6
SÉRRIT - 27. tbl. 18. árg. 11. ágúst 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir 17 Grásleppubátar 22.832 Grásleppunet Grásleppa 64 28 Handfærabátar 30.786 Handfæri Þorskur 69 Landey SH 31 7.523 Landbeitt lína Þorskur ofl. 2 Birta SH707 1.860 Gildra Beitukóngur 1 Garpur SH 95 14.840 Gildra Beitukóngur 7 Samtals 77.841 143 AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 24.07.2011 - 06.08.2011 Unglingalandsmótið á Egilsstöðum 14. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Það er mál manna að mótið hafi tekist mjög vel og hafi verið mótshöldurum til mikils sóma og ekki skemmdi veðrið fyrir sem lék við keppendur og mótsgesti nánast alla mótsdagana. Keppendur á mótinu voru rösklega um 1300 og með gestum er talið að um 10 þúsund manns hafi sótt unglingalandsmótið að þessu sinni. Árangur á mótinu var góður í mörgum greinum en sjö unglingalandsmótsmet voru sett í frjálsum íþróttum. Næsta Unglingalandsmót verður haldið á Selfossi 2012. Það voru talsvert mikið færri keppendur í ár frá HSH en þeir voru tæplega 20 talsins. Þrátt fyrir það stóðu þau sig með miklum sóma og komu heim með ýmsar viðurkenningar. Snjólfur Björnsson lenti í 2. sæti í hástökki 16 -17 ára þegar hann stökk 178 cm. Hann varð í 4. sæti í langstökki og í 8. sæti í 100m spretti. Jón Páll Gunnarsson varð unglingalands- mótsmeistara í kúluvarpi (1. sæti) 13. ára pilta og kastaði 11,61 m, hann varð svo í 5. sæti í spjótkasti og kastaði 36,59 m. Stelpur 15-16.ára urðu líka unglingalands- mótsmeistarar í fótbolta(1. sæti), þjálfari liðsins var Jónas Gestur Jónasson frá Ólafsvík. Liðið var skipað þeim Rakel, Gestheiði, Thelmu, Selmu, Heklu Fönn, Rebekku Rán, Elínu, Irmu og Anítu Rún. Þetta var eini hópurinn sem náði í lið bara með HSH keppendum. Það voru keppendur frá HSH í þremur körfuboltaliðum. Strákar 13-14.ára voru 3 frá HSH Jón Páll Gunnarsson, Hafsteinn Helgi Davíðsson og Haukur Hreinsson og voru þeir skráðir í blandað lið sem þeir nefndu Miami og lentu þeir í 2. sæti eftir spennandi leik við Fjölnismenn. Stelpur 15-16. ára voru 4 frá HSH Helena Helga Baldursdóttir, Hekla Fönn Dórudóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir og skráðu þær sig í lið með UMSS (Tindastóll) Þjálfari liðsins var Karl Jónsson frá Sauðárkróki. Þær urðu unglingalandsmótsmeistara (1. sæti) Strákar 17-18. ára, Snjólfur Björnsson stofnaði liðið Há Ess Há með honum voru svo Þorbergur Helgi Sæþórsson og tveir drengir frá UMSB þeir Andrés Kristjánsson og Davíð Guðmundsson. Svo fengu þeir Jón Pál Gunnarsson og Jóhann Kristófer Sævarsson til að spila með sér og urðu þeir líka unglingalandsmótsmeistarar í 17-18. ára. Þjálfari liðsins var Sæþór Þorbergsson. Kristófer spilaði líka í blönduðu liði í sínum aldursflokki. Það má því með sanni segja að þau hafi staðið fyrir sínu, fulltrúar HSH á Egilsstöðum, þegar litið er yfir árangurinn: Unglingalandsmótsmeistarar í knattspyrnu 15- 16 ára stelpur, Körfubolta 15-16. ára stelpur, Körfubolti 17-18. ára karlar og Kúluvarp 13. ára pilta, silfur í körfubolta 13-14. ára drengir og hástökki 16-17. ára. Krakkarnir voru að sjálfssögðu til fyrirmyndar bæði innan sem utan vallar. gp/am Í fuglatalningu sem Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi tók þátt í, í vikunni, voru niðustöðurnar þær að aðeins sást til sjö rituunga í 200-300 hreiðrum á svæðinu. Venjulega má búast við að hvert hreiður gefi af sér 1 - 1 ½ unga en nú er ljóst að verulega skortir upp á það meðaltal í varpinu í ár. Í talningum fyrr í sumar kom einnig í ljós að ungum kríunnar og æðarfugla hefur einnig fækkað og ljóst að árið í ár er mjög slæmt hvað þetta varðar, ekki bara á Snæfellsnesi heldur um land allt. am Fáir rituungar á Snæfellsnesi www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms-Pósturinn

Embed Size (px)

DESCRIPTION

27. tölublað 18. árgangur 11.ágúst 2011

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn

SÉRRIT - 27. tbl. 18. árg. 11. ágúst 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Bátur Heildarafli Veiðarfæri Uppist.afla Landanir

17 Grásleppubátar 22.832 Grásleppunet Grásleppa 64

28 Handfærabátar 30.786 Handfæri Þorskur 69

Landey SH 31 7.523 Landbeitt lína Þorskur ofl. 2

Birta SH707 1.860 Gildra Beitukóngur 1

Garpur SH 95 14.840 Gildra Beitukóngur 7

Samtals 77.841 143

AFLAHORNIÐ Stykkishólmshöfn 24.07.2011 - 06.08.2011

Unglingalandsmótið á Egilsstöðum14. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Það er mál manna að mótið hafi tekist mjög vel og hafi verið mótshöldurum til mikils sóma og ekki skemmdi veðrið fyrir sem lék við keppendur og mótsgesti nánast alla mótsdagana.Keppendur á mótinu voru rösklega um 1300 og með gestum er talið að um 10 þúsund manns hafi sótt unglingalandsmótið að þessu sinni. Árangur á mótinu var góður í mörgum greinum en sjö unglingalandsmótsmet voru sett í frjálsum íþróttum. Næsta Unglingalandsmót verður haldið á Selfossi 2012.

Það voru talsvert mikið færri keppendur í ár frá HSH en þeir voru tæplega 20 talsins. Þrátt fyrir það stóðu þau sig með miklum sóma og komu heim með ýmsar viðurkenningar. Snjólfur Björnsson lenti í 2. sæti í hástökki 16 -17 ára þegar hann stökk 178 cm. Hann varð í 4. sæti í langstökki og í 8. sæti í 100m spretti.Jón Páll Gunnarsson varð unglingalands-mótsmeistara í kúluvarpi (1. sæti) 13. ára pilta og kastaði 11,61 m, hann varð svo í 5. sæti í spjótkasti og kastaði 36,59 m.Stelpur 15-16.ára urðu líka unglingalands-mótsmeistarar í fótbolta(1. sæti), þjálfari liðsins var Jónas Gestur Jónasson frá Ólafsvík. Liðið var skipað þeim Rakel, Gestheiði, Thelmu, Selmu, Heklu Fönn, Rebekku Rán, Elínu, Irmu og Anítu Rún. Þetta var eini hópurinn sem náði í lið bara með HSH keppendum.

Það voru keppendur frá HSH í þremur körfuboltaliðum. Strákar 13-14.ára voru 3 frá HSH Jón Páll Gunnarsson, Hafsteinn Helgi Davíðsson og Haukur Hreinsson og voru þeir skráðir í blandað lið sem þeir nefndu Miami og lentu þeir í 2. sæti eftir spennandi leik við Fjölnismenn. Stelpur 15-16. ára voru 4 frá HSH Helena Helga Baldursdóttir, Hekla Fönn Dórudóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir og skráðu þær sig í lið með UMSS (Tindastóll) Þjálfari liðsins var Karl Jónsson frá Sauðárkróki. Þær urðu unglingalandsmótsmeistara (1. sæti) Strákar 17-18. ára, Snjólfur Björnsson stofnaði liðið Há Ess Há með honum voru svo Þorbergur Helgi Sæþórsson og tveir drengir frá UMSB þeir Andrés Kristjánsson og Davíð Guðmundsson. Svo fengu þeir Jón Pál Gunnarsson og Jóhann Kristófer Sævarsson til að spila með sér og urðu þeir líka unglingalandsmótsmeistarar í 17-18.ára. Þjálfari liðsins var Sæþór Þorbergsson. Kristófer spilaði líka í blönduðu liði í sínum aldursflokki. Það má því með sanni segja að þau hafi staðið fyrir sínu, fulltrúar HSH á Egilsstöðum, þegar litið er yfir árangurinn: Unglingalandsmótsmeistarar í knattspyrnu 15-16 ára stelpur, Körfubolta 15-16. ára stelpur, Körfubolti 17-18. ára karlar og Kúluvarp 13. ára pilta, silfur í körfubolta 13-14. ára drengir og hástökki 16-17. ára. Krakkarnir voru að sjálfssögðu til fyrirmyndar bæði innan sem utan vallar. gp/am

Í fuglatalningu sem Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi tók þátt í, í vikunni, voru niðustöðurnar þær að aðeins sást til sjö rituunga í 200-300 hreiðrum á svæðinu. Venjulega má búast við að hvert hreiður gefi af sér 1 - 1 ½ unga en nú er ljóst að verulega skortir upp á það meðaltal í varpinu í ár. Í talningum fyrr í sumar kom einnig í ljós að ungum kríunnar og æðarfugla hefur einnig fækkað og ljóst að árið í ár er mjög slæmt hvað þetta varðar, ekki bara á Snæfellsnesi heldur um land allt. am

Fáir rituungar á Snæfellsnesi

www.stykkisholmsposturinn.is

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 18. árgangur 11. ágúst 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Stykkishólmskirkja

Guðsþjónusta verður í Gömlu kirkjunni í

Stykkishólmi sunnudaginn 14. ágúst kl. 11.00

Sumartónleikar StykkishólmskirkjuSunnudaginn 14. ágúst kl. 17

Kristjana Stefáns & Svavar Knútur

Lista- og menningarsjóðurStykkishólmsbæjar

Við erum á Facebook:Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

Frá Daglega Stykkishólmi 9:00 15:45 Flatey (til Brjánslækjar) 10:30 17:15Brjánslæk 12:15 19:00Flatey (til Stykkishólms) 13:15 20:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför. www.saeferdir.is

Ferjan Baldur Áætlun frá 10.06.2011

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Ágætu Hólmarar og gestir Danskra dagaNú eru að ganga í garð Danskir dagar eftir ársleyfi. Allir í fjölskyldunni ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. Þeir sem vilja hlusta á tónlist geta mætt á hádegistónleika á föstudaginn við Egilsenshús með jazz/blúsbandinu Maurhildi Mannætu. Farið í Vatnasafnið og hlustað á Gulla Gunnars og félaga hans frá London á laugardaginn. Skellt ykkur á dansleiki með Óveru, sem eru að fagna 40 ára afmæli sínu og Draugabönunum á föstudagskvöldið, en húsið opnar kl. 22:30. Dansleikur með Páli Óskari verður svo á laugardeginum. Hann verður með unglingaball fyrir 13-18 ára frá kl. 19-22 og fyrir 18 ára og eldri frá miðnætti og er það afmælisdagurinn sem gildir. Forsala á dansleikina verða í miðasöluskúr fyrir utan íþróttamiðstöðina föstudag og laugardag frá kl.15-18.Ýmsar íþróttakeppnir verða í gangi. Fótboltamót á föstudaginn og stendur skráning yfir, sem og á 3 á 3 mót í körfubolta sem verður á laugardaginn. Andrés Guðmundsson mun vera með keppni í hreysti á hreystivelli Orkunnar á laugardagsmorgunin fyrir 8-14 ára og svo keppni um sterkasta pabbann kl. 17 og verða veglegar úttektir hjá Orkunni í verðlaun fyrir efstu 3 sætin. Við hvetjum áhugasama að taka þátt.

Eftir hádegi verður skrúðganga frá pósthúsinu niður að aðalsviðinu þar sem fjölskylduvæn skemmtun fer fram undir dyggri stjórn Kristjáns Péturs Andréssonar. Þar munum við sjá ungt tónlistarfólk frá Stykkishólmi, Skoppu og Skrítlu í boði

Arion banka og karlakórinn Kára syngja af sinni alkunnu snilld. Veitt verða verðlaun fyrir sultu-, hverfa- og garðakeppnina, Einar Mikeal töframaður sýnir listir sínar, Aksjón Lionsmanna verður á sínum stað og verða þeir að selja allt sem þig vantar og vantar ekki en getur ekki verið án! Páll Óskar mun síðan mæta og flytja nokkur lög. Aðalsviðið verður staðsett á Settuplani við Egilsenhúsið og þar fyrir aftan verður markaðstjald sem verður að springa af fjölbreyttum varningi. Hopp og Skopp verða með leikjagarð fyrir aftan bankann og einnig verða þeir með banana í höfninni og gokart bílar verða á Skipavíkurbryggju. Veitingastaðirnir taka vel á móti öllum um helgina og verður t.d. danskt þema í mat hjá Narfeyrarstofu og einnig mun Hótel Stykkishólmur vera með á matseðlinum fleskesteg í tilefni hátíðarinnar. Við hvetjum alla til að verða sér úti um dagskrá en sölufólk hefur nú þegar labbað í hús og boðið bæjarbúum hana til sölu. Dagskráin verður einnig seld við bæjarhliðið frá fimmtudegi til laugardags og hvetjum við alla til að styrkja hátíðina með að fjárfesta í merkjum og dagskrá. Brekkusöngur mun verða á aðalsviðinu á laugardagskvöldið og lýkur honum með flugeldasýningu í boði trillukarla í Stykkishólmi á miðnætti. Nýtt tjaldsvæði verður tekið í gagnið og er stefnt að hafa alla tjaldgesti á sama svæðinu og er óheimilt að tjalda nema á auglýstum svæðum. Það er okkar von að allir skemmti sér vel um helgina og að Hólmarar taki fagnandi á móti þeim gestum sem hingað koma. Höfum gleðina að leiðarljósi núna sem ávallt og komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur! Nefndin

Höfum gleðina að leiðarljósi

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 18. árgangur 11. ágúst 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Kæru Hólmarar og gestir á Dönskum dögum.

Hjá okkur verður opið allan sólarhringinn um Danska daga frá klukkan 8 á föstudagsmorgni til klukkan 17 á sunnudegi.

Verðum með hefðbundið bakkelsi, brauð, pizzur, smurðar lokur, súpu, pastasalat. Alltaf nýbakað

Höfum það gottog njótum Danskra daga

Vi hos Nesbrauð glæder os til at se jer I weekenden, husk

det glade sind og det brede smil! Hlökkum til að sjá þig.Starfsfólk Nesbrauðs ehf, Nesvegi 1Stykkishólmi Sími 438-1830Venjuleg opnun eftir helgi, sjá auglýsingu í glugga.

Verslunin Sjávarborg - den lille butik

med det store hjerte.

Dejlige Danske dager – velkommen í butikken „Sjávarborg“ som er på kajen.

Við eigum allt mögulegt og mikið af flestu.

Rautt og hvítt í úrvali, pappír, borðar, blöðrur, veifur og fánar.

Við munum hafa opið fimmtudagskvöldið 11. ágúst kl. 20 - 22 og svo föstudag og laugardag fram á nótt. Eigum margt til að lýsa upp nóttina. Sjón er sögu ríkari. Leitið ekki langt yfir skammt.

Búðin er full af leikföngum og gjafavöru, kiljur til að lesa og garn til að prjóna úr.

Emmessís og gos og ótrúlegt úrval af skrítnu og skemmtilegu sælgæti.

Håber vi træffes í festhumor !

Verslunin Sjávarborg – á Plássinu.

ÚTSALA ÚTSALADúndur-útsala í stuttan tíma!

FJARAN handverk Skúlagötu 24

Opið hús um dönsku dagana frá kl. 10 - 18

laugardag og sunnudag. Alls konar hand-

verk, prjónavörur, kerti, skartgripir o.fl.

Sokkabuxnakynning frá Leyndarmálinu.Verið velkomin.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 18. árgangur 11. ágúst 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

SmáauglýsingarEinbýlishús með þremur svefnh. að Tangagötu 5. Leigist frá 01.sept 2010 með húsgögnum. Uppl. í síma: 824-5181 GústiAuglýsi eftir Hilmari rafvirkja til að klára rafmagnið og Bjössa málara til að klára að mála á Hjallatanga 12. Sigurgrímur Guðmundsson

Sprungukerfið í móbergi Kerlingarfjalls

Innritun fyrir næsta skólaár stendur yfir til 15. ágúst.

Nokkur pláss eru ennþá laus.Við minnum þá nemendur sem voru í skólanum í fyrra og ætla að halda áfram að þeir þurfa líka að sækja um. Einnig þeir sem voru á biðlista og vilja ennþá komast að.Best er ef sótt er um beint á heimasíðu skólans: www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn Skólastjóri

Sumartónleikaröð Stykkis-hólmskirkju lýkur n.k. sunnudag með tónleikum Kristjönu Stefánsdóttur og Svavars Knúts. Kristjana og Svavar Knútur eru miklir gleðigjafar og hafa haldið dúettatónleika undanfarin ár og vakið verðskuldaða athygli þá. Bæði eru þau starfandi tónlistarmenn og hafa getið sér gott orð. Kristjana hefur sungið djass og popp, skrifað tónlist við m.a. Jesús litla sem sýnt var í Borgarleikhúsinu s.l. tvö ár og leikið í því verki. Svavar Knútur er ekki síður þekktur sem uppistandari en trúbador og hefur vakið athygli fyrir hispurslausan húmor. En að sögn þeirra mun Stykkishólmur loga af gleði og söng sunnudaginn á tónleikunum, þegar þau leggja saman raddir sínar með tilheyrandi vöxtum og vaxtavöxtum á dásamlegum dúettaeftirmiðdegi. Þau láta gamminn geysa og taka saman fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá NickCave og Páli Ísólfssyni, auk frumsamdra laga og sígildra perla úrýmsum áttum. Kántrý, Evróvisjónpoppsmellir, blágresi og sígræn íslenskskólaljóð eru í fyrirrúmi. Söngvinirnir héldu einmitt sitt fyrsta dúettakvöld í Viðey fyrirtveimur árum og hlutu einróma lof fyrir.

Djassdívan Kristjana Stefáns og trúbadúrinn Svavar Knútur í Stykkishólmskirkju

næsta sunnudag.

Árnatún, LÁghoLt, SiLfurgata, SkóLaStígur, BókhLöðuStígur, höfðagata, reitarvegur

HimnaríkihittumSt Á róLóveLLinum í LÁghoLtinu fimmtudaginn 11.ÁgúSt kL. 19.30 tiL að

tjaLda og græja fyrir danSka daga!nefndin

Kerlingarfjall á Snæfellsnesi er móbergsfjall, sem er merki-legt fyrir margra hluta sakir. Ég hef áður bloggað um útilegu-mannshellin Grímshellir í austanverðu Kerlingarfjalli hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1090938/ Einnig hef ég bloggað um einstakar móbergskúlur, sem koma fyrir víða í fjallinu, hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/951989/ Fjallið er myndað við eldgos undir jökli, sennilega á síðasta jökulskeiði, og þá um fimmtíu þúsund ára að aldri. Þegar gengið er upp í fjallið frá gamla þjóðveginum í Kerlingarskarði er oftast farið upp gil, sem opnast í víðan og hringlaga dal, umgirtan lóðréttum hömrum að austan verðu. Við norður enda hamranna er mjög þröngt gil, þar sem hægt er að klifra upp til kerlingarinnar, sem gefur fjallinu nafn. Einnig er besta svæðið til að skoða móbergskúlurnar fyrir ofan gilið. Í gilinu eru nokkrir basalt gangar, og hefur gilið skorist niður með göngunum. Hamrarnir í dalnum fyrir neðan gilið eru mjög sérkennilegir, eins og myndin til hliðar sýnir. Hamarinn er nærri eitt hundrað metrar á hæð og lóðréttur.

Það sem vekur strax athygli er, að hamarinn er þakinn þéttu neti af sprungum í móberginu. Nærmyndin sýnir sprungunetið vel. Þar kemur fram, að sprungurnar hafa tvær höfuðstefnur: nær lóðréttar og nálagt því láréttar. Þriðja sprungustefnan er ólósari, og ligur skáhallt niður. Einnig er ljóst, að eftir sprungumyndunina hefur móbergið í sprungunum harðnað meir en móbergið í kring. Þess vegna stendur sprungunetið út úr hamrinum, og er upphleypt. Það er ekki óvenjulegt að bergið harðni meir í og umhverfis sprungur. Það sem er óvenjulegt hér er hvað netið af sprungum er þétt og einstaklega reglulegt. Bilið milli sprungna er aðeins nokkrir cm eða tugir cm. Ég hef hvergi séð slíkt sprungunet í móbergi eða öðru bergi og er ekki ljóst hvað veldur myndun þess. Ef til vill er það tengt því, að hamarinn er rétt við aðalgíg Kerlingarfjalls og kann að vera, að sprengingar samfara gosum í gígnum hafi valdið sprungumynduninni. Allavega er hér einstakt og mjög óvenjulegt fyrirbæri sem ferðalangar þurfa að taka eftir og skoða náið.

af www.eldfjallasafn.is

www.stykkisholmsposturinn.is

- þinn staður á netinu

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 18. árgangur 11. ágúst 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

TILBUD PÅ HOTEL STYKKISHÓLMUR

LØRDAG DEN 13/8Mellem klokken 17-21

Dansk flæskesteg med hjemmelavet rødkål, brune kartofler og sovs.

2.200isk per person.

VINSAMLEGAST PANTIÐ BORÐ Í SÍMA 430 2100

Velkomin - Velkommen

Kæru bæjarbúar og gestirKære beboere og besøgende

Verið hjartanlega velkomin í Heimahornið á döskum dögum

jafnt sem aðra daga

Hjertelig velkommen i byens hjemmelige butik,

Hjemmehjørnet

Hjá okkur fáið þið góðar vörur á góðu verði

Hos os får I supergode varer til supergode priser!

Sjáumst! - Vi ses!

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 27. tbl. 18. árgangur 11. ágúst 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Danskir dagar á Narfeyrarstofu 12. - 14. ágúst 2011Drögum fram dönsku réttina í tilefni Danskra daga og bjóðum upp

á fjölbreyttan danskan matseðil í húsinu og léttari veitingar í tjaldi.

Danskir tónar hljóma alla helgina. Lifandi tónlist.

Ekta dönsk stemning!Okkar hefðbundni matseðill verður ekki á boðstólum á Dönskum dögum og ekki verður hægt að taka við borðapöntunum.

p Tala við nágranannap Kaupa merki og dagskrá p Þrífa grilliðp Kaupa nýtt skraut því þú finnur ekki gamlap Kaupa fána í Skipavíkp Hlaða myndavélinap Slá grasiðp Búa til pláss fyrir ættingjana í garðinump Búa til meira pláss fyrir vinina í garðinump Kaupa glóandi partýljósp Ráða hljómsveit í hverfagrilliðp Búa til sultu til að rústa sultukeppninnip Æfa sparibrosið

p Mála hvítan kross á húsið mittp Fara í hraðbankann og taka út peningp Setja upp seríunap Finna gítarinnp Læra Láttu Hólminn heilla þigp Prenta út söngtextap Búa til skemmtiatriðip Gera klárt fyrir heimsókn forsetans og Amlinsp Strauja rauða dressiðp Kaupa á grilliðp Kaupa boli á alla fjölskyldunap Taka fagnandi á móti

skemmtilegustu helgi ársins

Hakaðu við og teldu saman krossana þína og finndu út í hvaða stuði þú ert!0-5 Ert ekki mikið fyrir að hafa gaman af lífinu / 6-10 Ert í þokkalegum fíling, en ætlar að bæta úr því núna / 11-15 Kominn í geggjað stuð fyrir Danska / 16-20 Ert greinilega gleðigjafi sem allir vilja þekkja / 21-25 Átt langflottast skreyttu sundlaugina, heitir Gestur Hólm og verður sárt saknað á dönskum dögum í ár.

Geym

ið au

glýsin

guna

GÁTLISTI FYRIR DÖNSKU DAGANA 2011