær voru

greindar þunglyndar. Ástæðan fyrir því að þær máttu ekki taka þátt var að valið var af

handahófi í tilraunahóp og samanburðarhópa, og tilraunahópur fékk ekki sálfræðimeðferð sem

þær sem voru greindar þunglyndar þurftu á að halda og var þeim því bent annað. Voru 184

konur á endanum fengnar til að taka þátt í rannsókninni og voru af handahófi 63 valdar í

tilraunahóp, 65 í samanburðarhóp og 56 í hóp sem fékk hugræna atferlismeðferð. En nokkuð

mikið var um brottfall og voru eftir 25 í tilraunahóp, 48 í samanburðarhóp og 47 í HAM hóp.

Þátttakendur þurftu að skila mánaðarlega dagbókum sem þær áttu að skrifa um meðferð sem

þær voru í vegna ófrjósemi og áttu að koma tvisvar á ári til sálfræðings sem var í

Page 43: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

36

rannsóknarteyminu. Báðir inngripshóparnir (HAM - og samanburðarhópur) hittust vikulega í

10 vikur í tvær klst. í senn. Þær sem voru í HAM hóp fengu t.d. slökunarþjálfun s.s. hugleiða,

vöðvaslökun og jóga. Einnig hugræna endurskipulagningu, kenndar aðferðir til að tjá

tilfinningar sínar og fengu næringar- og æfingaplan. Þær lærðu að koma augum á neikvæðar

hugsanir og breyta þeim. Samanburðarhópur hittust jafn oft og HAM hópur en eyddu fyrsta

klukkutímanum í spjall. Töluðu um læknisheimsóknir sínar eða meðferð, og vandamál sem

höfðu komið upp við vini og fjölskyldu og deildu tilfinningum sínum. Seinni klukkutíminn

fór í að taka fyrir eitthvað eitt nýtt í hverri viku, t.d. sjálfsálit, samband þeirra við maka sína

o.s.frv. Þeim var öllum fylgt eftir í eitt ár. Niðurstöður sýndu að 55% af þeim sem voru í

HAM hópnum urðu þungaðar, 54% af samanburðarhópnum og 20% af tilraunahópnum.

Niðurstöður sýndu að sálræn inngrip í hóp virðast auka tíðni þungunar hjá konum sem glíma

við ófrjósemi (Domar o.fl. 2000).

6.2.1.1.Kostir og gallar rannsókna - hugræn atferlismeðferð

Í kaflanum um hugræna atferlismeðferð voru teknar fyrir þrjár rannsóknir sem nota

hugræna atferlismeðferð í samanburði við önnur meðferðarúrræði. Rannsókn Faramarzi o.fl.

(2013) bar HAM saman við lyfjameðferð, rannsókn Tuschen-Caffier o.fl. (1999) mat áhrif

HAM fyrir hjón/pör sem áttu við ófrjósemi að stríða og rannsókn Domar o.fl. (2000) bar

saman HAM við annars konar sálfræðilega meðferð og tilraunahóp sem fékk enga meðferð.

Allar höfðu þessar rannsóknir kosti og galla sem farið verður yfir hér að neðan.

Rannsókn Faramarzi o.fl. (2013) sem skoðaði áhrif hugrænnar atferlismeðferðar fyrir

einstaklinga sem glíma við ófrjósemi, borið saman við lyfjameðferð hafði sínar takmarkanir.

Fyrsti gallinn á þeirri rannsókn var sá að eftir að 200 konur voru valdar, sem allar uppfylltu

ákveðin skilyrði til að taka þátt í rannsókninni, voru 40 konur með lítið til miðlungs þunglyndi

sem neituðu að taka þátt. Önnur takmörkun meðferðarinnar var fjöldi brottfalls úr tilrauna- og

Page 44: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

37

samanburðarhópi, en af þeim 42 konum sem fengu hugrænu atferlismeðferðina voru 13 konur

sem hættu í meðferðinni og af þeim 42 konum sem fengu lyfjameðferð voru 12 konur sem

hættu að taka lyfin áður en rannsókninni lauk. Seinni takmörkunin vísaði til meðferðarinnar

en sá hópur sem fékk hugrænu atferlismeðferðina fékk ítarlegri meðferð en hópurinn sem

fékk lyfjameðferðina. Getur það bent til þess að jákvæðari niðurstöður séu vegna meiri

ráðgjafar sem einstaklingar fengu, frekar en einhver ákveðinn þáttur varðandi hugrænu

atferlismeðferðina sjálfa (Faramarzi o.fl., 2013).

Rannsókn Tuschen-Caffier o.fl. (1999) sem mat áhrif hugrænnar atferlismeðferðar

fyrir hjón/pör sem glíma við ófrjósemi hafði einnig sínar takmarkanir. Notuð voru gögn úr

faraldsfræðilegum rannsóknum til samanburðar við niðurstöður rannsóknarinnar en ekki úr

rannsóknum sem lýstu virkni inngripa fyrir ófrjósemi á fæðingartíðni. Einnig hafði þessi

tiltekna rannsókn ekki viðmiðunarhóp með slembiaðferð, lyfleysu eða annars konar meðferð

og þar af leiðandi þarf að hafa í huga að hverskonar jákvæð áhrif frá meðferðinni geta verið

vegna ósértækra áhrifa úr samtalsmeðferð en ekki vegna ákveðinna efnisþátta meðferðarinnar.

Niðurstöður sýndu að gæði sæðis varð betri eftir meðferðina en vegna hönnunar

rannsóknarinnar er ekki hægt að álykta sem svo að það sé eingöngu vegna hugrænnar

atferlismeðferðar.

Rannsókn Domar o.fl. (2000) skoðaði áhrif tveggja sálrænna inngripa á lífvænlega

þungunartíðni kvenna sem hafa glímt við ófrjósemi í tæp tvö ár. Galli við rannsókn þeirra var

að ekki er hægt að alhæfa á konur sem hafa glímt við ófrjósemi í meira en tvö ár því eftir tvö

ár geta komið fram aukin þunglyndiseinkenni (Domar o.fl., 1992) og vildu þeir fá konur sem

voru ekki komin með þessi einkenni. Einnig var brottfall mikið. Þessi rannsókn sýndi að

sálræn meðferð virðist hafa áhrif á lífvænlega þungunartíðni kvenna sem glíma við ófrjósemi.

Page 45: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

38

Tafla 4

Rannsóknir á hugrænni atferlismeðferð í tengslum við ófrjósemi

Höfundur/ar

og ár: Aldur/kyn: Úrtaksstærð

Aðaleinkenni og

tegund

rannsóknar:

Mælitæki: Niðurstöður:

Faramarzi,

Pasha,

Esmailzadeh,

Kheirkhah,

Heidary, og

Afshar (2013).

Konur

m = >45 ára

N = 89 konur Áhrif hugrænnar

atferlismeðferða

r og

lyfjameðferð á

kvíða tengdum

ófrjósemi.

Allir þátttakendur

skráðu niður

frjósemis vandamál

(fertility problem

inventory; FPI) og

Beck

þunglyndiskvarðinn

var einnig notaður í

upphafi og lok

rannsóknarinnar. Not

að var kí-kvaðrat

parað t próf, ANOVA

og Tukey við að

greina gögn.

Rannsóknin

leiddi í ljós að

hugræn

atferlismeðferð

var betri kostur

en lyfjameðferð

með fluoxetine í

að leysa og

draga úr streitu

hjá

einstaklingum

sem eiga við

ófrjósemi að

stríða.

Tuschen-

Caffier, Florin,

Krause og Pook

(1999).

Konur

m = 30,6 ár

(24-37)

Karlar

m = 32,2 ár

(25-39)

N = 17 pör Rannsóknin mat

áhrif hugrænnar

atferlismeðferða

r til sex mánaða

fyrir pör/hjón

sem glíma við

ófrjósemi.

Mælingar voru gerðar

með hjálp SPSS en

einnig var notað The

McNemar test, The

Mann-Whitney test

og Wilcoxon test.

Niðurstöður

benda til þess

að hugræn

atferlismeðferð

getur verið

áhrifarík til

meðferðar á

ófrjósemi.

Domar, Clapp,

Slawsby,

Dusek, Kessel,

og Freizinger

(2000)

konur N = 120 Rannsóknin

skoðaði áhrif

tveggja

sálrænna

inngripa á

lífvænlega

þungunartíðni

hjá konum sem

hafa glímt við

ófrjósemi í

minna en tvö ár.

Þátttakendur skiluðu

mánaðarlega

dagbókum um

læknismeðferð við

ófrjósemi. Viðtöl við

sálfræðing.

Samanburðar – og

HAM hópur hittust

einu sinni í viku í 10

vikur í tvær klst. í

senn í

sálfræðimeðferð.

Tekið saman í lokin

lífvænlegar þunganir

á tímabilinu sem var

eitt ár.

Niðurstöður

sýndu að sálræn

inngrip í hóp

virðast auka

tíðni þungunar

hjá konum sem

glíma við

ófrjósemi.

Page 46: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

39

6.2.2. Núvitund (mindfulness)

Núvitundarmeðferð (e. mindfulness-based cognitive therapy) hefur þótt gagnast vel

við heilsutengdum þáttum t.d. í að minnka streitu-, kvíða- og þunglyndiseinkenni. Hinsvegar

hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir sem skoða sérstaklega gagnsemi

núvitundarmeðferðar við tilfinningalegum þáttum tengdum ófrjósemi. Skilgreining á núvitund

er að beina athygli á sérstakan hátt, þ.e. á tilgang, í núinu og án allra fordóma.

Núvitundarmeðferð hefur reynst vel í að minnka kvíða meðal annars sem tengist krónískum

sársauka, vefjagigt og krabbameini (Sherratt og Lunn, 2013).

Rannsókn Sherratt og Lunn (2013) skoðaði gagnsemi núvitundarmeðferðar fyrir konur

sem áttu við ófrjósemi að stríða. Þátttakendur voru 13 konur á aldrinum 33-44 ára. Einungis

níu konur kláruðu námskeiðið. Var þeim skipt í þrjá hópa og fór rannsóknin fram frá

september 2009 til desember 2010. Höfðu konurnar átt við ófrjósemi að stríða í allt frá einu

ári upp í fjögur ár. Námskeiðið innihélt átta tveggja-klukkustunda kennslu en í fyrri hluta

námskeiðsins var aðallega einblínt á kennslu í núvitundaræfingum, þ.e. öndun og að einblína

á einn líkamspart í einu með hugleiðslu. Snérist þetta um að einstaklingur gæti komið sér aftur

og aftur í núið, sem er kjarni núvitundar. Seinni hluti námskeiðsins snérist aðallega um að

þátttakendur nýti sér þessa færni sem þeir hafa lært og notað hana í öðrum aðstæðum, t.d.

þegar þeir upplifa sársauka eða neikvæðar tilfinningar. Markmiðið var að geta fært sig nær

erfiðleikum og skoða þá með opnum huga (Sherratt og Lunn, 2013). Rannsóknin leiddi í ljós

að núvitundarmeðferð gæti reynst konum gagnleg sem eiga við ófrjósemi að stríða. Sýndu

niðurstöðurnar jákvæð áhrif á heilsu og líðan kvennanna.

Rannsókn Li, Long, Liu, He og Li (2016) skoðaði áhrif núvitundarmeðferðar fyrir

konur sem voru á leið í sína fyrstu glasafrjóvgun á læknastöð í Kína. Meðal þeirra kvenna

sem glíma við ófrjósemi voru 58 konur sem fóru í gegnum alla meðferðina og voru 50 konur

skráðar í viðmiðunarhóp. Staðlaðar mælingar á núvitund, sjálfssamúð, tilfinningastjórn,

Page 47: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

40

bjargráðum tengd ófrjósemi og áhrif frjósemi á líf einstaklings voru skráð fyrir og eftir

núvitundarmeðferð og einnig mæling á þungunartíðni á sjötta mánuði eftir meðferð. Mælingar

á báðum hópunum, þ.e. samanburðarhópi og viðmiðunarhópi í upphafi voru eins. Niðurstöður

rannsóknarinnar sýndu að þær konur sem fengu núvitundarmeðferðina sýndu verulega

aukningu í sjálfssamúð og bjargráðum. Einnig sýndu þær marktæka lækkun á

tilfinningaóreglu og virkum og óvirkum forðunar bjargráðum. Til samanburðar þá sýndu

konurnar úr viðmiðunarhópnum engar stórvægilegar breytingar á neinum af sálfræðilegu

einkennunum (núvitund, sjálfssamúð, bjargráðum, tilfinningaóreglu og forðunar bjargráðum).

Tölfræðilega marktækur munur var á milli hópanna hvað varðar þungunartíðni, en

tilraunahópurinn var með mun hærri þungunartíðni en samanburðarhópurinn. Sýndu

niðurstöður þar af leiðandi fram á að það að vera fullkomlega meðvitaður í núinu án þess að

dæma sjálfa sig t.d. með því að líta niður á sig vegna ófrjósemi virðist hjálpa konum að sætta

sig við greiningu á ófrjósemi og einnig sætta sig við að þurfa að gangast undir glasafrjóvgun

(Li o.fl., 2016).

Markmið rannsóknar Galhardo, Cunha og Pinto-Gouveia (2013) var að kynna og

skoða áhrif núvitundarmeðferðar á ófrjósemi. Var rannsóknin klínísk samanburðarrannsókn

þar sem 55 ófrjóar konur fengu núvitundarmeðferð og samanstóð viðmiðunarhópur af 37

ófrjóum konum. Meðferðin stóð yfir í 10 vikur og var lengd hvers tíma um tvær klukkustundir

nema einn tími tók allan daginn. Voru alls eða í mesta lagi 15 konur saman í hóp í tímunum.

Mælingar voru m.a. gerðar á þunglyndi, kvíðaástandi, innri og ytri skömm, t.d. öðruvísi og

óverðug, sjálfssamúð, núvitund og var sjálfvirkni kvennanna til þess að takast á við ófrjósemi

sína fengin fyrir og eftir núvitundarmeðferð. Mælingar sýndu að fyrir meðferð voru báðir

hóparnir, samanburðarhópur og viðmiðunarhópur eins en þegar meðferð lauk sýndu mælingar

aðrar niðurstöður. Sýndi sá hópur sem fékk núvitundarmeðferðina marktæka minnkun á

þunglyndiseinkennum, innri og ytri skömm, innilokun og uppgjöfun. Sýndi hópurinn einnig

Page 48: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

41

mikla framför í núvitundarfærni og sjálfvirkni til þess að glíma við ófrjósemina.

Viðmiðunarhópurinn sýndi engar marktækar breytingar á neinum mælinganna nema þá

minnkun á sjálfsdæmingu. Sýndi rannsóknin þar af leiðandi fram á að með því að auka færni

ófrjórra kvenna í núvitund og færni í að sætta sig við aðstæður, auk þess að færa sig frá

hugsunum og tilfinningum virtist hjálpa konum að upplifa neikvæðar hliðar t.d. ófrjósemi á

nýjan hátt þ.e. með því að losa smátt og smátt um vandamál og þar af leiðandi minnka vanlíða

kvennanna.

6.2.2.1. Kostir og gallar rannsókna - núvitund

Í kaflanum um núvitund voru þrjár rannsóknir teknar fyrir. Rannsókn Sheratt og Lunn

(2013) og rannsókn Galhardo o.fl. (2013) skoðuðu áhrif núvitundarmeðferðar á ófrjósemi og

sýndu vel áhrif meðferðarinnar á tilfinningalega þætti kvenna. Innihéldu báðar rannsóknirnar

samanburðarhóp til að sýna betur fram á áhrif meðferðarinnar. Rannsókn Li o.fl. (2016)

skoðaði hinsvegar ekki aðeins áhrif núvitundarmeðferðar fyrir ófrjóar konur almennt heldur

einblínti á konur á leið í sína fyrstu glasafrjóvgun. Notaði hún einnig samanburðarhóp og

sýndi hún vel hverskonar áhrif meðferðin hafði á tilfinningalega þætti kvenna. Voru þessar

þrjár rannsóknir frekar nýlegar og hafði það áhrif á það að þær voru valdar.

Erfitt getur verið að meta raunveruleg áhrif meðferðar eins og núvitundarmeðferðar

þar sem bjartsýni og vilji einstaklings á að meðferð virki getur haft áhrif. Þyrfti að rannsaka

núvitundarmeðferð betur og þá nota lyfleysumeðferð (e. placebo program) til að koma í veg

fyrir að slíkur einstaklingsmunur hafi áhrif á niðurstöður. Gengur lyfleysumeðferð út á að

ákveðinn hópur þátttakenda sé ekki greint frá því út á hvað rannsóknin gengur og geta því

ákveðnir þættir ekki haft áhrif á niðurstöður.

Rannsókn Sherratt og Lunn (2013) skoðaði gagnsemi núvitundarmeðferðar fyrir konur

sem eiga við ófrjósemi að stríða. Nokkur atriði hefðu mátt fara betur í þessari tilteknu

Page 49: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

42

rannsókn en þar á meðal má nefna að úrtakið var mjög lítið og því of lítill styrkur (e.

statistical power) til að meta áhrif. Ekki er því hægt að segja að niðurstöður rannsóknarinnar

séu aðeins vegna núvitundarmeðferðarinnar.

Rannsókn Li o.fl. (2016) sem skoðaði áhrif núvitundarmeðferðar fyrir konur á leið í

sína fyrstu glasafrjóvgun hafði einnig sínar takmarkanir. Meðal þeirra voru að þó svo að

rannsóknin væri með samanburðarhóp, var ekki notuð slembiaðferð. Væri gott fyrir

framtíðarrannsóknir að nota slembiaðferð. Einnig var skortur á eftirfylgni á fleiri

tímapunktum og þarf að skoða mælingaraðferðir betur. Þegar sjálfsmatslistar eru notaðir er

alltaf möguleiki á vanda og skortur á sjálfs innsýn, t.d. eiga einstaklingar til að fegra sig og

neita staðreyndum. Rannsóknin skoðaði ekki áhrif núvitundarmeðferðar á lífeðlisfræðilega

þætti, t.d. kortisól sem vert er að skoða í framtíðarrannsóknum. Skortur var einnig á

einstaklingsmun en mögulegt var að sumir þátttakendur ofmeti áhrif meðferðarinnar t.d.

vegna vilja og bjartsýni á að meðferð virki. Í komandi rannsóknum væri gott að nota

svokallaða lyfleysumeðferð (e. placebo program) til að koma í veg fyrir að slíkur

einstaklingsmunur hafi áhrif á niðurstöður (Li o.fl., 2016).

Rannsókn Galhardo o.fl. (2013) innihélt nokkrar takmarkanir. Meðal þeirra má nefna

fjölda þátttakenda. Hinsvegar sýna aðrar eða 21 rannsókn, sem skoða áhrif sálrænna inngripa

fyrir einstaklinga sem eiga við ófrjósemi að stríða, að aðeins sjö þeirra höfðu stærra úrtak en

þessi tiltekna rannsókn (Hammerli K, Znoj H, og Barth J., 2009). Voru þátttakendur einnig á

ólíkum stigum hvað varðar læknismeðferð, veldur það því að úrtakið verður ekki jafn einsleitt

og getur lengd meðferðarferlis og þá fjöldi ófrjósemisaðgerða, til að verða barnshafandi, haft

mikil áhrif á tilfinningaleg einkenni einstaklinga (Galhardo o.fl., 2013).

Page 50: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

43

Tafla 5

Rannsóknir á núvitund í tengslum við ófrjósemi

Höfundur/ar

og ár: Aldur/kyn: Úrtaksstærð

Aðaleinkenni og

tegund

rannsóknar:

Mælitæki: Niðurstöður:

Sherratt og

Lunn (2013)

Konur

m = 40,12 ár

N = 9 konur Skoða áhrif

núvitundarmeðfer

ðar fyrir konur

sem eiga við

ófrjósemi að

stríða.

Þátttakendur

voru beðnir

um að ljúka

tveimur

spurningalistu

m, þ.e The

World Health

Organization

Well-Being

Questionnaire

(WHO 1998)

og The

Clinical

Outcomes in

Routine

Evaluation

Questionnaire

(CORE-OM).

Þátttakendur

svöruðu

einnig

spurningalista

á viku 4 þar

sem þeir voru

beðnir um að

meta

æfingarnar og

hversu

gagnlegt þeim

fannst

námskeiðið.

Rannsóknin sýndi

fram á að

núvitundarmeðferð

gæti mögulega verið

gagnleg fyrir konur

sem eiga við

ófrjósemi að stríða.

Li, Long, Liu,

He og Li (2015)

Konur N = 108 konur Rannsóknin

skoðaði áhrif

núvitundarmeðfer

ðar fyrir konur

sem eru á leið í

sína fyrstu

glasafrjóvgun.

Self-

Compassion

Scale (SCS),

The Chinese

version of

Five Facet

Mindfulness

Questionnaire

(Ch-FFMQ),

Fertility

Quality of

Life

(FertiQoL).

Difficulties in

Emotion

Regulation

Scale (DERS)

og The

Niðurstöður

rannsóknarinnar

sýndu að þær konur

sem fengu

núvitundarmeðferðina

sýndu verulega

aukningu í m.a

núvitund, sjálfs

samúð og bjargráð.

Einnig sýndu þær

marktæka lækkun á

tilfinningaóreglu,

virkum og óvirkum

forðunar bjargráðum.

tilraunahópurinn var

með mun hærri

þungunar tíðni. Sýndu

niðurstöður þar að

Page 51: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

44

Copenhagen

Multi-Centre

Psychosocial

Infertility

(COMPI)

coping

strategy

scales.

leiðandi fram á að það

að vera fullkomlegar

meðvitaður í núinu án

þess að bera dóm

virðist hjálpa konum

að tengjast sinni

ófrjósemi og einnig

glasafrjóvguninni.

Galhardo,

Cunha og Pinto-

Gouveia (2013)

Konur

m = <18 ára

N = 92 konur Markmið

rannsóknarinnar

var að kynna og

skoða áhrif

núvitundarmeðfer

ðar á ófrjósemi.

Beck

Depression

Inventory,

State Anxiety

Inventory,

Others as

Shamer,

Experience of

Shame Scale,

Entrapment

Scale, Defeat

Scale,

Acceptance

and Action

Questionnaire

II, Self-

Compassion

Scale,

Infertility

Self-Efficacy

Scale,

Frieburg

Mindfulness

Inventory og

klínísk viðtöl.

Sýndi sá hópur sem

fékk

núvitundarmeðferðina

marktæka minnkun á

þunglyndiseinkennum

, innri og ytri skömm,

innilokun og

uppgjöfun. Einnig

mikla framför í

núvitundar færni og

sjálfvirkni til þess að

glíma við

ófrjósemina.

6.2.3. Nálastungur (acupuncture)

Rannsókn Smith, Ussher, Perz, Carmady, og de Lacey (2011) skoðaði áhrif

nálastungumeðferðar til þess að minnka streitu sem konur upplifðu vegna ófrjósemi. Úrtak

rannsóknarinnar samanstóð af 32 konum á aldrinum 20-45 ára sem greindar höfðu verið með

ófrjósemi eða hafa reynt að verða ófrískar í ár eða meira sem ekki hefur heppnast.

Samanburðarhópar voru notaðir og samanstóð annar hópurinn af konum sem fengu sex tíma

af nálastungumeðferð yfir átta vikur samanborið við konur á biðlista. Niðurstöður

rannsóknarinnar leiddu í ljós að þær konur sem fengu nálastungumeðferðina greindu frá

marktækri breytingu sérstaklega á tveimur þáttum, þ.e. minni samfélagslegar áhyggjur t.d.

Page 52: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

45

viðkvæm fyrir athugasemdum, hugsanir um ófrjósemi, finnast samfélagslega einangruð og

útskúfun af fjölskyldu eða vinum. Greindu þær einnig frá minni sambandsáhyggjum eins og

að tala um ófrjósemi, skilja og samþykkja breytingar á kynlífi og áhyggjur um hvernig

ófrjósemi hefur á ástarsamband. Breytingar voru einnig jákvæðar á kvíða og sjálfvirkni þeirra,

þ.e.a.s. að öðlast betri hæfni og sjálfstraust til að taka þátt í athöfnum sem stuðla að betri

heilsu. Þær konur sem fengu nálastungumeðferðina lýstu reynslu sinni sem jákvæðri á þann

hátt að þær fundu fyrir meiri slökun og hvíld frá öðrum áreitum samanborið við þær konur

sem voru á biðlista. Greindu þær einnig frá líkamlegri og andlegri slökun og ró ásamt breyttu

hugarfari til að takast á við hluti (Smith o.fl., 2011).

Í rannsókn Pei o.fl. (2005) var skoðað áhrif nálastungumeðferðar á sæði hjá

karlmönnum sem hafa glímt við ófrjósemi í meira en tvö ár og hafa verið að reyna að eignast

barn og stundað óvarið kynlíf. Þátttakendur voru 40 talsins og 28 af þeim fengu

nálastungumeðferð tvisvar í viku í fimm vikur. Þeir skiluðu sæðissýni áður en meðferð hófst

og eftir meðferð. Fengin voru sæðissýni frá 12 öðrum sem voru með óþekkta ófrjósemi. Þeir

notuðu öreindasjá (e. transmission electron microscopy (TEM)) til að skoða sæðið.

Niðurstöður sýndu að meðalprósenta heilbrigðs sæðis eftir meðferð hjá þeim sem fengu

nálastungumeðferð jókst um 0,26%. Einnig jókst fjöldi sæðisfrumna með eðlilega lögun.

Hreyfigeta sæðisins fór úr 44,5%-50% hjá þeim sem fengu nálastungumeðferð en jókst einnig

hjá þeim sem fengu enga meðferð úr 32% í 37%. Hjá þeim sem fengu meðferð jókst um 0,5%

meira en hjá þeim sem fengu enga meðferð.

6.2.3.1. Kostir og gallar rannsókna-Nálastungur.

Í kaflanum um nálastungur voru tvær rannsóknir teknar fyrir. Urðu þær fyrir valinu

m.a. vegna þess að þær skoðuðu tvo ólíka þætti í tengslum við ófrjósemi. Rannsókn Smith

o.fl. (2011) skoðaði áhrif nálastungumeðferðar á streitu fyrir konur sem áttu við ófrjósemi að

Page 53: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

46

stríða en rannsókn Pei o.fl. skoðaði hinsvegar áhrif nálastungumeðferðar á sæði hjá

karlmönnum. Höfðu rannsóknirnar þó sínar takmarkanir og verður farið betur í þær hér fyrir

neðan.

Rannsókn Smith o.fl. (2011) skoðaði áhrif nálastungumeðferðar til þess að minnka

streitu sem konur upplifðu vegna ófrjósemi hafði nokkur atriði sem huga þyrfti betur að. Var

m.a. úrtakið frekar lítið. Niðurstöður úr eigindlegu rannsóknunum benda til þess að áhrif frá

nálastungunum voru klínískt marktækar við konur. Þó svo fjöldi þátttakenda í eigindlegu

rannsókninni var lítill sýndi hún fram á huglægan skilning á nálastungum. Gæti einnig verið

að niðurstöðurnar út frá nálastungunum séu mismunandi eftir því hversu lengi kona hefur

glímt við ófrjósemi. En þessi rannsókn var það lítil að hún náði ekki að skoða þessi áhrif

betur, þ.e. hvort munur sé á því hvort kona sé nýlega greind með ófrjósemi í samanburði við

konu sem greind hefur verið með ófrjósemi í nokkur ár. Ættu því seinni rannsóknir að nota

stærra úrtak og nota eftirfylgni til að sjá hvort breytingar og jákvæðni gagnvart nálastungum

haldist til lengri tíma. Í öðru lagi miðaði rannsóknarspurningin og rannsóknarsniðið að því að

meta áhrif nálastungu meðferðar sem notað var í klínísku starfi en miðaði ekki að því að skýra

aðra mögulega orsakaþætti eins og væntingar sjúklings eða ásetning sérfræðings. Í þriðja lagi

er möguleiki á því að þátttakandi hafi þurft fleiri meðferðartíma í nálastungu eða rannsóknin

hefði þurft stærra lið vísindamanna eða sérfræðinga í nálastungum (Smith o.fl., 2011).

Í framhaldinu af rannsókn Pei o.fl. (2005) væri hægt að stækka úrtakið og rannsaka

fleiri og stærri hópa. Þeir komust að því að eftir nálastungumeðferð þá fjölgaði eðlilegu sæði

og magn þess og hreyfigeta jókst. Þessar niðurstöður sýna að nálastungumeðferð gerir gagn

og er auðvelt inngrip í ófrjósemismeðferð sem þarfnast ekki lyfja.

Page 54: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

47

Tafla 6

Rannsóknir á nálastungum í tengslum við ófrjósemi

Höfundur/ar

og ár: Aldur/kyn: Úrtaksstærð

Aðaleinkenni og

tegund

rannsóknar:

Mælitæki: Niðurstöður:

Smith, Ussher,

Perz, Carmady

og de Lacey,

(2011)

Konur

m = 20-45

ára

N = 32 konur Rannsóknin

skoðaði áhrif

nálastungumeðfer

ðar til þess að

minnka streitu

vegna ófrjósemi.

Fertility

Problem

Inventory

(FPI)

Infertility

Self-Efficacy

Scale (ISE),

og State–Trait

Anxiety

Inventory

(STAI).

Niðurstöður

rannsóknarinnar

greindu frá

marktækri breytingu

á tveimur þáttum,

minni samfélagslegar

áhyggjur og einnig

minni

sambandsáhyggjum.

Breytingar voru

einnig jákvæðar á

sjálfvirkni og kvíða.

Pei, Strehler,

Noss, Abt,

Piomboni,

Baccetti og

Sterzik (2005)

Karlar

m = 33 ára

N = 40 Rannsóknin

skoðaði áhrif

nálastungumeðfer

ðar á sæði hjá

karlmönnum sem

hafa glímt við

ófrjósemi í meira

en tvö ár.

Transmission

electron

microscopy

(TEM),

Bayesian

technique var

notuð til að

meta fjölda

sæðisfrumna.

Niðurstöður sýndu að

meðalprósenta

heilbrigðs sæðis eftir

meðferð hjá þeim

sem fengu

nálastungumeðferð

jókst um 0,26%.

Einnig jókst fjöldi

sæðisfrumna með

eðlilega lögun.

Hreyfigeta sæðisins

fór úr 44,5%-50%.

7. Umræður

Markmið ritgerðarinnar var að skoða tengslin milli ófrjósemi og tilfinninga, að sjá

hvaða tilfinningar ófrjósemi hefur í för með sér og hvernig þær hafa áhrif á einstaklinga og á

pör/hjón og þeirra samband. Einnig að skoða hvað veldur ófrjósemi og hvaða tegundir af

meðferð standa til boða fyrir þá sem glíma við hana.

Þegar talað er um ófrjósemi er mögulega það fyrsta sem fólki dettur í hug líkamlegir

þættir sem henni fylgja en tilfinningalegu þættirnir eru einnig mikilvægir. Í gegnum þessa

ritgerð mátti sjá hversu mikil áhrif ófrjósemi hefur á á tilfinningar og líðan einstaklinga og

Page 55: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

48

öfugt, tilfinningar hafa einnig áhrif á ófrjósemi. Eins og rannsókn Clarke o.fl. (1999) sýndi

fram á þegar þau fundu samband milli streitu og gæði sæðis. Gott er að tvinna þetta saman,

einblína á líkamlegu og tilfinningalegu þættina. Í þessu tilfelli vinna á streitunni til að auka

gæði sæðis og nota líkamlega meðferð samhliða. Rannsókn Tuschen-Caffier o.fl. (1999) sýndi

fram á að með því að beita hugrænni atferlismeðferð á pör sem glíma við ófrjósemi þá sáust

framfarir á hreyfigetu og fjölda sæðisfrumna hjá körlunum. Einnig minnkaði vanlíðan parsins

og hjálparleysis hugsanir. En svo er hægt að nota t.d. nálastungur til að auka gæði sæðis eins

og rannsókn Pei o.fl. (2005) sýndi fram á. Nálastungur hafa einnig áhrif á tilfinningalegu

þættina eins og fram kom í rannsókn Smith o.fl. (2011) en þau skoðuðu áhrif

nálastungumeðferðar á streitu hjá konum sem glíma við ófrjósemi. Niðurstöður þeirra sýndu

marktæka breytingu á líðan, þær voru með minni áhyggjur og minni kvíða eftir

nálastungumeðferð. Hjá einstaklingum sem glíma við ófrjósemi eykst oft kvíði (Smeenk o.fl.

2001). Þetta staðfesti rannsókn Fassino o.fl. (2002) þegar þeir komust að þeirri niðurstöðu að

kvíði væri meiri hjá þeim konum og körlum sem glíma við ófrjósemi heldur en hjá þeim sem

glíma ekki við hana.

Konur og karlar eiga það til að glíma við tilfinningalegu hliðar ófrjósemi á

mismunandi hátt, konur upplifa t.d. meira þunglyndi (Herbert o.fl., 2010; Nelson o.fl., 2008)

sem rannsókn Alhassan o.fl. (2014) staðfesti með niðurstöðum sínum um að tíðni þunglyndis

var 62% meðal kvenna sem glíma við ófrjósemi. Reyndar var rannsókn þeirra gerð í Ghana og

því erfitt að alhæfa niðurstöður þeirra yfir á aðra menningarheima. Konur upplifa einnig meiri

sorg (Umezulike og Efetie, 2004), félagslega eingangrun og minna sjálfstraust (Behboodi-

Moghadam o.fl., 2013). Hjá körlum sem glíma við ófrjósemi hækkar einnig tíðni þunglyndis

og kvíða (Ahmadi o.fl., 2011; Folkvord o.fl., 2005; Gao o.fl., 2013) eins og hjá konunum í

samanburði við karla sem glíma ekki við ófrjósemi.

Page 56: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

49

Ófrjósemi hafði mikil áhrif á karlmenn jafnt sem konur, í rannsókn Webb og Daniluk

(1999) kom fram að karlar sem glíma við ófrjósemi töldu sig þurfa að vera sterkari aðilinn í

hjónabandinu/parasambandinu og héldu gjarnan tilfinningum sínum útaf fyrir sig. Sorgin var

mikil þegar ófrjósemin var greind og þegar þeir komust að því að þeir væru ástæðan fyrir því

að þau gætu ekki eignast barn kom það heldur flatt upp á þá. Allir þátttakendur í þessari

rannsókn töldu í byrjun vandamálið liggja hjá konum sínum, en svo reyndist ekki vera.

Ófrjósemin hafði mikil áhrif á karlmennsku þeirra og leið þeim eins og þeir hafi brugðist

konum sínum (Webb og Daniluk, 1999). En þannig líður konum líka þegar þær verða ekki

þungaðar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, þeim líður eins og þær hafi brugðist maka sínum

(Cousineau og Domar, 2007; Gonzalas, 2000). En karlar eiga auðveldara með að sætta sig við

barnlaust líf en konur (Wright o.fl., 1991). Rannsókn Kjaer o.fl. (2011) skoðaði sjálfsvígstíðni

meðal kvenna sem glíma við ófrjósemi og niðurstöður þeirra voru þær að konur sem glíma

við ófrjósemi voru tvisvar sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg en aðrar konur sem höfðu

eignast barn eftir að hafa verið greindar með ófrjósemi.

Ófrjósemi getur verið mjög erfið og tilhugsunin um barnlaust líf eflaust óbærileg hjá

þeim sem þrá að eignast sín eigin börn. Konur hafa átt það til að reyna að fara sínar eigin

leiðir til að auka líkur á að verða þungaðar, reyna hvað þær geta til að hafa stjórn á þessu

erfiða ástandi. Fara t.d. sumar að stunda jóga, drekka te (Cousineau og Domar, 2007;

Gonzalas, 2000) og fleira í þeim dúr sem þær telja auka líkur sínar á þungun. En orsakir

ófrjósemi eru oft þannig að ekki er hægt að hafa áhrif á þær sama hvað. Það gæti t.d. verið

skemmdir eggjaleiðarar, truflanir á egglosi og þættir sem tengjast legi eða kvið sem valda því

að kona getur ekki orðið þunguð og þá er oft erfitt að reyna að hafa áhrif þar á.

Við leit að rannsóknum um ófrjósemi á Íslandi fannst ekki ein, þetta er mögulega

eitthvað sem mætti breyta. Gera mætti rannsókn um ófrjósemi á Íslandi. Art Medica er eina

meðferðarstofnunin hér á landi sem sérhæfir sig í ófrjósemisaðstoð. Á heimsvísu eru til

Page 57: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

50

margar rannsóknir og margar tölur um tíðni ófrjósemi. Boivin o.fl. (2007) tóku saman

rannsóknir víðsvegar úr heiminum og fundu út að tíðni ófrjósemi í heiminum er á bilinu 5-

15% hjá einstaklingum á barneignaraldri. Og samkvæmt WHO (World Health Organization,

2002) eru um 80 milljónir manna, konur og karlar, sem glíma við ófrjósemi í heiminum í dag.

Rannsóknirnar sem fjallað var um hafa sína kosti og galla. Stór kostur er sá að það er

verið að rannsaka tilfinningalegu hliðina á ófrjósemi en ekki bara líkamlegu hliðina. Gallar

við slíkar rannsóknir geta verið að þeir sem taka þátt í þeim eru oft opnari þegar kemur að því

að ræða um ófrjósemi sína en þeir sem vilja ekki taka þátt. Þannig að það er spurning hversu

mikið sé hægt að alhæfa yfir á alla sem eru í sömu stöðu. Þetta var tilfellið í rannsókn Domar

o.fl. (1993), þar skráðu þátttakendur sig sjálfir sem höfðu heyrt af rannsókninni og þeir gætu

verið ólíkir þeim sem vilja ekki taka þátt. Einnig vandamál í rannsóknum almennt er brottfall

þátttakenda, rannsóknir Clarke o.fl. (1999), rannsókn Faramarzi o.fl. (2013), og Domar o.fl.

(2000) lentu allar í því að brottfall var töluvert. Einnig setur maður spurningamerki við

alhæfingargildi rannsókna þegar úrtakið er mjög lítið. Rannsókn Webb og Daniluk (1999) var

einungis með 6 þátttakendur, eigindleg og ítarleg rannsókn en breytileiki milli þátttakenda var

ekki mikill. Voru karlar milli 28-39 ára sem glíma við ófrjósemi, allir giftir og feður með

ættleiðingu eða gjafasæði. Erfitt er að alhæfa yfir á t.d. aðra karlmenn sem eru ekki giftir eða

eiga ekki börn.

Núvitund er sífellt verið að skoða meira í tenglum við að minnka kvíða. Þá er

athyglinni beint á sérstakan hátt, á eitthvern tilgang, í núinu og án fordóma. Þær rannsóknir

sem voru skoðaðar þar sem núvitundartækni var beitt voru allt nýjar rannsóknir, Sherratt og

Lunn (2013), Li o.fl. (2016) og Galhardo o.fl. (2013). Þær skoða allar gagnsemi núvitundar á

konur sem greindar hafa verið með ófrjósemi. Niðurstöðurnar úr þessum þrem rannsóknum

voru að núvitund hjálpaði konunum við að sætta sig við greiningu á ófrjósemi (Li o.fl., 2016),

hafði jákvæð áhrif á heilsu og líðan kvenna (Sherratt og Lunn, 2013) og hjálpaði konum að

Page 58: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

51

glíma við neikvæðar hliðar ófrjósemi (Galhardo o.fl., 2013). Kostirnir við þessar rannsóknir

eru að þær voru allar með tilrauna-og samanburðarhóp svo munurinn sást greinilega á þeim

sem fengu núvitundarmeðferð og ekki.

Hugræn atferlismeðferð hefur reynst góð meðferð við tilfinningalegum þáttum.

Skoðaðar voru þrjár rannsóknir sem allar sýndu kosti þeirrar meðferðar. Þá sýndi rannsókn

Faramarzi o.fl. (2013) fram á að hugræn atferlismeðferð var betri kostur en fluoxetine lyfið til

að leysa og draga úr streitu vegna ófrjósemi. Einnig sýndi rannsókn Domar o.fl. (2000) að

þungunartíðni jókst með því að beita hugrænni atferlismeðferð á konur sem glíma við

ófrjósemi. Þær rannsóknir sem sýndu áhrif ófrjósemi á pör kom fram í niðurstöðum að kvíði

jókst hjá körlum þegar ófrjósemin lá hjá þeim (Tüzer o.fl., 2010) sem getur leitt til minnkunar

á gæði sæðis (Clarke o.fl., 1999) og þá væri hægt að beita hugrænni atferlismeðferð á þá karla

og auka með því gæði sæðis og bæta líðan.

Mjög margir eiga við ófrjósemi að stríða og mjög líklega er einhver nákomin manni

sem glímir við þennan vanda án þess að við vitum að því. Vonumst við til þess með þessari

ritgerð að einstaklingar sýni tillitsemi þar sem þetta ferli tekur gríðarlega á og getur verið löng

og ströng barátta. Hugsið áður en þið spyrjið vini og vandamenn hvort “það ætli ekki að fara

skella í eitt stykki barn”.

Page 59: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

52

Heimildaskrá

Ahmadi, H., Montaser-Kouhsari, L., Nowroozi, M.R., og Bazargan-Hejazi, S., (2011). Male

infertility and depression: a neglected problem in the Middle East. Journal of Sexual

Medicine, 8(3), 824–830. doi:10.1111/j.1743-6109.2010.02155.x

Albayrak, E., og Gunay, O., (2007). State and trait anxiety levels of childless women in

Kayseri, Turkey. The European Journal of contraception and Reproductive Health

Care: the official journal of the European Society of Contraception, 12(4), 385–390.

doi: 10.1080/13625180701475665

Alhassan, A., Ziblim, A. R., og Muntaka, S. (2014). A survey on depression among infertile

women in ghana. BMC Women's Health, 14(1), 1-6. doi:10.1186/1472-6874-14-42

American Society of Reproductive Medicine (2013). Definitions of infertility and recurrent

pregnancy loss: a committee opinion. Fertility and Sterility, 99(1), 63. doi:

10.1016/j.fertnstert.2012.09.023

Art Medica (e.d.) Sögulegt yfirlit. Sótt af: http://artmedica.is/id/406

Augood, C., Duckitt, K., og Templeton, A. A. (1998). Smoking and female infertility: a

systematic review and meta-analysis. Human Reproduction, 13(6), 1532-1539. doi:

10.1093/humrep/13.6.1532

Bayer, S. R., Alper, M. M., og Penzias, A. (2002). The Boston IVF Handbook of infertility.

New York: The Parthenon Publishing Group.

Becker, G. (1990). Healing the Infertile Family. New York: Bantam Books.

Behboodi-Moghadam, Z., Salsali, M., Eftekhar-Ardabily, H., Vaismoradi, M., og

Ramezanzadeh, F., (2013). Experiences of infertility through the lens of Iranian infertile

Page 60: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

53

women: a qualitative study. Japan journal of nursing science: JJNS, 10(1), 41–46. doi:

10.1111/j.1742-7924.2012.00208.x

Berg, B. J., og Wilson, J. F. (1991). Psychological functioning across stages of treatment for

infertility. Journal of Behavioral Medicine, 14(1), 11-26. doi: 10.1007/BF00844765

Boivin, J., Bunting, L., Collins, J. A., og Nygren, K. G. (2007). International estimates of

infertility prevalence and treatment-seeking: potential need and demand for infertility

medical care. Human reproduction, 22(6), 1506-1512. doi: 10.1093/humrep/dem046

Boivin, J., Griffiths, E., og Venetis, C. A. (2011). Emotional distress in infertile women and

failure of assisted reproductive technologies: meta-analysis of prospective psychosocial

studies. BMJ, 342. doi: http://dx.doi.org/10.1136/bmj.d223

Bolumar, F., Olsen, J., Rebagliato, M., Saez-Lloret, I., og Bisanti, L. (2000). Body mass

index and delayed conception: a European multicenter study on infertility and

subfecundity. American journal of epidemiology, 151(11), 1072-1079. doi:

10.1093/oxfordjournals.aje.a010150

Campagne, D. M. (2006). Should feritilization treatment start with reducing stress? Human

Reproduction, 21(7), 1651-1657. doi: 10.1093/humrep/del078

Chen, T. H., Chang, S. P., Tsai, C. F., og Juang, K. D. (2004). Prevalence of depressive and

anxiety disorders in an assisted reproductive technique clinic. Human Reproduction,

19(10), 2313-2318. doi: 10.1093/humrep/deh414

Clarke, R. N., Klock, S. C., Geoghegan, A., og Travassos, D. E. (1999). Relationship between

psychological stress and semen quality among in-vitro fertilization patients. Human

Reproduction, 14(3), 753-758. doi: 10.1093/humrep/14.3.753

Page 61: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

54

Cousineau, T. M., og Domar, A. D. (2007). Psychological impact of infertility. Best practice

and Research. Clinical obstetrics and gynaecology, 21(2), 293-308. doi:

http://dx.doi.org/10.1016/j.bpobgyn.2006.12.003

Domar, A. D., Broome, A., Zuttermeister, P. C., Seibel, M. M., og Friedman, R. (1992). The

prevalence and predictability of drpression in infertile women. Fertility and Sterility,

58(6), 1158-1161. doi: 10.1016/0020-7292(93)90662-G

Domar, A. D., Clapp, D., Slawsby, E. A., Dusek, J., Kessel, B., og Freizinger, M. (2000).

Impact of group psychological interventions on pregnancy rates in infertile women.

Fertility and Sterility, 73(4), 805-811. doi: http://dx.doi.org/10.1016/S0015-

0282(99)00493-8

Domar, A. D., Zuttermeister, P. C., og Friedman, R., (1993). The psychological impact of

infertility – a comparison with patients with other medical conditions. Journal of

Psychosomatic Obstetrics and Gynecology, 14, 45–52.

Dyer, S. J., Abrahams, N., Hoffman, M., og Van der Spuy, Z. M. (2002). Men leave me as I

cannot have children’: women’s experiences with involuntary childlessness. Human

Reproduction, 17(6), 1663–1668. doi: 10.1093/humrep/17.6.1663

Dyer, S. J., Abrahams, N., Mokoena, N. E., Lombard, C. J., og van der Spuy, Z. M. (2005).

Psychological distress among women suffering from couple infertility in South Africa: a

quantitative assessment. Human Reproduction, 20(7):1938–1943. doi:

10.1093/humrep/deh845

European Society of Human Reproduction and Embryology-ESHRE. 2014. ART fact sheet.

Sótt af: https://www.eshre.eu/Guidelines-and-Legal/ART-fact-sheet.aspx

Faramarzi, M., Pasha, H., Esmailzadeh, S., Kheirkhah, F., Heidary, S., og Afshar, Z. (2013).

The Effect of the Cognitive Behavioral Therapy and Pharmacotherapy on Infertility

Page 62: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

55

Stress: A Randomized Controlled Trial. International Journal of Fertility & Sterility,

7(3), 199–206.

Fassino, S., Pieró, A., Boggio, S., Piccioni, V., og Garzano, L. (2002). Anxiety, depression

and anger suppression in infertile couples: a controlled study. Human Reproduction,

17(11), 2986-2994. doi: 10.1093/humrep/17.11.2986

Fido, A. (2004). Emotional distress in infertile women in Kuwait. International journal of

fertility and women’s medicine, 49(1), 24–28.

Fido, A., og Zahid, M. A. (2004). Coping with infertility among Kuwaiti women: cultural

perspectives. International Journal of Social Psychiatry, 50(4): 294-300. doi:

10.1177/0020764004050334

Folkvord, S., Odegaard, O. A., og Sundby, J. (2005). Male infertility in Zimbabwe. Patient

Education and Counseling, 59(3), 239–243.

Galhardo, A., Cunha, M., & Pinto-Gouveia, J. (2013). Mindfulness-based program for

infertility: Efficacy study. Fertility and Sterility, 100(4), 1059-1067. doi:

http://dx.doi.org/10.1016/j.fertnstert.2013.05.036

Gao, J., Zhang, X., Su, P., Liu, J., Shi, K., Hao, Z., . . . Liang, C. (2013). Relationship between

sexual dysfunction and psychological burden in men with infertility: a large

observational study in China. Journal of Sexual Medicine, 10(8), 1935–1942. doi:

10.1016/j.pec.2005.08.003

Glover, L. Abel, P. D., og Cannon, K. (1998) Male subfertility: is pregnancy the only issue?

Psychological response matter too - and are different in men. BMJ, 316(7142), 1405-

1406.

Gonzalas, L. O. (2000). Infertility as a transformational process: a framework for

Page 63: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

56

psychotherapeutic support of infertile women. Issues in Mental Health Nursing, 21(6),

619-633.

Greil, A. (1997). Infertility and psychological distress: A critical review of the literature.

Social Science & Medicine, 45(11), 1679-1704. doi: 10.1016/S0277-9536(97)00102-0

Hagstofa Íslands. (2015). Frjósemi stendur í stað milli ára. Sótt af:

https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/frjosemi-stendur-i-stad-milli-ara/

Hammerli, K., Znoj, H., og Barth, J. (2009). The efficacy of psychological interventions for

infertile patients: a meta-analysis examining mental health and pregnancy rate. Human

Reproduction Update, 1(1), 1-17. doi: 10.1093/humupd/dmp002

Harlow, C. R., Fahy, U. M., og Talbot, W. M. (1996). Stress and stress-related hormones

during in-vitro fertilization treatment. Human Reproduction, 11(2), 274-279.

Herbert, D. L., Lucke, J. C., og Dobson, A. J., (2010). Depression: an emotional obstacle to

seeking medical advice for infertility. Fertility and Sterility. 94(5), 1817–1821.

doi: 10.1016/j.fertnstert.2009.10.062

Hjelmstedt, A., Andersson, L., Skoog-Svanberg, A., Bergh, T., Boivin, J., og Collins, A.,

(1999). Gender differences in psychological reactions to infertility among couples

seeking IVF-and ICSI-treatment. Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica. 78(1),

42–49. doi: 10.1080/j.1600-0412.1999.780110.x

Hjelmstedt, A., Widström, A. M., Wramsby, H., og Collins, A. (2004). Emotional adaptation

following successful in vitro fertilization. Fertility and Sterility, 81(5), 1254-1264. doi:

10.1016/j.fertnstert.2003.09.061

Page 64: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

57

Hjollund, N. H., Bonde, J. P., Jensen, T. K., og Olsen, J. (2000). Diurnal scrotal skin

temperature and semen quality. International Journal of Andrology, 23(5), 309–318.

doi: 10.1046/j.1365-2605.2000.00245.x

Hjollund, N. H., Storgaard, L., Ernst, E., Bonde, J. P., og Olsen, J. (2002). Impact of diurnal

scrotal temperature on semen quality. Reproductive Toxicology, 16(3), 215–221. doi:

10.1016/S0890-6238(02)00025-4

Hughes, E. G., og Brennan, B. G. (1996). Does cigarette smoking impair natural or assisted

fecundity? Fertility and Sterility, 66(5), 679–689.

Hull, M. G., Glazener, C. M., Kelly, N. J., Conway, D. I., Foster, P. A., Hinton, R. A., . .

. Desai, K. M. (1985). Population study of causes, treatment, and outcome of infertility.

British medical journal, 291, 1693–1697. doi: http://dx.doi.org/10.1136/bmj.

291.6510.1693

Inhorn, M. C. (1994). Kabsa (a.k.a. mushahara) and threatened fertility in Egypt. Social

science & medicine, 39(4), 487–505. doi: 10.1016/0277-9536(94)90092-2

Inhorn, M. C., og Buss, K. A. (1994). Ethnography, epidemiology and infertility in Egypt.

Social science & medicine, 39(5), 671–686. doi:10.1016/0277-9536(94)90023-X

Jensen, T. K., Scheike, T., Keiding, N., Schaumburg, I., og Grandjean, P. (1999).

Fecundability in relation to body mass and menstrual cycle patterns. Epidemiology,

10(4), 422–428. doi: 10.1097/00001648-199907000-00014

Joja, O. D., Dinu, D., og Paun D. (2015) Psychological aspects of male infertility. An

overview. Procedia – Social and Behavioral Sciences, 187, 359-363. doi:

10.1016/j.sbspro.2015.03.067

Page 65: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

58

Karjane, N. W., Stovall, D. W., Berger, N. G., og Svikis, D. S. (2008). Alcohol abuse risk

factors and psychiatric disorders in pregnant women with a history of infertility. Journal

of womens Health, 17(10), 1623–1627. doi:10.1089/jwh.2007.0651

Kedem, P., Milkulincer, M., Nathanson, Y. E., og Bartoov, B. (1990). Psychological aspects

of male infertility. The british journal of medical psychology, 63(1), 73-80. doi:

10.1111/j.2044-8341.1990.tb02858.x

Kjaer, T. K., Jensen, A., Dalton, S. O., Johansen, C., Schmiedel, S., og Kjaer, S. K., (2011).

Suicide in Danish women evaluated for fertility problems. Human Reproduction, 26(9),

2401–2407. doi: 10.1093/humrep/der188

Klemetti, R., Raitanen, J., Sihvo, S., Saarni, S., og Koponen, P., (2010). Infertility, mental

disorders and well-being – a nationwide survey. Acta Obstetricia et Gynecologica

Scandinavica, 89(5), 677–682. doi: 10.3109/00016341003623746

Lampic, C., Skoog Svanberg, A., Karlström, P., og Tydén, T. (2006). Fertility awareness,

intentions concerning childbearing, and attitudes towards parenthood among female and

male academics. Human Reproduction, 21(2), 558-564. doi: 10.1093/humrep/dei36

Lansakara, N., Wickramasinghe, A.R., og Seneviratne, H.R. (2011). Feeling the blues of

infertility in a south Asian context: psychological well-being and associated factors

among Sri Lankan women with primary infertility. Women & Health, 51(4), 383–399.

doi: 10.1080/03630242.2011.574790

Lee, T. Y., og Sun, G. H. (2000). Psychosocial response of chinese infertile husbands and

wives. Archives of Andrology, 45(3), 143-148. doi: 10.1080/01485010050193913

Li, J., Long, L., Liu, Y., He, W., og Li, M. (2016). Effects of a mindfulness-based

intervention on fertility quality of life and pregnancy rates among women subjected to

Page 66: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

59

first in vitro fertilization treatment. Behaviour Research and Therapy, 77, 96-104. doi:

http://dx.doi.org/10.1016/j.brat.2015.12.010

Maroufizadeh, S., Karimi E., Vesali, S., og Samani, R. O. (2015). Anxiety and depression

after failure of assisted reproductive treatment among patients experiencing infertility.

International Journal of Gynecology and Obstetrics, 130(3), 253-256. doi:

10.1016/j.ijgo.2015.03.044

Mascarenhas, M. N., Cheung, H., Mathers, C. D., og Stevens, G. A. (2012). Measuring

infertility in populations: constructing a standard definition for use with demographic

and reproductive health surveys. Population Health Metrics, 10(1), 17.

doi: 10.1186/1478-7954-10-17

Mascarenhas, M. N., Flaxman, S. R., Boerma, T., Vanderpoel, S., og Stevens, G. A. (2012).

National, regional, and global trends in infertility prevalence since 1990: a systematic

analysis of 277 health surveys. PLoS Medicine, 9(12), e1001356.

McLaney, M. A., Tennen, H., Affleck, G., og Fitzgerald, T. (1995). Reactions to impaired

fertility: the vicissitudes of primary and secondary control appraisals. Womens Health:

Research on Gender, Behavior, and Policy, 1(2), 143-159.

Mieusset, R., og Bujan, L. (1995). Testicular heating and its possible contributions to male

infertility: a review. International Journal of Andrology, 18(4), 169–184. doi:

10.1111/j.1365-2605.1995.tb00408.x

Milad, M., Klock, S. C., Moses, S., og Chetterton, R. (1998). Stress and anxiety do not result

in pregnancy wastage. Human Reproduction, 13(8), 2296-2300. doi:

10.1093/humrep/13.8.2296

Page 67: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

60

Mortensen, P. B., Agerbo, E., Erikson, T., Qin, P., og Westergaard-Nielsen, N. (2000).

Psychiatric illness and risk factors for suicide in Denmark. The Lancet, 355(9197), 9-

12. doi: 10.1016/S0140-6736(99)06376-X

Nelson, C. J., Shindel, A. W., Naughton, C. K., Ohebshalom, M., og Mulhall, J. P., (2008).

Prevalence and predictors of sexual problems, relationship stress, and depression in

female partners of infertile couples. The journal of sexual medicine, 5(8), 1907–1914.

doi: 10.1111/j.1743-6109.2008.00880.x

Newton, C. R., Sherrard, W., og Glavac, I. (1999). Fertility Problem Inventory: measuring

perceived infertility-related stress. Fertility and Sterility, 72(1), 54-62. doi:

10.1016/S0015-0282(99)00164-8

Nichols, W., og Pace-Nichols, M. (2000). Childless married couples. In Nichols WC, Pace-

Nichols MA, Beccar DS og Napier AY (eds.). Handbook of Family Development and

Intervention (171-188).

Noorbala, A. A., Ramezanzadeh, F., Abedinia, N., og Naghizadeh, M. M. (2009). Psychiatric

disorders among infertile and fertile women. Social psychiatry and psychiatry

epidemiology, 44(7), 587–591. doi: 10.1007/s00127-008-0467-1

Olivius, C., Friden, B., Borg, G., og Bergh, C. (2004). Why do couples discontinue in vitro

fertilization treatment? A cohort study. Fertility and sterility, 81(2), 258-261. doi:

10.1016/j.fertnstert.2003.06.029

Omoaregba, J. O., James, B. O., Lawani, A. O., Morakinyo, O., og Olotu, O.S., (2011).

Psychosocial characteristics of female infertility in a tertiary health institution in

Nigeria. Annals of African medicine, 10(1), 19-24.

Pasch, L. A., Dunkel-Schetter, C., og Christensen, A. (2002). Differences between husbands

Page 68: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

61

and wives approach to infertility affect marital communication and adjustment.

Fertility and Sterility, 77(6), 1241-1247. doi: http://dx.doi.org/10.1016/S0015-

0282(02)03097-2

Pei, J., Strehler, E., Noss, U., Abt, M., Piomboni, P., Baccetti, B., og Sterzik, K. (2005).

Quantitative evaluation of spermatozoa ultrastructure after acupuncture treatment for

idiopathic male infertility. Fertility and Sterility, 84(1), 141-147. doi:

10.1016/j.fertnstert.2004.12.056

Peronace, L.A., Boivin, J., og Schmidt, L., (2007). Patterns of suffering and social interactions

in infertile men: 12 months after unsuccessful treatment. Journal of psychosomatic

obstetrics and gynecology, 28(2), 105-114. doi: 10.1080/01674820701410049

Peterson, B. D., Newton, C. R., og Feingold, T. (2007). Anxiety and sexual stress in men and

women undergoing infertility treatment. Fertility and Sterility, 88(4), 911-914. doi:

10.1016/j.fertnstert.2006.12.023

Peterson, B. D., Newton, C. R., og Rosen, K. H. (2003). Examining congruence between

partners’ perceived infertility-related stress and its relationship to marital adjustment

and depression in infertile couples. Family process, 42(1), 59-70. doi: 10.1111/j.1545-

5300.2003.00059.x

Practice Committee of the American Society for Reproductive Medicine (2008). Definitions

of infertility and recurrent pregnancy loss. Fertility and Sterility, 90(5), 60. doi:

10.1016/j.fertnstert.2008.08.065

Qin, P., Agerbo, E., Westergard-Nielsen, N., Eriksson, T., og Mortensen, P. B. (2000). Gender

differences in risk factors for suicide in Denmark. The British Journal of Psychiatry,

177(6), 546–550. doi: 10.1192/bjp.177.6.546

Page 69: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

62

Repokari, L., Punamaki, R. L., Unkila-Kallio, L., Vilska, S., Poikkeus, P., Sinkkonen, J., . . .

Tulppala, M. (2007). Infertility treatment and marital relationships: A one-year

prospective study among successfully treated ART couples and their controls. Human

Reproduction, 22(5), 1481-1491. doi: 10.1093/humrep/dem013

Royal College of Obstetricians and Gynaecologists, (1999). Alcohol Consumption in

Pregnancy. Guideline No. 9. London: RCOG Press.

Rustein, S. O., og Shah, I. H. (2004). Infecundity, Infertility and childlessness in developing

countries. In DHS Comparative Reports. Calverton, Maryland, USA: ORC Macro and

the World Health Organization.

Saleh, R. A., Ranga, G. M., Raina, R., Nelson, D. R., og Agarwal, A. (2003). Sexual

dysfunction in men undergoing infertility evaluation: a cohort observational study.

Fertility and Sterility, 79(4), 909-912. doi:10.1016/S0015-0282(02)04921-X

Sbaragli, C., Morgante, G., Goracci, A., Hofkens, T., De Leo, L., og Castrogiovanni, P.

(2008). Infertility and psychiatric morbidity. Fertility and Sterility, 90(6), 2107–2111.

doi: 10.1016/j.fertnstert.2007.10.045

Schmidt, L. (2006). Psychosocial burden of infertility and assisted reproduction. Lancet,

367(9508), 379–380. doi: http://dx.doi.org/10.1016/S0140-6736(06)68117-8

School of Public Health, (1992). Effective Health Care, The management of subfertility.

University of Leeds: Stott Brothers Limited

Sherratt, K. A. L., og Lunn, S. (2013). Evaluation of a group programme of mindfulness-

based cognitive therapy for women with fertility problems. Journal of Obstetrics &

Gynaecology, 33(5), 499-501. doi: 10.3109/01443615.2013.786031

Smeenk, J. M. J., Verhaak, C. M., Eugster, A., van Minnen, A., Zielhuis, G. A., og Braat, D.

Page 70: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

63

D. M. (2001). The effect of anxiety and depression on the outcome of in-vitro

fertilization. Human Reproduction, 16(7), 1420-1423. doi: 10.1093/humrep/16.7.1420

Smith, C. A., Ussher, J. M., Perz, J., Carmady, B., og de Lacey, S. (2011). The effect of

acupuncture on psychosocial outcomes for women experiencing infertility: A pilot

randomized controlled trial. Journal of Alternative & Complementary Medicine, 17(10),

923-930. doi: 10.1089/acm.2010.0380

Thonneau, P., Marchand, S., Tallec, A., Ferial, M. L., Ducot, B., Lansac, J., . . . Spira, A.

(1991). Incidence and main causes of infertility in a resident population (1,850,000) of

three French regions (1988–1989). Human Reproduction, 6(6), 811–816.

Tuschen-Caffier, B., Florin, I., Krause, W., og Pook, M. (1999). Cognitive-Behavioral

Therapy for Idiopathic Infertile Couples. Psychother Psychosom, 68(1), 15-21 doi:

10.1159/000012305

Tüzer, V., Tuncel, A., Göka, S., Bulut, S. D., Yüksel, F. V., Atan, A., og Göka, E. (2010).

Marital adjustment and emotional symptoms in infertile couples: Gender differences.

Turkish Journal of Medical Sciences, 40(2), 229-237. doi: 10.3906/sag-0901-17

Ulbrich, P. M., Coyle, A. T., og Llabre, M. L. (1990). Involuntary childlessness and marital

adjustment: his and hers. Journal of Sex and Marital Therapy, 16(3), 147–158. doi:

10.1080/00926239008405261

Umezulike, A., og Efetie, E. (2004). The psychological trauma of infertility in Nigeria.

International Journal of Gynecology and Obstetrics. 84 (2), 178–180. doi:

http://dx.doi.org/10.1016/S0020-7292(03)00316-3

Van Rooij, F. B., Van Balen, F., og Hermanns, J. M. (2007). Emotional distress and infertility:

Turkish migrant couples compared to Dutch couples and couples in Western Turkey.

Journal of Psychosomatic Obstetrics and Gynaecology, 28(2), 87-95.

Page 71: Tengsl ófrjósemi og tilfinninga · TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA iii Abstract Infertility affects approximately 5-15% of individuals of reproductive age worldwide. Medical care

TENGSL ÓFRJÓSEMI OG TILFINNINGA

64

Webb, R. E., og Daniluk, J. C. (1999). The end of the line: infertile men´s experience of being

unable to produce a child. Men and Masculinities, 2(1), 6-25.

doi:10.1177/1097184X99002001002

Whiteford, L. M., og Gonzalez, L. (1995). Stigma: The hidden burden of infertility. Social

Science & Medicine, 40(1), 27-36. doi: http://dx.doi.org/10.1016/0277-9536(94)00124-C

Wilkins, K. M., Warnock, J. K., og Serrano, E. (2010). Depressive symptoms related to

infertility and infertility treatments. Psychiatric Clinics of North America, 33(2), 309 –

321. doi: 10.1016/j.psc.2010.01.009

World Health Organization (2002). Current Practices and Controversies in Assisted

Production. Geneva, Switzerland.

World Health Organization (2003). Progress Report in Reproductive Health Research, No. 23.

Geneva, Switzerland.

World Health Organization, (2001). Reproductive Health Indicators for Global Monitoring:

Report of the Second Interagency Meeting. Geneva: World Health Organization.

Wright, J., Duchesne, C., Sabourin, S., Bissonnette, F., Benoit, J., og Girard, Y. (1991).

Psychosocial distress and infertility: men and women respond differently. Fertility and

Sterility, 55(1), 100-108.

Ying, L. Y., Wu, L. H., og Loke, A. Y. (2015). Gender differences in experiences with and

adjustments to infertility: A literature review. International Journal of Nursing Studies,

52(10), 1640-1652. doi: http://dx.doi.org/10.1016/j.ijnurstu.2015.05.004

Zaadstra, B. M., Seidell, J. C., Van Noord, P. A., te Velde, E. R., Habbema, J. D., Vrieswijk,

B., og Karbaat, J. (1993). Fat and female fecundity: prospective study of effect of body

fat distribution on conception rates. BMJ, 306(6876), 484–487. doi:

http://dx.doi.org/10.1136/bmj.306.6876.484