6
SÉRRIT - 40. tbl. 18. árg. 17. nóvember 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Tónleikaferð Mugsion lauk í Stykkishólmi S.l. sunnudagskvöld sló Mugison, sem hann sjálfur kynnti sem hljómsveit kvöldsins, botninn í tónleikaferð þessa hausts í tilefni af útkomu disksins Haglél. Gríðarlega góð mæting var og að sögn hótelhaldara um 200 manns í húsinu. Tónleikarnir voru mjög góðir og spilaði þar saman frábærir tónlistar-, ljósa- og hljóðmenn. Prógrammið keyrði nokkuð þétt með blandi af eldri tónlist við tónlistina á Haglél og á milli laga lét Mugison, Örn Elías Guðmundsson, gamminn geysa og sparaði ekki sögurnar!! Voru þeir félagar ánægðir með kvöldið og létu m.a. í það skína að þeir hefðu fullan hug á að koma aftur. Fleiri stór nöfn úr tónlistarheiminum eru væntanlega á Hótel Stykkishólm, þó af öðrum toga sé, en framundan eru jólahlaðborð með Hellgu Möller annarsvegar og Siggu Beinteins og Grétari Örvars hinsvegar og er ágætis bókun komin á bæði kvöldin. Eitthvað vað hótelstjóri dularfullur á svip varðandi fleiri stórnöfn á næstunni en það kemur væntanlega í ljós innan tíðar. am Störf í Stykkishólmi Í síðustu viku rann út umsóknarfrestur um 2 störf í Stykkishólmi. Annarsvegar hjá Marz sjávarafurðum og hinsvegar forstöðumannsstarf hjá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. 5 umsóknir bárust um starf forstöðumanns og er verið að vinna úr umsóknum. Í haust var einnig auglýst staða forstöðumanns á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Skv. síðustu fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 3. nóvember s.l. segir „Ráðningu forstöðumanneskju á Dvalarheimilinu er frestað um sinn.“ am Náttúrustofa og Háskólasetur kynntu niðurstöður rannsókna á Líffræðiráðstefnunni 2011 Dagana 11. og 12. nóvember síðastliðinn hélt Líffræðifélag Íslands veglega ráðstefnu um íslenskar líffræðirannsóknir í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu (http://lif.gresjan.is/2011/). Rannsóknir voru kynntar í 84 erindum og á 77 veggspjöldum. Náttúrurannsóknastofnanirnar í Stykkishólmi, þ.e. Náttúrustofa Vesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi (Háskólasetur Snæfellsness), létu ekki sitt eftir liggja og kynntu hluta af rannsóknum sínum í fjórum erindum og á fimm veggspjöldum, m.a. um minka, refi, æður, glókoll, dílaskarf, lunda og fuglaskoðun. Hér að neðan eru fyrirsagnir framlaga í stafrófsröð en úrdrættir úr öllum rannsóknum og upplýsingar um höfunda auk veggspjalda er hægt að skoða á vef Náttúrustofunnar www.nsv.is Áhrif friðunar refs á ábúðarhlutfall refagrenja Dílaskarfsstofninn 1998-2011 Fuglaskoðun á Snæfellsnesi og í Dölum Fæðuval æðarfugls í Breiðafirði Tengsl loðnu og varps æðarfugls Útbreiðsla glókolls á Vesturlandi og áhrif veðurfars á stofnsveiflur Varpvistfræði lunda á Breiðafirði Veirusjúkdómur í mink: Útbreiðsla og áhrif á stofninn Æðarkollur skipta um hreiðurstæði eftir veðri, vindum og hver annarri Margar áhugaverðar niðurstöður komu úr þessum rannsóknum og verður aðeins einnar getið hér. Það er rannsóknin um fuglaskoðunina. Fuglaskoðun innlendra og erlendra ferðamanna hefur aukist talsvert síðustu ár. Í rannsókn þessari var leitast eftir að meta hversu vel Snæfellsnes og Dalasýsla henta til fuglaskoðunar, hvaða svæði séu þar áhugaverðust og hvaða tími sumars henti best til fuglaskoðunar. Fuglar voru taldir á helstu ferðamannaleiðum á Snæfellsnesi og í Dölum. Farnar voru fimm athugunarferðir yfir sumartímann frá fyrri hluta maí og fram undir miðjan ágúst 2011. Staðsetning og fjöldi fugla af hverri tegund voru skráð og niðurstöður teknar saman fyrir þrjú aðalsvæði og 13 undirsvæði. Alls sást 71 fuglategund yfir sumartímann, þar af 61 tegund (af 77 alls) íslenskra varpfugla. Að jafnaði var styttra á milli álitlegra fuglaskoðunarstaða á Snæfellsnesi en í Dölum og meiri fjölbreytni búsvæða fyrir fugla. Líkur á að sjá haförn voru mestar í nágrenni við Klofning í Dalasýslu og í Suðureyjasiglingu Sæferða frá Stykkishólmi. Vænlegasti tími til fuglaskoðunar var í maí og júní, þ.e.a.s. skömmu áður en aðalstraumur ferðamanna um Ísland hefst, sem virðist fela í sér tækifæri til lengingar ferðamannatímans og þar með styrkingu rekstrargrunns ferðaþjónustunnar á svæðinu. Stefnt er að nýtingu þessara upplýsinga í fræðsluefni til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. am www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Stykkishólms-Pósturinn

Embed Size (px)

DESCRIPTION

40. tölublað 18. árgangur 17. nóvember 2011 Bæjarblað allra Hólmara

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn

SÉRRIT - 40. tbl. 18. árg. 17. nóvember 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Tónleikaferð Mugsion lauk í StykkishólmiS.l. sunnudagskvöld sló Mugison, sem hann sjálfur kynnti sem hljómsveit kvöldsins, botninn í tónleikaferð þessa hausts í tilefni af útkomu disksins Haglél. Gríðarlega góð mæting var og að sögn hótelhaldara um 200 manns í húsinu. Tónleikarnir voru mjög góðir og spilaði þar saman frábærir tónlistar-, ljósa- og hljóðmenn. Prógrammið keyrði nokkuð þétt með blandi af eldri tónlist við tónlistina á Haglél og á milli laga lét Mugison, Örn Elías Guðmundsson, gamminn geysa og sparaði ekki sögurnar!!Voru þeir félagar ánægðir með kvöldið og létu m.a. í það skína að þeir hefðu fullan hug á að koma aftur. Fleiri stór nöfn úr tónlistarheiminum eru væntanlega á Hótel Stykkishólm, þó af öðrum toga sé, en framundan eru jólahlaðborð með Hellgu Möller annarsvegar og Siggu Beinteins og Grétari Örvars hinsvegar og er ágætis bókun komin á bæði kvöldin. Eitthvað vað hótelstjóri dularfullur á svip varðandi fleiri stórnöfn á næstunni en það kemur væntanlega í ljós innan tíðar. am

Störf í StykkishólmiÍ síðustu viku rann út umsóknarfrestur um 2 störf í Stykkishólmi. Annarsvegar hjá Marz sjávarafurðum og hinsvegar forstöðumannsstarf hjá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. 5 umsóknir bárust um starf forstöðumanns og er verið að vinna úr umsóknum. Í haust var einnig auglýst staða forstöðumanns á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Skv. síðustu fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 3. nóvember s.l. segir „Ráðningu forstöðumanneskju á Dvalarheimilinu er frestað um sinn.“ am

Náttúrustofa og Háskólasetur kynntu niðurstöður rannsókna á

Líffræðiráðstefnunni 2011Dagana 11. og 12. nóvember síðastliðinn hélt Líffræðifélag Íslands veglega ráðstefnu um íslenskar líffræðirannsóknir í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu (http://lif.gresjan.is/2011/). Rannsóknir voru kynntar í 84 erindum og á 77 veggspjöldum. Náttúrurannsóknastofnanirnar í Stykkishólmi, þ.e. Náttúrustofa Vesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi (Háskólasetur Snæfellsness), létu ekki sitt eftir liggja og kynntu hluta af rannsóknum sínum í fjórum erindum og á fimm veggspjöldum, m.a. um minka, refi, æður, glókoll, dílaskarf, lunda og fuglaskoðun. Hér að neðan eru fyrirsagnir framlaga í stafrófsröð en úrdrættir úr öllum rannsóknum og upplýsingar um höfunda auk veggspjalda er hægt að skoða á vef Náttúrustofunnar www.nsv.is

Áhrif friðunar refs á ábúðarhlutfall refagrenjaDílaskarfsstofninn 1998-2011Fuglaskoðun á Snæfellsnesi og í DölumFæðuval æðarfugls í BreiðafirðiTengsl loðnu og varps æðarfuglsÚtbreiðsla glókolls á Vesturlandi og áhrif veðurfars á stofnsveiflurVarpvistfræði lunda á BreiðafirðiVeirusjúkdómur í mink: Útbreiðsla og áhrif á stofninnÆðarkollur skipta um hreiðurstæði eftir veðri, vindum og hver annarri

Margar áhugaverðar niðurstöður komu úr þessum rannsóknum og verður aðeins einnar getið hér. Það er rannsóknin um fuglaskoðunina.Fuglaskoðun innlendra og erlendra ferðamanna hefur aukist talsvert síðustu ár. Í rannsókn þessari var leitast eftir að meta hversu vel Snæfellsnes og Dalasýsla henta til fuglaskoðunar, hvaða svæði séu þar áhugaverðust og hvaða tími sumars henti best til fuglaskoðunar. Fuglar voru taldir á helstu ferðamannaleiðum á Snæfellsnesi og í Dölum. Farnar voru fimm athugunarferðir yfir sumartímann frá fyrri hluta maí og fram undir miðjan ágúst 2011. Staðsetning og fjöldi fugla af hverri tegund voru skráð og niðurstöður teknar saman fyrir þrjú aðalsvæði og 13 undirsvæði. Alls sást 71 fuglategund yfir sumartímann, þar af 61 tegund (af 77 alls) íslenskra varpfugla. Að jafnaði var styttra á milli álitlegra fuglaskoðunarstaða á Snæfellsnesi en í Dölum og meiri fjölbreytni búsvæða fyrir fugla. Líkur á að sjá haförn voru mestar í nágrenni við Klofning í Dalasýslu og í Suðureyjasiglingu Sæferða frá Stykkishólmi. Vænlegasti tími til fuglaskoðunar var í maí og júní, þ.e.a.s. skömmu áður en aðalstraumur ferðamanna um Ísland hefst, sem virðist fela í sér tækifæri til lengingar ferðamannatímans og þar með styrkingu rekstrargrunns ferðaþjónustunnar á svæðinu. Stefnt er að nýtingu þessara upplýsinga í fræðsluefni til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

am

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 18. árg. 17. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Um þessar mundir stendur vinna yfir í Stykkishólmskirkju við uppsetningu á nýja orgelinu. Orgelsmiðirnir fjórir hafa unnið hörðum höndum og segja má að ytra útlit sé komið í endanlega mynd en heilmikið eftir að vinna við tengingar og stillingar inni í orgelinu. Margir hafa lagt leið sína í kirkjuna til að berja gripinn augum sem er hið besta mál, en hinsvegar er hljóðfærið viðkvæmt og menn við vinnu sína þarna uppi í kirkju og ber gestum að sjálfsögðu að taka tillit til þess. Best er auðvitað bara að horfa og ekki snerta! Heilmikið af myndum er frá uppsetningunni á vef Stykkishólms-Póstsins. Um helgina verður jarðsungið frá kirkjunni, þó orgelið sé ekki komið í gagnið og er því kirkjan komin í notkun sem áður sem er ef til vill fyrr en menn áttu von á.

Fyrir mánuði síðan var blásið til lokaátaks fyrir orgelsjóð og á þessum tíma hafa safnast ríflega 5.5 milljónir króna. Þannig að vel hefur gengið nú á lokasprettinum og segir Sigþór Hallfreðsson formaður orgelsjóðs að nú vanti einungis um 6% upp á til að fjármögnun sé lokið. Nýlega færði útgerðarfyrirtækið Sæfell hér í Stykkishólmi orgelsjóðnum eina milljón að gjöf en svipaða upphæð færði fyrirtækið sjóðnum í upphafi söfnunarinnar. Stór og smá framlög fyrirtækja og einstaklinga að undanförnu hafi skipt sköpum og ekki vanti því mikið upp á að takmarkinu sé náð, segir Sigþór. am

Orgelið tekur á sig mynd - Framlög í orgelsjóðHausttónleikar lúðrasveitannaLúðrasveit Stykkishólms verður með árlega hausttónleika í kvöld (fimmtudag). Þar sem kirkjan okkar er upptekin núna þá verða tónleikarnir haldnir á Hótel Stykkishólmi í þetta sinn. Tónleikatíminn er líka óhefðbundinn, en tónleikarnir hefjast kl. 19:00.

Tónleikagestir fá að sjálfsögðu að heyra í báðum lúðrasveitunum en Martin Markvoll stjórnar þeim báðum á ný. Litla Lúðró er nú skipuð 13 hljóðfæraleikurum sem leika á alls konar hljóðfæri, tónlist úr ýmsum áttum, klassísk, rokk og djass. Má nefna lög eins og Óðurinn til gleðinnar, Kóngurinn kemur og Nem Kuela. Sú hefð hefur komist á að Litla Lúðró heimsæki Leikskólann með tónleikaprógrammið sitt og svo verður einnig nú.Stóra Lúðró er nú með 24 hljóðfæraleikara innan borðs. Á efnisskrá núna er tónlist á borð við Pachelbel‘s Canon, Marsbúa cha-cha, lög eftir hljómsveitina Coldplay, lög úr The Pirates of Caribbean, og nokkur glæsileg tónverk frumsamin fyrir lúðrasveit.Á tónleikunum koma sveitirnar í fyrsta sinn fram í nýjum búningum og spennandi að sjá hvernig krakkarnir taka sig út í þeim!Ef svo skyldi fara að einhverjir komist ekki á þessa tónleika þá er velkomið að kíkja á skólatónleikana sem verða á hótelinu á föstudagsmorgun kl. 11:30.Við minnum á að allir eru velkomnir og það er enginn aðgangseyrir.

Tónlistarskólinn

Anna Árnadóttir afhendir Sigþóri Hallfreðssyni framlag Sæfells fyrir skömmu.

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 18. árg. 17. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Sími 438 1587

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.

Íbúar Stykkishólms. Kærar þakkir fyrir að taka vel á móti

fermingarbörnum sem gengu í hús til að safna fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar.

Gunnar Eiríkur

EINKAÞJÁLFUNTímapantanir í síma: 841 2000Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi

ULTRATONE Tímapantanir í síma: 438 1212

Aðalgata 24 - 340 Stykkishólmur

FORM & HEILSASteinunn Helgadóttir

IAK Einkaþjálfari ULTRATONE meðferðaraðili

Tilboð Frá og með mánudeginum 21. nóvember til

2. desember 2011 munum við bjóða uppá 15% afslátt af öllum staðgreiddum kortum í

Ultratone meðferðum.

Minnum á gjafakortin.

Vertu flottari þú!- Skjótur árangur án áreynslu - Hentar fyrir bæði kynin- Minnkar appelsínuhúð- Lyftir brjóstum, sléttir og styrkir húðina- Minnkar ummál á mitti, maga og lærum- Styrkir rassinn og lyftir- Vinnur á vöðvabólgu og bakverkjum.

Fyrstu skrefinStígðu fyrstu skrefin í átt að betri lífsstíl með Ultatone meðferð sem gengur út á að styrkja, brenna og móta líkamann.

Bættu þigBættu snerpu, styrk og lagaðu húð og mótaðu betri vöxt með Ultratone.

Aðventudagatalið í Stykkishólmi

Skilafrestur efnis í Aðventudagatalið 2011 er

föstudaginn 18. nóvember n.k.

Dagatalinu verður dreift með

Stykkishólms-Póstinum 1. desember 2011

Erum að taka upp nýja sendingu af ME TOO barnafatnaði.Alltaf eitthvað á tilboði.

Verið velkomin í Heimahornið

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 18. árg. 17. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Mig langar að koma á framfæri bestu þökkum til þeirra Atla, Alla og Sigurþórs fyrir að hjálpsemina við „ósjálfbjarga konu“ Þegar afturdekkið á bifreið minni sprakk og rifnaði.Ég hringdi í þá og spurði þá hvað ég gæti gert, þá sagðist Atli bjarga þessu í hvelli. Og viti menn, ekki voru liðnar nema þrjár mínútur frá því að ég hringdi í hann að hann var kominn og skipti fyrir mig um dekk og þar sem dekkið var ónýtt, var svokallaður „aumingji“ settur undir í staðinn. Ég lét svo senda mér dekk úr Reykjavík og fór með bifreiðina til þeirra eftir helgi í skiptingu.Fyrir alla þessa fyrirhöfn og snúninga var greiðslan til þeirra lág og varla fyrir þeim kosnaði við vinnu og snúninga með bílinn minn og mig fram og aftur.Takk kærlega fyrir hjálpina, það er mikils virði að hafa svona fyrsta flokks þjónustu og hjálplega verkstæðiseigendur í Stykkishólmi og mun ég svo sannarlega mæla með Dekk og Smur við alla sem ég þekki.

Bestu kveðjurOddrún Ásta Sverrisdóttir

Þakkir til Dekk og smur

SmáauglýsingarÓskum eftir að leigja hús/íbúð sem fyrst í Stykkishólmi.Áhugasamir hafi samband: Marcin s. 8411-907 eða Agnieszka 8411-904Til sölu Hyundai Santa Fe árg. 2004 Dísel sjálfskiptur. Keyrður u.þ.b.178.000 km nánari upplýsingar gefur Petrína sími 860-4306Tek að mér þrif á heimilum. Agnieszka s. 8411-904Til sölu Royal eikarborð úr Rúmfatalagernum og 6 eða 8 stólar með sessu. Eins árs gamalt. Lítur vel út. Ódýrt. 8465224 Krisztof eða 4381021 Katja.Tilboð óskast í Litla Rauð, Ka árg 1999. Skoðaður 2011.Upplýsingar í síma 848 5315, Dagbjört.Vetrardekk til sölu! Stærð 175/65 R14 notuð í tvo og hálfan vetur. Upplýsingar í síma 618 1296, Laci.

Næstkomandi þriðjudag stendur umhverfisráðuneytið fyrir almennum kynningarfundi í Borgarnesi um hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Hvíbókin verður grunnur að væntanlegri endurskoðun náttúruverndarlaga sem unnið verður að á komandi mánuðum.Í hvítbókinni er m.a. fjallað um nýjar aðferðir og viðhorf sem hafa rutt sér til rúms í náttúruvernd víða um heim og settar eru fram tillögur um hvernig koma megi þessum aðferðum og hugmyndum inn í íslenska löggjöf. Lögð er áhersla á að útfæra meginregur umhverfisréttar í nýjum náttúruverndarlögum, fjallað er ítarlega um friðlýsingar og annars konar verndaraðgerðir hér á landi, vatn, almannarétt og svo mætti lengi telja.Opið umsagnarferli vegna hvítbókarinnar er nú hafið og stendur til 15. desember næstkomandi. Hvítbókin og umsagnirnar verða svo sem fyrr segir lagðar til grundvallar heildarendurskoðun núgildandi náttúruverndarlaga sem stendur fyrir dyrum. Hvítbókin var m.a. til umfjöllunar á Umhverfisþingi sem haldið var 14. október síðastliðinn á Selfossi. Til að koma til móts við þá sem ekki áttu heimangegnt þann dag efnir umhverfisráðuneytið til almennra kynningarfunda á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Fundurinn í Borgarnesi verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17 – 18:30 í Hjálmakletti en þar mun Sigurður Ármann Þráinsson, líffræðingur í umhverfisráðuneytinu, kynna efni hvítbókarinnar og svara spurningum. Eru allir áhugasamir hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að kynna sér innihald hvítbókarinnar. Nánari umfjöllun um hvítbókina, upptökur frá kynningunni á umhverfisþingi og bókina sjálfa má nálgast á vefslóðinni www.umhverfisraduneyti.is/hvitbok Upplýsingunum er hér með komið á framfæri áleiðis til hagsmunaaðila í landshlutanum, s.s. ferðafélaga, veiðifélaga, náttúruverndarsamtaka, bændasamtaka, íbúasamtaka og annarra sem áhuga gætu haft á því að kynna sér efni bókarinnar nánar.

Frá Umhverfisráðuneytinu

Hvítbók um endurskoðun náttúruverndarlaga

Fyrir nokkru birtist í blaðinu vísa eftir Hannes Hannesson og með henni spurn um það hvort einhver þekkti þennan höfund. Mér ber því skylda til að upplýsa það að nokkuð margir vissu hver hann var. Hannes þessi bjó í Dældarkoti sem nú heitir Borgarland og var það einmit hann sem breytti bæjarnafninu. Um það mun vera til saga sem ekki verður sögð hér. Hannesi var margt til lista lagt, bæði til munns og handa að sögn heimildarmanna minna, og var fóstri Dadda heitins í Koti sem sjálfsagt flestir af yngri kynslóðinni þekktu sem Dadda í Vik. Þar með hef ég komið þessu á framfæri og vona að vísan verði í minnum höfð, svo og reglurnar um fyrstu uppgöngu á Helgafell.

Kveðja í Hólminn,Guðrún Erna Magnúsdóttir

Höfundurinn fundinn

5. fundur nefndar um málefni fatlaðra 31.10.2011Starfsstöð; eftir úttekt af Félags – og Skólaþjóustunni hefur vertið tekin ákvörðun um að úthluta málaflokknum um málefni fatlaðra gamla Skólasjórabústaðnum við Skólastíg.274. fundur Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar 27. október 2011Liður 35 Tillaga um atvinnumál.Undirrituð leggur til að atvinnumálanefnd Stykkishólmsbæjar verði falið að láta vinna samantekt um þróun stöðugilda í Stykkishólmi á sl. 10 árum.Greinargerð:Ljóst er að störfum hefur fækkað umtalsvert í Stykkishólmi undanfarin misseri. Samantekt sem þessi yrði til þess fallin að fá greinargott yfirlit um stöðuna í raun svo unnt sé að halda áfram baráttunni. Áfram þarf að berjast af krafti til að halda þeim störfum sem eru til staðar í dag en jafnframt þarf að sækja fram og fjölga störfum. Íris Huld Sigurbjörnsdóttir Tillaga samþykkt.Liður 37 Fræðslusetur.Undirrituð telur brýnt að leyst verði úr húsnæðisvanda fræðsluvers sem allra fyrst svo að notendur þess geti sinnt námi sínu við sómasamlegar aðstæður og við nauðsynlegt næði á föstum samastað. Fræðsluverið og fjarfundarbúnaðurinn var áður við ágætan aðbúnað í Egilshúsi en hefur ekki öðlast fastan samastað frá sölu hússins. Íris Huld SigurbjörnsdóttirBókun: Fjarnemar í háskólanámi hafa fengið aðstöðu í Vatnasafni. Eru nemendur sáttir við aðstöðuna og líður vel á nýjum stað. Eru þeir tilbúnir að vera þar eins lengi og þeir mega. Aðstæður eru í góðu lagi í Fræðsluveri. Innri leiga vegna Fræðsluvers var rúmar 2,2 milljónir á ári, sem hægt verður að tekjufæra að hluta á Vatnasafnsrekstur og nýting komið á húsnæði Vatnasafnsins sem er í takti við hugmyndir Roni Horn í upphafi, að húsið nýttist fyrir heimamenn. Fjarfundabúnaði hefur verið komið fyrir í sal bæjarstjórnar á Ráðhúsloftinu. Einnig er annar fjarfundabúnaður til í eigu bæjarfélagsins sem hægt væri að setja upp á öðrum stað í húsnæði bæjarins. Gyða Steinsdóttir

Úr fundargerðum

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 18. árg. 17. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

HausttónleikarFimmtudaginn 17. nóvember í Hótel Stykkishólmi kl. 19:00

• Litlalúðrasveitinleikurljúftoglétt,þungtogfast,ennúeru13hljóðfæraleikararíhenni.

• Stóralúðrasveitinflyturtónlistafýmsutagioglofaraðskemmtaáheyrendumsemaldreifyrr.

• StjórnandierMartinMarkvollÞeirsemekkikomastátónleikanaáþessumtímaeruvelkomnirá„skólatónleika“semverðaföstudaginn18.nóv.kl.11:30.

Enginn aðgangseyrir. - Allir velkomnir!

Áramótabrenna – Þrettándabrenna

Vegna tilmæla slökkviliðsins er ætlunin að færa áramótabrennuna af þeim stað sem hún hefur verið undanfarin ár þar sem hún þykir of nálægt byggð. Fólk er hvatt til að koma með hugmyndir að nýrri staðsetningu fyrir brennuna.

Einnig er komin upp sú hugmynd að sleppa áramótabrennu, þar sem þátttaka hefur verið dræm síðastliðin ár og hafa í staðinn brennu á Þrettándanum (6. janúar). Þrettándinn markar þau tímamót að jólahátíðinni er að ljúka. Það er því ágæt hefð að hafa þrettándabrennu til hátíðarbrigða og kveðja jólahátíðina með blysför, tónlist og söng, álfakóng og álfadrottningu, jólasveinum og Grýlu og Leppalúða. Tilvalið værir fyrir félagasamtök að sjá um skemmtunina.

Hægt er að koma hugmyndum að nýrri staðsetningu og skoðunum um áramótabrennu - þrettándabrennu á [email protected]

Stykkishólmsbær

Innritun á vorönn 2012 stendur yfir

Fjölbrautaskóli Snæfellinga býður upp á fjölda áfanga í fjar- eða dreifnámi

á vorönn 2012

Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat.Fjar- eða dreifnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á MSN og á Skype.Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að gerast fjar- eða dreifnemendur við FSN.Nemendur í fjar- eða dreifnámi greiða skólagjöld kr. 10.750, en auk þess greiða þeir áfangagjald kr. 10.000 fyrir hvern áfanga sem þeir eru skráðir í.Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa og aðstoðarskólameistara FSN í síma 4308400.

Skólameistari FSN

Sjúkraliði

Laus er til umsóknar staða sjúkraliða við Dvalarheimili aldraðra , Stykkishólmi. Um er að ræða 70-80% starf eða eftir samkomulagi.Laun eru samkvæmt kjarasamningi SLFÍ og Launanefndar sveitar-félaganna.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Gísladóttir, forstöðumaður, ([email protected]) í síma 433-8166.

Umsóknarfrestur er til 26.nóv 2011.

Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn

Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 18. árg. 17. nóvember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Aðsetursskipti

Er lögheimili þitt rétt skráð?

Með tilvísun til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, er hér með vakin athygli á þeirri skyldu íbúa að tilkynna um aðsetursskipti. Tilkynna þarf aðsetursskipti í allra síðasta lagi 30. nóvember 2011. Flutningstilkynningu innanlands er hægt að senda rafrænt með netskilum af vef Þjóðskrár, http://www.skra.is eða koma tilkynningunni á skrifstofu Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3 sem sendir tilkynninguna til Þjóðskrár.

Athygli er vakin á því að tilkynna þarf jafnt um flutning milli sveitarfélaga sem innanbæjar.

Vinnuveitendur eru hvattir til að fylgjast með því að starfsfólk þeirra sé rétt skráð.

Stykkishólmsbær

FráGrunnskólanum í Stykkishhólmi

Auglýst er eftir starfsmanni

í heilsdagsskóla

frá og með 10. desember nk.

Vinnutími er kl. 12:30 – 16:00

alla virka daga.

Allar frekari upplýsingar á

skrifstofu skólans í síma 433-8177

Umsóknarfrestur er til

25. nóvember nk.

SkólastjóriLokað vegna endurbóta á húsnæði 7. - 21. nóvember 2011

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Julefrokost í desember!Ekta danskur júlefrúkost í huggulegri stemningu og notalegu umhverfi

Borðapantanir