88
B.Sc. ritgerð í viðskiptafræði Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum Maí, 2019 Nafn nemanda: Eva Björg Bjarnadóttir Kennitala: 221095 - 2009 Nafn nemanda: Hlynur Ingi Snorrason Kennitala: 040696 - 2379 Leiðbeinandi: Örn Jónasson

Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

B.Sc. ritgerð í viðskiptafræði

Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum

Maí, 2019

Nafn nemanda: Eva Björg Bjarnadóttir

Kennitala: 221095 - 2009

Nafn nemanda: Hlynur Ingi Snorrason

Kennitala: 040696 - 2379

Leiðbeinandi: Örn Jónasson

Page 2: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman
Page 3: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

Yfirlýsing um heilindi í rannsóknarvinnu Verkefni þetta hefur hingað til ekki verið lagt inn til samþykkis til prófgráðu, hvorki hérlendis né

erlendis. Verkefnið er afrakstur rannsókna undirritaðra, nema þar sem annað kemur fram og þar

vísað til skv. heimildaskráningarstaðli með stöðluðum tilvísunum og heimildaskrá.

Með undirskrift okkar staðfestum við og samþykkjum að við höfum lesið siðareglur og reglur

Háskólans í Reykjavík um verkefnavinnu og skiljum þær afleiðingar sem brot þessara reglna

hafa í för með sér hvað varðar verkefni þetta.

Dagsetning Kennitala Undirskrift

______________________________________________________________________________

Dagsetning Kennitala Undirskrift

______________________________________________________________________________

Page 4: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

Útdráttur Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi einkennist af stigvaxandi verðlagsþróun og framboðsskorti af

fasteignum, þá helst minna og ódýrara íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir ungt og

efnaminna fólk. Orsök þessa vanda má að hluta til rekja til efnahagshrunsins sem átti sér stað

2008, þar sem hægði á uppbyggingu húsnæða eftir hrunið. Mikil fólksfjölgun hefur einnig átt sér

stað frá árinu 2010 sem eykur eftirspurn fólks eftir húsnæði. Í dag er þróunin sú að ungt fólk býr

lengur í húsakynnum foreldra sinna, en aldurinn fer stighækkandi milli ára. Ástæður þess eru þær

að ungt fólk sækir nám í lengri tíma heldur en fyrirrennarar sínir og að erfiðara er fyrir ungt fólk

í dag að eiga fyrir útborgun í íbúð, og komast í gegnum greiðslumat fyrir húsnæðisláni.

Neyslumynstur hefur breyst í íslensku samfélagi, sem hefur gert ungu fólki erfitt með að leggja

pening í sparnað. Farið verður yfir samanburð milli Norðurlandanna á þróun húsnæðismála og

hvaða lærdóm Ísland getur dregið af nágrannalöndunum. Ritgerð þessi mun varpa ljósi á viðhorf

ungs fólks á húsnæðismarkaðinn á Íslandi og rýna í það hvort það sé jafn erfitt að kaupa húsnæði

og álit ungmenna gerir ráð fyrir. Þá verður jafnframt farið yfir hvaða úrræði eru í boði, og hvað

hefur verið gert áður.

Lykilorð: Húsnæðismarkaður, ungt fólk, úrræði, húsnæðislán, sparnaður, neysla.

Page 5: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

Formáli Rannsóknarverkefnið sem hér um ræðir er lokaverkefni til bakkalársgráðu í viðskiptafræði við

Háskólann í Reykjavík. Í grunnámi skólans er B.Sc. ritgerðin lokaverkefni sem gildir alls 12

ECTS einingar. Höfundar ritgerðarinnar eru Eva Björg Bjarnadóttir og Hlynur Ingi Snorrason, en

ritgerðarskrif og rannsókn voru unnin frá desember 2018 til maí 2019. Rannsóknarverkefnið

fjallar um stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaðinum. Leiðbeinandi ritgerðarinnar var Örn

Jónasson, verkefnastjóri í Seðlabanka Íslands. Höfundar vilja þakka Erni sérstaklega fyrir þá

leiðsögn og ábendingar við gerð þessarar ritgerðar. Höfundar vilja jafnframt þakka öllum þeim

sem lögðu fram hjálparhönd við vinnslu verkefnisins.

Page 6: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

Efnisyfirlit 1.Inngangur....................................................................................................................................................................1

1.1Viðfangsefni-Rannsóknarspurningar......................................................................................................................2

2.Aðferðafræði..............................................................................................................................................................4

2.1Fræðiogkenningar.............................................................................................................................................................4

2.2Breyttneyslumynstur........................................................................................................................................................5

2.3Fyrrirannsóknir...................................................................................................................................................................7

3.Sögulegtyfirlit...........................................................................................................................................................9

3.1Uppbyggingíbúðarhúsnæðisfráaldamótumogverkamannabústaðir...................................................9

3.2Aðgengiaðlánsfjármagni..............................................................................................................................................11

3.3Samantekt.............................................................................................................................................................................12

4.Staðanámarkaðnumídag...............................................................................................................................14

4.1Áhrifferðamannastraumsinsáhúsnæðismarkaðinn.....................................................................................16

4.2ÁhrifAirbnbskammtímaleiguáhúsnæðismarkaðinn...................................................................................17

4.3Áhrifinnflutningserlendsvinnuaflsáhúsnæðismarkað.............................................................................20

4.4Fólksfjölgunoguppbyggingnýshúsnæðis..........................................................................................................21

5.Samanburðuráleiguverðiogmánaðarlegumafborgunumafhúsnæðisláni..........................25

5.3Samantekt.............................................................................................................................................................................30

6.Hvaðaleiðireruíboðitilaðhjálpaungufólkiídag?..........................................................................31

6.1Viðbótarlífeyrissparnaður............................................................................................................................................31

6.2Lífskjarasamningurinn...................................................................................................................................................32

7.Könnun–Framkvæmdogniðurstöður......................................................................................................34

7.1Gagnasöfnunogþátttakendur....................................................................................................................................37

7.2Túlkunániðurstöðumkönnunar..............................................................................................................................387.2.1Sparnaður.........................................................................................................................................................................387.2.2Neysla................................................................................................................................................................................397.2.3Húsnæðishugleiðingarungsfólks............................................................................................................................44

7.4Samfélagsstaðaungsfólks............................................................................................................................................47

7.5Ermunuráeldriogyngrialdurshópi?...................................................................................................................48

7.6Samantekt.............................................................................................................................................................................51

8.SamanburðurviðNorðurlöndin....................................................................................................................53

Page 7: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

8.1Þróunáuppbyggingunýrraíbúða...........................................................................................................................53

8.2Samanburðuráhúsnæðisverði..................................................................................................................................54

8.3StaðaungsfólksáÍslandiísamanburðiviðNorðurlöndin..........................................................................56

8.4GeturÍslanddregiðlærdómafaðgerðumNorðurlandannaáhúsnæðismarkaði?.........................57

9.Niðurstöður.............................................................................................................................................................59

Hverterviðhorfungsfólkstilhúsnæðismarkaðsins?...........................................................................................59

Erstaðaungsfólksáhúsnæðismarkaðiverrinúenfyrirhrun?......................................................................59

ErstaðaungsfólkshérálandiverrienáNorðurlöndunum?............................................................................60

10.Umræðuroglokaorð........................................................................................................................................62

Heimildaskrá................................................................................................................................................................64

ViðaukiA:Spurningalisti........................................................................................................................................71

ViðaukiB:TöflurogniðurstöðurúrSPSS......................................................................................................74

Page 8: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

Myndayfirlit Mynd 3.1. Verkamannabústaðir í Breiðholti................................................................................ 10

Mynd 3.2. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á Höfuðborgarsvæðinu árin 2011-2018................... 12

Mynd 4. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu tímabilið 1994-2018..……..……… 15

Mynd 4.1. Heildarfjöldi erlendra ferðamanna sem heimsóttu Ísland. ..………………………... 16 Mynd 4.2. Áætlaðar óskráðar erlendar gistinætur í gegnum Airbnb 2017-2019......…………… 18

Mynd 4.3. Fjöldi launþega í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð á Íslandi tímabilið 2008-2018 ....................................................................................................................................................... 20

Mynd 4.4.1. Fólksfjöldi á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu frá aldamótum.......................... 21 Mynd 4.4.2. Fullkláruð íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu frá aldamótum........................... 22

Mynd 4.4.3. Árleg fjölgun íbúðarhúsnæðis á öllu landinu tímabilið 2004 – 2018....................... 23

Mynd 7.1. Kynjahlutfall þátttakenda ........................................................................................... 34

Mynd 7.2. Aldursdreifing þátttakenda ......................................................................................... 34

Mynd 7.3. Búseta þátttakenda ...................................................................................................... 35

Mynd 7.4. Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið? .................................................... 35

Mynd 7.2.1.1. Leggur þú í sparnað mánaðarlega? ....................................................................... 36

Mynd 7.2.1.2. Hvernig sparnað leggur þú í? ............................................................................... 39

Mynd 7.2.2.1. Hversu oft ferð þú út að borða á veitingastað? ..................................................... 39

Mynd 7.2.2.2. Hversu oft ferð þú í bíó, eða aðra afþreyingu þar sem aðgangseyrir er greiddur?....................................................................................................................................... 40

Mynd 7.2.2.3. Hversu oft verslar þú föt, snyrtivörur, raftæki eða aðrar munaðarvörur? ............ 40

Mynd 7.2.2.4. Hversu oft tekur þú með nesti að heiman í vinnu/skóla? ..................................... 41

Mynd 7.2.2.5. Hversu oft eldar þú eða annar á heimili þínu kvöldmat? ......................................41

Mynd 7.2.2.6. Hversu oft kaupir þú tilbúinn mat? ....................................................................... 42

Mynd 7.2.2.7. Rekur þú eigin bíl? ............................................................................................... 42

Mynd 7.2.2.8. Hversu margar utanlandsferðir ferð þú að meðaltali á ári? .................................. 43

Mynd 7.2.2.9. Hversu miklu eyðir þú á mánuði í sígarettur, vape eða munntóbak? ................... 43

Page 9: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

Mynd 7.2.2.10. Hve miklu eyðir þú á mánuði í áfengi eða áfenga drykki? ................................ 44

Mynd 7.2.3.1. Ert þú í hugleiðingum að færa þig inn á húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára? ....................................................................................................................................................... 44

Mynd 7.2.3.2. Hversu margir úr vinahópnum hafa keypt eigið húsnæði?.................................... 45

Mynd 7.4.1. Samanburður á aldurshópum varðandi viðhorf ....................................................... 48

Mynd 7.4.2. Samanburður á aldurshópum varðandi búsetuúrræði .............................................. 49

Mynd 7.4.3. Samanburður á aldurshópum varðandi sparnað ...................................................... 50

Mynd 8.1. Samanburður á uppbyggingu nýrra íbúða fyrir hverja þúsund íbúða, tímabilið 1999-2016............................................................................................................................................... 54

Mynd 8.2. Samanburður á þróun húsnæðisverðs á Norðurlöndunum tímabilið 2005-2017 ....................................................................................................................................................... 55

Mynd 8.3. Samanburður ungs fólks á Norðurlöndunum sem býr í foreldrahúsum, tímabilið 2004-2017............................................................................................................................................... 56

Page 10: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

Töfluyfirlit Tafla 5.1. Samanburður á meðalleiguverði á hvern fermetra. .……………………..………..… 25

Tafla 5.2. Samanburður á lánamöguleikum................................................................................. 27

Tafla 5.2.1. Samanburður á helstu lánamöguleikum lánastofnana............................................... 29

Tafla 7.4. Tengist samfélagsstaða hugleiðingum ungs fólks varðandi húsnæðismarkaðinn ....... 48

Page 11: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

1

1. Inngangur Umræður í samfélaginu hafa verið áberandi undanfarin ár, um erfiðleika ungs fólks að komast

inn á húsnæðismarkaðinn og þann vanda sem ríkir á þessum markaði. Hlutfall ungs fólks sem

býr í foreldrahúsum hefur farið hækkandi undanfarin ár, en meðalhlutfall ungs fólks á aldrinum

20-24 ára á höfuðborgarsvæðinu var 57,4% árin 2012-2016. Hefur hlutfallið ekki verið hærra frá

því mælingar hófust árið 2004 (Hagstofa Íslands, e.d.-a).

Í þessarri rannsókn verður viðhorf tveggja aldursbila skoðað, annars vegar 20-24 ára

(fædd 1999-1995), og hins vegar 25-29 ára (fædd 1994-1990). Algengt er að fólk flytji að

heiman frá foreldrum sínum á þessum aldri. Þessir aldurshópar eru því þeir sem rannsakendur

telja vera annað hvort að huga að sparnaði fyrir húsnæðiskaupum, eða í kauphugleiðingum.

Þegar þessi rannsókn fór fram voru um 10 ár síðan fjármálakreppan skall á haustið 2008 á

Íslandi. Helstu orsök fjármálakreppunnar má rekja til falls stærstu banka landsins, Glitnis,

Landsbankans og Kaupþings. Starfsemi og margir ferlar bankanna voru reknir með mjög mikilli

áhættu og afleiðingin af því var sú að þeir féllu allir í sömu vikunni. Afleiðingar

efnahagshrunsins voru miklar þar sem atvinnuleysi jókst í landinu ásamt neikvæðum afleiðingum

á efnahag Íslands. Undir þessum kringumstæðum féll traust fólks í landinu gagnvart bönkunum

og leiddi þessi mikla óvissa til þess að fólk leitaði annara sparnaðarleiða (Ellert og Kristinn,

2009). Fyrir hrun var eftirspurn á húsnæðismarkaðnum mætt vegna mikils framboðs. Þá var

mikil uppbygging í gangi og ný hverfi að myndast. Meðan samdrátturinn í samfélaginu var sem

mestur stóðu margar af þessum nýbyggingum auðar og treglega gekk að selja þær. Nýbyggingar

má skilgreina sem húsnæði sem er yngra en tveggja ára. Á endanum voru þessar byggingar svo

seldar á lægra verði en áætlað var. Á árunum eftir hrun myndaðist hins vegar stöðnun sem lýsir

sér í því að það hægðist mikið á uppbyggingu nýrra fasteigna. Afleiðingin var sú að meðal

fermetraverð hækkaði mikið og hefur á síðustu árum farið stighækkandi (Dan Wiium, löggiltur

fasteignasali, munnleg heimild, viðtal, 17. apríl 2019). Efnahagshrunið á Íslandi hafði einnig

neikvæðar afleiðingar á húsnæðismarkað allra Norðurlandanna og því verður gerð greining á

stöðu ungs fólks í nágrannalöndunum í samanburði við Ísland.

Staða húsnæðismarkaðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur verið erfið undanfarin ár og eru

það eflaust áhrif frá efnahagshruninu haustið 2008. Fjöldi ferðamanna sem heimsækja Ísland

Page 12: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

2

hefur farið vaxandi undanfarin ár og hafa margir íbúðareigendur tekið upp á því að leigja íbúðir

sínar til ferðamanna, meðal annars í gegnum leiguvefinn Airbnb (Ferðamálastofa, 2017).

1.1 Viðfangsefni - Rannsóknarspurningar Fólksfjölgun hefur verið mikil undanfarin ár, uppgangur í ferðaþjónustu hefur skapað mörg störf

sem ekki hefur tekist að ráða í án hjálpar erlends vinnuafls. Hefur það fjölgað íbúum landsins um

9,7% frá árinu 2010, sem er sambærilegur fjöldi og allir íbúar Hafnarfjarðar (Hagstofa Íslands,

e.d.-b). Vegna samspils þessara þátta hefur myndast skortur á húsnæðismarkaðnum sem hefur

leitt til þess að hækkun húsnæðisverðs hefur verið gríðarleg undanfarin ár. Ein afleiðing þessarra

verðhækkana er að útborgun fyrir kaupum verður hærri. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er

mjög hátt, sem gerir leigjendum erfiðara fyrir að safna fyrir útborgun þar sem stór hluti tekna

þeirra fer í að greiða fyrir húsaleigu. Dregur það jafnframt úr líkum þess að eigendur húsnæðis

selji þær eignir sem þeir leigja út þar sem eignirnar eru tekjulind fyrir þá. Skortur á húsnæði er

því mikill, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur aukning orðið frá árinu 2018 á

nýbyggingum til sölu. Mesta vöntun er á minni og ódýrari eignum og er því athyglisvert að þær

nýbyggingar sem hafa risið síðustu ár hafa fremur hátt fermetraverð og því ekki innan þess

ramma sem fyrstu kaupendur ráða við (Íbúðalánasjóður, 2019-a).

Raunverð húsnæðis hefur verið hátt síðustu ár en samt sem áður hefur kaupmáttur aukist

talsvert undanfarin ár, auk þess að vextir húsnæðislána eru lægri en þeir hafa verið síðustu

áratugi. Hefur því mánaðarleg greiðslubyrði húsnæðislána ekki hækkað í takt við hækkun

húsnæðisverðs (Íbúðalánasjóður, 2019-a). Bankar hafa stutt vel við ungt fólk í vandanum, til

dæmis með ráðgjöf og ýmsum sparnaðarúrræðum. Margir bankar veita viðbótarlán til þeirra sem

eru að kaupa sína fyrstu fasteign auk þess að fella niður lántökugjald. Árið 2014 var reglum

breytt um ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar, en með þeirri leið er hægt að nýta iðgjaldið

skattfrjálst sem útborgun í fyrstu íbúð.

Þrátt fyrir þessar hindranir og erfiðleika eru mörg ungmenni sem hafa keypt húsnæði

undanfarin ár. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er að komast að því hvort að þetta unga fólk

sé undantekning eða hvort möguleiki sé að raunveruleg ástæða erfiðleika við fjárfestingu

húsnæðis sé önnur. Markmið rannsakenda er að komast að því hvort staðan sé í raun og veru svo

slæm og þá hvers vegna. Jafnframt verður staða húsnæðisvandans á Íslandi borin saman við

Page 13: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

3

stöðu Norðurlandaþjóðanna sem og þróun neyslumynsturs Íslendinga. Leitast verður svara við

eftirfarandi rannsóknarspurningum:

• Hvert er viðhorf ungs fólks til húsnæðismarkaðsins?

• Er staða ungs fólks á húsnæðismarkaði verri nú en fyrir hrun?

• Er staða ungs fólks hér á landi verri en á hinum Norðurlöndunum?

Ritgerð þessi skiptist niður í tvo hluta. Fyrri hluti ritgerðarinnar inniheldur fræðilega

umfjöllun um húsnæðismarkaðinn og seinni hlutinn inniheldur umfjöllun um rannsókn sem

höfundar framkvæmdu og niðurstöður hennar. Í fyrri hluta er gert grein fyrir aðferðafræði,

kenningum og fyrri rannsóknum um efnið. Ásamt því er greining á stöðu húsnæðismarkaðsins og

þróun hans á Íslandi, sem og samanburð á leiguverði og mánaðarlegum afborgunum af

húsnæðisláni. Í lok fyrri hluta er gert grein fyrir úrræðum sem eru til staðar fyrir ungt fólk til þess

að hjálpa þeim að kaupa sitt fyrsta húsnæði. Í seinni hluta ritgerðarinnar er umfjöllun um

rannsókn höfunda og niðurstöður hennar túlkaðar. Í seinni hluta er einnig greining á samanburði

íslenska húsnæðismarkaðarins við markaðinn á hinum Norðurlöndunum. Að lokum koma fram

svör við þeim rannsóknarspurningum sem lagðar voru fram í inngangi auk umræðu varðandi

helstu niðurstöður ásamt lokaorðum frá höfundum ritgerðar.

Page 14: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

4

2. Aðferðafræði Markmið rannsóknarinnar er að lýsa stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði, sparnað og neyslu

ungs fólks og hvort einhver tenging sé þarna á milli. Til að svara viðfangsefni þessa verkefnis

notuðust rannsakendur við tvö aldursbil í úrtakinu, annars vegar 20-24 ára, og hins vegar 25-29

ára. Þessir aldurshópar eru þeir sem rannsakendur telja vera annað hvort að huga að sparnaði

fyrir húsnæðiskaupum, eða í kauphugleiðingum, og töldu rannsakendur vert að skoða þessa hópa

nánar. Í úrtakinu eru bæði einstaklingar sem hafa keypt eigið húsnæði, og þeir sem hafa ekki

keypt húsnæði. Til að rannsaka efnið á sem bestan hátt var notast við bæði eigindlegar

(e. qualitative methods) og megindlegar (e. quantitative methods) rannsóknaraðferðir en þá er

jafnan talað um blandaðar rannsóknaraðferðir (e. mixed methods). Megindlegar rannsóknir geta

verið stöðluð próf, spurningakannanir og tilraunir. Helstu kostir slíkra rannsókna er að þær geta

gefið vísbendingar um orsakasambönd og ef úrtak er nógu stórt er oft mögulegt að alhæfa

niðurstöður yfir á þýði. Eigindlegar rannsóknir geta verið í formi djúpviðtala og umræðuborða

sem ganga út á að fá dýpri skilning á aðstæðum, en þar eru þátttakendur oft fáir, samanborið við

megindlegar rannsóknir (Jón Gunnar Bernburg, 2005). Viðtöl voru tekin við fasteignasala sam

hafa verið lengi á markaðnum til að fá betri innsýn inn á stöðu markaðarins. Jafnframt var lögð

fram könnun til ungs fólks þar sem voru notaðar blandaðar rannsóknaraðferðir. Spurningalisti

var lagður fram í gegnum Google Forms, nánari umfjöllun um könnunina er síðar í þessari

ritgerð. Einnig var stuðst við fyrirliggjandi heimildir svo sem greinargerðir, töluleg gögn frá

Hagstofu Íslands, vefsíður lánastofnana og banka og önnur gögn. Til að svara

rannsóknarspurningum og tilgátum var notast við forritið IBM SPSS Statistics sem skilaði

tölfræðilegri greiningu úr könnuninni. Gerð voru ANOVA og Chi-Square próf í IBM SPSS

Statistics. Hið fyrrnefnda skoðar hvort marktækur munur sé á tveimur meðaltölum, hið

síðarnefnda mælir marktækan mun í krosstöflum. Auk þess var notast við Microsoft Excel við

gerð taflna og mynda.

2.1 Fræði og kenningar Það sem helst einkennir húsnæðismarkaðinn hér á landi er skortur. Skortur myndast þegar

umframeftirspurn er viðvarandi ástand. Umframeftirspurn á sér stað þegar magn framboðs er

minna en magn eftirspurnar. Framboð nær því ekki að anna eftirspurn. Skortur á framboði

Page 15: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

5

myndar verðþrýsting, sem leiðir til þess að markaðsverð hækkar og þar með lækkar eftirspurn

samhliða. Þar með ríkir ekki lengur jafnvægisverð meðan jafnvægismagni er náð og ójafnvægi

ríkir á markaðnum (Perloff, 2011). Aðgerðir stjórnvalda geta haft áhrif á framboð og eftirspurn á

markaði. Sem dæmi um aðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði má nefna Íbúðalánasjóð, en það

er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Hlutverk Íbúðalánasjóðs er fyrst og fremst vera lánasjóður en

einnig að hafa umsjón með veitingu stofnframlaga ríkisins til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir

tekju- og eignalægri fjölskyldur og einstaklinga, sem og byggja upp nýtt leigukerfi almennra

íbúða (Lög um almennar íbúðir, nr. 52/2016). Hlutverk Íbúðalánasjóðs er því að auka framboð á

húsnæðismarkaðnum og koma þar til móts við þann skort sem þar ríkir.

2.2 Breytt neyslumynstur Neysluhyggja (e. consumerism) er hugmyndafræði úr félags- og hagvísindum sem felur í sér

tilhneigingu fólks til að kaupa vörur og þjónustu í síauknum mæli. Undanfarna áratugi hefur

neysluhyggja verið áberandi á vestrænum slóðum og víða má sjá neyslusamfélög.

Neyslusamfélög einkennast af óþarfa neyslu, svo sem kaupum á lúxus- og munaðarvörum, sem

flokka mætti sem óþarfa. Margir þættir hafa ýtt undir þessa þróun en upphafið markaðist í kjölfar

iðnbyltingarinnar og þegar fjöldaframleiðsla á vörum hófst og hefur Ísland ekki orðið eftir í

þessarri þróun (RÚV, 2013).

Á Íslandi var neysluhyggja ekki í miklum mæli á 20. öldinni en í kringum aldamót fór

hún í miklum mæli vaxandi og setti svip sinn á menningu þjóðarinnar í byrjun 21. aldarinnar.

Ætla má að neysluhyggjan hafi náð hámarki í góðærinu sem ríkti á árunum 2005-2008. Til að

mynda fengu bankar leyfi til að veita almenningi verðtryggð húsnæðislán árið 2004 en fyrir það

voru mun færri úrræði í boði og erfiðara að verða sér úti um slík lán. Efnahagsstefnan á þessum

árum ýtti undir þenslu og aukningu kaupmáttar. Leitað var leiða til þess að fjármagna lán fyrir þá

sem ekki komust í gegnum greiðslumat, sem og að greiðslubyrðin var lækkuð fyrstu árin og

vextir voru lágir (Alþingi, 2013). Skuldsetning heimilanna varð gífurleg á tímum góðærisins, að

miklu leyti til að knýja fram stóraukna einkaneyslu. Flatskjáir urðu staðalbúnaður á heimilum,

húsbílar og fellihýsi voru einnig áberandi sem og aðrar munaðarvörur. Í ársbyrjun 2007 seldust

fleiri Range Rover bílar hérlendis heldur en í Svíþjóð og Danmörku til samans (RÚV, 2013), en

íbúafjöldi Íslands er um 2% samanlagðs íbúafjölda Svíþjóðar og Danmerkur (Eurostat, 2019).

Skuldsetning heimila jókst að raungildi 77% á árunum 2007-2008 sem rekja má til breytts

Page 16: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

6

neyslumynsturs, þess má geta að rauntekjur jukust um 15% á sama tímabili. Á þessum tíma var

neysluhyggjan orðin eins konar þjóðareinkenni (RÚV, 2013). Hjarðhegðun (e. herd behavior)

má einnig sjá í kauphegðun íslendinga en í áraraðir hafa íslendingar haft þá tilhneigingu að verða

að eignast sömu hlutina. Til að mynda á áttunda áratug síðustu aldar eignaðist stór hluti

þjóðarinnar fótanuddtæki, á góðærisárunum 2005-2007 mátti sjá fellihýsi eða hjólhýsi standa

fyrir utan mörg heimili. Undanfarin ár hafa Omaggio og Kaj Bojesen apar prýtt fleiri og fleiri

heimili.

Sýnineysla (e. conspicuous consumption) eða samkeppnisneysla kallast það þegar fólk,

með neyslu sinni gefur til kynna hvaða hópi samfélagsins það tilheyrir eða vill tilheyra og

hvernig það vill aðrir líti á sig. Neysla er félagslegt fyrirbæri en með samkeppnisneyslu keppast

neytendur við hvern annan um samfélagsstöðu í gegnum sýnineyslu (Argitis, 2016). Í

nútímasamfélagi hefur neysluhyggjan mikil áhrif á líf fólks, og miklar líkur eru að þar spili

einnig inn í máttur samfélagsmiðla sem hafa vaxið gríðarlega á 21. öldinni. Miðlar á borð við

Facebook og Instagram sýna oft glansmyndir af lífi fólks, þar sem fólk er duglegt að setja inn

færslur frá fríum, ferðum á fína veitingastaði og verslunarferðum. Það er því ljóst að

samfélagsmiðlar hafa vissulega sett svip sinn á neysluhyggjuna. Um 40% jarðarbúa nota

samfélagsmiðla reglulega og þá ungt fólk í mestum mæli (Ho, 2018). Um 96% Íslendinga nota

samfélagsmiðla daglega, en það er með hæstu hlutföllum á heimsmælikvarða (Viðskiptablaðið,

2018) (The Statistics Portal, 2019).

Rannsókn sem gerð var í Bretlandi sýnir að ungt fólk eyðir háum fjárhæðum í vörur og

þjónustu sem mætti skilgreina sem óþarfa, til dæmis að fara út á lífið, kaupa skyndibita, fara á

kaffihús, uppfæra snjallsímann og fleira. Verðlækkanir á flugfargjöldum um allan heim hafa

einnig laðað að stóran hóp ungs fólks, og nú er mun algengara að ungt fólk og skólanemar fari í

frí og ferðalög heldur en áður tíðkaðist (Mintz, 2017). Þrátt fyrir að flugfargjöldin séu ódýrari þá

geta önnur meðfylgjandi útgjöld, s.s. hótelgisting og uppihald kostað sitt. Könnun sem

framkvæmd var af MMR sýnir fram á að um 83% íslensku þjóðarinnar hafi ferðast erlendis á

árinu 2018 og var meðalfjöldi ferða á einstakling 2,8 ferðir. Til samanburðar fóru aðeins 44%

íslensku þjóðarinnar í utanlandsferð árið 2009 (Ferðamálastofa, 2019).

Page 17: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

7

2.3 Fyrri rannsóknir Þar sem vandi unga fólksins á húsnæðismarkanum hefur lengi verið viðvarandi og sérstaklega

áberandi í umræðunni undanfarin ár hafa verið gerðar margs konar rannsóknir á viðfangsefninu.

Þá hefur sambærilegt viðfangsefni verið rannsakað í B.Sc. má þar nefna B.Sc. ritgerð sem

skrifuð var af tveimur nemendum úr Háskólanum í Reykjavík árið 2018 um ,,Ungt fólk og fyrstu

skref á fasteignamarkaði”. Í þeirri ritgerð var fjallað um stöðu tveggja mismunandi kynslóða á

húsnæðismarkaðinum, annars vegar kynslóðar X sem fólk er fætt milli 1970-1980 og hinsvegar

aldamótakynslóðina sem er fólk fætt milli 1980-1990. Samkvæmt niðurstöðum ritgerðarinnar

áttu þessar kynslóðir erfitt með að fjárfesta í sinni fyrstu eign vegna slæms aðgengis að

húsnæðismarkaði ásamt fleiri þáttum.

Höfundar þessarar ritgerðar töldu hinsvegar að líklega væri aðgengi yngra fólks sem fætt

er milli áranna 1990 til 1999 að húsnæðismarkaði verra samanborið við kynslóð X og

aldamótakynslóðina. Þótti rannsakendum því áhugavert að kanna viðfangsefnið betur.

Neysluvenjur eru að verða meira vandamál meðal ungs fólks í dag heldur en fyrir 10 árum. Þar

geta komið til ýmsar venjur ungmenna líkt og kaup á dýrum farsímum, bílum og afþreyingu og

því er hagur ungmenna erfiðari að þessu leyti. Mörg ungmenni eru komin í greiðsluvanda eða

skuldasöfnun áður en þau festa kaup á sinni fyrstu eign (Guðbrandur Jónasson löggiltur

fasteignasali, munnleg heimild, viðtal, 19. Apríl 2019). Einnig var skrifuð B.Sc. ritgerð um

,,Þróun fasteignaverðs á Íslandi borið saman við Norðurlöndin (1990-2011)” árið 2012 af

nemanda í Háskólanum í Reykjavík. Í þeirri ritgerð kom fram samanburður Norðurlandanna á

húsnæðisverði, framboði ásamt fleiri þáttum sem snúa að húsnæðismarkaði. Rannsakendum

fannst því ástæða til þess að skoða þessa þætti ásamt því hvort munur væri á stöðu ungs fólks frá

Íslandi annars vegar og Norðurlandanna hins vegar á húsnæðismarkaði og gera grein fyrir því

hvenær ungt fólk flytur úr foreldrahúsum í þessum löndum. Skýrslur, greinargerðir, fyrirlestrar

og tölulegar upplýsingar voru einnig meðal fyrirliggjandi gagna, sem rannsakendur sóttu í við

skrif þessarar ritgerðar. Þær mátti helst finna hjá Íbúðalánasjóð, bönkum og fjármálastofnunum,

Hagstofu Íslands og Þjóðskrá Íslands.

Niðurstöður fyrri rannsókna varðandi stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði benda til þess

að kaup á fyrstu eign séu erfið vegna vaxandi ferðamannastraums, fólksfjölgunar, innflutningi

erlends vinnuafls ásamt fleiri þáttum. Vísbendingar eru um að þegar fólksfjölgun eykst mikið á

skömmum tíma, hækki um leið verðlag húsnæðis. Með auknum ferðamannastraumi hefur einnig

Page 18: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

8

útleiga á Airbnb íbúðum orðið vinsæl leið hjá landsmönnum til þess að auka tekjur sínar sem

dregur um leið úr framboði húsnæðis (Axel Hall, Benedikt Árnason, Elín Alma Arthursdóttir,

Maríanna Jónasdóttir og Ólafur Darri Andrason, 2019). Nánari umfjöllun um þessa þætti og áhrif

þeirra á húsnæðismarkaðinn á Íslandi verður fjallað um síðar í ritgerðinni en nú verður gert grein

fyrir sögu húsnæðismarkaðar á Íslandi.

Page 19: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

9

3. Sögulegt yfirlit Í þessum kafla verður fjallað um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis frá aldamótum, þar með vel

heppnaða ákvörðun stjórnvalda um uppbyggingu verkamannabústaða í Reykjavík til þess að

vinna gegn skortinum sem ríkti á húsnæðismarkaði borgarinnar á árunum 1960-1990. Auk þess

verður fjallað um fyrir þróun húsnæðismarkaðarins og lánastofnana á Íslandi frá aldamótum.

3.1 Uppbygging íbúðarhúsnæðis frá aldamótum og verkamannabústaðir Vandræði á húsnæðismarkaðnum er ekki nýtt vandamál en það hefur lengi ríkt húsnæðisvandi í

Reykjavík. Allt frá iðnbyltingunni sem átti sér stað á miðri 19. öldinni fór fólk að flytjast í

auknum mæli úr dreifbýli í borgir. Fólk taldi sig eiga möguleika á betra lífi í borgunum og þar

voru einnig betri atvinnutækifæri (Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson, 2016). Á fyrri hluta

20. aldarinnar og þá sérstaklega í kringum fyrri heimsstyrjöldina var skorturinn svo mikill á

íbúðarhúsnæði að Reykjavíkurborg tók til þess ráðs að byggja bráðabirgðahúsnæði úr ódýru

byggingarefni fyrir þá allra efnaminnstu, húsin voru kölluð Pólarnir. Við hernám Breta 10. maí

1940 jók enn á húsnæðisvandann, mikil fólksfjölgun varð í borginni vegna hernámsins og bjuggu

hermennirnir upphaflega í tjöldum. Áður en veturinn skall á reistu þeir bragga sem áttu að veita

meira skjól og á skömmum tíma höfðu hundruðir bragga verið reistir í borginni (Eggert Þór

Bernharðsson, 2000).

Um miðja 20. öldina var farið af stað með verkefni sem átti eftir að breyta miklu á

húsnæðismarkaðnum. Borgin hóf að reisa íbúðarbyggingar og voru íbúðirnar svo seldar til

lágtekjufólks, kaupverðið var bæði lægra en venjulegt þótti og kaupendunum buðust lán með

lægri vöxtum. Íbúðahúsin voru kölluð verkamannabústaðir. Umsækjendur verkamannabústaða

þurftu að uppfylla ákveðin skilyrði til að mega kaupa þar íbúð; ekki mátti fara upp fyrir ákveðin

tekjumörk, viðkomandi mátti ekki eiga íbúð eða samsvarandi eign í öðru formi, og þurfti að vera

með skráð lögheimili í Reykjavík. Fyrstu verkamannabústaðirnir voru við Hringbraut. Húsin

mynduðu ferhyrning og í miðjunni var leiksvæði fyrir börn. Íbúðirnar voru hannaðar á einfaldan

og hagkvæman hátt, voru þær því fremur litlar, en oft bjuggu stórar fjölskyldur í íbúðunum.

Verkefnið fór vel stað og var mikil eftirspurn eftir íbúðunum, þá helst meðal leigjenda á

almennum markaði sem glímdu við háa mánaðarleigu og ótrygga leigusamninga (Guðlaug

Magnúsdóttir, 1983). Fljótt urðu til hverfi úr íbúðum verkamannabústaðanna, meðal annars

Page 20: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

10

fjölbýlishús í Seljahverfi, bakkarnir í Neðra-Breiðholti, Fellahverfið í Efra-Breiðholti og síðar

meir í Ártúnsholti, Grafarvogi og á fleiri stöðum.

Mynd 3.1. Verkamannabústaðir í Breiðholti (Höfundur ótilgreindur, 2012)

Bygging verkamannabústaðanna á árunum 1960-1990 bætti stöðuna á

húsnæðismarkaðnum gríðarlega. Íbúðum í Reykjavík fjölgaði um rúmlega 21.000 á þessum árum

og kom það til móts við fólksfjölgunina (Hagstofa Íslands, e.d.-b). Fyrir aldamótin 2000 var

bygging verkamannabústaða lögð af og við tók tímabil þar sem mikið var byggt af stærra

íbúðarhúsnæði, s.s. einbýlishúsum og stórum íbúðum í fjölbýli eða raðhúsum og parhúsum.

Eftir hinn mikla húsnæðisskort sem ríkt hefur síðastliðin ár eru nú aftur komnir í

byggingu verkamannabústaðir á vegum íbúðafélagsins Bjargs, sem er sjálfseignarstofnun í eigu

ASÍ og BSRB, og rekið án hagnaðarmarkmiða. Eiga fyrstu íbúðirnar að vera til afhendingar á

þessu ári, 2019 (Bjarg íbúðafélag, 2019). Nýju íbúðirnar verða hins vegar eingöngu í boði til

leigu á lágu leiguverði til tekjulágs fólks. Ekki er mögulegt að kaupa þær líkt og þær íbúðir sem

voru byggðar á seinni hluta síðustu aldar. Því munu nýju verkamannabústaðirnir ekki koma til

móts við þann hóp sem vill kaupa sitt eigið húsnæði þó þeir muni vissulega koma til móts við

húsnæðisvandann. Mikilvægt er að efnaminna fólk hafi einnig möguleika á því að kaupa húsnæði

auk þeirra sem hafa meira á milli handanna. Ný lög voru sett árið 1998 sem kveða á um að sú

meginregla gildi að landsmenn eigi að búa við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að

fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika almennings til að eignast eða leigja

húsnæði á viðráðanlegum kjörum (Lög um húsnæðismál, nr. 44/1998).

Page 21: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

11

3.2 Aðgengi að lánsfjármagni Á árum áður var starfsemi lánastofnanna heldur minni á Íslandi en hún er í dag. Á síðustu öld var

það Veðdeild Landsbankans sem var með mesta lánastarfsemi ásamt Húsnæðisstofnun Ríkisins,

sem var aðeins starfandi seinni helming 20. aldarinnar. Íbúðalánasjóður var svo stofnaður árið

1998 og sameinuðust Byggingasjóður verkamanna og Byggingasjóður ríkisins, sem voru í

umsjón Húsnæðisstofnunar Ríkisins, Íbúðalánasjóði. Jafnframt var hægt að taka húsnæðislán hjá

lífeyrissjóðum. Bylting varð á íslenska húsnæðismarkaðnum sumarið 2004, en þá hófu bankar að

veita íbúðalán til viðskiptavina, sem veitti fyrri úrræðum samkeppni (Jón Anton Jóhannsson,

2018). Þegar bankarnir hófu að veita lán voru reglur og skilyrði ekki jafn ströng og þau eru í dag.

Bankarnir hafa séð um að framkvæma greiðslumat og fór það fram í útibúunum hér áður fyrr.

Meiri tækifæri voru þá í boði fyrir almenning í landinu, kostnaður við lántöku lækkaði, lánin

voru aðgengilegri og hægt var að taka lán fyrir allt að 90% af kaupverði húsnæðis, og í sumum

tilfellum allt að 100% lán. Á þeim tíma var hægt að hliðra til sem einfaldaði fólki að fá

greiðslumat og var því sá hópur sem fékk lán mun stærri en hann er í dag. Veltan á

húsnæðismarkaðnum var á þessum tíma gríðarleg (Guðbrandur Jónasson, löggiltur fasteignasali,

munnleg heimild, viðtal, 19. apríl 2019). Bankarnir komu inn af miklum krafti sem viðbót við

lánveitendur á húsnæðismarkaðnum, en hafa líklega stundað of mikla áhættustarfsemi sem leiddi

slæmrar skuldastöðu almennings og í kjölfarið voru reglur hertar til muna. Eftir hrun hafa

lánveitingar breyst mikið vegna hertra reglna og möguleikar fólks eru því mun skertari en fyrir

hrun. Eftir hrunið hefur greiðslumatið orðið staðlaðra og í bönkum er ákveðin deild sem sér um

lánveitingar, jafnframt er minni persónuleg þjónusta í boði. Auk þess eru kröfurnar meiri til

greiðslugetu húsnæðiskaupenda í dag en fyrir hrun. Fyrir hrun var meira af ungu fólki að kaupa

sínar fyrstu eignir og var þá meiri breidd þegar kom að stærð húsnæðis. Fólk var þá að ráða við

íbúðakaup undir 30 milljónum en í dag fást sambærilegar eignir á um 40 milljónir. Ungt fólk

leitar helst eftir þriggja herbergja íbúðum sé það þeim mögulegt fjárhagslega. Mögulega er

ástæðan sú að fyrstu kaupendur eru orðnir eldri en áður fyrr og því komnir með barn, sem gerir

þörfina á fleiri herbergjum meiri (Dan Wiium, löggiltur fasteignasali, munnleg heimild, viðtal,

17. apríl 2019).

Page 22: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

12

Mynd 3.2. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu árin 2011-2018. (Heimild: Þjóðskrá Íslands)

Mynd 3.2 sýnir þinglýsta kaupsamninga á árunum 2011-2018 á höfuðborgarsvæðinu, má

þar sjá að salan hefur farið stigvaxandi frá árinu 2011, þá bæði í sölu á íbúðum í fjölbýli og

sérbýli. Fjöldi seldra eigna tók mikið stökk frá árinu 2014-2015, að mestum hluta seldum eignum

í fjölbýli en einnig í sérbýli, og svo aftur næsta ár á eftir, bæði í fjölbýliseignum og í sérbýli

(Þjóðskrá Íslands, e.d.-a). Möguleg skýring þessa vaxtar í sölu er að í kjölfar hrunsins fengu

bankarnir, fjármálastofnanir og Íbúðalánasjóður til sín mikið magn af eignum í gegnum

nauðungaruppboð sem fóru á sölu á markaðnum. Restin af þessum eignum var seld í kringum

árið 2016 (Dan Wiium, löggiltur fasteignasali, munnleg heimild, viðtal, 17. apríl 2019). Salan

dróst svo aftur saman árið 2017, en þá voru fáar eignir í boði. Þær eignir sem komu inn á

markaðinn seldust alla jafnan hratt og verð rauk upp.

Til samanburðar við árið 2007 var heildarfjöldi þinglýstra kaupsamninga rúmlega 10.000

á höfuðborgarsvæðinu, en sú tala á við allar tegundir húsnæðis, einnig atvinnuhúsnæði

(Viðskiptablaðið, 2009).

3.3 Samantekt Ljóst er að tekjuminni einstaklingar nutu góðs af uppbyggingu verkamannabústaða árin 1960 -

1990 sem leiddi til þess að skorturinn á húsnæðismarkaði minnkaði og þeir sem áður höfðu ekki

tök á að eignast húsnæði gafst þarna tækifæri til þess. Óljóst er hversu mikil áhrif uppbygging

nýrra verkamannabústaða á vegum íbúðafélagsins Bjargs mun hafa á húsnæðismarkaðinn á

0

1000

2000

3000

4000

5000

6000

7000

8000

2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018

Fjöldiþinglýstrakaupsamingaáhöfuðborgarsvæðinu

Fjölbýli Sérbýli Samtals

Page 23: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

13

Íslandi en líklega munu verkamannabústaðirnir koma til með að minnka skortinn sem ríkir í dag

að hluta til. Fyrir hrun var aðgengi ungs fólks að lánsfjármagni mun betra til þess að festa kaup á

húsnæði vegna þess að ekki voru gerðar eins miklar kröfur til greiðslugetu húsnæðiskaupenda

líkt og raunin er í dag. Fjöldi þinglýstra samninga hefur farið stigvaxandi síðan árið 2011 en þó

talsvert frá því að ná sömu hæðum og fyrir efnahagshrunið árið 2007. Frá efnahagshruninu 2008

hefur húsnæðisverð hækkað mikið sem gerir unga fólkinu einnig erfiðara fyrir að kaupa fyrstu

eign.

Page 24: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

14

4. Staðan á markaðnum í dag Kaup á húsnæði er sennilega ein stærsta fjárfesting sem flestir einstaklingar leggja í á lífsleiðinni.

Húsnæði er öllu jafnan tengt við eina af grunnþörfum mannsins sem einnig er mikilvægur þáttur

í eignauppbyggingu heimilanna. Séreignarstefna í húsnæðismálum hefur verið ríkjandi hér á

landi þar sem árið 2016 var hlutfall húsnæðis í eigu íbúa 78% (Finnur Bogi Hannesson, 2016).

Heildarvelta íbúða á Íslandi árið 2018 nam rúmlega 482 milljörðum króna sem er um 6,8%

aukning veltu frá árinu þar á undan, þar sem meðalviðskiptaverð á íbúðarhúsnæði á Íslandi var

um 44 milljónir króna (Íbúðalánasjóður, 2019-a).

Margt bendir til þess að ungt fólk haldi lengur til í foreldrahúsum nú heldur en áður fyrr.

Eins og áður hefur komið fram var meðalhlutfall ungs fólks á aldrinum 20-24 ára, 57,4%, á

árunum 2012-2016 og er það hæsta hlutfall frá því mælingar hófust. Hins vegar má sjá mikinn

mun á næsta aldurshóp á eftir, 25-29 ára, en þar mældist hlutfallið 21,1% á sama tímabili

(Hagstofa Íslands, e.d.-a). Áður fyrr var algengt að ungt fólk keypti sínar fyrstu eignir upp úr

tvítugu en nú er það helst á bilinu 25-30 ára (Dan Wiium, löggiltur fasteignasali, munnleg

heimild, viðtal, 17. apríl 2019). Fyrri rannsóknir benda jafnframt til þess að konur flytji fyrr út úr

foreldrahúsum en karlmenn. Árið 2016 bjuggu 26,8% karla á aldrinum 25-29 ára í foreldrahúsum

en aðeins 14,3% kvenna og telst sá munur tölfræðilega marktækur (Hagstofa Íslands, 2018).

Í dag er framboðið á markaðnum frekar lítið og mun minna heldur en á árunum fyrir

hrun. Þá er áberandi skortur á ódýrari eignum. Aukning hefur orðið á nýbyggingum en það sem

helst einkennir þær eru óheppilegar stærðir á íbúðum og hátt verð, hefur sala á þeim dregist

verulega saman frá síðasta ári. Nýju íbúðirnar hafa helst verið byggðar á svokölluðum

þéttingarreitum og dýrum lóðum sem hækkar verð þeirra (Dan Wiium, löggiltur fasteignasali,

munnleg heimild, viðtal, 17. apríl 2019). Lóðaverð eitt og sér setur ákveðinn grunn í

verðlagningu þessara nýju íbúða og hefur lóðaverð farið hækkandi eftir því sem borgin þenst út

(Guðbrandur Jónasson, löggiltur fasteignasali, munnleg heimild, viðtal, 19. apríl 2019). Þetta

gerir ungu fólki mjög erfitt fyrir að kaupa nýjar eignir. Ungt fólk í dag er stór hópur sem helst

leitar eftir eignum sem kosta innan við 40 milljónir og er það svo greiðslumatið sem gerir fólki

erfiðara fyrir. Stór hluti ungra kaupenda í dag þurfa aðstoð foreldra eða annarra ættingja við sín

fyrstu kaup (Dan Wiium, löggiltur fasteignasali, munnleg heimild, viðtal, 17. apríl 2019). Þeir

sem eru að kaupa sínar fyrstu eignir þurfa að eiga eigið fé til að geta lagt fram útborgun við

kaupin. Samkvæmt skilmálum flestra lánastofnana árið 2019 ber fyrstu kaupendum að eiga að

Page 25: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

15

Mynd 4. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu tímabilið 1994-2018. (Heimild: Þjóðskrá Íslands).

lágmarki 15% af kaupverði fasteignar (Landsbankinn, e.d.-a), sem jafngildir 6.000.000 útborgun

upp í húsnæði á kaupverðinu 40.000.000.

Húsnæðismarkaðurinn hefur verið nokkuð rólegur frá hruni. Framboð er töluvert minna

en eftirspurn á markaðnum og hafa verið miklar verðhækkanir líkt á sjá má á mynd 4. Vísitala

íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið stigvaxandi frá árinu 1994 til 2018 að

undanskildum niðursveiflum fyrstu árin eftir hrun 2009 og 2010. Árin eftir niðursveifluna hafa

einkennst af gríðarlegum vexti vísitölu íbúðaverðs, en vísitalan tvöfaldaðist árið 2018 frá árinu

2010, og mældist hún hæst 620,8 í desember mánuði (Þjóðskrá Íslands e.d.–b). Mikill skortur

hefur myndast. Í maí-júní árið 2018 hægðist verulega á markaðnum, eftir mikla hreyfingu á

árunum 2015-2017. Þá höfðu verðhækkanir náð hámarki og verðhjöðnun var byrjuð (Dan

Wiium, löggiltur fasteignasali, munnleg heimild, viðtal, 17. apríl 2019). Árin 2016 og 2017

hækkaði íbúðaverð um 14-15% samanborið við 6% árið 2018 (Arion Banki, 2019). Áberandi er í

umræðunni að byggja þurfi ódýrar og hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og að hjálpa þurfi unga

0

100

200

300

400

500

600

700

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

Vísitalaíbúðaverðs

Page 26: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

16

fólkinu en þessar íbúðir er hvergi að finna. Þetta skapar eftirvæntingu meðal almennings og ýtir

jafnvel enn undir þörfina.

4.1 Áhrif ferðamannastraumsins á húsnæðismarkaðinn Hlutfallsleg aukning hefur verið í fjölda ferðamanna sem leggja leið sína til landsins en Ísland

hefur verið mjög vinsæll áfangastaður meðal erlendra ferðamanna í dag vegna fallegs landslags

en fjöldi ferðamanna nam rúmlega 2,3 milljónum árið 2018. Langflestir erlendra ferðamanna

sem sóttu Ísland heim komu frá Bandaríkjunum, alls 700 þúsund ferðamenn. Sú þjóð sem kom

þar næst á eftir var Bretland með 298 þúsund ferðamenn árið 2018 (Landsbankinn, 2019-a).

Aukinn straumur erlendra ferðamanna til landsins ásamt vexti ferðaþjónustunnar er ein afleiðing

þess að staða ungs fólks á húsnæðismarkaði hefur farið versnandi. Það sem enn hefur aukið á

vandann á húsnæðismarkaði er stóraukin eftirspurn eftir íbúðum sem hefur farið vaxandi á

síðastliðnum árum vegna straums erlendra ferða- og verkamanna inn í landið, ásamt útleigu á

Airbnb húsnæði.

Mynd 4.1. Heildarfjöldi erlendra ferðamanna sem heimsóttu Ísland. (Heimild: Ferðamálastofa).

Undanfarin fjögur til fimm ár hefur aðsókn erlendra ferðamanna stóraukist sem veldur

aukinni eftirspurn eftir gistihúsnæði líkt og sést á mynd 4.1. Heildarfjöldi erlendra ferðamanna

sem koma til Íslands árið 2017 voru rúmlega 2,2 milljónir sem gerir 24,1% aukningu á fjölda

ferðamanna frá árinu 2016 (Ferðamálastofa e.d.-a). Íslendingar buðu því erlendum ferðamönnum

0

500,000

1,000,000

1,500,000

2,000,000

2,500,000

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

Fjöldiferðamanna

Page 27: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

17

og heimamönnum húsnæði sitt til skammtímaleigu á Airbnb sem átti þátt í því að leiguverð

húsnæðis fór hækkandi. Á sama tíma var mikill uppgangur í uppbyggingu hótela vegna vaxandi

ferðaþjónustu sem kallaði á innflutning á erlendu vinnuafli inn í landið sem hefur einnig sett

þrýsting á húsnæðismarkaðinn hér á landi. (Axel Hall o.fl., 2019).

4.2 Áhrif Airbnb skammtímaleigu á húsnæðismarkaðinn Eftirspurn eftir húsnæði á skammtímaleigu á Íslandi hefur vaxið gríðarlega í tengslum við

aukningu erlendra ferðamanna til landsins. Eftirspurninni hefur verið mætt að stórum hluta með

deilihagkerfi annars vegar og fjárfestingum og framkvæmdum á hótel- og gistirýmum hinsvegar.

Uppbygging nýrra hótel- og gistirýma fylgdi ekki eftir hröðum vexti ferðamanna sérstaklega á

höfuðborgarsvæðinu. Tilurð Airbnb kom því á heppilegum tíma fyrir Ísland vegna þess að óvíst

er hvort landið hefði getað tekið á móti slíkum fjölda ferðamanna án þess (Finnur Bogi

Hannesson, 2016).

Airbnb var stofnað árið 2008 og eru höfuðstöðvar þess í San Francisco í Kaliforníu.

Airbnb er nú alþjóðlegt fyrirtæki og starfar sem leiðtogi á markaði deilihagkerfa og gefur

einstaklingum þann möguleika á að leigja húsnæði annars aðila í gegnum vefsíðu eða smáforrit

sem fyrirtækið rekur. Það sem gerir þjónustu Airbnb byltingarkennda er að fyrirtækið á engar

eignir sem eru til útleigu og aflar tekna með þóknunum frá öllum bókunum milli leigutaka og

leigusala. Í gegnum Airbnb hefur almenningur aðgang að meira en tveimur milljónum skráðra

íbúða til skammtímaleigu í yfir 34 þúsund borgum. Til samanburðar hefur stærsta hótelkeðja

heims InterContinental Hotels Group 687 þúsund herbergi til leigu. Leigjendur sem nýta sér

Airbnb á ferðalögum sínum eru fleiri en 60 milljónir talsins. Þrátt fyrir að tiltölulega stutt sé frá

stofnun Airbnb hefur það reynst vinsælt úrræði fyrir einstaklinga í leit af gistingu en það lítur út

fyrir það að vinsældirnar muni vaxa enn frekar í náinni framtíð (Botsman, R. & Capelin, L.

2015).

Page 28: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

18

Mynd 4.2. Áætlaðar óskráðar erlendar gistinætur í gegnum Airbnb 2017-2019. (Heimild: Hagstofa Íslands).

Líkt og sjá má á mynd 4.2 er fjöldi óskráðra erlendra gistinátta mjög árstíðarbundinn þar

sem fjöldi gistinátta mælist alla jafnan mestur á sumrin. Fjöldi gistinátta mældist mestur í júlí-

mánuði 2017, um 340.000 gistinætur. Samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í mars

2019 mældist fjöldi gistinátta 134.000 sem er aukning frá sama mánuði árunum áður (Hagstofa

Íslands, e.d.-c). Deilihagkerfið Airbnb hefur stutt mjög við vöxt íslenskrar ferðaþjónustu þegar

hótel- og gistirými voru við nýtingarþolmörkin og því hefur Airbnb reynst stór þáttur við

atvinnusköpun og bætt þannig fjárhagsstöðu heimilanna (Finnur Bogi Hannesson, 2016). Þó svo

að Airbnb hafi upphaflega verið ætlað sem vettvangur skammtímaleigu venjulegra heimila í anda

deilihagkerfa er þó stór hluti eigna sem er í boði í eigu fyrirtækja eða einstaklinga sem leigja út

fleiri en eina eign. Airbnb var nýtt og byltingarkennt fyrirbæri á sviði skammtímaleigu á Íslandi

og því myndaðist mikil umræða í samfélaginu um að það þyrfti að vernda þá sem hafa hagsmuni

að gæta á íbúðamarkaði og leiddi það til ýmissa lagabreytinga á því sviði (Íbúðalánasjóður,

2018-a).

Gríðarlegur vöxtur hefur verið á framboði á skammtímaútleigu íbúðarhúsnæðis

undanfarin ár. Margir Íslendingar sjá mikil tækifæri í því að leigja íbúðir sínar og auka tekjur

sínar með því. Árið 2017 voru heildartekjur af skammtímaleigu Airbnb í kringum 32 milljarðar

íslenskar krónur sem samsvarar 1.3% af vergri landsframleiðslu. Sama ár voru 8.162 notendur

0

50000

100000

150000

200000

250000

300000

350000

400000

Jan.17

Feb.17

Mar.17

Apr.17

Maí.17

Jún.17

Júl.17

Ágú.17

Sep.17

Okt.17

Nóv.17

Des.17

Jan.18

Feb.18

Mar.18

Apr.18

Maí.18

Jún.18

Júl.18

Ágú.18

Sep.18

Okt.18

Nóv.18

Des.18

Jan.19

Feb.19

Mar.19

Fjöldigistinátta

Page 29: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

19

sem buðu 14.088 eignir til útleigu á einhverjum tímapunkti yfir árið á Airbnb. Það er gífurlega há

tala ef hún er sett í samhengi við allar skráðar eignir á Íslandi en það jafngildir að rúm 10% af

öllum fasteignum landsins hafi verið til útleigu á vefnum. Um 80% skráðra íslenskra Airbnb

íbúða voru staðsettar í Reykjavík, þar af 48% miðsvæðis í borginni (Lúðvík Elíasson og Önundur

Páll Ragnarsson, 2018). Reykjavík var árið 2017 í þriðja sæti af öllum höfuðborgum og

vinsælustu ferðamannaborgum Evrópu sem höfðu flestar Airbnb skráningar miðað við höfðatölu.

Íbúðum til útleigu á Airbnb utan höfuðborgarinnar hefur þó fjölgað meira samanborið við

höfuðborgarsvæðið á síðastliðnum árum (Íbúðalánasjóður, 2018-a).

Neikvæð tengsl eru til staðar milli húsnæðismarkaðarins og Airbnb skammtímaleigu.

Neikvæðar afleiðingar slíkrar útleigu á íbúðum hafa orðið til þess að framboð hefur minnkað

umtalsvert miðsvæðis í Reykjavík og verð íbúðahúsnæðis þar af leiðandi hækkað óeðlilega

mikið. Mest ber á þessu í miðborginni og nágrenni og einnig hefur sala á eignum í kjarna

höfuðborgarinnar dregist saman. Í kjarna borgarinnar hefur þjónustu, til dæmis aðgengi að

matvöruverslunum, heilsugæslu og leikskólum, til fjölskyldna hrakað en þjónustan er nú sniðin

að þörfum erlendra ferðamanna sem leitt hefur til þess að margar fjölskyldur hafa flutt á brott

(Dan Wiium, löggiltur fasteignasali, munnleg heimild, viðtal, 17. apríl 2019). Í nýlegri skýrslu

frá hagdeild Íbúðalánasjóðs (2018-a) kom fram tölfræðileg greining á áhrifum Airbnb á kaupverð

á húsnæðismarkaði ásamt leigumarkaði. Niðurstöður greiningarinnar bentu til þess að tengsl séu

milli framboðs leigu á Airbnb og verði íbúða. Áhrif Airbnb á húsnæðismarkaðinn má tengja

beint við hækkun meðalfermetraverðs í kaupsamningum um 5-9% hérlendis milli áranna 2015-

2017. Á leigumarkaði var bent á að leigjendur standi frammi fyrir miklum hvata til þess að leigja

eign sína til skammtíma frekar en langtíma þar sem tekjur af því geta verið tvöfalt hærri en sem

nemur þinglýstum kaupsamningum. Það leiðir til þess að framboð minnkar á langtíma

leigumarkaði.

Nú ríkir hinsvegar mikil óvissa um hvort straumurinn af fjölda erlendra ferðamanna verði

jafn mikill í framtíðinni og hann er nú. Þó Airbnb hafi neikvæð áhrif á leigu og húsnæðisverð er

það þó jákvætt að mögulegt sé að anna þörf mikils hluta ferðamannastraumsins án þess að leggja

í miklar fjárfestingar í byggingu nýrra hótela. Ef erlendum ferðamönnum fer fækkandi er sem

dæmi mun auðveldara að hætta rekstri Airbnb-útleigu en að selja hótel eða hálfkláruð

hótelverkefni (Íbúðalánasjóður, 2018-a).

Page 30: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

20

4.3 Áhrif innflutnings erlends vinnuafls á húsnæðismarkað Mynd 4.3 hér að neðan sýnir að nú ríkir mikill uppgangur innan byggingariðnaðarins á Íslandi

þegar litið er til aukningar á heildarfjölda bygginga og innflutts vinnuafls á síðastliðnum árum. Á

fyrstu árunum eftir efnahagshrunið varð mikil niðursveifla í fjölda starfsmanna í

byggingariðnaðinum vegna þess að það var óarðbært að ráðast í byggingarframkvæmdir (Finnur

Bogi Hannesson, 2016).

Mynd 4.3. Fjöldi launþega í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð á Íslandi tímabilið 2008-2018. (Heimild: Hagstofa

Íslands).

Á tímabilinu 2009 til 2015 voru að meðaltali 9.575 manns sem störfuðu í

byggingariðnaði en til samanburðar mældist fjöldi starfsmanna mestur árið 2008, 17.585

manns. Fjöldi vinnuafls í atvinnugreininni árið 2018 mældist 15.230 starfsmenn í heild og þar af

innflutt vinnuafl sem nam 4.487 manns. Árið 2012 mældist vinnuafl í byggingariðnaði minnst,

alls 8.577 og fjöldi innflutts vinnuafls var 698 samkvæmt mælingum sem gerðar voru á árunum

2008 til 2018. Hlutfallslega séð hefur vinnuafl tæplega tvöfaldast ásamt því að innflutningur

vinnuafls hefur aukist rúmlega sexfalt frá tímabilinu 2012 til 2018 (Hagstofa Íslands, e.d.-d).

Í því þensluástandi sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði er eftirspurn eftir

iðnaðarmönnum að meginhluta mætt með innflutning á erlendu starfsfólki. Vegna

vinnuaflsskortsins hafa fyrirtæki á ýmsum sviðum efnahagslífsins svo sem í fjármálastarfsemi,

sjávarútvegi og iðnaði í auknum mæli ráðið til sín innflutt vinnuafl til þess að auka framleiðni

sína (Landsbankinn, 2019-a).

Innflutningur vinnuafls getur hinsvegar haft þau áhrif á húsnæðismarkaðinn að eftirspurn

eftir íbúðum eykst, sem ýtir enn frekar á aukna íbúðauppbyggingu sem veldur hækkunum á

íbúðaverði. Áhrifin sem um ræðir á húsnæðismarkaðinn sem stafa af aukningu innflutts vinnuafls

Page 31: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

21

koma skýrast fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem atvinnulíf er umfangsmeira og

mannaflsfrekara en gerist á landsbyggðinni (Finnur Bogi Hannesson, 2016).

4.4 Fólksfjölgun og uppbygging nýs húsnæðis Mannfjöldi á höfuðborgarsvæðinu hefur farið stöðugt vaxandi frá aldamótum, en það má til

dæmis rekja til uppgangs í efnahagslífinu. Hins vegar hefur uppbygging á nýju húsnæði ekki

haldist í hendur við fólksfjölgunina. Eins og sjá má á mynd 4.4.2, þá tók sú uppbygging mikla

dýfu í kringum hrun, árin 2008 og 2009, en náði lágmarki 2011 (Hagstofa Íslands, e.d.-e). Á

mynd 4.4.1 má sjá þróun fólksfjölda á höfuðborgarsvæðinu og á landinu öllu frá aldamótum.

Athyglisvert er að sjá að meðan fólksfjöldi í landinu fer minnkandi frá árinu 2009 til 2010 á sér

stað fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Frá árinu 2016 hefur uppbygging nýs

húsnæðis farið vaxandi og verið í takt við fólksfjölgun (Hagstofa Íslands, e.d.-b).

Mynd 4.4.1. Fólksfjöldi á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu frá aldamótum. (Heimild: Hagstofa Íslands).

0

50000

100000

150000

200000

250000

300000

350000

400000

20002001200220032004200520062007200820092010201120122013201420152016201720182019

Samtalsmannfjöldi

Ár

FólksfjölgunáÍslandiárin2000- 2019

Höfuðborgarsvæðið Landiðallt

Page 32: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

22

Mynd 4.4.2. Fullkláruð íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu frá aldamótum. (Heimild: Hagstofa Íslands).

Það er þó ekki þar með sagt að eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafi verið

annað. Mikil eftirspurn er eftir hentugu húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk, sem og

tekju- og eignalága aðila á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er þar þörf fyrir búsetuúrræði fyrir fólk

með fötlun, auk íbúða til skammtímaleigu, og íbúða fyrir námsmenn (Íbúðalánasjóður, 2019-b).

Samhliða aukningu eftirspurnar eftir húsnæði var skortur á framboði á húsnæði fyrir yngra og

tekjuminna fólk í landinu. Síðustu ár hefur uppbygging nýrra íbúða fyrst og fremst þjónað

þörfum eldra og efnameira fólks sem hyggst flytja úr einbýlishúsum sínum yfir í dýrar íbúðir,

sem léttir aðeins á þörf eins hóps neytenda (Axel Hall o.fl., 2019). Það sem ýtir undir að framboð

einkennist af háum verðflokki íbúða er hár byggingar og lóðarkostnaður, sérstaklega á

miðlægum þéttbýlissvæðum. Á sama tíma er uppbygging á ódýru húsnæði ekki í samræmi við

þarfir efnaminna ungs fólks (Ásmundur Einar Daðason, 2018). Ætla má að brugðist hafi verið of

seint við þessari fólksfjölgun í kjölfar hrunsins, tíma tekur að byggja upp húsnæði. Hefði því

uppbyggingin þurft að haldast nokkuð stöðug, líkt og fólksfjölgunin til að viðhalda jafnvægi á

húsnæðismarkaðnum. Jafnframt hefur ekki verið fjölbreytni í þeim nýbyggingum sem hafa verið

reistar, því enn ríkir skortur á markaðnum á húsnæði sem uppfyllir þarfir ungs og efnaminna

fólks.

967

1277

171016171626

205121202045

1367

482

778

347

829 751954 877

116913371435

0

500

1000

1500

2000

2500

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

Fjöldifullkláraðraíbúðaáárinu

Ár

Fullkláruðíbúðarhúsnæðiáhöfuðborgarsvæðinu

Page 33: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

23

Mynd 4.4.3. Árleg fjölgun íbúðarhúsnæðis á öllu landinu tímabilið 2004 – 2018. (Heimild: Þjóðskrá Íslands)

Árið 2017 var framboð svo lítið að aðeins um 50% eigna seldust undir ásettu verði og

rúmlega 20% eigna seldust yfir ásettu verði. Mynd 4.4.3 sýnir að fjöldi skráðra íbúða á landinu

öllu jókst um 2.418 árið 2018, en það er mesta aukning sem orðið hefur frá árinu 2008, en þá

fjölgaði skráðum íbúðum um 3.683 (Þjóðskrá Íslands, e.d.-c). Á seinni hluta ársins 2018 voru

settar í kringum 1.500 nýjar íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig lítur út fyrir að sú

gífurlega verðhækkun húsnæðis sem hefur orðið frá hruni sé að ná hámarki, en meirihluti

húsnæðis hefur selst undir ásettu verði, eða í kringum 80% frá ársbyrjun 2018 (Íbúðalánasjóður,

2019-b). Hins vegar er ásett verð fremur hátt og var verðhækkun nýrra íbúða um 17% á hvern

fermetra, á milli 2017 og 2018. Jafnframt hafa íbúðirnar minnkað milli ára en á árunum 2017 og

2018, minnkaði meðalstærð nýrra íbúða úr 116 m2 niður í 103 m2. Aðeins um þriðjungur

íbúðanna, eða um 440 íbúðir hafa selst. Það sem helst gæti skýrt þetta er að mögulega er ekki

eftirspurn eftir þessum nýju íbúðum, en margar íbúðanna eru miðsvæðis í Reykjavík, fremur

litlar og dýrar, samanber tölurnar hér að ofan. Þrátt fyrir að meirihluti nýrra íbúða sé enn óseldur,

virðist verð þeirra enn fara hækkandi (Landsbankinn, 2019-b). Það sem af er árinu 2019, er

hlutfall seldra nýbygginga töluvert lægra en árið á undan. Á meðan fer verð á eldri íbúðum

hækkandi, þ.e. íbúðum sem áður hafa gengið kaupum og sölum.

27582944

3938

4886

3683

699 790443 419

7541114 1258

15801759

2418

0

1000

2000

3000

4000

5000

6000

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

Fjölguníbúða

Page 34: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

24

Samkvæmt Greiningardeild Arion Banka (2019) hefur meðalaldur kaupenda nýs

húsnæðis hækkað frá góðærinu sem ríkti árið 2007. Þá var meðalaldur kaupenda 47 ár, og fór

upp í 57 ár árið 2011. Meðalaldurinn hefur hins vegar leitað aftur niður á við og er nú meðalaldur

kaupenda 49 ár. Ekki eru til staðar gögn um sölu nýbygginga varðandi aldurshópana 20-24 ára

eða 25-29 ára.

Nýbyggingar er helst að finna á höfuðborgarsvæðinu og þá helst í úthverfum, langmesta

fjölgunin er í Mosfellsbæ, Garðabæ og Kópavogi, en einnig miðsvæðis í Reykjavík, Selfossi og

Suðurnesjum (Arion Banki, 2019). Mikil áhersla hefur verið lögð á þéttingu byggðar hjá

Reykjavíkurborg sem felst í því að byggja upp stóra íbúðarkjarna í miðborginni eða miðsvæðis,

þar sem fyrirhuguð borgarlína á að liggja. Þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu hefur áhrif á

húsnæðisverð vegna þess að framkvæmdir og lóðir eru dýrar. Einnig eru til staðar umhverfisáhrif

tengd byggingarsvæðum í höfuðborginni, líkt og kostnaður við vörslu byggingarsvæðis, erfið

aðkoma, niðurrif eldri á eldri byggingum og fleiri þættir sem gætu orsakað lengri byggingartíma

og aukið þar með húsnæðisverð (Guðbrandur Jónasson, löggiltur fasteignasali, munnleg heimild,

viðtal, 19. apríl 2019). Þetta húsnæði er því ekki innan þess fjárhagslega ramma sem ungt fólk

ræður við og mun ekki létta mikið á húsnæðisvanda unga fólksins heldur aðeins þjóna öðrum

hópi samfélagsins.

Page 35: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

25

5. Samanburður á leiguverði og mánaðarlegum afborgunum af húsnæðisláni Leigumarkaðnum á Íslandi má skipta í þrjá hluta: Félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga,

leigufélög og leiguíbúðir í eigu einstaklinga (Reykjavíkurborg, 2018). Í Reykjavík er mun

algengara að fólk eigi sitt eigið húsnæði, frekar en tíðkast í stórborgum erlendis, þar er heldur

algengara að fólk búi í leiguíbúðum. Helsta ástæða þess er að íbúðaverð í erlendum stórborgum

er fremur hátt og færri eiga nægilegt fjármagn í útborgun (Stanek, 2015). Íbúum á leigumarkaði

fjölgaði hérlendis eftir efnahagshrunið 2008 en í kjölfar þess drógst saman fjármagn til

húsnæðislána, einnig hafði fólk minni pening á milli handanna til að leggja í sparnað.

Tæplega helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára býr á leigumarkaði á Íslandi, eða um

42%. Þetta er jafnframt fjölmennasti aldurshópurinn á leigumarkaðnum. Aðeins 13% af þessum

hópi býr í eigin húsnæði og um 45% býr í foreldrahúsum. Næst fjölmennasti hópur

leigumarkaðarins er fólk á aldrinum 25-34 ára, en í þeim hópi búa um 28% á leigumarkaði en

rúmlega 50% í eigin húsnæði (Íbúðalánasjóður, 2019-c). Þessar niðurstöður benda til þess að

ungt fólk spanni stóran hluta leigumarkaðarins.

Svæði Stúdíóíbúð Tveggja herbergja íbúð

Þriggja herbergja íbúð

Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes

4.513 kr. 3.091 kr. 2.844 kr.

Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar

4.033 kr. 2.965 kr. 2.723 kr

Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur

4.111 kr. 2.607 kr. 2.466 kr.

Garðabær, Hafnarfjörður og Álftanes 4.298 kr. 3.004 kr. 2.233 kr Breiðholt 5.802 kr. 2.756 kr. 2.387 kr.

Tafla 5.1. Samanburður á meðalleiguverði á hvern fermetra. (Heimild: Þjóðskrá Íslands).

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er afar hátt og hefur hækkað mikið undanfarin ár,

samhliða húsnæðisskorti. Í janúar 2019 var meðalleiguverð á hvern fermetra í stúdíóíbúð hæst í

Breiðholti (5.802 kr. á fermetra), en lægst í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og

Reykjanesbrautar (4.033 kr. á fermetra), en í gögnunum voru engar upplýsingar um Kópavog,

Kjalarnes eða Mosfellsbæ. Var meðalverð úr gögnunum fyrir 30 fm. stúdíóíbúð 4.551 kr á hvern

fermetra sem gera um 137.000 kr. í mánaðarleigu. Þegar kom að tveggja herbergja íbúðum var

meðalleiguverð á hvern fermetra hæst í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og á

Seltjarnarnesi (3.091 kr. á fermetra), en lægst í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ, Norðlingaholti og

Page 36: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

26

Úlfarsárdal (2.607 kr. á fermetra). Meðalverð úr gögnunum fyrir 65 fm. tveggja herbergja íbúð

2.885 kr á hvern fermetra sem gera um 187.500 kr. í mánaðarleigu. Reykjavík, vestan

Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes var einnig með hæsta meðalleiguverð á hvern fermetra á

þriggja herbergja íbúðum (2.844 kr. á fermetra), en Garðabær og Hafnarfjörður með það lægsta

(2.233 kr. á fermetra). Meðalverð úr gögnunum fyrir 85 fm. þriggja herbergja íbúð var 2.525 kr á

hvern fermetra sem gera um 214.661 kr. í mánaðarleigu (Þjóðskrá Íslands, 2019). Það er því ljóst

að það er mjög dýrt að vera á leigumarkaðnum og leiguverð á lítilli íbúð jafnast næstum á við

lágmarkslaun (VR, e.d.-a). Á seinasta ári, 2018, hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu

hlutfallslega meira en kaupverð íbúða (Viðskiptablaðið, 2019). Árshækkun á vísitölu leiguverðs

var 9% og hefur farið hækkandi það sem af er árinu 2019 (Þjóðskrá Íslands, 2019).

Hér verður tekið dæmi um Jónu sem er á þrítugsaldri, hún hefur nýlega lokið

háskólanámi og hyggst kaupa húsnæði. Jóna var sparsöm meðan á náminu stóð og er ekki með

námslán sem hún þarf að greiða upp á næstu árum. Jóna er komin með vinnu og hefur 450.000

kr. í mánaðarlaun fyrir skatt og má því áætla að ráðstöfunartekjur hennar eftir skatt séu um

340.000 kr á mánuði. Fyrir valinu verður þriggja herbergja íbúð sem er um 80 fm. íbúð í úthverfi

á höfuðborgarsvæðinu sem er í nokkuð góðu ásigkomulagi, allar innréttingar, gólfefni, hurðar og

slíkt, er nýlegt. Á íbúðina eru settar 35.000.000 kr. Þar sem þetta eru fyrstu kaup hennar Jónu

stendur henni til boða að taka 85% lán fyrir húsnæðinu. Hún þarf því að eiga að lágmarki

5.250.000 kr. fyrir útborgun. Hámarkslánsfjárhæð er því 29.750.000 kr. og töflu hér fyrir neðan

má sjá dæmi um þá möguleika sem Jóna gæti nýtt sér hjá Arion Banka.

Page 37: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

27

Óverðtryggð lán Afborgun á mánuði: 225.735 kr.

Blandað lán Afborgun á mánuði: 204.309 kr.

Verðtryggð lán Afborgun á mánuði: 126.689 kr.

Heildarupphæð láns

29.750.000 kr 29.750.000 kr 29.750.000 kr Forsendur Grunnlán Viðbótarlán Óverðtryggt Verðtryggt Grunnlán Viðbótarlán Upphæð láns 16.100.00

0 4.700.000 10.400.000 10.400.00

0 16.100.000

4.700.000

Lánstími 40 ár 25 ár 25 ár 40 ár 40 ár 25 ár Vextir á ári 6,95% 8,05% 7,45% 3,59% 3,59% 4,69% Greiðslumáti Jafnar gr. Jafnar afb. Jafnar afb. Jafnar gr. Jafnar gr. Jafnar gr. Áætluð verðbólga

3% 3% 3% Greiðsla á mánuði

116.895 108.840 145.460 58.849 74.738 51.952 Samtals greitt 77.952.646 83.158.251 91.288.179

Tafla 5.2. Samanburður á lánamöguleikum. (Heimild: Lánareiknivél Arion Banka).

Annar kostnaður fylgir öllum lánunum, s.s. þinglýsingargjald sem er samkvæmt verðskrá

Sýslumanns, og önnur gjöld vegna greiðslumats og fleira. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu eign

fá lántökugjald fellt niður, en það er í kringum 50 þúsund krónur hjá bönkunum. Eins og sjá má

þá hefur verðtryggða lánið lægstu afborganir á mánuði, en er aftur á móti með hæstu

heildarupphæðina að lánstíma loknum (Arion banki, e.d.-a).

5.1 Verðtryggt eða óverðtryggt lán? Óverðtryggða lánið er með hæstu mánaðarlegu afborganirnar en lægstu heildarupphæðina að

lánstíma loknum. Óverðtryggðu lánin safna upp minni verðbótum á höfuðstól og hækka ekki

samhliða verðbólgu. Hins vegar fylgja breytilegir vextir markaðsaðstæðum, þeir geta því hækkað

og lækkað í takt við efnahagsástand. Helsti kostur fastra vaxta á óverðtryggðum lánum er að

þegar vaxtastig hækkar verndar það lántaka fyrir hækkunum, en aftur á móti þegar vextir lækka

fylgir lánið ekki lækkuninni. Mánaðarlegar afborganir eru mun lægri á verðtryggðu lánunum og

fylgir þeim því hægari eignamyndun. Á höfuðstólinn leggjast verðbætur sem dreifast yfir

lánstímann. Vísitala neysluverðs er tengd við verðtryggð lán og fylgja því lánin sveiflum

verðlags í landinu. Þegar verðbólga eykst í landinu hækka mánaðarlegar afborganir af

verðtryggðum lánum. Fastir vextir virka eins á bæði verðtryggð og óverðtryggð lán. Breytilegir

vextir fylgja markaðsaðstæðum (Arion Banki, e.d.-a).

Blönduð lán eru þegar láninu er skipt upp í verðtryggðan hluta og svo hluta í

óverðtryggðan hluta. Nær því lántaki að nýta sér kosti beggja leiða, þar sem greiðslubyrðin er

Page 38: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

28

lægri á verðtryggðu lánunum. Blönduð lán gera lántaka kleift að dreifa áhættu vaxta og vegna

ólíkra kosta beggja leiðanna verða sveiflur í greiðslubyrðinni jafnari (Landsbankinn, e.d.-a).

Þar sem Jóna hefur nægar ráðstöfunartekjur í afborgun af öllum valkostunum þarf hún að

velja þann sem hentar henni best, en hafa þarf í huga að nægur afgangur þarf að vera fyrir önnur

gjöld við rekstur heimilisins. Ef Jóna kysi sér verðtryggða lánið væri hver afborgun rétt rúmlega

þriðjungur af ráðstöfunartekjum hennar og ætti hún því nægan afgang í hverjum mánuði. Þá

hefði hún nægt fjármagn til að safna fyrir húsgögnum, bíl eða gæti jafnvel greitt inn á höfuðstól

lánsins. Kysi Jóna sér að taka blandaða lánið þá væri hún að taka minni áhættu hvað varðar vexti

lánsins, en greiðslubyrðin hækkar töluvert og afgangur til reksturs heimilisins myndi minnka til

muna. Sama gildir um óverðtryggða lánið, og þyrfti hún því að halda áfram að lifa spart. Það sem

Jóna gæti hins vegar einnig gert væri að stytta lánstímann niður í 25 ár og taka verðtryggt lán,

þannig nær hún að halda niðri greiðslubyrðinni og stytta skuldbindinguna. Greiðslubyrðin

hækkar í 148.086 kr. á mánuði sem Jóna ræður vel við og heildarupphæð að lánstíma loknum er

þá 65.476.857 kr. Ef hinar leiðirnar, óverðtryggða lánið og blandaða lánið yrðu lækkaðar niður í

25 ára lán, myndi heildarupphæðin ekki lækka svo mikið meira en af verðtryggða láninu, en

greiðslubyrðin yrði alltaf mikið hærri. Besti kosturinn í stöðunni fyrir Jónu væri sennilega að

taka verðtryggt lán til 25 ára og eiga þá nægan afgang í hverjum mánuði. Hefði Jóna tekið

námslán sem hún þyrfti að greiða af mánaðarlega ætti hún sennilega ekki valkost um annað en að

taka verðtryggt lán til 40 ára, þar sem fljótlega þyrfti hún að fara að greiða afborganir af

námsláninu. Þetta sýnir einnig fram á að það er ódýrara fyrir Jónu að greiða af húsnæðisláni

heldur en mánaðarleigu á sambærilegri eign. Miðað við upplýsingar hér að ofan um

mánaðarleiguverð á höfuðborgarsvæðinu, væri leiguverð fyrir sömu stærð af íbúð og Jóna hyggst

kaupa um 200.000 kr. á mánuði.

5.2 Lán hjá lífeyrissjóðum Annar lánamöguleiki væri húsnæðislán frá lífeyrissjóði, en lán frá lífeyrissjóðum hafa helst

einkennst af því að hafa lægri vexti. Hjá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna og Almenna

Lífeyrissjóðnum eru þrír lánamöguleikar; verðtryggð lán með breytilegum vöxtum, eða með

föstum vöxtum, og svo óverðtryggð lán með fasta vexti í 36 mánuði. Lánstími er allt að 40 ár líkt

og hjá bönkunum (Lífeyrissjóður verzlunarmanna, e.d.) (Almenni Lífeyrissjóðurinn, e.d.). Hjá

Lífeyrissjóðnum Gildi eru einnig þrír lánamöguleikar; verðtryggð lán með breytilegum vöxtum,

Page 39: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

29

eða með föstum vöxtum, og svo óverðtryggð lán með breytilega vexti. Hins vegar náði þessi

prósenta aðeins til láns upp að 60% veðhlutfalli húsnæðisins, og ef lántakandi þyrfti að taka

hærra lán, bæri viðbótarlánið hærri vaxtaprósentu (Lífeyrissjóðurinn Gildi). Hjá Íbúðalánasjóð

var aðeins um eina tegund láns að ræða, verðtryggt lán á föstum vöxtum (Íbúðalánasjóður, e.d.).

Í töflu hér að neðan má sjá samanburð á helstu lánamöguleikum hjá nokkrum lánastofnunum.

Hámarkshlutfall láns

Verðtryggð lán

Verðtryggð lán

Óverðtryggð lán

Fastir vextir Breytilegir vextir

Fastir vextir

Lífeyrissjóður

Verzlunarmanna 70% 3,60% 2,18% 6,12%

Almenni

lífeyrissjóðurinn 70% 3,60% 2,35% 6,30%

Lífeyrissjóðurinn Gildi 70% 3,55% 2,85% 5,80%* Arion Banki 80% 3,59% 3,89% 6,95% Landsbankinn 85% 3,65% 3,55% 7,5% Íslandsbanki 80% 4,13% 3,65% 6,58% Íbúðalánasjóður 80% 4,20%

Tafla 5.2.1. Samanburður á helstu lánamöguleikum lánastofnana. (Heimild: Herborg)

Hjá Arion Banka voru föstu vextirnir til fimm ára en hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna til

þriggja ára. Hjá Landsbankanum voru fastir vextir til 36 eða 60 mánaða í senn. Á blönduðu

lánunum er miðað við vexti á verðtryggða hluta lánsins. Eins og sjá má frá töflu 5.2.1., þá er

töluverður munur á breytilegum vöxtum verðtryggðra lána hjá lífeyrissjóðum og bönkunum, þar

bjóða lífeyrissjóðirnir talsvert betri kjör. Einnig bjóða lífeyrissjóðirnir betri kjör á óverðtryggðum

lánum með fasta vexti. Þegar litið er til verðtryggðra lána með fasta vexti eru þau á svipuðum

kjörum bæði hjá bönkum og lífeyrissjóðum, þó hæst hjá Íslandsbanka og Íbúðalánasjóði

(Herborg, e.d.). Það sem telst hins vegar ókostur fyrir ungt fólk í kauphugleiðingum er að

hámarkshlutfall lánsfjárhæðar hjá lífeyrissjóðum er á bilinu 60-75%, sem krefst þess að

kaupendur eigi hærra hlutfall til útborgunar. Því er eflaust stór hópur ungs fólks sem getur ekki

nýtt sér lán frá lífeyrissjóðum vegna þess að það á ekki nógu mikið í svo háa útborgun. Þetta fólk

hefur því aðeins þann kost að fá lánsfé frá bönkunum eða Íbúðalánasjóði.

Page 40: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

30

5.3 Samantekt Það er ljóst að mánaðarlegar afborganir eru lægri af húsnæðisláni heldur en leiguverði, eins og

fram kom í dæminu um Jónu. Lán hjá lífeyrissjóðunum eru á hagstæðum kjörum en krefst hærra

hlutfalls útborgunar við kaup húsnæðis, líklegt er því að ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu

eign geti ekki nýtt sér lánamöguleika lífeyrissjóðanna. Bankarnir eru tilbúnir að lána hærra

hlutfall kaupverðs og því líklegra að ungt fólk nýti sér frekar lánamöguleika þeirra. Þá bera

verðtryggð lán lægstu greiðslubyrðina á mánuði og óverðtryggð lán þá hæstu, en einnig eru í

boði blönduð lán. Út frá því má draga þá ályktun að verðtryggð lán séu algengasta form

húsnæðislána ungs fólks, þar sem greiðslubyrðin af þeim er lægst.

Page 41: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

31

6. Hvaða leiðir eru í boði til að hjálpa ungu fólki í dag? Ýmsar leiðir hafa verið reyndar í gegnum árin til að koma til móts við unga fólkið, en í dag getur

fólk nýtt sér ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til útborgunar við fyrstu kaup. Einnig er hægt að

nýta sparnaðinn til að greiða inn á höfuðstól láns. Þau lög tóku gildi 1. júlí 2017. Einstaklingum

sem ekki áttu eigið húsnæði var gert kleift að sækja um leiðréttingu fyrir tímabilið 1. júlí 2014 –

30. júní 2019, en aðeins ef einstaklingurinn festi kaup á húsnæði innan tímabilsins. Í

lífskjarasamningnum er gerð krafa um framlengingu þessa tímabils. Samningurinn kveður einnig

á um að stjórnvöld muni styðja betur við ungt fólk og tekjulága þegar kemur að fyrstu

húsnæðiskaupum (Landssamtök lífeyrissjóða, e.d.).

6.1 Viðbótarlífeyrissparnaður Viðbótarlífeyrissparnaður er sparnaður sem bæði launþegar og sjálfstætt starfandi aðilar hafa val

um að nýta sér, umfram lögbundinn lífeyrissparnað. Allir launþegar hafa rétt til að að sækja um

þessa viðbót. Viðbótarlífeyrissparnaði er ráðstafað að vild eftir 60 ára aldur.

Viðbótarlífeyrissparnaður virkar þannig að launþegi greiðir hlutfall á bilinu 2-4%, sem hann

velur sjálfur, af launum sínum í sparnaðinn og þá greiðir vinnuveitandi 2% mótframlag til

viðbótar. Viðbótarlífeyissparnaður er ekki alveg nýtt fyrirbæri en þjónustan hefur til dæmis

staðið viðskiptavinum Arion Banka til boða frá árinu 1999, áður Búnaðarbanki og Kaupþing, og

kallast Lífeyrisauki (Arion Banki, e.d.-b).

Ný lög voru samþykkt af Alþingi árið 2016, varðandi ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar,

en þau lög tóku gildi 1. júlí 2017. Nýju lögin gera einstaklingum kleift að nýta sparnaðinn

skattfrjálst upp í útborgun á húsnæði sem og til greiðslu inn á húsnæðislán, með tilteknum

skilyrðum (Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð nr. 111/2016). Þessi leið er mjög gagnleg

fyrir þá sem eru að safna sér fyrir húsnæði en einnig fyrir þá sem vilja nýta sparnaðinn til að

greiða niður höfuðstól láns, þannig gefst þeim tækifæri til eignauppbyggingar og bættrar

skuldastöðu. Skattur er ekki dreginn af þeirri upphæð sem lögð er inn á viðbótarlífeyrissparnað,

né tekinn fjármagnstekjuskattur af innistæðu sem safnast hefur upp. Tekjuskattur er hins vegar

greiddur við úttekt, en nýta má persónuafslátt við útgreiðslur (Landsbankinn, e.d.-b).

Til að geta nýtt sparnaðinn til skuldaniðurgreiðslu þarf umsækjandi að eiga

íbúðarhúsnæði til eigin nota og hafa veðlán fyrir húsnæðinu. Aðeins er hægt að leysa út

Page 42: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

32

upphæðina sem útborgun í húsnæði ef um fyrstu kaup er að ræða. Þeir sem kjósa að nýta sér

leiðina annað hvort til niðurgreiðslu láns eða til útborgunar í íbúðarkaupa hafa 10 ár, eða samfellt

120 mánaða tímabil til að ráðstafa sparnaðinum (Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð nr.

111/2016).

Jafnframt var veitt heimild til að sækja um leiðréttingu fyrir tímabilið 1. júlí 2014 – 30.

júní 2019, festi einstaklingurinn kaup á húsnæði innan tímabilsins. Þá þarf einstaklingurinn

einnig að hafa greitt í viðbótarlífeyrissparnað á því tímabili en ekki átt íbúðarhúsnæði til eigin

nota. Þannig getur viðkomandi nýtt úttekt á sparnaði sem myndast hafði á tímabilinu.

Hámarksupphæð úttektar ef sótt er um leiðréttingu er samtals 1.500.000 kr. fyrir einstakling, en

samtals 2.250.000 hjá aðilum sem uppfylla skilyrði samsköttunar. Reglur um hámarksfjárhæðir

eiga jafnt við um greiðslu til að nýta í útborgun og til greiðslu inn á húsnæðislán

(Ríkisskattstjóri, e.d.).

6.2 Lífskjarasamningurinn Lífskjarasamningurinn hefur það að markmiði að stuðla að vaxtalækkun og koma þannig til móts

við heimilin í landinu sem og atvinnulífið. Einnig er mikil áhersla lögð á kjarabætur tekjulágs

launafólks. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Aðilar

kjarasamningsins eru stéttarfélögin, samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Í nýundirrituðum

lífskjarasamningi hafa stjórnvöld heitið meiri stuðningi við íbúðakaup og þá meðal annars að

styðja sérstaklega við ungt fólk og tekjulága einstaklinga við fyrstu fasteignakaup

(Lífskjarasamningurinn 2019-2022).

“Ein mögulegra leiða er að veitt verði sérstök lán (t.a.m. Íbúðalánasjóður) með þeim

skilmálum að höfuðstóllinn geti svarað til tiltekins hlutfalls af markaðsvirði eignarinnar. Slík

“hlutdeildarlán” bæru lægri vexti og afborganir fyrstu árin og gerðu tekjulágum kleift að

komast yfir útborgunarþröskuldinn þar sem krafa um eigið fé væri lægri. Hlutdeildareigandi

fengi endurgreitt þegar eigandi seldi viðkomandi íbúð eða greiddi lánið upp á matsvirði”

(VR, e.d.).

Í lífskjarasamningnum er jafnframt gerð krafa um framlengingu á umsóknum um

leiðréttingu varðandi úttektar viðbótarlífeyrissparnaðar. Umsóknarfrestur um slíka leiðréttingu

rennur út 30. júní 2019 en í lífskjarasamningnum er lagt til að tímabilið verði framlengt um tvö

ár og gildi því tímabilið 1. júlí 2019 - 30. júní 2021 (VR, e.d.-b). Lífskjarasamningurinn hefur

Page 43: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

33

ekki enn tekið gildi en ekki hafði samningurinn verið samþykktur af öllum aðilum þegar ritgerð

þessi var skrifuð. Rannsakendur telja að samningurinn geti haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaði,

náist að uppfylla öll skilyrði hans. Spennandi verður að sjá hvernig mál munu þróast á næstu

árum út frá lífskjarasamningnum. En mörg atriði samningsins kveða á um bætta stöðu ungs fólks

á húsnæðismarkaðnum.

Page 44: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

34

Mynd 7.2. Aldursdreifing þátttakenda

7. Könnun – Framkvæmd og niðurstöður Í þessum kafla verður farið stuttlega yfir helstu niðurstöður sem endurspegla þátttakendur en

farið verður dýpra í niðurstöðurnar í næsta kafla. Rannsóknin skilaði 329 svörum og töldu

rannsakendur að hægt sé að yfirfæra niðurstöður frá úrtaki yfir á þýði. Mynd 7.1 sýnir að

meirihluti þeirra einstaklinga sem tóku þátt voru kvenkyns, eða 64%. Karlkyns þátttakendur voru

36%.

Þátttakendur voru spurðir um aldur og búsetuúrræði ásamt hæsta menntunarstigi.

Þátttakendur voru spurðir um aldur til þess að rannsakendur gætu framkvæmt tilgátur um hvort

til staðar væri tölfræðilega marktækur munur eða ekki á milli aldurshópanna 1999-1995 og 1994-

1990.

Mynd 7.1. Kynjahlutfall þátttakenda

0%2%4%6%8%10%12%14%16%18%20%

1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 1990

Page 45: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

35

Líkt og sjá má á mynd 7.2 er aldursdreifing þátttakenda nokkuð jöfn en flestir sem tóku þátt í

könnuninni voru fæddir árið 1996, um 18.8%, en fæstir voru fæddir á aldursárinu 1999, um

4,9%. Aldursdreifingin gefur merki um að svörin sem bárust endurspegli þýðið ágætlega.

Rúmlega helmingur (51%) þátttakenda búa þeim að kostnaðarlausu í foreldrahúsum. Jafnmargir,

eða 16%, búa í eigin húsnæði og eru á leigumarkaði. Benda þessar niðurstöður til þess að stór

hluti ungs fólks haldi til í foreldrahúsum langt fram á þrítugsaldurinn, sem er í samræmi við

önnur gögn.

Mynd 7.3. Búseta þátttakenda

Mynd 7.4. Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið?

Page 46: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

36

Mikill meirihluti þátttakenda, eða 69%, höfðu lokið stúdentsprófi og 19% höfðu lokið fyrsta stigs

háskólanámi. Þeir sem höfðu lokið háskólanámi á framhaldsstigi voru í minnihluta einungis 2%.

Notaðar voru blandaðar rannsóknaraðferðir, bæði megindlegar og eigindlegar. Gögnum

var safnað með opnum viðtölum. Í upphafi voru tekin viðtöl við einstaklinga innan

aldursrammans 20-24 ára og 25-29 ára, bæði við einstaklinga sem keypt höfðu húsnæði, og

einstaklinga sem höfðu ekki keypt húsnæði. Tilgangur viðtalanna var að fá betri og nákvæmari

mynd af stöðunni og viðhorfi þessa hóps til viðfangsefnisins. Í viðtölunum byggðist úrtakið á

kvótaúrtaki (e. quota sampling), þ.e. rannsakendur völdu fyrirfram hvaða hópa úrtakið skyldi

endurspegla. Í kvótaúrtaki eru búnir til flokkar út frá ákveðnum atriðum, í þessu tilviki voru

viðtöl tekin við fjóra einstaklinga, tvo af hvoru kyni, þar sem tveir aðilar höfðu þegar keypt

húsnæði en hinir tveir ekki (Schindler, 2018). Í viðtölunum var farið yfir fyrirfram ritaðan

spurningalista ásamt ákveðnu svigrúmi í opnum svörum til að fá dýpri skilning í niðurstöður

rannsóknarinnar. Sóttust rannsakendur eftir leyfi til þess að nota upptökutæki til að hljóðrita

samtalið og vinna úr niðurstöðum viðtalanna.

Með megindlegri rannsókn er átt við rannsókn sem byggist á tölulegum gögnum. Gagna

var aflað með því að leggja fram spurningalista fyrir úrtak þess hóps sem var innan aldursbilsins

20-29 ára. Eftir að niðurstöður úr viðtölunum lágu fyrir voru hannaðir spurningalistar sem

endurspegluðu áhugaverða punkta sem komu fram í stuttu viðtölunum, ásamt öðrum atriðum

sem nauðsynleg voru fyrir gerð rannsóknar. Spurningalistarnir voru sendir út á netinu. Notast var

við snjóboltaúrtak (e. snowball sampling). Í snjóboltaúrtaki er valinn hópur af þátttakendum sem

eru oft beðnir um að vísa á fleiri þátttakendur, úrtakið er hentugt til að nota í gegnum miðilinn

Facebook (Schindler, 2018). Einnig var notast við fyrirliggjandi gögn, úr skýrslum,

greinargerðum, fyrri rannsóknum og frá Hagstofu Íslands.

Spurningalistinn innihélt í heildina 24 spurningar sem var skipt upp í þrjá kafla: Sparnað,

Neyslu og Persónuupplýsingar. Spurningarnar í sparnaðarkaflanum tengdust því hvort fólk legði

til hliðar fé í sparnað og þekkti þær sparnaðarleiðir sem væru í boði. Í neyslukaflanum tengdust

spurningarnar almennri neyslu fólks, til dæmis tíðni ferða fólks á veitingahús, í kvikmyndahús,

og verslunarferðir. Einnig var spurt hvort það tæki með sér nesti að heiman, eldaði mat heima,

tíðni utanlandsferða, og tóbaks- og áfengisneyslu. Að lokum voru þátttakendur beðnir um

bakgrunnsupplýsingar, en þær voru: fæðingarár, kyn, samfélagsstaða, menntunarstig, búseta,

Page 47: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

37

fjölskylduhagir og hvort viðkomandi hyggðist færa sig á húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára

og hvort margir í vinahópnum væru búnir að kaupa húsnæði.

Með niðurstöðum könnunar verður leitast svara við eftirfarandi tilgátum:

1. “Það er ekki marktækur munur milli kynjanna þegar kemur að sparnaði”.

2. “Það er ekki marktækur munur milli kynjanna með búsetuúrræði, þ.e. þá sem eru

fluttir úr foreldrahúsum”.

3. “Það er ekki marktækur munur milli þeirra sem leggja í reglubundinn sparnað og

þeirra sem hafa fest kaup á eigin húsnæði”.

4. “Þeir sem eiga marga vini og vandamenn sem höfðu fest kaup á húsnæði eru ekki

líklegri en aðrir til að eiga einnig eigið húsnæði og ekki marktækur munur þar á

milli”.

5. “Það er ekki marktækur munur milli ungs fólks á vinnumarkaði og þeirra sem eru

í námi þegar kemur að því hvort þau hyggðust færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn

innan tveggja ára.”

6. “Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri

aldurshópsins (1994-1990), þegar kemur að hugleiðingum um að færa sig á

húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára”.

7. “Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri

aldurshópsins (1994-1990) hvað varðar búsetuúrræði”.

8. “Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri

aldurshópsins (1994-1990), þegar kemur að sparnaði”.

7.1 Gagnasöfnun og þátttakendur Í kjölfar viðtalanna var hannaður spurningalisti sem myndi gefa sem besta mynd af viðhorfi ungs

fólks til húsnæðismarkaðsins, og af neyslu og sparnaði þeirra. Notast var við Google Forms til

þess að hanna og setja upp spurningalistann. Voru fimm aðilar fengnir til að svara

spurningalistanum áður en hann var sendur út, og beðnir um að senda inn athugasemdir ef

einhverjar væru og náðist þannig að bæta við þeim lagfæringum og svarmöguleikum sem upp á

vantaði. Að lokum var spurningalistinn birtur á samfélagsmiðlinum Facebook og óskuðu

rannsakendur þar eftir að vinir og vandamenn sem tilheyrðu úrtakshópnum, 20-29 ára, tækju þátt.

Page 48: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

38

Eftir að rannsókn lauk voru niðurstöður greindar og meðhöndlaðar í Microsoft Excel ásamt

forritinu IBM SPSS Statistics. Öll gögn frá viðtölum og svör við spurningakönnuninni njóta

persónuverndar og var það tekið skýrt fram í upphafi. Jafnframt var greint frá mikilvægi

rannsóknarinnar og færðar fyrirfram þakkir fyrir þátttöku. Út frá þessu voru niðurstöður

rannsóknar dregnar, til stuðnings við fyrirliggjandi gögn.

7.2 Túlkun á niðurstöðum könnunar Í þessum kafla verður farið yfir niðurstöður sem rannsóknin skilaði úr sparnaðarkafla og

neyslukafla. Þessi atriði voru könnuð þar sem rannsakendur töldu að þau gætu haft áhrif á

viðhorf ungs fólks til húsnæðismarkaðsins. Í kaflanum koma einnig fram úrlausnir á tilgátum

sem settar voru fram og niðurstöður eru túlkaðar.

7.2.1 Sparnaður Í þessum kafla verður farið yfir niðurstöður úr sparnaðarhluta könnunar. Niðurstöður gefa til

kynna að meirihluti ungs fólks nái að leggja til hliðar í einhvers konar sparnað.

Um 33% þátttakenda sögðust leggja pening til sparnaðar en 17% sögðust ekki gera það.

Um 26% sögðust leggja í sparnað á sumrin en ekki á veturna með námi og 24% leggja ekki inn

mánaðarlega en eiga þó sparireikning.

Mynd 7.2.1.1. Leggur þú í sparnað mánaðarlega?

Page 49: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

39

Meirihluti svarenda leggja í einhvern sparnað, en þó voru 17% sem leggja ekki í neinn

sparnað. Þá voru langflestir sem leggja í almennan sparnað (60,1%) og lífeyrissparnað (31,4%),

en 22% lögðu í húsnæðissparnað og 10,1% í annan sparnað. Athyglisvert var að sjá að aðeins um

helmingur svarenda, eða 50,5% þekkir og nýtir sér þær sparileiðir eða vaxtareikninga sem

viðskiptabanki þeirra býður upp á. Þetta bendir til þess að ungt fólk sé ekki að ávaxta peninga

sína eins og arðbærast væri. Hins vegar hafði meirihluti svarenda, eða 80,9%, kynnt sér

viðbótarlífeyrissparnað, og 80% þeirra nýta sér þann kost.

7.2.2 Neysla Í þessum kafla verður farið ítarlega yfir niðurstöður úr neysluhluta könnunar. Svör gefa til kynna

að neysla ungmenna í dag sé mjög hófleg og að ungmenni séu almennt nokkuð sparsöm. Telja

rannsakendur líklegt að ekki hafi allir svarendur svarað satt og rétt spurningum úr þessum kafla

Mynd 7.2.1.2. Hvernig sparnað leggur þú í?

Mynd 7.2.2.1. Hversu oft ferð þú út að borða á veitingastað?

Page 50: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

40

og ber að hafa það í huga við yfirferð niðurstaða. Rannsakendur tilheyra sjálfir þessum

aldurshópum og af neyslu þeirra ungmenna sem þau umgangast má draga þá ályktun að neyslan

sé töluvert meiri en niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna.

Spurning 1 (Mynd 7.2.2.1) kannaði hversu oft þátttakendur færu út að borða á

veitingastað, þar sem þjónað er til borðs. Þá voru 15,8% sem kváðust fara einu sinni í viku eða

oftar, um þriðjungur kvaðst fara tvisvar sinnum í mánuði (27,7%) eða nokkrum sinnum á ári

(32,5%), 19,5% kvaðst fara einu sinni í mánuði. Aðeins 4,6% kváðust fara sjaldnar eða aldrei.

Aðeins frábrugðnari niðurstöður mátti sjá í spurningu 2 (Mynd 7.2.2.2) þegar spurt var

hversu oft viðkomandi færi í bíó eða stundaði aðra afþreyingu þar sem greiddur væri

aðgangseyrir. Meirihluti svarenda kváðust fara nokkrum sinnum á ári (39,5%), 31,3% kváðust

fara einu sinni í mánuði og 21,3% tvisvar sinnum í mánuði. Þar voru valkostirnir sjaldnar eða

aldrei, og einu sinni í viku eða oftar í miklum minnihluta, hvor um sig með aðeins 4%.

Mynd 5: Hversu oft fer ungt fólk út að borða á veitingastað

Mynd 7.2.2.2. Hversu oft ferð þú í bíó, eða aðra afþreyingu þaar sem aðgangseyrir er greiddur?

Mynd 7.2.2.3 Hversu oft verslar þú föt, snyrtivörur, raftæki eða aðrar munaðarvörur?

Page 51: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

41

Í spurningu 3 (Mynd 7.2.2.3) voru þáttakendur spurðir hversu oft þeir versla föt,

snyrtivörur, raftæki eða aðrar munaðarvörur. Langstærstur hluti kvaðst versla nokkrum sinnum á

ári (45%), 29,5% kváðust versla einu sinni í mánuði, og 15,8% tvisvar til þrisvar sinnum í

mánuði. Þá voru valkostirnir sjaldnar eða aldrei, og einu sinni í viku eða oftar, aftur í miklum

minnihluta og spönnuðu tæplega 10% svaranna samanlagt.

Spurning 4 (Mynd 7.2.2.4) kannaði hvort þátttakendur tækju með sér nesti að heiman í

vinnu eða skóla og voru svörin mjög áhugaverð. Svarendur virðast skiptast í þrjá hópa, 28,3%

taka sjaldan eða aldrei með nesti, 26,1% kvaðst taka nesti 1-2 daga í viku, 28% kvaðst taka nesti

3-4 daga í viku og aðeins 12,8% tekur alltaf með nesti. 4,9% valdi kostinn „Á ekki við“ .

Mynd 7.2.2.4. Hversu oft tekur þú með nesti að heiman í vinnu/skóla?

Mynd 7.2.2.5. Hversu oft eldar þú eða annar á heimili þínu kvöldmat?

Page 52: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

42

Spurning 5 (Mynd 7.2.2.5) kannaði hversu oft í viku þátttakendur eða annar á heimili

þeirra eldar kvöldmat. Meirihluti svarenda kvaðst elda sjálf kvöldmat eða annar á heimili þeirra,

tæplega fimmtungur (18,5%) kvaðst elda alla daga vikunnar og 51,7% 4-6 daga í viku. 23,4%

eldar aðeins 1-3 dag á viku. Aðeins 6,4% elda sjaldan eða aldrei.

Spurning 6 (Mynd 7.2.2.6) var: Hversu oft í viku kaupir þú tilbúinn mat? Niðurstöðurnar

voru áhugaverðar, en meirihluti (59%) kvaðst kaupa tilbúinn mat 1-3 daga vikunnar, 15,5%

kvaðst kaupa tilbúinn mat 4-6 daga í viku og 3% á hverjum degi. Aðeins um fimmtungur kvaðst

sjaldan eða aldrei kaupa tilbúinn mat.

Spurning 7 (Mynd 7.2.2.7) kannaði hvort þátttakendur rækju eigin bíl. Meirihluti sagði

svo vera, eða 58,1%, þá voru 16,7% sem sögðust reka bíl að hluta og fjórðungur (25,2%) sagðist

ekki reka eigin bíl.

Mynd 7.2.2.6. Hversu oft kaupir þú tilbúinn mat?

Mynd 7.2.2.7. Rekur þú eigin bíl?

Page 53: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

43

Spurning 8 (Mynd 7.2.2.8) kannaði hversu margar utanlandsferðir þátttakendur fara að

meðaltali á ári hverju. Meirihluti svarenda sögðust fara eina ferð á ári (38,6%) eða tvær ferðir á

ári (31,9%). 14% sögðust fara 3-4 ferðir á ári og 2,1% fimm eða fleiri ferðir á ári. Minnihluti,

eða 13,4%, sögðust fara sjaldnar eða aldrei. Þetta bendir til þess að ungt fólk eigi næga peninga

til að ferðast um heiminn og fara í frí.

Spurning 9 (Mynd 7.2.2.9) kannaði hversu miklum pening þátttakendur eyða á mánuði í

sígarettur, vape eða munntóbak. Jákvætt telst að meirihluti (75,7%) kváðust ekki nota slíkar

Mynd 6: Rekur þú eigin bíl?

Mynd 7.2.2.8. Hversu margar utanlandsferðir ferð þú að meðaltali á ári?

Mynd 7.2.2.9. Hversu miklu eyðir þú á mánuði í sígarettur, vape eða munntóbak?

Page 54: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

44

vörur. 11,9% kváðust eyða 4.999 kr. eða minna á mánuði. 10,9% kvaðst eyða á bilinu 5.000 -

14.999 kr. á mánuði. 1,2% kvaðst eyða á bilinu 15.000 - 29.999 kr. á mánuði. Aðeins 0,3%

kvaðst eyða 45.000 kr. eða meira á mánuði.

Spurning 10 (Mynd 7.2.2.10), og síðasta spurning neyslukaflans kannaði hversu miklum

pening þátttakendur eyða á mánuði í áfengi og áfenga drykki. Um helmingur (46,8%) kvaðst

eyða um 4.999 kr. eða minna á mánuði. Um fjórðungur, eða 24%, kvaðst eyða á bilinu 5.000 -

14.999 kr. 7,6% kvaðst eyða á bilinu 15.000 - 29.999 kr. Mikill minnihluti eyddi hærri

fjárhæðum, en 2,1% kvaðst eyða á bilinu 30.000 - 44.999 kr. og 0,3% kvaðst eyða 45.000 kr. eða

meira. Má því sjá fylgni í svörum í spurningum 9 og 10.

7.2.3 Húsnæðishugleiðingar ungs fólks Í kaflanum um persónuupplýsingar voru þátttakendur jafnframt spurðir spurninga sem tengdust

viðhorfi þeirra gagnvart húsnæðismarkaðnum.

Mynd 7.2.2.10. Hve miklu eyðir þú á mánuði í áfengi eða áfenga drykki?

Mynd 7.2.3.1. Ert þúí hugleiðingum að færa þig inn á húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára?

Page 55: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

45

Spurning 8 (Mynd 7.2.3.1) kannaði hvort þátttakendur væru í hugleiðingum að færa sig

yfir á húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára. Tæplega þriðjungur (27,4%) bjó ekki í

foreldrahúsum og átti þessi spurning því ekki við þá. 39,5% kvaðst vera í kauphugleiðingum og

7,6% kvaðst stefna á að fara inn á leigumarkaðinn. Þá var um fjórðungur (25,5%) sem kvaðst

ekki vera í hugleiðingum að færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn á næstu tveimur árum og má því

áætla að sá hópur muni búa áfram í foreldrahúsum á þeim tíma.

Spurning 9 (Mynd 7.2.3.2) kannaði hversu margir úr vinahópi þátttakenda væru búnir að

kaupa húsnæði. Við þessarri spurningu voru aðeins fjórir svarmöguleikar: Flestir, nokkrir, fáir,

enginn eða nánast enginn. Ástæða þess að spurningin er sett upp á þennan hátt er að einstaklingar

eiga misstóra vinahópa og þessir möguleikar ættu að eiga jafnt við alla og skila niðurstöðum sem

hægt er að vinna með. Fæstir völdu valmöguleikann “Flestir”, eða aðeins 7%, þá voru 23,7%

sem töldu nokkra úr vinahópnum vera búna að kaupa og tæplega þriðjungur (31,3%) sem sögðu

fáa úr vinahópnum vera búna að kaupa húsnæði. 38% sögðu enga eða nánast enga úr

vinahópnum vera búna að kaupa húsnæði.

7.3 Samanburður á milli hópa Til að svara tilgátunni “Það er ekki marktækur munur milli kynjanna þegar kemur að sparnaði”,

var framkvæmt T-próf fyrir óháða hópa (e. Independent sample T-test) til að bera saman kyn og

hvort lagt var í reglubundinn sparnað eða ekki. Notast var við 95% öryggisbil. Þeir sem lögðu í

Mynd 7.2.3.2. Hversu margir úr vinahópnum hafa keypt eigið húsnæði?

Page 56: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

46

reglubundinn sparnað mánaðarlega og þeir sem lögðu í sparnað af og til voru settir í sama hóp, á

móti þeim sem ekki lögðu í neinn sparnað. Meðaltölin voru þau sömu fyrir bæði kyn, 1,17 þar

sem 1 stóð fyrir að leggja í sparnað og 2 stóð fyrir að leggja ekki í sparnað. Staðalfrávikið var

einnig sambærilegt milli kynja, 0,379 hjá konum og 0,374 hjá körlum. P-gildið var 0,897 > 0,05

(alpha), sem bendir til þess að ekki sé marktækur munur á kynjunum þegar kemur að sparnaði.

Þar sem t-gildið (0,129) er á bilinu [-1,98 < x < 1,98] er ekki hægt að hafna H0 tilgátunni.

Niðurstaðan er því að hafna ekki tilgátunni og því má segja með 95% vissu að ekki sé marktækur

munur milli kynjanna þegar kemur að sparnaði (niðurstöður má sjá í töflu 4 í viðauka).

Til að svara tilgátunni,“Það er ekki marktækur munur milli kynjanna með búsetuúrræði,

þ.e. þá sem eru fluttir úr foreldrahúsum”, var framkvæmt einhliða ANOVA próf. Notast var við

95% öryggisbil. P-gildið var 0,418 > 0,05 (alpha), sem bendir til þess að ekki sé marktækur

munur á milli kynjanna þegar kemur að búsetuúrræði. F-gildið var 0,999 sem er lægra en

vendigildið (2,232) (e. F-critical). Niðurstaðan er því að hafna ekki H0 tilgátunni og því má segja

með 95% vissu að ekki sé marktækur munur milli kynjanna þegar kemur að búsetuúrræði.

Jafnframt má sjá á niðurstöðunum að fleiri karlmenn búa annað hvort í leiguíbúð eða að

kostnaðarlausu í foreldrahúsum, en konur búa heldur í námsmannaíbúðum eða hjá foreldrum og

greiða heim (niðurstöður má sjá í töflu 5 í viðauka).

Til að svara tilgátunni, “Það er ekki marktækur munur milli þeirra sem leggja í

reglubundinn sparnað og þeirra sem hafa fest kaup á eigin húsnæði”, var framkvæmt einhliða

ANOVA próf. Notast var við 95% öryggisbil. Þeir sem lögðu í reglubundinn sparnað

mánaðarlega og þeir sem lögðu í sparnað af og til voru settir í sama hóp, á móti þeim sem ekki

lögðu í neinn sparnað. P-gildið var 0,002 < 0,05 (alpha), sem bendir til þess að það sé marktækur

munur milli þeirra sem leggja í reglubundinn sparnað og þeirra sem hafa fest kaup á eigin

húsnæði. F-gildið var 3,963 sem er hærra en vendigildið (2,232) (e. F-critical). Niðurstaðan að

hafna H0 tilgátunni og því má segja með 95% vissu að marktækur munur sé milli þeirra sem

leggja í reglubundinn sparnað og þeirra sem hafa keypt eigið húsnæði. Sjá má á niðurstöðunum

að sá hópur sem er duglegastur að spara voru þeir sem búa hjá foreldrum og greiða heim sem og

þeir sem búa við annað búsetuúrræði, fast á eftir fylgja þeir sem búa frítt í foreldrahúsum. Sá

hópur sem sparaði minnst voru þeir sem bjuggu í leiguíbúð (niðurstöður má sjá í töflu 6 í

viðauka).

Page 57: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

47

Til að svara tilgátunni, “Þeir sem eiga marga vini og vandamenn sem höfðu fest kaup á

húsnæði eru ekki líklegri en aðrir til að eiga einnig eigið húsnæði og ekki marktækur munur þar

á milli”, var framkvæmt einhliða ANOVA próf. Notast var við 95% öryggisbil. P-gildið var 0,00

< 0,05 (alpha), sem bendir til þess að það þeir sem eiga marga vini og vandamenn sem höfðu fest

kaup á húsnæði voru líklegri en aðrir til að eiga einnig eigið húsnæði. F-gildið var 9,720 sem er

hærra en en vendigildið (2,232) (e. F-critical). Niðurstaðan að hafna H0 tilgátunni og því má

segja með 95% vissu að marktækur munur sé milli hópanna (niðurstöður má sjá í töflu 7 í

viðauka).

7.4 Samfélagsstaða ungs fólks Til að svara tilgátunni, “Það er ekki marktækur munur milli ungs fólks á vinnumarkaði og þeirra

sem eru í námi þegar kom að því hvort þau hyggðust færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn innan

tveggja ára.”, var framkvæmt Chi-Square próf. Notast var við 95% öryggisbil. P-gildið var

0,029 < 0,05 (alpha), sem bendir til þess að að marktækur munur sé milli ungs fólks á

vinnumarkaði og þeirra sem voru í námi þegar kom að því hvort þau hyggðust færa sig yfir á

húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára. Þar sem Chi-Square gildið var 18,608 sem er lægra en

vendigildið (19,02) (e. Chi-Square critical value), gefur það í skyn að ekki eigi að hafna H0

tilgátunni. Þar sem p-gildið var lægra en alpha gildið, þá er niðurstaðan að hafna tilgátunni. Það

má því segja með 95% vissu að það sé marktækur munur milli ungs fólks á vinnumarkaði og

þeirra sem voru í námi þegar kom að því hvort þau hyggðust færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn

innan tveggja ára. Út frá töflu 3 má sjá að tæplega helmingur þeirra sem voru á vinnumarkaði

(48,7%) og þeirra sem voru í námi og vinnu (45,3%) sagðist vera í hugleiðingum að kaupa

húsnæði innan tveggja ára. Hlutfallið var heldur lægra meðal þeirra sem voru aðeins í námi, eða

27,5%. Þá var hlutfall þeirra sem voru í námi og vinnu og þeirra sem voru aðeins í námi nánast

jafnt þegar kom að því hvort þeir hyggðust færa sig yfir á leigumarkaðinn innan tveggja ára, eða

rúmlega 8% (niðurstöður má sjá í töflu 8 í viðauka).

Page 58: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

48

Hver er staða þín í samfélaginu?

Ert þú í hugleiðingum að færa þig yfir á húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára?

Er í námi og vinnu

Á vinnumarkaði

Í námi Atvinnulaus Samtals

Já, kaupa húsnæði

81 19 30 0 130

Nei 43 7 34 0 84

Já, fara á leigumarkaðinn

15 1 9 0 25

Á ekki við

40 12 36 2 90

Samtals 179 39 109 2 329 Tafla 7.4. Tengist samfélagsstaða hugleiðingum ungs fólks varðandi húsnæðismarkaðinn.

7.5 Er munur á eldri og yngri aldurshópi?

Til að svara tilgátunni, “Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og

eldri aldurshópsins (1994-1990), þegar kemur að hugleiðingum um að færa sig á

húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára”, var framkvæmt Chi-Square próf. Notast var við 95%

öryggisbil. P-gildið var 0,00 < 0,05 (alpha), sem bendir til þess að um marktækan mun sé að

ræða. Chi-Square gildið var 74,349 > 44,46 (vendigildið) (e. Chi-Square critical value). Gefa

þessar niðurstöður til kynna að hafna skuli tilgátunni og má því segja með 95% vissu að

Mynd 7.4.1. Samanburður á aldurshópum varðandi viðhorf

Page 59: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

49

marktækur munur sé milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri aldurshópsins (1994-1990),

þegar kom að því hvort viðkomandi væri búinn að festa kaup á húsnæði. Ætla má að þeir

svarendur sem svöruðu “Á ekki við”, hafi þegar fest kaup á húsnæði. Á mynd 7.4.1 má sjá að

hlutfall þeirra sem hafa þegar keypt húsnæði er mun hærra í eldri hópnum, eða 43,85%, á móti

16,58% yngri hópsins. Þá er sambærilegt hlutfall úr báðum aldurshópum þeirra sem töldu sig

ætla að kaupa eigið húsnæði innan tveggja ára, eða 37,69% eldri hópsins og 40,70% yngri

hópsins. Innan við 10% töldu að þeir myndu færa sig á leigumarkaðinn innan tveggja ára, úr

báðum hópum, hlutfallið örlítið hærra meðal yngri aldurshópsins. Þá var lægra hlutfall í eldri

aldurshópnum meðal þeirra sem töldu sig halda kyrru fyrir í foreldrahúsum, aðeins 13,85%, en

hlutfallið var 33,17% í yngri aldurshópnum. Benda þessar niðurstöður til þess að almennt sé ungt

fólk jákvætt gagnvart því að færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn þar sem aðeins fjórðungur, eða

25,53%, hyggst halda kyrru fyrir í foreldrahúsum á næstu tveimur árum. Það að stærstur hluti

svarenda 39,51% taldi sig ætla að kaupa eigið húsnæði á næstu tveimur árum bendir einnig til

þess (niðurstöður má sjá í töflu 9 í viðauka).

Til að svara tilgátunni, “Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-

1995) og eldri aldurshópsins (1994-1990) hvað varðar búsetuúrræði”, var framkvæmt Chi-

Square próf. Notast var við 95% öryggisbil. P-gildið var 0,00 < 0,05 (alpha), sem bendir til þess

að um marktækan mun sé að ræða. Chi-Square gildið var 99,148 > 66,62 (vendigildið) (e. Chi-

Mynd 7.4.2. Samanburður á aldurshópum varðandi búsetuúrræði

Page 60: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

50

Square critical value). Gefa þessar niðurstöður til kynna að hafna skuli tilgátunni og má því

segja með 95% vissu að marktækur munur sé milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri

aldurshópsins (1994-1990) hvað varðar búsetuúrræði. Þá má sjá á mynd 7.4.2 að hlutfall þeirra

sem búa í eigin húsnæði er mun hærra í eldri aldurshópnum, 30%, á móti aðeins 7% úr yngri

aldurshópnum. Í yngri aldurshópnum býr stærstur hluti í foreldrahúsum að kostnaðarlausu, eða

64,32%, en aðeins 30% svarenda úr eldri aldurshópnum. Það bendir til þess að ungt fólk haldi til

í foreldrahúsum langt fram á þrítugsaldur. Svipuð hlutföll eru milli beggja hópa þegar kom að

búsetu í námsmannaíbúð, 12,31% úr eldri hópnum og 8% úr yngri hópnum. Úr eldri

aldurshópnum voru 20% á leigumarkaði en 13,06% úr yngri aldurshópnum. Afar fáir sögðust

búa í foreldrahúsum og greiða heim, eða 4,61% úr eldri hópnum og 3,52% úr yngri hópnum. Af

þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að þeir sem tilheyra eldri aldurshópnum, fædd á

árunum 1990-1994, eru líklegri til að vera búin að færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn heldur en

þeir sem tilheyra yngri aldurshópnum, fædd á árunum 1995-1999. Áhugavert var að sjá úr

niðurstöðunum að yngsti einstaklingurinn sem bjó í eigin húsnæði var fæddur árið 1999, á sínu

tuttugasta aldursári. Þá var einnig athyglisvert að fleiri svarendur fæddir árið 1992 virtust vera

búnir að kaupa eigið húsnæði heldur en þeir sem voru fæddir árin í kring, þó svo að svarendur

hefðu verið jafn margir (niðurstöður má sjá í töflu 10 í viðauka).

Mynd 7.4.3. Samanburður á aldurshópum varðandi sparnað

Page 61: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

51

Til að svara tilgátunni, “Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-

1995) og eldri aldurshópsins (1994-1990), þegar kemur að sparnaði”, var framkvæmt Chi-

Square próf. Notast var við 95% öryggisbil. P-gildið var 0,281 > 0,05 (alpha), sem bendir til þess

að ekki sé um marktækan mun að ræða. Chi-Square gildið var 30,767 < 44,46 (vendigildið) (e.

Chi-Square critical value). Gefa þessar niðurstöður til kynna að ekki skuli hafna tilgátunni og má

því segja með 95% vissu að marktækur munur sé milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri

aldurshópsins (1994-1990), þegar kom að sparnaði. Á mynd 7.4.3 má sjá að hlutfall þeirra sem

leggja í reglubundinn sparnað er mjög jafnt milli beggja aldurshópa, eða um þriðjungur í báðum

hópum. Hins vegar er athyglisvert að sjá að hærra hlutfall í eldri aldurshópnum leggur ekki í

neinn sparnað, eða 23,84% á meðan aðeins 12,56% úr yngri hópnum leggja ekki í neinn sparnað.

Líkleg skýring á þessu er sú að þeir sem tilheyra eldri aldurshópnum eru líklegri til að hafa flutt

sig úr foreldrahúsum og þurfa þess vegna að reka heimili, þá gefst þeim minni kostur á að leggja

fyrir í sparnað. Þá er um fjórðungur beggja hópa sem leggja í sparnað, en þó ekki mánaðarlega,

eða 23,08% úr eldri aldurshópnum og 25,12% úr yngri hópnum. Þá eru 82,98% heildarsvarenda

sem leggja í sparnað af einhverju tagi (niðurstöður má sjá í töflu 11 í viðauka).

7.6 Samantekt Góð aldursdreifing þátttakenda er merki um að úrtak endurspegli þýði ágætlega, þó voru mun

fleiri konur sem tóku þátt heldur en karlar. Þá benda svör til þess að ungt fólk sé almennt upplýst

um þær sparnaðarleiðir sem í boði eru og að ungt fólk nýti sér þær. Þá mældist ekki marktækur

munur varðandi sparnað milli aldurshópanna tveggja né kynja. Svör úr könnun bentu til þess að

neysluvenjur ungs fólks séu í hófi en telja rannsakendur að um skekkju geti verið að ræða þar.

Ekki mældist marktækur munur milli kynjanna hvað varðar búsetuúrræði. Marktækur munur

mældist milli þeirra sem leggja í reglubundinn sparnað og þeirra sem hafa fest kaup á eigin

húsnæði, sá hópur sem var duglegastur að spara voru þeir sem búa hjá foreldrum og greiða heim

og þeir sem búa við annað búsetuúrræði. Sá hópur sem náði hvað minnst að leggja fyrir voru þeir

sem bjuggu í leiguhúsnæði. Þá mældist marktækur munur milli ungs fólks á vinnumarkaði og

þeirra sem eru í námi þegar kom að því hvort þeir hyggðust færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn

innan tveggja ára. Stór hluti svarenda taldi sig fara yfir á húsnæðismarkaðinn á næstunni, þó

mældist marktækur munur milli yngri og eldri aldurshóps. Viðhorf ungs fólks virðist almennt

vera jákvætt gagnvart húsnæðismarkaðnum. Einnig mældist marktækur munur milli yngri og

Page 62: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

52

eldri aldurshóps þegar kom að búsetuúrræði, þá var mun stærra hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin

húsnæði í eldri hópnum heldur en í þeim yngri og yfir helmingur úr yngri hópnum sem bjó í

foreldrahúsum þeim að kostnaðarlausu.

Page 63: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

53

8. Samanburður við Norðurlöndin Við greiningu á samanburði þróunar og stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði verður litið til

nágrannaþjóðanna á Norðurlöndunum: Finnlands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Samfélag

Íslands er um margt líkt samfélögum Norðurlandanna, einkum varðandi hugsunarhætti, lífsgæði,

regluverk og uppbyggingu ásamt áherslu á jafnrétti (Stefán Ólafsson, 2003). Þótt Ísland deili

mörgum einkennum með nágrannalöndum sínum þá er þróunin sem á sér stað á

húsnæðismarkaði um margt ólík milli þjóðanna. Rík hefð hefur verið fyrir því á Íslandi að

einstaklingar eigi sitt eigið heimili, ólíkt því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í stórum

borgum er mun algengara að fólk leigi íbúðarhúsnæði og á það einnig við um hinar

höfuðborgirnar, leigumarkaðurinn þar er mun stærri en sá íslenski og meiri úrræði í boði

(Lujanen, 2004). Afleiðingar alþjóðlega efnahagshrunsins 2008 voru mestar og verstar á Íslandi

af öllum Norðurlandaþjóðunum vegna þess að að íslenskir einstaklingar höfðu tekið gríðarlega

áhættusöm lán fyrir húsnæðiskaupum frá íslenskum bönkum og erlendis frá. Við efnahagshrunið

féllu bankarnir ásamt því að gengi íslensku krónunnar féll sem varð þess valdandi að veðskuldir

hækkuðu mjög skyndilega (Ronald, R. og Elsinga, M., 2011).

8.1 Þróun á uppbyggingu nýrra íbúða Eins og sjá má á mynd 8.1, var uppbygging íbúða fyrir hverja þúsund íbúa á Íslandi mest allra

Norðurlandanna frá árunum 2002-2008 en á því tímabili voru framleiddar að meðaltali tæplega

tíu íbúðir á hverja þúsund íbúa. Eftir efnahagshrunið hægðist hvatinn við uppbygginu nýrra íbúða

hjá öllum Norðurlandaþjóðunum þar sem niðursveifla mældist mest á Íslandi. Ísland fór úr því að

framleiða níu íbúðir á hverja þúsund íbúa árið 2008, yfir í að framleiða þrjár íbúðir á hverja

þúsund íbúa árið 2009. Sú þjóð sem hefur sýnt mestan stöðugleika við þróun á uppbyggingu

nýrra íbúða er Finnland, sem framleiðir hlutfallslega mest yfir tímabilið, sex íbúðir fyrir hverja

þúsund íbúa. Uppbygging nýrra íbúða hefur verið hlutfallslega minnst í Svíþjóð, kringum þrjár

íbúðir á hverja þúsund íbúa. (Statistics Denmark, e.d.; Statistics Finland, e.d.; Statistics Sweden,

e.d.; Hagstofa Íslands, e.d.-e; Statistics Norway, e.d.).

Page 64: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

54

Mynd 8.1. Samanburður á uppbyggingu nýrra íbúða fyrir hverja þúsund íbúða, tímabilið 1999-2016 . (Heimild: Statistics Denmark, Statistics Finland, Statistics Sweden, Hagstofa Íslands, Statistics Norway).

Fólksfjölgun hefur verið mjög mikil í sögulegu samhengi á síðastliðnum árum en á sama

tíma hefur fjöldi byggðra íbúða verið undir langtímameðaltali. Fjölgun íbúða hér á landi á

árunum 2013-2017 voru um 6.500. Þrátt fyrir þessa fjölgun taldi hagdeild Íbúðalánasjóðs að

íbúðum hefði þurft að fjölga um 16.000 til að geta mætt betur eftirspurninni sem fylgdi

fólksfjölgun, breytingum á aldurssamsetningu og fjölgun íbúða í skammtímaleigu. Árið 2017

mældist fólksfjölgun á Íslandi sú mesta, um 3% í 280 ára sögu samfelldrar íbúðaskráningar á

Íslandi. Uppsafnaður skortur á húsnæði mun valda áframhaldandi verðhækkunum og veikja

ennfremur stöðu tekjuminni hópa (Ásmundur Einar Daðason, 2018). Til skamms tíma litið mun

hæg uppbygging nýrra íbúða á Norðurlöndunum valda umfram eftirspurn íbúða sem leiðir af sér

verðhækkanir (Lujanen, 2004).

8.2 Samanburður á húsnæðisverði Fyrir ungt fólk getur verðlagshækkun húsnæðis vegið þyngst við fjárfestingu á fyrstu eign. Því

töldu rannsakendur gagnlegt að líta á verðlagsþróun húsnæðis sem hefur átt sér stað í

nágrannalöndunum. Fyrir efnahagshrunið sést að þróun húsnæðisverðs á Íslandi var með svipuðu

móti og viðgengst í nágrannalöndunum (Mynd 8.2). Verðþróun einkenndist af stöðugri hækkun á

mörkuðunum fimm. Eftir efnahaghrun urðu hins vegar breytingar þar sem verðþróun varð

Page 65: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

55

Mynd 8.2. Samanburður á þróun húsnæðisverðs á Norðurlöndunum tímabilið 2005-2017. (Heimild: Eurostat).

breytileg milli þjóðanna. Húsnæðisverð tók mikla niðursveiflu í Danmörku og á Íslandi en til

samanburðar fór verðþróun vaxandi yfir sama tímabil í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi (Snorri Páll

Gunnarsson, 2017). Eftir hrun hefur þróun húsnæðisverðs í Danmörku og Finnlandi sýnt mestan

stöðugleika. Í þeim löndum mældist vísitala húsnæðisverðs lægst, 133 í Danmörku og 134 í

Finnlandi árið 2017 (Eurostat, e.d.-b). Vísitala húsnæðisverðs í Svíþjóð meira en tvöfaldaðist

árið 2016 frá því að vísitalan mældist lægst 2005. Mestu hækkanir þar í landi voru í borgunum

Gautaborg, Malmö og Stokkhólmi (Englund, 2011). Frá árinu 2010 til 2017 hækkaði vísitala

íbúðaverðs á Íslandi um heil 82.2% (Eurostat, e.d.-b). Við efnahagshrun minnkaði hvati við

uppbyggingu húsnæðis sem orsakaði viðvarandi framboðsskort sem þrýsti upp verðhækkunum

(Ásmundur Einar Daðason, 2018).

Ef litið til greiningar Íbúðalánasjóðs (2018) á samanburði á fermetraverði höfuðborga

Norðurlanda sker þó Reykjavík sig úr þar sem meðaltal fermetraverðs mældist lægst, um 542

þúsund kr. Hæsta kaupverð íbúða var í miðborg Stokkhólms þar sem fermetraverð við kaup var

yfir 1.1 milljón íslenskra króna. Þar á eftir koma 960 þúsund kr. í Osló, 910 þúsund kr. í Helsinki

og 733 þúsund kr. í Kaupmannahöfn.

Page 66: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

56

Fljótt á litið mætti draga þá ályktun að verð á íbúðarhúsnæði sé hærra hérlendis

samanborið við hin Norðurlöndin, en það eru fleiri þættir sem ber að setja í samhengi. Þó

raunverð íbúðarhúsnæðis hafi tekið mikinn vöxt hefur hækkunin aðeins verið 11%, að teknu

tilliti til launþróunar frá árinu 2010. Samhliða því hafa húsnæðislánavextir lækkað, laun hækkað

og kaupmáttur margfaldast samanborið við nágrannalöndin. Séu þessir þættir teknir saman er

byrði húsnæðiskostnaðar ekki meiri en sem viðgengst í samanburðarlöndunum (Samtök

atvinnulífsins, 2018).

8.3 Staða ungs fólks á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin

Mynd 8.3. Samanburður ungs fólks á Norðurlöndunum sem býr í foreldrahúsum, tímabilið 2004-2017. (Heimild:

Eurostat).

Ef litið er á þróun hlutfalls ungs fólks sem bjó í foreldrahúsum á Íslandi (Mynd 8.3) var staðan

mjög góð þar sem hlutfallið mældist lægst við 31.5% árið 2005 en frá síðustu mælingum sem

gerðar voru árið 2016 var hlutfallið 59.1%. Árið 2006 tók þróunin hins vegar stakkaskiptum þar

sem hlutfallið hækkaði mjög ört á skömmum tíma (Eurostat e.d.-a). Á árunum 2004-2007 varð

mikil fólksfjölgun hér á landi sem jók þörf á húsnæði mikið. Þeir þættir sem höfðu einnig áhrif á

Page 67: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

57

aukna erfiðleika ungs fólks við að útvega sér húsnæði voru efnahagsleg uppsveifla, lýðfræðilegar

breytingar og vöxtur ferðaþjónustu sem allir juku eftirspurnina eftir húsnæði (Ásmundur Einar

Daðason, 2018). Það sem hefur einnig áhrif á aukningu hlutfalls ungs fólks sem er búsett í

foreldrahúsum, er að fólk eyðir fleiri árum í menntun, sem hefur mikil áhrif á þessu aldursbili. Í

Danmörku og á Íslandi mældist hlutfall þeirra sem sóttu nám ásamt því að vera búsettir í

foreldrahúsum hæst meðal Norðurlandanna árið 2008. Með því verður seinkun á því að ungt fólk

flytji að heiman í þeim löndum. Hlutfallslega bjuggu færri konur en karlar í foreldrahúsum allra

Norðurlandaþjóðanna, þar sem konur voru líklegri til að vera í sambúð með maka (Choroszewicz

og Wolff, 2010).

Þróunin sýnir að ungt fólk á Íslandi hefur að meðaltali frá árinu 2006 reynst erfiðast að

safna fjármagni við kaup á fyrsta húsnæði eða útborgunum á leigumarkaði sem veldur því að

hvati til þess að flytja að heiman minnkar. Ástæður fyrir svo háu hlutfalli ungs fólks sem býr í

foreldrahúsum hér á landi samanborið við nágrannalöndin má einnig rekja til framboðsskorts á

þeirri tegund af húsnæði sem ungt fólk sækist eftir til kaups eða leigu (Íbúðalánasjóður, 2018-b).

8.4 Getur Ísland dregið lærdóm af aðgerðum Norðurlandanna á húsnæðismarkaði? Þó regluverk og stjórnsýsla byggingamála hafi tekið ýmsum umbótum með það að leiðarljósi að

auka framboð á uppbyggingu húsnæðis hér á landi eru þó miklir möguleikar fyrir hendi til að

bæta stöðu húsnæðismarkaðs enn frekar. Ísland hefur í síauknum mæli leitað til nágrannaþjóða

sinna til að finna lausnir á vandamálum sem snúa að húsnæðismálum. Íslensk stjórnvöld fylgjast

nú með nýlegum breytingum á byggingarreglugerð í Danmörku og Noregi sem hafa einfaldað

reglugerðir og gert notendavænni en því fylgdi hraðara ferli við útgáfu byggingarleyfis. Í

Danmörku og Noregi voru sett markmið að einfalda hönnunarferlið auk þess að einfalda ferli við

útgáfu byggingarleyfa og afgreiðslu umsókna um byggingarleyfi. Með minnkun flækjustigs eru

meiri möguleikar á því að auka hagræði, en með slíkum breytingum gæti

byggingarframkvæmdar ferlið orðið straumlínulagaðra, kostnaður lækkað og jafnframt væri hægt

að auka hraða á uppbygginga húsnæða á Íslandi (Ásmundur Einar Daðason, 2018).

Finnar skera sig frá hinum Norðurlöndunum þar sem þeim hefur tekist að halda stöðugu

húsnæðisverði þar sem verð hefur ekki hækkað verulega á tímabilinu sem var til athugunar

(Mynd 8.2). Jarmo Lindé, forstjóri ARA, finnsku húsnæðisstofnunarinnar, greindi frá því í

Page 68: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

58

viðtali við RÚV að Ísland þyrfti að taka Finnland sér til fyrirmyndar til þess að koma í veg fyrir

áframhaldandi verðhækkanir. Í Finnlandi náðist samkomulag milli ríkisstjórnar og bæjarstjórna

um að vinna betur saman við að auka framboð húsnæðis ásamt því að byggja nýtt leiguhúsnæði

sem er síðan niðurgreitt þar í landi. Það eru borgar- og sveitastjórnir sem útvega byggingarsvæði

og með því hefur uppbygging aukist til muna til að mæta betur þörfum íbúa (Ásrún Brynja

Ingvarsdóttir, 2018).

Page 69: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

59

9. Niðurstöður Í þessum kafla verður farið yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rannsóknarspurningunum sem

lagðar voru fyrir í inngangi og verður þeim svarað hér.

Staðan á húsnæðismarkaðnum er ekki góð hér á landi og þá síst fyrir ungt og efnaminna

fólk sem er að reyna að komast inn á markaðinn. Markaðurinn einkennist af miklum

framboðsskorti og þá helst af hagkvæmu og minna íbúðarhúsnæði sem hentar ungu fólki.

Hvert er viðhorf ungs fólks til húsnæðismarkaðsins? Viðhorf ungs fólks á aldrinum 20-29 ára virðist almennt vera jákvætt til húsnæðismarkaðsins,

þ.e. unga fólkið vill gjarnan færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn og þá helst festa kaup á eigin

húsnæði. Þá virðist vera lítill áhugi hjá ungi fólki að færa sig yfir á leigumarkaðinn, unga fólkið

vill eignast sitt eigið húsnæði. Munur virðist vera á milli ungs fólks á aldrinum 20-24 ára og

þeirra sem eru 25-29 ára. Þeir sem tilheyra yngri aldurshópnum eru líklegri til að búa lengur

heima og hafa fyrstu kaupendur orðið eldri með tímanum. Líkleg skýring á þessu er sú að erfitt

er að safna fyrir útborgun og því tekur það ungt fólk lengri tíma að safna heldur en á árum áður.

Þá má einnig sjá mun á aldurshópunum úr gögnum rannsakenda að þriðjungur yngri

aldurshópsins hugsaði sér að búa áfram í foreldrahúsum næstu tvo árin en aðeins 13,85% eldri

aldurshópsins. Þeir sem tilheyra eldri aldurshópnum voru jafnframt líklegri til að hafa þegar fest

kaup á eigin húsnæði. Þetta bendir til þess að því eldra sem fólk verður vill það heldur færa sig á

húsnæðismarkaðinn. Úr gögnum rannsakenda mátti jafnframt sjá að meirihluti svarenda, eða

82,98% lögðu fyrir í sparnað af einhverju tagi og styður það jafnframt undir þá kenningu að

viðhorf ungs fólks til húsnæðismarkaðsins sé jákvætt.

Er staða ungs fólks á húsnæðismarkaði verri nú en fyrir hrun? Það hefur alltaf reynst ungu fólki erfitt að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum.

Startgjaldið er hátt, með því að flytja í eigið húsnæði fylgja alls kyns gjöld, það vantar ýmis

heimilistæki eins og þvottavél, ísskáp, búsáhöld og svo þarf að versla inn mat. Það hefur aukist

frá hruni að fleira ungt fólk þurfi aðstoð frá foreldrum eða ættingjum við að eiga fyrir útborgun í

húsnæði, og þeir sem ekki hafa þann möguleika fara í auknum mæli á leigumarkaðinn og eiga á

hættu að festast þar. Fyrir hrun var mikil uppbygging á nýju húsnæði og mun meira í boði á

Page 70: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

60

markaðnum. Fyrir hrun var einnig betra aðgengi að lánsfjármagni og talsvert auðveldara að fá

greiðslumat. Eftir hrun stöðvaðist uppbygging á nýju húsnæði og fór afar hægt af stað aftur og

hefur myndast gríðarlegur skortur á íbúðarhúsnæði í landinu, þá aðallega á höfuðborgarsvæðinu.

Segja má að húsnæðismarkaðurinn hafi aldrei tekið almennilega við sér eftir hrun. Það sem hefur

einnig veikt stöðu ungs fólks í dag er það helst að neyslan hefur breyst, það er dýrara að vera

ungmenni í dag en fyrir tíu árum. Ungt fólk í dag ferðast meira, það eyðir meiri pening í

munaðarvörur eins og síma, dýran fatnað og ferðir á kaffihús og veitingastaði. Það má því segja

að neysla ungs fólks sé meiri í dag en fyrir hrun, þó neyslan hafi einnig verið gífurleg á árunum

fyrir hrun, þá er hún kostnaðarsamari í dag. Því má segja að staða ungs fólks á

húsnæðismarkaðnum sé talsvert verri nú heldur en fyrir hrun. Niðurstaðan er því sú að

möguleikar ungs fólks til að safna upp í útborgun á íbúð eru með ágætum þrátt fyrir stöðuna sem

á markaðnum ríkir, en til þess þarf að huga vel að sparnaði og nýta þá möguleika sem í boði eru.

Jafnframt þarf að halda neyslunni í hófi, takmarka það sem telst óþarfa eins og t.d.

utanlandsferðir, uppfærslur á nýjasta snjallsímanum og kaup á dýrum fatnaði.

Er staða ungs fólks hér á landi verri en á Norðurlöndunum? Meiri skortur virðist hafa hrjáð íslenska húsnæðismarkaðinn heldur en markaðinn á hinum

Norðurlöndunum. Erfið staða ungs fólks á húsnæðismarkaði einskorðast ekki bara við Ísland

heldur er staðan á Norðurlöndunum einnig erfið þar sem skortur á framboði húsnæðis ríkir einnig

í flestum hinum löndunum og erfitt getur reynst ungu fólki að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Þá

hefur Finnland skorið sig úr sem eina landið sem tekist hefur að halda húsnæðisverði ásamt

framboði húsnæðis nokkuð stöðugu eftir hrun. Líkt og sjá má á mynd 8.3 þá mældist Ísland með

næst hæsta hlutfallið af Norðurlöndunum, þar sem 59,1% af ungu fólki á aldrinum 18 til 24 ára

bjuggu ennþá hjá foreldrum sínum árið 2016. Það sem veldur svo háu hlutfalli í samanburði við

hin Norðurlöndin er að það hægðist gríðarlega mikið á uppbyggingu nýrra íbúða eftir

efnahagshrunið (Mynd 8.1) ásamt mikilli aukningu á eftirspurn eftir húsnæði sem orsakaðist af

innflutningi vinnuafls, fólksfjölgun og aukins ferðamannastraums sem olli miklum

verðlagshækkunum á íbúðum líkt og sjá má á mynd 8.2. Það sem veldur svo háu hlutfalli þeirra

sem búa í foreldrahúsum á Íslandi er að ungt fólk er að meðaltali lengur á skólabekk samanborið

við aðrar Norðurlandaþjóðir sem seinkar því að þau flytji að heiman. Einnig ber að hafa í huga

Page 71: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

61

að ríkara er í íslenskri menningu að eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði heldur en tíðkast í hinum

löndunum.

Page 72: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

62

10. Umræður og lokaorð Staðan á íslenska húsnæðismarkaðnum er erfið, hún er ekki góð fyrir kaupendur, ekki góð fyrir

seljendur og allra síst ekki góð fyrir unga fólkið. Söluferli húsnæðis er tímafrekt og óöruggt, þar

sem meirihluti keyptra eigna ræðst af sölu á annari eign. Rannsakendur telja mikla möguleika í

því að auka uppbyggingu húsnæðis í úthverfum höfuðborgarsvæðisins, þar sem lóðakostnaður er

ekki jafn hár og miðsvæðis. Ef þar væri byggt upp hagkvæmt húsnæði sem hentar ungu fólki, og

efnaminni fjölskyldum, myndi það létta verulega á þeim skorti sem myndast hefur á markaðnum

eftir hrun. Mikilvægt er að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt Reykjavíkurborg sinni

þessari eftirspurn til að ná betra jafnvægi á markaðnum og í samfélaginu. Sem dæmi um vel

heppnaða uppbyggingu slíkra hverfa má nefna Bakka-hverfið í Neðra-Breiðholti, sem var hluti af

verkamannabústaðakerfinu. Íbúðir í því hverfi eru mjög hagkvæmar fyrir fjölskyldur og gerðu

fólki sem áður hafði ekki haft efni á útborgun kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Að taka upp

sambærilegt kerfi að nýju og byggja húsnæði í svipuðum stíl og verkamannabústaðirnir í lok 20.

aldarinnar myndi eflaust opna á möguleika fyrir stóran hóp fólks sem hefur verið fast á

leigumarkaðnum. Til að vinna almennilega á þeim skorti sem myndast hefur þarf að byggja

mikið magn íbúða, og á hagkvæman hátt. Byggingaraðilar verða að fá sinn hag af

framkvæmdunum og verðlagning húsnæðisins þarf að vera skynsamleg. Það sem vantar mest eru

tveggja til þriggja herbergja íbúðir sem þjóna þörfum fyrstu kaupenda. Telja rannsakendur vert

að skoða það betur. Til að auka aðgengi ungs fólks enn frekar að húsnæðismarkaðnum þarf meiri

sveigjanleika við lántöku, stöðluð áætlun bankanna um mánaðarleg útgjöld endurspeglar ekki

endilega útgjöld hvers og eins, en á heldur við um hámarksneyslu einstaklings á mánuði. Meiri

sveigjanleiki við greiðslumat myndi gefa ungu fólki greiðari aðgang að lánsfjármagni sem myndi

auðvelda fyrstu kaup hjá ungu fólki. Aukning á fyrstu húsnæðiskaupum myndi líklega stytta tíma

söluferlis þar sem heildarsöluferlið ræðst þá af færri eignum.

Þá hefur umræðan í samfélaginu, um slæma stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaðnum, ýtt

undir væntingar um meira framboð af hagkvæmu húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir ungt og

efnaminna fólk. Þær nýbyggingar sem risið hafa undanfarin ár tilheyra fæstar þessum flokki

húsnæðis. Þetta ýtir enn frekar á sveitarfélögin sem og Reykjavíkurborg að bregðast við

vandanum. Nýjar reglur um ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar, sem tóku gildi 1. júlí 2017, hafa

auðveldað fólki að safna sparifé fyrir útborgun og eflaust hjálpað mörgum að greiða niður

húsnæðislán sín. Samkvæmt könnuninni sem rannsakendur framkvæmdu virðist ungt fólk

Page 73: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

63

jafnframt þekkja hvernig þessi sparnaður virkar og stór hluti þeirra að nýta sér þennan kost. Telja

því rannsakendur að fyrirkomulagið muni gagnast ungu fólki í framtíðinni. Samkvæmt

lífskjarasamningnum 2019-2022 á um að vinna sérstaklega með ungu fólki og tekjulágum að

úrræðum til að festa kaup á sinni fyrstu eign og eru þar hugmyndir að lausnum hvernig það verði

gert. Telja rannsakendur það vera mikilvægt skref að þessi samningur taki gildi og verður

spennandi að sjá hvernig málin á húsnæðismarkaðnum munu þróast á næstu árum.

Til að kanna það neyslumynstur sem birtist okkur í dag væri áhugavert

rannsóknarverkefni í framtíðinni að greina neyslumynstur ungs fólks og hvort það hafi tök á því

að leggja fyrir í sjóð fyrir útborgun, og hvað það taki langan tíma. Jafnframt að kanna hvort

pressan á neyslu í samfélaginu okkar í dag sé of mikil og dragi úr hvata til að leggja fyrir. Einnig

væri áhugavert að sjá hvort ungt fólk í dag hafi meiri pening milli handanna til að eyða heldur en

fyrir tíu árum, og þá af hverju það stafi. Líkt og fram kom í niðurstöðukafla úr neysluhluta

rannsóknarinnar þá töldu rannsakendur að svarendur hafi ekki svarað satt og rétt þeim

spurningum sem fram komu í neysluhlutanum og væri því áhugavert að sjá hvernig

raunverulegar niðurstöður við þeim spurningum væru. Smáforrit, eins og Meniga, halda utan um

slíkt og væri því áhugavert að gera frekari rannsókn á efninu tengda sparnaði og neyslu ungs

fólks.

Einnig mætti kanna hversu algeng smálán eru meðal ungs fólks og hvort þau komi í veg

fyrir að þeir sem taki slík lán geti lagt fyrir í sparnað seinna, og þannig skert möguleika þeirra til

húsnæðiskaupa.

Page 74: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

64

Heimildaskrá Almenni Lífeyrissjóðurinn. (e.d.). Lán. Sótt 3. apríl af https://www.almenni.is/lan/ Alþingi. (2013, 2. júlí). Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Sótt 20. apríl af

https://www.rna.is/ibudalanasjodur/skyrsla-nefndarinnar/bindi-1/kafli4/ Argitis, G. (2016, september). Thorstein Veblen’s Financial Macroeconomics. Journal of

Economic Issues, 50(3), 834-850. Arion Banki. (2019, janúar). Húsnæðismarkaðurinn á sléttunni. Sótt 18. apríl af

https://www.arionbanki.is/themes/arionbanki/arionbanki/documents/04_Markadir/Greiningardeild/H%C3%BAsn%C3%A6%C3%B0issk%C3%BDrsla%202019%20sk%C3%BDrsla%20MASTER.pdf

Arion Banki. (e.d.-a). Íbúðalán. Sótt 18. apríl af

https://www.arionbanki.is/einstaklingar/lan/ibudalan/?LoanAmount=29750000&MarketValue=35000000&PropertyValue=27000000&FirstProperty=true

Arion Banki. (e.d.-b). Viðbótarlífeyrissparnaður. Sótt 18. apríl af

https://www.arionbanki.is/einstaklingar/sparnadur/vidbotarlifeyrissparnadur/ Axel Hall, Benedikt Árnason, Elín Alma Arthursdóttir, Maríanna Jónasdóttir og Ólafur Darri

Andrason. (2019). Endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum. Sótt 11. mars 2019 af https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1e217960-3912-11e9-9432-005056bc530c

Ásmundur Einar Daðason. (2018). Staða og Þróun Húsnæðismála. Sótt 23. febrúar 2019 af https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=b5c8634f-dc37-11e8-942e-

005056bc4d74 Ásrún Brynja Ingvarsdóttir. (2018). Húsnæðisverð hærra hér en á öðrum Norðurlöndum. Sótt

6. mars 2019 af http://www.ruv.is/frett/husnaedisverd-haerra-her-en-a-odrum-nordurlondum

Bjarg íbúðafélag. (e.d.) Sótt af https://www.bjargibudafelag.is/ Botsman, R. & Capelin, L. (2015). Airbnb: Building a revolutionary travel company. Sótt 18.

Apríl 2019 af http://collaborativeeconomy.com/wp/wp-content/uploads/2016/01/OxfordSB_AirbnbCase_vf_posted_final.pdf

Choroszewicz, M. og Wolff, P. (2010). Population and social conditions. Sótt 4. mars 2019 af

https://ec.europa.eu/eurostat/documents/3433488/5565692/KS-SF-10-050-EN.PDF/877f8776-e7fe-4f2b-8bec-0a5cf54dcba4

Page 75: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

65

Eggert Þór Bernharðsson. (2000). Undir Bárujárnsboga: Braggalíf í Reykjavík 1940-1970. Reykjavík: JPV FORLAG.

Englund, P. (2011). The Riksbank´s inquiry in to the risks in the Swedish housing market.

Swedish house prices in an international perspective. Stockholm: Sveriges Riksbank. Sótt 6. mars 2019 af http://archive.riksbank.se/Upload/Rapporter/2011/RUTH/RUTH%20eng.pdf

Eurostat. (e.d.-a). Share of young adults aged 18-34 living with their parents by self-defined

current economic status - EU-SILC survey. Sótt 21. febrúar 2019 af http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_lvps09&lang=en

Eurostat. (e.d.-b). House price index – annual data (2015 =100). Sótt 19. febrúar 2019 af

http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/submitViewTableAction.do Ferðamálastofa. (e.d.). Heildarfjöldi erlendra ferðamanna [tafla]. Sótt af

https://www.ferdamalastofa.is/is/tolur-og-utgafur/fjoldi-ferdamanna/heildarfjoldi-erlendra-ferdamanna

Ferðamálastofa. (2019, 23. apríl). Ferðalög Íslendinga og ferðaáform. Sótt 23. apríl 2019 af

https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/category/1/ferdalog-islendinga-og-ferdaaform

Finnur Bogi Hannesson. (2016, október). Íslenskur íbúðamarkaður. Sótt 16. apríl af

https://gamli.islandsbanki.is/library/Skrar/Greining/Skyrslur/Islenskur-ibudamarkadur-2016-LQ.PDF

Guðlaug Magnúsdóttir. (1983). Verkamannabústaðir. Vera, 2(2), 22-23 Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson. (2016). Nýir tímar: Saga Íslands og umheimsins frá

lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Reykjavík: Mál og Menning. Hagstofa Íslands. (e.d.-a). Ungt fólk í foreldrahúsum: Meðaltöl 2012-2016 og 2014-2016. Sótt

17. apríl af https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__lifskjor__4_husnaedismal__husnaedileiga/LIF03411.px/table/tableViewLayout1/?rxid=8d05e814-05ec-478c-810d-f9a47cc3ae73

Hagstofa Íslands. (e.d.-b). Yfirlit yfir mannfjölda. Sótt 4. febrúar af

https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldi/yfirlit/ Hagstofa Íslands. (e.d.-c).Áætlaðar óskráðar erlendar gistinætur 2017-2019. Sótt 2. maí 2019

af https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Atvinnuvegir/Atvinnuvegir__ferdathjonusta__Gisting__2_adrartegundirgististada/SAM01453.px

Page 76: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

66

Hagstofa Íslands. (e.d.-d). Fjöldi starfandi í atvinnugreinum samkvæmt skrám eftir árum, kyni, aldri og bakgrunni 2008-2018. Sótt 13. Mars 2019 af http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__vinnumarkadur__vinnuaflskraargogn/VIN10020.px/?rxid=a0faa5c1-1628-43b7-b6a5-0609c0eed197

Hagstofa Íslands. (e.d.-e). Bygging íbúðarhúsa á öllu landinu 1970-2016. Sótt 25. febrúar 2019

af http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Sogulegar/Sogulegar__sogul_byggingaridnadur/SOG14012.px

Hagstofa Íslands. (2018, 15. október). Ungir karlar fljúga seinna úr hreiðrinu. Sótt 17. apríl af

https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/lifskjor/ungt-folk-i-foreldrahusum-2004-2016/

Herborg. (e.d.). Hvar finn ég besta húsnæðislánið? Sótt 17. apríl af https://herborg.is/ Ho, H. (2018, 7. Ágúst). Commentary: Unhealthy culture of consumerism on social media

fueling anxiety and low self esteem. Sótt 15. Apríl af https://www.channelnewsasia.com/news/commentary/sharing-shopping-on-social-media-unhealthy-anxiety-10576258

Íbúðalánasjóður. (2019-a). Húsnæðismarkaðurinn: Mánaðarskýrsla – janúar . Sótt 11. mars

2019 af https://www.ils.is/library/4-Hagdeild-skrar/Manadarskyrsla_jan%C3%BAar_19.pdf

Íbúðalánasjóður. (2018-a). Skammtímaleiga íbúða í gegnum Airbnb. Sótt 18. apríl af

https://www.ils.is/library/4-Hagdeild-skrar/Skammt%C3%ADmaleiga%20%C3%ADb%C3%BA%C3%B0a%20%C3%AD%20gegnum%20Airbnb.pdf

Íbúðalánasjóður. (2018-b). Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli

húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum. Sótt 20. febrúar 2019 af https://www.ils.is/library/Frettir/Samanbur%C3%B0ur%20h%C3%BAsn%C3%A6%C3%B0ismarka%C3%B0a%20Nor%C3%B0urlanda.pdf

Íbúðalánasjóður. (2019-b). Húsnæðismarkaðurinn, mánaðarskýrsla - apríl 2019. Sótt 15. Apríl

2019 af https://www.ils.is/library/Skyrslur-og-samningar/Manadarskyrsla_april_19.pdf Íbúðalánasjóður. (2019-c). Húsnæðismarkaðurinn, mánaðarskýrsla - mars 2019. Sótt 13. Mars

2019 af https://www.ils.is/library/Skyrslur-og-samningar/Manadarskyrsla_mars_19.pdf

Jón Anton Jóhannsson. (2012). Ágrip af sögu húsnæðisstofnana á Íslandi (BSc-ritgerð).

Háskóli Íslands, viðskiptafræðideild. Sótt 12. febrúar 2019 af https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fskemman.is%2Fbitstream%2F1946

Page 77: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

67

%2F10576%2F1%2F%2528%25C3%2581grip%2520af%2520s%25C3%25B6gu%2520h%25C3%25BAsn%25C3%25A6%25C3%25B0isstofnana%2520%25C3%25A1%2520%25C3%258Dslandi%2520Fj%25C3%25A1rm%25C3%25B6gnun%2520og%2520fj%25C3%25A1rhagssta%25C3%25B0a%2520%25C3%258Db%25C3%25BA%25C3%25B0al%25C3%25A1nasj%25C3%25B3%25C3%25B0s%2529.pdf%3Ffbclid%3DIwAR0P27jhU3tYf47u-nJICBIN2LVEVHrheijmEQwkX3EWihlxVIoADVFPIbE&h=AT30IU_pf1fVP4CQxOfiOFbDBj5bazaRD-vWym9C_oRMx377xs6EZTBO-rKE4c3vWXHO_BDHOj-c7Ztwb1bI4TSY5xV6BK7CtsdNiSdbgHZ4BkhLjVCP-sSAbDBpE8bbcu4HJlGV

Jón Gunnar Bernburg. (2005). ,,Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?”.

Vísindavefurinn. Sótt 8. maí 2019 af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5420 Landsbankinn. (2018, 15. ágúst). Enn spenna á vinnumarkaði - en þó merki um betra jafnvægi.

Sótt 16. apríl af https://umraedan.landsbankinn.is/Uploads/Documents/Hagsja/2018-08-15-Vinnumarkadur.pdf

Landsbankinn. (2019-a). Ferðamönnum frá 11 löndum fækkaði á síðasta ári. Sótt 18. apríl 2019

af https://www.landsbankinn.is/Uploads/Documents/Hagsja/2019-01-16-Fjoldi-ferdamanna-2018.pdf

Landsbankinn. (2019-b, 14. Mars). Aukið framboð af nýju húsnæði – en minna selst. Sótt 16.

Mars 2019 af https://umraedan.landsbankinn.is/umraedan/efnahagsmal/frett/2019/03/14/Hagsja-Aukid-frambod-af-nyju-husnaedi-en-minna-selst/

Landsbankinn. (e.d.-a). Íbúðalán. Sótt 18. apríl af

https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/lan-og-fjarmognun/ibudalan/fyrstu-kaup/ Landsbankinn. (e.d.-b) Viðbótarlífeyrissparnaður. Sótt 18. apríl af

https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/lifeyrissparnadur/vidbotarlifeyrissparnadur/?gclid=Cj0KCQjwwODlBRDuARIsAMy_28VsiAxR_oxlE4WSsptgdFODIqxSAh7GmxLCK6pEtB8hsiTYQRFHvUMaAoHlEALw_wcB

Landssamtök lífeyrissjóða. (e.d.). Viðbótarlífeyrissparnaður. Sótt 3. apríl af

https://www.lifeyrismal.is/is/spurt-og-svarad/vidbotarlifeyrissparnadur Lífeyrissjóðurinn Gildi. (e.d.). Lán. Sótt 3. apríl af https://gildi.is/lan/ Lífeyrissjóður Verzlunarmanna. (e.d.). Lífeyrissjóðslán. Sótt 3. apríl af https://www.live.is/lan/ Lífskjarasamningurinn 2019-2022. Lujanen, M. (2004). Housing and housing policy in the Nordic countries (7. útgáfa). Árósar:

Akaprint as.

Page 78: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

68

Lúðvík Elíasson og Önundur Páll Ragnarsson. (2008). Short-term renting of residential apartments-Effects of Airbnb in the Icelandic housing market. Sótt 18. apríl 2019 af https://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn---EN/Working-Papers/WP%2076.pdf

Lög um almennar íbúðir, nr. 52/2016 Lög um húsnæðismál, nr. 44/1998 Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð nr. 111/2016 Mintz, L. (2017, 17. nóvember). It’s not all sandwiches and city breaks: How millennials really

spend their money. The Telegraph. Sótt 16. Apríl 2019 af https://www.telegraph.co.uk/family/parenting/millennials-really-spend-money/

Perloff, J. M. (2011). Microeconomics. Harlow, United Kingdom: Pearson Education Limited. Pétur Gunnarsson. (2016, 14. september). Viðskiptablaðið. Mesta vöntunin á minni íbúðum.

Sótt af http://www.vb.is/frettir/mesta-vontunin-minni-ibudum/131180/?q=fasteignamarka%C3%B0ur

Reykjavíkurborg. (2018, mars). Húsnæði í Reykjavík: Staða og aðgerðir. Mars 2018. Sótt 15.

apríl af https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/husnaedisaaetlun_reykjavikurborgar_mars_2018_vef.pdf

Ríkisskattstjóri. (e.d.). Almennt um ráðstöfun á séreignarsparnaði. Sótt 18. apríl 2019 af

https://leidbeiningar.rsk.is/frodi/?cat=942&id=10586&k=2 Ronald, R. og Elsinga, M. (2011). Beyond Home Ownership:Housing, Welfare and Society (1.

útg.). London: Routledge. RÚV. (framleiðandi). (2013). Íslenska neyslusamfélagið [hlaðvarp]. Sótt 15. apríl 2019 af

https://player.fm/series/neyslusamfelagi-og-ntminn/slenska-neyslusamflagi Samtök atvinnulífsins. (2018). Húsnæðiskostnaður ekki hærri hér en á Norðurlöndunum. Sótt

22. Febrúar 2019 af https://www.sa.is/frettatengt/frettir/husnaediskostnadur-ekki-haerri-her-en-a-nordurlondum

Schindler, P. S. (2018). Business Research Methodsı. 13th útgáfa. Boston: McGraw-Hill/Irwin Snorri Páll Gunnarsson. (2017). Tálsýnin á norrænum fasteignamarkaði. Sótt 21. febrúar 2019

af http://www.vb.is/frettir/talsynin-norraenum-fasteignamarkadi/136701/ Stanek, B. (2015, 11. febrúar). More people rent than buy in the biggest US cities, and it‘s not

just because home ownership is super expensive. Sótt 12. mars af

Page 79: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

69

https://www.bustle.com/articles/63622-more-people-rent-than-buy-in-the-biggest-us-cities-its-not-just-because-home

The Statistical Portal. (2019). Active social network penetration in selected countries as of

January 2019. Sótt 15. Apríl af https://www.statista.com/statistics/282846/regular-social-networking-usage-penetration-worldwide-by-country/

Statistics Denmark. (e.d.). Residential construction by phase of construction and use. Sótt 23.

febrúar 2019 af https://www.statbank.dk/BYGV05A Statistics Finland. (e.d.). Building and dwelling production, 1995M01-2018M11. Sótt 24.

febrúar 2018 af http://pxnet2.stat.fi/PXWeb/pxweb/en/StatFin/StatFin__rak__ras/statfin_ras_pxt_118r.px/?rxid=0f680b0f-dcde-4d74-8d36-5bf59e08c0e4

Statistics Norway. (e.d.). Building statistics. Dwellings and utility floor space in dwellings.

Preliminary figures (C) 1993M01 - 2019M01. Sótt 25. febrúar 2019 af https://www.ssb.no/en/statbank/table/03723

Statistics Sweden. (e.d.). Completed dwellings in newly constructed buildings by region, size of

dwelling and type of building. Year 1975 – 2017. Sótt 24. febrúar 2019 af http://www.statistikdatabasen.scb.se/pxweb/en/ssd/START__BO__BO0101__BO0101A/Lagen

hetNyAr/?rxid=f17e6b30-eed5-41ad-b694-101791f8e6c6 Verkamannabústaðir í Reykjavík. (1974). Morgunblaðið, 61(9), 10. Viðskiptablaðið. (2009, 5. janúar). Kaupsamningar ekki færri síðan 1993. Sótt 18. apríl af

http://www.vb.is/frettir/kaupsamningar-ekki-frri-sian-1993/9718/ Viðskiptablaðið. (2019, 15. janúar). Leiguverð hækkaði 9. mánuðinn í röð. Sótt 22. apríl af

http://www.vb.is/frettir/leiguverd-haekkadi-9-manudinn-i-rod/152028/ Viðskiptablaðið. (2018, 12. september). 96% íslendinga nota samfélagasmiðla daglega. Sótt

15. apríl af http://www.vb.is/frettir/96-islendinga-nota-samfelagsmidla-daglega/149636/?q=%C3%8Dslendingar

VR. (e.d.-a). Laun. Sótt 18. apríl af https://www.vr.is/kjaramal/laun/ VR. (e.d.-b). Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninga. Sótt 18. apríl af

https://www.vr.is/media/6021/studningur4vef.pdf?fbclid=IwAR1lwcI6sbkX_HwYdx0Q2fLUfN7OSyySY2q-TeAqCahq0idk2980xM8ZUU0

Þjóðskrá Íslands. (2019, 20. febrúar). Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis. Sótt 18. apríl af

https://skra.is/um-okkur/frettir/frett/2019/02/20/Upplysingar-um-leiguverd-ibudarhusnaedis/

Page 80: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

70

Þjóðskrá Íslands. (e.d.-a). Árleg fasteignavelta og fjöldi kaupsamninga. Sótt 18. apríl af https://www.skra.is/thjonusta/gogn/talnaefni/arleg-fasteignavelta-og-fjoldi-kaupsamninga/

Þjóðskrá Íslands. (e.d.-b). Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Sótt 2.maí af

https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2017/09/19/Visitala-ibudaverds-a-hofudborgarsvaedinu/

Þjóðskrá Íslands. (e.d.-c). Fjöldi íbúða. Sótt 2. maí af

https://www.skra.is/thjonusta/gogn/talnaefni/fjoldi-ibuda/ Höfundur ótilgreindur. (2012). Foreldrar reyna að ná sáttum í fólskulegu líkamsárásarmáli. Vísir.

[stafræn mynd]. Sótt 29. janúar af https://www.visir.is/g/2012120909822

Page 81: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

71

Viðauki A: Spurningalisti Kafli I - Sparnaður

1. Leggur þú í sparnað mánaðarlega? a. Já b. Nei c. Legg í sparnað á sumrin en ekki á veturna með námi d. Á sparireikning en legg ekki inn mánaðarlega

2. Hvernig sparnað leggur þú í? a. Almennan sparnað b. Húsnæðissparnað c. Lífeyrissparnað d. Annan sparnað e. Legg ekki í sparnað

3. Þekkir þú þær sparileiðir/vaxtareikinga sem þinn viðskiptabanki býður upp á? a. Já, og nýti mér þær b. Já, en nýti þær ekki c. Nei

4. Hefur þú kynnt þér viðbótarlífeyrissparnað? a. Já b. Nei

5. Ert þú að nýta þér viðbótarlífeyrissparnað? a. Já b. Nei

Kafli II - Neysla

1. Hversu oft ferð þú út að borða á veitingastað? a. Einu sinni í viku eða oftar b. Tvisvar sinnum í mánuði c. Einu sinni í mánuði d. Nokkrum sinnum á ári e. Sjaldnar eða aldrei

2. Hversu oft ferð þú í bíó, eða aðra afþreyingu þar sem aðgangseyrir er greiddur? a. Einu sinni í viku eða oftar b. Tvisvar sinnum í mánuði c. Einu sinni í mánuði d. Nokkrum sinnum á ári e. Sjaldnar eða aldrei

3. Hversu oft verslar þú föt, snyrtivörur, raftæki eða aðrar munaðarvörur? a. Einu sinni í viku eða oftar b. Tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði c. Einu sinni í mánuði d. Nokkrum sinnum á ári e. Sjaldnar eða aldrei

4. Tekur þú með þér nesti að heiman í vinnu/skóla?

Page 82: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

72

a. Tek alltaf með nesti b. 3-4 daga í viku c. 1-2 daga í viku d. Sjaldnar eða aldrei e. Á ekki við

5. Hversu oft eldar þú eða annar á heimili þínu kvöldmat? a. Alla daga vikunnar b. 4-6 daga í viku c. 1-3 daga í viku d. Sjaldan eða aldrei

6. Hversu oft í viku kaupir þú tilbúinn mat? a. Alla daga vikunnar b. 4-6 daga í viku c. 1-3 daga í viku d. Sjaldan eða aldrei

7. Rekurðu eigin bíl? a. Já b. Nei c. Já, að hluta

8. Hversu margar utanlandsferðir ferð þú að meðaltali á ári? a. 5 ferðir á ári eða fleiri b. 3-4 ferðir á ári c. 2 ferðir á ári d. Ein ferð á ári e. Sjaldnar eða aldrei

9. Hversu miklu eyðir þú á mánuði í sígarettur/vape/munntóbak? a. 4.999 kr. eða minna b. 5.000-14.999 kr. c. 15.000-29.999 kr. d. 30.000-44.999 kr. e. 45.000 kr. eða meira f. Nota ekki sígarettur/vape/munntóbak

10. Hversu miklu eyðir þú á mánuði í áfengi eða áfenga drykki? a. 4.999 kr. eða minna b. 5.000-14.999 kr. c. 15.000-29.999 kr. d. 30.000-44.999 kr. e. 45.000 kr. eða meira f. Drekk ekki áfengi

Hluti III - Persónuupplýsingar

1. Kyn a. Karlkyn b. Kvenkyn

2. Fæðingarár a. 1999

Page 83: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

73

b. 1998 c. 1997 d. 1996 e. 1995 f. 1994 g. 1993 h. 1992 i. 1991 j. 1990

3. Hver er staða þín í samfélaginu? a. Á vinnumarkaði b. Í námi c. Í námi og vinnu með skóla d. Atvinnulaus

4. Hvert er hæsta menntunarstig sem þú hefur lokið? a. Grunnskólapróf b. Stúdentspróf c. Sveinspróf/Meistarapróf í iðnnámi d. Háskólanám BSc e. Háskólanám MSc eða Doktor

5. Hvaða ár eru foreldrar þínir fæddir? a. 1940-1954 b. 1955-1969 c. 1970-1985

6. Búseta a. Bý í eigin húsnæði b. Er á leigumarkaði c. Bý frítt í foreldrahúsum d. Bý í foreldrahúsum og greiði heim e. Bý í námsmannaíbúð f. Annað

7. Fjölskylduhagir a. Bý ein/n b. Bý með foreldrum c. Bý með maka/meðleigjanda d. Bý ein/n með barn/börn e. Bý með maka og barni/börnum

8. Ert þú í hugleiðingum að færa þig yfir á húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára? a. Já, stefni á að kaupa b. Já, stefni á að fara inn á leigumarkaðinn c. Nei d. Á ekki við/bý ekki í foreldrahúsum

9. Eru margir í þínum vinahópi búnir að kaupa húsnæði? a. Flestir b. Nokkrir c. Fáir

Page 84: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

74

d. Enginn eða nánast enginn

Viðauki B: Töflur og niðurstöður úr SPSS Tafla 2

“Það er ekki marktækur munur milli kynjanna þegar kemur að sparnaði” Tafla 3

“Það er ekki marktækur munur milli kynjanna með búsetuúrræði, þ.e. þá sem eru fluttir úr foreldrahúsum”

Page 85: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

75

Tafla 4

“Það er ekki marktækur munur milli þeirra sem leggja í reglubundinn sparnað og þeirra sem hafa fest kaup á eigin húsnæði” Tafla 5

Page 86: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

76

“Þeir sem áttu marga vini og vandamenn sem höfðu fest kaup á húsnæði voru ekki líklegri en aðrir til að eiga einnig eigið húsnæði og ekki marktækur munur þar á milli” Tafla 6

“Það er ekki marktækur munur milli ungs fólks á vinnumarkaði og þeirra sem voru í námi þegar kom að því hvort þau hyggðust færa sig yfir á húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára.”

Page 87: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

77

Tafla 7

“Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri aldurshópsins (1994-1990), þegar kom að hugleiðingum um að færa sig á húsnæðismarkaðinn innan tveggja ára”

Page 88: Staða ungs fólks á húsnæðismarkaðnum - Skemman

78

Tafla 8

“Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri aldurshópsins (1994-1990) hvað varðar búsetuúrræði”, Tafla 9

“Það er ekki marktækur munur milli yngri aldurshópsins (1999-1995) og eldri aldurshópsins (1994-1990), þegar kom að sparnaði”,