19
Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat 13. desember 2008 Jón Páll Haraldsson Lis Ruth Kjartansdóttir

Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

  • Upload
    jaimie

  • View
    91

  • Download
    5

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat. 13. desember 2008 Jón Páll Haraldsson Lis Ruth Kjartansdóttir. Dagskrá. Námsmöppur – stutt yfirlit Námsmöppur – úr kennslustofunni Hið formlega námsmat Fyrirspurnir (en grípið einnig frammí). Námsmöppukerfi. Stutt ágrip. Innleiðing og aðstæður. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Laugalækjarskólinámsmöppur og námsmat

13. desember 2008Jón Páll HaraldssonLis Ruth Kjartansdóttir

Page 2: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Dagskrá

1. Námsmöppur – stutt yfirlit2. Námsmöppur – úr kennslustofunni3. Hið formlega námsmat4. Fyrirspurnir (en grípið einnig frammí)

Page 3: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Námsmöppukerfi

Stutt ágrip

Page 4: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Innleiðing og aðstæður

Námsmöppukerfið var innleitt fyrir 6 árum. Er að festa sig í sessi sem sjálfsagður þáttur í

skólastarfinu en lengi áfram verður leitast við að bæta og styrkja kerfið.

Líkt og með flest annað þá sníður hver skóli hugmynd að eigin þörfum og aðstæðum. Námsmöppukerfi er hvergi eins í tveimur skólum og sjálfsagt ólíkt eftir löndum.

Laugalækjarskóli er 300 barna skóli með nemendur í 7. – 10. bekk.

Nemendur þekkja ekki námsmöppur þegar þeir innritast en það horfir til betri vegar.

Page 5: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Námsmöppur geta verið

námsleið, námstæki tækifæri til að styrkja og efla nemandann vettvangur einstaklingsmiðunar í námi

– persónuleg markmiðssetning, mat og viðbrögð farvegur ígrundunar nemandans um viðfangsefnin,

námið og eigin stöðu og geta þá um leið stuðlað að aukinni ábyrgð og meðvitund um eigin styrkleika og veikleika.

notaðar á ólíkan hátt í ólíkum fögum

Námsmöppur kallast gjarnan portfolio á útlensku.

Page 6: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Þrír meginþættir

LeiðarbækurSafnmöppurSýnismöppur

Page 7: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Leiðarbók

Kjarni námsmöppukerfisins Notkun er fjölbreytt, t.d. til skráningar á:

– markmiðum og mati á árangri, ígrundun um gang mála, glósum, reglum, fyrirmælum um heimanám, ..,

Stundum notuð í hverjum tíma, stundum sjaldnar. Vel heppnaður “kafli” í leiðarbók endurspeglar hvert

viðfangsefni vel hjá hverjum og einum. Ein leiðarbók er í hverju fagi.

Fókus: ábyrgð, meðvitund, yfirsýn, vinnubrögð

Page 8: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Safnmappa

Nemandinn safnar öllum verkefnum í safnmöppu.

Ein safnmappa dugir fyrir veturinn. Nokkrir nemendur þurfa stuðning við og tíma

til flokkunar. Í yngri árgöngum hefur verið prófað kerfi með

lítilli og stórri safnmöppu til að minnka burð.

Fókus: skipulag, ábyrgð, yfirsýn

Page 9: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Sýnismappa

Ein mappa á hverri önn. Stolt nemandans – hans bestu verk úr hverju fagi. Að mestu verkefni sem nemandinn velur sjálfur,

stundum eftir óskum kennara. Nemendur útbúa sýnismöppur á sérstökum

möppudögum í aðdraganda foreldraviðtala. Sýnismöppum frá hverri önn hefur verið safnað í

sérstakar öskjur sem nemendur hanna í smíði. Uppi eru áform um annað form.

Fókus: styrkur, hvatning, meðvitund, sjálfstraust

Page 10: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Námsmöppukerfi

Vinnulag í kennslustofuSjónarhorn kennaraSýnishorn

Page 11: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Spurningar?

Page 12: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Hið formlega námsmat

Stutt ágrip

Page 13: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Námsmat

Þrjár jafngildar annir, engin lokaeinkunn. Einkunnir allra anna birtast á lokavitnisburði. Engir prófadagar. Einkunnir í hverju fagi eru þrjár:

– staða í námi– vinnueinkunn kennara– vinnueinkunn nemanda

Alls 3x3 einkunnir í hverju fagi yfir veturinn Foreldraviðtöl við lok hverrar annar

Page 14: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Námsmat - dæmi

Vinnueinkunn nemanda Vinnueinkunn

kennara Staða í námi Umsögn

Nóv

Feb

Júní

Nóv

Feb

Júní

Nóv

Feb

Júní

Íslenska 8 8 10 6 8 9 7 9 10 Átak skilar árangri. Stærðfræði 7 8 8 8 9 6 7 7,5 5,5 Hegðun ábótavant að

vori.

Áhersla lögð á þróun, meðvitund nemandans um gang mála og tengsl ástundunar og útkomu.

Hentar vel sem umræðugrundvöllur í foreldraviðtölum, mismunur á vinnueinkunn kennara og vinnueinkunn nemenda er t.d. alltaf áhugaverður.

Page 15: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Vinnueinkunn

Vilji til að aðskilja getu í faginu og vinnueinkunn.

Að baki vinnueinkunn eru ákveðin viðmið og sömu viðmið eru fyrir nemendur og kennara

Page 16: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

10 Nemandi gerir alltaf sitt besta. Nemandi setur sér alltaf hæfilega ögrandi markmið í faginu og vinnur að þeim. Nemandi nær sínum markmiðum í aðalatriðum. Nemandi nýtir leiðarbók á fjölbreyttan hátt og gjarnan að eigin frumkvæði, t.d. til að skrá niður mikilvæg atriði, hugrenningar, álitamál og til að meta eigin vinnu. Stundvísi og vinnusemi eru til mikillar fyrirmyndar og nemandi er tillitsamur við aðra nemendur og allt starfslið. Nemandi sýnir frumkvæði að vinnu, heldur sér að verki og vinnur sjálfstætt, heimanám er unnið og verkefnum er skilað á réttum tíma. Viðeigandi gögn eru alltaf til staðar og nemandi safnar öllum verkefnum sínum skipulega og snyrtilega í safnmöppu. Nemandinn er mjög ánægður með verkefnin sem hann ætlar að velja í sýnismöppuna og telur sig auðveldlega geta rökstutt valið.6 Nemandi getur almennt gert betur en gerir sitt besta inn á milli. Nemandi þarf stuðning við markmiðssetningu. Nemandi ritar leiðarbók eingöngu skv. fyrirmælum kennara. Nemandi hegðar sér yfirleitt vel en getur bætt tillitsemi og hegðun. Stundvísi er viðunandi, nemandi mætir einstaka sinnum of seint. Nemandi þarf stundum áminningu um að halda áfram vinnu. Heimanám og viðeigandi gögn vantar stundum og verkefnaskil eiga til að tefjast. Í safnmöppuna vantar einstaka verkefni, skipulag og frágang hennar má bæta. Nemandi er ekki alveg viss hvaða verkefni fara í sýnismöppuna.4 Nemandi þarf að taka sig á, hann gerir sjaldan sitt besta. Nemandi ritar stuttlega í leiðarbók skv. fyrirmælum kennara. Nemandi fær oft áminningar starfsfólks um að bæta hegðun og tillitsemi og þarf að gera úrbætur. Mæting er ekki nógu góð. Nemandi heldur sig ekki vel að vinnu í kennslustundum og sýnir lítið frumkvæði að vinnu. Heimanámi er sjaldan sinnt, viðeigandi gögn vantar oft og verkefnum er stundum skilað. Ýmis verkefni vantar í safnmöppu og skipulag hennar þarf að bæta. Óljóst er hvaða verkefni fara í sýnismöppu.

Page 17: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Vinnueinkunn

Þessi rubric verður brátt tvívíður. Margir kennarar láta nemendur rökstyðja

vinnueinkunn sína í leiðarbók eða á litla miða.

Stundum hentar að láta vinnu í ákveðnum verkefnum gilda til vinnueinkunnar kennara.

Page 18: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Námsmat – þróunin síðustu 4 ár

Vorum áður með lokamat að vori og sérstaka prófadaga.

Leiðsagnarmat í nóv og feb, gefið í bókstöfum. Vinnueinkunn kennara var sundurliðuð í hegðun,

ástundun, heimanám, frumkvæði og fleira. Gefin var almenn umsögn. Vinnueinkunn nemenda kom inn fyrir rúmum 2 árum. Allt handfært áður fyrr, fór síðar inn í MailMerge – sjá

síðar.

Page 19: Laugalækjarskóli námsmöppur og námsmat

Gamla skipulagið

Þegar rætt var um stöðu í námsgreinum var notaður eftirfarandi kvarði:

A+ = 91-100%A = 81-90 %B+ = 71-80 %B = 61-70 %C+ = 51-60 %C = 41-50 %D = 0-40 %

Þegar kom að huglægari atriðum eins og hegðun, verkefnaskilum, virkni og mögulega fleiru, var notast við þriggja þrepa kvarða:

G = Gott S = Sæmilegt Ó = Óviðunandi