12
VORMISSERI 2015 FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN MENNING PERSÓNULEG HÆFNI TUNGUMÁL NÁMSKEIÐ FYRIR ÞIG

Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Námskeið á sviði menningar, persónulegrar hæfni og tungumála. Enn fleiri námskeið á www.endurmenntun.is

Citation preview

Page 1: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

PB 1

VORMISSERI 2015

FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN

MENNINGPERSÓNULEG HÆFNITUNGUMÁL

NÁMSKEIÐ FYRIR ÞIG

Page 2: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

2 3

Hagstætt að skrá sig snemma

Endurmenntun tekur nýju ári fagnandi og hlakkar til að næra huga landsmanna.Við höfum tekið upp nýtt fyrirkomulag varðandi skráningu á námskeiðin okkar. Allir sem skrá sig í síðasta lagi 10 dögum fyrir upphafsdag námskeiðs fá afslátt af námskeiðsgjaldi. Með þessari breytingu, sem tekur gildi nú á vormisseri, viljum við hvetja fólk til að skrá sig tímanlega á námskeið. Þar sem fyrstu námskeiðin á misserinu byrja eftir nokkra daga var þó ákveðið að hafa afsláttarverðið á þeim allt fram á síðasta dag í þetta sinn. Önnur nýbreytni er að nokkur námskeið verða haldin tvisvar á misserinu með mismunandi tímasetningu sem veitir þátttakendum meira svigrúm.Í þessum bæklingi kynnum við hátt í 50 fjölbreytt og spennandi námskeið í flokkunum menning, persónuleg hæfni og tungumál. Á vef okkar endurmenntun.is má finna námskeið í öðrum flokkum.

Við hlökkum til að sjá þigKristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri

Umsjón: Thelma Jónsdóttir. Ljósmyndir: Úr safni Endurmenntunar. Umbrot og hönnun: S. Logason. Prentun: SvansprentGefið út af Endurmenntun Háskóla Íslands. Reykjavík 2015. Ábyrgðarmaður: Kristín Jónsdóttir Njarðvík.

Allir sem skrá sig í síðasta lagi 10 dögum fyrir upphafsdag námskeiðs fá afslátt af námskeiðsgjaldi.

Með þessari breytingu, sem tekur gildi nú á vormisseri, viljum við hvetja fólk til að skrá sig tímanlega á námskeið.

FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FYRIR STARFIÐ MÁ FINNA Á ENDURMENNTUN.IS

Menning 3-5Persónuleg hæfni 6-9Tungumál 11

Ítarlegar námskeiðslýsingar eru á endurmenntun.is

Efnisyfirlit:

Afsláttur fyrir þá sem skrá sig snemma

Page 3: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

2 3

Egils sagaEgill Skalla-Grímsson er ein frægasta persóna íslenskra miðaldabókmennta og saga hans og fjölskyldu hans hefur notið mikilla vinsælda á öllum tímum. Á nám-skeiðinu verður fjallað um Egils sögu frá ýmsum hliðum. Textinn verður brotinn til mergjar og leitast verður við að bregða birtu á hina ýmsu þætti sögunnar. Sagan er ein þekktasta og vinsælasta Íslendingasagan, ekki að ósekju því að hún er margbrotið listaverk. Hvenær: Þrír námskeiðshópar í boði: Þri. kl: 19:30 - 21:30 (20. jan. - 10. mars)Mið. kl: 10:00 - 12:00 (21. jan. - 11. mars)Fim. kl: 19:30 - 21:30 (22. jan - 12. mars)Kennarar: Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Aðstoðarkennarar eru Kolfinna Jónatansdóttir og Þórdís Edda Jóhannesdóttir, doktorsnemar í íslenskum bókmenntum.Verð: 27.700 kr.

Eftir jólabókaflóðið: Yndislestur í góðum hópiÍ leshringnum verða lesnar sex til átta bækur frá síðasta ári. Áhersla verður lögð

MENNINGá fjölbreytni og lesnar íslenskar skáld-sögur, þýðingar og ljóð. Rithöfundar munu heimsækja hópinn og ræða við þátttakendur um verk sín. Verkin verða sett í samhengi við samtímann, fyrri verk sömu höfunda og þau rædd út frá ólíkum hliðum bókmenntaf-ræðinnar. Þátttakendur verða sér sjálfir úti um þau verk sem lesin verða. Í fyrsta tíma verður fjallað um bókina Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson. Hringurinn ákveður í sameiningu bókalistann eftir það.Hvenær: Þri. 20. jan. - 17. mars kl. 20:15 - 22:15 (5x) kennt er annan hvern þriðjudag.Kennarar: Kristín Svava Tómasdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Salka Guðmundsdóttir. Allar hafa þær skrifað um bækur á vefsíðuna Druslubækur og doðrantar.Verð: 23.600 kr.

Íslam, Mið-Austurlönd og VesturlöndHryðujuverk! Kúgaðar konur! Stríð! Fátækt! Trúarofstæki! Eyðimörk! Þetta er þau orð sem koma helst fram þegar fólk á Vesturlöndum er spurt hvað kemur fyrst fram í hugann þegar minnst er á Mið-Austurlönd eða Íslam. Á þessu námskeiði verður fjallað um samband og samskipti Mið-Austurlanda og Vesturlanda, með

áherslu á tengsl Bandaríkjanna við ríkin við botn Miðjarðarhafs. Hafa samskiptin alltaf verið svona neikvæð? Hvað veldur því að það er svo mikil tortryggni? Fjallað verður um helstu stríð og átök, um heimsvalda-stefnuna, um viðhorf íbúa Mið-Austurlanda til vestrænnar menningar og efnahagsleg og menningarleg tengsl.Hvenær: Mán. 2., mið. 4. og mán. 9. feb. kl. 19:30 - 21:30 (3x)Kennari: Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í BandaríkjunumSnemmskráning verð: 19.800 kr. Almennt verð: 21.800 kr. Snemmskráning til og með 23. janúar

Pílagrímaleiðin til Santiago de CompostellaJakobsvegurinn eða leiðin frá Roncevalles á landamærum Spánar og Frakklands til borgarinnar Santiago de Compostella á norðvestur Spáni er um 740 km löng og oft gengin á 40 dögum. Tugþúsundir manna ganga þessa eldfornu pílagrímaleið árlega og vinsældir hennar fara stöðugt vaxandi. Hún liggur um fjölbreytt og mikilfenglegt landslag, stórbrotið sögusvið og merkar

Page 4: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

4 5

menningarminjar. Á námskeiðinu er sagt frá þessari leið, staðháttum, sögu hennar og sérkennum. Hvenær: Þri. og mið. 3., 4., 10. og 11. feb. kl. 20:15 - 22:15 (4x)Kennari: Jón Björnsson, rithöfundur og ferðalangurSnemmskráning verð: 23.900 kr. Almennt verð: 26.300 kr. Snemmskráning til og með 24. janúar

New York - Höfuðborg heimsinsNew York er ein þeirra borga sem hægt væri að eyða ævinni í að skoða og upplifa. En hafi fólk ekki tíma til þess er tilvalið að sitja þetta fjögurra stunda námskeið og flýta fyrir sér. Á því verða útlínur borgarinnar dregnar upp en um leið brugðið birtu á áhugaverða staði og söfn og garða og hverfi og bygg-ingar og veitingahús og brýr og ótalmargt fleira sem ferðalangar í New York „verða að upplifa“.Hvenær: Mán. 16. og 23. feb. kl. 20:00 - 22:00 Kennari: Huldar Breiðfjörð, BA í almennri bók-menntafræði frá HÍ og MFA í handritsskrifum og kvikmyndagerð frá New York UniversitySnemmskráning verð: 13.900 kr. Almennt verð: 15.300 kr. Snemmskráning til og með 6. febrúar

Berlín: Hin nýja miðja EvrópuÞað sem einu sinni var sagt um Róm mætti nú segja um Berlín. Allar leiðir liggja til Berlínar. Hún er orðin menningarleg orku-stöð og pólitísk miðja í Evrópu. Framar öllu er hún höfuðborg frjálslyndis og sköpunar-krafts. Á námskeiðinu er fjallað um borgina eins og hún er í dag um leið og pólitísk og menningarleg saga hennar verður dregin fram á lifandi hátt.Hvenær: Mán. og mið. 9. og 11. mars kl. 19:30 - 21:30 Kennari: Hjálmar SveinssonSnemmskráning verð: 13.200 kr. Almennt verð: 14.500 kr. Snemmskráning til og með 27. febrúar

Róm verður heimsveldi – Borgarastríð og útþenslaUm árið 100 fyrir Krist hófust gífurlegar breytingar á Rómaveldi. Ríkið þróaðist hratt frá því að vera staðbundið herveldi við vestanvert Miðjarðarhaf yfir í að verða heimsveldi. Á sama tíma logaði allt í innan-landsófriði og illdeilum. Litríkir herforingjar eins og Maríus, Súlla og Catilína börðust

um völdin. Stórhættulegir óvinir eins og Spartacus komu til sögunnar. Og lýðveldið var dauðadæmt þegar þrístjórarnir Caesar, Pompeius og Crassus skiptu með sér völdum. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa litríku og dramatísku sögu, sem hafði mikil áhrif á hvernig Rómaveldi þróaðist og þar með saga Evrópu allar götur síðan.Hvenær: Mán. 9., 16. og 23. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x) Kennari: Illugi Jökulsson, rithöfundurSnemmskráning verð: 19.800 kr.Almennt verð: 21.800 kr. Snemmskráning til og með 27. febrúar

Konur og skáldskapurÁ námskeiðinu verður rýnt í nýlegan skáldskap íslenskra skáldkvenna og reynt að greina hann út frá kenningum femínískra bókmenntafræðinga. Skoðuð verða textadæmi úr nýlegum verkum íslenskra skáldkvenna. Leslisti mun liggja fyrir fyrir námskeiðið þannig að þátttak-endur geti undirbúið sig en meðal höfunda sem verða skoðaðir sérstaklega eru Auður Jónsdótir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Gerður Kristný og Steinunn Sigurðardóttir. Kennari fer yfir dæmi og bókmenntakenningar og stýrir umræðum. Höfundar munu koma í heimsókn og ræða verk sín.Hvenær: Mið. 11., 18. og 25. mars. kl. 20:00 - 22:00 (3x)Kennari: Katrín Jakobsdóttir, MA í íslenskum bókmenntumSnemmskráning verð: 19.800 kr.Almennt verð: 21.800 kr. Snemmskráning til og með 1. mars

Spennandi sýn á frönsku Rívíeruna – annað og meira en okkur grunarMarga dreymir um Nizza, Cannes, Mónakó, Saint-Trópez og frönsku Rívíeruna. Mið-jarðarhafið á aðra hönd, stutt í há fjöll í baklandinu og Lígúríu-strönd Ítalíu rétt hjá! Allt mjög aðgengilegt eftir réttum leiðum. Þannig má kynnast svæðinu fótgangandi, dagpart eða daglangt hvort heldur er meðfram ströndinni eða upp til fjalla, því það er auðvelt að taka lest eða rútu til að komast á göngustíga. Sagt verður frá sögu og landafræði svæðisins og fjölmörgu öðru áhugaverðu sem þar er að finna. Nákvæm útlistun verður gerð á nokkrum mögulegum gönguleiðum og útskýrt hvernig hægt er að blanda göngu og notkun almennings-

samgangna til að fara milli borga meðfram ströndinni. Hvenær: Mið. 18. og 25. mars kl. 19:30 - 21:30 Kennari: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍSnemmskráning verð: 13.900 kr. Almennt verð: 15.300 kr. Snemmskráning til og með 8. mars

Kína og seinni heimsstyrjöldinSeinni heimsstyrjöldin er öllum vel kunn en okkar sjónarhorn er mjög vestrænt. Barátta Bandaríkjamanna, Breta og Rússa gegn Þjóðverjum er vel þekkt, sem og Banda-ríkjamanna og Japana. En áður en Þjóðverjar réðust inn í Pólland þá höfðu Japanir og Kínverjar verið að berjast um langt skeið og þau átök urðu hluti af heildarátökunum. Á námskeiðinu er fjallað um sögulegan aðdraganda átakanna og afleiðingar stríðs-ins, áhersla verður á átökin á milli Kínverja og Japana og átök Japana og Sovétmanna á landamærum Kína. Þá verður mikilvægum mönnum og konu þessa tíma gerð skil.Hvenær: Fim. 19. og 26. mars kl. 20:00 - 22:00Kennari: Gísli Jökull Gíslason, lögreglufulltrúiSnemmskráning verð: 13.900 kr.Almennt verð: 15.300 kr. Snemmskráning til og með 9. mars

París - líf og lystisemdirÁ námskeiðinu verður farið í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.Hvenær: Mið. 8. og 15. apr. kl. 19:30 - 21:30Kennari: Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍSnemmskráning verð: 13.900 kr.Almennt verð: 15.300 kr. Snemmskráning til og með 29. mars

Níu heimspekikenningar sem vert er að þekkjaHeimspeki er fræðigrein sem á sér langa sögu. Hún fæst við grundvallarspurningar um veruleikann og stöðu mannsins í heiminum og samfélaginu. En hún er ekki einungis krefjandi fræðigrein, í henni má einnig finna grundvöll flestra viðhorfa okkar og lífsskoðana. Hugmyndaheimur Vesturlanda hefur orðið til við þróun heimspekilegra

Page 5: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

4 5

hugmynda og kenninga. Á námskeiðinu verða níu kenningar úr sögu heimspek-innar kynntar á aðgengilegan og skýran hátt. Kenningarnar eiga það sameiginlegt að marka tímamót í sögunni og hafa mismunandi viðbrögð við þeim skapað flestar hversdagslegustu skoðanir okkar á ráðgátum tilverunnar og málefnum samfélagsins.Hvenær: Fim. og mán. 9., 13. og 16. apr. kl. 20:00 - 22:00 (3x)Kennari: Henry Alexander Henrysson, Phd í heimspekiSnemmskráning verð: 19.800 kr. Almennt verð: 21.800 kr. Snemmskráning til og með 30. mars

Rómaborg í sögu og samtíðNámskeið um Rómaborg í sögu og samtíð. Stutt yfirferð um fornklassískar rætur borgarinnar, um tilkomu kristindómsins og minjar frumkristins tíma í Róm, um miðaldir og endurreisn, um gagnsiðbótina á 17. öld og barokklistina í byggingum og myndlist, um leið Rómaborgar til nútímans. Engin borg í Evrópu hefur varðveitt samfellda menningarsögu Vesturlanda betur.

Úr menningarminjum Rómar leitum við svara við spurningunni um okkar eigin uppruna og sögu. Hvenær: Mán. 13., 20. og 27. apr. kl. 20:00 - 22:00 (3x)Kennari: Ólafur Gíslason, listfræðingur og leiðsögumaðurSnemmskráning verð: 19.800 kr. Almennt verð: 21.800 kr. Snemmskráning til og með 3. apríl

Hvað eru furðusögur?Hver er munurinn á háfantasíu, lágfantasíu og borgarfantasíu? Hvað er gufupönk? En hamfarasaga? Á námskeiðinu verður fjallað um furðusögur frá ýmsum sjónarhornum, erlendar jafnt sem íslenskar. Meðal þess sem verður rætt er hvernig goðsögur, þjóðsögur og mannkynssagan nýtast í furðusögum, birtingamyndir kynhlutverka, og hvernig aðrir menningarheimar birtast í vestrænum furðusögðum. Auk þess verður lögð áhersla á það hvernig borgir og borgarlíf og furðan vinna saman. Markmið námskeiðsins er miðlun þekkingar á furðusögum og að þátttakendur öðlist innsýn í virkni furðusagnabókmennta.

Hvenær: Þri. 14. og 21. apr. kl. 20:00 - 22:00 Kennari: Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og bókmenntafræðingurSnemmskráning verð: 23.900 kr. Almennt verð: 26.300 kr. Snemmskráning til og með 14. mars

Ármann Jakobsson tekur við af Magnúsi Jónssyni

Ármann tók við kennaraprikinu af Magnúsi sem var kvaddur með virtum.

Magnús Jónsson sagnfræðingur lagði frá sér kennara-prikið í lok síðasta árs en hann hefur undanfarin 14 ár haldið Íslendingasagnanámskeið á hverju misseri. Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands tekur við kennslunni og segist vera fullur tilhlökkunar. Hann ætlar að fjalla um Egils sögu núna á vormisseri og með honum verða tveir aðstoðarkennarar þær Kolfinna Jónatansdóttir og Þórdís Edda Jóhannesdóttir, doktorsnemar í íslenskum bókmenntum.

Ármann kom nokkrum sinnum sem gestakennari til Magnúsar og virðast fastagestir á Íslendingasagnanám-skeiðunum vera ánægðir með nýja manninn í brúnni og nú þegar hafa margir skráð sig.

Íslendingasagnanámskeiðin hafa verið þau vinsælustu hjá Endurmenntun um árabil en að jafnaði sækja þau um 250 þátttakendur á hverju misseri.

FRÆÐSLUSTYRKIR STÉTTARFÉLAGA

Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja

námskeið.

Við hvetjum alla til að nýta þessa styrki.

Page 6: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

6 7

Hugleiðsla og jógaheimspekiÁ námskeiðinu er kafað í frumhugmynda-fræði jóga. Kennd er hugleiðsla og gjörhygli, jógaheimspeki og grunnurinn að þessum fornu fræðum. Við skoðum hvort Yoga Sutrur Patanjalis og Bhagawat Gita eigi erindi til okkar í dag og hvort þessi fornu rit séu raunverulegur leiðarvísir til að öðlast andlegt og líkamlegt heilbrigði í hringiðu nútímans. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið og hentar bæði þeim sem vilja kafa djúpt í fræðin og þeim sem vilja hefja ástundun eða efla sína heimaástundun enn frekar. Hvenær: Mán. 19. og 26. jan. og 2. og 9. feb. kl. 18:00 - 20:30 (4x)Kennari: Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógakennariVerð: 31.400 kr.

Heimili og hönnunÁ námskeiðinu er farið í grunnatriði innan-hússhönnunar á einföldu máli. Tekin eru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar sam-setningar. Hvað fer saman, hvað ekki og af hverju ekki? Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. Ekki er nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla vel persónulegan stíl. Hvenær: Þri. 3. og 10. feb. kl. 20:15 - 22:15 – Námskeiðið verður endurtekið í apríl.Kennari: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuðurSnemmskráning verð: 14.200 kr. Almennt verð: 15.600 kr. Snemmskráning til og með 24. janúar

Fjármál við starfslokÁ námskeiðinu er fjallað á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Trygginga-

stofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur. Með aukinni þekkingu má spara umtalsverðar fjárhæðir auk þess sem við fáum betri yfirsýn yfir væntar tekjur þegar lífeyrisgreiðslur taka við af launatekjum. Hvenær: Mið. 4. feb. kl. 16:15 - 19:15Kennari: Björn Berg Gunnarsson, viðskipta-fræðingur og löggiltur verðbréfamiðlariSnemmskráning verð: 10.400 kr. Almennt verð: 11.400 kr. Snemmskráning til og með 25. janúar

Skáldleg skrifHér lærir þú hvernig þú berð þig að ef þig langar að skrifa. Þú lærir um þá grunnþætti sem ráða ferðinni þegar þú tekur fyrstu skrefin á ritvellinum. Hér er þér bókstaflega kennt að stýra hugmyndum þínum í farveg og koma þeim á rétta braut. Á námskeiðinu

PERSÓNULEG HÆFNI

Page 7: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

6 7

verður farið í það með afar einföldum hætti hvernig við berum okkur að þegar við höfum í hyggju að skrifa. Og hér er bent á þann grunn sem verður að vera til staðar, hvort sem um er að ræða eina vísu, ljóð, smásögu, skáldsögu eða annað form ritlistar. Hvenær: Mið. 4. feb. - 4. mars kl. 20:15 - 22:15 (5x)Kennari: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingurSnemmskráning verð: 29.900 kr.Almennt verð: 32.900 kr. Snemmskráning til og með 25. janúar

Listin að mynda norðurljósÁ námskeiðinu er fjallað um grunnstill-ingar myndavélarinnar með tilliti til þess að ljósmynda norðurljós að næturlagi. Dæmi um það sem farið er í eru fókusstillingar, ISO stillingar, lokunarhraði, ljósop og val á fylgihlutum. Til þess að ná að fanga norðurljós á ljósmynd þarf sá sem tekur myndina að hafa grunnskilning á stillingum myndavélarinnar, linsu og jafnframt hvaða aukahluti er gott að hafa til að auka líkurnar á að norðurljósin skili sér á mynd. Hvenær: Fim. 5. feb. kl. 19:00 - 22:00Kennari: Birgir Freyr Birgisson, www.birgir.orgSnemmskráning verð: 9.900 kr. Almennt verð: 10.900 kr. Snemmskráning til og með 26. janúar

SmásagnaskrifÞátttakendur eru leiddir inn í leyndardóma ritlistarinnar með sérstakri áherslu á smásagnaformið. Lesnar eru framúrskar-andi smásögur eftir hina ýmsu höfunda með það fyrir augum að greina hvernig þær eru settar saman. Kennd eru ýmis tæknibrögð sem góðir smásagnahöfundar nota og nemendur spreyta sig á að skrifa sínar eigin smásögur. Markmiðið er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á smásagnaforminu og sagnagerð almennt og taki framförum í eigin skrifum.Hvenær: Mán. 9. feb. - 2. mars kl. 19:30 - 21:30 (4x)Kennari: Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundurSnemmskráning verð: 29.900 kr. Almennt verð: 32.900 kr. Snemmskráning til og með 30. janúar

Að gefa út þína eigin bókMeð tilkomu lesbretta og nýjustu tækni á internetinu er orðið ótrúlega einfalt að gefa

út sína eigin bók, hvort sem er í rafrænu eða prentuðu formi. Óhætt er að segja að þessi þróun hafi umbylt útgáfuheiminum, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Nú getur hver sem er nýtt sér þessa tækni til þess að koma verkum sínum á framfæri. Á þessu námskeiði er fjallað um helstu stefnur, strauma og leiðir í bókaútgáfu á netinu, hvaða þætti ber helst að hafa í huga við undirbúning handrits, um lesbretti og rafbækur og hvernig nýta má internetið til þess að hanna og gefa út prentaðar bækur. Auk þess er fjallað um höfundalaun og greiðslur, dreifingu og kynningu á bókinni þinni og ýmislegt fleira.Hvenær: Fim. 12., 19. og 26. feb. kl. 20:15 - 22:15 (3x) – Námskeiðið verður endurtekið í apríl. Kennari: Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur, þýðandi, bloggari og blaðamaðurSnemmskráning verð: 20.300 kr. Almennt verð: 22.300 kr. Snemmskráning til og með 2. febrúar

Rafbækur fyrir alla - tæknin, tækin og lesefniðRafbækur og rafbókatæknin er frábær leið til þess að nálgast áhugavert lesefni hvar og hvenær sem er. Þær gefa lesandanum tækifæri til þess að aðlaga stærð texta, lit og lögun sem hentar hverjum og einum. Þær hafa fjölmarga kosti sem prentaðar bækur geta ekki boðið upp á. Rafbækur er hægt að lesa í ýmsum lestækjum svo sem í lesbrettum, spjaldtölvum, snjallsímum og tölvum. Það eina sem þarf er kunnátta til þess að nýta sér möguleika lestækja og kunna að sækja rafbækurnar sjálfar. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur skilji tæknina og geti nýtt alla þá möguleika sem standa rafbókalesendum til boða innanlands og utan.Hvenær: Mán. og mið. 16. og 18. feb. kl. 19:30 - 21:30 – Námskeiðið verður endurtekið í maí. Kennari: Óskar Þór Þráinsson, upplýsingafræðingurSnemmskráning verð: 14.200 kr. Almennt verð: 15.600 kr. Snemmskráning til og með 6. febrúar

Streitan og áhrif hennar á líf okkarÍ samstarfi við StreituskólannLangvinn og neikvæð streita getur haft mikil áhrif á líðan og heilsu og því er áríðandi að greina lúmska streituvalda og efla streitu-varnir. Ný þekking á viðbrögðum okkar og

starfsemi heilans getur nýst sem forvörn til að takast á við streituna. Á námskeiðinu er fjallað um eðli streitu og hvaða áhrif langvinn og neikvæð streita getur haft á líðan, samskipti og heilsu. Skoðaðir eru innri og ytri streituvaldar og fjallað um persónugerðir, sjálfsmat, viðbrögð og varnarhætti.Hvenær: Þri. 17. og 24. feb. kl. 20:15 - 22:15Kennarar: Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og Ragnheiður G. Guðnadóttir, ráðgjafi og MS í félags- og vinnusálfræði frá HÍSnemmskráning verð: 14.200 kr. Almennt verð: 15.600 kr. Snemmskráning til og með 7. febrúar

Komdu ég vil hlusta á þig - Um samskipti foreldra og barnaAð kunna að hlusta og sýna skilning eru lykilatriði þegar foreldrar vilja veita börnum sínum öryggi, kærleika og ást. Á námskeið-inu eru kenndar hlustunaraðferðir og þær æfðar. Kennt er hvernig við forðumst að nota lokunarsvör sem loka á samskiptin og farið er í aðferðir sem miða að gagnkvæmum skilningi milli foreldra og barna og leiða af sér meiri nánd þeirra á milli. Námskeiðið Komdu ég vil hlusta á þig er byggt á námskeiðinu Samskipti foreldra og barna sem hefur verið kennt hér á Íslandi frá árinu 1987. Hvenær: Mið. 18. og 25. feb. og 4. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x)Kennari: Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingurSnemmskráning verð: 21.300 kr. Almennt verð: 23.400 kr. Hjónum og pörum sem sækja námskeiðið býðst 10% afsláttur af námskeiðsgjöldum. Snemmskráning til og með 8. febrúar

Að njóta breytingannaHjónin og prestarnir Jóna Hrönn Bolladót-tir og Bjarni Karlsson standa á fimmtugu. Þessa kvöldstund gefa þau af reynslu sinni og greina frá viðhorfum sínum varðandi aldursbreytingar. „Þú hefur nú bara ekkert breyst!” er gjarnan sagt sem hrós. Er eftirsóknarvert að taka ekki breytingum? Skyldum við eiga val um það að eldast og vaxa um leið? Á námskeiðinu er m.a. fjallað um tilfinningalegt sjálfstæði sem lykil að góðum miðaldri og gildi þess að hafa skýrt umboð fyrir eigin lífi.Hvenær: 25. feb. kl. 19:30 - 21:30Kennarar: Hjónin og prestarnir Jóna Hrönn Bol-ladóttir og Bjarni Karlsson

Page 8: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

8 9

Snemmskráning verð: 8.700 kr. Almennt verð: 9.600 kr. Snemmskráning til og með 15. febrúar

Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - Nýttu styrkleika þína á nýjan háttJákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt. Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi. Jákvæð sálfræði hefur þrjár grunnstoðir: jákvæðar tilfinningar, styrkleika og jákvæð samskipti. Dæmi um styrkleika einstaklinga eru hugrekki, samúð, sköpun-arkrafur, þrautseigja og heilindi.Hvenær: Fim. 26. feb. - 26. mars kl. 19:30 - 21:30 (5x)Kennarar: Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og Þórhildur Sveinsdóttir iðjuþjálfi og sjálfstætt starfandi markþjálfiSnemmskráning verð: 33.400 kr. Almennt verð: 36.700 kr. Snemmskráning til og með 16. febrúar

Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textarGríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflest-um tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá. Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.Hvenær: Fös. 27. feb. kl. 9:00 - 12:00 – Námskeiðið verður endurtekið í apríl. Kennari: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslenskuSnemmskráning verð: 12.900 kr Almennt verð: 14.200 kr. Snemmskráning til og með 17. febrúar

Húmor og gleði í samskiptum ... dauðans alvaraHúmor í öllum sínum fjölbreytileika er viðfangsefnið á þessu námskeiði. Húmor

getur verið afar uppbyggilegur og nærandi en er einnig vandmeðfarið samskiptatæki. Fjölmargar rannsóknir sýna að það er t.d. mikil heilsubót af því að nota húmor á jákvæðan hátt. Húmor getur gjörbreytt andrúmslofti og aukið til muna ánægju og gleði í samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinnustaði, félagasamtök eða vinahópa. Húmor í daglegum samskipt-um auðveldar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og draga úr streitu.Hvenær: Mán. 2. mars kl.19:15 - 22:15Kennari: Edda Björgvinsdóttir, leikkona og MA í menningarstjórnunSnemmskráning verð: 10.400 kr. Almennt verð: 11.400 kr. Snemmskráning til og með 20. febrúar

Öflugt sjálfstraustSjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í sam-skiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Í raun má segja að öflugt sjálfs-traust sé ákveðin forvörn þar sem sterkir einstaklingar eiga auðveldara en aðrir með að taka ákvarðanir, setja mörk og verjast óæskilegum áhrifum frá umhverfinu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að greina muninn á miklu og litlu sjálfstrausti og ekki síst að kenna aðferðir til að byggja upp og efla sjálfstraust. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, verkefna og æfinga. Hvenær: Mán. og fim. 2., 5. og 9. mars kl. 16:15 - 19:15 (3x)Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingurSnemmskráning verð: 33.500 kr. Almennt verð: 36.900 kr. Snemmskráning til og með 20. febrúar

Bragfræði fyrir byrjendurÁ þessu námskeiði mun Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur, fara í helstu grunnþætti bragfræðinnar. Hann mun útskýra: ljóðstafi, rím, ýmsa bragarhætti, sýna rétta stuðlasetningu; benda á hortitti, ambögur, ofstuðlun, aularím og fleira. Hann mun sýna fjölmörg dæmi um góðar vísur og draga fram eitt og annað sem ekki er eins vel gert.Hvenær: Mán. 9., 16. og 23. mars kl. 20:15 - 22:15 (3x)Kennari: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur

Snemmskráning verð: 20.300 kr. Almennt verð: 22.300 kr. Snemmskráning til og með 27. febrúar

Taktu ábyrgð á eigin skoðunum - Gagnrýnin hugsun í dagsins önnHverjar eru ástæður skoðana okkar? Eru þær ekki langoftast eitthvað allt annað heldur en rök? Og hvert er samband skoðana okkar og breytni? Hvaða afleiðing-ar geta margs konar hleypidómar haft í för með sér? Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað einkennir gagnrýnar manneskjur. Athyglinni verður einkum beint að samspili gagnrýninnar hugsunar og siðfræði og hvað felst í þeirri afstöðu að hlýða rökum þegar það er mögulegt.Hvenær: Þri. 10., 17. og 24. mars kl. 20:15 - 22:15 (3x)Kennari: Henry Alexander Henrysson, Phd í heimspekiSnemmskráning verð: 21.300 kr. Almennt verð: 23.400 kr. Snemmskráning til og með 28. febrúar

Ákveðni þér til handa: Ég-boð fyrir foreldraÁ námskeiðinu læra foreldrar um ég-boð. Ég-boð er aðferð sem foreldrar geta notað þegar þeir þurfa að setja skýrar reglur um hegðun barnanna og mikilvægt er að börnin hlusti og taki tillit til þeirra og annarra. Með þessari aðferð er lögð áhersla á að foreldi geti fundið að hegðun barns án þess að höggva í persónuleika þess og að barninu sé gert mögulegt að taka ábyrgð án þess að tengslin við foreldri skaðist. Námskeiðið er byggt á námskeiðinu Samskipti foreldra og barna sem hefur verið kennt hér á Íslandi frá árinu 1987. Hvenær: Mið. 11., 18. og 25. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x)Kennari: Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingurSnemmskráning verð: 21.300 kr. Almennt verð: 23.400 kr. Hjónum og pörum sem sækja námskeiðið býðst 10% afsláttur af námskeiðsgjöldum. Snemmskráning til og með 1. mars

Vönduð íslenska - stafsetning og greinamerkiLesandi tekur alltaf fyrst eftir yfirborði texta, stafsetningu, greinarmerkjum, bilum á milli orða og beygingum. Sjái lesandi að höfund-ur texta hafi kastað höndum til þessara atriða er hætt við að hann hafi ekki áhuga

Page 9: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

8 9

á að lesa lengi og taka textann alvarlega. Á þessu námskeiði verður farið í reglur um stafsetningu og greinarmerki. Rædd verða ýmis álitamál og getið um helstu breytingar sem orðið hafa á reglum á síðustu áratugum.Hvenær: Fim. 12. og mán. 16. mars kl. 17:00 - 19:00Kennari: Sigurður Konráðsson, prófessor í íslenskuSnemmskráning verð: 15.500 kr.Almennt verð: 17.000 kr. Snemmskráning til og með 2. mars

Furðusögur - skapandi skrifHvernig er furðusaga unnin? Hvað liggur að baki því að skrifa fantasíu eða vísindaskáldsögu? Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í það ferli sem á sér stað þegar furðusagan er unnin, kynnast aðferðum og tækni í ritun svo að þeir geti þróað eigin ritfærni. Meðal þess sem unnið verður með eru frumdrög, hugmynda- og rannsóknarvinna, hvernig fléttur eru myndaðar, bygging mótuð og atburðarás þróuð. Rætt verður um notkun íslenskunnar í furðusögum, persónusköpun, sjónarhorn og stílbrögð. Munurinn á því að skapa söguheim frá grunni og skrifa furðusögu sem á sér stað í samtímaumhverfi verður ræddur, og áhersla lögð á það hvernig nýta má sitt nærumhverfi til skrifta.Hvenær: Mán. og mið. 13., 15., 20. og 22. apr. kl. 20:00 - 22:00 (4x)Kennari: Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og bókmenntafræðingurSnemmskráning verð: 29.900 kr.

Almennt verð: 32.900 kr. Snemmskráning til og með 13. mars

Leggðu rækt við hugann og hamingjunaÁ síðustu árum hafa sjónir sálfræðinga beinst í æ ríkari mæli að sálfræðilegum aðferðum sem byggja á meira en tveggja alda gamalli visku og innsæi í hlutskipti mannsins. Á námskeiðinu er gerð grein fyrir þeim grunni sem aðferðir kenndar við vakandi athygli og núvitund byggja á og samruna þeirra við nútíma sálarfræði, einkum hugræna atferlismeðferð. Námskeiðið byggist á bókinni Hugrækt og hamingja: Vestræn sálarfræði, austræn viska og núvitund eftir Önnu Valdimars-dóttur sálfræðing. Hvenær: Þri. 14. apr. - 19. maí kl. 19:15 - 21:45 (6x)Kennari: Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingurSnemmskráning verð: 44.900 kr.Almennt verð: 49.400 kr. Snemmskráning til og með 4. apríl

Að verða betri en ég er – að ná hámarksárangri í lífi og starfiHvernig setjum við okkur háleit markmið og náum þeim? Hvernig er hægt að bregðast við áföllum og mótlæti með farsælum hætti og ná góðum tökum á streitu? Hvernig löðum við fram það besta í öðrum? Reynslan sýnir að flestir trúa því að þeir geti bætt sig á einhverjum sviðum. Til þess að svo megi verða er þó mikilvægt að tileinka sér rétt hugarfar. En hvað einkennir

hugarfar þeirra sem ná jafnan sínu besta fram, jafnvel við krefjandi aðstæður? Á þessu þjálfunarnámskeiði verður áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, verkefna og æfinga.Hvenær: Fim. 16. og þri. 21. apr. kl. 16:15 - 19:15 (2x)Kennarar: Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingarSnemmskráning verð: 22.500 kr. Almennt verð: 24.700 kr. Snemmskráning til og með 6. apríl

Gríptu sumarið með enn betri landslagsmyndumLangar þig til að eiga enn betri lands-lagsmyndir að sumri loknu? Viltu þekkja grunnreglurnar við landslagsmyndatöku, vita hvernig þú getur nýtt fjölbreytilegt veður í skemmtilegar myndir og vita hvaða búnað er gott að hafa? Þá er þetta upplagt námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu er farið í grunnstillingar á myndavélinni og myndatökuferlið sem hentar sérstak-lega vel þeim sem hafa áhuga á að læra meginreglur landslagsljósmyndunar, 70/30, forgrunn/bakgrunn, leiðandi línur o.fl. Hvenær: Þri. 12. maí kl. 18:00 - 21:00Kennari: Ólafur Þórisson, margmiðlunarhönnuðurSnemmskráning verð: 9.900 kr. Almennt verð: 10.900 kr. Snemmskráning til og með 2. maí

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA ENDURMENNTUNAR Á ENDURMENNTUN.IS

VERTU VEL UPPLÝSTUR

Page 10: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

10 11

Fleiri áhugaverð námskeið á eftirfarandi sviðum má finna á vef Endurmenntunar

• Stjórnun og forysta• Uppeldi og kennsla• Upplýsingatækni• Verk- og tæknifræði

• Ferðaþjónusta• Fjármál og rekstur• Heilbrigðis- og félagssvið• Starfstengd hæfni

Undanfarin átta ár hefur Þórunn Christiansen ávallt sótt að minnsta kosti eitt ef ekki tvö eða þrjú námskeið á misseri hjá okkur í Endurmenntun.

Námskeiðin eru margvísleg en þó skín í gegn að Þórunn hefur gaman af því að ferðast en hún hefur meðal annars sótt námskeið um Madrid, Pétursborg, Silki-leiðina, Berlín, Róm, Jakobsveginn, Alpujarras og þjóðgarðinn í Cinque Terre. „Ég hef komið til nokkurra þessara staða en nýt þess einnig að ferðast í huganum í skólastofunni og læt mig dreyma um að fara t.d. Jakobsveginn með Jóni Björns-syni“, segir Þórunn. Henni finnst einnig notalegt að koma í Endurmenntun og segist oft hitta sama fólkið hér aftur og aftur enda margir með svipuð áhugamál.

Auk ferðanámskeiðanna hefur Þórunn sótt ítölskunámskeið og nokkur námskeið tengd leikhússýningum og fer þá ávallt með vinkonu sinni. „Það er svo gaman að læra eitthvað og mér finnst alveg nauðsynlegt að nota heilann áfram þó ég sé komin á efri ár“, segir Þórunn kát að lokum.

Fólk með svipuð áhugamál hittist á námskeiðum

Þórunn Christiansen er dugleg að sækja námskeið

• VIÐ ERUM LEIÐANDI Á MARKAÐI – ÞREFALT FLEIRI SÆKJA NÁMSKEIÐ HJÁ OKKUR EN HJÁ ÖÐRUM SAMBÆRILEGUM FRÆÐSLUAÐILUM

• VIÐ ERUM MEÐ FJÖLBREYTT OG VIÐAMIKIÐ NÁMSKEIÐSKEIÐSFRAMBOÐ YFIR 400 NÁMSKEIÐ Á ÁRI

• ÞÁTTTAKENDUR GEFA NÁMSKEIÐUM OKKAR AFBURÐA EINKUNN 9,3 AF 10 MÖGULEGUM

Staðreyndir um árangur Endurmenntunar

Page 11: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

10 11

DanskaDanska - þjálfun í talmáliá léttum nótum Hvenær: Mán. og mið. 16. feb. - 4. mars kl. 17:10 - 19:10 (6x)Kennari: Casper Vilhelmssen, kennariSnemmskráning verð: 39.400 kr. Almennt verð: 43.300 kr. Snemmskráning til og með 6. febrúar

EnskaPractical EnglishHvenær: Mán. og mið. 9. - 25. feb. kl. 17:00 - 19:00 (6x)Kennari: Mica Allan, enskukennariSnemmskráning verð: 39.400 kr. Almennt verð: 43.300 kr. Snemmskráning til og með 30. janúar

ÍtalskaÍtalska fyrir byrjendurHvenær: Mán. og fim. 2. - 19. mars kl. 20:10 - 22:10 (6x)Kennari: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍSnemmskráning verð: 39.400 kr.Almennt verð: 43.300 kr. Snemmskráning til og með 20. febrúar

Ítalskt talmál og menningHvenær: Þri. 17. og 24. feb. og 3., 10., 17. og 24. mars kl. 20:15 – 22:15 (6x) Kennari: Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍSnemmskráning verð: 39.400 kr.Almennt verð: 43.300 kr. Snemmskráning til og með 7. febrúar

NorskaHagnýt norska fyrir heilbrigðisstarfsfólkHvenær: Mið. 28. jan. - 4. mars kl. 19:30 - 21:30 (6x)Kennari: Arnhild Mølnvik, norskukennariSnemmskráning verð: 39.400 kr.Almennt verð: 43.300 kr. Snemmskráning til og með 18. janúar

Hagnýt norska fyrir verkfræðinga og tæknifræðingaHvenær: Þri. og fim. 10. - 26. mars kl. 16:30 - 18:30 (6x)Kennari: Gry Ek Gunnarsson, kennsluráðgjafi í norskuSnemmskráning verð: 39.400 kr. Almennt verð: 43.300 kr. Snemmskráning til og með 28. febrúar

SpænskaSpænska IHvenær: Mán. og fim. 26. jan. - 12. feb. kl. 20:00 - 22:00 (6x)Kennari: Steinunn Björk Ragnarsdóttir, MA í spænskuSnemmskráning verð: 39.400 kr. Almennt verð: 43.300 kr. Snemmskráning til og með 16. janúar

SænskaHagnýt sænska fyrir heilbrigðisstarfsfólkHvenær: Þri. 10. feb. - 17. mars kl. 20:00 - 22:00 (6x)Kennari: Elísabet Brekkan fil. cand, leikhús-fræðingur og kennariSnemmskráning verð: 39.400 kr. Almennt verð: 43.300 kr. Snemmskráning til og með 31. janúar

TUNGUMÁL

Þann 30. janúar drögum við út tvo heppna vinningshafa sem hafa skráð sig á námskeið á vormisseri og hljóta þeir gjafabréf frá Endurmenntun að verðmæti 15.000 krónur.

Skráðu þig fyrir þann tíma – þú gætir dottið í lukkupottinn!

Viltu vinna gjafabréf?

Page 12: Endurmenntun Háskóla Íslands - vormisseri 2015

12 PB

Endurmenntun Háskóla Íslands – Dunhagi 7 – 107 Reykjavík Netfang: [email protected]

Opnunartími Endurmenntunar er mán. - fim. kl. 8:00 - 22:00, fös. kl. 8:00 - 17:00 og lau. kl. 9:00 - 12:00. Sumarafgreiðslutími er kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga.

Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444

Fylgdu okkur á Facebook /endurmenntun.is