16
vf.is vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 30. TÖLUBLAÐ 36. ÁRGANGUR VIRK starfsendurhæfing Starfsemin hefur skilað góðum árangri - segir Elfa Hrund Guttormsdóttir ráðgjafi X XAtvinnurekendur eru jákvæðir í garð þeirra einstaklinga sem hafa áhuga á að fara í starfsþjálfun og hafa verið í starfs- endurhæfingu að sögn Elfu Hrundar Gutt- ormsdóttur ráðgjafa en alls starfa þrír ráð- gjafar hjá VIRK á Reykjanesi. Þjónustan miðar að því að auka vinnugetu og er ætluð þeim sem stefna aftur út á vinnu- markað en heildarfjöldi þeirra sem leitað hafa til virk er 526 þar af 150 sem eru í reglulegum viðtölum og eftirfylgd og 266 sem hafa útskrifast. Alls hafa 110 hætt þjónustu. Starfsemin hefur skilað góðum árangri að mati Elfu Hrundar. „Framfærslustaða þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu VIRK á landsvísu var í árslok 2014 þannig að 64% þeirra eru með laun á vinnu- markaði, í virkri atvinnuleit eða á náms- lánum. Einstaklingar sem koma í ráðgjöf til VIRK eiga kost á því að prófa sig í starfi á al- mennum vinnumarkaði. Í flestum tilfellum hafa einstaklingar verið í starfsendurhæfingu hjá Samvinnu á vegum VIRK og ráðgjafar hjá Samvinnu finna starf fyrir þá einstakl- inga sem hafa áhuga á því að fara í starfs- þjálfun. Í sumum tilfellum hafa einstaklingar fengið vinnu í framhaldinu en það er ekki markmiðið með starfsþjálfuninni”, segir Elfa Hrund sem segir það jákvætt þegar einstakl- ingar sem hafa ekki mikla trú á því að eiga afturkvæmt á vinnumarkað fá vinnu eftir að hafa prófað sig í starfi. „Mín upplifun sem ráðgjafi á Reykjanesi er sú að atvinnurekendur eru mjög jákvæðir í garð þeirra sem þurfa að fá tækifæri til að prófa sig í starfi. Atvinnurekendur taka vel á móti einstaklingunum og viðmótið er hlýlegt í garð þeirra sem koma tímabundið í starfs- þjálfun. Það græða allir á þessu samstarfi, vinnustaðurinn fær tækifæri til að kynnast einstaklingnum og vera honum innan handar í ákveðinn tíma – einstaklingurinn fær tæki- færi til að prófa sig í starfi og samfélagið fær í flestum tilfellum virkari einstaklinga til að taka þátt í mótun þess. Það getur skipt miklu máli fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta að vinna vegna heilsubrests eða er kominn á aldur að fá vinnu sem hentar. Þá verða starfslokin mun jákvæðari fyrir vikið.” Höfum fengið nýtt símanúmer 590 5090 „Nú þegar álagningu opin- berra gjalda er lokið er ljóst að hér í Reykjanesbæ, og eflaust víðar, þarf að verða hugarfars- breyting. Allt of margir einstaklingar nota allar mögulegar leiðir til þess að komast hjá greiðslu út- svars á meðan sveitarfélagið berst í bökkum. Langflestir þeirra, sem lítið eða ekkert greiða, eru í eigin rekstri. Svo eru það auðvitað hinir sem vinna bara svart. Það er efni í aðra grein,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í grein sem hann birtir í Víkurfréttum. Álagningarskráin liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykja- nesbæjar til og með 6. ágúst. Bæjarstjóri útskýrir í grein sinni hvernig fólk getur fundið uppgefin laun. Hann segir að auðvitað geti verið góðar og gildar ástæður fyrir lágum upp- gefnum launum í einhverjum tilfellum svosem erfitt árferði og tap. „Þegar maður hins vegar veit um fólk í eigin rekstri sem hefur það gott, ferðast oft á ári til útlanda, á sumarhús og fleiri eignir, en gefur upp á sig lágmarkslaun, verður maður vonsvikinn. Á sama tíma gerir þetta sama fólk kröfur um fyrsta flokks þjónustu af hálfu Reykja- nesbæjar, börnin ganga í skóla, fara í sund, eru á leikskólum, foreldrarnir á elliheimilum, fá aðstoð félagsþjónustunnar o.s.frv. á kostnað launþega sem greiða útsvar. Bæjarstjórinn vitnar til „druslu- göngu“ í Reykjavík um síðustu helgi en hún var tileinkuð þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun. Tilgangurinn hafi verið að gefa þeim sem hafi orðið fyrir þeirri reynslu tæki- færi að skila skömminni þangað sem hún á heima, til gerandans. „Því velti ég fyrir mér hvort þörf sé á sams konar hugarfarsbreyt- ingu, ekki bara í Reykjanesbæ heldur um allt land, hvað varðar þátttöku bæjarbúa í greiðslu sameiginlegs kostnaðar.“ „Drusluganga“ fyrir skattaskil í Reykjanesbæ? Alltof margir greiða alltof lítið - segir bæjarstjórinn í harðorðri grein Þetta unga par átti rómantíska stund við Keflavíkina í kvöldblíðunni á dögunum en nú stendur yfir kosn- ing um Best Best under-the-radar Romantic Destination, þar sem Reykjanesið keppist um að komast á topp 10 listann hjá USA TODAY en kosið er daglega til 3. ágúst. Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út 14. ágúst vegna sumarleyfa

30 tbl 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

30. tbl. 36. árg. 2015

Citation preview

Page 1: 30 tbl 2014

vf.isvf.is

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.isauðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 • 30. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

VIRK starfsendurhæfing

Starfsemin hefur skilað góðum árangri

- segir Elfa Hrund Guttormsdóttir ráðgjafi

XXAtvinnurekendur eru jákvæðir í garð þeirra einstaklinga sem hafa áhuga á að fara í starfsþjálfun og hafa verið í starfs-endurhæfingu að sögn Elfu Hrundar Gutt-ormsdóttur ráðgjafa en alls starfa þrír ráð-gjafar hjá VIRK á Reykjanesi.Þjónustan miðar að því að auka vinnugetu og er ætluð þeim sem stefna aftur út á vinnu-

markað en heildarfjöldi þeirra sem leitað hafa til virk er 526 þar af 150 sem eru í reglulegum viðtölum og eftirfylgd og 266 sem hafa útskrifast. Alls hafa 110 hætt þjónustu.

Starfsemin hefur skilað góðum árangri að mati Elfu Hrundar.„Framfærslustaða þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu VIRK á landsvísu var í árslok 2014 þannig að 64% þeirra eru með laun á vinnu-markaði, í virkri atvinnuleit eða á náms-lánum.Einstaklingar sem koma í ráðgjöf til VIRK eiga kost á því að prófa sig í starfi á al-mennum vinnumarkaði. Í flestum tilfellum hafa einstaklingar verið í starfsendurhæfingu hjá Samvinnu á vegum VIRK og ráðgjafar hjá Samvinnu finna starf fyrir þá einstakl-inga sem hafa áhuga á því að fara í starfs-þjálfun. Í sumum tilfellum hafa einstaklingar fengið vinnu í framhaldinu en það er ekki markmiðið með starfsþjálfuninni”, segir Elfa Hrund sem segir það jákvætt þegar einstakl-ingar sem hafa ekki mikla trú á því að eiga afturkvæmt á vinnumarkað fá vinnu eftir að hafa prófað sig í starfi. „Mín upplifun sem ráðgjafi á Reykjanesi er sú að atvinnurekendur eru mjög jákvæðir í garð þeirra sem þurfa að fá tækifæri til að prófa sig í starfi. Atvinnurekendur taka vel á móti einstaklingunum og viðmótið er hlýlegt í garð þeirra sem koma tímabundið í starfs-þjálfun. Það græða allir á þessu samstarfi, vinnustaðurinn fær tækifæri til að kynnast einstaklingnum og vera honum innan handar í ákveðinn tíma – einstaklingurinn fær tæki-færi til að prófa sig í starfi og samfélagið fær í flestum tilfellum virkari einstaklinga til að taka þátt í mótun þess.Það getur skipt miklu máli fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta að vinna vegna heilsubrests eða er kominn á aldur að fá vinnu sem hentar. Þá verða starfslokin mun jákvæðari fyrir vikið.”

Höfum fengið nýt t símanúmer 590 5090

„Nú þegar álagningu opin-berra gjalda er lokið er ljóst að hér í Reykjanesbæ, og eflaust víðar, þarf að verða hugarfars-breyting. Allt of margir einstaklingar nota allar mögulegar leiðir til þess að komast hjá greiðslu út-svars á meðan sveitarfélagið berst í bökkum. Langflestir þeirra, sem lítið eða ekkert greiða, eru í eigin rekstri. Svo eru það auðvitað hinir sem vinna bara svart. Það er efni í aðra grein,“ segir Kjartan

Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í grein sem hann birtir í Víkurfréttum.

Álagningarskráin liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykja-nesbæjar til og með 6. ágúst. Bæjarstjóri útskýrir í grein sinni hvernig fólk getur fundið uppgefin laun. Hann segir að auðvitað geti verið góðar og gildar ástæður fyrir lágum upp-gefnum launum í einhverjum tilfellum svosem erfitt árferði og tap. „Þegar maður hins vegar

veit um fólk í eigin rekstri sem hefur það gott, ferðast oft á ári til útlanda, á sumarhús og fleiri eignir, en gefur upp á sig lágmarkslaun, verður maður vonsvikinn. Á sama tíma gerir þetta sama fólk kröfur um fyrsta flokks þjónustu af hálfu Reykja-nesbæjar, börnin ganga í skóla, fara í sund, eru á leikskólum, foreldrarnir á elliheimilum, fá aðstoð félagsþjónustunnar o.s.frv. á kostnað launþega sem greiða útsvar.

Bæjarstjórinn vitnar til „druslu-göngu“ í Reykjavík um síðustu helgi en hún var tileinkuð þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðis-legri misnotkun. Tilgangurinn hafi verið að gefa þeim sem hafi orðið fyrir þeirri reynslu tæki-færi að skila skömminni þangað sem hún á heima, til gerandans. „Því velti ég fyrir mér hvort þörf sé á sams konar hugarfarsbreyt-ingu, ekki bara í Reykjanesbæ heldur um allt land, hvað varðar þátttöku bæjarbúa í greiðslu sameiginlegs kostnaðar.“

„Drusluganga“ fyrir skattaskil í Reykjanesbæ?Alltof margir greiða alltof lítið - segir bæjarstjórinn í harðorðri grein

Þetta unga par átti rómantíska stund við Keflavíkina í kvöldblíðunni

á dögunum en nú stendur yfir kosn-ing um Best Best under-the-radar

Romantic Destination, þar sem Reykjanesið keppist um að komast

á topp 10 listann hjá USA TODAY en kosið er daglega til 3. ágúst.

Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út 14. ágúst vegna sumarleyfa

Page 2: 30 tbl 2014

2 fimmtudagur 30. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir pósturu [email protected]

Framkvæmdir United Silicon við byggingu kísilverksmiðju

í Helguvík ganga vel. Nú þegar er byrjað að setja saman ofninn þar sem kísilinn verður framleiddur. Síðastliðinn föstudag var híft á sinn stað 40 tonna og 11 metra breitt snúningsborð sem er undir ofninum. Þetta var vandasöm hífing enda þurfti einnig að snúa borðinu. Tveir stórir kranar frá

DS- Lausnum, með 180 og 250 tonna lyftigetu, voru notaðir við verkið. Lyftinginn gekk vel og samkvæmt áætlun. United Silicon er nú þegar byrjað að ráða starfsmenn í rekstur fram-leiðslunnar. Í byrjun júlí var auglýst eftir starfsmönnum og enn er hægt að sækja um en framleiðslan mun byrja á vormánuðum 2016.

Mikið fjölmenni var við útför Ólafs Björnssonar fyrrverandi út-gerðarmanns og bæjarfulltrúa í Keflavík frá Keflavíkurkirkju

í gær. Séra Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur í Keflavíkurkirkju jarðsetti og félagar úr Kór Keflavíkurkirkju sungu við útförina. Börn og barnabörn Ólafs báru kistu hans út úr Keflavíkurkirkju.

Fjölmenni við útför Ólafs Björnssonar

Eldur kom upp í Æskunni GK 506 og var komið með bátinn

að Gerðabryggju um miðnætti sl. mánudag.Félagar úr björgunarsveitinni Ægi og björgunarsveitinni Suðurnes komu til aðstoðar ásamt björg-unarskipinu Hannesi Þ. Hafstein og Brunavörnum Suðurnesja og Voninni KE 10.Tveir menn voru í áhöfn og var þeim bjargað af þyrlu Landhelgis-gæslunnar. Upptök eldsins eru ókunn.

Eldur kom upp í Æskunni GK 506

Framkvæmdir við kísilverk-smiðju United ganga vel

Hálendisupplifun korter frá borginni

-Krýsuvík Landmannalaugar Íslands segir rithöfundurinn

Andri Snær

XuÞað eru margir sem eru að uppgötva Reykjanesið um þessar mundir og segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í stöðu-færslu á samfélagsmiðlinum Facebook svæðið vera hálendis-upplifun korter frá borginni og Krýsuvík Landmannalaugar í bakgarðinum.„Ég fór í gær í Krýsuvík og skrítið hvað við höfum vanmetið þetta svæði, einhverskonar Land-mannalaugar í bakgarðinum. Sá þarna merkta gönguleið 25 km sem ég hef ekki farið - enda þvælist maður alltaf Laugaveginn, Hornstrandir eða Fjallabak en veit um marga sem hafa orðið ást-fangir af Reykjanesinu vegna þess að í rauninni er þarna hálendis-upplifun korter frá borginni.“

Andri segist hafa séð all marga ferðamenn á svæðinu og greinilegt að það skapi nú þegar hundruð starfa en þó skorti hönnun og skipulag. Því mætti rækta svæðið betur enda ómetanlegt að hafa slíka náttúru í bakgarðinum.

Töfrastund í GarðskagavitaXuBoðið var upp á sannkallaða

töfrastund í Garðskagavita í kvöldblíðunni sl. þriðjudag þar sem sópransöngkonan Anna Jónsdóttir flutti íslensk þjóðlög án undirleiks.Hljómurinn í vitanum var ein-staklega fallegur og nutu tónleika-gestir hans á þessum óvenjulega tónleikastað og hlýddu jafnframt á fróðleik og sögur um lögin sem flutt voru.Tónleikarnir eru liður í tónleika-ferðinni „Uppi og niðri og þar í miðju“ sem fluttir verða um land allt.

STRÆTÓ REYKJANESBÆVETRARÁÆTLUN TEKUR GILDI

ER NÁGRANNI ÞINN AÐ GERA GÓÐA HLUTI? SEGÐU OKKUR FRÁ ÞVÍ!

DUUS SAFNAHÚSSUMARSÝNINGAR

HLJÓMAHÖLLVIÐBURÐIR FRAMUNDAN

Þann 17. ágúst tekur vetraráætlun strætó gildi.Áætlunin verður tiltæk á reykjanesbaer.is og sbk.is. Nánari upplýsingar í s. 420-6000.

Umhverfissvið mun veita umhverfisviðurkenningar í sumarlok. Óskað er eftir ábendingum frá íbúum bæjar-ins um fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Hægt er að senda ábendingar á netfangið [email protected] eða hringja í Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420-3200, milli kl. 08:00 og 16:00.

Velkomin í Duus safnahús.Átta sýningarsalir, ókeypis aðgangur.

Huldufley. Skipa- og bátamyndir Kjarvals.Klaustursaumur og filmuprjón. Textílverk kvenna m.a. af svæðinu.Konur í sögu bæjarins. Brot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar Jónsdóttur.Einnig Bátasafn Gríms Karlssonar, Þyrping verður að þorpi, Gestastofa Reykjanes-jarðvangs og upplýsingamiðstöð ferðamanna.Sýningarnar standa til 23. ágúst. Opið alla daga kl. 12-17.

Stapi 24. október:Af fingrum fram með Gunnari Þórðarsyni og Jóni Ólafssyni.Stapi 30. desember:Hljómsveitin Valdimar kemur fram á stórtónleikum.

Miðasala í fullum gangi á hljomaholl.is

Ljósmyndir Hilmar Bragi Bárðarson.

Page 3: 30 tbl 2014

PIPA

R\TB

WA

· SÍ

A ·

1513

14

AÐALVINNINGARDREGNIR ÚT 22. ÁGÚST1. Flórída-ferð fyrir fjóra með Icelandair

að verðmæti 1.000.000 kr.2. Eldsneytisúttekt að verðmæti 300.000 kr.3. Merida Cyclo Cross reiðhjól að verðmæti 260.000 kr.

Fáðu grímu og glaðning þegar þú verslar á Olís

og skráðu þig í pottinn á olis.is!

Glæsilegir vinningar vikulega og enn glæsilegri aðalvinningar!

Page 4: 30 tbl 2014

Tilboðin gilda 30. júlí – 3. ágúst 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

floridana250 ml - 3 pk

198 ÁÐUr 247 kr/pk

grandiosaýmsar teg.

698 ÁÐUr 789 kr/stk

jarÐarberaskja - 250 gr

219 ÁÐUr 438 kr/pk

lamba innralæri ferskt

2.893 ÁÐUr 4.450 kr/kg

-35%lambafile

ferskt m/fitU

3.996 ÁÐUr 5.189 kr/kg

-23%

Mar

khön

nun

ehf

Í ferðalagið

pringles2 teg.

119 ÁÐUr 149 kr/stk

sykUrpúÐarhytop - 284 gr

299 ÁÐUr 398 kr/pk

-25%

seven Up, 2l

199 ÁÐUr 235 kr/stk

sirloinsneiÐar í villikryddi

1.649 ÁÐUr 2.390 kr/kg

-31%

verð sprengja

lambalæri m/ íslenskUm kryddj.

1.476 ÁÐUr 2.108 kr/kg

-30%

kjúklingaleggir mexico - fUlleldaÐir

769 ÁÐUr 1.098 kr/kg

-30%

lærissneiÐarblandaÐar

2.118 ÁÐUr 2.648 kr/kg

lambalærisalt & pipar

1.358 ÁÐUr 1.698 kr/kg

grísakótelettUrreyktar

1.749 ÁÐUr 2.498 kr/kg

grísahnakkasn.brasilíUkryddaÐ

1.259 ÁÐUr 1.798 kr/kg

kjúklingabringaí appels.mar.

1.955 ÁÐUr 2.384 kr/kg

-20%

-30%

-30%

-50%

Gleðilega verslunar- manna helgi!

tilvalið í útileguna...

...og allt á grillið!

nói sprengjUr 4 teg- 150gr

189 ÁÐUr 204 kr/pk

naUtalUndirnýja-sjÁland

frystivara

2.799 ÁÐUr 3.998 kr/kg

-30%

UpprUnaland: belgía

lay’sýmsar teg. 175 gr

299 ÁÐUr 319 kr/pk

OpnunarTímar 3. ágústfrídagur verslunarmanna

akureyri Lokaðgrandi Lokaðgrindavík Lokaðsalavegur Lokaðmjódd Lokaðreykjanesbær Lokað

Búðakór 10-21Borgarnes 9-18egisstaðir 9-18Höfn 9-18selfoss 10-20nánar á www.netto.is

Page 5: 30 tbl 2014

Tilboðin gilda 30. júlí – 3. ágúst 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

floridana250 ml - 3 pk

198 ÁÐUr 247 kr/pk

grandiosaýmsar teg.

698 ÁÐUr 789 kr/stk

jarÐarberaskja - 250 gr

219 ÁÐUr 438 kr/pk

lamba innralæri ferskt

2.893 ÁÐUr 4.450 kr/kg

-35%lambafile

ferskt m/fitU

3.996 ÁÐUr 5.189 kr/kg

-23%

Mar

khön

nun

ehf

Í ferðalagið

pringles2 teg.

119 ÁÐUr 149 kr/stk

sykUrpúÐarhytop - 284 gr

299 ÁÐUr 398 kr/pk

-25%

seven Up, 2l

199 ÁÐUr 235 kr/stk

sirloinsneiÐar í villikryddi

1.649 ÁÐUr 2.390 kr/kg

-31%

verð sprengja

lambalæri m/ íslenskUm kryddj.

1.476 ÁÐUr 2.108 kr/kg

-30%

kjúklingaleggir mexico - fUlleldaÐir

769 ÁÐUr 1.098 kr/kg

-30%

lærissneiÐarblandaÐar

2.118 ÁÐUr 2.648 kr/kg

lambalærisalt & pipar

1.358 ÁÐUr 1.698 kr/kg

grísakótelettUrreyktar

1.749 ÁÐUr 2.498 kr/kg

grísahnakkasn.brasilíUkryddaÐ

1.259 ÁÐUr 1.798 kr/kg

kjúklingabringaí appels.mar.

1.955 ÁÐUr 2.384 kr/kg

-20%

-30%

-30%

-50%

Gleðilega verslunar- manna helgi!

tilvalið í útileguna...

...og allt á grillið!

nói sprengjUr 4 teg- 150gr

189 ÁÐUr 204 kr/pk

naUtalUndirnýja-sjÁland

frystivara

2.799 ÁÐUr 3.998 kr/kg

-30%

UpprUnaland: belgía

lay’sýmsar teg. 175 gr

299 ÁÐUr 319 kr/pk

OpnunarTímar 3. ágústfrídagur verslunarmanna

akureyri Lokaðgrandi Lokaðgrindavík Lokaðsalavegur Lokaðmjódd Lokaðreykjanesbær Lokað

Búðakór 10-21Borgarnes 9-18egisstaðir 9-18Höfn 9-18selfoss 10-20nánar á www.netto.is

Page 6: 30 tbl 2014

6 fimmtudagur 30. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Suðurnesjamenn eru duglegir að stunda kvartmíluna enda

eina braut landsins stutt frá í Kap-elluhrauni við Hafnarfjörð. Flestir iðkendurnir koma því af höfuð-borgarsvæðinu og nágrenni þótt eitthvað sé um það að keppendur komi að norðan. Þess má geta að hraðskreiðasti Fordinn á Íslandi kemur frá Keflavík og er í eigu Kjartans Kjartanssonar sem er elsti iðkandi íþróttarinnar í dag. Við hittum Elmar á þriðja Íslands-mótinu í sumar sem haldið var sl. laugardag en þar fylgdist hann með keppni ásamt því að taka á móti árnaðaróskum frá félögum sínum sem voru stoltir af sínum manni og greinilegt að iðkendur í kvartmílu halda vel hópinn.Elmar kom fyrst á kvartmílubraut árið 2003 þá 19 ára gamall og ók þar fyrsta bílnum sem hann eignaðist sem var Pontiac Trans Am.„Vinur minn Árni Már Kjartansson var í kvartmílu og er enn og ég var búinn að fara með honum áður og fylgjast með. Ég byrjaði að mæta á æfingar á Trans Aminum en keppti þó aldrei á honum. Það var svo eftir að ég seldi hann og keypti Playmouth

Road Runner árið 2005 að ég fór að keppa . Þá langaði mig í eldri bíl sem myndi henta betur í kvartmílu. Sá bíll var tilbúinn að flest öllu leyti nema ég lagaði vélina í honum. Ég keppti svo á honum til ársins 2010 en þá keypti ég Playmouth Valiant og setti í hann vélina úr Road Runner.”Allt eru þetta amerískir bílar - hverju veldur? „Af því að annað er rusl”, segir Elmar einfaldlega og hlær.

King of the streetGerðar voru breytingar á fyrirkomu-lagi keppninnar King of the street í ár og virtist hún gera keppnina meira spennandi enda var baráttan hörð í öllum flokkum. Keppt var í flokki bíla og hjóla og sigraði Elmar í flokki bíla en í þriðja sæti varð Suðurnesja-maðurinn Kristján Finnbjörnsson. Nýja keppnisfyrirkomulagið reyndi meira á ökumanninn og gerði mönnum erfiðara fyrir að draga uppi andstæðinginn eftir start þótt þeir hafi meira afl.

„Þetta var útsláttarkeppni og búið var að stytta brautina um helming og breyta ljósunum. Keppt var á Pro tree ljósum þannig að þú færð enga við-

vörun áður en þú ferð af stað og þarft að vera vel vakandi en á Standard tree sérðu ljósin telja niður. Þetta var prófað til þess að fá fleiri keppendur þar sem þátttaka hefur dalað og held ég að það hafi alveg skilað sínu. Mót-herji minn svaf aðeins á ljósunum og var með bíl sem er erfitt að hemja svo ég hafði sigur á 6.37 km hraða og 111 mílum,“ segir Elmar hógvær. Þess má geta að bifreiðin er 1.83 sek í hundrað km hraða.

Hvað er það við kvartmíluna sem heillar?“Adrenalínið. Þetta er bara gaman - og góður félagsskapur. Það er bara margt, þó ekki pulsurnar í sjopp-unni, segir Elmar og hlær.„Þetta er aðallega félagsskapurinn. Það er þéttur hópur í kvartmílunni á Íslandi enda ekki nema um 30 manns sem stunda þessa íþrótt. Menn skiptast á upplýsingum og veita ráðgjöf og styðja þannig við hvern annan. Mest hafa um 50 manns verið að keppa en það var í góðærinu þegar allir gátu gengið inn í umboð og fengið lán. Þetta er dýrt sport en getur þó verið þokkalega hagkvæmt ef það bilar ekki mikið. þetta snýst

um að koma með drusluna heila heim.“

Það er verið að nudda í þessu allan veturinnVinnan á bak við kvartmíluna fer að mestu fram á veturna en þá er legið yfir bílnum og hann undirbúinn fyrir keppni sumarsins.„Það er verið að nudda í þessu allan veturinn. Það þarf að huga að vél og skiptingu, drifinu og hvaðeina sem fellur til hvort sem það er fjöðrun, stýrisbúnaður, bremsur, rafkerfi, bensínkerfi og bara allt.”Elmari til aðstoðar í bílastússinu er faðir hans Haukur Friðjónsson og bróðir Guðjón Örn, en faðir Elmars smíðaði kassabíla fyrir synina þegar þeir voru litlir pjakkar. “Maður var dreginn út um koppa og grundir að horfa á torfæru og rallý en hann hafði þó aldrei farið á kvartmílu fyrr en ég dró hann með mér. Nú er hann að aðstoða mig í skúrnum, réttir mér skrúfjárn og svona, “ segir Elmar og hlær. “Það er mjög góð aðstoð í því og hann mætir alltaf á brautina þegar ég er að keppa. Hann er sjálfur mikill bílakall þannig að líklega er þetta í genunum.”

En hvað þarf maður til að ná árangri?„Vera á hraðskreiðum bíl,” segir Elmar og er nú aðeins að grínast í blaðamanni. „Það skiptir auðvitað mestu máli að vera á aflmiklum bíl en það er líka mikilvægt að þekkja vel inn á bílinn sinn, kynnast honum vel og vita hvað hann getur.”

Elmar þekkir bíla vel en honum telst til að hann eigi eina sex talsins, í misjöfnu ástandi þó. Hann starfar í kringum bíla allan daginn, sér m.a. um afgreiðsluna hjá Nýsprautun og keyrir rútur í frístundum. Aðspurður

segist hann ekki fá nóg af bílum, en best finnst honum þó að vera eigin herra á gröfu eða vörubíl einhvers staðar úti í móa.

Kvartmíluklúbburinn hefur byggt upp góða aðstöðu bæði fyrir kepp-endur og iðkendur en brautin er fyrsta sérbyggða spyrnubraut Evrópu. Þá hefur nú bæst við hringaksturs-braut sem jafnframt er ökugerði en þar verður m.a. keppt í skriðakstri og er hún 1650 metrar að lengd. Félagið er 40 ára í ár og eru félagsmenn um 300 talsins. Þó vantar að sögn Elmars eitthvað upp á fjölda keppenda og meiri þátttöku í íþróttinni og hvetur hann sem flesta sem hafa áhuga að mæta á æfingu og prófa.„Menn þurfa bara að vera skráðir í félagið til þess að geta tekið þátt í æfingum. Áhuginn er alveg til staðar en stundum er eins og menn sé ragir að prófa - halda að þeir keyri of hægt eða séu ekki nógu góðir að skipta um gír og þess háttar. En þessi vettvangur er til þess að æfa sig - til þess að gera betur, “ segir Elmar og leggur áherslu á orð sín. „Þú getur bara komið á þínum bíl og prófað. Kvartmíla er íþrótt og það er alveg jafnspenn-andi að horfa á tvo venjulega fólks-bíla spyrna eins og 800 hestafla bíla, þetta er alltaf barátta. Menn fá ekki bakteríuna nema þeir kynnist þessu og prófi. Ég segi oft frá því að ég fór brautina á 16.48 sek í fyrsta sinn en minn besti tími í dag er 10.02 sek. Þegar menn eru farnir að æfa geta þeir farið að betrumbæta og keppa.”

Elmar ætlar að eigin sögn að taka því rólega í kvartmílunni það sem eftir er sumars en kannski taka eina keppni. „Ég ætla að mæta á einhverjar æf-ingar og síðustu keppnina, reyna að komast í 9.80 sek 402 metra, það er markmiðið.”

vf.isvf.isÚtgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected]éttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected] P Blaðamenn: Dagný Gísladóttir, sími 421 0002, [email protected], Friðrik K. Jónsson, [email protected], Sigurður Friðrik Gunnarsson, [email protected] Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected] P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, [email protected], Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected], Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einnsólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

SÍMI 421 0000

-viðtal pósturu [email protected]

Vinnan á bak við kvart-míluna fer að mestu fram á veturna en þá er legið yfir bílnum og hann undirbúinn fyrir keppni sumarsins

Elmar við Valiantinn en hann er með 700 hestafla Mopar vél.

KONUNGUR GÖTUNNARÞetta snýst allt um að koma með drusluna heila heim

Elmar Þór Hauksson er sannkall-aður konungur götunnar en hann fór með sigur af hólmi í King of the street keppni Kvartmílu-klúbbsins á dögunum. Hann hefur stundað kvartmíluna frá 19 ára aldri og segir fé-lagsskapinn góðan - þótt pulsurnar séu ekki góðar í sjoppunni.

Page 7: 30 tbl 2014

GÓÐAFERÐAHELGI!

vinalegur bær

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM

SÝNUM VARÚÐ

Í UMFERÐINNI og munum að áfengi og akstur

fara ekki saman.

Verum tillitssöm og brosum í umferðinni.

Akið varlega

REYKJANESBÆ

Page 8: 30 tbl 2014

8 fimmtudagur 30. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal pósturu [email protected]

„Ég fæddist þremur og hálfum mánuði fyrir tímann eða á 25. viku. Ég var 36 cm og 890 g sem eru rúmar 3 merkur. Ég hef oft heyrt söguna af fæðingunni og svo hef ég líka nokkrum sinnum lesið við-talið í Víkurfréttum sem var tekið við foreldra mína þegar ég var lítil“, segir Bryndís María en hún segir að það hafi aldrei háð sér að vera fyrirburi.

Var ekki hugað líf fyrsta sólarhringinn„Fæðingin gekk ekki vel. Ég missti vatnið um tíuleytið og fór með sjúkrabíl með hraði á Land-spítalann. Þegar þangað var komið var ég látin reyna að fæða en svo fundust engin lífsmörk hjá henni. Ég var þá send í bráðakeisara en þegar ég var svæfð þá rann Bryn-dís María hreinlega út og fædd-ist klukkan 10:50. Henni var ekki hugað líf fyrsta sólahringinn og því var hún skírð strax um kvöldið. En eftir fyrsta sólahringinn má segja að allt hafi gengið eins og í sögu. Bryndís María var í tvo mánuði á vökudeild og kom fyrst heim fyrir settan fæðingardag sem átti að vera 16. ágúst,“ segir móðir hennar Matthildur.

Að sögn Matthildar vann Ragn-heiður I. Bjarnadóttir kvensjúk-dómalæknir sem tók á móti Bryn-dísi Maríu kraftaverk þennan dag.

„Það er gaman að segja frá því að sautján árum seinna þegar ég kom í mæðraskoðun á Landspítalann hitti ég Ragnheiði og hún sagðist muna eftir þessum degi eins og hann hafi gerst í gær. Hún spurði frétta af Bryndísi og sagðist alltaf hafa langað að vita hvernig henni vegnaði í lífinu. Hún tók hárétta ákvörðun þarna á örlagastundu sem gerði það að verkum að Bryn-dís María er á lífi í dag og ég hef getað eignast tvö önnur börn. Hún fór yfir þennan dag með okkur þarna sem var frábært því ég var auðvitað sofandi meðan á öllu þessu stóð“.

Bryndís María á tvö systkini, Þóru Kristínu sem er 17 ára og Daða Snæ þriggja ára. Hún tók virkan þátt í tómstundastarfi sem barn en fjölskyldan er mjög samheldin.„Ég æfði fimleika þegar ég var yngri og hef spilað golf síðan ég var 11 ára. Það er alltaf skemmtilegt að fara út á völl að spila og sérstaklega þegar fjölskyldan fer saman.“Að sögn Matthildar hefur Bryndís María alltaf verið lítil og nett og tók hún þátt í fyrirburarannsóknum á sínum uppvaxtarárum. Hins vegar hefur henni alltaf gengið vel í námi, sér í lagi raungreinum. „Hún er mjög sjálfstæð og róleg en alveg með skap. Ég held að hún hefði aldrei farið í gegnum þetta á sínum tíma nema hafa eitthvað skap, hún veit alveg hvað hún vill.“

Tók þátt í ólympíuleikunum í stærðfræðiBr yndís María hei l laðist af Menntaskólanum í Reykjavík og ákvað að hefja þar nám haustið 2011. Þar hafði áhrif áherslan á stærðfræði og eðlisfræði. „Sum-arið 2014 keppti ég á Ólympíu-leikunum í eðlisfræði sem voru haldnir í Astana í Kasakstan. Það er ómetanleg reynsla að hafa keppt á leikunum þó að keppnin sjálf hafi verið mjög erfið“, segir Bryndís María en hún útskrifaðist af eðlis-fræðideild skólans í vor. „Það gekk bara vel“, segir Bryndís María að-spurð um prófið en móðir hennar bætir því við að hún hafi fengið tvenn verðlaun fyrir námsárangur við útskriftina, fyrir eðlisfræði og stjörnufræði. „Mér leist nú ekkert á það þegar hún var að fara til Ka-sakstan og vonað hálft í hvoru að hún kæmist ekki með“, segir Matt-hildur og hlær en hún segir ferðina hafa verið mikla upplifun sem hún muni njóta góðs af í framtíðinni.

En hver eru framtíðarplönin hjá þessari ungu stúlku?„Ég byrja í Háskóla Íslands í haust og þar ætla ég að læra eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi. Það mun síðan koma í ljós hvað ég geri í framhaldinu eftir grunnnámið í HÍ“, segir þessi rólega en kraft-mikla stúlka.

Þann 4. maí árið 1995 kom ung stúlka í heiminn þremur og hálfum mánuði fyrir tímann og var vart hugað líf. Þau kölluðu hana kraftaverkabarnið á vökudeild Landspítalans því þrátt fyrir að vega einungis 3 merkur við

fæðingu braggaðist hún fljótt og var komin heim til sín fyrir settan fæðingardag. Þessi stúlka heitir Bryndís María og tókum við viðtal við foreldra hennar Matthildi Sigþórsdóttur og Ragnar Borgþór Ragnarsson fyrir 20 árum síðan þar sem þau sögðu frá þessari erfiðu reynslu. Í dag blasir framtíðin við þessari ungu stúlku en

hún útskrifaðist á dögunum sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Okkur fannst tilvalið á þessum tímamótum að kynnast betur þessari kraftaverkastúlku og ræddum jafnframt við móður hennar sem segir

hana vera mjög ákveðna þótt hún hafi rólegt geðslag.

Kraftaverkabarnið 20 árum síðar

Bryndís María á útskriftardaginn þar sem hún hlaut m.a. verðlaun fyrir námsárangur í eðlisfræði og stjörnufræði.

Bryndís María ásamt móður sinni og systkinum, Þóru Kristínu og Daða Snæ.

Bryndís María vóg einungis 3 merkur við fæðingu og var 36 cm. Hún var kölluð kraftaverkabarnið á vökudeildinni.

Nýstúdent með áhuga á eðlisfræði og stjarnfræði

Page 9: 30 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. júlí 2015 9

„Þetta er ákaflega skemmtilegt og gefandi verkefni sem margir koma að. Góðir vinir okkar í hópi fatl-aðra einstaklinga njóta afraksturs af kvöldinu og í ár er það um 2 milljónir króna,“ sagði Ásmundur Frið-riksson skipuleggjandi Skötumessunnar sem haldin var í sal Gerðaskóla í Garði í síðustu viku.Rúmlega fjögurhundruð manns mættu í skötuilminn í Garðinn og um 160 kg. af skötu runnu ljúft ofan í mannskapinn en einnig var á boðstólum saltfiskur, plokkfiskur og viðeigandi meðlæti eins og kartöflur og rófur og hamsatólg. Gestir voru í góðum sumargír og alsælir að fá svona mat á hásumri en flestir fá sér líka skötu á Þorláksmessu, rétt fyrir jólin. Skatan þótti mjög ljúffeng, „ekki of kæst“, eins og einhver hafði á orði.

Ljúf tónlist er spiluð nær allt kvöldið af ýmsum aðilum en í lokin er styrkjunum úthlutað og þeir sem þá hlutu að þessu sinni voru eftirfarandi:Fjölskylda Rutar Þorsteinsdóttur, Björgin geðræktar-miðstöð, Ferðasjóður Ness, íþróttafélags fatlaðra, Hæf-ingastöðin sem nýlega opnaði á nýjum stað, ferða-sjóður ungra blindra barna og þá hlaut Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður úr Garði einn-ig styrk. Þá hefur það verið venja hjá Ásmundi og félögum að fara með fatlaða í ferð síðar á árinu og meðal staða sem hafa verið heimsóttir í gegnum tíðina eru Alþingi en einnig hefur verið farið í bíó og fleira skemmtilegt.Fréttamenn VF voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir.

Um 2 millj. króna söfnuðust á vel heppnaðri Skötumessu

Ljúffeng skata rann ofan í 400 manns í Garði

-mannlíf pósturu [email protected]

Emil Andri Jónsson,Helena Ósk Jónsdóttir,Marteinn E. Sigurbjörnsson,Sigríður Ásta Þórdísardóttir,Marteinn Ólafsson,Þórdís Marteinsdóttir,Hafsteinn A. Marteinsson, Sveinbjörg Sævarsdóttir,Valgeir Elís Marteinsson,Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir.

Ástkær faðir, sonur, bróðir og vinur,Jón Guðmundur Marteinsson,

lést á heimili sínu síðastliðin sunnudag 26. júlí 2015.

Jarðaförin mun fara fram í kyrrþey .

MATRÁÐUR ÓSKAST TIL STARFA

Heilsuleikskólinn Suðurvellir Vogum óskar eftir matráði til starfa í 100% stöðu. Viðkomandi þarf að geta ha�ð störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir:María Hermannsdóttir leikskólastjóri í síma 690-5716.

Vinsamlegast skilið umsóknum á netfangið [email protected]

Umsóknafrestur er til 7. ágúst nk.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um star�ð.

Skúli Jónsson Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?

„Dagskráin byrjar í kvöld með stórafmæli hennar mömmu, Ragn-heiðar Stefánsdóttur, en hún verður 80 ára í dag. Öll fjölskyldan mætir í veisluna, börn, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. Engin

hefur boðað forföll. Þetta verður gaman.“ „Ég mun eyða helginni sjálfri svona að mestu heima við. Göngutúrar, golf og meira golf, góður matur og jafnvel verður skellt sér í Þingvallarferð til Jóns Péturs bróður en hann á bústað í landi Miðfells. Það væri ekki leiðin-legt að reyna aðeins við fiskinn í vatninu. Á sunnudagskvöldinu reynir maður að koma sér í Eyjastemmingu með því að hlusta á brekku-sönginn í útvarpinu eða sjónvarpinu. Maður

þarf nú að fara að skella sér til Eyja og upplifa brekkusönginn á staðnum. Stefni að því að ári. Það er ótrúlega gaman að syngja svona með hópi fólks þó svo að maður kunni ekkert að syngja sjálfur.“

Steinunn Sigmundsdóttir Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?„Ég ætla að skella mér í Halló Mjólká um verslunarmannahelgina. Það er svona óformleg útihátíð þar sem að fjöl-skyldan er alein saman í afskekktri virkjun fyrir vestan í ró og næði. Við eigum von á nokkrum góðum vinum sem ætla að kíkja í heimsókn,“ segir Steinunn.

„Við erum búin að panta sól og blíðu. „Grillið verður strappað niður á kerru og tekið með í sveitina og svo ætla ég húsmóðirin að baka Bettý fyrir gestina. „Ég er ógurlegur Bettý sérfræðingur,“ segir Steinunn og hlær dátt. „Helgin verður svo notuð til að hlaða batteríin og njóta þess að vera til, enda eru vestfirðirnir sannkölluð paradís á jörðu, eins og Keflavík auðvitað!“

-verslunarmannahelgin

Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út 14. ágúst vegna sumarleyfa

Page 10: 30 tbl 2014

10 fimmtudagur 30. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Hefur þú áhuga á heilsueflandi skólastarfi?

Heilsuleikskólinn Háaleiti, Reykjanesbæ

Auglýsir eftir:• Deildarstjóra í 100% starf• Matráði í 75% starf

Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn.

Leikskólinn starfar eftir Heilsustefnunni og leggur ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Skólinn fylgir sameiginlegum matseðli allra leikskóla Skóla ehf. í takti við Næringarstefnu fyrirtækisins en hlaut það verkefni tilnefningu til Orðsporsins 2014. Launakjör eru skv. sérsamningi.

Framundan eru mörg spennandi tækifæri og verkefni á borð við:• Heilsueflandi leikskóli – erum að hefja vinnu við þetta þróunarverkefni en Skólar ehf. hafa tekið virkan

þátt í þróun þessa verkefnis, ásamt öðrum, í samvinnu við Embætti landlæknis.• Læsi og stærðfræði - erum virkir þátttakendur í því öfluga og árangursríka starfi sem Reykjanesbær er að

vinna í tengslum við læsi og stærðfræði á bæði leik- og grunnskólastigi.• Grænfáninn – fáum fyrsta Grænfánann í september nk. og eru í mikilli þróunarvinnu varðandi

umhverfisvitund og sjálfbærni.

Við leitum að samstarfsfólki sem:• Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir og hugmyndafræði leikskólans• Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og uppbyggjandi samskiptum• Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um!

Nánari upplýsingar veitir Þóra Sigrún Hjaltadóttir skólastjóri í síma 426-5276 / 617-8993.Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/

Laus störf í leikskólum hjá Skólum ehf.Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Því leitum við að samstarfsfólki sem:• Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans• Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum• Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun• Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um!

Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ

Auglýsir eftir:• Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 100% stöðu• Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 50% stöðu

Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn.

Nánari upplýsingar veitir:Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, sími 426-5276

Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://www.leikskolinn.is/haaleiti/ undir „Um leikskólann“.

Heilsuleikskólar Skóla eru:Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ,

Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.

ATVINNAGrunnskóli Grindavíkur auglýsir lausa stöðu umsjónarkennara á elsta stigi.

Aðalkennslugreinar íslenska og samfélagsfræði. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst en ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst.

Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 470 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við

foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Í framtíðarsýn skólans kemur fram að skólinn er lærdómssamfélag þar sem áhersla er á að allir nemendur hljóti góða menntun og fái hvatningu

til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Nemendur, starfsfólk og foreldrar eru virkir þátttakendur í lærdómssamfélaginu.

Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn.

• Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi.

• Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins, þau eru jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið [email protected] .

Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 660-7330.

Gunnhildur GunnarsdóttirHvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Stefnan er tekin á uppáhaldsstaðinn minn, Þórsmörk. Ferðafélagarnir eru ekki af verri endanum þetta árið, mamma, pabbi og kærastinn. Þá er planið auðvitað að njóta náttúrunnar, fara í gönguferðir og hafa það huggulegt.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunar-mannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Góð versl-unarmannahelgi einkennist af góðum hópi fólks. Ekki er verra ef veðrið er gott, grill með og góður matur. Mér finnst eiginlega skylda að fara í útilegu þessa helgi, það er ómissandi.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Ætli það sé ekki verslunarmannahelgin 2010. Þá fórum við fjölskyldan saman á þjóðhátíð, fyrsta þjóðhátíðin okkar systra. Það var einstök upplifun og frábært að hafa mömmu og pabba með.

Lovísa FalsdóttirHvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?Þar sem ég hef sumarsetu í Vestmannaeyjum er stefnan að sjálfsögðu sett á að taka Þjóðhátíðina með trompi. Ég er mjög spennt að upplifa Þjóðhátíð sem íbúi Vestmanneyja.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunar-mannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?Skemmta sér með sínum nánustu og svo er góður gítar og einhver sem kann að glamra á hann algjörlega ómissandi á Þjóðhátíð!

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?Get ekki gert upp á milli þeirra sem ég eyddi

með fjölskyldunni á unglingalandsmótunum þegar ég var yngri. Allt mjög dýrmætar minningar.

Nína Björk GunnarsdóttirHvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Ég er að fara á Unglingalandsmótið á Akureyri með fótboltaliðinu mínu að keppa í fótbolta.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunar-mannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Mér finnst alveg ómissandi að fara með liðinu mínu á ULM, spila fótbolta og vera með frábæru fólki er toppurinn.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Ég fór í fyrra á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki sem var mjög gaman og eftirminnilegt.

Sævar SævarssonHvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?Við fjölskyldan ætlum í sumarbústað hjá tengdó sem er rétt hjá Húsa-felli. Við höfum farið þangað síðastliðin ár en þangað mæta yfirleitt miklir meistarar, s.s. rithöfundur, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og verðandi stórstjarna í fótbolta og fimleikum. Tengdafaðir minn og tengdamóðir verða þar að sjálfsögðu líka svo ég áætla að ég þurfi að blanda eitthvað G&T fyrir hana. Pælingin er að skella sér eitthvað í golf, þ.e. ef konan hleypir golfsettinu í bílinn.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunar-mannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?Hér áður fyrr voru það útihátíðir sem ein-kenndu góða verslunarmannahelgi en eftir að maður fór að grána hefur þetta breyst örlítið, þó mig dauðlangi nú að fara með familíuna til Vestmannaeyja einhvern tímann. Það sem einkennir góða verslunarmannahelgi hjá manni í dag er að vera í faðmi fjölskyldunnar

og vinna í sumarbústað eða útilegu. Ómissandi er auðvitað að grilla eitthvað gott, skella sér í heitan pott, fá sér einn til tvo kalda og henda sér í lopapeysu. Ég fer alltaf í lopapeysu um verslunarmannahelgar.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?Já, verslunarmannahelgin 1999 er ansi eftirminnileg. Ákváðum nokkrir félagar að skella okkur til Vestmannaeyja á föstudegi og því varð að hafa hraðar hendur. Þegar til eyja var komið fannst tjaldið en engar voru súlurnar. Ég var ekki mikið sjarmatröll á þessum tíma svo ég varð að láta gistingu hjá vini mínum Hafþóri Skúlasyni duga. Hann hugsaði þó vel um mig. Eftirminnilegast þessa helgi var þó pastað sem ég og Freyja Sigurðardóttir borðuðum, það var ansi gott. Ég verð nú einnig að minnast verslunarmannahelgarinnar þegar ég og Jóhann Birnir slátruðum tengdaföður okkar og Nonna Ólafs í golfi í Húsafelli. Þeir voru fljótir að gleyma þeim úrslitum.

-verslunarmannahelgin

Page 11: 30 tbl 2014

11VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. júlí 2015

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa í fullt starf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Star�ð felur í sér að fylgjast með og aðstoða nemendur skólans.

Umsækjendur þurfa að vera liprir í mannlegum samskiptum og hafa gaman af að umgangast og vinna með ungu fólki. Vinnutími er á starfstíma skólans.

Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila bré�ega eða með tölvupósti til skólameistara eigi síðar en 12. ágúst 2015. Laun samkvæmt stofnanasamningi skólans við SFR.

Upplýsingar um skólann má �nna á heimasíðu hans www.fss.is.Nánari upplýsingar veita skólameistari og aðstoðarskólameistari, í síma 4213100.

Skólameistari

Stuðningsfulltrúi óskast

Virðing - Samvinna - Árangur

-mannlíf pósturu [email protected]

Það sást varla í grænt á pútt-vellinum við Mánagötu fyrir

fjölda eldri borgara sem púttaði í góða veðrinu síðasta fimmtu-dag. Verkalýðsmótið er árlegt hjá Púttklúbbi eldri borgara á Suður-nesjum og Nesklúbbi í Garða-bæ og Kópavogi en aldrei hefur mætingin verið eins góð en 89 manns tóku þátt að þessu sinni. Sigurvegarar mótsins eru þau Sigríður H. Óskarsdóttir og Elías Nikolaisson. Verkalýðs- og sjó-mannafélag Keflavíkur studdi við mótið og bauð að því loknu eldri borgurum í kaffi, heitt súkkulaði og veitingar á Nesvöllum.

Metmæting í Verkalýðsfélagsmótið

Í sumar er hugmyndin að fara í útilegu í Þórsmörk, Arnarstapa og hugsanlega fleiri staði. Svo eigum ég og mín frú eftir að

sigrast á töluverðum gönguleiðum á Reykjanesskaganum. Einnig er meiningin að reyna til hins ýtrasta að komast niður fyrir 26 í forgjöf í golfi. Nú svo auðvitað verður hjólað um allt.

Hvað ætlar þú að gera í sumar?Arnór B. Vilbergsson organisti í Keflavíkurkirkju

-minning pósturu [email protected]

Ólafur BjörnssonHann var alinn upp við slark,útilegur, skútuhark.Kjörin settu á manninn mark,meitluðu svip og stældu kjark.(Örn Arnar: Stjáni blái)

Það hefur ekki farið fram hjá okkur, vinum Ólafs, hvað Elli kerling fór lengi vel halloka í glímunni við hann. Það var svo sem eins og við var að búast. Ólafur var ekki vanur því að láta sinn hlut fyrir neinum – fyrr en í fulla hnefana. En að lokum má enginn sköpum renna.Við sem þekktum Ólaf vel, þótt-umst kunna skil á þessu harðfylgi til hinztu stundar. Sumir lifa sam-kvæmt þeirri kenningu, að allt eyðist sem af er tekið. Og spara kraftana fram í andlátið. Aðrir hafa fyrir satt, að allt eflist sem á reynir. Og hlífa sér því hvergi. Slíkir menn bera fúslega annarra byrðar. Og eflast við hverja raun. Þannig reyndum við Ólaf Björnsson í blíðu og stríðu.Hann fór fyrst til sjós um ferm-ingaraldurinn. Karlmennskan efld-ist við keipinn, þar sem óharðn-aður unglingurinn mátti leggja sig allan fram til að halda sínum hlut við fíleflda harðjaxla. Sú lífsreynsla „meitlaði svip og stældi kjark“.En þessi lífsreynsla kenndi honum líka ungum örlæti í garð þeirra, sem minna mega sín. Hann þurfti ungur fyrir öðrum að sjá og aðrir að treysta á hann. Og hann hefur reynst öðrum stoð og stytta, þegar á hefur reynt í sviptivindum mann-

lífsins. Hugsjón Ólafs – jafnaðar-stefnan – var af þessum rótum runnin. Hún var runnin honum í merg og bein.Sá sem á ungum aldri velst til að bera ábyrgð á lífi og limum ann-arra í áhöfninni í tvísýnni baráttu við óblíð náttúruöfl, þroskar með sér ríka ábyrgðarkennd. Þannig var jafnaðarstefna Ólafs. Hún var ekki bara kröfugerð á hendur öðrum, heldur krafa um sameiginlega ábyrgð. Suðurnesjakratar af kyn-slóð Ólafs vou margir steyptir í það mótið. Þeir hugsuðu eins og meiri-hlutamenn. Og undu því lítt, ef þeir voru það ekki. Þess vegna áttum við vel skap saman.Það er sama, hvar Ólafur tók til hendinni: Á dekkinu, í brúnni, við verkstjórn eða útflutning, í eigin rekstri eða við uppbyggingu heimabyggðar – alls staðar munaði um hann. Það er hverju orði sann-ara, sem Kjartan Jóhannsson sagði um Ólaf sextugan: „enginn verður af því svikinn að fela þér verk eða trúnað“. Að ávinna sér traust sam-ferðarmanna af verkum sínum – hver getur kosið sér betri eftirmæli? Þeir eru ófáir samferðarmennirnir, sem eiga Ólafi Björnssyni gott að gjalda, og munu hugsa hlýlega til hans á kveðjustundinni. Það heitir héraðsbrestur, þegar slíkir menn kveðja. Við Bryndís kveðjum vin okkar með djúpri virðingu og þökk fyrir mannbætandi kynni.

Jón Baldvin

Page 12: 30 tbl 2014

12 fimmtudagur 30. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-pör í íþróttum pósturu [email protected]

Amabadama kemur mér

í fílingEyþór Guðjónsson er 20 ára og býr í Reykjanesbæ. Hann er á húsasmíðasamningi hjá Trésmíði Guð-jóns Guðmunds. Aðalvík og Vestmannaeyjar eru hans uppáhaldsstaðir og fótbolti er áhugamálið.

Aldur og búseta? 20 ára, bý hjá mömmu og pabba.

Starf eða nemi? Er á húsasmíðasamningi hjá Trésmíði Guðjóns Guðmunds.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Nokkuð þægilegt, hef farið í tvær útilegur hingað til, ann-

ars snýst sumarið meira og minna um fótboltann.

Hvar verður þú að vinna í sumar? Í smíðavinnu hjá pabba.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Vinna, spila fótbolta og reyna að ferðast

sem mest um landið og fara í útilegur.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Já, ég ætla að reyna það en ekkert planað hvert.

Eftirlætisstaður á Íslandi? Aðalvík og Vestmannaeyjar.

Hvað einkennir íslenskt sumar? Útilega, íslensk tónlist og sólsetrið.

Áhugamál þín? Fótbolti.

Einhver áhugamál sem þú stundar aðeins á sumrin? Ekkert sérstakt sem ég man eftir.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?

Þjóðhátíð í Eyjum!

Hvað fær þig til þess að komast í sumarfíling? Gott veður (lítið um það á Íslandi), ís-

lensk tónlist og góður grillmatur.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Er ekki með eitthvað eitt lag í huga en flest öll lög

hjá Amabadama koma mér í góðan fíling.

Hvað er það besta við íslenskt sumar? Að fara í góða útileigu með góðum vinum.

En versta? Leiðinlegt veður.

Uppáhaldsgrillmatur? Nautlund.

Sumardrykkurinn? Kopparberg kemur sterkur inn.

Eyþ

órG

uðjó

nsso

n

UMSJÓN:PÁLL ORRI PÁLSSON

[email protected]

VIÐ SJÁUM UM

VIÐHALD,VIÐGERÐIR OG UPPSETNINGU Á KÆLI-OG FRYSTIKERFUM

Hamradal 11 – 260 ReykjanesbæAðsetur: Rauðagerði 25 – 108 Reykjavík // Sími:517 0900 - 695 3770

www.kaelivirkni.is

ElísGísli SiggiVilli

„Erum orðin fullgömul fyrir sumar æfingarnar“

-segir taekwondo parið Margrét og RagnarHvenær byrjuðuð þið í taekwondo?Margrét: „Ég byrjaði haustið 2013 á sex vikna byrjendanámskeiði sem Helgi þjálfari var með fyrir full-orðna.“Ragnar: „Ég byrjaði aðeins seinna, í janúar 2014 eftir hvatn-ingu frá henni.“

Af hverju völduð þið taekwondo?Margrét: „Synir okkar byrjuðu að æfa taekwondo í janúar 2008 og ég heillaðist af íþróttinni. Ég var búin að hugsa í þó nokkur ár að drífa mig að byrja því ég sat ófáar stundirnar og horfði á æfingar hjá strákunum. Þegar Helgi bauð svo upp á byrjendanámskeið fyrir full-orðna þá dreif ég mig.“Ragnar: „Mig vantaði einhverja hreyfingu og eftir að hafa prófað hitt og þetta ákvað ég að prófa taek-wondo og það átti vel við mig enda er Helgi þjálfari með mjög fjöl-breyttar og skemmtilegar æfingar.“

Hvað er það sem heillar ykkur mest við Taekwondo?Margrét: „Fjölbreyttar æfingar, virðingin og aginn. „Svo fer maður út fyrir þægindahringinn, sérstak-lega ef maður lætur nú hafa sig í það að keppa. Það hafa allir gott af því að fara út fyrir þægindahring-inn. Svo finnst mér taekwondo flott íþrótt og það er ótrúlega gaman að horfa á krakkana gera poomse sérstaklega Ástrósu, íþróttamann Reykjanesbæjar og fleiri sem eru

komnir langt í íþróttinni. Þessir krakkar eru algjörir snillingar.“Ragnar: „Fjölbreytileikinn og skemmtilegar æfingar er það sem heillar mest.“

Hvort ykkar er betra?Margrét: „Ég er miklu betri,“, segir Margrét og hlær. „Raggi heldur að hann sé betri svo ætli það megi ekki bara segja að ég sé betri í po-omse og hann í sparring.“Ragnar: „Hún er betri, á miklu fleiri verðlaunapeninga,“ segir Ragnar og hlær.

Æfið þið mikið saman?Margrét: „Síðasta vetur voru fyrst æfingar tvisvar í viku og við mættum alltaf á þær saman en svo fór Helgi að hvetja okkur til að mæta oftar og þá var misjafnt hvort við mættum á þær æfingar eða ekki. Ég mæti til dæmis stundum á poomse æfingar.“ Ragnar: „Ég mæti frekar á sparring æfingar, þær henta mér betur.“

Er mikil samkeppni ykkar á milli?„Nei engin,“ segja þau Margrét og Ragnar ákveðin. „Við reynum frekar að leiðbeina hvort öðru.“

Hver er ykkar helsti styrkleikur í íþróttinni?Margrét: „Minn mikli hraði. Nei djók. Ég bara veit það ekki,“ segir Margrét og brosir breitt.

Ragnar: „Ég hef engan sérstakan styrkleika en Margrét kvartar stundum undan því að ég sparki of fast,“ segir Ragnar glottandi.

Er taekwondo gott fyrir sambandið?„já við myndum hiklaust segja það,“ segja þau bæði. „Við erum með sameiginlegt áhugamál sem við stundum saman, á það ekki að styrkja sambandið?“

Kunnið þið einhverja skemmti-lega sögu af ykkur í tengslum við íþróttina?Ragnar: „Maður er nú orðinn frekar gamall fyrir sumar æfing-arnar eins og til dæmis að fara í kollhnís og vera svo ringlaður eftir það að geta ekki staðið upp!“Margrét: „já það og öll snúnings-spörkin, við erum oft hálfklaufaleg í þeim.“

Er þetta góð íþrótt fyrir hjón og pör?Margrét: „taekwondo er góð íþrótt fyrir alla og svo kynnist maður fullt af frábæru fólki í þessu sporti, bæði í Keflavík og úr öðrum félögum. Ragnar: „Já mjög góð. Svo er líka frábært að fá tækifæri til að æfa samhliða barninu sínu, kynnast og skilja betur íþróttina sem það æfir og keppir í.“

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Page 13: 30 tbl 2014

13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. júlí 2015

Nú þegar álagningu opinberra gjalda er lokið er ljóst að hér

í Reykjanesbæ, og eflaust víðar, þarf að verða hugarfarsbreyting. Allt of margir einstaklingar nota allar mögulegar leiðir til þess að

komast hjá greiðslu útsvars á meðan sveitarfélagið berst í bökkum. Lang-flestir þeirra, sem lítið eða ek kert greiða, eru í eigin rekstri. Svo eru það auðvitað hinir sem vinna bara svart.

Það er efni í aðra grein. Auðvitað geta verið góðar og gildar ástæður fyrir lágum uppgefnum launum í einhverjum tilfellum svosem erfitt árferði og tap. Þegar maður hins vegar veit um fólk í eigin rekstri sem hefur það gott, ferðast oft á ári til útlanda, á sumarhús og fleiri eignir, en gefur upp á sig lágmarkslaun, verður maður vonsvikinn. Á sama tíma gerir þetta sama fólk kröfur um fyrsta flokks þjónustu af hálfu Reykjanesbæjar, börnin ganga í skóla, fara í sund, eru á leikskólum, foreldrarnir á elliheimilum, fá að-stoð félagsþjónustunnar o.s.frv. á kostnað launþega sem greiða út-svar.

Útsvar v.s. fjármagnstekjuskatturHelsti tekjustofn sveitarfélaga er út-svarið. Það er ákveðið hlutfall af upp-gefnum launum. Árið 2014 var það

14,52%. Þekkt er sú aðferð að aðilar í eigin rekstri gefi upp á sig lögbundin lágmarkslaun og borga eins lítið út-svar og hægt er. Síðan nýta þeir sér heimild í lögum til að greiða sér út arð, sem ber hins vegar fjármagns-tekjuskatt, sem rennur allur í ríkis-sjóð. Þess vegna verða sveitarfélög af miklu útsvarstekjum vegna þessara leiða sem allt of margir fara.

ÞöggunÁður fyrr spannst talsverð umræða um þessi mál þegar álagningaskráin var lögð fram. Margir kynntu sér hana og létu vita að þeim líkaði illa hve margir virtust vera að svíkja undan skatti því það þýðir auðvitað bara að hinir, sem borguðu sín gjöld, héldu kerfinu og þjónustunni uppi fyrir allan hópinn. Undanfarin ár hefur þessi umræða farið heldur lágt og fáir sem sýna málinu áhuga. Nú má jafnvel finna alþingismenn sem vilja banna opinbera birtingu álagn-ingarskrárinnar. Það finnst mér ekki góð hugmynd.Álagningarskráin liggur frammi á bæjarskrifstofunum, Tjarnargötu 12, til og með fimmtudagsins 6. ágúst. Til að finna uppgefin laun er t.d. hægt að deila í heildarupphæð álagðs útsvars með 14,52% og aftur með 12 til að finna mánaðarlaunin.Dæmi: Maður sem er með kr. 500.000.- í mánaðarlaun greiðir kr. 72.600.- í útsvar pr. mánuð eða kr. 871.200.- á ári (72.600*12). Heildar útsvarsálagning hans í álagningar-skránni væri því kr. 871.200.- Til

að reikna þetta afturábak þarf að deila með 12 í kr. 871.200.-, sem gera 72.600.- og aftur með 14,52% í 72.600.- sem gera þá kr. 500.000.- Það ætti að gefa góða nálgun á uppgefin mánaðarlaun.

Þurfum við „druslugöngu?“Um nýliðna helgi fór hin svokall-aða „drusluganga“ fram í Reykja-vík. Tilgangur hennar var að gefa landsmönnum, og þá sérstaklega þeim sem höfðu orðið fyrir kyn-ferðislegri misnotkun, tækifæri á að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendunum sjálfum. Því velti ég fyrir mér hvort þörf sé á sams konar hugarfarsbreytingu, ekki bara í Reykjanesbæ heldur um allt land, hvað varðar þátttöku bæjarbúa í greiðslu sameiginlegs kostnaðar. Markmiðið væri að ná samstöðu um að helst öllum þætti sjálfsagt að bera sinn hluta af kostnaði vegna sam-eiginlegrar þjónustu í stað þess að keppast um að greiða sem minnst.

Mikill munur á lágmarkslaunum og sanngjörnum launumNú má vel vera að einhverjum líki þessi skrif mín illa. Það verður þá bara að hafa það. Þeir hinir sömu eru þá væntanlega í hópi þeirra sem hér er verið að deila á. Ef þeir tækju sig nú til og gæfu upp á sig rétt, eða a.m.k. réttari, laun væri staðan önnur og betri.

Kær kveðjaKjartan Már Kjartans-

son, bæjarstjóri

Í lok maí var ég kallaður til bæjarstjóra og afhent bréf þar

sem mér var tilkynnt að starf mitt yrði lagt niður frá og með 1. júní. Jafnframt að starfið með lítið breyttu sniði yrði auglýst aftur.

Þó það stæði ekki í bréfinu, mátti lesa það á milli línanna að ekki væri æski-legt að ég sækti um hið nýja starf. Ég hef starfað að íþrótta-og tóm-stundamálum hjá

Reykjanesbæ í 19 ár og talið mig hafa sinnt starfi mínu eins vel og kostur er. Þarna er því ekkert annað en pólitík á ferðinni, sem kom mér í raun ekki á óvart.Þó starf mitt hjá Reykjanesbæ spanni 19 ár, þá hófust afskipti mín af íþrótta-og tómstundamálum mun fyrr, eða 1986 er ég tók sæti í íþróttaráði Kefla-víkur og ári síðar er ég varð formaður ÍBK. Á þessum tæplega 30 árum hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að starfa með frábæru fólki að upp-byggingu íþrótta-og tómstunda-mála í bæjarfélaginu. Má þar nefna byggingu B-salar við íþróttahúsið við Sunnubraut, útisundlaugina við Sunnubraut, Reykjaneshöllin sem var

fyrsta yfirbyggða knattspyrnuhúsið á Íslandi, íþróttahúsin við Heiðar og Akurskóla, nýtt knattspyrnusvæði og stúkubygging í Njarðvík. Uppgerður knattspyrnuvöllur við Hringbraut, knattspyrnusvæði vestan Reykja-neshallar, 50 metra innisundlaug og vatnagarður við Sundmiðstöðina, bætt aðstaða fyrir fimleika, júdó, taekwondo og hnefaleika.Fjölmörg tómstundafélög eru starf-andi í bæjarfélaginu þar sem skátar og KFUM fara fremst í flokki. Árið 2003 leiddi ég vinnu við stofnun Frí-stundaskóla Reykjanesbæjar sem tengdist íþróttastarfi nemenda og um tíma voru 370 nemendur skráðir, en frístund var í hverjum grunnskóla fyrir 1.-4. bekkinga. Því miður var þessu starfi breytt aftur í fyrra horf eða skólagæslu.Á þessum tíma hef ég unnið með frá-bæru fólki, sérstaklega vil ég þakka samstarfsfólki mínu í ráðhúsinu, fjölmörgum samstarfsaðilum hjá íþrótta-og tómstundafélögum, en síðast en ekki síst, því frábæra fólki sem starfar í íþrótta- og tómstunda-mannvirkjum Reykjanesbæjar.

Ragnar Örn Péturssonfyrrverandi íþrótta-og

tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar

-aðsent pósturu [email protected]

■■ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri skrifar:

Þurfum hugarfarsbreytingu-alltof margir greiða alltof lítið

■■ Ragnar Örn Pétursson skrifar:

Þakkir til samstarfsaðila

FÖRUM Í FERÐALAG UM HELGINA

byko.is

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 2. ágúst 2015.

Útilegustóll.

1.355kr.88098157 Almennt verð: 1.695 kr.

Nestiskarfa, með kæli.

2.995kr.42353858

Á VÖLDUM SUMARVÖRUM

sumar-Útsala

50%afsláttur

Allt að

19.995kr.50632100Almennt verð: 24.995 kr.

Ferðagasgrill G-600, 2,93 kW, ryðfrír brennari, 2 grillgrindur.

Helgartilboð

Tjald, svefnpokar

og dýnur fyrir tvo

Tjaldsett fyrir tvo, tjald, svefnpokar og dýnur fyrir tvo.

9.995kr.88015944 Almennt verð: 12.995 kr.

Helgartilboð

Tjald, 3 manna, 1000 mm, 200x210x130 cm.

5.595kr.88015952 Almennt verð: 6.995 kr.

3 manna

Braggatjald, 5 manna, 1000 mm, 480x260x170 cm.

15.995kr.88015956 Almennt verð: 19.995 kr.

5 manna

Tjald, 4 manna, 1000 mm, 230x340x175 cm.

10.995kr.88015959 Almennt verð: 13.895 kr.

4 manna

Helgar-tilboð

Helgar-tilboð

Helgar-tilboð

Svefnpoki, -5°, 200x80 cm.

4.395kr.88015974 Almennt verð: 5.495 kr.

Útileguteppi, 130x150 cm.

1.595kr.41095490 Almennt verð: 1.995 kr.

HelgartilboðHelgartilboð

mikið úrval af Regngöllum, stígvélum og gúmmískóm

Regngalli, PVC/Nylon, gulur, grænn, svartur, rauður eða appelsínugulur, stærðir XS-XXL.

2.995kr.93460008-41

43.995kr.506600010Almennt verð: 53.995 kr.

49.995kr.506600016Almennt verð: 59.995 kr.

NAPOLEON ferðagasgrill TravelQ, 4,1 kW, tvöfaldur brennari úr ryðfríu stáli, eldunarsvæði 37x54 cm.

NAPOLEON ferðagasgrill TravelQ PRO, 4,1 kW, tvöfaldur brennari, eldunarsvæði 37x54 cm.

HÁGÆÐA GRILL FRÁ KANADA

Helgartilboð

Rafmagnskælibox á hjólum,12V, 39 l.

19.695kr.87977170 Almennt verð: 24.695 kr.

Kælir fyrir flöskur.

395kr.41118970Almennt verð: 545 kr.

Helgartilboð

Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út 14. ágúst vegna sumarleyfa

Page 14: 30 tbl 2014

14 fimmtudagur 30. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir pósturu [email protected]

Keflvíkingar urðu að sætta sig við 1-2 tap á heimavelli gegn

FH á þriðjudagskvöldið í leik þar sem að sigurinn hefði getað lent báðum megin. Keflvíkingum gekk ágætlega að stöðva sókn-araðgerðir gestanna lengst af en bitlaus sóknarleikur Keflvíkinga kostaði liðið öll þrjú stigin þar sem að liðinu tókst ekki að skapa sér eitt hættulegt færi ef að sjálfs-mark FH er undanskilið. Tvö mörk úr fáum færum var nóg fyrir gestina til að taka öll þrjú

stigin heim í Hafnarfjörðinn og skilja Keflvíkinga eftir einu tæki-færi fátækari í baráttunni um sæti í Pepsídeildinni að ári.

„Þetta var ágætis leikur hjá okkur og við gáfum þeim góðan leik. Þegar maður spilar á móti svona góðu liði eins og FH þá vitum við að þeir þurfa bara eitt færi til að skora mark. Þeir refsuðu okkur illi-lega,“ -sagði Jóhann Birnir Guð-mundsson, annar þjálfari Keflvík-inga í viðtali eftir leik.

Keflvíkingar bit-lausir fram á við

Varamaðurinn Atli Viðar sá um að klára Keflavík enn einu sinni

Njarðv í k ingurinn R agn-heiður Sara Sigmundsdóttir

náði um helgina þeim stórkost-lega árangri að ná á verðlaunapall á heimsleikunum í crossfit sem fram fóru í Carson í Kaliforníu. Sara, eins og hún er oftast kölluð, var að taka þátt í sínum fyrstu heimsleikum og var grátlega ná-lægt því að tryggja sér sigurinn á mótinu en ófarir hennar í síð-ustu grein mótsins kostuðu hana sigurinn og ýttu henni niður um tvö sæti. Katrín Tanja Davíðs-dóttir stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu í síð-ustu grein og felldi gleðitár þegar úrslitin lágu fyrir.

Sara fangaði huga og hjörtu áhorf-enda á mótinu og hefur á þessu ári skipað sér í hóp fremstu kvenna í heiminum í greininni en þess má geta að Sara hefur einungis stundað íþróttina í 3 ár og má því búast við því að hún geri atlögu að frekari

afrekum á heimsleikum komandi ára. Keppnisárið hefur verið óslitin sigurganga hennar sem var sorg-lega nálægt því að verða full-komnuð á sunnudagskvöld en að komast á verðlaunapall á þessu firnasterka móti er magnaður ár-angur útaf fyrir sig.

Víkurfréttir óska Söru og hinum ís-lensku keppendunum til hamingju með frábæran árangur en 3 af 6 keppendum sem náðu á verðlauna-pall í einstæklingskeppni (karla og kvenna) voru frá Íslandi, sem er lyginni líkast.

Frábæru keppnisári lokið hjá einum mest spennandi keppanda í greininni í dag

Kvennalandslið Íslands í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri varð á dög-

unum Evrópumeistari í C-deild þegar liðið lagði Armeníu í úrslitaleik á mótinu sem fram fór í Andorra, lokatölur urðu 76-39 fyrir Ís-land. Íslenska liðið sigraði alla leiki sína á mótinu mjög örugglega og er óhætt að segja að liðið sé vel að því komið að lyfta U-16 liðinu í B-deild sem að liðið fær að launum fyrir sigurinn.

7 af 12 stúlkum í liðinu koma frá Njarðvík og Keflavík sem verður að teljast mjög sérstakt en nokkrir leikmenn fengu viðurkenningar fyrir sína spilamennsku á mótinu. Þóranna Kika Hodge-Carr úr Keflavík var valinn leikmaður mótsins en hún var einnig í úrvalsliði mótsins ásamt KR-ingnum Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur. Þjálfari liðsins er Margrét Sturlaugsdóttir sem er þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og aðstoðarþjálf-ari er Atli Geir Júlíusson sem hefur aðstoðað við þjálfun kvennaliðs Grindavíkur.

7 leikmenn frá Suðurnesjum Evrópumeistarar í C-deild í körfubolta

Þórunn Kika valinn leikmaður mótsins

Reynismenn misstigu sig fyrir norðanVíðismenn lyftu sér úr fallsæti

XuReynir Sandgerði lagði upp í tveggja leikja ferð norður yfir heiðar s.l. helgi þar sem að liðið heimsótti Völsung á Húsavík á laugardeginum og Magna frá Grenivík á sunnudeginum en Reynismenn hafa verið að leika vel í 3. deild karla og verið viðriðnir toppbaráttuna síðustu vikur.Óhætt er að segja að mikil dramatík hafi verið í leik Reynis og Völsungs sem fram fór á Mærudögum á Húsavík fyrir framan fjölmarga áhorfendur sem heimsóttu hátíðina. Heimamenn í Völsungi voru 3-2 yfir fram í uppbótar-tíma en þegar leikklukkan sýndi 95 mínútur fengu Reynismenn dæmda vítaspyrnu við litla hrifningu heimamanna. Úr henni skoraði markavélin Jóhann Magni Jóhannsson og tryggði Sandgerðingum 1 stig en nokkuð ljóst er að Reynismenn hefðu viljað hirða öll þrjú stigin úr þessum leik miðað við stöðu liðanna í deildinni.Ef að úrslit laugardagsins voru vonbrigði þá var sunnudagurinn ekki til að bæta upp fyrir það þegar Reynir mætti toppliði Magna á Grenivík en heimamenn áttu ekki í teljandi vandræðum með gestina frá Sandgerði og unnu öruggan sigur, 3-0. Þessi sigur svo gott sem tryggir Magna annað af tveimur sætum sem gefa rétt til að leika í 2. deild að ári en Sandgerðingar berjast um hitt sætið við Kára frá Akranesi sem stendur en aðeins einu stigi munar á liðunum í 2. og 3 sæti. Þá lyftu Víðismenn sér uppúr fallsæti í deildinni þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Einherja á Vopnafjarðarvelli. Víðismenn eru sem fyrr á meðal neðstu liða deildarinnar og eiga heilmikið verk fyrir höndum að tryggja veru sína þar.

Sleipnismenn með góðan árangur á júdómótinu „Hvítur á leik“

Xu Júdódeild Njarðvíkur, Sleipnir, stóð sig með miklum sóma á mótinu „Hvítur á leik“ sem fram fór í húsakynnum VBC í Kópavogi síðustu helgi. Sleipnir sendi 5 keppendur til leiks og þar af unnu tveir af þeim til verðlauna. Ægir Már Baldvinsson varð annar í -66kg flokki og Bjarni Darri Sigfússon gerði sér lítið fyrir og sigraði í 77kg flokki, en til gamans má geta að Bjarni vann tvær viðureignir sínar á lásum og aðrar tvær á stigum. Bjarni og Ægir eru báðir aðeins 16 ára gamlir og eiga mikla framtíð fyrir sér í greininni en það telst til tíðinda þegar þessi tveir bíða ósigur.Björn Lúkas Haraldsson var svo valinn til að taka þátt í svokölluðum „Super-Fight“ sem er bardagi á milli tveggja af bestu glímumönnum lands-ins og þykir mikill heiður að vera valinn til að taka þátt í slíkum bardaga.Um helgina munu Catarina Chainho Costa, Halldór Matthías Ingvarsson, Bjarni Darri Sigfússon og Ægir Már Baldvinsson fara utan með íslenska glímulandsliðinu til Skotlands þar sem þau munu keppa á svokölluðum Há-landaleikum en í fyrra náðu nokkrir Sleipnismenn í verðlaun þar og verður því spennandi að sjá hvað gerist um helgina.

Page 15: 30 tbl 2014

15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. júlí 2015

Ágætu íbúar Reykjanesbæjar!

Í Reykjanesbæ fer fram mjög öflugt íþróttastarf svo eftir er tekið víða um land. Mikil áhersla er lögð á allt unglingastarf sem skilar sér í fram-bærilegum ungmennum sem eins og dæmin sanna hafa náð góðum árangri jafnt innanlands sem utan. Þá hafa fjölmargir íþróttamenn úr Reykjanesbæ gerst atvinnumenn í íþrótt sinni.

Stór hluti í starfsemi íþróttafélag-anna er að eiga lið í fremstu röð. Knattspyrnulið Keflavíkur hefur í áratugi, með örfáum undantekn-ingum, verið í efstu deild, á meðal þeirra bestu. Á þessu keppnistíma-bili er á brattann að sækja og því nauðsynlegt að leikmenn, forráða-menn liðsins, stuðningsmenn og íbúar taki höndum saman og hjálp-ist að við að tryggja veru liðsins í efstu deild.

Knattspyrnudeild Keflavíkur leitar nú eftir stuðningi bæjarbúa. Til

stendur að senda 3.000 kr. val-greiðslu í heimabanka allra íbúa Reykjanesbæjar sem eru 18 ára og eldri. Það skal tekið skýrt fram að hver og einn velur hvort hann greiðir.

Með því að greiða í heimabank-anum leggur þú knattspyrnunni í Keflavík lið.Þeir sem greiða verða um leið skráðir félagsmenn knatt-spyrnudeildarinnar og gildir það frá greiðsludegi til 31. ágúst 2016. Allir sem greiða fyrir 31. ágúst fara sjálfkrafa í pott og verður dreginn út einn ársmiði keppnistímabilið 2016 fyrir hverja 50 sem greiða.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að styðja knattspyrnufólkið okkar og taka um leið þátt í starfi deildarinnar.

Með kveðju,Þorsteinn Magnússon,formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Oft er þörf en nú er nauðsyn!

Formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur óskar eftir stuðningi bæjarbúa

TIL LEIGU

ÓSKAST

TIL SÖLU

Til leigu 75m2 3 herb. íbúð á jarðhæð í Holtaskólahverfi. Ný

máluð, ný gólfefni. Björt og rúm-góð. 140.000+hiti og rafmagn.

3mán trygging + meðmæli. Laus strax. Uppl í síma 869-8198.

Atvinnuhúsnæði: Óska eftir skemmu eða þokkalegu hús-

næði til að geyma um 40 bíla-leigu bíla í vetur. 600-800m2

Vatns- og vindhelt, þarf ekki að vera upphitað. Gylfi 860-1330.

3 herbergja íbúð til sölu í Reykjanesbæ. Íbúðin er laus.

Upplýsingar í síma: 691-0288. Íbúðin er við Hjallaveg.

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

- smáauglýsingar

Forvarnir með næringu

STAPAFELLHafnargötu 50, Keflavík

NÝTT

Opið alla dagafram á kvöld

Verið velkomin á samkomu

alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnu-kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Grunnskólinn í Sandgerði óskar eftir að ráða einstaklingi í umsjónar-kennslu og 50% starf deildastjóra. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að taka virkan þátt í skapandi skólastarfi og stýra faglegri þróun náms

og kennslu í sterku teymi stjórnenda.

Menntun, reynsla og hæfni:• Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla.

• Meistarapróf eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur.• Góð þekking á náms- og kennsluaðferðum og hæfni til að miðla þeim.

• Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af mannaforráðum og verkefnastjórnun.• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

• Stundvísi, jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.• Þekki til og/eða sé tilbúinn til að stafar eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar.

Skólinn óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngra stig.

Menntun, reynsla og hæfni:• Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla.

• Góð þekking á náms- og kennsluaðferðum.• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

• Þekki til PALS lestrarkennsluaðferða og vera tilbúinn að vinna eftir því kerfi. • Stundvísi, jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.

• Þekki til og/eða sé tilbúinn til að stafar eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar.

Skólinn óskar eftir að ráða einstakling í 60% stöðu stuðningsfulltrúa til að starfa náið með þroskaþjálfa í Ásgarði, einhverfuveri.

Menntun, reynsla og hæfni:• Þekking og reynsla af starfi með börnum með sérþarfir æskileg.

• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

• Stundvísi, jákvæðni og ábyrgðarkennd .• Þekki til og/eða sé tilbúinn til að stafar eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar.

Skólinn óskar eftir einstaklingi í 100% stöðu skólaliða í afleysingar vegna fæðingarorlofs til 1. júní 2016.

Menntun, reynsla og hæfni:• Þekking og reynsla af starfi með börnum æskileg.

• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

• Stundvísi, jákvæðni og ábyrgðarkennd .• Þekki til og/eða sé tilbúinn til að stafar eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar.

Umsóknir og upplýsingar um umsóknaraðila sendist á [email protected] eða bréfleiðis á Grunnskólann í Sandgerði,

Skólastræti, 245 Sandgerði.

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst.

Upplýsingar veitir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjó[email protected]

ATVINNAGrunnskólinn í Sandgerði.

Laus störf.

Bókhald, virðisaukaskattskil,launaútreikningur,

gerð ársreiknings og skattframtalsVeitum faglega þjónustu

[email protected] ı Sími 535 0220

Page 16: 30 tbl 2014

vf.isvf.is

-mundiTók bæjarstjórinn á móti barninu?

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ • 30. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Júlía Jörgensen„Ég var klárlega svalari helmingurinn í hjóna-bandinu áðan þegar Helgi Dan gekk beint í fangið á ljósastaur!“ :)

Kristín Á. Gunnarsdóttir„Í dag var það alþjóð-leg hundasýning HRFÍ og tók Ilmur þátt. Hún lenti í 2. sæti með ein-kunnina „exellent.“Það

kólnaði snögglega og rigndi hressi-lega á okkur í hringnum.“ :)

Helga Steinþórsdóttir„Mín skellti sér í golfmót í dag í fyrsta skipti! Á alveg eftir að gera meira af því skal

ég segja ykkur.“ :)

Gígja S. Guðjónsdóttir@gigjasBank dagsins, lítill strákur með Rúmfa-talagersblaðið: „Hæ,

viltu kaupa póst? Kostar bara hundrað kall.“ Það má allt reyna

Hinrik Hafsteinsson@hindridi"Ég er ekki túristi" - Íslendingar þegar þeir eru túristar

Máni Pétursson@manipeturs„Keflvíkingar nú er tími til að rífa partýið i gang. Veit það tekst ef stuðningurinn og trúin

verða til staðar. Nóg af poweri á Suðurnesjum.“

Sigurrós Hrólfs„Ólafsvaka í Færeyjum here I come!“

Stefán Sturla Svavarsson„Afi spjóti flengir hér 100 kg steininn sem kallaður er Hálfsterkur. Súperhjúkkan mín frá

Sandi var nú ekkert voða hrifinn af uppátæki mínu þegar ég ætlaði að reyna við Fullsterkan, sem er 154 kg. Var farinn að rúlla honum til of frá, þá sagði hjúkkan mín frá Sand: „Stefán Sturla, láttu þetta eiga sig, nú slíturðu vinstri brjóstvöðvann.“ Svo hvæsti hjúkkan mín, „og ég ætla ekki að hjúkra þér.“ He he :)

VIKAN Á VEFNUM

#vikurfrettir

PIPA

R\TB

WA

- SÍ

A

11 kg2 kg 5 kg 10 kg

Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt!

Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið

Vinur við veginn

Íbúatala Reykjanesbæjar fór upp í 15 þúsund á föstudaginn

sl. þegar sprækur strákur kom í heiminn á ljósmæðravakt Heil-brigðisstofnunar Suðurnesja.Af því tilefni mætti Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanes-bæjar á fæðingardeildina og færði fjölskyldunni blómvönd fyrir hönd bæjarins.Drengurinn vóg 3.995 gr. og var 52 cm langur við fæðingu. Hann er annað barn foreldra sinna, þeirra

Katarzynu Helenu Szczepanska og Maciej Palamar en fyrir eiga þau dótturina Susan Rosa fædda árið 2013.Hér má sjá ljósmóðurina sem tók á móti drengnum, Katrínu Sif Sigur-geirsdóttur ásamt fjölskyldunni.Mikil fjölgun hefur verið í Reykja-nesbæ síðustu ár, sem og á öllu þjónustusvæði HSS. Þar hefur íbúum fjölgað um tæp 30% frá ár-inu 2005, úr rúmlega 17.000 manns í rúmlega 22.000.

15 þúsundasti íbúinn fæddur