37
Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan I. Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur kirkjuréttur er fjarri því að vera innan seilingar. Flest sem snertir lagaumhverfi þjóðkirkjunnar birtist kirkjuþingsfulltrúum í skötulíki og djúpt er iðulega á svörum þegar spurningar vakna. Þannig er staðan yfirleitt ekki þar sem lýðræðislegar stofnanir eiga í hlut, þar snýr málið yfirleitt öndvert við: vart verður þverfótað fyrir lögum og reglum, fyrirmælum og tilskipunum um hvaðeina sem snertir starf viðkomandi stofnunar. Í einveldis- og einræðisfyrirkomulagi er hins vegar ekki talin þörf á flóknu regluverki, þar nægir vilji þess sem ræður eða þeirra fáu sem ráða. Ég tel að flestir kirkjuþingsfulltrúar kannist við þessa lýsingu sem á ekki eingöngu við um fyrstu daga þingsetu nýrra þingfulltrúa heldur gildir hún að einhverju leyti einnig um þá sem setið hafa árum saman á Kirkjuþingi. Nú er það vissulega söguleg staðreynd að Marteinn Lúther afgreiddi kirkjurétt rómversku kirkjunnar (Corpus iuris canonici) á mjög afgerandi hátt. 10. desember 1520, brenndi siðbótarmaðurinn þetta lykilskjal kirkjunnar ásamt bannfæringarbréfinu og fleiri ritum utan við Elsterhliðið í Wittenberg, skammt frá Ágústínaklaustrinu. Þar með fór fram uppgjör við kirkjuskilning og kirkjuskipan rómversku kirkjunnar en ekki við kirkjurétt sem slíkan. Sumir telja að þessi atburður hafi verið hápunktur siðbótartímans og vendipunkturinn

Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

  • Upload
    others

  • View
    7

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur:

Trúarhugsun og kirkjuskipanI. Inngangur

Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur kirkjuréttur er fjarri því

að vera innan seilingar. Flest sem snertir lagaumhverfi þjóðkirkjunnar birtist

kirkjuþingsfulltrúum í skötulíki og djúpt er iðulega á svörum þegar spurningar vakna.

Þannig er staðan yfirleitt ekki þar sem lýðræðislegar stofnanir eiga í hlut, þar snýr málið

yfirleitt öndvert við: vart verður þverfótað fyrir lögum og reglum, fyrirmælum og

tilskipunum um hvaðeina sem snertir starf viðkomandi stofnunar. Í einveldis- og

einræðisfyrirkomulagi er hins vegar ekki talin þörf á flóknu regluverki, þar nægir vilji

þess sem ræður eða þeirra fáu sem ráða. Ég tel að flestir kirkjuþingsfulltrúar kannist við

þessa lýsingu sem á ekki eingöngu við um fyrstu daga þingsetu nýrra þingfulltrúa heldur

gildir hún að einhverju leyti einnig um þá sem setið hafa árum saman á Kirkjuþingi.

Nú er það vissulega söguleg staðreynd að Marteinn Lúther afgreiddi kirkjurétt

rómversku kirkjunnar (Corpus iuris canonici) á mjög afgerandi hátt. 10. desember 1520,

brenndi siðbótarmaðurinn þetta lykilskjal kirkjunnar ásamt bannfæringarbréfinu og fleiri

ritum utan við Elsterhliðið í Wittenberg, skammt frá Ágústínaklaustrinu. Þar með fór fram

uppgjör við kirkjuskilning og kirkjuskipan rómversku kirkjunnar en ekki við kirkjurétt sem

slíkan. Sumir telja að þessi atburður hafi verið hápunktur siðbótartímans og vendipunkturinn í

sögu kristinnar kirkjusögu á vesturlöndum. Hér var þó ekki um meginafstöðu lútherskrar

kristni til kirkjuréttar að ræða, með nýjum tímum kom ný kirkja sem byggði á nýjum

kirkjuskilningi og nýrri guðfræði, hún þurfti einnig kirkjurétt sem skilgreindi hana bæði inná

við og útávið.

Hér á landi er staðan þannig að ár og öld eru liðin síðan síðasti kirkjuréttur kom út.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt breyst í lögum og starfsreglum

Þjóðkirkjunnar svo að hinn aldargamli kirkjuréttur er öllu heldur minnisvarði um kirkju

aldamótanna 1900 en að hann gagnist kirkju líðandi stundar. Kirkjuyfirvöld hafa ekki hirt

um að láta semja og gefa út kirkjurétt sem festir í sessi ákveðið skipulag og ákveðna

ímynd þjóðkirkjunnar.

Spurningarnar vakna og svörin koma úr ýmsum áttum, einn vill þetta og annar vill

hitt. Kirkjuréttur og kirkjuskipan verður í slíku tómarúmi furðuinnihaldslítið orð,

sérstaklega þegar hann er ekki fyrir hendi, en fátt er þjóðkirkjunni sem stofnun

Page 2: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

skeinuhættara en þokukennt lagaumhverfi. Við skipulag af því tagi er illt að una. Skiplag

veitir ákveðna festu, sumt þyrfti jafnvel að meitla í stein eins og lög Hammúrabís

Baýloníukonungs sem elstu lög sögunnar eru kennd við.

Allt lagaumhverfi byggir á hugmyndafræði, hver er hún þegar þjóðkirkjan á í hlut

og hvernig lagaumhverfi leiðir af því að hér er um lútherska kirkju að ræða en ekki

anglíkanska eða rómversk-kaþólska? Hvaða áhrif hafa stefnur og straumar í almennri

stjórnsýslu og þingmálastörfum til mótunar á lagaumhverfi Þjóðkirkjunnar?

II. Um kirkjurétt og kirkjuskipan

Kirkjuréttur er sú lagaumgjörð sem kirkjan setur sjálfri sér um allt sitt starf.i Án

slíks réttar er þjóðkirkjan illa sett, það á við um þá sem starfa innan hennar, hvort sem eru

prestar eða aðrir og ekki síður þeir sem eiga við hana samskipti, m.a. hið opinbera

valdsvið.ii

Mikilvægustu rit um kirkjurétt í hálfa aðra öld voru Kirkjuréttur eftir Jón

Pjetursson, sem kom út fyrir réttum 150 árum, 1863 og Íslenskur kirkjuréttur eftir Einar

Arnórsson fyrir einni öld, 1912.iii Ein doktorsritgerð hefur verið samin um íslenskan

kirkjurétt, það er ritgerð dr. Bjarna Sigurðssonar sem varin var við háskólann í Köln, heiti

hennar er Geschichte und Gegenwartsgestalt des isländischen Kirchenrechts, 1986.

Niðurstaða hans er sú að ekkert hafi breyst í grundvallaratriðum í íslenskum kirkjurétti frá

árinu 1874. Öðru hvoru hafa verið gerðar breytingar á lögum sem snerta kirkjuna en aldrei

hróflað við grundvallarskipan á sambandi ríkis og kirkju. Meðal þess sem fram kemur í

doktorsritgerð Bjarna Sigurðssonar er að íslenska þjóðkirkjan hafi öll einkenni

ríkiskirkjunnar.

Með lögunum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar sem Alþingi

samþykkti í maí 1997 varð grundvallarbreyting sem lýsti sér í lögunum sjálfum sem eru

tiltölulega einföld rammalög. Um þessa tímamótalöggjöf skrifaði dr. Páll Sigurðsson

prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands ritgerðina „Straumhvörf í kirkjurétti“ árið 2000

þar sem hann gerir grein fyrir Þjóðkirkjulögunum frá 1997. Hvað forsendur

þjóðkirkjulaganna varðar er vert að rifja eitt og annað upp áður en lengra er haldið.iv

Þjóðkirkjulögin frá 1997 voru tilraun til að ná tökum á upplausnarástandi í

kirkjurétti þjóðkirkjunnar, m.a. var tilgangurinn að endurskoða samband ríkis og kirkju.

Ég tel að lögin hafi komið sambandi ríkis og kirkju í farsælan farveg og því sé umræða

um það efni ekki tímabær á þessu stigi málsins, svipuðu máli gegnir um ýmis önnur svið

2

Page 3: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

kirkjustarfsins, þau eru að mínum dómi í góðum farvegi og eru ekki í brýnni þörf fyrir

umræðu, hvað þá kirkjulagaþing.

Þar sem skórinn kreppir og þar sem þörfin er verulega brýn og verður að fá úrlausn

snýr að innri stjórnskipum þjóðkirkjunnar, eitt og annað þarfnast þar ítarlegrar umræðu,

um það efni fjallar þetta erindi. Ein ástæðan er sú að sá árangur sem náðist með lögunum

1997 fór iðulega í annan farveg en andi þeirra gerði ráð fyrir eins og ég hef gert grein fyrir

í ritgerðinni „Á grýttri leið til lýðræðis“ (2009).

Lögin frá 1997 duttu ekki af himnum ofan, þau voru ekki stundaruppfinning

hugmyndaríkra einstaklinga heldur voru þau grundvölluð á lútherskri kirkjuhefð. Í

lútherskri kirkju hlýtur það eðli málsins samkvæmt að vera hafið yfir allan vafa að fyrst

skuli leitað til frumheimilda, sama hátt hafa alla kirkjudeildir, þær leita til eigin róta þegar

málið er tekið til ítarlegrar umfjöllunar. v Hver kirkjudeild á sína sögu, sína sjálfsmynd og

sjálfsskilning. Þann skilning þarf að skerpa í hvert sinn sem horft er til framtíðar því að

líðandi stund er samspil þess sem tíminn hefur mótað og þess sem við blasir í ókominni

framtíð. „Sagan er besti kennari mannsins“ voru kjörorð Filippusar Melanchtons nánasta

samstarfsmanns Lúthers.

Í því efni hljótum við fyrst að skoða grundvallarplagg íslensks kirkjuréttar sem er

kirkjuskipanin (kirkjuordinansían) sem samþykkt var á Alþingi árið 1541, sú

kirkjuskipan var samin eftir dönsku kirkjuskipaninni sem samþykkt var þar í landi fjórum

árum fyrr, lesin yfir af Marteini Lúther sjálfum og einnig Jóhannesi Bugenhagen, helsta

sérfræðingi í skipulagi lútherskra kirkna í röðum siðbótarmanna í Wittenberg.

Þetta er mikilvægt að hafa í huga af eftirfarandi ástæðu: Á undanförnum áratugum

hafa tengslin við þessar rætur íslensku þjóðkirkjunnar trosnað að verulegu leyti. Ástæðan

er síðari heimsstyrjöldin og breytt sambönd íslenskra guðfræðinga og íslensku

þjóðkirkjunnar í hinu kristna samfélagi heimsins. Á skömmum tíma slitnaði sambandið

við Þýskaland og minnkaði sömuleiðis við Danmörku. En í staðinn voru tekin upp ný

sambönd, formleg og óformleg, við sænsku kirkjuna, einnig við anglikönsku kirkjuna í

Englandi og við lútherskar kirkjur í Vesturheimi og loks við rómversk-kaþólsku kirkjuna.

Þessi umskipti höfðu margvísleg áhrif, bæði jákvæð og neikvæð að flestra dómi.

Upplausnaráhrifin voru hins vegar mikil vegna þeirra fjölbreytilegu áhrifa sem hingað

bárust um leið og tengslin við guðfræði og kirkju í því landi sem varðveittu best rætur

hefðarinnar hurfu þær nánast með öllu um áratuga skeið.

3

Page 4: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Í þessum sögulegu staðreyndum á síðari hluta tuttugustu aldar er að finna

meginástæðurnar fyrir því að ég lagði fram tillögu á kirkjuþingi árið 1992 um „að gera

úttekt á skipulagi íslensku þjóðkirkjunnar og sambandi hennar við ríkisvaldið“. Hún leiddi

síðan til laganna um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar (Þjóðkirkjulögin) sem tóku

gildi í ársbyrjun 1998 og voru framför í sögu kirkjuréttar. En við skulum horfast í augu

við eina staðreynd í því sambandi: Málið komst aðeins hálfa leið. Sú staðreynd er í mínum

augum rótin að miklum stjórnskipuna- og stjórnsýsluvanda sem íslenska þjóðkirkjan hefur

horfst í augu við undanfarinn hálfan annan áratug og birtist í aukinni miðstýringu en að

sama skapi aðför – leyfi ég mér að segja – að dreifræði í þjóðkirkjunni, einu eindregnasta

einkenni íslenskrar kirkjuskipanar frá árinu 1541 þegar lútherskur siður var tekinn upp í

Skálholtsbiskupsdæmi.

Andstaðan við að taka upp nýtt stjórnkerfi, þar sem kirkjuþing leiddi ferðina, var

augljós, skrefið þótti of stórt og því hefur lagaleg umgjörð um starf íslensku

þjóðkirkjunnar verið í uppnámi allt frá því lögin tóku gildi. Andstaðan byggðist þó ekki að

öllu leyti á andstöðu við breytingar í lagaumhverfi kirkjunnar heldur átti hún sér aðrar og

flóknari forsendur. Að mínum dómi voru meginforsendurnar guðfræðilegs eðlis þar sem

íhaldssöm miðstýringarhugsun varðist því eðlilega dreifræði og þar með sterku

millistjórnunarkerfi, sem lúthersk kirkjuhefð hefur byggst á frá upphafi.

Í annan stað var persónuleg valdastaða þungvæg forsenda þar sem varist er á hæl

og hnakka öllum breytingum sem kunna að skerða völd þeirra sem þeim hafa náð. Slíka

stöðu þekkir kristin kirkja ekki síður en aðrar stofnanir, hún er ekki undanþegin

mannlegum veikleika frekar en önnur svið mannlegs samfélags. Slíka stöðu þekkir

íslenska þjóðkirkjan úr sögu undanfarinna ára eins og ég hef rakið í ritgerðinni „Á grýttri

leið til lýðræðis“. Á þessum punkti í sögunni er íslenska þjóðkirkjan stödd. Kirkjuþing

hefur nú tækifæri til að horfa til kjarna málsins og ráða bót á þessum himinhrópandi vanda

þjóðkirkjunnar – eða láta skeika að sköpuðu og þá um leið að mínum dómi án

framtíðarsýnar.

III. Helstu stjórnvaldsstofnanir þjóðkirkjunnar.

Lítum nú á helstu stjórnvaldsstofnanir þjóðkirkjunnar. Til að skerpa andstæður og

skýra myndina sem ég vil draga hér upp skulum við hafa tvö andstæð stjórnkerfi í huga.

Þar er annars vegar kirkja sem lýtur ákveðnu einveldisskipulagi í yfirstjórn þar sem

biskupsembættið er alls ráðandi, þó ekki á sögulegum forsendum heldur vegna þróunar

4

Page 5: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

undanfarinna áratuga með minnkandi afskiptum ríkisvaldsins. Á hinn bóginn er svo um að

tefla kirkjuskipan sem almennt einkennir lútherskar kirkjur skv. fornum kirkjuskipunum,

það á einnig við um íslensku þjóðkirkjuna. Almenn lýðræðisþróun á nítjándu og

tuttugustu öld hafði mikil áhrif þar sem sjálfstætt kirkjuþing hefur komið til skjalanna

sem mikilvæg löggjafarstofnun í flestum lútherskum kirkjum Norðurálfu. Milli þessara

tveggja valkosta stóð valið 1997 – og stendur enn. Hér er allt óbreytt af þeirri einföldu

ástæðu að við höfum ekki vilja hverfa frá miðstýrðu biskupsvaldi sem eindregnum skaða

fyrir það dreifræði sem hefur alla tíð einkennt lútherska kirkju á Íslandi.

Fyrri kosturinn er kirkja einveldistímans þegar fólkinu var ekki treystandi til að

móta kirkjuna, gefa henni lög og reglur og móta starf hennar í stóru sem smáu.

Einvaldurinn og hans menn höfðu einkarétt á öllu sem varðaði lög og reglur. Þar mátti

enginn koma nærri, slík kirkja er normatív stofnun, lög og reglur koma ofanfrá. En þessi

tegund af kirkju er í fyrsta lagi í andstöðu við eina undirstöðukenningu lútherskrar

kirkjuhefðar, hinn almenna prestsdóm. Í öðru lagi er þessi tegund af kirkju í andstöðu við

almenna þróun lútherskrar kirkjuhefðar á vesturlöndum og í þriðja lagi tímaskekkja líkt og

einveldishugsunin var í samræmi við tíðarandann á einveldistímanum og hentar ekki

nútímasamfélagi.

Sú spurning er áleitin í margra huga hvort þjóðkirkjan geti stigið skrefið til fulls og

lotið lýðræðislegum starfsháttum, er hún ekki einmitt „normatív“ stofnun, sem framfylgir

ákveðnum fyrirmælum í textum, játningum og hefðum í hugmyndafræði og

trúarskilningi? Getur hún verið annars eðlis en fyrirmælandi stofnun þar sem embættin eru

tryggilega bundin fyrirfram gefnum forsendum? Sumir kunna að telja slíkum spurningum

ofaukið, aðrir telja þær réttmætar.

Fyrir mitt leyti tel ég þær orka tvímælis svo ekki sé meira sagt. Hér er öðrum þræði

um átök að tefla milli íhaldssamrar kirkjustefnu sem íslenska þjóðkirkjan þekkir ofurvel

og framsækinnar kirkjustefnu sem styðst engu að síður – og miklu heldur – við lútherska

kirkjuhefð. Hér er raunar einnig um togstreitu að ræða milli þeirra sem hneigjast að

„rétttrúnaði“ einhverrar gerðar í kirkjuskilningi og þeirra sem taka mið af túlkunarfræði

ekki aðeins í túlkun Ritningarinnar og játninganna heldur einnig í skilningi á eðli

kirkjunnar. Hún kemur m.a. þannig fram að einstaklingur getur verið afar framsækninn í

stjórnskipunarfræðum en afar fastheldinn í öllu sem lýtur að trú og kirkju og lætur þá

fræðin um skynsemi á vettvangi kirkjustjórnunar sigla sinn sjó. Hér er því undir niðri um

5

Page 6: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

djúpstæða guðfræðilega afstöðu að ræða sem ég tel ástæðu til að hafa með í þessari

umræðu.

Þjóðkirkjulögin hvíla þeirri lýðræðislegu hugmyndafræði sem mótaði

siðbótarhreyfinguna í árdaga en ekki á grunni einveldishugsunarinnar sem síðar sett sinn

svip á söguna um ákveðið tímabil. Segja má að kenning Lúthers um hinn almenna

prestsdóm hafi verið fyrsta alvarlega skrefið til lýðræðis í hinum vestræna heimi, um það

virðast evrópskir sagnfræðingar vera nokkuð sammála. Á þeim grunni byggir lúthersk

trúarmenning, en vel að merkja ekki aðeins utan kirkjunnar heldur einnig innan hennar.

Í umræðunni kemur einnig til tenging milli biskupseinveldis og fábrotinnar

stjórnsýslu annars vegar og kirkjuþings og skilvirkrar stjórnsýslu hins vegar. Ennfremur er

bein tenging milli sterks biskupsembættis sem nær einnig yfir stjórnsýslu að verulegu leyti

og aukinnar miðstýringar annars vegar en milli kirkjuþings og dreifræðis þar sem fulltrúar

þess koma hvaðanæva af landinu. Í þriðja lagi er hér um valkost milli lýðræðislegra

stjórnarhátta eða höfnun þeirra í þjóðkirkjunni sem stofnun að tefla. ----

Að loknum þessum nokkuð ítarlega inngangi um aðdraganda og forsendur mun ég

nú snúa mér að meginefni þessa erindis. Helstu efnisþættir í umfjöllun um kirkjulög

íslensku þjóðkirkjunnar í þessu samhengi eru kirkjuþing, biskupsembættið, stjórnsýsla,

framkvæmdavald sem vinnur undir stjórn framkvæmdavalds og loks

millistjórnunarkerfi sem tryggir m.a. dreifræði í þjóðkirkjunni. Um þessa þætti

stjórnskipunar íslensku þjóðkirkjunnar mun ég fjalla. Allir þessir þættir eru fyrir hendi í

núgildandi lögum en allir bera þeir keim af málamiðlun eftir umræður á kirkjuþingi á

árunum 1992-1996 þar sem hörð átök áttu sér stað, en jafnframt af árunum í framhaldi af

samþykkt laganna þar sem því hefur verið haldið fram að ekki hafi verið unnið í anda

laganna. Hér er því um brýnt mál að ræða sem snertir alla þætti málsins beint: kirkjuþing

biskupsembættið, stjórnsýslu, framkvæmdavald, og millistjórnunarkerfið.

Eftir sem áður snýst starf kirkjunnar öðru fremur um það sem gerist á vettvangi

sóknarinnar, þar er „miðpunktur“ kirkjustarfsins, í því felst sérkenni siðbótarhefðarinnar,

ekki síst þeirrar lúthersku, allt til þessa dags. Þess ber að gæta að í tiltölulega fámennri

þjóðkirkju eins og þeirri íslensku að stjórnvaldskerfi og stjórnsýsla vaxi ekki úr hófi.

Henni þarf því að halda í lágmarki og dreifræði þarf að setja á oddinn. Á þeim

meginreglum mótuðust kirkjuskipanir siðbótartímans, þar á meðal kirkjuskipanin fyrir

Ísland.

6

Page 7: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

IV. Kirkjuþing.

Hér á landi eiga kirkjuþing sér ekki langa sögu. Hið gagnstæða á hins vegar við um

tilraunir til þess að koma kirkjuþingi á í íslensku þjóðkirkjunni. Það var í

kirkjulaganefndinni sem konungur skipaði 2. mars 1904, sem hugmyndin um lýðræðislegt

kirkjuþing kom fram en sú hugmynd náði ekki fram að ganga, ekki fyrr en tæpri öld

síðar.vi

Meginuppistaðan í tillögum kirkjulaganefndarinnar fyrir rúmri öld var hugmyndin

um sjálfstætt kirkjuþing. Kirkjulaganefndin vildi koma því á fót en í staðinn átti

prestastefnan að falla niður (1.gr).

Það er forvitnilegt rannsóknarefni að fara ofan í saumana á hugmyndum

kirkjulaganefndarinnar 1906 og þá einkum að leita svara við spurningunni hvers vegna

hugmyndin um kirkjuþing varð ekki að veruleika þá.vii Kirkjuþingin sem stofnuð voru

snemma á nítjándu öld í siðbótarkirkjum urðu að byggjast á vel ígrunduðum guðfræðilegum

forsendum. Þar sóttu menn í báðum meginhefðum mótmælenda, lútherskum og kalvínskum,

til rita siðbótarmannanna, játningaritanna, kirkjuskipana frá siðbótaröldinni auk ýmissa rita

um efnið frá seinni tímum.

Spurningin var og er sem sagt þessi: Hvaða kirkjuskipulag hentar kirkjum

mótmælenda? Hvaða form er eðlileg afleiðing af kirkjuskilningi - þá er einkum átt við

safnaðar- og embættisskilninginn - í þeim kirkjudeildum sem lengst af þurftu ekki um slík mál

að hugsa vegna þess að ríkisvaldið hélt utan um skipulag kirkjunnar og bar allan þungann af

rekstri þess?

Baráttan fyrir sjálfstæðu kirkjuþingi fyrir tveimur áratugum, á síðasta áratug

síðustu aldar, var mikil og afar snúin, þar var þungt fyrir fæti vegna eindreginnar andstöðu

sterkra afla í þjóðkirkjunni sem spyrntu við fótum þegar hugmyndir um að minnka

valdsvið biskupsembættisins voru á dagskrá. Hér var teflt um lýðræði – sem átti erfitt

uppdráttar – og skipulag, um guðfræði kirkjuskilningsins þar sem lúthersk kirkjuhefð og

samfylgd með öðrum lútherskum kirkjum var oft lítils metin.

En lögin urðu að veruleika og tóku gildi fyrir fimmtán árum, 1. janúar 1998. Þau

voru sannarlega „straumhvörf í kirkjurétti“ eins og Páll Sigurðsson lagaprófessor komst

að orði. Baráttunni var þó ekki lokið.

Eitt atriði sem fylgdi þessari breytingu reyndist afdrifaríkt fyrir þjóðkirkjuna: öll

stjórnsýsla færðist frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til kirkjunnar. En vegna

andstöðunnar við að minnka áhrif og vald biskupsembættisins í stjórnsýslu kirkjunnar

7

Page 8: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

lentu þau mál á borði biskups. Biskupsembættið varð því fljótt yfirhlaðið verkefnum sem

það réð ekki við og ræður ekki við eins og málum er nú háttað í kirkjunni. Hér er

alvörumál til umræðu sem í reynd þolir enga bið. En vöxtur biskupsembættisins hafði

afleiðingar á dreifræðið í kirkjunni og þar með á hefðbundna ásýnd hennar.

Það er því mikilvægt fyrir íslensku þjóðkirkjuna að vinna nú í málefnum

kirkjuþings af fullri einurð og alvöru. Þar þarf að huga að því hvernig kosið er til

kirkjuþings, hverjir sitji á kirkjuþingi, hverjum er boðin seta þar hverju sinni og hvernig

starf þess fer fram til þess að tryggja skilvirkni en þó öðru fremur lýðræðislega

stjórnarhætti. Þessir þættir eru að mínum dómi tiltölulega ómótaðir í okkar kirkju. Þar

væri eitt fyrsta atriðið að skilgreina tengsl kirkjuþings við söfnuði, sóknir, prestaköll og

prófastsdæmi, það væri lykilforsenda á skilvirku og gagnsæju hlutverki kirkjuþings.

Kirkjuþing verður að vera í nánum tengslum við kirkjustarfið, einnig í ákvörðunarferli,

það má ekki verða stofnun – eins og gerst hefur á undanförnum árum – sem beitir valdi

sínu gegn söfnuðunum eða án samráðs við þá. Kirkjuþing er fulltrúastofnun safnaðanna,

hún er sameiginlegur vettvangur leikra og lærðra, sem sitja við sama borð, til þess að þróa

starf kirkjunnar. Hún er vettvangur safnaðanna sömuleiðis. Þess vegna þarf kirkjuþing að

eiga sér bakland heima í héraði og það bakland þarf að tengjast prófastsdæmunum og

héraðsfundum þeirra.

Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að kirkjuþing hefur ekki allt vald í

kirkjunni, þar eru valdsvið sem eru afmörkuð og þarfnast nákvæmrar skilgreiningar. Þar er

um að ræða afmörkun milli kirkjuþings og biskupsembættisins, þá afmörkun þarf að festa í

lög og reglur og henni þarf að fylgja til hins ítrasta. Hér er að mínum dómi mikið verk

óunnið. Hvorugt má verða alls ráðandi í kirkjunni, oft hefur reynslan verið sú að heldur

hafi kirkjuþingin haft þá tilhneigingu. Hér á landi hefur ekki reynt á í þessu efni þar sem

áhrif biskupsembættisins hafa verið óeðlilega sterk í íslensku þjóðkirkjunni um langt skeið

– en upp gæti hugsanlega komið staða þar sem þessu er þveröfugt farið, þá værum við

ekki heldur í góðum málum.

Valdið er tvíeggjað, þar sem umbúnaður um lýðræðisleg vinnubrögð er fábrotinn,

eins og jafnan er í einveldismótuðu embætti, er lúmsk hætta á ferðum. Sá sem valdið hefur

telur sig eiga meiri rétt en eðlilegt er og nýtur iðulega stuðnings jábræðra og –systra í

þeirri viðleitni sinni. Það er því oft skammt á milli lögformlegrar valdbeitingar og

8

Page 9: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

misbeitingar á valdi og skilin eru oftar en ekki óljós. Um afleiðingar af slíku

fyrirkomulagi fyrir stofnun eins og kirkju þarf ekki fleiri orð.

V. Biskupsembættið

Siðbótarmenn sextándu aldar reyndu framanaf að forðast biskupsembættið, það

þýddi í margra augum afturhvarf til kaþólsku. Það var því ekki vel séð þegar Lúther beitti

sér fyrir því að biskupsembættið var sett á fót, tvö slík embætti voru stofnuð skömmu fyrir

andlát hans, í Naumburg og Merseburg. Andstaðan var mikil meðal margra

samstarfsmanna hans og segir það sína sögu um kirkjuskilning þeirra og hugmyndir

siðbótarinnar um embætti kirkjunnar. Hins vegar lagði Lúther á það áherslu að

biskupsembættið skyldi eingöngu vera andlegt leiðtogaembætti, það átti ekki að hafa nein

veraldleg völd, það átti að vera í höndum safnaðanna en þó umfram allt í höndum hins

veraldlega yfirvalds – og þannig var það hér á landi lengst af, m.a. fóru vísitasíur þannig

fram hér á landi allt fram um aldamótin 1900 að prófastur og hreppstjóri önnuðust þær

sameiginlega.viii

i Lögin um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar eru rammalög sett af Alþingi með nánari útfærslum sem Kirkjuþing setur. Hér er ekki um hefðbundna uppsetningu á kirkjurétti að ræða, ástæðan er sú að lögin voru hugsuð sem millibilslöggjöf frá ríkiskirkjuformi til sjálfstæðrar þjóðkirkju. Í doktorsritgerð sinni er dr. Bjarni Sigurðsson þeirrar skoðunar að íslenska þjóðkirkjan hafi öll einkenni ríkiskirkjunnar, sjá Bjarni Sigurðsson, Geschichte und Gegenwartsgestalt des isländischen Kirchenrechts, Frankfurt am Main 1986, s. 83.ii Heinrich de Wall, Stefan Muckel, Kirchenrecht. 3. útg., München 2012, s. 1.iii Jón Pjetusson, Kirkjuréttur, Reykjavík 1863; Íslenskur kirkjuréttur eftir Einar Arnórsson, Reykjavík 1912; Páll Sigurðsson, „Straumhvörf í kirkjurétti“, Úlfljótur 2000 53 (1), s. 29-40. Um þjóðkirkjulögin frá 1997. Gunnar Kristjánsson, „Á grýttri leið til lýðræðis: um þjóðkirkjulögin frá 1997 og meginhugmyndir þeirra“, Glíman 2009, s. 191-220.

iv Í stjórnarskránni segir svo: Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á

Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.

(62.grein). Þótt kirkjan sé kölluð þar þjóðkirkja er enginn efi á því að þar er um að ræða

ríkiskirkju.

v Heinrich de Wall, Stefan Muckel, Kirchenrecht. 3. útg., München 2012, s. 1.vi„Vísitasíur“, ritgerð (2013) e. Gunnar Kristjánsson. www.srgunnarkristjansson.net.vii Þess ber þó að geta að guðfræðingar nítjándu aldar, sem um þetta efni fjölluðu, sóttu ekki eingöngu til hefðarinnar heldur var þeim ljóst að ekki mátti vanmeta þarfir samtímans, það umhverfi sem hinn kristni söfnuður býr við. Þar þurfti einnig að hafa varann á: hversu langt mátti ganga í að apa eftir stjórnunarháttum samtímans, að hve miklu leyti var guðfræðin að baki kirkjuskipaninni þess umkomin að kalla fram á sjónarsviðið einmitt það form sem kirkjunni hentaði? ... Vera má að aðstæður hér á landi um síðustu aldamót hafi ekki kallað á svo róttæka breytingu að taka upp kirkjuþing eða að deyfð í kirkjulífinu hafi verið svo mikil að ekki var vettvangur til að ræða svo róttækar breytingar, kannski sterk hefð fyrir biskupsembættinu eða fullnægjandi stjórnsýsla ríkisvaldsins. Um það skal engu svarað. Hins vegar var vettvangur fyrir þessar hugmyndir í Þýskalandi í kirkjum mótmælenda, bæði kalvínista og lútherskra. Fyrsta sýnódan í nútímaskilningi var stofnuð í Bæjaralandi og Rheinpfalz 1818.? Síðan eru þær stofnaðar hver á fætur annarri á nítjándu öld.? viii Martin Brecht (útg), Martin Luther und das Bischofsamt, Stuttgart, 1990. Sjá einnig: Gunnar Kristjánsson

„Inngangur [Um vísitasíur],“ í: Ólafur Elímundarson, Kirkjur undir Jökli, Reykjavík 2000, s. 9-22.

9

Page 10: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Hér var greinileg stefnumótun: biskupsembættið skyldi ekki vera

stjórnsýsluembætti heldur andlegt leiðtogaembætti og meginskyldur biskupsins voru á

tveim sviðum: á sviði tilsjónar og fræðslu, þar með talin er umsjón með menntun – og

síðar símenntun – presta, hann skyldi tryggja það að prestar fengju góða menntun sem

söfnuðirnir þyrftu á að halda og honum bar einnig að fylgjast með störfum þeirra og

kristnihaldi safnaðanna. ix Vísitasíurnar voru þó hið sýnilega meginatriði tilsjónarinnar, þar

var um að ræða heimsóknir til presta og safnaða, þar sem biskup kynnir sér kirkjustarfið,

kjör presta og safnaða. Í vísitasíum gerir biskup sér far um að vera hvetjandi um starfið og

tekur þátt í vanda sem söfnuðirnir eiga við að glíma og beitir sér fyrir lausn mála þar sem

þörf er á. Í reynd var sú tilsjón að mestu leyti í höndum prófastanna sem voru í nánari og

stöðugri tengslum við kristnihald heima í héraði en biskupinn.

Sérkenni íslenska biskupsembættisins felst m.a. í skyldum sem hann hefur

gagnvart þjóðinni og væntingar hennar til biskups, ekki hvað síst á hátíðarstundum

þjóðarinnar og á sorgarstundum sem snerta þjóðina alla, hann er í því efni

sameiningartákn og mikils virði fyrir þjóðina eins og sagan sýnir. x

Í lútherskum sið er biskupsþjónustan því tvíþætt: tilsjón og fræðsla. Um þetta

tvennt snýst biskupsþjónustan og undir þá þjónustu fellur prófastsþjónustan sömuleiðis.

Um þetta efni ritaði Lúther ritgerðina „Formáli að fræðsluriti fyrir tilsjónarmenn presta í

kjörfurstadæminu Saxlandi 1528“.xi„Fræðslurit fyrir tilsjónarmenn“ (Unterricht der

Visitatoren) samdi Filippus Melanchton, einn nánasti samstarfsmaður Lúthers, í sama

tilgangi gagngert fyrir vísitasíunefndir.xii Mikilvægt hlutverk biskupanna á þessum

mótunartíma lútherska biskupsembættisins átti að vera það sama og vísitasíunefndanna: að

vísitera söfnuði en gríska orðið episkopus merkir tilsjónarmaður, orðrétt mætti þýða

episkopus með orðunum „sá sem horfir yfir“, á latínu súperintendent, sem var titillinn sem

Gissur Einarsson, fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi, bar. Tilsjónin skipti því afar miklu

máli og ekki minna nú en áður.

Ein sérstök þróun á sviði biskupsembættisins tengist vígslubiskupsembættinu.

Alþingi stofnar til vígslubiskupsembætta 1909 og með lögum 1990 var ákveðið að

ix Heinrich de Wall, Stefan Muckel, Kirchenrecht. 3. útg., München 2012, s. 337-345.x Heinrich de Wall, Stefan Muckel, Kirchenrecht. 3. útg., München 2012, s. 342-3.xi Vorrede zu Unterricht der Visitatoren an die Pfarrherrn im Kurfürstentum zu Sachsen 1528. Prentað í: Scheling, E.: Die ev. Kirchenordnungen d. XVI. Jh.s, 1. Abt. Leipzig 1902, 149-151 (WA 26).xii Viðhorf siðbótarmanna koma einnig skýrt fram í verkinu „Greinar um tilsjón í Wittenberg“ (Wittenberger Visitationsartikel) frá 1528 en það verk er talið undirstöðuritverk á sviði lúthersks kirkjuréttar og marka upphaf hans. RGG3, Kirchenverfassung, 3. bd. 1575-6.

10

Page 11: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

vígslubiskuparnir skyldu sitja á gömlu biskupssetrunum og vera sóknarprestar þar, 1992

sest vígslubiskup að í Skálholti og nyrðra kemur vígslubiskup heim að Hólum um svipað

leyti. Embættið var upphaflega hugsað sem varaembætti ef biskup Íslands félli frá í

embætti á þeim tímum þegar sækja þurfti biskupsvígslu til Danmerkur. Í þeim farvegi var

það lengst af alla tuttugustu öldina þegar embættið verður að sérstöku, fulllaunuðu

embætti, sú ráðstöfun kirkjumálaráðherra var ekki svar við ósk þjóðkirkjunnar heldur

málamiðlunarútspil við kröfu um þrískiptingu biskupsdæmisins Ísland, inn á það

fyrirkomulag vildi ráðherra ekki ganga en bauð þetta í staðinn. Ófullnægjandi

starfslýsingar fylgdu embættinu í upphafi og var því ljóst að erfitt yrði um vik að finna því

stað í embættiskerfi þjóðkirkjunnar, svo varð og raunin.xiii

Eins og áður er komið inná er biskupsembættið sögulega séð valdaembætti,

einkum á tímum þar sem langt var í fulltrúa hins veraldlega valds, á því sérkennilega

tímabili í íslensku þjóðkirkjunni milli 1998 og fram á þennan dag, þ.e.a.s. eftir að

ráðsmennsku ráðuneytisins lauk að mestu og áður en þjóðkirkjan mótaði skilmerkilega

eigin stjórnsýslu.

VI. Stjórnsýsla

Eins og fram hefur komið var stjórnsýsla íslensku kirkjunnar aldrei í höndum hins

andlega valds, biskups og prófasta, heldur í höndum hins veraldlega: konungs, kansellís,

dóms- og kirkjumálaráðuneytis, allt þar til þjóðkirkjulögin gengu í gildi 1998.

Þjóðkirkjulögin voru málamiðlunarlög, þar náðist ekki allt í gegn á kirkjuþingi (Alþingi

gerði litlar breytingar). Ég hef gert grein fyrir því í ritgerðinni „Á grýttri leið til lýðræðis“

hvernig biskup og kirkjuráð gerðu sitt, leynt og ljóst, til að starfa ekki í anda laganna að

þessu leyti. Umsvif biskupsembættisins og biskupsstofu jukust því hröðum skrefum og

álagið á embætti biskups þyngdist ár frá ári, við þetta bættist að millistjórnunarsviðið,

embætti prófastanna, var að mörgu leyti sniðgengið og sá öflugi starfskraftur nýttist

kirkjunni ekki sem skyldi og er þá vægt til orða tekið. Kirkjuþing beit höfuðið af

skömminni með því að fækka prófastsemættum án sýnilegs tilgangs og má þakka fyrir að

þetta lútherska lykilembætti tilsjónarinnar vítt og breitt um landið var ekki þurrkað út.

Fróðlegt væri að kirkjuþing léti gera úttekt á reynslunni af þessari tiltekt í stjórnsýslu

xiii Starfsreglur un vígslubiskupa nr. 968/2006: 2. gr. Vígslubiskup starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Í umboði biskups Íslands og eftir þeirri kirkjulegu skipan sem segir í lögum, reglugerðum og starfsreglum veitir vígslubiskup andlega leiðsögn og tilsjón innan kirkjunnar í umdæmi sínu, eflir kirkjulíf, vísiterar og annast sáttaumleitanir.

11

Page 12: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

kirkjunnar, ekki man ég eftir því að málið hafi verið borið undir prófastafund sem hljóta

að teljast ámælisverð vinnubrögð.

Stjórnsýsla er umsýsla með fjármálum og embættum, með daglegum rekstri

sameiginlegra mála þjóðkirkjunnar. Hér vil ég samt til öryggis skjóta aftur inn í einni

athugasemd: Þjóðkirkjan er ekki hugsuð eins og stórbankinn sem hefur aðalstöðvar í

Reykjavík en útibú um allt úti á landi. Hvað þjóðkirkjuna varðar snýr myndin hér öfugt

við: þar er miðstöð kirkjulífsins sóknarkirkja hverrar sóknar, sóknin í hverju prestakalli og

umsjónarmaður þess starfs er sóknarpresturinn. Hann er ekki starfsmaður prófasts eða

biskups, hann gegnir sjálfstæðu embætti en hann er bundinn vígslubréfi og vígslu, hann

lýtur ákveðinni tilsjón í starfi sínu. Kirkjan er hugsuð út frá dreifræðishugsjón

kirkjuhefðarinnar frá upphafi en ekki út frá miðstýringu viðskiptaheimsins. Hvað þetta

varðar er vissulega þörf á varnaðarorðum vegna þess að umsvifamikið biskupsembætti í

framkvæmdastjórastíl hefur aukið miðstýringarhugsun í þjóðkirkjunni og það er ekki af

hinu góða.

Hvað stjórnsýsluna varðar, undirbúning kirkjuþings, afgreiðslu mála frá

kirkjuþingi, úrlausn spurninga um lögfræðileg efni, hvaðeina sem lýtur að embættum

prestanna, auglýsingar, launamál, lausn ágreiningsefna, hvaðeina sem lýtur að

söfnuðunum, umsjón með kirkjum, störfum sóknarnefnda, kvartanir vegna kirkjustarfsins,

samskipti við yfirvöld um málefni þjóðkirkjunnar í sambandi við lögfræðileg efni, fjármál

og embættisfærslu – allt þetta og mun meira, ætti að vera utan við starfssvið

biskupsembættsins en falla undir kirkjuþing. Sú ráðstöfun er eðli málsins samkvæm og

leysir biskupsembættið undan mikilli stjórnsýslukvöð sem kemur í veg fyrir að það geti

sinnt sem skyldi hinu andlega leiðtogahlutverki bæði innan kirkju og utan. En á því sviði

þarf styrkur biskups að vera.

VII. Framkvæmdanefnd kirkjuþings, biskupsráð og kirkjuráð

Stjórnsýslan þarf því að falla undir kirkjuþing. Tillögur þeirrar nefndar sem

undirbjó lögin um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar fyrir 1997 voru einfaldar:

kirkjuþing byggist á tilteknum fjölda fastanefnda, formenn þeirra ásamt forseta

kirkjuþings mynda framkvæmdanefnd kirkjuþings og eru framkvæmdanefnd þess á

sviði fjármála og lögfræðilegra mála. Þar væri komin t.d. fimm manna framkvæmdanefnd

sem hefði mikilvægu framkvæmdahlutverki innan þjóðkirkjunnar að gegna. Vald hennar

væri mikið en ávallt í umboði og samkvæmt samþykktum kirkjuþings.xiv

12

Page 13: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Hitt er svo annað mál að biskupsembættið má ekki verða utangarðs í

framkvæmdasýslu og stjórnsýslu innan kirkjunnar almennt. Hér má fara að fordæmi

annarra lútherskra kirkna og búa til samráðsvettvang fimm til níu manna, þar má hugsa sér

biskup, framkvæmdanefnd og hugsanlega einhvern fulltrúar hins veraldlega valds. Um

þetta má hafa ýmsar hugmyndir, kjarni málsins er að þar sé aðkoma biskups að stórum

málum í starfi kirkjunnar tryggð, þar sé hin eiginlega biskupsþjónusta tryggð, hin andlega

leiðsögn og forysta þar sem biskup starfar ótruflaður af þeirri stjórnsýslu sem hefur íþyngt

embættinu undanfarin ár, þegar biskup varð framkvæmdastjóri þjóðkirkjunnar þrátt fyrir

ítrekuð varnaðarorð um það efni. Það er í takt við stöðu hans sem andlegs leiðtoga

kirkjunnar, sem vakir yfir tilsjón og fræðslu, að hafa raunverulega aðkomu að öllum

stórum málum þjóðkirkjunnar.

Ljóst má vera að biskupi er þörf á ráðgjafahópi þeirra sem starfa á hinu andlega

sviði kirkjunnar. Þann hóp mætti nefna biskupsráð þar sem sæti gætu átt auk biskups sem

væri formaður þess, fulltrúi prófessora guðfræðideild Háskóla Íslands, einnig fulltrúi

prófasta og jafnvel vígslubiskuparnir báðir sem hefðu þá ekki lengur sæti á kirkjuþingi

frekar en prófastar.

Mikilvægt er að biskup eigi greiða leið að því sem er að gerast á sviði

stjórnskipunar og stjórnsýslu án þess að hafa þar beint umboð. Því mætti hugsa sér

sameiginlegan fund einu sinni á ári eða oftar ef þurfa þykir þar sem framkvæmdanefnd

kirkjuþings og biskupsráð myndar kirkjuráð hinnar íslensku Þjóðkirkju. Hér er fylgt

fordæmi annarra lútherskra kirkna á meginlandinu. Til grundvallar liggur sú hugsun að

valdsvið þjóðkirkjunnar verði að vera aðgreind og aðskilin en þó ekki svo aðskilin að

hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir. Hér er því þörf á skilvirku samráði.

VIII. Millistjórnunarkerfið, prófastsembættið

Það er áhugaverð tilviljun að þróun í almennri stjórnsýslu, m.a. í

sveitarstjórnarmálum, leggur sívaxandi áherslu á millistjórnunarkerfið.xv En það var

einmitt eitt af einkennum lútherskrar siðbótar, einnig hér á landi, að efla

millistjórnunarkerfið, jafnvel mætti taka svo djúpt í árinni að segja sem svo að siðbótin

hafi sett það kerfi á laggirnar. Dreifræði kirkjunnar birtist skýrt í prófastsdæmunum og

prófastsembættinu. Þar er mælikvarði á dreifræði kirkjunnar og þar er dreifræði hennar

varið. Í lútherskum kirkjurétti hefur prófastsembættið sama meginhlutverki að gegna og

xiv Heinrich de Wall, Stefan Muckel, Kirchenrecht. 3. útg., München 2012, s. 345-352.xv Heinrich de Wall, Stefan Muckel, Kirchenrecht. 3. útg., München 2012, s. 359-363.

13

Page 14: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

biskupsembættið, það er með öðrum orðum þáttur á sama sviði í skipuriti lútherskra

kirkna þar sem meginviðfangsefnin eru tvö: tilsjón og fræðsla. Í þessu tvennu felst

hlutverk prófastsembættanna og um þetta tvennt snýst starfsemi prófastsdæmanna að

meginhluta.

Á undanförnum árum hefur miðstýringin sem einkennt hefur þróun

biskupsembættisins, m.a. með stórauknum umsvifum í stjórnsýslu, bitnað á

prófastsembættinu.xvi

Skoðum því kirkjuskipanina frá 1541 aðeins nánar.xvii Hvernig leggur hún grunn að

lúthersku kristnihaldi þjóðarinnar? Þar eru rætur að kirkjuskipan okkar, þar er eins konar

stjórnarskrá íslensku þjóðkirkjunnar. Kirkjuskipan Jóhannesar Bugenhagens er best til

vitnis um þær afgerandi breytingar sem áttu sér stað í almennri stjórnskipan kirkjunnar.

Það nýja kerfi sem komið var á með lútherskri siðbót um alla norðanverða álfuna

og miklu víðar hefur þrjár meginstoðir. Í fyrsta lagi markvissa upplýsingu sóknarbarna,

þeim er nú í fyrsta sinn treyst til að lesa Biblíuna og móta sér eigin skoðun á trúnni, taka

þátt í kirkjulífinu á eigin forsendum og af eigin sannfæringu. Í öðru lagi á sjálfstæðu

prestsembætti sem lýtur ekki lengur í stóru sem smáu embætti biskupsins heldur er

presturinn nú ábyrgur fyrir boðuninni af prédikunarstólnum, hann þarf góða menntun og

hann þarf góðan stuðning, ekki síður en söfnuðurinn sjálfur. Í þriðja lagi birtist hin nýja

mynd í öflugu svæðisbundnu samstarfi, í prófastsdæmum. Prófastar hafa megintilsjón í

kirkjunni, þeim er ætlað að vísitera presta og söfnuði árlega, auk þess hafa þeir náið

samband við allar sóknir í prófastsdæmunum – eða ættu að hafa miðað við allar eðlilegar

forsendur.

Það er athyglisvert hversu stjórnkerfið er nútímalegt, þar er vandlega gætt að

hóflegu valdi þess sem fer með hið miðstýrða vald, sömuleiðis stendur þetta skipurit

dyggilega vörð um dreifræði, þess er gætt að sóknin sé í miðpunkti hugsunarinnar, um

starfið í sveit og bæ er hugsað öðru fremur, án þess að höndum sé kastað til þeirra sem xvi Dæmi um neikvæð áhrif aukinnar miðstýringar og aukin umsvif biskupsembættisins eru auglýsingar á prestembættum sem tíðakst nú um stundir þar sem ekki er minnst á prófastsembættið í auglýsingu, aðeins minnst á svæðissamstarf. Sömuleiðis hefur kirkjuþing sent prófastsembættinu vafasöm skilaboð með því að grípa til þess ráðs – að tilefnislausu – að hafa honum til halds og trausts sérstakan lögfræðing frá stjórnsýslunni á biskupsstofu til þess að tryggja að rétt sé að verki staðið. Aukin umsvif vígslubiskupa hafa sömuleiðis neikvæð áhrif á prófastsembættið, þar kemur upp óvissa: til hvors á að leita vegna mála sem upp koma í einstökum prestaköllum, hvorum á að bjóða til afmælishátíða í sóknum eða prestaköllum, eða annarra hátíða? Hér er um virðingu tveggja embætta að ræða þar sem þau skarast um of, raunar á eitt og annað einnig við um biskupsembættið.

xvii Stuðst við erindi undirritaðs, Guðfræði og kirkjuskipan. Flutt á málstofu í guðfræðideild Háskóla Íslands 29. mars 2010.

14

Page 15: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

bera ábyrgð sem nær langt út fyrir einstakar kirkjusóknir. Millistjórnunarkerfið fær hér

mikla þýðingu sem hafði ekki verið til staðar áður. Um prófasta segir í kirkjuskipan

Kristjáns þriðja að þeir skuli hafa

„góðan skilning á landsins lögum og einu sinni á hverju ári skulu þeir vitja allra sóknarkirkna.

Og hvar þeir koma í kaupstaðina þá skulu ráðmennirnir vera þar upp yfir, og nær þeir hafa

tekið kirkjunnar reikningsskap þá skulu þeir þar næst eftir leita sem fyrst hvort

sóknarprestarnir prédika Guðs heilaga evangelíum réttilega og hvort þeir útleggja

barnalærdóminn og útskipta sakramentunum og hvort þeir standa í allan máta í sínu kalli og

embætti og prýða það með góðu og siðsamlegu líferni og þar með einnig hvort prestarnir hafi

sína nauðþurft svo að þeir séu vel haldnir.“xviii

Þá eiga prófastarnir einnig að „rannsaka sóknarfólkið“, þeir eiga að kanna trú þess og

skoðanir á kenningum rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Þeir „skulu gæta að kirkjunum

sjálfum og kirkjugörðunum“, einnig eiga þeir að kynna sér hvort prestarnir fái þau laun

sem þeim ber, finni þeir eitthvað að embættisfærslu prestsins ber þeim að áminna hann og

koma öllu á rétta leið. Sömuleiðis ber prófastinum að áminna sóknarfólkið gjaldi það

prestinum ekki það sem honum ber eða taki prédikun hans ekki til greina. Í báðum

tilvikum getur prófasturinn vísað málinu til yfirvaldsins eða lénsmannsins í sama stifti.

Sóknarprestunum ber að tjá prófastinum það sem íþyngir þeim svo hann geti stutt þá og

leiðbeint þeim, einnig gildir þetta um deilur presta á milli, um slíkt þarf prófastur að vita

svo hann geti komið málinu áleiðis til biskups ef hann telur þörf á til þess að miðla málum

og koma á sáttum. Það er ljóst af núgildandi starfsreglum um prófasta að hlutverk þeirra er

afar umfangsmikið.xix

Kirkjuþing hefur í ýmsum atriðum gripið inn í skipulag þjóðkirkjunnar að því er

millistjórnunarstigið varðar. Ég hef áður minnst á starfsreglur um vígslubiskupa sem hnika

til stöðu, stjórn og starfsháttum prófasta, þá hefur prófastsdæmum verið fækkað án

fullnægjandi greinargerðar, m.a. um kostnað, síðan hefur prófastsdæmum sums staðar

verið skipt upp í samstarfssvæði sem einnig skortir að mínum dómi öll rök fyrir. Í þessum

þáttum og jafnvel þótt fleiri kynnu að vera er ljóst að gripið er inn í sjálfa kirkjuskipanina

og þá hljóta að vakna spurningar: hver eru rökin fyrir því? Eru þau vísvitandi efling

dreifræðis í kirkjunni, styrking millistjórnunarstigsins eða er hér stefnt að hinu gagnstæða,

að styrkingu miðstýringar? Hér þarf kirkjuþing að svara.

xviii Sjá Íslenskt fornbréfasafn, bls. 236.xix Starfsreglur um prófasta nr. 966/2006.

15

Page 16: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Einnig mætti spyrja hvort kirkjuþing hafi haft eðlileg samskipti við prófasta

þjóðkirkjunnar um breytingar á þeirra starfssviði. Eins og kirkjuþingsfulltrúum er kunnugt

eiga prófastar ekki fastan fulltrúa á kirkjuþingi, þar eiga biskup og vígslubiskupar allir þrír

fast sæti. Á því kirkjuþingi sem nú situr er í fyrsta sinn í áratugi enginn prófastur.

Eitt mikilvægt efni vil ég nefna um prófastsembættið. Um margra ára skeið hafa

prófastar bent á hagræði þess fyrir stjórnsýslu þjóðkirkjunnar að embættið væri skilgreint í

anda laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá 1996. Þar eru starfsskyldur hans

taldar upp í 21. gr., m.a. skyldur hans til að veita starfsmanni áminningu sem sýnir

vanrækslu í starfi. Prófastar hafa bent á hagræði og um leið styrkingu á dreifræði sem

fælist í því að embætti prófasts félli undir skilgreininguna „forstöðumaður stofnunar“, það

myndi auðvelda lausn erfiðra mála heima í héraði.

Með kirkjuskipaninni 1541 var gerð markviss tilraun til þess að styrkja kirkjuna í

hinum dreifðu byggðum, styrkja samstarf prestakalla og sókna með öflugum

prófastsdæmum og með því að efla embætti sóknarprestsins. En jafnframt með því að

styrkja tilsjónarembætti prófastanna, í kirkjuskipan Íslands er lögð áhersla á vísitasíur

prófasta, á hlutverk þeirra að fylgjast með starfi prestanna og ekki aðeins þeirra heldur

einnig safnaðanna, vera ekki aðeins tilsjónarmenn heldur hvetjandi um starfið allt. Hér eru

tveir meginþættir að mínum dómi sem vert er að huga að við alla endurskoðun á lögum og

starfsreglum hér á landi.

IX. Guðfræði og skipulag

Eitt er það sem einkennir skipulag einnar kirkju eins og íslensku þjóðkirkjunnar.

Það er guðfræði hennar. Það er augljóst þegar kirkjuskipan Kristjáns III. var lögð fram og

samþykkt um miðja sextándu öld hér á landi, í Danmörku og Noregi, að miklar breytingar

voru í aðsigi á kirkjumálum. Ástæðan var ný kirkjuguðfræði eða með öðrum orðum nýr

skilningur á kirkjunni sem stofnun. Öðru hvoru í sögu kirkju og þjóðar er þörf á að

minnast upprunans, hverf aftur til rótanna í huganum, þannig störfuðu siðbótarmenn, þeir

leiðréttu stefnuna með því að hverfa til Biblíunnar. Það á kirkjan ávallt að gera, að horfa

til Ritningarinnar en jafnframt til sögunnar, af rótunum sprettur saga hennar, í sögunni er

mótun okkar, þar býr sjálfsskilningur kirkjusamfélagsins, í framtíðinni býr von hennar og

markmið, starf hennar á líðandi stund er mótuð af hvoru tveggja: hinu liðna og hinu

ókomna. Annað stendur ekki til boða, þetta á við um einstaklinga og samfélög, þjóðir og

16

Page 17: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

kirkjur. Það er fyrst á grunni skýrrar sjálfsvitundar sem leiðin til framtíðar er greið og

sömuleiðis aðlögun að nýjum tímum.

Í gömlum eigin skjölum sem ég fletti við undirbúnings þessa erindis, rakst ég á

nokkur erindi sem ég hafði flutt á fundum í aðdraganda þjóðkirkjulaganna 1997, og fyrst á

eftir. Þar vísa ég iðulega til rits Lúthers sem nú er loksins komið út á íslensku og heitir Til

hins kristna aðals þýskrar þjóðar frá 1520. Þar setur hann fram hina lýðræðislegu

kenningu um almennan prestsdóm, um kirkjusýn þar sem leikmaðurinn er prestur og

presturinn leikmaður, þar sem lýðræði í sinni róttækustu mynd er sett fram í rituðu máli

með biblíulegum rökum. Í ritinu Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar er einn helsti

ásteytingarsteinn í samskiptum lútherskra kirkna og rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Það er

eðli embættisins, það er eðli kirkjunnar: hún er ekki falin umsjón hinnar vígðu stéttar af

guðlegu yfirvaldi heldur hinum kristna söfnuði, samfélagi þeirra sem tileinka sér þann

málstað sem kirkjan ber fyrir brjósti, leikum jafnt sem lærðum, þeim sem hafa mótast af

málstað Jesú Krists og bera málstað hans fyrir brjósti í lífi og starfi.

Í nefndu riti Lúthers og fleiri ritum hans er ljóst að kirkjan er samfélag leikra og

lærðra, þar er enginn greinarmunur annar en sá sem felst í hlutverkum. Reyndar einkennist

nútímakirkjustarf af fjölþættri hlutverkaskipan leikra og lærðra þar sem sérhæfðrar

þekkingar og reynslu er krafist, eitt þeirra er prestsembættið, önnur hafa mótast í tímans

rás og lúta að fjölþættu starfi kirkjunnar, að stjórn hennar og stjórnsýslu, að starfi hennar í

söfnuðum, að fræðslu, tónlist, umsjón. Listinn gæti verið langur og hann einangrast ekki

við sérhæfða þekkingu eða reynslu. Að lútherskum kirkjuskilningi sitja hér allir við sama

borð.

Hættan við lútherskt kirkjuskipulag er einkum ein – það sýnir sagan og þar eru öll

trúarsamfélag á sama báti – hún er sú að það missi þetta sterka og eindregna einkenni sitt

sem ítrekað hefur verið lýst í þessu erindi og þokist í áttina til einræðis hinna vígðu

manna. Það gerist með orðræðu meðal annars og með hugarfari þar sem leikreglur

lýðræðis og mannúðar eru virt að vettugi. En það gerist einnig í skjóli guðfræðilegra

sjónarmiða og þar er hætta kirkjunnar við hvert fótmál. Hér á landi urðu mikil átök í

þjóðkirkjunni í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, einkum við biskupaskiptin 1959, sem

voru ekki aðeins biskupaskipti heldur fráhvarf íslensku þjóðkirkjunnar frá frjálslyndri

kirkjustefnu til hákirkjulegrar og íhaldssamrar stefnu í helgisiðum, guðfræði og

kirkjuskipan. Það varð meðal annars til þess að seinka því að íslenska þjóðkirkjan tæki

17

Page 18: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

alvarlega þá áherslu sem lúthersk kirkjuhefð hefur alla tíð lagt á stöðu leikmannsins. Hinir

vígðu menn fengu eindreginn forgang á flestum sviðum kirkjulífsins, hér voru – í orði

kveðnu í það minnsta – sóknarnefndir undan skildar. Þetta átti meðal annars við í stjórnun

kirkjunnar.

Með þjóðkirkjulögunum frá 1997 verða straumhvörf í íslenskum kirkjurétti og

íslenska þjóðkirkjan eignast lýðræðislega kjörið kirkjuþing – en eins og þingfulltrúar vita:

kirkjuþing undir óeðlilega miklu valdi biskupsembættisins engu að síður, en lengra náði

baráttan ekki í þeim áfanga. Nú er það því að mínum dómi forgangsmál að breyta

grunnþáttum í stjórnskipan og þar með stjórnsýslu þjóðkirkjunnar. En þó öðru fremur að

breyta hugarfari til stjórnskipunar í lútherskri þjóðkirkju sem hefur sérstakar skyldur við

sína lúthersku hefð og einnig við þá þjóð sem hún vill þjóna.

X. Lokaorð

Nú er mér spurm: Hvar stendur íslenska þjóðkirkjan í þeirri miklu umræðu um

lýðræðið sem fer fram vítt og breitt um þjóðfélagið, í skólum, meðal fræðimanna, í

fjölmiðlum og meðal almennra borgara? Saga okkar kirkju undanfarna hálfa öld er tilefni

til skoðunar út frá þessu efni, sagan um það hversu erfitt uppdráttar lýðræðislegar

hugmyndir eiga, sem eru þó lútherskar í sínu innsta eðli, sem eru hugsjónir um mannúð og

mennsku, um jafnræði og jafnrétti, um sanngirni, um breiða aðkomu fólks að

ákvörðunum. Hvar stöndum við í því efni? Þekkjum við ekki miklu betur sögu valdsins,

sem klýfur samstöðu og starfsgleði, veldur vonbrigðum og sorg, plægir jarðveg

flokkadrátta og undirlægjuháttar? Þekkkjum við ekki alltof vel til samþjöppunar á valdi,

óttann við valddreifingu? Við vitum um hvað málið snýst. Þjóðkirkjan má aldrei vera

fulltrúi annars en réttlætis, mannúðar, sanngirni, hún mál aldrei setja annan mælikvarða en

mælikvarða lýðræðis og jafnréttis á starf sitt. Það á einnig við um kirkjuþing, þar er

ábyrgðin ekki minnst, þar eru leikreglur settar. Ábyrgð kirkjuþingsmanna er mikil því að

ábyrgð þjóðkirkjunnar er mikil.

Í lútherskum kirkjum er ævagömul sterk rökræðuhefð þar sem venjan er að ræða

mál í þaula áður en til ákvarðana kemur. Þessa hefð þarf að halda í heiðri í íslensku

þjóðkirkjunni. Þeir sem hafa verið í fararbroddi í lýðræðisumræðu undanfarinna missera

hafa hins vegar bent á andstæðu þessarar hefðar sem þjóðarlöst Íslendinga, það er

deilugirni og ágreiningsáráttu. Þessi þjóðarlöstur hefur ekki farið fram hjá Alþingi og

heldur ekki Kirkjuþingi. Hér er víti að varast.

18

Page 19: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Bent hefur verið á fleira sem varast ber, þar er foringjaræði nefnt til sögunnar þar

sem hin lýðræðislega umræða líður fyrir sterka aðkomu valdsins manna sem sitja í hásæti

vegna ættartengsla, veldis á sviði frægðar eða fjármála. Foringjaræði hefur einnig verið

löstur innan þjóðkirkjunnar, þar er hún ekki undanskilin, flokkadrættir spretta af slíku

hugarfari og slíku skipulagi.

Átakastjórnmál eru einnig löstur í þjóðfélagsumræðu okkar, það á einnig við

umræðu um málefni á kirkjulegum vettvangi. Hættan er sú að þeir lestir sem liggja við

dyrnar fæli frá hinni heilbrigðu rökræðu um mikilvæg mál, án rökræðunnar erum við illa

sett, það á bæði við um þjóðina og þjóðkirkjuna.

Rökræðan má aldrei þagna en þar verður að gæta hófs og sanngirni, leita

niðurstaðna með samræðum sem eru ekki útilokandi heldur bjóða til samtals, þar eiga

hinir fastheldnu sinn rétt og sömuleiðis hinir frjálslyndu, þar þurfa sjónarmið allra að fá að

njóta sín, fyrirfram er ekkert gefið í heilbrigðu rökræðusamfélagi.

Draumsýn siðbóarmanna var almennur prestsdómur, kirkja þar sem leikmaðurinn

er prestur og presturinn leikmaður, kirkja þar sem hver og einnig fær aðgang að öllum

bókum og öllum heimildum til þess að lesa og kynna sér og móta sér sína eigin skoðun.

Þannig var draumsýn siðbótarinnar, látum þá draumsýn ekki hverfa okkur úr augum. Ω

Flutt á kirkjulagaþingi í Skálholti 13.-14. sept. 2013

19

Page 20: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Heimildaskrá:

Barth, Hans-Martin, Die Theologie Martin Luthers. Gütersloh 2009.

Benn, Ernst-Viktor, „Zur Stellung der landeskirchlichen Berhörden.“ Festschrift für Erich Rüppel, 1968. S. 197-209.

Bjarni Sigurðsson, Geschichte und Gegenwartsgestalt des isländischen Kirchenrechts. Frankfurt/M 1986.

Björn K. Þórólfsson, Um biskupsembætti á Íslandi. Sérprent úr Skrá Þjóðskjalasafns III, Reykjavík 1956.

Axel von Campenhausen, Ilona Riedel-Spangenberger, P. Reinhold Sebott SJ, Heribert Hallermann, Lexikon für Kirchen- und Staatskirchenrecht. Paderborn, München, Wien, Zürich 2000.

Axel von Campenhausen, Freiherr Axel, Staatskirchenrecht 3. útg. 1996, Becks juristischer Verlag.

Axel von Campenhausen, Freiherr Axel og Gernot Wiessner, Kirchenrecht - Religionswissenschaft, Stuttgart 1994.

Erdo, Péter „Amtsgewalt“, Lexikon für Kirchen- und Staatskirchenrecht, s. 86-88.

Grote, Heiner, „Bischof“, Taschenlexikon Religion und Theologie, Bd. 1, 1983, s. 187-189.

Grundmann, Siegfried, „Verfassungsrecht in der Kirche des Evangeliums.“ Zeitschrift f. evangelisches Kirchenrecht, Nr. 11 (1964/65). S. 9 - 64.

Hübner, Hans-Peter, „Amt“ II,6, Lexikon für Kirchen- und Staatskirchenrecht, s. 77-78 og s. 88-90.

Kantzenbach, Wilhelm Friedrich, Schleiermacher. Reinbek bei Hamburg 1967.

Kaufmann, Thomas, „Ekklesiologische Revolution: Das Priestertum der Glaubenden in der frühreformatorischen Publizistik – Wittenberger und Basler Beispiele.“ Handrit í vörslu höfundar þessarar ritgerðar.

Kaufmann, Thomas, Geschichte der Reformation. Frankfurt am Main og Leipzig 2009.

Lohse, Bernhard, Martin Luther. Eine Einführung in sein Leben und sein Werk. Beck´sche Elementarbücher, München 1981.

Lúther, Marteinn, Til hins kristna aðals, þýðing: Vilborg Auður Ísleifsdóttir. Reykjavík 2013.

Musall, Peter, „Gemeinde“, Taschenlexikon Religion und Theologie, Bd. 2, 1983, s. 150-155.

Neubauer, Reinhard, Auslaufmodell Volkskirche - was kommt danach? Stuttgart 1994.

Páll Sigurðsson, “Straumhvörf í kirkjurétti”, Úlfljótur, 2000; 53 (1): s. 29-40.

Rössler, Dietrich, Grundriss der Praktischen Theologie, Berlin 1986.

Schmidt, Dietrich, „Priestertum, allgemeines,“ Taschenlexikon Religion und Theologie, Bd. 4, 1983, 145-147.

20

Page 21: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Tillögur um kirkjumál Íslands frá nefnd þeirri er skipuð hefir verið samkvæmt konungsúrskurði 2. marz 1904, til þess að íhuga og koma fram með tillögur um kirkjumál landsins. Reykjavík. Prentsmiðjan Gutenberg 1906.

Tillich, Paul, Perspectives on 19th and 20th Century Protestant Theology, ritstj. Carl E. Braaten. London 1967.

Tillich, Paul, A History of Christian Thought. London 1968.

Das Verfassungsrecht der Evangelischen Kirche in Deutschland. Verlag des Amtblattes der Evangelischen Kirche in Deutschland. Hannover 1988.

Wallmann, Johannes, Kirchengeschichte Deutschlands II, Von der Reformation bis zur Gegenwart, Frankfurt/M, Berlin, Wien 1973.

Wiedemann, Hans-Georg, „Kirchenverfassung“. Taschenlexikon Religion und Theologie, Bd. 3, 1983, s. 106-11.

WA Martin Luther, Werke, Kritische Gesamtausgabe. Weimar 1883ff.

WA.B Martin Luther, Werke, Kritische Gesamtausgabe, bréfasafn. Weimar 1883ff.

Ritgerðir og greinar um þjóðkirkjuna eftir Dr. Gunnar Kristjánsson.

„Arfur siðbótarinnar.“ Þjóðkirkjan og Iýðræðið: erindi frá málþingi í Skálholtsdómkirkju 23.-24. ágúst 2009, s. 61-77.

„Á grýttri leið til lýðræðis: um þjóðkirkjulögin frá 1997 og meginhugmyndir þeirra.“ Glíman, 2009; 6: s. 191-220.

„Ég vil sjá þróttmíkla þjóðkirkju sem lifir í góðri sátt við þjóðina“ : rætt við dr. Gunnar Kristjánsson, Bjarmi 1997; 91 (3): s. 8-10 .

„Frjálslynd guðfræði í nýju ljósi.“ Glíman 2010, sérrit 2, s. 13-28.

„Frjálslynd guðfræðihefð: um frjálslynda þjóðkirkju, guðfræði og trúrækni.“ Ritröð Guðfræðistofnunar. 2009; 28: s. 22-36.

„Guðfræði og kirkjuskipan.“ (Erindi í HÍ mars 2010, óbirt).

„Hin nýja prestastétt, um sjö ódyggðir kirkjunnar.“ Glíman 2011; 8: s. 217-229.

„Inngangur [Um vísitasíur],“ í: Ólafur Elímundarson, Kirkjur undir Jökli, Reykjavík 2000, s. 9-22.

„Í breytilegum táknheimi: um tákn og táknfræði í kirkju og guðfræði.“ Afmæliskveðja til Háskóla Íslands, 2003, s. 283-300.

„Í öldudal óvissunnar,“ Morgunblaðið 7. sept. 2010.

„Karismatíska hreyfingin og íslenska þjóðkirkjan.“ Kirkjuritið 1991; 57 (1): s. 30-42.

„Kirkjan í heimi breytinga.“ Kirkjuritið 1999; [65] (september, 1. sérhefti, sérrit Kjalarnessprófastsdæmis): s. 1-9.

„Kirkjan í keng: hugleiðingar um þróun íslensku Þjóðkirkjunnar á tuttugustu öld.“ Andvari 2000, 125: s. 69-80.

„Kirkjan verður að geta talað við þjóðina“, viðtal í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í byrjun apríl 2010.

21

Page 22: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

„Kristni í þúsund ár.“ Erindi flutt á málþingi Kristnihátíðamefndar í Ráðhúsi Reykjavíkur 1998, s. 47-50.

„Lífsviðhorf síra Matthíasar lochumssonar.“ Skírnir 1987, 161 (vor): s. 15-40.

„Lútherska þjóðkirkjan: um tvíþættan kirkjuskilning í lútherskri guðfræði.“ Ritröð Guðfræðistofnunar 1992; 6: s. 57-74.

„Ný öld, ný kirkja?“ Kirkjuritið 1997; 63 (2): s. 7-10.

„Rætur þjóðkirkjunnar: um guðfræði Schleiermachers.“ Kirkjuritið 2002; 69 (2): s. 7-10.

„Samtal í fjöru: trúartúlkun í upplifunarsamfélagi.“ Glíman 2007; 4: s. 99-123.

„Sjálfsmynd íslensku þjóðkirkjunnar.“ Kirkjuritið 1989; 55 (3-4): s. 5-15.

„Skipulag kirkjunnar í endurskoðun.“ Kirkjuritið, 1995; 61 (1): s. 40-44.

„Smurðir og vígðir.“ Ritröð Guðfræðistofnunar 2013; 1: s. 55-71.

Fleiri ritgerðir og greinar um efnið ef að finna á heimasíðu höfundar: www.gunnarkristjansson.net.

22

Page 23: Gunnar Kristjánsson: · Web viewDr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Trúarhugsun og kirkjuskipan Inngangur Þeir sem setjast á kirkjuþing verða þess fljótt áskynja að íslenskur

Tilvísanir

23