19
Hvaða fræði eru á bak við græna duftið í krukkunum í heilsuhillunni, merktar Spirulina, frá ótal mörgum merkjum ? Spirulina Fæða framtíðarinnar Jóhanna Björg Þuríðardóttir

Spirulina€¦  · Web view2020. 3. 29. · Jóhanna Björg Þuríðardóttir. Hvaða fræði eru á bak við græna duftið í krukkunum í heilsuhillunni, merktar Spirulina, frá

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Spirulina

Efnisyfirlit

Inngangur

Hvað er spirulina ?

Uppruni

Tegundir Spirulinu

Vaxtarskilyrði

Umhverfisþættir

Heilsufarslegur ávinningur

Blá eða græn, hver er munurinn ?

Hverjir ættu ekki að taka spirulina?

Nauðsyn gæðavottunar

Stóriðja

Spirulina til annara nota

Spirulina í matargerð

Samantekt

Lokaorð

Heimildir

Inngangur

Spirulina, grænbláir þörungar sem eiga að vera allra meina bót. Hillur heilsuverslana svigna undan úrvali taflna, hylkja, dufts og aragrúa annara græn og/eða bláleitra heilsuvara sem merktar eru fallegum loforðum um „fallegri og betri þig“.

En hvað er til í þessum loforðum ?

Hvert er næringargildi þessara þörunga ? Hver er gagnsemi þeirra ? Er eitthvað til í því sem heilsugúrúar vilja telja fólki trú um, að spirulina þörungar séu sú næring sem allir ættu að hafa í sínu fæði ? Er einhver fótur fyrir því að spirulina sé læknandi ?

Hér á eftir mun ég fara yfir helstu atriði til að svara þessum vangaveltum.

Hvað er spirulina ?

Spirulina er yfirheiti yfir ætthvísl cyano-svifþörunga og eru tvær tegundir helst nýttar til neyslu, Arthrospira platensis og Arthrospira maxima.

Tegundirnar draga nafn sitt af lögun þráðamyndunarinnar, sem er jafnan spírallöguð = spirulina. Spirulína er í raun ekki heiti þörunganna heldur yfirheiti. Hér verður rætt um Arthrospira undir heitinu Spirulina. .

Spirulina, eins og almenningur þekkir til, er þykkni (duft) af blágrænum þörungum, notaðir víða um heim sem matvara og sem fæðubótaefni. Spirulina inniheldur fjölmargar af þeim lífsnauðsynlegu amínósýrum sem manninum er ekki gerlegt að framleiða sjálfur, fitusýrur, vítamín, steinefni auk andoxunarefna og því má segja að Spirulinan sé fullt hús matar. (wiki)

Prótíninnihald spírúlínu-þykknis er með því hærra sem gerist í jurtaríkinu, eða um 65-71% af heildarþyngd. Því hefur löngum verið uppálagt fyrir einstaklinga, sem eingöngu neyta jurtaafurða, að hafa spirulina í fæðu sinni, svo þeim hætti ekki við skorti á prótínum.

Ekki eru allir fræðimenn sammála um hvort spirulina ættu að flokkast sem þörungar eða bakteríur.

Ekki hefur verið sýnt fram á að nýtnin á spirulinu-prótínum séu á einhvern hátt betri en frá öðrum prótín-gjöfum.

Uppruni

Elstu heimildir um notkun spirulinu sem fæðu, ná aftur Aztecs-þjóðar í norður Ameríku, miðri Mexíco, á tímanum 1300 to 1521. Aðal uppskeruna sóttu þeir í ána Texcoco, í Norður Mexíco. Gerðu heimamenn úr því kökur sem voru ætlaðar til átu. Ekki eru til heimildir um neyslu á spirulinu eftir 1.600 en talið er að uppþornun árinnar Texcoco, komi þar við sögu. Einnig má draga ályktun þess efnis að uppskerur spirulinu hafi verið mikilvæg fyrir lífsafkomu þessarar þjóðar sökum þess að tímatal þeirra á svæðinu nær ekki nema rétt inn á 16.öldina. (wiki)

Lítið er að frétta af spírúlínu-rækt fyrr en um 1940. Fransmaður, Pierre nokkur Dangeard, hafði á ferð sinni um Afríkuríkið Tchad, fengið að bragða á sérkennilegu fæði, einskonar mótaðri þurrköku sem heimamenn af Kanebu ættbálki, kölluðu „dihe“. Við nánari athugun á þurrkökunni komst Dangeard að því að kakan var að mestu gerð úr mauki af lítt þroskuðum, blágrænum þörungum, sem finna mátti í stöðuvatninu Tchad, þar nærri. Talsvert var verslað með slíkar kökur og tíðkaðist að nýta þær uppleystar í vatni og drukknar sem seiði fyrir máltíðir.

Jean Leonard, staðfesti um 25árum síðar, að umræddir þörungar, sem Dangeard fjallaði um, væru af tegundinni spirulina. Leonard lagðist í rannsóknavinnu og fyrir vikið skilaði af sér ítarlegri rannsókn á vaxtakröfum og umfjöllun um lífeðlisfræði spurulina, sem varð svo grunnur að því að koma á fót framleiðslu í stórum stíl upp úr 1970. (wiki)

Tegundir Spirulinu

Þekktar eru um 35 tegundir af spirulina þörungum en til manneldis eru fyrst og fremst notast við tvær tegundir, Arthrospira platensis og A. maxima, sökum vænlegrar næringarlegrar samsetningar þeirra sem heilsu/markfæðis, vegna möguleika sem þær bjóða upp á sem aukaefni í matarframleiðslu sem og þeirra lyfjafræðilegra möguleika sem samsetning þeirra býður upp á. (hindawi)

Vaxtarskilyrði

Spirulina-þörungar eru einn af fjölmörgum örþörungum sem ekki þarfnast lífrænna eða ólífrænna kolefnisgjafa til vaxta. Sérstaða þeirra er að þeir geta lifað við mun basískara sýrustig en margar aðrar tegundir þörunga. Þessi hæfileiki þeirra gerir þá óhjákvæmilega að mjög basískri fæðutegund, nokkuð sem talsvert er sóttst eftir í nútíma heilsu-kúltúrum víða um heim. (hindawi) Þörungarnir eru ljóstillífandi og vaxa kröftuglega í miklum hita (35°-37°c), miklu ljósi og því hærri sem geislunin er, þeim mun hamslausari verður vöxtur þeirra. Alkalískt, mjög salt vatn og hátt sýrustig (pH 8,5-11), staðsett hátt yfir sjávarmáli á hitabeltinu, eru kjör vaxtarskilyrði þörunganna. Þetta gerir það að verkum að samkeppni er nánast engin. Tekist hefur að rækta verulega hitakærar tegundir spirulina-þörunga en hitaþol þeirra fer nær 40°c en kostur þeirrar ræktunar er að með ræktuninni er í leiðinni nánast búið að útiloka smitvaldandi örverum í ræktinni. (fao)Átta helstu umhverfisþættir sem hafa áhrif á framleiðni spirulina

1. GEYSLUN

2. HITASTIG (YFIR 30°C)

3. SÁÐHRAÐI TEGUNDAR

4. HRAÐI Á VÖKVAFLÆÐI

5. STYRKUR Á SÖLTUM

(10–60 G / LÍTRA)

6. SÝRUSTIG (8,5–10.5)

7. VATNSGÆÐI

8. AÐGENGI ÞÖRUNGANNA AÐ NÆRINGAREFNUM (C, N, P, K, S, MG, NA, CL, CA AND FE, ZN, CU,NI, CO, SE)

(fao)

R O S Reactive Oxygen Species

Eðlilegt millistig við efnaskipti allra fruma.

Umfram magn ROS getur valdið skemmdum á próteinum, lípíðum og DNA. Sem dæmi má nefna að tíðni ROS hefur verið tengd öldrunarferli hjá mönnum, svo og nokkrum öðrum sjúkdómum, þar með talið Alzheimers, iktsýki, Parkinsons og sumum krabbameinum.

Andoxunarefni innihalda jafnan mikið magn vetnissameinda sem frjálslega deila vetnisrafeind með mínus-hlaðinni díoxíð sameind, eru mikilvæg.

Fenólasamböndin, sem eru til staðar í Spirulina, virka sem þessir vetnisgjafar.

(wiki)

Heilsufarslegur ávinningur

Gnótt næringarefna spirulinu-þörunga verður ekki efast um.

Hægt er að draga saman grunn lífefnafræðilega samsetningu spirulina á eftirfarandi hátt:Prótein: Spirulina inniheldur óvenju mikið magn af próteini, milli 55 og 70 prósent miðað við þurrvigt.

Vítamín: Inniheldur einnig nokkurt magn af fituleysanlegu vítamínunum, m.a. A og E, auk vatnsleysanlegra vítamína; C-vítamín, thiamine (B1), riboflavin(B2), nicotinamide (B3), pyridoxine(B6), fólinsýru(B9) og cobalamin (B12).Spirulina hefur mikið magn af fjölómettuðum fitusýrum (ALA, LA, SDA, EPA, DHA og AA). Hún er steinefnarík, er rík af kalsíum, kalíum, króm, kopar, járni, magnesíum, mangan, fosfór, selen, natríum og sinki.Sem dæmi má nefna að taki einstaklingur sem nemur teskeið af spirulinu á dag (uþb. 4g) uppfyllir viðkomandi með því dagsþörf sína fyrir beta-carotin (A-vítamín), járn, og kalk, sem og flest B-vítamín. Samanborið við litríkt grænmeti sem þarf að innbyrða yfir 100g af til þess að uppfylla sömu dagsþörf.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að lífvirk efni spirulinu hafa æxlishemjandi áhrif og hafa nokkrar rannsóknastofnanir sýnt mikinn áhuga á því að einbeita sér að skilgreina æxlishemjandi, hrörnunarhemjandi og geislunarverndandi eiginleika þörunganna.

Sýnt hefur veri fram á með óyggjandi hætti að með spirulinu má afeitra arsen úr vatni og mat. Það má filtera eitruð áhrif þungamálma frá vatni, mat og umhverfi.

(fao)

Einnig hefur verið sýnt fram á taugaverndandi áhrif Xanthophylls/ xantophylls en fyrir spirulina hefur það fyrst og fremst aukna vernd gegn mjög hárri geislun sólar.

Díterpenar - Chlorophyll

Mörg mikilvæg náttúruleg

efni eru díterpenar, td. Phytol sem er

hluti af blaðgrænu (chlorophyll).

Margir alkalóíðar innihalda

diterpen hluta.

Díterpen krabbameinslyf,

notað við eggjastokka-,

brjósta- og lungnakrabbameini;

fyrst einangrað

úr berki Taxus brevifolia.

Glærur 5-65, 5-65

Spirulina hefur sýnt fram á að vera bólgueyðandi, stuðlar að minni ofnæmissvörun, styrkir ónæmiskerfið, er andoxandi, aðstoða við stjórn blóðsykurs, taugavörn, lifrarvörn og bæði minnkar líkur á að þróa með sér krabbamein sem og hjálpar líkamanum að vinna gegn meini sem þegar hefur komið. Spirulina hefur sýnt fram á verndandi eiginleika við geislun og hafa rannsóknir bent til þess að neysla spirulina hjálpi til við að binda geislavirka þætti og sé því gagnlegt til þess að vernda líkamann í gegnum geilsameðferð.

Þörungarnir hafa yfir að búa fjölbreyttu magni fenóla, flestum carotenoids, sem gefa þörungunum gríðarlega sterkan lit sinn. Svo dökkar eru sumar uppskerur að spirulinan virðist svar-græn. Það sem er athyglisvert er hve mikið af rauðleitum og gulleitum fenólum þörungarnir búa yfir.Spirulina þörungarnir framleiða fenóla fyrst og fremst til hámörkunar ljóstillífunar en sem fæða nýtast fenólin sem kröftug andoxunarefni hjá hryggdýrum (mönnum og dýrum).

Þannig geta fenól-efnasamböndin komið í veg fyrir myndun ROS, og minnkað myndun skaðlegra sindurvara. Vitundarvakning þessa efnis hefur valdið því að menn eru að skygnast um eftir möguleikum til þess að nýta fenól-sambönd í auknu mæli til þess að kljást við og vonandi fyrirbyggja þróun sjúkdóma sem orsakast af sindurefnum. Svo hægt sé að nýta kosti spirulina sem best er ráðlagt að þess sé neytt reglulega, helst daglega. (hindawi)

Blá eða græn spirulina, hver er munurinn ?

Það er í raun lítill munur á blábakteríum og grænum svifþörungum. Samsetning þessara lífvera eiga aðal þáttinn í að lita hafið umhverfis okkur. Umhverfis Ísland er mikið og fjölskrúðugt bakteríuríki sem má sjá á sterkum grænum og bláum litum hafsins. Víða erlendis, á sólarströndum, er sjórinn tær en það stafar af skorti á lífi í vatninu. (BJ)

Þegar kemur að því að skilgreina græna og bláa spírúlínu er það einfalt. Græn spirulina eru blágrænir þörungar. Bláu litarefnin er að finna í phycocyanin. Þegar phycocyanin eru einangruð úr spirulina-þykkni er niðurstaðan blátt spirulinu-þykkni. (MorLive)

Hverjir ættu ekki að taka spirulina?

Einstaklingar sem hafa ofnæmi fyrir sjávarfangi ættu ekki að neyta spirulinu eða fæðubótarefna með spirulinu eða annarra sjávarþörunga. Einstaklingar með staðfesta þvagsýrugigt, með nýrnasteina, sjálfsónæmissjúkdóma og skjaldkirtilssjúkdóma ættu einnig að forðast neyslu sjávarafurða, þar með talin spirulina afurða. Einstaklingar með PKU* (phenylketonuria), meðfæddur prótín-van-niðurbrotssjúkdómur, mega alls ekki nota spirulina sökum þess að hún inniheldur phenylalalin amínósýru, sem einstaklingarnir geta ekki brotið niður. Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti ættu að ráðfæra sig við ljósmóður eða hjúkrunarfræðing, en í raun er ekkert sem mælir beinlínis gegn neyslu á spirulinu fyrir þann hóp.

*Á Íslandi eru öll börn athuguð fyrir PKU á 3ja degi eftir fæðingu, með ástungu á hæl.

Nauðsyn gæðavottunar

Að ýmsu þarf að huga þegar ræktun í svo stórum stíl á sér stað. Gæta þarf að gerlagróðri í vatninu sem veitt er í ræktunarlón, sýrustig vatnsins þarf að vera hæfilega basískt og flæði vatns þarf að vera stöðugt.

Upp hafa komið tilfelli þar sem þungamálmar hafa verið langt yfir mörkum. Algengustu þungamálmarnir sem hafa greinst í spirulina-þykkni eru blý, kvikasilfur, cadmium og arsenic. Alla jafna er aðeins um að ræða magn í vart greinanlegu magni í þörungunum sjálfun, sem hafa borist inn á ræktunarsvæðin með meindýrum sem og með aðfluttum næringarefnum (áburði). Nikkel, kompar og zink eru algengir þungamálmar sem finnast í næringarefnum en tilvist þeirra er talsvert síður eitruð en hinna fyrr nefndra. Nikkel, kopar og zink eru að auki talsvert líklegri til að eyðileggja uppskeru spirulinu löngu áður en þéttni þeirra í afurðinni nær slíkri þéttni að hún nái að verða skaðleg mönnum (PMC).

Stóriðja

Langstærsta náttúru-ræktun þörunganna má finna við Texcoco fljót í Mexíkó og við Chad-fljót í mið-Afríku. (AIM).

Árið 2003 voru ræktuð yfir 19 þúsund tonn af spirulinu í Kína, um 41 þúsund tonn ári síðar.

Erfitt er að fá heildstæða hugmynd um heildarræktun spirulinu á heimsvísu. (fao)

Spirulina til annara nota

Spirulina er einnig nýtt til annara nota en til manneldis. Þar má helst nefna nýtingu litarefna í m.a. matvæli og sem fóður í fiskeldi. (fao). Listafólk notfærir sér sterk litbrigði þörunganna í ýmiss verk og heilsusinnar gera sápur og fleiri snyrtivörur, með spirulinu.

Spirulina í matargerð

Hrikalegur hristingur

1 banani.

Lúkufylli af haframjöli

2 bollar af mjólk af eigin vali (hafra/möndlu/kúa...)

1 teskeið spirulina duft

Safi af einu lime

Hnífsoddur af hreinu vanilludufti.Comment by Jóhanna Björg Þuríðardóttir: Fæst í Krónunni.

Allt hráefni sett í blandara og látið malla í 20-40sek. Eða þar til eftirsóttri áferð er náð.

Lime og vanillan draga saman úr sterku bragðinu af spirulinunni og hentar því þeim sem líkar ekki mjög vel við bragðið af henni.

(PS)

Spirulina orkukúlur

1 bolli (140g) möndlur, laggðar í vatn yfir nótt.

1 bolli (70g) kókosflögur

1 teskeið spirulina duft

Safi og rifinn börkur af heilu lime.

½ bolli (50g) döðlur

1 teskeið kanill

Allt hráefni sett í matvinnsluvél. Mögulega þarf að bæta agnarögn af vatni til að fá deigið mjúkt.

Kúlur mótaðar og velt upp úr kókosmjöli.

Geymist í kæli í nokkra daga.

Samantekt

Það er óhætt að segja að það eru einhver sannleikskorn í loforðum framleiðenda og seljenda spirulinu-vörutegunda, um „fallegri og betri þig“. Næringargildi þeirra er tvímælalaust með því heildstæðara sem hægt er að finna í víðri veröld og gagnsemi lífvirkra efna eru dag frá degi að fá meiri og öruggari staðfestingu frá vísindamönnum.

Það má því segja að spirulina sé klárlega næring framtíðarinnar, á einn eða annan hátt; sem hluti af daglegu fæði, sem fæðubót, sem hluti af meðferðarúrræðum og vonandi sem grunnur að nýjum hugmyndum í lyfjaframleiðslu framtíðarinnar.

Lokaorð

Vinnan við þessa ritgerð var mjög snúin. Ástæðan er helst sú að heimildaöflun gekk afskaplega brösuglega. Spirulina er mikið rannsökuð og margar flóknar og merkilegar rannsóknir hafa verið og eru í gangi því lútandi, hversu margþætt áhrif neysla þörunganna hafa á mannslíkamann. Þegar spirulinu er slegið upp í netleit fást tvær gerólíkar niðurstöður úr leitinni; almúgagreinar frá heilsugúrúum og áhugafólki um heilsu, sem fjalla um þörungana, án allra heimilda, án allra tilvitnana í rannsóknir, án alls trúverðugleika. Og hins vegar, svo flóknar vísindarannsóknir að ég sem aumur frammhaldsskólanemandi, hef enga burði eða grunn til þess að skilja, túlka eða tjá mig um það sem ég var að reyna að lesa. Því hefur farið gríðarlegur tími í lestur á fræðigreinum, og vinna í að reyna að grisja út hvaða greinar koma mér að gagni til þess að fjalla á traustvekjandi en hæfilega skiljanlegan hátt, um nytsemi þörunganna til neyslu.

„...it would be useful to have some

form of web-based resource that allows the compilation of scientifically robust information and statistics for public access. There are already a number of spirulina-related websites (e.g. www.spirulina.com,

www.spirulinasource.com) – whilst useful resources, they lack the independent scientific credibility that is required.“http://www.fao.org/3/a-i0424e.pdf

Heimildir

Wikipedia, Arthrospira

(wiki) https://en.wikipedia.org/wiki/Arthrospira

Wikipedia, Spirulina (dietary supplement)

(wiki) https://en.wikipedia.org/wiki/Spirulina_(dietary_supplement)#cite_note-vonshak-2

Wikipedia, Reactive oxygen species production in marine microalgae

(wiki) https://en.wikipedia.org/wiki/Reactive_oxygen_species_production_in_marine_microalgae

Morlife, Blue Spirulina - What is it and why is it good for you?

(MorLive) https://morlife.com/blogs/lifestyle/blue-spirulina-what-is-it-and-why-it-s-good-for-you

Hindawi, Quantification of Phytochemicals from Commercial Spirulina Products and Their Antioxidant Activities

(hindawi) https://www.hindawi.com/journals/ecam/2016/7631864/

NCBI – PMC, Heavy metal analysis in commercial Spirulina products for human consumption

(PMC). https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3824145/

Algae Industry Magazine, The Green Friendship Bridge: What are the health benefits?

(AIM). https://www.algaeindustrymagazine.com/green-friendship-bridge-part-6/

(BJ) Betty Jónsdóttir - Raungreinakennari

(PS) Pami Sousa, grasalæknir, næringarfræðingur og lithimnufræðingur.

https://ginkgobeloved.wordpress.com/2017/12/07/spirulina-espirulina/?fbclid=IwAR0w0TCgOoDOrENzg_5YLUUIMecoWzVqIOhh4DSoXupnPGdu4OU9gRTCayw