16
BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI AÐ TJÁ ÞAKKLÆTI Yfirsýn skiptir máli Allir eru einstakir Ærin ástæða til þess að höndla hamingjuna Einmanaleiki Örugga lækningin 7 tbl. 2010

Tengsl 7tbl 2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Tengsl - Activated magazine in Icelandic

Citation preview

Page 1: Tengsl 7tbl 2010

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI

AÐ TJÁ ÞAKKLÆTIYfirsýn skiptir máli

Allir eru einstakirÆrin ástæða til þess að höndla hamingjuna

EinmanaleikiÖrugga lækningin

7 tbl. 2010

Page 2: Tengsl 7tbl 2010

Á PERSÓNULEGU NÓTUNUM Fyrir þónokkrum árum varð ég fyrir djúpri reynslu sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt og framtíð mína. Ég hef oft velt því fyrir mér hversu auðveldlega ég hefði getað látið þetta framhjá mér fara. Mér fannst ég vera hamingjusöm þá og fullnægð. Ég var ánægð

með líf mitt og þá stefnu sem það virtist vera að taka. Ég hefði getað ýtt þessari lífsreynslu til hliðar eins og hún ætti ekki við mig en síðan hef ég ávallt þakkað góðum Guði fyrir að leiða mig áfram og verið ánægð með að hafa ekki gert það. Fyrir nokkrum árum síðan hneigðust hlutirnir óvænt til verri vegar og varð þessi guðsgjöf þau viðmið sem hjálpuðu mér að komast í gegnum erfiðleikana þá.

„Ef við værum örugg í þeirri vitneskju að Guð elskar okkur og hefur gert áætlanir fyrir okkur í lífinu - í stað þess að leggja traust á aðra hluti þegar við sækjumst eftir öryggi, þá myndi Hann geta gert okkur mjög hamingjusöm. Við völdum stundum sjálfum okkur óhamingju með því að vera óánægð því við höfum ekki lært að vera ánægð við hvaða aðstæður sem er, eins og Páll postuli var.“1

Þetta þýðir ekki að við eigum að hætta að sækjast eftir því að verða betri manneskjur. Við eigum ekki að gerast neikvæð þegar aðstæður okkar eru ekki eins góðar og þær gætu verið eða okkur finnst þær ættu að vera.

En snúum okkur aftur að reynslu minni. Þessar litlu ábendingar hjálpuðu mér að gera mér ljóst að þótt kringumstæður mínar hefðu skyndilega breyst, breytti það ekki því sem skipti mestu máli í lífinu. Þær breyttu því ekki hver ég var né meginmarkmiðum mínum í lífinu, né heldur breyttu þær kærleikanum sem Guð bar til mín. Með því að einbeita mér að því sem ég átti enn í stað þess að einblína á erfiðleikana komst ég í gegnum þetta tímabil og líf mitt varð miklu innihaldsríkara en fyrr og risti dýpra en það hafði áður gert.

Ef eitthvað er að angra þig núna, þá vona ég að þessi útgáfa af Tengslum muni hjálpa þér að finna fullkominn frið og hugarró.

Guðbjörg Sigurðardóttir

Fyrir Tengsl

1. David Brandt Berg, að útlista Filippíbréfið 4:11

7 tbl. 2010

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2010 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

2

Page 3: Tengsl 7tbl 2010

Í kvikmyndinni „Leitað að hamingju“ (The Pursuit of Happyness) 2006, tekur persóna Will Smiths eftir því að í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er stuttur listi yfir “óafsalanlegan rétt” fólks til að leita hamingjunnar. Listinn fjallar ekki um réttinn til að vera hamingjusamur, heldur réttinn til að leita hamingjunnar. Hann spyr hvers vegna þetta hafi verið orðað svona. Niðurstaðan, sem hann komst að, var sú að höfundur yfirlýsingarinnar, Thomas Jefferson, hljóti að hafa skilið að við óskum öll og sækjumst eftir hamingjunni en hún er hlutur sem fólk finnur ekki eða getur ekki haldið í. Ég eyddi nokkrum árum í að eltast við hamingjuna og fannst alltaf að ef ég ætti bara kærasta, ef ég gæti bara breytt ýmsu í starfi mínu, ef kringumstæður mínar væru upp á hár eins og ég vildi að þær væru, þá myndi ég vera hamingjusöm og laus við

þunglyndisköst sem ég átti þá í baráttu við.

Fyrir tveimur árum náði ég botninum. Mér fannst ég standa illa að vígi, ég hlyti að vera hræðilegasta manneskja í heimi og einskis virði. Í örvilnan bað ég Guð um að hafast eitthvað að – bara einhvern veginn – til þess að draga mig upp úr því feni sem ég var að sökkva í.

Í eitt skipti þegar ég bað leiddi Guð mér fyrir sjónir að aðalástæðan fyrir því hversu hnuggin ég var væri sú að ég var ekki fús til að gera mér mat úr þeim aðstæðum sem ég bjó við. Það var rétt. Mér fannst alltaf vandinn liggja hjá kringumstæðum mínum en ekki hjá sjálfri mér. Í fyrstu virtist erfitt að sætta sig við aðstæðurnar eins og þær voru. Það gerði mig enn þunglyndari og loks gafst ég upp og bað Guð um að hjálpa mér að sætta mig við þann sannleika að

Að eltast við hamingjuna

Eftir Anitu Healey

hinn raunverulegi vandi lægi ekki í kringumstæðunum heldur afstöðu minni til þeirra.

Þegar ég var fús til að láta Guð breyta afstöðu minni í eitt skipti fyrir öll, sá Hann um afganginn. Áður en langt um leið færði Hann til dæmis inn í líf mitt dásamlega persónu og það fullvissaði mig um kærleika Guðs og bætti sjálfstraustið.

Ég fæ stundum enn þunglyndisköst en þegar þunglyndið er að fara að draga mig niður veit ég núna að ég þarf ekki að láta í minni pokann fyrir því. Ég hef lært að hamingja er val og ég þarf að velja hana á hverjum degi. Aðstæðurnar þurfa ekki að vera fullkomnar til þess að ég velji að vera hamingjusöm og þakklát fyrir það sem ég hef og ég reyni að gera sem mest úr þeim.

Anita Healey er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Suður-Afríku.1

3

Page 4: Tengsl 7tbl 2010

Það býr leyndardómur í sérhverju mannshjarta: Sérhvert okkar upplifir stundum mikinn einmanaleika.

Sumt fólk, sem er mjög einmana, er sífellt umkringt öðru fólki, samt finnst því enginn þekkja sig eða skilja í raun og veru. Það getur verið að það eigi allt til alls – allt til að uppfylla líkamlegar þarfir – samt kvartar það yfir einmanaleika. Það þráir að deila áhugamálum sínum með einhverjum; að hafa einhvern sem hlustar á vandamál þess og sýnir því velvilja.

Verið getur að við eigum lífsförunaut eða kæra vini sem elska okkur en jafnvel þeir þurfa ekki endilega að þekkja okkur eða skilja til fulls. Verið getur að við öðlumst starfsframa eða vinnum afrek, samt getur verið að enginn geti til fulls deilt þeirri sigurtilfinningu með okkur þegar við náum loks á leiðarenda. Besta vini okkar gæti verið ókunnugt um sælu okkar annars vegar og getur ekki gert sér í hugarlund þungbæra þjáningu okkar hins vegar. Sum tár eru alltaf felld í einrúmi. Engin mannvera getur komist inn í innstu fylgsni hugar okkar eða sálar.

„Enginn skilur mig í raun og veru. Það er enginn sem getur deilt með mér öllum tilfinningum

einmanaleiki

mínum!“ Svona hrópum við öll til skiptis. Við fetum einmanalega braut, hvert sem hlutskipti okkar er. Sérhvert hjarta, sem er meira að segja sjálfu sér ráðgáta, verður að lifa innra líf sitt í einsemd.

En hvers vegna? Hvers vegna höfum við öll djúpa þrá eftir að einhver skilji okkur? Hvers vegna höfum við öll þessa sterku löngun eftir að einhver taki þátt í gleði okkar og sigrum, sorgum og ósigrum?

Gerði Guð sem skapaði sál okkar mistök við sköpun snilldarverksins, mannkynsins? Varð við sköpunina tómarúm í sálinni? Hann gerði ráðstafanir vegna alls annars hungurs í lífinu: Brauð við hungri líkamans, þekkingu við andlegu hungri, kærleika við hungri hjartans. Hefur Hann látið sálina vera ófullnægða, skapað þessa þrá eftir djúpum skilningi og sannri samfylgd? Hefur Hann ekki veitt svar við þessum einmanaleika?

Það er til svar við þessum spurningum. Þessi ófullkomleiki, sem við finnum fyrir, er þörf sálar okkar fyrir Guð. Hann vissi að þegar mannlegri samkennd væri ábótavant myndum við leita guðlegrar samkenndar. Hann vissi að einmitt þessi einmanaleikakennd,

Guð setti lítið skilti á töflu hjarta þíns sem á stendur: „Frátekið fyrir mig.“

—og lækningin við honum

4

Page 5: Tengsl 7tbl 2010

að mæta ekki skilningi, myndi knýja okkur til að leita Hans.

Guð skapaði okkur í sína þágu. Hann þráir ást okkar. Hann setti svolítið skilti á töflu hjarta þíns sem á stendur: „Frátekið fyrir mig.“ Hann vill vera fyrstur í hverju hjarta. Hann geymir þess vegna sjálfur leynilykilinn, lykilinn að öllum hólfum hjartans, til þess að blessa með fullkominni samkennd og friði hverja einmana sál sem leitar Hans.

Guð er sjálfur svarið, uppfyllingin. Hann, sem skapaði okkur, er sá eini sem getur uppfyllt alla hluta lífsins. Í Guðs Orði stendur skrifað að Hann „fyllti hungraða sál gæðum.“1 Við verðum aldrei sannarlega fullnægð eða alveg laus við einmanaleika fyrr en Hann uppfyllir þessa innri þrá.

Guð vill fullnægja þessari þörf og kærleikur Hans er svo mikill, svo stórfenglegur, að við skiljum það ekki. Það er þess vegna sem Hann þurfti að skapa mann sem gæti sýnt okkur kærleika Hans á þann hátt sem við gætum skilið, einhvern sem væri á okkar plani, einhvern sem við gætum upplifað, mann sem væri líkur Honum, son sinn.

Sérhver þrá okkar snertir Jesús og Hann mun fullnægja öllum þrám hjartna okkar. Þegar Hann kemur

inn í líf okkar verður Hann fullnægja okkar, Hann er fullkomin samfylgd, eftirbreytniverð, fullkomin vinátta.

Við þurfum aldrei að vera einmana. Jesús sagði: „Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig“ og „Sjá, ég er með yður alla daga.“2 Þannig að þegar þú finnur fyrir þessum einmanaleika er það rödd Jesú sem segir: „Komið til mín.“ Í hvert skipti, sem þér finnst að enginn skilji þig, er það kall um að þú komir til Hans aftur. Þegar þú ert að niðurlotum komin/n undir einhverju þungu fargi og segir: „Ég get ekki borið þetta ein/n”, þá segirðu satt. Harmurinn, sem enginn skilur, flytur leyndan boðskap frá Kónginum þar sem Hann biður þig innilega að koma til sín aftur. Þú kemur aldrei of oft.

Nærvera Hans fullnægir hinni einmana sál og þeir sem fylgja Honum daglega munu ekki kynnast einmanalegu leiðinni.

Virginia Brandt Berg (1886-1968) var trúboði og prestur og móðir stofnanda Alþjóðlegu fjölskyldunnar, David Brandt Berg (1919-1994).1

Eftir Virginiu Brandt Berg

1. Sálmarnir 107:9; Sálmarnir 73:26.

2. Hebreabréf 13:5; Matteus 28:20

5

Page 6: Tengsl 7tbl 2010

Ég er faðir í stórri fjölskyldu, kristinn trúboði í fullu starfi og íþróttaþjálfari í hlutastarfi. Á meðan við dvöldum á Indlandi á tveggja ára tímabili hafði ég ávallt meðferðis í farangrinum eitthvað íþróttadót.

Við upplifðum margt, bæði krefjandi og gefandi, tímann sem við vorum þar. Táningarnir í fjölskyldunni unnu sjálfboðastörf á nokkrum heilsugæslustöðvum þar sem þeir glöddu og linuðu þjáningar dauðvona barna. Þeir kenndu einnig heimavið börnum sem misst höfðu foreldra sína úr eyðni. Við ferðuðumst til hamfarasvæða þar sem við komum með vatn, matvæli og fatnað og önnur hjálpargögn. Svo virtist sem hvert sem við snerum okkur kom í fang okkar fólk sem þarfnaðist hvatningar eða hjálpar.

Laugardag einn, eftir sérlega annasama viku, tókum við saman nesti

Fótbolti

og fótbolta og lögðum af stað til krikket-vallar í útjaðri háskólalóðar í grenndinni. Laufþykkni trjáa og runna sem umkringdi völlinn minnti okkur á heimaland okkar, Norður-Karólínu. Dagurinn var fullkominn sem og staðurinn.

Hvílík fegurð, hvílíkur friður, hvílík hvíld, hugsaði ég. Engin mannmergð, engin hávær umferð, engin aðkallandi störf – aðeins við fjölskyldan! Himneskt!

Ég tók fram gamlan, notaðan fótbolta og henti honum til einnar dætra minna.

Við höfðum ekki fyrr byrjað að sparka honum á milli okkar en hjörð af fátækum börnum kom út úr skóginum. Það kom í ljós að þau höfðu verið þar allan tímann og höfðu af mikilli forvitni fylgst með öllum hreyfingum okkar. Þegar þau sáu fótboltann gátu þau ekki hamið sig. Áður en við vissum af stóðum við andspænis meira en fimmtíu börnum á aldrinum 6-13 ára, öll spennt að taka þátt í skemmtuninni. Þau voru í tötralegum fötum, engum skóm, með flókinn hárlubba og brostu breitt. Þau væntu einhvers af þessari útlendu fjölskyldu.

Ég kallaði á þau og safnaði þeim í kringum mig og reyndi að láta heyra í mér þrátt fyrir lætin. Þegar ljóst var að flest börnin skildu ekki ensku, kallaði ég á túlk. Einn af eldri drengjunum gaf sig fram. Ég dró fram flautuna og tók til við að útskýra leikreglurnar. Öll börnin hlustuðu kurteislega og kinkuðu kolli. Við völdum liðin og leikurinn hófst.

Eins og blýflugnasveimur hlupum við fram og aftur völlinn, eltandi og sparkandi boltanum klukkustundum

og hafsjór brosaEftir Philip Salazar

6

Page 7: Tengsl 7tbl 2010

saman. Gleymið liðunum, gleymið reglunum, gleymið mörkunum. Þessir krakkar vildu bara fá að sparka boltanum. Brosin voru óteljandi, svo og flissin og hlátrasköllin! Af og til sparkaði einhver boltanum út úr þvögu lítilla líkama út á opinn völlinn. Þegar það gerðist virtist einn strákur alltaf fá boltann fyrst og halda honum. Hann hélt út frá þvögunni og hljóp frá okkur hinum, sparkandi boltanum þar til einhver náði honum og leiddi hann aftur til hópsins. Hvorki flaut né hróp gátu fengið hann til þess að koma aftur með boltann.

Loks spurði ég hissa unga túlkinn hvers vegna þessi ungi piltur stöðvaði ekki þegar ég flautaði.

„Hvers vegna, herra?“ sagði hann, „Strákurinn er heyrnarlaus.“

Löngu seinna bundum við enda á leikinn og börnin söfnuðust saman á miðju vallarins til þess að kveðja. Ég var dauðþreyttur en afar ánægður. Hafsjór brosa og ánægðra andlita hlýjaði mér um hjartaræturnar.

Þegar flest börnin voru komin aftur í leirkofana og hreysin sem þau kölluðu heimili sín, nálguðust tveir drengir mig á hjóli. Annar á hjóli og hinn ýtandi því. Yngra drengnum, sem sat á hjólinu, lá eitthvað á hjarta. Með ljómandi brosi sem ég mun aldrei gleyma, sagði hann: „Þakka þér, herra, fyrir dásamlegan dag, ég skemmti mér svo vel.“

„Ekkert að þakka,“ svaraði ég. „Ég man ekki eftir þér á vellinum í dag.“ – Þá fyrst gerði ég mér ljóst hvers vegna vinur hans ýtti honum. Fótleggir hans voru lamaðir

og snúnir af völdum lömunarveiki. Á svip mínum mátti lesa sjokk og ótta sem leiddi aðeins til enn bjartara bross.

Þegar honum var ýtt heim á leið, leit hann við og sagði: „Mér þótti mjög gaman að horfa á þig leika við bræður mína og vini í dag. Þakka þér, herra, þakka þér fyrir!“

Ég hafði verið að vonast eftir svolítilli slökun og stund með fjölskyldunni en lærði lexíu þess í stað.

Þegar ég taldi að ég hefði gefið af mér eins og mögulegt var og kominn tími til að hugsa um sjálfan mig og fólkið mitt, leiddi Guð aðra í veg fyrir mig sem þurftu á kærleika Hans að halda. Hann veitti mér þá endurnýjun sem ég þarfnaðist en ekki á þann hátt sem ég vænti. Gleðin við að gefa ýtti burt þreytunni og þeirri tilfinningu að vera útbrunninn.

Philip Salazar er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Bandaríkjunum.1

Ef þú vilt að aðrir séu hamingjusamir skaltu hafa samúð með þeim. Ef þú vilt verða hamingjusamur skaltu ástunda samúð.—Dalai Lama

7

Page 8: Tengsl 7tbl 2010

Þegar dóttir mín var mjög ung heyrði ég hana biðja til Guðs þá bæn að það myndi hætta að rigna og að næsta dag myndi verða gott veður. Ég sagðivið hana: „Elskan mín, ég held að það sé ekki Guði á móti skapi að við biðjum Hann um að stöðva regnið. Hann vill að við gerum þarfir okkar og óskir kunnar fyrir Honum og Hann lofar að sjá fyrir nauðþurftum okkar en við þurfum líka að gera okkur ljóst að Hann getur ekki alltaf gefið okkur það sem okkur langar í. Við þurfum bæði á sólskini og regni að halda. Ef við köllum sólskinsdagana „góða“ daga leiðir það til þess að við köllum regndagana „vonda“ daga. Þannig að við skulum lofa Drottin fyrir fallega daginn sem Hann gaf okkur hvort sem það er regn eða sólskin.“ Þetta virtist svo barnalega einföld lexía – að vera þakklát/ur bæði fyrir sólskin og rigningu – en það kom mér í skilning um að orðin, sem við höfum um hlutina, hafa áhrif á hamingju okkar og afstöðu til lífsins. Því miður hafa mörg okkar tekið upp þann slæma vana að nota neikvæð orð um vissar aðstæður. Ef við viljum vera jákvæðari og hugsa jákvætt og bregðast við á jákvæðari hátt verðum við að vinna að breytingum á orðanotkun okkar svo að hún verði jákvæðari. Því það er erfitt að tala um „vonda“ daga og hugsa jákvætt um þá. Til þess að breyta hugsunarhætti okkar þurfum við að breyta orðanotkun okkar.

Orðaforði okkar, hvernig við nefnum hluti og hvernig við tjáum okkur, hefur mikil áhrif á hugsunarhátt okkar. Það

myndi vera frekar erfitt fyrir okkur að telja einhvern sem er uppnefndur „þöngulhaus“ vera gáfaðan og færan. Ef við viljum hugsa jákvætt verðum við að tala jákvætt.

Það er ekki rangt að biðja Guð um að breyta einhverri ákveðinni stöðu – veðrinu til dæmis – ef við þörfnumst þess eða viljum að hún breytist. Ef eitthvað veldur þjáningu eða hindrunum vitum við að Drottinn getur breytt stöðunni. En þar til það gerist – og jafnvel ef það gerist ekki, ættum við að hafa jákvæða afstöðu, tala jákvætt og þakka Guði fyrir það sem Hann hefur gefið okkur.

Þess er vænst að við séum ánægð hverjar sem aðstæður okkar kunna að vera, samkvæmt Biblíunni.1 Annars vegar virðist svo sem í hvert skipti sem við biðjum þess að Drottinn breyti vissri stöðu erum við reyndar að lýsa yfir óánægju með hana. Við getum ekki byggt allt okkar líf og hugmyndafræði á þessu eina versi; við þurfum að vega og meta það og bera það saman við aðrar andlegar meginreglur. Ef við skiljum versið á þann hátt að við þurfum að vera ánægð hvað sem tautar og raular, munum við aldrei „ganga með djörfung að hásæti náðarinnar … svo að við hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tímum,“2 eða „biðjið hver fyrir öðrum að þér verðið heilbrigðir“3; eða biðjið fyrir hverju sem er - til þess að gera.

Þegar okkur finnst að einhverju þurfi að breyta, ættum við fyrst af öllu að biðja og beiða Drottin um að breyta því. Um leið ættum við að spyrja Drottin og okkur sjálf hvort við ættum að gera eitthvað til þess

að tjá þakklæti

8

Page 9: Tengsl 7tbl 2010

að stuðla að þessari breytingu. En um leið og við höfum beðið og gert okkar hluta og á meðan við bíðum eftir svari Drottins, þurfum við að þakka Drottni fyrir alla hluti.4 Þótt umbeðin breyting komi aldrei, eigum við að þakka Drottni stöðugt hvernig sem fer, því að við vitum að „allt gjörir Hann vel.“5 Þannig að þótt við séum ekki spennt fyrir rigningunni, til dæmis, getum við samt verið ánægð í fullvissu um að hver dagur sem Hann gefur okkur er dagurinn „sem Drottinn hefur gjört“ og þess vegna getum við „fagnað og verið glöð í honum!“6

„Þakkið alla hluti.“7 Með öðrum orðum - þakkið hverjar sem kringumstæðurnar eru. „Þótt þessar aðstæður séu langt frá því að vera eftirsóknarverðar þökkum við Guði fyrir allt sem við eigum nú og fyrir að skenkja okkur lífið enn einn dag.“

Hvernig getum við sagt að eitthvað sé vont þegar það kennir okkur að biðja eða kennir okkur um trú eða þolinmæði eða þrautseigju – ef góð áhrif þess eru meiri en slæmu áhrifin? Næstum allt í lífinu hefur góðar og slæmar hliðar. En ef hið jákvæða er meira en hið neikvæða, þá getum við eða ættum að geta sagt að það sé gott – og fyrir þau okkar sem elska Guð og treysta Honum – hefur það að geyma allt því að til langs tíma mun Guð láta hið góða ná yfirhöndinni, „þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs.“8

Maria Fontaine og eiginmaður hennar, Peter Amsterdam, eru leiðtogar Alþjóðlegu fjölskyldunnar.1

Þú biður bæn áður en þú ferð að borða. Allt í lagi. Ég bið bæn fyrir tónleikana og óperuna og bæn fyrir leikritið eða látbragðsleikinn og áður en ég opna bók og áður en ég teikna, mála, syndi, smíða girðingu, boxa, fer út að ganga eða dansa og bæn áður en ég dífi penna í blek.

—G.K. Chesterton

Eftir Maria Fontaine

1. Filippíbréfið 4:11

2. Hebreabréf 4:16

3. Jakobsbréf 5:16

4. 1 Þessalóníkubréf 5:18

5. Markús 7:37

6. Sálmarnir 118:24

7. 1 Þessalóníkubréf 5:18

8. Rómverjabréfið 8:28

9

Page 10: Tengsl 7tbl 2010

Sp. hvers vegna er það svo að sumt fóLk Lifir Lífi sem er töfrum Líkast? það hefur fuLLkomið útLit, fuLLkomna heiLsu, er hæfiLeikaríkt og á marga vini – hefur nóg af öLLu – en svo er aftur á móti annað fóLk, eins og ég, sem virðist vanta aLLt og er umkringt vandamáLum.Sv. Á yfirborðinu virðist oft eiga sér stað óréttlæti en margt á sér stað í lífi fólks sem aðrir sjá ekki. Í viturlegum orðum Salómóns konungs segir í Biblíunni: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma“1 Ekki fara allir í gegnum sömu erfiðleika á sama tíma en allir fá sinn skammt af þeim áður en yfir lýkur.

Ekkert líf er fullkomnað án þess að viðkomandi fái sinn skerf af þjáningu, sorg og erfiðleikum. Guð leyfir að sérhver manneskja upplifi einhvers konar erfiðleika því Hann vill að sérhver læri að sigrast á þeim. Hann vill að við upplifum hvernig er að vera á ystu nöf og snúa

Hefur sumt fólk raunverulega allt?SPURNINGAR OG SVÖR

Þegar Jesús er kominn í hjarta okkar, höfum við ætíð félagsskap Hans og kærleika.

Jóhannes 14:18 Matteus 28:20bRómverjabréf 8:38–39Hebreabréf 13:5b

sér síðan að Honum og finna mátt Hans. Til þess að það verði þurfa aðstæður að knýja fram örvæntingu. Þannig að þótt þér þyki aðrir hafa það svo gott geturðu verið viss um að þeir eiga líka í vandamálum.

Það er líka mikilvægt að muna að Guð lítur öðruvísi á hlutina en við. Við álítum að fólk njóti blessunar ef það lifir áhyggjulausu lífi eða nýtur greinilega velgengni - er með færri vandamál, færri sjúkdóma o.s.frv. Hann vill fremur að við eigum heilt líf en auðvelt líf. Hann vill að líf okkar verði auðugt af trú, djúpræði andans, skilningi, fórnandi kærleika, innri styrk og samúð. Alla þessa fjársjóði andans öðlast menn gegnum náin tengsl við Hann og þessir eiginleikar eru afleiðing prófana, þjáninga eða sigurs á miklum erfiðleikum. Þessi tengsl og hinn andlegi vöxtur sem fylgir þeim leiða til dýpri og varanlegri gleði.

Ef þú gætir „haft allt“ á kostnað lífsánægju, fullnægju og gleði, myndirðu kjósa það? 1

Þótt jarðnesk tengsl geti brugðist bregst Drottinn aldrei.

Sálmarnir 27:10Sálmarnir 38:11,15 Sálmarnir 142:4–5Jesaja 41:10Jesaja 54:10

Stundum lætur Guð okkur finna fyrir einmanaleikakennd til þess að knýja okkur nær Honum.

Sálmarnir 63:1,5–7Sálmarnir 73:25–26Harmaljóðin 3:24Filippíbréfið 3:8

F Æ Ð S L U L E S T U R

Aldrei einn

Jafnvel Jesús fann stundum fyrir einmanaleika og höfnun.

Jesaja 53:3–4Jóhannes 1:10–11Hebreabréf 4:15

Að ná til annarra er oft besta lækningin við einmanaleika.

Orðskviðirnir 11:25Orðskviðirnir 18:24a

1. Prédikarinn Prédikarinn 3:1

10

Page 11: Tengsl 7tbl 2010

Veistu hvert hamingjusamasta fólkið er? Það sem er nógu hugrakkt til að vera það sjálft, alveg eins og Guð bjó það til, fremur en að reyna að vera einhver sem það er ekki, til þess að falla í hópinn eða vekja hrifningu annarra. Að berjast við að vera eins og aðrir vænta að maður sé, leggur þungar byrðar á mann en í auðmýkt felst frelsi.

Þegar ég var ungur féll mér ekki við útlit mitt. Mér fannst nefið á mér vera of stórt og að ég væri of grannur og ljótur. Ég var með minnimáttarkennd út af því og það tók mig langan tíma að komast yfir það. Að hluta til var þetta vegna stolts og að hluta til vegna samanburðar við aðra. En þegar ég eltist fann ég að þetta skipti ekki máli. Ég skildi að Guð hafði búið mig til á þann hátt sem Hann vildi og að Hann skapaði mig svona vegna þess að Hann elskaði mig.

Hann elskaði þig eins og Hann skapaði þig og þú ert falleg/ur í augum Hans. Við erum öll einstök og sérstök. Í Hans augum er ekki til ljótleiki, sama hvert útlit okkar er.

Oft skiptir samband þitt við Drottin miklu máli við uppbyggingu sjálfstrausts. Því nánara sem samband þitt er við Hann og því meiri friður sem ríkir í sambandi ykkar, þeim mun ánægðari og kyrrlátari verður þú og þeim mun hamingjusamari og afslappaðri verður þú. Þegar þú lifir í nálægð við Drottin ert þú myndarleg/ur og falleg/ur því kærleikur Hans og ljós lýsir í gegnum þig.

Ég er með uppástungu handa þér: Sestu stundum niður og láttu Drottin tala til þín um sjálfan þig. Eða biddu einhvern um að biðja til Hans og spyrja hvernig Hann sjái þig, hver innri fegurð þín sé og hver sé innri styrkleiki þinn og hvaða gjafir og hæfileika Hann vilji að komi fram í þér. Leyfðu Honum að hvetja þig og þú munt komast að því að þú getur verið mjög hamingjusöm/samur sem einstök sköpun Hans.David Brandt Berg (1919–1994) var stofnandi Alþjóðlegu fjölskyldunnar.1

allir eru einstakir! Himneski Faðir, þú hefðir getað skapað mig fullkomna/inn eftir mínum viðmiðum eða viðmiðum annarra en þú gerðir það ekki. Þess í stað skapaðir þú mig alveg eins og þú vildir hafa mig, fullkomna/inn eftir þínum viðmiðum. Að efast um það er að efast um kærleika þinn. Að gera sér það ljóst leiðir til fullkomins friðar, öryggis og hvíldar í þínum kærleika. Þakka þér fyrir það.

B Æ N D A G S I N S

Eftir David Brandt Berg

11

Page 12: Tengsl 7tbl 2010

Á undanförnum árum hafa sálfræðingar og aðrir vísindamenn verið að koma fram með vísindalegar staðreyndir til þess að svara spurningum sem heimspekingar svöruðu áður: Hvað gerir fólk hamingjusamt? Vísindamenn á borð við feðgana Ed Diener og Robert Biswas-Diener og sálfræðinginn Sonja Lyubomirsky í Stanford og siðfræðinginn Stephen Post hafa rannsakað fólk um allan heim til þess að komast að því hvernig hlutir eins og peningar, afstaða, menning, minni, heilsa, samhyggð og hvunndagsvani hafa áhrif á líðan okkar. Vaxandi fræðigrein sem nefnist “jákvæð sálarfræði” hefur komið fram með margar nýjar uppgötvanir í þá veru að gjörðir fólks geti haft umtalsverð áhrif á hamingju þess og ánægju með lífið. Hér koma 10 vísindalega sannaðar aðferðir til þess að öðlast hamingju.

1. Njóttu hversdagslegra augnablika. Gerðu af og til hlé á för þinni og finndu ilm af rós eða horfðu á börnin leika sér. Taktu eftir þátttakendum sem gáfu sér tíma til að njóta hversdagslegra atburða sem þeir myndu alla jafna ekki gaumgæfa. “Fólkið sem gerði það varð umtalsvert hamingjusamara og þunglyndi þess minnkaði,” segir sálfræðingurinn Sonja Lyubomirsky.

2. Forðastu samanburð. Það er hluti af bandarískri menningu að halda í við nágrannana og samanburður við aðra getur verið eyðileggjandi fyrir hamingjuna og sjálfsálitið. Í stað þess að bera okkur saman við aðra ættum við að einbeita okkur að eigin árangri, það leiðir til meiri ánægju, segir Lyubomirsky.

leiðir til hamingju

„Rósamt hjarta er líf líkamans en ástríða er eitur í beinum.“

—Orðskviðirnir 14:30

3. Setjið peninga neðst á óskalistann.Fólki, sem setur peninga efst á óskalistann, er gjarnara á að verða þunglynt, fá kvíða og lágt sjálfsmat, samkvæmt vísindamönnunum Tim Kasser og

Richard Ryan. Niðurstöður þeirra gilda fyrir allar þjóðir og alla menningarheima. Því frekar sem við leitum að ánægju í efnislegum hlutum því síður finnum við hana þar, segir Ryan. „Ánægjan verður skammvinn.“ Peningahungrað fólk fær líka lakari einkunn í lífsþrótti og sjálfstjáningu.

4. Hafið merkingarfull markmið. „Fólk sem keppir að einhverju mikilvægu, hvort sem það er að læra nýtt handverk eða að ala upp siðprúð börn, er mun hamingjusamara en það fólk sem ekki á sér mikla drauma og vonir,“ segja Ed Diener og Robert Biswas-Diener. „Sem manneskjur

þurfum við að hafa merkingarfullt líf til að þrífast.“ Harvard prófessorinn í hamingju Tal Ben Shahar er á sama máli, „Hamingjan er á skurðpunkti gleði og tilgangs. Markmiðið er að taka þátt í verkefnum sem eru bæði persónulega mikilvæg og ánægjuleg, hvort sem er á vinnustað eða heimavið.“

5. Hafið frumkvæðið í vinnunni. Hamingja ykkar í vinnunni fer eftir því hversu mikið frumkvæði þið hafið. Vísindamaðurinn Amy Wrzesniewski segir að þegar við erum skapandi, hjálpum öðrum, leggjum til umbætur eða gerum meira en okkur ber í vinnunni, gerum við vinnuna mikilvægari og okkur finnst við ráða ferðinni.

6. Eignastu vini; hafðu fjölskylduna í hávegum. Hamingjusamt fólk á oftast góða fjölskyldu, vini og hefur stuðningssambönd, segja Diener og Biswas-Diener. En það er ekki nóg að vera hrókur alls fagnaðar ef sambönd ykkar eru yfirborðsleg. „Við þurfum ekki bara sambönd, við þurfum náin

samkvæmt vísindunum10

12

Page 13: Tengsl 7tbl 2010

sambönd, þar sem sambandið byggist á skilningi og umhyggju.“

7. Brostu jafnvel þegar þig langar ekki til þess. Þetta hljómar einfeldnislega en það virkar. „Hamingjusamt fólk sér möguleika, tækifæri og brautargengi. Þegar það hugsar til framtíðarinnar er það bjartsýnt og þegar það lítur til fortíðarinnar hefur það tilhneigingu til að njóta hápunktanna,“ segja Diener og Biswas-Diener. Jafnvel þótt þú hafir ekki fæðst með það viðhorf að glasið sé hálffullt er hægt að venja sig á að hafa jákvætt viðhorf.

hvað varðar þunglyndi – og áhrif þess vara í margar vikur.

9. Farðu út og hreyfðu þig. Rannsókn hjá Duke University leiddi í ljós að líkamsþjálfun getur verið jafn áhrifarík og lyf til að lækna þunglyndi og hún hefur hvorki aukaverkanir né kostnað í för með sér. Aðrar kannanir gefa til kynna að til viðbótar við bætta heilsu þá leiðir regluleg líkamsþjálfun til afrekstilfinningar og tækifæris til persónulegra kynna auk þess sem hún leysir úr læðingi endorfín sem er vellíðunarhormón og eykur sjálfstraustið.

10. Gefðu það - gefðu það núna! Gerðu náungakærleika og örlæti að hluta af lífi þínu og vertu stefnuföst/fastur í því. Vísindamaðurinn Stephen Post segir að náungakærleikur, sjálfboðaliðastörf eða líknarstörf leiði til “vellíðunar hjálparans” og það hefur betri áhrif á heilsuna en líkamsrækt og að hætta reykingum. Að hlusta á vin, segja öðrum til, halda upp á velgengni

annarra og fyrirgefa þeim stuðlar líka að hamingju að hans áliti. Vísindamaðurinn Elizabeth Dunn komst að því að þeir sem eyða peningum í aðra eru miklu hamingjusamari en þeir sem eyða þeim í sig sjálfa.

Birt með leyfi YES! tímaritsins.1

“Allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.”—Filippíbréfið 4:8

8. Segið takk eins og þið meinið það. Fólk, sem skráir hjá sér þakklætisdagbók einu sinni í viku, er heilbrigðara, bjartsýnna og líklegra til að bæta sig og ná persónulegum markmiðum, segir höfundurinn Robert Emmons. Martin Seligman, stofnandi „jákvæðrar sálarfræði“ sagði frá því að fólk, sem ritar „þakklætisbréf“ til persónu sem skiptir máli í lífi þess, hefur hærri mælingu hvað varðar hamingju og lægri mælingu

Eftir Jen Angelsamkvæmt vísindunum

13

Page 14: Tengsl 7tbl 2010

1. Lúkas 6:38

Þriggja ára sonur minn, Manúel, var að leika sér með þroskandi leik í tölvunni þegar sex ára gömul systir hans, Alondra, heimtaði að hann lofaði sér að leika – svar Manúels var dæmigert:

„Ég var á undan þér!“Ég veit ekki hvar Manúel

lærði þetta en svarið vakti mig til umhugsunar. Það er viðtekin venja í mannlegu samfélagi að þeir sem „koma fyrstir“ séu rétthærri en þeir sem á eftir koma. Þeir fyrstu sem stíga á ónumið land eiga eignarrétt á því. Sá fyrsti sem finnur perlu í sjónum, finnur gull eða olíu getur gert tilkall til þess að vera eigandi þess. Sá sem fyrstur gerir vísindalega uppgötvun eða uppfinningu getur

„Ég var á undan

fengið einkarétt á fundi sínum og getur gert heimtingu á arði sem fæst með honum. Sá fyrsti sem kemur á tiltekinn stað á ströndinni er eigandi þessa staðar það sem eftir er dagsins.

Þegar um börnin mín er að ræða segi ég þeim sem hefur verið að leika sér í tölvunni í hálftíma að láta hitt systkinið komast að. Líklegt er að flestir foreldrar færu eins að. En ef við létum sömu reglu gilda um allt þjóðfélagið yrði algjör ringulreið. Geturðu ímyndað þér að landeigandi segði: „Ég hef átt þetta land ósköp lengi þannig að kominn er tími til að einhver annar njóti þess?“ Eða geturðu ímyndað þér mann, sem hefur gott starf, láta annan, sem er atvinnulaus og auralaus, fá það?

Þetta er fremur öfgakennt

dæmi en hvernig með lítil dæmi um ósérplægni? Hversu oft sérðu fólk, sem er með sæti í strætisvagni eða neðanjarðarlest, bjóða sætið farþegum sem eru nýkomnir inn í strætisvagninn og líta út fyrir að geta þegið sæti til að hvíla þreytta fæturna? Eru litlar fórnir eins og þessi til of mikils mælst? Eða gerum við þetta ekki einfaldlega af því að við sjáum ekki aðra gera þetta og enginn væntir þess heldur af okkur?

Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta spurning um eigingirni og eigingirni er hluti af okkar synduga, mannlega eðli. En kærleikur Jesú getur hjálpað okkur að brjótast út úr því fari. „Gefið og yður mun gefið verða,“ kenndi Hann. „Því með þeim mæli sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“1 Þetta eru sannarlega byltingarkenndar hugmyndir á okkar tímum. Hversu ríghöldum við ekki í rétt okkar? Þessi fórnandi óeigingjarni kærleikur er reyndar sá kærleikur sem Guð vildi að við iðkuðum frá upphafi vega – og kærleikur Hans getur hjálpað okkur að gera þetta. Ef við iðkuðum slíkan kærleika myndi heimurinn vera öðruvísi.

Jorge Solá er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Chile.1

þér!“

Eftir Jorge Solá

14

Page 15: Tengsl 7tbl 2010

„… en til er ástvinur sem er tryggari en bróðir,“ segir Biblían okkur.1 Sá vinur er Jesús sem lofar líka: „Ég er með yður alla daga.“2 Og „Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.“3 Nærvera Hans getur fyllt hið sársaukafulla tóm innra með okkur sem við öll finnum stundum fyrir, sama hversu marga nána félaga við eigum á lífsgöngunni. Við þurfum að læra að láta Jesú fylla þetta tóm.

Sittu hljóð/ur og einbeittu þér að þessu loforði: „Auglit mitt mun fara með og búa þér hvíld.“4 Hugsaðu til baka - áður en dagurinn hófst. Jesús var með þér þegar þú svafst, gætandi þín. Morgunninn kom og Hann var til staðar alveg jafn örugglega og sólin reis. Þegar þú hugsaðir til komandi dags var Hann til staðar, bíðandi eftir því að þú bæðir Hann um hjálp við að skipuleggja daginn og framkvæma þá skipulagningu. Á leið til vinnu var Hann við hlið þér. Þegar þú heyrðir einhverja góða frétt gladdist Hann með þér. Í hvert skipti, sem vandamál varð á vegi þínum, beið Hann með svarið sem þú þarfnaðist og vonaði að þú myndir biðja Hann um það. Þegar dagurinn varð erfiður var Hann til staðar til þess að hugga þig. Þegar þú lest þetta er Hann við hlið þér.

Hugsaðu um Jesú sem stöðugan förunaut þinn á morgun þegar þú ferð í gegnum daginn. Þegar þú verður meðvitaðri um að Hann sé einmitt við hlið þér, með þér, muntu finna huggun og samveru sem minnkar einmanaleika og fyllir tómarúm innra með þér sem enginn eða ekkert annað getur fyllt.1

Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ert þú þar, þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar myndi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér. Og þótt ég segði: “Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt, þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér. —Sálmarnir 139:7–12

2Ef þú hefur ekki upplifað elskandi nærveru Jesú, geturðu upplifað hana núna með því að taka á móti Honum sem frelsara þínum og bjóða Honum inn í líf þitt. Bið þú einfaldlega:

Kæri Jesús, mig langar til að þekkja þig og upplifa kærleika Þinn. Gjörðu svo vel að koma inn í hjarta mitt, fyrirgefðu misgjörðir mínar, gefðu mér eilíft líf og leiddu mig í náið persónulegt samband við þig. Amen.

Hjálp við einmanaleika Andleg æfing

1. Orðskviðirnir 18:24

2. Matteus 28:20

3. Hebreabréfið 13:5

4. Önnur Mósebók 33:14

15

Page 16: Tengsl 7tbl 2010

Snúðu þér að Mér í einmanaleik þínum. Ég elska þig heitt og Ég er til staðar fyrir þig hvenær sem er, ætíð. Ég er stöðugur förunautur þinn, besti vinur þinn.

Þegar þér finnst öllum vera sama og kærleika hvergi að finna, þá er kominn tími til að halla sér aftur í örmum Mínum og finna frið. Þegar þér finnst þú kjarklaus og finnst þú vera í klandri, horfðu þá á andlit Mitt og sjáðu Mig brosa við þér, því Ég elska þig alveg eins og þú ert. Þegar þú ert áhyggjufull/ur eða reið/ur skaltu hlaupa til Mín. Ég verð hinn fullkomni ferðalangur þinn. Þegar þér finnst að enginn geti mögulega skilið erfiðleikana, sem þú ert að fara í gegnum, þá er það rétti tíminn til að koma til Mín. Ég skil allt, alltaf. Snú þú væntumþykju þinni að Mér og Ég mun uppfylla hverja þörf þína.

Þegar við eigum þessar sérstöku stundir saman mun kærleikur okkar vaxa og samband okkar verður dýpra en nokkur jarðnesk ást eða samband gæti nokkurn tímann orðið. Úr þessari sameiningu við Mig mun vaxa hin mesta og endingarbesta hamingja, fullnægja og ánægja.

KÆRLEIKSBOÐSKAPUR JESÚ

ÉG ER TIL STAÐAR F Y R I R ÞIG