19
3. tbl. - 73. árgangur 2013 JÓLABLAÐ

3. tbl. - 73. árgangur 2013 JÓLABLAÐmitt.is/faxi/pdf/jolabl2013.pdf3. tölublað - 73. árgangur - 2013 Allir myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru blaðsins. Aðventan

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • 3 . t b l . - 7 3 . á r g a n g u r 2 0 1 3

    J Ó L A B L A Ð

  • 2 FAXI

    Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.Skrifstofa: Grófin 13c, 230 Reykjanesbær, pósthólf 182. Ritstjóri: Eðvarð T. Jónsson, netfang: [email protected] - sími 772 4878.Blaðstjórn: Jóhann Geirdal, Kristinn Þór Jakobsson Kristján A. Jónsson, Helgi Hólm og Eðvarð T. Jónsson.

    Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Netfang: [email protected] v/auglýsinga: [email protected]/faxi - Sími vegna auglýsinga 699 2126Forsíðumynd: Lína Rut

    3. tölublað - 73. árgangur - 2013

    Al l i r myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru b laðsins.

    Aðventan er áskorun um það að sameina bernsku og fullorðinsár. Þetta er tíminn þegar við opnum hug okkar og hjarta í enn ríkara mæli gagnvart náungangum. Aðventan minnir okkur á að eðlilegt er að við neitum okkur um ýmsan munað þegar við undirbúum okkur fyrir stórhá-tíðina. Þá látum við af hendi rakna til okkar minnstu bræðra og systra.

    Aðventan er sérstaklega yndislegur tími fyrir börnin. Allir keppast við að finna sér allt mögulegt og ómögulegt að gera til að undirbúa jólin. Óteljandi hugmyndir eru í boði og verður sá þáttur sem snýr að því að njóta og neyta fyrir-ferðameiri með hverju árinu.

    Til hvers aðventan er ætluð Um leið og við kennum börnunum okkar að njóta alls þess góða sem er í boði skiptir mestu máli að leyfa þeim að upplifa og læra til hvers aðventan raunverulega er. Aðventan hefur þann tilgang að búa okkur undir komu jólanna, fæðingarhátíð frelsarans. Kristnu fólki ber að hugsa um náungann, ekki bara á aðventunni en neyð náungans verður meira áberandi á þessum tíma árs.

    Umhyggja fyrir náunganum er hluti af því að undirbúa okkur hið innra fyrir komu Jesú Krists. Og við fullorðna fólkið eigum að vera fyrirmynd æskunnar í því hvernig við uppfyllum þann tilgang. Gott er að setjast niður með börnum og unglingum og tala við þau um boðskap jólanna. Mikilvægi þess verður aldrei ofmetið, en það er ekki síður mikilvægt að láta verkin tala.

    Margir foreldrar velta því fyrir sér hvernig hægt er að hjálpa börnunum sínum að íhuga boðskap jólanna. Hvernig látum við þau gefa gaum hinum sanna jólaboðskap um leið og þau fái að njóta þeirrar gæfu að búa í svona góðu og gjöfulu samfélagi.

    GóðverkadagatalÁ mínu heimili er til jóladagatal sem húsmóðirin saumaði út, á einu af hennar myndarlega tímabili. Á hverju ári er það hlaðið sælgætismolum í litríkum bréfum sem húsbóndinn nær alltaf að klára áður en 24. desember rennur upp!

    Fyrir þessa aðventu fær útsaumaða dagatalið nýtt hlutverk. Í ár verður það að góðverkadaga-tali. Í stað þess að vera yfirfyllt af sælgætismolum verður það skreytt með miðum sem á er skrifað eitt góðverk fyrir hvern dag sem við fjölskyldan eigum að framkvæma samdægurs. Góðverkin geta verið til dæmis að inna af hendi eitthvert heimilisverk, hringja í afa eða hjálpa frænku, gefa smáfuglunum eða setja pening í Hjálparstarfsbaukinn. Þetta er góð uppskrift til að kenna börnunum okkar að það þarf aðeins lítil verk til að gleðja hjörtu.

    Það er von okkar fjölskyldunnar að þessi litla tilraun verði öllum til gleði sem hlut eiga að máli og að góðverkadagatalið verði vinsælasta dagatalið á heimilinu.

    Mesti spenningurinn verður vonandi að opna miðana og sjá hvaða góðverk bíður. Þegar góðverkin eru framkvæmd gefst gott tækifæri til að spjalla um hvað það er mikilvægt fyrir okkur sjálf að geta gefið af okkur og gefið með okkur. Sá sem lagður var í jötu í fjárhúsi fyrir löngu, hefur enn áhrif á líf okkar allra og hann bauð okkur einmitt að hjálpa hverju okkar minnstu systkina.

    Guð gefi okkur öllum bjarta og innihaldsríka aðventu.

    Erla GuðmudsdóttirPrestur í Keflavíkurkirkju

    FAXI 3

    JólahugvekjaGóðverkadagatal

    Allt til jólanna

    í jólaskapi

  • 4 FAXI FAXI 5

    UpphafiðSumarið 2000 gerðist Landvernd aðili að samtökunum Foundation for Environmen-tal Education in Europe (FEEE). Síðan hafa samtökin gerst alþjóðleg og stytt nafn sitt í samræmi við það og nota skammstöfunina FEE. Samtökin sjá um fimm mismunandi umhverfisverkefni og er Grænfáninn eitt af þeim.

    Haustið 2000 skrifaði Landvernd nokkrum stofnunum og aðilum og boðaði til vinnu-fundar í þeim tilgangi að ræða og meta hvort Grænfáninn félli að þörfum íslenskra skóla og ef svo væri að setja þá fram tillögur um fram-hald vinnunnar. Hópurinn hélt tvo fundi í október og nóvember og niðurstaða hans var að sett yrði á laggirnar tilraunaverkefni um Grænfánann til tveggja ára. Það hæfist með því að senda öllum grunnskólum á landinu lýsingu á verkefninu og óska eftir umsóknum þeirra sem vildu taka þátt frá byrjun. Gert var ráð fyrir að fara af stað með um fimm skóla. Hópurinn gekk einnig frá framkvæmda- og fjárhagsáætlun til tveggja ára.

    Á útmánuðum 2001 var öllum grunn-skólum á landinu sent kynningarbréf um Grænfánann og óskað eftir að áhugasamir sæktu um þátttöku og í maí stofnaði Land-vernd sérstakan stýrihóp um verkefnið og réð verkefnisstjóra. Tólf skólar sóttu formlega um að taka þátt frá byrjun í verkefninu á Íslandi. Niðurstaða stýrihóps var að svara þeim öllum jákvætt. Strax vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni á Íslandi.

    Þátttaka Stóru-VogaskólaStarfsfólk skólans undir forystu Svövu Bogadóttur skólastjóra og Þorvaldar Arnar Árnasonar náttúrufræðikennara tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að takast á við Grænfánaverkefnið. Leiðin að því markmiði er m.a. vörðuð eftirfarandi sjö skrefum:

    1. Umhverfisnefnd starfar innan skólans.2. Staða umhverfismála í skólanum metin.3. Áætlun gerð um aðgerðir og markmið til

    umhverfisbóta í skólanum.4. Sinnt er stöðugu eftirliti og endurmati á

    umhverfismálum í skólanum.5. Nemendur fræddir um umhverfismál.6. Skólinn kynnir stefnu sína út á við og fær

    aðra með.7. Skólinn setur sér formlega umhverfis-

    stefnu.

    Fundir umhverfisnefndar tímabilið mars – maí 2011Umhverfisnefnd skólans var skipuð nem-endum og starfsmönnum. Frá 5.-10. bekk voru tveir fulltrúar hvers bekkjar og af hálfu starfsfólks skólans voru það síðan skólastjóri, stuðningsfulltrúi og nokkrir kennarar sem skiptu með sér fundarsetu. Fyrsti fundurinn

    var haldinn 16. mars 2011 og þar lágu fyrir gát-listar um ýmsa þætti í skólanum sem flokka má undir umhverfismál. Nemendurnir fóru síðan um skólann til að skoða þessa þætti og ræða við nemndur og starfsfólk og var þá merkt við hvað væri í lagi og hvað ekki.

    Á næstu fundum unnu nemendurnir með gátlistana og kynntu síðan niðurstöðurnar fyrir öðrum nefndarmönnum.

    Fyrst var farið yfir það sem var talið í góðu lagi. Lögð var áhersla á að kaupa til skólans vandaða hluti sem endast vel og innkaup og

    vöruflutningar eru vel skipulagðir til að halda flutningum í lágmarki. Keyptur var pappír með viðurkenndum umhverfismerkjum. Öll hættu-leg efni voru merkt og geymd á öruggum stað. Keyptar voru íslenskar vörur eins og mögulegt er. Flokkað í endurvinnslu: rafmagnsvörur, tæki, rafhlöður, pappír o.fl. Fólk var minnt á að slökkva ljós og loka gluggum í lok dags á þar til gerðum miða við dyr (vantar í nokkrar stofur). Flestar vörur og efni eru með viðurkenndum umhverfismerkjum, m.a. pappír og hreinlætis-vörur.

    Það sem ekki var talið í lagi var m.a. eftirfar-andi: Loftræsting var léleg á mörgum stöðum og loftræstikerfið óhreint. Ekki var fyllt á prent-hylki í prenturum heldur voru keypt ný. Fuglar voru ekki laðaðir að skólalóðinni með því að gefa þeim. Skólinn tekur ekki þátt í skipulögð-um hreinsunardögum.

    Ekki var umhverfisstefna í skólanum og þar af leiðandi eru foreldrar og nemendur ekki fræddir um hana. Nemendur fengu ekki markvissa útikennslu til að læra að þekkja og bera virðingu fyrir nánasta umhverfi skólans og bæjarins. Nemendur þekktu ekki vernduð eða friðlýst svæði í nágrenninu og taka ekki þátt í verkefnum þar. Ekki voru öll gluggatjöld úr taui sem hægt er að þvo. Ekki voru öll gluggatjöld dregin fyrir á nóttinni að vetri til til að spara upphitun. Flokkun á sorpi hafði ekki verið kynnt og ekki var flokkunarstöð í skólanum. Lífrænir afgangar eru ekki jarðgerðir.

    Á fundi þann 11. maí ákveðið að flokkun úrgangs yrði aðalverkefnið út skólaárið. Ákveð-ið var fyrirkomulag flokkunar úrgangs í skóla-stofum og í því skyni voru fengnir pappakasar í mötuneytinu undan ávöxtum og skyldu þeir nýttir undir pappír. Fundarmenn fengu útrás fyrir sköpunargáfu sína við að mála kassana græna. Á síðasta fundi þetta vorið, þann 25. maí, mætti bæjarstjóri til skrafs og ráðagerða um framtíðina.

    Umhverfisstefna Stóru-VogaskólaÁ vormánuðum 2013 var umhverfisstefna skólans mótuð. Tillögum var safnað frá öllum bekkjum sem og frá starfsfólki. Eftir umfjöllun í umhverfisnefndinni var eftirfarandi samþykkt sem hin opinbera umhverfisstefna skólans:

    Við erum umhverfisvæn, pössum upp á náttúruna. Við flokkum sorp og sendum í endurvinnslu, spörum rafmagn og mat og höldum skólanum og bænum okkar snyrti-legum. Við græðum upp og ræktum skóg. Við lærum margt um umhverfið, bæði nær og fjær. Við lærum um takmarkaðar auðlind-ir og afleiðingar mengunar og leitum ráða til

    úrbóta. Við erum skemmtileg og góð hvert við annað – og annað fólk.

    Nánari útfærslaUmhverfisnefnd starfar í skólanum, skipuð fulltrúum nemenda í 5. – 10. bekk auk nokk-urra kennara og starfsmanna. Sorp er flokk-að í skólanum: pappír, drykkjarílát, plast, málmar, rafhlöður og almennt sorp. Við munum einnig flokka lífrænt sorp þegar við fáum gerði fyrir þar til gerðar ruslatunnur. Nemendur í 1. – 4. bekk Stóru–Vogaskóla vinna við landgræðslu einn dag í lok skóla-ársins. Landgræðsla ríkisins leggur til áburð og grasfræ. Á sama tíma vinna 5.-7. bekkur að gróðursetningu með trjáplöntur frá Yrkju. Við viljum fjölga berjarunnum við skólann og plöntum sem hægt er að nota í kennslu og matargerð. Árlegt skólahlaup úti, allir taka þátt. Göngu- og skoðunarferðir um umhverfi skólans. Allir nemendur fara út í 2 kennslustundir að vori og hreinsa rusl, bænum skipt niður milli bekkja. Reynt er að spara rafmagn með því að slökkva ljós, nota sparperur o.fl. og nýtum pappírinn vel. Nær öll hreinsiefni eru umhverfisvæn og svansmerkt. Reynt er að takmarka notkun spilliefna við kennslu verk-greina. Leitum ráða til að minni mat sé hent í skólanum. Lýðræði, bekkjarfundir, leysum úr ágreiningi. Unnið er að því að innleiða nýja aðalnámskrá, m.a. grunnþættina sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi. Einhverjir þættir umhverfismála eru kenndir í öllum náms-greinum og bekkjum. Allur skólinn tekur þátt í að móta umhverfisstefnu þessa. Enn er

    beðið eftir að byggt verði gerði til að geyma ruslatunnur svo hægt verði að flokka lífræna úrganginn, einkum frá mötuneytinu.

    Grænfáninn afhenturÞann 17. september 2013 kom fulltrúi frá Landvernd, Gerður Magnúsdóttir, í heim-sókn og framkvæmdi úttekt á skólanum í sambandi við grænfánaverkefnið. Hún fór í heimsókn í nokkrar stofur og talaði við nem-endur og starfsfólk auk þess að lesa um það sem gert hefur verið. Niðurstaðan varð sú að skólinn hefði nú uppfyllt skilyrðin fyrir því að fá Grænfánann. Þann 20. september kom Gerður því aftur í skólann og afhenti fánann í Tjarnarsal að viðstöddum öllum nemend-um og starfsfólki. Grænfáni mun því blakta við hún við Stóru-Vogaskóla næstu tvö árin en þá verður gerð úttekt á ný.

    Faxi vill óska nemendum og starfsfólki Stóru-Vogaskóla til hamingju með þennan merka áfanga og þann góða árangur sem náðst hefur í umhverfismálum við skólann. Sérstak-lega má vekja athygli á þætti Þorvaldar Arnar Árnasonar náttúrufræðikennara skólans.

    Skólar á grænni greinUmhverfisverkefnin hafa tvíþættan tilgang því þau eru bæði nýtt til kennslu í skólanum og sömuleiðis til að bæta daglega umgengni og rekstur skóla. Þau auka þekkingu nem-enda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Reynslan sýnir að skólar sem taka þátt í verkefninu spara yfirleitt í rekstri.

    Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að styrkja umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga fram-faraskrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum FEE. Stýrihópur um Grænfána er Landvernd til fulltingis um allt sem viðkemur verkefninu.

    Markmið verkefnisins er að:• Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.• Efla samfélagskennd innan skólans.• Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða

    nemendur.• Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.• Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.• Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

    Grænfáninn blaktir við hún í Stóru-VogaskólaGrænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um lönd sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverf-isstefnu í skólum. Áhugi er mikill fyrir þessu verkefni og í dag taka þátt skólar í um sextíu löndum með um10 milljón nemendum. Á Íslandi eru um 230 skólar þátttakendur. Í þessari grein verður fylgst með leiðangri Stóru-Vogaskóla sem lauk með því að Grænfáninn var dreginn þar að húni þann 20. september s.l. og mun væntanlega blakta við Stóru-Vogaskóla næstu tvö árin. Þá verður gerð úttekt til að meta hvort skólinn skuli halda fánanum en til þess þarf bæði að sýna úthald og framfarir.

    Fyrsta umhverfisnefndin. Aftast: Þórarinn Birgisson, Oktavía J. Ragnarsdóttir, Særún Jónsdóttir, Svava Bogadóttir. Miðröð: Gunnar Róbert Rúnarsson, Anna Kristín Baldurs-dóttir, Ragnheiður Röskva Teitssdóttir. Fremst: Daníel Ingi Sigmundsson, Hrafnhildur Ýr Freysdóttir, Þorvaldur Örn Árnason. Nokkra nemendur vantar á myndina.

  • borgarinnar var talsvert meiri þá en hún er núna. Mest öll tengslin mín við vini í borg-inni trosnuðu með tímanum og slitnuðu og það var mér erfitt. Mér fannst Keflavík satt að segja hræðilegur staður, hafði reyndar aðeins kynnst bænum áður og dvalið hjá frændfólki mínu hérna, og stóð af einhverjum ástæðum í þeirri trú að keflvísku krakkarnir væru villingar og stórhættulegur lýður. Það var mótþrói í mér þegar ég kom hingað og ég var ekkert sérstaklega að leggja mig fram um að aðlagast nýjum aðstæðum. Ég kynntist að vísu fínum krökkum en aðlagaðist ekki, varð held ég aldrei hluti af samfélaginu. Minn fasti rúntur var skólinn og bókasafnið hjá Hilmari Jónssyni á leið heim úr skólanum. Þar náði ég mér í bækur, kom stundum við í ein-hverri búðinni, hnuplaði kexpakka, fór heim, lagðist í bækurnar og maulaði kexið. Það var mikið stolið á þessum árum, bæði hér og í Reykjavík, og maður heyrði oft ævintýralegar og óskammfeilnar sögur af búðarhnupli.

    Ég kynntist mörgu eftirminnilegu fólki hérna, ekki síst eftir að ég fór að vinna í fiski. Ég lýsi því umhverfi eitthvað í bókinni, en þetta er skáldsaga, og þó ég byggi kannski sumar persónur á einhverri fyrirmynd, þá er það aldrei nema að litlu leyti. Og þannig er það í öllum mínum bókum. En hitt er auð-vitað annað að fólk vill gjarnan bera kennsl á persónur í skáldsögum og þjóðaríþrótt að finna fyrirmyndir þeirra. Það eru til dæmis margar kenningar um hver hafi verið fyrir-myndin af Bjarti í Sumarhúsum. Vel heppn-uð persóna í skáldsögu er auðvitað stundum byggð á einhverri fyrirmynd, en þó sjaldan nema að litlu leyti; persónan er vel heppnuð vegna þess að hún lifir sjálfstæðu lífi, hún er sköpun höfundarins. Maður tekur kannski einhvern kæk frá einhverjum, einhver skap-gerðareinkenni og skapar síðan sjálfstæða persónu út frá því. Fólk vill gjarnan þekkja persónur í skáldverkum, það vill finna fyrir-myndirnar og setja síðan samasem merki á milli. Það sér aðeins þá fáu drætti sem sam-einar, en ekki hitt sem er frábrugðið. Þetta er ekki ósvipað því og þegar fólk les stjörnu-spána í blöðunum og 10 prósent passar við það sjálft. Þá segir fólk, já, þetta smellpasar við mig!

    Fyrstu ljóðin birtust í ViskustykkinuÉg var byrjaður að skrifa undir lok dvalar minnar í Keflavík. Ég var nokkuð seinn til þroska í þeim málum, mörg skáld byrja að skrifa á unglingsárunum en ég var kominn yfir tvítugt. Ég var lengi óviss hvað ég vildi verða, hvert ég vildi stefna, vann í þrjú ár eftir skólaskylduna, byrjaði því seint í Fjölbraut, ætlaði þá að verða stjörnufræðingur. Held að ég hafi ekki byrjað að yrkja fyrr en upp úr 1984 eða 85, en þá var líka eins og stífla hefði brostið innra með mér; og hef ekki hætt síðan. Ég gaf út mína fyrstu bók 1988, ljóða-

    6 FAXI FAXI 7

    „Í gamalli arabískri læknisbók segir að hjarta mannsins skiptist í tvö hólf, annað heitir hamingja, hitt örvænting. Hverju eigum við að trúa?“ Með þessum orðum hefst ein af síðustu skáldsögum Jóns Kal-mans Stefánssonar, Hjarta mannsins, sem var sjálfstætt framhald bókanna Himna-ríki og helvíti (2007) og Harmur englanna (2009). Nú fyrir jól er von á nýrri skáldsögu frá þessum höfundi. Hún ber nafnið „Fisk-arnir hafa enga fætur“ og gerist að hluta til í Keflavík þar sem höfundur dvaldi ungur að árum við nám og störf. Hamingja og ör-vænting eru áreiðanlega ekki langt undan í þessari bók fremur en öðrum verkum Kalmans, allavega ekki örvæntingin því í einum kafla er vitnað til gamalla ummæla þess efnis að Keflavík sé sá staður á landinu sem næstur sé dauðanum.

    ÆttarsagaVið hittum höfundinn nýlega að máli hér suður með sjó og báðum hann að segja okkur nánar frá bókinni og efni hennar.

    „Fiskarnir hafa engar fætur er að öðrum þræði ættarsaga,“ segir Jón Kalman. „Hún hefst þegar sögumaðurinn snýr aftur til Keflavíkur og lýsir aðkomunni eftir langa fjarvist. Hann er kominn til Keflavíkur til að taka á móti frænda sínum og nánasta vini, Ara, sem er að koma frá Kaupmannahöfn

    þar sem hann hefur gefið út bækur og verið á flótta undan sínu eigin líf í nokkur ár. Þessir tveir, Ari og sögumaður, voru samvistum í Keflavík í rúman áratug á sínum yngri árum. Bæjarbragnum eru gerð nokkur skil áður en byrjað er að rekja ættarsögu Ara. Bókin skiptist þannig í Keflavíkurkafla sem gerist

    að hluta í nútímanum, og síðan fortíðarkafla sem gerast á austur á landi, nánar tiltekið á Norðfirði, fyrir tæpum hundrað árum. Þar koma meðal annars við sögu föðurforeldrar Ara.“

    Jón Kalman er sjálfur ættaður að austan og því gæti maður freistast til að halda að hér sé verið að segja uppvaxtar- og þroskasögu hans sjálfs, sem er þó ekki raunin.

    Faðir hans, Stefán F. Jónsson, múrarameist-ari, flutti ungur að austan og fór að vinna á Keflavíkurflugvelli þar sem næga atvinnu var að hafa á þeim tíma. Móðir Kalmans, Berg-ljót Þráinsdóttir, lést þegar hann var sex ára gamall. Stjúpa hans er Ingibjörg Kristvins-dóttir af Ströndum en margt Strandamanna flutti til Keflavíkur á sjötta áratugnum og þegar Jón Kalman flutti hingað var hér einnig eitthvað af föðurfólki hans.

    Keflavík hræðilegur staður„Ég var 12 ára þegar við komum til Kefla-víkur um áramótin 1975, var í Myllubakka-skóla í hálft ár, fór síðan í Gagnfræðaskólann og lauk honum með misgóðum árangri. Ég vann víða á unglingsárunum, var í 3 haust í sláturhúsi vestur í Dölum, í fiski hjá Óla Sól og saltfiski og skreið hjá Arney í Sand-gerði. Ég var alls ekki sáttur við að flytja til Keflavíkur frá Reykjavík, enda á viðkvæmum aldri og fjarlægðin milli Keflavíkur og höfuð-

    Úr saltfisknum og múrverkinu

    í skáldskapinn

    Keflavíkurkafli Jóns Kalmans:

    Fiskarnir hafa enga fætur

    Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó í borg-inni til 12 ára aldurs en flutti þá til Keflavíkur og bjó þar til ársins 1986. Þá lá leiðin aftur til Reykjavíkur, með stúdentspróf úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja upp á vasann. Frá 1975 til 1982 var hann með annan fótinn vestur í Dölum, vann meðal annars í sláturhúsinu í Búðardal og frá 1979 til 1982 stundaði hann ýmis störf, vann við saltfisk og skreið, múrverk og var eitt sumar lögreglumaður á Keflavíkur-flugvelli. Jón Kalman nam bókmenntir við Háskóla Íslands frá haustmánuðum 1986 og með hléum til 1991 en lauk ekki prófi. Hann kenndi bókmenntir í eitt ár við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, hálft ár við Fjölbrautaskóla Suður-nesja, skrifaði jafnframt greinar fyrir Morgunblaðið, ritdæmdi þar bækur í nokkur ár. Jón bjó í Kaupmannahöfn 1992 til 1995, las, skúraði, taldi strætis-vagna. Hann starfaði sem bókavörður við Héraðsbókasafnið í Mosfellsbæ fram til vorsins 2000. Síðan þá hefur hann starfað sem rithöfundur. Jón Kalman býr í Mos-fellsbæ. Hann er kvæntur Maríu Karen Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn.

    Lofsamlegir dómarFáir íslenskir höfundar seinni tíma hafa jafn lofsamlega ritdóma fyrir bækur sínar og Jón Kalman. Hann hefur tvisvar hlotið tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norður-landaráðs frá Íslandi. Um bókina „Sumarljós og svo kemur nóttin“ sem m.a. hlaut Ís-lensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 sagði Páll Baldvin Baldvinsson gagnrýnandi DV að hún væri "... hrífandi fyndin: höfundurinn dregur upp einstök atvik í fáum orðum sem eru hryllilega fyndin. ... Sumarljós, og svo kemur nóttin er frábærlega vel stíluð bók. Lengur vildi ég að Jón leiddi mig lesandann hús úr húsi í þorpinu sínu í Sumarljósi gæfi hann sér tíma og hefði til þess næði í amstri sínu á skáldabrautinni því skáld er Jón Kalman, glimrandi skáld."

    Brot út Viskustykkinu, skólablaði FS 1985.

  • FAXI 9

    bókina Með byssuleyfi á eilífðina. Ég orti heilmikið síðustu árin í Fjölbraut og skrifaði í skólablað Fjölbrautar, Viskustykkið. Við Einar Falur og Birgir Þórarinsson og fáeinir aðrir rifum upp blaðið á þeim árum og gáfum út með miklu trukki, en það hafði legið í dvala í mörg ár. Við Birgir vorum með mikinn ljóðabálk inni í einu blaðinu ásamt myndum af okkur í flæðarmálinu milli Sandgerðis og Hvalsness. Við vorum vissulega nokkuð sjálf-hverfir í blaðinu, en gerðum líka held ég ágætis hluti, og metnaðarfulla. Vorum til dæmis með löng viðtöl við Þórarin Eldjárn og Einar Má Guðmundsson. Báðir þessir höfundar muna vel eftir viðtölunum. Birgir var öflugur í ljóða-gerðinni á þessum árum. En hann er núna glæsilegur ferðabóndi á Vatnsleysuströnd með meiru og fyrrverandi varaþingmaður Fram-sóknarflokksins fyrir kjördæmið.

    Varð að koma orðum að fegurðinniFrændi minn og skáldið Hannes Sigfússon, sagði einhverju sinni í viðtali á efri árum að hann vissi hreinlega ekki hvort skáldskapar-gáfan væri blessun eða bölvun. Þú kemst nefnilega ekki undan henni. Sá sem hefur þessa gáfu, eða hæfileika, verður að skrifa, annars kafnar hann. Og þótt ég hafi verið seinn til, lengi að uppgötva hver ég væri, þá var þessi djúpa, innri þörf alltaf til staðar í mér. Sem barn lifði ég í heimi bóka, sú veröld var jafn raunveruleg fyrir mér og það sem við köllum veruleiki. Ég var stöðugt að skapa veraldir innra með sjálfum mér. Hvarflaði þó ekki að mér að skrifa, en samt fann ég ævin-lega til einhvers innri óróleika sem ég skildi ekki. Þegar ég til dæmis upplifði eitthvað fal-legt eða eftirtektavert í náttúrunni innan um fólk, tók ég eftir að flestum nægði að horfa

    og njóta, meðan ég varð sífellt að stritast við að koma upplifun minni í orð, og tókst það sjaldan vel. Ég var heldur ósáttur við sjálfan mig fyrir að geta ekki þagað eins og aðrir í stað þess að bögglast með klunnaleg orð, mér fannst það minnkun. En þörfin var alltaf þarna. Það er mislöng leiðin sem maðurinn þarf að fara að sjálfum sér, og mín leið var kannski nokkuð löng.

    Aldrei meiri fjölbreytni í skáldskapnumÉg lá í Laxness, Þórbergi og fleirum á þessum árum, eins og maður gat meðfram vinnu. Eitt sumarið þegar ég var að vinna í múrverki hér í Keflavík, var ég að lesa Thor Vilhjálms-son. Vinnan í múrverkinu gat verið erfið og einhæf, og eitt sinn samdi ég um það við sjálfan mig að vinna eins og óður í klukku-

    tíma, verðlauna mig síðan 20 mínútna pásu og lesa Thor. Þetta dró mig áfram í gegnum vinnuna. Aðrir höfundar voru byrjaðir að gefa út á þessum tíma og hrifu mann, Sigfús Bjartmarsson, Einar Már, Gyrðir Elíasson, Steinunn Sigurðardóttir og margir aðrir. Við lifum gjöfula tíma í skáldsagnagerð á Íslandi. Það hefur aldrei fyrr verið jafn mikil fjöl-breytni, aldrei jafnmikið gefið út af góðum bókum og aldrei jafn margir rithöfundar þýddir á erlend mál. Höfundar þurfa oft að fara erlendis þegar bækur þeirra er gefnar út í öðrum löndum og í viðtölum við fjöl-miðla og í almennu spjalli er stöðugt verið að spyrja hvernig á því standi að Íslendingar eigi svo marga góða höfunda. Hér búa ekki nema rúmlega 300.000 manns sem er svip-aður fjöldi og í smáborg í Evrópu. Þeir skilja ekki hvernig við getum átt svona marga góða höfunda, já, hvernig jafn fámenn þjóð geti haldið uppi jafn öflugu menningarlífi. Það vekur aðdáun, og undrun. Það er ekki til nein einhlít skýring á þessu sem betur fer. En ef við horfum til skáldsagna, þá búum við að mjög ríkri hefð Íslendingasagna sem eru einstætt afrek í heimsbókmenntunum og á þessu volduga bjargi stöndum við. Það sem skiptir hinsvegar höfuðmáli í dag er launasjóður rithöfunda. Sá hópur höfunda sem geta sinnt skriftum eingöngu alveg frá sex mánuðum að heilu ári er orðinn býsna stór. Launin úr sjóðnum þykja ekki há, rétt rúmar 300.000 kr. á mánuði, fyrir skatt, en það fer svo sem enginn út í skáldskap vegna peninganna! Launasjóðurinn hefur tryggt að allnokkrir höfundar hafa getað helgað sig skáldskapnum nær einvörðungu síðustu 20-30 árin. Þetta skýrir árangurinn að ein-hverju leyti. Við erum með frábært landslið í fótbolta í dag, bæði hjá körlum og konum, og ástæðan auðvitað er sú að við erum afreks-fólk sem hefur alist upp í fótboltanum við bestu aðstæður. Þú nærð ekki árangri í neinu nema leggja þig allan fram, og vera stöðugt að. Ef við hefðum ekki launasjóðinn þyrftu nær allir höfundar að stunda ritstörf í hjá-verkum, sem þýddi að þeir gæfu út skáldsögu svona á 5-7 ára fresti, í besta falli. Og líklega ekki eins góðar sögur, því eins og í fótbolt-anum, eins og í öllum öðrum störfum, nærðu ekki árangri og þroska nema með því að vera stöðugt að.

    Launasjóðurinn er bakhjallurinnLaunasjóðir í Skandinavíu eru ekki eins öfl-ugir og sá íslenski, en þar er markaðurinn stærri, meiri möguleikar á sölu, fleiri blöð og tímarit sem birta skáldskap og greiða fyrir, og eins fá höfundar þar oft ágætar upphæðir úr bókasafnssjóðunum; þeir fá eðlilega greitt fyrir hverja bók sem lánuð er út. Við höfum sama fyrirkomulag hér á Íslandi, nema sjóð-urinn hér hefur aldrei verið burðugur, og stöðugt er verið að þrengja að honum.

    Íslenski markaðurinn er smár og enginn lifir af því að gefa út bækur. Menn geta verið heppnir og selt nokkur þúsund eintök, og uppskorið laun fyrir það; en þau laun duga ekki til að halda höfundi á floti í þau tvö til þrjú ár sem tekur að skrifa bókina. Erlendis hafa höfundar möguleika á að drýgja tekjur með því að skrifa í blöð, birta skáldskap sinn í tímaritum, en það er ekki svo gott hér. Ég held að ástandið á fjölmiðlamarkaðnum hafi sjaldan verið jafn dapurt og á okkar tímum; dagblöðin eru rýr, þau eru undirmönnuð, og stýrt af hörðum hagsmunaröflum sem hafa ekki mikinn áhuga á gagnrýnni umræðu. Þetta er mjög alvarlegt fyrir lýðræðislegu umræðuna og bæði dapurlegt og undar-legt að við skulum sætta okkur við það. Og menningarumfjöllunin var fljótt skorin niður eftir hrunið; peningaöflin á bak við Morgun-blaðið nýttu til að mynda fyrsta tækifærið eftir hrun til að leggja niður Lesbók Morg-unblaðsins, sem hafði þá lengi verið öflugt menningarrit, frjór umræðuvettvangur. Mér skilst raunar að Lesbókin hafi ævinlega verið þyrnir í augum þessara afla, en skáldið og ritstjórinn Matthías Johannessen stóð með henni og neitaði að leggja hana niður. Hann var tæpast stiginn upp úr stólnum þegar þeir skáru hana af.

    Engin sparnaður að skera niður menningunaPeninga– og hagsmunaöfl hafa, með örfáum undantekningum, aldrei skilið mikilvægi menningar, þau hafa ekki ímyndunaraflið til þess. Og það sama virðist því miður gilda um núverandi ríkisstjórn sem sker niður fé til menningarmála, að eigin sögn til að spara. Það er lengi hægt að réttlæta sparnað á erfiðum tímum – og látum nú alveg liggja milli hluta að ríkisstjórnin vilji ekki draga úr niðurskurði með því að sækja fé til útgerðar-innar, og það jafnvel þótt stóru fyrirtækin þar

    skili miklum hagnaði. Látum það vera núna; en það er hinsvegar enginn sparnaður í því að skera niður fé til menningar. Það er einfald-lega eins og að henda útsæðinu í sparnaðar-skyni. Tökum dæmi með kvikmyndasjóð, sem á að skera hressilega niður. Það liggja fyrir tölur og útreikningar hagfræðinga að fyrir hverja eina krónu sem ríkið leggur til kvikmynda, fær það minnst fjórar krónur til baka. Þetta eru staðfestar hagfræðilegar tölur og til í opinberum skýrslum. Og samt vill ríkisstjórnin skera þarna niður, eins og þeim sé illa við hagnaðinn!

    Það er tungumálið og menningin sem gerir okkur að þjóð. Án íslenskunnar og án menningarinnar myndum við einfaldlega hægt og bítandi glata þjóðerninu. Ég veit að sumir gefa lítið fyrir menninguna og segja að fyrst þurfum við að lifa, hafa atvinnu, síðan getum við hugað að menningarlífi. Gott og vel – ég er raunar mjög efins um að hægt sé að skilja svona hluti að, að það sé hægt að setja menninguna til hliðar eins og húsgagn, hafa það inn í geymslu þar til birtir. Hvort sem okkur líkar betur eða ver þá er menn-ingin órjúfanlegur hluti af lífi okkar og sam-félagi. En ef við lítum framhjá því og tökum bara hagfræðilegu rökin, þá liggur fyrir ítar-leg skýrsla sérfræðinga sem var kynnt fyrir fáeinum árum og sýnir að hagræn áhrif af menningu og störfum sem tengjast menn-ingu eru um 190 milljarðar á ári, fimmfalt meira en t.d. landbúnaðurinn gefur af sér. Menningin skilar því beinum fjárhagslegum hagnaði, og það talsverðum. En til að skapa hagnaðinn þarf að leggja fram fé. Til að fá þessar 4 krónur frá kvikmyndafólki, þarf að leggja til 1 krónu. Þetta myndi þá heita fjár-festing. Bæri það því ekki einfaldlega vott um góða hagstjórn að auka framlag til menn-ingar á krepputímum?“

    -etj.

    B irgir Þórarinsson fékk mig til að sækja um starf í lögreglunni uppi á Keflavíkurflugvelli. Hann sótti um sjálfur og taldi sig nokkuð öruggan með að fá það enda vel tengdur. Mér fannst fullkomlega frá-leitt að gerast lögreglumaður, það er svo fjarri mínum karakter. En ég var 23 ára gamall og hafði fram til þess tíma bara unnið líkamlega vinnu, og dreymdi um að komast í starf þar sem maður væri ekki dauðþreyttur þegar maður kom heim – og gæfist jafnvel kostur á því að lesa bækur í vinnutímanum. Og þegar Birgir var nánast búinn að gefast upp á að fá mig til að sækja um, hann sem aldrei gefst upp, það er ekki í eðli hans, datt hann niður á töfrasetninguna: „Þú getur lesið í vinnutímanum uppi á Velli.“ Það var eins og fegursta tónlist í mínum eyrum og ég sótti um lögreglustarfið. Birgir hafði líka rétt fyrir sér. Ég las óhemju mikið í vinnunni þetta sumar, bæði í Grænáshliðinu og Aðalhliðinu. Bestar voru næturvaktirnar. Ég var enginn fyrirmyndarstarfsmaður, rímaði engan veginn við starfið, taldi mig ekki hafa neinn rétt á að skipta mér af fólki, en vinnufélagarnir voru ljúfir og fyrirgáfu mér flest, og ég bætti ýmislegt upp á næturvökt-unum því þeir sem voru með mér í Aðalhliðinu á nóttinni gátu lagt sig, ég vildi aldrei sofa, nýtti tímann í lestur. Þeir gátu sofið rólegir, vissu að ég myndi hnippa í þá ef eitthvað gerðist; en það gerðist ánægjulega fátt um nætur, yfirleitt ró og friður yfir öllu.

    Það hvarflaði ekki að mér á þessum árum að reyna að skrifa skáld-

    sögu. Ég leit á mig sem ljóðskáld, og var sannfærður um að ég gæti ekki skrifað skáldsögur, hafði auk þess ekki áhuga á því. Enda voru fyrstu þrjár bækur mínar ljóðabækur. Þegar sú fyrsta kom út stundaði ég nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, en þar sem ég gaf út bókina sjálfur varð ég að taka mér hlé frá námi, halda suður með sjó og fór aftur að vinna í saltfiski hjá Arney í Sandgerði til að greiða prent-kostnaðinn. Með tímanum fór ég að vera ósáttur við ljóðin mín, fannst eitthvað vanta upp á, eins og ég næði ekki öllu því fram sem ég fann fyrir innra með mér. Þess vegna fór ég að reyna við skáldsöguna, ja, bæði út af því og innri þörf. Ég var þá búsettur í Kaupmannahöfn og hafði rúman tíma til að glíma við lausamálið.

    Á rúmum tveimur árum tókst mér að skrifa tvær skáldsögur, sem voru því miður ansi slakar, en ég hafði blessunarlega vit á því að henda þeim. Það var svolítið erfiður tími, öll þessi vinna og uppskeran ekkert nema vonbrigði. En þannig gengur það stundum fyrir sig í skáldskapnum, leiðin er ósjaldan grýtt og torsótt, og ég þurfti einfald-lega að skrifa þessar tvær skáldsögur til að átta mig á sjálfum mér, til að

    finna minn stíl, mína rödd. Menn setjast ekki einfaldlega niður og byrja að skrifa skáldsögu – höfundurinn þarf að finna sinn eigin takt, sína eigin frásagnaraðferð, eitthvað sem rímar við hann sjálfan. Og það er vinna, erfið, slítandi barátta, löng leið vörðuð vonbrigðum, örvæntingu, efasemdum – en líka, blessunarlega, djúpri gleði.“

    8 FAXI

    Bóklestur á næturvöktum í Grænáshliðinu

    Hallur Hallsson og Sigurður Jóakimsson í Grænáshliðinu 1982.

    Þessi föngulegi hópur stúdenta útskrifaðist frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja vorið 1986. Skólameistari var Hjálmar Árnason. Meðal stúdenta í hópnum er tveir sem koma við sögu í þessu viðtali, þeir Birgir Þórarinsson og Jón Kalman Stefánsson (aftasta röð, fjórði frá vinstri).

  • 10 FAXI

    Sendum lesendum Faxa og landsmönnum öllum bestu óskir um

    GLEÐILEG JÓLog farsæld ákomandi ári

    Starfsfólk HS Orku hf

    óskar starfsmönnumsínum svo og öllum bæjarbúum

    gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

    og þakkar liðið ár.

    BæjarstjórnReykjanesbæjar

    gleðilegra jólaog farsæls komandi árs,

    með þakklæti fyrir viðskiptin á undanförnum árum

    Óskum Suðurnesjamönnum

    G r ó f i n 1 3 c • 2 3 0 R e y k j a n e s b æ r S í m i 4 2 1 4 3 8 8

    stapaprentPrentþjónusta í 29 ár

    FAXI 11

    Stóru-Vogaskóli í Vogum á Vatnsleysu-strönd hefur tekið þátt í Comenius verkefnum -  Evrópskum samstarfs-verkefnum – mörg undanfarin ár og er nú í sínu fjórða Comeniusar verkefni  “A Healthy Mind in a Healthy Body” (Heil-brigð sál í hraustum líkama).

    Comeniusar verkefni eru evrópsk sam-starfsverkefni sem stuðla að auknum sam-skiptum og samvinnu milli evrópskra skóla og eru studd af Evrópusambandinu. Sam-starfsaðilar Stóru-Vogaskóla  í verkefninu eru skólarnir  Scholengemeenschap St.-Can-isius frá Hollandi, Penicuik High School frá Skotlandi,  Osnovna šola Matije Valjavca Preddvor frá Slóveníu, Zakladni skola a Ma-terska skola Breclav  frá Tékklandi,  Colegio San Ignacio á Spáni og Istituto Omnicomp-rensivo statale Alvito  frá Ítalíu. Nemendur úr skólunum á aldrinum 12-15 ára (7. – 9. bekkur) taka virkan þátt í verkefninu sem er fjölbreytt og skemmtilegt. Áhersluatriði verkefnisins eru heilbrigt líferni, hreyfing og hollt mataræði.

    Í verkefninu er unnið út frá fjölbreytileika og ólíkum venjum í hverju landi þótt megin markmið sé að stuðla almennt að bættri heilsu, jafnrétti og sjálfbærni. Samstarfið hefur gengið virkilega vel og eftir   fyrsta fundinn, sem haldinn var í Stóru-Vogaskóla í septembr 2012, hafa verið haldnir samstarfs-fundir á Ítalíu, Hollandi, Tékklandi og Skot-landi. Á vormánuðum 2014 verða fundir í Slóveníu og á Spáni en þar verður lokafundur verkefnisins haldinn og lokaskýrslu skilað í kjölfarið. 

    Nemendur vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast heilbrigði t.d. varðandi svefn- og matarvenjur, mismunandi íþróttagreinum eftir löndum, heilbrigðu mataræði (sem getur haft ólíkar áherslur í mismunandi löndum!), sjálfbærni og endurvinnslu í gegnum ýmis verkefni sem nemendur hafa unnið.

    Þátttaka Stóru-Vogskóla í Comeniuesar verkefnum hefur verið afar jákvæð og stuðl-að að aukinni þekkingu á ólíkri menningu í evrópskum skólum (og löndum) bæði fyrir nemendur og kennara skólans auk þess sem hvert tækifæri til að kynna sérstöðu Íslands

    hefur verið nýtt til hins ítrasta! Vert er að geta þess að samstarf við Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands sem annast um Comeniusar verkefnin hefur verið mjög þýðingarmikið og jákvætt allan þann tíma sem um er að ræða í þessu sambandi.

    Heilbrigð sál í hraustum líkama: 

    Evrópskt samstarfsverkefni Stóru-Vogaskóla

    Jóhann Benedikt Pétursson fæddist í Áreyjum í Reyðarfirði 28. apríl 1920. Hann andaðist á Heilbrigðis-stofnun Suðurnesja 19. sept. sl., 93 ára að aldri.Hann hafði lifað tímana tvenna. Spánska veikin geisaði og heimskreppan mikla var í aðsigi. Móðir hans féll frá ung að áðum frá 6 börnum. Fjölskyldan tvístraðist, börn-in fóstruð hvert á sínum staðnum. Á nær aldarferli sínum á tímum iðnvæð-ingar taldi hann að mesta byltingin sem hann hefði upplifað hefði verið að eignast sín fyrstu gúmmístígvél.

    Jóhann lærði klæðskeraiðn hjá Kaup-félagi Héraðsbúa 1939- 44. Kennari hans var Franz Jesovsky. Síðan tók við iðn-skólapróf og sveinspróf í Reykjavík.

    Jóhann stundaði klæðskeraiðn til ársins 1954 hér í Keflavík, síðan verslun til ársins 1967. Gerðist þá póstmeistari á Keflavíkurflugvelli. Eigandi í vinnu-fyrirtækinu Kraninn hf. ásamt bróður sínum Ragnari frá 1954. Í bæjarstjórn og byggingarnefnd Keflavíkur 1952 til 56. Einn af stofnendum Rótary-klúbbs Keflavíkur 1945 og starfaði þar til dauðadags. Jóhann var varaform. Iðnaðarfélagsins keflavíkur 1953-54 og formaður 1954-55. Formaður sjálf-

    stæðisfélags og félagi í málfundafélaginu Faxa um árabil. Umdæmisstjóri Rótary á Íslandi 1976-77 og sinnti margvíslegum störfum á alþjóðavísu fyrir Rótary hreyfinguna ásamt eiginkonu sinni, Kristúnu Helgadóttur. Einnig gerðist hann félagi í Oddfellow-stúkunni Ingólfi 1974 og síðar í stúkunni Nirði í Keflavík.

    Síðustu mánuðina dvaldi Jóhann á hjúkrunardeild HSS undir handleiðslu þess frábæra starfsfólk sem þar starfar. Hugvit og handverk eru orð sem fylgt hafa Jóhanni frá því lagður var grunnur að vegferð hans. Megi minningin um góðan dreng lifa.

    Birgir Guðnason

    Jóhann Pétursson - Minning

    Hluti nemenda sem í þátt í Comeniusarverkefninu 2012-2014 Stóru-Vogaskóla.

    Ítalskir nemendur frá Alvito sýna dans frá héraðinu sínu.

  • 12 FAXI

    Sendum öllum Suðurnesjabúum góðar jóla- og nýársóskir, með þakklæti fyrir viðskiptin á liðnum árum

    Sundmiðstöðin

    Fjölbrautaskóli Suðurnesjaóskar nemendum, kennurum og öðrum Suðurnesjabúum

    gleðilegra jóla

    og farsældar á komandi ári.Þökkum samstarfið á árinu

    SKÓLAMEISTARI

    gleðilegrar jólahátíðar og farsæls nýs árs

    Fullkomið öryggiskerFi í áskriftHaFnargötu 60 — 230 reykjanesbæ — 580 7200 — www.securitas.is

    Óskum Suðurnesjamönnum

    gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

    og þökkum samskiptin

    á árinu sem er að líða

    óska Suðurnesjamönnum

    Gleðileg jólHeimilisfólk þakkar

    heimsóknir og veittar ánægjustundir á liðnu ári.

    Guð blessi ykkur öll.

    Vistmenn á Garðvangi og Hlévangi

    Gleðileg jólGott og farsælt nýtt ár!

    Þökkum samskiptin á liðnu ári

    Útvegsmannafélag Suðurnesja

    Gleðileg jólGott og farsælt nýtt ár!

    Þökkum samskiptin á liðnu ári

    Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

    Sími 425 2100 | www.kadeco.isUpplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is

    PIP

    AR

    \TB

    WA

    -SÍA

    Starfsfólk Kadeco sendir íbúum og fyrirtækjum á Ásbrú − viðskiptavinum og landsmönnum öllum −

    innilegar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

    Gleðileg jól

    Flugvellir 6, Keflavík · Sími 42 100 42 · Fax 42 100 43 · www.dyri.com

  • 14 FAXI FAXI 15

    Vigdís Jakobsdóttir fæddist á Seyðis-firði 14. desember 1906. Foreldrar hennar voru Anna Magnúsdóttir barnakennari í Reykjavík og Jakob Magn-ússon útgerðarmaður. Snemma vaknaði hjá Vigdísi tónlistaráhugi og stundaði hún nám í píanóleik hjá Ástu Einarsson og síðar Emil Thoroddsen, hún spilaði m.a. á dansæfingum í MR, en hún lauk gagn-fræðaprófi þaðan 1924. Síðan fór hún til náms til Kaupmannahafnar og lærði hjá hinum þekkta píanóleikara prófessor Har-aldi Sigurðssyni. Að námi loknu kom hún heim og starfaði í Hljóðfærahúsinu og auk þess stundaði hún undirleik og kenndi á píanó, en píanókennslu stundaði hún nær alla ævi.

    Vigdís og Alfreð flytja til KeflavíkurÁrið 1931 giftist Vigdís Alfreð Gíslasyni lög-fræðingi, síðar bæjarfógeta og sýslumanni í Keflavík. Þau fluttust til Keflavíkur 1938, þar sem Alfreð tók við starfi lögreglustjóra. Eignuðust þau tvö börn, Gísla Jakob, leikara og fyrrverandi þjóðleikhússtjóra og Önnu Jóhönnu, ferðafræðing. Fljótlega eftir komu þeirra til Keflavíkur hóf Vigdís píanókennslu og síðar stofnaði hún Tónlistarfélag Kefla-víkur og var formaður þess í 22 ár. Hún var einnig fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans, en síðar fékk hún Ragnar heitinn Björnsson til þess starfa. Vigdís tók mikinn þátt í félagslífi bæjarins, beitti sér fyrir stofnun Sjálfstæðis-

    kvennafélagsins og var fyrsti formaður þess og einnig vann hún mikið við Kvenfélagið. Hún rak auk þess kvenfataverslunina Eddu í mörg ár ásamt Þórunni Ólafsdóttur.

    Vigdís fór strax að kenna í Keflavík. Í þeirri sjálfsævisögulegu grein sem hún skrifaði á gamals aldri segir hún að hún hafi strax fengið svo mikið að gera að hún hafi ekki séð út úr því. Hér á eftir fer það brot úr greininni sem fjallar um ár Vigdísar í Keflavík.

    Hætti að spila danslögÞað héldu allir að ég kynni svo mikið úr því að ég hafði lært hjá Haraldi Sigurðssyni píanóleikara. Nemendurnir voru misjafnir

    eins og gefur að skilja en ég get nefnt Guð-rúnu Þorsteinsdóttur. Hún giftist Einari Waage sellóleikara en þau skildu en síðan giftist hún hafnarstjóranum í Reykjavík. Hún hafði allt í þetta og lagði píanóleik alveg fyrir sig en svo missti hún heilsuna og hætti. En ég hætti alveg að spila danslög, spilaði ekki einu sinni fyrir sjálfa mig en ég spilaði undir hjá leikfimiflokkum t.d. hjá Íþróttafélagi kvenna. Við fórum í kringum landið með íþróttaflokk og ég spilaði undir hjá þeim. Svo var ég eitt-hvað að spila undir hjá kvenfólkinu þangað til að ég fékk vinnu hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands. Ég giftist Alfreð Gíslasyni 1931 og við fluttum til Keflavíkur 1938 þar sem hann

    varð bæjarfógeti. Þar fór ég að kenna og kenndi í tuttugu ár þar til að við stofnuðum tónlistarskóla þar.

    Keflvíkingar byrja að kaupa píanóÞegar við komum til Keflavíkur var ekki mikið tónlistarlíf þar en ég fór að kenna og við stofnuðum þar tónlistarfélag til þess að koma upp tónlistarskóla. Ég var kosin for-maður í tónlistarfélaginu og það var mikill áhugi hjá Keflvíkingum fyrir þessu. Það leið ekki langur tími þar til fullt af fólki var búið að kaupa sér píanó. Við fengum styrktarmeð-limi og lofuðum að það yrðu haldnir þrennir tónleikar á vetri og meðan ég var í Keflavík stóð ég við það. Við fengum suður eftir píanóleikarana Jón Nordal, Rögnvald Sigur-jónsson, Jórunni Viðar o.fl. og alla söngvar-ana: Guðrúnu Á Símonar, Þuríði Pálsdóttur, Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og ég veit ekki hvað, fiðluleikara - bara allt. En eftir að ég fór frá Keflavík, þó ég segi sjálf frá, þá er þetta búið - engir tónleikar nema Sinfóníuhljóm-sveitin. Hún kemur alltaf einu sinni á ári. Og Karlakór Keflavíkur hefur starfað vel.

    Lítill áhugi á AskenazyÞetta gekk nú ekki alltaf vel og þessir hljóm-leikar voru ekki vel sóttir. Ég bauð öllum heim á eftir því tónlistarfélagið átti aldrei neitt. Svo var Askenazy staddur á Íslandi og það var sagt við mig: Ef þú færð Askenazy til að koma hingað færð þú fullt hús. Ég get ábyggilega fengið hann segi ég en það verður bara ekki sótt. Því að tónleikar voru alltaf illa sóttir þótt fólk hefði ókeypis miða í hönd-unum. En ég hringi og fæ Askenazy til að koma. Svo kemur hann og konan hans með, ég á nú myndir einhvers staðar frá þessu - auðvitað var hálft hús þegar hann spilaði. Svo kom hann til okkar á eftir og þau öllsömul og honum þótti þetta bara svo ofboðslega fyndið. Ég hélt að hann myndi verða eitthvað sár yfir þessu. Hann varð ekki sár - honum fannst þetta svo ofboðslega fyndið að spila fyrir hálfu húsi - heimsfrægur maðurinn sem er pantaður löngu fyrirfram. En ég vissi að þetta þýddi ekkert.

    En við héldum alltaf nemendatónleika í bíóinu, þrenna tónleika og það var alltaf fullt hús þar. Þangað komu aðstandendur barnanna sem spiluðu, foreldrar, systkini og kunningjar. Það var kennt bæði á fiðlu og blásturshljóðfæri og náttúrlega píanó og við höfðum alltaf litla hljómsveit. Einu sinni hringdi Elsa Sigfúss til mín, þá var tónlistar-félagið ekki komið í Keflavík en hún vildi halda tónleika þar og spurði hvort að ég gæti hjálpað sér að koma því í kring og ég gerði það og hún kom og það var náttúrlega hálft hús eins og venjulega.

    Ekki gaman að spila á böllumÉg gæti sagt eitthvað frá Sigfúsi Einarssyni

    föður hennar því að hann bjó nú í tíu ár í sama húsi og ég í Túngötu svo ég man vel eftir honum. Hann kenndi söng í Mennta-skólanum og hann var alveg yndislegur maður. Ég man að ég var alltaf að vona að ég heyrði hann spila eitthvað af lögunum sínum heima því hann var kompónisti en það sem ég heyrði hann spila var allt saman fingraæf-ingar. Valborg Einarsson kenndi heima bæði söng og píanóleik en Sigfús kenndi aldrei heima, það sem hann kenndi það kenndi hann niðri í Dómkirkju á orgel. Ég kynntist börnum þeirra, Elsu og Einari, við bjuggum í sama húsi í tíu ár. Elsa var aðeins yngri en ég, við vorum oft samferða í skólann og hún

    kom til Keflavíkur til mín. Þau sungu saman systkinin, alveg óskaplega mikið. Hún söng lægri röddina og hann efri röddina. Þá voru þau börn og sungu bæði mjög vel.

    Ég hafði nú raunverulega ekkert gaman að spila á böllum, það var dálítið þreytandi en það var gott að fá peningana fyrir það. Það fór þannig fram að ég spila tvö-þrjú lög þangað til mér fannst dansinn orðinn hæfilega langur og þá settust dömurnar á bekki og svo byrjaði ég næstu syrpu. Það var mikið spilaður lancér á þessum árum [samkvæmisdans, dansaður í ferhyrning af minnst fjórum pörum í fimm umferðum með breytilegum sporum.] Það eru fimm túrar og þá spilaði ég forspil fyrst. Vigdís, Ragnar Björnsson, Vladinir Ashkenazy, Þórunn kona hans, Pétur Pétursson þulur.

    Alfreð Gíslason, Ingibjörg Einarsdóttir, Vigdís Jakobsdóttir, Óskar Gíslason.

    Alfreð og Vigdís.

    Vigdís með nokkrum barnabarna sinna: frá vinstri: Alfreð Gíslason, Vigdís Finnsdóttir, Björgvin Finnsson.

    Þeir renndu sér bara fótskriðu ef þeir vildu ná einhverri dömunni

    Í bráðskemmtilegri og fróðlegri grein sem Vigdís heitin Jakobs-dóttir píanókennari í Keflavík skrifaði á efri árum segir frá tónlistarlífi, skemmtanalífi og danskennslu í Keflavík á fjórða og fimmta áratug aldarinnar. Vigdís var einn af stofnendum Tónlistarskólans í Keflavík og mun hafa verið fyrsti píanó-kennari í Keflavík sem eitthvað kvað að.

  • 16 FAXI

    Það sýnir það að það á að fara að dansa lancér og bjóða herrarnir dömunum upp og þá raða þeir sér upp í það sem kallað er kvatrillur. Það eru fjögur pör í hverri og þegar ég sá að allir voru komnir á sinn stað og allir tilbúnir, þá spilaði ég aftur forspilið og síðan eru fimm túrar. Þetta var mikið dansað upp úr 1920 og hafði verið dansað við dönsku hirðina. Nú er byrjað að dansa þetta aftur. Ég kenndi lancér Hringskonum fyrir nokkrum árum fyrir 70 ára afmæli Hringsins. Þá dönsuðu þær þetta niðrá Hótel Borg og ég kunni bæði músíkina og dansinn. Dansinn er afskaplega langur - ætli það taki ekki alla vega svona hálftíma að dansa alla túrana - ekki minna.

    Lancér-klúbburinn stofnaðurAnnað árið mitt, sem ég átti heima í Keflavík, stóð ég fyrir því að við stofnuðum lancér klúbb. Við fengum okkur grammófón og plötur og fengum að vera í Ungmennafélags-húsinu. Ég fékk margt ungt fólk í þetta og ég kenndi öllum lancér. Við vorum að skemmta okkur við þetta í heilan vetur, svona einu sinni í viku. Svo upp úr þessu Hringsafmæli var ég fengin til að hjálpa danska sendiherr-anum, Janus W. Paludan sem var hérna 1977 til 1985, og þá var dansað eftir plötum sem hann var með. En ég var fengin til að fara í heimahús og spila þar svo pörin gætu æft sig áður en þau fóru í veisluna. Dömurnar kunnu lancér af því að þetta voru Hringskon-ur en mennirnir kunnu ekki dansinn. Þessi

    böll í danska sendiráðinu voru í janúar og ég fór alltaf í janúar á heimilin þeirra og hjálpaði þeim til að kenna mönnum sínum dansinn.

    Það er ekkert erfitt að læra þetta og svo er það mikil hjálp ef dömurnar kunna dansinn vel. Sendiherrann kunni þetta alveg. Það verða að vera fjögur pör í dansinum, það er ekki hægt að dansa hann öðruvísi. Þegar við dönsuðum lancér í gamla daga var mikið mál að komast í dansinn, það var ekki skemmti-legt að sitja eftir. Og það var ekki sama hvern maður dansaði við. Það var alveg til í því að dömurnar sögðu nei þegar þeim var boðið upp en þá var reynt að bera einhverju við: „ Ég er búin að lofa að dansa við einhvern annan", sem ekki var satt. Þeir renndu sér bara fótskriðu ef þeir ætluðu að ná í einhverja ákveðna dömu. Þá var um að gera að drífa sig af stað, það dugði ekki annað.

    Tangó og CharlestonEn það voru fleiri tískudansar til en lancér. Það var til dæmis dansaður tangó sem var kenndur við Destiny - lagið hét því nafni. Hann var voða fallegur og það kunnu hann ekki nema þeir sem höfðu farið á dansskóla. Charleston var í hámarki þegar ég kem til Kaupmannahafnar og þá var ég búin að læra hann hérna heima. Hann var á fullu þar á öllum veitingastöðum og það kom sér vel að vera búin að læra hann. Ásta Norðmann fór út á hverju sumri til að læra það nýjasta. Það var ansi mikið fyrirtæki en þetta var hennar

    atvinna og það þýddi ekki annað.Mér fannst nú að piltarnir dönsuðu ekkert

    sérstaklega vel á þeim árum. En þeir voru til og einn þeirra var Óskar Þórðarson læknir. Ég elti hann einu sinni þegar við vorum sam-an í boði og ég sagði: „ Óskar, mikið fannst mér alltaf gaman þegar þú komst og bauðst mér upp". Við vorum í sama bekk í Mennta-skólanum og við höfðum verið saman í dans-skóla hjá Sigurði Guðmundssyni innan við fermingu.

    Eitt af því sem píanóleikarar voru fengnir til að gera á árum áður var að spila undir þegar bíósýningar voru. Ég var nú aldrei mikið í því en einu sinni fór Kristjana Malm-berg í eitthvað ferðalag og ég var fengin til að hlaupa í skarðið. Ég vissi raunverulega ekk-ert hvernig ég ætti að gera þetta, ég spilaði það sem er kallað saloon-musik þarna. Ég vildi nú vita hvort þetta væri grínmynd eða sorgleg mynd og gat séð það svolítið útundan mér. Það bar við að það væri fenginn söngv-ari og Stefán Íslandi var fenginn til að syngja í Nýja bíói. Hann söng Ramóna og eitthvað svoleiðis. Það er mikill munur á tónlistarlífi nú og þá. Að sumu leyti er það betra nú en ekki að öllu leyti. Það er allt eitthvað miklu frjálslegra nú og miklu skemmtilegra finnst mér, unga fólkið. Það er ekki feimið - það var miklu feimnara á árum áður. Allir voru hræddir við að fólk myndi segja Pétri og Páli frá því ef það gerði skyssu. En aftur á móti reyndi fólk að vanda sig meira þá.“

    Í minningargrein um Vigdísi Jakobsdóttur sem Eiríkur Árni Sigtryggsson og Ragnheiður Skúladóttir skrifuðu fyrir hönd Tónlistarskólans í Reykjanesbæ 13. mars 2001 segir m.a.:

    „Margar góðar minningar koma fram í hugann þegar hugsað er til baka til þess tíma er við trítluðum niður á Mánagötu í píanótíma. Ennþá streyma hlýjar tilfinningar um sál og líkama þegar gengið er fram hjá virðulegum fyrrverandi bæjarfógetabústað þar sem Vigdís bjó með reisn mikilli. Vigdís var sérlega hvetjandi og skemmtilegur kennari og kom mörgu barninu á bragðið í tónlistinni. Upp úr 1950 kom til Keflavíkur ungur maður með eldsál. Guðmundur Nordal kveikti hugmynd í hugum nokkurra áhugamanna um tónlist, í þá veru að stofna hér tónlistarfélag. Vigdís var strax mjög hlynnt þeirri hugmynd og stuttu síðar varð tónlistarfélagið að veruleika. Vigdís varð fljótlega í forystu fyrir félagið og vann því vel. Hug-mynd að tónlistarskóla kom frá Vigdísi og var skólinn stofnaður árið 1957. Vigdís var vakin og sofin um velferð skólans. Hennar tromp var ráðning ungs nýútskrifaðs manns, Ragnars Björnssonar. Það var mikil gæfa fyrir þessa ungu stofnun að fá svo hámennt-aðan og duglegan mann til starfa. Ragnar var skólastjóri hátt í 30 ár og má þakka frábæru samstarfi þeirra hve skólinn óx og dafnaði og varð að einum stærsta og merkasta tónlistarskóla landsins. Við Suðurnesjamenn viljum þakka Vigdísi allt það sem hún gerði fyrir okkur.“

    Vigdís var hvetjandi og skemmtilegur píanókennari

    FAXI 17

    Óskum Sandgerðingum og öðrum Suðurnesjamönnum

    gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs

    Bæjarstjórn Sandgerðis

    Óskum öllum Garðbúum og öðrum Suðurnesjamönnum

    gleðilegra jólaog farsæls komandi árs,með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári

    SveitarfélagiðGarður

    Íslandspóstur Hafnargötu 89 230 Reykjanesbær

    Sími: 421 5000

    JÓLAPRÝÐIPÓSTSINS 2013Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið og tilvalið í jólapakkann.

    Örn Smári Gíslason er hönnuður jólaóróanna og jólafrímerkjanna 2013.

    Í pakkanum eru þrír 8 cm jólaóróar úr látúni með gullhúð í gylltu bandi. Verð 2.950 kr.

    Óskum Suðurnesjamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu.

    Þökkum samskiptin á liðnu ári.

    Eldvarnir ehf.Iðavöllum 3

    Sími 421 4676 - GSM 892 7519

    Vigdís við píanóið.

  • 18 FAXI FAXI 19

    Mikill áhugi er á myndlist í Reykjanesbæ og þar er fjöldi áhugafólks að vinna við mynd-list eins og sýningar á Ljósanótt bera glöggt vitni. Fáir hafa þó listina að aðal-atvinnu en meðal þeirra er listakonan Lína Rut Wilberg sem er með vinnustofu í Njarðvík og á Hafnargötunni í Keflavík. Sérstæð, litrík og oft á tíðum súrrealísk verk hennar vöktu verðskuldaða athygli á sýningunni „Klikkuðum kærleik“, sem

    var með forvitnilegri viðburðum Ljósa-nætur 2011. Sýningin var haldin í Vík-ingaheimum og var þar tvinnað saman tónlist, leiklist og hönnun. „Happy Face“ listrænt hönnunarverkefni Línu Rutar vakti mikla lukku á þessari sýningu. Listakonan segir að hana hafi langað til að búa til fígúru sem gætu glatt augað og komið brosi á vör áhorfenda og þá ekki síður þeirra sem njóta áttu ágóðans af þessu verkefni. Það voru fötluð börn,

    sem Lína Rut leggur áherslu á að séu sér-stök börn, en meðal þeirra eru tveir synir hennar sjálfrar. Lína Rut vinnur nú að myndskreyttri barnabók sem ætlunin er að komi út á næsta ári og ber nafnið „Núi&Nía“ sem er nýja heitið á Happy Face verkefninu. Það sem vakir fyrir lista-konunni með verkefninu er að vinna því viðhorfi brautargengi að það sé í lagi að vera sérstakur og í rauninni stórkostlegt að við séum ekki öll „venjuleg“.

    Einu sinni var Þumallingur í appelsínu og vinkonur í álfheimum..."

    Sækir innblástur í ævintýrin„Ég byrjaði mjög ung að teikna og fékk fljótt mikinn áhuga á myndlist, segir Lína Rut í samtali við Faxa. „Ég sat nánast flest kvöld við það að teikna og lita. Allar skólabækur voru útkrotaðar eða myndskreyttar, meira að segja stærðfræðibókin. En ég stefndi aldrei að því að læra myndlist, þetta var einhver veg-inn bara hluti af mér. Þegar ég var 19 ára við förðunarnám í París þá gekk ég daglega um hverfi sem var fullt af galleríum og hugmyndir fóru að láta á sér kræla. Ég sótti um í Mynd-lista-og Handíðaskóla Íslands og komst inn við fyrstu tilraun, nam þar málaralist í 4 ár og útskrifaðist 1994.

    Mér hefur alltaf þótt afskaplega gaman af fallegum ævintýrum og þegar ég horfi á góðar ævintýramyndir með börnunum mínum má stundum ekki á milli sjá hver skemmtir sér meira, ég eða börnin. Ég sá t.d í vikunni aug-lýsingu á jólamyndinni í ár frá Disney og ég hlakka svo til að sjá hana að ég get varla beðið.

    Ég er fígúratífur listamaður en hef ekki áhuga á að mála raunsæismyndir af fólki heldur mála fígúrurnar mínar á súrrealískan hátt. Þegar við hjónin misstum fyrsta barnið, dóttur okkar, fór áhugi minn að beinast að ævintýrum. Ég hélt mína fyrstu sýningu í minningu hennar. Sýningin hét „Níu mán-uðir - Níu sögur, ævintýri sem ég fékk aldrei

    Ævintýralegar myndir Línu Rutar Wilberg:

    Vinnur við listina í Keflavík og NjarðvíkumLína Rut er fædd á Ísafirði 11. mars 1966 en fluttist ung að aldri til Húsavíkur. Hún lauk níu mánaða listförðunarnámi frá Christian Chaveau í París 1987, námi úr málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1994 og námskeiði í pappaskúlptúr hjá Accademi di Belle Arti, Flórens 1996 og Illustration í Belgíu 2010-12. Lína Rut vann við listina og eiginmaðurinn Gunnar starfaði fyrir Icelandair í Liege í Belgíu. Þau héldu góðum tengslum við Reykjanesbæ á meðan þau bjuggu úti og nýttu mörg fríin til að koma heim og njóta Íslands. Þau fluttu heim aftur árið 2012 í húsið sem þau keyptu í Ytri-Njarðvík. Lína Rut er með vinnustofu á Hafnargötu 22, þar sem hún sinnir minni verkum, en þeim stærri í vinnustofunni að Njarðarbraut úti á Fitjum.

    Már Gunnarsson vann 1. verðlaun í píanósamkeppni á Ítalíu. Hann er hér með móður sinni eftir verðlaunaaf-hendinguna.

  • FAXI 21

    Fyrsta einkasýning Línu Rutar var haldin á Menningarnótt í listhúsinu Fold aldamótaárið 2000. Í blaðagrein sem rituð var um þetta leyti segir að sýningin hafi verið sett upp þegjandi og hljóðalaust, þótt trúlega hafi ættingja- og vinahópurinn fjölmennt þegar hún var komin upp. Ljóst var strax að hér var á ferðinni hæfileikarík listakona sem fór ótroðnar slóðir - í öllu falli virkuðu þessi kúptu og bólstruðu mál-verk nýstárleg „hér á útskerinu“ eins og einn gagnrýnandinn komst að orði. Margir hrifust af þessum sérkennilegu myndum sem hafði verið komið fyrir í aflöngu inn-skoti listhússins og voru fyrst og fremst kynning og frumraun listakonunnar.

    „Kraftbirting lífsins“Myndefni sýningarinnar var afar sérstætt og heillandi. Það snerist um dóttur Línu Rutar, sem aðeins lifði í þrjá daga eftir fæðingu. Þessi dótturminning var sögð í níu kúptum og bólstruðum málverkum, einu fyrir hvern mánuð meðgöngunnar. Þetta voru níu sögur og ævintýri sem móðirin fékk aldrei tækifæri til að segja barni sínu. Myndirnar tjáðu hvorki sorg né sút, „kraftbirtingur lífsins virkjaður í minningu horfinnar dóttur,“ eins og Bragi Ásgeirsson listgagnrýnandi Morgunblaðsins kemst að orði í vandaðri grein um sýninguna í Morgunblaðinu. Myndirnar báru nöfn eins og „Einu sinni var Lísa í Undralandi“, „Einu sinni voru vinkonur í álfheimum“, „Einu sinni var prinsessan á bauninni“, „Einu sinni var Öskubuska“, „Einu sinni var Þumallingur

    í appelsínu“, „Einu sinni var lítill gleðigjafi miðpunktur alheimsins“...

    Súrrealismi og bernskar kenndirÞessi ævintýri náðu aldrei eyrum barnsins, en birtust nú sjónskynjun skoðandans, að sögn Braga „sem myndbirtingar móðurtil-

    finninga með lífsrásina eilífu að leiðarljósi er gerir tímann að hverfullri andrá. Það eru svo myndir mattrar áferðar sem skila sér ómeng-aðastar til áhorfandans, einkum tvær hinar síðastnefndu og eru um leið nær æðra stigi handverks, hugmyndin í þeim skyld yfir-raunsæi, súrrealisma og bernskum kenndum um leið...“

    Verk Línu Rutar höfðu áður vakið athygli á veggjum listhússins Foldar og skáru sig þar úr öðrum málverkum fyrir hreint og líflegt skreytigildi, frásagnargleðina og barnslegt opinskátt yfirbragð. Þær minntu um margt á lýsingar í ævintýrabók og segir Bragi í grein sinni að þær leiði um sumt hugann til hins nafnkennda Dana Björn Wiinblad án þess að Lína Rut sæki sýnileg áhrif í smiðju hans. Hann bætir því við að ástæðu hins stáss-lega yfirborðs megi frekar rekja til þess að listakonan stundaði nám í listförðun í París á sínum tíma.

    Veigur og ávinningur myndanna liggi hinsvegar í því hve vel er staðið að verki, ferskleiki og útgeislan mikil og lifunarnándin sterk.

    tækifæri til þess að segja þér.“ Verkin voru níu talsins og myndirnar kúptar til að undir-strika vaxtarlag konunnar á meðgöngunni. Verkin vöktu mikla athygli og kúptu verkin verða æ vinsælli með árunum. Það er eins og sumir hafi þurft tíma til að venjast þessu nýja formi og finnst það skrýtið, en margir hafa líka tekið ástfóstri við verkin. Fyrstu árin eftir sýninguna málaði ég einungis kúpt verk en þá þarf ég að hugsa heildarmyndina út frá miðjunni til að verkið haldi jafnvægi. Til lengdar varð þetta þreytandi og fór að hefta mig. Í dag mála ég að mestu leyti sléttar myndir en geri 3-4 kúpt verk á ári.

    Mér finnst frábært að geta starfað við það sem ég elska að gera. Og það er mjög auðvelt fyrir mig að gleyma mér uppí vinnustofu tímunum saman. Ég get því miður ekki skilið vinnuna eftir á vinnustofunni og tek hana með mér hvert sem ég fer og þá er gott að eiga fjölskyldu sem hjálpar mér að komast niður á jörðina öðru hvoru. Þetta er ekki auðvelt starf ef menn ætla sér að lifa á þessu og þetta er ekki starf fyrir miklar félagsverur.

    Lítill gleðigjafi á kúptu og bólstruðu málverki

    20 FAXI

    Þessa skemmtilegu mynd fengum við leyfi til að birta, en hún er enn í vinnslu.

    Kríli

  • Að vera listmálari er í rauninni alveg fárán-legt starf, gríðarleg einvera og yfirseta yfir verkum. Það eru engar árshátíðir í vinnunni minni og menn endast ekki nema þörfin fyrir að skapa sé alveg óviðráðanleg.“

    Gott að vera í ReykjanesbæLína Rut flutti til Reykjanesbæjar 2005 með eiginmanninum, Gunnari Má Mássyni flug-manni hjá Icelandair, og fjórum börnum, dætrunum Kamillu, Ísold og sonunum Má og Nóa.

    „Það er ekki langt síðan að Reykjanesbær var þannig að maður gat ekki hugsað sér að setjast hér að. En eftir að hugmyndin um að flytja á Suðurnesin kviknaði ókum við hér um og sáum að Árni Sigfússon og hans fólk hafði greinilega tekið til hendinni. Búið var að laga umhverfið og ásýnd bæjarins orðin snyrtileg. Ekki sakaði hvað hægt hafi verið að fá húsmæði á góðu verði. Ég var búin að búa í 101 Reykjavík í 15 ár. Við áttum ekki von á að verða sérstaklega ánægð hér – þetta var praktísk ákvörðun til þess að einfalda lífið. Við vorum viss um að í litlu bæjarfélagi væri betra að ala upp sérstök börn heldur en í borg. En í stuttu máli þá erum við rosalega ánægð með lífið hér. Mér finnst bara fyndið þegar fólk talar um að það sé svo langt hingað þá spyr ég yfirleitt aftur „langt frá hverju?“ Ég hef bent mörgum hversu miklu ódýrara er að búa hér en á stór Reykjavíkursvæðinu en flestir horfa á mig eins og ég sé geimvera. Það kemur sko ekki til greina að flytja hingað en svo horfir maður á fólk koðna niður og jafnvel missa heilsuna m.a af fjárhagsáhyggjum, endar ná

    ekki saman hver mánaðamót og fólk hefur ekki tíma til að sinna hvorki sjálfum sér né börnunum sínum.

    Ég hef búið í stórborgum erlendis og hér upplifi ég mig í úthverfi Reykjavíkur. Allt daglegt líf er miklu auðveldara og þægilegra hér. Ég fæ einn til tvo klukkutíma aukalega alla virka daga vikunnar sem ég get notað til að vinna eða vera með fjölskyldunni. Ég losna við ókosti þess að búa í höfuðborginni en nýt áfram kosta hennar með því að búa í nágrenninu og geta sótt allt þangað sem ég þarf á að halda. Ég hreinlega skil ekki af hverju fólk í borginni sem er að sligast undan hárri húsaleigu og öðru skuli ekki flykkjast hingað . Hér er mun ódýrara að lifa jafnvel þótt að þú þurfir að sækja vinnu í bæinn. Hér er flesta þjónustu að fá og yndislegt að vera hér með fjölskyldu. Við erum með strák-ana okkar í Njarðvíkurskóla og erum rosa-lega ánægð. Þarna er mikið af yndislegu fólki og skólastjórinn alveg einstakur. Ef eitthvað kemur upp er tekið strax og vel á málunum. Ég efast ekki um að það sé t.d. betra að takast á við einelti í litlum skólum en stórum.“

    Fékk ekki þjónustu við hæfiEftir rúmlega árs dvöl í Reykjanesbæ neyddist fjölskyldan til að flytja til Luxemb-urg árið 2006. Eldri sonurinn, Már, er lög-blindur og fékk ekki þjónustu á Íslandi við sitt hæfi í íslensku skólakerfi. „Í Lúxemb-urg sjá ráðamenn til þess að vel sé hlúð að barnafólki,“ segir Lína Rut. „Þar öðlaðist strákurinn okkar þekkingu og sjálfstraust til að takast á við nánast hvað sem hugur hans stóð til í framtíðinni, varð fær um að geta átt gott líf og séð um sig sjálfur. Þjónustu- og

    þekkingarmiðstöðin fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga var ekki stofnuð fyrr en 2009, þremur árum eftir að við flutt-um út. Már var búinn að vera einn vetur í skóla hér á landi þegar við fluttum og var ekki byrjaður að læra blindraletrið. Í Lúx-emburg koma blind og mikið sjónskert börn nokkurn veginn læs inn í skólana þó að þau eigi eftir að þjálfa sig í hraðanum. Það tekur tíma og þjálfun að ná tökum á blindraletr-inu. Þetta var því mjög erfitt fyrir strákinn okkar í byrjun. Hann þurfti samhliða að læra nýtt tungumál og blindraletrið, það er mikið álag fyrir 7 ára barn að koma inn í kennslustofu, sjá ekki neitt og skilja ekki

    heldur tungumálið. En Már stóðst álagið vel, hann er sterkur karakter og vel gefinn, náði góðum tökum á málinu og lestri blindra-leturs. Í dag stendur hann vel að vígi og með tilkomu Þjónustu- og þekkingarmið-stöðvarinnar á Már að geta fylgt jafnöldrum sínum eftir í námi og hefur möguleika á að ljúka því námi sem hann velur sér.“

    Krílin náðu vinsældumHaustið 2012 hófst sala á Krílum Línu Rutar til styrktar Blindrafélagi Íslands. Krílin eru litríkar og fallegar fígúrur. Þau voru upphaf-lega hugsuð í barnaherbergi fyrir litlu börnin en Lína Rut segir okkur að þau hafi sjaldn-ast lent þar. Krílin eru í öllum vistarverum fólks, einnig á stofuveggjunum. Þetta hófst með því að hún bjó til blint kríli og lét húf-una fara niður fyrir augu á því til að merkja það sérstaklega blindum og sjónskertum. Þá datt henni í hug að tala við Blindrafélagið og kanna hvort þau vildu selja blinda krílið. Úr því varð að Blindrafélagið tók að sér að selja flestallar tegundir krílanna.

    Verkefni fyrir Blindrafélagið og KraftEftir nám í listförðun í París kom Lína Rut til Íslands og starfrækti hér förðunarskóla, þann fyrsta sinnar tegundar á landinu. Fyrirtækið blómstraði og það var ekki auðveld ákvörðun að loka því en ástríðan fyrir myndlistinni var sterkari en áhuginn á rekstrinum. Lína Rut hefur málað og unnið að skúlptúrum sem hafa notið mikilla vinsælda, tekið þátt í sam-sýningum og verið með einkasýningar sem hlotið hafa góðar viðtökur hér heima. Hún hefur haldið sýningu í Luxemborg, París

    og tvær sýningar í Amsterdam. Hún hefur einnig unnið að verkefni fyrir Blindrafélagið og Kraft, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna sem foreldrar barna með krabbamein stofnuðu 1991. Upphaflega sótti hún nám-skeið á Ítalíu í gerð pappaskúlptúra til þess

    að búa til fylgihluti við förðunina, eins og sérstök höfuðföt eða aðra fylgihluti. Seinna þegar Lína Rut eignaðist son sinn Má ákvað hún að búa til eitthvað sem sonurinn gæti þreifað á og skynjað með fingrunum þar sem hann sá ekki málverkið og það varð upphafið af skúlptúrum listakonunnar sem hún hefur unnið að jöfnum höndum ásamt málverkinu síðastliðin ár.

    Happy Face verður Núi&Nía Lína Rut er núna að undirbúa sýningu í Ástr-alíu sem haldin verður innan 2-3 ára. Henni hefur einnig boðist að sýna í Luxemborg og Noregi. Hún er með nokkrar barnabækur í vinnslu og meðal þeirra er ævintýrið um Núa&Níu sem hún er búin að myndskreyta og kemur út á næsta ári. Núi&Nía er nýja heitið á Happy Face verkefninu sem hófst fyrir fáeinum árum og fer á fullt skrið eftir að bókin kemur út.

    „Það var ekkert grín að finna nafn á þetta verkeni og á lénið (nuiognia.com) sem geng-ur bæði á Íslandi og erlendis,“ segir Lína Rut. „Þetta var margra mánaða höfuðverkur en ég er mjög sátt við nýja nafnið. En Happy Face loðir auðvitað alltaf við kallinn, því hann er alltaf svo glaður og ánægður. Núi er bara happy face – glaða andlitið!“

    -etj.

    22 FAXI FAXI 23

    Þumallingur í appelsínu. Eitt kúptu málverkanna frá fyrstu sýningu Línu Rutar, Níu mánuðir - níu sögur.

    Krílin. Efri myndin er af blindu krílunum.

    Nía er nýjungagjarn einstaklingur.

    Núi lifir í núinu.

  • 24 FAXI FAXI 25

    Allt frá upphafi Íslandsbyggðar var árabáturinn eitt helsta tæki fólks við sjávarsíðuna til sjálfsbjargar. Hann var hluti af daglegu amstri fólks og áhrifavaldur í lífi þess og starfi. Báturinn var forsenda þess að maðurinn gat nýtt sér hafið til framfærslu. Í þúsund ár var hann fiskibátur Íslendinga, oftast knúinn afli mannsins þar sem hver og einn ræð-ari lagði til orku af sjálfum sér. Þó að tími árabátanna sé löngu liðinn lifa áfram með þjóðinni ótal tilvitnanir og orðtök frá fyrri tíð sem vitna um mikilvægi hans fyrir líf og störf þjóðarinnar.

    Þrjú undanfarin ár hefur Haukur Aðal-steinsson unnið að smíði tvíærings með sama lagi og notaður var í öllum þingsóknum Gullbringusýslu fram á nítjándu öld. Við gerð bátsins studdist Haukur við heimildir um fiskibát við Faxaflóa eftir teikningu úr leiðangri Joseph Banks frá 1772 og lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu, verðlaunaritgerð Skúla Magnússonar landfógeta frá 1785. Í rit-gerðinni lýsir Skúli m.a. bátagerðum og ýmsu sem tilheyrir útgerðinni og þar koma einnig fram mál tvíærings sem eru þau sömu og koma fram á teikningunni frá 1772. Á þessu tímabili var tvíæringur aðalfiskibáturinn við sunnanverðan Faxaflóa og algengur allt fram á miðja nítjándu öld. Árið 1790 voru t.d. í öllum þingsóknum Gullbringusýslu eða á svæðinu frá Elliðaárósum til Krýsuvíkur við fiskveiðar um 720 skip og bátar en þar af voru 585 tvíæringar.

    Algengur fiskibáturVið báðum Hauk að segja lesendum Faxa nánar frá gamla tvíæringnum og tildrögum þess að hann hóf að smíða slíkan bát.

    „Þó að uppruni tvíæringsins sé óþekktur er ástæða til að ætla að hann hafi verið al-gengur fiskibátur við Flóann allt frá fornu fari samanber lýsingu Skúla Magnússonar,“ segir Haukur. „Skúli segir að sótt hafi verið á tveggja manna förum frá ómuna tíð í Hafnarfirði og við Stapa. Bátnum lýsir Skúli þannig að hann sé það mjór að tveir menn geti ekki setið og róið á sömu þóftu. Hann er niðurmjór og valtur en léttur og skriðdrjúgur í róðri, jafnvel er hægt að hafa við áttæring í róðri ef logn er eða vindur á móti. Ekkert stýri er á bátnum og honum því stjórnað með árum undir róðri. Ef bátnum er siglt er stýrt með svokölluðu rófustýri, en það er gert með því að ár er fest við borðstokk og hún notuð til stýringar.“

    Stærðir árabáta„Íslenska árabátnum er jafnan skipt í stærðir,“ heldur Haukur áfram, „og sam-kvæmt hefðinni eru þeir skilgreindir eins

    og áratal þeirra gefur til kynna: tvíæringur, feræringur, sexæringur, áttæringur, tein-æringur, og tólfæringur. Það var því mikill munur á stærðum skipa og báta sem gengu til sjóróðra og má segja að þar hafi ólíkar aðstæður ráðið. Á Suðurnesjum má skipta svæðinu um Garðskaga. Utan eða sunnan við voru stærstu skipin, en innan við Skaga voru minni skip og bátar.

    Aðalmál tvíæringsins eða utanmál byrð-ings voru að mesta lengd milli stafna var um 5,4m breidd um miðju 1,4m og dýpt um miðju 0,56m. Þannig var báturinn talin hafa burðargetu um 900 kg. Þar af var þungi áhafnar og búnaðar um borð áætl-aður um 200 kg. Var því hægt að hlaða afla í bátinn allt að 700 kg. Og var þá hleðsla miðuð við að eftir stæði eitt borð fyrir báru. Á bátnum var sótt jafnt á handfæri og á net eftir að þau komu til sögunnar, en á færaveiðum var legið við stjóra meðan setið var fyrir fiski.“

    Stórútgerð á tveggja manna förumHaukur segir okkur nánar frá tildrögum þess að hann byrjaði að smíða bátinn:

    „Hugmyndina fékk ég þegar ég skoðaði heimildir um árabátaútgerðin á Suðurnesjum á tímabilinu 1750 til 1840 í tengslum við svokallaðan spítalafisk. Eftir að hafa kannað þessar heimildir var ljóst hvað þessi stærð af bát hafði verið algeng innan Faxaflóa á því tímabili og var í rauninni þar aðalfiski-báturinn. Má segja að á innanverðum Stakks-firði hafi þá verið rekin stórútgerð á tveggja manna förum. Undirbúningur að smíðinni hófst fyrir um fjórum árum en smíðin stóð yfir í rúm tvö ár eða frá haustdögum 2009 og var lokið nú í vetur en báturinn var smíðaður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Undirbún-ingurinn fólst aðallega í að útbúa eða forma mót fyrir smíðina og var m.a. gert líkan af bátnum í hlutföllum 1/5 og kom þá í ljós eitt og annað sem þurfti að lagfæra. Að því loknu var sett upp grind, hálf gjörð í fullri stærð þar sem línur voru lagðar og eftir því útbúin mót.

    Við smíði bátsins var farið eftir þeim aðal-málum sem koma fram á teikningu frá 1772 og þeim lýsingum sem er að finna í ritgerð Skúla um bátinn. Aðalmál bátsins í lengd, breidd, og dýpt ásamt lengd kjalar ráða því mestu um lögunina. Útfærslur á einstökum smíðahlutum eru ekki endilega svo gamlar en þó er reynt að fylgja gömlu smíðalagi eftir í meginatriðum eins og kostur er. Smíðaefnið er mest eik og fura. Eik er í kjöl og stefnum. Fura er í byrðing, kjalbaki, böndum og borð-stokk en greni í þóftum. Byrðingurinn er skarsúð sjö umför festur saman með hnoð-saum og ró, samskeyti borða eru blaðfelld. Böndin eru felld að súðarborðunum og fest á súðina með hnoðsaum og ró.

    Bönd og botnfellur (rengur og bunka-stokkar) eru ein samfella og samskeyti blað-felld. Bönd eru staðsett við þóftur sem eru tvær auk bita.Til viðbótar er eitt band í hvoru rúmi og að auki sitt hvort bandið í barka og skut. Stafnlok og stafnlokseyru eru í stöfnum og ná endar upp á borðstokk eins og aðrir bandaendar. Hnýflar og þóftu-krappar eru úr eik.“

    Keipur, hái og hamla„Ræði eru fjögur, þ.e. umbúnaðurinn sem árin rær um. Ræðin nefnast hömluræði og eru mjög gömul útfærsla. Á Íslandi er það þekkt allt aftur til Sturlungaaldar. Ræðinu er skipt í þrjá hluta, keipur, hái og hamla eða hömluól. Þekktar samlíkingar eru til í málinu út frá hömlunni. Að hamla var að halda árar-blaðinu í sjó til þess að draga úr ferð bátsins.

    Af orðinu er væntanlega komið orðið hem-ill sem í dag væri bremsa. Að eitthvað dragist á langinn eða dragist úr hömlu er einnig tengt hömlunni í samlíkingu við að árin dragist á langinn úr hömlunni. Einnig er orðið hömlu-laust en það átti við þegar hömlubandið vant-aði eða hafði bilað og var þá stjórnlaust. Árar eru úr furu og heitir árin stokkaár en henni er

    skipt í fjögur heiti: hlummur, stokkur, leggur og blað.

    Þegar kemur að siglingu bátsins verður að segjast að hún er nokkur ráðgáta og að um hana liggi ekki fyrir örugg vitneskja. Á teikn-ingunni frá 1772 er sýnd stelling fyrir siglu en á þessum tíma eða í lok átjándu aldar var skautaseglið eða þverseglið en aðalseglið eins og verið hafði frá fornu fari. Hugmyndir um líklega þróun seglbúnaðar í Faxaflóa gera ráð fyrir að breytingar verði á siglingu á fyrri hluta 19 aldar og að annar seglbúnaður komi þá til, s.s stórsegl og fokka. Í lýsingu Skúla um siglubúnað bátsins koma fram nokkur nýmæli eða öllu heldur lýsing á siglugerð sem er frábrugðin hefðbundnu siglutré, en er þó skýrt orðuð. Þar segir m.a., að á tvíæringum séu einnig höfð segl en þau verða ekki notuð nema í undanvindi. Einnig segir þar að sigla þeirra sé sperra sem hvíli út við báða há-stokkana á fremri þóftunni. Heimildir um þessa útfærslu á siglu virðast vera torfundnar nema sem neyðarsigling. Ekki er þó hægt að draga upp nákvæma mynd af siglingu bátsins út frá þessum lýsingum en helst má ætla að seglið hafi verið útfærsla af þríhyrnu og því ekki ósvipað og stagfokka varð seinna.“

    Tvíæringur var aðalfiskibáturinn við sunnanverðan Faxaflóa-á átjándu öld og byrjun þeirrar nítjándu

    Myndir úr þróunarsögu tvíærings.

    Tvíæringurinn sjósettur í Njarðvíkurhöfn

    Haukur Aðalsteinsson fer í fyrsta róðurinn á tvíæringnum sem hann smíðaði eftir teikningu Joseph Banks frá 1772.

    Eftirtaldir aðilar óska lesendum Faxa gleðilegra jóla og farsældar á nýju áriApótek Suðurnesja

    Hringbraut 99

    ÁlnabærTjarnargötu 17

    BlikksmiðjaÁgústar Guðjónssonar

    Vesturgötu 14

    Byggðarsafn Reykjanesbæjarv/ Njarðarbraut

    Dýralæknastofa SuðurnesjaFlugvöllum 6

    Eldvarnir ehfslökkvitækjaþjónusta

    Iðavöllum 3

    Heilbrigðiseftirlit SuðurnesjaSkógarbraut 945 - Ásbrú

    Hjalti Guðmundsson ehfIðavöllum 1

    Hótel KeflavíkVatnsnesvgi 14

    Kaupfélag SuðurnesjaKrossmóa 4

    Plastgerð SuðurnesjaFramnesvegi 21

    RaftækjavinnustofaSigurðar IngvarssonarHeiðartúni 2 - Garði

    Raftækjavinnustofan GeisliIðavöllum 3

    ReykjaneshöfnVíkurbraut 11

    Saltver ehfBrekkustíg 26 - 30

    Smur- og hjólbarðaþjónustanVatnsnesvegi 16

    Trésmiðja Ella JónsIðavöllum 12b

    Vinnumálastofnun SuðurnesjaKrossmóa 4

    ToyotaþjónustanNjarðarbraut 19

    Verkfræðistofa SuðurnesjaVíkurbraut 13

    Keilir háskóla- og menntaseturÁsbrú - Keflavikurflugvelli

    Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

    Bókhaldsþjónustan DriffellHeiðarvegi 4

    Bílaleigan GeysirBlikavöllum 5 - Keflavíkurflugvelli

    Bílaþvottur ehfBlikavöllum 5 - Keflavíkurflugvelli

    Fríhöfnin ehfFlugstöð Leifs Eiríkssonar

    Miðstöð símenntunará Suðurnesjum

    Krossmóa 4

    NýsprautunBílamálun og réttingar

    Njarðarbraut 13

    Sýslumaðurinn í KeflavikVatnsnesvegi 33

    Vetis ehfFlugvöllum 6

    Sjómannadagsráðhöfuðborgarsvæðisins

    Víkurás ehfIðavöllum 6

  • 26 FAXI FAXI 27

    Óskum Suðurnesjamönnum

    gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða

    Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

    Óskum Suðurnesjamönnum

    gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

    Þökkum árið sem er að líða.

    Sími 420 2500 www.skolamatur.is

    DY

    NA

    MO

    RE

    YK

    JAV

    ÍK

    Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla

    og farsældar á nýju ári og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða

    Óskum öllumSuðurnesjamönnum

    gleðilegra jólaog farsæls komandi árs,

    með þökk fyrir það liðna.

    Óskum öllumSuðurnesjamönnumgleðilegra jóla

    og farsæls komandi árs,

    með þökk fyrir það liðna.

    VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR OG NÁGRENNIS

    Fyrri endurminningarbækur Ólafs, Ævintýraþorpið og Byltingarmenn og bóhemar komu árin 2007 og 2009.Í Ævintýraþorpinu dró höfundur upp

    myndir frá litríkum æskuárum í Keflavík. Fjallað er af hreinskilni um ýmis viðkvæm mál, gleði, sorgir og samferðarfólk. Við sögu í bókinni kemur fjöldi þekktra einstaklinga sem ólust upp samtíma Ólafi, svo sem Guð-mundur Rúnar Júlíusson, Ellert Eiríksson, Eiríkur Guðnason, Örn Bergsteinsson og Sigurður G Baldursson, betur þekktur sem Diddi bíló. Bókin gefur glögga mynd af bæjarbragnum í Keflavík á þessum árum en er einnig raunsönn lýsing á lífinu í íslensku sjávarplássi á síðustu öld. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda úr safni Birgis Guðnasonar.

    Í Byltingarmenn og bóhemar fjallar höf-undur um þá fjölmörgu sem tengdust mót-mælahreyfingunni gegn Vietnamstríðinu á sjöunda og áttunda áratugnum en margir þeirra eru þjóðkunnir menn.

    Í nýju bókinni Skáldaspegill er viðfangs-efnið einkum tími Lystræningjans á árunum

    1974-1983 þótt ýmsir þræðir séu teygðir fram undir okkar tíma. Rakin er ævintýra-leg saga þessa merka menningartímarits og fjallað um fjölda íslenskra skálda og rit-höfunda sem tengdust útgáfunni. En jafn-framt lýsir höfundur tíðaranda þessara ára og bregður upp ógleymanlegum myndum af atburðum og einstaklingum. Í bókinni er fjallað um mannlíf í Reykjavík og brugðið upp myndum af litríkum einstaklingum sem settu svip á mannlífið. Þá segir höfundur frá blaðamennskuferli á árunum 1983-2001, ástarmálum og baráttu við áfengisfíkn.

    Ólafur Ormsson er fæddur árið 1943 og hefur lengi fengist við ritstörf, bæði sem blaðamaður og rithöfundur. Hann hefur send frá sér fjölda bóka, bæði ljóðabækur, smásögur og skáldsögur. Meðal bóka hans eru Boðið upp í dans (1982), Skringilegt Mannlíf (1983), Skekkja í bókhaldinu (1989), Ævintýraþorpið (2007) og Byltingarmenn og bóhemar (2009).

    SKÁLDASPEGILL- þriðja bindi endurminninga Ólafs Ormssonar

    SuðurnesjamennVið óskum öllum

    Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsældar

    á komandi ári.

    SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM

    Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

    Skrifstofa félagsins er að Krossmóa 4.Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15.

    Sími 421 5777

    Suðurnesjamenn

    Gleðileg jólGott og farsælt komandi ár

    Þrír á Ljósanótt: Hörður Falsson, Ólafur Ormsson og Árni Sa