52
Lokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla og þjálfun eldri kylfinga ( Áhersla á lýðheilsu, sjúkdóma í stoðkerfi og meiðsli )

Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Lokaritgerð

Hlöðver Sigurgeir Guðnason

4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015

Kennsla og þjálfun eldri kylfinga( Áhersla á lýðheilsu, sjúkdóma í stoðkerfi og meiðsli )

Page 2: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Efnisyfirlit

Inngangur...............................................................................................................................................4

Aðferðafræði..........................................................................................................................................6

Kylfingar skráðir hjá GSÍ: Tölfræði og þróun...........................................................................................6

Aukning og fækkun kylfinga frá 2008 -2014 í nokkrum aldursflokkum...........................................8

Þróun 50 + ára kvenniðkenda frá 2008 - 2014...............................................................................8

Þróun 50 + karliðkenda 2008 -2014................................................................................................9

Samantekt fjöldi iðkenda karla og konur eldri en 50 ára................................................................9

Aldurspýramídi iðkenda skráðir hjá GSÍ 2014 (16.371 iðkendur)..................................................10

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Tölfræði.................................................................................11

Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Leirdal og Mýrina..........................................................12

Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Leirdal...........................................................................12

Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Mýrina...........................................................................13

Rástímar skipt eftir aldri: Yngri en 50 og eldri en 50....................................................................13

Notkun skipt upp eftri aldursflokkum á Leirdal og Mýrina...........................................................14

Notkun skipt upp eftri aldursflokkum samtals á Leirdal og Mýrina..............................................14

Aðeins um verki....................................................................................................................................15

Nokkrir algengir sjúkdómar..................................................................................................................15

Helstu flokkar gigtsjúkdóma.................................................................................................................16

Algengi gigtar........................................................................................................................................16

Vefjagigt...............................................................................................................................................17

Meðferð...........................................................................................................................................17

Þjálfun..............................................................................................................................................18

Golf og vefjagigt...............................................................................................................................18

Fjölvöðfagigt.........................................................................................................................................19

Psoriasisgigt..........................................................................................................................................19

Einkenni og skilgreiningar.................................................................................................................19

Algengi soriasis.................................................................................................................................19

Sjúkdómsbyrjun................................................................................................................................19

Meðferð og úrræði...........................................................................................................................19

Golf, psoriasis og Phil Michelson.....................................................................................................20

Slitgigt...................................................................................................................................................20

Slitgigt og algengi.............................................................................................................................20

Page 3: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Einkenni og skilgreiningar.................................................................................................................20

Meðferð...........................................................................................................................................21

Önnur úrræði....................................................................................................................................21

Þyngdarstjórnun...............................................................................................................................21

Hreyfing – of lítil og of mikil..............................................................................................................21

Hreyfing til gagns og gamans............................................................................................................21

Golf og slitgigt...................................................................................................................................22

Liðagigt / iktsýki....................................................................................................................................23

Einkenni............................................................................................................................................23

Meðferð og þjálfun...........................................................................................................................23

Golf og liðagigt/ iktsýki.....................................................................................................................24

Gerfiliðir...............................................................................................................................................25

Aðgerðir............................................................................................................................................25

Ávinningur aðgerða..........................................................................................................................25

Tom Watson.....................................................................................................................................26

Tom Watson: Aðgerð og endurhæfing............................................................................................26

Golfmeiðsli...........................................................................................................................................27

Algeng golf meiðsli: Orsakir, einkenni, og meðferð meiðsla................................................................27

Algeng meiðsli.................................................................................................................................27

Bakvandamál....................................................................................................................................28

Olnbogi.................................................................................................................................................29

Axlir......................................................................................................................................................30

Úlnliðs og handarmeiðsli......................................................................................................................31

Einkenni úlnliðs og handarmeiðsla..................................................................................................32

Lausnir..............................................................................................................................................32

Orsakir..............................................................................................................................................33

Meiðsli í mjöðmun................................................................................................................................33

Byrjendakennsla og fræðsla eldri kylfingar...........................................................................................34

Liðleiki, styrkur og jafnvægi..............................................................................................................34

Æfingamottur...................................................................................................................................35

Sjúkdómar........................................................................................................................................35

Vetraræfingar...................................................................................................................................35

S.N.A.G.............................................................................................................................................35

Golfsamfélagið.................................................................................................................................36

Page 4: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Lengra komnir og lágforgjafa eldri kylfingar.........................................................................................36

Æfingaráætlun fyrir öldungasveit.........................................................................................................37

Undirbúningstímabil I : Jan – mars 8 vikur.......................................................................................37

Undirbúningstímabil II : mars - maí..................................................................................................37

Keppnistímabil: maí -sept................................................................................................................37

September: Sveitakeppni öldunga....................................................................................................37

Heimildaskrá :.......................................................................................................................................38

Myndir:.................................................................................................................................................38

Page 5: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Inngangur

Haustið 2012 hóf ég nám í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi. Golfíþróttin höfðar til mín og finnst mér golfiðkun frábær sem íþrótt, til keppnis eða að leika til ánægju, samvista við fjölskyldu og félaga, til útivistar og ferðalaga svo eitthvað sé nefnt.

Golfiðkun getur höfðar til allra sama hvaða aldur er, en krefst samt ákveðinnar færni og leikni og réttrar kennslu og þjálfunar. Golfiðkun getur t.d byrjað á námskeiði í SNAG kerfinu og þar eru helstu grunnþættir kenndir á auðveldan, litríkan og skýran hátt. Þar er t.d mjög gott að byrja á allra yngstu krökkunun og byrjendum almennt og færa þau síðan yfir í almennan golfbúnað. Að byrja í einföldu og síðan í flóknari hluti sveiflunnar.

Áhugi minn og ástríða fyrir golfinu og hvers vegna ég ákvað að hella mér út í golfkennaranám er að auki, líka sú flókna tækni sem vel slegið golfhöggið kallar á. Hvað þarf til að kennarinn geti komið þessu til skila á einfaldan og skiljanlegan hátt þannig að árangur náist.

Allt námið hefur verið til þess að undirbúa okkur kennaranemendur til þess að taka á móti leikmanninum, byrjendum og lengra komnum, og kenna þeim í einkakennslu og eða í hópum. Farið er vel í alla grunnþætti golfiðkunnar, eðlisfræði höggsins og boltaflugið, impactfactora, grunnhreyfingar, grunntækni, sveifluna, villugreiningar/ leiðréttingar og tímaseðla barna og unglinga. Mikil áhersla er á einkakennslu og framkvæmd hennar, að hún sé rétt framkvæmd og að leikmaðurinn/nemandinn fái lausn sinna vandamála.

Áhugasvið mitt sem kennara er að mig langar til að ná mikilli færni í kennslu almennt en leggja þó meiri áherslu á kennslu og þjálfun eldri kylfinga. Þetta er stór hópur iðkennda og að mörgu leyti oft útundan í kennslu og þjálfun. Flestir klúbbar eru með miklar áherslur á afrekskylfinga, barna og unglingastarf og tengja starfið við ÍSÍ og skilgreina golfklúbbinn sem íþróttaklúbb.

Eldri kylfingar hafa sín eigin LEK samtök (sem er deild innan GSÍ) þar sem haldið er utan um mótaröð eldri kylfinga 50 + ásamt því að taka þátt í starfi erlendra samtaka eldri kylfinga. (http://www.lek.is/um-lek)

Það er munur á að kenna ungum kylfingi sem er að vaxa og stækka, er með mikinn liðleika og vöðvamassi er að aukast jafnt og þétt á meðan eldri kylfingur er allur að dragast saman, vöðvar að rýrna, úthald, kraftur og liðleiki að minnka. Síðan má ekki gleyma stoðkerfisvandamálum, liðagigt, vefjagigt, slitgigt og fleiri sjúkdómum og meiðslasögu sem stækkar með hærri aldri og meira og langvinnu álagi á líkamann við störf, leik og íþróttir.

Hvernig mætum við golfkennarar slíkum einstaklingum, kennum og hvetjum áfram ?

Page 6: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Kylfingur sem er 50 ára getur vel átt 25-30 frábær ár úti á golfvelli í góðum félgasskap og keppni, bætt heilsu sína og vellíðan, aukið viðgang og vöxt golfíþróttarinnar. Meðal lífaldur á Íslandi er núna 82-86 ár. Þeir sem ná 65 ára aldri eru líklegir til að ná 86 ára áldri.(OECD)

Heilbrigð sál í hraustum líkama á alltaf við auk þess sem regluleg hreyfing dregur úr þreytu , styrkir hjarta og blóð, styrkir vöðva, dregur úr beinþynningu ásamt því að draga úr verkjum og kvíða. Ekki má svo gleyma félagslega þættinum og að stór hluti eldri kylfinga tekur mikinn þá í félagslífi og stjórnum golfklúbba ásamt því að vera í fararbroddi sjálfboðaliðastarfs allra golfklúbba landsins.

Aðferðafræði Við undirbúning og gerð ritgerðinnar var notast mest við veraldarvefinn og leitarorð slegin inn á leitarvefinn goggle og fleiri leitarvélar. Á íslensku var notast aðallega við leitarorðin: Gigt, gigtarsjúkdómar, hreyfing og þjálfun, liðleiki, styrktarþjálun, stoðkerfisvandamál, öldrun, vefjagigt, golfmeiðsli og fleiri tengd orð. Helstu leitarorðin á ensku voru: Arthritis, rheumatoid arthritis, exercise, training, physical activity, golf injury, arthritis and golf gear, playing golf with arthritis, golf and fibromyalgia syndrome. Heimasíður eins og Gigtatrfélags Íslands, Vefjagigt, Doctor.is, Skemman.is, Heilsa.is, Pgatour.com, Pga.com

Margar rannsóknir og greinar er að finna tengdar efninu og úr nógu að velja í hinum ýmsu golfsíðum og blöðum. Áhugaverðar greinar voru teknar fyrir og lesnar og passað að nota aðeins það sem er skrifaðar af læknum, erlendum PGA kennurum, sjúkraþjálfurum sem hafa mikla reynslu af ofangreindu. Skoðaðar/lesnar voru reynslusögur af golfurum sem höfðu fengið gigt og hvernig þeir unnu sig í gegnum verki og þjálfun. Mikill tími fór í lestur og að kynna sér efni og þýða en ljóst er að af nægu er að taka. Þegar á leið við skrif ritgerðarinnar bættust við fleiri heimildir og gagnasöfnun og margar spurningar.

Einnig var leitað ráða hjá: Úlfar Jónsyni (titill), Magnús Birgissyni (titill), Ragnhildur Sigurðardóttir PGA kennara, ásamt því að upplýsingar vegna tölfræði komu frá: GSÍ, Hörður Þorsteinsson, Arnar Geisrsson og GKG, Agnar Már Jónsson.

Kylfingar skráðir hjá GSÍ: Tölfræði og þróun Undanfarin ár hefur sú þróun verið hvað varðar íslenska kylfinga að meðalaldur hefur verið að hækka meðal skráðra iðkenda hjá GSÍ og golfklúbbunum. Einnig hefur verið brottfall hjá yngri aldurshópum á meðan nýliðun eyks hjá eldri hópum. Eftirfarandi tölfræði er fengin frá GSÍ. (Ársskýrsla GSÍ 2014)

Page 7: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Mynd 1: Fjöldi kylfinga skráðir hjá GSÍ 2008-2014

Hér má glöggt sjá að frá árinu 2008 til 2012 varð töluverð aukning á milli ára og alls fjölgaði skráðum iðkendum úr 14.741 í 16.641 til ársins 2012. Síðan hefur þróunin verið niður á við. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna fækkunin er en ýmsar ástæður geta verið fyrir því eins og veðurfar. Þegar þessar breytingar eru skoðaðar betur kemur í ljós að þær eru nánast á tvo vegu þ.e fækkun iðkenda sem eru yngri en 50 ára og gríðarleg aukning iðkenda eldri en 50 +. Líklegt er að iðkendur séu að færast á milli þessa aldurshópa en það skýrir ekki þessa miklu breytingu.

Árið 2008 voru 2.635 fleiri iðkendur í hópnum yngri en 50 ára. Árið 2014 eru 50 ára og yngri 1.011 færri en 50 + þannig að það hafa orðið töluverð umskipti. Raunfækkun yngri en 50 ára á tímabilinu 2008-2014 er mínus 1.004 á meðan 2.638 hafa bæst við 50 + hópinn.

Fækkun iðkenda árin 2013 og 2014 eru eingöngu í hópnum sem eru yngri en 50 ára. Hlutfallslega fækkaði mest í hópunum undir 21 árs aldri árin 2013 og 2014 eða alls um 360 krakka / unglinga, og um 600 iðkendur í 22-49 ára

Page 8: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Aukning og fækkun kylfinga frá 2008 -2014 í nokkrum aldursflokkum

Mynd 2: Aukning og fækkun iðkenda í % milli 2008-2014

Þróun 50 + ára kvenniðkenda frá 2008 - 2014

Mynd 3

Page 9: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Þróun 50 + karliðkenda 2008 -2014

Mynd 4

Samantekt fjöldi iðkenda karla og konur eldri en 50 ára

Mynd 5

Eins og sjá má af ofangreindu er mikil aukning iðkenda hjá eldri kylfingum sem er frábær þróun fyrir framgang golfíþróttarinar hjá eldri kylfingum á Íslandi. Hins vegar er þróunin hjá yngri kylfingum áhyggjuefni og þarf að skoða vel hvað veldur þar.

Page 10: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Aldurspýramídi iðkenda skráðir hjá GSÍ 2014 (16.371 iðkendur)

Mynd 6

Hérna sést vel hvernig dreifing er eftir aldri og áberandi hversu stór hluti og fjölmennur hópurinn er þegar 40 + árunum er náð. Athygli vekur hins vegar að það vantar mikið upp á 20 - 40 ára hópinn. Unglingastarfið og námskeiðin eru samt greinilega að skila sér inn til yngri hópanna.

Einn er sá hópur sem ekki er til tölfræði yfir en það eru þeir iðkendur sem ekki eru skráðir í kerfi GSÍ og golfklúbbana. Í samtölum við GSÍ starfsmenn þá Hörð Þorsteinsson framkvæmdarstjóra og Arnar Geirsson kerfis og skrifstofustjóra kom í ljós að lítil tölfræði er til um þessa iðkendur hjá GSÍ og ekki er vitað nákvæmlega hvað þessi hópur er stór . Margir af þessum iðkendum eru í golfklúbbum sem eru tengdir þeirra vinnustað t.d Samskip, Eimskip og fleiri fyrirtækjum. Mörg þessara fyrirtækja hafa síðan gert styrktarsamninga við golfklúbba og fá þá hagstæð afsláttarkjör fyrir sína starfsmenn.

MG Gallup gerði neyslu- og lífsstílskönnun fyrir GSÍ þar sem m.a. var spurt um golfiðkun á árunum 1999-2005 (Golfsamband Íslands, 2006). Fjöldi svarenda var um 8000 manns. Hvað stunda margir Íslendingar golf? Niðurstöðurnar sýna að um 37.000 manns spila golf oftar en fimm sinnum í viku og að um 64.000 manns hafa spilað golf sér til ánægju. Alls eru á sama tíma um 13.933 manns skráðir golfiðkendur í gagnagrunni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Um 600 þeirra eru í fleiri en einum golfklúbbi þannig að heildarfjöldi kylfinga er alls 13.370 eins og áður hefur komið fram. Árið 2005 voru 11% kylfinga 15 ára og yngri.

Page 11: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Tölfræði

Mynd 7

Aldurspýramidi GKG er um margt sambærilegur og GSÍ nema að fjöldi unglinga skráðir í GKG er hlutfallsega töluvert meiri en hjá öðrum klúbbum GSÍ. Stefnumótun og markmiðssetning skilar sér vel inn árið 2012 en hefur eitthvað fækkað árin 2013-2014 og hugsanlega á veðrið þátt í því.

Eitt af því sem vakti áhuga minn er að skoða hvernig eldri klúbbfélagar eru að nýta golfvellina og hvort notkunin sé hlutfallsleg í samræmi við aldursskiptinguna. Í ljós kemur að það er raunin og einnig að eldri hóparnir eru reyndar mjög duglegir almennt að spila og nýta sér aðstöðuna. Þegar við skoðum hvernig hinn almenni félgasmaður er að nýta sér aðstöðuna kemur í ljós að eldri hóparnir eru mun duglegri að nýta sér Mýrina sem er 9 holur og töluvert auðveldari á fótinn heldur en Leirdalurinn sem er 18 holur og getur reynt á þolið. Eldri hóparnir eru samt líka stórt hlutfall þeirra sem eiga rástíma Í Leirdalinn. Unglingar sýna sama mynstur og eldri hóparnir. Millihópurinn þ.e aldurinn frá 20-45 er svo duglegri að nýta sér Leirdalinn og sýna Mýrinni minni áhuga. Eftir 60 ára aldurinn sést greinilega að Mýrin er sterkari valkostur.

Golftímabilið er um 6 mán eða 160-170 dagar á ári þar sem Leirdalur og Mýrin eru opin þ.e frá byrjun maí til seinni hluta október. Síðan er Mýrin opnuð sem vetrarvöllur. Varlega áætlað er að á hverjum degi eru að meðaltali 350 iðkendur að spila á golfvöllum GKG og meira en helmingur er eldri en 50 ára

Page 12: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Leirdal og Mýrina

Mynd 8:

Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Leirdal

Mynd 9

Page 13: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Mýrina

Mynd 10

Rástímar skipt eftir aldri: Yngri en 50 og eldri en 50

Mynd 11

Page 14: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Notkun skipt upp eftri aldursflokkum á Leirdal og Mýrina

Mynd 12

Notkun skipt upp eftri aldursflokkum samtals á Leirdal og Mýrina

Mynd 13

Af þessu að dæma er ljóst að eldri GKG kylfingar er mjög virkur hópur og nýtir sér þessa íþrótt vel til útivistar og ánægju. Mikill félagsskapur og samheldni má sjá hjá þessum hópum og er starf fjölbreytt yfir árið. Virknin er góð í nefndarstörfum og stjórnarsetu ásamt ýmisskonar sjálfboðaliðastarfi, mótatstörfum og fl. Kvennastarfið er sérlega öflugt og nánast alltaf eitthvað að gerast í hverri viku, bæði í leik og skemmtun. Vinavellir og keppnir á milli klúbba og heimsóknir á aðra velli.

Meistarmót er fastur liður og margir öldungar sem taka þátt, og hafa góða færni í að spila með yngri hópunum. Síðan er undirbúningur og val í karla og kvennasveitir öldunga sem keppa á haustin í sveitakeppni klúbbanna. Einnig er töluverður hópur sem sækir í Lek mótaröðina þar sem keppt er um landsliðssæti Öldunga bæði í höggleik og forgjöf. Landsliðin fara erlendis einu sinni á ári til keppni.

Page 15: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Aðeins um verki Ótti tengdur verkjum getur gert fólkt vanvirkt og getur jafnvel haft meiri áhrif á virkni en verkurinn sjálfur og minnkað þar af leiðandi getu til að sinna athöfnum daglegs lífs. Hrefna Indriðadóttir (2008) skrifar í grein sinni um sjúkraþjálfun einstaklinga með gigtarsjúkdóma að sjúklingarnir hreyfi sig oft lítið vegna einkenna sjúkdómsins. Algengt er að fólk óttist að hreyfing auki verkina og skemmi liði.

Þó fólk sé meðvitað um gildi hreyfingar og líkamsþjálfunar þá kemur óttinn í veg fyrir að fólk með gigt hreyfi sig. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að æfingar auki ekki liðskemmdir og með aukinni hreyfingu dregur úr þreytu og verkjum (Indriðadóttir, 2008).

Rannsóknir hafa einnig sýnt að þeir sem eru óhræddari við hreyfingu hafa almennt minni verki, depurð og fötlun en þeir sem hræðast verkjaaukningu við hreyfingu (Damsgård, Dewar, Roe, & Hamran, 2011; Elfving, Andersson, & Grooten, 2007). Niðurstöður rannsóknar sem Damsgård og félagar (2011) gerðu bentu til þess að ótti við verki vegna aukinnar hreyfingar jók á almennan kvíða og er ein ástæða þess að fólk forðast þær hreyfingar sem geta valdið sársauka

Nokkrir algengir sjúkdómarMargar spurningar komu upp í huga mínum er leið á gagnasöfnunina og hvert ritgerðin myndi leiða mig var sú spurning hvort það sé nauðsynleg fyrir PGA kennarann að vita eitthvað um sjúkdóma sem herja á miðaldra og eldra fólk og hvaða tilgangi það þjónaði. Þá er aðallega verið að tala um sjúkdóma eins og liðagigt, vefjagigt, sóriasis gigt, brjósklos, og svo vöðvarýrnun og margt fleira tengt stoðkerfinu. Flestir af þessum sjúkdómum eiga reyndar ágæta samleið með golfiðkun og það eru margir góðir kylfingar sem spila reglulega og með lága forgjöf sem þjást af einhverjum sjúkdómum eins og gigt.

Það er mín skoðun að eftir því sem PGA kennarinn þekkir betur ofangreinda sjúkdóma og virkni þeirra, að þá er kennarinn betur í stakk búinn til að leiðbeina, kenna, þjálfa, hjálpa og hvetja nemandann/leikmanninn til að nýta sér golfiðkun sem heilsubætandi aðferð til að lina verki, liðka og styrkja líkaman, ásamt því að auka kraft og þol. Einnig skiptir félagslegi þátturinn miklu máli fyrir andlega heilsu og hugsun. Nemandinn/leikmaðurinn nær líka betra sambandi við kennarann þar sem kennarinn er líklegri til að skilja betur þarfir og getu viðkomandi. Allar líkur eru á að kennarinn spyrji réttu spurningarnar og fái réttari greiningu á leikmanninum ásamt því að raunhæf markmið og væntingar með kennslunni náist. Leiknin kemur fyrr fram og leikmaður er því fyrr í stakk búinn til að leika golf sér til ánægju. Einnig ætti þekking kennarans að aukast með tímanum og faglegi grunnurinn að aukast. Kennarinn á að hafa þekkingu á golfbúnaði og fatnaði, hjálpartækjum sem henta, ásamt öðrum praktískum aðferðum við að sveifla kylfunni þar sem ólíklegt sé að sama golfsveiflan henti öllum. Þegar þetta kemur allt saman er líklegt að nemandinn/leikmaðurinn og kennarinn nái góðum árangri. Einnig ætti kennarinn að vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfarann og eða geta vísað á góða sjúkraþjálfun.

Líkaminn er eins og hver önnur vél, það þarf að hugsa vel um hann til að hann endist sem lengst og haldi sem bestri færni. Þegar við eldumst og sjúkdómar leggjast á hann verður að hafa enn meira fyrir því að halda honum við. Liðka þarf liðina svo þeir stirðni ekki, styrkja vöðvana til að þeir missi ekki kraft og rýrni, teygja þarf vöðvana reglulega annars styttast þeir og stífna. Passa verður vel upp á stöðugleika liða, að styrkja vel í kringum óstöðuga liði og liðka sérstaklega liði sem hafa skerta

Page 16: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

hreyfingu. Æfa þarf jafnvægi og samhæfingu og viðhalda þannig sem bestri færni. Og til að gera líkamann orkumeiri þarf að auka þolið með hæfilegum æfingum sem hraða hjartslátt og öndun og bæta blóðið. Þjálfunin þarf því að vera nokkuð fjölbreytileg svo að tekið sé á öllum þessum þáttum. Jafnframt verður að gæta þess að þjálfun sé við hæfi hvers og eins.

Helstu flokkar gigtsjúkdómaÞó að það hafi venjulega verið talað um kroniska liðverki sem eitt ákveðið ástand, þá er gigt í raun og veru samansafn af meira en 100 mismundandi sjúkdómum sem innihalda liðbólgu.

Bólgusjúkdómar Iktsýki Rauðir úlfar og skyldir sjúkdómar Fjölvöðvabólga – húðvöðvabólga Herslismein Fjölvöðvagigt Æðabólgur Hryggikt Reiterssjúkdómur (Fylgigigt) Psoriasis liðagigt Barnaliðagigt

Liðbólgur tengdar sýkingum Kristallasjúkdómar, til dæmis þvagsýrugigt Slitgigt Vöðva- og vefjagigt - festumein og skyldir sjúkdómar Beinþynning

Algengi gigtarFólk á öllum aldri fær gigtsjúkdóma og eru slitgigt, vöðva- og vefjagigt og iktsýki útbreiddastir. Slitgigt er algengasti sjúkdómur í liðum og eykst tíðni hans með aldrinum. Þannig greinast slitbreytingar í hrygg eða útlimaliðum á röntgenmyndum hjá allt að 20% einstaklinga þó allur sá fjöldi beri ekki mikil einkenni slitgigtar. Iktsýki herjar trúlega á allt að 1% þjóðarinnar og einkenni vöðva- og vefjagigtar og festumeina eru mjög algeng. Aðrir gigtsjúkdómar eru fátíðari.

Hér á landi eru einkenni um gigtarsjúkdóma meðal algengustu ástæðna heimsókna til læknis og eru sumir þessara sjúkdóma að verða sífellt algengari, m.a. vegna hækkandi meðalaldurs. Bandaríska gigtarsambandið telur t.d. að árið 1982 hafi 36 milljónir Bandaríkjamanna verið með gigtarsjúkdóma. Þá valda sjúkdómarnir ómældri þjáningu og skapa auk þess alvarlegan fjárhagsvanda fyrir þjóðfélagið í heild. Um það bil 20% íslenskra öryrkja eru það vegna gigtar.

Page 17: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Vefjagigt

Mynd 14

Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur sjúkdómur eða heilkenni(e. syndrome) sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsu líffærakerfum. Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir.

Önnur algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur (e. Raynaud´s phenomenon), dofi í útlimum, bjúgur, kraftminnkun, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð.

Oftar rænir vefjagigtin aðeins hluta af færni til vinnu og athafna daglegs lífs. Þar sem ekki sjást nein ummerki um sjúkdóminn, hvorki á sjúklingnum, né í almennum læknisrannsóknum þá hafa þessir einstaklingar oft á tíðum mætt litlum skilningi heilbrigðisstarfsfólks, aðstandenda, vina eða vinnuveitenda. Enn þann dag í dag telja sumir að vefjagigt sé í raun ekkert annað en verkjavandamál sem geti talist eðlilegur hluti af lífinu.

Vefjagigt finnst hjá báðum kynjum, en er algengari hjá konum en körlum og er hlutfallið a.m.k. 3 – 5 konur á móti einum karli. Sjúkdómurinn er þekktur í öllum aldurshópum og er algengastur hjá konum á miðjum aldri, en börn, unglingar og aldraðir geta líka fengið vefjagigt. Fáar og ófullnægjandi rannsóknir eru til um algengi vefjagigtar meðal barna og unglinga.

MeðferðÞrátt fyrir að þekkingu á vefjagigt hafi fleygt mikið fram þá er ekki til nein meðferð sem hefur áhrif á öll einkenni hennar. Vísindarannsóknir benda til að meðferð sem felur í sér fræðslu, þátttöku sjúklinga, betri svefn og betra líkamsástand gefi góðan árangur. Einnig benda margar rannsóknir til að sálfræðimeðferð, einkum hugræn atferlismeðferð ( e. cognitive behavioral therapy) bæti líðan og ástand vefjagigtarsjúklinga. Hollt og gott mataræði skiptir líka miklu máli.

Page 18: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

ÞjálfunÁvinningur fólks með vefjagigt af því að stunda þol- og styrktarþjálfun hefur oft verið staðfestur í rannsóknum og ætti því ætíð að vera hluti af meðferð. Þolþjálfun, styrktarþjálfun og þjálfun í vatni hefur gefið bestan árangur og felast áhrifin í bættri líðan, minni verkjum, þreytu, kvíða, og þunglyndi. Þjálfun hefur þessi áhrif meðan hún er stunduð reglulega, en ávinningur þverr smám saman ef þjálfun er hætt. Regluleg þjálfun dregur úr þreytu, stælir vöðva, styrkir bein (dregur úr beinþynningu), eykur liðleika, eykur úthald, bætir heilsu og vellíðan. Eflir, hressir og kætir eins og stóð einu sinni inni í Ópal pökkunum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum reglulegrar þjálfunar á fólki sem haldið er sjúkdómum eins og t.d. iktsýki, slitgigt og vefjagigt. Hafa þessar rannsóknir leitt í ljós að fyrir utan að bæta styrk og úthald þá dregur þjálfun einnig úr verkjum, kvíða og depurð. (vefjagigt.is)

Golf og vefjagigtGolfiðkun og vefjagigt getur átt góða samleið. Félagsskapur, leikur og keppni hefur góð andleg áhrif á likama og sál. Útivist í góðu veðri og umhverfi sem reynir ekki um of á líkaman þ.e þokkalega sléttur golfvöllur. Golfferðir til sumarlanda í hita og sól að hausti, vetri og eða snemma vors eru gulls ígildi í góðum félagasskap í leik og keppni með hæfilega mikill hreyfingu og átökum.

Leikmaður getur alltaf hætt leik þegar honum hentar t.d eftir 9 holur og þess vegna stillt upp sínum leik í samræmi við úthald. Lætur þá meðspilara vita að hann þurfi hugsanlega að hætta leik ef þannig stendur á.

Verkirnir hætta ekki þótt leikmaður styrki sig og æfi. Þetta er spurning um að læra að lifa með verkjum. Hreyfing og góð þjálfun losar endorfín sem minnkar verki og gerir þá bærilegri. Yfirþyngd er slæm fyrir vefjagigt. Stirðleikinn kemur eftir æfingar og þá er hægt að fara í heita sturtu/bað sem linar verki. Öll hreyfing og félagsskapur stuðlar að heilbrigðari líkama og sál.

Veraldarvefurinn geymir þó nokkuð mikið af reynslusögum af kylfingum sem hafa fengið greiningu á vefjagigt og hvernig þeir hafa síðan unnið að því að spila golf áfram og breytt þá æfingarferli og grunnatriðum í sveiflu í samráði við sinn golfkennara kennara og gengið vel.

Hér koma nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við æfingar og leik

Klæða sig vel og eftir veðri. Næra sig rétt og eftir aðstæðum, hita og kulda og lengd spilatíma. Hita sig vel upp og teygja vel fyrir og eftir. Auka liðleika jafn og þétt. Byrja rólega og forðast mikil átök. Styttri golfsveiflu og við hæfi. Tía upp í öllum höggum, líka úti á braut og æfingarmottum. Pútta eðlilega en forðast að bogra mikið yfir pútti. Ath lengri pútter og uppréttari staða Góðan skófatnað. Athuga stutta takka og mýkri takka. Forðast bratta sveiflu (impact/högg sem leiðir upp í handleggi ) Passa gripstyrk, minni gripstyrk og auka lag í úlnið. Golfhanskar á báðum höndum. Þykkara grip á kylfuna, auðveldar að halda utan um kylfuna og minnkar álag. Æfa réttan sveifluhraða og passa snöggar hreyfingar og átök. Mýkri golfbolta ( 55 – 90 compress ) með mjúkum kjarna – æfingarboltar. Vinstri fótur snýr vel til vinstri (ca 35-45°) til að liðka fyrir lokastöðu.

Page 19: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Athuga að vera með mýkri kylfur t.d Graphite.

FjölvöðfagigtFjölvöðvagigt er ekki það sama og vefjagigt. Fjölvöðvagigt (polymyalgia rheumatica), er algengust hjá þeim sem eru eldri en 50 ára. Oft eru verkir og stirðleiki um háls, handleggi, axlir og mjaðmir. Meðferð við fjölvöðvagigt felst í steragjöf í töfluformi og svarar sjúklingur oftast slíkri meðferð mjög fljótt og verður þá gjarnan alveg einkennalaus. Sterameðferðin þarf oftast að standa í a.m.k. 1-2 ár og nær þá sjúklingurinn bata.

Psoriasisgigt

Einkenni og skilgreiningarStoðkerfiseinkennin sem fylgja psoriasis, gera vart við sig með verkjum í liðum og vöðvum, ásamt sinaskeiðabólgum, festumeinum og í mörgum tilfellum liðbólgum, sem oft á tíðum geta hafa í för með sér hreyfiskerðingu. Því hefur gigt samfara psoriasis fengið sérstakt sjúkdómsheiti og nefnist á erlendu máli psoriasis arthropathy eða psoriasis arthritis, en verður hér nefnd sóragigt.

Sóragigt einkennist af bólgu í sinafestum, sinaslíðrum og/eða í liðhimnum, oft með þeim afleiðingum að hreyfiskerðing verður í viðkomandi lið vegna liðskemmda. Auk þess hefur viðkomandi sjúklingur þekktar psoriasisbreytingar í húð eða nöglum. Liðbólgan er oftast í útlimaliðum en getur líka lagst á hrygg og spjaldliði. Bólgumein þessi valda einkennum sem lýsa sér í sárum hreyfi- og álagsverkjum í liðum og sinafestum, ásamt stirðleika. Þessi einkenni geta verið ósértæk, hinsvegar má ætla að tíundi hver sjúklingur með psoriasis hafi liðbólgusjúkdóm. Sóragigt einkennist af festumeinum og liðbólgum, sem getur birst í fimm mismunandi alvarlegum sjúkdómsmyndum.

Algengi soriasisTalið er að um það bil 2-3% fullorðinna hafi psoriasis. Að minnsta kosti tíundi hver sjúklingur með psoriasis fær einkenni frá stoðkerfi, sumir hverjir mjög alvarleg, sem getur valdið skerðingu á hreyfifærni. Öllu fleiri eru þó með álagsverki og einkenni um festumein tengt psoriasis.

SjúkdómsbyrjunFlestir fá sóragigt á aldrinum 30-50 ára. Sóragigt er jafnalgeng meðal karla og kvenna. Börn geta veikst af sóragigt, en þá er sjúkdómurinn algengari meðal stúlkna. Þriðjungur þeirra sem fá sóragigt veikjast tiltölulega brátt, meðan aðrir hafa lengri aðdraganda að gigtinni.

Meðferð og úrræði

Eins og við aðra liðbólgusjúkdóma er engin læknandi meðferð fyrir hendi. Hins vegar getur rétt lyfjaval bætt líðan sjúklinga með tilliti til liðverkja, liðbólgu og stirðleika. Ennfremur getur virk bólgudempandi meðferð varðveitt færni og starfsgetu sjúklinga með sóragigt. Þá getur rétt meðferð sem gefin er tímanlega komið í veg fyrir alvarlegar liðskemmdir.

Page 20: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Sjúklingum með liðbólgusjúkdóma er ætíð nauðsynlegt að tryggja sér góða hreyfingu og almenna líkamsþjálfun til þess að viðhalda vöðvastyrk og hreyfigetu. (Gigtarfélag Íslands)

Golf, psoriasis og Phil MichelsonÍ ágúst 2010 tilkynnti Phil Michelsson að hann hefði verið greindur með sórasis gigt (psoriatic arthritis). Phil var þá 40 ára og hafði miklar áhyggjur af framtíð sinni sem golfíþróttamaður. Verkirnir voru miklir og komst hann varla fram úr rúminu án hjálpar. Miklir verkir í öklum, mjöðmum, öxlum og hann gat t.d ekki lyft handlegg upp fyrir höfuð. Golfsveiflan var farin. Samt spilaði Phil á U.S Open og um frammistöðuna kom t.d þetta comment. “The best thing you can say about Phil Mickelson’s first round at the U.S. Open is that no children or animals were harmed in its making,” wrote an ESPN columnist in describing Phil’s day one play.

Phil fékk síðan rétta greiningu og fór í nokkrar lyfjameðferðir þar til réttu lyfin fundust og Phil til happs að þá höfðu ekki orðið liðskemmdir.

Nokkur atriði sem geta haft áhrif á golfsveiflu:

Bólgur í fingrum og liðum hafa áhrif á gripstyrk Impact hefur áhrif og sársauki getur verið mikill Bólgur í öklum og hné hafa áhrif á stöðuleika Bólgur og verkir í öxlum hafa áhrif á sveiflu og sveiflulengd aftur og fram Bólgur í mjöðmum hafa áhrif á snúningsgetu Bólgur i mjóbaki hafa áhrif á snúning og framsveiflu, lokastöðu

Slitgigt

Slitgigt og algengiSlitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum. Hún byrjar oft hjá fólki á aldrinum 15-30 ára en án þess að einkenni komi fram. Við 70 ára aldur er slitgigt mjög algeng. Næstum allir fertugir einstaklingar eru með einhver merki um slitgigt í ganglimum þó að fæstir þeirra hafi af því óþægindi. Margir keppnisíþróttamenn fá einnig slitgigt í fætur, hné og mjaðmir.

Einkenni og skilgreiningarSlitgigt hefur það í för með sér að brjóskið í liðunum þynnist og eyðist að lokum alveg. Samtímis bólgnar liðpokinn og vökvinn í liðnum eykst en við það gildna liðamótin.

Sjúkdómseinkennin eru liðverkir, eymsli, minnkuð hreyfing, marr eða brak, vökvasöfnun og meiri eða minni liðbólga. Óþægindin takmarkast við liði og sjúklingurinn hefur engin almenn einkenni um veikindi svo sem sótthita eða slappleika.

Sjúkdómurinn leggst aðallega á hné, fingurliði, hrygg, mjaðmir, ökkla og axlir. Hann er mun algengari en aðrir sjúkdómar hjá eldra fólki svo sem háþrýstingur, hjartasjúkdómar, sykursýki o.s.frv.

Slitgikt í hnélið er líklegasta form sjúkdómsins til að valda hreyfihömlun.

Page 21: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Síðan er um að ræða liði í höndum og fingrum en þar á eftir koma liðir í fótum, og mjöðmum. Óþægindi í öðrum liðum eru sjaldgæfari. Offita eykur hættu á slitgigt í hnjám og mjöðmum og sama gildir um störf þar sem mikið reynir á þessa liði, til dæmis þar sem lyfta þarf þungum hlutum.

Slitgigt er næstum því alltaf ólæknandi og ástandið fer venjulega hægt versnandi. Þó eru til dæmi þess að slitgigt í hnjám, mjöðmum og jafnvel öðrum liðum hafi hætt að versna eða jafnvel lagast við vel skipulagða sjúkraþjálfun.

MeðferðSú meðferð sem nú er hægt að bjóða upp á miðar að því að draga úr óþægindum. Í byrjun er venjulega gripið til fræðslu um sjúkdóminn, sjúkraþjálfunar, hæfilegrar líkamsþjálfunar, megrunar þegar það á við og stoðtækja til að minnka álag á sjúka liði. Jafnframt geta sjúklingar tekið verkjalyf (til dæmis parasetamól) eða bólgueyðandi verkjalyf (til dæmis íbúprófen eða naproxen) og sumum hjálpar að bera bólgueyðandi lyf á húðina yfir liðnum.

Önnur úrræði

Þyngdarstjórnun.Að vera í kjörþyngd og viðhalda henni skiptir miklu máli fyrir fólk með slitgigt. Þannig verður minna álag á liðina sem síðan stuðlar að minni verkjum. Aukin þyngd hefur aftur á móti bein áhrif á þróun slitgigtar og flýtir fyrir versnun. Fólki sem er of þungt og með slitgigt í burðarliðum – mjöðmum og hnjám – líður mikið betur þegar það léttist. Því meira viðkomandi léttist því betri líðan – og að léttast getur einnig verið fyrirbyggjandi. Ef viðkomandi léttist um 5 kíló, minnkar áhættan til helminga á að fá slitgigt í hnén innan næstu 10 ára. Nýjar rannsóknir sýna að ef viðkomandi ert of þung/ur og léttist, þá mun hann fyrir hvert eitt prósent sem viðkomandi léttist, sleppa við 2% af verkjunum og það hljóta að vera góð skipti.

Liðskipti og skurðaðgerð koma einnig til greina og þá er mikilvægt að fá góða sjúkra og styrktarþjálfun.

Hreyfing – of lítil og of mikil

Regluleg hreyfing aðlöguð að getu getur minnkað verki og aukið hreyfifærni. Þannig er hægt að einkennunum niðri og kemur í veg fyrir versnun.

Og það er aldrei of seint að byrja. Margar rannsóknir sýna að eldra fólk hefur mikið gagn af reglulegri þjálfun og hreyfingu. Hreyfing er góð bæði fyrir vöðva, bein og liði. Styrkir vöðvar halda við liði og minnka líkur á álagseinkennum. Beinin verða þéttari og þar með sterkari og næring liðbrjósksins örvast. Allt þetta eru sterk rök fyrir því að hreyfing sé mikilvægur þáttur í daglegu lífi með slitigt.

Það sem einstaklingur velur að gera á að bæta – en ekki gera einkennin verri. Því skal hlusta á boð líkamas. Það má ekki finna mikið til lengi – en það má finna til seyðings, svitna á enninu og finna fyrir eymslum í stuttan tíma bæði við og eftir hreyfingu/þjálfun.

Hreyfing til gagns og gamans

Hreyfing getur verið margskonar, t.d. garðvinna, að ganga með hundinn eða að hjóla hvort heldur er úti eða inni. Hægt er að æfa markvisst t.d. með leikfimi, sundi o.s.frv. Gott er að hafa í huga að velja

Page 22: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

sér bæði þol- og styrktarþjálftun. Með þolþjálfun er átt við hreyfingu þar sem hjartsláttur eykst, viðkomandi mæðist og hitnar eða jafnvel svitnar. Þolþjálfun getur verið að ganga, hjóla, synda, þjálfun í vatni, leikfimi eða dans og golf. Í styrktarþjálfun notar viðkomandi líkamsþungann, tæki, trissur, lóð, sandpoka, teygjubönd og æfingar á bekk til þess að fá meira álag á vöðvana.

Hvað svo sem valið er, þá á það að vera skemmtilegt og passa viðkomandi. Margir velja að samræma hreyfingu og þjálfun – t.d. með einum lengri eða fleiri styttri göngutúrum yfir daginn, spila golf og önnur létt útivist og eða einföldum heimaæfingum – og svo fara einu sinni á líkamsræktarstöðina eða í sundlaugina.

Golf og slitgigtGolf og slitgit geta vel átt saman. Hreyfingin er góð bæði fyrir vöðva, bein og liði. Styrkir vöðvar halda við liði og minnka líkur á álagseinkennum ef sviflað er rétt. Athuga má með að finna út hvað sveifla hentar best og er betra að standa aðeins uppréttari. Á æfingarsvæðinu og á mottum að stilla þá upp á tí og passa að fá ekki höggvíbringinn í impact. Á golfvellinum mætti sleppa að fara ofan í bönker og taka þess í stað víti o.fl. Ekki vera með bakpoka og labba hæfilega en nota minna golfbílinn.

Hreyfingarleysi vegna verkja kallar á að vöðvar rýrna, stirðleiki og verkir aukast, þol og kraftur minnkar, samhæfing og stöðuleiki minnkar, liðleiki minnkar, ásamt því að kyrrseta er slæm að öllu leyti fyrir stoðkerfi líkamans, hjarta og lungu. Hæfileg golfiðkun stuðlar að því að bæta og styrkja ofangreinda þætti ásamt því að andlegi og félagslegi þátturinn getur hjálpað mikið til. Gott tengslanet vina og golffélaga er einnig til bóta. Félagsskapurinn getur haldið utan um og hvatt viðkomandi áfram.

Nokkur atriði sem geta haft áhrif og eða bætt golfsveiflu og golfiðkun.

Góður stuðningfatnaður. (spelkur, hnéhlífar, axlir, ökla, úlnliði, mjaðmir, bak) Góðir skór og innlegg. Nota minni og mýkri takka. Góð upphitun fyrir og eftir leik, og réttar teygjuæfingar við hæfi Uppréttari staða í öllum höggum ( nota lengri golfkylfur) Ganga uppréttur og beinn í baki um völlinn ( ekki hokinn ) Lengri pútter og taka bolta upp með pútter / boltasafnara. Opna stöðu bæði vinstri og hægri fótar 20-30° í uppstillingu (minnkar álag á mjaðmir og bak )

passa að hægra hné hreyfist ekki of mikið í aftursveiflu og að of mikil hreyfing verði í sveiflunni

Vinstri hæll upp í aftursveiflu ( minna álag / hreyfing á hægra hné ) Styttri aftursveifla en víðari. Taka hægri fótinn með í lokin á framsveiflunni . ( taka skrefið í átt að skotmarkinu) Golfhanskar á báðar hendur ( til eru sérstakir hanskar fyrir gigtarveika) Tía upp á vellinum. Sleppa bönkernum og ójöfnum svæðum utan vallar Graphide sköft Sleppa golfpokanum. Ýta golfkerruni. Takmarka golfbílinn eins og hægt er.

Page 23: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Liðagigt / iktsýki

EinkenniLiðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, og lýsir sér með bólgum og skemmdum í liðamótum á útlimum, venjulega sömu liðum hægra og vinstra megin.

Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, og lýsir sér með bólgum og skemmdum í liðamótum á útlimum, venjulega sömu liðum hægra og vinstra megin.

Um 1-2% fólks fær sjúkdóminn en hann er 2-3 sinnum algengari hjá konum en körlum. Fólk getur veikst af liðagigt hvenær sem er ævinnar, frá ungabörnum til aldraðra, en algengast er að fólk veikist á aldrinum 25 til 50 ára.

Liðagigt getur byrjað skyndilega en algengara er að sjúkdómseinkennin komi fram hægt og bítandi á löngum tíma. Um er að ræða bólgur og verki í liðum, venjulega mest áberandi í höndum og fótum. Margir liðir eru undirlagðir og oftast er sem fyrr segir um að ræða sömu liðina vinstra og hægra megin (fingur, úlnliðir, tær, ristar, olnbogar og ökklar).

Til viðbótar við bólgur og verki fylgir liðagigt áberandi stirðleiki í liðunum sem varir í meira en hálfa klukkustund að morgni eða eftir langa hvíld. Þessu geta fylgt almenn einkenni eins og þreyta og hitavella. Þegar tíminn líður fara liðirnir að skekkjast og afmyndast og er þetta oft áberandi á höndum. Liðbrjóskið skemmist og þynnist og beinþynning verður umhverfis sjúka liði

Meðferð og þjálfunEins og fram hefur komið hefur hreyfing mjög jákvæðan ávinning almennt. Þessi jákvæðu áhrif eiga einnig við um fólk með liðagigt. Miðað við heilbrigða einstaklinga þá er fólk með liðagigt með allt að 70% minni styrk og eiga einnig auðveldara með að missa niður vöðvamassa. Tap á vöðvamassa tengist oftast minnkaðri hreyfigetu en einnig þáttum sem tengjast ónæmiskerfinu.

Þá geta orðið breytingar í beinagrindavöðvum einstaklingsins sem getur leitt til minni vöðvastyrks. Minni vöðvastyrkur og minni kraftmyndun leiða til skertrar hreyfifærni í daglegu lífi.

Það er flókið samspil andlegra og líkamlegra þátta sem einstaklingur með gigt þarf að glíma við. Ekki er nægilegt að vita hvaða áhrif hreyfingin hefur á líkamann heldur þarf andlegi þátturinn einnig að vera gríðarlega sterkur. Í upphafi má búast við auknum vekjum til að byrja með en þeir eiga ekki að aukast mikið né standa yfir í langan tíma. Vöðvar, liðir og vefir líkamans eru að venjast nýju álagi.

Það skiptir miklu máli að velja hreyfingu og þjálfun eftir áhuga og getu. Þjálfunin á að leggja áherslu á þol, styrk og liðleika. Til þess að ná árangri í hreyfingu sem meðferð þarf þolinmæði. Árangur kemur að jafnaði ekki fram strax heldur tekur mánuði og jafnvel ár. Hreyfing sem meðferðarform er ekki skyndilausn (Ehrman, 2009). Ekki er æskilegt að hefja reglunbundna hreyfingu með of miklu álagi. Mikilvægt er að byrja rólega, gera hreyfingu að venju og auka álagið smám saman.

Page 24: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Golf og liðagigt/ iktsýkiGolf og liðagigt á ágætlega saman. Sem dæmi að þá hefur Kristy McPherson 32 ára atvinnugolfari sem veiktist alvarlega 12 ára náð ágætum árangri á golfvellinum (7 ár í LPGA túrnum) og á sama tíma náð að vinna með liðagigtina. Haldið sér í góðu formi þrátt fyrir verki og stirðleika. Hennar mottó er að stjórna liðagigtinni og að forðast það að láta gigtina stjórna daglegum athöfnum. Heitt bað í byrjun og lok dags. Heitir og kaldir bakstrar á bólgur. Líkamsrækt 3-4 sinnum í viku. Rétt og heilsusamlegt fæði og lyf.

Nokkur atriði sem geta haft áhrif og eða bætt golfsveiflu og golfiðkun.

Góður stuðningfatnaður. (spelkur, hnéhlífar, axlir, ökla, úlnliði, mjaðmir, bak) Góðir skór og innlegg. Nota minni og mýkri takka. Góð upphitun fyrir og eftir leik, og réttar teygjuæfingar við hæfi Uppréttari staða í öllum höggum ( nota lengri golfkylfur) Ganga uppréttur og beinn í baki um völlinn ( ekki hokinn ) Lengri pútter og taka bolta upp með pútter / boltasafnara. Opna stöðu bæði vinstri og hægri fótar 20-30° í uppstillingu (minnkar álag á mjaðmir og bak )

passa að hægra hné hreyfist ekki of mikið í aftursveiflu og að of mikil hreyfing verði í sveiflunni

Vinstri hæll upp í aftursveiflu ( minna álag / hreyfing á hægra hné ) Styttri aftursveifla en víðari. Taka hægri fótinn með í lokin á framsveiflunni . ( taka skrefið í átt að skotmarkinu) Golfhanskar á báðar hendur ( til eru sérstakir hanskar fyrir gigtarveika) Tía upp á vellinum. Sleppa bönkernum og ójöfnum svæðum utan vallar Graphide sköft Sleppa golfpokanum. Ýta golfkerruni. Takmarka golfbílinn eins og hægt er.

Page 25: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Gerfiliðir

AðgerðirLiðskipti einkum í mjöðmum og hnjám þar sem ísetning svokallaðra gerviliða á sér stað hafa verið stunduð í nokkra áratugi. Árangur aðgerða er almennt góður og vegna fjölda aðgerða er álitlegur fjöldi einstaklinga sem gengur um á meðal okkar með slíka gerviliði. Hins vegar hefur það ekki orðið ljóst fyrr en á síðustu árum hvernig slíkar aðgerðir hafa skipt sköpum fyrir líðan og lífsgæði gigtarsjúklinga.

Gróflega má skipta slíkum aðgerðum í þrennt.

Aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva eða tefja fyrir gangi sjúkdómsins og þeim skemmdum sem sjúkdómurinn olli á liðamótum. Hér ber fyrst að telja slímhúðarbrottnám (synovectomi). Með betri og áhrifaríkari steralausnum til innspýtingar í liði minnkaði verulega þörfin á slíkum aðgerðum. Þar af leiðir að slíkar aðgerðir eru lítið notaðar nú til dags. Þær hafa þó notagildi í handaskurðlækningum og ef þeim er beitt á réttan hátt og tímanlega geta þær orðið sjúklingunum til verulegs gagns.

Aðgerðir til þess að leiðrétta liðkreppur og skekkjur í beinum, t.d. með því að flytja til sinar eða brjóta upp bein og leggja í réttar skorður. Slíkar aðgerðir, einkum þær síðastnefndu voru einu úrræðin sem til voru við slitgigt í mjöðmum og hnjám lengi vel en hafa misst mikilvægi sitt á hinum síðari árum með tilkomu gerviliðaaðgerða. Þó eru enn aðstæður þar sem slíkar aðgerðir hafa ákveðið notagildi, aðallega þó til þess að fresta óumflýjanlegum gerviliðaaðgerðum, t.d. hjá ungu fólki með slitgigtarbreytingar

Endursköpun á liðfleti og liðamótum. Slíkar aðgerðir miðuðu að því að útbúa nýjan slitflöt í skemmdan lið. Í byrjun síðustu aldar voru gerðar ýmsar tilraunir með því að taka lífræna vefi, s.s. sinafell (fascia) úr sjúklingnum sjálfum eða jafnvel dýrahúðir sem voru sótthreinsaðar og saumaðar yfir skaddaða liðfleti í mjöðmum og hnjám. Árangur eftir slíkar aðgerðir var því miður ófullnægjandi í besta falli og hörmulegur í versta falli með djúpum sýkingum, beinátu og öðrum hremmingum fyrir sjúklinginn.

Ávinningur aðgerða

Gerviliðaísetning hefur á margan hátt gjörbylt líðan og lífsgæðum gigtarsjúklinga með slit- og liðagigt í ganglimum. Áður fyrr stóð þessum einstaklingum fátt annað til boða en að leggjast í kör til þess að lina verkina. Upp úr miðri öldinni hófst fyrir alvöru þróun gerviliða og eftir ýmis byrjunarvandkvæði hafa gerviliðaísetningar orðið ein af hagkvæmustu og bestu skurðaðgerðum sögunnar. Sjúklingar með slit- og liðagigt í mjöðm er álitlegur hópur eða um 3-4% allra einstaklinga. Búast má við að ríflega helmingur þeirra þurfi gervilið. Sitgigt í hné er tvisvar til þrisvar algengari en í mjöðm en aðeins um fjórðungur þeirra er talin þurfa á liðskiptum að halda.

Fyrir þessa hópa skiptir gerviliðaísetning sköpum um lífsgæði og þjóðfélagsþátttöku. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að þetta hefur runnið upp fyrir vísindamönnum. Almennt séð eru fáar læknismeðferðir eins hagkvæmar og gerviliðaísetningar. Aðgerðirnar eru gerðar í stórum stíl og árangur því góður í vönum höndum

Page 26: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Tom Watson

Árið 2008 fór Tom Watson þá 59 ára í mjaðmaaðgerð. Vinstri mjöðm hafði verið mjög slæm og miklir verkir. Svefnleysi og erfiðleikar við að klæða sig í föt. Golfsveiflan var orðin takmörkuð og erfitt að komast í lokastöðuna í sveiflunni. Einnig átti hann orðið erfitt um gang.

Tom Watson: Aðgerð og endurhæfing

Skurðaðgerð var gerð 2. október og var hann kominn heim daginn og var með göngugrind og hækjur í átta daga og gat þá gengið óstuddur. Mánuði seinna hófst svo golfendurhæfing með golfþjálfara þrjá daga í viku og 2 daga í viku sem hann æfði sjálfur.

Skurðlæknirinn sagði að óhætt væri að stunda golf nokrum vikum eftir aðgerð. Tom fór sér hægt og æfði vel og lét lækna fylgjast vel með.

Um miðjan desember gat hann slegið um 200 bolta innandyra í monitor án verkja. Sveiflan var orðin betri en árinu áður og styrkurinn og snúningsgeta jókst stöðugt.

Tom var síðan mættur á The British Open þá tæplega 60 ára og nokkrum mánuðum frá mjaðmaaðgerðinni. Minnstu munaði að hann ynni mótið eftir að hafa verið i forystu og síðan 4 holu umspil. Þess má geta að Jack Nicklaus og Greg Norman hafa farið í svipaða aðgerð.

Nokkur atriði sem geta haft áhrif og eða bætt golfsveiflu og golfiðkun eftri mjaðma og hnéaðgerðir.

Góður stuðningfatnaður. (spelkur, hnéhlífar, mjaðmir,) Góðir skór og innlegg. Nota minni og mýkri takka. Góð upphitun fyrir og eftir leik, og réttar teygjuæfingar við hæfi. Lengri pútter og taka bolta upp með pútter / boltasafnara. Opna stöðu bæði vinstri og hægri fótar 20-30° í uppstillingu (minnkar álag á mjaðmir og bak )

passa að hægra hné hreyfist ekki of mikið í aftursveiflu og að of mikil hreyfing verði í sveiflunni

Vinstri hæll upp í aftursveiflu ( minna álag / hreyfing á hægra hné ) Taka hægri fótinn með í lokin á framsveiflunni . ( taka skrefið í átt að skotmarkinu) Tía upp á vellinum. Sleppa bönkernum og ójöfnum svæðum utan vallar Graphide sköft Sleppa golfpokanum. Ýta golfkerruni. Takmarka golfbílinn eins og hægt er.

Page 27: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Golfmeiðsli

Algeng golf meiðsli: Orsakir, einkenni, og meðferð meiðsla

Golfkennarar og kylfingar ættu að vera meðvitaðir um það hvað veldur algengustu meiðslum , hver einkenni þeirra eru, og hvenær þeir ættu að leita hjálpar læknis og meðferðar vegna meiðsla. Það er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um að golfiðkun krefst notkunar á réttum og góðum búnaði, réttri faglegri þjálfun og tækni, góðu líkamlegu ástandi, þol, kraft og liðleika til að koma í veg fyrir meiðsli. Golfkennarinn þarf að hafa þekkingu á að geta styrkt grunnstöðu og hreyfingar kylfings með tilliti til að vernda hrygg, mjaðmir, hné, ökla, úlnliði, olnboga, og önnur liðamót.

Meiðslatíðni og tegund meiðsla eykst eftir því hversu mikið er æft og keppt. Atvinnumaður í golfi er með hærri tíðni og fleiri meiðsli en venjulegur helgarspilari. Eftir því sem æfinga og keppnistímabilið lengist á Íslandi þarf að huga að góðri kennslu og aðstöðu. Sífellt fleiri kylfingar eru erlendis við nám og æfa og keppa stíft og ætla sér langt í golfíþróttinni. Hér heima á Íslandi eru víða ágætar aðstæður til golfiðkana yfir veturinn og í umsjón golfklúbba sem hafa þá menntaða PGA kennara til að halda utan um vetrarstarfið ásamt því að stýra allri heilsársþjálfun innan klúbbanna.

Tíðni og tegund golfmeiðsla eru mismunandi á milli atvinnu/keppnisgolfara annars vegar og áhugagolfara, t.d eru atvinnugolfarar líklegri til að eiga við meiri meiðsli á vinstri úlnið á meðan áhugagolfarinn hefur hærri meiðslatíðni á olnboga. Atvinnugolfarinn hefur yfir miklum kylfuharaða að ráð í sveiflunni 110 -120 mph á meðan áhugamaðurinn er með 60-90 mph þannig að impact/högg getur leitt mikinn víbring upp í líkamann í gegnum hendur. 80% af meiðslum verða vegna þess að kylfingar æfa og spila of mikið og setja þar af leiðandi of mikið álag á líkamann. Síðan tapast margir dagar og vikur í golfiðkun vegna meiðsla.

Algeng meiðsli Mjóbak 36%

Olnbogar 32% Handlegir og úlnliðir 21% Axlir, hné og önnur meiðsli 11% (Harvard Medical School Study 2004)

Page 28: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Bakvandamál

Orsakir meiðsla /verkja• Golf sveiflan og sér í lagi röng golfsveifla getur sett mikið álag á mjóbak og hryggjarliði

• Mikið hokin púttstaða setur álag á hryggjarliði, á neðri hluta bak / mjóbak.• Endurtekin, einhliða snúningur á hrygg (30-50 sinnum á golfhring + æfingar á milli golfhringja ) setur mikið álag á hryggjarliði og vöðva í neðra baki /mjóhrygg .• Að beygja sig niður/yfir og taka upp þungan golfpoka getur sett álag á bakvöðva.

• Bera þungan bakpoka t.d með einni ól.

• Skemmd í brjóskþofa, hrörnun • Liðagigt og slit í hryggjarliðum getur orsakað og stuðlað að bakverkjum. • Langtíma kyrrsstaða á golfvellinum getur verið slæm

Einkenni • Verkir í baki• Stirðleiki• Vöðvakrampar• Verkur , doði eða máttleysi í fótleggjum

Lausnir og meðferð • Oftast lagast minniháttar meiðsli og óþægindi fljótt ( sinabólga og minniháttar vöðvatognun). Lagast með hvíld og styrktarþjálfun.• Mikil hokin staða í púttum getur sett álag á bakið. Uppréttari staða og lengri pútter getur verið lausn• Skoða golfsveifluna og greina með PGA kennara og eða sjúkraþjálfara. Leiðrétta villur í sveiflunni og tryggja réttan snúning í sveiflunni og rétta stöðu/uppstillingu. • Sleppa bakpokanum og nota golfbíl, rafmagnskerru og eða ýta golfkerruni• Stytta sveifluna og minnka álagið á bakið í leiðinni.• Snúa vinstri mjöðm rétt. Vinstri mjöðmin leiðir snúningin í niðursveiflunni. Tryggja snúningin áfram í framsveiflu og fara í rétta lokastöðu. Réttur mjaðmasnúningur minnkar álag á mjóbak .

Page 29: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

• Í sveiflu ættu hné að vera örlítið bogin sem minnkar spennu í mjóbakinu • Góð upphitun, teigjuæfingar og æfingarsveiflur fyrir og eftir æfingar og golfhring. • Góður og þægilegur skófatnaður getur minnkað álag á bak. • Hreyfa sig á meðan beðið er eftri næsta höggi.

Ef bakverkir lagast ekki eftir hvíld þarf að sjálfsögðu að fara til læknis og fá greiningu og rétta viðeigandi meðferð.

Olnbogi

Mynd 16

Olnbogaverkir golfarans (medial epicondylitis) einkennast af bólgu, eymslum / sársauka efst og að innan í upphandlegg við olnboga. Tennis olnbogi, (lateral epicondylitis) þá eru eymsli og sársauki utan á upphandlegg við olnboga, þekkist einnig meðal golfara. Orsakast oftast af of miklu álagi.

Orsakar verkja og meiðsla• Rangt grip um kylfuna getur valdið álagi á vöðva og sinar.• Haldið of fast um kylfuna sem setur álag á frammhandleggsvöðva• Endurtekið álag og eða miklu átaki/krafti /álagi beitt á olnboga og eða úlnliði.

Einkenni• Verkir eða eymsli ofarlega á innanverðum á framhandlegg (geta komið fram skyndilega og eða magnast upp með tímanum)• Stirðleiki/stífni í olnboga• Verkur þegar hnefi er krepptur• Slappleiki og þreyta í handlegg /minni styrkur eða veikleiki í höndum og / eða úlnliðum

Lausnir og eða meðferð• Hvíld í nokkra daga og stöðva æfingar og leik/keppni þar til sársauki er farinn.

Page 30: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

• Ath að kæla verkjasvæði í 10- 15 mínútur 4 sinnum á dag í nokkra daga.• Draga úr streitu/álagi á framhandlegg og olnboga með því að skoða/breyta sveiflu.

• Laga grip og athuga gripstyrk mt.t. spennu í vöðvum framhandleggs• Cortisone sprautur (ef langvinnt ástand).• Viðeigandi smyrsl og verkjalyf.Ef olnbogi og eða verkir lagast ekki eftir hvíld þarf að sjálfsögðu að fara til læknis og fá greiningu og rétta viðeigandi meðferð.

Axlir

Mynd 17 Mynd 18

Axlarliður er kúluliður og er myndaður af efri hluta upphandleggsbeins (caput humeri) og liðfleti á herðablaðinu (cavitas glenoidalis). Meðfram liðfletinum á herðablaðinu er trefjabrjóskbrún sem kallast liðskálarbryggja (labrum glenoidale).Þetta er hreyfanlegasti liður líkamans,með lítið af liðböndum, þar sem að þau myndu minnka hreyfigetuna.Liðnum er haldið stöðugum með liðpoka, nokkrum liðböndum og axlarvöðvum (rotator cuff). 4 vöðvar tengjast og eru við axlarliðinn, Supraspinatus, Infraspinatus, Subscapularis, Teres minor. Rotator Cuff meiðsli eru algeng axlarmeiðsli meðal kylfinga. Golfsveiflan getur framkallað langvarandi slit og meiðsli í vöðvum sem tengja öxlina. Vöðvar og sinar sem togna og rifna gróa með tímanum og geta þá myndast örvefir sem getur gert hreyfingar sársaukafullt.

Orsakir• Sinarbólga (kalkmyndun í sinum)• Frosin öxl (Sykursýki, skjaldkirtill, áverkar, beinbrot)• Bólga (bólga í Liðpoka sem verndar öxl)

Page 31: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

• Liðagigt (sem veldur bólgu og stirðleika)• Óstöðugleiki í öxl (liðhlaup)• Örvefir og gróninga

Einkenni• Verkir í öxl eða upphandlegg, sársauki þegar handlegg er lyft upp og frá líkamanum• Verkir í framan í öxl sem leiðir niður eftir handlegg og í olnboga / framhandlegg• Lítil hreyfigeta og snúningur í öxlum• Miklir verkir og svefntruflanir.

Lausnir• Hvíld, kæling _kaldir bakstrar , bólgueyðandi smyrsl og verkjalyf, sterarsprautur• Eftir 2-3 bólgulausa daga, heitir bakstar til að mýkja vöðva þegar bolgan er farin• Sjúkraþjálfun _ teygjur og styrkar æfingar• Liðspeglun

Úlnliðs og handarmeiðsli

Mynd 19

OrsakirEndurtekin þung högg í jörðu/mottu í impact stöðu þegar golfboltinn er hittur. Mesta álagið og áhrif af högginu leiða upp í hendi og úlnlið. Mikill kylfuhraði í impact.

Page 32: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Metacarpal bein og fingurbein eru tengd við úlnlið liðböndum, sinum og vefjum. Með tímanum og endurteknu álagi og hugsanlega röngum úlnliðshreyfingum og höggum getur þetta valdið sprungum í beini, beinbroti , tognun í vöðvum og bólgu í sinum sem á endanum valda sársauka og minnkaðrar hreyfigetu.

Einkenni úlnliðs og handarmeiðsla

• Sinarbólga (þroti, verkur og stirðleiki) í úlnlið• Verkir í handarbaki þegar gripið er um kylfugripið og kylfan liggur í gegnum hendina gæti verið merki um að brotið Hamate bein. • Verkir vegna liðhlaups• Úlnliðsbein (Carpal tunnel syndrome) (náladofi / dofi í fingrum / skert hreyfigeta )• Sinarbólga (verkur í úlnlið og við þumal) (De Quervain sinabólga)• Iktsýki og gikt

Lausnir

• Hvíla svæði og minnka álag á sársaukmestu og bólgu svæði.• Kreista tennis bolta til að styrkja handargrip, úlnlið, framhandlegg og axlarvöðva.• Minnka gripþrýsting. • Hægja á baksveiflu , minnka úlnliðs hreyfingu. • Forðast bratta niðursveiflu sem gæti orsakað þung högg í jörðina/mottuna

• Tía upp boltann á æfingarsvæði og í leik• Nota golfkylfur við hæfi.

Hnémeiðsli

Mynd 20

OrsakirGolfsveiflan og snúningur setur mikið álag á hnén.

Page 33: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Þyngdarflutningur í golfsveiflunni , hægra hné í aftursveiflu og vinstra í niður og framsveifluLeikmaður er of þungur.Hné í læstri stöðu (t.d hægra hné í aftursveiflu)Lélelegir skór og mikil ganga/ bera golfpoka

Einkenni• Almennir verkir og sársauki í hné og hnjáliðum• Brak hljóð í hné.• Vökvi í lið• Bólga og stirðleiki í hné sem versnar með aukinni hreyfingu

Lausnir• Hvíld, bakstrar og verkjalyf• Styrktaræfingar, teygja og sjúkraþjálfun

• Lyfta fót í aftursveflu og framsveiflu til að minnka viðnám • Klæðast golf skóm með stuttum tökkum . Minna viðnám í snúningi • Nota t.d tvöfalt lag af innleggi sem tekur við þunganum við það að stíga í hælinn og minnkar þar með álag á hné, mjaðmir og bak.• Nota hnjáspelkur og teygjubindi• Liðspeglun / skurðaðgerð / sprautumeðferð

Meiðsli í mjöðmun

Mynd 21

Golfiðkun veldur sjaldan mjaðmarmeiðslum, en golfleikur getur valdið sársauka í mjöðm þar sem fyrirliggjandi vandamál sem eru til stðar. Ef mjaðmavandamál eru til staðar er hugsanlega hægt að aðlaga og breyta sveiflu og að fyrirliggjandi vandmáli. Oft eru þetta eðlileg slitvandamál vegna aldurs, vinnu og hreyfingar almennt.

Page 34: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Meiðsli í mjöðmum virðast samt vera að aukast miðað við hvernig fyrri kynslóð golfara var ekki með mikil mjaðmameiðsli.

Orsakir• Tognun í vöðva ( getur valdið óþægindum eða takmarkað snúningsgetu og hreyfingu.)• Snúningur á mjöðm, snöggur kraftmikill snúningur í „kúplingu“ setur mikið álag á mjaðmir og vöðvafestingar og nær vöðva.• Of mikill þungi / álag sett á mjöðm, golfbakpoki, leikmaður of þungur.• Almennt slit í mjöðm og liðum ásamt gigt.• Skemmt í brjóski ( Hip, labram tear)• Of brött golfsveifla sem veldur þungum höggum í jörð eða á mottu

Einkenni• Verkir í mjöðm eða við nára svæði• Álagsbrestir og smellir í mjöðm

Lausnir• Laga uppstillingu /golfstöðu, beinna bak, bil milli fóta m.v axlir, jafna þyngdardreifingu á fætur , hægja á og mýkri sveiflu og réttann sveifluhraða. • Rétt upphitun og teygjur fyrir og eftir æfingar• Hvíld, kaldir bakstrar • Speglun og eða aðgerð

Byrjendakennsla og fræðsla eldri kylfingar

Nokkur atriði er vert að nefna fyrir utan hefðbundna kennslu í grunnatriðum sveiflu, tækni og hreyfinga líkamans.

Liðleiki, styrkur og jafnvægi.Mikilvægt er að kennarinn átti sig strax á hversu mikill liðleiki, styrkur og jafnvægi byrjandans er. Gott er að gera einfaldar liðleikaæfingar og mælingar á jafnvægi þegar upphitun lýkur. Þá má sjá hvað er við hæfi að nemandinn geti framkvæmt. Þá er hægt að gera æfingaráætlun sem miðar að auka liðleika, jafnvægi og styrk ef þess þarf.

ÆfingamotturMjög margir byrjendur hefja ferilinn á æfingarmottum. Þar hefur meiðsltíðnin verið að aukast skv rannsóknum. (Mr. Lindsay and the University of Calgary’s Sport Medicine Centre). Það álag sem myndast á liði við mörg endurtekin högg á hart yfirborð hefur mjög slæm áhrif á handleggi og

Page 35: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

axlir. Eðlilegt járnahögg á grasi er þannig framkvæmt að kylfan hittir fyrst boltann og pressar hann áfram og kylfan fer síðan í sinn lægsta punkt, sem er fyrir framan golfkúluna og tekur upp grastorfu. Mýktin á grasinu/jarðveginum mildar höggið. Of mikið æfingarálag á mottum getur framkallað meiðsli þannig að viðkomandi er frá iðkun í 2-3 vikur.

Gæta þarf þess að ef æfingar fara fram á hörðum mottum að tíað sé eins mikið upp og mögulegt er og nota síðan hátt gras á mottunni. Ef verið er að æfa járnahögg að þá sé notuð stutt sveifla og högg í samræmi.

SjúkdómarÞegar sjúkdóma/meiðsla saga er fyrir hendi skiptir máli að kennarinn hafi skilning og þekkingu og geti miðlað af reynslu annara og hvernig hægt er að iðka golf ef þær aðstæður eru fyrir hendi. Þekking kennarans á að breyta / aðlaga golfsveiflu að viðkomandi ásamt því að réttur golfbúnaður sé notaður og eða hjálpartæki skiptir miklu máli.

VetraræfingarFlestir stóru golfklúbbarnir eru með inniæfingar yfir vetrarmánuði. Þar er alveg tilvalið að byrja golfiðkun í púttæfingum og stutta spilinu.

S.N.A.GSNAG golf er núna að verða vinsælt og hentar öllum byrjendum. Léttar kylfur og mjúkir boltar og ávallt er slegið af tíi nema þegar púttað er. Ekki er notuð full sveifla þannig að átök eru lítil og nánast engin meiðslahætta fyrir hendi. Fyrir utan byrjendur er þetta tilvalið til að byrja á að liðka viðkomandi ef hann er að koma úr veikindum eða meiðslum. Æfingar geta verið inni og yfir veturinn.

SNAG (Starting new at golf) er hannað af PGA atvinnumönnum og golfkennurum sem nýttu eiginleika og smáatriði hefðbundins golfs við þróun búnaðar og kennsluaðferða. Búnaðurinn er litríkur og auðveldur í notkun og er frábær kennslu- og æfingabúnaður fyrir byrjendur og lengra komna á öllum aldri. Með SNAG fá kylfingar tækifæri til að læra og æfa sig með öðrum, en um leið að þróa hæfileika, getu og skilning á þeim hraða sem hverjum og einum hentar.Með SNAG er hægt að nýta mun minni úti- og innisvæði til að læra að spila golf og þannig geta golfklúbbar auðveldlega boðið upp á skemmtilega dagskrá. Markmiðið er að færa golfíþróttina til fjöldans með námi sem tekur lítið pláss, er ódýrt og sérlega skemmtilegt.

GolfsamfélagiðKynna þarf vel alla þá kosti sem fylgja golfiðkun. Golf er ekki bara að slá í golfkúlu. Full golfiðkun kallar á mikla útivist og félagsskap. Mikið súrefni, grátur og hlátur, og skemmtun við keppni og leik. Ef byrjandinn er nálægt fimmtugu getur þetta orðið 20-30 ára ævintýri. Að vera í golfklúbb kallar á félgasstarf og oft á tíðum sjálfboðaliðastarf. Kynnast fullt af nýju fólki

Page 36: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

á öllum aldri og síðan er verið að spila á hinum ýmsu golfvöllum hérlendis sem erlendis. Heilsan mun líklegast snarlagast og liðleiki,kraftur, þol, jafnvægi mun aukast.

Lengra komnir og lágforgjafa eldri kylfingarMargir góðir kylfingar eru á miðjum aldri hafa mikinn frítíma, keppa reglulega og spila og æfa mikið. Sumir hafa byrjað snemma en aðrir hafa tekið upp golfiðkun eftir farsælan íþróttaferil og hyggja á afrek við golfiðkun. Þá er ekki ólíklegt að golfkennaranum mæti stutt eða löng meiðslasaga sem geta þá verið gömul íþróttameiðsli eða meiðsli sem koma vegna álags við golfiðkun og eða viðkomandi er að beita sér rangt í golfsveiflunni. Eins og slice er ávísun á verki í mjóbaki að þá er hægt að geta sér til um “sveiflugalla“ ef vinstri úlnliður er oft eða mikið meiddur. Mikilvægt er að kennarinn hafi þekkingu á meiðslum og geti þá í samræmi við kylfinginn ráðlagt breytingar á sveiflu og sjúkraþjálfun ef þess þarf. Sama á við um gömul íþróttameiðsli sem geta tekið sig upp og góð þekking á íþróttameiðslum er mikill kostur.

Eins og áður hefur komið fram þarf að liðka liðina svo þeir stirðni ekki, styrkja vöðvana til að þeir missi ekki kraft og rýrni, teygja þarf vöðvana reglulega annars styttast þeir og stífna. Passa verður vel upp á stöðugleika liða, að styrkja vel í kringum óstöðuga liði og liðka sérstaklega liði sem hafa skerta hreyfingu. Æfa þarf jafnvægi og samhæfingu og viðhalda þannig sem bestri færni. Og til að gera líkamann orkumeiri þarf að auka þolið, kraft og snerpu með hæfilegum æfingum sem hraða hjartslátt og öndun og bæta blóðið. Þjálfunin þarf því að vera nokkuð fjölbreytileg svo að tekið sé á öllum þessum þáttum. Jafnframt verður að gæta þess að þjálfun sé við hæfi hvers og eins.

Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi vegna Sveitakeppni Öldunga. Fjölgað hefur verið í liðum og spilaðir fjórir leikir 2 sinnum á dag í þrjá daga. Þetta þýðir að meira álag er á leikmenn og gætu leikmenn lent í því að spila í 6-8 klst á dag og jafnvel ganga 12-18 kílómetra hvern dag. Úthald og einbeiting þarf að vera góð alla dagana og sérstaklega þegar kemur að síðasta degi mótsins þar sem keppt er um lokaniðurstöðu og verðlaunasæti.

Undanfarin ár hafa leikmenn sem keppa í þeim sveitum sem eru bestar verið undantekningalaust með undir 6-8 í forgjöf og spila að jafnaði á 70 -78 höggum. Margir eru núverandi/fyrrverandi landsliðsmenn öldunga, Íslandsmeistarar, klúbbmeistarar og hafa spilað lengi og með mikla reynslu. Mjög virkir í Lek mótaröðinni og keppa oft. Margir eru hættir að vinna og eyða miklum tíma við golfiðkun hérlendis sem erlendis.

Hvernig þyrfti æfingaráætlun og skipulag fyrir öldungasveit sem ætlar sér að vera í fremstu röð í sveitakeppni og ná stöðuleika í keppni ?

Æfingaráætlun fyrir öldungasveit

Page 37: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Undirbúningstímabil I : Jan – mars 8 vikur Liðleiki og samhæfing Getumælingar og markmið og áherslur (SMARTER) 2-3 í viku Áhersla á þol – kraft – liðleika Tækniæfingar + kennsla innahúss 3-4 í viku Mælingar í stuttaspili (PELZ) finna stuttaspilsforgjöf Þol + mælingar Tækniæfingar og kennsla _ styrkja og sesta í sessi lagfæringar og breytingar á sveiflu Getumælingar og retest + kylfuhraði

Undirbúningstímabil II : mars - maí Leikskipulag, markmið og áherslur Undirbúningur undir LEK mótaröð Þrekæfingar Tækniæfingar og kennsla Getumælingar

Keppnistímabil: maí - ágúst Leikskipulag og reglur og markmið og áherslur Niðurröðun og velja mót fyrir keppnistímabilið Æfingar á velli og keppni í mótum 6 sinnum í viku Viðhalda tækni í sveiflu og stutta spili og þrekþjálfun Meistaramót Endanlegt val í keppnissveit Endurskoðun markmiða og æfingaráætlun 15 júlí Undirbúningur undir sveitakeppni.

Lok ágúst: Sveitakeppni öldunga. Keppni er allt að 36 holur á dag í 3 daga: 2* (Fjórmenningur og 4 tvímenningar)

UmræðurVið söfnun gagna vegna ritgerðarinnar, skoðun á fræðigreinum og hinum ýmsu heimildum bæði hvað varðar þjálfun og kennslu eldri kylfinga og svo tengls sjúkdóma og meiðsla í tengslum við golfiðkun kom það nokkuð á óvart hversu lítið er um þetta skrifað og fjallað á Íslandi. Eins og margir kylfingar á miðjum aldri stunda golf og einnig það að þegar ævistarfi

Page 38: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

fer að ljúka að þá ætla margir að leyfa sér að spila golf, að þá skuli ekki vera mikil fagleg umræða í gangi og sérhæfð kennsla í boði fyrir þennan hóp. Þegar erlendar síður, greinar og ritgerðir eru skoðaðar að þá er úr miklu efni að moða. Sama á við um golfkennsluna að margir golfkennarar sérhæfa sig í kennslu og þjálfun fyrir eldri kylfinga. Þar er einnig fjöldi góðra PGA kennara sem halda úti vefsíðum með ráðleggingum og æfingum.

Erlendis er einnig mikið af upplýsingum um það hvernig golfiðkun og hinir ýmsu sjúkdómar og meiðsli fara saman. Læknar og sjúkraþjálfarar halda úti góðum vefsíðum og skrifa reglulega greinar um golfiðkun og hvernig stunda megi golf meðfram meiðslum og sjúkdómum. Fólk er hvatt til að fara út og hreyfa sig, spila golf, styrkja líkama og sál og vera í góðum félgasskap.

Sjálfur hef ég reynslu af psóriasis gigt (psoriatic arthritis) og greindist eftir að hafa verið með slæma bólgu í fingri á vinstri hendi(dactylitis) sem gerðist mjög skyndilega árið 2002. Afleiðingar eru að einn fingur er skemmdur. Ég fékk sterasprautumeðferð sem sló aðeins á bólguna og verkina. Einnig fann ég að aðrir liðir og stífni í baki var farin að há mér. Liðleiki minnkaði og síðan var ég farinn að hreyfa mig minna og þá komu kílóin. Ættarsagan er stór hvað varðar psoriasis bæði hvað varðar útbrot á húð og svo slæma psoriasis gigt. Ég hætti allri tónlistariðkun sem ég hafði stundað af miklu kappi og haft atvinnu af. Ég gat t.d ekki spilað á gítar í mörg ár vegna verkja. Hvað mig varðar er að ég fór að lesa mér til um liðbólgur og gigt og svo verki. Ég var með stannslusa verki og það er bara ekki þægilegt. Ég sá myndir af Keith Richard gítarleikara Rolling Stones sem er með mikla slitgigt í fingrum beggja handa. Ef hann getur spilað á gítar í þessu ástandi að þá gæti ég það líka.

Ég fór að skoða hvað leiðir væru til að losna við verkina og ég vildi alls ekki taka nein lyf og allra síst að vera í reglulegri sterasprautumeðferð. Ég las það að hreyfing væri mjög góð fyrir liði og hræðslan við verki væri óþörf. Ég ákvað að fara að æfa aftur á gítarinn, fann stillingar/tuningar sem auðvelduðu fingrasetningu við hljóma. Verkirnir voru miklir og fingurnir aumir. Ég fór að spila meira á slide gítar sem reynir minna á liðina og svo bætti ég við banjói sem er tæknilega gott fyrir hægri hendina og reynir minna á vinstri fingur. Þarna var ég kominn á stað þar sem mér leið vel andlega, fann að ég gat haldið áfram að stunda tónlist mér og öðrum til ánægju. Eftir nokkrar vikur gat ég spilað nokkuð mikið á gítar og verkirinir höfði minnkað. Ég hélt áfram að reyna á verstu fingurna og bólgan minnkaði. Eftri því sem ég reyndi meira á fingurna minnkaði bólgan og verkirnir. Í dag eru verkirnir farnir en smá bólga í einum skemmdum lið. Ég þarf að spila reglulega helst 2-3 klst í viku til að halda verkjunum og bólgunni niðri.

Hvað hefur þetta með golfiðkun að gera ?

Þetta kenndi mér að góð hreyfing og að stunda áhugamál með vinum í góðum félagsskap getur skipt miklu máli. Golfsveiflan er góð fyrir öll liðamót ef hún er rétt framkvæmd og án þess að vera með mikil átök. Að aðlaga golfsveifluna og golfiðkunina þannig að viðkomandi líði vel andlega og félagslega hlýtur að vera öllum til góða. Það er líka þjóðfélagslega hagkvæmt að komast í virkni, bæta heilsuna og sleppa lyfjum, og geta jafnvel tekið þátt í atvinnulífinu, og gefur viðkomandi sjálfstraust og gleði.

Page 39: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Lokaorð

Heimildaskrá :

http://www.lek.is/um-lekÁrsskýrsla GSÍ 2014Gallup: Skýrsla og könnun fyrir Golfsamband Íslands, 2006Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs. Tölfræði og rástímarÁrsrit GKG 2014Gæðahandbók GKGVefjagigt.isGolf and Pain (Fibromyalgia) Playing golf with pain.Magnús Jóhannsson prófessor í læknisfræði við HÍ (Slitgigt vísindavefurinn) Gigtarfélag ÍslandsGigtarvefurinnPhil Mickelson (Opens Up About Psoriatic Arthritis) (http://www.arthritistoday.org/what-you-can-do/arthritis-stories/athletes/phil-mickelson-arthritis-3.php)Senior Golf and the Effects of Aginghttp://agedefyinggolf.com/arthritis-golf-play-pain-free-golf/Össur (Spelkur og stuðningsvörur) Áhrif hreyfingar á liðagigt (2014 ritgerð, Elín Rós Jónasdóttir Lokaverkefni til BSc-prófs í Íþrótta- og heilsufræði)How Pro Golfer Kristy McPherson Deals With Rheumatoid Arthritis SymptomsHip Replacement – Tom Watson (http://www.upperperkpt.com/downloads/hip_replacement_article.pdf)Harvard Medical School Study 2004 (common golf injuries)McCarroll, JR. The frequency of golf injuries. Clin Sports Med 1996;15:1-7.Mr. Lindsay and the University of Calgary’s Sport Medicine CentreHISSA.isCan fixing my slice help my back pain (Dr. Troy Van Biezen)Learning from Keith Richards’ fingers

Myndir:

Myndir 1-13 Hlöðver Guðnason Mynd 14: http://www.pressan.is/ImageHandler.ashx?ID=eee30873-5fe7-42d2-813e-da7c42c21e06&type=originalsMynd 15: (http://watchfit.com/general-health/injury/exercises-for-golfers/)Mynd 16: (www.professionalphysicaltherapy.com)Mynd 17 http://golftips.golfsmith.comMynd 18 http://www.hss.edu/condition-list_rotator-cuff-injuries.asp#.VQrPl-HLI14 http://golftips.golfsmith.com/diagnose-rotator-cuff-injuries-1153.htmlMynd 19 http://www.lookfordiagnosis.com/mesh_info.php?term=Metacarpal%20Bones&lang=1#Mynd 20 http://www.golfersavenue.com/wp-content/uploads/2012/03/tiger-woods-knee-golf-injury.jpgMynd 21 http://cdn2.mensfitness.co.uk/sites/mensfitness/files/styles/article_main_wide_image/public/Mynd 22 https://www.pinterest.com/pin/249457266831462527/

Page 40: Inngangur - PGA á Íslandipga.is/.../2015/11/Hlodver_Kennsla_eldri_kylfinga.docx · Web viewLokaritgerð Hlöðver Sigurgeir Guðnason 4 árg PGA golfkennaranáms apríl 2015 Kennsla

Mynd 22 : Keith Richard